viðhorf og upplifun notenda joy... · 2018-10-15 · 4.3 viðhorf notenda til starfsemi...

107
Stuðningurinn heim – Uppeldisráðgjöf Viðhorf og upplifun notenda Marta Joy Hermannsdóttir Lokaverkefni til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda Háskóli Íslands Félagsvísindasvið

Upload: others

Post on 08-Mar-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

Stuðningurinn heim – Uppeldisráðgjöf

Viðhorf og upplifun notenda

Marta Joy Hermannsdóttir

Lokaverkefni til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda Háskóli Íslands

Félagsvísindasvið

Page 2: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

Stuðningurinn heim - Uppeldisráðgjöf

Viðhorf og upplifun notenda

Marta Joy Hermannsdóttir

2510853669

Lokaverkefni til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda

Leiðbeinandi: Sigurveig H. Sigurðardóttir

Félagsráðgjafardeild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Desember 2012

Page 3: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

Ritgerð þessi er lokaverkefni til MA-gráðu í félagsráðgjöf og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Marta Joy Hermannsdóttir 2012 Prentun: Háskólaprent Reykjavík, Ísland 2012

Page 4: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

i

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar er að kanna upplifanir og viðhorf foreldra sem hafa

þegið þjónustu frá Stuðningnum heim – uppeldisráðgjöf, ásamt því að kanna hve

þekkt úrræðið er, hvort þjónustan skilar árangri og hvort foreldrar nýta til

frambúðar það sem þeir læra. Tilgangur þjónustunnar er að veita foreldrum

stuðning og uppeldisráðgjöf á heimilum sínum með það að markmiði að bæta

uppeldisaðstæður og sporna við vistun barna á stofnunum. Leitað er eftir viðhorfi

og upplifun notenda og starfsmanna og því tekin viðtöl við þessa tvo hópa.

Niðurstöður sýna að lítil þekking er meðal þátttakenda á þjónustunni áður en

félagsráðgjafar á þjónustumiðstöðvum kynna úrræðið fyrir notendum. Almennt

viðhorf notenda er að þeir eru ánægðir með þjónustuna sem Stuðningurinn heim

veitir. Fjölskyldur sem upplifa árangur af starfinu nota enn það sem þær lærðu í

úrræðinu. Helsti árangurinn af starfinu er breytt afstaða til foreldrahlutverksins.

Foreldrar telja sig öruggari og búa yfir auknum styrk til að takast á við aðstæður

sem skapast heima fyrir. Þátttakendur höfðu hugmyndir um hvernig bæta mætti

úrræðið en þær fólust helst í því að lengja stuðningstímabilið, auka eftirfylgni og fá

stuðning fyrir systkini á heimilinu svo eitthvað sé nefnt. Starfsmenn eru ánægðir

með þjónustuna sem þeir veita en eru ósáttir við breytingar sem urðu á skipulagi

starfsins 2012. Rannsókn þessi er fyrst til að skrásetja sögu úrræðisins og skilgreina

af hverju boðið er upp á slíka þjónustu á Íslandi.

Lykilorð: Stuðningurinn heim, stuðningsúrræði, uppeldisráðgjöf og félagsráðgjöf.

Page 5: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

ii

Abstract

The aim of this study is to explore the experience and attitude of parents who have

received parenting advice from Stuðningurinn heim which is a service carried out in

the home. The study also explores the knowledge that people have about the

service, if the service is effective and whether the parents continue to use what

they have learned. The objective is to provide parents with support and parenting

advice in their homes, with the aim to improve parenting skills and prevent

children being institutuionalized. The research explores the views and experiences

of users of this service and also of the service providers. Results show that among

the participants there was insufficient knowledge of this service until they were

informed of it by the social workers. The general attitude of users is that they are

happy with the service provided in the home. Families who benefit from this

service still use what they have learned. The main results are that parents become

better and more confident in their parenting skills. The parents believe they are

secure and have greater strength to deal with situations that arise at home.

Participants came up with ideas as to how to improve the service. The ideas were,

for example, to extend the support period, increase follow-up and offer support to

siblings at home. Service providers are satisfied with the service they provide but

dissatisfied with the changes and decentralisation of the work in 2012. This study

is the first to document the history of this service and to identify why such services

are provided in Iceland.

Keywords: Home support, parenting advice and social work.

Page 6: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

iii

Formáli

Ritgerð þessi er lokaverkefni í meistaranámi til starfsréttinda í félagsráðgjöf við

Háskóla Íslands. Verkefnið var unnið haustið 2012 og telst 30 ECTS einingar. Ég vil

færa leiðbeinanda mínum Sigurveigu H. Sigurðardóttur sérstakar þakkir fyrir góða

samvinnu, uppbyggilegar ábendingar og góða leiðsögn. Aðalbjörg Valberg,

forstöðukona Stuðningsins heim var tengiliður minn að þátttakendum og vil ég

þakka henni fyrir gott samstarf.

Ég þakka öllum viðmælendum fyrir þátttöku í rannsókninni en án þeirra hefði

ritgerðin ekki orðið að veruleika. Öllum þeim sem gáfu tíma sinn til að lesa yfir

ritgerðina vil ég færa þakkir: Pétur Gordon Hermannsson, Gunnur Ýr Gunnarsdóttir

og Jón Oddur Halldórsson. Foreldrar mínir fá einnig þakkir fyrir þýðingu, þau

Priscilla Bjarnason og Hermann Bjarnason. Að lokum fær eiginmaður minn Atli

Andrésson, sonur okkar Sæþór Jökull Atlason, fjölskylda mín, vinir og

samnemendur sérstakar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning, þolinmæði og

hvatningu við skrif þessarar ritgerðar.

Page 7: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

iv

Efnisyfirlit

1 Inngangur ................................................................................................. 1

2 Fræðileg umfjöllun .................................................................................... 4

2.1 Stefna og löggjöf sem styður barnafjölskyldur ............................................. 4

2.1.1 Barnasáttmálinn ......................................................................................... 5

2.1.2 Fyrsta stigs forvörn ..................................................................................... 5

2.1.3 Annars og þriðja stigs forvörn .................................................................... 5

2.1.4 Hliðverðir .................................................................................................... 6

2.1.5 Yfirvöld og foreldrar ................................................................................... 7

2.2 Stuðningurinn heim ...................................................................................... 8

2.2.1 Stuðningurinn heim – uppeldisráðgjöf ....................................................... 8

2.2.2 Saga Stuðningsins heim ............................................................................ 11

2.2.3 Lausnamiðuð hugmyndafræði ................................................................. 15

2.2.4 Niðurstöður þjónustumats 2009-2011 ..................................................... 17

2.2.5 Önnur úrræði sem eru notuð samhliða Stuðningnum heim .................... 20

2.2.6 Stuðningur á heimili sem miðar að uppeldisráðgjöf ................................ 22

2.2.7 Breytingar á skipulagi Stuðningsins heim árið 2012 ................................ 23

2.3 Heimsóknir sem þjónustuúrræði ................................................................ 25

2.3.1 Saga heimsókna til þjónustuþega............................................................. 25

2.3.2 Hlutverk starfsmanna inni á heimilum skjólstæðinga .............................. 27

2.4 Fjölskyldan .................................................................................................. 30

2.4.1 Kerfiskenning ............................................................................................ 30

2.4.2 Foreldrar, fjölskylda og barn .................................................................... 32

2.5 Rannsóknir .................................................................................................. 35

2.5.1 Íslenskar rannsóknir ................................................................................. 35

2.5.2 Erlendar rannsóknir .................................................................................. 38

3 Aðferð .................................................................................................... 40

3.1 Rökstuðningur fyrir vali aðferðar ............................................................... 40

3.2 Rannsóknarspurningar ............................................................................... 40

3.3 Eigindleg rannsóknaraðferð ....................................................................... 41

3.3.1 Viðtöl ........................................................................................................ 41

3.3.2 Viðtalsvísir ................................................................................................ 42

3.3.3 Réttmæti og áreiðanleiki rannsóknar ....................................................... 43

3.4 Úrtak ........................................................................................................... 44

Page 8: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

v

3.5 Gagnaöflun ................................................................................................. 45

3.6 Úrvinnsla gagna .......................................................................................... 45

3.7 Siðferðilegir þættir ..................................................................................... 46

3.8 Takmarkanir rannsóknarinnar .................................................................... 47

3.9 Þátttakendur ............................................................................................... 48

4 Niðurstöður ............................................................................................ 50

4.1 Fyrstu hugmyndir að úrræðinu Stuðningurinn heim ................................. 50

4.2 Uppeldisráðgjöf á heimilum notenda ......................................................... 52

4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ....................................... 54

4.4 Hugmyndir notenda að úrbótum ............................................................... 61

4.5 Viðhorf starfsmanna til starfsemi Stuðningsins heim ................................ 65

4.6 Viðhorf til og upplifanir af skipulagsbreytingum árið 2012 ........................ 69

5 Umræður ................................................................................................ 73

5.1 Stuðningurinn heim: Forvarnarúrræði ....................................................... 73

5.2 Fyrstu hugmyndir að úrræðinu Stuðningurinn heim ................................. 74

5.3 Uppeldisráðgjöf á heimilum notenda ......................................................... 75

5.4 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ....................................... 76

5.5 Hugmyndir notenda að úrbótum ............................................................... 79

5.6 Viðhorf starfsmanna til starfsemi Stuðningsins heim ................................ 80

5.7 Viðhorf til og upplifanir af skipulagsbreytingum árið 2012 ........................ 81

6 Lokaorð .................................................................................................. 83

Heimildir ......................................................................................................... 85

7 Fylgiskjal A: Leyfi Velferðarsvið Reykjavíkurborgar .................................. 91

8 Fylgiskjal B: Viðtalsvísir: Notendur Stuðningsins heim ............................. 92

9 Fylgiskjal C: Viðtalsvísir: Starfsmenn Stuðningsins heim ........................... 94

10 Fylgiskjal D: Kynningarbréf ...................................................................... 96

11 Fylgiskjal E: Upplýst samþykki ................................................................. 98

Page 9: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

1

1 Inngangur

Foreldrahlutverkið er án efa eitt mikilvægasta hlutverk sem foreldrar taka að sér

á lífsleiðinni. Flestir foreldrar vilja standa sig og veita börnum sínum gott uppeldi

en allir foreldrar geta lent í því að þykja uppeldið krefjandi og vita ekki hvernig á

að takast á við aðstæður. Í sumum tilfellum geta erfiðleikar orðið foreldrum um

megn þar sem þeir vita ekki hvernig á að takast á við vandamálið. Það getur verið

erfitt að viðurkenna að upplifunin af foreldrahlutverkinu sé krefjandi og

sömuleiðis að þiggja aðstoð þegar hún býðst. Það sem skiptir mestu máli er að til

sé þjónusta sem aðstoðar foreldra og fjölskyldur við að takast á við

uppeldistengd vandamál. Í Reykjavík er til slíkt úrræði sem hefur vinnuheitið

Stuðningurinn heim – Uppeldisráðgjöf. Starfið gengur út á að starfsmaður með

menntun á sviði uppeldisfræða fer inn á heimili fjölskyldna og hjálpar þeim að ná

þeim markmiðum sem þau hafa sett, en ritgerð þessi fjallar um könnun á

upplifun þeirra sem hafa þegið Stuðninginn heim.

Aðdragandi rannsóknarinnar er sá að velferðarsvið Reykjavíkurborgar

lagði fram ósk um að MA-nemi í félagsráðgjöf tæki að sér að rannsaka úrræðið

Stuðningurinn heim. Rannsakandi hafði aldrei heyrt um úrræðið og þótti efnið

áhugavert. Það getur talist kostur að hafa enga þekkingu á úrræðinu þar sem

rannsakandi hefur enga fyrirfram mótaða hugmynd um Stuðninginn heim sem

geta litað niðurstöður rannsóknarinnar. Sjálfur er rannsakandi foreldri og skilur

að uppeldið getur verið krefjandi og að foreldrar geti þurft aðstoð við að takast á

við erfiðleika tengda uppeldishlutverkinu.

Rannsókn þessi hefur bæði þekkingarlegt og hagnýtt gildi. Þekkingarlegt

gildi rannsóknarinnar er að kanna viðhorf og upplifun þeirra sem hafa nýtt sér

Stuðninginn heim og hvort það nýtist þeim enn í dag sem þeir lærðu í úrræðinu.

Með því að leitast eftir sjónahorni notenda er hægt að athuga hvort notendur

telja árangur af starfinu. Ásamt því verður notendum þjónustunnar gefið

tækifæri á að koma með hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta þjónustuna.

Hagnýtt gildi rannsóknarinnar er að afla upplýsinga fyrir stjórnendur Stuðningsins

heim og velferðarsvið Reykjavíkurborgar þar sem hægt verður að nýta

Page 10: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

2

niðurstöður rannsóknarinnar til áframhaldandi þróunar á úrræðinu. Leitast er við

að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:

1. Hvað vissu notendur um Stuðninginn heim áður en þeir fengu

þjónustuna?

2. Hvert er viðhorf notenda til og upplifun af þjónustunni Stuðningurinn

heim?

a. Nýta foreldrar enn í dag það sem þeir lærðu af Stuðningnum

heim?

3. Telja notendur að hægt sé að bæta þjónustuna?

4. Hvaða viðhorf hafa starfsmenn Stuðningsins heim til vinnu sinnar?

Ritgerðin er byggð upp á sex meginköflum sem eru inngangur, fræðileg

umfjöllun, aðferð, niðurstöður, umræður og lokaorð.

Að loknum almennum inngangi er fræðileg umfjöllun. Í kaflanum er fjallað

um áhrif stjórnvalda til að veita barnafjölskyldum þjónustu í landinu. Hvaða

ákvarðanir hafa verið teknar af stjórnvöldum sem gera það að verkum að hægt sé

að bjóða slíka þjónusta. Úrræðið Stuðningurinn heim er skoðað, skipulag starfsins

og saga úrræðisins rakin. Fjallað er um hugmyndafræði úrræðisins, niðurstöður

þjónustukannana og önnur úrræði sem reglulega eru notuð samhliða

Stuðningnum heim. Rakin verður saga heimsókna til notenda sem eru notaðar í

þeim tilgangi að veita þjónustu og hvernig starfsstétt félagsráðgjafa hefur orðið

fyrir áhrifum frá þeirri nálgun. Kerfiskenning er einnig skilgreind. Þar kemur fram

að einstaklingar innan sama kerfis verða fyrir áhrifum hver frá öðrum. Hvernig

viðhorf og upplifanir foreldra til foreldrahlutverksins hafa áhrif á uppeldið sem

þau veita. Að lokum eru skoðaðar bæði niðurstöður íslenskra og erlendra

rannsókna á sambærilegum úrræðum og farið yfir árangurinn af því að veita

foreldrum stuðning við uppeldishlutverkið inni á heimilum þeirra.

Að lokinni fræðilegri umfjöllun er fjallað um aðferð rannsóknarinnar. Í

þeim kafla er greint frá rannsóknarspurningum, rökstuðningi fyrir vali á

rannsóknaraðferð og úrtaki. Rannsóknaraðferðin er útskýrð og hvernig sú aðferð

er notuð við þessa rannsókn. Réttmæti og áreiðanleiki rannsóknaraðferðarinnar

er jafnframt skýrt. Einnig verður fjallað um gagnaöflun, úrvinnslu gagna,

Page 11: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

3

siðferðislega þætti og takmarkanir rannsóknarinnar. Að lokum eru þátttakendur

rannsóknarinnar kynntir.

Fjórði kafli er tileinkaður niðurstöðum rannsóknarinnar. Niðurstöðurnar

eru birtar í formi þema sem leitast við að svara rannsóknarspurningunum. Þar

koma fram upplifanir og viðhorf notenda og starfsmanna Stuðningsins heim.

Fimmti kafli er umræðukafli þar sem rannsakandi setur niðurstöðurnar úr

fjórða kafla í samhengi við fræðilega umfjöllun sem kom fram í kafla tvö.

Rannsakandi svarar rannsóknarspurningum og tengir þær við niðurstöður og

fræðilega umfjöllun.

Sjötti og síðasti kafli ritgerðarinnar eru lokaorð. Þar verður

rannsóknarspurningunum svarað í stuttu máli og þar fær rannsakandinn að leggja

mat á eigin vinnu, taka fram styrkleika og veikleika ásamt því að fjalla um

hugmyndir að frekari rannsóknum.

Í lokin eru heimildaskrá og fylgiskjöl rannsóknarinnar. Í fylgiskjölum er

leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, tveir viðtalsvísar sem notaðir voru

sem leiðarvísar í viðtölum við viðmælendur, einn fyrir starfsmenn og annar fyrir

notendur Stuðningsins heim. Að lokum er kynningarbréf sem notendur í úrtaki

fengu ásamt upplýstu samþykki.

Page 12: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

4

2 Fræðileg umfjöllun

2.1 Stefna og löggjöf sem styður barnafjölskyldur

Hér verður leitast við að skoða hvernig löggjöf og stefna yfirvalda hefur áhrif á þá

þjónustu sem barnafjölskyldum er veitt. Fjallað verður um þær ákvarðanir sem

yfirvöld ríkisins hafa tekið til að hún standi til boða. Til að hægt sé að veita

barnafjölskyldum stuðning inni á heimili þurfa að vera til skilgreind lög og stefna

yfirvalda sem kveða á um slíkt. Álitamál er hins vegar hvort ríkisstjórn hafi vald

og/eða beri skyldu til að veita þjónustu. Þótt ríkisstjórn hafi valdið er ekki víst að

hún telji sig bera skyldu til að sinna því hlutverki. Samkvæmt Thompson (2009) er

vald eitthvað sem er veitt einstaklingi eða stofnun til að inna af hendi þjónustu.

Valdið veitir leyfi til þess en þeim sem veitt er valdið ber ekki skylda til að

framfylgja því sem leyfið kveður á um. Ef ríkisstjórn er hins vegar skyldug til að

veita þjónustu verður hún að standa við þau lög og veita hana. Samningur

Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, eða Barnasáttmálinn eins og hann er

oft kallaður er gott dæmi um slíka löggjöf. Fram kemur að þær ríkisstjórnir sem

skrifa undir sáttmálann verði að kanna mál barns ef fram kemur grunur að þörf

sé á að vernda það frá skaða (Thompson, 2009).

Bæði hérlendis og úti í heimi hafa stofnanir verið starfandi með það að

markmiði að gæta hagsmuna barna sem ekki geta dvalist á heimilum sínum eða

hjá fjölskyldu af einhverri ástæðu. Niðurstöður rannsókna hafa hins vegar sýnt þá

skaðsemi sem barnið getur orðið fyrir við að dveljast á stofnun. Nú telja

fræðimenn að það sé réttur barna að fá að alast upp með fjölskyldu sinni,

hagsmunum þeirra sé best varið þar og aukin áhersla er lögð á að halda

fjölskyldum saman. Stofnanir eru enn til víðsvegar, þá sérstaklega í löndum þar

sem stjórnvöld hafa ekki nægilega góða stefnu í þessum efnum og þjónustu

skortir sem hefur það að markmiði að gæta hagsmuna barna (Dunn, Jarger og

Webb, 2007).

Page 13: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

5

2.1.1 Barnasáttmálinn

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður af Íslands hálfu árið 1990 og

síðan fullgiltur árið 1992. Þann 27. nóvember 1992 öðlaðist Barnasáttmálinn gildi

á Íslandi (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, e.d.). Fullgilding Barnasáttmálans

felur í sér að Ísland er skuldbundið til að virða og uppfylla ákvæði samningsins.

Íslensk löggjöf ætti því að vera í samræmi við Barnasáttmálann. Með undirskrift

er ríki að viðurkenna að börn þarfnist sérstakrar verndar. Hverjum sem kemur að

málefnum barna er skylt að gera það sem í hans valdi stendur til að framfylgja

samningnum. Hvort sem barn er búsett hjá foreldrum, öðrum ættingjum, í fóstri

eða á stofnunum þarf velferðarþjónustan að hafa forvarnarstefnur með það að

markmiði að gæta hagsmuna barna og vernda þau frá skaða (Bragi

Guðbrandsson, 2004). Fjallað er um að forvarnarstig sem þurfa að vera til staðar

svo hægt sé að vernda börn innan samfélagsins.

2.1.2 Fyrsta stigs forvörn

Fyrsta stigs forvörn eru stefna og áætlanir sem hafa það að markmiði að koma í

veg fyrir að barn hljóti skaða. Slík stefna og áætlanir sem snerta fjölskyldur eru

undirstaða velferðarkerfisins, þar sem markmiðið er að tryggja einstaklingum

grundvallarlífsskilyrði. Til að einstaklingur öðlist grundvallarlífsskilyrði þarf hann

að hafa heilbrigðisþjónustu, húsnæði, félagslegt öryggi og menntun. Skortur á

einhverjum af þessum þáttum mun valda skaða hjá fjölskyldunni og börnum sem

þar búa. Geti fjölskylda ekki séð sér fyrir einhverju af því sem skilgreint er sem

grundvallarlífsskilyrði, skal vera til staðar þjónusta sem miðar að því að aðstoða

hana. Slíkar forvarnir sem snúa að barnafjölskyldum eru til dæmis barnabætur,

fjárhagsaðstoð og fæðingarorlof (Bragi Guðbrandsson, 2004). Fjölskyldustefna

þarf að byggjast á réttindum einstaklingsins en það þýðir að hver einstaklingur á

rétt á félagslegu öryggi og þarf slíkt viðhorf að vera á öllum stigum samfélagsins

(Bragi Guðbrandsson, 2004).

2.1.3 Annars og þriðja stigs forvörn

Erfitt getur reynst að greina mun á annars og þriðja stigs forvörn. Skilgreiningin er

hins vegar sú að annars stigs forvörn eru áætlanir og úrræði sem leitast við að

greina snemma áhættuþætti eða erfiðleika og takmarka afleiðingar af því sem

Page 14: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

6

þegar hefur orðið. Markmiðið með þriðja stigs forvörn er að koma í veg fyrir

áframhaldandi skaða (Bragi Guðbrandsson, 2004). Í allri Evrópu má finna

þjónustu sem flokkast undir annars stigs forvarnir þar sem gripið er inn í ef barn

verður fyrir skaða. Í ríkjum þar sem slíkar forvarnir eru við lýði þarf að vera

starfandi stofnun á vegum yfirvalda sem sér um að grípa inn í og bjóða viðeigandi

þjónustu (Bragi Guðbrandsson, 2004)

Stefnur og starfshættir eru afar misjafnir eftir þeim forsendum sem stofnun

vinnur eftir. Fræðimenn hafa fjallað um þá mótsagnakenndu starfshætti sem eiga

sér stað eftir því hvort verið er að bjóða fjölskyldu upp á stuðning eða að bjarga

barni úr óviðunandi aðstæðum. Í aðstæðum þar sem unnið er að því að styðja

fjölskyldur er áherslan lögð á að styrkja fjölskyldueininguna til að ná fram betri

virkni svo barn/börn alist upp við betri uppeldisaðstæður. Í tilfellum sem þessum

eru markmið stofnana að vinna í samstarfi með foreldrum og hjálpa þeim að

finna lausnir á eigin vandamálum. Í sumum málum telst vandamálið hins vegar

svo alvarlegt að heilsa og velferð barns/barna er í hættu ef yfirvöld eyða tíma við

að komast að samkomulagi við foreldra. Í slíkum málum þarf að kanna aðstæður,

framfylgja lögum, en það er málsmeðferð með það að markmiði að bjarga barni

úr aðstæðum sem teljast hættulegar. Bæði sjónarhornin koma fram í öllum

ríkjum en Bandaríkin aðhyllast frekar að bjarga barni úr aðstæðum á meðan

Norðurlöndin og aðrar Evrópuþjóðir leggja meiri áherslu að ná samvinnu við

foreldra (Bragi Guðbrandsson, 2004).

2.1.4 Hliðverðir

Án áhrifamikilla forvarnaraðgerða og úrræða er ólíklegt að árangur náist í

málefnum barna sem búa við bágar aðstæður. Nauðsynlegt er að einhver starfi

sem hliðvörður (e. gatekeeper) sem skoðar hvert mál þar sem markmiðið er að

finna úrræði og aðstoða skjólstæðing við að fá þá þjónustu sem hentar honum.

Þetta veldur einnig því að úrræðin nýtast betur. Hliðverðir skulu starfa eftir

góðum siðareglum, hafa þekkingu á aðstæðum fjölskyldna og upplýsa þær um

möguleika á þjónustuúrræðum þegar þörf þykir. Barnaverndarnefndir og

sveitarfélög eiga að hafa til umráða úrræði og þjónustu til að aðstoða fjölskyldur

sem eiga erfitt með barnauppeldið með það að markmiði að valdefla og virkja

Page 15: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

7

foreldrana til að takast á við vandamál sín. Aðeins þegar búið er að reyna allt og

hlutlaus nefnd dæmir að barn teljist enn í hættu skal það tekið af foreldrum

sínum (Bragi Guðbrandsson, 2004).

Meðal annarra má flokka félagsráðgjafa á þjónustumiðstöðum sem

hliðverði að stuðningsúrræðum eins og Stuðningurinn heim, en úrræðið er

aðeins í boði ef félagsráðgjafar eða starfsmenn barnaverndar bjóða notendum og

sækja um þjónustuna fyrir hönd þeirra (Aðalbjörg Valberg munnleg heimild, 6.

september 2012). Samkvæmt 2. gr siðareglna Félagsráðgjafafélags Íslands segir

að félagsráðgjöfum beri skylda til að upplýsa skjólstæðing um réttindi sín ásamt

því að veita honum þekkingu um úrræði og möguleika til stuðnings

(Félagsráðgjafafélag Íslands, e.d.). Samkvæmt því ber félagsráðgjöfum að kynna

úrræðið fyrir skjólstæðingum ef þeir uppfylla kröfurnar sem þarf til að fá

Stuðninginn heim.

2.1.5 Yfirvöld og foreldrar

Í tilfellum þegar yfirvöld þurfa að hafa afskipti af fjölskyldu getur hlutverk

foreldra verið óljóst. Foreldrar geta bæði lent í því að vera í samvinnu við yfirvöld

eða að vera útilokuð frá málefnum barna sinna. Nú er viðhorfið að nauðsynlegt

sé að vinna í samstarfi við foreldra til að gæta öryggis barna. Fagmenn eru á

þeirri skoðun að fjölskyldan er sérfræðingurinn í sínum eigin málum. Einnig hafa

börn betri upplifun af þjónustu ef foreldrar eru virkir þátttakendur í lífi þeirra á

meðan á þjónustu stendur (Bragi Guðbrandsson, 2004).

Page 16: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

8

2.2 Stuðningurinn heim

Hér verður fjallað um þjónustuúrræðið Stuðningurinn heim – uppeldisráðgjöf

ásamt skipulagi og markmiðum starfsins. Úrræðið verður skoðað í sögulegu ljósi,

það er hvernig og af hverju úrræðið kom til sögunnar. Fjallað verður um þá

hugmyndafræði sem úrræðið starfar eftir og niðurstöður úr þjónustumatskönnun

Stuðningsins heim frá árunum 2009-2011. Önnur úrræði eru reglulega notuð

samhliða Stuðningnum heim og verður þjónusta þessara úrræða skoðuð. Einnig

eru sambærileg úrræði í Reykjavík sem miða að því að styrkja foreldra í

uppeldishlutverkinu. Stuðningurinn heim er fyrir fjölskyldur sem eru búsettar í

Reykjavík en aðeins verður fjallað um sambærileg úrræði sem í boði eru í því

sveitarfélagi sem um ræðir þrátt fyrir að hægt sé að finna fleiri úrræði á

landsvísu.

2.2.1 Stuðningurinn heim – uppeldisráðgjöf

Stuðningurinn heim - uppeldisráðgjöf er skammtímaúrræði sem hefur verið

starfandi frá árinu 2001 og heyrir undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Markmið starfseminnar er „að leiðbeina fjölskyldum við uppeldi og umönnun

barna sinna og styrkja þær í foreldrahlutverkinu“ (Cynthia L. Jeans og Sveindís A.

Jóhannsdóttir, 2003, bls 5). Starfsmaður með þekkingu í uppeldisfræðum fer inn

á heimili fjölskyldna og aðstoðar þær við að ná tilsettum markmiðum. Þjónustan

stendur fjölskyldum til boða í sex til átta vikur þar sem starfsmaður heimsækir

hverja fjölskyldu tvisvar í viku og tekur hver heimsókn um það bil eina og hálfa til

tvær klukkustundir. Vinnutími starfsmanna miðast við þarfir hverrar fjölskyldu og

getur heimsóknin átt sér stað á bilinu frá klukkan átta að morgni fram til klukkan

níu á kvöldin (Aðalbjörg Valberg munnleg heimild, 6. september 2012; Cynthia L.

Jeans og Sveindís A. Jóhannsdóttir, 2003).

Við stofnun fékk úrræðið nafnið Stuðningurinn heim. Stuttu eftir að

úrræðið tók til starfa kröfðust starfsmenn að nafninu yrði breytt í Stuðningurinn

heim - Uppeldisráðgjöf. Ástæðan fyrir breytingunni er að notendur misskildu

reglulega útá hvað þjónustan gekk. Misskilningurinn fólst í því að mörgum þótti

nafnið Stuðningurinn heim vísa til þjónustu á borð við heimilisþrif,

matarsendingar og fleira í þá átt. Með því að bæta orðinu uppeldisráðgjöf í

Page 17: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

9

titilinn var markmiðið að gefa skýrt til kynna um hvernig starfsemi væri að ræða

(Aðalbjörg Valberg munnleg heimild, 6. september 2012).

Úrræðið Stuðningurinn heim starfar undir velferðarsviði Reykjavíkurborgar

og „vinnur samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga,

barnalögum nr. 20/1992, lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og

barnaverndarlögum nr. 80/2002“ (Cynthia L. Jeans og Sveindís A. Jóhannsdóttir,

2003).

Þær kröfur sem settar eru fram af velferðarsviði til notkunar á þjónustunni

eru að fjölskyldur séu búsettar í Reykjavík, sýni vilja um samvinnu, séu ekki í

neyslu og að félagsráðgjafi þjónustumiðstöðvar mæli með Stuðningnum heim

fyrir tiltekna fjölskyldu. Aðeins félagsráðgjafar á þjónustumiðstöð og barnavernd

Reykjavíkurborgar geta sótt um úrræðið fyrir hönd fjölskyldu (Aðalbjörg Valberg

munnleg heimild, 6. september 2012; Cynthia L. Jeans og Sveindís A.

Jóhannsdóttir, 2003). Á árunum 2009-2011 var starfandi inntökuteymi sem sá um

umsóknir í öll úrræði á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hlutverk

inntökuteymisins var að ákveða hvort úrræði eins og Stuðningurinn heim hentaði

þeim fjölskyldum sem sóttu um. Hlutverk þess var einnig forgangsröðun umsókna

og að benda á önnur úrræði ef þau voru talin henta betur (Aðalbjörg Valberg

munnleg heimild, 6. september 2012).

2.2.1.1 Skipulag og starfsemi

Byrjað er á að bjóða foreldrum á kynningarfund þar sem þeir hitta félagsráðgjafa

og að minnsta kosti tvo starfsmenn Stuðningsins heim. Sá starfsmaður sem

kemur til með að vinna með fjölskyldunni mætir á fyrsta fundinn svo foreldrar og

starfsmaður fá tækifæri til að hittast fyrir fyrstu heimsóknina. Tilgangur

kynningarfundarins er að starfsmenn og fjölskyldur fari saman yfir þau markmið

sem foreldrarnir vilja ná á næstu sex til átta vikum. Þegar starfsmaður og

foreldrar hafa sammælst um markmiðin er fyrsta heimsóknin á heimili

fjölskyldunnar skipulögð. Starfsmenn Stuðningsins heim vinna eftir þeirri

vinnureglu að tveir starfsmenn mæti á kynningarfundinn og í fyrstu heimsókn.

Einn starfsmaður í fullri vinnu ber ábyrgð á fimm fjölskyldum í senn og vinnur í

flestum tilfellum einn með hverri fjölskyldu á því tímabili sem stuðningurinn er

Page 18: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

10

veittur. Starfsmenn hafa öryggi af því að hafa annan starfsmann með sér í fyrstu

heimsókn því mikil óvissa ríkir oft varðandi það á hverju er von. Það er helst

hugsað sem stuðningur starfsmanns að hafa annan með sér, ef mál fjölskyldu eru

talin flókin eða fjölskyldumeðlimir margir. Sumar fjölskyldur þurfa mikla aðstoð

og getur þá starfsmaður leitað til þess starfsmanns sem mætti með honum í

fyrstu heimsókn til að veita fjölskyldunni frekari stuðning. Einnig getur það gefið

foreldrum aukið öryggi að fá tvo starfsmenn Stuðningsins heim ef skyldi koma

upp sú staða að annar starfsmaðurinn forfallist. Í slíkum tilfellum getur hinn

starfsmaðurinn tekið við málinu þótt slíkt gerist afar sjaldan. Hugsunin með að

hafa tvo starfsmenn er sú að ekki verði afturför í starfi með fjölskyldu þó að

starfsmaður forfallist eða skipta þurfi alfarið um starfsmann. Í fæstum tilfellum

kemur upp sú staða að auka starfsmaðurinn þurfi að koma inn í málið en hann er

aðallega hugsaður sem öryggisventill, bæði fyrirfjölskyldu og starfsmann (Cynthia

L. Jeans og Sveindís A. Jóhannsdóttir, 2003).

Stöðufundur er haldinn fjórum vikum eftir að starfið með hverri fjölskyldu

er hafið. Markmið fundarins er að foreldrar, starfsmenn og félagsráðgjafi geti

komið saman og farið yfir starfið síðastliðnar fjórar vikur. Á fundinum fá allir að

tjá sig um hvernig þeim finnst starfið ganga. Fjallað er um hvort vinna

fjölskyldunnar stefni að því að ná tilsettum markmiðum, hvort einhverjum

markmiðum hafi verið náð og/eða hvort vinna þurfi að nýjum markmiðum.

Stöðufundurinn er einnig notaður til að tala við þá foreldra sem ekki hafa nýtt sér

þjónustuna. Foreldrum sem ítrekað afboða og/eða eru ekki heima þegar

starfsmaður mætir heim til þeirra er boðið að hætta þátttöku og sækja um aftur

þegar þeir eru tilbúnir að þiggja þjónustuna. Samkvæmt Aðalbjörgu Valberg gera

flestir foreldrar sér grein fyrir því að þeir þurfi á stuðningi að halda og nýta sér því

allan þann stuðning sem í boði er (Aðalbjörg Valberg munnleg heimild, 6.

september 2012).

Eins og áður hefur komið fram býður Stuðningurinn heim foreldrum upp á

stuðning í heimahúsi í sex til átta vikur. Flestir fjölskyldur klára tímabilið en það

getur verið misjafnt hvenær fjölskyldur útskrifast úr úrræðinu. Útskrift úr

úrræðinu fer oft eftir því hvenær fólk nær markmiðum sínum. Fjölskyldur glíma

við mismunandi erfiðleika og því næst mismikill árangur á sex til átta vikum.

Page 19: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

11

Áður en fjölskyldur eru útskrifaðar úr úrræðinu er staða þeirra endurmetin og

ákvörðun tekin með þeim um hvort þær þurfi á frekari eða annarskonar stuðningi

að halda, eins og tilsjón. Þjónustan var hugsuð þannig að Stuðningurinn heim

næði fram einhverjum breytingum og síðan tæki tilsjón við til að viðhalda þeim

árangri sem náðst hefði. Almennt geta fjölskyldur hætt í úrræðinu hvenær sem er

á tímabilinu, nema í barnaverndarmálum þar sem sterk krafa er gerð um að

foreldrar ljúki úrræðinu. Ef starfsmenn úrræðisins eru á þeirri skoðun að aukinn

stuðningur muni gagnast fjölskyldu eða sérstakar aðstæður eru uppi er hægt að

framlengja tímabil Stuðningsins heim. Fjölskyldum sem eru tilbúnar að ljúka

úrræðinu er stundum boðin eftirfylgni þar sem starfsmaður heimsækir þær einu

sinni í mánuði í allt að þrjá mánuði eða þeim er boðið að hringja ef eitthvað

kemur upp á. Fjölskyldur sem hafa náð árangri og eru enn óvissar um að geta

tekist á við aðstæður sínar án stuðnings finna mikið öryggi í eftirfylgninni

(Aðalbjörg Valberg munnleg heimild, 6. september 2012).

2.2.2 Saga Stuðningsins heim

Þjónustuúrræðið Stuðningurinn heim – uppeldisráðgjöf hóf starfsemi í Reykjavík

1. júní árið 2001. Aðalbjörg Valberg hefur verið forstöðukona úrræðisins frá

stofnun þess. Lítið hefur verið skrifað um sögu úrræðisins og hvernig það kom til.

Tekið var upplýsingaviðtal við Aðalbjörgu Valberg með það að markmiði að

skrásetja sögu þess.

2.2.2.1 Fyrir tíð Stuðningsins heim

Fyrir stofnun úrræðisins Stuðningsins heim voru starfandi tvö vistheimili í

Reykjavík fyrir börn frá fæðingu til tólf ára aldurs. Vistheimilin voru á

Laugarásvegi 39 og Hraunbergi 15. Aðalbjörg Valberg starfaði sem forstöðukona

vistheimilisins í Hraunbergi. Bæði þessi heimili eru enn starfandi en ekki í sömu

mynd og áður (Aðalbjörg Valberg munnleg heimild, 6. september 2012).

Fyrir tíð Stuðningsins heim voru forsendur fyrir dvöl barna á

vistheimilunum fjölbreyttar. Málin töldust misalvarleg, frá þungum

barnaverndarmálum og yfir í mál þar sem foreldrar þurftu frekari stuðning í

uppeldishlutverkinu. Eitt af hlutverkum vistheimilanna var að styðja foreldra og

kenna þeim nýja færni í barnauppeldi. Til að slíkur stuðningur gæti átt sér stað

Page 20: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

12

þurftu börn að dvelja á vistheimilinu og foreldrar að mæta og vinna í samvinnu

með starfsfólki vistheimilisins. Starfsmenn vistheimilanna sáu að í mörgum

tilfellum var dvöl barnanna á vistheimilunum nauðsynleg en í öðrum málum var

hægt að flokka vandamál fjölskyldunnar sem væg. Hvort sem mál barnanna þóttu

alvarleg eða væg þótti flestum börnum erfitt að vera aðskilin frá foreldrum

sínum. Reglulega kom upp í umræðum stafsmanna að gott væri ef stofnað yrði til

úrræðis sem hægt væri að nota í vægari málum og koma þannig í veg fyrir vistun

barna. Með því að koma í veg fyrir vistun í vægari málum mætti komast hjá þeim

aðskilnað barna og foreldra sem verður við innlögn. Starfsmenn fundu fyrir þeirri

röskun sem varð á heimilislífi fjölskyldna þegar börn dvöldust á vistheimilinu.

Misjafnt var eftir málum hversu mikið foreldrar máttu umgangast börnin sín á

meðan á dvöl þeirra stóð. Í sumum tilfellum var krafa um að foreldrar væru allan

sinn frítíma með barninu á vistheimilinu. Margir foreldrar voru í vinnu og komu

þá fyrir og/eða eftir vinnu. Ástæða þess að foreldrar voru fengnir til að vera með

börnum sínum á vistheimilinu var sú að þá var hægt að nota tímann til að kenna

foreldrunum að taka á ýmsu sem var ábótavant heima fyrir. Markmiðið var að

kenna foreldrunum hvernig þeir gætu bætt ástandið heima og veita þeim

leiðsögn um þætti tengda uppeldi og heimilishaldi. Foreldrar fengu mikinn

stuðning frá starfsmönnum á meðan á dvöl barnanna stóð og í mörgum málum

náðist mikill árangur. Hins vegar var það reynsla starfsmanna að þessi árangur

hélt ekki alltaf til lengri tíma og hættan var sú að foreldrar færu aftur í sama far

þegar heim var komið. Þrátt fyrir vilja foreldra til að ná árangri var eins og þeir

ættu erfitt með að yfirfæra það sem þeir lærðu á vistheimilinu heim til sín. Í

mörgum tilfellum greindu foreldrar sjálfir frá því að þeir ættu erfitt með að nota

það sem þeir lærðu. Erfiðast fannst foreldrum að hafa ekki þann stuðning heima

sem þeir höfðu fengið á vistheimilinu og fannst þeim erfitt að hafa þolinmæði til

að breyta því sem þurfti. Í þeim tilfellum sem foreldrar óskuðu eftir

áframhaldandi stuðningi var ákveðið með samþykki starfsmanna að prófa að

fylgja fjölskyldunni eftir á heimili hennar. Starfsmaður sem bar ábyrgð á

fjölskyldu meðan barn dvaldist á vistheimilinu fór heim til barnsins einu sinni til

tvisvar í viku til að viðhalda þeim árangri sem náðist á vistheimilinu. Foreldrar

voru ánægðir með eftirfylgnina og áttu í kjölfarið auðveldara með að viðhalda því

Page 21: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

13

sem þeir höfðu lært. Sú reynsla varð til þess að hugmynd varð til meðal

starfsmanna sem sneri að því að ekki hefðu allar fjölskyldurnar þurft að koma inn

á vistheimilið ef til væri þjónusta sem færi heim til fólks. Foreldrum þótti oft á

tíðum erfitt að barn þyrfti að fara í skammtímadvöl á vistheimili, sérstaklega í

eins litlu samfélagi og Reykjavík. Margir foreldrar fundu fyrir stimplun og upplifðu

skömm yfir því að barn þeirra hefði þurft að dveljast á vistheimili. Einnig voru

foreldrar hræddir um að barnið yrði tekið af þeim í lengri eða skemmri tíma. Ótti

foreldranna við að missa barn/börnin sín var alltaf til staðar og gat komið í veg

fyrir gott samstarf við starfsmenn vistheimilisins. Þótt margir foreldrar vildu ná

fram breytingum var grundvallarástæða vistunarinnar sú að fá foreldra til að læra

nýja færni við umönnun barna sinna. Foreldrar gátu því verið samvinnuþýðir

eingöngu til að fá barn/börn sín aftur heim og engin leið var að vita hvort árangur

héldist eftir að heim var komið. Dvöl barnanna á vistheimilunum var oft

þvingunarúrræði og getur þvingunin verið ein ástæðan fyrir því að stundum

reyndist erfitt að vinna í samstarfi við foreldra. Aðalbjörg Valberg telur að

foreldrar séu líklegri til að ná árangri þegar þeir sjálfir leita eftir aðstoðinni og eru

tilbúnir að leggja á sig vinnu til að ná fram breytingum innan fjölskyldunnar

(Aðalbjörg Valberg munnleg heimild, 6. september 2012).

2.2.2.2 Breyttar áherslur í þjónustu

Haustið 2000 urðu breytingar á starfsemi og skipulagi félagsþjónustunnar í

Reykjavík. Skipulagsbreytingarnar fólust í því að ábyrgð og meðferð

barnaverndarmála fluttist frá félagsþjónustu Reykjavíkur til skrifstofu

barnaverndar Reykjavíkur (Guðný Hildur Magnúsdóttir, 2002). Breytingarnar fólu

í sér að meiri áhersla var lögð á stuðningsvinnu og fyrirbyggjandi vinnu með

barnafjölskyldum í Reykjavík. Í kjölfarið var ákveðið að leggja niður annað

vistheimilið (Hraunberg 15) en eitt af markmiðum þeirrar ákvörðunar var að

forvarnarúrræði ættu að koma í staðinn fyrir þjónustu vistheimilisins og draga

ætti úr stofnanavistun barna. Þróa ætti stuðningsúrræði fyrir barnafjölskyldur þar

sem stuðningurinn yrði færður heim til fjölskyldna og unnið með þeim í þeirra

umhverfi. Starfshópur var skipaður sem átti að vinna að tillögum að slíku

stuðningsúrræði fyrir barnafjölskyldur í vanda. Niðurstöður starfshópsins voru

Page 22: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

14

þær að úrræði sem fékk heitið Stuðningurinn heim ætti að „gera greiningu á þörf

fyrir stuðningi og kennslu, veita stuðning, hvatningu og kennslu til fjölskyldna og

veita almenna eftirfylgni í þeim málum sem þörf er á. Starfsmenn Stuðningsins

heim verða ávallt tímabundið inni í málefnum fjölskyldunnar og ef þörf er á

frekari stuðningi þá taki tilsjónarmenn við“ (Aðalbjörg Valberg o.fl., 2004, bls 3).

Markmiðið með Stuðningnum heim var að bæta uppeldisskilyrði barna og styrkja

foreldra í uppeldishlutverkinu með því að kenna þeim og styðja inn á heimilinu.

Vonast var til að vinnan hefði forvarnargildi þar sem starfsmenn myndu vinna

með foreldrum í von um að draga úr innlögnum barna á vistheimili (Aðalbjörg

Valberg munnleg heimild, 6. september 2012).

Þann 1. júní 2001 tók Stuðningurinn heim til starfa þar sem ætlunin var að

prófa að nálgast foreldra á þeirra forsendum. Helstu áhyggjur starfshópsins við

stofnun úrræðisins voru þær að foreldrar myndu ekki þiggja slíkan stuðning án

þvingunar. Starfshópurinn taldi Stuðninginn heim mikið inngrip og áhyggjur voru

uppi um að foreldrar væru ekki tilbúnir að fá ókunnuga manneskju inn á heimili

sitt til að fá aðstoð við uppeldishlutverkið. Starfsmenn Stuðningsins heim gerðu

sér grein fyrir því að ekki væri hægt að nálgast foreldrana með sama hætti og

hafði verið gert á vistheimilunum. Nú var meiri áhersla lögð á samvinnu með

foreldrum og unnið á þeirra forsendum. Fyrsta umsókn um úrræðið barst 15.

október 2001 en árið 2002 bárust samtals 272 umsóknir og 80 fjölskyldur luku

úrræðinu (Velferðasvið Reykjavíkurborgar, e.d.). Það kom starfsmönnum helst á

óvart hversu viljugar fjölskyldur voru að taka á móti og vinna með þeim. Var það

mat starfsmannanna að foreldrar væru fljótari að tileinka sér nýja færni í

heimahúsi en á vistheimilunum. Foreldrar voru einnig öruggari heima og líklegri

til að ná árangri (Aðalbjörg Valberg munnleg heimild, 6. september 2012). Nú

hefur úrræðið Stuðningurinn heim verið starfandi síðan 2001 en á tímabilinu

2001-2011 hafa 1033 fjölskyldur lokið úrræðinu (Velferðarsvið

Reykjavíkurborgar, e.d.).

Page 23: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

15

2.2.3 Lausnamiðuð hugmyndafræði

Ákvörðun var tekin um áramótin 2002-2003 um að Stuðningurinn heim skyldi

starfa eftir lausnamiðaðri hugmyndafræði (e. Solution-Focused brief therapy)

(Cynthia L. Jeans og Sveindís A. Jóhannsdóttir, 2003). Áður en sú ákvörðun var

tekin kom í ljós að starfmenn Stuðningsins heim höfðu unnið í sambærilegum

anda og lausnamiðuð hugmyndafræði. Í kjölfarið var ákvörðun tekin um að unnið

yrði eftir þeirri hugmyndafræði þar sem hún var talin passa vel inn í markmið og

starfsemi úrræðisins (Aðalbjörg Valberg munnleg heimild, 6. september 2012).

Lausnamiðuð hugmyndafræði er nálgun sem hefur notið mikilla vinsælda

meðal þeirra fagstétta sem vinna með fólki. Frumkvöðull hugmyndafræðinnar var

Steve de Shazer en hann varð fyrir áhrifum kenninga Bateson‘s um samskipti og

hugmynda Milton Erickson sem fjalla um að ná fram breytingum. Insoo Berg átti

einnig stóran þátt í að þróa hugmyndafræðina. Berg ferðaðist um allan heim og

kenndi meðferðaraðilum hugmyndafræðina ásamt því að skrifa fjölda af bókum

og yfirfæra hugmyndafræðina á ný vandamál (Nichols, 2010).

Lausnamiðuð hugmyndafræði er róttæk nálgun í meðferð þar sem ekki er

talin þörf á að þekkja vandamálið til að bæta líðan skjólstæðings. Áhersla er lögð

á að hjálpa skjólstæðingunum að finna lausnir á eigin vandamálum.

Hugmyndafræðin byggist á því að ástæðan fyrir því að fólk nær ekki að vinna í

eigin vandamálum sé viðvarandi neikvætt hugarfar. Viðkomandi sér vandamálið

sem síendurtekið og gleymir þeim skiptum þar sem hann hefur náð tökum á

vandamálinu. Fjallað er um undantekningarnar þegar skjólstæðingur nær að

takast á við vandamálið. Áherslan er lögð á að finna undantekningarnar, því í

undantekningunum liggur lausn vandans. Með því að kenna fólki að tala og hugsa

jákvætt um aðstæður sínar fer það að sjá hlutina í nýju ljósi og er því líklegra til

að komast að eigin lausnum (Nichols, 2010).

Í rannsókn Gingerich og Eisengart (2000) var gerð samantekt á rannsóknum

sem skoðuðu árangur lausnamiðaðrar hugmyndafræði í meðferðarvinnu. Í ljós

kom að þeir sem fengu lausnamiðaða meðferð höfðu það mun betra en þeir sem

höfðu ekki fengið neina meðferð og þeir sem höfðu fengið lágmarks þjónustu á

vegum stofnana. Hins vegar fjölluðu rannsóknirnar ekki um aðrar

meðferðarnálganir og er því ekki vitað hvort lausnamiðuð hugmyndafræði virkar

Page 24: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

16

betur en aðrar nálganir (Gingerich og Eisengart, 2000). Í greininni „Hvað virkar?“

segja frumkvöðlar nálgunarinnar, Shazer og Berg (1997) að þau vilji bara vita

hvort nálgunin skili einhverjum árangri hjá fólki en hafi ekki áhuga að vita hvort

hún virkar betur eða verr en aðrar meðferðarnálganir.

Lausnamiðuð nálgun er notuð við ýmsar aðstæður. Aðferðin er til að

mynda vinsæl meðal fjölskyldna sem búa við einhvers konar vandamál.

Rannsóknir á notkun lausnamiðaðrar nálgunar með foreldrum leiddu í ljós að

árangur varð á sviðum eins og bættri sjálfsmynd í foreldrahlutverkinu, betri

samskiptum og samkennd og í aukinni færni við að setja mörk (Gingerich og

Eisengart, 2000). Corcoran og Stephenson (2000) skoðuðu hvort lausnamiðuð

nálgun skilaði árangri hjá börnum með hegðunarvandamál. Með hugtakinu

hegðunarvandamál er átt við börn sem hafa fengið greiningu á borð við

hegðunarraskanir, námsraskanir, geðræn vandkvæði, athyglisbrest og ofvirkni.

Foreldrar barna sem luku meðferð sáu mikla framför í hegðun barna sinna að

lokinni meðferð.

Þrátt fyrir vinsældir hugmyndafræðinnar í meðferðarvinnu hefur hún verið

gagnrýnd. Fræðimenn vilja meina að lausnamiðuð nálgun horfi á aðstæður fólks

með of einföldum hætti, bæði séu aðferðirnar of einfaldar og gert sé ráð fyrir að

allir séu viljugir til að fá lausn á eigin vandamálum. Einnig er talið að ekki séu til

staðar nægar rannsóknir sem styðji að um góða meðferðarnálgun sé að ræða

(Stalker, Levene og Coady, 1990). Í rannsókn Mckergow og Korman (2009) svara

þeir niðurstöðum Stalker o.fl. (1990). Þar er sagt að ef aðferðirnar sem notaðar

eru í lausnamiðaðri nálgun eru skoðaðar út frá heildinni í samhengi við

hefðbundnar meðferðarnálganir virðast þær oft og tíðum kjánalegar. Hins vegar

sé það öll hugmyndafræðin sem skilar árangri í meðferðavinnu en ekki ákveðin

atriði. Oft skilar það sem meðferðaraðili gerir ekki meiri árangri en það sem aðrar

meðferðarnálganir leggja áherslu á að gera. Nokkur atriði sem meðferðaraðilar

lausnamiðaðrar nálgunar gera ekki er að grafast fyrir um hvað er að, finna

útskýringu á því af hverju það veldur vandamáli, spyrja skjólstæðing hvað komi í

veg fyrir að hann nái árangri og að halda því fram að hið ósagða sé merkilegra en

það sem skjólstæðingur segir. Meðferðaraðilar eyða ekki tíma í að grafast fyrir

um fyrri vandamál heldur hlusta eftir markmiðum sem skjólstæðingurinn vill ná

Page 25: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

17

og vinna að því að ná þeim. Þeir sem aðhyllast þessa hugmyndafræði eru á því að

aðrar meðferðarnálganir virðast flækja líf viðkomandi og þar af leiðandi sé

erfiðara að komast að lausn vanda viðkomandi. Markmiðið er að gera meira á

styttri tíma en aðrar meðferðarnálganir. Til að svara niðurstöðum Stalker o.fl.

(1990) um að ekki séu til nægar rannsóknir sem sýna góðan árangur

aðferðarinnar vísa Mckergow og Korman (2009) í rannsókn Macdonald sem

skoðaði árangur lausnamiðaðrar nálgunar. Niðurstöður í 25

samanburðarrannsóknum sýndu að í 18 tilfellum var mestur árangur fenginn

með lausnamiðaðri meðferð. Í meira en 2800 málum þar sem lausnamiðuð

nálgun var notuð kom einnig fram að árangur næst í fleiri en 60% tilfella

(Mckergow og Korman, 2009).

2.2.4 Niðurstöður þjónustumats 2009-2011

Velferðarsvið Reykjavíkur hefur lagt fyrir notendur úrræðisins Stuðningurinn

heim matsblöð þar sem þeim gefst tækifæri til að koma skoðunum sínum um

úrræðið á framfæri. Þjónustumatið byggir á ellefu spurningum sem eru:

1. Hver ákvað að þú fengir Stuðninginn heim?

2. Hvernig var að fá starfsmann Stuðningsins heim inn á heimilið?

3. Hver ákvað hvað var gert í heimsóknum starfsmanns Stuðningsins heim?

4. Hvernig kom starfsmaður Stuðningsins heim fram við þig?

5. Hversu margar vikur hefðir þú viljað fá Stuðninginn heim?

6. Hversu oft í viku hefðir þú viljað fá Stuðninginn heim?

7. Hversu lengi hefðir þú viljað að starfsmaðurinn væri í heimsókn?

8. Gengur uppeldið í heildina litið betur eftir að hafa fengið Stuðninginn

heim?

9. Hversu oft hefur þú nýtt þér úrræðið Stuðningurinn heim?

10. Hefur þú nýtt þér önnur úrræði eða námskeið í sambandi við

uppeldismál?

11. Hvaða önnur úrræði eða námskeið hefurðu nýtt þér?

Rannsakandi skoðaði niðurstöður þjónustumats frá árunum 2009–2011.

Matsblaðið var lagt fyrir mismunandi fjölda notenda þjónustunnar Stuðningsins

heim á árunum 2009-2011. Árið 2009 svöruðu 51 einstaklingar matsblaðinu

Page 26: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

18

(Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, 2009) en 103 luku úrræðinu sama ár

(Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, e.d.). Næstum helmingur notenda svaraði

matsblaðinu árið 2009. Árið 2010 svöruðu 22 notendur matsblaðinu á tímabilinu

janúar–maí 2010 (Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, 2010b) en 117 fjölskyldur

luku úrræðinu árið 2010 (Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, e.d.). Aðeins er hægt

að skoða þær upplýsingar fyrir árið 2010. Engar upplýsingar finnast um þau

matsblöð sem lögð voru fyrir á tímabilinu júní-desember 2010 og er því ekki hægt

að fjalla um þær niðurstöður. Árið 2011 luku 47 einstaklingar úrræðinu

Stuðningurinn heim (Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, e.d.). Búið var að vinna úr

upplýsingum matsblaðanna sem lögð voru fyrir tímabilið janúar–maí en

niðurstöðurnar eru óljósar og því ónothæfar. Ekki finnast töluleg gögn sem lýsa

tímabilinu og er því ekki hægt að styðjast við niðurstöður tímabilsins janúar-maí

2011. Fyrir árið 2011 verður aðeins stuðst við svör 15 einstaklinga sem svöruðu

þjónustumatinu á tímabilinu júní–desember 2011 (Velferðarsvið

Reykjavíkurborgar, 2011b).

Matskönnunin inniheldur ellefu opnar og lokaðar spurningar ásamt

nokkrum undirspurningum. Fjallað verður ítarlega um fjórar spurningar sem

snerta þessa rannsókn sérstaklega. Þær spurningar eru: hvernig var að fá

starfsmann Stuðningsins heim inn á heimilið, hvernig kom starfsmaður

Stuðningsins heim fram við þig, hversu margar vikur hefðir þú viljað fá

Stuðninginn heim og gengur uppeldið í heildina litið betur eftir að hafa fengið

Stuðninginn heim? Niðurstöður hverrar spurningar verða birtar í formi taflna

ásamt umfjöllun um niðurstöðurnar.

Tafla 1. Viðhorf notenda við því að fá starfsmann Stuðningsins heim

inn á heimilið

Hvernig var að fá starfsmann Stuðningsins heim inn á heimilið?

2009 2010 2011 Alls

Hentaði vel að fá starfsmann inn á

heimilið 50 22 15 87 Vildi frekar hitta starfsmann utan

heimilis 1 0 0 1

Alls

51 22 15 88

Page 27: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

19

Fram kemur í töflu 1 að allir nema einn sem tóku þátt í þjónustukönnuninni á

árunum 2009-2011 töldu það henta að fá starfsmann inn á heimilið. Með

spurningu tvö fylgdi undirspurning en þar var spurt: hvers vegna hafi hentað eða

ekki hentað að fá starfsmanninn inn á heimilið. Notendur svöruðu meðal annars:

„Vegna þess að vandamálið var inni á heimilinu“, „erum þá í okkar eigin

umhverfi“, „vegna þess að þá veit starfsmaðurinn betur hvað er í gangi og getur

ráðlagt betur“.

Tafla 2. Viðhorf notenda til framkomu starfsmanna Stuðningsins heim

Hvernig kom starfsmaður Stuðningsins heim fram við þig?

2009 2010 2011 Alls

Mjög vel 46 22 15 83

Frekar vel 5 0 0 5

Alls 51 22 15 88

Í töflu 2 eru aðeins birtir svarmöguleikar sem notendur svöruðu þrátt fyrir að

fleiri svarmöguleikar hafi staðið notendum til boða. Fram kemur að allir töldu

starfsmanninn hafa komið vel fram við sig meðan starfinu stóð. Mikil ánægja er

meðal notenda Stuðningsins heim með starfsfólkið sem þar starfar.

Tafla 3. Viðhorf notenda til tímalengdar úrræðisins

Hversu margar vikur hefðirðu viljað fá Stuðninginn heim?

2009 2010 2011 Alls

4 vikur eða minna 6 1 2 9

4 til 8 vikur 19 7 4 30

8 til 12 vikur 12 8 6 26

12 vikur eða meira 13 6 1 20

Alls 50 22 13 85

Tafla 3 sýnir að notendur vilja Stuðninginn heim í lengri tíma en vanalega er

veittur. Stuðningurinn heim stendur flestum til boða í sex til átta vikur. Þrír sem

svöruðu matsblaðinu tóku ekki afstöðu til spurningarinnar.

Page 28: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

20

Tafla 4. Viðhorf notenda til þess hvort uppeldið gengur betur eftir að hafa

fengið Stuðninginn heim

Gengur uppeldið í heildina litið betur eftir að hafa fengið Stuðninginn heim?

2009 2010 2011 Alls

Miklu betur 27 13 8 48

Dálítið betur 18 9 5 32

Finn engan mun 2 0 1 3

Alls 47 22 14 83

Tafla 4 sýnir að nánast allir sem taka afstöðu til spurningarinnar greina frá því að

árangur sé af starfinu Stuðningurinn heim. Áttatíu einstaklingar telja að uppeldið

gangi miklu betur eða dálítið betur að loknu úrræðinu. Þrír telja sig ekki hafa

fundið neinn mun á uppeldinu fyrir og eftir Stuðninginn heim. Fimm einstaklingar

tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Ljóst er að flestir telja árangur af starfinu.

Undirspurning var við þessa spurningu þar sem notendur áttu að skilgreina hvað

gengi betur eftir Stuðninginn heim. Svör voru meðal annars: „Ég er ákveðnari,

rólegri og hef fleiri aðferðir við uppeldið“, „gott að fá staðfestingu á að maður er

að gera góða hluti“, „gott að fá hvatningu“ og „fékk góða punkta í sambandið við

uppeldið“.

Ljóst er samkvæmt þessum niðurstöðum að foreldrar eru almennt mjög

ánægðir með þjónustu Stuðningsins heim. Flestir telja að árangur sé af úrræðinu

eða telja að uppeldið gangi betur eftir þjónustuna. Notendur eru mjög ánægðir

með starfsmanninn og telja flestir að hann hafi komið annað hvort mjög eða

frekar vel fram við sig. Þjónustukönnunin sýndi einnig að margir notendur vilja að

Stuðningurinn heim sé í boði lengur en sex til átta vikur.

2.2.5 Önnur úrræði sem eru notuð samhliða Stuðningnum heim

Úrræðið Stuðningurinn heim er oft unnið samhliða öðrum úrræðum. Ef bæði

fjölskylda og starfsfólk Stuðningsins heim eru á þeirri skoðun að fjölskyldan muni

njóta góðs af auknum stuðningi er henni ráðlagt að þiggja önnur úrræði sem í

boði eru. Úrræði sem oft eru notuð samhliða Stuðningnum heim eru tilsjón,

persónulegur ráðgjafi og stuðningsfjölskylda (Cynthia L. Jeans og Sveindís A.

Jóhannsdóttir, 2003). Samkvæmt 24 gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 er fjallað

Page 29: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

21

um úrræði sem veitt eru með samþykki foreldra. Úrræðin sem fjallað er um í 24

gr. barnaverndarlaga eru: að aðstoða foreldra í uppeldishlutverkinu og bæta

uppeldisaðstæður barna, að barni sé veittur stuðningur eða meðferð þegar við á

og að við ákveðnar aðstæður skuli barni eða fjölskyldu vera úthlutað

tilsjónarmanni, persónulegum ráðgjafa eða stuðningsfjölskyldu. Þegar sótt er um

slík stuðningsúrræði þarf að koma fram í áætlun hvert markmiðið með

afskiptinum sé og hvernig stuðningnum eigi að vera háttað. Stuðningstími á

úrræðunum tilsjón og persónulegur ráðgjafi er misjafn, alveg frá nokkrum dögum

upp í nokkur ár. Margar fjölskyldur glíma við fjölþættan vanda sem hefur staðið

yfir í langan tíma og má gera ráð fyrir að þær fjölskyldur geti þurft á langtíma

stuðningi að halda. Á tímabilinu sem fjölskylda þiggur þjónustuna skal meta

árangur hennar út frá barninu sem stutt er og fjölskyldu þess (Barnaverndarstofa,

e.d.b).

2.2.5.1 Tilsjón

Tilsjón er eitt af þeim úrræðum sem eru notuð samhliða Stuðningnum heim en

samkvæmt 22 gr. reglugerðar 652/2004 er átt við að tilsjón sé: „einstaklingur

sem er fenginn á vegum barnaverndarnefndar fyrst og fremst til að aðstoða

foreldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag

og þörfum barns“. Engar kröfur eru um menntun tilsjónarmanna en reynt er að

ráða einstaklinga sem hafa reynslu af því að starfa með börnum og foreldrum.

Mikilvægt er að tilsjónamaður búi yfir góðri færni til að hlusta, veita leiðbeiningar

og miðla þekkingu. Tilsjónarmaður á ekki alltaf að vera utanaðkomandi aðili en

stundum er talið betra ef tilsjónamaður er tengdur fjölskyldunni á einhvern hátt

(Barnaverndastofa, e.d.b).

2.2.5.2 Persónulegur ráðgjafi

Persónulegur ráðgjafi er stuðningsúrræði sem ætlað er að styrkja barn. Þess er

krafist að samband barns og persónulegs ráðgjafa byggi á gagnkvæmu trausti og

virðingu. Samkvæmt 23. gr. reglugerðar 652/2004 er persónulegur ráðgjafi:

„einstaklingur sem fenginn er á vegum barnaverndarnefndar fyrst og fremst til að

veita barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega og

tilfinningalega svo sem í sambandi við tómstundir, menntun og vinnu“. Starf

Page 30: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

22

þeirra sem vinna sem persónulegir ráðgjafar snýr fyrst og fremst að barninu.

Persónulegur ráðgjafi þarf að læra að þekkja áhugamál barnsins og taka þátt í

þeim og geta hlustað á viðhorf þess og sjónarhorn. Barnið skal vera virkur

þátttakandi í að setja markmið, koma með hugmyndir um þætti sem það vill

breyta og hvernig sé hægt að ná fram þeim breytingum (Barnaverndarstofa,

e.d.b).

2.2.5.3 Stuðningsfjölskyldur

Fjallað er um stuðningsfjölskyldur í 26. gr. reglugerðar 652/2004 um úrræði á

ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Þar er

stuðningsfjölskylda skilgreind sem: „aðili sem er fenginn á vegum

barnaverndarnefndar fyrst og fremst til að taka á móti barni, eða í sumum

tilvikum barni og foreldrum, á einkaheimili í því skyni meðal annars að tryggja

öryggi barnsins, létta álagi af því og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og

styðja þá í uppeldishlutverkinu“ (26. gr. reglugerð 652/2004). Einnig er heimilt að

vista barn hjá stuðningsfjölskyldu í allt að sjö daga samfellt. Stuðningsfjölskylda

er ólík tilsjón og persónulegum ráðgjafa að því leyti að gildistími leyfisins er til

eins árs í senn. Þær fjölskyldur sem gerast stuðningsfjölskyldur þurfa að vera

tilbúnar að taka barn og í sumum tilfellum einnig foreldri inn á heimili sitt. Eins og

með önnur stuðningsúrræði þurfa allir sem koma að máli fjölskyldu að vera

upplýstir um markmiðin sem eru sett í upphafi starfsins. Til að starfið nái árangri

þarf stuðningsfjölskylda að mynda náin tengsl við barnið og oft einnig foreldra

þess (Barnaverndarstofa, e.d.b).

2.2.6 Stuðningur á heimili sem miðar að uppeldisráðgjöf

Stuðningurinn heim er fyrsta úrræði sinnar tegundar hérlendis. Áður en úrræðið

varð til var ekkert annað skammtímaúrræði inni á heimilinu sem miðaði að því að

styðja foreldra í uppeldishlutverkinu. Úrræðið Stuðningurinn heim er ekki byggt á

erlendri fyrirmynd heldur er þjónustan sprottin af hugmyndum starfshóps sem

kom saman árið 2000. Starfshópurinn taldi mikilvægt að vinna með fjölskyldum á

heimilum þeirra og að nálgunin væri góð fyrir foreldra sem væru viljugir til að

þiggja stuðninginn þar sem viljinn gerði foreldra líklegri til að ná árangri

(Aðalbjörg Valberg munnleg heimild, 6. september 2012). Stuðningurinn heim er

Page 31: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

23

aðeins í boði fyrir foreldra sem eru búsettir í Reykjavík og því verða aðeins

skoðuð þau úrræði sem foreldrar í Reykjavík geta nýtt sér. Í boði eru sambærileg

úrræði, eins og Greining og uppeldisráðgjöf heim og Ráðgjafinn heim sem

einhverjir notendur Stuðningsins heim hafa einnig nýtt sér.

2.2.6.1 Greining og uppeldisráðgjöf heim

Annað úrræði sem er á vegum Barnaverndarnefndar heitir Greining og

uppeldisráðgjöf heim og var stofnað haustið 2008. Úrræðið er einungis fyrir

barnavernd Reykjavíkur og er markmið starfsins að greina uppeldisvanda hjá

fjölskyldum ásamt að veita þeim aukinn stuðning á heimilum þeirra. Úrræðið

stendur fjölskyldum til boða frá fæðingu barns til tólf ára aldurs. Aðferðir sem

stuðst er við í úrræðinu byggja á uppeldisbók Edward Christophersen og Susan L.

Mortweed. Einnig er beitt aðferðum sem hafa lengi verið notaðar við greiningar

og kennsluvistun á vistheimilum barna. Hugmyndafræði úrræðisins er að draga

úr vistun barna utan heimilis (Barnaverndarstofa, e.d. a).

2.2.6.2 Ráðgjafinn heim

Ráðgjafinn heim er tímabundið þróunarverkefni í Reykjavík. Starfið gengur út á

að starfsmaður með menntun á sviði uppeldisfræða sem hefur þekkingu á ADHD

fer inn á heimili fjölskyldna þar sem grunur leikur á að barn sé með ADHD eða ef

barn hefur fengið slíka greiningu. Markmið starfsins er að hjálpa foreldrum að

vinna með krefjandi hegðun barna sinna í raunaðstæðum. Reynt er að draga úr

hegðunarvanda barna og styrkja jákvæða hegðun. Þjónustan er hönnuð í kringum

þarfir hverrar fjölskyldu, auk þess sem áhersla er lögð á samráð við aðra aðila

sem tengjast barni og fjölskyldu, svo sem skóla, heilsugæslu og fleira

(Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, 2010a).

2.2.7 Breytingar á skipulagi Stuðningsins heim árið 2012

Breytingar hafa orðið á skipulagi þjónustuúrræða í Reykjavík árið 2012. Í skýrslu

Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 2011 kemur fram að megináhersla

velferðarráðs 2011 sé meðal annars að færa þjónustuna nær notandanum. Með

því er átt við að þjónustan á að vera aðgengileg notandanum á einfaldan hátt

óháð því hvar hann er búsettur í Reykjavík. Með því að færa öll þjónustuúrræði

Page 32: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

24

inn á þjónustumiðstöðvarnar verður lögð áhersla á aukna samvinnu innan

hverfisins við stofnanir og samtök. Markmiðið með breytingunum er „að bæta

lífsgæði og nýta betur mannauð, fjármagn og fjárfestingu til hagsbóta fyrir íbúa.“

(Velferðasvið Reykjavíkurborgar, 2011a).

Rannsakandi tók viðtal við Stefaníu Sörheller verkefnastjóra

velferðarsviðs með það að markmiði að skilja breytingarnar sem urðu á

þjónustuúrræðinu Stuðningnum heim. Í mars 2012 færðist starfsemi Stuðningsins

heim inn á allar þjónustumiðstöðvar, en fyrir breytingarnar höfðu starfsmenn

unnið miðlægt og sá hópurinn um að þjónusta barnafjölskyldur í Reykjavíkur.

Markmið breytinganna var að þjónustuúrræði Reykjavíkurborgar ætti að standa

fjölskyldum til boða í því hverfi sem þær eru búsettar. Til að koma í veg fyrir

ósamræmi í þjónustu liggur fyrir kröfulýsing sem allir starfsmenn Stuðningsins

heim vinna eftir. Í kröfulýsingunni má finna almennar kröfur sem velferðarsvið

setur fram til að samræma þjónustuna milli þjónustumiðstöðva. Úrræði eins og

Stuðningurinn heim starfar eftir sömu hugmyndafræði eins og hefur verið gert

síðustu ár og markhópurinn er sá sami, nema unnið er frá öðrum stað. Fyrst og

fremst urðu breytingar á ytra skipulagi starfsins. Breytingarnar fólust í því að

aukin samvinna yrði milli annarra þjónustuúrræða og má þar nefna tilsjón,

liðveislu, persónulegan ráðgjafa og foreldrafærni- og uppeldisnámskeið sem

standa foreldrum til boða á þjónustumiðstöðvum svo eitthvað sé nefnt. Talið var

að þjónustan yrði enn öflugri ef þjónustuúrræði á vegum Reykjavíkurborgar

mætti finna inni á hverri þjónustumiðstöð auk þess sem það átti að auðvelda og

efla þverfaglegt samstarf milli ráðgjafa og auka samvinnu milli þjónustuúrræða.

Sem dæmi nefnir Stefanía að Stuðningurinn heim sé skammtímaúrræði en oft er

þörf á frekari þjónustu sem tekur við af úrræðinu. Markmiðið með því að veita

alla þjónustu á sömu þjónustumiðstöð getur auðveldað leiðina að öðrum

úrræðum, eins og tilsjón. Starfsmaður Stuðningsins heim og tilsjónarmaður geta

til dæmis unnið saman í einhvern tíma. Starfsmaður Stuðningsins heim getur

komið tilsjónarmanni inn í málið og því brúað bilið á milli úrræða. Með aukinni

samvinnu er hægt að draga úr líkum á að fjölskyldur þurfi að bíða lengi eftir

úrræðum eða þjónustu. Markmið breytinganna er að bæta þjónustu við

Page 33: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

25

barnafjölskyldur í Reykjavík og gera hana skilvirkari (Stefanía Sörheller munnleg

heimild, 31. október 2012).

2.3 Heimsóknir sem þjónustuúrræði

Hér verður fjallað um heimsóknir sem þjónustuúrræði. Skoðaðar verða

heimsóknir til þjónustuþega í sögulegu ljósi og hvernig nálgunin tengist uppruna

starfsstéttar félagsráðgjafa. Einnig verður fjallað um hlutverk þeirra sem veita

þjónustu inni á heimilum og þætti sem þeir þurfa sérstaklega að hafa í huga við

slíkar aðstæður.

2.3.1 Saga heimsókna til þjónustuþega

Á seinni hluta síðustu aldar varð stefnubreyting í umönnun barna hjá

stjórnvöldum vestrænna ríkja. Dregið var jafnt og þétt úr stofnanavistun barna

þar sem upplýsingar komu fram um þær skaðlegu afleiðingar sem stofnanavist

kynni að hafa á börn. Niðurstöður ýmissa rannsókna bentu til þess að börn yrðu

fyrir skaða eins og seinkuðum þroska við aðskilnað frá foreldrum. Slíkar

niðurstöður urðu til þess að stjórnvöld reyna að halda fjölskyldum saman með

því að hanna forvarnir til að hægt sé að koma í veg fyrir aðskilnað barns frá

foreldri (Tolfree, 1995).

Þrátt fyrir slíkar stefnubreytingar er þjónusta á heimilum ekki nýtt

fyrirbæri. Í grein Beder (1998) The home visit, Revisited rekur hún sögu

félagsráðgjafa og heimsóknir sem þjónustuúrræði, þar sem kemur fram að lengi

hefur tíðkast að veita einstaklingsmiðaða þjónustu á einkaheimilum. Fyrstu

upplýsingar um þjónustu í heimahúsum má rekja til áranna þegar starfsgrein

félagsráðgjafa var enn í mótun. Samtökin Charity Organization Societies (COS)

eru stofnuð um 1870 í Bandaríkjunum og byggðist starf COS á vinnuframlagi

sjálfboðaliða. Stuðningurinn var í formi félagsskapar þar sem markmið

heimsókna sjálfboðaliðanna var að nálgast einstaklingana, kanna aðstæður þeirra

og bjóða þeim stuðning. Starfsemin spratt upp um öll Bandaríkin og var starfandi

í 92 borgum. Ekki voru til staðar nógu margir sjálfboðaliðar (sem voru í flestum

tilfellum konur) sem gátu gefið frítíma sinn til að anna eftirspurn eftir þjónustu

og út frá því urðu til starfandi félagsráðgjafar. Nokkrum árum síðar hóf Mary

Richmond störf innan COS samtakanna en hún hefur verið talin frumkvöðull

Page 34: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

26

félagsráðgjafarinnar. Hún gjörbreytti hlutverki þeirra sem fóru í heimsóknir til

þjónustuþega. Starf þeirra sem heimsóttu þjónustuþega breyttist frá vingjarnlegri

heimsókn í meðvitað og uppbyggilegt starf. Áhersla var lögð á að safna gögnum

um einstaklinginn á markvissan hátt til að geta sett upplýsingarnar í stærra

samhengi. Greiningin sem varð til úr upplýsingaöfluninni var notuð til finna leiðir

til að virkja einstaklinginn í sínu umhverfi. Mary Richmond sá ágóða af því að

vinna slíka vinnu, bæði fyrir starfsmanninn og skjólstæðinginn. Áhersla var lögð á

að þekkja skjólstæðinginn og nærfjölskyldu hans og reyna að skilja félagslega-,

fjárhagslega- og menningarlega stöðu hans. Þættir sem þessir eru skoðaðir ásamt

því hvernig þeir hafa áhrif á líf skjólstæðingsins. COS lagði grunninn að þeirri hefð

að nálgast skjólstæðinga á heimilum sínum. Árið 1898 færðust heimsóknir til

skjólstæðinga inn í heilbrigðiskerfið þegar Emerson hannaði úrræði þar sem

læknar fóru heim til sjúklinga. Úrræðið var byggt á þeirri hugmynd að læknar

gætu betur skilið heilsufar skjólstæðingsins ef þeir hefðu þekkingu á félagsstöðu

hans. Hugmyndafræðin sem byggði á því hversu mikil áhrif félagsstaða

einstaklings hefði á heilsufar varð til þess að fyrsti félagsráðgjafinn var ráðinn á

sjúkrastofnun árið 1905. Í kringum 1950 voru heimsóknir til skjólstæðinga

notaðar til að nálgast hópa sem þótti fyrir tíð heimsókna erfitt að nálgast.

Heimsóknir af þessu tagi þóttu betri kostur þar sem starfið fór fram á heimilum

viðkomandi. Paterson og Cyr komust að þeirri niðurstöðu að heimilið hefði

styrkjandi áhrif á myndun tengsla milli skjólstæðings og starfsmanns auk þess

sem betri og áreiðanlegri upplýsingar fengust inni á heimilinu en hefðu fengist í

viðtali undir öðrum kringumstæðum (Beder, 1998). Í kringum 1960 var farið að

nota heimsóknir á vegum velferðarþjónustunnar til að kanna aðstæður barna í

barnaverndarmálum þar sem grunur lék á ofbeldi gagnvart barni. Árið 1974 varð

til úrræði í Bandaríkjunum sem fékk nafnið Homebuilders. Hlutverk úrræðisins

var að koma inn á heimili fjölskyldna og veita stuðning í von um að koma í veg

fyrir að aðskilja þyrfti foreldra og barn/börn. Homebuilders fóru inn á heimili

fjölskyldna sem félagsþjónustan skilgreindi sem of erfið til að hefðbundin

stuðningsúrræði á vegum félagsþjónustunnar gætu tekist á við þau. Börn á

slíkum heimilum töldust vera í hættu og miklar líkur voru á að yfirvöld þyrftu að

fjarlægja barnið af heimilinu ef engar breytingar yrðu innan fjölskyldunnar.

Page 35: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

27

Fenginn var starfsmaður til að vinna með fjölskyldu inni á heimilinu. Fjölskyldan

hafði aðgang að starfsmanni á öllum tímum sólarhringsins í sex vikur. Öll

þjónusta var færð inn á heimili fjölskyldunnar. Markmiðið með þessu var að veita

fjölskyldunni einstaklingsbundna þjónustu og stuðning til að vinna úr sínum

málum. Ef fjölskyldan hafði ekki náð viðunandi árangri á sex vikum var staða

hennar endurmetin. Ef heilsa barns var talin í hættu var barnið fjarlægt af

heimilinu. Hombuildersúrræðið er enn starfandi víðsvegar um Bandaríkin. Um

1970 urðu í kjölfarið til fjölmörg þjónustuúrræði sem miða að því að styrkja fólk í

sínu eigin umhverfi. Einnig hafa orðið stefnubreytingar þar sem áhersla er lögð á

að styrkja fjölskyldur, bæta foreldrahæfni og vernda börn með því að veita

fjölskyldum aukinn stuðning. Aðrir kostir sem fylgja þeirri nálgun að vinna með

skjólstæðingum í heimahúsi eru að starfsmaður öðlast betri skilning á vanda og

aðstæðum viðkomandi og er því líklegri til að geta veitt betri þjónustu (Beder,

1998).

2.3.2 Hlutverk starfsmanna inni á heimilum skjólstæðinga

Starf inni á heimilum skjólstæðinga byggir á því að umhverfið á heimilinu hafi

áhrif á hvernig starf er unnið með fjölskyldunni sem þar býr. Starfsmenn þurfa að

hafa þekkingu og búa yfir tækni til að takast á við aðstæður sem upp geta komið í

starfi á heimilum skjólstæðinga. Hugað er að öryggi þeirra, mörkum, trúnaði og

siðferði sem upp kemur í starfi á heimilum skjólstæðinga. Þrátt fyrir klemmur

sem starfsmenn geta upplifað á heimilum skjólstæðinga veita slíkar heimsóknir

tækifæri til að skoða veruleika viðkomandi með því að verða vitni að

samskiptum, aðstæðum og siðum á heimilinu. Í kjölfarið er ekki jafn mikil þörf á

spurningum um aðstæður og samskipti þar sem starfsmaður verður vitni að því

frá fyrstu hendi (Allen og Tracy, 2008; Beder, 1998; Kadushin og Kadushin (1997).

2.3.2.1 Viðbrögð og viðhorf

Starfsmenn sem starfa inni á heimilum skjólstæðinga þurfa að huga að þáttum

sem aðrir starfsmenn stofnana velta ekki eins mikið fyrir sér. Í fyrsta lagi þarf

starfsmaður að vera meðvitaður um skoðanir sínar og viðbrögð. Hann þarf að

gera sér grein fyrir því að hann er að fara inn á heimili skjólstæðinga og þar með

inn í einkalíf þeirra (Allen og Tracy, 2008). Kadushin og Kadushin (1997) nefna að

Page 36: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

28

heimsóknir starfsmanna hafa ávallt í för með sér einhvers konar röskun á

heimilishögum og hefðum fjölskyldunnar. Þótt skjólstæðingur sé ánægður með

að fá starfsmann inn á heimili sitt fylgir því alltaf einhver kvíði (Beder, 1998).

Starfsmaður þarf góða þekkingu á viðtalstækni og þarf að sýna mikinn

sveigjanleika í starfi til að hafa stjórn á aðstæðum sem geta skapast á heimilum

fólks (Allen og Tracy, 2008).

2.3.2.2 Að setja mörk

Eitt af því sem getur reynst starfsmönnum erfitt er að setja skjólstæðingunum

mörk. Þar sem heimsóknir fara fram á heimilum þeirra þarf starfsmaður að gera

sér grein fyrir því að á einhverjum tímapunkti taki hann þátt í fjölskyldulífinu

(Beder, 1998). Erfiðara er að setja skýr mörk um hlutverk skjólstæðings og

hlutverk starfsmanns. Umhverfi starfsins gerir það að verkum að minna

valdaójafnvægi er milli starfsmanns og skjólstæðings en tíðkast þegar starf er

unnið á stofnun eða skrifstofu félagsráðgjafa. Þar af leiðandi eru auknar líkur á að

bæði starfsmaður og skjólstæðingur fari yfir fagleg mörk þegar starfað er inni á

heimilum (Allen og Tracy, 2008).

2.3.2.3 Handleiðsla

Upplýsingar sem koma fram í heimsóknum geta verið yfirþyrmandi fyrir

starfsmenn. Hægt er að undirbúa sig með því að gera sér grein fyrir að farið sé

inn á heimili þar sem ákveðnar aðstæður hafa verið til staðar í einhvern tíma.

Einnig þurfa starfsmenn að vera viðbúnir að takast á við erfiðar aðstæður sem

geta haft áhrif á tilfinningalíf þeirra sjálfra. Mikilvægt er að starfsmenn leiti sér

aðstoðar á borð við handleiðslu til að vinna úr þeim tilfinningum sem þeir upplifa

vegna heimsókna á heimili skjólstæðinga (Beder, 1998).

2.3.2.4 Trúnaður

Starfsmenn sem starfa inni á heimilum fólks þurfa að vera vakandi fyrir mikilvægi

þess að halda trúnað. Starfsmanni ber siðferðileg skylda til að halda trúnað við

skjólstæðing sinn og upplýsingar sem koma fram í viðtali skulu ekki gerðar

opinberar. Þjónustuþegi er mun líklegri til að treysta starfsmanni og deila með

Page 37: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

29

honum aðstæðum og upplifunum úr lífi sínu þegar trúnaður er til staðar

(Kadushin og Kadushin, 1997).

2.3.2.5 Siðferðisklemma

Hlutverk þeirra sem starfa inni á heimilum fólks getur verið tvíþætt. Í fyrsta lagi

að veita stuðning og ná markmiðum en hins vegar getur hlutverk þeirra verið að

kanna aðstæður þær sem fjölskyldan býr við. Tortryggni foreldra gagnvart

starfsmanni getur valdið því að erfitt getur verið að mynda tengsl við fjölskyldu

meðan starfsmaður er í því hlutverki að afla upplýsinga um skjólstæðinginn,

samskipti og aðstæður (Allen og Tracy, 2008).

2.3.2.6 Starfsánægja

Á síðustu árum hefur verið aukin áhersla á það meðal yfirmanna að kanna

starfsánægju starfsmanna sinna. Ómar H. Kristmundsson (1999) greinir frá

þremur ástæðum sem snúa að því af hverju nú sé hugað að starfsánægju

starfsmanna. Í fyrsta lagi er yfirmönnum annt um líðan og velferð starfsmanna, í

öðru lagi hefur starfsánægja áhrif á árangur í starfi þar sem óánægja getur valdið

verri þjónustu, minni afköstum og aukinni starfsmannaveltu. Og í þriðja lagi getur

óánægja í starfi verið vegna hnökra í stjórnun eða óviðunandi vinnuaðstæðna en

þá er átt við mikið vinnuálag, léleg laun eða langan vinnutíma. Að starfa inni á

heimilum þjónustuþega getur verið erfitt og jafnvel yfirþyrmandi (Beder, 1998).

Egan og Kadushin (2004) leituðust við að skoða starfsánægju félagsráðgjafa sem

starfa á heimilum fólks. Fyrri rannsóknir sýna að starfsánægja virðist tengjast

þremur þáttum. Í fyrsta lagi eru tengsl milli fjármagns til þjónustu og

starfsánægju, í öðru lagi tengist starfsánægja því þegar lausn finnst á málum þar

sem ágreiningur skapast og loks tengist starfsánægja því þegar starfsmaður

upplifir stuðning yfirmanna sinna. Niðurstöður leiddu í ljós að jafnvel þótt

umrætt starf sé mjög erfitt er starfánægja í því fólgin þegar yfirmenn eru

hjálpsamir við að leysa úr ágreiningi, finna lausn á erfiðleikum og veita

starfsmönnum stuðning (Egan og Kadushin, 2004).

Page 38: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

30

2.4 Fjölskyldan

Í þessum kafla verða skoðaðir þættir sem hafa mest áhrif á þroska barns, hvernig

samskipti milli umhverfisþátta og kerfa hafa áhrif á einstaklinginn og fjallað

verður um hvernig viðhorf og afstaða foreldris til uppeldishlutverksins hefur áhrif

á þroska og færni barns í framtíðinni.

2.4.1 Kerfiskenning

Lengi hefur verið reynt að svara spurningunni um það hvaða þættir vegi þyngst í

þroska barns. Deilur hafa lengi verið uppi meðal fagaðila um það hvort erfðir eða

umhverfi séu frekar mótandi þættir í þroska barna. Margir fræðimenn taka ekki

afstöðu heldur telja að bæði erfðir og umhverfi barna hafi áhrif á og móti þroska

þeirra. G. Stanley Hall trúði því að þroski barna færi eftir innbyggðri

þroskaáætlun hjá börnunum og hægt væri að sjá út frá almennum reglum (e.

norms) að á ákveðnu aldurskeiði næðist ákveðið þroskastig. Að auki taldi hann að

umhverfið hefði meiri áhrif á barnið en innbyggða þroskaáætlunin (Bee og Boyd,

2010).

Ef það er rétt hjá G. Stanley Hall að umhverfið sé mikilvægur áhrifavaldur í

þroska barna vaknar sú spurning hvaða umhverfisþáttur það sé sem hefur mest

áhrif á líf einstaklingsins? Sigrún Júlíusdóttir (2001, bls. 153) greinir frá því að

„fjölskyldan er og verður mikilvægasta einingin fyrir tengslamyndun og

heilbrigðan tilfinningaþroska“. Til að skýra hvernig fjölskyldan hefur áhrif á líf

barna á uppvaxtarárunum er hægt að styðjast við kerfiskenninguna (e. systems

theory). Kerfiskenningin er kenning innan félagsráðgjafarinnar sem kom fram á

áttunda áratug síðustu aldar og varð til eftir að kenning innan líffræðinnar var

yfirfærð á félagslega kerfið. Von Bertalanffy er frumkvöðull kenningarinnar en

hann taldi allar lífverur vera kerfi sem ættu sín undirkerfi ásamt því að tilheyra

stærra kerfi. Upphaflega fjallaði kenningin um líffræðilega þætti, en innan

félagslega kerfisins fjallar kerfiskenningin um að einstaklingur tilheyri hópum,

eins og til dæmis fjölskyldu og hvernig fjölskyldan tilheyrir og tengist öðrum

kerfum (Payne, 2005). Kerfiskenning Bertalanffy gaf félagsráðgjöfum ramma til

að skoða áhrif og afleiðingar mismunandi þátta í lífi einstaklings. Einstaklingurinn

er ekki skoðaður út frá eigin áhrifum heldur er áhersla lögð á utanaðkomandi

Page 39: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

31

félagslega þætti og samspil þeirra. Allir þættir eins og gagnvirkni, framkvæmd og

uppbygging mynstra sem myndast í félagslega heiminum eru mikilvægir í lífi fólks

og aðstæðurnar sjálfar verður að skoða sem heild innan kerfiskenningarinnar. Til

að öðlast skilning á erfiðleikum sem snúa að félagsvirkni einhvers er ekki nóg að

meta þann aðila og aðstæður hans, heldur þarf félagsráðgjafi að skilja flókið

samspilið milli einstaklingsins og þeirra félagslegu og líffræðilegu kerfa sem hann

tilheyrir. Einnig þarf að skilja hvaða merkingu og upplifanir viðkomandi tengir við

þessi kerfi (Andreae, 1996).

2.4.1.1 Fjölskyldukerfiskenning

Eins og önnur kerfi fjallar kerfiskenningin einnig um fjölskyldukerfið. Til að skilja

betur fjölskyldukerfið þarf að skilgreina hugtakið fjölskylda. Hugmyndir um það

hvað telst vera fjölskylda hafa tekið breytingum á síðustu áratugum og til eru

margar skilgreiningar á því hvað fjölskylda sé. Sigrún Júlíusdóttir segir:

„Fjölskyldan er hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili þar sem þeir deila

tómstundum, hvíld, tilfinningum, efnahag, ábyrgð og verkefnum. Meðlimir eru

oftast fullorðnar manneskjur af báðum kynjum eða einstaklingar ásamt barni eða

börnum (þeirra). Þau eru skuldbundin hvort öðru í siðferðislegri, gagnkvæmri

hollustu“ (Sigrún Júlíusdóttir, 2001, bls 140). Hvernig sem fjölskyldan er

uppbyggð hafa fjölskyldumeðlimir ákveðnu hlutverki að gegna gagnvart þeim

sem henni tilheyra. Yfirleitt hjálpa fjölskyldueiningar hvor annarri og innan

hennar gefast tækifæri til að tjá sig og upplifa félagslegar aðstæður.

Fjölskyldumeðlimir deila björgum ásamt því að veita vernd og öryggi þeim sem

fjölskyldunni tilheyra. Fjölskyldan flokkast sem undirkerfi sem tilheyrir

samfélaginu. Hér verður fjallað um eftirfarandi atriði sem eiga við

fjölskyldukerfið. Heildin hefur meira vægi en einstaklingarnir innan

fjölskyldunnar. Ef einhverjar breytingar eru gerðar á hluta fjölskyldukerfisins má

ætla að breytingar komi einnig fram á öðrum stað innan kerfisins. Fjölskyldur

breytast með tímanum, einstaklingar innan fjölskyldu taka að sér mismunandi

hlutverk innan hennar á lífsleiðinni. Fjölskyldan flokkast sem opið kerfi þar sem

fjölskyldumeðlimir eiga í samskiptum og við aðra utan þessarar einingar. Engar

tvær fjölskyldur eru eins og mjög breytilegt er hversu nánar og opnar fjölskyldur

Page 40: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

32

eru. Aðstæður eins og umhverfi er stór áhrifavaldur og getur haft áhrif á það hve

opnir og nánir meðlimir fjölskyldunnar eru. Truflun hjá einstaklingi innan

fjölskyldunnar má oft greina innan tilfinningakerfis fjölskyldunnar. Í starfi með

fjölskyldum þurfa fagaðilar að líta framhjá persónuleika hvers einstaklings og

veita því mun meiri athygli hvernig fjölskyldan virkar sem heild (Andreae, 1996).

2.4.2 Foreldrar, fjölskylda og barn

Börn eru félagsverur og eru þátttakendur í umhverfi sínu alveg frá fæðingu. Þeir

sem standa börnum næst eru í flestum tilfellum foreldrar þeirra og fjölskylda.

Börnin hafa áhrif á fjölskyldu sína alveg eins og fjölskyldan hefur áhrif á barnið.

Samskiptin sem barnið lærir af foreldrum og fjölskyldu vega þungt í þroska þess

og færni í framtíðinni (Belsky, Lerner og Spanier, 1984). Bornstein og Bradley

greina frá því að einn helsti áhrifaþáttur í vexti og þroska barns telst vera hvernig

foreldrar takast á við foreldrahlutverkið (Respler-Herman, Mowder, Yasik og

Shamah, 2011).

Mowder fjallar um að foreldrahlutverkið lærist í æsku þar sem foreldrar

nota aðferðir foreldra sinna sem fyrirmynd í uppeldi á eigin barni. Viðhorf og

ákvarðanir eru áhrifavaldar á það hvort barn fái gott eða slæmt uppeldi þar sem

foreldrar bregðast við barni sínu í samræmi við viðhorf sitt til barnauppeldis.

Mowder skilgreinir hvert hlutverk foreldra er. Þar kemur fram að

foreldrahlutverkið eigi að ná yfir sex víddir sem eru: að mynda tengsl, veita aga,

miðla þekkingu, huga að almennu heilsufari, vernda barnið gegn hættu, bregðast

við þegar leitað er til foreldranna og koma fram við barnið af tilfinninganæmi.

Mikilvægi og áherslur á þáttunum breytist eftir aldri og þroskastigi barns

(Respler-Herman o.fl., 2011).

2.4.2.1 Tengsl

John Bowlby var fyrstur til að vekja athygli á mikilvægi tengsla barna og

umönnunaraðila. Bowlby greinir frá því að tengslamyndun sé börnum eðlislæg og

nauðsynleg til að tryggja öryggi þeirra. Hann taldi að börn sem mynduðu tengsl

við umönnunaraðila væru líklegri til lifa af hættur úr umhverfinu vegna þess að

umönnunaraðili væri líklegri til að vernda barnið (Nichols, 2010). Það sem barnið

lærir á fyrstu æviárum varðandi tengsl er talið mikilvægt þar sem það mótar eða

Page 41: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

33

setur hömlur á eiginleika barns til að mynda tengsl seinna á lífsleiðinni.

Rannsóknir á tengslum hafa leitt í ljós að tengsl hafa áhrif á uppeldi og þroska

ungbarna og hegðun þeirra í framtíðinni (Belsky o.fl., 1984). Bowlby greinir frá

því að þá umönnun og umhyggju sem er barni nauðsynleg megi helst finna innan

eigin fjölskyldu en erfiðara er fyrir barn að fá þessar þarfir uppfylltar utan

fjölskyldunnar. Fjölskyldan er mikilvægasta einingin sem barn tilheyrir. Bowlby

nefnir jafnframt að börn sem alast upp á lélegum heimilum eru líklegri til að

dafna þar en á góðri stofnun, þar sem stofnunin getur ekki komið í stað

fjölskyldunnar. Aðeins í þeim tilfellum þar sem foreldrar hafa afneitað barni sínu

telst fjölskyldan ekki vera besta umhverfi fyrir barn (Bowlby, 1952). Niðurstöður

rannsókna sýndu einnig afleiðingar þess ef barn er aðskilið frá móður. Barnið var

talið fara í gegnum nokkur stig eða mótmæli gegn aðskilnaðinum, örvæntingu og

að lokum tengslarof (Nichols, 2010). Barn sem elst upp á slæmu heimili er líklegt

til að neita að yfirgefa foreldri sem er jafnvel talið óhæft vegna þess hversu

mikilvæg tengslin við viðkomandi einstakling eru barninu (Bowlby, 1952).

2.4.2.2 Framkoma foreldris við barn

Framkoma foreldris gagnvart barni á uppvaxtarárunum skilur eftir sig djúpstæð

og varanleg áhrif á tilfinningalíf barns (Belsky o.fl., 1984: Goleman, 2000).

Framkoma foreldris getur verið allt frá hörðum aga, skeytingaleysi gagnvart

tilfinningum, upplifun og reynslu barns til nærgætni, skilnings og hlýju. Börn læra

tilfinningaleg samskipti af foreldrum sínum eða umönnunaraðila. Í ljós hefur

komið að foreldrar sem eiga góð tilfinningasamskipti og gæddir eru

tilfinningagreind eru líklegri til að geta stutt barn sitt í gegnum tilfinningasveiflur.

Til að skilgreina tilfinningageind notar Peter Salovey grunnskilgreiningu Howard

Gardners um persónugreindarþætti sem flokkast í fimm meginsvið. Samkvæmt

þeirri skilgreiningu hefur sá sem flokkast með tilfinningagreind eftirfarandi

eiginleika: að kunna skil á eigin tilfinningum, hafa stjórn á þeim, nota tilfinningar

til að hvetja sig áfram, búa yfir næmi til að geta lesið tilfinningar annarra og geta

ráðið við að vera í nánum samböndum en þau fela í sér áhrif á tilfinningar

annarra (Goleman, 2000).

Page 42: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

34

Þrír þættir eru algengir í fari foreldra sem eiga erfitt með að tjá tilfinningar

sínar og eru þeir eftirfarandi: 1) Skeytingarleysi gagnvart barni og tilfinningum

þess. Í stað þess að bregðast við tilfinningalegu uppnámi barns með nærgætni

lítur foreldri á uppnám barnsins sem smámuni eða ónæði og viðbrögð

foreldranna eru að bíða þar til tilfinningalegt uppnám barnsins líður hjá. 2) Mikið

afskiptaleysi eru viðbrögð foreldra sem veita barninu athygli þegar það kemst í

uppnám en skipta sér ekki af því hvernig barnið bregst við ákveðnum aðstæðum.

Slíkir foreldrar leitast ekki við að kenna börnum sínum önnur tilfinningaleg

viðbrögð sem taka mið af aðstæðum. Foreldrarnir reyna eftir bestu getu að lægja

tilfinningalega uppnám barnsins. 3) Að bregðast við tilfinningum barns með

fyrirlitningu. Slíkir foreldrar bregðast harkalega við barni sínu með því að lýsa yfir

vanþóknun, gagnrýni og jafnvel hörðum refsingum ef barnið kemst í

tilfinningalegt uppnám (Goleman, 2000).

Þar sem markmið Stuðningsins heim er að styrkja foreldra í

uppeldishlutverkinu er mikilvægt að skilja áhrifin sem framkoma foreldris og

fjölskyldu gagnvart barni í æsku hafa á þroska þess og framtíðareiginleika. Eitt

markmiða starfsins er að kenna foreldrum betri leiðir til að eiga samskipti við

börnin sín og styrkja með því foreldra sem eiga erfitt í foreldrahlutverkinu. Eins

og fram hefur komið getur slíkt inngrip takmarkað þann skaða sem börn hafa

orðið fyrir, bætt uppeldisaðstæður þeirra og gefið þeim betri

framtíðarmöguleika.

Page 43: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

35

2.5 Rannsóknir

Hér verður fjallað um niðurstöður íslenskra og erlendra rannsókna sem leitast við

að skoða árangur úrræða sem hjálpa foreldrum í heimahúsum með

uppeldishlutverkið. Skoðuð verður íslensk rannsókn sem fjallar um vilja foreldra

til að fá aukinn stuðning og árangur úrræða á höfuðborgarsvæðinu sem styðja við

foreldra í barnauppeldi.

2.5.1 Íslenskar rannsóknir

2.5.1.1 Stuðningur við foreldra í foreldrahlutverkinu

Komið hefur fram að Stuðningurinn heim er fyrsta skammtímaúrræði hérlendis

sem veitir þjónustu á heimilum fólks með það að markmiði að styðja foreldra í

uppeldishlutverkinu. Ein af kröfum Reykjavíkurborgar er að foreldrar vilji þiggja

þennan stuðning ásamt því að vera tilbúnir til að vinna í samstarfi við starfsmenn

Stuðningsins heim (Aðalbjörg Valberg, munnleg heimild, 6. september 2012). Í

rannsókn Birnu Maríu Svanbjörnsdóttir (2005) til M-Ed gráðu í

menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri skoðaði hún hvort foreldrar vildu

almennt stuðning í foreldrahlutverkinu. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 180

foreldrar sem áttu börn á aldrinum fjögurra til tólf ára og voru búsett í einu hverfi

á Akureyri. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að 70% svarenda vildu frekari

stuðning í foreldrahlutverkinu með einum eða öðrum hætti. Þeir foreldrar sem

töldu sig færa í foreldrahlutverkinu óskuðu síður eftir stuðningi. Birna María

dregur þá ályktun að foreldrar taki hlutverk sitt alvarlega og að almennt sé vilji

fyrir því að fá aðstoð í foreldrahlutverkinu og jafnframt að foreldrar myndu þiggja

aðstoð ef hún stæði þeim til boða (Birna María Svanbjörnsdóttir, 2007).

2.5.1.2 Stuðningurinn heim – Þróun nýs úrræðis í félagsþjónustu

Sumarið 2003 var styrkur veittur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að gera

úttekt á úrræðinu Stuðningurinn heim. Rannsakendur voru Cynthia Lisa Jeans og

Sveindís Anna Jóhannesdóttir og unnið var úr fyrirliggjandi gögnum og viðtöl

tekin við notendur og starfsmenn úrræðisins. Einnig var send út póstkönnun til

tilvísunaraðila sem voru í flestum tilfellum ráðgjafar á þjónustumiðstöðum.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu ljós að þjónustan skilaði góðum árangri að

Page 44: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

36

sögn notenda, starfsmanna og tilvísunaraðila. Jafnframt komu fram ábendingar

um hvernig hægt væri að bæta þjónustuna. Notendur vildu aukinn sveigjanleika

varðandi tímalengd þjónustunnar, markvissari og aðgengilegri eftirfylgni, meiri

samfellu milli stuðningsúrræða svo ekki kæmi til þess að notandi þyrfti að bíða

eftir stuðningsúrræðinu sem taka ætti við af Stuðningnum heim. Ráðgjafar

óskuðu eftir markvissari greinargerð að loknu úrræðinu. Ráðgjafar nefndu einnig

að notendur hefðu sjaldnast frumkvæði að því að óska eftir þjónustunni og að

úrræðið hentaði verr þungum barnaverndarmálum (Cynthia L. Jeans og Sveindís

A. Jóhannsdóttir, 2003).

Í byrjun árs 2007 gerði félagsvísindastofnun Háskóla Íslands

þjónustukönnun á úrræðinu Stuðningurinn heim fyrir Reykjavíkurborg.

Framkvæmd var símakönnun þar sem niðurstöðurnar byggðust á svörum 30 af 35

fjölskyldna sem fengu Stuðninginn heim á árinu 2006 og var svarhlutfall því 86%.

Niðurstöður sýndu að 80% svöruðu því að þjónustan í heildina hefði verið mjög

eða frekar góð en aðeins 6% töldu þjónustuna frekar slæma. Með tilliti til reynslu

af starfsmanni sögðu 94% að viðmót starfsmanna hefði verið mjög eða frekar

gott en 7% töldu að viðmótið hefði verið hvorki gott né slæmt. 90% svarenda

voru á þeirri skoðun að þjónustan hefði nýst þeim mjög eða frekar vel, 6%

svöruðu að úrræðið hefði nýst þeim mjög eða frekar illa og 3% töldu þjónustuna

hvorki hafi nýst þeim vel eða illa. Við spurningunni um það hvort foreldrar teldu

sig færari við uppeldishlutverkið svöruðu 85% því að þau væru heldur eða mun

færari en 15% töldu sig ekki færari í hlutverkinu. Eins og fram kemur er mikil

ánægja meðal notenda þjónustunnar þar sem þeir telja úrræðið nýtast og

aðstoða þau við að bæta sig í foreldrahlutverkinu (Andrea G. Dofradóttir, Ragna

Benedikta Garðarsdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2007).

2.5.1.3 Tilsjón í barnaverndarmálum

Úrræðin Stuðningurinn heim og Tilsjón skila að mörgu leyti sambærilegu starfi.

Bæði úrræðin veita einstaklingsmiðaða þjónustu á heimilum og hjálpa foreldrum

með forsjár- og uppeldisskyldur sínar. Meginmunurinn á úrræðunum er

tímalengd þeirra og menntun starfsfólksins. Í rannsókn Maríu Gunnarsdóttur

(2011) til MA-gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands var fjallað um

Page 45: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

37

stuðningsúrræðið Tilsjón í barnaverndarmálum. Niðurstöðurnar voru að

Tilsjónarúrræðið var helst notað til að veita uppeldisráðgjöf, skipuleggja daglegt

líf á heimilinu, veita persónulegan stuðning við móður og hafa eftirlit með

heimilinu. Notendur voru helst fjölskyldur sem höfðu verið tilkynntar til

barnaverndarnefnda vegna vanrækslu, þá einkum vanrækslu varðandi umsjón og

eftirlit og vegna tilfinningalegrar vanrækslu. Einnig var úrræðinu beitt vegna

áhættuhegðunar barns, sérstaklega þegar fram komu erfiðleikar í skóla. Sjaldnast

er veitt tilsjón í málum þar sem grunur leikur á eða vitað er um að barn hafi

upplifað líkamlega vanrækslu, líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi og í málum þar

sem heilsa og líf ófædds barns telst í hættu. Tilgangur rannsóknarinnar var meðal

annars að fá reynslu fagfólks og skjólstæðinga af úrræðinu. Niðurstöðurnar voru

að helsti kostur úrræðisins er að þjónustan fer fram á heimili fjölskyldunnar.

Ókostir úrræðisins eru lítið eftirlit með starfi tilsjónarmanna og takmarkaðir

verkferlar. Einnig var enginn sýnilegur yfirmaður úrræðisins og því lítið skipulag.

Félagsráðgjafar voru á því að auka þyrfti faglega menntun tilsjónarmanna svo

þeir gætu öðlast betri færni í að takast á við aðstæður sem ólíkar fjölskyldur

glíma við. Annar ókostur er að tilsjónarmenn þurfa meiri handleiðslu vegna

starfsins. Þrátt fyrir marga vankanta á úrræðinu sýndu niðurstöður

rannsóknarinnar að þátttakendur hefðu trú á þjónustunni (María Gunnarsdóttir,

2011).

2.5.1.4 Greining og uppeldisráðgjöf heim

Auður Ósk Guðmundsdóttir og Helena Unnarsdóttir (2009) fjölluðu um

innleiðingu nýs úrræðis á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í MA-ritgerð

sinni í félagsráðgjöf. Úrræðið er hannað fyrir barnafjölskyldur sem eru með mál

hjá barnavernd Reykjavíkur. Markmiðið er að styrkja fjölskyldur á heimavelli í von

um að draga úr stofnanavistun. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fjölskyldum

leið almennt betur með stöðu sína eftir þátttöku í úrræðinu. Ráðgjafarnir töldu

að foreldrarnir ættu erfitt með að tileinka sér leiðsögn til að bæta

uppeldisskilyrði barna. Upphafsmarkmiðum sem fjölskylda og ráðgjafi unnu að

virtist ekki vera nægjanlega vel framfylgt, en markmiðin eiga að vera ofarlega í

huga starfsfólks meðan á starfinu stendur. Niðurstöður sýna að krafa eigi að vera

Page 46: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

38

um menntun starfsfólks því aukin þekking eykur gæði þjónustunnar. Úrræðið

virðist henta verr fjölskyldum með geðræna erfiðleika og þroskaskerðingu eins og

það er framkvæmt í dag. Rannsakendur telja styrkleika úrræðisins liggja í

sveigjanleika sem mögulegur er innan starfsins þar sem starfsmenn geta lagað

þjónustuna að þörfum hverrar fjölskyldu og að starfið fari fram á heimavelli

(Auður Ósk Guðmundsdóttir og Helena Unnarsdóttir, 2009).

2.5.2 Erlendar rannsóknir

Breyttar áherslur í þjónustu hafa orðið til þess að fleiri þjónustuúrræði miða að

því að styrkja fjölskyldur á heimilum sínum. Upplifun margra fagmanna er að

fjölskyldur séu afslappaðri í eigin umhverfi og því líklegri til að læra af

fagmönnum og tileinka sér nýjar aðferðir í uppeldishlutverkinu í ljósi þess að ekki

er þörf að færa þekkingu inn á heimilið, þar sem kennslan átti sér stað á

heimavígstöðvum (Berry, Charlson og Dawson, 2003). Þjónusta erlendis sem

miðar að því að fara heim til foreldra og aðstoða þá við uppeldishlutverkið beinist

oftast að því að þjónusta ákveðna hópa. Slíkir hópar geta verið: foreldrar sem

hafa verið í neyslu (Gruber, Fleetwood og Herring, 2001), seinfærir foreldrar

(Young og Hawkins, 2006), foreldrar með geðræn vandamál (Brunette,

Richardson, White, Bemis og Eelkema, 2004), foreldrar sem eiga börn með

hegðunarvanda (Timmer, Zebell, Culver, og Urquiza, 2012), foreldrar sem teljast í

áhættuhópi hvað varðar vanrækslu eða beitingu ofbeldis við uppeldi (Berry o.fl.,

2003; Cullen, Ownbey og Ownbey, 2010; LeCroy og Krysik, 2011).

Í rannsókn Al o.fl. (2012) var skoðaður árangur af tuttugu mismunandi

forvarnarúrræðum sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir innlögn barna

á stofnanir. Úrræðin sem fóru fram á heimilum fjölskyldna áttu að leysa kreppu

innan fjölskyldu, bæta virkni hennar og hjálpa fjölskyldunni að nýta sér

félagslegar bjargir í umhverfi sínu. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að hnitmiðuð

forvarnarúrræði gátu gefið ágætan eða góðan árangur í að bæta virkni fjölskyldu

en almennt komu úrræðin ekki í veg fyrir innlögn barna á stofnanir. Úrræðin

komu í veg fyrir innlögn barna á stofnun hjá fjölskyldum sem glímdu við fjölþætt

vandamál. Hins vegar kom í ljós að forvarnarúrræði komu ekki í veg fyrir innlögn

barna á stofnun ef börnin upplifðu vanrækslu og ofbeldi á heimilinu. Höfundar

Page 47: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

39

rannsóknarinnar komust að því að forvarnarúrræði hentuðu verr eldri börnum

því svo virðist sem stuðningurinn hafi oft komið of seint fyrir fjölskylduna.

Erfiðara væri að takast á við vandamál sem hefðu fengið að viðgangast í fjölda

ára. Það skiptir því máli hvenær forvarnarúrræðin koma inn í

fjölskylduaðstæðurnar. Talið er að besti árangur af forvarnarúrræðum náist

þegar unnið er með vandamál sem ekki hefur fengið að magnast upp í langan

tíma innan fjölskyldu (Al o.fl., 2012).

Málafjöldi starfsmanna sem starfa með fjölskyldum hefur einnig áhrif á það

hvort úrræðin komu í veg fyrir innlögn barna á stofnanir. Því fleiri málum sem

starfsmaður sinnir, því verri virðist þjónustan við hverja fjölskyldu. Verri þjónusta

veldur því að minni árangur næst með fjölskyldu og börn eru líklegri til að þurfa

að dveljast á stofnun. Færri mál gáfu félagsráðgjöfum meiri tíma með hverri

fjölskyldu þar sem stuðningurinn og þjónustan varð í kjölfarið öflugri og líklegra

varð að komast mætti hjá stofnunarvist (Al o.fl., 2012).

Rannsóknin fjallaði einnig um hvort tímalengd úrræða hefði áhrif á árangur

þeirra. Í ljós kom að betri árangur varð af þeim úrræðum sem veittu stuðning í

lengri tíma. Lengri úrræði virtust líklegri til að koma í veg fyrir og/eða takmarka

fjölþættan vanda fjölskyldunnar og einnig að draga úr vanrækslu gagnvart

börnum (Al o.fl., 2012).

Rannsakendur benda að lokum á að forvarnarúrræði beri árangur hjá

fjölskyldum sem glíma við fjölþættan vanda og eru þessar fjölskyldur líklegastar

til að fá boð um slíka þjónustu. Áhersla er lögð á að endanleg markmið úrræðis

eigi ekki aðeins að vera að koma í veg fyrir innlagnir barna á stofnanir, heldur að

skoða hver málslok. Meiri ávinningur sé í því að tryggja öryggi barna og bæta

virkni fjölskyldumeðlima (Al o.fl., 2012).

Þjónustuhópur Stuðningsins heim er gríðarlega fjölbreyttur og hafa

starfsmenn úrræðisins á einhverjum tímapunkti unnið með stórum hluta þeirra

hópa sem taldir voru upp hér að ofan. Þótt Stuðningurinn heim sinni samskonar

hópum eru áherslur á úrræðin sem talin voru hér upp ólíkar í tímalengd og

nálgun. Það sem öll þessi úrræði eiga sameiginlegt er að vinna með foreldrum í

heimahúsum og styrkja þau í uppeldishlutverkinu.

Page 48: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

40

3 Aðferð

Rannsókn þessi leitast við að skoða viðhorf og upplifun þeirra sem þáðu þjónustu

Stuðningsins heim á árunum 2009-2011. Hér verður fjallað um þær aðferðir sem

beitt var í þessari rannsókn.

3.1 Rökstuðningur fyrir vali aðferðar

Rannsóknir í félagsvísindum eru leið til að fá svör við spurningum og læra

eitthvað nýtt um hinn félagslega heim. Hægt er að beita hugmyndafræði

megindlegra og eigindlegra rannsóknaraðferða til að nálgast nýja þekkingu

(Neuman, 2005). Þar sem rannsókn þessi leitast við að skoða viðhorf og upplifun

notenda af þjónustuúrræðinu Stuðningurinn heim var tekin ákvörðun um að gera

eigindlega rannsókn. Markmið eigindlegra rannsókna er að skoða þá upplifun og

þann skilning sem einstaklingur hefur á félagslegri upplifun (Esterberg, 2002). Sú

aðferð er í samræmi við það sem starfsmenn úrræðisins vilja vita, eins og hvað

hjálpi notendum í raun, hvort sú þekking sem myndast meðan á úrræðinu

stendur nýtist til frambúðar og hvernig bæta megi þjónustuna. Ákveðið var að

skoða reynslu þeirra sem nýttu sér úrræðið á síðustu þremur árum, 2009-2011.

Ástæðan fyrir því að þessi ár voru valin er að rannsakandi vildi ekki að of langt

væri liðið frá því viðmælendur þáðu þjónustuna. Hugmyndin var að viðmælendur

gætu rifjað upp reynslu sína og viðhorf til þjónustunnar og var það ástæðan fyrir

því að síðustu þrjú ár úrræðisins voru skoðuð.

3.2 Rannsóknarspurningar

1. Hvað vissu notendur um Stuðninginn heim áður en þeir fengu

þjónustuna?

2. Hvert er viðhorf notenda til og upplifun af þjónustunni Stuðningurinn

heim?

a. Nýta foreldrar enn í dag það sem þeir lærðu af Stuðningnum

heim?

3. Telja notendur að hægt sé að bæta þjónustuna?

4. Hvaða viðhorf hafa starfsmenn Stuðningsins heim til vinnu sinnar?

Page 49: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

41

3.3 Eigindleg rannsóknaraðferð

Sá sem framkvæmir eigindlegar rannsóknir leitast við að skilja heim þátttakenda

ásamt því að öðlast þann skilning sem þátttakendur hafa á eigin upplifun

(Esterberg, 2002; Kvale og Brinkman, 2009). Eigindleg gögn geta verið í ýmsu

formi eins og texta, skrifuðum orðum, setningum eða táknum sem leitast við að

skýra upplifun og hegðun fólks í ákveðnum aðstæðum (Neuman, 2006).

Rannsakandi sem framkvæmir eigindlega rannsókn þarf að vera vakandi fyrir

eigin viðhorfi og skoðunum. Hann þarf að vera heiðarlegur gagnvart þeim

upplýsingum sem safnast þar sem hann er aðalverkfæri rannsóknarinnar. Með

því er átt við að hann er sá sem safnar gögnum, túlkar þau og leggur fram

niðurstöður út frá sinni túlkun. Þar af leiðandi þarf rannsakandi að vera hlutlaus,

mæta þátttakendum með opnum huga og hafa ekki fyrirfram ákveðnar

hugmyndir um þátttakendur eða þær upplýsingar sem verða til við gagnaöflun

(Esterberg, 2002; Kvale og Brinkmann, 2009). Félagslegar rannsóknir byggjast á

því að búa til tilgátu og sannreyna hana. Í eigindlegum rannsóknum er unnið eftir

aðleiðslu en með því er átt við að niðurstöður rannsóknarinnar leiði að einhverri

kenningu. Kenning verður til úr þeim niðurstöðum sem rannsakandi hefur aflað

sér á vettvangi. Aðferðin leitast við að finna þemu í gögnunum sem aflað er. Til

eru margar aðferðir sem falla undir eigindlegar rannsóknir (Esterberg, 2002).

Fjallað verður um viðtalsrannsókn þar sem sú nálgun var notuð við framkvæmd

þessarar rannsóknar.

3.3.1 Viðtöl

Viðtalsrannsókn er ein tegund eigindlegra rannsókna þar sem markmiðið er að

afla nákvæmra upplýsinga frá annarri manneskju (Esterberg, 2002). Hæfileiki

rannsakanda til að taka viðtal skiptir sköpum í viðtalsrannsókn. Viðtöl byggjast á

samskiptum tveggja einstaklinga og nauðsynlegt er að rannsakandi búi yfir góðri

færni í mannlegum samskiptum. Hæfur rannsakandi nær að mynda traust við

viðmælanda, getur verið hlutlaus, sýnir virka hlustun, skilning og virðingu fyrir því

sem viðmælandinn hefur að segja. Án þessara hæfileika er ólíklegt að

rannsakandi fái fram þær upplýsingar sem hann leitar eftir (Esterberg, 2002;

Kvale og Brinkmann, 2009).

Page 50: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

42

Rannsakandi tók einstaklingsviðtöl við viðmælendur en margir kostir fylgja

þeirri nálgun. Slík nálgun gerir rannsakanda kleift að fá mikið af upplýsingum á

stuttum tíma, ekki aðeins frásögn heldur einnig líkamstjáningu viðmælanda.

Rannsakanda gefst tækifæri til að spyrja frekar og kafa dýpra í ákveðin

umræðuefni. Eigindlegar rannsóknir leitast ekki við að alhæfa niðurstöður á

stærra þýði eða að komast að algildum sannleika, heldur upplifun og reynslu

viðmælenda (Neuman, 2006).

Við framkvæmd rannsóknarinnar voru notuð óstöðluð einstaklingsviðtöl (e.

unstructured, in-depth). Eins og aðrar eigindlegar aðferðir reynir þessi aðferð að

skilja reynslu viðmælenda með þeirra eigin orðum. Umræðuefnið er fyrirfram

ákveðið, en ekki það sem kemur fram í viðtölunum. Nálgunin er persónuleg og

krefst þess að rannsakandi sýni viðmælanda virðingu og skilning. Rannsakandinn

ákveður fyrirfram spurningar sem hann vill bera upp. Spurningarnar eru opnar og

gefa viðmælanda tækifæri til að tjá reynslu sína og upplifanir með eigin orðum en

með því er rannsakandi að reyna að skilja upplifun þeirra (Helga Jónsdóttir, 2003;

Kvale, 1996; Kvale og Brinkmann, 2009).

3.3.2 Viðtalsvísir

Viðtalsvísar eru fyrirfram ákveðnar spurningar sem rannsakandi hefur undirbúið

með það að markmiði að svara rannsóknarspurningum. Viðtalsvísir er notaður

sem leiðarvísir fyrir rannsakanda til að halda sig við efnið. Rannsakandi er ekki

skyldugur til að spyrja allra spurninganna í viðtalsvísinum og getur valið að spyrja

annarra spurninga eða fylgja frásögn viðmælanda. Þótt slíkt viðtal geti minnt á

almennt spjall er undirbúningurinn fyrir viðtalið frábrugðinn því sem gerist í

almennum samskiptum (Helga Jónsdóttir, 2003; Silverman, 2010).

Viðtalsvísir þessara rannsókna byggir á spurningum sem leituðust við að

svara rannsóknarspurningum rannsóknarinnar. Við hönnun viðtalsvísisins var

fengið leyfi höfunda til að nota viðtalsvísi rannsóknarinnar Stuðningurinn heim –

þróun nýs úrræðis eftir Cynthiu L. Jeans og Sveindísi A. Jóhannsdóttur (2003) til

samanburðar. Ástæðan fyrir því er að rannsakanda þótti áhugavert að skoða

hvort munur væri á niðurstöðum milli rannsókna. Rannsakandi bætti við nýjum

spurningum með það að markmiði að dýpka rannsóknarefnið.

Page 51: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

43

3.3.3 Réttmæti og áreiðanleiki rannsóknar

Við val á aðferð þarf að huga að kostum og göllum þeirrar aðferðar og

áreiðanleika og réttmæti/trúverðugleika rannsóknaraðferðarinnar. Með

áreiðanleika er átt við að mælitæki aðferðarinnar mæli hið sama við

endurtekningar og með réttmæti er átt við að rannsakandinn mæli það sem átti

að mæla en ekki eitthvað annað (Kristján Kristjánsson, 2003).

„Hvort sem rannsóknin er megindleg eða eigindleg, þarf hún að hlíta

ákveðnum lögmálum til að hægt sé að halda því fram að það sem fram kom hafi

verið brot af sannleikanum“ (Sigurlína Davíðsdóttir, 2003, bls 232).

Rannsakandinn þarf að vera meðvitaður um þætti sem geta ógnað réttmæti og

trúverðugleika rannsóknarinnar. Hægt er að takmarka þá ógn ef rannsakandi

tileinkar sér viðleitni til aukinna gæða gagnasöfnunar, gagnagreiningar og

framsetningu niðurstaðna (Sigurlín Davíðsdóttir, 2003).

Sigríður Halldórsdóttir (2003) fjallar um hugmyndir Lincolns og Guba um

fjóra þætti sem geta dregið úr trúverðugleika og réttmæti rannsókna. Þættir sem

geta ógnað réttmæti eru í fyrsta lagi þegar rannsakandi telur sig hafa rannsakað

viðfangsefnið nægilega en í raun hefði þurft að bæta við fleiri viðmælendum eða

tala betur við þá sem búið var að ræða við. Í öðru lagi þegar skekkja er í úrtaki.

Skekkja verður til þegar rannsakandinn vandar sig ekki nægilega við val á

viðmælendum og úrtakið verður í kjölfarið einsleitt. Mikilvægt er að breidd sé í

úrtakinu til að fá heildarmynd af fyrirbærinu sem verið er að rannsaka. Þriðji

þátturinn sem getur ógnað réttmæti er þegar rannsakandinn er of nálægur eða

tengdur viðfangsefninu sem verið er að skoða. Í þeim tilfellum þegar

rannsakandinn er of nálægur viðfangsefninu hverfur honum hið svokallaða

„gagnrýna auga“ sem hefur áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar. Viðhorf

viðmælenda getur litað rannsóknina og það getur átt sér stað þegar

rannsakandinn hefur djúpa samúð með viðmælendum. Að síðustu geta ótímabær

rannsóknarlok haft áhrif á trúverðugleika og réttmæti rannsóknarinnar. Í slíkum

tilfellum gefur rannsakandinn sér ekki nægan tíma til gagnagreiningar og

niðurstöður verða í kjölfarið ekki trúverðugar og dregur það úr réttmæti

rannsóknarinnar (Sigríður Halldórsdóttir, 2003). Ekki er nóg að rannsakandinn

Page 52: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

44

tryggi réttmæti rannsóknar heldur þarf einnig að huga að áreiðanleika

aðferðarinnar.

Mikil áhersla er lögð á að mælitæki megindlegra rannsókna séu áreiðanleg.

Í þeim rannsóknum er beitt ýmsum aðferðum til að fá fram áreiðanleg mælitæki.

Með eigindlegri rannsókn er hins vegar erfiðara að tryggja áreiðanleika

mælitækjanna þar sem ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að endurtaka

raunveruleikann öðru sinni. Mælikvarði á gæðum eigindlegra rannsókna er hvort

hægt sé að staðfesta niðurstöðurnar með öðrum hætti en stuðst var við í

rannsókninni. Einnig er rökstutt að erfitt sé að falsa niðurstöður eigindlegrar

rannsóknar þar sem gagnamagn er gríðarlegt og nær ómögulegt að láta fölsuðu

gögnin stemma við niðurstöðurnar. Lincoln og Guba komust að þeirri niðurstöðu

að ef trúverðugleiki næðist við framkvæmd eigindlegrar rannsóknar væri það

vísbending um að rannsóknin væri þar af leiðandi traust (Sigurlína Davíðsdóttir,

2003).

3.4 Úrtak

Þátttakendur rannsóknarinnar voru valdir með markmiðsúrtaki (e. purposive

sampling). Úrtaksaðferðin gengur út á að rannsakandi þarf að velja þátttakendur

sem geta gefið besta innsýn inn í viðfangsefnið sem rannsakandi vill skoða.

Þátttakendur eru valdir vegna eiginleika sem þeir búa yfir, hvort sem það er

ákveðin þekking og/eða reynsla (Yegidis og Weinbach, 2009). Markmið

rannsóknarinnar er að leita eftir viðhorfi og upplifun notenda úrræðisins

Stuðningsins heim. Settur var tímarammi þannig að þátttakendur þurftu að hafa

lokið úrræðinu á árunum 2009-2011 og uppfylltu allir notendur sem útskrifuðust

á þessum árum kröfu um þátttöku. Til að fá dreifingu viðmælenda völdu

starfsmenn Stuðningsins heim tvo þátttakendur sem útskrifuðust á hverju ári á

tímabilinu 2009-2011. Leitað var eftir sex til níu viðmælendum til að taka þátt í

rannsókn. Til að nálgast þessa viðmælendur voru sextíu einstaklingar valdir af

handahófi sem útskrifast höfðu á árunum 2009-2011 og þeim sent kynningarbréf

um rannsóknina (sjá fylgiskjal D). Starfsmenn Stuðningsins heim hringdu og

ítrekuðu rannsóknina við þá sem fengu kynningarbréfið. Haft var samband við

Page 53: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

45

einstaklinga í úrtakinu þar til viðmælendur voru orðnir að minnsta kosti sex, tveir

útskrifaðir af hverju ári.

3.5 Gagnaöflun

Framkvæmd rannsóknarvinnu hófst í september 2012 og lauk í nóvember sama

ár. Upphaflega var ákveðið að tala við tvo til þrjá starfsmenn og sex til níu

notendur þjónustunnar. Auðveldlega gekk að nálgast og tala við starfsmenn en

tekin voru samtals tvö viðtöl. Tuttugu kynningarbréf voru send á hvert

útskriftaráranna, þar sem fólk gat kynnt sér markmið rannsóknarinnar og því var

boðið að gerast þátttakendur. Þrjú þessara bréfa voru endursend þar sem ekki

fundust ný heimilisföng viðtakenda. Þátttakendur þurftu að hafa samband við

rannsakanda og bjóða sig fram til að gerast þátttakendur í rannsókninni.

Rannsakandi taldi ólíklegt að fá þátttakendur eingöngu með þessum hætti og því

var ákveðið var að bjóða upp á happdrættisvinning fyrir þátttakendur. Þann 1.

desember 2012 dró starfsmaður velferðarsviðs einn þátttakanda af handahófi út

og fékk hann í verðlaun tíu þúsund króna gjafabréf í Kringlunni. Upplýsingar um

happdrættið komu fram í kynningarbréfi sem foreldrar fengu sent heim. Þrátt

fyrir vinninginn bauð aðeins einn einstaklingur sig fram til að taka þátt í

rannsókninni. Tekin var sú ákvörðun að senda ekki út fleiri bréf, en starfsmenn

Stuðningsins heim hringdu í þá sem höfðu fengið kynningarbréf og ítrekuðu hvort

þeir vildu taka þátt. Að lokum fengust alls sjö foreldrar til þátttöku en þeir luku

allir úrræðinu Stuðningurinn heim á árunum 2009-2011. Þar af útskrifuðust tveir

viðmælendur 2009, tveir 2010 og loks þrír 2011.

3.6 Úrvinnsla gagna

Rannsakandi fékk leyfi þátttakenda til að hljóðrita viðtölin. Viðtölin voru öll

afrituð nákvæmlega frá orði til orðs til að takmarka upplýsingatap við afritun. Að

lokinni afritun voru gögnin greind en þar var notuð opin kóðun (e. open coding).

Rannsakandi sem notast við opna kóðun skoðar gögnin sín ítarlega með það að

markmiði að skilja upplýsingarnar. Við opna kóðun flokkar rannsakandinn

upplýsingarnar í þemu sem notuð eru í niðurstöðum rannsóknarinnar (Yegidis og

Weinbach, 2009).

Page 54: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

46

Rannsakandi hafði ekki fyrirfram kenningu á meðan gagnasöfnun stóð.

Viðtölin leiddu rannsakanda að nýjum upplýsingum sem komu ítrekað fram í

viðtölunum. Með nýjum upplýsingum urðu einnig til nýjar spurningar í viðtalsvísi

til að samræma þær upplýsingar sem komu fram í viðtölunum. Við greiningu

gagna urðu til nokkur þemu sem fjallað verður um í niðurstöðukaflanum.

3.7 Siðferðilegir þættir

Rannsakandi sem notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir þarf að huga að

siðferðilegum álitamálum sem kunna að koma upp við framkvæmd rannsóknar.

Þátttakendur þessarar rannsóknar voru starfsmenn og notendur þjónustunnar

Stuðningsins heim. Það getur verið viðkvæmt fyrir foreldra að viðurkenna

erfiðleika við barnauppeldi auk þess sem ásamt utanaðkomandi erfiðleikar geta

haft áhrif á foreldrahæfni viðkomandi. Sú skrá sem inniheldur upplýsingar um

notendur Stuðningsins heim, eins og símanúmer og heimilisföng, er flokkuð sem

persónuupplýsingar samkvæmt 2. gr laga um persónuvernd og meðferð

persónuupplýsinga nr. 77/2000. Samkvæmt 33. gr sama lagabálks má

rannsakandi ekki hafa aðgang að slíkum upplýsingum nema með leyfi

Persónuverndar. Rannsakandi starfaði í samvinnu við velferðarsvið

Reykjavíkurborgar og Aðalbjörgu Valberg, forstöðukonu Stuðningsins heim.

Starfsmenn Stuðningsins heim fengu leyfi velferðarsviðs til að nálgast upplýsingar

um notendur þjónustunnar. Voru þeir í því hlutverki að nálgast þátttakendur í

rannsókninni. Í þessu tilfelli var nóg fyrir rannsakanda að tilkynna rannsókn til

Persónuverndar. Eitt af skilyrðum Persónuverndar var að rannsakandi fengi

þátttakendur í rannsókn til að skrifa undir upplýst samþykki. Aðferðin er leið

rannsakanda til að greina þátttakendum rannsóknarinnar frá áformum sínum og

greina frá því með heiðarlegum hætti hvert hlutverk og réttindi þátttakenda er

(Sigurður Kristinsson, 2003). Rannsakandi bað alla þátttakendur að lesa og skrifa

undir upplýst samþykki (sjá fylgiskjal E) áður en viðtölin áttu sér stað.

Rannsakandi notaði happdrætti í þeirri von að auka líkur á að

einstaklingar í úrtaki vildu taka þátt í rannsókn. Í grein Head (2009) eru

vangaveltur um siðferðileg álitamál sem felast í því að greiða fyrir þátttöku í

rannsókn. Höfundur greinarinnar heldur því fram að með því að fá greitt fyrir

Page 55: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

47

þátttöku í rannsókn sé þátttakandi raunverulega ekki sjálfboðaliði heldur hafi

hann aðra ástæðu til að koma sínu sjónarhorni á framfæri. Greiðslan getur einnig

haft áhrif á gæði frásagnar þátttakanda. Rannsakandi mat áhættuna við að hafa

happdrætti í rannsókn sinni litla miðað við þá hættu að fá ekki viðmælendur.

Happdrættið hafði ekki tilætluð áhrif og enginn viðmælenda greindi frá því að

ástæðan fyrir þátttöku sinni væri að eiga möguleika á happdrættisvinningnum.

3.8 Takmarkanir rannsóknarinnar

Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt við framkvæmd þessarar rannsóknar.

Rannsóknaraðferðin getur talist takmörkun þar sem ekki er hægt að alhæfa að

niðurstöðurnar endurspegli upplifun þýðisins (Kvale, 1996), eða allra þeirra sem

hafa lokið Stuðningnum heim. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru byggðar á

svörum tveggja starfsmanna og sjö notenda úrræðisins. Niðurstöðurnar

endurspegla aðeins upplifun þeirra sem rannsakandi tók viðtal við. Mögulegt er

að fjölbreyttari gögn hefðu fengist ef viðmælendur rannsóknarinnar hefðu verið

fleiri. Önnur takmörkun felst í áreiðanleika eigindlegrar rannsóknar en „ekki er

hægt að endurtaka raunveruleikann á sama hátt í annað sinn“ (Sigurlína

Davíðsdóttir, 2003, bls 233). Ef endurtaka ætti rannsóknina væri mögulegt að

rannsakandi kæmist að annarri niðurstöðu. Esterberg (2002) fjallar um að

rannsakandinn sé aðalverkfæri rannsóknarinnar þar sem hann tekur viðtölin við

viðmælendur, túlkar gögnin og dregur af gögnunum niðurstöður. Þrátt fyrir að

rannsakandi skuli vera hlutlaus í rannsóknarvinnu eru áhrif rannsakanda mikil

þegar beitt er eigindlegum aðferðum. Rannsakandi reyndi eftir bestu getu að

vera hlutlaus en hætta er á að viðhorf hans liti niðurstöðurnar. Rannsakendur eru

ólíkir og nálgunin því ólík við framkvæmd rannsókna. Ætla má að önnur

niðurstaða fengist ef rannsóknin yrði framkvæmd á ný af öðrum rannsakanda.

Rannsakandi valdi ekki úrtakið heldur starfsmenn, sem völdu þátttakendur

af handahófi. Hægt er að telja það ókost að rannsakandi skyldi ekki sjá um að

velja þátttakendur í rannsóknina. Engin leið er heldur til að vita hvort þeir sem

töldu sig ná litlum árangri af starfinu voru ólíklegri til að gerast þátttakendur, en

rannsakandi getur aðeins stuðst við viðhorf og upplifun þeirra sem tóku þátt í

rannsókninni.

Page 56: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

48

3.9 Þátttakendur

Hér verður greint frá þátttakendum rannsóknarinnar. Gerð verður stutt lýsing á

hverjum fyrir sig og nöfnum notenda breytt. Rannsakandi tók samtals átta viðtöl,

þar af tvö viðtöl við starfsmenn Stuðningsins heim og sex viðtöl við notendur

þjónustunnar og þar af var eitt viðtalið við hjón. Þar sem verið er að skoða

reynslu þeirra sem hafa nýtt sér úrræðið á árunum 2009-2011 var ákveðið að

finna tvo viðmælendur sem útskrifuðust á hverju ári fyrir sig. Viðmælendur höfðu

mismunandi sögur að segja þar sem fjölskylduaðstæður voru ólíkar og því

mismunandi hverskonar þjónusta hver fjölskylda fékk. Bæði starfsmönnum og

notendum var boðin nafnleynd. Ástæðan fyrir því er að þátttakendur eru líklegri

til að greina frá raunverulegri upplifun ef þau vita að upplýsingarnar eru ekki

rekjanlegar til þeirra.

3.9.1.1 Starfsmaður 1

Hefur margra ára starfsreynslu hjá Reykjavíkurborg og hefur starfað með fjölda

barna og fjölskyldna í gegnum árin. Hann er með háskólamenntun sem veitir

honum þekkingu í uppeldisfræðum ásamt því að hafa sótt fjölda námskeiða sem

snerta hans starfssvið.

3.9.1.2 Starfsmaður 2

Hefur eins og starfsmaður 1 margra ára reynslu í starfi með börnum og

fjölskyldum þeirra. Einnig hefur starfsmaðurinn háskólamenntun á sviði

uppeldisfræða ásamt því að hafa sótt fjölda námskeiða á starfstímabilinu.

3.9.1.3 Viðmælandi 1: Þórhildur Bjarnadóttir

Hafði nýtt sér Stuðninginn heim tvisvar en hún er 41 árs, einstæð móðir með tvö

börn. Hún á átta ára strák og ellefu ára stelpu. Hún þurfti aðstoð vegna

hegðunarerfiðleika barna sinna sem hún rekur til margra ára reynslu barnanna af

því að búa við heimilisofbeldi.

3.9.1.4 Viðmælandi 2: Guðrún Geirsdóttir

Hefur nýtt sér Stuðninginn heim tvisvar til að fá almenna uppeldisráðgjöf. Hún er

41 árs, einstæð og á fjögur börn. Hún hefur einnig nýtt sér önnur

stuðningsúrræði sem hafa komið til vegna samstarfs við barnavernd.

Page 57: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

49

3.9.1.5 Viðmælandi 3: Friðrik Einarsson

Friðrik er 37 ára og kvæntur Maríu Jónsdóttur. Hann hefur nýtt sér úrræðið oftar

en einu sinni til að fá aðstoð við að annast barnið sitt sem er með einhverfu.

3.9.1.6 Viðmælandi 4: María Jónsdóttir

Er 39 ára gömul og á eitt barn en hún og Friðrik maður hennar, glímdu við

erfiðleika í uppeldishlutverkinu. Erfiðleikarnir voru vegna kunnáttuleysis í því að

ala upp barn með greinda einhverfu.

3.9.1.7 Viðmælandi 5: Elsa Gunnarsdóttir

Er 42 ára einstæð móðir. Hún á tvö börn, 10 ára stelpu og 14 ára strák en hún

fékk Stuðninginn heim ásamt manni sínum til að samræma uppeldisaðferðir.

3.9.1.8 Viðmælandi 6: Ólöf Kjartansdóttir

Er 39 ára, einstæð móðir og á tvo stráka á aldrinum 9 og 15 ára. Hún fékk

Stuðninginn heim til að takast á við hegðunarerfiðleika barns sem hefur verið

greint með ADHD og mótþróaþrjóskuröskun.

3.9.1.9 Viðmælandi 7: Gyða Árnadóttir

Er einstæð móðir og á fjögur börn en tvö þeirra eru uppkomin. Hún er með tvö

börn á heimili, 14 ára stelpu og 16 ára strák. Hún fékk Stuðninginn heim til að fá

aðstoð vegna hegðunarerfiðleika sem mátti rekja til greiningu barns með ADHD

og áráttu og þráhyggju. Einnig glímir hún sjálf við heilsufarserfiðleika sem hafa

valdið því að hún getur ekki unnið.

Page 58: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

50

4 Niðurstöður

Í þessum kafla verður fjallað um helstu niðurstöður rannsóknarinnar.

Niðurstöðurnar birtast sem sex þemu eða kaflar sem verða gerð ítarleg skil.

Þemun urðu til við greiningu viðtalanna og notaðar verða bæði beinar og óbeinar

tilvitnanir til að lesandi fái skilning á viðhorfi og upplifun notenda og starfsmanna

af úrræðinu Stuðningurinn heim. Þemun sem fjallað verður um eru:

1. Fyrstu hugmyndir að úrræðinu Stuðningurinn heim.

2. Uppeldisráðgjöf á heimilum notenda.

3. Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim.

4. Hugmyndir notenda að úrbótum.

5. Viðhorf starfsmanna til starfsemi Stuðningsins heim.

6. Viðhorf til og upplifanir af skipulagsbreytingum árið 2012.

4.1 Fyrstu hugmyndir að úrræðinu Stuðningurinn heim

4.1.1.1 Hvar heyrðu notendur fyrst af starfsemi Stuðningsins heim?

Stuðningurinn heim hefur verið starfandi síðan 2001 og áhugavert er að vita hvar

viðmælendur heyrðu fyrst af úrræðinu. Allir viðmælendur nefna að starfsemi

Stuðningsins heim hafi verið kynnt af félagsráðgjafa á þjónustumiðstöð og var

það í gegnum félagsráðgjafa sem þeim var boðin þjónustan. Aðeins einn

viðmælandi hafði heyrt um úrræðið frá vinkonu sinni áður en félagsráðgjafi

kynnti starfið. Í öllum tilfellum var það félagsráðgjafinn sem bauð foreldrum

úrræðið að fyrra bragði. Í einu tilfelli fóru foreldrar til félagsráðgjafa til þess eins

að finna þjónustu sem nýst gæti í uppeldishlutverkinu:

„Við leituðum eftir úrræði, hjá félagsþjónustunni, hjá félagsráðgjafa og okkur var bent á að það sem heitir Stuðningurinn heim og þannig bar það að, út af erfiðleikum hérna heima sem eru bara..., sem við stóðum bara gapandi yfir og gátum ekkert gert og gátum ekki ráðið við."

4.1.1.2 Hver voru fyrstu viðbrögð notenda við Stuðningnum heim þegar þeim var kynnt starfsemi þess?

Misjafnt var eftir viðmælendum hvað þeim þótti um úrræðið eftir að hafa fengið

kynningu á því hjá félagsráðgjafa. Nokkrir viðmælendur voru fyrst óöruggir eftir

að hafa heyrt um starfsemi úrræðisins, en helstu áhyggjur voru að þurfa að

Page 59: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

51

hleypa ókunnugri manneskju inn á heimilið. Fyrri reynsla af þjónustuúrræðum á

vegum félagsþjónustunnar og barnaverndar virtist einnig hafa áhrif á hvað þeim

fannst um úrræðið við fyrstu kynni. Sumir tóku strax vel í úrræðið eins og

Þórhildur:

„Það hljómaði bara mjög vel að fá reynda manneskju sem veit hvað hún er að gera og hún hefur lent í allskonar með börn, til að koma heim til mín og þú veist ...með hin börnin, að sjá stöðuna og veita mér ráðleggingar og líka styrk, þú veist... fá stuðning, það sem maður er að gera rétt og ráðleggingar í því sem maður var að gera vitlaust.“

Öðrum þótti erfitt að opna heimili sitt fyrir ókunnugri manneskju en vissu að þau

þurftu einhverja aðstoð eins og María greinir frá:

„Mér fannst það svolítið beggja blands, að hún væri alltaf að koma inn á heimilið, ókunnug manneskja, það var svolítið svona sem kom manni í opna skjöldu en svo kynntist maður viðkomandi og það var ekkert einasta mál. Sko, við urðum að gera eitthvað, eina sem okkur datt í hug, þetta stóð til boða og við ákváðum að prófa.“

Elsa Gunnarsdóttir var á sama máli

„Mér fannst þetta svolítið svona að ég væri að opna heimilið mitt, væri svolítið persónulegt, það væri allt opið, það væri ekki neitt svona... æææ... ég veit ekki hvernig ég á að orða það, svona innrás á mitt persónulega svið.“

Þeir viðmælendur sem höfðu slæma fyrri reynslu af þjónustuúrræðum

félagsþjónustunnar og afskiptum barnaverndar voru ekki ánægðir þegar þeim var

fyrst kynnt úrræðið. Guðrún hafði slæma reynslu af barnavernd og var því ekki

hlynnt því að þiggja þjónustuúrræðið í upphafi: „Fyrst var ég ógeðslega á móti því

en af því ég hef svo góðan félagsráðgjafa fór ég og rabbaði við hana.“ Upplifun

Guðrúnar mátti rekja til þess að hún hafði áhyggjur af að starfsmenn

Stuðningsins heim hefðu það í hyggju að taka börnin af henni. Eftir að hafa

ráðfært sig við félagsráðgjafann sinn sem hún treysti, ákvað hún að þiggja

þjónustuna. Gyða hafði einnig slæma reynslu af fyrri úrræðum og var á því að

úrræðið myndi ekki skila neinum árangri. Ástæðan er sú að reynsla hennar var að

ekkert úrræði hefði getað aðstoðað hana við að takast á við hegðunarerfiðleika

barnsins síns sem er með ADHD-greiningu.

Page 60: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

52

4.1.1.3 Hvaða væntingar höfðu notendur til þjónustunnar?

Næstum allir viðmælendur höfðu þær væntingar að starfsmaður Stuðningsins

heim gæti hjálpað þeim að takast á við erfiðleika sem þeir glímdu við inni á

heimilinu og tengdust ástæðunni þess að foreldrarnir fengu Stuðninginn heim.

Þrátt fyrir að foreldrarnir væru upphaflega ekki jákvæðir fyrir því að fá

Stuðninginn heim höfðu þeir samt sem áður þær væntingar að starfsmaðurinn

gæti veitt þeim aðstoð í uppeldishlutverkinu. Sumir foreldrarnir voru orðnir

örvæntingafullir vegna heimilisaðstæðna og í kjölfarið höfðu þeir miklar

væntingar til þess að starfsmaðurinn gæti bjargað heimilinu. Hjónin Friðrik og

María greindu frá sinni upplifun. María segir; „ég bjóst við kraftaverki sko, allt

yrði flott.“ Upplifun Friðriks var; „maður prófaði bara eitthvað, ég vissi bara að

við þurftum að fá aðstoð, ég meina af hverju ekki að prófa hlutina í staðinn fyrir

að hafna þeim?“ Væntingar Gyðu voru „ég ætlaði bara athuga hvort þetta myndi

eitthvað bjarga mér og heimilinu.“ Í tilfelli Elsu lágu væntingarnar meira í því að

Stuðningurinn heim myndi virkja manninn hennar „ég hafði þær væntingar að

náttúrulega... að hann tæki þátt í þessu og að einhver annar myndi segja honum

að þetta væri ekki rétt, leiða honum fyrir sjónir að þetta væru hlutir sem væru

ekki inn á venjulegu heimili.“ Elsa rakti erfiðleikana á heimilinu til þeirra hörðu

uppeldisaðferða sem maður hennar beitti í uppeldi barna þeirra. Markmiðið var

að starfsmaðurinn gæti komið inn á heimilið og rofið þann samskiptavítahring

sem hefði myndast.

Hvort sem foreldrar voru jákvæðir eða neikvæðir gagnvart starfsemi

Stuðningsins heim við fyrstu kynningu hjá félagsráðgjafa höfðu allir viðmælendur

einhverjar væntingar um að starfsemin gæti hjálpað þeim að takast á við

erfiðleika sem þeir glímdu við.

4.2 Uppeldisráðgjöf á heimilum notenda

4.2.1.1 Hver var upplifun notenda af því að fá starfsmann inn á heimili sitt?

Heimilið er einkavígi þeirra sem þar búa og þarf starfsmaður sem starfar með

fjölskyldum á heimavelli að velta fyrir sér hvernig hann nálgast heimilisfólk.

Nálgast þarf skjólstæðingana með öðrum hætti en félagsráðgjafar myndu gera

innan stofnana (Allen og Tracy, 2008). Heimsóknir starfsmanna valda ávallt

Page 61: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

53

einhverskonar röskun á heimilislífi og siðum fjölskyldna (Kadushin og Kadushin,

1997). Leitað var eftir því hvernig viðmælendum þótti að fá starfsmann

Stuðningsins heim inn á heimilið meðan starfið stóð yfir.

Þórhildur hefur mjög góða upplifun af því að fá starfsmann Stuðningsins

heim inn á heimilið sitt:

„Ég meina, hún kemur bara inn á heimilið og er bara gestur og fær kaffi og situr hjá mér í eldhúsinu og spjallar, börnin þvælast um og droppa inn og heilsa upp á hana og hún spjallar við þau og bara rosalega vinalegt og heimilislegt einhvern veginn, og ekkert sem þau finna fyrir.“

Bæði Ólöf og Guðrún lýsa því hvað þeim þótti gott að hafa fengið starfsmanninn

inn á heimilið sitt. Að sögn Guðrúnar hafði viðvera starfsmannsins engin áhrif og

taldi hún heimsóknina ekki valda neinni röskun á heimilinu: „skiptir mig engu

máli, þau hefðu geta komið tíu, mér var alveg sama.“

Þótt Elsa hefði sóst eftir að fá einhvern heim til að hjálpa þeim hjónum að

samhæfa uppeldisaðferðir var maðurinn hennar ekki eins jákvæður með að fá

starfsmann inn á heimili sitt. Elsa hafði þetta að segja:

„Að honum hafi fundist þetta vera innrás á heimili sitt og að utanaðkomandi fólk væri að koma inn til sín og segja sér hvernig ætti að gera hlutina, þetta var bara svona. Því hann er alltaf sko svo flottur út á við en svo þegar reynir á það kemur allt í ljós.“

Gyðu fannst einnig erfitt að opna heimilið sitt fyrir starfsmanninum: „Mér fannst

það ógurlega erfitt, mér finnst mjög erfitt að vera með fólk inn á gafli hjá mér í

sambandi við hann, ég er ekki sátt, mér líður bara ekki vel með þetta.“ En þegar

hún var spurð hvort það myndi henta henni betur að hitta starfsmann

Stuðningsins heim við aðrar aðstæður svaraði hún: „Já, kannski, en heimilið er

mjög þægilegt því að ég er frjálsari, ég bara nenni þessu ekki, það er komin svo

mikil uppgjöf, ég er orðin svo þreytt að ég nenni ekki að berjast í kerfinu meir.“

Neikvæðni hennar gagnvart því að fá starfsmann heim mátti rekja til áralangrar

reynslu hennar af samstarfi við félagsþjónustuna sem hafði gert hana neikvæða í

garð þeirra úrræða sem félagsþjónustan bauð upp á.

Þótt einhverjir viðmælendur hefðu í upphafi verið óöruggir gagnvart því

að fá starfsmann inn á heimili sitt voru allir viðmælendur þeirrar skoðunar að

Page 62: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

54

heimilið væri gott umhverfi til að vinna að markmiðum sem tengjast

uppeldishlutverkinu.

4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim

4.3.1.1 Hvað í starfsemi Stuðningsins heim skilaði ekki árangri?

Ólöf og Gyða áttu það sameiginlegt að eiga börn með ADHD-greiningu.

Mæðurnar töldu erfiðleikana á heimilinu vera vegna hegðunarerfiðleika sem

mátti rekja til ADHD-greiningarinnar. Hvorug taldi Stuðninginn heim hafa skilað

þeim árangri sem þær vonuðust eftir. Báðar vildu að unnið yrði markvisst starf

með börnunum, en upplifðu að þjónustan hefði snúið meira að þeim. Þær nefndu

að þeim hefði þótt gott að fá einhvern til að tala við en hefðu þurft meiri hjálp í

því að takast á við hegðunarerfiðleika barnsins. Ólöf fjallar um reynslu sína:

„Ég hélt að þetta myndi meira tengjast honum, fylgst yrði með honum og eitthvað svoleiðis en þetta var ekki þannig, þetta var miklu meira að hún (starfsmaðurinn) kom og talaði við mig, strákurinn þurfti ekki einu sinni að vera alltaf heima, þetta var kannski einhver hálftími og hann sýnir ekki allar sínar hliðar á hálftíma.“

Starfsmaður setti upp umbunarkerfi fyrir Ólöfu sem henni fannst ekki skila

nægilegum árangri. Ólöf telur einnig að starfsmaðurinn hafi ekki fengið tækifæri

til að sjá réttar hliðar barnsins meðan á Stuðningnum heim stóð og getur það

verið ein ástæða þess að unnið var ekki meira með barninu. Eftir Stuðninginn

heim hefur hún fengið úrræðið Ráðgjafinn heim sem er fyrir börn með ADHD og

telur hún það úrræði henta sinni fjölskyldu betur. Hins vegar skilaði

Stuðningurinn heim einhverjum árangri þar sem viðhorf Ólafar til úrræðisins er:

„Það breyttist ekki, það var bara eins, en mér fannst voða gott að tala við hana (starfsmanninn) svo ég vissi líka að núna er þetta að koma, ég er byrjuð að tala við einhvern og þetta væri komið í ferli og það var verið að skoða þetta og þá líður manni betur.“

Gyða var viss um að Stuðningurinn heim myndi ekki skila neinum árangri og telur

sig hafa þurft að bíða of lengi eftir stuðningsúrræði og að vandamálið sé orðið of

stórt til að takast á við það. Að hennar mati nýttist úrræðið ekki þar sem engar

breytingar urðu að loknu úrræðinu:

Page 63: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

55

„Mér fannst ekkert nýtast nema ég fékk tækifæri til að tala og blása, þá leið mér svolítið betur því ég fékk að tala við hana, mér fannst eins og þetta væri stuðningur fyrir mig, ekki fyrir hann. Ég þarf ofboðslegan stuðning en það er ekkert að ske og er búin að berjast við þetta kerfi í öll þessi ár, alveg frá því að hann var í 7 ára bekk. Svo fór hann á BUGL (barna- og unglinga geðdeild Landspítalans), ég er búin að vera berjast ein í öll þessi ár, en ekkert skeður.“

Gyða fékk ekki Stuðninginn heim í sex til átta vikur eins og hinir viðmælendurnir

heldur telur hún að stuðningnum hafi lokið eftir um tvær vikur. Hún kannast

heldur ekki við að hafa farið á kynningarfund né lokafund og segir að starfið hafi

bara hætt einn daginn. Hún hafi beðið starfsmanninn um að útbúa umbunarkerfi

og dagsskipulag sem hún gæti farið eftir en það varð aldrei neitt úr því. Gyða

hefur miklar áhyggjur af framtíðinni og að barn hennar eigi eftir að leiðast inn á

ranga braut í lífinu „vandamálin lagast ekki, svona börn lenda oft í rugli.“ Þótt

henni hafi ekki þótt Stuðningurinn heim skila árangri fyrir sig og fjölskyldu sína

myndi hún samt sem áður þiggja úrræðið á ný ef það stæði henni til boða.

Þeir viðmælendur sem töldu ekki árangur af starfinu áttu báðir börn með

ADHD-greiningu og erfiðleikarnir sem foreldrarnir glímdu við tengdust greiningu

barnanna. Foreldrarnir áttu það sameiginlegt að telja starfið hafa snúið meira að

þeim en að því að vinna markvisst starf með börnunum til að takmarka

hegðunarerfiðleika þeirra.

4.3.1.2 Viðhorf notenda til starfsmanna Stuðningsins heim

Hvort sem úrræðið skilaði þeim árangri sem viðmælendur vonuðust eftir eða

ekki, voru allir mjög ánægðir með þann starfsmann sem kom inn á heimilið og

veitti þeim stuðning. Allir viðmælendur nefndu að þeim hefði þótt gott að tala við

starfsmanninn og fá tækifæri að tjá líðan sína. Traust myndaðist milli allra

viðmælenda og starfsmanna. Þórhildur var fyrst óörugg með að fá einhvern inn á

heimilið sitt:

„Maður er að hleypa einhverjum inn á heimilið og hann fær að sjá hlutina eins og þeir eru, maður var ekkert að skrúbba allt þegar hún kom. Manni, maður hafði pínu áhyggjur ef hún væri dónaleg eða eitthvað svoleiðis en það voru alveg ástæðulausar áhyggjur.“

Page 64: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

56

En eftir að hafa fengið starfsmanninn var upplifun hennar þessi:

„Er ofboðslega ánægð með konurnar sem starfa þarna sem ég er búin að hitta og hvað þær virðast vinna þetta frá hjartanu og eru sko fyrst og fremst að hugsa um hag barnanna. En mér finnst líka... hérna, þú veist, ég finn hvað það er mikilvægt að hugsa um uppalandann og að hugsað er líka um okkar hagsmuni, það koma saman mínir hagsmunir og barnanna [...] Mér fannst hún æði, bara alveg frábær. Ég hugsaði að það getur engin önnur verið eins frábær og hún. Þær eru örugglega allar frábærar en ég hafði verið mjög heppin.“

Þórhildur upplifði öryggi í því að einhver kæmi reglulega inn á heimilið svo hægt

væri að ræða saman og fara yfir stöðu heimilisins. Hún upplifði að enginn í

hennar nánasta umhverfi hefði reynslu af eða skilning á þeim erfiðleikum sem

hún glímdi við og þess vegna væri mikilvægt að hún gæti rætt við starfsmann

Stuðningsins heim. Það var ekki aðeins Þórhildur sem var ánægð með

starfsmanninn sem kom inn á heimilið, heldur einnig börn hennar.

„Þeim fannst hún mjög fín og þegar ég lét vita að hún væri að koma var ekkert andvarp, vesen eða kvart eða kvein þegar hún var að koma. Þau spjölluðu við hana, meira að segja eftir að hún var hætt lenti ég í veseni með strákinn og þurfti að hringja í hana og hún bara talaði við hann í síma, eða meira segja kom hún eitt skipti til þess eins að tala við hann og svona og það var svona til að veita mér stuðning og líka til að veita honum styrk.“

Friðrik og María glímdu við erfiðleika sem rekja mátti til einhverfugreiningar

barns. Þau voru mjög ánægð með starfsmanninn sem kom inn á heimili þeirra.

Starfsmaðurinn var eldri kona og lýstu þau hjónin henni sem „amma tvö.“ Það

sem þeim þótti mikilvægast er hversu vel barnið þeirra tengdist starfsmanninum

en einhverf börn eru ólíkleg til að tengjast ókunnugum. „Hann (barnið þeirra) var

eins og guð hjá henni, það var bara aðdáun og hann rosa hrifinn af henni og til

dæmis knúsaði hann hana sem gerist aldrei þar sem hann er fælinn, sem gefur til

kynna hvernig karakter þessi starfsmaður er.“

Elsu fannst einnig mjög gott að fá starfsmanninn heim til sín: „Hún var

eiginlega bara orðin ein af okkur, hún var mjög yndisleg þessi kona [...] Hún var

aldrei að flýta sér, það fannst mér áberandi að hún væri ekki að flýta sér eða fara

eitthvað annað og eins og hún hefði allan tímann.“ Framkoma starfsmannsins

Page 65: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

57

varð til þess að Elsu þóttu heimsóknirnar afslappaðar en hún var mjög ánægð

með starfsmanninn sem vann með hennar fjölskyldu.

Í þeim tilfellum þar sem viðmælendum þótti úrræðið ekki skila tilsettum

árangri leist þeim samt sem áður vel á starfsmanninn. Þótt Ólöfu og Gyðu þætti

ekki vera árangur af starfinu fyrir fjölskylduna fannst þeim mjög gott að tala við

starfsmanninn. Þær fengu tækifæri að opna sig og tjá áhyggjur sínar. Ólöf nefnir:

„mér bara fannst hún rosa fín, svona eldri kona sem var voða gott að tala við,

mér fannst að ég gæti tjáð mig um hlutina við hana, hún var ekkert að dæma mig

eða þannig.“

Ljóst er hversu mikilvægt viðmót starfsmanna er, því þótt viðmælendum

þætti starfið ekki skila árangri voru þeir samt sem áður þakklátir fyrir að fá

tækifæri til að deila áhyggjum sínum með starfsmanninum.

4.3.1.3 Hvað í starfi Stuðningsins heim skilar árangri?

Viðmælendur glímdu við ólíkar aðstæður og það var því ólík þjónusta sem hver

fjölskylda fékk. Aðstæður innan hverrar fjölskyldu fyrir sig hafa áhrif á það hvaða

starf er unnið með fjölskyldunni. Hér verður fjallað um þau atriði sem

viðmælendum þóttu skila árangri að starfinu loknu. Fimm viðmælendur voru

ánægðir með starfið og töldu að þeir hefðu lært eitthvað sem hjálpaði þeim til að

ná þeim markmiðum sem þeir höfðu sett sér. Tveir þeirra greina frá því að

erfiðleikarnir sem þeir glímdu við hefðu verið þess eðlis að þeir gátu ekki leitað til

nærfjölskyldu né vina eftir leiðbeiningum. Einstaklingar í nærumhverfi þessara

fjölskyldna höfðu aldrei tekist á við sambærilega erfiðleika sem varð til þess að

foreldrarnir upplifðu að þeir hefðu engan til að leita til. Þórhildur greinir frá:

„Ég meina, ég er ein hérna á heimilinu og er að lenda í allskonar aðstæðum sem ég hef aldrei lent í áður, og fólk í kring um mig hefur sjálft ekki lent í og fólk er gapandi og alveg... sorry, ég veit ekki hvað þú átt að gera. Það er ofboðslega gott og ómetanlegt að hafa manneskju sem hefur reynslu og hefur lent í þessu áður sem segir manni að þetta er rétt hjá þér, haltu þessu áfram eða ekki gera þetta því þetta hefur þessi áhrif, gerðu frekar svona.“

Friðrik og María eiga barn með einhverfu. Þau greina frá því hvað það skipti þau

miklu máli að fá leiðbeiningar þar sem þau höfðu enga þekkingu í því að annast

barn með einhverfu áður en barnið þeirra greindist.

Page 66: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

58

María greinir frá: „Mér fannst bara frábært að fá einhverjar ábendingar því

maður var í þeim aðstæðum að fá barnið í hendurnar og það er greint með

einhverfu og maður er alveg... hvað er það?“ Vandræði þeirra tengdust

matartímum, svefnvenjum, hegðunarvanda og klósettferðum barnsins. Eftir að

hafa leitað til aðstandenda sem gátu ekki hjálpað þeim, leituðu þau til

félagsráðgjafa þar sem þeim var boðinn Stuðningurinn heim. María talaði um að

hún hefði vonast eftir kraftaverki við að fá Stuðninginn heim, og þegar

rannsakandi spurði hvort að væntingarnar hafi staðist svaraði hún:

„Uhh JÁ! Við því, þetta var mikil vinna og á þeim tíma að leggja í þetta, þetta var risastórt fjall, bara sagan um skessuna og Búkollu. Svo hætti barnið á bleyju, svefninn og hegðunarvandinn og maturinn lagaðist og allt sem fylgdi því, notar gaffal, biður um meira og ekki öskur.“

Starfsmaðurinn kenndi foreldrunum tækni til að takast á við erfiðleikana sem þau

bjuggu við ásamt því að búa til rútínu sem foreldrarnir gátu farið eftir.

Foreldrarnir nota dags daglega það sem þau lærðu þótt bakslög eigi sér stað í

framförum, en unnið er í mikilli samvinnu við skólann til að halda þeim árangri

sem hefur náðst. Árangurinn sem náðist hefur bætt líf fjölskyldunnar þar sem

hún telur sig öruggari og hefur þekkingu til að takast á við aðstæður sem kunna

að koma upp.

Guðrún þurfti einnig aðstoð við að setja upp rútínu fyrir börnin. Nokkur ár

eru liðin frá því hún fékk Stuðninginn heim og sér hún enn til þess að rútínan

haldist. Rútínan snýr að svefntíma, mataræði og matartíma. Einnig lærði hún að

hrósa börnunum og nota umbunarkerfi. Guðrúnu fannst „gott að fá einhverja

konu sem gat leiðbeint manni.“

Elsa og maður hennar fengu Stuðninginn heim til að fá aðstoð við að

samræma uppeldisaðferðir þeirra hjóna. Hún segir að úrræðið hafi verið

lokatilraun hennar til að bjarga hjónabandinu þar sem henni þótti maður hennar

of grófur við að aga börnin. Þótt hann hafi samþykkt að fá Stuðninginn heim var

hann aldrei viðstaddur þegar starfsmaðurinn kom á heimilið. Elsa skildi síðar við

mann sinn en segir að þótt hún hafi ekki náð markmiðinu telji hún sig hafa lært

margt sem hún notar enn í dag. Samskipti hennar við börnin sín voru brotin og

glímdi hún við hegðunarerfiðleika eldra barnsins. Stuðningurinn heim hjálpaði

Page 67: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

59

Elsu að bæta samskiptin og hún fór að horfa gagnrýnið á eigin aðstæður. „Þetta

bara gerði mér rosa gott á þessum tíma og opnaði í raun augu mín.“ Með því á

Elsa við að hún gerði sér grein fyrir því meðan á starfinu stóð að hún bjó ekki við

eðlilegar heimilisaðstæður og að hún gæti ekki breytt manninum sínum þegar

hann sjálfur vildi ekki ná fram neinum breytingum. Elsa greinir frá því hvernig

samskiptin voru áður hún fékk Stuðninginn heim. „Ég hafði ekki næga tækni og

þeim (börnunum) fannst eins og ég væri að gera það fyrir pabba þeirra, þau

treystu mér ekki og héldu að ég segði honum allt sem þau sögðu mér.“ Elsa telur

starfsmanninn hafa náð til barnanna og gert þeim grein fyrir því að þau gætu

treyst mömmu sinni. „Hún kenndi mér að ná til þeirra, þú veist að ég væri ekki

Grýla og hvernig þau geta talað við mig.“

Helsti árangurinn að mati Elsu er:

„Að við hérna tölum meira saman, þetta er ekki bara svona að ég er mamman og þau börnin og þau eiga að hlýða öllu sem ég segi. Þau hafa skoðanir [...] En þau eru orðin miklu meira afslöppuð eftir að við fluttum frá honum en hún (starfsmaðurinn) kenndi okkur að hafa eðlileg samskipti, það er, ég og börnin.“

Elsa telur sig búa enn að þeim árangri sem náðist með úrræðinu Stuðningurinn

heim. Bætt samskipti hafa orðið til þess að hegðunarerfiðleikar barnsins séu ekki

eins áberandi og þau voru fyrir stuðninginn.

Þórhildur glímdi við hegðunarerfiðleika hjá barni sínu sem hún vildi rekja til

upplifunar barnanna af því að hafa alist upp við heimilisofbeldi. Þórhildur segir að

með Stuðningnum heim hafi hún getað kennt börnum sínum margt:

„Mér fannst eins og ég gæti sýnt þeim það í verki, svona gerir maður þegar eitthvað er að, maður fer ekki og lokar sig af, en það var oft viðkvæmt með pabba þeirra þegar hann var hérna að það mátti aldrei fara út fyrir heimilið og leita aðstoðar, þetta var bara okkar einkamál sem engum kom við, þau eru mjög föst í þessu og hafa verið mjög föst lengi, ég vil sýna þeim að hitt er betra [...] Að þau læri að maður á ekki að berja, að ef eitthvað er að eða vandamál sem er að skapa einhverja vanlíðan, að maður á að leita til einhvers sem maður getur leitað til og rætt við og fengið aðstoð. Ég er svolítið mikið að reyna að kenna þeim þetta.“

Stuðningurinn heim hefur kennt fjölskyldunni að eiga góð samskipti auk þess að

kenna Þórhildi hvernig hún á að takast á við aðstæður þegar barnið hennar beitir

Page 68: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

60

ofbeldi í reiðiköstum. Langt er liðið frá því að barnið beitti ofbeldi síðast og rekur

Þórhildur árangurinn til þess hve vel hún er fær um að takast á við aðstæðurnar

eftir Stuðninginn heim.

Margt af því sem foreldrarnir lærðu meðan á starfinu stóð nýtist enn í

dag. Þótt langt sé liðið frá því að foreldrar fengu Stuðninginn heim nota þau þá

tækni og þær aðferðir sem starfsmennirnir kenndu þeim.

4.3.1.4 Helsti árangur af starfsemi Stuðningsins heim: Breytt viðhorf til foreldrahlutverksins

Foreldrar sem töldu að Stuðningurinn heim hefði gagnast þeim nefndu að starfið

hafi ekki aðeins hjálpað þeim að vinna að ákveðnum markmiðum heldur upplifðu

þau breytt viðhorf til foreldrahlutverksins. Hegðunarvandi og erfiðleikar á

heimilinu í fortíðinni höfðu þau áhrif að foreldrarnir upplifðu að þau stæðu sig

ekki og í sumum tilfellum töldu þau sig óhæfa foreldra. Þórhildur sagði að hún

hefði haft mjög brotna sjálfsmynd eftir margra ára sambúð með ofbeldismanni:

„Já, ég náttúrulega fékk klárlega þá mynd af sálfri mér að ég væri betri móðir en ég hafði haldið og hérna... og náttúrulega hafði fyrrverandi gert rosalega mikið af því að draga mig niður og gera lítið úr mér, þú ert óhæf móður, þú ert léleg móðir, ert ekki að sinna þessu nógu vel, allt þetta sest í hausinn á mér og maður er fullur af efasemdum, hún (starfsmaðurinn) reif sjálfsmyndina upp.“

Starfsmaðurinn gerði Þórhildi ljóst að hún gerði margt mjög gott og veitti henni

leiðbeiningar í aðstæðum sem hún var óörugg í. Þórhildur telur sig hafa lært

margt af starfsmanninum: „Þú veist, þessi yfirvegun sem hún (starfsmaðurinn)

sýnir: örugg, rosalega ófeimin við aðstæðurnar, það sat alveg eftir hjá mér og ég

pikkaði það svolítið upp hjá henni.“ Stuðningurinn heim hjálpaði Þórhildi við að

öðlast aukinn styrk og öryggi í foreldrahlutverkinu sem hafði áhrif á það hvernig

hún tókst á við aðstæður sem upp komu inni á heimilinu:

„Ég var komin með meiri styrk og betri tækni þannig að ég var farin að bregðast miklu réttar við aðstæðum og farin að geta tekið á þeim á allt annan hátt, sem hefur betri afleiðingar seinna meir fyrir mig og barnið.“

Friðrik og María höfðu sætt mikilli gagnrýni á uppeldisaðferðir sínar frá fjölskyldu

og vinum. Aðstandendur höfðu ekki þekkingu á einhverfu en komu samt með

ítrekaðar ábendingar um hvernig þau ættu að haga hlutunum og koma fram við

Page 69: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

61

barnið. Ábendingarnar skiluðu sjaldnast árangri þar sem barnið brást öðruvísi við

en önnur börn við sömu aðstæður. Friðrik greinir frá: „Við héldum að við værum

að gera allt vitlaust, værum óhæfir foreldrar.“ Þá bætir María við:

„Þetta er bara satt, þegar við sóttum um Stuðninginn heim þá vorum við eiginlega bara tilneydd til þess vegna þess að fjölskylduaðstæður voru þannig að það kemur gagnrýni hér og þar frá... já, stundum fer það eftir aðstæðum. Sjálfsmyndin breyttist eftir að hafa fengið staðfestingu um að við værum að gera eitthvað rétt og að geta hætt að hlusta á gagnrýni og geta hlustað á eigin innri rödd.“

Guðrún greinir frá því að hún sé mun öruggari eftir að hafa fengið leiðbeiningar

starfsmanns Stuðningsins heim og betur í stakk búin til að takast á við aðstæður

sem skapast á heimilinu. Elsa segir frá því að hún hafi öðlast aukið öryggi og það

hafi verið eitt það helsta sem hún græddi á Stuðningnum heim. Við spurningum

þar sem spurt var um árangurinn af starfinu svöruðu fimm „aukið öryggi í

foreldrahlutverkinu.“ Þar sem foreldrarnir glímdu við ýmsa erfiðleika á heimilinu

varð það til þess að þau fóru að líta á sig sem vanhæfa foreldra sem stæðu sig

ekki í foreldrahlutverkinu. Stuðningurinn heim styrkti foreldra og bætti samhliða

sjálfsmyndina sem gerði foreldrum betur kleift að takast á við aðstæður sem

komu upp á heimilinu.

4.4 Hugmyndir notenda að úrbótum

Viðmælendur voru spurðir hvort þeir hefðu einhverjar hugmyndir að úrbótum

eða því hvernig hægt væri að bæta þjónustuna. Hér verður fjallað um þær

tillögur sem viðmælendur komu með.

4.4.1.1 Stuðningurinn heim í lengri tíma

Í flestum tilfellum nefndu viðmælendur að þeir hefðu viljað fá Stuðninginn heim í

lengri tíma en þeir fengu. Elsa útskýrir af hverju hún hefði viljað lengri tíma:

„Ég var rosalega ánægð með þetta, nema ég hefði viljað þetta aðeins lengra og kannski aðeins fleiri skipti en að öðru leyti bara einhvern veginn... þegar maður er á annað borð kominn af stað og búinn að opna heimili sitt, maður er farinn af stað inn í eitthvað svona þá hefði ég viljað hafa þetta aðeins lengur. Fórum kannski aðeins of hægt af stað og þegar maður er byrjaður og er farinn að sjá að maður gat treyst henni (starfsmanninum) var þetta að verða búið.“

Page 70: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

62

Foreldrar töldu að lengri tími myndi skila auknum árangri þar sem mörgum þótti

úrræðið líða of hratt. Þeir sem nefndu að þeir hefðu viljað lengri stuðning báðu

starfsmanninn þó ekki um framlengingu á starfinu og getur það verið ein ástæða

þess að það stóð þeim ekki til boða. Einn viðmælandi fékk stuðninginn heim í 16

vikur (tvöfalt tímabil), en í því tilfelli var það álit bæði foreldra og starfmanns að

frekari stuðning þyrfti til að ná þeim markmiðum sem unnið var að.

4.4.1.2 Eftirfylgni og símabakvakt

Notendum Stuðningsins heim er stundum boðin eftirfylgni þegar talin er þörf á

frekari stuðningi eða foreldrar sækjast sérstaklega eftir því. Eftirfylgni felst í því

að starfsmaður heimsækir fjölskyldu einu sinni í mánuði næstu þrjá mánuði með

það að markmiði að viðhalda þeim árangri sem fjölskyldan hefur náð. Einnig

hefur foreldrum verið boðið að hafa samband símleiðis ef eitthvað kemur upp á

að loknu úrræðinu (Aðalbjörg Valberg, munnleg heimild, 6. september 2012).

Nokkrir viðmælendur nefndu að það ætti að vera aukin eftirfylgni og hefðu þegið

slíkt ef það hefði staðið þeim til boða. Þórhildi var boðið að hafa samband við

starfsmann að loknu úrræðinu en starfsmaður hafði ekki alltaf tök á að svara

henni. Þórhildi fannst vanta aðeins upp á þann hluta þjónustunnar þar sem

óþægilegt er að geta ekki fengið að tala við starfsmanninn þegar aðstæðurnar

blasa við og hún þarf nauðsynlega á leiðbeiningum og stuðningi að halda. Hún

telur að aukning við þennan hluta þjónustunnar myndi hjálpa fleirum sem nýta

sér úrræðið:

„Kannski kona að fá Stuðninginn heim og búin að fá starfsmann heim sem heldur í hendina á þér og hún er svo allt í einu farin og maður stendur einn og þá yrði rosa gott ef aðstæður koma upp aftur og maður þarf að tækla þetta einn og ég lenti í því nokkrum sinnum „shit, hvað á ég að gera?“ Ég vil frekar gera rétt og þá er gott að geta hringt og gott að fá leiðbeiningar sem fyrst á meðan maður er í ástandinu. Heimilið í einhverju fokki á meðan þangað til að ég er búin að fá leiðbeiningar um hvað er best fyrir mig að gera. Svona tilfelli koma upp, þá varð maður pínu stressuð og í lausu lofti þangað til að maður var búinn að fá leiðbeiningar og stuðning, eins og: Er ég að gera rétt?“

Þórhildur stingur upp á símabakvakt þar sem hægt væri að hafa samband ef

notendur þjónustunnar lenda í erfiðleikum eftir að Stuðningnum heim lýkur.

Page 71: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

63

Leggur hún til að starfsmaður þurfi að svara símtalinu innan ákveðins tímaramma

svo aðstæðurnar séu ekki yfirstaðnar þegar svarað er því mikilvægt sé að fá

stuðning sem fyrst.

4.4.1.3 Þjónustan sýnilegri

Friðrik og María voru mjög sátt við þjónustuna að því frátöldu að þeim fannst hún

ekki nógu sýnileg. Þau áttu í miklum erfiðleikum heima fyrir og leituðu eftir

aðstoð en fundu ekkert fyrr en félagsráðgjafinn þeirra benti þeim á úrræðið.

Guðrún tekur í sama streng og er hissa á að hafa ekki verið boðið úrræðið fyrr.

Hún hefur lengi átt í erfiðleikum og barnavernd hefur þurft að hafa afskipti af

börnum hennar í gegnum árin. Barnavernd hefur ekki þurft að hafa afskipti síðan

hún fékk Stuðninginn heim í seinna skiptið og þar af leiðandi hefði hún viljað fá

Stuðninginn heim fyrr.

4.4.1.4 Unnið með öðrum börnum á heimilinu

Gyða og Ólöf sem báðar eiga börn með ADHD segja systkini þessara barna líða

fyrir það að búa á heimili þar sem búi barn með slíka greiningu. Samskipti milli

systkinanna eru erfið og starfsmaðurinn virtist ekki huga að því. Ólöf nefnir: „mér

finnst það voða skrítið, það er ekki talað við hann, hann er alveg út úr einhvern

veginn, af því það er ekkert vandamál á honum, þá gleymist hann.“ Ólöf, sem

hefur einnig þegið úrræðið Ráðgjafinn heim segir að í hvorugu þessara úrræða

hafi verið hugað að hinu barninu á heimilinu. Gyða tekur undir það og segir

ástandið vera sérstaklega alvarlegt þar sem ofbeldi sé algengt milli barnanna og

geti hún ekki skilið þau eftir ein heima. Barnið með ADHD-greininguna stjórnar

heimilinu og öll athyglin beinist að því. Mikilvægt sé að hugað sé að hinu barninu

þrátt fyrir að ekkert vandamál sé þar á ferð.

4.4.1.5 Áhrif og reynsla af barnavernd á það hvort fjölskyldur þiggja þjónustuna

Tveir viðmælendur sögðu frá því hvernig neikvæð reynsla af eða neikvætt viðhorf

til barnaverndar geti orðið til þess að foreldrar séu ólíklegri til að þiggja

Stuðninginn heim. Guðrún segir: „sko ég og Stuðningurinn heim unnum vel

saman en þegar úrræðið er samblandað við barnavernd þiggur fólk ekki alltaf

úrræðið.“ Þórhildur telur að gera þurfi foreldrum ljóst að starfsmaður

Page 72: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

64

Stuðningsins heim muni ekki dæma heldur styðja. Þessar upplýsingar þurfi að

koma skýrt fram þegar úrræðið er kynnt fólki. Sérstaklega þurfi að leggja áherslu

á út á hvað starfið gengur þegar úrræðið er kynnt foreldrum sem barnavernd

hefur þurft að hafa afskipti af. Slíkar upplýsingar geti orðið til þess að fleiri

fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda nýti sér úrræðið.

4.4.1.6 Stuðningurinn heim og þjónusta fyrir börn sem búa við heimilisofbeldi

Þórhildur leggur áherslu á að takmarka skaðann sem fjölskylda verður fyrir vegna

heimilisofbeldis og vill finna nýjar leiðir til að stöðva ofbeldi. Reynsla hennar

veldur því að hún gerir sér grein fyrir afleiðingum heimilisofbeldis á alla

fjölskylduna. Einnig telur hún að börn sem verða vitni að heimilisofbeldi séu

líklegri til að beita ofbeldi á fullorðinsárunum:

„Ég meina, eins og í dag, allir þessi ofbeldismenn sem eru að ganga um og valda öllum þessum einstaklingum ama og tjóni, hvaðan koma þeir? Þú veist, hvaðan eru þeir sprottnir, hvar læra þeir þetta? Þetta er eitthvað sem þeir hafa flestir upplifað sjálfir, erfiðleikar á heimili og aldrei er neitt gripið inn í, svo koma þeir út í þjóðfélagið hálfveikir.“

Þórhildur telur mikilvægt að gripið sé fyrr inn í aðstæðurnar og vill hún að það sé

gert í gegnum tilraunaverkefni á vegum Barnaverndarstofu sem heitir Þjónusta

fyrir börn sem búa við heimilisofbeldi. Þórhildur frétti af úrræðinu þegar hún

heyrði viðtal við Braga Guðbrandsson forstöðumanns Barnaverndastofu.

Þjónustan er í samvinnu við lögreglu og gengur út á að reyndur félagsráðgjafi

mætir með lögreglu inn á heimili þegar borist hefur tilkynning um heimilisofbeldi

þar sem barn/börn eru búsett. Markmiðið er að huga að líðan barnanna og

upplifun þeirra af atburðinum og bjóða upp á frekari stuðning ef þörf er á

(Barnaverndarstofa, 2011). Þórhildur veltir því fyrir sér hvort staða hennar væri

öðruvísi ef hún hefði fengið fyrr stuðning:

„Kannski væri staðan öðruvísi, ef ég hefði fengið öðruvísi stuðning, hefði fengið hann fyrr og það hefði verið tekið öðruvísi eða markvissar á málinu. Mér þætti gaman að sjá hvort þessi tvö úrræði myndu virka vel saman, að láta starfsmann sem kemur inn á heimilið og sér að barni líður illa og hvað er svo gert, þurfa þau ekki stuðning inn á heimilið? Kannski mamman, pabbinn að fá Stuðninginn heim, allavega sá sem er beitir ofbeldi, að hann fái tiltal, þarf ekki að segja hvað hans hegðun, hvaða áhrif hegðunin hans hefur á börnin

Page 73: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

65

fyrst og fremst? Og aðilinn sem verður fyrir ofbeldinu þarf að fá stuðning og upplýsingar og hvernig hann getur komið sér út úr aðstæðunum ef hann vill það.“

Þórhildur telur að fórnarlömb heimilisofbeldis þurfi mikinn stuðning til að rjúfa

þann vítahring sem myndast í sambandi við ofbeldismann. Með því að bjóða upp

á Stuðninginn heim er verið að gefa fórnarlambinu tækifæri, annað hvort til að

losa sig úr aðstæðunum eða að foreldrar í sameiningu komist að einhverri lausn.

4.5 Viðhorf starfsmanna til starfsemi Stuðningsins heim

4.5.1.1 Við hvaða aðstæður finnst starfsmönnum skemmtilegast að starfa?

Starfsmennirnir voru á því að þeim þætti gagnast best og skemmtilegast að vinna

í málum þar sem markmiðin væru skýr, þar sem notuð væri bein uppeldisráðgjöf.

„Það er náttúrulega þegar það kemur að algjörri ráðgjöf, svona uppeldisráðgjöf, kenna hvernig á að tala við börn, hrósa, jákvæð styrking og svoleiðis, þetta er það sem er einna skemmtilegast og manni finnst besti árangurinn og nýtast lang best og það er kannski eitthvað sem maður heldur að muni halda áfram.“

Með beinni uppeldisráðgjöf eiga starfsmenn við þegar þeir fá að kenna foreldrum

skref fyrir skref hvernig á að haga hlutum. Dæmi um það er þegar starfsmenn

koma auga á vandamál sem foreldrar hafa ekki náð að finna lausn á. Kennslan

felst í því að hjálpa foreldrunum að leysa úr vandamálinu.

Öðrum starfsmanni þótti einnig mikilvægt að geta kennt foreldrum að

njóta tímans með barni/börnum.

„Líka finnst mér stundum að fá fólk til að slaka pínu á í uppeldinu... ekki slaka á Í! uppeldinu heldur að það slaki pínu á, að himinn og haf eru ekki að farast þó þú gerir einhverja vitleysu. Það er mikill árangur ef það er gaman að uppeldinu, það er gaman að vera með börnunum, það er stuttur tími meðan þau eru lítil og maður getur eitthvað stjórnað og maður á að njóta tímans og vera pínu slakur.“

Ein ástæða þess að starfsmönnum finnst skemmtilegast að vinna slíka vinnu er

að árangurinn verður sýnilegur meðan starfið er í gangi og þeir fá þá upplifun að

sú vinna sem er unnin hjálpi fjölskyldunni.

Page 74: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

66

4.5.1.2 Hvaða þætti telja starfsmenn mikilvæga í fari foreldra til að árangur náist?

Það fyrsta sem starfsmennirnir nefna er að foreldrar þurfa að gera sér grein fyrir

að vinnan til að ná fram breytingum er undir þeim komin og þeir þurfa að vera

tilbúnir að vinna að þeim breytingum. Hlutverk starfsmannanna er að styðja

fjölskylduna og hjálpa henni að finna leiðir til að ná þeim breytingum sem sóst er

eftir. Ekki gera allir foreldrar sér grein fyrir þeirri vinnu sem þeir þurfa að leggja á

sig til að ná fram breytingum. Einn starfsmaður hefur reynslu af því að starfa með

slíkum fjölskyldum:

„Stundum heldur fólk að við séum komin til að gera eitthvað fyrir fjölskylduna, það áttar sig kannski ekki á því að vinnan byggir á þeim en ekki mér, en jú ég aðstoða við að ná settum markmiðum en þau þurfa að vinna vinnuna. Stundum hugsa ég að foreldrar haldi að ég sé með töfrasprota sem ég nota til að laga allt. Stundum er eins og þau séu ekki tilbúin í alla þá vinnu sem þarf að fara í gegnum til að eitthvað breytist.“

Aðrir eiginleikar sem starfsmenn telja mikilvæga í fari foreldra er að þeir geti

verið samkvæmir sjálfum sér og sett skýr mörk. Séu foreldrar í sambúð er

mikilvægt að þeir séu sammála í uppeldinu og sendi ekki barni/börnum

misvísandi skilaboð. Starfsmennirnir vinna einnig með einstæðum foreldrum en

þar er mikilvægt að foreldri geti staðið við ákvörðun sína í stað þess að láta ávallt

undan barninu. Einnig telja starfsmenn að þeir einstaklingar sem leita sjálfir eftir

úrræðinu séu líklegri til að hafa vilja og þolinmæði til að ná fram þeim

breytingum sem óskað er eftir og einnig þeir foreldrar sem eru hreinskilnir og

láta starfsmann vita ef þjónustan hentar ekki. Mikilvægt er að gera starfsmanni

viðvart ef þjónustan hentar ekki svo hægt sé að reyna nýja nálgun. Góð samskipti

og samstarf er undirstaða þess að mögulegt sé að veita góða þjónustu.

Þótt starfsmenn Stuðningsins heim nefni þessa þætti sem góða eiginleika í

fari foreldra eru slíkir eiginleikar ekki alltaf mælikvarði á það hvort árangur náist

með fjölskyldu. Starfsmaður greinir frá: „Þegar maður vinnur með fólk... fólk er

svo margslungið, engir tveir eru eins og það er erfitt að segja að þetta nýtist

þessum rosa vel en alls ekki þessum. Maður veit bara ekki hvernig þetta nýtist

hverjum.“

Page 75: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

67

4.5.1.3 Hvaða aðstæður telja starfsmenn erfiðast að vinna með?

Hér á undan voru taldir upp þættir sem starfsmönnum þóttu mikilvægir í fari

foreldra til að ná árangri en sömuleiðis voru starfsmennirnir spurðir um hvaða

þætti þeim þætti erfitt að vinna með. Báðir nefndu að erfitt geti verið að vinna

með fólki með geðsjúkdóma. Á heimilum þar sem erfiðleikar eru til staðar getur

verið erfitt fyrir starfsmann að greina hvort erfiðleikarnir séu vegna vandamála í

uppeldinu eða geðrænna erfiðleika barns og/eða foreldris. Erfitt getur verið að

virkja foreldra með geðsjúkdóma og getur tekið langan tíma að ná fram

breytingum. Annar starfsmaður nefndi að hrósa þurfi þessum foreldrum

sérstaklega:

„Maður byrjar á að hrósa fyrir eitthvað sem er gott, byrjar að reyna að fara þá leiðina og smám saman er kannski... þú veist, þá fer fólkið að draga frá og maður sér að það lifnar yfir fólkinu en fólk er líka svo einmana og það kemur kannski enginn og svo eftir þessar átta vikur er ég voða hrædd um að þessi hópur detti aftur niður.“

Starfsmaðurinn sem nefndi að honum þætti erfitt að vinna með fólki með

geðsjúkdóma hefur sérstakar áhyggjur að sá árangur sem næst meðan á starfinu

stendur haldist ekki þegar starfinu er lokið. Starfsmaðurinn telur mikilvægt að

annað úrræði, eins og tilsjón, taki við af Stuðningnum heim þar sem tilsjón ætti

að hjálpa einstaklingum að viðhalda þeim árangri sem hefur verið náð með

Stuðningnum heim.

Á síðustu árum hefur umsóknum frá foreldrum af erlendum uppruna

fjölgað (Aðalbjörg Valberg, munnleg heimild, 6. september 2012). Annar

starfsmaðurinn nefndi hve erfitt honum þætti að vinna með fjölskyldum af

erlendum uppruna og þá helst vegna tungumálaörðugleika.

„Mér finnst erfitt að vinna með túlk eða þriðja aðila, ég veit aldrei hvort að... stundum eru svo ólíkar mállýskur að túlkur á erfitt með að skilja þann sem hann er að túlka fyrir og svo er þetta svo viðkvæmt samfélag. Lítið samfélag og fólk vill ekki túlk því þau vilja ekki þekkja þann sem túlkar. Mér finnst alltaf erfitt að vinna með túlk, mér finnst betra ef fólk kann pínulitla ensku eða íslensku og frekar að reyna að gera sig skiljanlega þannig en að hafa alltaf túlkinn með sér. En túlkurinn er alltaf með á fundi svo þetta komist til skila en þá segir stundum fólk að það skilji en það kannski skilur ekki neitt, en það er oft erfitt.“

Page 76: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

68

Einnig nefnir starfsmaður að honum finnist erfiðara að setja þessum

einstaklingum mörk. Fólk af erlendum uppruna eigi það oftar til að líta á

starfsmanninn sem persónulegan vin og setja hann í erfiða stöðu með því til

dæmis að bjóða honum ítrekað í mat svo eitthvað sé nefnt. Starfsmanni finnst

vandasamt að vera í þeirri aðstöðu, þar sem hann vill ekki móðga með því að

hafna boðinu. Erfiðara sé að mynda skýr vinnuhlutverk starfsmanns og

skjólstæðings. Einnig getur verið vandasamt að vinna þegar starfsmaður og

fjölskylda hafa mismunandi afstöðu til uppeldishlutverksins sem má rekja til

menningarmismunar. Þar sem fjölskyldurnar þurfa að vilja ná fram breytingum

getur reynst erfitt að fá foreldra til að breyta um uppeldisaðferð ef þeir telja

aðferðina eðlilega þar sem hún er viðurkennd innan þeirra menningar.

Annar starfsmaður nefnir að ástæðan fyrir því að honum þyki erfitt að

vinna með foreldrum og/eða börnum með geðsjúkdóma og fjölskyldum af

erlendum uppruna sé vegna þess að hann hafi ekki næga þekkingu á þessum

hópum.

4.5.1.4 Hver er upplifun starfsmanna af að starfa með notendum á heimilum þeirra?

Komið hefur fram að sumum viðmælendum þótti erfitt að fá ókunnugan

einstakling inn á heimilið sitt en í ljós kom að starfsmönnunum gat einnig þótt

erfitt að fara í fyrstu heimsókn til notenda. Ástæðan fyrir því að starfsmönnum

þótti erfitt að fara í fyrstu heimsókn er óvissan sem ríkir við það að fara inn í

óþekktar aðstæður. Þótt starfsmaður hafi hitt foreldra og fengið ákveðna mynd

af stöðu heimilisins getur margt komið í ljós. Starfsmenn upplifa mikið öryggi í því

að fara tveir saman í fyrstu heimsókn, en slíkt er vinnuregla starfsmanna

Stuðningsins heim.

Upplifun starfsmanns við að fara í fyrstu heimsókn:

„Það er svolítið misjafnt því heimilin eru voða misjöfn, en yfirleitt ágætis tilfinning. Ég var bara voða kvíðin í fyrstu þegar maður vissi ekki út í hvað maður var að fara, við förum alltaf tvær í fyrstu heimsókn. Það er voða gott að hafa einhvern annan með sér því maður veit ekki við hverju er að búast eða alltaf pínu kvíði í minni í fyrstu skiptin en þegar maður fer síðan næsta skipti þá yfirleitt verður þetta eðlilegt og gengur vel.“

Page 77: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

69

Hinn starfsmaðurinn lýsti svipaðri upplifun af því að fara í fyrstu heimsókn til

notenda:

„Mér finnst alltaf erfitt að fara inn í fyrsta skipti, mér finnst það alltaf pínu erfitt. Svo þegar frá líður þá finnst mér voða fínt að fara inn til þeirra, þá er það allt annað. Það er líka bara... eða flestir eru svo jákvæðir og eru hérna... vilja fá mann og sumir bíða eftir því að einhver komi.“

Þótt kvíði geri vart við sig í fyrstu heimsókn hverfa slíkar tilfinningar þegar líður á

starfið. Starfsmennirnir voru báðir spurðir hvort þeim þætti vanta meiri

upplýsingar fyrir fyrstu heimsóknina og hvaða upplýsingar þeir vildu helst fá.

Starfsmennirnir voru mjög sáttir við þær upplýsingar sem þeir fengu og telja

kynningarfundinn nauðsynlegan til að fá upplýsingar um og frá notandann. Staða

og aðstæður notenda skýrist oft með heimsóknum og foreldrar eru oft ekki

tilbúnir að deila ýmsu með starfsmönnum fyrr en tengsl hafa skapast. Því telja

starfsmennirnir nóg fyrirfram að hafa grunnupplýsingar þar sem mikið af

upplýsingum komi fram meðan á starfinu stendur.

4.6 Viðhorf til og upplifanir af skipulagsbreytingum árið 2012

Í mars 2012 urðu breytingar sem fólu í sér að starfsmenn Stuðningsins heim

dreifðust á allar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkur. Fyrir breytingarnar höfðu

starfsmennirnir unnið sem hópur og voru í daglegum samskiptum innbyrðis.

Vikulegir samráðsfundir voru haldnir þar sem starfsmennirnir fengu að fara yfir

mál sín og fá ráðleggingar og stuðning frá samstarfsaðilum. Breytingarnar hafa

valdið því að þessi daglegu samskipti starfsmanna hafa rofnað þar sem unnið er á

mismunandi vinnustöðum. Í viðtalsvísinum var spurt um hvort starfsmennirnir

fengju reglulega handleiðslu. Í ljós kom að starfsmenn höfðu lítið þegið

handleiðslu eftir bankahrunið 2008 en í stað þess leita þeir til annarra

samstarfsaðila eftir stuðningi. Reynsla starfsmannanna af hópnum: „Það er eins

og handleiðsla að fá að hitta hópinn, við handleiddum bara hvor aðra, ef maður

lenti í einhverju þá fékk maður strax stuðning, speglun og aðstoðina sem maður

þurfti.“ Báðir starfsmennirnir nefndu hve mikilvægt væri að geta leitað til annarra

sem vinna sambærilega vinnu. Þótt starfsmennirnir segðu gott samstarfsfólk á

þjónustumiðstöðvunum þá fannst þeim erfitt að leita til þeirra þar sem unninn

væri mismunandi vinnutími og samstarfsfólkið hefði ekki endilega þekkingu á því

Page 78: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

70

að starfa með á heimilum þjónustuþega. Tilsjónarmenn vinna hvað líkast

starfsmönnum Stuðningsins heim en starfsmennirnir töldu starfshætti ólíka í

þessum tveimur úrræðum.

„Mér finnst betra að sækja stuðninginn til þeirra en eitthvað annað og hérna... og ég þarf eiginlega alltaf, ef ég lendi í einhverju, þá vil ég geta talað um það strax en ekki að bíða eftir að geta hitt á einhvern og þá er ég kannski búin að fara í eina heimsókn í viðbót og sjálf kannski búin að vinna, eða of langt liðið til að reyna að fá hjálp.“

Starfsmönnunum þykir erfitt að hafa ekki stuðninginn frá hópnum sem hafði

verið fyrir breytingarnar. „Þetta er bara orðin mjög einmanaleg vinna.“ Fyrir

breytingarnar hafði starfið verið með öðrum hætti:

„Við byrjuðum á hverjum degi á að ræða hvað hefði gerst í heimsóknum, einhver lenti í einhverju, það var rætt og svo bara búið. Það er það sem mér finnst vanta rosalega mikið núna, að hafa þennan hóp í kring um mig á hverjum degi sem maður gat leitað í, gat leitað eins og ég geri þetta svona, það er gott að fá þessa speglun.“

Starfsmennirnir vonast til að starfið muni lagast með tímanum en á þessum

tímapunkti sjá þeir ekki hvernig það muni gerast. Hópurinn hittist nú

hálfsmánaðarlega og eru starfsmenn sammála um að það komi ekki í stað

stuðningsins sem var áður: „Maður hefur ekki lengur þetta bakland.“

Stuðningurinn frá hópnum er ekki það eina sem starfsmennirnir sakna frá

starfinu fyrir breytingar 2012. Starfsmennirnir fjölluðu um að sérfræðingar hefðu

myndast innan hópsins í ákveðnum málaflokkum eftir áhugasviði

starfsmannanna. Reynt var að fela starfsmönnunum þau mál sem voru innan

þeirra áhuga- og fagsviðs ef viðkomandi var laus. Sérfræðingar mynduðust á

sviðum eins og að starfa með ungbörnum, unglingum, börnum með ADHD,

einhverfu, fjölskyldum af erlendum uppruna svo eitthvað sé nefnt. Annar

starfsmaður greinir frá: „Ef komu upp þannig mál þá fengu þær þau mál og allir

fengu að njóta sín svolítið í sínum málum.“ Starfsmönnunum þótti gaman að

vinna með þessum hætti. „Þá líður fólki betur í starfi og það blómstrar í starfi.“

Nú er ekki í boði fyrir starfsmennina að velja þau mál sem þeim finnst áhugaverð

eða skemmtileg heldur verða þeir að taka öll mál sem berast á þá

þjónustumiðstöð sem þeir vinna á.

Page 79: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

71

Einn viðmælandi fékk Stuðninginn heim aftur eftir breytingarnar 2012 og

gat ekki fengið starfsmanninn sem hann hafi unnið með þar sem sá starfaði í

öðru hverfi:

„Mér fannst það bara súrt, af því maður hafi þekkt hana (starfsmanninn) frá fyrri kynnum, ég meina áður og maður var í ferli með henni á þessum tíma og við þekktum hana og hún þekkti okkur og þekkti barnið og það skiptir okkur miklu máli að þekkja inn á barnið.“

Viðmælandi sagði að erfitt væri að hefja ferlið upp á nýtt í stað þess að geta

unnið í framhaldi af þeirri vinnu sem hefði náðst með fyrri starfsmanni

Stuðningsins heim. Allir viðmælendur voru spurðir hvort þeir myndu vilja fá sama

starfmanninn aftur ef til þess kæmi að þau þyrftu aftur á Stuðningnum heim að

halda. Viðmælendurnir töldu mikilvægt að fá sama starfsmanninn aftur í stað

þess að opna heimilið fyrir nýjum starfsmanni: Elsa lýsir því þannig: „Já það

skiptir miklu máli, því ég náði tengslum við hana, og já, mér finnst það skipta

miklu máli að það sé ekki einhver nýr og hún hafði vitað af þessum aðstæðum og

þannig.“

Starfsmaður ræddi um ástæðurnar fyrir breytingunum: „Tilgangurinn með

breytingunum var að Stuðningurinn heim á að vera inni á þjónustumiðstöð. Það á

allt, allt sem maður þarf, stuðningur og ráðgjöf á að vera inni á þjónustumiðstöð

í hverju hverfi.“ Starfsmennirnir eiga að þjónusta hverfin sem þeir starfa í. Annar

starfsmaðurinn nefndi það sem galla að hafa einn starfsmann sem þjónustaði

sama hverfi/hverfin til lengri tíma.

„Þá vita allir hver ég er, ég er að fara í sömu stigaganga. Fólk veit hvað ég er að gera. Mér finnst ómögulegt að vera að fara á sama stað, það er kannski bara eitthvað í mér, mér finnst eins og aðrir eigi ekki að vita að þau (fjölskyldan) séu að fá Stuðninginn heim, en svo... af hverju má fólk ekki vita? En núna verður maður bara í þessu sama hverfi.“

Starfsmaðurinn telur að fjölskyldan eigi að ráða hvort hún tilkynnir öðrum að hún

hafi fengið Stuðninginn heim en nágrannar eigi ekki að komast að því með því að

sjá starfsmanninn koma af heimilinu.

Einn starfsmaður nefndi áhyggjur af framtíð starfsins eftir breytingarnar:

„Breytingin er ekki góð ef það á að viðhalda þessari þekkingu þegar við erum ein í

hverju horni. Þá er enginn annar, og er ég svo hrædd um að þessi þekking týnist.“

Page 80: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

72

Starfsmennirnir telja styrk úrræðisins hafa falist í hópnum þar sem metnaður var

til að efla starfið og læra hvert af öðru.

„Ég er svo hrædd um að það verði þannig, af því það er bara ein manneskja á hverri stöð að vinna og það erum ekki við sem vorum alltaf að vinna saman og vinna að því hvernig væri hægt að bæta og efla starfið. Hvað getum við gert? Alltaf að reyna að bæta, en ef maður er einn gerir maður þetta ekki eins mikið. En við vorum svo sterk þegar við vorum hópur, líka betra að aðlaga nýjan starfsmann, hann á eftir að aðlagast betur í starfi við að koma inn í hóp. Þá hefði hann komið með eitthvað nýtt en hefði líka fengið þetta gamla og séð hvernig við vorum að vinna. Ég er hrædd um að vinnan eins og hún er í dag verði ekki eins sterk.“

Breytingarnar tóku gildi í mars 2012 en eins og staðan er í dag hafa

starfsmennirnir áhyggjur af framtíð Stuðningsins heim. Starf þeirra hefur tekið

miklum breytingum og sakna þau helst þessara daglegu samskipta við aðra

starfsmenn úrræðisins. Starfsmennirnir vonast eftir því að viðhorf þeirra til

breytinganna eigi eftir að lagast með tímanum en sjá ekki fram á það vegna

þeirrar óvissu sem breytingunum fylgir.

Page 81: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

73

5 Umræður

Markmið rannsóknarinnar er að kanna upplifun og viðhorf notenda til úrræðisins

Stuðningurinn heim. Einnig voru tekin viðtöl við tvo starfsmenn Stuðningsins

heim til að fá þeirra viðhorf til úrræðisins. Með því að leita eftir sjónarhorni

þessara einstaklinga má hugsanlega meta árangur úrræðisins og kanna áhrifin

sem þjónustan hefur á fjölskyldur.

Viðkvæmt getur verið fyrir foreldra að viðurkenna að þeir hafi þurft aðstoð

við foreldrahlutverkið. Rannsakandi hafði áhyggjur af að foreldrum þætti erfitt að

segja frá upplifun sinni en raunin var hins vegar önnur. Foreldrarnir voru mjög

opnir í viðtölum og svöruðu öllum spurningum rannsakanda. Foreldrarnir lýstu

reynslu sinni en reynsla þeirra af úrræðinu var mismunandi þar sem hver

fjölskylda vinnur að sínum markmiðum og þær fá því ólíka eða

einstaklingsbundna þjónustu. Í umræðukaflanum verður fjallað um hvert þema

fyrir sig í samhengi við rannsóknarspurningarnar og fræðilega umfjöllun sem kom

fram í kafla tvö.

5.1 Stuðningurinn heim: Forvarnarúrræði

Fram hefur komið mikilvægi þess að til séu forvarnaraðgerðir eða þjónusta til að

styrkja foreldra. Slíkar aðgerðir eru líklegar til að árangur náist í málefnum barna

sem búa við bágar aðstæður. Rannsakandi telur þjónustuúrræðið Stuðningurinn

heim falla undir skilgreiningu annars stigs forvarnir en fram hefur komið að

markmið úrræðisins er að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu með það að

markmiði að bæta uppeldisaðstæður barna en annars stigs forvarnir eru áætlanir

og úrræði sem grípa inn í aðstæður til að takmarka afleiðingar sem hafa þegar

orðið. Fyrir tíð Stuðningsins heim þurftu börn að dveljast á vistheimilum ef

uppeldisaðferðum var ábótavant og mikil röskun varð á lífi fjölskyldna á meðan

stofnanavist stóð. Úrræðið hefur komið í veg fyrir að fjölskyldur hafi þurft að

upplifa aðskilnað þar sem markmið þjónustunnar er að halda fjölskyldunum

saman. Fram hefur komið að með því að nálgast foreldra á þeirra forsendum og á

heimilum þeirra séu meiri líkur á að árangur náist með þjónustunni. Einnig eru

börn mun sáttari við þjónustuna þegar yfirvöld þurfa að grípa inn í

Page 82: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

74

fjölskylduaðstæður ef foreldrar eru samvinnuþýðir þátttakendur. Bowlby (1952)

fjallar um hve miklu máli tengsl skipta fyrir börn. Þótt yfirvöld meti aðstæður svo

að foreldrahæfni sé ábótavant skiptir það börn sköpum að fá að umgangast

foreldra sína. Börn upplifa mikla röskun við að vera aðskilin frá foreldrum sínum.

Fjallað hefur verið um að börn sem alist upp á slæmu heimili dafni betur en á

góðri stofnun. Mikilvægt er því að bæta uppeldisaðstæður barna inni á heimilinu

í samvinnu við foreldra þar sem stofnanir er ekki lengur taldar betri kostur fyrir

börn. Nálgun Stuðningsins heim hentar betur en úrræði sem voru til fyrir stofnun

þess þar sem hún gætir hagsmuna bæði foreldra og barna.

5.2 Fyrstu hugmyndir að úrræðinu Stuðningurinn heim

Þar sem úrræði eða þjónusta er í boði er einnig nauðsynlegt að einhver starfi sem

hliðvörður (e. gatekeeper) að slíkum úrræðum. Félagsráðgjafar á

þjónustumiðstöðvum í Reykjavík starfa í hlutverki hliðvarða þar sem algengasta

leiðin til að fá Stuðninginn heim er sú að félagsráðgjafi sæki um fyrir hönd

fjölskyldunnar. Fæstir viðmælendur höfðu vitneskju um úrræðið fyrir kynningu

félagsráðgjafa. Ljóst er að það getur farið eftir félagsráðgjafa hvenær fjölskyldu er

boðið úrræðið. Með því að færa Stuðninginn heim út á allar þjónustumiðstöðvar

eins og gert var með breytingunum 2012 verður úrræðið sýnilegra fyrir bæði

félagsráðgjafa og skjólstæðinga. Vonast er til að ef úrræðið er sýnilegra að

líklegra sé að foreldrar geta fengið þjónustuna fyrr og áður en vandamálin verða

langvarandi. Nokkrir viðmælendur voru hissa á að þeim hafi ekki verið boðið

úrræðið fyrr og töldu félagsráðgjafa hafa vitað af vandamálum fjölskyldunnar um

lengri tíma. Félagsráðgjafar þurfa að fylgja siðareglum stéttarinnar þar sem segir

að þeir skuli upplýsa skjólstæðinga um réttindi sín ásamt því að veita þeim

fræðslu um úrræði (Félagsráðgjafafélag Íslands, e.d.). Félagsráðgjafar skulu afla

upplýsinga um aðstæður fjölskyldna sem leita til þeirra. Ef fjölskyldur glíma við

erfiðleika í uppeldishlutverkinu sem falla undir viðeigandi skilgreiningu til að geta

fengið Stuðninginn heim, ber félagsráðgjöfum að upplýsa foreldra um úrræðið.

Eins og viðmælendur greindu frá höfðu þeir ekki vitneskju um úrræðið og hefðu

trúlega þegið það fyrr hefði þeim staðið það til boða. Mikilvægt er að

félagsráðgjafar bjóði fjölskyldum úrræðið fyrr frekar en seinna, en rannsóknir

Page 83: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

75

sýna að forvarnarúrræði henta betur ef unnið er með skammvinn vandamál en

langvarandi (Al o.fl., 2012).

Leitast var við að kanna hvað viðmælendur vissu um Stuðninginn heim áður

en þeim var boðin þjónustan. Ljóst er að viðmælendur vissu fátt eitt áður en

félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð kynnti úrræðið. Þótt Stuðningurinn heim hafi

verið starfandi í meira en áratug veit almenningur enn lítið um starfsemina að

mati viðmælenda rannsóknarinnar. Velta má fyrir sér hvort úrræðið þurfi að vera

sýnilegra almenningi. Ef til vill glíma einhverjir foreldrar í Reykjavík við erfiðleika

en leita sér ekki hjálpar þar sem þeir vita ekki um möguleg þjónustuúrræði.

Allir viðmælendur höfðu einhverjar væntingar til Stuðningsins heim og

vonuðust til að þjónustan gæti aðstoðað við að takast á við erfiðleika við

uppeldishlutverkið. Hins vegar var afar misjafnt hvað viðmælendum þótti um

Stuðninginn heim við fyrstu kynningu félagsráðgjafa. Reynsla viðmælenda af

barnavernd og öðrum úrræðum gat litað viðhorf þeirra til úrræðisins.

Viðmælendur segja að ef notendur hafi slæma reynslu, þurfi félagsráðgjafar

sérstaklega að taka fram hvert hlutverk og markmið þjónustunnar er.

Viðmælendur töldu að þeir sem áttu neikvæða reynslu væru ólíklegri til að þiggja

þjónustuna. Ef til vill þiggur sá hópur sem mest þarf á þjónustunni að halda hana

ekki vegna tortryggni til tilgangsins. Viðmælendur töldu að félagsráðgjafi ætti að

leggja áherslu á að draga úr slíkum áhyggjum foreldra. Viðmælendur töldu að þá

myndu væntanlega fleiri nýta sér þjónustuna. Kynning félagsráðgjafa hefur áhrif

á hvort fjölskylda þiggur þjónustuna eða ekki.

5.3 Uppeldisráðgjöf á heimilum notenda

Stuðningsþjónusta inni á heimilum notenda er ekki nýtt fyrirbæri, heldur er hægt

að rekja þjónustuna til þess tíma er starfstétt félagsráðgjafa varð til. Starfsmenn

sem starfa inni á heimilum skjólstæðinga þurfa að temja sér nýja nálgun þar sem

huga þarf að öðrum þáttum þegar starfað er með fjölskyldum á heimavelli. Gæta

þarf þess að mæta fjölskyldumeðlimum á þeirra forsendum ásamt því að huga að

öryggi, mörkum, trúnaði og siðferði og öðrum atriðum sem kunna að koma upp.

Starfsmaður þarf að gera sér grein fyrir eigin viðhorfi og skoðunum þar sem

ákveðnar skoðanir geta komið í veg fyrir að traust skapist milli starfsmanns og

Page 84: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

76

fjölskyldu (Allen og Tracy, 2008). Einnig þarf starfsmaður að gera sér grein fyrir

því að fjölskylduaðstæður eru öðruvísi en undir eðlilegum kringumstæðum þar

sem viðvera hans veldur einhverri röskun á heimili (Kadushin og Kadushin, 1997).

Eðlilegt er að fjölskylda upplifi kvíða við að bjóða starfsmanni inn á heimili sitt.

Starfsmenn Stuðningsins heim greindu frá að þeir hefðu upplifað kvíða við að

fara inn í ókunnugar aðstæður og notendur kviðu því að fá ókunnuga manneskju

heim til sín. Hins vegar var reynslan sú eftir að notendur og starfsmenn höfðu

kynnst, að báðum aðilum þótti heimilið þægilegt umhverfi til að veita og þiggja

stuðning við uppeldishlutverkið. Niðurstaða þjónustukönnunar á árunum 2009-

2011 sýnir að foreldrar telja heimilið gott umhverfi til að fá aðstoð. Þar kom

einnig fram að heimilið er gott umhverfi því þar á vandamálið gjarnan upptök sín.

Starfsmönnum þykir einnig gott að starfa inni á heimilinu þar sem þeir fá

tækifæri að sjá fjölskylduna í raunaðstæðum. Bæði íslenskar og erlendar

rannsóknir sýna árangur af því að starfa á heimilum fjölskyldna með það að

markmiði að bæta uppeldisfærni foreldra. Niðurstaða Berry o.fl. (2003) sýnir að

foreldrar eru almennt afslappaðri í eigin umhverfi og líklegri að tileinka sér nýjar

aðferðir í uppeldishlutverkinu. Heimilið hentar hins vegar ekki alltaf. Niðurstaða

Al o.fl. (2012) sýnir að forvarnarúrræði komu ekki í veg fyrir innlögn barna á

stofnanir ef börnin bjuggu við vanrækslu og ofbeldi. Þessar niðurstöður eru

sambærilegar við niðurstöður Cynthia L. Jeans og Sveindísar A. Jóhannsdóttur

(2003) þar sem Stuðningurinn heim er ekki talinn henta í þungum

barnaverndarmálum. Í vægari málum þar sem foreldrar þurfa aukinn stuðning

virðist heimilið vera gott umhverfi fyrir foreldra, börn og starfsmenn.

5.4 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim

Allir viðmælendur greindu frá því að Stuðningurinn heim hafi skilað einhverjum

árangri þótt árangurinn hafi ekki alltaf verið sá sami og upphaflegar væntingar.

Fimm viðmælendur greindu frá því að Stuðningurinn heim hafi skilað miklum

árangri fyrir þá og þeirra fjölskyldur. Árangurinn var í takt við þau markmið sem

fjölskyldan hafði sett sér í upphafi. Starfsmenn Stuðningsins heim höfðu mikinn

áhuga að vita hvort foreldrar notuðu enn það sem þeir hefðu lært en ein

rannsóknarspurningin leitaðist við að svara því. Allir foreldrar sem sögðu að

Page 85: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

77

árangur hefði verið af úrræðinu náðu einnig þeim markmiðum sem unnið var að

og nota foreldrarnir enn það sem þeir lærðu meðan á úrræðinu stóð. Það sem

foreldrarnir lærðu gat snúið að bættum samskiptum við fjölskyldumeðlimi, að

hrósa, nota umbunarkerfi, fylgja rútínu og að takast á við hegðunarvanda barna

svo eitthvað sé nefnt. Þótt það hafi skipt foreldra miklu máli að öðlast nýja

þekkingu við barnauppeldið töldu foreldrar að þeir hefðu fengið eitthvað mun

mikilvægara úr starfinu.

Foreldrar sem töldu Stuðninginn heim hafa skilað árangri áttu það

sameiginlegt að vera öruggari í foreldrahlutverkinu að loknu úrræðinu.

Erfiðleikarnir sem þeir höfðu glímt við urðu þess valdandi að foreldrarnir litu á sig

sem óhæfa foreldra sem gætu ekki sinnt uppeldishlutverkinu. Það sem skiptir

foreldrana mestu máli er breytt viðhorf til foreldrahlutverkisins. Aukið öryggi og

bætt sjálfsímynd þeirra gerir þeim betur kleift að takast á við aðstæður sem

myndast inn á heimilinu. Einn stærsti áhrifaþátturinn í vexti og þroska barns telst

vera hvernig foreldrar takast á við foreldrahlutverkið (Respler-Herman o.fl.,

2011) og jafnframt getur framkoma foreldra við börn sín haft varanleg áhrif á

tilfinningalíf barnanna (Goleman, 2000). Þegar foreldrar fá staðfestingu á því

sem þeir gera rétt og ábendingar um hvernig þeir geti bætt sig og brugðist betur

við aðstæðum hefur það áhrif á hvernig komið er fram við barn/börn. Í

fjölskyldukerfiskenningunni er fjallað um að séu einhverjar breytingar gerðar á

hluta fjölskyldukerfisins megi ætla að breytingar komi fram á öðrum stað innan

kerfisins (Andreae, 1996). Aukið öryggi í foreldrahlutverkinu ásamt betri

samskiptum við börnin hafa þau áhrif að þau finna einnig fyrir þeim góðu

breytingum sem hafa orðið innan fjölskyldunnar. Foreldrarnir búa að því enn í

dag að hafa fengið Stuðninginn heim þar sem þeir lærðu nýja tækni ásamt því að

öðlast aukinn styrk, öryggi og bætta sjálfsmynd í foreldrahlutverkinu.

Allir notendur sem rannsakandi talaði við greindu frá því hversu vel þeim

leist á starfsmenn Stuðningsins heim. Traust myndaðist milli allra notenda og

starfsmanna. Þótt ekki þætti öllum notendum Stuðningurinn heim skila þeim

árangri sem þeir höfðu vonast eftir þótti þeim mjög gott að tala við

starfsmennina og veittu þeir þeim mikinn stuðning meðan á starfinu stóð.

Viðmælendur upplifðu starfsmenn einlæga í starfi og að starfsmenn sýndu

Page 86: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

78

viðhorfi þeirra og áhyggjum áhuga. Framkoma starfsmanna vegur þungt í viðhorfi

viðmælenda til starfsins. Ljóst er að árangur úrræðisins má rekja til þeirrar

þjónustu sem starfsmenn veita. Starfsmennirnir fengu ýmis heiti í viðtölum við

rannsakanda, eins og „amma tvö og draumadís“ svo eitthvað sé nefnt.

Viðmælendur hrósuðu starfsmönnum ítrekað og töldu þá hafa unnið gott starf.

Eitt foreldri gengur svo langt að segja að starfsmaðurinn hafi unnið kraftaverk á

sínu heimili.

Þeir viðmælendur sem töldu að Stuðningurinn heim hefði ekki skilað

tilsettum árangri áttu börn með ADHD. Foreldrarnir vonuðust eftir markvissara

starfi með börnunum en upplifðu að þjónustan hefði snúið að foreldrunum. Þótt

gott væri að tala við starfsmanninn hjálpaði það ekki til að takast á við vandann á

heimilinu. Einn viðmælandi hafði eftir Stuðninginn heim fengið þjónustuna

Ráðgjafinn heim og taldi þá þjónustu hafa skilað sér meiri árangri. Viðmælendur

nefndu að ef til vill hafi starfsmaðurinn ekki haft næga þekkingu á því hvernig

ætti að takast á við hegðunarerfiðleika barna með ADHD. Spyrja má hvort

Ráðgjafinn heim henti betur fjölskyldum sem glíma við ADHD þar sem starfið

gengur út á að aðstoða fjölskyldur sem glíma við hegðunarvanda sem má rekja til

slíkrar greiningar.

Rannsókn þessi leitaðist eftir því að skoða viðhorf og upplifanir notenda.

Niðurstöður sýna að almennt er viðhorf og upplifun notenda af Stuðningnum

heim mjög gott. Þátttakendur voru sérstaklega ánægðir með starfsmennina og

töldu allir viðmælendur að starfið hefði skilað einhverjum árangri þótt

upphaflegu markmiðin hafi ekki alltaf náðst. Árangurinn er að mati viðmælanda

misjafn þar sem einhverjir líktu honum við kraftarverk á meðan annar nefndi að

eini árangurinn hafi verið að ræða við starfsmann. Sá viðmælandi sem var hvað

neikvæðastur gagnvart Stuðningnum heim greindi frá því að hann myndi þiggja

úrræðið ef það byðist honum aftur. Viðhorf notenda er slíkt að jafnvel þótt

úrræðið hafi ekki skilað tilsettum árangri myndu notendur samt sem áður þiggja

úrræðið á ný.

Page 87: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

79

5.5 Hugmyndir notenda að úrbótum

Allir viðmælendur voru spurðir hvernig hægt væri að bæta þjónustuna. Hér

verður fjallað um helstu hugmyndir notenda.

Oftast svöruðu viðmælendur því að betra væri ef Stuðningurinn heim

hefði staðið í lengri tíma. Sumir nefndu að loksins þegar þeir voru farnir að sjá

árangur og traust hafði skapast var komið að lokum úrræðisins. Þessar

niðurstöður samræmast niðurstöðum Cynthia L. Jeans og Sveindísar A.

Jóhannsdóttir (2003) og þjónustukönnun velferðarsviðs þar sem greint er frá því

að notendur vilji að Stuðningurinn heim standi lengur en sex til átta vikur. En

niðurstöður erlendra rannsókna sýna einnig að betri árangur er af langtíma

forvarnarúrræðum (Al o.fl., 2012). Spyrja má hvort Stuðningurinn heim myndi

skila betri árangri ef hann stæði lengur. Starfsmenn greindu frá því að í sumum

tilfellum sé foreldrum boðinn lengri stuðningur en þessar hefðbundnu sex til átta

vikur. Aukinn stuðningur er boðinn þegar foreldrar sækjast sérstaklega eftir því

og starfsmenn telja að fjölskylda muni njóta góðs af auknum stuðningi.

Viðmælendur nefndu að öflugri eftirfylgni og/eða símabakvakt myndi

bæta þjónustuna. Aukin eftirfylgni teldist góð viðbót við þjónustuna og umskiptin

yrðu minni fyrir notandann þegar Stuðningum heim lýkur. Notandinn fyndi fyrir

auknu öryggi þar sem hann fengi tækifæri að standa á eigin fótum en gæti samt

sem áður leitað til starfsmanns. Engum viðmælenda í rannsókninni var boðin

þessi þjónusta. Að mati viðmælenda væri símabakvakt einnig góð leið til að bæta

þjónustuna. Þá væri hægt að hafa samband við starfsmann þegar foreldri er í

erfiðum aðstæðum og þarf aðstoð við að leysa úr vanda. Starfsmenn sögðust

reglulega bjóða notendum að hafa samband við sig eftir að úrræðinu er lokið en

misjafnt er hvort foreldrar nýti sér það.

Fram kom að viðmælendur hefðu viljað að þjónustan miðaði einnig að því

að bæta samskipti systkina. Þeir þátttakendur sem hefðu viljað aukinn stuðning

fyrir systkini voru foreldrar barna með ADHD. Foreldrarnir töldu alla starfsemi og

stuðning sem kom inn á heimilið hafa miðað að því að aðstoða barnið með

ADHD-greininguna og samskipti þess við foreldra. Reynsla þessara viðmælenda

sé hins vegar sú að systkini þessara barna líði fyrir það að búa á heimili með barni

með slíka greiningu og þarf þjónustan einnig að snúa að þeim börnum. Einnig

Page 88: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

80

þarf að bæta samskipti systkina á heimilinu en ekki aðeins samskipti foreldra og

barns.

Einn viðmælandi sem hafði þolað heimilisofbeldi bar fram áhugaverða

hugmynd um hvernig auka mætti þjónustu við barnafjölskyldur sem búa við

heimilisofbeldi. Viðmælandi vildi að Stuðningurinn heim færi í samstarf við

úrræði Barnaverndarstofu sem gengur út á að félagsráðgjafi fer heim með

lögreglu þegar borist hefur tilkynning um heimilisofbeldi á heimili þar sem barn

er búsett. Hlutverk félagsráðgjafa er að huga að barninu og líðan þess.

Viðmælandi taldi að konur í ofbeldissamböndum þyrftu meiri stuðning til að

vinna í sambandinu eða að losa sig úr því. Með því að bjóða þessum foreldrum

Stuðninginn heim væri verið að gefa konum tækifæri til að þiggja aðstoð sem

þeim býðst, í staðinn fyrir að þurfa sjálfar að leita eftir hjálpinni. Með því að

bjóða slíkum fjölskyldum Stuðninginn heim mætti grípa fyrr inn í aðstæður og

brjóta þann vítahring sem myndast í lífi fórnalamba heimilisofbeldis. Þjónustan

gæti mögulega komið í veg fyrir eða takmarkað þann skaða sem börn verða fyrir

við að búa á heimili þar sem heimilisofbeldi er til staðar.

5.6 Viðhorf starfsmanna til starfsemi Stuðningsins heim

Rannsakandi leitaði eftir sjónarhorni starfsmanna á úrræðinu. Þeir voru meðal

annars spurðir með hvaða þætti í fari foreldra væri best að vinna. Starfsmennirnir

sögðu erfitt að alhæfa um slíkt þar sem notendur væru ólíkir. Þótt foreldri búi yfir

öllum eiginleikum til að ná árangri getur viðkomandi samt sem áður ekki alltaf

nýtt sér úrræðið sem skyldi. En nauðsynlegt er að foreldrar séu tilbúnir til að ná

fram einhverjum breytingum og gera sér grein fyrir þeirri vinnu sem þeir þurfa að

leggja á sig til að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett. Það teljast góðir

eiginleikar í fari foreldra að vera samkvæmur sjálfum sér og geta sett skýr mörk.

Slíkir eiginleikar geta aukið líkur á að árangur náist.

Starfsmönnum þykir skemmtilegast að vinna með beina uppeldisráðgjöf.

Þar fá foreldrar beina kennslu í því hvernig á að takast á við ákveðnar aðstæður

sem hafa verið erfiðar á heimilinu. Líklegast er að starfsmönnunum þyki slík vinna

skemmtilegust vegna þess að þeir sjá árangur af vinnu sinni meðan á starfinu

stendur. Erfiðast þótti báðum starfsmönnum að vinna með geðræn vandamál.

Page 89: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

81

Einn starfsmaður greindi frá því að þessar fjölskyldur þurfa oft á tíðum frekari

stuðning og leggur til að úrræði eins og tilsjón þurfi að taka við þegar

Stuðningnum heim líkur. Slíkt gæti komið í veg fyrir að árangurinn sem næst með

Stuðningnum heim tapist ekki. Annar starfsmaðurinn nefndi að honum þætti

erfitt að vinna með foreldrum af erlendum uppruna. Tungumálaörðugleikar valdi

því að erfitt sé að vinna við slíkar aðstæður þar sem starfsmaðurinn getur ekki

verið viss um að foreldrar hafi skilið þær leiðbeiningar sem hann veitti. Til að

bæta þjónustuna er hugsanlega hægt að leita til starfsmanna og kanna hvaða

málaflokka þeim þykir erfiðast að vinna með. Hægt yrði að veita

starfsmönnunum aukna fræðslu svo þeir séu betur undirbúnir og geti veitt betri

þjónustu í þeim málaflokkum sem þeim þóttu áður erfiðir.

5.7 Viðhorf til og upplifanir af skipulagsbreytingum árið 2012

Þjónusta fyrir barnafjölskyldur í Reykjavík tók breytingum fyrri hluta ársins 2012.

Markmið breytinganna var að gera þjónustuúrræði aðgengilegri fyrir notendur

með því að færa öll þjónustuúrræði á þjónustumiðstöðvar Reykjavíkur. Lögð var

til að aukin samvinna yrði milli úrræða, stofnana og samtaka (Velferðasvið

Reykjavíkurborgar, 2011a).

Breytingar voru eingöngu gerðar á ytra skipulagi Stuðningsins heim en

breytingarnar eru umdeildar meðal starfsmanna. Til að tryggja samræmi í

þjónustu þjónustumiðstöðva hefur verið tekin til notkunar kröfulýsing sem

starfsmenn þurfa að framfylgja. Meðal annars kemur fram krafa um reglulegar

úttektir á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Úttektir gera velferðarsviði

kleift að kanna árangur af úrræðinu með því að leita meðal annars eftir viðhorfi

og upplifun notenda þjónustunnar. Það hefur verið gert síðustu ár með

þjónustumatskönnun en rannsakandi telur upplýsingum úr þeim gögnum

verulega ábótavant, sérstaklega árin 2010-2011. Vonast er til að úttektin bæti

þjónustukannanir síðustu ára en mikilvægt er að kanna árangur starfandi

þjónustuúrræða. Slíkar upplýsingar geta leitt í ljós þætti sem þarf að bæta til að

hægt sé að veita betri þjónustu.

Starfsmenn skilja markmiðin með breytingunum en þeir starfsmenn sem

rannsakandi tók viðtal við sjá marga vankanta á nýju breytingunum.

Page 90: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

82

Starfsmennirnir upplifa minni stuðning og einn starfsmaður nefndi að vinnan

væri nú orðin einmanaleg. Starfsmenn sakna þess að geta ekki leitað í jafn

miklum mæli í gamla starfshópinn sinn en þeir höfðu mikinn styrk og stuðning

hver af öðrum. Starfsmenn telja mikilvægt að þeir geti leitað til annarra

starfsmanna sem vinna sömu vinnu eða til annarra starfsmanna Stuðningsins

heim. Starfsmennirnir hittast nú hálfsmánaðarlega en það kemur ekki í stað þess

stuðnings sem þeir höfðu fyrir breytingarnar. Starfsmenn gátu áður skipt á milli

sín málaflokkum eftir áhugasviði og telja starfsmenn að þeir hafi betur fengið að

njóta sín í starfi með því fyrirkomulagi. Nú er ekkert svigrúm til að velja ákveðin

mál heldur þarf starfsmaður að taka að sér öll mál sem berast frá því hverfi sem

hann starfar í. Með því að einn starfsmaður starfi fast í sama hverfi verður hann

einnig sýnilegri. Áhyggjur eru af því að líklegra sé að íbúar í hverfinu þekki hann

og viti í hvaða erindagjörðum starfsmaður er þegar hann fer í heimsókn til

barnafjölskyldna. Á síðustu árum hafa starfsmenn unnið saman að því að þróa og

bæta þjónustuna. Einn starfsmaður hefur miklar áhyggjur af því að minni þróun

verði á þjónustunni og að starfið eins og það er unnið í dag muni staðna þar sem

minni samvinna sé milli starfsmanna.

Breytingarnar geta einnig valdið fyrri notendum óþægindum þar sem ekki

er alltaf hægt að fá þann starfsmann sem þeir höfðu fyrir breytingar. Nú geta

notendur aðeins fengið þann starfsmann sem starfar í þeirra hverfi. Foreldrar

sem fá Stuðninginn heim aftur eftir breytingarnar telja að þeir séu að byrja

starfið upp á nýtt í staðinn fyrir að geta unnið út frá þeim punkti sem þeir fengu

Stuðninginn heim síðast.

Eins og fram hefur komið eru breytingarnar umdeildar og þarf velferðarsvið

að huga að líðan og ánægju starfsmanna í starfi og kanna hvernig hægt sé að

bæta líðan þeirra eftir breytingarnar. Huga þarf sérstaklega að starfsmönnunum

til að þeir geti veitt þá þjónustu sem áður var í boði. Niðurstöður hafa sýnt hversu

ánægðir notendur eru með framkomu og framlag starfsmanna. Ljóst er að

árangur af Stuðningnum heim veltur mjög á því hvernig notendum líst á

starfsmanninn. Gæta þarf sérstaklega að því að bæta líðan starfsmannanna þar

sem vanlíðan í starfi getur mögulega komið niður á notendum og þjónustu

Stuðningsins heim í framtíðinni.

Page 91: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

83

6 Lokaorð

Mikilvægt er að til séu forvarnarúrræði fyrir barnafjölskyldur sem hafa það að

markmiði að grípa snemma inn í aðstæður til að bæta uppeldisaðstæður barna.

Með því að bæta uppeldisskilyrði barna er mögulega hægt að koma í veg fyrir

langvarandi vanda hjá börnum og fjölskyldum þeirra. Einnig geta bættar

uppeldisaðstæður komið í veg fyrir innlögn barna á stofnanir og má því koma í

veg fyrir þá röskun sem fjölskyldur upplifa við slíkar aðstæður.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að viðmælendur vissu fátt eitt um

Stuðninginn heim áður en félagsráðgjafi kynnti þeim úrræðið. Ef til vill veit

almenningur lítið um úrræðið og þarf þá að bæta upplýsingagjöf svo fjölskyldur

sem glíma við vanda geti leitað sér fyrr aðstoðar. Niðurstöður sýna einnig að

almennt eru viðmælendur ánægðir með þjónustuna, telja árangur af úrræðinu og

greina frá jákvæðri reynslu við að fá starfsmann úrræðisins heim til sín. Eins og

aðrar rannsóknir sýna virðist heimilið vera gott umhverfi fyrir foreldra til að fá

stuðning við barnauppeldi. Þeir foreldrar sem náðu markmiðum sínum nota enn

og búa að þeim lærdómi sem þeir öðluðust. Það sem skipti mestu máli er bætt

sjálfsmynd í foreldrahlutverkinu. Bætt sjálfsmynd og aukið öryggi hefur þau áhrif

að foreldrar telja sig færari til að takast á við aðstæður sem koma upp á

heimilinu. Börn búa að því að foreldrar þeirra eru öruggari með hlutverk sitt

innan heimilisins. Notendur lögðu fram nokkrar hugmyndir um hvernig bæta

mætti þjónustuna. Helstu hugmyndir voru að þjónustan stæði lengur en þessar

hefðbundnu sex til átta vikur, eftirfylgni yrði aukin og áhersla lögð á samskipti

systkina svo eitthvað sé nefnt. Starfsmönnum þykir gott að starfa með foreldrum

á heimilum sínum en eru ósáttir við breytingarnar sem urðu á starfinu árið 2012.

Starfsmenn upplifa minni stuðning í starfi þar sem þeir hafa ekki þessi daglegu

samskipti við aðra starfsmenn Stuðningsins heim sem voru fyrir breytingarnar.

Rannsóknin býr yfir bæði styrkleikum og veikleikum. Veikleikarnir eru

helst fjöldi viðmælenda og niðurstöðurnar endurspegla eingöngu upplifun þeirra

sem tóku þátt í rannsókninni. Vera kann að þeir sem hafa neikvæða upplifun af

úrræðinu séu ólíklegri til að taka þátt í rannsókn og geta niðurstöðurnar þar af

leiðandi verið skekktar. Styrkleikar rannsóknarinnar eru að hún leitast við að

skoða árangur af starfandi þjónustu með það að markmiði að bæta hana. Annar

Page 92: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

84

styrkleiki getur talist að niðurstöðurnar samræmast niðurstöðum eldri rannsókna

en talið er að slíkt sé mælikvarði á góðri eigindlegri rannsókn. Einnig telst það

styrkleiki að rannsókn þessi er fyrst til að skrásetja sögu úrræðisins, skoða

aðdraganda þess og hvernig það kom til. Í framhald af þessari rannsókn þarf að

huga að áhrifum þeirra breytinga sem gerðar voru árið 2012 á starfsemi

Stuðningsins heim. Kanna þarf viðhorf og upplifun notenda og starfsmanna af

úrræðinu til að meta hvort breytingarnar skili tilsettum árangri og bættri

þjónustu.

_________________________

Marta Joy Hermannsdóttir

Page 93: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

85

Heimildir

Aðalbjörg Valberg, Guðrún Marinósdóttir, Guðrún Reykdal, Helgi Viborg, Margrét

Petersen og Stefanía Sörheller. (2004). [Stuðningurinn heim: Skýrsla

vinnuhóps 23. nóvember 2004]. Óútgefin gögn.

Al, C. M. W., Stams, G. J. J. M., Bek, M. S., Damen, W. M., Asscher, J. J. og van der

Laan, P. H. (2012). A meta-analysis of intensive family preservation

programs: Placement prevention and improvement of family functioning

[rafræn útgáfa]. Children and Youth Services Review, 34, 1472-1479.

Allen, S. F. og Tracy, E. M. (2008). Developing student knowledge and skills for

home-besed social work practice. Journal of Social Work Education, 44(1),

125-143.

Andrea G. Dofradóttir, Ragna Benedikta Garðarsdóttir og Friðrik H. Jónsson.

(2007, janúar). Stuðningurinn heim: Þjónustukönnun fyrir

Reykjavíkurborg. Sótt 15. júní 2012 af

http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/velferdarsvid/rannsokni

r_kannanir/Stu_ningurinn_heim_-_Sk_rsla_2006.pdf.

Andreae, D. (1996). Systems theory and social work treatment. Í F. J. Turner

(ritstjóri), Social work treatment (4. Útgáfa). (bls. 601-616). New York: The

Free Press.

Auður Ósk Guðmundsdóttir og Helena Unnarsdóttir (2009). Laugarásvegur:

Greining og uppeldisráðgjöf. Í Halldór Sig. Guðmundsson og Silja Bára

Ómarsdóttir (ritstjórar). Rannsóknir í félagsvísindum X.

Félagsráðgjafardeild og stjórnmálafræðideild (bls 31-40). Reykjavík:

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Barnalög nr. 20/1992.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. (e.d.). Barnasáttmálinn – heildar texti. Sótt

6. október 2012 af

http://www.barnasattmali.is/barnasattmalinn/barnasattmalinnheildartex

ti.html.

Barnaverndarlög nr. 80/2002.

Barnaverndarstofa. (2011). Þjónusta fyrir börn sem búa við heimilisofbeldi. Sótt

27. október 2012 af http://bvs.is/?s=9&m=&id=383.

Page 94: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

86

Barnaverndarstofa. (e.d.a). Greining og uppeldisráðgjöf heim. Sótt 15. september

2012 af http://www.bvs.is/?s=9&id=267&m=.

Barnaverndarstofa. (e.d.b). 13. Kafli. Stuðningsúrræði. Sótt 15. september 2012

af http://bvs.is/?ser=288&m=1.

Beder, J. (1998). The home visit, revisited. Families in Society, 79(5), 514–522.

Bee, H. og Boyd, D. (2010). The developing child (12. útgáfa). Boston: Pearson.

Belsky, J., Lerner, R., M. og Spanier, G. (1984). The child in the family. New York:

Random House.

Berry, M. Charlson, R. og Dawson, K. (2003). Promising practices in

understanding and treating child neglect [rafræn útgáfa]. Child and Family

Social Work, 8, 13-24.

Birna María Svanbjörnsdóttir. (2007). Foreldrar og líðan barna: Vilja foreldrar

stuðning í foreldrahlutverkinu? Óbirt MA-ritgerð: Háskólinn á Akureyri,

kennaradeild.

Bowlby, J. (1952). Maternal care and mental health. Geneva: World health

organization.

Bragi Guðbrandsson (2004). Children in institutions: prevention and alternative

care. Sótt 3. september 2012 af

http://www.crin.org/docs/resources/treaties/crc.40/GDD_2005_CE_Child

ren_Institutions.pdf.

Brunette, M. F., Richardson, F., White, L., Bemis, G. og Eelkema, R. E. (2004).

Integrated family treatment for parents with severe psychiatric

disabilities [rafræn útgáfa]. Psychiatric rehabilitation journal, 28(2), 177-

180.

Corcoran, J. og Stephenson, M. (2000). The effectiveness of solution – focused

therapy with child behavior problems: A preliminary report [rafræn

útgáfa]. Families in Society, 81(5), 468-474.

Cullen, J. P., Ownbey, J. B. og Ownbey, M. A. (2010). The effects of the healthy

families America home visitation program on parenting attitudes and

practices and child social and emotional competence [rafræn útgáfa].

Child and Adolescent Social Work Journal, 27, 335-354.

Page 95: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

87

Cynthia Lisa Jeans og Sveindís Anna Jóhannsdóttir (2003, september).

Stuðningurinn heim – þróun nýs úrræðis í félagsþjónustu. Sótt 15. júní

2012 af

http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/skjol/svid/velferdarsvid/

utgefid_efni/skyrslur_kannanir/nyskopunarsjodsverkefni/Studningurinn_

heim(1).pdf.

Dunn, A., Jarger, E. og Webb, D. (2007). A last resort – the growing concern about

children in residential care. Sótt 3. nóvember 2012 af

http://resourcecentre.savethechildren.se/content/library/documents/las

t-resort-growing-concern-about-children-residential-care.

Egan, M. og Kadushin, G. (2004). Job satisfacation of home health social workers

in the enviroment of cost containment. Health and social work, 29(4),

287-296.

Esterberg, K. G. (2002). Qualitative methods in social research. New York:

McGraw-Hill Companies.

Félagsráðgjafafélag Íslands. (e.d.). Siðareglur félagsráðgjafa. Sótt 11. nóvember

2012 af

http://www.felagsradgjof.is/index.php?option=content&task=view&id=8

&Itemid=31.

Gingerich, W. J. og Eisengart, S. (2000). Solution – focused brief therapy: A

review of the outcome research [rafræn útgáfa]. Family Process, 39(4),

477-498.

Goleman, D. (2000). Tilfinningagreind (Áslaug Ragnars þýddi). Reykjavík: Iðunn.

Gruber, K. J., Fleetwood, T. W. og Herring, M. W. (2001). In-Home continuing

care services for substance – affected families: The bridges program

[rafræn útgáfa]. Social Work, 46(3), 267-277.

Guðný Hildur Magnúsdóttir (2002). Úttekt á barnavernd Reykjavikur: Úttekt á

skipulagsbreytingum sem urðu í barnavernd og félagsþjónustu í Reykjavík

með stofnun barnaverndar Reykjavíkur haustið 2000. Reykjavík:

Félagsþjónustan í Reykjavík.

Head, E. (2009). The ethics and implications of paying participants in qualiative

research. International Journal of Social Research Methodology, 12(4),

335-344.

Page 96: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

88

Helga Jónsdóttir. (2003). Viðtöl sem gagnasöfnunaraðferð. Í Sigríður

Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók: Í

aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls, 67-84). Akureyri:

Háskólinn á Akureyri.

Kadushin, A. og Kadushin, G. (1997). The social work interview (4. útgáfa). New

York: Columbia University Press.

Kristján Kristjánsson. (2003). Hugtakagreining. Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján

Kristjánsson (ritstjórar), Handbók: Í aðferðafræði og rannsóknum í

heilbrigðisvísindum (bls, 201-217). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Kvale, S. (1996). Interviews: An introduction to qualitative research interviewing.

California: Sage Publications.

Kvale, S. og Brinkmann, S. (2009). Interviews – learning the craft of qualitative

research interviews (2. útgáfa). California: Sage Publications.

LeCroy, C. W. og Krysik, J. (2011). Randomized trial of the healthy families

Arizona home visiting program [rafræn útgáfa]. Children and Youth

Services Review, 33, 1761-1766.

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.

Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000.

María Gunnarsdóttir. (2011). Stuðningsúrræðið tilsjón í barnaverndarmálum.

Óbirt MA-ritgerð: Háskóli Íslands, Félagsráðgjafardeild.

Mckergow, M. og Korman, H. (2009). Inbetween – neither inside nor outside: The

radical simplicity of solution – focused brief therapy [rafræn útgáfa].

Journal of Systemic Therapies, 28(2), 34-49.

Neuman, W. L. (2006). Social research methods (6. útgáfa). Boston: Pearson

Education Inc.

Nichols, M.P. (2010). Family therapy: Concepts and methods (9. útgáfa). Boston:

Pearson.

Ómar H. Kristmundsson. (1999, september). Starfsumhverfi ríkisstarfsmanna við

aldahvörf. Sótt 11. nóvember 2012 af

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Utgefin_rit/starfsumhverfi-1.pdf.

Page 97: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

89

Payne, M. (2005). Modern social work theory (3. útgáfa). London: Palgrave

macmillan.

Reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum

barnaverndarlaga nr. 652/2004.

Respler-Herman, M., Mowder, B. A., Yasik, A. E. og Shamah, R. (2012). Parenting

beliefs, parental stress and social support relationships [rafræn útgáfa].

Journal of Child and Family Studies, 21, 190-198.

Shazer, S. D. og Berg, I. K. (1997). What works? Remarks on research aspects and

solution – focused brief therapy [rafræn útgáfa]. Journal of Family

therapy, 19, 121-124.

Sigríður Halldórsdóttir. (2003). Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði. Í Sigríður

Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók: Í

aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls, 249-265).

Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Sigrún Júlíusdóttir (2001). Fjölskyldur við aldahvörf. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Sigurður Kristinsson. (2003). Siðfræði rannsókna og siðanefndir. Í Sigríður

Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók: Í

aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls, 161-179).

Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Sigurlína Davíðsdóttir. (2003). Eigindlegar eða megindlegar rannsóknaraðferðir? Í

Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók: Í

aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls, 219-235).

Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Silverman, D. (2010). Doing qualitative research (3. útgáfa). Thousand Oaks: Sage

Publications.

Stalker, C. A., Levene, J. E. og Coady, N. F. (1990). Solution – focused brief

therapy – one model fits all? [rafræn útgáfa]. Families in Society, 80(5),

468-477.

Thompson, N. (2009). Understanding social work (3. útgáfa). London: Palgrave

macmillan.

Timmer, S. G., Zebell, N. M., Culver, M. A. og Urquiza, A. J. (2010). Efficacy of

adjunct in-home coaching to improve outcomes in parent-child

Page 98: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

90

interaction therapy [rafræn útgáfa]. Research on Social Work Practice,

20(1), 36-45.

Tolfree, D. (1995) Roofs and roots: The care of separated children in the

developing world. Sótt 20. september af

http://www.crin.org/docs/roofs%20and%20roots.%20%20the%20care%2

0of%20separated%20children%20in%20the%20deve.pdf.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. (2009). [Stuðningurinn heim: Niðurstöður

þjónustumats]. Óútgefin gögn.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. (2010a). Ársskýrsla: Velferðarsvið

Reykjavíkurborgar 2010. Sótt 25. september 2012 af

http://reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/velferdarsvi_-

nytt/arsskyrslur/Velferdarsvid-arssk-2010_efnisyf.pdf.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. (2010b). [Stuðningurinn heim: Niðurstöður

þjónustumats]. Óútgefin gögn.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. (2011a). Starfs- og fjárhagsáætlun 2011. Sótt

27. október 2012 af

http://reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/velferdarsvi_-

nytt/lokadrogstarfs2511.pdf.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. (2011b). [Stuðningurinn heim: Niðurstöður

þjónustumats]. Óútgefin gögn.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. (e.d.). [Fjöldi notenda Stuðningsins heim á

árunum 2001-2011]. Óútgefin gögn.

Yegidis, B. L. og Weinbach, R. W. (2009). Research methods for social workers (6.

útgáfa). Boston: Pearson Education Inc.

Young, S. og Hawkins, T. (2006). Special parenting and the combined skills model

[rafræn útgáfa]. Journal of Applied Research in intellectual Disabilities, 19,

346-355.

Page 99: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

91

7 Fylgiskjal A: Leyfi Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Page 100: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

92

8 Fylgiskjal B: Viðtalsvísir: Notendur Stuðningsins heim

Bakrunnur

1. Aldur, sambúðarstaða, fjöldi barna?

2. Hvaða ár laukstu úrræðinu Stuðningurinn heim?

a. Hefur þú nýtt þér úrræðið oftar en einu sinni?

3. Hvað var barnið eða börnin þín gömul þú fékkst Stuðninginn heim?

Kynning og val á úrræðinu

4. Hver og hvernig var þér kynnt úrræðið í upphafi?

a. Hafðirðu heyrt um það áður?

5. Hvað fannst þér um úrræðið fyrst þegar þú heyrðir um starfsemi þess?

6. Voru þér kynnt önnur úrræði eða möguleikar samhliða?

a. Fékkstu aðra þjónustu samhliða Stuðningnum heim?

7. Hvað fékk þig til að velja Stuðninginn heim?

a. Mótaðist valið af þrýstingi frá utan að komandi aðilum?

8. Hvaða væntingar hafðirðu í upphafi til Stuðningsins heim?

9. Varstu vel upplýst/ur um hvers konar starf er unnið í Stuðningnum heim?

Barnavernd

10. Hefur þú þurft að vinna með barnavernd?

a. Ef svo er var það á undan stuðningum heim? Samhliða? Eða eftir?

Starfsmenn Stuðningsins heim

11. Hvernig leist þér á starfsmanninn/starfsmennina sem komu inn á heimili þitt?

a. Skapaðist traust til starfsmanns Stuðningsins heim?

b. Hvernig upplifðu aðrir á heimilinu samstarfið við starfsmann Stuðningsins heim?

12. Hvernig var þér tekið af starfsmönnum Stuðningsins heim?

13. Var þér gefið tækifæri til að koma þínum sjónarmiðum á framfæri á meðan þú fékkst Stuðninginn heim?

a. Var tekið mark á þínum sjónarmiðum?

Að upplýsa aðra um Stuðninginn heim

14. Hvernig útskýrðirðu fyrir barni eða börnum starfsemi Stuðningsins heim?

a. Hver voru viðbrögð barnanna?

b. Vissi stórfjölskyldan að þú fengir Stuðninginn heim?

c. Sagðirðu öðrum frá því að þú fengir þessa þjónustu?

Page 101: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

93

Markmið

15. Hver setti markmiðin sem unnið var að í Stuðningnum heim?

16. Voru markmið þín með Stuðningnum heim skýr frá upphafi?

a. Breyttust þau þegar leið á starfið?

b. Ef svo er, hvernig breyttust þau og af hverju?

17. Náðir þú þeim markmiðum sem unnið var að?

a. Ef ekki, af hverju var markmiðunum ekki náð?

b. Hefði verið hægt að gera eitthvað annað til að tryggja að markmiðunum hefði verið náð?

Tímalengd úrræðisins

18. Finnst þér tímabilið sem þú fékkst stuðninginn nýtast vel?

a. Hefðirðu viljað nýta það öðruvísi?

19. Fannst þér 6-8 vikur hæfilegur tími?

a. Var tímalengd hverrar heimsóknar hæfileg?

20. Varstu sátt/ur þegar stuðningnum lauk?

21. Var þér boðin eftirfylgni að loknu tímabilsins?

a. Ef svo er, nýttirðu þér það og hversu lengi var eftirfylgnin?

Viðhorf og upplifanir á starfinu

22. Var aðstoðin í samræmi við væntingar þínar?

23. Fannst þér árangur af Stuðningnum heim fyrir þig eða þína fjölskyldu?

24. Hvernig finnst þér Stuðningurinn heim hafa nýst þegar til lengri tíma er litið?

a. Hvað nýttist best af því sem þú lærðir á Stuðningum heim?

b. Notar þú enn í dag það sem þú lærðir í úrræðinu, voru einhverjar breytingar til frambúðar?

c. Hvað nýtist best?

d. Er eitthvað sem nýttist illa sem þú lærðir í úrræðinu?

25. Hefði verið hægt að gera eitthvað til að bæta þjónustuna?

26. Er eitthvað sem þú hefðir viljað hafa öðruvísi? Hvað?

27. En svona að lokum er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Page 102: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

94

9 Fylgiskjal C: Viðtalsvísir: Starfsmenn Stuðningsins heim

Bakgrunnur

1. Menntun og starfsaldur í úrræðinu

Að starfa í úrræðinu

2. Hver er þín upplifun af því að fara á heimili annarra og veita stuðning?

3. Hvernig finnst þér að fara í fyrstu heimsókn hjá fjölskyldu?

a. Finnst þér þú hafa fengið nægilegar upplýsingar um fjölskylduna?

b. Ef ekki, væri hægt að gera eitthvað öðruvísi til að tryggja betri upplýsingar?

Að vinna með markmiðin

4. Hver ákveður hvað skal gera til að ná markmiðunum? Búa til leiðir eða verkefni til að ná settum markmiðum?

5. Haldast markmiðin út tímabilið eða breytast þau þegar líður á vinnuna?

6. Hefur komið upp sú staða að þú eða fjölskylda hefur verið ósammála upphaflegu markmiðunum?

a. Ef svo er, hvernig hefur verið leyst úr því?

Starfið sjálft

7. Hvað af því sem þú gerir nýtist best inn á heimilinu?

8. Hver finnst þér vera mesti árangurinn af starfinu inn á heimilinu?

9. Hvað finnst þér um tímaþáttinn? Þarf hann að vera lengri eða mætti hafa þetta styttra?

10. Ertu sátt/ur við það hvernig lokin eru þegar þegar Stuðningurinn heim hættir?

a. Ef ekki, hvernig myndirðu vilja sjá þetta öðruvísi?

Hugmyndafræði úrræðisins

11. Hvað fannst þér með lausnamiðaða hugmyndafræði, hvernig nýtist hún, hvað finnst þér nýtast best úr þeirri hugmyndafræði?

a. Er eitthvað sem þér finnst nýtast lítið úr þessari hugmyndafræði?

12. Ffyrir hvaða hópa telur þú að þessi þjónusta nýtist best?

a. Er einhver hópur sem erfitt er að vinna með og úrræðið nýtist ekki sem skildi?

b. Ef svo er, hvernig væri hægt að vinna með þeim hópi öðruvísi?

Að vinna með foreldrum

13. Finnst þér foreldrar gera sér grein hvað felst í því að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett?

Page 103: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

95

14. Hvaða þætti í fari foreldra telur þú mikilvæga til að ná árangri?

15. Finnst þér foreldrar skilja í hverju starf þitt felst?

16. Hvernig er að setja fagleg mörk við skjólstæðinga þegar þið vinnið inni á heimili þeirra?

a. Hvernig er tekið á máli þegar skjólstæðingur fer yfir fagleg mörk?

Upplifun starfsmanna á vinnu sinni

17. Finnst þér vera gerðar raunhæfar kröfur og væntingar til þín sem starfsmanns?

18. Telur þú mikið álag á starfsmönnum stuðningsins heim?

19. Finnst þér þú fá nægilegan faglegan stuðning?

a. Færðu handleiðslu? Hvað heldur þú að þú sækir að meðaltali handleiðslu oft?

20. Hvert leitar þú þegar erfið mál koma upp?

21. Færðu tækifæri til að fara á námskeið og nýta þér endurmenntun?

a. Hvað finnst þér hafa nýst best af því sem þú hefur sótt?

22. Finnst þér tilkynningaskyldan valda togstreitu í starfinu?

23. Hvernig finnst þér samvinna við aðrar stofnanir og aðra fagaðila ganga?

a. Vita aðrar stofnanir hvað felst í starfinu Stuðningurinn heim?

b. Eitthvað sem mætti breyta eða bæta?

24. Er eitthvað sem þú ert ósammála og myndir vilja breyta innan úrræðisins Stuðningurinn heim?

25. Og að lokum, er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Page 104: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

96

10 Fylgiskjal D: Kynningarbréf

Stuðningurinn heim: Afdrif og viðhorf

Ágæti viðtakandi.

Marta J. Hermannsdóttir heiti ég og er meistaranemi á 5. ári í félagsráðgjöf við

Háskóla Íslands. Hluti námsins er rannsóknarverkefni sem ég er að vinna í

samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Heiti rannsóknarverkefnisins er

"Stuðningurinn heim – afdrif þeirra sem útskrifuðust úr úrræðinu á árunum 2009

- 2011“. Sigurveig H. Sigurðardóttir dósent við félagsráðgjafardeild Háskóla

Íslands er leiðbeinandi og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.

Markmið rannsóknarinnar er að svara því hver séu afdrif þeirra foreldra sem

fengu Stuðninginn heim og kanna hvort eitthvað mætti betur fara varðandi

úrræðið. Mikilvægt er að fá sjónarhorn þeirra sem notað hafa þjónustuna og

vonast er til að niðurstöður rannsóknarinnar geti gefið vísbendingar um hvernig

hægt er að veita enn betri þjónustu í framtíðinni.

Ég leita til þín með ósk um að þú gefir kost á þér til þátttöku í rannsókninni.

Rannsakandi mun taka eitt viðtal við hvern þátttakanda og er áætlað að viðtalið

taki ekki klukkustund. Viðtölin verða tekin á tímabilinu 17. september og 15.

október 2012. Tímasetning og staðsetning viðtalanna verður samkomulag milli

rannsakanda og þátttakenda. Ef þú ert tilbúin/n til að taka þátt í rannsókninni,

vinsamlegast hafðu samband í síma 823-5456 eða með tölvupósti á netfangið

[email protected].

Vert er að taka fram að kynnisbréf þetta er sent út á vegum velferðarsviðs

Reykjavíkurborgar og hefur rannsakandi ekki fengið upplýsingar um þá

einstaklinga sem lokið hafa úrræðinu. Gætt verður fyllsta trúnaðar og gengið úr

skugga um að upplýsingar sem koma fram í viðtölum séu á engan hátt

rekjanlegar til þátttakenda. Ef einhverjar spurningar vakna um rannsóknina má

hafa samband við rannsakanda í síma eða með tölvupósti. Einnig má hafa

samband við ábyrgðarmann rannsóknarinnar rafrænt á netfangið [email protected].

Page 105: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

97

Þátttakendur rannsóknarinnar eiga kost á því að vinna 10 þús. kr. gjafabréf í

Kringlunni og verður einn vinningshafi dreginn út 1. desember 2012.

Með von um góðar viðtökur,

Marta J. Hermannsdóttir S: 823-5456 E-mail: [email protected]

Page 106: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

98

11 Fylgiskjal E: Upplýst samþykki

Upplýst samþykki fyrir þátttöku í rannsókn

Rannsókn á afdrifum og viðhorfi þeirra sem lokið hafa úrræðinu Stuðningurinn heim á árunum 2009-2011

Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar og leiðbeinandi rannsóknaraðila er Sigurveig H.

Sigurðardóttir, dósent við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Rannsóknaraðili

er Marta J. Hermannsdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf til starfsréttinda við

Háskóla Íslands. Rannsókn þessi er unnin í samstarfi við velferðarsvið

Reykjavíkurborgar. Vakni einhverjar spurningar er varða rannsóknina má hafa

samband við rannsóknaraðila á póstfangið: [email protected] eða í síma: 823-5456 eða

við ábyrgðarmann rannsóknarinnar á póstfangið: [email protected] eða í síma: 525-

5222.

Tilgangur og markmið rannsóknarinnar er að kanna afdrif og viðhorf fjölskyldna

sem hafa nýtt sér úrræðið Stuðningurinn heim á árunum 2009-2011.

Þátttakendur buðust til að taka þátt í rannsókninni eftir að hafa fengið

kynningarbréf um rannsóknina sem var sent af velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Í

þessum hluta rannsóknarinnar er leitast eftir að taka viðtöl við foreldra sem hafa

nýtt sér úrræðið Stuðningurinn heim. Eitt viðtal verður tekið við hvern

þátttakanda og áætlað er að hvert viðtal taki um eina klukkustund. Viðtölin fara

fram þar sem þátttakandi óskar, t.d. í heimahúsi eða í þjónustumiðstöð

Breiðholts. Í öðrum hlutum rannsóknarinnar verða tekin viðtöl við starfsfólk

Stuðningsins heim og fyrirliggjandi gögn sem eru í vörslu velferðarsviðs

Reykjavíkurborgar verða skoðuð. Fyrirliggjandi gögn eru nafnlaus matsblöð sem

þátttakendur úrræðisins hafa fyllt út. Einnig verða fengnar tölulegar upplýsingar

um þá sem nýttu sér úrræðið á árunum 2009-2011.

Viðtölin við þátttakendur verða hljóðrituð og afrituð af rannsakanda til að

auðvelda gagnaúrvinnslu. Einungis rannsóknaraðili hefur aðgang að viðtölunum

en ef þörf þykir getur rannsóknaraðili leitað til ábyrgðarmanns á

rannsóknartímabilinu. Gögnin verða dulkóðuð svo ekki verði mögulegt að rekja

viðtölin aftur til þátttakenda. Að rannsókn lokinni verður öllum gögnum

viðtalanna eytt. Í lokaskýrslu rannsóknarinnar verður fjallað um meginþemu sem

Page 107: Viðhorf og upplifun notenda Joy... · 2018-10-15 · 4.3 Viðhorf notenda til starfsemi Stuðningsins heim ... leyfisbréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, ... 2.1 Stefna og

99

komu fram í rannsókninni og vísað í viðtölin eins og við á. Engin atriði sem koma

fram í lokaskýrslunni verða rekjanleg til þátttakenda.

Viðtölin verða tekin á tímabilinu 17. september – 15. október 2012.

Rannsóknarlok eru áætluð í desember 2012. Lokaskýrsla rannsóknarinnar verður

birt á Skemmunni (skemman.is) og eitt eintak verður aðgengilegt á

Landsbókasafni Íslands.

Þátttakendum er frjálst á öllum stigum rannsóknarinnar að hætta þátttöku án

frekari eftirmála. Ekki verður greitt fyrir þátttöku en einn heppinn þátttakandi

vinnur 10 þúsund króna gjafabréf í Kringlunni. Vinningshafinn verður dregin út af

starfsmanni Reykjavíkurborgar þann 1. desember 2012.

Mér hefur verið kynnt þessi rannsókn og er ljóst að markmið hennar er að skapa

þekkingu um þá sem hafa nýtt sér úrræðið Stuðningurinn heim á árunum 2009-

2011. Með undirskrift minni samþykki ég þátttöku í rannsókn þessari og er mér

ljóst í hverju þátttaka mín felst. Ég geri mér grein fyrir því að ég get dregið

samþykki mitt til baka á hvaða stigi rannsóknarinnar sem er. Ég

undirrituð/undirritaður lýsi hér með yfir samþykki mínu til þátttöku í þeirri

rannsókn sem um ræðir.

__________________________________________________

Dagsetning og undirskrift þátttakanda

______________________________ ______________________________

Undirskrift rannsóknaraðila, Undirskrift ábyrgðaraðila,

Marta J. Hermannsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir