vinna í Þingvallaþjóðgarði 2011

8
Vinna í Þingvallaþjóðgarði 2011 Yfirlit Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá) voru stofnuð 1986 og eru því 25 ára um þessar mundir. Tilgangurinn með samtökunum er: - Að vernda náttúruna. - Að veita fólki tækifæri til þess að vinna að náttúruvernd. - Að auðvelda fólki umgengni um náttúruna, að fræðast um hana og njóta náttúrufegurðar. Samtökin hafa löngum haldið vöku sinni og leitað sjálf að brýnum verkefnum sem þjóni þessum tilgangi og aðrir eru ekki að sinna. Sjálfboðaliðasamtökin byrjuðu á árinu á nýju verkefni í Þingvallaþjóðgarði. Það er að frumkvæði Sigrúnar Helgadóttur sem hefur verið að rannsaka og skrifa um þjóðgarðinn undanfarin ár og var hún okkar verkstjóri í því öllu ásamt Þorvaldi. Verkefnið er að finna, merkja og opna fornar leiðir til Þingvalla sem ekki hafa verið farnar lengi. Þær hafa því gróið saman með lyngi, kjarri og trjám og horfið sýn manna. Sigrún og Ólafur maður hennar höfðu leitað og fundið nokkrar leiðir með hjálp ýmissa gagna sem m.a. voru fengin frá þjóðgarðinum. Undirbúningur verkefnis Sjá var í samráði við þjóðgarðsvörð og fræðslufulltrúa þjóðgarðsins og með samþykki þessara aðila. Farnar voru 2 dagsferðir til að leita að leiðum; þann 30. apríl (13 manns) og 18. júní (9 manns, þar af tveir frá Ferli). Í síðara skiptið var Ómari Smára í Ferli boðið með og varð árangurinn m.a. sá að finna og staðsetja Sigurðarsel sem heimildir voru um en enginn vissi hvar væri. Um fund þennan birtust fréttir í fjölmiðlum. Svo var farið þriðja sinni 24. sept. (5 manns) og merkt leiðin frá Klukkustíg yfir Hrafnagjá að forna eyðibýlinu Þórhallastöðum, um 2 km leið, með því að hnýta borða í trjágreinar. Þurfti sums staðar að velja milli leiða þar sem gatan skiptist á flatlendum svæðum.

Upload: borvaldur-oern-arnason

Post on 24-Mar-2016

226 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá) byrjuðu að frumkvæði Sigrúnar Helgadóttur á því verkefni í Þingvallaþjóðgarði að finna og opna fornar leiðir til Þingvalla sem ekki hafa verið farnar lengi og horfið í lyngi og kjarr.

TRANSCRIPT

Page 1: Vinna í Þingvallaþjóðgarði 2011

Vinna í Þingvallaþjóðgarði 2011

YfirlitSjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá) voru stofnuð 1986 og eru því 25 ára um þessar mundir. Tilgangurinn með samtökunum er: - Að vernda náttúruna.- Að veita fólki tækifæri til þess að vinna að náttúruvernd.- Að auðvelda fólki umgengni um náttúruna, að fræðast um hana og njóta náttúrufegurðar.Samtökin hafa löngum haldið vöku sinni og leitað sjálf að brýnum verkefnum sem þjóni þessum tilgangi og aðrir eru ekki að sinna. Sjálfboðaliðasamtökin byrjuðu á árinu á nýju verkefni í Þingvallaþjóðgarði. Það er að frumkvæði Sigrúnar Helgadóttur sem hefur verið að rannsaka og skrifa um þjóðgarðinn undanfarin ár og var hún okkar verkstjóri í því öllu ásamt Þorvaldi. Verkefnið er að finna, merkja og opna fornar leiðir til Þingvalla sem ekki hafa verið farnar lengi. Þær hafa því gróið saman með lyngi, kjarri og trjám og horfið sýn manna. Sigrún og Ólafur maður hennar höfðu leitað og fundið nokkrar leiðir með hjálp ýmissa gagna sem m.a. voru fengin frá þjóðgarðinum. Undirbúningur verkefnis Sjá var í samráði við þjóðgarðsvörð og fræðslufulltrúa þjóðgarðsins og með samþykki þessara aðila.Farnar voru 2 dagsferðir til að leita að leiðum; þann 30. apríl (13 manns) og 18. júní (9 manns, þar af tveir frá Ferli). Í síðara skiptið var Ómari Smára í Ferli boðið með og varð árangurinn m.a. sá að finna og staðsetja Sigurðarsel sem heimildir voru um en enginn vissi hvar væri. Um fund þennan birtust fréttir í fjölmiðlum. Svo var farið þriðja sinni 24. sept. (5 manns) og merkt leiðin frá Klukkustíg yfir Hrafnagjá að forna eyðibýlinu Þórhallastöðum, um 2 km leið, með því að hnýta borða í trjágreinar. Þurfti sums staðar að velja milli leiða þar sem gatan skiptist á flatlendum svæðum. Þá var allt klárt fyrir fyrsta opnunarátakið, en 1. okt. mættu 22 sjálfboðaliðar og unnu frá 10:30 – 16:30 við að klippa og saga trjá- og runnagróður. Veður var skýjað en þurrt að mestu og lauf byrjað að falla og litadýrð mikil. Verkfærin voru klippur af ýmsum gerðum, bæði frá

Page 2: Vinna í Þingvallaþjóðgarði 2011

Þjóðgarðinum og sjálfboðaliðunum sjálfum, einnig bogasagir. Að jafnaði var klippt allt að metersbreið leið. Gerð voru tvö matar- og kaffihlé en annars unnið nokkuð sleitulaust. Verkið vannst vel og var lokið á einum degi, en eftir er að merkja leiðina með stikum, setja skilti við endana og huga vel að öryggi gangandi vegfarenda á Klukkustíg í Hrafnagjá. Öll þessi vinna var mjög skemmtileg og hóflega erfið í dásamlegu umhverfi og veðri sem var allt frá rigningu upp í glaða sólskin. Ekki spilltu haustlitirnir í síðustu ferðunum. Síðasta ferðin var jafnframt fyrri hluti afmælishátíðar samtakanna í tilefni þess að þau hafa lifað og starfað í aldarfjórðung. Síðari hluti hátíðarinnar var veisla í umhverfissetrinu Alviðru við Ingólfsfjall þá um kvöldið.Hér á eftir er nánari lýsing á undirbúningsferðunum til Þingvalla í sérstökum skýrslum.

Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd í Þingvallaþjóðgarði 2010 – undirbúningsferðir Á aðalfundi samtakanna fyrir 2 árum var ákveðið að leita að þörfum verkefnum í Þingvalla-þjóðgarði sem hentað gætu samtökunum og samræmst markmiðum þeirra. Einnig var tekið mið af þeim markmiðum stjórnvalda og þjóðgarðsins sjálfs að mæta aukningu ferðamanna og dreifa álaginu af ferðum þeirra með því að opna þeim nýjar áhugaverðar leiðir.

Haft var samband við Ólaf þjóðgarðsvörð og Guðrún yfirlandvörður kom á fund stjórnarinnar í vetur. Í framhaldi af því efndu samtökin til þriggja dagsferða á Þingvöll til að kynna sér aðstæður og undirbúa verkið.

Skoðunarferð á Þingvöll laugardag 30. apríl 2011Við söfnuðumst saman í strætóstöðinni í Mjódd kl. 11 á laugardagsmorgni, sameinuðumst í bíla og ókum á Þingvöll. Það var snjókoma í Reykjavík og slydda á Mosfellsheiði en bara rigning og snjólaust á Þingvöllum. Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, tók á móti okkur í þjónustumiðstöðinni á tjaldsvæði þjóðgarðsins. Hún hafði boðist til að leiðsegja okkur um staði sem ekki allir þekkja. Sigrún er einn af stofnfélögum Sjálfboðaliðasamtakanna (1986). Hún þekkir vel til á Þingvöllum enda er hún að skrifa bók um þjóðgarðinn. Þarna hélt hún tölu og nýtti sér kort af þjóðgarðinum sem hangir uppi í þjónustu-miðstöðinni og beindi athyglinni að gömlum leiðum um austurhluta þjóðgarðsins, í kring um eyðibýlin

Hraunkot og Skógarkot og út fyrir Hrafnagjá. Sumar þessara leiða eru ekki þekktar með vissu og sumar eru þekktar en ómerktar.

Við hófum gönguna í nánd við Skógarkot, gengum af þjóðveginum ómerkta slóð sem Sigrún og Ólafur, maður hennar höfðu klippt í fyrra til að komast þar um. Jörðin var gegnsósa vegna votviðris undanfarið og sums staðar þurfti að ganga út fyrir götuna til að sökkva ekki í leirdrullu. Við gengum að túni Skógarkots og áfram að Þórhallastöðum. Leiðin milli þessara nágrannabæja er stikuð en ómerkt. Á Þórhallastöðum var eina örugga vatnsbólið á

Page 3: Vinna í Þingvallaþjóðgarði 2011

þessu svæði og líklegt að fólkið í Skógarkoti hafi þurft að sækja vatn þangað eða í vatnsgjár, drjúgan spöl. Mikið hefur verið gróðursett af rauðgreni milli bæjanna og alveg ofan í vatnsbólið á Þórhallastöðum. Vatnsbólið er í botni jarðfalls sem nefnist Ölkofradalur. Þar sáum við þarft verkefni að ryðja skóginn við vatnsbólið áður en meiri skaði hlýst af og nýta m.a. í jólatré.

Sigrún sagði okkur skemmtilega sögu af Þórhalli sem einnig var nefndur Ölkofri, en hann var eins konar veitingamaður á Alþingi hinu forna og bruggað öl, kannski úr vatni úr vatnsbólinu góða.

Við gengum síðan niður á Skógarkotsveg sem er reiðvegur. Hann liggur um klappir og ein þeirra mun heita Pelahella. Þar skildu fyrrum leiðir þeirra sem fóru austur að Klukkustíg og þeirra sem fóru suður að vatninu um Hallstíg, en aðeins voru þær tvær leiðir greiðar yfir Hrafnagjá. Reiðleiðin liggur enn um syðri leiðina en ekki er alveg ljóst hvar hin forna leið að Klukkustíg lá. Sigrún benti okkur á að einmitt á þessum árstíma er auðveldast að sjá gamlar götur, áður en gróður hylur þær á ný.

Við skoðuðum stórfenglegar hlaðnar rústir Skógarkots.

Við fórum síðan í bílana og ókum yfir Klukkustíg á Hrafnagjá. Þar gengum við stíg sem Sigrún og Ólafur höfðu klippt úr að helli nokkrum sem mun hafa verið nýttur sem fjárskýli frá Gjábakka. Þar snæddum við nesti – í vorrigningunni. Sumir í hellinum, aðrir utan hans. Við hellismunnann eru hleðslur sem eru að hrynja og freistandi væri að endurhlaða svo leiðin í hellinn verði greið og örugg.

Við enduðum á að skoða réttina í Skógarhólum, en Guðrún yfirlandvörður hafði bent á hana sem verkefni fyrir Sjálfboðaliðasamtökin síðari hluta sumars. Landsamband hestamanna hefur aðstöðu í Skógarhólum og réttin er notuð af hestamönnum. Hún er býsna stór, og illa farin og mikið verk að gera vel við hana og líklega ofviða þessum samtökum.

Þessari ágætu ferð lauk í Mjóddinni í Reykjavík kl. 16.30 og vorum við misblaut en glöð. Við vorum 13 manns að leiðsögumanni meðtöldum. Þökkum Sigrúnu Helgadóttur fyrir frábæra leiðsögn.

Önnur undirbúningsferðin á Þingvöll

Síðan fórum við öðru sinni á Þingvöll laugardaginn 18. júní undir leiðsögn Sigrúnar. Við vorum 9 talsins: Undirritaður Þorvaldur Örn, Sigrún Helgadóttir og Ólafur Andrésson hennar maður, Ragnheiður E. Jónsdóttir, Björg Ólínudóttir, Sigrún Davíðsdóttir, Jóhanna Berghild Hergeirsdóttir, Ásbjörn Harðarson og Ómar Smári Ármannsson. Þeir tveir síðastnefndu eru félagar í Ferli. Undirritaður hafði beðið Ómar um að koma með í þessa ferð og leggja okkur lið, en hann hefur rannsakað Reykjanesskagann allt til Þingvalla í rúma tvo áratugi, ekki síst gamlar þjóðleiðir. Ferðinni hafði verið frestað um tvær vikur til að finna tíma þegar Ómar kæmist, en hann var m.a. að útskrifast sem fornleifafræðingur viku fyrir þessa ferð.

Erindið í þessari ferð var að kanna gamlar leiðir um sunnanverðan þjóðgarðinn og var ákveðið að einbeita sér að leiðinni að Hellishæð, Selsstíg og Klukkustíg. Leiðir þessar hafa ekki verið farnar í áratugi og eru að mestu horfnar í skóg og því vandasamt að finna þær og fylgja þeim. Sigrún og Ólafur maður hennar hafa margsinnis skoðað þessar leiðir og voru komin með GPS-uppdrátt að legu þeirra sem við fylgdum. Oft greindist leiðin í margar götur og álitamál hver þeirra sé aðal gatan og eins hver þeirra væri heppilegust fyrir ferðamenn og náttúruskoðendur. Hópurinn dreifðist stundum um ólíkar götur og prófaði þannig hver væri heppilegust. Víða var mjög erfitt að komast um vegna þétts birkiskógar, enda vex birki- og víðinýgræðingur gjarna upp úr götum sem lítil umferð er um.

Page 4: Vinna í Þingvallaþjóðgarði 2011

Fyrsta áning var við hellinn á Hellishæð, en leiðin liggur við hann. Hann var áður skjól fyrir sauðfé eins og títt var á þessu svæði þar sem sauðfé gekk úti í skóginum. Í síðari áningarstað, þegar skammt var eftir að Hrafnagjá, var mikið rætt um Sigurðarsel sem margar heimildir eru um en enginn vissi hvar væri. Sigrún las upp heimildir um selið og sagði frá ólíkum merkingum á korti. Síðan var gengið áfram sem leið lá að Hrafnagjá og skipti engum togum að Ómar Smári gekk fram á röð af steinum sem hann fullyrti að væri rústir stekks (þar sem féð var rekið inn) og að rústir selshúsanna hlytu að vera þar skammt undan. Eftir að hafa horft í kringum sig kom hann auga á húsarústir sem sást móta fyrir, vel huldar gróðri. Við

nánari

könnun tókst að staðsetja stofu, eldhús, búr og lítið úthýsi sem gæti hafa verið brunnur. Þetta var 278. selið sem Ómar Smári finnur og skrásetur í Landnámi Ingólfs. Geri aðrir betur! Það voru upplýsingar frá Sigrúnu Helgadóttur sem komu honum á sporið en enginn okkar í hópnum nema hann hefði komið auga á selstóftirnar jafnvel þótt við hefðum staðið á þeim! Selið er á afar flottum stað þar sem sér bæði yfir Þingvellina og Hrafnagjána.

Veðrið var gott og ferðin afar fróðleg og skemmtileg. Sérstaklega voru Ómar, Sigrún og Ólafur hafsjór fróðleiks.

Við bíðum þess óþreyjufull að Sigrún ljúki við bók sína um Þingvallaþjóðgarðinn og að Ómar Smári komi á prent þekkingu sinni um Reykjanesskagann allan, ekki síst selin. Sigrún hefur m.a. gefið út bók um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum og Ómar Smári heldur úti vefnum www.ferlir.is þar sem m.a. má lesa um Sigurðarsel: http://www.ferlir.is/?id=14997

Fundur selsins var strax daginn eftir komin á mbl.is, sjá http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/19/sigurdarsel_fundid/. 

Tíminn leyfði ekki að við könnuðum Klukkustíg til hlítar. Sigrún telur ráðlegt að endurvekja margar leiðir að Þingvöllum, m.a. á milli Leira og Ármannsfells þar sem m.a. vantar prílur yfir girðingu.

Á norðurbakka Hrafnagjár eru leifar af girðingu sem þarft væri að fjarlægja (nema hún teljist fornminjar?). Sömuleiðis mikið af upprúlluðu kolryðguðu girðingarneti sem er leifar annarrar girðingar austan Hrafnagjár.

Page 5: Vinna í Þingvallaþjóðgarði 2011

Tilgangur ferðarinnar var öðrum þræði að finna þörf verkefni fyrir Sjálfboðaliðasamtökin. Það er engin spurning í okkar huga að það þarf að merkja þessar gömlu leiðir og klippa kjarr og saga úr þeim stærðar tré því víða er vaxinn svo mikill skógur í göturnar að þær eru nánast ófærar. Þarna sjáum við fram á skemmtileg verkefni fyrir sjálfboðaliða: að stika, saga og klippa. Einnig væri þarft að fjarlægja girðingaleifarnar, þó það sé e.t.v. ekki jafn skemmtilegt verkefni. Samtökin munu bjóða stjórn þjóðgarðsins og þjóðgarðsverði krafta sína og sérþekkingu til að þessar leiðir opnist almenningi og þjóðgarðurinn njóti sín sem best.

Nokkrar myndir úr ferðinni birtast hér: http://frontpage.simnet.is/sja.is/myndir.htm

 

Þorvaldur Örn Árnason.

Þriðja undirbúningsferðin í Þingvallaþjóðgarð, 27. sept. 2011

Við Sigrún Helgadóttir, Sigrún Davíðs, Sveinn Jóhannsson og Jóna kona hans áttum dýrðlegan dag á Þingvöllum og unnum gott dagsverk. Við vorum að undirbúa það að opna hinn forna Klukkuveg viku síðar, en hann hefur verið týndur í áratugi og kjarrið hefur breitt sig yfir hann.

Við Sigrúnirnar lögðum af stað úr Reykjavík kl. rúmlega 9 og komum ekki til baka fyrr en um kl.18. Sveinn og Jóna komu beint úr sumarbústað. Við lögðum af stað í rigningu en það stytti upp á Mosfellsheiðinni þar sem við hlustuðum á Rás-1 á undirritaðan segja Steinunni Harðardóttur frá Sjálfboðaliðasamtökunum. Þátturinn er endurtekinn á miðvikudag kl. 21:10 og er líka hægt að hlusta á í tölvu: http://dagskra.ruv.is/ras1/4595179/2011/09/24/

Við lögðum bílunum á bílastæði þar sem þjóðvegurinn fer yfir Hrafnagjá, en það er einmitt á Klukkustíg (á Þingvöllum var orðið stígur einungis notað þar sem leið liggur yfir gjá). Þarna er óleyst vandamál sem magnaðist við lagningu nýs vegar til Laugarvatns. Nú þeysir þarna ótrúlegur fjöldi á bílum sínum gegnum þjóðgarðinn og okkur virtist enginn virða 50 km hámarkshraða sem þó er rækilega merktur. Eins og nú er háttað er fótgangandi fólk í lífshættu á hinum forna Klukkustíg yfir Hrafnagjá. Þarna verða yfirvöld þjóðgarðsins og vegamála að ráða bót á áður en slys hlýst af.

Eftir að hafa sloppið lifandi frá ökuþórunum þræddum við okkur eftir hinum horfna Klukkuvegi með hjálp GPS-hnita sem Sigrún Helgadóttir og Ólafur, maður hennar, hafa staðsett og safnað undanfarin ár. Klukkuleiðin liggur nefnilega frá Klukkustíg og áfram milli Klukkuhóla að hinu forna eyðibýli Þórhallastöðum og Ölkofradal.

Við merktum alla þessa leið með bláum borðum sem við hnýttum í trjágreinar, þannig að nú fyrst er auðvelt að rata hana. Það verður enn auðveldara eftir að fjöldi sjálfboðaliða er búinn að saga öll tré og klippa allar greinar sem þvælast fyrir þeim sem nú reynir að fara leiðina.

Þegar við höfðum merkt leiðina norður eftir og gengum hana til baka virtist á flestum stöðum alveg ljóst að einmitt þarna lægi leiðin. Á þeim stöðum sem gengið er á milli tveggja hraunkolla er yfirleitt aðeins ein mjög greinileg gata en á sléttari svæðum greinist hún gjarna í margar samsíða götur. Þar þurftum við að velja hvaða götu ætti að merkja og klippa. Við létum það ráðast af því hvaða gata væri greinilegust og einnig hverja væri auðveldast að ganga.

Það sem helst tafði vinnu okkar var berjatínsla. Þarna er allt blátt af stórum (of)þroskuðum bláberjum sem eru mjög áberandi blá því lyngið er orðið skærrautt og reyndar byrjað að fella laufið. Þau voru bragðgóð en henta best til að tína upp í sig, því þau eru viðkvæm og hættir til að springa.

Við fimm sem fórum þessa undirbúningsferð erum þar með reiðubúin að verkstýra stórum hópi sjálfboðaliða og klára að opna þessa leið næstkomandi laugardag 1. okt. Að því verki loknu er sjálfboðaliðum og öðrum félagsmönnum boðið til afmælisveislu í Alviðru í heimleiðinni, borða þar góðan mat og spjalla og spekúlera um fortíð og framtíð samtakanna sem hafa lifað góðu lífi í aldarfjórðung.

Í 25 ár hefur tilgangur Sjálfboðaliðasamtakanna verið þessi:

Page 6: Vinna í Þingvallaþjóðgarði 2011

- Að vernda náttúruna.- Að veita fólki tækifæri til þess að vinna að náttúruvernd.- Að auðvelda fólki umgengni um náttúruna, að fræðast um hana og njóta náttúrufegurðar.Opnun Klukkuleiðarinnar á Þingvöllum er í fullu samræmi við þessi markmið. Samtökin eru að gefa sjálfboðaliðum tækifæri til að vinna létta og skemmtilega vinnu á Þingvöllum einn fagran haustlitadag og láta jafnframt gott af sér leiða. Innifalin er fræðsla um svæðið en Sigrún Helgadóttir hefur gjörkannað það. Við munum með þessari framkvæmd gefa almenningi tækifæri til að kynnast friðsælli og fallegri gönguleið og njóta þar mikillar náttúrufegurðar.

Menn gætu helst spurt hvernig það samræmist náttúruvernd að saga og klippa innlendan trjágróður. Svarið væri þá að með því að opna þessa leið erum við að beina umferð náttúruskoðara og útivistarfólks að nýjum stöðum og hlífa þannig öðrum fjölfarnari svæðum þar sem þeir annars myndu fara um.

Þorvaldur Örn Árnason, formaður Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd