námsmat: straumar og stefnur spjallað við stjórnendur í framhaldsskólum 7. febrúar 2011...

Post on 19-Dec-2015

235 Views

Category:

Documents

5 Downloads

Preview:

Click to see full reader

TRANSCRIPT

Námsmat: Straumar og stefnurSpjallað við stjórnendur í framhaldsskólum 7. febrúar 2011

Ingvar SigurgeirssonMenntavísindasviði Háskóla Íslands

Mig langar að biðja þig að ræða svolítið um námsmat og kannski

sérstaklega um nýjar eða nýlegar hugmyndir um framkvæmd námsmats

og hvernig það er byggt upp.

Mbl.is

Efni

1. Staðan2. Efst á baugi3. Tvö álitamál4. Fjölbreytt námsmat

Áhugi – gróska – gerjun – þróun

Vandi að

ræða námsm

at í framhaldsskól

um!

• Lítið sem ekkert er vitað (örugg vitneskja) um hvernig námsmati er háttað í framhaldsskólum hér á landi!

• Raunar er sáralítið vitað um kennsluhætti í framhalds-skólanum yfirleitt!!!

• Þó þetta: – Athugun Rósu M. Grétarsdóttur og Sigurbjargar Einarsdóttur

á námsmati í þremur framhaldsskólum (MH, MA og FG)– Rannsókn Rósu á viðhorfum íslenskukennara til námsmats– Rannsókn Ragnheiðar Hermannsdóttur á viðhorfum nemenda

til námsmats– Verkefni nemenda á námskeiðinu Að vanda til námsmats

Mikilvægar spurningar?• Hvernig er námsmati yfirleitt háttað í

framhaldsskólum? • Eru námsmatsaðferðirnar að skila góðum árangri?• Eru þetta bestu aðferðir sem völ er á?• Hvað þarf helst að bæta eða þróa í námsmati og

hvaða leiðir koma helst til greina við að bæta námsmat?

• Á hverju á að byggja þróun námsmats?

Rannsóknir NámskráReynsla

Ákvæði Aðalnámskrár 2004Tilgangur námsmats er að kanna að hve miklu

leyti nemendur hafa tileinkað sér markmið aðalnámskrár (skólanámskrár) í viðkomandi grein. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun skóla [leturbr. IS]. Umfang þess skal þó að jafnaði vera í samræmi við umfang kennslu í viðkomandi grein. Kennarar bera ábyrgð á námsmati og þeir meta úrlausnir nemenda.  

Nýju drögin ...Meginhlutverk námsmats miðar að því að afla sem öruggastrar vitneskju um árangur skólastarfsins og hvernig einstökum nemendum eða hópum gengur að ná settum markmiðum. Námsmatinu er ætlað að hjálpa nemendum við námið, örva þá og hvetja til að leggja sig enn betur fram. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins og meti þekkingu nemandans, leikni og hæfni auk framfara. Áhersla á hæfni nemenda felur í sér áherslu á fjölbreyttar námsmatsaðferðir (leturbr. IS). Þær geta verið jafnt verklegar, munnlegar eða skriflegar, falið í sér sjálfsmat, jafningjamat, símat og lokamat. Víðtækt og heildrænt námsmat byggir á margvíslegum námsmats-aðferðum og felur í sér traustar heimildir um hæfni nemandans.

Tíuskalinn stendur enn traustum fótum

Við einkunnagjöf er æskilegt að nýttir séu ýmsir möguleikar í framsetningu námsmats. Það fer m.a. eftir lokamarkmiðum námsins hvers konar einkunnagjöf hentar en tengsl vitnisburðarkerfis verða að vera skýr við einkunnaskalann 1 til 10 (leturbr. IS). Sú krafa er sett fram til að auðvelda mat á námi nemenda milli skóla. Miða skal við að 5 sé lágmarkseinkunn til að standast námsáfanga (Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur hluti (drög).

Alþjóðleg umræða Bandaríkin: Stöðluð próf eða óhefðbundið námsmat (alternative assessment, sjá grein IS)

England: Stöðluð próf eða leiðsagnarmat (formative assessment, sjá grein Black og Wiliam, 1998)

Sterkur rannsóknargrunnur!

Hér á landi Aðferðir sem eru að ryðja sér til rúms: Leiðsagnarmat, óhefðbundin próf, sjálfsmat, jafningjamat, námsmöppur (ganga undir ýmsum nöfnum).

Dýrmæt reynsla er að verða til!

Litið yfir sviðið

Kjarninn í leiðsagnarmati• Nemandinn fær (stöðuga) endurgjöf um nám sitt ásamt

ábendingum um það hvernig hann geti bætt sig (ráðgjöf, leiðsögn)

• Haft er fyrir satt að fjöldi rannsókna (2007, um 4000) sýni þýðingu vandaðs leiðsagnarmats til að bæta námsárangur

• Nemendur sem standa höllum fæti virðast njóta sérstaklega góðs af leiðsagnarmati

• Sjálfsmat og jafningjamat eru mikilvægir þættir í leiðsagnarmati en meginatriði er að nemendur skilji til hvers er af þeim ætlast (skilji markmiðin)

(Sjá um þessar áherslur: Black og Wiliam 1998: Inside the Black Box)

Kennslufræði leiðsagnarmats

• Útskýra markmið fyrir nemendum

• Markvissar spurningar

• Leiðbeinandi endurgjöf (umsagnir)

• Virkja nemendur (sjálfsmat, jafningjamat)

• Jafningjakennsla

(Wiliam 2007: Changing Classroom Practice)

Leiðandi um leiðsagnarmat

• Menntaskóli Borgarfjarðar• Fjölbrautaskóli Snæfellinga• Framhaldsskólinn í

Mosfellsbæ

Áhugaverð þróun í fleiri skólum

• Sjálfsmat – mat nemenda: Framhaldsskólinn á Laugum

• Frammistöðumat: MA (Íslandsáfangarnir)

Hvaða hlutverki gegna einkunnir? -

• Rannsóknir Ruth Butler o.fl. frá 1986 og 1988

–Endurgjöf í formi einkunna–Endurgjöf í formi umsagna–Endurgjöf í formi einkunna og umsagna–Engin endurgjöf

Hvaða leið skilaði nemendum bestum árangri?

Ólíkir kvarðar• 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10• 1–6, 1–8• A, B, C, D, F (hvar er E-ið?)• A, Á, B, D, E, Ð (Baldur Sigurðsson)• Dönsku kerfin, sjá hér• Ágætt, gott, sæmilegt, ábótavant, ófullnægjandi• Snjallt, gott, hæft, naumt, bágt (Helgi Hálfdanarson)• Mjög gott, í lagi, ófullnægjandi • Lokið – ólokið

• Hvaða aðferð er heppilegust?

Vörður –

viðmið við endurgjöf

Mjög gott Vinnubrögð góð, öllum verkefnum skilað. Þátttaka í umræðum og virkni í kennslustundum er mjög góð. Markmiðum áfangans er náð.

Í lagi Vinnubrögð ágæt, verkefnaskil í meðallagi. Þátttaka í umræðum og virkni í kennslustundum í meðallagi. Um helmingi markmiða áfangans er náð.

Ófullnægjandi Vinnubrögð ófullnægjandi. Óvirkur þátttakandi í umræðum og virkni í kennslustundum er lítil sem engin. Uppfyllir ekki markmið áfangans.

Menntaskóli Borgarfjarðar, sjá nánar hér

Annað

álitamál: Stað

a skriflegra lokaprófa

Vaxandi efasemdir um stöðu og vægi skriflegra lokaprófa:

–Prófa aðeins hluta markmiða–Margir nemendur læra fyrst og fremst fyrir prófin–Neikvæð afturvirkni prófa–Próf eru skólaverkefni sem eiga sér fáar

hliðstæður í lífinu sjálfu (námsmat ætti að endurspegla mat á frammistöðu í lífinu sjálfu)

Nemendur sjá þetta ...• Próf eru ekkert skemmtileg en nauðsynleg.• Mér finnst prófaaðferðin vera mjög ósanngjörn.• Próf eru náttúrulega hræðsluáróður til að láta mann

læra.• Mér finnst prófin geta verið svolítið tilgangslaus út

af því stundum lærir maður bara fyrir prófin og gleymir svo öllu þegar það er búið.

• Próf krefst ekki mikils skilnings.Úr rannsókn Ragnheiðar

Hermannsdóttur (2008)

Áhugaverðar tilraunir með óhefðbundin próf

Próf þar sem nemendur mega nota hjálpargögn, „svindlpróf“, glósupróf

Heimapróf Prófverkefni gefin upp með fyrirvara Munnleg próf Atrennupróf: Nemendur fá að gera

endurteknar tilraunir við sama próf / sömu próf

Samvinnu- og hóppróf

… ákvað að prófa í fyrsta sinn samvinnupróf/könnun … Prófað var úr tveimur málfræðiatriðum sem þau voru að

læra í þýsku og ég lét þau draga miða með hverjum þau lentu (tveir saman). Þau undirbjuggu sig svo heima. Í prófinu hvísluðust þau á og komu sér saman um svar

og hvert par skilaði einu blaði (hinn aðilinn fékk svo ljósrit af útlausninni seinna). Efnið sem verið var að

prófa hentaði sérlega vel til þessa verkefnis - einkum beyging lýsingarorða þar sem velta þarf fyrir sér kyni orða, falli og endingum veikrar og sterkrar beygingar.

Útkoman var mjög góð og nemendur ánægðir. Þeir hafa spurt hvort þeir megi ekki gera svona aftur. Einn

nemandi sagði við samstarfskonu mína að maður lærði svo vel fyrir þessa könnun því maður vildi ekki valda

samstarfsaðila sínum vonbrigðum! Kv. Ásta

Ásta Emilsdóttir, Kvennaskólanum

Ég prófaði svindlpróf fyrir stuttu. Það gekk mjög vel og voru stór hópur nemenda sem

undirbjó sig samviskusamlega fyrir prófið. Þeir sem ekki undirbjuggu sig fyrir prófið gekk

yfirleitt illa. Þeir nemendur sem stóðu sig vel töluðu um að ég hefði platað þau. Þau sögðu að

þau hefðu þurft að lesa heilmikið þegar þau voru að búa til svindlmiðann. Skemmtilegt að

prófa eitthvað nýtt í skyndiprófumkv. þsig

Þórður Sigurðsson, FÁ

Fjölbreytt námsmat!

Mat á frammistöðu Námsmöppur / sýnismöppur

(„Portfolio assessment“) Greining og mat á

verkefnum / úrlausnum Dagbækur, leiðarbækur,

blogg Sjálfstæð verkefni Sjálfsmat nemenda Jafningjamat

Umræður – einstaklingsviðtöl – fundir

Viðhorfakannanir Próf og kannanir Óhefðbundin próf Sýningar, námshátíðir,

uppskeruhátíðir,

top related