bálið - málgagn skátagildanna á Íslandi - mars 2013

16
1. tbl. - mars 2013

Upload: gudni-gislason

Post on 23-Mar-2016

226 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Bálið - málgagn skátagildanna á Íslandi - mars 2013

TRANSCRIPT

1. tbl. - mars 2013

Viðburðadagatal2013

• 31. mars: Lokadagur til að sækja um Evrópuráðstefnu og greiða 50% af þátttökugjaldi.

• 4. apríl: Skilafrestur á rökstuðningi vegna heiðursmerkjaveitinga.

• 4. maí: Landsgildisþing á Akureyri.

• Júní: Landsgildið 50 ára.

• 5.-8. september: Evrópuráðstefna gildisskáta. Stokkhólmur-Helsinki.

• Október: Vináttudagurinn í umsjá landsgildis (nánari dag setn ing auglýst síðar).

• Súpufundir fyrir gamla skáta eru haldnir 2. mánudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann í Skátamiðstöðinni við Hraunbæ, Reykjavík. Ástæða er til að hvetja gildisfélaga til að mæta á þessa skemmtilegu fundi. Hægt er að láta skrá sig á póstlista á [email protected]

LandsgildisstjórnLandsgildismeistari:

Hrefna Hjálmarsdóttir, Kvisti [email protected]

Varalandsgildismeistari: Magnea Árnadóttir, Hveragerði

Ritari: Ásta Sigurðardóttir, Kvisti

Gjaldkeri: Hreinn Óskarsson, Keflavík

Erlendur bréfritari: Kjartan Jarlsson, Kópavogi

Útbreiðslu- og blaðafulltrúi: Ásta Gunnlaugsdóttir, Hveragerði

Spjaldskrárritari: Claus Hermann Magnússon, Hafnarfirði

Alþjóðahreyfingin ISGFwww.isgf.org

Alþjóðaforseti: Mida Rodrigues

2

www.stgildi.iswww.facebook.com/skatagildi

Bálið 1. tbl. mars 2013Ritstjóri: Hrefna HjálmarsdóttirPrófarkalestur: Lára ÓlafsdóttirÚtlit og umbrot: Hönnunarhúsið ehf.Prentun: Stapaprent ehf.Forsíðumynd: Guðni Gíslason;

virkur gildisskáti á kvöldvöku.

St. Georgsgildin á ÍslandiSamtök eldri skáta og velunnara þeirra

3

Baden Powell, stofnandi skátahreyfingar­innar, lést árið 1941. Þá var kona hans, Olave Baden Powell, 52 ára gömul og hugs aði með sér að nú væri afskiptum henn ar af skátastarfi lokið. En að manni hennar látnum fundust bréf þar sem hann hvatti hana til að halda merkinu á lofti sem hún og gerði. Hún hélt áfram að ferðast um heiminn og studdi kvenskáta í starfi sínu. Henni var hvarvetna vel tekið og var kölluð „mother of millions“. Um skeið var hún talin ein víðförlasta kona heims. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig hefði farið fyrir kvenskátastarfi ef Lady Baden Powell hefði ekki haldið áfram af slíkum eldmóð. Við eigum þessari merku konu mikið að þakka. Það er því vel við hæfi að halda þeim góða sið að minnast þeirra hjóna 22. febrúar ár hvert. Sá dagur hefur verið kallaður „Thinking Day“ og hvetur okkur til að hugsa til skáta um víða veröld.Á köldu desemberkvöldi 2012 var ég stödd í Kanada og var á leið á skátafund sem ég hafði tekið að mér að stjórna hjá skátasveit sem sonardóttir mín er í. Ekki var laust við að ég væri með smá hnút í maganum. Hvað var amma frá Íslandi eiginlega að vilja upp á dekk? En strax og ég hitti þess-ar indælu og kurteisu skátastúlkur hvarf allur kvíði. Ég kenndi þeim söngva, við

fórum í leiki og ég sagði þeim söguna af Búkollu. Ég hafði meðferðis íslensk skáta-merki sem þær voru afskaplega ánægð ar að fá. Í lokin settumst við upp á sviðið í skátaheimilinu og sungum rólega söngva. Þær voru mjög áhugasamar um Ísland, spurðu margra spurninga sem ég reyndi að svara eftir bestu getu. Og þeim fannst merkilegt að við skyldum syngja sama söng inn í lok funda, „Day is done, gone the sun“ eða Kvöldsöng kvenskáta. Í lok-in færðu þær mér kort og svo auðvitað eina dós af Maple sýrópi. Kynnin af þess -um skemmtilegu skátastúlkum minntu mig enn frekar á þá staðreynd að skáta -hreyfingin er alþjóleg og þar með gildis­hreyfi ngin líka. Það er ómetanlegt að hitta gildisskáta frá öðrum löndum og fá að skyggnast inn í þeirra starf. Í haust gefst okk ur sannarlega gott tækifæri til þess á Evrópuráðstefnunni. Vonandi sjá sem flest ir íslenskir gildisskátar sér fært að taka þátt í þessari óvenjulegu ráðstefnu.Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari [email protected]

Bætt á Báliðmars 2013

Í síðasta tölublaði Bálsins var sagt að næsta landsmót yrði eftir þrjú ár. Hið rétta er að landsmót verður haldið á

Hömrum á Akureyri sumarið 2014. Beðist er velvirðingar á þessu. Ritstj.

Landsmót skáta 2014

4

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

Á Íslandi ríkir löng prjóna hefð og áhugi á prjónaskap er óvenju-mikill. Hvarvetna sést fólk með

prjónana á lofti, við sjónvarpið, í sauma-klúbbum, á kaffihúsum, í skóla stofum, á fundum o.fl. stöðum. Bækur og blöð um prjónaskap seljast vel. Af einhverjum ástæðum er meirihluti þessa fólks konur. Þetta hefur þó ekki alltaf verið svona. Áður fyrr prjónuðu drengir jafnt sem stúlkur í þágu heimila sinna. Prjónlesið var ýmist notað af heimilisfólki eða sem söluvara. Til eru sögur af því að Íslendingar sendu grannþjóðum sínum prjónaða sokka og vettlinga á styrjaldarárunum og kom það sér sannarlega vel. Drengir og stúlkur lærðu einnig að prjóna í grunnskóla á árum áður. Nú er svo komið að einungis örfáir karlmenn kunna að prjóna. Einn þeirra er gildisskátinn Ólafur Ásgeirsson, einn af stofnendum Kvists og fyrsti gildismeistari þar. Til gamans má geta þess að Ólafur var fyrsti dróttskátinn á landinu sem hlaut forsetamerkið. En hvað hefur Óli að segja um prjónaskap sinn?

„Ég horfði oft á mömmu og móðurömmu prjóna í gamla daga. En ég lærði að prjóna í skátunum. Það var eitt af sérprófunum

og mig minnir að ég hafi prjónað húfu og vettlinga. Ég held reyndar að ég hafi verið sá eini af strákunum sem tók þetta sérpróf.Fyrir u.þ.b. fimm árum datt mér svo í hug að rifja upp prjónaskapinn með aðstoð Bentu konu minnar sem er mikil prjónakona. Hún kom mér vel af stað. Ég prjóna mest húfur, finnst gaman að hafa þær litríkar og þyki djarfur í litavali. Ég hef engar tvær húfur eins. Ég hef prjónað fagurgrænar framsóknarhúfur, norskar húfur, KA húfur, þjóðdansahúfur með bjöllum og Herðubreiðarhúfur. Ef ég myndi kjósa að selja húfu þá myndi hún kosta 18.000 krónur enda er ég fimm og hálfan tíma með hverja húfu. En ég er svona eins og Kjarval; prjóna helst ekki eftir pöntun heldur gef ég flestar húfurnar. Ég held að karlmenn þori almennt ekki að prjóna, þeim finnst það eitthvað sem er bara fyrir konur og eru oft að bögga mig. En það bítur ekkert á

Prjónandi gildisskáti

Ólafur með húfurnar sínar.

mig. Ég fer stundum upp í KA heimili að horfa á enska boltann og tek þá gjarnan prjónana með. Ég kom í hús um daginn og þar var 27 ára gamall maður sem var að prjóna. Það fannst mér gaman að sjá. Þegar ég hætti störfum í lögreglunni fyrir fáum árum þá gáfu starfsfélagar mínir mér prjónabók, svona til að stríða mér. En mér þótti þetta reglulega góð gjöf. Ég

hef prjónað eina peysu á sjálfan mig og eru margir sem öfunda mig af henni.“Þess má svo geta að Kvistir hafa notið góðs af prjónaskap Óla. Á jólafundum okkar er oft möndlugrautur og hafa þeir heppnu fengið húfu prjónaða af Óla í möndlugjöf. Og alltaf verða húfurnar hans Óla fallegri og fallegri.

5

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

Uppáhaldsskátasöngurinn minnJá, það er stundum vandi að velja og það koma þrír söngvar upp í hugann: Í jöklanna skjóli eftir Tryggva Þorsteinsson, sem mér finnst vera mjög rómantískur og fallegur og ég vil láta syngja við jarðarförina mína og hef nú þegar minnst á það við vini mína; Ef við lítum yfir farinn veg eftir Harald Ólafsson, en sá söngur verður mér kærari eftir því sem árum fjölgar. En í fyrsta sæti verður skátasöngurinn Nú vorar senn og útilífið lokkar eftir Nonna og Palla í Vestmannaeyjum. En hverjir eru þeir? Palli er Páll Stein gríms-son kvikmyndagerðarmaður sem býr í Reykja vík og Nonni er Jón Kjartansson, sem býr enn í Vestmannaeyjum. Þeir voru oft að bralla eitthvað saman og í eitt skiptið varð þessi fallegi texti til. Mér fannst og finnst textinn bera með sér mikla von og tilhlökkun, því í honum er lýst þeirri árstíð sem allir Íslendingar þrá, vorinu. Á vorin lifnaði skátastarfið við, innistarf varð að útistarfi og skátar skunduðu af stað í gönguferðir um stíga og móa og tjölduðu þar sem lækur rann og flugan suðaði.Síðustu áratugi þegar minna hefur verið um rölt um stíga og móa hef ég oft raulað sönginn fyrir börn og barnabörn fyrir svefn-inn. Ég minnist þess einnig að hafa kennt

þeim að teikna tjald, læk, fjall og blóm, e.t.v. er sú hugmynd komin frá þess um söng.Nú vorar senn og útilífið lokkar,ljómar sól um grund og mó.Þá tökum við fram gömlu tjöldin okkarog tjöldum hér á grænni tó.Hér fyrir neðan lítill lækur rennurog ljóðar hljótt við smáan stein.Við hlustum á hann meðan bálið brennurog blærinn svalar ungri grein. (Nonni og Palli, Vestmannaeyjum)

Með skátakveðjum norðan úr landi,Valgerður Jónsdóttir, Kvisti, Vallý vaffla, Ugla, ellilífeyrisþegi, hjúkrunarfræðingur, skátastelpa og afleggjari frá Vestmannaeyjum.

Ljós

m.:

Hre

fna

Hjá

lmar

sdót

tir

Bálið – málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

6

Andrómeda 1962 - 2012Félagar í St. Georgsgildinu

í Kópavogi stóðu ásamt Skátafélaginu Kópum

fyrir því að fagna 50 ára afmæli dróttskátastarfs á Íslandi í október 2012.Afmælinu var fagnað laugardaginn 13. október með opnu húsi kl. 14-17 í skáta-heim ili Kópa að Digranesvegi 79. Þar skrif-uðu um 140 manns sig í gestabók og áreið-anlega hafa einhverjir gleymt að skrifa. Af mælisdagurinn var mjög ánægjulegur, frjálslegur og skemmtilegur og það voru breið bros um allt hús. Sumir áttu jafnframt erfitt með að yfirgefa samkomuna svo mjög lifði fólk sig inn í skátaandann og hin gömlu kynni.Afmælisnefndin hafði unnið mikið starf við að skanna og prenta út gamlar heimildir og prýddu þær veggi víða í húsinu.Dróttskátasveitin Andrómeda varð 50 ára þann 15. október 2012. Það var stuttu eft ir landsmót skáta 1962 að Ingólfur Ár manns-son skátaforingi frá Akureyri kom að máli við nokkra hressa skáta um stofnun drótt-skátasveitar í Kópavogi. Þessi draumur varð að veruleika og stofnfundur var hald-inn þann 15. október 1962. Andrómeda var fyrsta dróttskátasveitin sem stofnuð var á Íslandi og jafnframt fyrsta blandaða sveitin. Andrómeda hefur starfað óslitið síðan og fagnaði nú hálfrar aldar afmæli. Í upphafi var sveitin ætluð dróttskátum á aldrinum 15 - 18 ára, en með breytingum á skátadagskrá hefur aldurinn færst niður í 13 - 16 ára.Kjarninn í Andrómedu hefur í gegnum árin myndað foringjakjarna Skátafélagsins Kópa

og félagar í heildina skipta áreiðanlega hundr uðum. Félagatal er til í stórum dráttum fyrstu 10 árin og þar eru samankomin nöfn 157 félaga og erum við nokkuð viss um að einhverja vantar á skrána. Samtals höfum við fundið um 400 nöfn – en hugsanlega eru einhverjir tvítaldir þegar aðeins er getið gælu nafna í heimildum.Fundargerðarbækur eru til fyrir fyrstu 10 árin, en eftir það reynir meira á munnlegar heimildir og minni manna.Eitt af fyrstu verkefnunum var að fara í ferð ir með göngustafinn Víðförul og er þá skemmst frá að segja að stúlkurnar úr Andró medu unnu þá keppni, sem var á vegum BÍS og fólst einkum í því að fara í a.m.k. 20 km hike ferð, fótgangandi, á skíðum eða á árabát.Sveitarþing voru æðsta stofnun sveitarinnar og þar voru teknar ákvarðanir um starfið. Allir fengu hlutverk og allir áttu sæti í ein-hverri nefnd, en þær hétu útilífsnefnd, skemmti- og fræðslunefnd, þjónustunefnd og tóm stundanefnd.

Ljós

m.:

Bjö

rk N

orðd

al

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

77

Starfið var frá upphafi mjög metnaðarfullt og ótrúlegt hve miklu var komið í verk. Útilíf var stundað af miklum móð, vinnu-ferðir í Þrist, staðið fyrir dansleikjum , tom-bólum og basarar voru oft haldnir til að afla fjár fyrir skálabygginguna Þrist – sem er svo alveg sérstakur kafli í sögu sveitarinnar og Kópa. Dansæfingar voru haldnar, leikhús stunduð, spilakvöld, kirkjuferðir, og þann-ig mætti lengi telja. Jafnframt miklu starfi unnu fjölmargir sér inn stig og fengu að lokum úthlutað forsetamerkinu við há tíð-lega athöfn í Bessastaðakirkju. Inntökuathafnir í sveitina voru ákaflega hátíð legar og fóru oftar en ekki fram í Kópa vogskirkju. Samt var alltaf stutt í gleðina og fjörið og áreiðanlegt er að margir minnast þessara æskuára fyrir margar ánægjustundir í góðra vina hóp. Margir hafa haldið sambandi og vináttu í öll þessi 50 ár og þau eru ófá samböndin og hjónaböndin sem orðið hafa til innan Andrómedu og mörg halda enn þann dag í dag, og fjölmörg hafa alið af sér nýjar Andrómedur.

Nokkuð snemma var hafin útgáfa blaðs sem fékk heitið Skráargatið og herma sögur að nafnið hafi komið til vegna þess að fyrsta tölublaðið var nær ólæsilegt, en blaðið var pikkað inn með ritvél eða handskrifað, mynd ir voru handteiknaðar og síðan var öllu snúið í sprittfjölritara. Safnað hefur verið saman nokkrum gullkornum úr göml um Skráargötum og eru þau m.a. að-gengileg á Facebook síðu Andrómedu (D.S. Andrómeda 50 ára!).Fundaraðstaða Andrómedu fylgdi að sjálf-sögðu aðstöðu Skátafélagsins Kópa hverju sinni. Helstu staðir eru: Kársnesskóli, Kastal inn, heimili félaga og foreldra þeirra, Hraun braut 43, Félagsheimili Kópavogs, Borgar holtsbraut 7 og Digranesvegur 79 – Bakki.Bygging Þrists í landi Hrafnhóla á Kjalarnesi hófst þegar fyrsta árið og hefur bygging hans og tilvera verið rauður þráður í sögu Andrómedu alla tíð. Þegar rýnt er í gamlar heimildir má m.a. sjá að ótrúleg fastheldni hefur verið á sunnudagsmáltíð í Þristi ár-um saman, en sú máltíð samanstóð að soðn um bjúgum með kartöflum, uppstúf og grænum baunum og karamellubúðing í eftirrétt. Elín Richards, Skátagildinu í Kópavogi

Bálið – málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

8

Ferð gildisskáta til LitháenNorrænt þing í Litháen 14.- 17. júní 2012

Birstonas í Litháen? Hvar er það og hvað vitum við um Litháen? Mjög lítið og því

var spennandi ferð framundan.Akureyringar flugu til Kaunas og áttu þar skemmtilegan tíma áður en þeir héldu til Birstonas. Við Kópavogsbúar flugum til Vilnius, þar áttum við einn dag áður en haldið var til Birstonas. Ferðin frá Vilnius til Birstonas var í rútu og þrætt á milli bæja þannig að við vissum lítið hvar við vorum stödd uns bílstjórinn tilkynnti að við værum komin til Birstonas. Þá tók við smá bið þangað til að bíll frá hótelinu kom og flutti okkur síðasta spottann.Þetta reyndist ekki vera venjulegt hótel, heldur heilsuhótel, hægt var að fá ýmsar nuddmeðferðir og leirböð. Staðsetningin var einnig sérstök, um það bil 5 km frá bænum sjálfum, þannig að við vorum úti í sveit. Náttúrulega var aðstaðan á hótelinu eftir því, margt öðruvísi, en mjög góð að öllu leyti.Dagskrá þingsins hófst með kvöldmat og þar á eftir kynningardagskrá gestgjafa. Lítið skátafélag úr næsta þorpi kom, söng fyrir okkur þjóðlög Litháa, sýndi okkur þjóðdansa sína og dró okkur í dansinn með sér við mikinn fögnuð og ánægju allra.

Að lokum var smá kvöldsnæðingur með réttum frá öllum þátttökuþjóðum. Akur-eyringar komu með lax og hvarf hann mjög fljótt.Þann 15. júní var farið í skoðunarferð til Rumsiskes sem er Árbæjarsafn Litháa. Þar var okkur skipt í hópa. Boðið var upp á kertagerð, leirkeragerð, útileiki og brauðgerð. Við völdum brauðgerð, hljóm-aði auðvelt, vigta, hnoða í hrærivél, setja í form og inn í bakarofn. Nei, það var sko ekki þannig, reyndar var búið að gera deigið, okkur sagt frá hvernig það fór fram. Þetta er súrdeig og þá er notað smá af síð-ustu lögun og þess vegna er tréílátið ekki þrifið á milli lagana. Við þurftum hinsvegar að kynda ofninn, síðan var megninu af kol-unum mokað úr bakarofninum og hann þrifinn að innan með laufguðum greinum. Þá var ofninn tilbúinn fyrir bakstur, brauðin formuð í höndunum og samkvæmt hefð sett krossmark á hvert brauð. Að bakstri loknum var smakkað á brauðunum og voru þau mjög ljúffeng. Á meðan brauðin voru að bakast flutti bakarinn okkur sagnaljóð og spilaði á hnéfiðlu. Eftir dagskrána söfn­uðust hópar saman við rúturnar og þá var dreift léttu nesti. Skyndilega komu farar-stjórar og sögðu okkur að drífa okkur því að það færi að rigna eftir fimm mínútur. Margir hundsuðu ábendinguna, við vorum í glampandi sól og blíðviðri, en svo kom þruma og hellirigning og það stóð heima; fimm mínúturnar voru liðnar. Segiði svo að skipulagið hafi ekki verið gott! Eftir góðan kvöldverð var kynning frá ISGF og þar á eftir kynnti Trond Walstad væntanlegt Evrópuþing 2013, en allt stefnir í spennandi þing milli Stokkhólms og Helsinki.Allir voru dregnir út í dansinn.

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

9

Þá var komið að ferðadeginum. Við völd-um að fara til Kaunas og kynnast sögu borg ar innar, á meðan aðrir, þar á meðal Akureyringar fóru til Vilnius. Við fengum frábæra og fróðlega leiðsögn um sögu Kaun-as og þar kom berlega í ljós hve grunnt er á því góða við nágrannann í austri. Greinilegt var að sá tími þegar kommúnistar stjórnuðu í krafti hervalds hefur sett djúp og mikil sár á þjóðina, bæði fólk og byggingar. Til dæmis voru kirkjur notaðar til æfinga sovéskra fallhlífastökkvara og fyrri herveldi voru lítið skárri því her Napóleons notaði kirkjuna sem hesthús og nasistar sem fang-elsi.

Við vorum á ferð á laugardegi og greinilegt er að hann er vinsæll til giftinga, við sáum að minnsta kosti 10 brúðkaup. Það var ánægju legt að koma út undir bert loft og sjá ánægju, gleði og von eftir drungalega söguskoðun í kirkjunni. Þar sem hópar komu á hótelið á misjöfnum tíma fór hátíðar kvöldverður fyrir ofan garð og neð-an, sumir voru í sínu fínasta pússi, aðrir komu beint úr rútunum og var því lítill hátíðarbragur yfir kvöldverðinum eins og á að vera á norrænum þingum. Ekki er hægt að kenna Litháum um, heldur stóð stjórn NSBR sig ekki nógu vel við upplýsingar um venjur og hefðir þinghalds. Í lok kvölds var varðeldur, þinggestir fengu kerti sem kveikt var á og með þeim síðan kveiktur varðeldur.

Í hvert sinn sem tími gafst sátu Akureyring ar í anddyrinu og hnýttu vinabönd og dreifðu svo til þátttakenda. Þetta vakti tölu verða eftirtekt og vöktu böndin mikla lukku. Þá rann upp lokadagur þings, fólk fór að tínast frá hótelinu strax eftir morgunmat. Þeim sem fóru seinnihluta dags gafst kostur á skoðunarferð til Birstonas og smá kynningu á sögu þorpsins. Eins og alls staðar í Litháen er sagan löng og mikið hefur gerst, en í dag er Birstonas helst þekkt sem heilsubær.

Hér skildu leiðir. Akureyringar fóru til Kaunas og héldu uppá 17. júní þar, en við úr Kópavogi fórum til Vilnius og nutum kvöldsins.Að lokum viljum við þakka heimamönnum góðar mótttökur og gott skipulag við þing ið. Þeir hnökrar sem voru á þinginu voru ekki þeirra, heldur var um að ræða upplýsingaleysi frá stjórn NSBR. Þetta er þriðja þingið sem við hjónin förum á og eru þau alltaf jafn skemmtileg og gefandi. Næsta norræna þing verður í Danmörku og vonandi verðum við Íslendingar fleiri þar.Ingibjörg Jónsdóttir og Kjartan Jarlsson St. Georgsgildinu í Kópavogi.

Bálið – málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

10

Gildisskátinn

Mér fannst skátastarfið alltaf heillandi, það var svo margt sem maður lærði í hinu fjölbreytta starfi. Eftir að ég varð fullorðin vissi ég alltaf af St. Georgsgildinu í bænum, en það var svo fyrir áeggjan vinafólks okkar hjóna að við ákváðum að prófa að fara á fund haustið 2010. Við fengum góðar móttökur hjá þessu frábæra fólki og eftir það var ekki aftur snúið. Við fundum mánaðarlega yfir vetrar­mánuðina, á þeim er ýmislegt gert, ýmis fróðleikur og skemmtileg dægradvöl, einnig er mikið sungið og ekki er verra að gömlu góðu skátalögin rifjast upp og það er ótrúlegt hvað maður man af þeim. St. Georgsgildið á Akureyri hefur séð um leiðalýsingu í Kirkjugörðum Akureyrar í kringum jól og áramót og er það tekjuöflun okkar. Fyrir þessar tekjur veitum við hina ýmsu styrki, t.d. styrkjum við skáta í Klakki á skátamót o.fl. Virkni gildisfélaga felst ekki einungis í vinnu við krossana auk mánaðarlegu fundanna okkar, heldur er mikið lagt upp úr að gera sér glaðan dag á einhvern hátt, t.d. handavinnukvöld,

litlu jól, haustlitaferðir, gönguferðir, þorra -blót, o.þ.h. Ekki má gleyma litla sum-arbústaðnum okkar í Aðaldalnum, þar hafa félagsmenn unað vel og átt góða daga með fjölskyldum sínum. Þar höfum við líka hist saman í gildinu og áttum við t.d. góðan og skemmtilegan dag þar síðasta vor, þar sem farið var í leiki og notið góðra veitinga.Á aðalfundi árið 2012 var ég beðin um að vera í skemmtinefnd, að sjálfsögðu brást ég vel við því og spáði ég nokkuð í hvað leyndist í pokahorninu. Framlag mitt varð svo heldur rýrt þegar á reyndi. Á aðalfundi 2013 var ég beðin að skipta yfir í ritarann. Það lagðist einnig vel í mig, kannski vegna þess að ég er alveg tilbúin að vera meiri þátttakandi í gildinu og ég er bjartsýn fyrir framtíð mína þar. Að lokum má geta þess að það er alltaf pláss fyrir nýja meðlimi í gildinu okkar hafi einhver áhuga á að vera með. Við tökum vel á móti þér!

Svala Ýrr Björnsdóttir St. Georgsgildinu á Akureyri.

Svala Ýrr Björnsdóttir

Ég var níu ára þegar ég byrjaði sem ljósálf ur í skátunum og var mjög virk skátastelpa þar til mér

hlotnaðist sá heiður að vera afhent forsetamerkið á Bessastöðum þegar ég var 16 ára.

www.stgildi.isvertu líka með á www.facebook.com/skatagildi

Ljós

m.:

Hre

fna

Hjá

lmar

sdót

tir

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

11

Strókur 40 áraSkátafélagið Strókur í Hveragerði fagnaði 40 ára afmæli sínu 3. nóvember 2012. Þá var þessi skemmtilega mynd tekin. Að baki hinum ungu skátum standa félagar úr Skátagildinu í Hveragerði. Vel

við hæfi, enda hafa gildisfélagar staðið þétt við bakið á skátunum í Stróki allt frá stofnun gildisins, sem færði þeim peningagjöf við þetta tækifæri.Ljósmynd: Þór Hreinsson.

Akureyri 4. maí 2013

Fjölmennum á landsgildisþingLandsgildisþingið verður að þessu sinni í umsjá St. Georgsgildisins á Akureyri, laugardaginn 4. maí 2013. Þingið verður haldið í félagsheimilinu Kjarna við Kjarnalund, rétt sunnan við Akureyri. Á

laugardagskvöldið verður árshátíð tengd 50 ára afmæli landsgildisins. Gott væri að gildin færu að huga að skemmtiatriðum. Gildisfélagar eru hvattir til að kynna sér gistimöguleika á www.visitakureyri.is.

Skátagildin á ÍslandiSamtök eldri skáta og velunnara þeirra

Bálið – málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

12

Evrópuráðstefna gildisskáta 2013:

Crossing BordersNú hafa borist meiri upplýsingar um Evrópu áðstefnu gildisskáta sem verður haldin 4.-9. september 2013, bæði um borð í ferjunni Mariella sem siglir á milli Stokk-hólms og Helsinki, og í landi. Ráðstefnan hefst formlega fimmtudaginn 5. september á Nordic Sea Hotel í Stokk-hólmi, en þar verður skráning, kynning og sameiginlegur kvöldverður. Daginn eftir verður lagt af stað með ferjunni. Þar verður ýmislegt um að vera: vinnusmiðjur, fyrirlestrar, söngur og samvera. Einnig verður hægt að fá sér snúning á dansgólfinu fyrir þá sem það vilja. Á laugardeginum verður farið í skoðunarferðir um Helsinki og síðan siglt til Stokkhólms aftur. Að ráðstefnu lokinni geta gestir valið um að fara í skoðunarferðir að eigin vali í Noregi, Danmörku eða Svíþjóð. Þema ráðstefnunar verður Crossing Bord­ers. Þess er vænst að þátttakendur auki

víð sýni sína með þátttöku í fundum og vinnusmiðjum sem verða í boði.Athygli er vakin á því að þátttakendur geta komið með vörur til sölu: bækur, merki og handverk. Hluti ágóða rennur til ráðstefnunnar en annað til viðkomandi landa. Lauslega áætlað mun ein nótt á hóteli (miðað við tvo í herbergi), allur matur og ferðir fram á sunnudag kosta u.þ.b. 100.000 íslenskar krónur.Umsókn þarf að berast fyrir 31. mars og lokagreiðsla þann 30. júní. Ítarlegri upplýsingar er að finna á www.stgildi.is og einnig má hafa sam band við Hrefnu Hjálmarsdóttur lands gildismeistara [email protected] og Kjartan Jarlsson [email protected] alþjóðlegan bréfritara.

Sumir láta ekkert aftra sérKarlinna Sigmundsdóttir fyrrv. gildis meistari í Hveragerði fór um á hjóla stól á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni sumarið 2012.

Ljós

m.:

Sig

ríður

Kris

tjáns

dótti

r

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

13

Úr skátastarfinu mínu man ég sér staklega eftir því þegar ég fór með skátasveitinni minni í heimsóknir til annarra sveita. Ég man eftir heimsókn sem ylfingur á ylf­inga mót í Stapanum í Keflavík og ég man eftir heimsóknum til skáta á Akranesi þeg ar ég var dróttskáti. Skátamótin voru hápunkturinn í starfinu, þegar við hittum aðra skáta, jafnvel frá öðrum löndum.Það eflir og glæðir starfið í skátagildunum að hitta aðra skáta og því ætti dagskrá gildanna að vera opin öllum gildisskátum og aðgengileg. Sjái gildisskáti áhugavert efni á dagskrá annars gildis, þá ætti það að vera sjálfsagður hlutur að hann geti mætt á þann fund. Við í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði höfum haft dagskrána okkar á netinu og við bjóðum öðrum gildisskátum að koma á okkar fundi.

Við áttum ánægjulegan fund í Skátalundi í nóvember sl. með St. Georgsgildinu í Kópavogi. Ármann Höskuldsson eld-fjalla fræðingur og félagi í Hjálparsveit skáta í Garðabæ flutti mjög áhugavert og skemmtilegt erindi um eldfjöll og eld gos

á Reykjanesi. Á mjög skipulagðan máta sagði hann frá sprungukerfinu á Reykja­neshryggnum, frá eldgosum fyrri tíma og hvar hugsanlega gæti gosið næst. Þá skýrði hann frá þeim þáttum sem ráða því hvert hraunstraumar liggja. Taldi hann mestu líkur á að að næsta gos yrði í Móhálsadal, ekki langt frá Djúpavatni! Frásögnin var

svo lifandi að það var ekki laust við að fundargestir gjóuðu augunum út um gluggana af ótta við að það væri kannski strax farið að gjósa.Síðan var kaffið teygað og kökurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu enda snætt í góðra vina hópi. Sungið var af innlifun að skátasið og kvöldinu lauk með því að félagar í St. Georgsgildinu í Kópavogi þökkuðu fyrir ánægjulegan fund og buðu félögum í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði á fund með sér 13. mars.Guðni Gíslason skáti síðan 2. mars 1965

Samstarf gilda og eldfjöll á Reykjanesi

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Bálið – málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

14

þar sem hún starfaði um sex ára skeið, bæði innanlands og erlendis. St. Ge orgs gildið í Kefla vík vottar að standendum Jó hönnu Kristinsdóttur innilega samúð vegna fráfalls henn-ar, með þessari vísu Hafsteins Stefáns sonar:Aukast mundi þrek og þor,þörf væri ekki að kvarta,ef menn bara ættu vorinnst í sínu hjarta.

Fyrir hönd St. Georgsgildisins í Keflavík,Björn Stefánsson

Kristinn Jóhann Sigurðsson skáta félagi okkar er farinn heim. Hann var stúdent frá Mennta-skólanum á Akureyri, lauk BA prófi í ensku og dönsku auk þess sem han lauk prófi í kennslu­ og uppeld isfræðum. Hann kenndi í Kefla vík í tvö ár en starfaði síðan sem flug umferðarstjóri alla tíð.Kristinn giftist árið 1955 Heddu Louise Gandil og hófu þau búskap í Keflavík þar til þau reistu hús við Svalbarð 8 hér í bæ. Hedda Louise lést árið 1974.Árið 1982 giftist hann eftir lif andi eiginkonu sinni Eddu Magn dísi Halldórsdóttur og fögn uðu þau því 30 ára brúð kaups afmæli á síðasta ári.

Kristinn gerðist ung ur skáti í Keflavík og var einn af stofn­félögum St. Georgs gildisins í Hafnar firði þar sem hann gegndi fjöl mörgum trún aðar-störf um. Hann var í stjórn 1965 til 1976 og gildis meistari 1976-1981 auk þess að vera öfl ug ur félagi í skála hópnum. Hann sat í landsgildisstjórn 1967-1969 og aftur sem erlendur bréf ritari 1983-1985.

Þökkum við Kristni gott sam starf og dreng-skap og vottum Eddu og fjölskyldu hans alla samúð okkar. Megi minning góðs skáta lifa.Fyrir hönd St. Georgsgildis ins í Hafnarfirði, Guðni Gíslason, gildismeistari.

Sofnar drótt, nálgast nótt,sveipast kvöldroða himinn og sær.Allt er hljótt, hvíldu rótt.Guð er nær.Hanna var meðal þeirra stúlkna sem stofn uðu fyrstu kven skáta-sveitina í Kefla vík og var ein af helstu driffjöðrum Skátafélagsins Heiðabúa. Síðar var hún ein stofnenda St. Georgsgildisins í Keflavík. Eftir því sem gildum fjölgaði víða um land, fór hún að starfa meira á landsvísu og var lands gildismeistari á árunum 1981-1985. Síðar var hún kjörin í heimsstjórn gildanna, IFOFSAG,

Kristinn Jóhann SigurðssonFæddur 22. júlí 1928 – Dáinn 9. febrúar 2013

Jóhanna KristinsdóttirFædd 11. októnber 1929 – Dáin 21. janúar 2013

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

15

English Summary March 2013 The national president, already a grandmother, spurs us on to greater deeds whatever our age. She uses as example Lady Baden-Powel (rightly named the "mother of millions"), who 52 years of age, took her husband‘s challenge and devoted the rest of her life actively promoting and supporting scouting. She also relates her wonderful experience in Canada where she took on looking after a group of young girl scouts. Emphasising the international nature of scouting, the great experience achieved meeting scouts from other parts of the world; making friends and exchanging experiences. She points out the great opportunities offered by the upcoming European Conference "Crossing Borders" held October 5-8 2013 in Stockholm-Helsinki, and urges us to attend.On May 4. 2013 there will be an Icelandic National Guild Assembly in Akureyri, and preparations are in full swing.Gents; though knitting has mostly been practised by women it is time we males also showed our mettle. Follow the example of Ólafur Ásgeirsson, the first president of Akureyri‘s Kvistur guild, and the first Icelandic Rover scout to be awarded the Icelandic President's Order of Merit , who is accomplished in the art. Valgerður Jónsdóttir from the Kvistur guild presents her favourite scout song called Spring is soon here and the outdoors entices“.Summarised are the five decades of the Icelandic Rov er Scout Movement, the anniversary of which was celebrated October 13th, 2012 in Kópavogur. The first Rover Scout group

Andróm eda was established in Kópavogur on October 15, 1962 and has been active without a break since. Andrómeda mainly concentrated on outdoor activities, but also collected funds mostly for materials to build the Þristur scout hut which they did via tombolas, dances and basars. The building of Þristur, which was wholly voluntary, was a major feat. The Andrómeda Rovers published a magazine named "Skrá-ar gatið" (the keyhole), a highly unique under-taking, partly handwritten, pictures drawn by hand and then stencilled.The issue also features an account of a trip by Icelandic guild scouts to the NBSR Conference in Lithuania June 14­17, 2012. It was a fine conference combining educational activities and fun ones.Also featured are scouting memories of the Rover Scout Svala Ýrr Björnsdóttir, who joined the Scouts nine yeras of age, received the President´s Order of Merit for scouting at 16; to become a Rover Scout and Akureyri guild member in 2010.Commemorated is Jóhanna Kristinsdóttir, who "went home" on Jan. 21, 2013. Jóhanna help ed establish the Girl Scout Group; the St. George‘s Guild of Keflavík. She was Iceland‘s representa­tive on the IFORSAG Committee for six years. Jóhanna was highly respected both in Iceland and abroad. Also Kristinn Jóhann Sigurðsson who "went home" Feb. 9, 2013. He was a founder member of the Hafnarfjörður Guild and sat in the National Committee as foreign secretary. We thank them both. – Einar Tjörvi

Nýtt merki HafnarfjarðargildisinsÁ aðalfundi St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 28. febrúar var sam þykkt merki fyrir gildið í nokkr um útfærslum allt eftir notkun. Gildið verður 50 ára í maí og stefnt er að því að efla starfið og gera meira áberandi.

Bálið – málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

16

Skátagildin á ÍslandiSt. Georgsgildið á Akureyri • St. Georgsgildið í HafnarfirðiSt. Georgsgildið í Hveragerði • St. Georgsgildið í Keflavík

St. Georgsgildið í Kópavogi • St. Georgsgildið Kvistur á Akureyri St. Georgsgildið Straumur í Reykjavík

Guðni með ylfingaforingjum sínum, Rögnu og Elsu

Ef heimilisfang er rangt, endursendist á: Hreinn Óskarsson, Pósthússstræti 3, 230 Keflavík

Ljós

m.:

Böðv

ar E

gger

tsso

n

Ljós

m.:

Kris

tjana

Þ. Á

sgei

rsdó

ttir/g

g

Ólafur Ásgeirsson með prjonahúfurnar sínar

Akureyringur/Hafnfirðingur á LandsmótiFrá afhendingu Friðarljóssins.

Skálanefndin á góðum degi

Frá aðalfundi Hafnarfjarðargildisins