bálið 2. tbl. 2008

16
Bálið 2. tbl. 2009 Málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

Upload: gudni-gislason

Post on 19-Mar-2016

254 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

Bálið, málgagn eldri skáta

TRANSCRIPT

Page 1: Bálið 2. tbl. 2008

Bálið2. tbl. 2009Málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

Page 2: Bálið 2. tbl. 2008

2

Landsgildisstjórn 2007-2009skipa:Landsgildismeistari:Elín RichardsVaralandsgildismeistari:Einar Tjörvi ElíassonRitari:Kjartan JarlssonGjaldkeri:Hreinn ÓskarssonErlendur bréfritari:Jón BergssonUpplýsingafulltrúi:Fjóla Hermannsdóttir Spjaldskrárritari:Karlinna Sigmundsdóttir

Útgáfa Bálsins er í höndumLandsgildisstjórnar.

Ritstjóri: EinarTjörvi ElíassonSími: 897 8677/551 5424Netfang: [email protected]

Bálið er prentað í 425 eintökum.

Prentsmiðjan Litlaprent í Kópavogi sér um allavinnslu og prentun blaðsins.

Forsíðumynd:“Bón um frelsi”, Klagenfurt, Austurríki ‘08“Prayer for freedom”, Klagenfurt, Austria ’08Ljósmynd (Photo): Björn Stefánsson

Frá ritstjóra

Nú fer í hönd Landsgildisþing, kjörnýrrar Landsgildisstjórnar og ýmismál er varða gildishreyfinguna,framtíð hennar og velferð.Ritstjóri Bálsins gefur ekki lengurkost á sér til stjórnarsetu, árinfærast yfir hann, sem fleiri okkar, ogtelur hann það myndi hreyfingunnifyrir bestu að annar og yngri gildis-skáti tæki við ritstjórn blaðsins.Ég nota tækifærið hér til að þakkaykkur öllum fyrir tryggð og trúfestuvið söfnun efnis í blaðið. Án fram-lags ykkar er Bálið ekki það bálsem tendrað getur baráttuhugykkar fyrir hugsjóninni og mark-miðunum, sem vöknuðu fyrir rétteinni öld síðan og halda enn áframað brenna í hug og hjarta miljónakarla og kvenna um víða veröld. Alltnáði þetta til að þróast og þroskastsökum framsýni og mannkærleiksstofnanda skátahreyfingarinnarBaden-Powels.Um leið og ég kveð Bálið með vis-sum trega og eftirsjá, þakka égöllum lesendum þess og bið þá umleið að nota þennan miðil til að eflahreyfinguna og útbreiða hróðurhennar meðal ungra sem aldraðra,minnug orða Baden-Powels:Eitt sinn skáti - ávallt skáti..Lifið heil og Guð verði með ykkur.

Ritstjóri

Alþjóðaforseti:Mr. Brett D. GrantAlþjóðaskrifstofa:Avenue de la Porte de Hal, 38B-1060 Bruxelles, BelgiumSími: +32 2 511 46 95Fax: +32 2 511 46 95Email: [email protected]: http://www.isgf.org

Ápríl 2009

Page 3: Bálið 2. tbl. 2008

3

Bætt á báliðÁgætu gildisskátar og aðrir lesendur.

Þú sólargeisli sem gægist innOg glaður skýst inn um gluggann minnMig langar svo til að líkjast þérOg ljósi varpa á hvern sem er.

Hrefna Tynes

Senn fer að vora - dagsbirtan lengist með hverjum deginum sem líður og áðuren við vitum af verður sumarið komið með allri sinni dýrð, gróðurinn dafnar,fuglakvak í lofti og börnin búin að varpa vetrarhýðinu og farin að stunda sumar-leikina. Hjörtu okkar og hugur gleðst yfir öllum gjöfum náttúrunnar.Vissulega óskum við okkur góðs sumars eftir mjög svo erfiðan vetur í bæðieiginlegum og óeiginlegum skilningi. Ekki eigum við það víst a.m.k. hvaðveðráttuna snertir en vonandi fer senn að létta yfir okkur sem þjóð.St. Georgsgildin stefna til Akureyrar á Landsgildisþing þar sem öruggt er aðeinhverjar mannabreytingar verða í Landsgildisstjórn. Einn af þeim sem ekkigefur kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa er Einar Tjörvi varalandsgildis-meistari og ritstjóri Bálsins til margra ára. Ávallt er gott að leita til Einars og erhann greiðvikinn mjög og af öllum öðrum ólöstuðum hefur starf hans sem rit-stjóri Bálsins verið gildunum mikill sparnaður og erfitt verður að fylla það starfa.m.k. með sjálfboðavinnu.Einari Tjörva færi ég innilegar þakkir fyrir samstarfið.

Njótið vorsins og komandi sumarsElín Richards landsgildismeistari.

Apríl 2009

Þinn hugur svo víða um veröldu fer þú virðist ei skynja hvað næst þér erÞig dreymir um sumardýrð sólgullins landsen sérð ekki fegurð þíns heimaranns.

Ef sýnist þér tilveran grettin og gráog gleðinni lokið og ekkert að þráþú forðast skalt götunnar glymjandi hóen gæfunnar leita í kyrrð og ró.

Já- gakk til þíns heima þótt húsið sé lágtþví heima er flest sem þú dýrmætast átt.Ef virðist þér örðugt og viðsjált um geimþá veldu þér götu sem liggur heim

Þú leitar oft gæfunnar langt yfir skammtþú leitar í fjarlægð en átt hana samt.Nei - vel skal þess gæta, hún oftast nær erÍ umhverfi þínu hið næsta þér.

Tryggvi Þorsteinsson

Page 4: Bálið 2. tbl. 2008

4

Akureyrargildið of Landsmót skáta 2008Landsmót skáta 2008 var haldið að Hömrum við Akureyri dagana 22. - 29. júlí.Þema mótsins var: Á víkingaslóð. Eins og allir eldri skátar þekkja þá er gríðar-legur undirbúningur fyrir slíkt landsmót. St. Georgsgildin á Akureyri hjálpuðubæði til við undirbúning og framkvæmd landsmótsins. Í byrjun ársins 2008

útbjuggu forstöðumenn Hamra, með TryggvaMarinósson í borddi fylkingar, viðamikinn listaum rúmlega 100 verkefni, sem gera þyrfti fyrirmót, á mótinu sjálfu og síðan eftir mót viðtiltekt og frágang. Mörg af þessumverkefnum voru svo viðamikil, að starfsmennHamra og/eða Akureyrarbæjar sáu umframkvæmd þeirra, en félagar beggja gild-anna á Akureyri komu að framkvæmd margra

annarra. Vinnukvöld voru á Hömrum á þriðjudögumfrá kl. 19:00 til 22:00 og á laugardögum varunnið frá 10:00 - 16:00 og þá var boðið uppá hressingu í hádeginu. Unnið var við aðsmíða og mála víkingaskildi, tré voru felld tilað búa til rjóður til að nota semkennslusvæði á mótinu, málaðar vorugirðingar og húsakynni að utan sem innan.Einnig voru varðturnarnir við innkomuna á svæðið lagfærðir og málaðir.Meðan á mótinu stóð voru gildisfélagar önnum kafnir við þrif og sorphirðu, aukþess sem aðalverkefnið var að aðstoða kokkinn við að sjá um mötuneyti fyriralla starfsmenn á mótinu. Þá varð að standa vaktir við morgunmat, hádegis-

mat, síðdegiskaffi og kvöldmat,en nógur mannskapur fékkst til aðannast öll þessi verkefni og gekkþað mjög vel. Það sýnir miklabreidd að í félagsstarfi sé hægt aðganga að mönnum sem geta sinntjafn fjölbreyttum verkefnum frálogsuðu og að uppvaski.Eftir landsmótið voru tekin niðurtjöld og ýmiss búnaður og gengið

Ápríl 2009

Page 5: Bálið 2. tbl. 2008

5

frá í geymslur. Þetta, að aðstoða við undirbúning og framkvæmd landsmóts erakkúrat það sem gefur gildisstarfinu mest gildi! Þarna komast gildisfélagar íbeina snertingu við skátana í leik og starfi og allt er iðandi af fjöri og ánægju ogað leikslokum fara allir heim þreyttir og sælir.

Tekið saman í ferðarlok af::Fólu Hermanns og Pétri Torfasyni, St. Georgsgildinu á Akureyri,

og Guðnýju Stefánsdóttur, Kvisti

Á heimsþingi ISGF í Vín,ferðast um austurrísku Alpana - annar kafli

Í síðari áföngunum tóku alltaf á móti okkur tveir leiðsögumenn, þar semstaðnæmst var hverju sinni, annar enskumælandi enhinn frönskumælandi, yfirleitt konur þó einu sinni karl.Fóru þeir með okkur sitt í hvora áttina, en sama hringinn,þannig að við mættumst aftur á brottfararstað að göngu-för lokinni. Margt markvert var skoðað, svo sem skrautle-gar, aldagamlar byggingar, sem var ótrúlega vel viðhaldið. Víðast var litið inn í kirkjur, sem voru hlaðnaryfirþyrmandi skrauti. Sumar þeirra höfðu skemmst mikið

í loftárásum í heimsstyrj-öldinni síðari, og aðrar íhörðum jarðskjálftum, enöllum hafði þeim veriðkomið í fyrra horf utaneinni, sem skemmsthafði mikið í hörðumjarðskjálfta. Þar hafðihluti marmaragólfflísaeyðilagst og lagðarnýjar í staðinn, en þærvoru hafðar í öðrum lit.Eina litla, en aldagamla steinkirkju heimsóttum viðþó á fyrsta degi ferðarinnar. Með steinda gluggasína í kórnum og nokkrar freskur á vegg, fannstmér hún notalegust af öllum kirkjunum, sem viðkomum í í ferðinni, enda áttum við þar góða

kyrrðarstund. Á leiðarenda þurfti svo, að sjálfsögðu að fara í næsta hraðbanka að ná sér ífarareyri fyrir næsta áfanga.

Apríl 2009

Page 6: Bálið 2. tbl. 2008

6

Þann 27. ágúst var ekið um Hallein og til Innsbruck, þar sem gist var næstu tværnætur. Áður en lagt var af stað, var þó dálítið litast um í borg WolfgangsAmadeusar Mosarts, Salsburg. Þar var okkur meðal annars sýnt „Haus fürMosart - Felsenreitschule”. Því miður gátum við ekki litið inn, en ég verð aðsegja það, að mér fannst Mosarthúsið skera sigúr öðrum húsum í Salzburg sem eitt ljótasta ogsvipminnsta húsið, sem ég sá í allri ferðinni. Síðdegis var farið í iður jarðar að skoða gamlarsaltnámur í Hallein. Við vorum látin klæðast hví-tum göllum og sett klofvega á farartæki, eins ogsést á meðfylgjandi mynd, en það þaut með okkur umþröng göng niður í námurnar. Er niður var komið, fórumvið af baki og gengum all lengi um þröng, illa lýst ogóslétt göng og síðan inn í lítil sýningarherbergi með stytt-um af fólki að störfum. Síðustu tvo áfangana niður var svo farið liggjandi á bak-inu á tveimur hálum plönkum. Við vorum sérstaklegavöruð við að reyna að bremsa með fótunum, því þáfærum við útaf. Þegar ég var að nálgast endastöð fyrri

áfangans leist mér ekkert áhraðann, enda á 34,13 km. hraða, eins og myndin sýnir,en hún var tekin um leið og ég fór útaf brautinni og láframmi til sölu á leið okkar út. Að sjálfsögðu gætti ég mínsvo betur í seinni áfanganum!Upp fórum við svo aftur á samskonar farartæki og efrimyndin sýnir.28. ágúst hófst með skoðunarferð um Innsbruck ognágrenni. Segja má, að skoðunarferðin hafi hafist viðákaflega stofndigurt tré í fögrum trjágarði og síðan litiðinn í það, sem æskufólk nútímans mundi líklega nefna ýkt

skrautlega dómkirkju, en hún státar m.a. af styttu,sennilega af Maríu frá Magdölum, með Jesúm íkjöltunni, eftir að hann var tekinn niður af kross-inum, og altaristöflu í þeim skrautlegasta ramma,sem ég hef nokkru sinni augum litið. Myndin ermjög frægt margra alda gamalt lítið olíumálverk afMaríu mey með Jesúbarnið í fanginu, en eftirmyn-dir af þessu fræga málverki prýða margar kirkjur íAusturríki.

Næst snérum við okkur að öllu veraldlegri hlutum og heimsóttum annaðskrauthýsi, eðalsteinavinnslu og slípun, sem er með sérstakt móttökuhús, þarsem húsið og allir sýningarmunirnir eru skreytt dýrindis eðalsteinum.

Ápríl 2009

Page 7: Bálið 2. tbl. 2008

7

Aðkoman að húsinu er stórfengleg. Fyrst erkomið að tjörn, og yfir henni er risavaxið höfuðmeð glóandi augu, og vatnsbunu út úr munniog út í tjörnina, en öðru hverju koma einnigvatnsbunur úr nösunum, sem nærstöddum erbetra að vara sig á.. Húsið er í raun hár og mikill grasi gróinn hóllmeð risahöfuðið öðrumegin, en steypta framhliðog inngang hinu-

megin. Í því er meðal annars dýrasti veggurheims, þakinn eðalsteinum, og milli sýningarsalarog veitingasalar er dýrðlegt hengi úr eðalsteinum,en þar fengum við okkur einmitt snarl, að skoðu-narferðinni lokinni.Að morgni 29. ágúst var haldið frá Innsbruck umfögur héruð Suður-Tyrol, þar sem ekið var umnokkurt skeið Ítalíu megin, og síðan aftur inn í

Austur-Tyrol Austurríkismegin. Allt til ársins 1918höfðu þessi héruð og borgir innan þeirra veriðhluti af Austurríki. Stansað var í Pustertal og á nokkrum öðrumstöðum, bæði til að létta á sér, skoða ægifagurtútsýnið og fá sér hressingu. Endað var í Villach,þar sem gist var næstu nótt, en Villach er kölluðhöfuðborg austurríska „Karnivalsins”.Frá Villach var fyrst ekið til Klagenfurt 30. ágúst.Klagenfurt erfögur borg. Þar

voru skoðaðar fagrar, gamlar byggingar og þará meðal, að sjálfsögðu, skrautleg kirkja.Meðal annars sáum við í Klagenfurt höggmyndaf drekanum ógurlega, sem þótti ungar meyjarsérlega ljúffengar.

Síðan varfarið í átt aðstærsta stöðuvatni Suður-Austurríkis, en þartvístraðist hópurinn nokkuð. Hluti hansskoðaði safn frægra bygginga og mannvirkjaí „mineature” stærð inni í skógivöxnu svæði.Næsti hluti hópsins ákvað að ganga aðstöðuvatniinu. Fyrst var gengið meðframendilöngum, stórum skemmtigarði og síðan

Apríl 2009

Page 8: Bálið 2. tbl. 2008

8

enn lengra. Þegar komið var að endamörkumskemmtigarðsins, ákvað ég að mynda þriðjahópinn og verða eftir í garðinum, enda hef ég séðsvo mörg og misstór vötn víða á ferðum mínum. Skemmtigarðurinn, sem einniger grasagarður, skartar rjóðrummeð ýmsum leiktækjum fyrirbörn og fullorðna, meðal annarsnokkrum útitöflum, sem virðast

ákaflega vinsæl. Mikið er einnig af höggmyndum í garðinum, þar á meðal ein,sem sýnir, frá mínu sjónarhorni og ljósmyndavélarinnar,baksvip nakinnar konu, séðrar með augum listamannsins. Að þessum skoðunarferðum loknum, var förinni svo haldiðáfram til Gras, þar sem gist var síðustu nótt 6 daga ferðarinnar.

Að loknum staðgóðum morgunverði 31. ágústskoðuðum við „innviði” Gras. Verið var á fulluað undirbúa hátíðahöld dagsins og kvöldsins,en haldið virtist vera upp á daginn víðsvegarum landið. Hvort um er að ræða Verslunar-mannahelgi eða Ljósanótt, skal ósagt látið, envíða var verið að setja upp sölutjöld og æfaskemmtiatriði, og einn var í óðaönn að grillaheilan kjötskrokk. Er við komum þarna aftur viðí lok skoðunarferðarinnar, var hann önnum

kafinn við að afgreiða bita af skrokknum.Mikið er af fagurlega skreyttum, gömlum byggingum í Gras, eins og raunar all-staðar þar sem við komum í ferðinni um Austurríki. Í einum hallargarðinum rákumst við á gamlan kunningja,snjókarl! Hann reyndist þó gerður úr heldur varanlegrisnjó en okkar karlar, en hann var úr hvítum marmara og

undi sér vel við uppsprettu ígarðinum.Yfir borginni trónar mjög veglegurklukkuturn, og upp að honum erustigar framan á klettinum, samtals420 tröppur. Að sjálfsögðu þurft-um við að bregða okkur upp og sjá útsýnið yfir borginaog umhverfið, en við vorum ekki nema nokkrar sekúndurá leiðinni, það hefur nefnilega verið borað fyrirhraðskreiðri lyftu upp úr gömlum, manngerðum hellineðst í klettabeltinu.

Ápríl 2009

Page 9: Bálið 2. tbl. 2008

9

Þarna sáum við greinilega hvað tímanum leið, ogútsýnið var stórkostlegt. Verslanir og veitingastaðir voruþarna uppi og góð útsýnisskífa, gangstígar til allra átta,og jafnvel var þar að finna bæði íbúðarhús og hótel.Síðdegis var svo lagt upp í síðasta áfanga ferðarinnarum fögur héruð meðfram ánum Mur og Mürs og tilSemmering, staðar sem nefndur hefur verið „svalirVínar” - og síðan heim á hótelið okkar í Vín.Á leiðinni var áð við gott veitingahús í nágrenni stórsmunkaklausturs. Þarna var matast og rölt um og dáðstað fögru útsýninu, áður en förinni var haldið áfram.Ferðin reyndist þó nokkuð tafsöm, því fljótlega komum við að langri bílalest, sem

varla mjakaðist, en þar hafði orðið bílslys, semþó virtist ekki hafa verið mjög alvarlegt. Þegarbílalestin fór loks að mjakast, komumst við ekkinema skamman spöl, áður en við komum aðöðru bílslysi, og nú öllu alvarlegra, því er við loksgátum haldið áfram, sáum við bíl, sem var íalgjörri klessu.En „Adam var ekki lengi í Paradís”, því skömmusíðar stöðvaðist bílalestin vegna þriðja bíl-

slyssins. Þar tókst þó bílstjóranum okkar að finna nokkuð langa hjáleið, semkom okkur framhjá slysstaðnum og loks heim á hótelið. Morguninn eftir burðuðumst við svo með farangurinn okkar á rútustöðina og íflugstöðvarrútuna, eyddum nokkrum tíma í fríhöfninni, án þess að finna nokkuð,sem borgaði sig að kaupa, flugum síðan með Austrian Airlines til Kastrup, þarsem við fengum okkur hressingu og röltum um fríhöfnina næstu fjórarstundirnar, áður en við lögðum upp í síðasta áfanga ferðarinnar heim meðIcelandair. Er heim kom komumst við svo að því, að lang hagkvæmast væri aðversla í Fríhöfninni heima!

Björn Stefánsson, með samþykki ferðafélaganna, Alla og Diddu

Áramótahugleiðing frá Norskum gildisviniKæri gildisvinur!

Nýtt ár er nú hafið. Alltof mragir okkar flýta sér af stað; við ætlum okkur að ljúkabókstaflega öllu mögulegu. Kannski væri það okkur holt að taka okkur eitt ár,þar sem við hægjum aðeins á; drögum djúpt inn andann og spyrjum okkur sjálfhvort þetta sé það sem viljum í lífinu? Setjumst í staðinn í garðstólinn okkar meðbolla af te eða kaffi og veltum fyrir okkur eftirfarandi orðum norsku skáldkonun-

Apríl 2009

Page 10: Bálið 2. tbl. 2008

10

nar Ingrid Arctander:

Eigir þú ekki tíma til að gleyma þér við gluggannog horfa á gráma himinsins við fjarlæg fjöllþá hefur þú misst af tilgangi lífsinsEigir þú ekki tímatil að láta sólina verma þigstanda úti í garðinum þínum og láta sólina verma þigþar til lítill fugl er nægilega öruggurtil að setjast í tréð við hliðiðog kvaka til þín – þá hefur lífið misst tilgang sinnfyrir þigHafir þú ekki tíma til að láta flögrandi hugsunslá rótum í hjarta þínu og bíða þessa að hún springi út í fallegt blómmeðan öllum brögðum er beittog öll skilningarvit spillastÞá hefur þú fyrirgert rétti þínum til að lifaÞví lífi sem hefur merkingu fyrir þigÍ öllum nánast ósýnilegum hlutumfelst mikil merkingleyndardómurinn um að lífið er ekki það sem við gerum það aðheldur það sem grær – í kringum okkur og í okkurog við verk handa okkar.

Allt sem grær verður að fá sinn tíma og sína kyrrð

Betten frá Norsku LandsgildisskrifstofunniÞýtt úr norsku: Elín Richards

Landsgildisþing á Akureyri 2009Staður fyrir þing og kvölddagskrá: Félags- og tómstundamiðstöðin í Bjargi viðBugðusíðu 1 (inngangur einnig frá Lindasíðu). Fundarsalurinn er á neðstu hæðí Líkamsræktarstöðinni að Bjargi sem er staðsett rétt norðan við Glerárkirkju.Laugardagurinn 9. maí

09:15 -10:00 Þinggögn afhent og tekið við greiðslum.Eftirstöðvar þinggjalds: kr. 1.500 (fullt þinggjald: kr. 2.500)Skoðunarferð: kr.1.000Matur og kvöldskemmtun: kr. 4.500

10:00 Þingsetning og dagskrá samkvæmt samþykktum Landsgildisins.12:00 Léttur hádegisverður á staðnum.12:45 Framhald þingstarfa.14:00 Þinglok.

Ápríl 2009

Page 11: Bálið 2. tbl. 2008

11

14:30 Skoðunarferð með leiðsögn heimamanna um og í nágrenniAkureyrar. Endanleg áætlun ræðst af fjölda þátttakenda og því hversuvorið verður vinveitt okkur. Veitingar verða á einum viðkomustaðnum.

19:30 Kvöldverður og skemmtidagskrá að Bjargi.• Forréttur: laxafantasía með ólívubrauði• Aðalréttur (hlaðborð): lambalæri, gljáð

kalkúnabringa, grænmeti, fylltir tómatar,kartöflugratín, steiktar parísarkartöflur, salöt,rjóma- og rauðvínssósa.

• Gosdrykkir• Kaffi og konfektDrykkir eru ekki seldir á staðnum, en fólki er ley-

filegt að taka með sér drykki kjósi það svo.Við treystum á framlög allra gilda í skemmtidagskrána og að ekkert gildikomi með minna en eitt dagskráratriði. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrirmikilli sönggleði.

Sunnudagur 10. maí10:00 - 12:00 Morgunkaffi og samvera að Hömrum, útlífsmiðstöð skáta, íboði Kvists.

Gildismeistarar eru beðnir að kynna dagskrána í sínum gildum, gera þátt-tökulista fyrir alla þrjá liðina og senda okkur fyrir 25. apríl 2009 og greiði jafn-framt 1.000 krónu óafturkræft staðfestingagjald fyrir hvern þátttakanda.Þátttökulistar skulu sendir til Ástu Sigurðardóttur, Móasíðu 2a, 603 Akureyri,símar 462 1132 og 891 7932 og/eða á netföngin [email protected] (ÁstaSigurðardóttir) og [email protected] (Lára Ólafsdóttir).Bankaupplýsingar vegna greiðslu staðfestingargjalda:

Reikningseigandi: St.Georgsgildið Kvistur.Reikningsnúmer: 0302 26 002930. Kennitala: 570703 2930.

Vonumst til að sjá ykkur sem allra flest!Með gildisskátakveðju,

Guðný Stefánsdóttir

St. Georgsdagurinn 2009Verður í ár á vegum Landsgildisstjórnar. Fagnaður verður haldinn í Stranda-kirkju sunnudaginn 26. apríl n.k. og hefst klukkan 14:00.Strandakirkja á sér langa og merkilega sögu og einnig Selvogurinn, er eitt sinnvar merkur og mikill útræðisstaður með fjöla íbúa. Saga kirkjunnar og Selvogsverður sögð; boðskapurinn, sem þessu sinni kemur frá Litháen, verður lesinnaf Landsgildismeistara. Að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar á T-Barverð 1.400 kr á mann..Rúta mun taka upp farþega kl. 13:00 í Reykjavík, 13:15 í Kópavogi og kl. 13:30í Hafnarfirði, fargjald 1.000 kr á mann.

Landsgildisstjórn

Apríl 2009

Page 12: Bálið 2. tbl. 2008

12

Grín og gamanKonan mín er óléttMaður hringir í móðursýkiskasti í sjúkrahúsið, "Konan mín er ólétt og hún er kominmeð hríðir" "Er þetta hennar fyrsta barn" spyr læknirinn". "Nei, fíflið þitt", svararmaðurinn, "Þetta er maðurinn hennar".Guðsmaðurinn, löggan og stjórnmálamaðurinnDag nokkurn kemur prestur til rakara; þegar kemur að því að borga fyrir klippin-guna segir rakarinn: "Þú ert guðsmaður og þarft því ekkert að borga". Daginn eftirþegar rakarinn mætir í vinnuna bíða hans 12 biblíur og aflausn allra synda.Rakarinn sá að þetta væri nú kannski bara nokkuð arðsamt. Þegar lögga kemurtil hans næsta dag sömu erinda, segir rakarinn að þar sem hann sé nú lagannavörður þurfi hann ekkert að borga. Næsta dag finnur hann umslag með gömlumumferðasektum sem búið var að rífa og skrifa að hann þurfi ekki að greiða. Núfinnst honum þetta orðið virkilega arðsamt. Þennan sama dag kemur til hansráðherra, og hann ákveður að fara nú alla leið og gefa honum líka klippinguna.Daginn eftir bíða 12 stjórnmálamenn fyrir utan hurðina hjá honum og bíða eftirókeypis klippingu.

Úr sarpi Björns Stefánssonar

Naglasúpa Karlinnu

Saxið lauk og pressið hvítlaukinn. Hitið olíuna í potti og steikið kjötið og laukinn.Stráið salti ásamt öðru kryddi yfir og bætið vatni útí pottinn ásamt kjöti eða græn-metiskrafti. Látið sjóða í 40 mínútur. Flysjið kartöflurnar , hreinsið grænmetið ogskerið í litla bita. Bætið því útí pottinn og látið sjóða í 20-30 mín. Kryddið ef meðþarf. Uppskriftin er fyrir 6 manns Ég nota oftast bara það grænmeti sem ég á íísskápnum.Verði ykkur svo að góðu.

Karlinna SigurmundsdóttirSt. Geogsgildini í Hveragerði

Ápríl 2009

700 gr. smátt brytjað gúllas (kjöt aðeigin vali)

2 laukar3 hvítlauksrif3 msk olía eða kókosfeiti1-2 l vatn eða kjötsoð1 tsk kúmen2-3 gulrætur2-4 kartöflur

1 sellerístilkur100 gr sellerírót½ blómkálshöfuð3 grænmetisteningar400 g tómatar í dós3 msk tómatþykkni1 tsk majoranpipar eftir smekk1 msk fersk steinselja

Page 13: Bálið 2. tbl. 2008

13

Ýmar myndir af starfinu í gildunumSe

ndið

okk

ur n

ýjar

og

gam

lar

myn

dir

til

birt

inga

r í B

álin

u !

Gamlar myndir af byggingu Fossbúðar ca. 1980

Efnið í skálann komið á staðinnByrjað að reisa

Þakið risið Pallurinn smíðaður

Kaffið bragaðst alltaf vel Nú er Fossbúð í eign Skátanna

Apríl 2009

Page 14: Bálið 2. tbl. 2008

14

Hjálparstarf Aino-MMarie TigerstedtBjörn Stefánsson fór þess á leit við mig að hjálparstarfsÍslandsvinarins góða Aino-Marie Tigerstedt yrði minnst íþessu tölublaði Bálsins, í tilefni heimsóknar Dalai Lama tilÍslands í sumar.

Eins og mörg okkar muna vann Aino, eins og við Íslendingarkölluðum hana alltaf, óviðjafnanlegt hjálparstarf í þágu flótta-barna er flýðu frá Tíbet til Indlands eftir hernám Kínverja. Húnmun hafa verið einn af stofnendum Chialsa heimavistar-skólans þar fyrir tíbesk flóttabörn og safnaði áheitum styrktar-foreldra á Norðurlöndunum öllum, sem greiddu árlega vissafjárhæð, vegna skólakostnaðar eins eða fleiri barna. Við þetta verkefni naut húnfulltingis Dalai Lama og ráðgjafar hans. Þau áttu mjög náið samstarf í tengslumvið vandamál tíbetsks fóttafólks, sérlega barna þaðan, og reyndust hennitengslin við Dalai Lama ómetanleg. Áttu allmargir íslenszkir gildisfélagar þarnafósturborn um margra ára skeið.

Það skal sérstaklega tekið fram, að Aino heimsótti oft skólann í Nepal og hittiöðru hverju Dalai Lama, en allar ferðir sínar fór hún á eiginn kostnað.

Einar Tjörvi

Björn/Aðalbergur í góðumfélagsskap

Gildismyndir af handahófi

Hrefna Tynes

Gyða og Áslaug Friðriksdóttir

Guð

ni J

óns

son

Hjó

ninU

na o

g Þ

org

eir

Ápríl 2009

Page 15: Bálið 2. tbl. 2008

15

In her message to the Icelandic guilds our National president wishes us all ahappy new spring and summer. She expresses her hope that it will bring us allhappiness and security in this world of ours that is not only beset vith strivesand struggles for power, but also suffers financial crises of very serious pro-portions and uncertain consequences.

This will also be the last issue of Bálið under my editorship, and I thank all itsreaders for their support.

In this issue are recounted contemplations from a Norwegian friend at the turnof the year where she ponders like the Norwegian poet Ingrid Actander aboutlife’s purpose. Whether we should not give ourselves time to scrutinisenature’s wonders like the sunrise over the mountains, the little song birds etc.Something I think is worthy of our most serious considerations.

You will also find the final part of our representatives’ account of the ISGFWorld Congress in Vienna 2008. It also features an example showing the manyways the Icelandic St. Georges guilds gave hands-on assistance to theIcelandic Scouts with their International Jamboree last year. Helping with car-peting, painting and various such things for the campsite. Helping with thefood preparation etc.

This year will be a busy year for the St. Georges guilds in Iceland, all with theGeneral Assembly and the NBSR Congress on the Aaland islands in the BalticSea this June. Much is expected from these assemblies in particular asregards finding a common policy for rejuvenating and expanding the move-ment.

The fact that Dalai Lama, the world known leader of Free Tibet will be visitingIceland this summer, provided an opportunity for us to reminice and honour agreat lady, Mrs. Aino-Marie Tigerstadt, and her tireless work to help the chil-dren of Tibet that fled to India in the wake of the Chinese occupation. She col-lected funds from the Nordic Countries to help provide them with suitablehomes and schooling. In this work she had the support and guidance of DalaiLama and visited him often.

Following a few jokes, an interesting soup recipe is featured, which we call“Nail Soup” after the folk story, wich tells of the tramp who knocked on a lady’sdoor asking for food. He took from his pocket a large nail and told the lady thathe could cook them a wonderful soup, if she only lent him a pot with a littlewater. In Iceland improptu soups made of this that and everything are sinceoften called “Nail Soups”.

The Editor

Summary in English

Apríl 2009

Page 16: Bálið 2. tbl. 2008

Bálið þakkar öllum sem í blaðinueiga styrktarlínur og auglýsingar

fyrir frábæran stuðning

St. Georgsgildið í Hafnarfirði

St. Georgsgildið á Akureyri

St. Georgsgildið í Keflavík

St. Georgsgildið í Hveragerði

St. Georgsgildið í Reykjavík

St. Georgsgildið í Kópavogi