bálið 3. tbl. 2009, nóvember

16

Upload: gudni-gislason

Post on 09-Mar-2016

234 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Bálið, málgagn eldri skáta

TRANSCRIPT

Page 1: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember
Page 2: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Landsgildisstjórn 2007-2009:Landsgildismeistari:

Elín Richards, Kópavogi s. 554 4653, 897 0356 [email protected]

Varalandsgildismeistari: Kjartan Jarlsson, Kópavogi

Ritari: Valgerður Jónsdóttir, Akureyri

Gjaldkeri: Hreinn Óskarsson, Keflavík

Erlendur bréfritari: Jón Bergsson, Hafnarfirði

Upplýsingafulltrúi: Claus Hermann Magnússon, Hafnarfirði

Spjaldskrárritari: Magnea Árnadóttir, Hveragerði

Alþjóðahreyfingin ISGFwww.isgf.org

Alþjóðaforseti: Mr. Brett D. Grant

Bálið 3. tbl. nóvember 2009Ábyrgðarmaður: Elín RicharsdóttirÚtlit og umbrot: Hönnunarhúsið ehf.Prentun: Stapaprent ehf.Forsíðumynd: Við Hvaleyrarvatn,

ljósmynd: Guðni Gíslason 2008.

Brostu! Ég gerði merkilega

uppgötvun í dag. Ég uppgötvaði að bros er

jafnsmitandi og flensa.

Það brosti til mín alókunnugur maður og ég brosti á móti og hélt svo bara áfram að brosa.

Ég labbaði fyrir næsta horn þar sem ég mætti öðrum ókunnugum manni. Þegar hann sá mig brosa, brosti hann á móti og gekk svo brosandi í burtu. Þá laust niður hjá mér þessari staðreynd, ég hafði smitað hann. Guð veit hvað hann hitti marga og smitaði þá. Ég fór að hugsa um þetta bros og skildi þá hversu mikils virði það er. Eitt lítið bros eins og mitt, gæti breiðst út um heimsbyggðina. Svo ef þú finnur að þú ert að bresta í bros, ekki halda aftur af því. Komum af stað faraldri sem fyrst, stefnan er að smita allan heiminn.

2

Page 3: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

3

Haustið er á enda sem segir okkur að sumarið sé búið fyrir þó nokkru

og senn líður að jólum.

Á liðnu sumri átti ég þess kost að sækja tvenna skátaviðburði báða mjög skemmtilega en í senn ákaflega ólíka. Sá fyrri var norræna þingið á Álandseyjum sem sagt er frá hér í Bálinu. Sá seinni var Roverway skátamót ætlað fólki 18 - 23 ára allsstaðar að úr heiminum haldið hér á Íslandi og bókstaflega út um allt – þó síðustu dögum mótsins hafi þátttakendur eytt sameiginlega í skátaparadísinni á Úlfljótsvatni. Skátarnir fengu eins og svo oft gerist – jafnvel í júlí á Íslandi allar tegundir af veðri það blés oft hressilega, eitthvað blautt kom niður úr himninum og hitastigið var oft talsvert lægra en flestir erlendu skátarnir eiga að venjast. Okkur Íslendingunum fannst þeir margir ákaflega illa búnir til útilegu í íslenskri veðráttu og víst er að drjúgt seldist af ullarfatnaði í mótsversluninni - en samt skein gleðin úr hverju andliti og öruggt má teljast að margar góðar minningar hafa fylgt skátunum þegar þeir héldu heim.Það sem þessi tvö skátamót eiga sam-eiginlegt er framkvæmdin og vinna sjálfboðaliða við framkvæmdina. Álands eyjamótið að vísu töluvert minna í snið um en byggði þó á að „allir skátar“ á Álandseyjum legðu hönd á plóginn.

Sama var á Roverway – sjálfboðaliðar - að vísu flestir fullorðnir – eru mikilvægustu hlekkirnir til að hlutirnir gangi upp.Við skátar erum vön að láta verkin tala þar sem aðrir sjá vandamál finnum við skátar bara verkefni til að leysa – ávallt viðbúin.Einkunnarorð okkar St. Georgsskáta – Eitt sinn skáti – ávallt skáti eiga einnig vel við í þessu samhengi. Tökum því höndum saman – finnum okkur verkefni til að leysa því við erum sterkt afl sem getur áorkað mjög miklu þegar við sameinum kraftana og látum í okkur heyrast.Öllum lesendum Bálsins óska ég friðar á aðventunni og komandi jólum. Ykkur öllum þakka ég ánægjulegar stundir á líðandi ári.Dagurinn í dag er fyrsti dagurinn í rest-inni af lífi þínu – njóttu hans. Við höfum lífið aðeins að láni – nýtum það til fulls. Elín Richards, landsgildismeistari.

Bætt á Báliðnóvember 2009

Ljós

myn

d: G

uðni

Gísl

ason

Page 4: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Sauna, söngur og samheldniÞing norrænu gildis-

félag anna var haldið á Álandseyjum í júní sl.

Þangað fóru 13 fulltrúar frá Íslandi.

Við komuna til Álandseyja var fundur gildismeistara en svo var tekið á móti þeim þinggestum sem voru komnir uppi í sveit í sumarbústað þar sem beið kvöldmatur og sauna. Á borðum voru allskyns fiskréttir; skerjagarðssíld, graflax, reyktur lax, finnskt rúgbrauð og fleira gott. Reglulega var svo drukkinn snafs eftir að Lena var búin að kyrja snafskvæði.

Við þingsetningu bauð Landsstjóri Álands eyja gesti velkomna og setti þingi í þinghúsi Álandseyja. Að morgni fimmtudags var haldið i kirkju St. Ge-

orgs og þaðan í íþróttahús þar sem kynningarbásar voru settir upp og starfið kynnt. Eftir rólegan fyrripart var farið til Bomersunds þar sem haldið var til í fögru umhverfi hrunins virkis og fulltrúar flestra landa mættu í þjóðbúningum þar sem María og Ingibjörg voru full-trúar Íslands. Þjóðlegur matur var settur á borð og gestir fengu að smakka á ólíklegustu hlutum sem komið var með frá hverju landi. Bruni í gömlu friðuðu húsi í næsta lundi vakti mikla athygli og brottför seinkaði á meðan gestir fylgdust spenntir með rauðum bílum, sætum slökkviliðsmönnum og breytingum á reyk. Vala Dröfn á íslenska bátnum.

Haldið að maístönginni.

4

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

Page 5: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Dagskráin hélt áfram næstu daga með skoðunarferðum og fjölmörgum uppákomum meðal annars uppsetningu á óperunni Carmen sem íslensku full-trúarnir gerðu með glans þar sem söngvararnir komu fram í gerfi hand-arbrúða. Var þetta framlag í Nordvision og náði að sjálfsögðu 1. sæti. Fór keppnin fram á varðeldi sem heppnaðist í alla staði mjög vel og þar áttu stóran hlut að máli skátar frá Álandseyjum. Á Álandseyjum er mjög samheldinn hópur 200 skáta sem eru í 5 félögum og það var virkilega gaman að sjá hvað foringjarnir voru virkir, áhugasamir og með frjótt hugmyndaflug. „Þessi ferð var fróðleg, skemmtileg og erilsöm. Það var frábært að sjá þennan samhenta hóp skáta á Álandseyjum og hvað þau stóðu vel saman. Í foringjahóp þeirra eru margir stórgóðir foringjar sem frábært var að fylgjast með. Enda þakkaði maður þeim kærlega fyrir að sýna okkur þennan góða skátaanda,“ segir Vala Dröfn Hauksdóttir um þessa ferð á þing norrænna gildisskáta.

Lenda, alsherjarskipuleggjandinn, stóð sig með mikilli prýði.

Íslenski hópurinn.

5

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

Page 6: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

6

Mikil var gleði mín og tilhlökkun er foreldrar mínir leyfðu mér að fara

á Landsmót skáta á Þingvöllum sumarið 1938. Þá um vorið hafði ég útskrifast úr Verslunarskóla Íslands og vissi að margir skóla-félaga minna í Reykjavík sem voru skátar, ætluðu á mótið. Mig langar hér að vitna í það sem sagt er um þetta skátamót í skátablaði frá árinu 1937:„Skátamótið næsta sumar á Þingvöllum, sem Íslendingum er helgastur vegna sögu og frægðar, mun verða skátunum sem þangað streyma til mikils gagns og blessunar. Nýjar hugmyndir og reynsla í skátastörfum munu verða hinum ýmsu sveitum landsins ómetanleg hjálp í fram-tíðarstarfinu, auk þeirrar ánægju, sem hver einstaklingur á að hafa af útilegunni og ferðalögunum“.

Þetta eru orð að sönnu, því öllum sem áttu þess kost að sækja mótið upplifðu unaðsstundir á landsmótinu 1938 sem ekki gleymast. Í Skátablaðinu 1938 er þetta sagt um mótið: „Dagana 5. - 13. júlí í sumar var haldið Landsmót skáta á Þingvöllum. Voru þar samankomnir um 300 skátar frá ýmsum landshlutum og öðrum lönd-um. Hinir erlendu þátttakendur voru frá Danmörku (13 skátar), Englandi (14), Noregi (3), Hollandi (2), Svíþjóð (2), Færeyjum (2), Frakklandi (1), Finnlandi (1). Undirbúningur undir mótið var mjög mikill og hafði staðið yfir frá því í nóvember s.l. ár er mótsnefndin kom fyrst saman og allt fram á síðasta daginn fyrir mótið. Var vel til alls vandað og séð til þess að engum yrði neitt að vanbúnaði. Þarna var sjúkratjald, skrif-stofa, talstöð, rakarastofa, verslun og ýmislegt fleira til þæginda fyrir „íbúana“ í tjaldbúðunum. Meðan á mótinu stóð fóru skátarnir í fjallgöngur, í hellana á Þingvöllum, í gjárnar, skoðuðu sögustaði og nokkrir gengu einnig á Þórisjökul. Af íþróttum var knattspyrnan mest stund uð enda þótt nokkrar keppnir í reiptogi færu þar einnig fram. Eftir sjálft mótið á Þingvöllum var farið til Hvítárvatns með viðkomu hjá Geysi og Gullfossi. Geysir sýndi skátunum þann

Landsmót skáta á Þingvöllum 1938

Frá Landsmóti skáta á Þingvöllum 1944.

Page 7: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

7

höfðingsskap að sýna þeim eitt af sínum stórkostlegu gosum. Frá Hvítárvatni var haldið til Reykjavíkur með viðkomu að Sogsfossum og Þrastarlundi. Allan tímann meðan mótið stóð yfir fengu skátarnir dásamlega gott veður enda var ánægjan og hrifningin yfir náttúru landsins og mótinu, mjög mikil“.Við vorum 14 skátar frá „Einherjum“ á Ísafirði sem tókum þátt í þessu eftir-minnilega móti. Forvígismaður okkar var Gunnar Andrew, skátaforinginn góði sem við allir gátum treyst og litum upp til. Þótt liðin séu 71 ár frá skátamótinu 1938 er margs að minnast. Man ég sérstaklega vel eftir hinum stórskemmtilegu varð-elda kvöldum sem ekki einungis við skát arnir, heldur einnig hinir fjölmennu áhorfendur sem mættir voru, höfðu svo gaman að. Þegar finnski skátaforinginn, Visapåå og Gunnar Andrew stjórnuðu dagskránni eitt kvöldið, ætlaði allt um koll að keyra. Hlátrasköllin bergmáluðu og heyrðust langar leiðir í kvöldkyrrðinni yfir fyndinni framkomu þeirra og bráðskemmtilegum dagskráratriðum. Þá er mér ofarlega í huga mótssetningin, þegar Helgi Tómasson, skátahöfðingi Íslands setti mótið og bauð alla skátana vel komna, sérstaklega þá erlendu og ávarp aði á þeirra eigin tungumáli. Slíkri tungumálakunnáttu hafði ég aldr-

ei áður kynnst. Veðrið lék við okkur skátana allan tímann, eins og áður seg-ir. ferðalögin voru ævintýri líkust og geymast í hugskoti minninganna. Við eldri skátar, sem yngri vitum vel að skátamótin kveikja í okkur hinn sanna skátaanda. Þar er bræðralagshugsjónin allsráðandi og allt skipulag skátastarfsins vel þróað. Þess vegna hlýtur það að vera draumur sérhvers skáta að komast á skátamót.Ég á því láni að fagna að vera núna meðlimur í St. Georgsgildinu í Reykjavík á meðal skemmtilegra skátabræðra og systra. Kjörorð skáta: Eitt sinn skáti, ávallt skáti – stendur fyrir sínu. Þessari frásögn af Landsmóti skáta 1938, vil ég ljúka með eftirfarandi orðum:Í samfylgd skaltu vera sem sólargeisli hlýr. Við yl er góðum glatt.Með öðrum ok að bera, það er þér fengur dýr. í verkinu þú verðlaunin finnur. Með skátakveðju, Sveinn Elíasson

Frá Landsmóti skáta við Hreðavatn 1943.

Frá Landsmóti skáta á Þingvöllum 1944.

Page 8: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

8

Morgunstund í ÁrnalundiSunnudaginn 24. maí

s.l. voru 20 manns, Gildisfélagar í Keflavík og

fjölskylda Árna V. Árnasonar, samankomin í Árna lundi, sem er gróðurreitur við Reykja-nesbrautina, nálægt Vogum.

Árni V. Árnason var Gildismeistari Kefla-víkurgildisins þegar hann lést í bíl slysi á Reykjanesbrautinni árið 1991. Fljótlega eftir það flutti Jakob Árna son tillögu um að gróðursetja tré til minningar um Árna og var því hrund ið í framkvæmd þá strax og var staðurinn nefndur Árnalundur. Þar eru nú þó nokkrar trjáplöntur að gægj ast upp en vegna tvöföldunar Reykja nesbrautar þurfti að færa meir en helming af plöntunum. Um leið var komið fyrir minningarsteini í lundinum. Nú var komið að því að frú Matthildur Óskarsdóttir, ekkja Árna og Gildisfélagi, afhjúpaði steininn og stálplötu sem var fest á hann til minningar um Árna.Eydís B. Eyjólfsdóttir, ritari Gildisins, flutti eftirfarandi hugvekju:Enn hefur þú á liðinni nóttu haldið vernd­arhendi þinni yfir okkur öllum og lætur nú ljós nýs dags vekja okkur til að koma hingað saman í Árnalundi til þess að gleðjast við lokinn áfanga.

Í dag gleðjumst við yfir því að loksins er stálplatan komin á minningarsteininn hér í lundinum til minningar um Árna Vigfús Árnason, fyrrverandi gildismeistara okkar. Veit okkur öllum náð og styrk til þess að minn ast þessarar stundar og að við eflum vináttuböndin í Gildinu okkar. Hjálpa okkur ef vanda ber að höndum og vísa okkur veginn í lífinu. Gef okkur hugrekki til þess að kannast við þig og þakka í auðmýkt það sem gengur vel. Aldrei gleyma því að í erfiðleikum getum við treyst þér og án þinnar hjálpar erum við ekki neitt.Gef öllum mönnum frið og farsæld. Efl réttvísi, skilning og samúð. Hindra kúgun og ofbeldi. Styrk sanna trú og það sem gott er. Þú sem ert ljós heimsins, lýstu okkur í skini og skuggum þessa lífs.

Matthildur og hennar fólk við minningarsteininn.

Page 9: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

9

Shep „fæddist“ í Suður Afríku og „barnsmóðir“ hans er eldri félagi í Oribi

Trefoil Guild. Hann var fluttur til Ástralíu í desember 2000 þar sem þau fyrirmæli fylgdu að hann ætti að leggja upp í heimsferð.

Shep hefur síðan farið til Canada (2002). Haustið 2002 fer hann til Sviss með ein-hverri viðkomu í Liechtenstein, Luxem-borg og jafnvel Englandi. Þaðan lá leið hans árið 2008 til Belgíu (í gegnum Ev-rópu ráðstefnuna í Vín). Vorið 2009 fer Shep til Hollands. Á öllu þessu ferli eign-ast Shep fullt af merkjum, trefil og holl-enska tréskó ásamt bakpoka sem dag-bókin hans er geymd í þar sem rituð er

saga hans og geymdar myndir af honum og því fólki sem hann hittir á ferð sinni um heiminn.Shep fór með henni Mayu frá Holl andi á mót Norrænna gildisskáta á Álands-eyjum í júní 2009 þar sem Íslendingar voru beðnir fyrir hann og flaug hann þá til Íslands þar sem hann dvelur þessa dagana.

Blessa þú minningu Árna V. Árnasonar. Berum birtuna og vináttuna til hvors annars. Í Jesú nafni. Amen. Þá sungum við saman: Vertu til er vorið kallar á þig.Hreinn Óskarsson, Gildismeistari, las þá ljóð eftir Eirík Jóhannesson, skáta.:Við Sankti Georgsskátar höfum safnast hér í dag að samanknýta gömul tryggðabönd. Í Baden Powels anda við bindum bræðralag, og bjóðum því hvert öðru vinarhönd.

En minningar frá fyrri dögum færast okkur nær, við finnum hvað þær verma líkt og mildur sumarblær. Og enn við höfum heitið að halda skátans braut að hjálpa þar hvert öðru í gleði og þraut. Matthildur og fjölskylda hennar þökk-uðu Gildinu fyrir þá virðingu sem Gildið hefur sýnt minningu Árna. Hreinn Óskarsson, Gildismeistari, þakk-aði öllum viðstöddum fyrir kom una. Að endingu var gengið um lundinn og gróð-urinn skoðaður. Eydís B. Eyjólfsdóttir, ritari.

Shep kveður Hollendinga og heilsa Íslendingum.

Shep á Íslandi

Page 10: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

10

Brák í LandnámssetriHaustferð Reykjavíkurgildisins

Á síðastliðinni Allra heil-agra messu héldu félagar úr Reykjavíkurgildinu

í haustferð til Borgarness. Ætlunin var að heimsækja Land-námssetrið þar og sjá leikritið Brák, er fjallar um hið írska man, Þorgerði Brák, fósturmóður Egils Skallagrímssonar. En hún lét líf sitt, er hún forðaði Agli frá bráðum bana af hendi föður síns eftir hnattleik eins og getið er um í Eglu.

Ferðin hófst í dáindisfögru haustveðri, logn var og heiðskýr himinn, loftið tært og útsýn eins og best verður á kosið. Ekki mættu margir félaganna í ferðina eins og í raun mátti búast við í skugga svínaflensu og annars faraldurs. Alls vorum við 9 að meðtöldum bílstjóra okk-ar og leiðsögumanni, honum Gunnari Guðmundssyni, sem lagði til rútubíl að vanda og skipulagði alla ferðina.Á leiðinni til Borgarness, sem lá um Hvalfjarðargöng, sagði Gunnar okkur sögur og ýmislegt fróðlegt varðandi um-hverfið og bæina sem á vegi okkar urðu. Við komuna til Borgarness var stoppað við haugstað Skallagríms, er liggur í fögrum skrúðgarði við götuna niður að Brákarey og Brákarsundi. Gengum við um garðinn nokkra stund og skoðuðum það sem þar var að sjá m.a. lágmynd úr

bronsi af Agli þar sem hann ríður með uppáhalds son sinn Böðvar, er ungur fórst í hafi.Að því búnu var haldið í Landnámssetrið, sem liggur niður við Brákarsund. Land-námssetrið er mjög skemmtileg bygging, sem tengir saman tvö gömul hús með haganlega hönnuðum og fyrirkomnum steinskála. Allt er setrið til mestu fyrir-myndar bæði hvað varðar ytra og innra útlit. Þau okkar, sem ekki höfðu heimsótt setrið áður, fóru í sýningarferð um Landnáms- og Egilssafnið meðan við hin fengum okkur kaffisopa.Síðan hófst leiksýning á Söguloftinu um Þorgerði Brák hið írska man. Leik-sýningin er einleikur hinnar hæfi leika-ríku og frábæru leikkonu Bryn hildar Guðjónsdóttur, sem hún og maður hennar

Brynhildur Guðjónsdóttir höfundur Brákar.

Page 11: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

11

hafa samið og sett upp. Leiksýningin fjallar, sem áður sagði, um Brák uppruna hennar, líf og örlög á Fróni. Er sagan hófst var Brák 13 vetra gömul; keypt fyr ir eina mörk silfurs á þrælamarkaði í Svíþjóð af Höskuldi Dalakotssyni, sem var sagður „maður fríður, vel ættaður og kynstór“. Brák tók Skallagrímur sér að gjöf ásamt fagurlegaofnu brekáni, er Höskuldur færði honum að „vinargjöf“, er hann kom heim til Íslands.Brák var vinnusöm; sögð römm að afli og kunna ýmislegt fyrir sér. Skömmu eftir komuna til Íslands varð Bera kona Skalla gríms léttari af sveinbarni, sem nefnt var Egill. Reyndist sveinbarn þetta erfitt, skapmikið og öskraði heilmikið. Fékk Bera hann því Brák til fóstrunar. Brák rækti fóstruhlutverkið með sóma og reyndist Agli sem móðir væri. Hún kenndi honum kveðskap; sagt er að fyrsta kvæðið, átta hendinga dróttkvæði, hafi Egill og Brák ort í sameiningu, þá Egill var þriggja vetra. Tilefnið var það að fá að heimsækja Yngvar afa Egils að

Álftanesi á Mýrum.Auk þess að rekja ævi Skallagríms og sona hans, dró leiksýningunni upp áhrifaríka mynd af ömurlegum hög-um þræla og þýa á söguöld, og mann-greiningarálitinu sem þá ríkti. Máli sýnu til sönn unar dró sögukonan fram sögu Melkorku, dóttur Mýrkjartans konungs á Írlandi, sem einnig var rænt af víkingum og hún seld til Íslands í þrældóm ung að aldri og að virtist mállaus,Mun hér látið staðar numið um efni sögunnar enda ekki ætlunin að endur-segja söguna hér. Þess skal þó getið að Brák, endaði ævi sína á Brákarsundi, er hún flýði Skallagrím eftir að hafa á „óvið eigandi hátt“ forðað fóstursyni sín-um undan ævareiði og líklegum bana af hans hendi.Að sýningu lokinni snæddum við af kræs ingum hlöðnu hlaðborði og héldum svo heim mett á sál og líkama.Einar Tjörvi, gildismeistari Reykjavíkurgildis.

Page 12: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

12

Hún Gígí er farin heim – sennilega södd lífdaga, eftir hetjulega baráttu við erfiðan og kvalafullan sjúkdóm – en dauð inn getur vissulega ver-ið líkn í þraut, þegar svo er komið.Gígí gekk ung skáta hreyfi ng-unni á hönd, er hún gerð ist félagi í skátafélaginu Heiða-búum í Keflavík, og hún var ætíð mikill skáti í sér.Gígí lauk sjúkraliðanámi 1967, starfaði í nokkur ár sem gangastúlka með nunn-um á sjúkrahúsi kaþólskra í Kaup-manna höfn. Eftir heimkomu sína haust-ið 1972 hóf hún störf sem sjúkraliði

á Landakotsspítala, og þar starfaði hún allt til ársins 1989, er hún var komin í hjólastól og síðar með hækjur.Gígí hafði mikla ánægju af ferðalögum og ferðaðist víðsvegar um heiminn og kynntist fólki af ólíku þjóðerni og mismunandi litarhætti, og henni gekk vel að samlagast ólíku fólki.

Eftir að hún fluttist aftur til Keflavíkur, gekk hún til liðs við Keflavíkurgildið og varð þar mjög virkur og góður félagi, semsagt „ávallt viðbúin”.Gígí átti sér einnig annað áhugamál, sem hún hefur senni lega fengið í arf frá föður

Björg Erna Friðriksdóttir – Gígífædd 5. desember 1931 – dáin 23. október 2009

Sigrún Helgadóttir, varagildis-meistari St. Georgsgildisins í Hveragerði fór heim þann 8. október 2009.Sigrún fæddist að Núpum í Ölfusi 19. nóvember 1940. Hún ólst upp í Hveragerði og bjó þar allan sinn aldur utan þriggja ára, þegar hún bjó í Svíþjóð með fjölskyldu sinni.Sigrún starfaði í skátahreyf-ingunni um árabil og var einn af stofn-endum St. Georgsgildisins í Hveragerði þegar það var stofnað í febrúar árið 2000. Hún tók virkan þátt í fjölþættu starfi gildisins, nú síðast í eftirminnilegri ferð á

Landsgildisþingið á Akureyri s.l. vor, þegar fararskjótinn lenti utan vegar í stórhríð og hálku á Holtavörðuheiði.Við gildisfélagar mun um sakna glað værðar Sigrúnar, vináttu og trygglyndis.Eftirlifandi eiginmaður Sigrúnar er Guðmundur V. Ingv ars son. Börn þeirra eru: Lilja f. 1965, Guðrún f. 1966

og Björn f. 1972. Fjölskyldu Sigrúnar og ástvinum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. félaga í St. Georgsgildinu í Hveragerði, Pálína Snorradóttir.

Sigrún Helgadóttirfædd 19. nóvember 1940 – dáin 8. október 2009

Page 13: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

13

Okkar mæti skátafélagi Franch Michelsen er nú farinn heim. Hann kvaddi okkur sunnu-daginn 7. júní s.l. og þykir okkur félögum hans í St. Georgsgildinu í Reykjavík öll-um að með brotthvarfi hans sé höggvið stórt skarð fyrir skildi. Með Franch kveður skáta-hreyfinguna mik ill og merkur skáti sem unni hreyfingunni og hugsjón skátans af alhug. Mikið og markverð störf hans í þágu skátans bera hug hans til hennar skíran vott. Hann vann að framgangi skáta sín jafnt á yngri árum sem á síðari hluta ævinnar. Sem ungur maður (16 ára) var hann meðal stofn enda skátafélagsins Andvara á Sauðárkróki (síðar Eilífsbúa) og for mað-ur þess í mörg ár. Um langt árabil sat hann í stjórn BÍS. Hann var snemma með-vitaður um nauðsyn góðrar þjálfunar skáta foringja og beitti sér af miklum krafti fyrir mörgum nýjungum eins og t.d. fyrir alþjóðlegri viðurkenningu á Gil-wellþjálfuninni hér á landi. Alveg fram á síðasta dag var hann jafnframt virkur í að hvetja ungt fólk til þátttöku í skátunum. Franch stofnaði Skátablaðið og var ritstjóri þess ásamt því að ritstýra For ingjanum og Bálinu.

Ekki má gleyma hinu mikla starfi hans að stofnun gildis-hreyfingarinnar. Hann var einn af hvatamönnum þess að hreyfingin var stofnuð á fimmta tug síðustu aldar. Hann var fulltrúi BÍS í stjórn Bandalags íslenskra St. Georgsskáta (nú nefnt Landsgildið) eftir stofn-un þess í júní 1962 á Akureyri. Landsgildismeistari var hann

1971-1975. Hann var einn af stofnendum St. Georgsgildisins í Reykjavík 1959 og gildismeistari þess um langt ára bil. Fyrir störf sín var hann fyrstur íslenskra skáta sæmdur Skátakeðjunni úr gulli, gullmerki BÍS, Þórshamrinum, gullbjálka St. Ge-orgs gildisins og fleiri heiðursmerkjum. Við félagar hans í St. Georgsgildinu í Reykjavík þökkum honum störf hans í þágu skáta og gildisskáta og fjölskyldu hans mikinn og góðan stuðning. Við minnumst hans sem góðs drengs, skáta og gildisskáta. Við færum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.Guð blessi för hans um eilífðarinnar vegu. Fyrir hönd Reykjavíkurgildisins, Einar Tjörvi Elíasson, gildismeistari.

Franch Michelsenfæddur 31. desember 1913 – dáinn 7. júní 2009

sínum, Friðriki Þorsteinssyni, sem lengi var organisti Kefla víkur kirkju. Eftir að hún hætti að vera vel ferðafær, snéri hún sér að flokkun ljósmynda, bæði sinna og föður síns, og hefur líklega verið búin að ljúka því að mestu, er hún féll frá. Myndir úr skáta- og gildisstarfi var

hún búin að setja í tvö albúm, sem hún mun hafa hugsað sér að yrðu varðveitt í skátahúsinu.Við kveðjum góðan félaga, með þökk fyrir gott starf, og óskum Gígí „góðrar heimkomu”. St. Georgsgildið í Keflavík.

Page 14: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

14

Kveðja frá St. Georgsgildinu í Hafnarfirði:Góður gildisbróðir er genginn til fundar við guð sinn. Ásgeir Sörensen er farinn heim. Með skáta stafinn sinn og malinn og með friðarljósið frá Betle hem í hendi lagði hann upp í ferðina miklu. Nestið sem hann hafði með sér var ekki smátt skammtað. Nest ið, sem skátamalur hans hafði að geyma, var vinátta og virðing sam ferða-manna sinna, minn ingar frá góðu og gefandi skátastarfi og þökk allra þeirra, sem verka hans nutu og samferða honum gengu. Það hefur margur lagt upp með minna.Ásgeir gerðist snemma skáti, gaf sig all-an í skátastarfið, var Hraunbúi í huga og hjarta og hafði hugsjónir skáta hreyf-ingar innar að áttvita á göngunni um marg breytilegt landslag tilverunnar. Skáta eldurinn í hjarta hans og huga var heitur, bjartur og hreinn. Það var gott að sitja við þann eld.Ungur að árum gerðist Ásgeir Sörensen skáti hér í Hafnarfirði og þar vann hann sitt skátaheit. Hæglátur, traustur og hlýr fetaði hann skátabrautina. Á þeirri veg-ferð naut hann þeirra ævintýra og þess uppeldis sem skátahreyfingin býður upp á. Hann óx við hvert það verkefni sem hann fékkst við. Ásgeir tók þátt í skátastarfinu áhuga sam-ur og traustur. Þar gegndi hann margs-konar foringja- og trúnaðarstörfum. Hann elfdi sína skátamennt með útilífi

og annarri skátaþjálfun, varð Gilwellskáti og St. Georgsskáti, var þátt takandi í erlend um skátamótum, Lands mót um og ótal mörg-um Vormótum Hraun búa, alltaf við bú inn að sinna kalli til góðra verka. Hann var seinmæltur á fundum, tíndi út úr sér orðin hægt og yfirvegað, en það var hlustað á það sem

hann sagði.Ásgeir var einn af stofn end um St. Georgs gildisins í Hafnarfirði og einn þeirra „ágætu gild is félaga“, sem lagt hafa fram krafta sína til að tryggja tilveru og velferð Skáta lundar, útivistarskála gildisins við Hvaleyrarvatn. Hann hefur líka haft umsjón með varð-veislu Friðarljóssins frá Betlehem, allt frá því að það kom hingað til lands. Það var táknrænt fyrir Ásgeir að vera vörslumaður ljóssins, þess ljóss sem er tákn friðar og bræðralags allra þjóða.Það er skarð fyrir skildi í Hafnar fjarðar-gildinu, þegar Ásgeir hverfur þar af vett-vangi. Félagar þar sakna hans sárt. En söknuðinn og sorgina létta og lýsa minn-ingarnar sem hann skilur eftir sig. Þær eru dýrmætur fjársjóður okkur kær.

Vertu svo sæll, vinur og bróðir. Vináttueldanna njótum við hljóðir, þeir lifa og lýsa upp myrkrið svart. Við kveðjum þig skáti, klökkir í huga, Kristur, hans boðskapur, vel mun oss duga. Hjá guði að vera er gott – og bjart. Hörður Zóphaníasson

Ásgeir K. Sörensenfæddur 10. nóvember 1931 – dáinn 5. október 2009

Page 15: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

15

Og botnaðu nú!Hér eru vísur sem urðu til þegar félagar úr St. Georgsgildinu

í Hveragerði runnu út af þjóðvegi 1 á Holtavörðuheiði - á leið á Landsþingið s.l. vor. Hörður Zóphaníasson skellti fram

fyrriparti og ýmir botnuðu. Niðurstaðan varð fjórar skemmtilegar vísur.

Þrettán tíma þrautaganga, þar af lengst á heiðinni. Þarna skátar þurftu að hanga og þrauka part af leiðinni.Þrettán tíma þrautaganga, þar af lengst á heiðinni. Jólasveinar einn og átta lögðu sig á leiðinni.

Þrettán tíma þrautaganga, þar af lengst á heiðinni. Fimmtán skátar þurftu að hanga inni í rennireiðinni.Þrettán tíma þrautaganga, þar af lengst á heiðinni. Rútan rann í langa, langa sveigju út af leiðinni.

English Summary“Bálið” is now published under a new editorship, which it hopes will meet your approval. Its main message is “smile and make friends - nothing is more powerful for making a friend than a hearty smile”. Our guild president’s message to the guild movement is “Remember, today is always the very first day of the remainder of your life, which we have on loan, so use it well.” Two highly successful events took place this year. Namely the Nordic Baltic Sub-region’s Congress on Åland Isles, and the Roverway Jamboree for 18 to 23 year olds held in Iceland and attended by over 3.000 Scouts from all over. The events’ hallmark was the important part played by volunteers in their organisation and running.Moreover featured are reminiscences from the Scout Jamboree held at Thingvellir,

Iceland, way back in 1938, and a short account of the outing by the Reykjavik Guild to see the play Brák. The play dramatically illustrates the very harsh treatment suffered by the mostly Irish maidens bought as slaves or stolen from their homes by Iceland’s early Viking settlers. In spite of its tragic undertone, it tells Brák the slave’s story in a manner combining drama and comedy.An ancient form of verse in Iceland is the “ferskeytla” (quatrain four lined verse). It is traditional at gatherings for someone to start the first two lines of a quatrain and ask attendees to finish “botna” them. Four examples of this are featured here, where our well loved Hördur Zóphaníasson made the first half. Shep the bear “born” in 2000 in S. Africa by a member of the Oriby Trefoil Guild, has made a stop-over in Iceland on its world tour. Einar Tjörvi

Page 16: Bálið 3. tbl. 2009, nóvember

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

16

Jólakveðja Þegar magnast myrkrið svart,og mæðist stuttur dagur.Læðist til mín, lýsir bjart,lífsins geisli fagur.Sækir bæði líf og litog ljósmagn sitt til jóla.Í hans bjarma sæll ég sit,á sigur hans ég stóla.

Jólin koma hægt og hljótt,hjartans strengir klingja.Hugann fangar heilög nótt,himins englar syngja.Friðarbænin fleyg um geimfer með vængjablaki.Hún skal lækna hrjáðan heim,heillir allar vaki.

Bjarta von og bestu keðju sendi.Bros og tár, þau eru í drottins hendi.

HZ.

St. Georgsgildið á Akureyri • St. Georgsgildið í HafnarfirðiSt. Georgsgildið í Hveragerði • St. Georgsgildið í KeflavíkSt. Georgsgildið í Kópavogi • St. Georgsgildið í Reykjavík

St. Georgsgildið Kvistur á Akureyri • St. Georgsgildið Straumur í Reykjavík

Ljós

myn

d: G

uðni

Gísl

ason