bálið janúar 2015

18
1. tbl. - janúar 2015

Upload: gudni-gislason

Post on 07-Apr-2016

237 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Bálið, janúar 2015 - málgagn Skátagildanna á Íslandi. Eldri skátar, gildisskátar

TRANSCRIPT

Page 1: Bálið janúar 2015

1. tbl. - janúar 2015

Page 2: Bálið janúar 2015

Viðburðadagatal2015

• Súpufundir verða haldnir að Hraunbæ 123 eftirtalda daga: 12. janúar, 9. febrúar, 9. mars og 13. apríl.

• Gildisþing í Keflavík 9. maí 2015.

• St. Georgsdagurinn (haldinn í tengslum við þingið).

Stjórn Skátagildanna á ÍslandiLandsgildismeistari:

Hrefna Hjálmarsdóttir, Kvisti [email protected]

Varalandsgildismeistari: Guðvarður B.F. Ólafsson, Hafnarfirði

Ritari: Fjóla Hemannsdóttir, Akureyri

Gjaldkeri: Hreinn Óskarsson, Keflavík

Erlendur bréfritari: Kjartan Jarlsson, Kópavogi

Varamaður: Hallfríður Helgadóttir, Hafnarfirði

2

www.stgildi.iswww.facebook.com/skatagildi

Bálið 1. tbl. janúar 2015Ritstjóri: Hrefna HjálmarsdóttirPrófarkalestur: Lára ÓlafsdóttirÚtlit og umbrot: Hönnunarhúsið ehf.Forsíðumynd: Árni Már Árnason

Kjartan, Fjóla, Hrefna, Halla og Hreinn.

Alþjóðahreyfingin ISGFwww.isgf.org

Alþjóðaforseti: Mida Rodrigues

Samstarf þriggja skátafélaga

Við afhendingu Friðarlogans í Hafnar­fjarðar kirkju tóku fulltrúar allra skáta­félaganna þriggja þátt; Hraunbúa, St. Georgsgildisins og Skátagildisins Skýja­borga, þau Guðni Hannesson, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir og Harpa Hrönn Grétarsdóttir gildismeistari Skýjaborga.

Page 3: Bálið janúar 2015

3

Sumarið 2014 var sannkallað skátasumar. Mótið 40+ var á sínum stað í lok júní. Enn og aftur bendi ég gildisskátum á að nota tækifærið og skella sér á skátamót sem ætlað er eldri skátum. Góð aðstaða er á Úlfljótsvatni fyrir húsbíla og auðsótt hefur verið að fá gistingu innanhúss fyrir þá sem það kjósa. Sjálf heimsótti ég þetta mót og notaði tækifærið til að koma við í Fræðasetrinu að Ljósafossi í leiðinni. Þar hefur verið unnið þrekvirki af þeim Smiðjufélögum. Gunnar Atlason, primus mótor, leiddi okkur um safnið og miðlaði af þekkingu sinni á ýmsum skjölum og munum. Gaman var að sjá þarna fána sem gerður var á KSÚ (Kvenskátaskálinn á Úlfljótsvatni) fyrir tæpum 50 árum fyrir skátasveit sem nefndist Flóra og ég tengdist.Landsmótið að Hömrum við Akureyri var haldið í júlí í dýrð hásumars. Að þessu sinni komu skátagildin að mótinu á margvíslegan hátt. Margir gildisskátar sáu um fararstjórn fyrir sín félög; nýja gildið í Hafnarfirði, Skýjaborgir, sá um tjaldbúðarstjórn í fjölskyldubúðum undir forystu Hörpu Hrannar Grétarsdóttur,

skátagildin tvö á Akureyri stóðu vaktina í mötuneytinu fyrir starfsfólk og komu auk þess að sýningu á skátamunum á Amts­bókasafninu ásamt Skátafélaginu Klakki á Akureyri. Einnig var fulltrúi gildisskáta að störfum í Skátabúðinni. Ótaldir eru fjárstyrkir til einstakra skáta og einnig í formi útbúnaðar. Það er svo sann arlega ástæða til að þakka gildis félögum fyrir þeirra góðu störf á mótinu. Þeir gerðu gott mót enn betra.Í lokin vil ég minna á fund NBSR í Dan­mörku næsta sumar. Hann verður hald inn í Horsens dagana 26.­30. júní 2015. Upplagt fyrir gildin að skella sér í utanlandsferð og hvaða land er þægilegra að heimsækja en Danmörku?

Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari

Bætt á Bálið

Skátagildin á ÍslandiSamtök eldri skáta og velunnara þeirra

Page 4: Bálið janúar 2015

4

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

Dagana 20.­27. júlí 2014 var haldið Lands­mót skáta að Hömrum við Akureyri.Eins og gamlir skátar þekkja þá er landsmót mikið ævintýri sem á sér engan líka og upplifun sem er dýrmæt í minningunni.Fjölskyldubúðirnar í ár voru stærri hluti af landsmóti en oft áður, þar gistu rúmlega þúsund manns þegar flest var. Fyrstu fjölskyldurnar voru að koma sér fyrir föstudaginn 18. júlí og þær síðustu að pakka saman mánudaginn 28. júlí eftir 10 daga af dásamlegu veðri og frábærum félagsskap. Í fjölskyldubúðum voru bæði gamlir skátar með sínar fjölskyldur, foreldrar og systkini ungra skáta sem voru á landsmóti, afar og ömmur með barnabörnin, starfsmenn landsmóts og fjölskyldur þeirra og svo fólk sem aldrei hefur komið nálægt skátastarfi.Það var heilmikil dagskrá í boði fyrir fjölskyldubúðafólk alla daga og mikið fjör. Það var bæði boðið upp á sér dagskrá fyrir fjölskyldubúðir, sem sérstaklega var sniðin að þörfum barna í fylgd með foreldrum og svo var hægt á ákveðnum tímum að taka þátt í dagskrárþorpum landsmóts sem var mjög vinsælt. Í fjölskyldubúðum var boðið

uppá súrringar, fánagerð, gönguferð í Kjarna, hoppukastala, póstaleik, kvöld­vökur og útieldun, svo eitthvað sé nefnt.Dagskrárþorpin sem hægt var að fara í voru: Pangea (alheimsþorp), Þrauta­ og metaland, Listaspíran, Framtíð, Nútíð og Fortíð og alls staðar var vel tekið á móti fjölskyldubúðafólki. Eins og sjá má var nóg við að vera og hver og einn mátti hafa sig allan við að komast yfir allt sem í boði var.Auk þess var opið fjölskyldubúðatjald allan daginn og fram á kvöld, þar sem hægt var að nálgast upplýsingar, fá sér kaffi og börnin gátu leikið sér.Fjölskyldubúðir voru skipulagðar þannig að flestir gætu tjaldað með sínu gamla félagi eða því félagi sem barnið þeirra tilheyrði og ef fólk átti ekki tengingu inn í skátafélag þá var reynt að hafa fólk sem næst öðrum úr sínu bæjarfélagi. Þannig var hægt að styrkja gömul tengsl og mynd ný.Það var gaman að sjá hvernig þeir sem ekki höfðu upplifað landsmót skáta áður voru

Fjölskyldubúðir á Landsmóti skáta 2014

Page 5: Bálið janúar 2015

5

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

að upplifa ævintýrið. Mörgum varð á orði að það væri meira um að vera en þeir áttu von á, svo fólk fór minna af svæðinu en það upphaflega ætlaði. Heimsóknir til ættingja á Akureyri urðu að bíða fram yfir mót. Einhverjir sem ætluðu aðeins að stoppa í eina eða tvær nætur framlengdu og fram­lengdu svo aftur.Fjölskyldubúðastjórn var mjög þreytt og sátt eftir gott mót. Í stjórn fjölskyldubúðanna voru: Erna Mjöll Grétarsdóttir, Hraunbúi og meðlimur í Skýjaborgum, Geir Gunn laugs­

son, Hraunbúi og gjaldkeri BSH, Guð rún Stefánsdóttir, Hraunbúi og með limur í Skýja borgum og Harpa Hrönn Grét ars­dóttir, Hraunbúi og meðlimur í Skýja­borgum.Makar stjórnarmeðlima fjölskyldubúa voru ómetanleg hjálp, unnu mikið og gott starf bæði við undirbúning, á mótinu sjálfu og við frágang. Auk þess voru margir aðrir sem lögðu hönd á plóginn.Sjáumst á Úlfljótsvatni 2016!Harpa Hrönn Grétarsdóttir

Fjölskyldubúðir á Landsmóti skáta 2014

Page 6: Bálið janúar 2015

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

6

Stjórn Skátagildisins í Keflavík lagði þá tillögu fyrir aðalfund 7. maí 2024 að Jakob Árnason, skáti og gildisfélagi, yrði gerður að heiðursfélaga í skátagildinu í Keflavík. Þann dag átti Jakob ekki heimangengt en eftirfarandi orð voru lesin honum til heiðurs og síðan var honum afhent innrammað skjal síðla sumars:Jakob gekk til liðs við skátahreyfinguna á unga aldri. Hann byrjaði í skátunum á Stokkseyri. Foringinn hans hét Hlöðver Sigurðsson. Hann hafði mikil áhrif á ungan drenginn. Hlöðver varð síðar skólastjóri á Siglufirði. Jakob greindi frá því að siðir og venjur hefðu skipað stóran sess í starfinu hjá þeim og mikið lagt upp úr klassískum skátafræðum. Meðal annars lærðu þeir flaggastafrófið og náðu góðum tökum á því og gátu notað það til að tala saman milli bæja.Jakob hefur frá því ég man eftir mér verið vel tengdur í skátastarfið á Suðurnesjum. Hin síðari ár fyrst og fremst í störfum St. Georgsgildisins. Jakob hefur þó komið að ýmsu og verið skátum traustur bakhjarl sem ávallt hefur verið hægt að leita til. Jakob var gildismeistari 1975­1978 og var einnig félagsforingi í Heiðabúum árin 1984 til 1990.Uppbygging og smíðar hafa einnig einkennt störf hans fyrir skáta og má þar helst nefna eftirfarandi hlutverk: ­ Seta í byggingarnefnd skátahússins

þegar byggt var við það. ­ Driffjöður við smíði skáta skálans

Tjarnarsels.

­ Yfirsmiður, hönnuður, leiðbein andi og skáti við byggingu skáta skálans Heiðabóls.

­ Seta í framkvæmdanefnd sem skipuð var þegar minnisvarðinn sem stendur hér á lóð skátahússins var reistur í minningu Helga S. Jónssonar, í nefndinni sat hann ásamt mörgum góðum félögum og skátagildinu og Rótarý.

­ Jakob sat um árabil í ritnefnd Bálsins, málgagni gildisskáta.

Jakob er og hefur verið traustur félagi og vinur í gegnum árin, skáti sem svo sannar­lega lifir einkennisorð skáta „ávallt við­búinn”.Jakob, ég óska þér til hamingju og bið fundarmenn um að standa upp og sam­einast í þreföldu rikk tikk Jakobi til heiðurs.Bjarni Páll Tryggvason

Jakob Árnason kjörinn heiðursfélagi

Viðbygging sem Jakob sá um byggingu á.

Page 7: Bálið janúar 2015

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

77

Gamla myndinÁ gildisþinginu 2013 færði Stefán Árna­son á Akureyri okkur nokkrar myndir frá 1963, teknar í Skíðahótelinu við

Akureyri, en þar var Bandalag íslenskra gildisskáta stofnað – BÍG.

Frá vinstri: Sigmunda Hannesdóttir, Sig ríður Lárusdóttir, báðar úr Reykjavík; Ingvi Hjörleifsson, Akureyri; Hans Jörgens son, Reykjavík; Kristbjörg Rúna Ólafs dóttir, Akureyri; Ragnheiður Krist ins dóttir, Hafnarfirði; Ingiríður Björns dóttir og Ólafur Ágústsson, Njarðvíkum.

Page 8: Bálið janúar 2015

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

8

NefndirÁ þingi St. Georgsgildanna vorið 2013 var sam þykkt að skipa upplýsinganefnd og laga nefnd. Eftirtaldir gildisfélagar hafa gefið kost á sér í upplýsinganefnd:Valgerður Jónsdóttir, Kvisti, Akureyri Gauti Torfason, St. Georgsgildinu í

KópavogiMatthías Sigbjörnsson, St. Georgsgildinu í

KeflavíkSigríður Kristjánsdóttir, St. Georgsgildinu í

HveragerðiBjörn Vignir Björnsson, Straumi, Reykjavík.

Eftirtaldir gildisfélagar hafa gefið kost á sér í laganefnd:Baldur Dýrfjörð, Kvisti, AkureyriElín Richards, St. Georgsgildinu, KópavogiMagnús Jensson, St. Georgsgildinu,

KeflavíkHelga Jósefsdóttir, St. Georgsgildinu,

HveragerðiGuðni Gíslason, St. Georgsgildinu í

HafnarfirðiPétur Torfason, St. Georgsgildinu,

Akureyri.

SkátagiliðÖrnefni tengd skátastarfi eru ekki mörg á Íslandi þrátt fyrir að hér hafi verið skátastarf í rúma öld. Flestir tengja þó Úlfljótsvatn við skáta, enda verið starf­semi þar síðan 1940. Skáli Hafnar­fjarðarskáta sem stendur við Hval eyrar­vatn ber nafnið Skátalundur. Á Akureyri er svonefnt Skátagil og heyrist það nafn æ oftar. Neðst í gilinu stendur kaffihúsið Ilmur og einnig er Skátagilið að verða vinsælt fyrir ýmsa viðburði. En hvernig skyldi þetta nafn vera tilkomið? Árið 1938 var Jón Rögnvaldsson garð ­yrkjumaður fenginn til að fegra Ráð­hústorgið og stjórna því verki og mun hann einnig hafa átt að ráða útliti Skátagilsins. Þá um vorið höfðu skátar úr Fálkum lokið við að grafa hvamm inn í efst hluta gilsins upp af Hofsbótinni, skeifumyndaðan stall og lagt hann með fallegum grasþökum. Um sumarið greiddi bæjarsjóður fyrir nálega 80 trjá­plöntur sem skátarnir gróðursettu í gilinu. Gilið hafði ekki átt sér neitt sér­stakt heiti, þó nafninu Bótargili bregði örsjaldan fyrir í heimildum. En þegar piltarnir í Fálkum hófu fegrunarstarf sitt efst í gilinu upp við Oddeyrargötu þótti Akureyringum einboðið að nefna það Skátagil (Heimild: Saga Akureyrar, IV. bindi, Jón Hjaltason 2004)Skátagilið var um árabil vinsælt til leikja, einkum að vetrarlagi, en þar var tilvalið að renna sér á skíðum og sleða.

Gilwell á AkureyriGilwell 1 og 2 var haldið helgina 8.­9. nóvember 2014 á Akureyri. Þátttakendur voru 14, þar af voru fjórir gildisskátar. Það er ánægjulegt hve margir gildisskátar hafa verið áhuga ­samir að auka við og bæta þekkingu sína á skátafræðum.

Page 9: Bálið janúar 2015

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

9

KanelsnúðarHér kemur uppskrift af kanelsnúðum sem er upplagt að baka fyrir fundi.Gerdeig:800 g hveiti½ tsk salt1 ½ dl sykur1 bréf þurrger (5 tsk)130 g smjör½ l mjólkFylling:150 g smjör1 1/3 dl sykur2 msk vanilla1 ½ tsk kanillLeysið gerið upp 1­2 dl af volgri mjólk. Smjörið brætt í því sem eftir er af mjólkinni. Gott að geyma ca 200 gr af hveitinu til að

hnoða uppí. Blandið síðan saman í stóra skál og deigið látið hefast vel í ½­1 klst við stofuhita. Síðan hnoðað, skipt í tvennt og flatt út ca 30x45 cm, bræddu smjöri smurt á og kanelsykri stráð yfir. Rúllað upp og skorið í hæfilega bita. Egg og perlusykur ofaná eftir smekk.Heppilegt að setja í ofnskúffu eða tvö aflöng álform. Bakið við 180 gr í 15 mín. Þetta verða u.þ.b. 60 snúðar.

Skátagildin tvö á Akureyri héldu sam­eiginlega aðventuhátíð 25. nóvember sl. í Örkinni hans Nóa, sem er lítið veitinga­hús í Innbænum. Það voru Kvistir sem sáu um framkvæmdina. Í upphafi lék Magna Guðmundsdóttir, gildismeistari, fyrir okkur á fiðlu af sinni alkunnu snilld, Sunnudag selstúlkunnar eftir Ole Bull. Lesið var upp úr ritinu „Kynlegir Kvistir“ en þar skrá Kvistir ýmsar minningar úr lífi sínu. Síðan tók AÐALfram kvæmda­nefndin við og sá um að gestir skemmtu sér að mestu sjálfir, þó undir styrkri stjórn. Þar sem Dagur íslenskrar tungu

var mönnum í fersku minni og aðventan framundan þá tók dagskráin mið af því. Hvert borð fékk verkefni sem tengd voru okkar ástkæra ylhýra máli, það voru málshættir, vísnagátur, gamanmál, fyrri­partar o.fl. skemmtilegt sem við áttum að glíma við. Auðvitað var fínn matur í boði og hressilegir skáta/jólasöngvar á milli rétta. Gestir voru um 60 þar af tveir frá Sauðárkróki. Allir skemmtu sér hið besta og voru ánægðir með framtakið enda var allt vel undirbúið að skáta sið.Hrefna Hjálmarsdóttir

Aðventuhátíð

Page 10: Bálið janúar 2015

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

10

Gakktu um fjallsins grýttu slóð,í góðu veðri í maí,á meðan óttan rennur rjóðog rökkvað er í bæ,og hvíldu þig á háum hólog horfðu niður í dal,á fjörðinn, yfir byggð og ból,um bjartan jöklasal.Hlustaðu á lóuljóð,léttur er tónn og hlýr,suðið í flugu og fossnið í á,fönnina hrynja af tindunum há.Lærðu þann unaðsóð,allt yfir töfrum býr,þá syngur allt lagið um sólskin og vor, sumar og ævintýr

Þessi texti eftir Tryggva Þorsteinsson finnst mér svo lifandi lýsing á skáta­starfinu, útistarfinu eins og það birtist mér þegar ég byrjaði í skátunum á Dalvík 13 ára gömul. Varðeldarnir, útilegurnar og skátamótin, þvílík upplifun og skemmt un! Þar fyrir utan er ég svo mikil sveitastelpa að þessa lýsingar í textanum eru mér mjög kunnuglegar og kærar enn í dag. Að vera úti og hlusta á hljóðin í náttúrunni er yndislegt. Ég man ekki hvenær eg lærði þennan texta, en hef alltaf haft mjög gaman að söng.

Snjólaug Ósk AðalsteinsdóttirSt. Georgsgildinu Kvisti Akureyri

Uppáhalds skáta textinn

Minningar frá ÚlfljótsvatniElín Esther Magnúsdóttir kom á fund hjá stjórn skátagilda í október sl. Elín Esther starfar sem dagskrárstjóri á Úlfljótsvatni og hefur áhuga á að safna saman sögum og minningum sem tengjast starfinu þar fyrr og síðar og skrásetja þær. Hún beindi því til gildisskáta sem eiga minningar

þaðan að koma þeim á framfæri á netfangið [email protected]. Einhverjir eiga e.t.v. foreldra eða ættingja sem hafa frá einhverju skemmtilegu að segja frá fyrstu áratugum starfsins. Ekki væri verra ef ljósmyndir fylgdu. Verðugt verkefni.

www.facebook.com/skatagildi

Page 11: Bálið janúar 2015

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

11

SkátapeysanÁrið 1995 eða 1996 mun hafa komið munstur að skátapeysu í Skátablaðinu. Rósa Sighvatsdóttir á Akureyri prjónaði eina peysu eftir því munstri og mun peysan hafa verið gjöf til Tryggva Marinóssonar. Systkinin Björn Sighvats­son og Rósa voru þó ekki alls kostar ánægð með munstrið og hófust handa við að hanna nýtt. Það er nú aðgengilegt á dagskrárvef BÍS undir skátalopapeysa og er þar að finna munstur fyrir bæði herra­ og dömupeysur. Þetta hefur orðið

mjög vinsælt og sjást nú skátapeysur í ótal út­gáfum. Prjón aðar hafa ver ið húfur, varð­eldaskykkjur o.fl. Félagar í skáta kórn um hafa klæðst skáta peys um við ýmis tæki færi.

Page 12: Bálið janúar 2015

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

12

Kæru vinir vítt og breitt um heiminn. Tuttugasta og sjöunda heimsráðstefna St. Georgsgilda sem haldin var í Ástralíu er liðin og við horfum nú fram til þeirrar tuttugustu og áttundu sem haldin verður í Balí í Indónesíu árið 2017. Fjörtíu og fimm fulltrúar tóku þátt, ræddu málin og veittu málefnum atkvæði, en gaman hefði verið að sjá fleiri lönd taka þátt og að hægt hefði verið að yfirstíga fjár­málavanda okkar. Við skulum byrja á því í dag að gera þennan vináttudag að degi þar sem við styrkjum vináttu okkar og eflum gildin okkar til þess að árið 2017 munum við öll geta sent einn eða tvo fulltrúa á heimsráðstefnuna í Balí í Indónesíu. Enn og aftur get ég sagt að ég er mjög þakklát að vera formaður heimsstjórnar St. Georgsgilda og ég er þess fullviss að ég get treyst því að félagar og framtíðarmeðlimir gildanna munu halda áfram að þjóna starfsemi fullorðinna skáta á heimsvísu. Nýja heimsstjórnin og heimsskrifstofan munu hafa samband við ykkur eins og venjulega ef á þarf að halda og þið getið farið inn á heimasíðu ISGF til að fá upp­lýsingar um nöfn hinna nýju stjórnarmanna og gögn um fyrsta fund þeirra í Sidney. Nýja starfsáætlunin – 2014/17 UPP BYGG­ING – „Skref til framtíðar” verður fljótlega send til ykkar og þar til það gerist megið þið á þessum vináttudegi hugleiða hvernig þið viljið stíga þessi skref saman og uppfylla áætlun ISGF um uppbyggingu sem við bjuggum til saman. Kæru vinir! Mér er mikil ánægja að segja frá því að hápunktur ráðstefnunnar var hug­myndabankinn og framlögin sem komu í hann. Ég þakka svæðisdeildunum, gild­

unum og öðrum hópum sem sendu inn mjög góðar og fjölbreytilegar kynningar. Þetta verður allt sett á disk og dreift frá heimsskrifstofunni til þeirra sem óska eftir og þannig getið þið fengið hugmyndir fyrir verkefni og einnig fræðst um verkefni sem verið er að vinna út um allan heim. Til að styrkja landsgildi sem og einstök gildi þá mun ISGF búðin fljótlega hafa jólavörumarkað á netinu þar sem hægt er að kaupa í miklu magni með afslætti og selja heima í gildunum og afla þannig fjár. Verið viðbúin því að um miðjan nóvember berist fréttir frá ISGF netversluninni um nýja segla, lyklahringi og töskumerkimiða. Munið eftir vinum ykkar og gefið þeim lítinn minjagrip í jólagjöf, á vináttudaginn eða öðrum St. Georgsdegi eða seljið á fjáröflunardegi ­ það eru margir sem safna svona hlutum. Ég óska ykkur öllum ánægjulegs vináttu­dags og vonast til að hitta ykkur sem flest á lands­, svæðis­, eða heimsatburðum ISGF sem haldnir verða á næstunni. Mida Rodrigues

Boðskapur vináttudagsins 2014

Norbert Möller

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 13: Bálið janúar 2015

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

13

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Vináttudagur skátagildanna á Íslandi var haldinn í Hveragerði þann 19. október 2014 í umsjón gildisskáta þar.Þegar við gengum að fallega skátaheimilinu voru tveir gildisfélagar að flagga okkur til heiðurs. Mæting var góð, yfir 50 manns frá öllum gildum nema einu. Auk þess var fulltrúi frá nýju „fullorðins“ skátasveitinni á Selfossi. Hrefna landsgildismeistari las upp vináttuboðskapinn en vináttudagurinn er haldinn hátíðlegur af gildisskátum um víða veröld. Auðvitað voru tekin nokkur skáta­lög, en síðan tók gesturinn, Norbert Möller, hjúkrunarfræðingur og heilsu ráðgjafi, til máls. Norbert þessi ræddi um húmor og kryddaði mál sitt af stakri kímni og leikaraskap. Það lá við að gestir tæku bakföll af hlátri og sumir eru enn með strengi í magavöðvum. Þá var komið að kaffinu. Gildisskátar í Hveragerði eru frægir fyrir flott kaffiborð og grænmetisdiskurinn góði var á sínum stað enda grænmetisbóndi í

hópnum. Hrefna tók síðan aftur til máls og rifjaði upp gamlar skátaminningar frá staðnum. Ræddi síðan um landsmótið 2014, en aðkoma gildisskáta þar var óvenjumikil. Sumir sáu um fararstjórn, aðrir stóðu vaktina í starfsmannaeldhúsi, stjórnuðu fjöl skyldubúðum, komu að skátaminja­sýningu, styrktu skátana í sinni heimabyggð fjárhagslega o.fl. Þannig viljum við gjarnan starfa, miðla af reynslu okkar og þekkingu og vera góður bakhjarl fyrir skátastarf í landinu. Eftir slitin gafst enn smá tími til að heilsa upp á gamla vini og nýja. Það voru glaðir gildisskátar sem héldu heim á leið eftir frábærar móttökur skátavina í Hveragerði.

Vináttudagurinn í Hveragerði

Hrefna Hjálmarsdóttir:

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 14: Bálið janúar 2015

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

14

Fréttir frá Kvisti, AkureyriKvistir voru óvenjuferðaglaðir sl. sumar. Þann 9. ágúst var farið í hina ágætustu dagsferð í Herðubreiðarlindir. Í hópnum voru ýmsir sem voru mjög kunnugir á svæðinu frá fyrri tíð og miðluðu af fróðleik sínum. Umhverfi Herðubreiðarlinda er fagurt og margt að skoða. Einnig eru þar bæði lengri og styttri afmarkaðar göngu­leiðir. Fáeinum vikum eftir að þessi ferð var farin hófst eldgos í Holuhrauni (29. ágúst) og nú hefur umferð um þetta dásamlega svæði verið bönnuð af öryggisástæðum.

Seint í ágúst gengu nokkrir félagar leiðina frá Fálkafelli yfir í Gamla (sem er skátaskáli) og þaðan niður að Hömrum. Þetta hefur verið gert undanfarin ár. Þeir sem ekki treystu sér í þetta langa göngu komu og tóku á móti göngufólki í Hlöðunni að Hömrum og þar var drukkið kaffi saman. Dásamleg kvöldganga.Og enn var haldið í langferð þann 13. september. Að þessu sinni var ferðinni heitið í Borgarfjörð. Við ferðuðumst í rútu eins og í ferðinni í Herðurbreiðarlindir og var almenn ánægja með það. Stansað var við fossinn Glanna og rifjað upp landsmót skáta sem haldið var í nágrenninu árið 1966. Við heimsóttum Reykholt og fleiri staði og

snæddum síðan kvöldverð í Munaðarnesi. Gist var í Borgarnesi í gistiheimili hjá Inger við Skúlagötu. Þar er aðstaða hin besta fyrir svona hóp. Stór setustofa þar sem við gátum haldið kvöldvöku að skátasið. Að afloknum rausnarlegum morgunverði var rölt um Borgarnes og síðan haldið heim á leið. Við komum við í Einkunnum sem er útivistar­svæði Borgarbyggðar. Þar eiga skátar í Borgarnesi snotran skátaskála. Þátttaka var góð í báðum rútuferðunum, um 30 manns.

Fréttir frá St. Georgsgildinu í KópavogiGildisfélagar í Kópavogi létu hendur standa fram úr ermum þegar þeir fyrstu helgina í nóvember drifu í að mála salinn í skátaheimili Kópa. Daginn eftir var farið í skátaskálann Þrist sem er við Esjurætur og málbandið tekið með. Vinnugleðin leyndi sér ekki þar sem setið var yfir dýrindis súpu sem kokkurinn í hópnum eldaði fyrir liðið. Eftir áramótin er ætlunin að mála flokksherbergin í skátaheimilinu og verða þá ungu skátarnir með og fá leiðbeiningar frá hinum eldri við málningavinnuna.

Fréttir frá St. Georgsgildinu á AkureyriEins og venjulega á haustin hafa gildisfélag­ar unn ið ötullega við lagfæringar á ljósa­krossum og síðan við að setja þá niður í kirkjugörðunum tveimur þar sem þeir sjá um lýsingu um jólin. Ágóði af þessu verk­efni rennur til samfélagsverkefna, auk þess sem skátarnir í bænum hafa verið styrktir til að komast á skátamót, námskeið o.fl. Að undanförnu hafa nokkrir skátar sem styrktir hafa verið komið og aðstoða við þessa vinnu.

Nýja stjórn Kvists við Tumbakofa; Óli, Magna, Helga, Eyrún og Katrín.

Page 15: Bálið janúar 2015

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

15

Gildisskátar nýttu langferðabifreiðar tvisvar frá því í vor. Fyrst var varið í vel heppnaða ferð í Haukadalsskóg með gömlum skátafélaga gildismeistara úr Riddurum. Á leiðinni var komið við í Frið heimum þar sem fræðst var um upp byggingu staðarins og tómataframeiðslu og ferðaþjónustuna í dag. Þaðan var haldið í Haukadalsskóg þar sem skemmtilegur skóg ur var skoðaður. Grillað í Kirkhúsinu, dýrinds lambakjöt og tóku félagar hressilega til matar. Þá var haldið að Gullfossi en þaðan var haldið heim á leið.

Skálanefnd Skátalundar hefur haft í nógu að snúast. Miklar vorhreingerningar í og við skálann, ofnaviðgerðir og stóra málið var að finna rotþróna, tæma hana og búa til alveg nýja siturlögn. Í leiðinni var grafið

fyrir tveimur bálstæðum og nýtt glæsilegt bálstæði hlaðið.Rólegt var yfir hefðbundnu gildisstarfi en þó nokkrir gildisfélagar tóku þátt í Lands­móti skáta þar sem Guðni gildis meistari og Kristjana voru fararstjórar Hraunbúa. Það hefur svo leitt af sér enn meira skátastarf því það má segja að Guðni sé nú foringi yngstu og elstu skátanna í Hafnarfirði.

Á gildisfundi í Skátalundi í september fræddi Dagur Jónsson vatnsveitustjóri um vatns búskapinn og fólk kom með getgátur um orsakir lágrar vatnsstöðu í Hval­eyrarvatni. Hafnfirðingar fjöl menntu í rútu á vináttudaginn í Hvera gerði og á gildis­fundi í nóvember upp lýsti hinn nýorðni gillwellskáti, Kristinn Ólafsson, fram­kvæmda stjóri Sjón lags um fjölbreyttar aðgerðir á augum.14. desember var hinn árlegi jólafundur með jólasögu, jólaguðspjalli, söng og glæsilegu kaffihlaðiborði í Skátalundi. Í lokin var farið út á flöt þar sem eldur var kveiktur og dansað var í kringum hann. Jólasveinninn mætti með harmóníkkuna að venju og góðgætispokann sinn og allir fóru ánægðir heim eftir velheppnaðan jólafund. Hefð er fyrir því að taka með börn, barna­börn og barnabarnabörn og í ár var félögum í Skýjaborgum boðið að vera með.

Fréttir St. Georgsgildinu í Hafnarfirði

Stefán, Sveinn og Hreiðar gróðursetja.

Edda og Þórey tóku til hendinni í Skátalundi.

Við Kirkhúsið í Haukadalsskógi.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Vign

ir G

uðna

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 16: Bálið janúar 2015

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

16

Brief English summary of this newsletterHrefna Hjálmarsdóttir, the national guild president starts the newsletter by telling about the national jamboree for 40+. There has been an explosion in getting “old” scouts to participate in a jamboree for people who are no longer active in scouting together with those who are still active. This summer it was held at Ulfljotsvatn Scout Centre and was a great success. Close to the site there is a new scout academy/museum with scout memorabilia, documents and things.Hrefna also thanks members of the guilds for their participation in the Icelandic National Jamboree that was held last July in Akureyri. Numerous members of the various guilds in Iceland assisted groups from their hometown or volunteered in running the jamboree. They helped in making a great jamboree even greater.Finally, the national guild president encourages everyone to take part in the meeting of NBSR which will be held in Horsens, Denmark on 26th– 30th of June 2015.The guild in Keflavik made Jakob Arnason an honorary member of the guild. Jakob has been very active in scouting on all levels, has contributed greatly to scouting in his town and is presently a member of the guild in Keflavik.The Icelandic National Jamboree was held in Akureyri on 20th – 27th July. It was a great success in every way; the daily programme was very well received, the weather was beautiful and the family camp was larger than ever, over one thousand people at one point, adult scouts, parents and grandparents of participants, staff as well as interested non­scouts who had the time of their lives. The next national jamboree will be held at Ulfljotsvatn Scout Centre in the summer of 2016.

On the last national conference of the Icelandic guilds a motion was passed to appoint people for two committees: one to look at the guilds' public relations and another to review the guilds’ articles of association. These committees have started their work.The Friendship Day was organised by the guild in Hveragerði on 19th of October 2014. Over 50 people from almost all the Icelandic guilds attended the celebration. The Friendship message was read, a few songs were sung and a special guest, Norbert Möller talked about humour and got everyone to double over laughing. Coffee was served with cakes. Then Hrefna, the national guild president went down memory lane with stories from her life as a scout in Hveragerði and also talked about the great participation of guild scouts at the national jamboree. She emphasised that this is how we want to operate; be a part of scouting in Iceland and give support to the scout group where we live.After the closing people had time to mingle and chat before they headed home after a pleasant day.The 2014 Friendship Message from Mida Rodrigues, translated into Icelandic.A joint advent meeting of the two guilds in Akureyri. After having worked together as volunteers at the national jamboree there is now great interest in the two guilds in working more together. In the beginning of November there was a Gilwell course in Akureyri with 14 participants of which four people were from the guilds.Three guild scouts have gone home since the last publication of Bálið.In 1995 or 1996 the Icelandic scout magazine published a pattern for a scout pullover. The

Page 17: Bálið janúar 2015

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

17

pattern has been developed and changed and there are now various instructions for knitting pullovers, caps, cloaks and other items with scout patterns on the Icelandic scout homepage. A short discussion about topographical names in Iceland with the word scout in them as well as a story about the origin of one of them, Skátagil in Akureyri. Snjólaug Ósk Aðalsteinsdóttir a member of Kvistur­guild in Akureyri tells about her favourite scout song.A recipe for cinnamon rolls. Just the thing for guild meetings.A staff member of Ulfljotsvatn Scout Centre is collecting memories people might have from their stay at Ulfljotsvatn and encourages people to send information and stories to her.News from Kvistur, Akureyri. A daytrip to Herðubreiðalindir, an area which is closed now due to the volcanic eruption in Holuhraun. A walk to the old scout cabin in

the mountain above Akureyri. Thirty people went together to Borgarnes on a two­day­trip.News from Kópavogur guild. The large assembly room in the scout house was painted. Then a walk to the scout cabin to see what needs to be done. More work planned in the new year.News from Akureyri guild. The annual maintenance of the crosses at Akureyri cemetery to prepare for the selling of lights on the crosses before Christmas. The money goes to support the local scouts.News from Hafnarfjörður guild. A second guild has been founded in Hafnarfjörður. There has been work done in the scout cabin and meetings have been held with guest speakers. In December an annual Christmas meeting is scheduled with children and grandchildren. Santa Claus comes for a visit.The Icelandic guild has received some old pictures (from 1963).Summary by Halla Helgadóttir.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Farin heim:Ragnheiður Kristinsdóttir, St. Georgsgildinu í Hafnarfirði

fædd 29. ágúst 1926 dáin 6. júlí 2014.

Þorsteinn Magnússon, St. Georgsgildinu í Reykjavík

fæddur 20. október 1929 dáinn 6. ágúst 2014.

Ragnheiður Sigurbjartsdóttir, St. Georgsgildinu í Hafnarfirði

fædd 23. september 1942 dáin 31. október 2014.

Page 18: Bálið janúar 2015

Við Skátalund

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Skátagildin á ÍslandiSt. Georgsgildið á Akureyri • St. Georgsgildið í HafnarfirðiSt. Georgsgildið í Hveragerði • St. Georgsgildið í Keflavík

St. Georgsgildið í Kópavogi • St. Georgsgildið Kvistur á Akureyri St. Georgsgildið Straumur í Reykjavík • Skátagildið Skýjaborgir, Hafnarfirði

Hafnfirskir gildisskátar við Hvaleyrarvatn

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ungir gildisskátar og framtíðarskáti

Á vináttudegi í Hveragerði

Frá jólafundi í Skátalundi við HvaleyrarvatnLjós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son