drog gudrun baldvinsdottir - skemman · heimsstyrjöldina urðu til mótaðri kenningar um tráma,...

34
Hugvísindasvið „Hver á sér fegra föðurland?“ Þjóðarsjálfsmynd í íslenskum hrunbókmenntum Ritgerð til BAprófs í almennri bókmenntafræði Guðrún Baldvinsdóttir Maí 2014

Upload: others

Post on 31-Jan-2020

29 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

 

Hugvísindasvið                      

 „Hver  á  sér  fegra  föðurland?“  

 Þjóðarsjálfsmynd  í  íslenskum  hrunbókmenntum  

               

Ritgerð  til  BA-­‐prófs  í  almennri  bókmenntafræði  

   

Guðrún  Baldvinsdóttir      

Maí  2014

Háskóli  Íslands    

Hugvísindasvið  

Almenn  bókmenntafræði  

 

 

 

 

„Hver  á  sér  fegra  föðurland?“    

 Þjóðarsjálfsmynd  í  íslenskum  hrunbókmenntum      

 

 

 

 

 

Ritgerð  til  BA-­‐prófs  í  almennri  bókmenntafræði    

          Guðrún  Baldvinsdóttir  

Kt.:  230590-­‐2659  

 

Leiðbeinandi:  Gunnþórunn  Guðmundsdóttir  

 

 

 Maí  2014  

Ágrip

Í ritgerðinni er fjallað um hvernig íslenska efnahagshrunið árið 2008 birtist sem tráma í

íslensku þjóðarminni í bókmenntum. Með hjálp trámakenninga verður sýnt fram á

hvernig hrunið hafði áhrif á bæði sjálfsmynd einstaklingsins og hvernig sjálfsmynd

þjóðar breyttist í einu vetfangi. Ýmsir fræðimenn hafa gert tráma að viðfangsefni í

kenningum sínum um bókmenntir. Hægt er að færa rök fyrir því að íslenska þjóðin hafi

gengið í gegnum sameiginlega reynslu sem sé nokkurs konar þjóðartráma. Í ritgerðinni

eru þrjár bækur teknar til umfjöllunar, sem allar eiga það sameiginlegt að koma út árið

2009 og fjalla um efnahagshrunið. Bækurnar eru Bankster eftir Guðmund Óskarsson,

Gæska eftir Eirík Örn Norðdahl og Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson. Í þeim

birtast viss þemu sem eiga margt sameiginlegt með viðbrögðum einstaklinga og hópa

við trámatískum atburðum. Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar er að stórum hluta byggð á

sterkri þjóðernsivitund sem á rætur sínar að rekja til sjálfstæðisbaráttunnar. Sú

sjálfsmynd hrynur í kjölfar efnahagshrunsins og hefja verður leit að nýjum mælikvarða

á þjóðarsjálfið.

Bókmenntir eru spegill samfélagsins á umbrotatímum en í bókunum þremur

sjást ólík viðbrögð við þeim atburðum sem áttu sér stað í íslensku samfélagi. Í kjölfar

tráma birtist oft ákveðinn skortur á leið til þess að tjá það sem gerst hefur, og finna þarf

atburðunum stað í frásagnarminninu. Skáldsagan hefur þá kosti að hún er margradda og

getur því sýnt ólíkar hliðar á viðfangsefninu. Þannig fær lesandinn svigrúm til þess að

mynda sér sína eigin skoðun. Bókmenntirnar leika einnig stórt hlutverk í

minningasköpun þjóða og hvernig atburðirnir eru túlkaðir síðar meir.

       

  1  

Efnisyfirlit  

 

Formáli  ......................................................................................................................  2  

Tráma  og  þjóðarminni  ...............................................................................................  4  

Bankster  ....................................................................................................................  6  

Hrun  einstaklingsins  ..............................................................................................................................................  6  Hrun  og  stríð  .............................................................................................................................................................  7  Skömm  .........................................................................................................................................................................  9  Brotakennd  frásögn  ............................................................................................................................................  11  Textatengsl  ..............................................................................................................................................................  12  

Gæska  .....................................................................................................................  14  

Dystópískur  heimur  ............................................................................................................................................  14  Bylting  hinna  kvenlægu  gilda  .........................................................................................................................  16  Paul  de  Man  og  hin  klofna  sjálfsvitund  .......................................................................................................  18  

Hvíta  bókin  ..............................................................................................................  22  

Minningasköpun  ...................................................................................................................................................  22  Læknir  samfélagsins  ...........................................................................................................................................  23  Takmarkanir  tungumálsins  .............................................................................................................................  24  

Tilgangur  og  niðurstaða  ...........................................................................................  26  

Heimildir  .................................................................................................................  30  

 

       

  2  

Raunverulegar raddir  

IV Baráttan byrjar og endar í tungumálinu Baráttan stendur um hvert orð Ofurlítið dæmi: Hægt er að kalla lánadrifna þenslu Góðæri Já baráttan stendur um hvert orð Öllu heldur: Baráttan stendur um hvert atkvæði Þetta verða ljóðskáld og stjórnmálamenn að vita Sigurður Pálsson (Ljóðorkuþörf, 2009) 1

Formáli  Efnahagshrunið árið 2008 hafði gríðarleg áhrif á íslenskt þjóðfélag. Meðal þjóðarinnar

varð sú tilfinning almenn að lífið yrði aldrei samt. Forsætisráðherra bað Guð að blessa

Ísland og það leiddi hroll að þjóðinni í heild sinni.2 Þrátt fyrir að þjóðfélagið sé

fjölbreytt og fólk skipi mismunandi stöður í samfélaginu er sameiginleg sjálfsmynd

samofin þjóðerni Íslendinga en hin íslenska sjálfsmynd er að stórum hluta byggð á ríkri

þjóðerniskennd, enda stutt síðan þjóðin þurfti að rökstyðja að hún ætti sjálfstæði sitt

skilið. Þegar atburðir eiga sér stað á einu augabragði sem gera það að verkum að fólk

                                                                                                               1  Sigurður Pálsson, Ljóðorkuþörf, Reykjavik: JPV, 2009.  2 Geir. H. Haarde, Ávarp forsætisráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði, 6. október 2008, http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedurGHH/nr/3034.

       

  3  

skammast sín fyrir hópinn sem það tilheyrir, hrynur sjálfsmyndin og hefja verður leit að

nýrri ímynd og nýjum lífsgildum.

Í ritgerðinni verður fjallað um hvernig íslenska efnahagshrunið árið 2008 birtist

sem tráma í íslensku þjóðarminni í bókmenntum. Ýmsir fræðimenn hafa gert tráma að

viðfangsefni í kenningum sínum um bókmenntir og er það þá oft gert í tengslum við

stríðsátök. Hægt er að færa rök fyrir því að íslenska þjóðin hafi gengið í gegnum

sameiginlega reynslu sem auðvelt er að sjá sem ákveðið þjóðartráma. Með hjálp

trámakenninga verður sýnt fram á hvernig hrunið hafði áhrif á bæði sjálfsmynd

einstaklingsins og hvernig sjálfsmynd þjóðar breyttist í einu vetfangi. Fjallað verður um

þrjár bækur sem allar komu út árið 2009 þar sem hrunið var gert að umfjöllunarefni á

einn eða annan hátt. Í þeim birtast þemu sem eiga margt sameiginlegt með viðbrögðum

einstaklinga og hópa við trámatískum atburðum. Í ritgerðinni verður litið til kenninga

fræðimanna á sviði trámafræða, eins og Cathy Caruth, Shosana Feldman og Duncan

Bell og bókmenntafræðinga á borð við Paul de Man, Daisy Neijmann, Anne Whitehead

og Guðna Elísson. Einnig verður gerð grein fyrir því sem skrifað hefur verið um

íslenska þjóðarvitund sem og nýlegar rannsóknir á sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar eftir

hrun. Sýnt verður fram á hvernig slíkur atburður hefur áhrif á menningararf þjóðar og

hvernig sjá má afleiðingar þess í íslenskum bókmenntum.

Í pistli sem birtist á veftímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands segir Jón

Karl Helgason bókmenntafræðingur að það sem geri skáldsöguna að góðum vettvangi

til þess að ræða samfélagsmál á slíkum umbrotatíma, sé að hún sé margradda og geti

þannig komið til skila mörgum hliðum málsins án þess að höfundurinn þurfi að setjast í

predikunarstól; „vettvangur þar sem hægt er að leiða margar og ólíkar skoðanir á

tilteknu viðfangsefni fram og láta lesandanum eftir að taka endanlega afstöðu til

þeirra.“3 Bækurnar sem verða til skoðunar í ritgerðinni komu út ári eftir hrunið og má

segja að þær séu af fyrstu kynslóð hrunbókmennta. Fjallað verður um tvær skáldsögur,

Bankster eftir Guðmund Óskarsson og Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl. Þá verður

fjallað um Hvítu bókina eftir Einar Má Guðmundsson en hún er greina- og pistlasafn

höfundar frá árslokum 2008 til 2009. Ástæðan fyrir því að hún stendur ein og sér með

tveimur skáldsögum er sú að þegar þjóð gengur gegnum sameiginlega reynslu skipa

rithöfundar mikilvægan sess í minningarsköpun og hafa áhrif á hvernig saga þjóðar

verður sögð síðar. Einar Már skipar því sjálfan sig í hlutverk þjóðfélagsrýnis og höfund                                                                                                                3 Jón Karl Helgason, „Samhengi valdsins“, Hugrás, vefrtímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Sótt af vefnum 20. apríl: http://www.hugras.is/2011/11/samhengi-valdsins/.

       

  4  

þjóðarsögunnar. Þrátt fyrir að bækurnar séu ólíkar eru þemu þeirra þau sömu og hægt er

að sjá sameiginlega þræði sem eru lýsandi fyrir þá reynslu sem samfélagið gekk í

gegnum. Bækurnar þrjár eru allar eftir karlmenn og reynt var að koma í veg fyrir það en

raunin er sú að engar bækur eftir konur komu út þetta ár sem fjölluðu eins skýrlega um

hrunið og þessar þrjár. Eins og sjá má í bókunum þremur er karlmennska og viðskiptalíf

oft tengt menningarlegum böndum en komið verður að því síðar.

Tráma  og  þjóðarminni  Trámafræði er tiltölulega ný fræðigrein þrátt fyrir að tráma hafi verið til allt frá upphafi

mannsins. Með sálgreiningu Sigmund Freuds hófust nýjar rannsóknir á því rofi hugans

sem tráma hefur í för með sér. Í kjölfarið komu fram á sjónarsvið fræðimenn sem

sérhæfðu sig í tráma og afleiðingum þess. Freud hélt því fram í bók sinni Moses and

Monotheism að tráma væri það sem tekur við þegar hugurinn bregst og hugsun getur

ekki lengur átt sér stað.4 Freud heldur því fram að tráma hafi ekki bara áhrif á

sjálfvitundina heldur móti hana að einhverju marki. Þessar kenningar áttu eftir að

breytast og mótast með þeim fræðimönnum sem fylgdu í kjölfar Freud. Eftir seinni

heimsstyrjöldina urðu til mótaðri kenningar um tráma, enda eftirköst hörmunga stríðsins

oftast tekin sem dæmi um dæmigerð trámaáhrif.

Bandaríski bókmenntafræðingurinn Cathy Caruth lýsir tráma í bók sinni

Trauma: Explorations in Memory sem ólýsanlegri og óskiljanlegri reynslu. Tráma

birtist sem rof eða hrun í sjálfsvitundinni, og lýsir Caruth þessu sem minningu sem við

munum ekki eða mynd sem við sjáum ekki.5 En hver eru tengsl bókmennta og

trámafræða? Caruth heldur því fram að bókmenntafræði og sálfræði séu einu leiðirnar

til að koma á framfæri áhrifum tráma, þar sem tráma sé í eðli sínu ólýsanlegt. Þannig

geti bókmenntir tjáð reynslu án þess að beinlínis lýsa þeim með því að nota myndrænt

líkingamál. Tráma hafi þau áhrif á einstakling að hann upplif sig í valkreppu og þarf að

finna reynslunni stað í frásagnarminninu.6 En tráma mótar ekki aðeins einstaklinga

heldur einnig hópa og heilu þjóðirnar. Franski félagsfræðingurinn Maurice Halbwachs

var fyrstur til að koma fram með kenningar um sameiginlegar minningar hópa.

                                                                                                               4 Sigmund Freud, Moses and Monotheism, New York: Vintage Books, 1955. 5 Cathy Caruth, Trauma: Explorations in Memory. Baltimore: John Hopkins University Press, 1995, bls. 4-5. 6 Sama rit, bls. 10-11.

       

  5  

Kenningar hans höfðu mikil áhrif á hvernig litið hefur verið á hópa og þjóðir og hvernig

sameiginleg reynsla getur haft áhrif á hóp sem heild.7

Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur vitnar í Ernest Renan og Anthony

Smith í grein sinni „Þjóð og minningar“ , en þeir benda báðir á að „minningar heilla

þjóða geti aldrei orðið einföld fyrirbæri, sprottnar fram líkt og ósjálfráð viðbrögð við

utanaðkomandi áreiti. Þjóðarsagan, eða sameiginlegar minningar þjóðarinnar hlýtur

þvert á móti að mótast jafn ákveðið af því sem þjóðin kýs að gleyma og af því sem hún

man, vegna þess að sérhver minning um atburði og fyrirbæri í fortíðinni geymir ekki

síður fræ sundrungar en sameiningar.“ Guðmundur bendir á hversu stóran þátt

sjálfstæðisbaráttan spilar í sögu Íslendinga og þjóðernisvitund Íslendinga því sterk.8 Því

er ekki að undra að rof hafi orðið haustið 2008 að rof verði á sjálfsvitund þjóðarinnar,

þegar hún áttaði sig á að útrásarstoltið var blekking.9 Kristín Loftsdóttir hefur skoðað

afleiðingar hrunsins á íslenska sjálfsmynd:

Eins og sjá má í fyrirsögnum Viðskiptablaðsins […] þá virtist útrásin einmitt að stórum hluta hafa snúist um hvernig Íslendingar ímynduðu sér sig sem hluta af einhverju stærra, en með sértæk menningarleg einkenni. Hér þarf vissulega að kafa dýpra ofan í hvernig ákveðnar sjálfsverur voru mótaðar og agaðar af ríkisvaldi og markaðsöflum bæði í útrás og kreppu, sem og að rýna dýpra í tengingu markaðsafla og menningar og hvernig sú tenging birtist á margvíslegan hátt í íslensku samfélagi.10 Þannig er upprótartímabilið sem kom í kjölfar hrunsins alveg jafn mótandi fyrir þjóðina

sem heild, eins og þau augnablik sem hafa verið sameinandi. Þjóðin gengur í gegnum

atburðina í sameiningu, þrátt fyrir mikil innbyrðis átök og vinnur að því skapa nýja

þjóðernisvitund sem verður að byggja á öðru en þeim stoðum sem hafa brotnað.

Sjálfsmyndin er byggð upp af safni sundrunga og sameininga og báðir þættir hafa áhrif

á hvernig þjóðin upplifir sjálfa sig. Í þessu samhengi vinna bókmnenntirnar að því

aðfinna atburðunum stað í frásagnarminninu. Bækurnar þrjár sem hér verða til

umfjöllunar eiga allar sinn þátt í því, en þó með mismunandi hætti.

                                                                                                               7  Maurice Halbwachs, On Collective Memory, Chicago: University of Chicago Press, 1992. 8  Guðmundur Hálfdanarson, „Þjóð og minningar”, Íslenska söguþingið 1997, Ráðstefnurit I, ritstj: Guðmundur J. Guðmundsson, Eiríkur K. Björnsson, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1998. bls. 356-365, bls. 358. 9„Baugur ætlar að opna um 300 verslanir í Þýskalandi“ Vísir.is, http://www.visir.is/baugur-aetlar-ad-opna-um-300-verslanir-i-thyskalandi/article/200771021010, sótt af vefnum 14.apríl 2014. „Baugur seeks court protection“, New York Times, frétt um vandræði Baugur Group, í ársbyrjun 2009: http://www.nytimes.com/2009/02/04/business/worldbusiness/04iht- 04baugur.19918335.html?_r=0 sótt af vefnum 14.apríl 2014. 10 Kristín Loftsdóttir, „Ímynd, ímyndun og útrásin. Vegvísir fyrir rannsóknir á útrás og kreppu“ ritstj. Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir, Rannsóknir á félagsvísindum XI, erindi flutt á ráðstefnu í október 2010, Reykjavík, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2010, bls 199.

       

  6  

Bankster      

Hrun  einstaklingsins  Í skáldsögu Guðmundar Óskarssonar, Bankster, fær lesandi innsýn inn í líf fyrrum

bankastarfsmanns gegnum dagbókarfærslur hans á haustmánuðum 2008. 11

Aðalsögupersónan, Markús, gengur í gegnum sorgarferli eftir að hann missir vinnuna

hjá Landsbankanum og líf hans leggst í rúst. Eins og þjóðfélagið fer hans eigin

sjálfsmynd á og hann neyðist til þess að finna nýjan tilgang með lífi sínu. Markús

upplifir tráma og á eftir kemur tímabil sem einkennist af losti, tómarúmi og vöntun á

tungumáli til þess að tjá bæði tilfinningar og þá atburði sem hafa komið fyrir hann. Á

sama tíma er þjóðin í raun að ganga í gegnum sömu viðbrögð. Segja má að bókin sé

tilraun til þess að lýsa sorgarferli íslensku þjóðarinnar í gegnum einstaklinginn Markús.

Tráma Markúsar birtist fyrst og fremst í leit hans að því að skilja hvað hafi komið fyrir.

Hann ákveður að skrifa dagbók um atburðina, sem verða að eins konar meðferð; hann

skráir vitnisburð um það sem gerst hefur og smátt og smátt öðlast hann skilning á því.

Þannig finnur hann atburðunum stað í frásagnarminninu rétt eins og Cathy Caruth segir

nauðsynlegt og – öðlast það öryggi sem hann þarfnast til að halda áfram lífi sínu.12

Bankster fjallar ekki aðeins um einstaklinginn Markús heldur stendur hans innra

sálarstríð fyrir það stríð sem íslenska þjóðin þurfti að heygja við sína sjálfsmynd.

Íslendingar gengu í gegnum sameiginlegt tráma sem hafði svipuð áhrif og það hafði á

Markús. Íslensk þjóðarsjálfsmynd er byggð á sterkri þjóðerniskennd og eftir

efnahagshrunið þurftu Íslendingar að horfast í augu við það að þeir sjálfir höfðu talið sér

trú að um góðærið væri útkoma þess hversu vel íslenska þjóðin hefði staðið sig. Þegar

þetta reyndist svo vera lygi varð hrun á sjálfsmyndinni, rétt eins og hjá Markúsi sem

getur ekki séð fyrir sér framtíð sína því hún er byggð á skekktri mynd af fortíðinni.

Erfitt er að skilgreina hvað fellur undir trámaskilgreiningu og hvað ekki. Ef til vill er

hrunið nú orðið að atburði í fortíðinni sem ekki skiptir okkur máli árið 2014 en raunin er

sú að tráma og þá sérstaklega sameiginlegt tráma, er ekki hægt að skilja út frá

raunverulegum afleiðingum heldur hvernig fólkið upplifir atburðina.

Stjórnmálafræðingurinn Duncan Bell útskýrir þetta í bók sinni Trauma, Memory and

World Politics á þann hátt að atburðir séu í raun ekki trámatískir í raun heldur verður

                                                                                                               11 Guðmundur Óskarsson, Bankster, Reykjavík: Ormstunga, 2009.      12 Cathy Caruth, Trauma: Explorations in Memory, bls 10-11.

       

  7  

tráma einungis til þegar fólk upplifir það.13 Í Bankster sést hvernig þessi upplifun

Markúsar hefur áhrif á hann, þótt hann sé ekki endilega tilbúinn til þess að viðurkenna

hversu mikið áfallið er á hann. Líf hans er beintengt vinnunni og vinnan er beintengd

mögulegri framtíð sem nú er skyndilega horfin.

„Markús við misstum vinnuna en ekki lífið, og við þurfum að halda áfram með það.“ Ég get ekki verið ósammála. Samt er eitthvað sem segir mér að þetta sé ekki svona einfalt. Auðvitað þurfum við að halda áfram með lífið og ég mun aldrei viðurkenna að lífið hafi verið vinnan, en vinnan var hluti af lífi sem ég var mjög sáttur við – já, ég var mjög hrifinn af lífinu, en sérstaklega framtíðinni sem fylgdi því.14

Hrun  og  stríð    Þegar talað er um sameiginlegt tráma og þjóðartráma þá er oftar en ekki átt við um það

tráma sem þjóð gengur í gegnum eftir stríð. Bókmenntafræðingurinn Daisy Neijmann

hefur skrifað um hernámið á Íslandi og þá nútímavæðingu sem fylgdi sem tráma í

kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar en það er líklega það sem helst er hægt að tengja við

trámatíska reynslu í tengslum við stríð á Íslandi. 15 Það sem þó einkennir þær

bókmenntir er að þjóðin virðist ekki takast á við trámað sem fylgdi þessari hröðu

nútímavæðingu. Neijmann vísar í fyrirlestur Vals Ingimundarsonar: „Samfélagið sem

hrundi“ árið 2009 þar sem hann fjallaði um hvernig Íslendingar fóru ekki í gegnum

sömu kerfisbundnu úrvinnslu eftir seinni heimsstyrjöldina og það sé fyrst nú sem þjóðin

sé að horfast í augu við sína eigin sjálfsmynd. Hún þurfi þ.a.l. að takast á við ákveðinn

„fortíðarvanda“.16 Neijmann heldur því fram að í íslenskum bókmenntum frá hernáminu

hafi ásökun komið í stað fyrir þá sektarkennd og skömm sem oft einkenna

hernámsókmenntir. Þessi togstreita milli ásökunar og sektarkenndar má oft sjá í

hrunbókmenntum en komið verður að því seinna í ritgerðinni.

Höfundur Bankster virðist vera meðvitaður um þessi líkindi við stríð, enda

kannski ekki erfitt að finna þau líkindi í samfélaginu á tímanum eftir hrun.17 Í bókinni

má finna dæmi um að reynslu aðalhetjunnar sé líkt við reynslu fólks úr stríði.                                                                                                                13  Bell, Duncan, Memory, Trauma and World Politics: Reflections on the Relationship Between Past and Present, Hampshire: Palgrave Macmillan, 2006, bls. 7.  14 Guðmundur Óskarsson, Bankster, bls. 17. 15 Daisy Neijmann, „Óboðinn gestur“ Fyrstu birtingarmyndir hernámsins í íslenskum skáldskap.“ Skírnir, tímarit hins íslenska bókmenntafélags, Reykjavík: 2011,185(vor), bls 64-88. 16 Valur Ingimundarson, Morgunblaðið, 22. Nóvember 2009, Sótt af vefnum 9. Apríl 2014, http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1311272/ . 17Mörg dæmi eru um orðræður þar sem höfundar líkja ástandinu við stríðsástand, tvö dæmi er aðsend grein eftir Pétur Stefánsson í Morgunblaðið: Pétur Stefánsson „Stríð og friður“ Morgunblaðið, 13. apríl 2012, og grein eftir Láru Sóleyju Jóhannsdóttur: Lára Sóley Jóhannsdóttir, „Fimm ár frá hruni: eins og stríð væri framundan“, Kjarninn, 9.október 2013, sótt af vefnum 14. Apríl 2014: http://kjarninn.is/fimm-ar-fra-hruni-eins-og-strid-vaeri-framundan

       

  8  

Eftirminnilegasta lýsingin er líklega af samtali Markúsar og Guðna, samstarfsmanns

hans. Guðni segir Markúsi frá því að hann hafi horft á þýsku kvikmyndina Der

Untergang (Oliver Hirschbiegel, 2004). Hann segir frá atriði í myndinni þar sem Hitler

og menn hans vita að þeir hafa tapað en eru samt enn að finna lausnir og færa herdeildir

á korti. „Ég veit, veit. En það sem mér fannst ótrúlegast við myndina voru viðbrögð Göbbels þegar Hitler viðurkenndi að allt væri tapað, allir hefðu brugðist og þetta væri búið. […] Þá rauk hann út úr herberginu – fór án þess að segja orð – já, hann fór inn á klósett og læsti á eftir sér.“ Nú stoppaði Guðni alveg, þagði þar til síðustu orðin eins og sprengdu sér leið út, hann sæi eftir þeim á meðan hann myndaði þau: „Ég fór líka inn á klósett, þarna þegar okkur hafði verið sagt upp, og gerði eins og Göbbels, starði framan í mig í speglinum…“ Ég fékk magnaðan hroll þegar ég áttaði mig á að hann hefði nánast verið að lýsa mínum eigin viðbrögðum: […] Er þetta einhver stöðluð útgáfa af viðbrögðum við óþolandi aðstæðum, eitthvað sammennskt, að flýja í næði þar sem er spegill og stara á sjálfan sig eins og maður sé að leita að einhverju, kannski staðfestingu á að maður sé enn til þrátt fyrir allt…18

Þessi lýsing er áhrifamikil og felur tvennt í sér. Annars vegar að Markús og Guðni

spegla sig í Göbbels, óvininum. Þeir finna fyrir djúpri sektarkennd þrátt fyrir að þeir

hafi í raun ekki gert neitt rangt. Hins vegar veltir Markús því fyrir sér hvort sameiginleg

reynsla hans, Guðna og Göbbels sé sammannleg, að finna sér spegil til að horfast í augu

við sjálfið. Viðbrögð þeirra við atburðunum eru viðbrögð við trámatískum atburðum.

Trámað sem þeir félagar ganga í gegnum er ekki tráma fórnarlambs heldur

óvinarins, þrátt fyrir að Markús telji sig annars algjört fórnarlamb aðstæðna í sögunni.

Áhugavert er að skoða þessa þversögn með orð Vals Ingimundarsonar í huga um að

Íslendingar sé vanir að líta á sig sem fórnarlömb. Valur segir að einu gildi hins vegar um það hver niðurstaðan verði. Nýtt viðhorf til sjálfsmyndar þjóðar muni fá opinberan stimpil: „Íslendingar hafa í sögunni sett sig í hlutverk fórnarlamba utanaðkomandi afskipta og lítilmagnans – og stundum samsamað sig málstað „þriðja heims ríkja“ gegn nýlendustefnu – og nægir þar að nefna þorskastríðin við Breta,“ segir hann{…}Það er þó einn grundvallarmunur á: Almennt sé ekki litið á Íslendinga sem fórnarlömb á alþjóðavettvangi. Og því hafi slík orðræða ekki dugað til að draga athyglina frá hinum nýja raunveruleika, sem er afsprengi hrunsins: sjálfsmyndinni af Íslendingum sem gerendum.“ 19 Þversögnin milli sjálfsmyndar fórnarlambs og geranda hjá Markúsi er margslungin og

mótar persónuleika hans að mörgu leyti. Hann sveiflast á milli þess að vera gerandi í

sínu eigin lífi og fer hann þá gjarnan í „góðærisgír“, kaupir dýra hluti og er á útopnu. Á

                                                                                                               18 Guðmundur Óskarsson, Bankster, bls 55-56, skáletrun mín. 19  Karl  Blöndal,  Morgunblaðið,20-22. Nóvember 2009, sótt af vefnum 9. Apríl 2014, http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1311272/  

       

  9  

móti koma síðan tímabil þar sem hann er algjörlega óvirkur og gerir ekkert nema að

skrifa í dagbókina sína. Þá er hann ófær um að tjá sig og birtist virðist þá skorta

tungumál. Gott dæmi um þessa vanvirkni er þegar hann getur ekki mætt aftur í vinnuna

þegar hann fær endurráðningu, heldur situr frekar á kaffihúsi steinsnar frá bankanum.

Önnur líking við stríð í Bankster birtist þegar Markús er staddur úti á svölum á

gamlárskvöld. Hann er með vindil í munni og þegar hann lokar augunum líður honum

eins og hann sé kominn á stríðshrjáð svæði, til Gaza, og honum líður vel. Vindillinn

gerir það að verkum að honum finnst hann hafa stjórn á atburðunum, og honum líður

eins og herforingja sem er að ná sér eftir orrustu. Fyrir Markúsi herforingja skiptir ekki

máli hvort orrustan hafi endað með sigri eða tapi, einungis að það sé hann sem hafi

stjórn á aðstæðunum. Þegar Markús opnar augun hellist yfir hann sektarkennd:

Hérna er ekkert stríð, meira að segja nógu friðsælt til að við getum notað mest allt púðrið okkar í flugelda, bara nokkur korn í skotin fyrir sportveiðina, í rjúpuna, gæsina, hreindýrið {…} og nógu mikill friður til að maður geti setið eins og fífl í gömlum svefnsófa og leyft sér að hugsa um stríð. 20

Í Markúsi berjast tvö ráðandi öfl, sjálf fortíðar og sjálf nútíðar. Þegar hann lokar

augunum og finnur fyrir vindlinum uppi í sér hefur hann stjórn en þegar hann opnar

augun áttar hann sig á því að stjórnin er byggð á tálsýn og finnur fyrir skömm á bæði

tálsýninni og lífi sínu.

Skömm  Stóran hluta bókarinnar er Markús í losti og áttar sig ekki á atburðunum. Hann heldur

áfram að lifa samkvæmt gamla lífsstílnum þótt hann eigi ekki efni á því. Hann á erfitt

með að líta fram á veginn en getur heldur ekki litið til baka, vegna þess að það er of

erfitt að horfast í augu við atburðina sem áttu sér stað. Þar að auki bætist við gríðarleg

sektarkennd, sem kann ekki fyllilega að ráða fram úr. Hann skammast sín bæði fyrir það

sem hann var áður og þá stöðu sem hann er kominn í. Hann þarf ekki bara að finna sínu

lífi farveg í nútíðinni, hann þarf einnig að finna fortíðinni farveg. Rithöfundurinn J.

Brooks Bouson lýsir í bók sinni Quiet As It's Kept hvernig skömm hefur þau áhrif á

sjálfið að einstaklingi finnst hann vera óelskanlegur, á einhvern hátt aumur og ekki

ástinni verðugur.21 Skömm er í grunninn tilfinning sem gengur fyrst og fremst út á að

hugsa út frá því sem öðrum finnst. Markús fellur aftur og aftur í þá gröf og er það                                                                                                                20Guðmundur Óskarsson, Bankster, bls 88. 21, J. Brooks Bouson, Quiet As It’s Kept: Shame, Trauma and Race in the Novels of Toni Morrison. Albany: State University of New York Press, 2000. Bls 75.

       

  10  

skömmin sem verður sambandi Markúsar og Hörpu að falli. Uppsögn hennar virðist

ekki hafa jafn djúpstæð áhrif á að hana, og hún horfir strax fram á við. Því er þveröfugt

farið hjá Markúsi og þessi munur á afstöðu þeirra skapar gjá á milli þeirra. Hann

skammast sín gagnvart henni og á sama tíma er hann ófær um að tjá tilfinningar sínar.

Þetta tengist einnig þeirri afkarlmennsku sem Markús virðist verða fyrir en viðbrögð

hans minna á lýsingar af hermönnum sem komu heim særðir eftir fyrri heimsstyrjöldina

og gátu ekki lengur unnið fyrir fjölskyldu sinni. Lindsey Stonebridge lýsir viðbrögðum

hermanna í grein sinni „Theories of Trauma“ og útskýrir að „hinir trámatíseruðu

hermenn hafi ekki aðeins orðið veikir á geði vegna stríðsins sjáfs, heldur vegna þess að

tráma sríðsins hafði tekið af þeim þann draum um þá sjálfa sem friðarsinnaða

karlmenn.“22 Sektarkennd felur í sér brot á þeirri sjálfsmynd sem einsaklingur hefur

sjálfur gert sér. Svipað kemur fyrir Markús eftir að hann missir vinnuna. Hann er óviss

um hvort hann beri sök á annars vegar þeirri reiði sem ríkir í samfélaginu og hins vegar

núverandi ástandi hans. Karlmennska Markúsar lendir í kreppu þegar hann sjálfur

verður hluti fjölskyldunnar sem getur ekki tekist á við áfallið, hangir heima án þess að

finna í sér að taka á ástandinu og líður áfram í doða. Það er að lokum Harpa sem

útskýrir fyrir honum hvernig komið er fyrir þeim, og það er líkt og hún færi tilfinningar

hans í orð: „Það sem er í kringum okkur núna, þessi íbúð, allir hlutirnir, afborganirnar, þetta hefur ekkert með líf okkar að gera lengur. Mér verður flökurt af útsýninu í stofunni.“ Þetta var niðurlag eldhússamtals. Það var besti fundur sem ég hef setið, þótt við hefðum bara spjallað um daginn og veginn lengst af, hvernig Harpa spann allt saman í einn þráð í lokin, hvernig hún steypti púslið sem mig vantaði – nú veit ég loksins eitthvað um ástand mitt.23

Aðrir einstaklingar í kringum Markús ganga einnig í gegnum skömm, þótt lesandinn fái

ekki jafn mikla innsýn í það. Höfundurinn notar dagbókarformið til þess að búa til

ólíkar fjarlægðir við aðrar persónur bókarinnar. Lesandinn getur aðeins séð persónur í

gegnum sýn Markúsar. Þó er augljóst að meira liggur að baki, enda hann ófær um að

lesa í eigin tilfinningar. Harpa, unnusta hans er gott dæmi en frá Markúsi séð virðist hún

örugg með sig en á nokkrum stöðum sést óöryggi hennar og skömm. T.a.m. spyr hún

                                                                                                               22 Lindsey Stonebridge, „Theories of Trauma“ The Cambridge Companion to Literature of World War II, ritstj: Marina Mackay, Cambridge: Cambridge University Press, 2009, bls 194-206, bls 197(. ..the shellshocked veterans of the first war were not simply driven mad by the war; they were traumatized because the trauma of the war had undone their deepes tfantasies of themselves as peacetime masculine subjects.) 23 Guðmundur Óskarsson, Bankster, bls. 104

       

  11  

Markús upp úr þurru „hvort þau hafi ekki örugglega hent öllum bankaregnhlífunum“24

Hún vill ekki vera hluti af þeim kreðsum sem hún tilheyrði áður. Skömm hennar birtist

sem reiði en hún reynir að losa sig við hluti sem voru stöðutákn fyrir verða að skömm

eftir.

Einnig er hægt að sjá skömm hjá Guðna, fyrrum samstarfsmanni Markúsar.

Guðni spyr af hverju ekki hafi verið hringt í hann aftur og honum boðið starf. Hann

tengir það við hversu lágvaxinn hann er, sem er fáránleg skýring en þannig tengir hann

saman það tvennt í lífi hans sem hann skammast sín fyrir.

Brotakennd  frásögn  Anne Whitehead heldur því fram í bók sinni Trauma Fiction að þrír stílfræðilegir þættir

einkenni trámaskáldsögur.25 Þeir eru textatengsl, enturtekningar og brotakennd frásögn.

Hún segir að ekki sé svo að allar trámafrásagnir innihaldi öll þrjú einkenni en alltaf að

minnsta kosti eitt. Í Bankster má sjá tvö þeirra, textatengsl og brotakennda frásögn.

Dagbókarformið gerir frásögn Markúsar brotakennda og ólíka hefðbundinni frásögn í

skáldsögu. Markús skrifar þegar hann hefur tíma og hann skrifar það sem honum finnst

eiga í heima í dagbókinni. Cathy Caruth segir að að ef á einhvern hátt sé hægt að túlka

tráma í frásögn þá þarfnist frásögnin forms sem er frábrugðið hinu hefðbundna línulega

frásagnarforms.26 Markús skrifar að vísu línulega í tíma en hann er stöðugt að líta aftur

til að því er oft virðist tilviljunarkenndra atvika fyrir hrun. Í eitt sinn lítur Markús til

dæmis til baka þegar þau Harpa kaupa óvart bækur sem þau eiga fyrir. Þau ákveða að

setja bækurnar samt í bókahilluna því þær líta svo vel út í hillunni. Markús skrifar um

þetta því hann ákveður í fyrsta skipti að lesa eina af bókunum. Þetta virðist

tilviljanakennt endurlit en sýnir með skýrum hætti hvernig heimurinn hefur breyst.

Hugsunarhátturinn fyrir snýst um útlit og það sem er utan á, í stað þess að skoða

innihaldið. Þetta er ríkjandi orðræða í bókinni, rétt eins og í þjóðfélaginu sjálfu; að á

góðæristímanum hafi samfélagið gleymt því sem virkilega skiptir máli og týnt sjálfum

sér í efnishyggju.

Á síðustu köflum bókarinnar skiptir höfundur um frásagnarstíl, eða hægt er að

segja að sögupersónan skipti um frásagnarstíl þar sem hann byrjar skyndilega að skrifa

kafla í skáldsögu en ekki dagbók. Þessi kaflar eru sagðir í þriðju persónu og segja frá                                                                                                                24 Sama rit, bls 117. 25 Anne Whitehead, Trauma Fiction, Edinborg: Edinburgh University Press, 2004, bls 84-85. 26 Cathy Caruth, Trauma: Explorations in Memory, bls 5.

       

  12  

því þegar Harpa, unnusta hans, fer frá honum. Markús stendur utan við atburðina, enda

kominn það langt frá sínu sjálfi að hann virðist ekki samsama sig manninum sem hann

er að lýsa. Þegar hann síðan snýr aftur að dagbókarforminu endurheimtir hann smátt og

smátt sjálfan sig, og fyrsta setningin eftir breytinguna inniheldur orðið „ég“ og er það

undistrikað, eins og til þess að leggja áherslu að nú sé hann endurborinn og hafi fundið

sjálfan sig.

Frásögn Markúsar er þannig brotakennd og byggist á því að hann er að bera

saman ákveðna kafla í lífi sínu við þann kafla sem hann er í núna. Smátt og smátt kemst

hann að því að hann vill ekki komast til baka í þann kafla sem var fyrir trámað/hrunið,

heldur miklu frekar á þann stað í lífi sínu áður en hann byrjaði að vinna í bankanum. Í

lok bókar má ætla að Markús hafi loks komist að innri sátt og vilji ekki lengur fara aftur

í tíma heldur sé hann loksins tilbúinn til þess að líta fram á veg.

Textatengsl  Annað einkenni trámafrásagna sem Anne Whitehead nefnir eru textatengsl. Textatengsl

í trámafrásögnum þjóna margvíslegum tilgangi. Oft vísar textinn út fyrir sig til þess að

minna á að trámað á sér veruleika utan textans.27 Í Bankster minna textatengslin á að

Markús er ekki einn, heldur er hann hluti af þjóð sem býr yfir sameiginlegri reynslu eftir

hrun. Gott dæmi um þetta í bókinni er þegar Markús fær þá flugu í höfuðið að kaupa sér

bók í fornbókaversluninnni. Markús vill kaupa Laxness og mælir bóksalinn þá með

Íslandsklukkunni, segir hana eiga vel við miðað við ástandið í þjóðfélaginu. Hann tók tvo stóra smóka áður en hann skorðaði sígarettuna í munnvikinu, lokaði auganu þeim megin og teygði sig í Íslandsklukkuna. „Já, þá er þetta það sem fólk á að lesa í dag. Ég meina, sjáðu fyrstu setninguna: „Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin var til fjár. Það var klukka.“ Ég meina ef þetta er ekki viðeigandi þá veit ég ekki hvað.“28

Markús tekur hana en spyr svo um Sjálfsætt fólk af því að það er eina bókin sem hann

hefur lesið. Bóksalinn á sjaldgæfa útgáfu af henni sem kostar offjár. Markús kaupir

hana líka og fyllist spennu af að eiga svona fallega bók og er strax farinn að hugsa hvort

hann eigi að fá sér kaffi eða koníak á meðan hann blaðar í henni.

Áhugavert er að skoða gjörólík viðhorf Markúsar og bóksalans. Bóksalinn reynir

að finna merkingu í bókmenntunum, á meðan Markús er enn fastur í hinum gamla

hugsunarhætti efnishyggjunnar. Bóksalinn mælir með Íslandsklukkunni vegna þess að                                                                                                                27 Anne Whitehead, Trauma Fiction, bls 84-85. 28 Guðmundur Óskarsson, Bankster, bls 46  

       

  13  

honum finnst hún eiga við, efni bókarinnar tali til þjóðar með brotna sjálfsmynd.

Markús hefur hins vegar meiri áhuga á bók sem lítur vel út utan frá. Einnig er

áhugavert að skoða þetta viðhorf til bókmennta en Íslendingar tala oft um sig sem

bókmenntaþjóð og þá með Halldór Laxness í fararbroddi ásamt Íslendingasögunum.

Bækurnar tvær sem teknar eru til umræðu, Sjálfstætt fólk og Íslandsklukkan, fjalla í raun

báðar um sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar. Fornbókasalinn leitar til bókmenntanna til

þess að finna þann lærdóm sem íslenska þjóðin þarf á að halda en Markús áttar sig ekki

á því heldur fellur í sama ímyndarfarið og fyrir hrunið.

Annað dæmi um textatengsl er heldur óhefðbundndara en hið fyrra en á það þó

sameiginlegt að söguhetjan okkar lítur út fyrir textann til þess að finna sér tilgang. Þegar

Markús og Harpa ákveða að taka til í íbúðinni finna þau gamlan bækling um

fyrirhugaðar framkvæmdir við höfnina. Markús skoðar myndir af framtíð sem aldrei

varð. Á einni af þessu tölvugerðu myndum elti kona lítið barn. […] eins og hún væri í eigin draumi og grunaði að þetta barn yrði aldrei til, þessi sólríki dagur rynni aldrei upp. Og auðvitað var hún í draumi, bara ekki sínum eigin. Hún var hluti af draumi nefndar um framtíðarskipulag miðbæjar og hafnarbakka, hún átti engan veruleika til að dreyma sig frá – ég hef stundum orðið áhyggjufullur fyrir minni sakir. 29

Hér orðar Markús raunverulega hræðslu sína án þess í raun að átta sig á því. Tíminn

spilar þar stórt hlutverk. Þar sem hann hefur misst fortíðina, búið er að segja honum að

fortíðin sé ósönn á einhvern hátt, þá hefur hann enga stoð til þess að byggja framtíð sína

og drauma á.

Þessi hugmynd um rof í tíma kemur síendurtekið fyrir í hrunbókmenntum og

hægt er að sjá að hrunið ákvarðar muninn á fortíðinni og mögulegri framtíð

einstaklinga, en einnig þjóðarinnar sem heildar. Munurinn í þessari skynjun á tímanum

milli verka er helst hvort þróunin sé jákvæð eða neikvæð eftir rofið. Bankster endar vel

og í lokin er von þar sem aðalhetjan hefur sigrast á vonleysinu og getur loks litið fram á

við. Þar með er lesandanum gefin von um framtíð innan samfélagsins.

                                                                                                               29 Sama rit, bls 109

       

  14  

Gæska    

Dystópískur  heimur  Bók Eiríks Arnar Norðdahl, Gæska, er gjörólík Bankster þrátt fyrir að í grunninn sé

hægt að setja þær báðar í flokk hrunbókmennta. Gæska er dystopísk saga, sem gerist í

þjóðfélagi sem virðist líkt hinu íslenska en er þó svo ólíkt. Sagan er sögð gerast á

Íslandi en gerist á öðrum tíma en okkar, þrátt fyrir að ýmis líkindi séu með þeim

atburðum sem áttu sér stað hér árið 2008.

Í bókinni fylgjumst við fyrst og fremst með fjórum einstaklingum sem öll fá sína

rödd í sögunni. Millý og Halldór eru gift, en sitja í andstæðum stjórnmálaflokkum á

þingi. Þegar byltingin hefst fær Halldór taugaáfall og er hlaðinn sektarkennd og þorir

ekki að koma nálægt alþingishúsinu. Millý er hins vegar örugg með sig og í upphafi

seinni hluta stendur hún í forystu fyrir hin kvenlægu gildi sem hafa komist til valda.

Freyleif er aðstoðarkona Millýjar sem hefur unun af því að sitja í gluggakistunni heima

hjá sér og ímynda sér að stökkva. Freyleif á í tilvistarkreppu í upphafi bókar og er óviss

um hvort hún vilji vera hluti af þessari veröld eða ekki. Eiginmaður hennar, Óli Dóri,

vinnur á skurðgröfu og gerir hvað sem er fyrir konu sína þegar hún hótar að stökkva

fram af gluggakistunni. Líf þessara persóna fléttast saman í bókinni; lesandinn sér

atburðina frá sjónarhorni þeirra allra á meðan Esjan skíðlogar í bakgrunni. Persónurnar

virðast í fyrstu standa fyrir ákveðnar manngerðir en þegar líður á bókina kemur í ljós að

þau eru flóknari einstaklingar en virðist í fyrstu. Þau glíma öll við vandamál sem hægt

er að rekja til þess ástands sem ríkir í samfélagi þeirra.

Þær breytingar sem eiga sér stað í íslensku þjóðfélagi bókarinnar kvikna af

einhvers konar náttúruhamförum. Náttúran virðist stýra samfélaginu og borgarbúar

virðast hreyfast sem heild með sameiginlega sjálfsmynd. Þegar veðrinu slotar í nokkra

stund fer fólk í innkaupaleiðangra: …og þess vegna hlupu borgarbúar um í æði og keyptu sér kjóla og skó, buxur og jakka, happdrættismiða og helgarferðir til Glasgow, dósamat og músík, tóku bíla á kaupleigu og festu lánsfé í hlutabréfum. Staðfestu tilvist sína utanhúss, röðuðu saman brotum sjálfsmyndar sinnar og brostu.30 Orsök eyðslu borgarbúanna er sú að þeir eru óvissir um sjálfsmynd sína og verða að

kaupa hluti í tilraun til þess að skapa sér nýja sjálfsmynd. Augnabliki síðar hittir Halldór

Amelíu á Austurvelli, litla stelpu sem hefur týnt foreldrum sínum. Þau koma frá

Marokkó og það er líkt og þau hafi fokið til landsins með óveðrinu. Halldór ákveður að

                                                                                                               30 Eiríkur Örn Norðdahl, Gæska, Reykjavík: Mál og menning, 2009. Bls 97.

       

  15  

hjálpa Amelíu að finna foreldra hennar, Fatímu og Kadír, en þau eru stödd í veislu hjá

ríkisstjórninni þar sem Fatíma og Kadír dansa íslenska þjóðdansa undir blístri áhorfenda

úti í sal.

Áður en persónurnar vita af er góðærið liðið og þjóðin er mætt í lörfum á

Austurvöll til þess að selja allar eigur sínur. Öfgarnar eru augljósar en samt sem áður

finnur lesandinn fyrir líkindum þess sem átt hefur sér stað í okkar raunverulega heimi.

Einnig er undir niðri hnýtt í sjálfsvorkunn Íslendinga, enda komast sögupersónurnar í

lok bókarinnar að því að nóg er til af öllu og auðvelt sé að deila því á milli mun stærra

þjóðfélags en nú er raunin. Líkindin við þann hugsunarhátt sem áður var við lýði er

augljós og gert er grín að honum. Auk þess munu hlutabréf í fyrirtækinu rjúka upp. Það er ekki hver sem er að selja þjóðbúningadúkkur – ég verð einráður á markaðnum í nokkrar vikur, á meðan fólk er að taka við sér. Og áður en fólk áttar sig á því að þjóðbúningadúkkur eru hallærislegt drasl sem enginn þarf, sel ég allt heila batteríið og flyt til Arúba.31 Ekki nóg með að plan unga mannsins sé ófaglegt og augljóslega svindl, þá hyggst hann

selja dúkkur í þjóðbúningum, sem er bein vísun í þjóðarsjálfið sem er nú til sölu fyrir

slikk en þarf bara að markaðsetja á réttan hátt til þess að geta selt á hærra verði.

Höfundur setur fram grátbroslegar myndir af fólki sem lesendur þekkja líklega of vel

enda vitum við nú hvernig mun fara fyrir fólkinu sem enn lifir í fávisku.

Bókin er á mörkum að vera realísk og súrrealísk og vaggar á þeim ás en

lesandinn kemst ekki hjá því að velta fyrir sér hvort sé súrrealískara, skáldskapurinn eða

okkar eigin veruleiki. Bókin skiptist í raun í tvo hluta, annars vegar fyrir byltingu og

hins vegar eftir. Auðvelt er að sjá hvernig þetta samsvarar þeim almenna hugsanagangi í

þjóðfélaginu að hrunið marki ákveðin tímamót, að heimurinn hafi á einhvern hátt verið

annar áður og muni nú aldrei falla í sama horf. Þessar andstæður, heimurinn fyrir /eftir

er þema sem birtist aftur og aftur í bókinni. Þemu Gæsku skiptast því í andstæður og ber

þá helst að nefna annars vegar sterka þjóðernishyggju í fyrri hlutanum og hins vegar

sektarkennd sem birtist í seinni hlutanum. Byltingin er því ákveðið rof í vitund

samfélagsins og klýfur sjálfsvitundina. Annað áberandi andstæðupar er hið kvenlæga

og hið karllæga. Körlum og konum er att upp á móti hvort öðru og hin fyrirfram tibúnu

gildi kynjanna sett fram sem stríðandi öfl. Einnig birtist náttúran sem andstæða við

firringu borgarbúanna, en á sama tíma er það náttúran sem hefur áhrif á fólkið og má sjá

sterkt myndmál sem minnir á syndafallsfrásögn Biblíunnar.

                                                                                                               31 Sama rit, bls, 132.

       

  16  

Bylting  hinna  kvenlægu  gilda    Sú bylting sem á sér stað í bókinni er óljós í eðli sínu en hefur gífurleg áhrif og í seinni

hluta bókarinnar er allt breytt. „Byltingin tók ekki nema eitt augnablik, í mesta lagi tvö.

Eina mínútuna voru einfaldlega fasistar við völd og þá næstu dýrlingar. Með leg. Nú er

eilíft sumar, sem aldrei fyrr.“32 Eftir byltinguna breytast valdahlutföllin í samfélaginu

og Millý er skyndilega komin í forystu ríkisstjórnar sem er eingöngu setin konum. Þetta

eru áhugaverð hvörf í bókinni, og virðast í fyrstu heldur einföld og gefa í skyn að ef

konur væru við stjórnvölinn á Íslandi færi allt vel.

Viðskipti eru oft tengd við karllæga orðræðu og höfundur Gæsku notar skjönun

á þessari hefð til þess að sýna fram á þær breytingar sem eiga sér stað í kjölfar

byltingarinnar: „Við búum ekki lengur við harðræði og tilskipanavald heldur frjóvgaðan

móðurfaðm elskunnar og kærleikans“33 Og leikurinn með hinar mismunandi orðræður

heldur áfram. „Karlar eru ekki beinlínis vondir, en þeirra örlög eru að drattast um með óþægilega ferilskrá. Mér er sagt að það sé mikilvægt að horfst sé í augu við þá staðreynd að nauðgarar séu karlmenn í langflestum tilfellum, en ferilskráin er jafnvel enn verri, íhugaðu þetta vinur sæll: Þjóðarmorðingjar eru í öllum tilvikum karlmenn. Hver og einn einasti. Hvorki meira né minna!“34

Seinni hlutinn einkennist mikið af þessum viðsnúningi kynjanna. Ekki er erfitt að líta á

íslenska efnahagshrunið sem verk karlmanna og að þar hafi karlmennskan e.t.v. hlaupið

með menn í gönur. Sú mynd kemur líklega upp vegna þess að mun fleiri karlmenn sitja

í stjórnum íslenskra fyrirtækja og enn er hlutfall sitjandi þingmanna á Alþingi körlum í

hag, þótt margt hafi breyst á fáum árum. Það er því ekki undarlegt að flestar myndir sem

fylgdu fréttum af atburðum efnahagshrunsins hafi jakkaföt verið í forgrunni. Gyða

Margrét Pétursdóttir fjallaði um ímynd viðskiptakarlmennskunnar í erindi sínu á

ráðstefnu Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, „Rannsóknir í Félagsvísindum XII“

2011.35 Þar notar hún kenningar um stigveldi karlmennskunnar og heldur því fram að

fyrir hrun hafi viðskiptakarlmaðurinn trónað á toppnum í

karlmennskuvaldapíramídanum. Gyða Margrét fjallar um hvernig þessari gerð                                                                                                                32 Sama rit, bls 151. 33 Sama rit, bls 151. 34 Sama rit, bls 191. 35 Gyða Margrét Pétursdóttir, „Sköpun alþjóðlegrar viðskiptakarlmennsku, íslenskt tilvik.“, Rannsóknir í félagsvísindum XII, Stjórnmálafræðideild. Erindi flutt á ráðstefnu 2011, Ritstj: Silja Bára Ómarsdóttir, Reykjavík: Félagsvísindastofnun, 2011. http://skemman.is/stream/get/1946/10251/25562/3/Rannsoknir_%C3%AD_felagsvisindum_XII_Stjornmalafr%C3%A6dideild.pdf, sótt 28. Mars 2014.

       

  17  

karlmennsku hafi verið hampað í samfélaginu. Þegar hrunið á sér stað er það því einmitt

þessi manngerð sem er dregin í svaðið og vönuð að einhverju leyti. Þessi vönun birtist

bæði í Gæsku og í Bankster. Á sömu ráðstefnu benda þær Guðbjört Guðjónsdóttir og

Júlíana Magnúsdóttir á í erindi sínu, „Ingólfur Arnarson, Björgólfur Thor og Ólafur

bóndi á Þorvaldseyri: Karlmennska, kynjakerfi og þjóðernissjálfsmynd eftir

efnahagshrun“ hvernig þessar karlmennskuhugmyndir birtast í þjóðfélaginu og hvernig

þær hafa áhrif á þjóðarsjálfsmynd Íslendinga. 36 Samkvæmt rannsóknum Kristínar

Lofsdóttur og fleiri fræðimanna sem áður hafa verið gerðar á þjóðarímynd og

karlmennsku sést að sú orðræða sem einkenndi útrásina byggist á hugmyndum okkar

um karlmennsku, „svo sem samkeppnisvilja, frelsisþrá, athafna-, sköpunar- og

bardagaanda, snerpu, dirfsku, áhættu og frumkvæði.“ Kristín heldur því fram að þessi

orðræða tengist beint þeirri þjóðhverfu orðræðu þar sem hið karllæga er notað til þess

að upphefja útrásina og því sem henni fylgdi; skýrasta dæmið er líklegast orðið

„útrásarvíkingar“ sem vekur einmitt „sterk hugrenningartengsl við karlmennskuímyndir

víkingatímans og Íslendingasögunnar.“ 37 Kristín tengir þetta einnig við þá

þjóðernisorðræðu sem hefur lengi verið við lýði á Íslandi um sérstöðu og einkenni

Íslendinga.

Það er áhugavert að skoða Gæsku með hliðsjón af þessum kenningum. Byltingin

í sögunni leiðir til þess að konur taka við völdum og þar af leiðandi endar allt vel. En

karlmenn bókarinnar taka því ekki jafn létt, enda lendir karlmennska þeirra í kreppu, rétt

eins og karlmennska Markúsar í Bankster. Kadír og Halldór loka sig inni í

svefnherbergi og stunda sjálfsfróun á sama tíma, á ókynferðislegan og vonleysislegan

hátt, á meðan Millý, nýr forsætisráðherra og leiðtogi landsins, bíður fyrir utan með

morgunverðinn þeirra: Við karlmenn erum traustvekjandi og ef við værum það ekki færi heimurinn endanlega í hundana. Það er mikilvægt að halda andlitinu. „Ég kann annars ekki við þennan málróm, kona, þú getur í það minnsta reynst að sýna smá kurteisi, dálitla samlíðan, ég er að reyna að vinna hérna.“ „Fyrirgefðu ástin mín,“ sagði Millý, meðvituð um mikilvægi þess að strokka egó karlmanna eftir lestur sjálfshjálparbóka og leiðarvísa í mannlegum nútímasamskiptum.38

                                                                                                               36 Guðbjörg Guðjónsdóttir, Júlíana Magnadóttir, „Ingólfur Arnarson, Björgólfur Thor og Ólafur bóndi á Þorvaldseyri: Karlmennska, kynjakerfi og þjóðernissjálfsmynd eftir efnahagshrun“ Rannsóknir í félagsvísindum XII, Stjórnmálafræðideild. Erindi flutt á ráðstefnu 2011, Ritstj: Silja Bára Ómarsdóttir, Reykjavík: Félagsvísindastofnun, 2011. http://skemman.is/stream/get/1946/10251/25562/3/Rannsoknir_%C3%AD_felagsvisindum_XII_Stjornmalafr%C3%A6dideild.pdf, sótt 28. Mars 2014. 37  Sama  grein,  bls. 46.    38 Eiríkur Örn Norðdahl, Gæska, bls 158-159.

       

  18  

Hér er það karlmaðurinn sem hefur gefist upp, og hann læsir sig inni í svefnherbergi

dögum saman, á meðan konan hans bjargar málunum.

Í hliðarheiminum sem skapaður er í bókinni verður bylting þar sem konur taka

við og allt endar vel, að því er virðist fyrir tilstilli kvennanna og þeirra ákvarðana. Þegar

karlmennirnir eru látnir sitja hjá er loks hægt að bjarga málunum. Hægt væri að lesa

bókina með því sniði að hér væri verið að segja að karlar séu einfaldlega ekki til þess

gerðir til að stjórna og konur ættu að taka við. En ef nánar er að gáð með hjálp þeirra

rannsókna sem hafa verið gerðar á karlmennsku og þjóðarsjálfsmynd Íslendinga er e.t.v.

hægt að setja almennar hugmyndir um þjóðerni og karlmennsku undir sama hatt, að það

sé ekki karlmennskan eða þjóðernið sjálft sem er eyðandi afl heldur miklu frekar okkar

eigin hugmyndir um þetta tvennt. Gert er grín að hinum svart/hvíta hugsunarhætti, og

hinn útópíski endir virðist eingöngu farsi sem er til þess gerður að halda áfram að

blekkja samfélagið. Firringin liggur e.t.v. í þeirri hugsanavillu að hægt sé að kalla eftir

breytingu og þá breytist allt. Vandamálið liggi dýpra en það.

Paul  de  Man  og  hin  klofna  sjálfsvitund  Belgíski bókmenntafræðingurinn Paul de Man hafði mikil áhrif á trámafræði innan

bókmenntafræðarinnar en hann heldur því fram í grein sinni „The Rhetoric of

Temporality“ að við tráma klofni sjálfsvitundin og að til verði tvær vitundir sem

samræmist ekki hvor annarri.39 Paul de Man notar reyndar ekki orðið tráma en líta má á

hann sem forvera trámafræða innan bókmenntafræðinnar. Margir þeirra fræðimanna

sem síðar settu fram helst kenningar trámafræðanna lærðu hjá de Man og má þar nefna

Cathy Caruth og Shosana Felman sem báðar hafa verið áhrifamiklar innan

fræðasviðsins.40

De Man notaði skáld ensku rómantíkurinnar sem dæmi í kenningum sínum en í

ljóðum Wordsworth og Coleridge má oft sjá ákveðið rof, þar sem ljóðmælandi lítur á

annað hvort sjálfan sig eða heiminn fyrir og eftir rofið. Rofið getur bæði verið slæmt og

gott, en það felur alltaf í sér að vitundin vakni til lífsins og öðlist skilning sem skáldið

hefur ekki búið yfir áður. Samkvæmt de Man verður fallið að koma fyrir manneskjuna

sjálfa til þess að hún öðlist vitund, en ekki manneskjuna við hliðina. De Man vitnar í

ritgerð eftir franska skáldið Baudelaire, sem lýsir þessu ferli af manni sem hrasar um

                                                                                                               39 Paul de Man, „The Rhetoric of Temporality“, Blindness and Insight. Essays in the Rhetoric of Contemporary Criticsm, 2. útg, Minneapolis: University of Minnesota Press, 1983. bls 187-228, bls 221. 40 Anne Whitehead, Trauma Fiction, bls 4.

       

  19  

sprungu í gangstéttinni. Manneskjan sem horfir á hlær en gerir sér ekki grein fyrir að

hið sama getur komið fyrir hann, heimurinn muni einnig bregðast honum. Það er ekki

fyrr en hann upplifir sjálfur rofið að hann öðlast hina tvöföldu sjálfsvitund.41

Þegar núverandi sjálf lítur til baka til síns eigin sjálfs, fyrir trámað, verður það

írónískt í hans huga. Guðni Elísson, bókmenntafræðingur, bendir á tengsl

efnahagshrunsins við kenningar de Man um íróníu í grein sinni, „Staðleysan Ísland og

mýtan um okkur sjálf“ og hvernig hægt er að sjá þessa íróníu verða til á mörkum

hrunsins (en de Man notar einmitt enska orðið fall fyrir tráma sem er merkingarlega

náskylt orðinu hrun).42 Írónían birtist flestum þegar lesnar eru fullyrðingar þingmanna

og athafnamanna um íslensku þjóðina fyrir haustið 2008. Einkenndust oftar en ekki af

sterkri þjóðernishyggju; þeirri trú að íslenska þjóðin stæði öðrum þjóðum framar þegar

kæmi að viðskipta- og almennu hyggjuviti. Eiríkur Örn notar þessa íróníu í bók sinni og

sýnir fram á hvernig ákveðin orðræða sem var eðlileg fyrir hrun verður skyndilega

skökk og grátbrosleg. Til þess að koma þessu á framfæri nýtir hann texta sem birtust í

góðærinu og bendir lesandanum á hvernig þjóðin sem slík hefur breyst og hvernig

viðmiðum og gildum hefur verið snúið á hvolf. Írónían verður grátbrosleg, og minnir

lesandann á stöðu hans innan þess þjóðfélags sem sagan fjallar um. Gott dæmi er þegar

setningu Alþingis er lýst en höfundur skrifar upp þessa lýsingu upp úr frétt sem birtist í

Morgunblaðinu 27. maí 2003, „Þingsetning með þjóðlegum brag“:

Setning Alþingis einkennist af gömlum hefðum og er með þjóðlegum brag. Dagný Jónsdóttir, nýkjörinn þingamður Framsóknarflokksins, mætti til þings í fyrsta skipti í gær þegar vorþing Alþingis var sett og lét ekki sitt eftir liggja að gera athöfnina sem hátíðlegasta. Dagný klæddist fögrum upphlut sem upphaflega var í eigu langömmu hennar og nöfnu, Dagnýjar Einarsdóttur. „Dagurinn var frábær og tilfinningin ólýsanleg,“ segir Dagný. „Stærsta stundin fannst mér þegar þjóðsöngurinn var sunginn í Dómkirkjunni.“43 Eiríkur Örn notar svo þennan texta allt að því orðrétt í bókinni. Þegar textinn er lesinn í

samhengi samtímans þá breytist meining textans. Þekking lesandans, sem hefur breyst

eftir rofið, gerir það að verkum að skilningurinn gjörbreytist. Aðstæðurnar verða

kómískar, þrátt fyrir að textinn sé næst því að vera eins og fréttin sem birtist 2003: Þó að ýmsar breytingar hafi sett mark sitt á þingsetningu í ár einkenndist viðburðurinn þó af gömlum hefðum og er með þjóðlegum brag,“ sagði Dagur svo stoltur af lýðræðinu að hausinn á

                                                                                                               41 De Man, 1983, bls 214. 42 Guðni Elísson, „Staðleysan Ísland og mýtan um okkur sjálf“,Tímarit Máls og menningar, 4.tbl. 2009, bls. 10-25, bls 18. 43 „Þingsetning með þjóðlegum brag“ Morgunblaðið, 27.maí 2003, forsíðu. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251439&pageId=3471917&lang=is&q=MORGUNBLA%D0I%D0, sótt 25. Mars 2014.    

       

  20  

honum blés út einsog helíumblaðra skreytt blikkandi neonljósum. „Garðlaug Jónsdóttir mætti til þings í fyrsta skipti í gær og lét ekki sitt eftir liggja að gera athöfnina sem hátíðlegasta. Klæddist Garðlaug fögrum upphlut sem upphaflega var í eigu langömmu hennar […] „Dagurinn var frábær og tilfinningin ólýsanleg“ sagði Garðlaug. „Stærsta stundin fannst mér þegar þjóðsöngurinn var sunginn í Dómkirkjunni.“44  

Það eru ekki breytingar höfundar sem gera textann kómískan, heldur er það sú þekking

sem lesandinn hefur öðlast með tímanum. Þessi notkun höfundar á texta sem þegar

hefur birst er einnig gott dæmi um textatengsl sem oft einkenna trámafrásagnir

samvæmt Anne Whitehead.45

Það eru ekki einungis textatengslin sem gera bókina íróníska, heldur má segja að

hún sé írónísk út í gegn, og er það fyrst og fremst vegna þess að ætla má að lesandinn

hafi gengið í gegnum þau stig sem borgarbúar bókarinnar eru að ganga í gegnum í

bókinni. Með íróníunni fjarlægist Eiríkur Örn einnig hina dídatísku rödd sem einkennir

oft hrunbókmenntir. Þessi margröddun sem verður til við írónínuna gerir það að verkum

að lesandinn sér grátbroslegu hliðina á þá atburði sem hafa dunið yfir, rétt eins og í

dæminu um þjóðbúningadúkkurnar hér á undan, (bls. 15, hér að framan).

Höfundur bókarinnar skapar heim sem er hliðstæður okkar. Ýmislegt er ólíkt en

þegar á botninn er hvolft eru heimarnir eins, firringin er sú sama. Í lokin bjargast allt á

undraverðan hátt, eins og gerist aðeins í draumum okkar. Endirinn er ósennilegur,

útópískur og íronískur. Samfélagið kallar á breytingar og þær breytingar eru aðeins enn

ein blekkingin. Bókin er fantasía að því leyti að hún skapar samfélag sem er ólíkt okkar.

Samfélagið í bókinni bjargast, ekki hið raunverulega samfélag.

Í áðurnefndri grein eftir Guðna Elísson líkir hann ákveðinni orðræðu í

hrunbókmenntum við syndafallsfrásagnir, þ.e. að í upphafi hafi allt verið fullkomið,

síðan hafi spillingin hafist og firring í kjölfarið sem leiddi af sér syndafall þar sem

öllum hefnist fyrir ósómann.46 Guðni er fyrst og fremst að skrifa um bækur sem fjalla

um hrunið á fræðilegan hátt eða eru uppgjör við tímann og eru ekki skáldsögur, en

einnig má sjá þetta stíleinkenni í Gæsku. Söguþráðurinn hefst þannig í upphafi

spillingarinnar, ágerist í undarlegri og ýktri atburðarás sem nær hámarki í syndafallinu

sjálfu, þar sem allir borgabúar eru mættir á Austurvöll sem leiðir af sér byltinguna. Eftir

syndafallið verða síðan hvörf, sem Guðni nefnir reyndar ekki en samkvæmt trúarlegu

minni syndafallsins er mannkynið hreinsað af syndum sínum með algjörri tortímingu og

                                                                                                               44 Eiríkur Örn Norðdahl, Gæska, bls 16. 45Anne Whitehead, Trauma Fiction, bls 84-85. 46 Guðni Elísson, 2009, bls 20.

       

  21  

það er aðeins eftir hreinsunina að uppbygging getur hafist, sem sést í algjörri

hugarfarsbreytingu hjá söguhetjum Gæsku. Til þess að bæta ofan á

syndafallsmyndmálið eru náttúruhamfarir yfirvofandi og skíðlogandi Esjan vakir yfir

borginni þar til í lokin þegar syndaaflausn hefur náðst. Þrátt fyrir allt ríkti ógurleg kyrrð. Í gegnum hvískrið neðan úr bæ og spjallið innan úr húsinu mátti heyra flugur anda og grasið gróa. Mild og mjúklynd staðfesta hafði breitt úr sér yfir allt. Þolgæði. Sátt. Mér varð litið út á Kjalarnes. Það logaði ekki lengur í Esjunni.47 Bókin endar vel við fyrstu sýn, ekki hefur aðeins náðst jafnvægi í þjóðfélaginu, heldur

hefur íslenska þjóðin náð að hefja sig yfir sína eigin lágkúru og viðhorf um að

Íslendingar séu annars vegar miðja alls, og hins vegar algjör fórnalömb í

alþjóðasamfélaginu. Undir stjórn Millýjar opnar þjóðin land sitt fyrir flóttamönnum,

enda 103 þúsund ferkílómetrar auðir og nægilegt pláss. Þjóðernisstoltið sem blasir við í

fyrri hluta bókar er horfið og eftir situr eftirsjá sem minnir lesendur á að hin íslenska

sjálfsmynd er byggð á fljótfengnum og ímynduðum auði: Íslendingar voru alveg jafn fátækir og allir aðrir. Áttu ekkert lengur. Stóðu í lörfunum sínum og kunnu ekki lengur að setja sig á háan hest. Þeir gátu ekki litið niður á leppum klædda flóttamenn því þeir voru sjálfir leppum klæddir flóttamenn. Niðurlægðir af eigin brjálæði – beygðir í duftið og gátu ekki lengur reist sig við á hrokanum eins og þeir voru vanir. Á flótta undan sjálfum sér, fortíð sinni og framtíð – öllu sem hugsast gat.48    Lesandinn skilur við hliðarheim Íslands en lítur á sína eigin tilveru og veltir fyrir sér

hvort framtíðin sé jafn björt í þjóðfélaginu sem eftir stendur þegar bókinni hefur verið

lokað. Framan af sést ekki mikill munur á Íslandi Gæsku og Íslandi raunveruleikans.

Hinn útópíski endir bókarinnar er ósennilegur og verður írónískur þegar litið er

til hliðstæðunnar, íslensks samfélags í raunveruleikanum. Hin dæmigerða tvíhyggja, hið

góða og hið illa, konur og karlar, ríkidæmi og fátækt, við og hinir, getur bjargað

útópískum heimi en ólíklegt að hún geri það í raun og veru. Málin eru flóknari en svo

og höfundur bókarinnar bendir á þá firringu sem býr í hugsunarhætti okkar. Einnig er

gert grín að hugsunarhætti sem oft má finna í orðræðu íslensks samfélags, að Ísland

skipti á einhvern hátt máli fyrir alþjóðasamfélagið. Þó að þjóðerniskenndin hrynji þá er

hún byggð upp aftur á þeirri blekkingu að við endalokin verði það við sem munum

bjarga heiminum.

                                                                                                               47 Eiríkur Örn Norðdahl, Gæska, bls 270. 48 Sama rit, bls 246.

       

  22  

Hvíta  bókin    

Minningasköpun  Einar Már Guðmundsson rithöfundur gaf út greinasafnið Hvíta bókin um jólin 2009 en í

henni hafði hann safnað saman pistlum og greinum sem hann hafði birt í

Morgunblaðinu í árslok 2008 og árið 2009. Bókin var langt frá því að vera eina bókin

sem gerði tilraun til þess að gera upp hrunið en þær bækur sem fengu mesta athygli voru

Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson49 og Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson.50

Enn eru að koma út bækur þar sem fræðimenn og stjórnamálamenn reyna að svara þeim

spurningum sem enn á eftir að svara og ljóst er að langt er í land að finna raunverulega

skýringu á því sem gerðist árið 2008. Ástæðan fyrir að Hvíta bókin eftir Einar Má er

ólík hinum bókunum í þessum flokki er fyrst og fremst að höfundurinn skipar ekki

annað hlutverk en að vera hluti af þjóðfélaginu, auk þess sem hann er ekki fræðimaður á

sviði stjórnmála eða viðskipta. Hann birtist því í pistlum sínum frekar sem hluti af

þjóðinni, rödd þjóðarinnar sem loks fær að tjá sig. Einnig er ljóst að Einar Már sér

sjálfan sig sem málpípu þjóðarinnar og grípur oftar en ekki til orðasambandsins, „við

þjóðin,“ eða „við, fólkið í landinu“. Einnig er áhugavert að skoða bókina út frá hlutverki

höfundar innan samfélags og þær kenningar sem áður hafa verið settar fram um

höfundinn og stöðu hans.

Í bók Cathy Caruth, Trauma: Explorations in Memory, fjallar hún um hvernig

minni og tráma tengjast, en minni skipar ekki aðeins þann mikilvæga sess að

einstaklingur muni trámatískan atburð í lífi sínu löngu eftir atburðina sjálfa, heldur

skiptir einnig máli hvernig atburðunum er skipaður sess í minni einstaklings eða hóps á

meðan eða rétt eftir að hann á sér stað.51 Þegar hópur verður fyrir tráma verða fyrstu

viðbrögð oft skortur á tungumáli en til þess að komast yfir þann þröskuld þarf að finna

atburðunum sess í frásagnarminninu, eins og komið hefur fram hér áður. Þegar þjóð á í

hlut eiga fjölmiðlar stóran þátt í að skapa þetta frásagnarminni og móta hvernig fólk

innan þjóðfélagsins upplifir atburðina. Það sama á við um greinar Einars Más en hans

rödd hefur mikil áhrif en hann hefur lengi vel verið einn af vinsælustu höfundum á

Íslandi. Fyrri bækur hans hafa verið fyrst og fremst verið skáldsögur byggðar á ævi og

endurminningum Einars Más. Með Hvítu bókinni býr Einar sér til hlutverk sem

þjóðfélagsrýnir og rödd hans verður alvitur, þrátt fyrir að hann taki það fram oftar en                                                                                                                49 Guðni Th. Jóhannesson, Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar, Reykjavík: JPV, 2009. 50 Ólafur Arnarson, Sofandi að feigðarósi, Reykjavík: JPV, 2009. 51 Cathy Caruth, bls 10.

       

  23  

einu sinni í bókinni að hann sé tilbúinn til þess að játa mistök sín og rangt mál ef svo

ber undir.

Þær tilfinningar gagnvart hruninu sem hafa verið ræddar í fyrri köflum eru fyrst

og fremst doði, sektarkennd og skömm. Hjá Einari Má birtist hins vegar fyrst og fremst

reiði. Þessi reiði er sett fram sem einhvers konar hvati fyrir lesendurna til að standa vörð

um að breytingar verði, að atburðirnir endurtaki sig ekki. En reiðin er líka ósjálfráð,

Einar Már speglar reiðina sem ríkti í samfélaginu á þesssum tíma og fær útrás fyrir þá

reiði sem hann hefði líklega ekki getað gert í skáldskap. Samt sem áður hefur hann leyfi

til þess að sýna þessa sömu reiði sem aðrar upgjörsbækur hafa ekki getað gert, vegna

stöðu sinnar í þjóðfélaginu. Í fyrsta kaflanum kynnir Einar Már efni bókarinnar og er

það eini kaflinn sem ekki hafði birst áður. Þar ávarpar hann lesandann og biður

fyrirfram afsökunar á því sem kann að vera ekki rétt eða muni reita fólk til reiði. Hann

skilgreinir einnig hlutverk sitt sem þjóðfélagsrýni og sögumaður bókarinnar, kynnir

aðal- og aukapersónur, staðhætti og söguframvindu, rétt eins og í upphafi skáldsögu. Það er því full ástæða, lesandi góður, að þú takir í hönd orðanna og látir þau leiða þig að ströndum þessa lands þar sem stólar eru dregnir fram og sögur sagðar, um hvernig það var, hvað gerðist og hvernig það er í dag. Einhverja kann ég að reita til reiði, aðrir munu gleðjast yfir þeim gullkornum sannleikans sem komið hafa til mín í umrótinu mikla, byltingu potta og sleifa, þegar bankarnir hrundu og spillingin vall upp úr gígopi frjálshyggjunnar, hins kapítalíska kerfis, sem lagt hefur mannkynið í hlekki. Hér hafa ráðamenn staðið berstrípaðir en renyt að hylja sig með lagagreinum og flækjum; skuldavafningum andans, viðskiptavild hugans og öðru drasli sem kalla má einu nafni lygi.52

Læknir  samfélagsins  Einar Már skoðar siðferðislegu hliðarnar á efnahagshruninu og lítur á bæði einstaklinga

og atburði út frá því siðferði sem við teljum okkur öll lifa eftir en getur gleymst þegar

markaðurinn fær að stjórna, samkvæmt Einari. Sú mynd sem Einar Már dregur upp af

íslensku þjóðfélagi er svart/hvít og gefur til kynna að til staðar hafi verið óvinalið á móti

saklausri alþýðunni. Þannig skapar hann orðræðu sem byggist á andstæðuparinu

við/hinir þar sem hann tilheyrir hópi alþýðunnar, hópi þeirra saklausu, en hinir allir þeir

sem hafa eitthvað með annað hvort viðskipti og markaðinn að gera eða þá þingmenn

ríkisstjórnar. Á meðan enginn sætir ábyrgð og sköpunarverk íslensku auðjöfranna eru ekkert greind frá þjóðinni erum við í vondum málum. Ég gekkst aldrei inn á þessar ICESAVE-skuldbindingar og heldur ekki neinn sem ég þekki. Ríkisstjórnin verður að láta þá sem eru valdir þessum skuldum

                                                                                                               52  Einar Már Guðmundsson, Hvíta bókin, Reykjavík: Mál og menning, 2009. bls 8.

       

  24  

að gera þær upp en ekki að vera tefla okkur íbúum landsins gegn blásaklausu fólki.[...Í skjóli alls þessa er búið að stela af okkur mannorðinu og stoltinu og það eru ekkert annað en svik.53 Einar ávarpar fjöldann og skipar sig leiðtoga hópsins. Þannig verður ákveðin

söguskoðun til jafnóðum, áður en samfélagið nær að átta sig á hvað hefur komið fyrir er

rithöfundurinn orðinn læknir samfélagsins.

Í kafla sínum, „Andlit spillingarinnar“ byggir Einar Már á texta þýska

leikritahöfundarins Bertolt Brecht en hann varð einmitt einna þekktastur fyrir þá stefnu

að höfundi bæri skylda til þess að fjalla um málefni samfélagsins og gagnrýna þá

stéttaskiptingu sem væri við lýði. Ef við búum í samfélagi þar sem ekki má segja satt, hvort er þá eitthvað að sannleikanum eða samfélaginu? Þetta er svipað og með þjóðina og þingið: Ef þjóðin fær ekki að velja sér þing, ætlar þingið þá að velja sér þjóð?54

Rétt eins og Brecht hafa bókmenntastefnur og rithöfundar tekið afstöðu með annað

hvort þeirri stefnu að líta á listina sem hluta af samhengi samfélagsins, að listin eigi að

kenna, varpa fram mynd af þjóðfélaginu, eða hins vegar, að listin eigi að standa ein og

sér óháð samfélaginu og vandamálum þess, l’arte pour l’arte. Þessar stefnur má sjá

taka við hver af annarri gegnum bókmenntasöguna og spurningin um hlutverk höfundar

stingur upp kollinum aftur og aftur.55 Eftir efnahagshrunið 2008 snarbreyttist landslag

íslenskra samtímabókmennta. Fjölmargir rithöfundar líta á það sem sitt hlutverk að vera

„læknar samfélagsins“ rétt eins og sást á öðrum tímabilum bókmenntasögunnar, t.a.m. í

bókmenntum raunsæisins í lok 19. aldar og í bókmenntum félagslega raunsæisins,

1930-1950. Það sem þessar bókmenntir eiga sameiginlegt er að samfélagið sem listin

kemur frá er í uppgjöri við sjálft sig og þá koma bókmenntirnar til hjálpar þjóðinni að

skapa sér nýja sjálfsmynd.

Takmarkanir  tungumálsins  Oft fjallar Einar um að tíminn skiptist í tvennt og markist af hruninu, rétt eins ogí

bókum Eiríks Arnar og Guðmundar. greina má skýrt rof í skynjun okkar á tímanum.

Ólíkt Guðmundi og Eiríki Erni er Einar Már ekki aðeins að lýsa þessum breytingum

heldur einnig að óska eftir aðgerðum frá samfélaginu. Í bók hans sést betur hvernig

hann krefst þess að þegnar þjóðfélagsins taki höndum saman og breyti því sem þarf að

breyta. Einari Má liggur meira á hjarta og getur ekki setið á sér, enda er mikil reiði í                                                                                                                53  Sama rit. bls 97-98.  54 Sama rit bls 125 55 Matthías V. Sæmundsson, „Raunsæisstefnan“, Íslensk bókmenntasaga III, ritstj. Halldór Guðmundsson, Reykjavík: Mál og menning, 1996, bls 769-884, bls 781.

       

  25  

textanum. Það er ef til vill þess vegna sem hann ákveður að hér dugi skáldskapurinn

ekki til, heldur þurfi hann að tala beint til þjóðarinnar. Þar spilar tungumálið aftur stórt

hlutverk, en Einar Már lýsir því hvernig búið sé að gengisfella tungumálið, rétt eins og

íslensku krónuna: Tungumál þeirra {stjórnmálamannanna}virkaði ekki lengur. Frasar sem þeir höfðu komist upp með urðu hlægilegir. Á borgarfundunum var rafmagnað andrúmsloft. Stjórnmálamennirnir mættu, þeir áttu ekki annarra kosta völ, og allt í einu varð gjáin á milli þeirra og fólksins í landinu svo augljós að það þurfti félagslega blindan mann til að koma auga á það. 56 Nú þurfum við að breyta ljóðinu í sögu. Nú þurfum við að hafa áhrif á söguna, gefa tímanum merkingu, heiminum svip. Stjórnkerfið hefur aftur á móti misst málið. Tungumálið sem stjórnmálamennirnir tala er allt í einu dautt. Þetta hefr oft gerst áður í sögunni, það verða gildiskreppur, þegar þegar orðfæri og háttalag ráðamanna hangir allt í einu í lausu lofti og hefur enga merkingu.57

Einmitt hér sést viðhorf Einars Más, þar sem ljóðið er ekki lengur nægilegt til þess að

hafa áhrif, nú sé kominn tími til þess að hafa áhrif á söguna sjálfa, horfast í augu við

sannleikann og hætta að fela okkur bak við merkingarlaus orð. Þessi orð minna

óneitanlega á fræg orð Theodor W. Adorno um ljóðlist eftir seinni heimsstyrjöldina, að

það sé villimennska að yrkja eftir Auschwitz.58 Þessi orð Adornos eru oft tekin úr

samhengi en það sem hann á mögulega við er að ekki eigi einfaldlega að hætta að yrkja,

heldur að finna verði nýja nálgun að skáldskapnum þar sem alla mannlega reynslu verði

núna að lesa í gegnum söguna, að þeir atburðir sem áttu sér stað í helförinni munu hafa

áhrif og þess vegna verði að finna nýja nálgun og tungumálið okkar nægi ekki til þess.

Adorno á ekki við að það sé villimennska að halda áfram að yrkja, heldur einmitt að það

sé villimennska að halda áfram án breytinga. Sama viðhorfs gætir í bók Einars Más.

Rof hafi orðið í skynjun okkar á þjóðarímyndinni og því verður að breyta hvernig við

lítum á samfélagið og þ.a.l. hvernig við skrifum um það. Þannig verður skáldskapurinn

annað hvort að hafa tilgang og spegla þjóðfélagið, eða að sýna fram á þá algjöru firringu

sem tungumálið leiðir okkur, brjóta upp formið og sýna fram á tilgangsleysi

aðgerðanna. Það er helst hjá Eiríki Erni sem við sjáum firringuna, en Guðmundur

Óskarsson sýnir líklega frekar tilgangsleysið og leiðann sem kemur í kjölfarið. Einar

Már er ekki bara að kalla eftir nýrri fagurfræði, heldur e.t.v. frekar að nú setjum við

                                                                                                               56  Sama rit, bls 42  57 Sama rit, bls 105 58 Theodor W. Adorno, Prisms, Cambridge: MIT University Press, 1982. bls 34.

       

  26  

fagurfræðina á hilluna í nokkurn tíma, því skáldskapurinn dugar ekki lengur. Nú krefst

samfélagið aðgerða.

Tilgangur  og  niðurstaða    

Í upphafi ritgerðarinnar var fjallað um kenningar Caruth um nauðsyn þess að finna

trámanu stað í frásagnarminninu og að oft sé auðveldara að sigrast á trámatískri reynslu

með því að hlusta á reynslu annarra. Í þessu ljósi má spyrja hvort þær hafi í raun

hjálpað þjóðinni í gegnum reynsluna. Hjálpa bókmenntirnar við að mynda nýja

þjóðarsjálfsmynd, eða hafa þær einungis þau áhrif að þjóðin hjakkar í sama farinu í stað

þess að horfa fram á veg?

Áhugavert er að skoða í því samhengi viðtökur þessara þriggja bóka en til þess

að bókmenntir hafi áhrif er nauðsynlegt að þær séu lesnar. Bókagagnrýnendur voru

ósammála um hvort þær bækur sem komu út árið 2009 hafi komið út of seint, eða of

snemma. Úlfhildur Dagsdóttir heldur því fram að þær hrunbókmenntir sem komu út

jólin 2009 hafi komið út of seint, að rithöfundarnir hefðu átt að skrifa fyrr,59 á meðan

Páll Baldvin Baldvinsson og fleiri sögðu að skáldin ættu frekar að halda í sér því þau

hefðu ekkert að segja svo stuttu eftir atburðina.60 Þetta eru ólík viðhorf en endurspegla

skoðanir fólks gagnvart því sem samfélagið gekk í gegnum á þessum tíma. Margir vilja

annað hvort gleyma hruninu eða finna sökudólg fyrir því. Að sama skapi er ekki

upplífgandi að lesa bækur sem beinlínis fjalla um það sem nóg var af í fjölmiðlum. Sem

dæmi má taka ritdóm Úlfhildar Dagsdóttur um Bankster. Þar segist hún sjaldan hafa

upplifað eins mikil leiðindi við lestur einnar skáldsögu. Jafnframt segir hún bókina vera

„þarft innlegg í bókmenntalandslagið og á sjálfsagt eftir að verða mikilvægur

minnisvarði tímabils andlegrar kreppu.“61

Athygli vekur að Eiríkur Örn byrjaði að skrifa bók sína snemma árs 2007, og hafði þá

skrifað inn byltinguna, löngu áður en nokkurt hrun eða bylting varð á Íslandi. Einar Már

stendur eilítið sér á báti þegar kemur að viðtökum, en bókin fékk almennt góða dóma,

enda skapar Einar Már farveg fyrir þá reiði sem ríkti í þjóðfélaginu.

                                                                                                               59 http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1316125/ 60 http://norddahl.org/islenska/2009/12/22/gat-ekki-haldi%C3%B0-i-ser-lengur-vi%C3%B0tal-i-dv/ 61 Úlfhildur Dagsdóttir, „Af mikilvægi leiðinlegra bóka.“ Bókmenntir.is, desember 2009, tekið af vefnum 17. Mars 2014.

       

  27  

Bækurnar þrjár eru aðeins lítill hluti bókmenntagreinar sem enn er að stækka

enda er þjóðin enn í uppgjöri og nýrri sjálfsmyndarsköpun. Til þess að yfirvinna trámað

er nauðsynlegt að finna því stað í sögu þjóðarinnar. Rithöfundar og skáld leika þar

veigamikið hlutverk. Þá er einnig nauðsynlegt að skoða hvernig rithöfundarnir segja

skilið við lesendur sína og hvort að bækurnar skilji eftir sig von um að samfélagið hafi

breyst eða muni breytast til hins betra. Vonin er nauðsynlegt haldreipi til þess að

viðhalda samfélagi þegar þvílíkt rof hefur átt sér stað. Einar Már heldur því fram að

breytingin þurfi að koma fram í samfélaginu, að samfélagsþegnar verði að berjast gegn

auðvaldinu og öflum markaðarins. Hans markmið snýr að því að hvetja lesendur til að

mótmæla óbreyttri stöðu. Í Bankster er sýnt fram á hvernig þjóðin getur komist í

gegnum áfallið sem betra samfélag. Þjóðin hefur vaknað úr mókinu og er tilbúin til þess

að takast á við næstu ár með skýrari vitund. Gæska sýnir þá firringu sem liggur í

þesssari einföldu tvíhyggju, að hægt sé að breyta, hægt sé að skipta út hinu illa fyrir hið

góða, hægt sé að breyta hlutunum í átt að útópíu. Fantasískur endir bókarinnar er

óraunverulegur og bendir e.t.v. á hið sanna; að hrunið marki ekki tímamót, heldur

aðeins falska von um að samfélagið geti einn daginn breyst.

Theodor Adorno, sem áður hefur verið fjallað um hér í ritgerðinni, fjallaði um í

ritgerð sinni „Ljóðlist og samfélag“ hvernig skáldskapurinn speglar alltaf samfélagið

sem hann kemur úr, sama hvort hann reyni það eða ekki.62 Ætla má að eftir hrunið hafi

ekki verið hægt að skrifa bækur sem gerðust í íslenskum samtíma án þess að koma inn á

þennan veruleika sem samfélagið gekk í gegnum.

Í ljóði Sigurðar Pálssonar „Raunverulegar raddir IV“ sem birtist hér í upphafi

ritgerðarinnar, bendir hann á áhrif skáldskaparins, því atkvæði tungumálsins skipta jú

máli, rétt eins og þau atkvæði sem við gefum stjórnmálamönunnum og það getur orðið

að atkvæði skáldskaparins hafi áhrif á atkvæði stjórnmálamanna. Þau skáldverk sem hér

hafa verið skoðuð virðast hafa það að markmiði að lýsa íslensku þjóðinni og þeim

tilfinningum sem einkenndu hana á þessum tíma, tilfinningar á borð við sektarkennd,

reiði og skömm. Einnig virðast þau öll vilja sýna fram á þá firringu sem varð í þeirri

kúvendingu sem hrunið var og vilja ganga úr skugga um að þessi tími muni ekki

gleymast heldur standa sem minnisvarði til varnar kynslóðum framtíðarinnar.

                                                                                                               62  Theodor W. Adorno, „Ræða um ljóðlist og samfélag“, Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2/2011, bls 183-189, bls 189.  

       

  28  

Í ritgerðinni hefur verið dregið fram hvernig íslenska efnahagshrunið árið 2008

birtist sem þjóðartáma í bókmenntum. Enn er mörgum spurningum ósvarað en ljóst er

að í bókmenntunum birtist það rof sem varð á sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar á þessum

tíma. Spurning er hvort hrunið muni hafa varanleg áhrif á sjálfsmynd þjóðarinnar og

hrunbókmenntirnar verði mikilvægur minnisvarði um þennan uppbrotatíma eða hvort

bækurnar muni falla í gleymsku, rétt eins og atburðirnir sjálfir. Urðu þær breytingar á

samfélaginu sem rithöfundar kalla eftir í bókum sínum? Mun hrunið marka jafnmikil

tímamót og höfundar bókanna héldu eða verður aðeins litið á það sem enn eitt

hliðarsporið í leit íslensku þjóðarinnar að sjálfsmynd sinni?

       

  29  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

       

  30  

Heimildir  

Adorno, Theodor W,. Prisms, Cambridge: MIT University Press, 1982. Bell, Duncan, Memory, Trauma and World Politics: Reflections on the Relationship Between Past and Present, Hampshire: Palgrave Macmillan, 2006. Bouson, J. Brooks, Quiet As It’s Kept: Shame, Trauma and Race in the Novels of Toni Morrison. Albany: State University of New York Press, 2000. Caruth, Cathy, Trauma: Explorations in Memory. Baltimore: John Hopkins University Press, 1995 Einar Már Guðmundsson, Hvíta bókin, Reykjavík: Mál og menning, 2009. Eiríkur Örn Norðdahl, Gæska, Reykjavík: Mál og menning, 2009. Freud, Sigmund, Moses and Monotheism, New York: Vintage Books, 1955. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Júlíana Magnadóttir, “Ingólfur Arnarson, Björgólfur Thor og Ólafur bóndi á Þorvaldseyri: Karlmennska, kynjakerfi og þjóðernissjálfsmynd eftir efnahagshrun” Rannsóknir í félagsvísindum XII, Stjórnmálafræðideild. Erindi flutt á ráðstefnu 2011, Reykjavík: Félagsvísindastofnun, 2011. http://skemman.is/stream/get/1946/10251/25562/3/Rannsoknir_%C3%AD_fel agsvisindum_XII_Stjornmalafr%C3%A6dideild.pdf, sótt 28. Mars 2014. Guðmundur Hálfdanarson, „Þjóð og minningar”, Íslenska söguþingið 1997, Ráðstefnurit I, ritstj: Guðmundur J. Guðmundsson, Eiríkur K. Björnsson, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1998. bls. 356-365, bls. 358. Guðmundur Óskarsson, Bankster, Reykjavík: Ormstunga, 2009. Guðni Elísson, „Staðleysan Ísland og mýtan um okkur sjálf“,Tímarit Máls og menningar, 4.tbl. 2009, bls. 10-25, bls 18. Gyða Margrét Pétursdóttir, „Sköpun alþjóðlegrar viðskiptakarlmennsku, íslenskt tilvik.“, Rannsóknir í félagsvísindum XII, Stjórnmálafræðideild. Erindi flutt á ráðstefnu 2011, Reykjavík: Félagsvísindastofnun,2011.http://skemman.is/stream/get/1946/10251/25562/3/ Rannsoknir_%C3%AD_felagsvisindum_XII_Stjornmalafr%C3%A6dideild.pd f, sótt 28. Mars 2014. Halbwachs, Maurice, On Collective Memory, Chicago: University of Chicago Press, 1992.

       

  31  

Jón Karl Helgason, „Samhengi valdsins“, Hugrás, vefrtímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Sótt af vefnum 20. apríl: http://www.hugras.is/2011/11/samhengi-valdsins/. Kristín Loftsdóttir, „Ímynd, ímyndun og útrásin. Vegvísir fyrir rannsóknir á útrás og kreppu.“ Rannsóknir á félagsvísindum XI, erindi flutt á ráðstefnu í október 2010, Reykjavík, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2010. de Man, Paul, „The Rhetoric of Temporality“, Blindness and Insight. Essays in the Rhetoric of Contemporary Criticsm, 2. útg, Minneapolis: University of Minnesota Press, 1983. bls 187- 228. Neijmann, Daisy, „Óboðinn gestur“ Fyrstu birtingarmyndir hernámsins í íslenskum skáldskap.“ Skírnir, tímarit hins íslenska bókmenntafélags, Reykjavík: 2011,185(vor), bls 64-88. Sigurður Pálsson, Ljóðorkuþörf, Reykjavik: JPV, 2009. Stonebridge, Lindsey, „Theories of Trauma“ The Cambridge Companion to Literature of World War II, ritstj: Marina Mackay, Cambridge: Cambridge University Press, 2009, bls 194-206.

Valur Ingimundarson, Morgunblaðið, 20. Nóvember 2009, Sótt af vefnum 9. Apríl 2014, http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1311272/ . Whitehead, Anne, Trauma Fiction, Edinborg: Edinburgh University Press, 2004