endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

58
BA ritgerð Þjóðfræði Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæruRusllaus lífsstíll á Íslandi Birna Sigurðardóttir Ólafur Rastrick Febrúar 2018

Upload: others

Post on 08-Jun-2022

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

BA ritgerð

Þjóðfræði

„Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru“

Rusllaus lífsstíll á Íslandi

Birna Sigurðardóttir

Ólafur Rastrick Febrúar 2018

Page 2: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

„Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru“

Rusllaus lífsstíll á Íslandi

Birna Sigurðardóttir

Lokaverkefni til BA–gráðu í þjóðfræði

Leiðbeinandi: Ólafur Rastrick

12 einingar

Félags– og mannvísindadeild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Febrúar, 2018

Page 3: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

„Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru“

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA í þjóðfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Birna Sigurðardóttir, 2018 Prentun: Háskólaprent Reykjavík, Ísland, 2018

Page 4: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

3

Útdráttur

Í þessari BA ritgerð í þjóðfræði er rusllaus lífsstíll (e. zero-waste lifestyle) á Íslandi

rannsakaður. Rusllaus lífsstíll byggir á þeirri hugmyndafræði að minnka rusl sem endar í

urðun. Ásamt því að senda engan úrgang í urðun reyna einstaklingar að komast hjá því

að senda hluti í endurvinnslu. Til þess að gera það þurfa þeir að gera ýmsar breytingar á

lífsháttum sínum. Ritgerðin beinir sjónum að því hvernig og af hverju einstaklingar velja

að lifa rusllausum lífstíl þar sem samfélagið gerir ekki ráð fyrir að einstaklingar myndi

ekkert rusl.

Rannsóknin byggir á fjórum viðtölum við konur sem allar stunda rusllausan lífsstíl.

Með því að lifa rusllausu lífi eru konurnar að sýna andóf (e. resistance) gegn ríkjandi

neyslumenningu. Þetta gera þær með því að beita brögðum (e. tactics) á ráðagerðir (e.

strategies) samfélagsins sem gerir ekki ráð fyrir rusllausum lífsstíl. Samkvæmt konunum

er mikilvægt að breyta hugarfarinu og reyna að finna lausnir til þess að vera rusllaus.

Konurnar hafa til dæmis skipt út ýmsum einnota vörum fyrir fjölnota, ásamt því að velja

alltaf þann umhverfisvænsta kost sem hægt er. Rusllaus lífsstíll snýst um

umhverfisvitund, en með því að huga að umhverfinu hafa konurnar allar fundið að þeim

líður sjálfum betur.

Page 5: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

4

Formáli

Ég trúi því varla að ég sé að skrifa formála fyrir BA-ritgerðina mína. Þessi ritgerð er búin

að vera mér hugarfóstur í langan tíma og loksins er hún orðin að veruleika.

Umhverfismál hafa alltaf verið mér hugleikin, og því var einstaklega gaman að sameina

áhuga minn á þjóðfræði og umhverfismálum. Ég vona að þessi ritgerð sé skemmtileg

lestrar og áhugaverð, en umfram allt veki áhuga fólks á þjóðfræði og umhverfisvænum

lífsstíl.

Leiðbeinanda mínum, Ólafi Rastrick, kann ég bestu þakkir fyrir hvatningu, trú á

verkinu og skemmtilegar samræður. Auk þess vil ég þakka vinkonum mínum fyrir allan

andlegan stuðning á meðan á skrifunum stóð, þá sérstaklega Dagnýju Davíðsdóttur sem

var samferða mér í gegnum allt ferlið. Þá vil ég líka nýta tækifærið og þakka konunum

sem ég tók viðtöl við, fyrir að hleypa mér inn í líf sitt ásamt því að vera skemmtilegar að

ræða við. Vinkona mín, Una Guðlaug Sveinsdóttir fær einnig þúsund kossa fyrir yfirlestur

og góð ráð. Að lokum fær unnusti minn, Eyjólfur Árni Karlsson ómældar þakkir fyrir alla

þolinmæðina og stuðninginn. Að endingu get ég ekki sleppt syni mínum, Kára

Eyjólfssyni, sem fær stórt knús fyrir að vera algjör mömmustrákur þrátt fyrir mikla

fjarveru mína síðustu mánuði.

Page 6: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

5

Ritgerð þessi er tileinkuð syni mínum, Kára Eyjólfssyni.

Page 7: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

6

Efnisyfirlit

Útdráttur .................................................................................................................... 3

Formáli ....................................................................................................................... 4

Myndaskrá ................................................................................................................. 7

1 Inngangur .............................................................................................................. 8

1.1 Rusllaus lífsstíll ......................................................................................................... 9

1.2 Aðferðafræði .......................................................................................................... 12

1.3 Viðmælendur ......................................................................................................... 13

2 Fræðileg samræða ................................................................................................ 16

2.1 Ráðagerðir og brögð .............................................................................................. 16

2.2 Rusl ......................................................................................................................... 17

2.3 Neysluhyggja .......................................................................................................... 19

2.4 Hópur og sjálfsmynd .............................................................................................. 21

3 Af hverju að lifa rusllaust? .................................................................................... 24

3.1 Fyrir umhverfið ...................................................................................................... 24

3.2 Vellíðan .................................................................................................................. 26

3.3 Plast er eitur ........................................................................................................... 29

4 Hvernig er hægt að lifa rusllaust? ......................................................................... 32

4.1 Fjölnota vörur ........................................................................................................ 32

4.2 Matvara .................................................................................................................. 40

4.3 Búið til frá grunni ................................................................................................... 42

4.4 Klósettpappír .......................................................................................................... 44

4.5 Endurnýting ............................................................................................................ 45

Niðurstöður .............................................................................................................. 47

Heimildaskrá ............................................................................................................ 50

Viðauki A .................................................................................................................. 53

Viðauki B .................................................................................................................. 56

Page 8: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

7

Myndaskrá

Mynd 1. Skjáskot af vefnum „Matarsóun“. ...................................................................... 12

Mynd 2. Þurrvara versluð umbúðalaust og sett í taupoka og glerílát. Ljósmynd:

Hildur Dagbjört Arnardóttir. ............................................................................... 32

Mynd 3. Krukkur Marínar, allar með gylltu loki. Ljósmynd: Birna Sigurðardóttir. ........... 36

Mynd 4. Krukkur Svövu, allar alveg eins úr IKEA. Ljósmynd: Birna Sigurðardóttir. .......... 36

Mynd 5. Dæmi um álfabikar. Skjáskot af Doktor.is .......................................................... 38

Mynd 6. Dæmi um taubindi. Ljósmynd: Hildur Dagbjört Arnardóttir. ............................. 40

Page 9: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

8

1 Inngangur

Rusllaus lífsstíll (e. zero waste lifestyle)1 er tiltölulega ný hugmynd hér á landi. Ég heyrði

fyrst af rusllausum lífsstíl á Facebook þar sem ég rakst á grein um konu í New York sem

gat komið öllu því rusli sem hafði orðið til á heilu ári í litla glerkrukku. Þetta vakti áhuga

minn en ég hafði enga hugmynd um að þessi hugmyndafræði væri virk á Íslandi. Í

Facebook-hópnum Áhugafólk um mínimaliskan[sic] lífsstíl spratt svo upp umræða um

rusllausan lífsstíl og þá uppgötvaði ég að það er fólk hér á landi sem að hefur tileinkað

sér þennan lífsstíl. Ég gekk í Facebook-hópinn Zero waste - Iceland og fór að kynna mér

þetta fyrirbæri nánar. Facebook-hópurinn telur nú ríflega 1600 einstaklinga2 og hefur

fjölgað mikið í honum síðan ég gekk í hann fyrir einu og hálfu ári síðan.

Hugmyndafræðin virðist því vera að breiðast út.

Þegar mér datt í hug að rannsaka þetta í BA-ritgerð minni vissi ég að það yrði ekki

aftur snúið. Efnismenningin hafði heillað mig upp úr skónum í þjóðfræðináminu vorið

2015 og tilhugsunin um að rannsaka eitthvað nýtt var spennandi. Þar að auki tel ég

rusllausan lífsstíll vera það sem koma skal í framtíðinni. Umhverfisvitund almennings

virðist aukast dag frá degi, og ef við ætlum að leyfa börnum okkar og barnabörnum að

njóta jarðarinnar þurfum við að grípa til aðgerða. Það er því tilvalið tækifæri að rannsaka

rusllausan lífsstíl á upphafsstigum hans, þar sem rannsóknin getur vonandi opnað augu

fólks fyrir þessari jaðarmenningu sem verður sífellt útbreiddari. Rusllaus lífsstíll er lítt

þekkt fyrirbæri hér á landi og þegar fólk í kringum mig heyrir fyrst um rusllausan lífsstíl á

það erfitt með að skilja hugmyndafræðina. Við búum í neysludrifnu samfélagi og er

hugmyndin um að unnt sé að lifa án þess að rusl verði til fjarstæðukennd fyrir flesta. Að

lifa rusllausum lífsstíl virðist flókið og tímafrekt og þykir að þar af leiðandi fráhrindandi í

nútímasamfélagi. Því er áhugavert að rannsaka rusllausa lífsstílinn og það hvernig

einstaklingar í nútímasamfélagi tileinka sér hann í daglegu lífi. Rannsóknarspurningin

sem ég legg upp með í ritgerðinni er þar af leiðandi: Hvernig hagar fólk lífi sínu til þess

að lifa rusllausum lífsstíl og af hverju? Ég vil kanna hvernig fólk fer að því að lifa án þess

að mynda rusl og hversu langt það er tilbúið að ganga til þess að ná því markmiði. Hvaða

aðferðir reynast best til þess að mynda sem minnst eða ekkert rusl og hverju breytir fólk

1 Í ritgerðinni verður notast við íslenska þýðingu höfundar á hugtakinu „zero waste“. 2 Samkvæmt Facebook þann 28. desember 2017.

Page 10: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

9

í lífi sínu þegar það tileinkar sér rusllausan lífsstíl? Hvernig fer fólk að því að breyta því

lífsmynstri sem þykir eðlilegt í samfélaginu og gera rusllausan lífsstíl að daglegri iðju? Til

þess að leita svara við rannsóknarspurningunni minni notaði ég eigindlega aðferðafræði

og tók fjögur viðtöl. Í ritgerðinni mun ég því greina það sem fram kom í viðtölum við

viðmælendur mína og setja í þjóðfræðilegt samhengi. Ber þar helst að nefna hugmyndir

Michel de Certeau um ráðagerðir og brögð auk kenningar Mary Douglas um rusl eða

óhreinindi.

Ritgerðin skiptist í fjóra meginkafla. Í þessum fyrsta kafla er almennt fjallað um

rannsóknina sjálfa. Farið er yfir hugmyndafræðina á bak við rusllausan lífsstíl auk þess

sem rannsóknarsamhengið er skoðað. Síðan er rætt um aðferðafræðina og fjallað um

viðmælendurna í rannsókninni. Í öðrum kafla ritgerðarinnar kemur fræðileg samræða

sem nýtist við greiningarvinnuna. Helstu hugtökin sem fjallað er um eru: ráðagerðir og

brögð, rusl, neysluhyggja og sjálfsmynd. Að lokum koma tveir greiningarkaflar þar sem

þemun úr viðtölunum eru greind og sett í þjóðfræðilegt samhengi.

1.1 Rusllaus lífsstíll

Rusllaus lífsstíll felur í sér þá hugmyndafræði að minnka rusl. Þetta er gert með því að

koma í veg fyrir að rusl hlaðist upp og verði svo urðað eða brennt (Vef. Zero Waste

World). Við lifum á tíma neysluhyggjunnar, þar sem við kaupum í sífellu nýja hluti og

hendum út því sem við erum hætt að nota. Rusllaus lífsstíll miðar að því að minnka

sóun, koma í veg fyrir að rusl verði til og vernda þannig náttúruna. Urðun og brennsla á

rusli veldur því að mikið af eiturefnum fer út í andrúmsloftið og í vatnið okkar, auk þess

sem að rusl, ekki síst plastefni, safnast upp í höfunum og hefur slæm áhrif á lífríkið. Til

þess að takmarka sem mest eða jafnvel koma í veg fyrir urðun og brennslu er

nauðsynlegt að minnka ruslið sem við myndum. Til þess að skilja ekkert rusl eftir sig þarf

að endurnýta það sem hægt er og kaupa minna af óþarfa hlutum (Vef. Kellogg). Það

virðast vera tvær útfærslur á rusllausum lífsstíl, og fer það líklegast einkum eftir því hvað

hentar hverjum og einum hvora útfærsluna fólk velur sér. Sumir reyna að haga lífi sínu

þannig að ekkert rusl myndist eftir þá á meðan aðrir láta sér nægja að minnka rusl eins

og hægt er ásamt því að endurvinna það rusl sem til fellur (Vef. Singer).

Page 11: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

10

Markmiðið með þessari rannsókn er að kanna það hvernig fólk lifir rusllausum

lífsstíl. Ég mun skoða það hvernig fólk beitir ýmsum brögðum til þess að senda ekkert

rusl í urðun, og hvernig það fer að því að minnka ruslmagnið í neyslusamfélaginu sem

við lifum í. Samfélagið gerir ekki ráð fyrir rusllausum lífsstíl og því er áhugavert að skoða

hvernig fólk breytir lífsmynstri sínu til þess að mynda ekkert rusl.

Rusllaus lífsstíll er tiltölulega nýr af nálinni og hefur því ekki verið rannsakaður mikið

alþjóðlega og nánast ekkert á Íslandi. Rusl og sóun hefur þó verið mikið rannsakað. Árið

2008 framkvæmdi Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands könnun á neysluvenjum

íslenskra heimila ásamt viðhorfum heimilisfólks til endurvinnslu. Um 1200 Íslendingar

svöruðu spurningaskrá sem send var til 3000 einstaklinga 18 ára og eldri. Rannsóknin

leiddi í ljós að miklum verðmætum er sóað á hverju ári, sérstaklega matvælum. Auk þess

gefur rannsóknin til kynna að Íslendingar eyði peningum í alls konar hluti sem síðan eru

varla notaðir og enda að lokum í ruslinu (Einar Mar Þórðarson, 2008: 8). Þá skrifaði Björk

Hólm Þorsteinsdóttir BA ritgerð í þjóðfræði (2012) um ruslara, fólk sem tínir mat sem

kominn er á síðasta söludag og ekki hægt að selja lengur, úr sorpgámum á bak við

matvöruverslanir. Þá hefur jafnframt verið skrifað um endurnýtingu á hlutum,

húsgögnum og öðru slíku, bæði hérlendis og erlendis (Sjá t.d Gregson og Crewe, 2003;

Íris Eva Stefánsdóttir, 2014). Þannig hefur verið skrifað um þann hluta rusllauss lífsstíls

sem snýr að endurnýtingunni, að henda engu. Rusllausi lífsstíllinn sem ég beini sjónum

að snýst þó meira um að losa sig við sem minnst eða ekkert rusl, þá sérstaklega þegar

kemur að hverskonar umbúðum, ekki síst utan af matvælum og hreinlætisvörum. Þessi

rannsókn mín mun því vonandi vera góð viðbót við flóru rannsókna um rusl og samhengi

þess í nútímasamfélagi.

Mikil vitundarvakning um rusl hefur orðið í samfélaginu undanfarið. Áhugi

almennings á umhverfismálum og endurvinnslu er sífellt að aukast og vilja margir leggja

sitt af mörkum. Í september 2017 var haldið árveknisátak undir yfirskriftinni „Plastlaus

september“ þar sem fólk var hvatt til þess að sniðganga plast eins mikið og það gat (Vef.

Plastlaus september, 2017). Með þátttöku sinni í slíku átaki og með því að flokka rusl

almennt áttar fólk sig betur á því hversu miklu það er í raun að henda, þar sem ruslið

verður mun sýnilegra. Opinberar stofnanir hafa einnig sett á fót átaksverkefni til þess að

vinna gegn matarsóun á Íslandi. Haustið 2014 stofnaði þáverandi umhverfis- og

Page 12: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

11

auðlindaráðherra starfshóp um matarsóun á Íslandi sem síðar skilaði af sér skýrslu um

sóun matvæla á Íslandi auk þess að koma með tillögur um úrbætur í þessum málaflokki.

Í framhaldinu var vefsíðan „Matarsóun“3 opnuð sem ætlað er að auka fræðslu um þessi

málefni. Þar má finna ýmis ráð til að sporna gegn matarsóun, líkt og sjá má á mynd 1. Í

lok árs 2015 gerði Landvernd könnun á matarsóun á sautján reykvískum heimilum.

Könnunin leiddi í ljós að hver einstaklingur hendir um það bil 48 kílóum af matvælum á

ári og auk þess sem rannsóknin benti til að reykvísk heimili hendi að minnsta kosti 5.800

tonnum árlega (Vef. Matarsóun á Íslandi). Árið 2016 gaf umhverfis- og auðlindaráðherra

út skýrslu um úrgangsforvarnir sem bar heitið „Saman gegn sóun: Almenn stefna um

úrgangsforvarnir 2016-2027.“ Markmið þessarar stefnu næstu ellefu árinu eru:

• að draga úr myndun úrgangs.

• að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

• að bæta nýtingu auðlinda, m.a. með áherslu á græna nýsköpun.

• að draga úr hráefnisnotkun samhliða minni umhverfisáhrifum.

• að minnka dreifingu á efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfi.

(Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2016: 2).

Þessi stefnumál eru síðan undirstrikuð með mikilvægi fræðslu um losun úrgangs auk

þess að leggja skuli áherslu á nægjusemi, nýtni og minni sóun (Umhverfis- og

auðlindaráðuneytið, 2016: 2).

Til þess að hrinda þessum stefnumálum í framkvæmd er ýmislegt sem þarf að gera.

Ber þar helst að nefna að stuðla að nýtni, sem hefur í för með sér minni úrgang. Auk

þess þarf að minnka notkun einnota umbúða og fjölga vörum úr efnum sem ekki eru

skaðleg heilsu og umhverfi (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2016: 3). Í raun má segja

að markmið Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins séu á vissan hátt undirstaða rusllauss

lífsstíls, en viðmælendur mínir í rannsókninni eru nú þegar að vinna markvisst að

þessum markmiðum, enda vilja þeir sem stunda rusllausan lífsstíl auka nýtni, velja

fjölnota umbúðir og minnka sóun og notkun skaðlegra efna.

3 Matarsoun.is

Page 13: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

12

Mynd 1. Skjáskot af vefnum „Matarsóun“.

1.2 Aðferðafræði

Í rannsókninni notaðist ég við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Eigindlegar

rannsóknaraðferðir bjóða upp á ýmsa möguleika, þar sem rannsakandinn fer á vettvang,

hittir fólk og tekur viðtöl, gerir þátttökuathugun og myndar rýnihópa. Með eigindlegri

rannsókn er sjónum beint að einstaklingnum sjálfum og hans upplifun. Ég tók hálf-opin

viðtöl við nokkra einstaklinga og aflaði þannig gagna fyrir rannsóknina. Í hálf-opnum

viðtölum fær viðmælandi spurningu sem hann getur svarað á þann hátt sem honum

hentar (Yow, 2005: 5-6). Rannsakandi og viðmælandi geta spjallað saman í samræðustíl,

en með því að hafa viðtalið í samræðuformi er betra flæði og rannsakandinn tengist

viðmælanda betur (Yow, 2005: 79-80). Með því að taka viðtöl má því oft fá skemmtilega

og áhugaverða sýn á efnið frá einstaklingum sem þekkja vel til og eru tilbúnir að deila

upplifun sinni og þekkingu með rannsakanda.

Eftir að hafa tekið viðtölin skrifaði ég þau upp orðrétt og greindi sameiginleg þemu

hjá viðmælendum. Til þess að svara rannsóknarspurningunni lagði ég upp með tvær

spurningar við greiningarvinnuna: Af hverju lifir fólk rusllausum lífsstíl og hvernig fer það

að því? Ég las yfir öll viðtölin með þetta tvennt í huga. Niðurstöðum greiningarinnar er

skipt í tvo kafla en þriðji kafli ritgerðinnar fjallar um af hverju viðmælendurnir velja að

Page 14: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

13

lifa rusllausum lífsstíl og fjórði kafli um hvernig þeir fara að því. Hvor kafli hefur nokkra

undirkafla sem fjalla um undirþemun sem komu fram í greiningarvinnunni.

1.3 Viðmælendur

Til þess að finna viðmælendur fyrir rannsóknina notaðist ég við Facebook-hópinn Zero

waste – Iceland sem áður var nefndur. Þar óskaði ég eftir viðmælendum fyrir BA-

rannsókn og komst í samband við nokkrar konur sem voru tilbúnar að tala við mig. Ég

ræddi við konurnar í spjalli á Facebook og fann með hverri og einni tíma sem hentaði

fyrir viðtal. Einnig óskaði ég eftir því að fá að koma heim til kvennanna til að taka

viðtalið, þar sem ég vildi gjarnan fá að sjá hvernig þær færðu rusllaust líf inn á heimili

sitt. Þá gat ég tekið myndir fyrir rannsóknina og fékk einnig betri skilning á því sem þær

sögðu frá.

Þegar ég leitaði að viðmælendum var eina skilyrðið sem ég setti að viðkomandi væri

að lifa rusllausum lífsstíl með einhverjum hætti. Það var því hrein tilviljun að allir

viðmælendur mínir reyndust konur á þrítugsaldri. Mögulega segir það okkur eitthvað

um það hverjir stundi þennan lífsstíl einna helst, en um það er ekki hægt að fullyrða í

svona lítilli rannsókn. Konurnar koma úr ólíkum heimilisaðstæðum, til dæmis á Hildur

börn, Marín og Svava hunda og Lena býr í herbergi á stúdentagörðum og deilir eldhúsi

með öðrum. Marín, Svava og Hildur koma allar fram undir fullu nafni en Lena kemur

einungis fram undir skírnarnafni sínu. Þegar ég ræðu um konurnar í þriðja og fjórða kafla

ritgerðarinnar mun ég aðeins nota skírnarnöfn þeirra.

Konurnar fengu í grunninn sömu spurningar, en öll viðtölin byrjuðu á að spyrja þær

hvað þeim fyndist vera rusl. Viðtölin fóru svo að flæða og fór það eftir því hvernig

samtalið þróaðist hvaða spurning var borin upp næst. Dæmi um spurningar sem ég lagði

fyrir konurnar eru:

• Hvað finnst þér vera rusl?

• Hvernig kynntistu rusllausum lífsstíl?

• Af hverju viltu lifa rusllaust?

• Hvernig hefurðu verið að lifa rusllaust?

• Eru einhverjar hindranir í rusllausum lífsstíl?

Page 15: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

14

Einnig komu upp spurningar í viðtölunum sem ég hafði ekki skrifað niður, en það er

einmitt einn af kostunum við það að taka hálf-opin viðtöl frekar en að nýta staðlaðar

spurningaskrár. Í slíkum viðtölum geta oft komið fram hugmyndir sem rannsakandi hafði

ekki áttað sig á en eru ekki síður mikilvægar þar sem viðmælanda fannst mikilvægt að

nefna þær. Eftir að hafa tekið öll viðtölin skrifaði ég þau upp og reyndi að greina

sameiginlega þræði, til dæmis af hverju konurnar stunda rusllausan lífsstíl og hvernig

þær fara að því. Konurnar áttu margt sameiginlegt í framkvæmd rusllausa lífsstílsins en

einnig var ýmislegt ólíkt með þeim. Það sem helst greindi konurnar að var viðhorf þeirra

til endurvinnslu og íslensks grænmetis, en það sýnir ef til vill hvernig mismunandi

einstaklingar geta tileinkað sér rusllausan lífsstíl á ólíkan hátt.

Fyrsti viðmælandi minn var Marín Ósk Hafnadóttir. Við mæltum okkur mót heima

hjá henni í Reykjavík þann 18. janúar 2017. Marín er þrítug og býr í lítilli kjallaraíbúð

með unnusta sínum og hundi. Unnusti Marínar var viðstaddur viðtalið og hafði hann

einnig ýmislegt að segja og skaut oft athugasemdum inn í viðtalið. Marín kynntist

rusllausum lífsstíl á netinu en þekkir enga í kringum sig sem hafa tekið hann upp. Marín

reynir að mynda sem minnst rusl og er dugleg að flokka það sem til fellur fyrir

endurvinnslu. Hún reynir að komast alveg hjá því að henda í almennt rusl. Hún flokkar

plast, pappa, gler og málm auk þess sem hún safnar lífrænum úrgangi. Marín hefur

einnig spreytt sig á því að búa til sínar eigin hreinlætisvörur. Marín er jafnframt

grænkeri4.

Annar viðmælandinn minn var Lena. Við hittumst í herbergi hennar á

stúdentagörðum við Háskóla Íslands þann 25. janúar 2017. Lena er 23 ára skiptinemi frá

Þýskalandi og er hér á landi að læra íslensku sem annað mál. Hún kynntist rusllausum

lífsstíl í bænum sínum í Þýskalandi en hún segir að rusllaus lífsstíll sé mun algengari og

auðveldari í heimalandi sínu. Það hefur þó ekki stoppað Lenu í að lifa rusllaust hér á

landi þar sem hún finnur leiðir til þess að mynda ekkert rusl. Lena reynir þannig að

sneiða hjá því að kaupa vörur sem að skilja eftir rusl eða þarf að flokka í endurvinnslu.

Lena borðar ekki kjöt og fisk og reynir að vera grænkeri eins mikið og hún getur.

4 Grænkeri er þýðing á enska orðinu vegan. Grænkeri neytir engra dýraafurða, hvort sem það er kjöt, egg eða mjólk.

Page 16: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

15

Hildur Dagbjört Arnardóttir var þriðji viðmælandi minn. Hún er búsett á Ísafirði og

mæltum við okkur því mót á Skype þann 25. september 2017. Hildur er þrítug, gift

fjögurra barna móðir sem gerir hana talsvert ólíka fyrri viðmælendum. Hildur hafði frá

miklu að segja en hún hefur verið rusllaus í þó nokkurn tíma. Hún er sú eina í sínu

nærumhverfi sem stundar rusllausan lífsstíl en öll fjölskyldan hennar er þó saman í

þessu á heimilinu. Líkt og Lena reynir Hildur að sneiða hjá því að kaupa umbúðir til þess

að hún þurfti ekki að setja neitt í endurvinnslu. Hún kaupir því matvöru mestmegnis í

lausu, auk þess sem hún finnur leiðir til þess að nálgast matvöruna umbúðalaust, jafnvel

beint frá býli.

Þann 5. október 2017 hitti ég fjórða viðmælanda minn, Svövu Ósk Aðalsteinsdóttur.

Hún er 26 ára hjúkrunarfræðinemi og er búsett í Mosfellsbæ ásamt manni sínum. Svava

Ósk kynntist rusllausum lífsstíl út frá „mínimalíska“ lífsstílnum sem hún var að tileinka

sér. Þá gerðist hún einnig grænkeri og fyrir henni varð rusllaus lífsstíll eins konar rökrétt

framhald af því. Svava reynir að láta ekkert rusl frá sér, hvorki í urðun né endurvinnslu,

ásamt því að búa til eigin hreinlætisvörur.

Page 17: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

16

2 Fræðileg samræða

Ég þessum kafla mun ég ræða um þau hugtök sem ég nota við greiningu viðtalanna.

Fyrst fjalla ég um kenningu Michel de Certeau um ráðagerðir og brögð, en rusllaus

lífsstíll snýst mikið um það að finna leiðir framhjá ráðagerðum valdsins með brögðum.

Þá fjalla ég einnig um rusl, og hvað teljist sem rusl samkæmt kenningu Mary Douglas.

Síðan fjalla ég um neysluhyggju og hversu neysludrifin vestræn kapítalísk samfélög eru.

Að lokum ræði ég um þjóðfræðihugtökin hópur, sjálfsmynd, smekkur og sýndarneysla,

en neysla hefur áhrif á sjálfsmyndina auk þess sem sjálfsmyndin birtist í smekk fólks.

2.1 Ráðagerðir og brögð

Franski heimspekingurinn Michel de Certeau setti fram hugmyndina um ráðagerðir (e.

strategies) og brögð (e. tactics) í bók sinni The Practice of Everyday Life. Í bókinni fjallar

hann um hversdaginn og það hvernig fólk hagar í raun lífi sínu. Kenning hans um

ráðagerðir og brögð hefur verið mikið notuð í þjóðfræði og er hægt að yfirfæra hana á

margt. De Certeau sagði að ráðagerðir væru settar fram af valdinu eða valdhöfum á

meðan brögð væru svar hinna valdalausu við ráðagerðunum. Valdið setur fram ákveðna

ráðagerð, eða form sem almenningur gerir svo að sínu eigin með bragðinu. Almenningur

er samt alltaf fastur innan formsins (de Certeau, 1988: 35-37). De Certeau setti fram

kenninguna um ráðagerðir og brögð til þess að útskýra valdið í samfélaginu. Þrátt fyrir

að við tölum um valdhafa og hina valdalausu þá hafa báðir hópar ákveðið vald yfir

hinum. Þetta er ákveðin valdabarátta á milli ráðagerða og bragða þar sem hvorugt getur

í raun án hins verið. Brögðin verða ekki til án ráðagerðanna en á sama hátt hafa brögðin

einnig áhrif á hvaða ráðagerðir verða til (de Certeau, 1988: 38). De Certeau notaði

borgina til þess að útskýra þessi hugtök. Í borginni setur yfirvaldið fram ráðagerðir í

formi gangstétta, göngustíga og gangbrauta. Þessar ráðagerðir eru settar fram fyrir

almenning að fylgja. Þegar almenningur gengur hins vegar á götunni eða fer út af

stígnum á grasið þá er hann að beita bragði á ráðagerðina. Hann er að fara sínar eigin

leiðir í stað þess að fylgja reglum yfirvaldsins (de Certeau, 1988).

Rusllaus lífsstíll snýst mikið um það að eigna sér valdið með því taka það frá hinum

ríkjandi valdhafa. Þetta er gert til að mynda með því að fara með fjölnota poka í búðina

og sleppa þar af leiðandi við það að kaupa plastpoka merktan versluninni. Einnig er farið

á móti ríkjandi afstöðu samfélagsins til hinna ýmsu þátta, svo sem notkun á tíðavörum

Page 18: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

17

og öðrum hreinlætisvörum. Þá er einnig mikið verið að búa til hluti frá grunni og verslað

við „litla manninn“, í stað þess að fjárfesta í tilbúnum vörum í verslunum sem hafa

ríkjandi markaðsstöðu. Þegar brotist er gegn ráðagerðinni með bragði þá er verið að

sýna visst andóf, en í andófi felst atferli sem hinir valdalausu beina að ráðagerðum

valdhafa. Andóf snýst um það að fara á móti straumnum og haga sér öðruvísi en

viðtekið er í samfélaginu (Haenfler, 2014: 17). Með því að andæfa ráðagerðinni eru hinir

valdalausu að taka valdið frá ríkjandi valdhafa og gera það að sínu.

2.2 Rusl

Rusl er menningarlegt fyrirbæri sem getur gefið skýra vísbendingu um það hvernig

mannfólkið hagar lífi sínu. Rusl sem liðnar kynslóðir hafa látið eftir sig getur sagt okkur

mikið um efnismenningu almennings og hvernig lífið var áður fyrr, þegar aðrar

fornminjar gefa mögulega öðruvísi sýn á fortíðina. Frásagnir og varðveittir gripir geta

þannig gefið ranga ímynd af liðnum tíma þar sem frásagnir geta verið hlutdrægar og

gripir efri stéttarinnar oft það eina sem varðveitt var af ásettu ráði (Rathje, 2001: 12).

Ruslið er eitthvað sem átti að hverfa, en með því að skoða það fáum við gleggri og

fjölþættari innsýn í efnismenningu fortíðarinnar. Fornleifafræðingar hafa þess vegna

rannsakað ruslið mikið en það getur sagt okkur til um lifnaðarhætti og gildismat

fortíðarinnar auk þess sem það getur gefið góða mynd af nútíðinni (Rathje, 2001: 10-

12).

Hvað telst rusl og hvernig það verður til er mismunandi frá einu samfélagi til annars,

og eins og annars staðar er viss skilgreining á rusli til staðar í íslenskri tungu. Samkvæmt

íslenskri orðabók er rusl: „skran, dót, drasl, e-ð lélegt; heimilissorp sem safnað er í poka

eða e.k. hirslu“ (Íslensk orðabók). Það er merkilegt að rusl sé skilgreint sem eitthvað

lélegt sem við söfnum í poka. Rusl er því einnig sorp, en sorp er skilgreint í íslensku

alfræðiorðabókinni: „úrgangur sem fellur til, einkum við heimilishald, s.s. leifar, rusl og

umbúðir“ (Íslenska alfræðiorðabókin). Í tungumálinu okkar er því fyrir fram ákveðið að

umbúðir og annars konar leifar sé eitthvað sem við eigum að henda. Umbúðir og leifar

eru því samkvæmt þessu undirstaða þess hvað telst vera rusl í íslensku samfélagi.

Breski mannfræðingurinn Mary Douglas vill þó meina að ekkert sé í sjálfu sér rusl en

hlutir geti orðið að rusli í tilteknu samhengi. Í bókinni Purity and Danger segir Douglas að

Page 19: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

18

á heimilinu ríki ákveðið flokkunarkerfi þar sem allir hlutir eiga sinn stað. Rusl er hlutur

sem aðskilur sig frá þessu flokkunarkerfi og passar ekki lengur inn í neinn flokk. Um leið

og hlutir lenda utan flokkunarkerfisins skapast óreiða. Því vill Douglas meina að rusl eða

óreiða sé hlutur á röngum stað. Um leið og hluturinn er kominn á rangan stað er hann

því orðinn að rusli (Douglas, 1966: 35-37). Ef við skoðum matvæli út frá kenningu Mary

Douglas þá á mjólk sem hefur súrnað ekki lengur heima í ísskápnum þar sem hún passar

ekki lengur inn í þann flokk. Í ísskápnum á einungis að vera fersk mjólk. Matvæli verða

því að rusli um leið og þau eiga ekki lengur sinn stað í eldhúsinu. Bandaríski

sagnfræðingurinn Susan Strasser tekur undir þetta í bók sinni Waste and Want. Í henni

segir Strasser að allt sem komi inn á heimilið þurfi að fara í gegnum ákveðið

flokkunarkerfi og rusl verði til við þessa flokkun. Eftir að hlutur hefur verið notaður spyr

notandinn sig hvort hann vilji eiga hlutinn áfram eða henda honum. Það sem ekki telst

vera rusl fær að vera áfram inni á heimilinu, en það sem flokkast sem rusl þarf að

yfirgefa heimilið, á einn eða annan hátt (Strasser, 1999: 5-6). Ef ekki á að nota súru

mjólkina er henni hellt í vaskinn og fernunni hent í ruslapoka sem síðan fer út af

heimilinu. Það hvenær matvæli teljast vera orðin skemmd og ekki hæf til þess að neyta

er skilgreint af samfélaginu. Ríkjandi viðmið í samfélaginu hafa skilgreint matvæli sem

rusl þegar þau eru komin fram yfir síðasta neysludag. Slík matvæli eru þó oft enn í lagi

þar sem framleiðendur gulltryggja sig með því að hafa síðasta neysludag fyrr en hann

þyrfti allajafna að vera ef varan er geymd við kjöraðstæður. Í stað þess að meta með

skynfærunum hvort maturinn sé í lagi eða ekki, horfa neytendur eingöngu á

dagsetninguna og matvælum sem komin eru fram yfir síðasta neysludag er hent í ruslið.

Framleiðandinn tryggir þannig neytandanum ferska vöru og kemur í veg fyrir að seld sé

skemmd vara undir hans nafni sem gæti valdið heilsutjóni. Með þessu er hann einnig að

ýta undir matarsóun til þess að fá neytandann til að versla meira (Stuart, 2009: 60-61).

Viðmið um hvað er rusl getur verið mismunandi milli einstaklinga og samfélaga, en

þar getur efnahagslegt auðmagn skipt miklu máli. Einstaklingur sem er vel staddur

fjárhagslega leyfir sér frekar að henda í ruslið heldur en einstaklingur sem er með lítið á

milli handanna (Strasser, 1999: 8). Strasser telur þannig að efnalitlir einstaklingar sói

minna en þeir efnameiri. Efnalitlir einstaklingar versla frekar við búðir sem selja notaðar

vörur en slíkar vörur eru jafnan ódýrari en nýjar. Verslanir sem selja notaðan varning eru

Page 20: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

19

þó undir því komnar að efnameiri einstaklingar losi sig við hluti sem hægt er að selja

aftur (Strasser, 1999: 8). Auk þess eru þeir efnaminni líklegri til þess að nýta hluti betur.

Nýtni var þó mun algengari áður fyrr þegar ekki var eins gott aðgengi að nýjum hlutum

og er í dag. Sífellt aukin framleiðsla á ódýrari neysluvarningi ýtir undir að nýtni sé á

undanhaldi. Nýtni hefur jafnframt verið tengd við fátækt, þar sem aðeins fátækir

einstaklingar þurftu að gernýta búsáhöld og fatnað á meðan aðrir höfðu efni á að kaupa

nýtt í stað þess sem ónýtt var (Strasser, 1999: 113).

2.3 Neysluhyggja

Vestræn kapítalísk samfélög eru neysludrifin. Neyslusamfélagið er knúið áfram af

viðskiptum þar sem einstaklingar eru gerðir háðir neyslunni. Til þess að selja meira og

skapa auð þarf að búa til þörf fólks fyrir nýja hluti. Í stað þess að nýta gamla hluti er

þeim hent og nýir koma í staðinn. Neyslusamfélagið eins og við þekkjum það í dag hefur

þó ekki alltaf verið til staðar. Eins og vikið var að hér að ofan breyttist viðhorfið til neyslu

með sífellt auknu framboði ódýrs neysluvarnings.

Breyting á neyslu einstaklinga hélst í hendur við aðrar breytingar sem áttu sér stað í

samfélaginu á sama tíma. Þéttbýli mynduðust í kringum verksmiðjur þar sem verkamenn

og eigendur verksmiðjanna bjuggu. Efnameira fólk sem stjórnaði verksmiðjunum eða

vann önnur störf en verkavinnu myndaði nýja stétt, borgarastéttina. Þessi borgarastétt

lifði í vellystingum og þróaði með sér ýmis gildi sem eru enn til staðar í dag.

Borgarastéttin tileinkaði sér jafnframt annað tímaskyn en hinn almenni verkamaður. Í

kjölfarið fóru heimilin einnig að breytast. Í stað einfaldra húsgagna fylltust heimilin af

sífellt íburðarmeiri húsgögnum og skrautmunum. Heimilið sýndi þannig stétt og stöðu

fjölskyldna þar sem fínni húsgögn og skrautmunir gáfu til kynna ríkidæmi þeirra (Sjá

Frykman, 1987).

Með tilkomu borgarinnar má segja að neyslusamfélagið hafi orðið til, samfélag sem

framleiðir sífellt fleiri vörur til þess að metta markaðinn. Aukinni framleiðslu á einnota

vörum fylgdu einnig ákveðin þægindi fyrir húsmæður, sem ekki þurftu lengur að verja

tíma sínum í að gera við, þrífa og endurnýta hluti (Strasser, 1999: 82). Með aukinni

notkun á einnota vörum varð þar af leiðandi til meira rusl. Neyslusamfélagið í dag

myndar mun meira rusl en það gerði áður. Hlutir verða að rusli þegar nýrri og betri

Page 21: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

20

hlutum er skipt út fyrir þá eldri. Sem dæmi má nefna snjallsíma, en framleiðendur hvetja

einstaklinga til þess að kaupa sér nýjustu tæknina, þrátt fyrir að sú eldri virki enn. Auk

þess eru ýmsar vörur hannaðar með ákveðinn líftíma í huga svo að neytandinn neyðist

til þess að kaupa nýja og endurbætta gerð. Í raun er það innbyggt í gangverk

neyslusamfélagsins að það verði til rusl, en það er eina leiðin til þess að viðhalda ríkjandi

neyslumenningunni.

Neyslusamfélag þrífst á því að neytendur kaupi vörur sem þeir þurfa ekki

nauðsynlega en markaðurinn hefur sagt þeim að þeir þarfnist. Markaðurinn hefur því

búið til þörf hjá neytendum fyrir varning sem þeir kæmust vel af án þess að eiga. Það er

ekkert sem segir að einstaklingur þurfi að eiga nýjasta snjallsímann, nema samfélagið

sjálft. Til þess að lifa rusllausu lífi þurfa einstaklingar að minnka ruslið í kringum sig. Með

því að minnka ruslið verða þeir meðvitaðri um magnið af rusli sem fylgir

neyslusamfélaginu. Einstaklingar eru þá að sýna andóf gegn ráðandi viðmiðum með því

að sporna gegn rusli neyslusamfélagsins.

Neyslusamfélagið snýst um neyslu einstaklinga á vörum. Samkvæmt Karli Marx

byggir kapítalískt samfélag á vinnu og auðnum sem af henni skapast. Til þess að

samfélagið gangi þarf sífellt að framleiða nýjar vörur. Verkamenn sem framleiða

vörurnar fá laun fyrir vinnu sína og geta með þeim keypt aðrar vörur. Neyslusamfélagið

tryggir þannig framboð og eftirspurn (Marx og Engels, 1968: 133-134). Franski

félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu víkkaði út marxíska hugtakið um auðmagn (e.

capital) til þess að það næði yfir fleiri svið. Hver einstaklingur getur haft aðgang að

nokkrum gerðum af auðmagni, þ. á m. efnahagslegu, félagslegu, táknrænu og

menningarlegu auðmagni. Efnahagslegt auðmagn felur í sér fjármagn og eignir,

félagslegt auðmagn snýst um fjölskyldutengsl og önnur sambönd, táknrænt auðmagn

um viðurkenningar og frægð sem einstaklingar geta hlotið og menningarlegt auðmagn

sem snýst um þekkingu, hæfni og menntun sem einstaklingur býr yfir og eykur virðingu

hans (Davíð Kristinsson, 2007: 14-15). Mikilvægi auðmagnins fer eftir samfélagi hvers og

eins, en í vestrænum samfélögum þykir efnahagslegt auðmagn til að mynda ákaflega

mikilvægt. Peningar hafa ákveðið skiptagildi, til dæmis getur einstaklingur keypt málverk

eftir frægan málara og sýnt þannig fram á efnahagslegt auðmagn ásamt því að auka

menningarlegt, táknrænt og félagslegt auðmagn á sama tíma. Neyslusamfélagið veltur

Page 22: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

21

því mikið á auðmagni einstaklinga þar sem auðmagnið hefur áhrif á stöðu einstaklinga í

samfélaginu. Einstaklingar sem stunda rusllausan lífsstíl geta á svipaðan hátt öðlast

tiltekna virðingu innan vissra hópa með því að teljast ábyrgir gagnvart náttúrunni.

Hagfræðingurinn og félagsfræðingurinn Thorstein Veblen setti fram hugtakið um

sýndarneyslu (e. conspicuous consumption) í ritinu The Theory of The Leisure Class.

Samkvæmt Veblen eru einstaklingar í nútímasamfélagi alltaf að reyna að bæta eða

viðhalda stöðu sinni. Allir eru þannig í lífsgæðakapphlaupi þar sem mikilvægt er að sýna

öðrum hverjir verðleikar manns eru. Neysla verður því félagsleg að því leyti að hún sýnir

stöðu hvers og eins innan samfélagsins (Stefán Ólafsson, 1996: 93-94). Það má því segja

að sýndarneysla sé það sem drífur neyslusamfélagið áfram. Með því að kaupa alltaf

nýjasta símann er einstaklingurinn að kaupa sér ákveðna stöðu og sýnir sig þannig í

gegnum varninginn. Þetta endurtekur sig svo sífellt í neyslusamfélaginu, þar sem

einstaklingar þurfa að kaupa nýjar vörur til þess að viðhalda þeirri félagslegu stöðu sem

þeir hafa náð í gegnum sýndarneysluna. Eina leiðin til þess að komast út úr þessu

lífsgæðakapphlaupi er að sýna andóf og sporna gegn neysluhyggjunni:

Enginn getur fundið ró í sínum beinum, nema hann snúi beinlínis baki við

lífsgæðakapphlaupinu, en þá hættir viðkomandi á að fá þann dóm frá

samborgurum, að hann hafi beðið lægri hlut eða að hann sé ekki alls kostar

venjulegur einstaklingur. (Stefán Ólafsson, 1996: 94)

Með því að lifa rusllausu lífi er tekin ákveðin félagsleg áhætta. Rusllausir einstaklingar

eru að stíga út úr sýndarneyslunni og sýna að þeir séu yfir hana hafnir. Þeir eiga þá á

hættu að vera litnir hornauga af öðrum í samfélaginu þar sem þeir eru að haga sér

öðruvísi. Þeir sem lifa rusllausu lífi sporna þannig gegn sýndarneyslunni með hegðun

sinni.

2.4 Hópur og sjálfsmynd

Þjóðfræðingurinn Alan Dundes skilgreindi hugtakið hópur (e. folk group) á þann hátt að

hópur samanstandi af einstaklingum sem allir eiga eitthvað sameiginlegt einkenni.

Hópur byggir þannig á sameiginlegum grundvelli þar sem allir sem uppfylla viðkomandi

skilyrði eru sjálfkrafa hluti af hópnum. Sem dæmi má nefna grænmetisætur, en allar

grænmetisætur tilheyra sama hópi. Einstaklingur sem ákveður að gerast grænmetisæta

verður svo hluti af hópnum. Hópar geta verið mismunandi að stærð og því er ekki

Page 23: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

22

nauðsynlegt að hver einstaklingur þekki alla aðra innan hópsins (Dundes, 1965: 2).

Sjálfsmynd einstaklinga verður oft til í gegnum hópa, þar sem einstaklingar móta

sjálfsmynd sína eftir hópnum sem þeir vilja tilheyra (Sims, 2005: 41-42). Einstaklingur

sem vill vera umhverfissinni ætti þannig að haga sér sem slíkur til þess að geta talist

hluti af hóp umhverfissinna. Jaðarhópur (e. sub group) er hópur fólks sem hefur

sameiginlegt einkenni eða vinnur með sömu hugmyndafræði. Jaðarhópar eru hins vegar

jaðarsettir í samfélaginu þar sem einkenni þeirra eða hugmyndafræði er í andstöðu við

ríkjandi viðhorf í samfélaginu (Haenfler, 2014: 16). Þeir hópar sem eru ríkjandi í

samfélaginu líta oft niður á jaðarhópana, þar sem þeir eru að fara gegn ríkjandi

viðhorfum. Þegar jaðarhópar eru síðan viðurkenndir af samfélaginu og skera sig ekki

lengur úr teljast þeir ekki lengur vera jaðarhópar. (Haenfler, 2014: 102)

Neysla hefur áhrif á sjálfsmynd okkar, en einstaklingar skilgreina oft á tíðum sig og

aðra með tilliti til neyslu á ákveðnum vörum og þess hvernig einstaklingurinn sjálfur og

annað fólk hagar sér. Dundes skilgreindi einnig hugtakið sjálfsmynd (e. identity) á þann

hátt að sjálfsmynd sé bundin þeim einkennum sem einstaklingar velji handa sjálfum sér

(Dundes, 1987: 4-7). Sjálfsmyndin er jafnframt sögð vera það sem er sýnilegt á

einstaklingnum, hvort sem það er hegðun, útlit eða notkun á ákveðnum vörum. Með því

að móta sjálfsmynd sína með ákveðnum einkennum er einstaklingurinn að sýna þá

hugmynd sem hann hefur um sjálfan sig og vill að aðrir sjái einnig (Tilley, 2006: 17-18).

Viðmælendur mínir í rannsókninni eru þannig að skapa sér ákveðna sjálfsmynd með því

að lifa rusllausu lífi.

Pierre Bourdieu skrifaði einnig um smekk (e. taste) einstaklinga, hvernig hann mótar

sjálfsmyndina og hvernig sjálfsmyndin birtist að sama skapi í smekk fólks. Hver og einn

einstaklingur hefur sinn smekk, en smekkurinn mótast af umhverfi einstaklingsins.

Smekkur einstaklings getur sagt mikið til um það úr hvaða umhverfi hann kemur,

hvernig uppeldi hann fékk og hvaða stétt hann tilheyrir (Bourdieu, 2007: 44).

Smekkurinn hefur aðgreinandi áhrif á samfélagið, en smekkur verður til í gegnum

andstæður þess sem fellur einstaklingnum í geð eða hann telur eftirsóknarvert og þess

sem hann skilgreinir sig frá. Það hvað þykir eftirsóknarvert eða jafnvel „fágað“ tengist

því hvaða bakgrunn einstaklingar hafa. Einstaklingur sem hefur alist upp við að sýna

ábyrgð gagnvart umhverfinu og notar þess vegna taupoka, telur sig jafnvel yfir plastpoka

Page 24: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

23

hafinn. Plastpokinn er þá „alþýðlegur“ í hans augum á meðan taupokinn er „fágaður“.

Þannig geta vörur sýnt hvernig sumir hafa „góðan“ smekk (a. m. k. að eigin mati) á

meðan aðrir hafa „vondan“ smekk en flestir telja sig hafa góðan smekk og þar af

leiðandi verður smekkur annarra álitinn síðri. Vörur þurfa því að henta smekk hvers og

eins (Bourdieu, 2007: 45). Hlutir fá aðgreiningargildi sitt í gegnum smekk mismunandi

hópa. Um leið og hlutirnir verða almennir missa þeir alla jafna aðgreiningargildi sitt. Þeir

sem vilja aðgreina sig frá öðrum með fáguðum smekk verða því að aðlaga smekk sinn ef

varan sem þeir kjósa er ekki lengur talin sérstök heldur orðin hversdagsleg. (Bourdieu,

2007: 56). Þetta má til dæmis setja í samhengi við einnota plastpoka og margnota

taupoka. Ef allir myndu nota taupoka væru þeir ekki ákveðin umhverfisverndaryfirlýsing

en á meðan plastpokar eru viðtekin venja öðlast taupokar æðri merkingu, að minnsta

kosti frá sjónarhorni umhverfissinnaðra einstaklinga.

Þegar einstaklingur velur vöru sem fellur að hans smekk, er hann á sama tíma að

aðgreina sig frá þeim vörum sem ekki henta hans smekk. Einstaklingur sem vill

umbúðalaus matvæli velur þau, þau falla að hans smekk og hann finnur sig í vörunni. Að

því leyti má segja að sjálfsmynd hans endurspeglist að einhverju marki í umbúðalausu

vörunni. Um leið og hann hafnar vöru sem er í plastumbúðum verður sjálfsmynd hans sú

að hann er einstaklingur sem vill ekki plast. Rusllausir einstaklingar sem hafna ákveðinni

vöru eru á sama tíma að festa smekk sinn á andstæðri vöru. Rusllaus einstaklingur sem

hafnar einnota plastpoka, af því hann hentar ekki smekk hans, segir á sama tíma að

fjölnota taupoki henti hans smekk betur (sbr. Bourdieu, 2007: 47, 51). Þeir sem stunda

rusllausan lífsstíl eru því að aðgreina sig frá hinni almennu neyslu sem er ríkjandi í

samfélaginu. Það sem aðgreinir rusllausa einstaklinga frá öðrum er viðhorf þeirra til

neyslunnar, og hvar þeira telja að ábyrgðin liggi. Rusllausir einstaklingar reyna að finna

sig í vörunni, þar sem varan er vitnisburður um sjálfsmynd einstaklingsins. Í gegnum

sjálfsmyndina aðgreinir einstaklingurinn sig frá þeim sem þykja óábyrgir gagnvart

náttúrunni og aðgreinir sig jafnframt frá neyslumenningunni sem ríkir í samfélaginu.

Rusllausir einstaklingar eru að sýna andóf gegn neyslusamfélaginu með því aðlaga

smekk sinn að hugmyndum sínum um siðferðislega skyldu gagnvart náttúrunni.

Page 25: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

24

3 Af hverju að lifa rusllaust?

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að umhverfissjónarmið spiluðu stórt hlutverk í

þeirri ákvörðun einstaklinganna að lifa rusllausum lífsstíl. Konurnar sem ég talaði við

voru allar sammála um að koma þyrfti fram við jörðina af virðingu og takmarka magn

þess rusls sem við skiljum þar eftir. Þá virðast þær líta á plastið sem stóran hluta af þeim

vandamálum sem ruslið skaðar jörðinni. Það hefur áhrif á lífríkið og voru konurnar

sammála um að of mikið af þessu eitraða efni skilaði sér í náttúruna.

Konurnar eru flestar að prófa sig áfram í að búa til hreinlætisvörur. Þær telja

heimagerðar vörur betri fyrir líkamann auk þess sem þær hafa þá algjöra stjórn á því

hvaða efni eru að fara á og í líkamann. Þeim þykir vera komið nóg af neysluhyggjunni í

vestrænu samfélagi, og vilja frekar kaupa hluti notaða heldur en nýja. Ef þær kaupa

nýjar vörur, er líklegra að þær velji gæðavörur sem endast frekar en ódýran og

óvandaðan varning sem mögulega hefur verið framleiddur við óviðunandi aðstæður.

Önnur meginástæða þeirra fyrir að lifa rusllaust er þar af leiðandi aukin vellíðan, þar

sem hvert lítið skref sem þær taka hefur áhrif á þær sjálfar, samfélagið og jörðina.

3.1 Fyrir umhverfið

Þegar þú ert búinn að brenna allar brýrnar þá geturðu ekki byggt þær aftur og […]

við erum svo nálægt því skilurðu, það er bara bæði með gróðurhúsaáhrifin og ruslið

allt í kringum okkur, og ef við höldum svona áfram þá eigum við ekki langt eftir.

(BS/2017_4)

Svona komst viðmælandi minn Svava Ósk að orði þegar hún fjallaði um þau áhrif sem

rusl hefur á jörðina. Umhverfisvernd og vilji til að sporna við eyðileggingu náttúru og

dýralífs eru á meðal helstu ástæðna þess að konurnar reyna eftir fremsta megni að lifa

rusllaust. Þær vilja hafa áhrif, alveg sama hversu lítil þau áhrif eru. Einstaklingar geta

stuðlað að breytingum til hins betra með litlum skrefum, frekar en að gera ekki neitt

(BS/2017_1; BS/2017_4). Þannig vilja konurnar að allir leggi sig fram um að gera

heiminn að betri stað, ekki bara þeir sem lifa rusllausu lífi. Ef allir leggja eitthvað lítið af

mörkum munu breytingar eiga sér stað, líkt og Svava sagði: „þó maður sé að breyta

voða litlu, að geta þá breytt einhverju“ (BS/2017_4). Þess vegna snýst rusllaus lífsstíll að

svo miklu leyti um það að taka hænuskref. Með því að taka eitt skref í einu þá komumst

við alltaf nær takmarkinu, sem er það að vernda náttúruna (BS/2017_1; BS/2017_2).

Page 26: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

25

Allar konurnar höfðu orð á því magni af rusli sem verður til í heiminum, og fannst

það vera til skammar. Þegar þær hófu þennan breytta lífsstíl áttuðu konurnar sig á

hversu gríðarlega stórt vandamál rusl er í heiminum:

Þá byrjuðum við á því að breyta engu í heilan mánuð og bara safna öllu saman þú

veist allt plast, allur pappi allt þetta og söfnuðum, í staðinn fyrir að fara með það út

í tunnu, […] bara söfnuðum við saman þú veist og bara magnið, það einhvern

veginn svona, maður bara svona alveg fokk, þú veist ég hélt, ég hélt að ég væri góð

fyrir en þú veist omægod nei. Það var einhvern veginn maður fattaði ekki […] og

það var ekki fyrr en maður horfði á, ég meina við erum bara tvö í heimili getur rétt

svo ímyndað þér hvernig það er vera með barn þú veist og maður horfði á hauginn

og maður bara já nei. (BS/2017_4)

Þú veist, þetta er alveg þvílíkt magn [af rusli] sem safnast bara á heimili tveggja, og

nota bene erum tvö. (BS/2017_1)

[Ég] vil ekki taka þátt í þessu rugli sem mér finnst vera og bara það yfir höfuð að

vera að urða hluti. (BS/2017_3).

Fyrir konunum er urðun á rusli óásættanleg aðgerð samfélagsins sem þarf að sporna

gegn. Tilhugsunin um að allt ruslið væri urðað og hyrfi þar af leiðandi sjónum, en væri

samt enn til, gerði þeim erfitt fyrir að henda einhverju í ruslið:

Og það er allt urðað hér á landi. Já. Það á bara eftir að fyllast landið einhvern

tímann. (BS/2017_1)

Ég einhvern veginn hugsaði fyrir mér að, ja, ef allir þyrftu bara að gera holu í sínum

eigin garði, setja þar ofan í allt sem að þú veist það er að láta frá sér sem sorp. […]

Þá myndi það mjög fljótt byrja að endurskoða sína ávana en bara út af því við

einhvern veginn látum þetta bara í svona sarp af holu í ruslatunnunni og lokum og

sjáum það ekki aftur þá erum við einhvern veginn ekkert að spá í þessu og það má

fara eins mikið og maður vill ofan í þessa holu og hún verður bara alltaf stærri og

stærri. […] Það kemur einhver og tæmir þetta og þá er bara meira pláss og þá bara

getur maður fyllt þetta pláss eins mikið og maður vill. Ef að plássið er fullt þá bara

keyrir maður með það. Þú veist, það er enginn einhvern veginn að spá í því þú veist,

af hverju þeir gera þetta og ekki að reyna að finna lausnir til að gera þetta minna.

(BS/2017_3)

Þá geturðu allavegana […] gert þitt af mörkum til þess að það [ruslið] endi ekki í

jarðveginum, ekki í urðuninni. (BS/2017_4).

Konurnar telja það því mjög mikilvægt að koma í veg fyrir urðun þar sem þær hafa áttað

sig á því hversu mikið magn af rusli er að safnast upp á heimilinu. Ef heimili með

einungis tveimur manneskjum eru að framleiða gríðarlegt magn af rusli hlýtur ruslið sem

verður til á stærri heimilum að vera enn meira. Tilhugsunin um að setja ruslið ofan í

Page 27: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

26

jörðina þykir konunum ekki góð og hafði það hvetjandi áhrif á þær að minnka það rusl

sem færi til urðunar.

Mér finnst mikilvægt að passa náttúruna. (BS/2017_2)

Af því mig langar einhvern veginn ekki að þurfa að grafa neitt í moldina. Ég elska

moldina, þetta er lífið. (BS/2017_3)

Þetta er bara svo órökrétt. Að það skuli safnast svona mikið rusl. (BS/2017_1).

Þetta snýst bara um það að hætta að koma fram við [jörðina] eins og hún sé

ruslatunna og reyna að gera betur í framtíðinni. (BS/2017_4)

Vegna þess hve mikið rusl er almennt í samfélaginu reyna konurnar að framleiða sem

minnst rusl inni á heimilum sínum. Þær haga lífi sínu þannig að helst ekkert rusl verði til

sem endar í náttúrunni. Þannig eru umhverfissjónarmið ein stærsta ástæða þess að

konurnar vilja lifa rusllausu lífi.

3.2 Vellíðan

Aukin persónuleg vellíðan er einnig stór hluti ástæðunnar fyrir því að konurnar reyna að

lifa rusllaust. Þeim finnst gott að vita að þær eru að hafa einhverskonar áhrif, alveg sama

hve mikil eða lítil þau áhrif eru. En þrátt fyrir að þær séu allar komnar langt í þessum

rusllausa lífsstíl vildu þær gjarnan vilja vera komnar lengra:

Þetta er work in progress þú veist. Maður myndi alltaf vilja að maður gæti alveg

sleppt […] öllu, en það er víst ekki hægt, eða það er mjög erfitt þannig að þetta er

þú veist skref fyrir skref. […]. Manni líður einhvern vegin mikið betur þegar það er

ekki mikið drasl í kringum mann, það léttir á öllu þú veist. (BS/2017_4)

Ég get einmitt ekki alltaf búið til hvað [sem er], og þannig að það er allt í lagi

stundum [að mynda rusl]. (BS/2017_2).

Þannig að ég hef svona þurft að vega og meta sko hvaða leiðir ég vil fara. […]

Hænuskref. Eitt skref í einu. (BS/2017_1).

Það virðist vera að hugarfarsbreyting sé það sem hjálpar fólki mest við að lifa rusllaust,

en það að líta málin öðrum augum auðveldar að finna nýjar lausnir. Samkvæmt

konunum skiptir hvert lítið skref máli þar sem þær telja að margt smátt geri eitt stórt.

Auk þess gera þær sér grein fyrir því að þær geta ekki gert allt (BS/2017_1). Það er því

allt í lagi að mynda smá rusl. Samkvæmt konunum er enginn fullkominn, en um leið og

Page 28: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

27

einstaklingur reynir markvisst að breyta viðhorfum sínum og lífsháttum kemur í ljós að

það er ekkert mál að lifa rusllaust (BS/2017_1; BS/2017_2, BS/2017_4).

Rusllaus lífsstíll getur líka gert lífið skemmtilegra og fallegra. Konunum finnst gaman

að dunda sér við að búa til ýmsar vörur, hvort sem það eru hreinlætisvörur eða

matvörur. Þær reyna að finna lausn á öllu, og hafa gaman af því.

Mér finnst líka gaman að þessu, allt sem ég er búin að finna út finnst mér

skemmtilegt að gera, að vera með svona box og taupokar og svona […] mér finnst

þetta bara skemmtilegt og líka fallegt. (BS/2017_2)

Það er eitthvað svona fallegt að hafa svona krukku með kryddi, það er bara fallegt

að sjá krydd þarna og svona. (BS/2017_2)

Þeim þykir þetta skemmtileg og lærdómsrík breyting á lífi sínu sem getur tekið á: „já,

það tekur svolítið á sálina þegar maður hefur mikið að gera en mér líður samt betur fyrir

vikið“ (BS/2017_1). Þessi lífsstíll krefst þess að einstaklingar breyti hugsunarhætti sínum

og fari að gera hlutina með öðrum hætti en áður. Einnig þarf að sýna staðfestu, það er

ekki nóg að hugsa öðruvísi heldur þarf líka að halda sér við efnið. Þessi vinna tekur á og

getur kostað fé, þó það sé misjafnt hvernig konurnar upplifðu peningahliðina á þessari

lífsstílsbreytingu. Konurnar voru allar sammála um að það væri þess virði að verja

peningum í rusllausan lífsstíl.

Ég var að ákveða að það skiptir ekki máli fyrir mig [heldur] ætla [ég] bara að gera

það. […] en ég bara ákvað ég ætla að gera þetta og mér finnst það nógu mikilvægt

til þess að hugsa ekki svo mikið um pening. (BS/2017_2)

Ég hef alveg fjármagn í þetta, þetta er vissulega miklu dýrara. Og þetta er miklu

tímafrekara. Það er fyrir mér sko. (BS/2017_1)

Manni líður betur og ég einhvern veginn svona fyrir mitt leyti skilurðu, ég spara

meiri pening á því að búa til mínar snyrtivörur sjálf, ég get alveg eins nýtt þann

pening frekar í að borga aukalega fyrir matinn. Og matur er þú veist, þetta er eitt

það mikilvægasta sem við gerum í lífinu þannig að það er eins gott að eyða nógu

miklum pening í það og gera það almennilega. (BS/2017_4)

Þetta er það mikilvægt fyrir konunum að fjárhagslega hliðin stoppar þær ekki í

framkvæmdinni, sérstaklega ef þær hafa vel efni á þessu. Þannig telja þær aukna

vellíðan mikilvægari, en svo þegar þær hafa komist upp á lagið með þennan lífsstíl ná

þær jafnvel að spara fé:

Page 29: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

28

Allavega nota ég rosalega lítinn pening. Það er bara að safnast upp hjá okkur

peningur. Við þarna, það að ég vilji ekki kaupa hluti eða umbúðir eða drasl eða

neitt. […] En samt bara, safnast upp peningar. Samt erum við sex. […] Alveg fjórir

krakkar. Þannig ég held að þessi lífsstíll þar sem maður er ekki að kaupa hluti, ekki

að kaupa föt, ekki að kaupa dót og maður gefur það allt. Kaupir gæði frekar, kaupa

dýrara þegar maður kaupir eitthvað. (BS/2017_3)

Þetta náttúrulega krefst vinnu og þetta tekur alveg tíma að finna efni sem að henta

manni og svona en mér finnst bara, þú veist, þetta er búið að spara mér ógeðslega

mikinn pening. (BS/2017_4)

Af þessu má álykta að efnahagslega auðmagnið virðist ekki vera aðalmálið þegar kemur

að því að lifa rusllausum lífsstíl. Það eiga allir að geta lifað rusllausu lífi ef þeir ætla sér

það. Samkvæmt konunum er þetta vissulega vinna, en miðað við það sem þær segja, þá

er sú vinna sem fer í þetta skemmtileg, áhugaverð og þess virði. Ekki bara fyrir

peningaveskið og umhverfið, heldur líka fyrir sálina. Þeim líður betur, og eru stoltar af

sjálfum sér þegar þær hafa tileinkað sér grunnhugmynd rusllauss lífsstíls, að senda

ekkert rusl í urðun. Rusllaus lífsstíll krefst þess líka að hugsa aðeins út fyrir kassann:

Eins og þegar ég er að elda, þarf ég raunverulega að kaupa þetta, get ég notað

eitthvað annað í staðinn sem ég á nú þegar, get ég nýtt þetta í eitthvað annað.

(BS/2017_1)

Ég þurfti að búa til hummus sjálf, eða bara eitthvað sem ég get haft á brauð, það

var samt allt í lagi, búin að læra að gera þetta og mér finnst skemmtilegt að þessu

[…] og ég var mjög stolt af þessu (BS/2017_2)

Líka við erum ekkert annað en vani, einhvern veginn. Eina sem er erfitt er einhvern

veginn að breyta þínum eigin hugsunarhætti og venjum […] En svo núna er ég

einhvern veginn að læra enn betur að gera enn þá meira frá grunni og allt mögulegt

einhvern veginn út af því ég vill ekki kaupa neitt tilbúið. […] Ekki í umbúðum þótt

það séu hreinar vörur þannig. (BS/2017_3)

Þú kannt uppskriftina utan að þú ert enga stund að henda í hana, þú gerir hana rétt

á meðan þú ert að sjóða hrísgrjón eða kartöflur eða eitthvað og þá þú veist munar

þetta engu. Það er ekki eins og ég þurfi heilan dag til þess að henda þessu öllu

saman, þetta bara kemur. Maður er fljótur að læra þetta. (BS/2017_4)

Samkvæmt konunum eru það ekki bara þær sem finna mun á líðan sinni heldur telja þær

aðra taka eftir breytingu á líðan þeirra líka. Þeim finnst því ekki þörf á að kynna rusllausa

lífsstílinn sinn neitt sérstaklega þar sem þær telja að fólk taki eftir því sem þær eru að

gera. Að þeirra mati eru þær að gera eitthvað öðruvísi sem vekur eftirtekt hjá öðru fólki.

Page 30: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

29

Mér finnst oft hafa meiri áhrif að segja ekki neitt og gera frekar, heldur en að vera

eitthvað standandi upp á stól með þú veist biblíuna í hendinni veifandi […] fólkið sér

hvað manni líður vel að gera sitt. (BS/2017_4)

Ég hélt að ég yrði skrýtin, einhvern veginn, en það sem kom mér á óvart er að ég er

cool, ég er að gera hluti sem að fólk einhvern veginn hefur langað til að prufa eða

hefur ekki fundið lausnir en svo þú veist er það víst bara rosa cool að ég sé að gera

það allt og búin að finna lausnir og þannig. (BS/2017_3)

Það að upplifa sig „cool“ í gegnum rusllausa lífsstílinn mætti merkja sem táknrænt

auðmagn (Bourdieu, 2007). Táknrænt auðmagn felur í sér viðurkenningar sem

einstaklingur fær á grundvelli orðstírs síns, en með því að telja sig vera „cool“ má segja

að konan sé búin að afla sér virðingarstöðu innan ákveðins hóps. Einstaklingar sem

stunda rusllausan lífsstíll mynda jaðarhóp sem er sýnilegur í samfélaginu og getur

táknræna auðmagnið mögulega teygt sig út fyrir jaðarhópinn til annarra einstaklinga í

samfélaginu. Jaðarhópur er að andæfa valdi neyslusamfélagsins og segja konurnar að

annað fólk sé forvitið um það sem þær eru að gera. Fólk tekur eftir því að þær haga sér

öðruvísi en viðtekin venja er, þrátt fyrir að þær „sýni“ sig ekki neitt sérstaklega. Þær

skera sig frá almenningi með andófi sínu en andófið þeirra er ekki neikvætt heldur

jákvætt og getur þess vegna falið í sér táknrænt auðmagn. Þar af leiðandi er líklegra að

andófið verði samþykkt í samfélaginu og hópurinn hætti að vera jaðarhópur.

3.3 Plast er eitur

Plast er talið vera ein helsta umhverfisógn okkar tíma. Í plasti má finna ýmiskonar

óæskileg efni sem ekki er ráðlagt að dýr og menn komist í snertingu við. Plast getur haft

slæm áhrif á heilsuna, en það getur borist í líkama okkar með ýmsum hætti. Alþjóða

heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur til dæmis varað við því að plast sé notað í

matarumbúðir þar sem ýmis eiturefni geta smitast í matinn. Auk þess rotnar plast ekki,

heldur brotnar hægt og rólega niður í sífellt minni agnir, sem síðan berast út í vistkerfið.

Örplast getur því ratað aftur til neytenda og jafnvel endað á matardisknum þeirra (Bunk,

Anneliese, 2017: 9-15; Vef. Einnota plastumbúðir)

Plast er ekki aðeins talið hafa slæm áhrif á okkur í gegnum matvæli heldur er það

líka oft að finna í snyrtivörum (Vef. Krem og Sápur). Konurnar gera sér grein fyrir þessari

hættu og reyna eftir fremsta megni að forðast „slæmar“ snyrtivörur. Ef þær vilja nota

Page 31: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

30

snyrtivörur reyna þær frekar að búa þær til sjálfar, til að geta vitað nákvæmlega hvað er

í þeim.

Sem sagt hef stundum notað þá og bara hérna sem sagt gamla sjampóbrúsa og fyllt

á þá og verið með, […] en svo náttúrulega verður maður að gera ráð fyrir því að þú

veist það er eiturefni í plasti, og maður vill nota það sem minnst þó að maður sé að

blanda sjálfur í það. (BS/2017_4)

Ég nota svona ekki venjulegt sjampó heldur eitthvað sjampó sem hef búið til sjálf

eða eitthvað, kannski er það líka betra fyrir kroppinn. (BS/2017_2)

Nota rosalega lítið af snyrtivörum þannig að ég slepp ansi vel þar sko. (BS/2017_1)

Bara mér finnst hársverðinum mínum líða betur við það þannig að það er ekki

sérstaklega mikið sjampókaup á þessu heimili. (BS/2017_1)

Plast hefur áhrif á hvað konurnar gera, hvort sem það er plast í vörunni sjálfri eða

umbúðunum sem fylgja henni. Þær hafa því allar fundið sínar leiðir til þess að draga úr

notkun á því plasti sem fylgir snyrtivörum, en það er erfið barátta að heyja í samfélagi

sem framleiðir ógrynni af plasti (Vef. Einnota plastumbúðir).

Maður bara svona reynir að þú veist reynir að minnka þessar plastumbúðir sem eru

alls staðar. (BS/2017_4)

Og við reynum heldur ekki að gera plastrusl sem að fýkur kannski út í sjó og dýrin

borða það. Við reynum bara að kaupa taupoka og krukkur og við reynum að kaupa

með engu rusli á. (BS/2017_3)

Það er alltaf verið að ota að þér einhverju plasti og í pappa og þú veist ég meina

það liggur við, þú getur ekki einu sinni keypt dekk án þess að sé innpökkuð í plast

sem er náttúrulega fáránlegt. (BS/2017_4)

Konurnar eru þannig að losa sig við ýmis plastefni sem eru á heimilinu og skipta þeim út

fyrir hluti úr gleri eða öðrum efnum. Þetta gera þær vegna þess að glerið er betra að

endurvinna og endurnýta. Plast hefur víðtækari áhrif á umhverfið, bæði við notkun og

eftir notkun, á meðan vörur úr gleri endast mun lengur.

Við erum að reyna að finna út hvernig við eigum að gera þetta án þess að pakka

hverjum og einum [verkuðum fisk] í plastpoka eða eitthvað. (BS/2017_3)

Ég er að reyna að skipta út plastílátum fyrir krukkur, en þú veist ég vil ekki kaupa

þetta nýtt þannig að þetta veltur allt á Góða Hirðinum. (BS/2017_1)

Page 32: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

31

Við losuðum okkur líka við öll plastbox, notum bara gler. Af því að hérna út af

bpa‘inu5 sko. (BS/2017_4)

Það er greinilegt að plast er mikill áhrifaþáttur þegar kemur að rusllausum lífsstíl. Vegna

þess magns sem framleitt er þurfa einstaklingar sem vilja lifa rusllausum lífsstíl að beita

mikilli kænsku til þess að losna við plast úr lífi sínu. Barrátta kvennanna felur í sér ýmis

konar brögð gagnvart ráðagerðum samfélagsins en eins og áður segir þá eru brögð svar

hinna valdalausu gegn ráðagerðum valdsins (Sjá de Certaeu, 1984). Konurnar hafa því

komið sér upp kerfi sem að vinnur gegn því plastsamfélagi sem þær lifa í.

Innpakkað grænmeti er síðan ein helsta hindrun kvennanna þegar kemur að plasti

inni á heimilinu. Þær hafa aftur á móti ólíkan hátt á hvort þær kaupi íslenskt grænmeti,

erlent grænmeti eða hvort þær rækti sjálfar grænmeti. Flestu íslensku grænmeti er

pakkað inn í plast sem kemur sér afar illa fyrir konurnar að þeirra sögn. Þrátt fyrir plastið

kaupir Marín íslenskt grænmeti í plastumbúðum þar sem hún telur að kolefnissporið sé

minna af íslensku grænmeti heldur en af innfluttu grænmeti. Að hennar mati er íslenskt

grænmeti því skárri kostur fyrir umhverfið (BS/2017_1). Hildur lítur hins vegar öðruvísi á

þetta en hún kaupir ekki íslenskt grænmeti í plasti:

Ég vel að kaupa frekar útlenskt grænmeti út af því ég er búin að grátbiðja íslenska

bændur um að hætta að setja allt í plast og endalausar umbúðir. […] Ég vill frekar

einhvern veginn, þótt ég viti að það sé ekkert umhverfislega betra þá er ég að setja

pressu með því að taka afstöðu og reyna að fá fleiri til að taka afstöðu og vera á

móti þessu. (BS/2017_3)

Þó að það megi færa rök fyrir því að íslenskt grænmeti í plasti sé umhverfisvænna

heldur en innflutt grænmeti er það samt ekki nógu gott fyrir þær konur sem vilja ekki

mynda neitt rusl. Þess í stað sýna þær andóf gegn þeirri ráðagerð sem samfélagið setur

fram. Auk þess að kaupa innflutt grænmeti finna þær aðrar leiðir til þess að verða sér úti

um óinnpakkað ferskt grænmeti. Til að mynda rækta þær eigið grænmeti eins mikið og

þær geta, auk þess að versla við Bændur í bænum6 þar sem þær geta verslað grænmetið

umbúðalaust (BS/2017_4; BS/2017_3).

5 BPA er lífrænt efnasamband sem talið er að hafi slæm áhrif á heilsu. 6 Bændur í bænum er verslun þar sem einstaklingar kaupa beint af framleiðanda.

Page 33: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

32

4 Hvernig er hægt að lifa rusllaust?

Einstaklingar sem kjósa að lifa rusllausum lífsstíl geta farið ýmsar leiðir að því markmiði.

Það er greinilegt að þeir hugsa mikið um það hvernig hægt sé að lifa rusllaust, og reyna

að finna lausnir á öllu. Samkvæmt konunum er megnið af rusli sem verður til á heimilinu

umbúðir, svo þær hafa brugðið á það ráð að nota fjölnota umbúðir, oftast úr taui eða

gleri. Maturinn spilar einnig stórt hlutverk, en það krefst útsjónarsemi að vera rusllaus í

eldhúsinu. Það sama á við um baðherbergið, en konurnar sem ég talaði við hafa farið

ýmsar leiðir þegar kemur að því að vera rusllausar. Þá byggir stór hluti af rusllausum

lífsstíl á því að gera hlutina sjálfur, frá grunni. Þannig hafa konurnar búið sér til ýmsar

vörur, í stað þess að kaupa þær tilbúnar í umbúðum.

4.1 Fjölnota vörur

Til þess að lifa rusllausu lífi virðist vera hentugast að nota sem mest af fjölnota vörum.

Með þvi er átt við vörur sem hægt er að nota á ýmsa vegu, og oftar en einu sinni. Þetta

geta til dæmis verið fjölnota pokar, glerkrukkur, tíðavörur, rakvélar, bómullarskífur og

ýmislegt fleira. Á mynd 2 má sjá hvernig Hildur hefur verslað vörur umbúðalaust í

glerílát og taupoka.

Mynd 2. Þurrvara versluð umbúðalaust og sett í taupoka og glerílát. Ljósmynd: Hildur Dagbjört Arnardóttir.

Page 34: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

33

4.1.1 Pokar

Konurnar sem ég talaði við voru allar hættar að kaupa einnota plastpoka. Þess í stað fara

þær með sína eigin fjölnota poka í verslanir, og nota sömu pokana aftur og aftur. Með

þessu komast þær hjá því að nota plastpoka og ná þannig að minnka plastnotkun sína

(BS/2017_1; BS/2017_2; BS/2017_3; BS/2017_4). Pokarnir geta verið af ýmsum gerðum,

en algengast er að þeir séu úr taui. Bæði hafa konurnar keypt tilbúna slíka poka eða búið

til sína eigin: „[Ég nota] taupoka sem ég hef saumað úr […] ermum og skálmum og

eitthvað svona, gömlum hlutum“ (BS_2017_3). Þegar konurnar versla í matvörubúðum

setja þær ávexti og grænmeti lausa í innkaupakörfuna eða í þar til gerða netapoka í stað

þess að nota einnota plastpoka. Á afgreiðslukassanum fara vörurnar síðan í fjölnota

taupoka í stað einnota plastpoka (BS/2017_1; BS/2017_4).

Samkvæmt konunum er þó ekki auðvelt að lifa plastpokalausu lífi. Þær voru allar

sammála um að erfitt væri að losna alveg við notkun á plastpokum. Oft er það nær

ómögulegt, en það er þeim þó mikilvægt að reyna sitt besta og minnka plastnotkunina

eins og hægt er.

Það er ekkert að því að endurvinna skilurðu einn plastpoka á ári, stundum þarf

maður þess bara, en ekki að vera að nota plast eins og vestrænu ríkin eru í dag.

(BS/2017_4)

Við erum að reyna að finna út hvernig við eigum að gera þetta [frysta fisk] án þess

að pakka hverju og einu í plastpoka eða eitthvað. (BS/2017_3)

En matvara úr kjörbúð er ekki það eina sem hægt er að setja í fjölnota poka. Lena og

Hildur nota báðar taupoka undir heimabakað brauð eða brauð úr bakaríi (BS/2017_2;

BS/2017_3). Þá notar Marín fjölnota poka úr ónýtu fánaefni7 undir skilagjaldsskyldar

umbúðir (BS/2017_1), og Svava kaupir vörur í strigapokum sem hún getur endurnýtt

(BS/2017_4).

Í samfélaginu í dag er hefð fyrir því að fólk fái einnota plastpoka undir allt sem það

kaupir. Áætlað er að meðalfjölskylda noti um 400 einnota burðarplastpoka á ári (Vef.

Plastpokalaus verslun). Með því að nota fjölnota poka má því spara ógrynni af

plastpokum. Starfsmenn verslana spyrja viðskiptavini yfirleitt hvort þeir vilji poka, en líta

7 Pokar úr fánaefni eru fjölnota pokar sem framleiddir eru úr afgangi sem fellur til við framleiðslu á fánum fyrir fyrirtæki. Með því að nýta fánaefnið er verið að búa til verðmæti úr rusli (Vef. Fánapokar).

Page 35: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

34

má á einnota poka sem ráðagerð af hálfu neyslusamfélagsins líkt og de Certeau (1984)

talar um í sambandi við ráðagerðir og brögð. Með því að neita að kaupa einnota

plastpoka, og koma þess í stað með sína eigin fjölnota poka, eru konurnar að beita

bragði á þessa ráðagerð. Þær eru að taka valdið til sín með því að segja að það sé þeirra

val hvort þær noti plastpoka eða eigin poka. Kaupmenn bjóða upp á einnota poka gegn

gjaldi, og oft er ekkert annað í boði fyrir viðskiptavini til þess að geyma vörurnar sínar í.

Með því að nota frekar eigin poka, eru konurnar að sýna viðnám gegn valdi

kaupmannsins. Þær eru að berjast á móti straumnum, og sýna andóf á yfirráðasvæði

kaupmannsins í versluninni.

Þegar konurnar nota taupoka gera þær smekk sinn sýnilegan. Samkvæmt Bourdieu

(2007) mótar smekkur sjálfsmynd einstaklinga. Smekkur kvennanna sýnir því hvernig

þær upplifa sjálfsmynd sína og úr hvaða umhverfi þær koma. Taupokinn er þannig

hlaðinn merkingu þar sem hann segir öðru fólki að einstaklingurinn sem er að nota hann

sé umhverfisvænn og yfir það hafinn að nota plastpoka. Taupokinn hefur þannig

aðgreiningargildi þar sem umhverfissinnum þykir eftirsóknarvert að nota hann en ekki

öðrum.

Þá má einnig segja að kaupmenn líti á einnota poka sem ákveðna þjónustu við

viðskiptavini. Auk þess rennur hluti af ágóðanum af plastpokum í sérstakan sjóð sem

kallast Pokasjóður. Pokasjóður sér svo um að úthluta styrkjum til ýmissa verkefna,

meðal annars umhverfismála (Vef. Pokasjóður). Salan á einnota plastpokum veldur því

ákveðinni þversögn þar sem neytendur eru að kaupa óumhverfisvænan plastpoka en á

sama tíma að styrkja umhverfismál með kaupunum. Rétt er að geta þess að Pokasjóður

er nú farinn að hvetja almenning til þess að koma með eigin fjölnota poka, og er

Pokasjóður þannig meðvitað að stuðla að eigin falli (Vef. Notum 35 milljónir plastpoka á

hverju ári, 2017). Nú eru margar verslanir farnar að bjóða upp á fjölnota poka merkta

verslunum. Með því að bjóða viðskiptavinum upp á annan kost en einnota poka, eru

kaupmenn að taka valdið til sín aftur. Þeir taka bragðið sem var beitt á þá, og snúa því

upp í nýja ráðagerð þar sem viðskiptavinir hafa val um hvort þeir vilji kaupa einnota

poka eða fjölnota poka.

Page 36: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

35

4.1.2 Gler

Gler er endurvinnanlegt efni en á Íslandi er gler ekki endurunnið í nýtt gler vegna þess

hver kostnaðarsamt það er. Glerið er þess í stað mulið niður og notað sem fylling á

urðunarstöðum til þess að stöðva rottugang, auk þess sem það hefur verið notað í

malbik og jarðfyllingu. Gler er ekki mjög skaðlegt umhverfinu en það getur tekið

glerflösku um milljón ár að leysast upp (Vef. Gler). Vegna þess hve umhverfisvænt glerið

þykir eru glerkrukkur vinsæll hlutur á heimilum viðmælenda minna. Krukkurnar eru

notaðar til þess að geyma mat sem keyptur er í lausu, en þannig sleppa konurnar við

plastumbúðir auk þess sem þær geta notað krukkurnar aftur og aftur. Krukkurnar eru af

ýmsum stærðum og gerðum, og hafa konurnar ýmist keypt nýjar krukkur, notaðar

krukkur á nytjamarkaði eða þrifið krukkur sem koma inn á heimilið og nýtt þær aftur.

Ég fer reglulega í Góða hirðinn og kem til baka alveg klyfjuð af einhverjum krukkum.

(BS/2017_1)

Ég keypti svona krukkur í IKEA […]. það eru bara svona stórar krukkur sem eru alveg

loftþéttar með svona gúmmíhringi og svo bara eru þær vigtaðar fyrir og vigtaðar

eftir. (BS/2017_4)

Krukkurnar hafa líka fagurfræðilegu hlutverki að gegna, en sem dæmi má nefna að allar

krukkur Svövu eru af sömu tegundinni úr IKEA, og Marín einblínir á að sínar krukkur séu

með gyllt lok: „ég þríf krukkur hérna heima og nota þær aftur … ef þær eru með gylltu

loki svo þær passi við allt“ (BS/2017_1). Á mynd 3 og 4 má sjá glerkrukkurnar hjá Marínu

og Svövu. Krukkurnar virðast því hafa eitthvað gildi, en konurnar vildu gjarnan hafa þær

fallegar upp í hillu: „það er eitthvað svona fallegt að hafa svona krukk[u] með krydd[i],

það er bara fallegt að sjá krydd þarna og svona“ (BS/2017_2).

Page 37: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

36

Mynd 3. Krukkur Marínar, allar með gylltu loki. Ljósmynd: Birna Sigurðardóttir.

Mynd 4. Krukkur Svövu, allar alveg eins úr IKEA. Ljósmynd: Birna Sigurðardóttir.

Viðmælendurnir fara síðan með þessar glerkrukkur í verslanir sem selja matvöru í lausu

og fylla þær af þurrvöru. Það hefur þó reynst þeim misvel þar sem þyngslin í

Page 38: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

37

glerkrukkunum gera þeim stundum erfiðara fyrir auk þess sem þær taka mikið pláss

þegar þær eru tómar. Þetta var til dæmis staðan hjá Lenu, en hún er bíllaus og setur

matvöru sem hún verslar í bakpokann sinn. Það er þungt að burðast með glerkrukkur og

ef einhver þurrvara er ekki til í viðkomandi verslun neyðist Lena til þess að fara með

tóma krukkuna heim aftur (BS/2017_2).

Það væri auðvitað betra að kaupa í gleri heldur en í plasti af því að það er hægt að

endurvinna glerið 100% endalaust […] síðan náttúrulega reyni [ég] bara að kaupa

eins mikið í pappír eða af pappa og þess háttar umbúðum og gleri eða málm.

(BS/2017_1)

Konunum þykir glerið því almennt mun skynsamlegra en plast: „við losuðum okkur líka

við öll plastbox, notum bara gler“ (BS/2017_4). Vegna þess að það er 100%

endurvinnanlegt og, ólíkt plastinu, skilar ekki skaðlegum efnum út í matinn okkar velja

þær að geyma matvöruna frekar í gleri.

Eigum allavega fullt af einhverjum svona glerílátum og svona. […] svo fiskur, karlinn

minn er búinn að vera á sjó í sumar þannig við eigum fullt af fiski í frystinum sem er

bara í svona glerdollum með svona loftþéttu loki. (BS/2017_3)

Ef konurnar neyddust til þess að versla vörur í tilbúnum umbúðum, reyndu þær eftir

fremsta megni að kaupa frekar vörur í umbúðum úr gleri eða öðru efni en plasti. Þrátt

fyrir að telja það betri kost að kaupa gler, er þó ekki víst að það sé alltaf

umhverfisvænna. Hildur telur að innflutt glerkrukka sé mögulega verri fyrir umhverfið

þar sem mikil olíunotkun og kostnaður fylgir því að flytja hana til Íslands (BS/2017_3).

Samkvæmt Helga Lárussyni, framkvæmdastjóra Endurvinnslunar er gler erfitt efni til að

endurvinna og myndi starfsfólk Endurvinnslunnar gjarnan vilja sjá minna af gleri í notkun

(Vef. Anna Sigríður Einarsdóttir, 2017). Það er því ekki alltaf skýrt hvaða ákvörðun er

best fyrir umhverfið, sem skapar vandamál fyrir þá sem vilja stunda rusllausan lífsstíl af

umhverfisástæðum.

4.1.3 Tíðavörur

Stóran hluta ævi sinnar nota konur víða um heim túrtappa eða dömubindi einu sinni í

mánuði. Algengast er að slíkur varningur sé einnota, framleiddur úr plasti og öðrum

gerviefnum. Þessar vörur eru einnig taldar innihalda skaðleg efni (Vef. Anna Birgisdóttir,

2015; Donsky, (án ártals); Mercola, 2013) sem flestir myndu líklega ekki telja fýsilegt að

Page 39: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

38

hafa í svo náinni snertingu við líkamann. Þrátt fyrir það eru vörurnar enn framleiddar

með þessum efnum. Tíðavörur eru jafnframt dýrar og víða um heim eru þær skattlagðar

sem munaðarvörur, en það hefur verið gagnrýnt og talað um „túrskatt“, eða

skattlagningu sem beinist sérstaklega að konum. Vegna þessa, þurfa konur í blóma

lífsins að greiða himinháar upphæðir, einungis vegna þess að þær eru konur (Vef.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, 2015).

Konurnar nota ekki einnota tíðavörur. Af einnota tíðavörum verður mikið rusl ólíkt

þeim fjölnota tíðavörum sem þær nota; álfabikar og taubindi. Álfabikar er bikar úr

sílíkoni eða latexi sem settur er upp í leggöngin. Hann safnar túrblóðinu og er svo

tæmdur með reglulegu millibili. Allar konurnar sem ég ræddi við notuðu álfabikar og

voru þær allar sammála um ágæti álfabikarsins. Á mynd 5 má sjá hvernig álfabikarinn

lítur út.

En ég sjálf nota bara taubindi og álfabikar og ég meina eftir álfabikarinn þá bara

viltu ekki gera neitt annað […]. Þetta er bara svo frábært, þú veist þetta er svo

ótrúlega einfalt, þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af þessu þetta er bara, þetta er

æðislegt. Og mér finnst líka bara margir segja eftir að þú byrjaðir að nota taubindi

að verkirnir minnkuðu, […] minni verkir og ég meina þetta er bara eins og hjá

börnum skilurðu, maður þvær þetta, setur bara í þvottavélina, ekkert mál. Truflar

mig ekki neitt. (BS/2017_4)

Og þegar ég prufaði bikarinn […] þá skyldi ég ekki af hverju það væru ekki allir á

þessu, að það sé hægt einhvern veginn ekki finna fyrir að maður sé á túr. Að maður

geti gleymt því og nánast gleymt að tæma út af því þetta er svo þægilegt.

(BS/2017_3)

Mynd 5. Dæmi um álfabikar. Skjáskot af doktor.is

Page 40: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

39

Auk þess að nota álfabikarinn hafa konurnar einnig verið að notast við taubindi.

(BS/2017_1; BS/2017_2). Taubindi eru yfirleitt alveg eins í laginu og einnota dömubindi,

en í stað þess að vera úr plasti og öðrum gerviefnum þá eru taubindi úr rakadrægu

bómullarefni. Taubindi koma í nokkrum mismunandi gerðum og eru oft saumuð úr

mynstruðu efni. Á mynd 6 má sjá dæmi um taubindi sem Hildur saumaði handa sjálfri

sér.

Ég er búinn að vera að reyna að segja við unglinga þú veist, bara þetta er geðveikt

cool bindi, þú getur verið með tígrisdýr í nærbuxunum eða blómamynstur eða

eitthvað og verið geðveikt cool. (BS/2017_3)

Taubindi þykja einnig hentugur kostur fyrir konur sem hafa tilhneigingu til að fá

sýkingar, en talið er að efnin í einnota dömubindum auki líkur á slíkum kvillum (Vef.

Swift, 2016).

Það er bara fáránlegt að það viti ekki allir af þessum valmöguleikum og það að það

sé fullt af fólki úti með þú veist, þurrk og með sveppasýkingar af því þær eru að

nota plastbindi þegar þær geta verið að nota taubindi og ekki fundið fyrir neinum

óþægindum. (BS/2017_3)

Í rauninni má segja að notkun fjölnota tíðavara sé bragð við ráðagerðum

samfélagsins. Konurnar eru ekki að viðhalda neyslunni á einnota tíðavörum, þess í stað

eru þær að kaupa vörur sem duga lengur. Þannig fær markaðurinn ekki það sem hann

vill, en samfélagið í dag er drifið af neysluhyggju þar sem við erum háð því að

kaupmaðurinn bjóði upp á þær vörur sem við þurfum. Fjölnota tíðavörur virðast því

skipta miklu máli fyrir konurnar. Mín upplifun var sú að þó þær væru ekki að lifa

rusllausu lífi, myndu þær samt vera til í að nota þessar vörur. Það er greinilegt að þeim

þykir mikill munur á að nota fjölnota í stað einnota, hvort sem það er náttúrunnar eða

þeirra sjálfra vegna.

Page 41: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

40

Mynd 6. Dæmi um taubindi. Ljósmynd: Hildur Dagbjört Arnardóttir.

4.2 Matvara

Til þess að sleppa við að kaupa ýmsar matvörur í umbúðum hafa konurnar tekið upp á

því að rækta sjálfar það sem hægt er á heimilinu, hvort sem það eru krydd í

gluggakistunni eða heill matjurtagarður á bak við hús (BS/2017_1; BS_2017_4).

Svo er ég að rækta fullt af grænmeti […] Þannig við fáum fullt af salati og

rótargrænmeti og grænkáli og ýmsu, kryddjurtum og svona. Svo úti í gróðurhúsi er

ég með eitthvað af ávaxtatrjám og berjarunnum og alls konar, já, ber og salat og

eitthvað líka. (BS/2017_3)

Auk þess að rækta sitt eigið grænmeti safna konurnar einnig lífrænum úrgangi og setja í

moltu. Moltan er svo nýtt sem áburður í garðinum, en þannig stuðla þær að því að

úrgangur verði ekki að rusli heldur hluti af næringarhringrás sem hjálpar nýju grænmeti

að vaxa og þroskast (BS/2017_3). En það hafa ekki allir aðgang að garði með safnkassa

og þegar Svava bjó á fjórðu hæð í húsi fann hún aðra leið til þess að vinna lífrænan

úrgang.

Við bjuggum á fjórðu hæð þegar við byrjuðum fyrst að búa og þá vorum við bara

með svona á svölunum, bara svona plastkassa með ánamöðkum í og fórum svo

bara þegar það var orðið að mold […] og sturtuðum honum einhvers staðar af því

að mold er náttúrulega bara alltaf mold. (BS/2017_4)

Svava notaði sem sagt lifandi ánamaðka í kassa til þess að brjóta niður lífræna úrganginn

og breyta honum í moltu. Hún gat ekki verið með venjulegan safnkassa á svölunum og

Page 42: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

41

fann því bara lausn á þessu vandamáli sem hún stóð frammi fyrir (BS/2017_4).

Lausnarmiðuð hugsun er því mjög mikilvæg í rusllausum lífsstíl.

Moltugerð á veturna er annað dæmi um vandamál sem konurnar hafa fundið

lausn á. Þegar allt er frosið úti og engin leið til að setja lífrænan úrgang í safnkassa hefur

Svava til að mynda safnað lífræna úrganginum í frystinn (BS/2017_4). Marín hefur einnig

safnað lífrænum úrgangi í frystinn, en hún maukar lífræna úrganginn fyrst í

matvinnsluvél til þess að hann taki minna pláss (BS/2017_1). Frystirinn gegnir að öðru

leyti stóru hlutverki í tengslum við mat hjá viðmælendum mínum. Þær eru einnig

duglegar að frysta mat, hvort sem það eru matarafgangar eða matur sem er að renna út.

Eins og til dæmis ef það eru tómatar á tilboði þá kaupi ég tómata og bý til

tómatsósu og fylli á flöskurnar og set í frysti og svoleiðis. (BS/2017_4)

Þá kaupi ég bara tómata og frysti þá síðan, af því þú veist ég get alltaf notað þá

seinna. En þeir eru kannski að renna út þannig að þeir eru á afslætti og ég kaupi þá.

(BS/2017_4)

Og ég er frystióð. Ég frysti allt. Ég frysti mjólk, ég frysti rjóma. Og ég frysti hérna,

það er[u] bara bananar þarna inn í frysti núna, þeir voru að skemmast þannig að ég

ætla að nota þá í bananabrauð. Allir matarafgangar fara hingað [í frystinn].

(BS/2017_1)

Með því að versla mat sem er alveg að skemmast og væri líklega hent, og frysta

matarafganga í stað þess að henda þeim, eru konurnar að stuðla að minni matarsóun.

Matarsóun er stórt vandamál í heiminum líkt og kom fram í 1.kafla, en rannsóknir hafa

bent til þess að reykvísk heimili hendi í kringum 5.800 tonnum af matvælum á hverju ári.

Matur er því mögulega stærsti hlutinn af öllu því rusli sem kemur frá íslenskum

heimilum (Vef. Matarsóun á Íslandi). Ef við skoðum matvæli og matarsóun út frá

kenningu Mary Douglas (1966) um hlut á röngum stað, þá verður matur að rusli um leið

og hann á ekki lengur sinn stað í eldhúsinu. Matvæli eiga sinn stað í flokkunarkerfi

eldhússins og um leið og þau eru skilgreind sem skemmd eiga þau ekki lengur heima í

eldhúsinu og verða þar með að rusli. Ef konurnar hentu matvöru í ruslið myndi það ekki

samræmast hugmyndinni um rusllaust líf. Matur sem fer í almennt sorp er urðaður en

samkvæmt skilgreiningunni á rusllausum lífsstíl á ekkert að enda í urðun.

Page 43: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

42

4.3 Búið til frá grunni

Til þess að mynda sem minnst af rusli hafa konurnar brugðið á það ráð að búa til frá

grunni eitt og annað sem nota þarf á heimilinu. Með því að búa til eigin hreinlætisvörur

hafa þær stjórn á efnasamsetningunni í vörunum. Auk þess geta þær stjórnað í hvernig

umbúðum hreinlætisvörurnar eru, en oftar en ekki eru aðkeyptar hreinlætisvörur í

plastumbúðum, sem konurnar vilja forðast.

4.3.1 Hreinsiefni

Það er algengt að fólki búi til eigin hreinsiefni, en það gengur misvel. Konurnar sem ég

ræddi við hafa kynnst því af fenginni reynslu, og vita því að oft tekur tíma að finna

hentuga uppskrift.

Þetta er heimagerð sápa. Hún er ógeðslega léleg, þannig að mér hefur ekki gengið

nógu vel með þessar einföldu uppskriftir sem fela í sér í raun og veru bara að þynna

út venjulegt sápustykki, bæta við einhverju svona smá út í, það er ekki, hefur

allavega ekki gengið fyrir mig.[…] Og ég bjó til uppþvottalög líka, og hann var fínn

sko en ég þurfti miklu meira heldur en ella. (BS/2017_1)

Með því að búa til sína eigin sápu, hvort sem það er handsápa eða þvottavélaefni, er

verið að taka ákveðna áhættu. Þó að konurnar viti ekki hvort heimatilbúnu vörurnar

muni virka nógu vel þá þykir þeim það áhættunnar virði að standa í því að búa þær til,

þar sem þær telja mikilvægt að finnast þær vera að gera sitt besta. Stundum þurfa þær

að prófa sig áfram með ýmsar uppskriftir og ef fyrsta tilraun heppnast ekki reyna þær

aftur og prófa nýja uppskrift (BS/2017_1). Eftir ákveðinn tíma í rusllausum lífsstíl má

segja að konurnar séu búnar að finna það sem hentar þeim best og halda þær sig við

það.

Ég geri þvottaefni sem að virkar bara vel. Það allavega, ég sé engan mun á því og

Neutral. Það er þá bara sápustykki og þvottasódi og vatn og ilmkjarnaolía ef þú vilt

en það skiptir mig engu. Það hefur verið að virka. (BS/2017_1).

Ég hef prufað að þvo með matarsóda. Ég veit það er líka hægt að þvo með

einhverjum svona bökunarsóda og það getur maður gert með því að baka

matarsódann (BS/2017_3)

Og svo í þvottavélina þá annað hvort nota ég [sápuhnetur], eða hérna bara nota

castille sápu sem ég er búin að búa til sjálf. Ríf hana niður, blanda hana saman við

hérna bökunarsóda og þú veist, það þvær fötin bara alveg eins og hvað annað

skilurðu og svo set ég ilmkjarnaolíu með ef mig langar í einhverja svona góða lykt og

þær eru náttúrulega líka í þessum litlu glerflöskum. (BS/2017_4)

Page 44: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

43

Ef konurnar neyðast svo til þess að kaupa þvottaefni passa þær sig á að velja alltaf

þvottaefni sem er umhverfisvænt og kemur í endurvinnanlegum umbúðum, svo sem

pappa (BS/2017_2; BS/2017_3; BS/2017_1). Í einhverjum tilfellum er ekki nauðsynlegt

að búa til nýtt efni frá grunni heldur er stundum hægt að nota eitthvað sem til er á

heimilinu. Hildur hætti til að mynda að nota uppþvottalög, hún vaskar upp með heitu

vatni og ef eitthvað er sérstaklega skítugt notar hún matarsóda við uppvaskið

(BS/2017_3).

4.3.2 Snyrtivörur

Til þess að minnka umbúðir og rusl á heimilinu hafa konurnar dregið úr notkun sinni á

snyrtivörum. Annað hvort mála þær sig lítið eða ekkert (BS/2017_3; BS/2017_4). Þá eru

þær duglegar að nota einföld efni, eins og til dæmis kókosolíu. Kókosolíuna nota þær

sem krem á líkamann, eða til að þrífa af sér farða (BS/2017_1; BS/2017_2). Svava býr

jafnframt til sín eigin hreinsikrem sem endast lengi (BS/2017_4) og Marín hefur gert

tilraun til að búa til maskara sem hún var svo ekki ánægð með:

Svona eftir á [að] hyggja þá hefði ég ekkert átt að búa til minn eiginn maskara, af

því ég keypti býflugnavax í plasti og svona kolatöflur í plastdunki af því það var það

eina sem var til hérlendis og síðan keypti ég chia smjör sem er með plastloki,

glerkrukku, bara til þess að búa til smá maskara […] þannig þetta er svona, hversu

langt á maður að ganga, þetta var bara, það var ekkert zero waste við að gera

þennan maskara. (BS/2017_1)

Það að vilja vera rusllaus í snyrtivörum og reyna að finna leiðir til þess, þýðir ekki

endilega að það gangi alltaf vel frá upphafi. Stundum þarf að prófa sig áfram og

mikilvægt er að gefast ekki upp ef rekist er á hindranir heldur reyna áfram að finna

hentuga lausn. Til þess að vera rusllaus þarf því stundum að mynda smá rusl.

Og auðvitað þú veist þegar ég bý til þetta allt saman þá þarf ég að kaupa skilurðu ég

þarf að kaupa til dæmis olíuna og hún kemur því miður oftast í plastumbúðum en

flest fyrirtæki taka á móti þeim aftur og fylla á þannig að þær eru allavega nýttar

aftur og aftur og aftur. (BS/2017_4)

Aðalmálið, að mati kvennanna, er að gera sitt besta og, vera búin undir það að gera

mistök. Þeirra reynsla er sú að í upphafi fylgi rusllausum lífsstíl umstang sem tekur tíma

en hann sé svo lítið mál þegar viðkomandi kemst upp á lagið með hann (BS/2017_4).

Page 45: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

44

4.3.3 Tannhirða

Tannhirða er að sjálfsögðu mikilvæg fyrir alla, en henni fylgir ýmislegt rusl. Tannburstar

eru yfirleitt úr plasti og tannkrem kemur í plasttúpum. Til þess að hætta notkun á

tannburstum úr plasti hafa konurnar allar tekið upp á því að nota tannbursta úr bambus

(BS/2017_1; BS/2017_2; BS/2017_3; BS/2017_4). Tannburstar úr bambus eru taldir

umhverfisvænni kostur en tannburstar úr plasti þar sem bambusinn er náttúrulegt efni

sem brotnar niður í náttúrunni (Vef. Þórunn Björk Pálmadóttir, 2017).

Auk þess að nota umhverfisvænan tannbursta hafa konurnar prófað sig áfram í að

búa til sitt eigið tannkrem sem þær geyma í glerkrukku við vaskinn. Tannkremið geymist

samt ekki mjög lengi svo þær þurfa reglulega að búa til nýtt (BS/2017_4).

Ég var komin í það að gera mitt eigið tannkrem […]. Það þrælvirkar […] það var

bentolít leir í því, matarsódi og xylitól. Held að það sé bara það sko. Og mér fannst

það virka mun betur heldur en venjulegt tannkrem. (BS/2017_1)

Tannkremin hafa samt heppnast misvel en Lena bjó til dæmis til tannkrem úr kókosolíu

og lyftidufti, sem henni þótti of sterkt (BS/2017_2). Þá kaupir Svava stundum tannkrem

sem hún getur fengið áfyllingu á (BS/2017_4). Aðalmálið hjá konunum er því að sleppa

plastinu og finna aðra leið, hvort sem það er að kaupa vöru í glerumbúðum, vöru sem

hægt er að fylla á, eða búa hana til sjálfar.

4.4 Klósettpappír

Íslendingar og aðrir íbúar á Vesturlöndum geta líklega ekki ímyndað sér að ganga örna

sinna án einnota klósettpappírs. Svava og Hildur hafa hins vegar báðar velt fyrir sér

klósettpappír og ruslinu sem honum fylgir. Svava hefur þó gengið skrefinu lengra en

Hildur og notar sérstaka skolsprautu sem fest er á salernið.

Þú getur annað hvort fengið svona setu með, svona vatn sem sprautar upp í eða þú

getur bara fengið svona lítinn sturtuhaus, bara pínku ponsu lítinn og hérna við sum

sé keyptum þannig í gömlu íbúðinni okkar og vorum bara ógeðslega ánægð með

þetta og […] þá bara basically skolarðu þig og notar síðan hérna bara […] svona

þvottastykki sem fer bara í þvottinn. Og það […] sparar klósettpappírinn,

náttúrulega þurfum ekkert að kaupa hann. (BS/2017_4).

Með því að nota þessa vatnssprautu til þess að hreinsa sig finnst Svava hún vera mun

hreinni: „þú ert ekki að þrífa neitt [með klósettpappír], þú ert bara basically að þú veist

hreyfa við skítnum. Þannig að okkur finnst, manni einhvern veginn líður miklu betur

Page 46: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

45

þegar maður gerir þetta svona“ (BS/2017_4). Hildur er sömuleiðis að hugsa um að losa

sig við þennan hefðbundna klósettpappír sem er pakkað inn í plast. Þess í stað er hún að

íhuga að nota tauklúta. Hún er nú þegar búin að skipta út eldhúspappír fyrir tauklúta og

er klósettpappírinn eðlilegt framhald af því.

En salernispappír notum við enn þá. En það eru hins vegar ansi margir á heimilinu

orðnir mjög heitir fyrir því að nota tauklúta, sérstaklega fyrir piss. […] Ég þarf bara

að skera niður svolítið efni og kannski sauma saman eða eitthvað. Til að gera smá

svona einfaldara, að, þannig maður þurfi ekki alltaf að vera eitthvað að bretta

saman eitthvað fullt af dóti. […] Svo var hugsunin að nota bara, hengja bara upp

svona taupoka eins og er notað fyrir bleiurnar. (BS/2017_3)

Í raun væri þetta ekki í fyrsta skipti sem Hildur notaði slíka tauklúta á heimilinu, en hún

var með yngstu börnin sín í taubleium og notaði þá tauklúta í stað hinna almennu

blautklúta. Eftir að hafa verið með tvö börn í taui sér Hildur ekkert því til fyrirstöðu að

þvo tauklúta af allri fjölskyldunni (BS/2017_3). Með því að hætta notkun á

hefðbundnum salernispappír eru Hildur og Svava að sýna andóf gegn ríkjandi viðmiðum.

4.5 Endurnýting

Þjóðfélagið er komið út í svo mikið rugl af því það þarf alltaf að búa til meira, búa til

meira. Og þá er þú veist, hætta að nota fjölnota dót út af því það þarf einhvern

veginn að fæða markaðinn með meiri meiri framleiðslu. Meira meira af rusli. Og

endurvinnsla er einhvern veginn bara svona úlfur í sauðargæru. Út af því að það er

alltaf verið að búa til meiri umbúðir úr nýju efni og þá verður til meira meira af

plastdóti í endurvinnslu sem að þarf að gera eitthvað við. (BS/2017_3)

Samkvæmt Hildi snýst rusllaus lífsstíll ekki einungis um að mynda sem minnst rusl á

heimilinu, heldur einnig um að koma almennt í veg fyrir á að meira rusl myndist í

samfélaginu. Til þess að gera það er mikilvægt að minnka kaup á nýjum vörum og kaupa

frekar notaða hluti, hvort sem það er af nytjamarkaði eða beint frá öðru fólki. Konurnar

sem ég ræddi við hafa allar verið að kaupa notaða hluti, en þó í mismiklum mæli.

Sýndarneysla er ráðandi í samfélaginu, en með sýndarneyslunni reyna einstaklingar að

bæta stöðu sína í samfélaginu (Stefán Ólafsson, 1996). Með því að versla notaða hluti

eru konurnar að sýna andóf gegn ríkjandi viðmiðum neysluhyggjunnar. Þetta er einnig

félagsleg áhætta þar sem konurnar geta dottið úr stöðu sinni í samfélaginu með því að

sýna öðrum að þær séu yfir sýndarneysluna hafnar. Aftur á móti geta þær einnig öðlast

táknrænt auðmagn þar sem njóta virðingar í öðrum hópum fyrir andóf sitt.

Page 47: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

46

Lena, sem er aðeins búsett hér á landi á meðan hún er í námi, valdi til dæmis að

kaupa notaða sæng og notuð rúmföt í stað þess að fara og versla nýtt. Þetta gerði hún

vegna þess að henni finnst mikilvægt að kaupa eitthvað sem var nú þegar til, en ekki

eitthvað nýtt og ónotað (BS/2017_2). Auk þess að kaupa notað á rúmið, hafði hún mikið

fyrir því að kaupa skólabækur. Í stað þess að versla nýjar bækur verslaði hún notaðar

bækur af eldri nemum og slapp þannig við plastumbúðirnar sem vilja oft fylgja nýjum

bókum (BS/2017_2).

Eins og með annað sem varðar rusllausan lífstíl snýst þetta að miklu leyti um að

breyta hugarfarinu. Ef eitthvað vantar inn á heimilið ætti ekki að byrja á því að hlaupa út

í búð og kaupa nýtt heldur reyna að finna aðra leið til þess að nálgast hlutinn. Hægt er

að byrja á því að skoða nytjamarkaði og sölutorg á veraldarvefnum. Ef um er að ræða

hluti sem eiga að endast lengi finnst konunum mikilvægt að kaupa gæðavöru sem að

hefur lengri líftíma. Jafnvel þótt það sé dýrara.

Ég er búin að eiga of mikið af lélegum heimilistækjum sem hafa bilað […] þannig að

eftir að ég fór út á vinnumarkaðinn og fékk þessa fínu stöðu þá svona er ég að, ég

er búin að safna að mér tækjum svona sem eru vonandi svona lifetime. […] Það er

líka eitt í þessu, kaupa, kaupa gæði sem að endist. Það var ekki á mínu færi fyrr en

bara í fyrra. (BS/2017_1)

Með því að kaupa minna sparast peningur sem getur síðan nýst í kaup á dýrari og

endingarbetri vörum. Þannig nýta konurnar efnahagslega auðmagnið sem kemur í

kjölfar rusllausa lífsstílsins til þess að halda áfram að vera rusllausar.

Page 48: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

47

Niðurstöður

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna rusllausan lífsstíl á Íslandi. Ég vildi komast að

því hvernig og af hverju einstaklingar velja að lifa rusllausu lífi. Rusllaus lífstíll er

hugmyndafræði sem byggir á því að minnka rusl með því að senda ekkert rusl í urðun. Í

staðinn reyna einstaklingar að haga lífi sínu þannig að þeir myndi ekkert rusl. Rusllaus

lífsstíll skýtur upp kollinum í kjölfarið á mikilli vitundarvakningu í samfélaginu hvað

varðar umhverfismál. Það er áhugavert að rannsaka rusllausan lífsstíl á meðan hann er

enn jaðarsettur og er í mótsögn við ríkjandi viðmið í samfélaginu. Nútímasamfélög eru

neysludrifin þar sem nýjar vörur koma í sífellu á markaðinn og því gamla er hent.

Samfélagið er því stanslaust að framleiða varning sem endar lífdaga sína sem rusl á

urðunarstöðum. Við framkvæmd rannsóknarinnar tók ég fjögur viðtöl við konur sem

allar stunda rusllausan lífstíl. Í viðtölunum kom fram margt sem er sameiginlegt og ólíkt

með viðmælendunum. Sjónarmiðið sem fram komu í viðtölunum setti ég svo í

þjóðfræðilegt samhengi með hjálp hugtaka eins og ráðagerðir og brögð, rusl, smekkur,

auðmagn og sýndarneysla.

Meginástæða þess að konurnar sem ég ræddi við stunda rusllausan lífsstíl er vegna

umhverfisins. Þær vilja ekki taka þátt í þeirri ruslmengun sem er í gangi í heiminum. Allar

hafa þær gert sér grein fyrir því að þegar hlutum er hent þá hverfa þeir ekki, heldur

lenda þeir annars staðar og geta valdið dýrum og öðrum lífverum skaða. Þá bætir það

líðan kvennanna að stunda rusllausan lífsstíl. Þær eru stoltar af sjálfri sér og jafnvel þó

þær séu ekki algjörlega rusllausar finnst þeim ánægjulegt að hugsa til þess að hegðun

þeirra sé að hafi einhver jákvæð áhrif á umhverfi, þótt óveruleg séu. Konurnar forðast

að nota plast vegna þess hve skaðlegt það er og þær hafa fundið ýmsar leiðir til að

komast hjá plastnotkun. Þær hafa því hætt að nota ýmsar vörur úr plasti og fundið þeim

staðgengla úr öðrum efnum. Það getur reynst mörgum erfitt að komast hjá því að nota

plast í rusllausum lífsstíl þar sem fjölmörgum vörum er pakkað inn í plast, þar á meðal

íslensku grænmeti. Með því að minnka plastnotkun sína eru konurnar að beita ráðagerð

samfélagsins bragði. Ráðagerð samfélagsins gerir ráð fyrir að fólk versli hluti í

plastumbúðum en bragðið felst í því að sneiða fram hjá plastinu og finna eitthvað

umhverfisvænna í staðinn.

Page 49: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

48

Konurnar beita einnig fleiri brögðum á ráðagerðir samfélagsins. Það hafa þær gert

með því að hætta notkun á ýmsum einnota vörum, til að mynda plastpokum, og velja

þess í stað að koma með eigin fjölnota poka í matvörubúðir. Glerkrukkur og taupoka

fara þær að auki með í sérstakar verslanir og fylla á þurrvöru sem seld er umbúðalaus.

Þannig sýna þær andóf gegn ríkjandi viðmiðum í samfélaginu þar sem mestallur

söluvarningur kemur í umbúðum sem lendir síðan í ruslinu. Jafnframt notast konurnar

við fjölnota tíðavörur, svo sem álfabikar og taubindi. Ásamt því að vera umhverfisvænni

kostur þá ná konurnar með því að sneiða framhjá þeim skaðlegu efnum að sögn er að

finna í einnota tíðavörum. Einnota dömubindi og túrtappar eru samfélagslega samþykkt

og því má segja að notkun á fjölnota vörum sé í andstöðu við ríkjandi viðmið.

Taupokinn, og aðrar fjölnota vörur, eru hlaðnar merkingu þar sem smekkur og

sjálfsmynd kvennanna birtist í gegnum þessa hluti. Sjálfsmyndin mótast af smekknum,

en smekkurinn hefur aðgreiningargildi í gegnum neysluna. Það hvaða vörur konurnar

velja segir öðru fólki hvernig þær líta á sjálfa sig. Smekkur kvennanna á fjölnota vörur

segir að með notkun þessara vara séu þær séu umhverfislega ábyrgar og yfir það hafnar

að nota einnota vörur.

Ein helsta leiðin sem konurnar fara til þess að vera rusllausar er að búa til sinn eigin

varning frá grunni. Meðal þess sem þær búa til eru snyrtivörur, tannkrem og þvottaefni.

Það hefur þó ekki reynst þeim þrautalaust þar sem þær hafa þurft að prófa sig mikið

áfram til þess að finna uppskrift sem hentar þeim. En þegar rétta uppskriftin er fundin er

framhaldið lítið mál. Einn galli er á því að búa til sínar eigin vörur en hann er sá að

stundum verður til rusl úr umbúðum hráefnanna. Konunum finnst það þó skárra heldur

en að kaupa vöruna tilbúna þar sem þær ráða innihaldsefnunum alveg sjálfar ólíkt því

sem gengur og gerist í keyptum vörum. Þá geta þær einnig valið að geyma heimagerða

hlutinn í endurnýtanlegum umbúðum í stað plastumbúða.

Til þess að sporna gegn óhóflegum umbúðum matvara reyna konurnar að rækta sitt

eigið grænmeti ásamt því að minnka matarsóun á heimilum sínum. Það gera þær með

því að frysta flestan mat, bæði matarafganga og mat sem kominn er á síðasta söludag.

Þá safna þær líka lífrænum úrgangi til moltugerðar sem kemur í veg fyrir að hann endi í

ruslapoka í urðun heldur verður frekar hluti af hringrás garðsins þar sem hann gefur

öðrum plöntum næringu.

Page 50: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

49

Að lokum reyna konurnar eftir fremsta megni að mynda ekkert rusl með því að

kaupa ekki nýjar vörur. Þess í stað kaupa þær föt og húsgögn á nytjamörkuðum og gefa

þannig gömlum hlutum nýtt líf. Þá sleppa þær við óþarfa umbúðir og sýna á sama tíma

andóf gagnvart neysluhyggjunni og sýndarneyslunni sem ríkir í samfélaginu.

Ekki er hlaupið að því að taka upp rusllausan lífsstíl á einum degi. Dæmi kvennanna

sem rætt var við í þessari rannsókn sýna þó að með því að hugsa í lausnum má komast

mjög nálægt takmarkinu um að skilja ekkert rusl eftir sig. Með því að breyta hugarfarinu

og velja umhverfisvænni kost en vani er, ætti rusllaus lífsstíll að vera á færi allra.

Page 51: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

50

Heimildaskrá

Prentaðar heimildir

Björk Hólm Þorsteinsdóttir. (2012). „kíkja í ruslið“. Af rusli og ruslurum í kapítalísku samfélagi. Óbirt BA-ritgerð: Háskóli Íslands, Félagsvísindasvið.

Bourdieu, Pierre. (2007). Myndbreyting smekksins. Í Davíð Kristinsson (ritstj.). Almenningsálitið er ekki til (45-59). (Egill Arnarsson þýddi). Reykjavík: Omdúrman, ReykjavíkurAkademían.

Bunk, Anneliese og Nadine Schubert. (2017). Betra líf án plasts. (Þýðandi Rósa Guðbjartsdóttir). München: Bókafélagið

de Certeau, Michel. (1984). The Practice of Everyday Life. Berkeley: University of California Press.

Davíð Kristinsson. (2007). Inngangur ritstjóra. Í Davíð Kristinsson (ritstj.) Almenningsálitið er ekki til (7-31). Reykjavík: Omdúrman, ReykjavíkurAkademían.

Dundes, Alan. (1965). The Study of Folklore. Englewood Cliffs: Prentice-Hall.

Dundes, Alan. (1987). Folklore matters. Knoxville: The University of Tennessee Press.

Einar Mar Þórðarson, Fanney Þórisdóttir og Friðrik H. Jónsson. (2008). Könnun á neysluvenjum og viðhorfum til endurvinnslu. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Frykman, Jonas og Orvar Löfgren. (1987). Culture builders: A Historical Anthropology of Middle Class Life. (Alan Crozier þýddi). New Brunswick: N.J. Rutgers University Press.

Gregson, Nicky og Louise Crewe. (2003). Second-Hand Cultures. Oxford: Berg.

Haenfler, Ross. (2014). Subcultures: The Basics. London og New York: Routledge.

Íris Eva Stefánsdóttir. (2014). Góði hirðirinn og endurnýting í íslensku samfélagi. Óbirt BA-ritgerð: Háskóli Íslands, Félagsvísindasvið

Íslenska alfræðiorðabókin. (2011). Bókaútgáfan Örn og Örlygur ehf.

Íslensk orðabók. (2007). Mörður Árnason (ritstj.). Reykjavík: Forlagið.

Marx, Karl og Friedrich Engels. (1968). Úrvalsrit í tveimur bindum. (I. bindi). Reykjavík: Heimskringla.

Rathje, William og Cullen Murphy. (2001). Rubbish! The Archaeology of Garbage. Tucson: The University of Arizona Press.

Sims, Martha C og Martine Stephens. (2005). Living Folklore: An Introduction to the Study of People and Their Traditions. Logan: Utah State University Press.

Page 52: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

51

Stefán Ólafsson. (1996). Hugarfar og hagvöxtur. Menning, þjóðfélag og framfarir á Vesturlöndum. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Strasser, Susan. (1999). Waste and Want: A Social History of Trash. New York: Holt.

Stuart, Tristram. (2009). Waste: Uncovering the Global Food Scandal. New York: Penguin Books.

Tilley, Christopher. (2006). Introduction: Identity, Place, Landscape and Heritage. Journal of Material Culture, 11, 7-32

Yow, Valerie Raleigh. (2005). Recording Oral History. A Guide for the Humanites and Social Sciences. (2. útgáfa). Walnut Creek California: AltaMira Press.

Vefheimildir (Vef.)

Anna Birgisdóttir. (2015). Notar þú túrtappa og hefur þú spáð í því hvaða efni eru í þeim? Sótt 7. janúar 2018 á http://www.heilsutorg.is/is/frettir/notar-thu-turtappa-og-hefur-thu-spad-i-thvi-hvada-efni-eru-i-theim.

Anna Sigríður Einarsdóttir. (2017). Glerið erfið vara fyrir Endurvinnsluna. Sótt 6. janúar 2018 á https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/09/26/glerid_erfid_vara_fyrir_endurvinnsluna

Donsky, Andrea. (Án ártals). Conventional Feminine Hygiene Products: A Women’s Issue With Toxic Implications. Sótt 7. janúar 2018 á http://naturallysavvy.com/care/conventional-feminine-hygiene-products-a-womens-issue-with-toxic-implications.

Einnota plastumbúðir. (Án ártals). Sótt 5. nóvember 2017 á https://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/heimilid/einnota-plastumbudir/#Tab1

Fánapokar. (Án ártals). Sótt 10. desember á http://fanapokar.is/.

Gler. (Án ártals). Sótt 12. nóvember á http://www.endurvinnslan.is/gler/

Kellogg, Kathryn. (Án ártals). Going Zero Waste. Sótt 24. janúar 2017 á https://www.goingzerowaste.com/zero-waste-1/.

Krem og sápur. (Án ártals). Sótt 5. nóvember 2017 á https://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/snyrtivorur/krem-og-sapur/

Matarsóun á Íslandi. (Án ártals). Sótt 4. desember 2017 á http://matarsoun.is/default.aspx?pageid=929ad605-0b03-11e6-a224-00505695691b

Page 53: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

52

Mercola, Jospeh. (2013). Toxic Ingredients in Feminine Hygiene Products. Sótt 7. janúar 2018 á https://www.care2.com/greenliving/toxic-ingredients-in-feminine-hygiene-products.html.

Notum 35 milljónir plastpoka á hverju ári. (2017). Sótt 5. janúar 2018 á https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2017/05/15/einn_nyr_plastpoki_a_hverri_sekundu

Plastlaus september. (2017). Sótt 4. desember á https://plastlausseptember.is/

Plastpokalaus verslun. (Án ártals). Sótt 12. nóvember á https://www.ust.is/atvinnulif/graenn-rekstur/plastpokalaus-verslun/

Pokasjóður. (Án ártals). Sótt 5. janúar 2018 á https://pokasjodur.is.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir. (2015). Konur greiða hundruð þúsunda í „túrskatt“. Sótt 11. nóvember á http://www.ruv.is/frett/konur-greida-hundrud-thusunda-i-turskatt

Singer, Lauren. (Án ártals). Trash is for tossers. Sótt 24. janúar 2017 á http://www.trashisfortossers.com/p/about.html.

Swift, Emma. (2016). Nýjungar fyrir konur á blæðingum. Sótt 11. nóvember á http://heilsanokkar.is/nyjungar-fyrir-konur-a-blaedingum/

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. (2016). Saman gegn sóun: Almenn stefna um úrgangsforvarnir 2016 - 2027. Sótt 4. desember 2017 á https://www.stjornarradid.is/media/umhverfisraduneyti-media/media/PDF_skrar/Saman-gegn-soun-2016_2027.pdf

Zero Waste World. (Án ártals). Sótt 24. janúar 2017 á http://zerowasteworld.org/zero-waste-faq/.

Þórunn Björk Pálmadóttir. (2017). Tannbursti úr bambus = bambursti. Sótt 12. nóvember á https://mistur.is/blogs/frettir/tannbursti-ur-bambus-bambursti

Viðtöl

BS-2017_1. Viðtal Birnu Sigurðardóttur við Marínu Ósk Hafnadóttur að heimili hennar, 18. janúar 2017. Upptakan er í vörslu safnara.

BS-2017_2. Viðtal Birnu Sigurðardóttur við Lenu í herbergi hennar á stúdentagörðum, 25. janúar 2017. Upptakan er í vörslu safnara.

BS-2017_3. Viðtal Birnu Sigurðardóttur við Hildi Dagbjörtu Arnardóttur á Skype, 25. september 2017. Upptakan er í vörslu safnara.

BS-2017_4. Viðtal Birnu Sigurðardóttur við Svövu Ósk Aðalsteinsdóttir, að heimili hennar, 5. október 2017. Upptakan er í vörslu safnara.

Page 54: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

53

Viðauki A

Ljósmyndir teknar af höfundi í viðtölum rannsóknarinnar.

Nestisbox og vatnsbrúsi úr áli ásamt taupoka sem að Lena notar undir matvæli.

Heimagerðar bómullarskífur af Marínu

Page 55: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

54

Fjölnota eldhúsþurrkur úr gömlum efnum hjá Marínu.

Frystikista Marínar,

Page 56: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

55

Umbúðalaust sjampóstykki sem Marín notar auk sjampóbrúsa sambýlismannsins.

Umhverfisvænn uppþvottabursti úr bambus hjá Svövu.

Page 57: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

56

Viðauki B

Skjáskot af vefnum.

Page 58: Endurvinnsla er bara úlfur í sauðagæru

57