eystrahorn 13. tbl. 2013

6
Fimmtudagur 4. apríl 2013 www.eystrahorn.is Eystrahorn 13. tbl. 31. árgangur www.eystrahorn.is Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús Fulltrúar VÍS heimsóttu nokkra viðskiptavini á Hornafirði í liðinni viku og kynntu sér starfsemi þeirra og rekstur. Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS segir heimsóknina hafa heppnast einkar vel og gaman að koma til Hornafjarðar. „Það er mikilvægt að sækja viðskiptavini heim til að efla tengslin og kynna sér milliliðalaust starf þeirra. Við gerum það eftir föngum um allt land. Við skynjuðum bæði bjartsýni og baráttuhug hjá heimamönnum og fórum ríkari á braut.“ Sigrún Ragna, Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs, Smári Kristjánsson umdæmisstjóri á Suðurlandi og Árni Sverrisson sérfræðingur í sjótryggingum gerðu víðreist um Höfn undir handleiðslu Svövu Kristbjargar Guðmundsdóttur þjónustustjóra á staðnum en hún var heiðruð á árinu fyrir 25 ára farsælt starf fyrir tryggingafélagið. Gunnar Ásgeirsson einn eigenda Skinneyjar- Þinganess tók á móti þeim og bauð meðal annars í skoðunarferð um borð í Ásgrím Halldórsson SF 250 sem var nýkominn að landi. Þá sýndi Guðmundur H. Gunnarsson fimmmenningunum fiskvinnslu fyrirtækisins. Sérstaka athygli gesta vakti hve allt hráefni er nýtt til hins ýtrasta og hvergi fer neitt til spillis. Forsvarsmenn Skinneyjar-Þinganess sýndu þróunina í þessa átt undanfarin ár og hvernig aflaverðmætið eykst stöðugt. Þá heimsóttu VÍSarar knatthúsið Báruna, Kartöfluhúsið þar sem Millibör og Arfleifð hafa aðsetur, Hótel Höfn, Hótel Jökul í Nesjum, Kaupfélagshúsið, Humarhöfnina og Sparisjóðinn auk þess að eiga gott spjall við Hjalta Þór Vignisson bæjarstjóra. Fréttatilkynning www.vis.is „Mikilvægt að sækja viðskiptavini heim“ Auður Björk Guðmundsdóttir, Gunnar Ásgeirsson og Sigrún Ragna Ólafsdóttir Föstudaginn 5. apríl stendur mikið til hjá parti af kvenþjóðinni hér á Hornafirði því þá ætlum við í stórhljómsveitinni Guggunum ásamt gestasöngkonum og spilurum að byrja daginn snemma og halda tónleika fyrir börn og unglinga í Grunnskóla Hornafjarðar. Sama kvöld spilum við frá kl. 22.00 til kl. 01.00 í Pakkhúsinu þar sem við ætlum að hafa notalegt kvöld og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá sem flesta. Krakkarnir í skólanum þekkja vel hljómsveitir hér í sveitarfélaginu sem skipaðar eru eingöngu karlmönnum eða blandaðar kvenfólki og körlum og kviknaði sú hugmynd hjá okkur að ýta undir stelpurnar, að allt er mögulegt í hljómsveitabransanum. Fyrir þá sem ekki vita þá erum við Guggurnar einungis skipaðar kvenfólki, á öllum aldri, héðan úr sveitarfélaginu. Við höfum allar gaman að tónlist og við hittumst einu sinni til tvisvar í viku, spilum allskonar lög, hlæjum að misgóðum árangri og má eiginlega segja að þetta sé okkar tertulausi saumaklúbbur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Við erum stórhuga og leggjumst ekki á garðann þar sem hann er lægstur því við ætlum að leggja land undir fót og spila fyrir höfuðborgarbúa og nærsveitir og verðum við á Rosenberg við Klapparstíg, föstudaginn 19. apríl frá kl. 22.00 - 01.00. Stórhljómsveitina Guggurnar skipa: Helga Vilborg Sigjónsdóttir bassi, Erna Gísladóttir trommur, Jónína Einarsdóttir píanó og hljómborð, Þórgunnur Torfadóttir gítar, Guðrún Fema Ólafsdóttir söngur, saxofónn og klarinett og Ragnheiður Sigjónsdóttir er aðalsöngkona bandsins. Gestagítarspilari er Súsanna Torfadóttir. Gestasöngkonur eru: Snæfríður Svavarsdóttir, Guðbjörg Garðarsdóttir, Nína Sybil Birgisdóttir, Hafdís Hauksdóttir, Margrét Einarsdóttir og Hildur Þórsdóttir. Við grínumst oft með það hversu léttruglaðar við erum og hversu gaman við höfum af þessu brölti okkar, að við endum sjálfsagt undir sjötugt að túra um Evrópu, spilandi fyrir evróska eldri borgara með bros út að eyrum. Þessi stóri hópur kvenna ætlar að skemmta sér og öðrum og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá sem flesta skemmta sér með okkur. Kvenþjóðin á sviðið

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 06-Mar-2016

236 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 13. tbl. 2013

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 13. tbl. 2013

Fimmtudagur 4. apríl 2013 www.eystrahorn.is

Eystrahorn13. tbl. 31. árgangur www.eystrahorn.is

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

Fulltrúar VÍS heimsóttu nokkra viðskiptavini á Hornafirði í liðinni viku og kynntu sér starfsemi þeirra og rekstur. Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS segir heimsóknina hafa heppnast einkar vel og gaman að koma til Hornafjarðar. „Það er mikilvægt að sækja viðskiptavini heim til að efla tengslin og kynna sér milliliðalaust starf þeirra. Við gerum það eftir föngum um allt land. Við skynjuðum bæði bjartsýni og baráttuhug hjá heimamönnum og fórum ríkari á braut.“ Sigrún Ragna, Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs, Smári Kristjánsson umdæmisstjóri á Suðurlandi og Árni Sverrisson sérfræðingur í sjótryggingum gerðu víðreist um Höfn undir handleiðslu Svövu Kristbjargar Guðmundsdóttur þjónustustjóra á staðnum

en hún var heiðruð á árinu fyrir 25 ára farsælt starf fyrir tryggingafélagið. Gunnar Ásgeirsson einn eigenda Skinneyjar-

Þinganess tók á móti þeim og bauð meðal annars í skoðunarferð um borð í Ásgrím Halldórsson SF 250 sem var nýkominn að landi. Þá sýndi Guðmundur H. Gunnarsson fimmmenningunum fiskvinnslu fyrirtækisins. Sérstaka athygli gesta vakti hve allt hráefni er nýtt til hins ýtrasta og hvergi fer neitt til spillis. Forsvarsmenn Skinneyjar-Þinganess sýndu þróunina í þessa átt undanfarin ár og hvernig aflaverðmætið eykst stöðugt. Þá heimsóttu VÍSarar knatthúsið Báruna, Kartöfluhúsið þar sem Millibör og Arfleifð hafa aðsetur, Hótel Höfn, Hótel Jökul í Nesjum, Kaupfélagshúsið, Humarhöfnina og Sparisjóðinn auk þess að eiga gott spjall við Hjalta Þór Vignisson bæjarstjóra.

Fréttatilkynning www.vis.is

„Mikilvægt að sækja viðskiptavini heim“

Auður Björk Guðmundsdóttir, Gunnar Ásgeirsson og Sigrún Ragna Ólafsdóttir

Föstudaginn 5. apríl stendur mikið til hjá parti af kvenþjóðinni hér á Hornafirði því þá ætlum við í stórhljómsveitinni Guggunum ásamt gestasöngkonum og spilurum að byrja daginn snemma og halda tónleika fyrir börn og unglinga í Grunnskóla Hornafjarðar. Sama kvöld spilum við frá kl. 22.00 til kl. 01.00 í Pakkhúsinu þar sem við ætlum að hafa notalegt kvöld og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá sem flesta. Krakkarnir í skólanum þekkja vel hljómsveitir hér í sveitarfélaginu sem skipaðar eru eingöngu karlmönnum eða blandaðar kvenfólki og körlum og kviknaði sú hugmynd hjá okkur að ýta undir stelpurnar, að allt er mögulegt í hljómsveitabransanum. Fyrir þá sem ekki vita þá erum við Guggurnar einungis skipaðar kvenfólki, á öllum aldri, héðan úr sveitarfélaginu. Við höfum allar gaman að tónlist og við hittumst einu sinni til tvisvar í viku, spilum allskonar lög, hlæjum að misgóðum árangri og má eiginlega segja að þetta sé okkar tertulausi saumaklúbbur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Við erum stórhuga og leggjumst ekki á garðann þar

sem hann er lægstur því við ætlum að leggja land undir fót og spila fyrir höfuðborgarbúa og nærsveitir og verðum við á Rosenberg við Klapparstíg, föstudaginn 19. apríl frá kl. 22.00 - 01.00. Stórhljómsveitina Guggurnar skipa: Helga Vilborg Sigjónsdóttir bassi, Erna Gísladóttir trommur, Jónína Einarsdóttir píanó og hljómborð, Þórgunnur Torfadóttir gítar, Guðrún Fema Ólafsdóttir söngur, saxofónn og klarinett og Ragnheiður Sigjónsdóttir er aðalsöngkona bandsins. Gestagítarspilari er Súsanna Torfadóttir. Gestasöngkonur eru: Snæfríður Svavarsdóttir, Guðbjörg Garðarsdóttir, Nína Sybil Birgisdóttir, Hafdís Hauksdóttir, Margrét Einarsdóttir og Hildur Þórsdóttir. Við grínumst oft með það hversu léttruglaðar við erum og hversu gaman við höfum af þessu brölti okkar, að við endum sjálfsagt undir sjötugt að túra um Evrópu, spilandi fyrir evróska eldri borgara með bros út að eyrum. Þessi stóri hópur kvenna ætlar að skemmta sér og öðrum og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá sem flesta skemmta sér með okkur.

Kvenþjóðin á sviðið

Page 2: Eystrahorn 13. tbl. 2013

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 4. apríl 2013

Arnar Þór Guðjónssonháls-, nef- og eyrnalæknir

verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar 16. og 17. apríl næstkomandi.

Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Frá Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga

Kvöldferð • HeinabergsbæirFimmtudaginn 4. apríl kl. 17:00 • Létt ganga fyrir alla - 3 ½ tímiMæting við Þjónustumiðstöð SKG (tjaldstæði) • Munið eftir nestinuAllir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins. Börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda. Ól skal vera meðferðis. Nánari upplýsingar gefa Ragna í síma 662-5074 og Þóra í síma 899-2697.

Ferðanefndin

Aðalfundur BjarnanessóknarAðalfundur Bjarnanessóknar

verður haldinn í Bjarnaneskirkju fimmtudaginn

4. apríl kl. 20:00.

Sóknarnefndin

Kaþólski söfnuðurinnKæru bræður og systur,

Fermingar verða næsta laugardag, 6. apríl kl. 13:00 í kapellu okkar á Höfn

Þórunn Amanda Þráinsdóttir og Chrishle Derecho Magno ætla að fermast.

Biskup okkar msgr. Pétur Burcher mun veita fermingarsakramentið.

Allir velkomnir.

Félag eldri Hornfirðinga heldur 30. aðalfund sinn

laugardaginn 6. apríl kl.15:00. Venjuleg aðalfundarstörf, kaffi og meðlæti.

Allir eldri Hornfirðingar velkomnir.Stjórnin

Aðalfundur

Helgi Halldór Árnason frá Setbergi andaðist á Hjúkrunarheimili HSSA á Höfn þann 19. mars síðast liðinn. Helgi var fæddur á Setbergi þann 5. júní 1924. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Helga Pálsdóttir og Árni Pálsson búendur á Setbergi. Móðir Helga lést 9 dögum eftir fæðingu hans og þegar hann var hálfs árs tók Ólöf Ólafsdóttir vinnukona á Setbergi hann í fóstur. Fylgdi hann henni í vinnumennsku m.a. að Karlsstöðum í Berufirði, Reyðará í Lóni og víðar. Helgi átti tvo eldri bræður sem voru, Ari Björgvin f. 26. október 1918, d. 29. september 2004 og Páll f. 6. september 1921, d. 6. nóvember. 1999. Helgi kvæntist Jóhönnu Þorgerði Þorvarðardóttur f. 7. febrúar 1935, d. 31. ágúst 2000. Eignuðust þau fimm börn, þau eru: 1) Árný, f. 17. febrúar 1957, maki Magnús Leopoldsson f. 23 ágúst 1946. Dóttir hennar af fyrra hjónabandi er Árný Björk, f. 5. desember 1984. 2) Stefán Helgi, f. 25. janúar 1959, börn hans eru Jóhann Helgi, f. 1. september 1989 og Guðrún Kristín, f. 9. nóvember 1996 3) Ólöf Guðrún, f. 29. maí 1960, maki Friðrik Snorrason, f. 13. september 1956, dætur þeirra eru Elín, f. 8. janúar 1988 og Hanna María, f. 5. mars 1995, fyrir átti Ólöf dótturina Rakel Ýr, f. 23. maí 1978. 4) Rúnar, f. 9. september 1963, d. 22. mars 1964 5) Þorvarður Guðjón, f. 5. nóvember 1965 sonur hans er Alexander Freyr f. 23. júní 2002.Þegar Helgi var 14 ára flyst hann aftur að Setbergi til föður síns og bræðra. Á yngri árum stundaði hann ýmsa verkamannavinnu. Þegar hann var 25 ára kaupir hann sinn fyrsta vörubíl sem hann svo hafði sína aðal atvinnu af ásamt búskap í samvinnu við bræður sína. Um þrítugt kynnist hann eiginkonu sinni Jóhönnu og byggja þau efri hæð á húsið á Setbergi og hefja þar búskap sinn árið 1958. Um 1980 byggja þau aftur og flytja að Smárabraut 8 á Höfn.Helgi starfaði aðallega við vörubílaakstur og kom víða við. Hann kom að vegagerð og brúarsmíði, vann við uppbyggingu flugvallarins og radarstöðvarinnar á Stokksnesi svo eitthvað sé nefnt. Hann var laghentur og góður smiður þá sérstaklega á járn og má segja að allt hafi leikið í höndum hans sem kom sér vel í vörubílaútgerðinni og ekki síst við búskapinn. Síðustu starfsárin vann hann hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga. Hann var afar áhugasamur veiðimaður og var um langt árabil grenja-og hreindýraskytta í Nesjahreppi og náði þar góðum árangri.Helgi hafði fallega söngrödd og söng hann um skeið með Karlakór Hornafjarðar og á heimilinu á Setbergi var einnig mikið sungið. Eins og fyrr segir andaðist Jóhanna eiginkona Helga 31. ágúst 2000 eftir áralöng veikindi. Óhætt er að segja að í veikindum hennar hafi hann sýnt ótrúlegan kjark og þor með því að læra ásamt henni að nota blóðskilunarvél á Landspítala Íslands sem svo var flutt á heimili þeirra að Smárabraut 8. Jóhanna þurfti aðstoð hans við að nota vélina en með því bæði lengdi hann og gerði bærilegri síðustu æviár hennar. Helgi var ótrúlega heilsuhraustur alla sína ævi þar til undir það síðasta. Hann flutti á hjúkrunarheimilið nú í byrjun febrúar og naut þar góðrar umönnunar þann stutta tíma er hann dvaldi þar. Útför Helga fór fram frá Hafnarkirkju 25. mars síðast liðinn.

Fjölskylda Helga færir öllum þeim er í veikindunum önnuðust hann, hugheilar þakkir. Einnig þökkum við auðsýnda samúð

vegna andláts og útfarar.

Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

Andlát

Helgi Halldór Árnason

Page 3: Eystrahorn 13. tbl. 2013

OPNUN KOSNINGASKRIFSTOFUFramsókn opnar kosningaskrifstofu í gamla

Papóshúsinu á Höfn, laugardaginn 13. apríl, kl. 11.00.

Frambjóðendur verða á svæðinu og bjóða upp á veitingar.

Opnunartímar kosningaskrifstofu:Laugardagurinn 20. apríl, 11 - 16

(Boðið upp á humarsúpu)

Mánudagurinn 22. apríl, 17 - 21Þriðjudagurinn 23. apríl, 17 - 21

Aðalfundur Framsóknar í Austur Skaftafellssýslu

verður haldinn á sama stað laugardaginn 13. apríl, kl. 10.00

SIG

URÐ

UR

ING

I 1. S

ÆTI

SU

ÐU

RPÁ

LL JÓ

HA

NN

3. S

ÆTI

SU

ÐU

R

SILJ

A D

ÖG

G 2

. SÆ

TI S

UR

HA

RALD

UR

4. S

ÆTI

SU

ÐU

R

Page 4: Eystrahorn 13. tbl. 2013

FYRIR FÓLKIð Í LANDINU

Heitt á könnunni og lífleg stjórnmálaumræða. Komdu og taktu þátt, þín skoðun skiptir máli!

OPINN STJÓRNMÁLAFUNDUR Á HÖFN

ALLIR

VELKOMNIR

Arndís Soffía Sigurðardóttir, sem skipar 1. sæti

framboðslista VG í Suðurkjördæmi, og Þórbergur

Torfason, sem skipar 3. sæti, halda opinn stjórn-

málafund í kjördæminu fimmtudaginn 4. apríl nk.

HÖFN:Nýheimum 4. apríl kl. 12:00.

ARNDÍS SOFFÍA ÞÓRBERGUR

› Lækkum skatta- hækkum ráðstöfunartekjur

› Tökum á skuldavanda

› Eflum atvinnulífið

Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi

Page 5: Eystrahorn 13. tbl. 2013

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 4. apríl 2013

Einar Jóhann hjá fiskmarkaðnum segir að marsmánuður hafi verið þokkalegur en ekki eins góður og í fyrra. Það má segja að Sigurður Ólafsson SF bjargi málunum ásamt nokkrum handfærabátum og línubátum en fiskverð lækkar, því miður sagði Einar Jóhann.Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja um marsmánuð;„Aflabrögð í mars voru mjög góð, eins og þau hafa verið í allan vetur. Netabátum var skammtaður afli eftir því sem vinnslan réði við, og var afli þeirra var 20 - 40 tonn á dag nánast allan mánuðinn. Steinunn aflaði vel af ufsa í mars og hélt hún sig aðallega vestur á Selvogsbanka. Við lukum góðri loðnuvertíð um miðjan mars. Netavertíðin stendur í eina til tvær vikur í viðbót og þá tekur við humarvertíð og snurvoð hjá þeim skipum fram á haust. Uppsjávarskipin fara til síldar- og makrílveiða fljótlega eftir sjómannadag, svo það er útlit fyrir næg verkefni hjá okkur á næstu misserum.“

Fiskirí og vinnsla

Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Hvanney SF 51 ...................... þorskanet .. 20 ... 393,6 ..þorskur 380,4Sigurður Ólafsson SF 44 ...... þorskanet .. 12 ... 238,6 ..þorskur 233,3Skinney SF 20 ....................... þorskanet .. 20 ... 406,9 ..þorskur 397,6Þórir SF 77 ............................ þorskanet .. 20 ... 380,2 ..þorskur 367,8

Steinunn SF 10 ......................botnv ......... 11 ... 759,5 ..ufsi 466,1Þinganes SF 25 .....................botnv ........... 1 ..... 13,1 ..rækja 8,5

Benni SU 65 .......................... lína ............. 10 ..... 51,7 ..þorskur 47,6Beta VE 36 ............................ lína ...............4 ..... 20,0 ..blandaður afliDögg SU 118 ......................... lína ............. 12 ..... 97,5 ..þorskur 51,7Guðmundur Sig SU 650 ....... lína ............... 5 ..... 34,8 ..þorskur 28,4Ragnar SF 550 ....................... lína ............... 5 ..... 50,2 ..þorskur 41,6

Halla Sæm SF 23 ..................handf ........... 5 ....... 4,2 ..þorskurHulda SF 197 ........................handf ...........6 ....... 8,9 ..þorskurHúni SF 17 ............................handf ...........7 ....... 5,2 ..þorskurSæunn SF 155 .......................handf ........... 1 ....... 0,3 ..þorskurKalli SF 144 ...........................handf ...........4 ....... 2,9 ..þorskurSilfurnes SF 99 .....................handf ........... 1 ....... 1,1 ..þorskurStígandi SF 72 .......................handf ...........3 ....... 1,7 ..þorskur Sæunn SF 155 .......................handf ...........3 ....... 3,2 ..þorskurSævar SF 272 ........................handf ...........4 ..... 10,1 ..þorskurUggi SF 47 ............................handf ...........6 ....... 4,2 ..þorskur

Ásgrímur Halld. SF 270 .......nót................6 6.470 t. ..loðnaJóna Eðvalds SF 200.............nót................ 5 .5.300 t ..loðna

Aflabrögð í mars

Lokað vegna árshátíðarHótel Höfn er lokað

föstudag og laugardag 5. og 6. apríl

vegna árshátíðar starfsfólks.

Opnum aftur kl 18:00 sunnudaginn 7. apríl.

Eigendur og starfsfólk

Ert þú að kaupa eða selja skip eða bát?

Þá erum við reiðubúnir til þjónustu.

Bátar og búnaður www.batarb.is • [email protected]

Sími 562-2551

Page 6: Eystrahorn 13. tbl. 2013

Kútmagakvöld

Hið árlega og vinsæla kútmagakvöld Lionsmanna verður haldið í Sindrabæ

6. apríl n.k.

Veislustjóri verður hinn stórskemmtilegi Fúsi frá Brekku í Mjóafirði.

Húsið opnar kl. 19:30.

Forsala aðgöngumiða á Kaffihoninu.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslavegna alþingiskosninga 27. apríl n.k. er hafin.

Kosið er á skrifstofu embættisins að Hafnarbraut 36 á Höfn alla virka daga á opnunartíma frá kl. 9:00 til 12:00 og 12:30 til 15:30 og um helgar og á Sumardaginn fyrsta frá kl. 13:00 til 16:00.

Kosning fer einnig fram hjá Pálínu Þorsteinsdóttur í Svínafelli I í Öræfum eftir samkomulagi við hana. Sími hennar er 478-1760 og 894-1765.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.

Ósk um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal berast embættinu ásamt læknisvottorði ekki síðar en kl. 16:00 þriðjudaginn 23. apríl. Atkvæðagreiðsla í heimahúsi má ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag.

Atkvæðagreiðsla í Heilbrigðisstofnun Suðausturlands mun fara fram að Víkurbraut 29 mánudaginn 22. apríl milli kl. 13:30 og 15:00 og verður sérstaklega auglýst innan stofnunarinnar.

Sýslumaðurinn á Höfn 2. apríl 2013. Páll Björnsson

Það má segja að árið 2012 hafi verið gott og gjöfult ár í ferðaþjónustunni á Suðurlandi. Straumur ferðamanna inn á svæðið hefur aukist í takt við aukna fjölgun ferðamanna til landsins og Suðurland fær einnig stöðugt stærri skerf af innlendum ferðamönnum. Átak í að lengja ferðmannatímann skilar árangri hægt og bítandi og Markaðsstofan hefur líka staðið fyrir eigin átaki í að vekja athygli á Suðurlandi sem ákjósanlegum áfangastað í vetrarferðamennsku.Markaðsstofa Suðurlands er fyrst og fremst samstarfsvettvangur og tæki þeirra sem að henni standa – sunnlenskra sveitarfélaga og hátt í 200 fyrirtækja – til að virkja þessa krafta og vinna að vexti og viðgangi ferðaþjónustu á Suðurlandi. Markaðsstofan hefur haldið áfram að festa sig í sessi í landshlutanum og fengið góðar undirtektir ferðaþjóna við þeim verkefnum sem unnin eru. Fleiri fyrirtæki hafa gengið til liðs við Markaðsstofuna og almennt er meiri vitund og áhugi á starfseminni. Sérstaklega eru ferðaþjónar ánægðir með FAM- og kynnisferðir sem Markaðsstofan hefur gengist fyrir en þar komast þeir á ódýran og skilvirkan hátt í beina tengingu við ferðasala frá ýmsum mörkuðum. Markaðsstofan stæði ekki undir nafni nema af því að við trúum því að það geri þetta enginn betur en við gerum sjálf. Það stendur engum nær að vinna fyrir Suðurland. Við þekkjum best sjálf hvað svæðið okkar hefur að bjóða og það er enginn annar sem ber hagsmuni okkar fyrst og síðast fyrir brjósti. Verkefni ársins 2012 voru mörg og fjölbreytt. Allt kynningarefni landshlutans þarf á hverjum

tíma að gefa sem réttasta mynd af því sem í boði er í fjórðungnum. Í því skyni leitumst við við að uppfæra reglulega helstu miðlana okkar. Árlega er gefinn út landshlutabæklingur og reglulega þarf að uppfæra heimasíðuna www.south.is. Í haust bættist einnig við ný síða www.winterwonderland.is þar sem möguleikar í vetrarferðamennsku eru kynntir. Markaðsstofan á einnig mikið myndasafn sem er í stöðugri þróun og mikið er í það sótt. Þá var á haustmánuðum unnið fyrir Markaðsstofuna nýtt kynningarmyndband um Suðurland og að ógleymdri sérstakri Suðurlandskynningu í afþreyingarkerfi og ferðablaði Icelandair á síðasta ársfjórðungi 2012, en kynningin verður áfram til staðar í vélunum.Markaðsstofan gekkst fyrir þeirri nýbreytni í haust að fara ásamt ferða- og verkefnafulltrúum svæða á Suðurlandi í heimsókn á ferðaskrifstofur á höfuðborgarsvæðinu með kynningar á því sem fjórðungurinn hefur uppá að bjóða. Farið var á nokkrar sýningar á árinu, Mid-Atlantic, ITB í Berlín, Vildmarksmessan í Svíþjóð og VestNorden í Hörpu. Auk þess var haldin Suðurlandssýningin „Suðurland í sókn“ í Ráðhúsinu í Reykjavík og verið var með Suðurlandskynningu í Höfuðborgarstofu á Menningarnótt.Mikil eftirspurn er eftir hvers kyns samvinnu við Markaðsstofuna um skipulagninu og vinnu við kynnisferðir um Suðurland, enda hefur enginn betri yfirsýn yfir svæðið og þá þjónustu sem þar er í boði. Við tökum því öllu vel og beitum okkur fyrir að slíkar ferðir séu farnar, enda er fátt betur til þess fallið að selja landið en

milliliðalaus kynni við það. Með kynnisferðum ferðasala og blaðamanna gefst ferðaþjónum líka ódýrt og skilvirkt tækifæri til að koma sér á framfæri og markaðssetja sig án þess að þurfa að kosta miklu til. Í maí var innlendum starfsmönnum frá ferðaskrifstofum, bókunar- og upplýsingamiðstöðvum boðið í kynnisferð um lágsveitir Árnessýslu. Kynnisferð var farin inn í Þórsmörk og er þetta annað árið í röð sem slík ferð er farin og er hún að frumkvæði heimamanna. Ferðin tókst mjög vel með um 35 manna fjölbreyttan hóp starfsmanna í ferðaþjónustunni. FAM-ferðir komu m.a. frá Suður Kóreu, Noregi, Damörku, Bretlandi, Þýskalandi og Svíþjóð. Framkvæmdastjóri hefur komið að greiningarvinnu fyrir Sóknaráætlun 2020. Auk þess hafa ýmis klasaverkefni verið í þróun á Suðurlandi sem Markaðsstofan hefur komið að. má nefna góða samvinnu við ferðamálaklasann Ríki Vatnajökuls, ýmsa klasa í uppsveitum Árnessýslu, Matarsamfélag Árnessýslu, Katla Geopark og ferðamálaklasa í sveitarfélaginu Ölfus.Markmið okkar og framtíðarsýn er að ferðamaðurinn dvelji lengur í héraði og skili sem mestu tekjum inná svæðið. Það gerum við með því að kynna okkur og þá þjónustu sem við höfum uppá að bjóða sem víðast, kynna leiðirnar inní landshlutann – ekki síst þá sem liggur beint frá Keflavík – og sýna fram á að þangað liggur stysta leiðin til að komast í beina snertingu við náttúruna um leið og dvalið er við öll nútíma þægindi og afþreyingu.

Annáll Markaðsstofu Suðurlands