eystrahorn 5. tbl. 2011

6
Fimmtudagur 3. febrúar 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 5. tbl. 29. árgangur Í Eystrahorni 25. nóvember sl. var sagt frá nýju fyrirtæki AJTEL Icelandic sem væntanlega tæki til starfa eftir áramót. Þetta hefur gengið eftir og fyrirtækið hefur hafið framleiðslu á niðursoðinni lifur. Blaðamaður heimsótti fyrirtækið og ræddi við framkvæmdastjórann, Bartosz Knop og Helgu Vilborgu Sigjónsdóttur, framleiðslustjóra. „Við framleiðum niðursoðna lifur í eigin olíu. Hráefni fáum við frá Skinney – Þinganesi og búið er að gera samning við tvo aðra birgja annarsstaðar frá . Framleiðslan er öll seld til útlanda Spánar, Þýskalands, Taiwan, Ísarels, Tékklands, Slóvakíu, Litháen, Ungverjalands og að sjálfsögðu til Póllands. Verið er að vinna í að koma afurðinni á Rússlandsmarkað og gengur það vonandi í gegn á næstu vikum. Lítill markaður er hér á landi fyrir lifur svo ekki er gert ráð fyrir að farið verði að selja lirfina hér innanlands í bráð. Kannski þó á heimamarkaðnum ef vilji er fyrir því. Fyrst um sinn vinna hér átta starfsmenn, áðurnefndur framkvæmdastjóri og framleiðslustjóri, eigandinn Jaraslow Ajtel og fimm aðrir starfsmenn sem verða til að byrja með og komu frá verksmiðjunni í Póllandi. Á næstu dögum verður farið að auglýsa eftir fólki til starfa. Til að byrja með verða ráðningar tímabundnar á meðan verið er að átta sig á hvað mikinn mannskap þarf. Yfir há vertíðina þarf að setja á vaktir, en á öðrum tímum er minna að gera svo þá þarf ekki eins mikinn mannskap. Vinnan felst í snyrtingu á lifur og vinnu við þrýstisjóðara og pökkunarlínu. Aðdragandi að stofnun þessa fyrirtækis var stuttur. Þetta hefur allt gengið hratt fyrir sig. Pólverjarnir komu í haust og skoðuðu aðstæður og settu sig í samband við eigendur Skinneyjar- Þinganess og samið var um samstarf þessara aðila. Fest voru kaup á Ófeigstanga 9 í Óslandi, og rétt fyrir jólin kom þrýstisjóðarinn og menn frá framleiðandanum til að setja hann upp og strax eftir ármótin kom restin af tækjunum og allt fór á fullt við standsetja verksmiðjuna. Með góðri og mikilli hjálp heimamanna gekk hratt og vel að setja allt upp og viljum við koma á framfæri þakklæti til þeirra og við erum sæl og ánægð í dag, fengum vinnsluleyfið 18. janúar og vinnslan fer vel af stað.“ Lifrin verðmæt og gómsæt Myndin er tekin þegar Hjalti Þór bæjarstjóri afhenti framkvæmdastjóranum Bartosz Knop mynd frá bæjarfélaginu. Aðrir á myndinni eru Helga Vilborg, Gunnar Ásgeirsson og Aðalsteinn Ingólfsson frá Skinney - Þinganesi Fyrsti Hornfirðingur ársins var drengur sem kom í heiminn á Landspítalanum við Hringbraut 19. janúar. Hann er fyrsta barn foreldranna, Sigrúnar Ingu Sigurgeirsdóttur og Sigursteins Hauks Reynissonar. Drengurinn var rúmar 13 merkur og 51 cm að lengd. Fæðingin gekk vel og allir eru hressir og kátir. “Við erum mjög ánægð með góða þjónustu hjá HSSA við börn og foreldra. Við erum ekki búin að nefna strákinn. Við erum lukkuleg með þetta allt saman. Þetta er auðvitað mikil breyting í lífi manns og líklega eitt það mikilvægasta sem við tökum okkur fyrir hendur. Við erum þakklát fyrir að búa í samfélagi sem gerir báðum foreldrum kleift að verja tíma með barninu á fyrstu mánuðunum, þess tíma njótum við núna.” Framtíðin “Eftir að við lukum námi við Háskóla Íslands vorum við svo lánsöm að fá bæði spennandi starf hér á Höfn svo við gátum flutt heim. Steini hefur unnið við kennslu í FAS undanfarin ár en Sigrún Inga hefur starfað á Háskólasetrinu. Við stefnum á að fara í framhaldsnám í haust en það er draumur okkar, eins og svo margra annarra, að geta flutt aftur heim að því loknu.” Keyptu hús afa og ömmu “Við festum nýlega kaup á Kirkjubraut 12 sem einnig gengur undir nafninu Víðihlíð. Við vinnum nú að endurbótum á því, bæði að innan og utan. Víðihlíð byggðu Eiríkur Júlíusson og Inga Hálfdánardóttir árið 1955 en þau voru amma og afi Sigrúnar Ingu. Segja má að húsið snúi öfugt því það var byggt áður en Kirkjubrautin kom til sögunnar. Margir muna eftir útihúsunum sem stóðu við Kirkjubrautina og tilheyrðu þessu húsi og Júllatúnið var þá nýtt sem tún.” Ungu fjölskyldunni eru sendar hamingjukveðjur og óskir um bjarta framtíð. Fyrsti Hornfirðingur ársins

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 20-Feb-2016

235 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 5. tbl. 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 5. tbl. 2011

Fimmtudagur 3. febrúar 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn5. tbl. 29. árgangur

Í Eystrahorni 25. nóvember sl. var sagt frá nýju fyrirtæki AJTEL Icelandic sem væntanlega tæki til starfa eftir áramót. Þetta hefur gengið eftir og fyrirtækið hefur hafið framleiðslu á niðursoðinni lifur. Blaðamaður heimsótti fyrirtækið og ræddi við framkvæmdastjórann, Bartosz Knop og Helgu Vilborgu Sigjónsdóttur, framleiðslustjóra. „Við framleiðum niðursoðna lifur í eigin olíu. Hráefni fáum við frá Skinney – Þinganesi og búið er að gera samning við tvo aðra birgja annarsstaðar frá . Framleiðslan er öll seld til útlanda Spánar, Þýskalands, Taiwan, Ísarels, Tékklands, Slóvakíu, Litháen, Ungverjalands og að sjálfsögðu til Póllands. Verið er að vinna í að koma afurðinni á Rússlandsmarkað og gengur það vonandi í gegn á næstu vikum. Lítill markaður er hér á landi fyrir lifur svo ekki er gert ráð fyrir að farið verði að selja lirfina hér innanlands í bráð. Kannski þó á heimamarkaðnum ef vilji er fyrir því. Fyrst um sinn vinna hér átta starfsmenn,

áðurnefndur framkvæmdastjóri og framleiðslustjóri, eigandinn Jaraslow Ajtel og fimm aðrir starfsmenn sem verða til að byrja með og komu frá verksmiðjunni í Póllandi. Á næstu dögum verður farið að auglýsa eftir fólki til starfa. Til að byrja með verða ráðningar tímabundnar á meðan verið er að átta sig á hvað mikinn mannskap þarf. Yfir há vertíðina þarf að setja á vaktir, en á öðrum tímum er minna að gera svo þá þarf ekki eins mikinn mannskap. Vinnan felst í snyrtingu á lifur og vinnu við þrýstisjóðara og pökkunarlínu.Aðdragandi að stofnun þessa fyrirtækis var stuttur. Þetta hefur allt gengið hratt fyrir sig. Pólverjarnir komu í haust

og skoðuðu aðstæður og settu sig í samband við eigendur Skinneyjar- Þinganess og samið var um samstarf þessara aðila. Fest voru kaup á Ófeigstanga 9 í Óslandi, og rétt fyrir jólin

kom þrýstisjóðarinn og menn frá framleiðandanum til að setja hann upp og strax eftir ármótin kom restin af tækjunum og allt fór á fullt við standsetja verksmiðjuna. Með góðri og mikilli hjálp heimamanna gekk hratt og vel að

setja allt upp og viljum við koma á framfæri þakklæti til þeirra og við erum sæl og ánægð í dag, fengum vinnsluleyfið 18. janúar og vinnslan fer vel af stað.“

Lifrin verðmæt og gómsæt

Myndin er tekin þegar Hjalti Þór bæjarstjóri afhenti framkvæmdastjóranum Bartosz Knop mynd frá bæjarfélaginu. Aðrir á myndinni eru Helga Vilborg, Gunnar Ásgeirsson og Aðalsteinn Ingólfsson frá Skinney - Þinganesi

Fyrsti Hornfirðingur ársins var drengur sem kom í heiminn á Landspítalanum við Hringbraut 19. janúar. Hann er fyrsta barn foreldranna, Sigrúnar Ingu Sigurgeirsdóttur og Sigursteins Hauks Reynissonar. Drengurinn

var rúmar 13 merkur og 51 cm að lengd. Fæðingin gekk vel og allir eru hressir og kátir. “Við erum mjög ánægð með góða þjónustu hjá HSSA við börn og foreldra. Við erum ekki búin að nefna strákinn. Við erum

lukkuleg með þetta allt saman. Þetta er auðvitað mikil breyting í lífi manns og líklega eitt það mikilvægasta sem við tökum okkur fyrir hendur. Við erum þakklát fyrir að búa í samfélagi sem gerir báðum foreldrum kleift að verja tíma með barninu á fyrstu mánuðunum, þess tíma njótum við núna.”

Framtíðin“Eftir að við lukum námi við Háskóla Íslands vorum við svo lánsöm að fá bæði spennandi starf hér á Höfn svo við gátum flutt heim. Steini hefur unnið við kennslu í FAS undanfarin ár en Sigrún Inga hefur starfað á Háskólasetrinu. Við stefnum á að fara í framhaldsnám í haust en það er draumur okkar, eins og svo margra annarra, að geta flutt aftur heim að því loknu.”

Keyptu hús afa og ömmu

“Við festum nýlega kaup á Kirkjubraut 12 sem einnig gengur undir nafninu Víðihlíð. Við vinnum nú að endurbótum á því, bæði að innan og utan. Víðihlíð byggðu Eiríkur Júlíusson og Inga Hálfdánardóttir árið 1955 en þau voru amma og afi Sigrúnar Ingu. Segja má að húsið snúi öfugt því það var byggt áður en Kirkjubrautin kom til sögunnar. Margir muna eftir útihúsunum sem stóðu við Kirkjubrautina og tilheyrðu þessu húsi og Júllatúnið var þá nýtt sem tún.”

Ungu fjölskyldunni eru sendar hamingjukveðjur og óskir um bjarta framtíð.

Fyrsti Hornfirðingur ársins

Page 2: Eystrahorn 5. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 3. febrúar 2011

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur: ... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Þorrablót Suðursveitar og Mýra verður haldið þann 5. febrúar í Hrollaugsstöðum

Miðapantanir í síma 893-1826 og 861-8470

Miðaverð: 5000 kr

Nefndin

Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman... Hver kannast ekki við þessa skemmtilegu vísu sem sungin er háum rómi í leikskólum og víðar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið en ekki er skólaskylda í leikskóla. Þar er hugað að félags- og tilfinningaþroska barnanna, þau læra samvinnu, að taka tillit til annarra, sjálfstæði og svo ótal margt fleira. Einnig er leikskólinn góður undirbúningur undir grunnskólagöngu. Á Íslandi í dag sækja yfirleitt báðir foreldar vinnu utan heimilis þannig að leikskólinn gegnir einnig mikilvægu hlutverki dagvistarúrræðis. En sú staða er komin upp í dag að meiri eftirspurn er eftir dagvistun en framboð. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa ásamt kjörnum fulltrúum verið að skoða hvað hægt er að gera í þeirri stöðu. Á fyrsta fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar í júní sl. var lagður fram verkefnalisti sem þá nýkjörinn meirihluti í nefndinni hyggst vinna að á kjörtímabilinu. Þar kom fram að í leikskólamálum verður farið í vinnu í samráði við starfsfólk og foreldra að greina rekstrarumhverfi skólanna, viðhorf foreldra og starfsfólks til

skipulagsins og ákvarðanir teknar á grundvelli þeirrar skoðunar. Málefni leikskólans hafa einnig verið til umræðu bæði í bæjarstórn og bæjarráði frá þeim tíma. En nú er svo komið að vinna við greininguna á leikskólunum er hafin. Starfsmenn hafa svarað könnun sem snýr að þeirra aðkomu að skólunum og foreldrar fengu einnig könnun í pósti í síðustu viku. Ég vil með þessum skrifum hvetja foreldra til að taka þátt í könnuninni og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Breytingar voru síðast gerðar á skipulagi leikskólanna árið 2006. Nokkur reynsla er komin á það fyrirkomulag sem nú er við lýði og mikilvægt er að fá sýn foreldra og starfsmanna á hvernig til hefur tekist. Viðhorf foreldra og starfsmanna skipta miklu máli í þessari vinnu. Því eins og kom fram á verkefnalista skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar verða ákvarðanir teknar á grundvelli þeirrar skoðunnar sem nú er í vinnslu.

Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður skóla-, íþrótta- og

tómstundanefndar.

Í leikskóla er gaman

Framsókn með opna fundiÞingmennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir verða með opna fundi í Sveitarfélaginu Hornafirði, mánudaginn 7. febrúar 2011 sem hér segir:

Súpufundur í hádeginu á Hótel Höfn kl. 12.15•

Kaffifundur á Hótel Smyrlabjörgum kl. 15.30•

Kvöldfundur í Hofgarði kl 20.00•

Í för með þeim verða bæjarfulltrúar Framsóknar og stuðningsmanna þeirra.

Allir velkomnir

Sumarvinna í boðiHumarhöfnin óskar eftir að ráða starfsmenn til starfa í eldhúsi og sal fyrir sumarið 2011.

Áhugasamir hafi samband við Ara 891-8080 eða Önnu 846-1114. Einnig má senda umsókn og ferilskrá á [email protected] og skoða heimasíðuna okkar www.humarhofnin.is

Íslandsmeistaramótiðverður á Höfninni

við Geirsgötu föstudaginn 4. febrúar

kl. 20:00.

Heimamarkaðurinn verður opinn í Pakkhúsinu laugardaginn 5. febrúar frá kl. 13:00 til 16:00 Á boðstólnum verða vörur á borð við sauðaost frá Akurnesi, kryddjurtir frá Dilksnesi, lífrænt grænmeti frá Hólabrekku, kartöflur frá Miðskeri, kjötvörur frá Miðskeri og Seljavöllum og fiskur frá Skinney - Þinganes.

Tapast hefur svartur sími, Nokia 3720. Tapaðist í námunda við Heppuskóla. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila honum. Fundarlaun. Pálmi Pálsson, Bjarnahóli 8, 780 Höfn. Sími 866-6378.

Nokia 3720

Page 3: Eystrahorn 5. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 3. febrúar 2011

Vitni óskastLögreglan á Höfn lýsir eftir vitnum að minniháttar umferðaróhappi á bifreiðarstæðinu við Mánagarð,þar sem ekið var á kyrrstæða bifreið, teg. Toyota Corolla XLI, græna að lit, þann, 29.01.2011, er þorrablót stóð yfir. Sími lögreglu er 470-6145.

Hafnarkirkja sunnudaginn 6. febrúar

Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00.

Sóknarprestur

Mömmumorgnar alla fimmtudaga kl. 10:00.

HeimamarkaðurVið sem stöndum að heimamarkaði í Pakkhúsinu gerðum smá hlé á þeirri starfsemi eftir jólin, en nú erum við að hrista af okkur slenið og ætlum að byrja aftur næsta laugardag 5. febrúar, með fjölbreytt vöruúrval og vonumst til að sjá sem flesta. Okkur þykir miður að vegna misskilnings vorum við auglýst á viðburðadagatalinu á hverjum laugardegi í janúar og einhverjir hafa af þessum ástæðum lagt leið sína í Pakkhúsið,en gripið í tómt.Við biðjumst velvirðingar á þessu, en nú er fyrirhugað að halda áfram til vors.

Sævar Kristinn, Miðskeri

Sveinbjörg Zophoníasdóttir og Einar Ásgeir Ásgeirsson urðu Íslandsmeistarar í frjálsum í sínum flokkum um helgina og settu 2 USÚ met. Sveinbjörg tók þátt í fimm greinum og vann þrjú gull, í hástökki, langstökki og kúluvarpi síðan vann hún tvö silfur í 60m grind og 200m hlaupi.Sveinbjörg setti nýtt USÚ met í 200m, hljóp á 26.60 sek. Um síðustu helgi setti hún einnig USÚ met í langstökki stökk 5.88m en gamla metið átt hún sjálf 5,51m. Einnig bætti hún metið í 60 m grindahlaupi og hljóp á 9.46 en gamla metið var 10.40 sek. Sveinbjörg er í mjög góðu formi og æfir vel og stefnir á góðan árangur á næsta sumri. Þess má geta að hún er búin að tryggja sér keppnisrétt á 5 stórmót erlendis í sumar. Einar Ásgeir kemur líka sterkur inn í millivegalengdahlaupin hann vann gull í 1500m á tímanum

4.24,55 mín og var með mikla yfirburði í því hlaupi, silfur í 800m og setti nýtt glæsilegt USÚ met hljóp á 2.03.57 mín. Gamla metið átti hann sjálfur 2,04,85 mín. Það er alveg tímaspursmál hvenær Einar fer undir 2 mín í 800 og þá er hann kominn á norðurlandamælikvarða í þeirri grein. Einar æfir núna á Akureyri þar sem hann stundar nám en heldur tryggð við gamla félagið sitt og keppir fyrir USÚ. Þess má geta að Hornfirðingurinn Örvar Guðnason UÍA vann einnig gull í hástökki, stökk 1,87m og bætti sinn fyrri árangur. Það var gaman að vera áhorfandi á Meistaramóti Íslands um helgina og

sjá unga fólkið okkar standa sig svona vel. Við megum vera stoltir Hornfirðingar með þau og annað ungt fólk sem er að gera það gott á öllum vígstöðvum, í námi, íþróttum og listum.

Margfaldir Íslandsmeistarar

Page 4: Eystrahorn 5. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 3. febrúar 2011

Auglýst er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar

fyrir árið 2010Í reglum um verðlaunin segir:

Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á nýliðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu.

Frestur til að tilnefna er fimmtudagur 10. febrúar 2011. Tilnefningar ásamt stuttum rökstuðningi skal skila á skrifstofu Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Litlubrú 2, 780 Hornafirði eða í tölvupósti [email protected]

Fyrir hönd Atvinnu- og menningarmálanefndar Hornafjarðar, Björg Erlingsdóttir.

Atvinnu- og rannsóknasjóður auglýsir eftir umsóknum

Atvinnu- og menningarmálefnda auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknasjóð. Athygli er vakin á því að reglur sjóðsins hafa tekið breytingum. Einnig er vakin athygli á að bæjarstjórn hefur aukið fjármagn í sjóðinn.

Reglur sjóðsins má finna á http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/stjornsyslan/nr/8338 og umsóknareyðublað má finna á http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/Umsoknir/nr/8339 eða í afgreiðslu ráðhúss.

Upplýsingar um sjóðinn er hægt að nálgast hjá Hjalta Þór Vignissyni, [email protected] eða í síma 822 7950.

Umsóknum skal skilað undirskrifuðum í ráðhús Hornafjarðar fyrir 10. febrúar nk. merkt Atvinnu- og rannsóknasjóður.

Blaðið hafði samband við Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóra Skinneyjar-Þinganess til að fá upplýsingar um hvernig vetrarvertíðin fari af stað og hvernig útlitið sé.„Vertíðin hefur farið ágætlega af stað en gæftir hafa verið frekar erfiðar upp á síðkastið. Hvanney, Skinney og Þórir eru búnir að landa samtals 331 tonn af þorski það sem af er ári. Loðnuúthlutun til okkar er 20.535 tonn, en við erum nokkuð vongóðir um frekari úthlutun þar sem sjómenn hafa séð mikið magn af loðnu á stóru svæði austur af landinu. Við frystum töluvert af stórri loðnu sem við fengum í fyrstu göngunum í upphafi vertíðar, en eftir að sú loðna dreifði sér og var ekki lengur í veiðanlegu ástandi þá hefur minna verið fryst hjá okkur. Við sjáum svo til þegar stærri loðnan skríður upp á grunnið hvort frysting fer á fullt aftur. Markaðir fyrir frysta loðnu hafa oft verið betri en nú. Það sýnir sig nú að nauðsynlegt er að hafa Fiskimjölsverksmiðju sem getur unnið hágæðamjöl

þegar frystimarkaðir eru erfirðir, en markaðir fyrir mjöl og lýsi sterkir þessa stundina. Ef til verkfalls kemur í verksmiðjunum mun það setja mikið strik í loðnuvertíðina og vonum við í lengstu lög að til þess komi ekki. Hvernig menn bregðast við því verður tíminn að leiða í ljós. Annars er best að segja sem minnst um það á þessari stundu. Fréttir af minnkandi sýkingu í

íslensku síldinni kemur okkur ekkert á óvart. Við erum búin að upplifa það á síðustu mánuðum að sýkingin hefur verið í rénum. Nú er að bíða og krossleggja fingur eftir að sjá tölur frá Hafró um hve stór síldarstofninn sé eftir þessa holskeflu sem reið yfir hann. Síldin er stórt hlutfall af veiðiheimildum okkar hér á Hornafirði svo það skiptir bæjarfélagið miklu máli að vel

takist til að byggja stofninn aftur upp og á sem skemmstum tíma, það er verkefni sem vanda verður til.“Jóhann Þórólfsson hjá Fiskmarkaði Suðurlands sagði að það hefði verið samdráttur milli ára. Í janúar í fyrra var landað 156 tonnum en í ár 100 tonnum. Meðalverð nú er heldur betra en í fyrra.

Gæftir frekar erfiðar í byrjun vertíðar

Page 5: Eystrahorn 5. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 3. febrúar 2011

ATVINNA1. Flokksstjórn í vinnuskóla á Höfn og í NesjumStarfið felst í að vinna með unglingum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins. Umsækjendur þurfa helst að vera 20 ára eða eldri.Gott tækifæri fyrir þá sem vilja starfa í skemmtilegu umhverfi með skemmtilegum unglingum og öðlast reynslu á sviði stjórnunar.

2. Umsjón með skólagörðumStarfið felst í því að taka á móti nemendum í yngri bekkjum Grunnskóla Hornafjarðar, leiðbeina og aðstoða nemendur við að rækta grænmeti, kartöflur og salöt. Æskilegt er að umsækjendur séu 18 ára eða eldri. Tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á að vera úti í náttúrunni og vinna með börnum.

3. Vinna við sláttUmsækjendur þurfa að vera 16 ára eða eldri. Starfið felst í slætti á opnum svæðum, einkagörðum og almennri garðyrkju. Unnið er með m.a. sláttubíl, sláttuvélar og vélorf.Hentar vel fyrir þá sem vilja vinna úti og í góðum félagsskap.

UmsóknareyðublöðUmsóknareyðublöð fást á skrifstofu bæjarfélagsins og á http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/Umsoknir/nr/2915 einnig má skila inn rafrænt á netfangið [email protected]. Skila ber umsóknum fyrir 22. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri fjármála- og framkvæmdasviðs í síma 470 8003

Höfn 1. febrúar 2011Fjármála- og framkvæmdasvið

Já það sannaðist að ekkert varir af eilífu og strákarnir í Rafteymi unnu stúlkurnar hjá Póstinum 9-7 og þökkum við

þeim sérstaklega fyrir skemmtilega keppni og vonandi halda þær nú áfram að koma með seðill!! En strákarnir í Rafteymi

kalla nú ekki allt ömmu sína og skora á staffið á Olís og sjáum hvernig það gengur!!!

Rafteymi Olís1. Newcastle-Arsenal x2 2 2. Aston Villa -Fulham x 1x2 3. Everton -Blackpool 1 1 2 4. Man. City -W.B.A 1 15. Tottenham-Bolton 1x 1x2 6. Wigan -Blackburn 1x2 2 7. Burnley -Norwich 2 2 8. Nott. Forest-Watford 1 19. Crystal Palace -Middlesbro 1x2 1 210. Leeds -Coventry 1x2 111. Leicester-Barnsley 1 1x212. Portsmoth -Derby 1 1 213. Scunthorp-Hull x2 2

Tipphornið

Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Hvanney SF 51 ................... net ............5 ......34,6 ......þorskur 31,0Sigurður Ólafsson SF 44 .... net ............3 ......20,4 ......Þorskur 20,0Skinney SF 20 ..................... net ............7 ......54,2 ......þorskur 47,8Þórir SF 77 .......................... net ............7 ......64,4 ......þorskur 56,1

Steinunn SF 10 ................... botnv ........1 ......69,4 ......blandaður afli

Benni SF 66 ......................... lína ............5 ......18,9 ......þorskur 10,6Dögg SU 118 ....................... lína ............6 ......41,4 ......þorskur 26,9Guðmundur Sig SU 650 ..... lína ............1 ......10,1 ......þorskur/ýsaRagnar SF 550 ..................... lína ............1 ........8,2 ......þorskur/ýsaSiggi Bessa SF 97 ............... lína ............3 ......13,9 ......þorskur/ýsa

Ágrímur Halld. SF 250 ....... flotv ..........4 ....3.449 ......loðna Jóna Eðvalds SF 200........... flotv ..........4 ....3.664 ......loðna

Heimild: www.fiskistofa.is

Aflabrögð 17. - 31. janúar

OPIÐ HÚSOpið hús verður hjá Rauða krossinum að Víkurbraut 2 laugardaginn 5. febrúar frá kl. 13 -15.

Nokkuð hörð barátta er í fyrirtækjaleiknum og um að gera að vera með í skemmtilegum leik. Því miður var ekki pláss síðast en hér er staðan eftir 3 umferðir.

Staðan eftir fyrstu umferð er þá svona:Vika 1 2 3 SLyftaraverkstæði S-Þ 12 8 10 30SMFR S-Þ 10 10 10 30Hvanney SF 11 8 10 29Hopp.is 10 8 9 27Víkin 10 8 8 26Skinney SF 9 9 8 26Bókahald. JGG 8 9 9 26Pósturinn 9 8 7 24H. Christensen 8 8 7 23Eystrahorn 9 6 7 22Steinsmíði 8 7 7 22Jóna Eðvalds SF 8 6 8 22Jaspis 8 10 18Gistiheimilið Hvammur 10 6 16Bílverk 10 10Rafteymi 9 9Lögreglan 8 8Krakkakot 8 8

Page 6: Eystrahorn 5. tbl. 2011

AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

Í SUMARHÚSI

Orlofshús Afls um páskana, 20. - 27. apríl 2011.Klifabotn í Lóni, Einarsstaðir og Illugastaðir (sjá nánar á asa.is).

Leiguverð er kr. 17. 000 fyrir páskavikuna.Umsóknarfrestur er til 16. febrúar 2011.

Spánn

Orlofsíbúð Afls við Alicante á Spáni.Íbúðin er í úthverfi Torrevieja og er í u.þ.b. 30 mín. akstursfjarlægð frá Alicante.

Í húsinu eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns.

Allur annar búnaður er í húsinu (handklæði og rúmföt).Sjá nánar á asa.is - orlofsmál.

Leigðar eru 2 vikur í einu og er leigan kr. 54.000 fyrir tímabilið

fyrir félagsmenn. Þau tímabil sem eru til úthlutunar eru:

31. mars – 14. apríl, 14. apríl – 28. apríl, 28. apríl – 12. maí, 12. maí – 26. maí, 30. júní – 14. júlí, 14. júli – 28. júlí, 28. júlí – 11. ágúst, 11. ágúst – 25. ágúst,

25. ágúst – 8. sept., 22. sept. - 6. okt., 6. okt. - 20. okt.

Umsóknarfrestur er til 16. febrúar 2011, úthlutun fer fram 18. febrúar 2011. Staðfestingargjald 20.000,- greiðist eigi síðar en 1. mars 2011.

Hér

aðsp

rent