eystrahorn 39. tbl. 2012

8
Fimmtudagur 8. nóvember 2012 www.eystrahorn.is Eystrahorn Á afmælisráðstefnu FAS og Nýheima í október sl. skrifuðu atvinnu- og nýsköpunar- ráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra ásamt bæjaryfirvöldum og stofnunum í Nýheimum undir viljayfirlýsingu um eflingu á starfi Nýheima á sviði menningar, menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Þann 26. október var haldinn fyrsti samráðsfundur í framhaldi yfirlýsingarinnar, þar sem allir tengdir aðilar komu frá fyrrgreindum ráðuneytum, bæjaryfirvöldum og stofnunum Nýheima. Á fundinum kom fram mikilvægi þess vinna framkvæmdaráætlun fyrir Nýheima næstu 10 árin hvernig Nýheimar geti ýtt undir fjölbreyttara atvinnulíf, aukið framboð á menntun og auðgað menningu samfélagsins. Eitt markmið verkefnisins er að leggja áherslu á ævimenntun og brjóta skil milli skólastiga og aldurs og leggja áherslu á fjarnám og framhaldsfræðslu á háskólastigi. Lögð er áhersla á að móta ferðaþjónustu enn frekar með þematengdri þjónustu fyrir ferðamenn, þar sem matar,-ljósmynda,- fugla og veiðiferðamennska verði efld. Þá verði ímynd Vatnajökulsþjóðgarðs styrkt með því að tengja starf hans við atvinnulíf og samfélag. Þegar hefur verið ákveðið að stofna náttúrustofu þar sem meðal annars verður lögð áhersla á uppbyggingu áningastaða. Þá er stefnt að bæta aðstöðu list- og verknáms. Næsti samráðsfundur verður 7. nóvember nk. en stefnt er vinnunni ljúki í byrjun desember. 39. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is Fundur um eflingu Nýheima Áhugaljósmyndasýning Landið og Fólkið Áhugaljósmyndasýning verður haldin í þriðja sinn í desember en að þessu sinni fer hún fram utan dyra og verður myndunum varpað upp með skjávarpa á Ráðhúsið. Sýningin opnar þann 7. desember og mun hún standa fram í febrúar. Þemað í ár er Landið og Fólkið. Áhugasamir ljósmyndarar eru hvattir til þess að senda inn myndir og taka þátt í sýningunni. Dómnefnd fer yfir innsendar myndir og engin takmörk eru fyrir fjölda innsendra mynda en þær þurfa að vera í skjáupplausn. Hægt er að skila inn myndefni á minnislykli eða senda póst á [email protected] Nánari upplýsingar um sýninguna er hægt að nálgast hjá Guðlaugu Ósk hjá Menningarmiðstöð í síma 4708057 eða senda tölvupóst. Mjög mikilvægt er að þátttakendur sendi einnig inn mynd af sjálfum sér, ásamt upplýsingum á borð við aldur og ljósmyndaáhuga (af hverju ljósmyndun, hversu lengi viðkomandi hefur tekið myndir og hvaða myndefni er áhugaverðast og af hverju). Einnig er æskilegt að fram komi upplýsingar um þátttöku í öðrum sýningum og annað sem fólk vill koma á framfæri. Þessar upplýsingar munu svo fylgja myndunum á sýningunni. Norræni Skjaladagurinn Norræni skjaladagurinn er 10. nóvember í ár. Þema dagsins að þessu sinni er „Íþrótta- og æskulýðsstarf á 20. öld“. Haldið er upp á daginn um land allt og í tilefni af honum verður sett upp sýning á Bókasafninu með myndum og munum sem tengjast íþrótta- og æskulýðsstarfi í Austur - Skaftafellssýslu og opnar hún klukkan 13:00 laugardaginn 10. nóvember. Sýningin verður svo opin út mánuðinn og allir eru velkomnir. Norræn Bókasafnavika Norræna bókasafnavikan er stærsta sameiginlega menningardagskrá á Norðurlöndunum. Í viku er boðið upp á upplestra, sýningar, umræður og aðra menningaratburði á þúsundum bókasafna og annarra samkomustaða. Í ár er vikan haldin 12. til 18. nóvember, með það fyrir augum að lyfta undir norræna frásagnahefð og bókmenntir. Þemað í ár er „Margbreytileiki á Norðurlöndum“ og dagskrá verður á Bókasafninu frá mánudegi til og með föstudegi. Allir velkomnir. Tónleikar í Pakkhúsinu Hljómsveitin Valdimar hefur slegið rækilega í gegn og eru þeir búnir að vera að gera það gott eftir fyrstu plötu sína Undraland sem kom út árið 2010. Sveitin hefur aðeins starfað í þrjú ár en er nú að gefa út sína aðra breiðskífu sem hefur fengið nafnið Um Stund. Í tilefni af útgáfu hennar er sveitin á tónleikaferðalagi um landið og ætlar að spila fyrir okkur Hornfirðinga þann 9. nóvember næstkomandi í Pakkhúsinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og er miðaverð 2000 krónur. Menningin blómstrar Frá áhugaljósmyndasýningu 2010. Mynd: Óðinn Eymundsson

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 13-Mar-2016

233 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 39. tbl. 2012

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 39. tbl. 2012

Fimmtudagur 8. nóvember 2012 www.eystrahorn.is

Eystrahorn

Á afmælisráðstefnu FAS og Nýheima í október sl. skrifuðu atvinnu- og nýsköpunar-ráðherra og mennta- og m e n n i n g a r m á l a r á ð h e r r a ásamt bæjaryfirvöldum og stofnunum í Nýheimum undir viljayfirlýsingu um eflingu á starfi Nýheima á sviði menningar, menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Þann 26. október var haldinn fyrsti samráðsfundur í framhaldi yfirlýsingarinnar, þar sem allir tengdir aðilar komu frá fyrrgreindum ráðuneytum, bæjaryfirvöldum og stofnunum Nýheima. Á fundinum kom fram mikilvægi þess að vinna framkvæmdaráætlun fyrir Nýheima næstu 10 árin hvernig Nýheimar geti ýtt undir fjölbreyttara atvinnulíf, aukið framboð á menntun og auðgað menningu samfélagsins. Eitt markmið verkefnisins er að leggja áherslu á ævimenntun og brjóta skil milli skólastiga og aldurs og leggja áherslu á fjarnám og framhaldsfræðslu á háskólastigi. Lögð er áhersla á að móta ferðaþjónustu enn frekar með þematengdri þjónustu fyrir ferðamenn, þar sem matar,-ljósmynda,-fugla og veiðiferðamennska verði efld. Þá verði ímynd Vatnajökulsþjóðgarðs styrkt með því að tengja starf hans við atvinnulíf og samfélag. Þegar hefur verið ákveðið að stofna náttúrustofu þar sem meðal annars verður lögð áhersla á uppbyggingu áningastaða. Þá er stefnt að bæta aðstöðu list- og verknáms. Næsti samráðsfundur verður 7. nóvember nk. en stefnt er að vinnunni ljúki í byrjun desember.

39. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is

Fundur um eflingu Nýheima

Áhugaljósmyndasýning Landið og Fólkið

Áhugaljósmyndasýning verður haldin í þriðja sinn í desember en að þessu sinni fer hún fram utan dyra og verður myndunum varpað upp með skjávarpa á Ráðhúsið. Sýningin opnar þann 7. desember og mun hún standa fram í febrúar. Þemað í ár er Landið og Fólkið. Áhugasamir ljósmyndarar eru hvattir til þess að senda inn myndir og taka þátt í sýningunni. Dómnefnd fer yfir innsendar myndir og engin takmörk eru fyrir fjölda innsendra mynda en þær þurfa að vera í skjáupplausn. Hægt er að skila inn myndefni á minnislykli eða senda póst á [email protected] Nánari upplýsingar um sýninguna er hægt að nálgast hjá Guðlaugu Ósk hjá Menningarmiðstöð í síma 4708057 eða senda tölvupóst. Mjög mikilvægt er að þátttakendur sendi einnig inn mynd af sjálfum sér, ásamt upplýsingum á borð við aldur og ljósmyndaáhuga (af hverju ljósmyndun, hversu lengi viðkomandi hefur tekið myndir og hvaða myndefni er áhugaverðast og af hverju). Einnig er æskilegt að fram komi upplýsingar um þátttöku í öðrum sýningum og annað sem fólk vill koma á framfæri. Þessar upplýsingar munu svo fylgja myndunum á sýningunni.

Norræni SkjaladagurinnNorræni skjaladagurinn er 10. nóvember í ár. Þema dagsins að þessu sinni er „Íþrótta- og æskulýðsstarf á 20. öld“. Haldið er upp á daginn um land allt

og í tilefni af honum verður sett upp sýning á Bókasafninu með myndum og munum sem tengjast íþrótta- og æskulýðsstarfi í Austur - Skaftafellssýslu og opnar hún klukkan 13:00 laugardaginn 10. nóvember. Sýningin verður svo opin út mánuðinn og allir eru velkomnir.

Norræn BókasafnavikaNorræna bókasafnavikan er stærsta sameiginlega menningardagskrá á Norðurlöndunum. Í viku er boðið upp á upplestra, sýningar, umræður og aðra menningaratburði á þúsundum bókasafna og annarra samkomustaða. Í ár er vikan haldin 12. til 18. nóvember, með það fyrir augum að lyfta undir norræna frásagnahefð og bókmenntir. Þemað í ár er „Margbreytileiki á Norðurlöndum“ og dagskrá verður á Bókasafninu frá mánudegi til og með föstudegi. Allir velkomnir.

Tónleikar í Pakkhúsinu Hljómsveitin Valdimar hefur slegið rækilega í gegn og eru þeir búnir að vera að gera það gott eftir fyrstu plötu sína Undraland sem kom út árið 2010. Sveitin hefur aðeins starfað í þrjú ár en er nú að gefa út sína aðra breiðskífu sem hefur fengið nafnið Um Stund. Í tilefni af útgáfu hennar er sveitin á tónleikaferðalagi um landið og ætlar að spila fyrir okkur Hornfirðinga þann 9. nóvember næstkomandi í Pakkhúsinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og er miðaverð 2000 krónur.

Menningin blómstrar

Frá áhugaljósmyndasýningu 2010. Mynd: Óðinn Eymundsson

Page 2: Eystrahorn 39. tbl. 2012

2 EystrahornFimmtudagur 8. nóvember 2012

Bifreiðaskoðun á Höfn 18. nóvember (sunnudagur) 19., 20. og 21. nóvember.

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. nóvember.

Síðasta skoðun ársins

Þegar vel er skoðað

Við ætlum að koma saman í kirkjugarðinum laugardagskvöldið 10. nóvember, kveikja á kertum og biðja þar fyrir látnum ástvinum okkar. Allir, sem vilja taka þátt í þessu, hittast að Hafnarbraut 40 kl. 18:00. Öllum, sem vilja vita meira um trú kaþólsku kirkjunnar er boðið að koma á fund, sem haldinn verður næsta laugardagskvöld, kl. 20:00 á Hafnabraut 40. Efni fundarins er: "Ég trúi á eilíft líf" Allir eru velkomnir í sunnudagsmessu 11. nóvember kl. 12:00 á sama stað. Barnakórinn hittist kl. 11:00.

Fimmtudagskvöldið 15. nóvember ætla ég ásamt vinkonum mínum Snæju og þeim snilldar stúlkum í hljómsveitinni Dinnerdúkkunum sem skipuð er Helgu Boggu, Röggu, Ninnu og Ernu Gísla að búa til rólegheita kaffihúsastemningu í Nýheimum. Þar munum við spila ljúfa og skemmtilega tónlist í um klukkutíma. Hugmyndin að þessari uppákomu kviknaði hjá mér þegar góð vinkona mín Halla lést langt fyrir aldur fram vegna ofneyslu eiturlyfja sem hún barðist við í mörg ár og langar mig að vekja athygli á þessum vágesti sem er við þröskuldinn hjá okkur og getur bankað upp á hjá mér og þér hvenær sem er og er svo mikilvægt að við séum vakandi og fræðum börnin okkar um skaðsemi áfengis og annarra vímuefna.Ekkert mun kosta inn en við ætlum að vera með bauk sem hverjum og einum er frjálst að gefa í og mun sá peningur renna til forvarnastarfs á Hornafirði.

Kveðja Margrét Einarsdóttir

Vildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Kaþólska kirkjan

Ljúf tónlist og gott málefni

Strandganga í Öræfum Helgarferð 10. - 11. nóvember

Lagt af stað kl. 9:00 frá Tjaldstæðinu á Höfn einnig er hægt að mæta við Fjallsá kl. 10:00.

Á laugardag verður gengið frá Fjallsá að Hólá. Kvöldmatur verður í Hofgarði og piparkökubakstur með börnunum

Á sunnudag verður lagt af stað frá Nestanga kl. 10:00 og gengið út að Hólá.

Gengið er ca í 4-5 tíma hvorn dag.

Verð kr. 3.500,- fyrir full orðna og kr. 2000 fyrir börn. Innifalið er gisting í svefnpokaplássi og kvöldmatur.

Endilega hafið samband ef fólk vill aðeins vera með annan daginn. Skrá þarf í þessa ferð fyrir kl. 16:00 föstudaginn 9.nóvember.

Munið hlýjan klæðnað og laxapokar gætu komið að góðu gagni.

Upplýsingar og skráning hjá Rögnu í síma 662-5074.

Jólahlaðborð á Smyrlabjörgum verða 24. nóvember, 1. desember og 8. desember

Verð kr. 6.800,- á mannTilboð á gistingu kr. 3.500,- á mann með morgunverði

Gerum verðtilboð í hópa

Pantanir og nánari upplýsingar í síma 478-1074 eða á [email protected]

Bændahátíð á SmyrlabjörgumUppskeruhátíð bænda verður haldin

laugardaginn 10. nóvemberVeislustjóri verður Jóhannes Kristjánsson

Fyrir dansi munu spila og syngja Grétar Örvars og Erna Hrönn

Húsið opnar kl 19:00 með fordrykk frá Húsasmiðjunni

Á matseðlinum er hlaðborðMiðaverð er 6500 kr

á mannMiðapantanir

í síma 478-1074

Page 3: Eystrahorn 39. tbl. 2012

3Eystrahorn Fimmtudagur 8. nóvember 2012

Sveitarfélagið Horna�örður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.horna�ordur.is

Opnir kynningarfundir um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar og stofnanna þess fyrir árin 2013-2016.

Fundirnir eru haldnir á eftirfarandi stöðum í sveitarfélaginu.15. nóvember kl. 12.00 á Hótel Höfn.16. nóvember kl. 12.00 á Hótel Smyrlabjörgum.

Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri mun kynna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Fundirnir eru öllum opnir.

Hjalti Þór Vignisson Bæjarstjóri

Kynningarfundir um fjárhagsáætlun

Verið hjartanlega velkomin!Við hjá TM viljum bjóða þér og þínum að kíkja til okkar á nýjan stað á Litlu Brú 1 (verslunarmiðstöðin Miðbær) í kaffi og köku föstudaginn 9. nóvember frá kl. 14 - 18.

Við bjóðum öllum þeim sem kíkja við að taka þátt í Lukkuleik TM en þú gætir átt möguleika á að vinna glæsilegt reiðhjól!

Glaðningur í boði fyrir unga fólkið!

Verið velkominSnorri SnorrasonTM Höfn

Tryggingamiðstöðin // Litla Brú 1 780 Höfn // Sími 580 7915Afgreiðslutími 9-16 alla virka daga

Maður veit aldrei hvað gerist næst

Page 4: Eystrahorn 39. tbl. 2012

mar

khon

nun.

is

Tilboðin gilda 8. - 11. nóvemberTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Kræsingar & kostakjör

KRÆSINGAR & KOSTAKJÖR

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

REYKTUR LAX1/2 FLAK

1.793

749

ÁÐUR 2.598 KR/KG

ÁÐUR 1.498 KR/KG

50% AFSLÁTTUR31% AFSLÁTTUR

LAMBA-HRYGGUR

LÉTTREYKTUR

GRÍSARIFJABITAR

GRAFINN LAX1/2 FLAK

1.998ÁÐUR 2.498 KR/KG

50% AFSLÁTTUR

BA

KA

ÐT

ILB

KLEINUR BAKAÐAR Á STAÐNUM

OKKARLAUFABRAUÐ8 STK/PK

ÍSBLÓM4 STK/PK

CAPPUCCINOJARÐARBERJA

KARAMELLUPIPARMINTASYKURLAUS

DAIMBERJA994

ÁÐUR 1.198 KR/PK

85ÁÐUR 169 KR/STK 25% AFSLÁTTUR

Page 5: Eystrahorn 39. tbl. 2012

mar

khon

nun.

is

Tilboðin gilda 8. - 11. nóvemberTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Kræsingar & kostakjör

KRÆSINGAR & KOSTAKJÖR

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

REYKTUR LAX1/2 FLAK

1.793

749

ÁÐUR 2.598 KR/KG

ÁÐUR 1.498 KR/KG

50% AFSLÁTTUR31% AFSLÁTTUR

LAMBA-HRYGGUR

LÉTTREYKTUR

GRÍSARIFJABITAR

GRAFINN LAX1/2 FLAK

1.998ÁÐUR 2.498 KR/KG

50% AFSLÁTTUR

BA

KA

ÐT

ILB

KLEINUR BAKAÐAR Á STAÐNUM

OKKARLAUFABRAUÐ8 STK/PK

ÍSBLÓM4 STK/PK

CAPPUCCINOJARÐARBERJA

KARAMELLUPIPARMINTASYKURLAUS

DAIMBERJA994

ÁÐUR 1.198 KR/PK

85ÁÐUR 169 KR/STK 25% AFSLÁTTUR

Page 6: Eystrahorn 39. tbl. 2012

6 EystrahornFimmtudagur 8. nóvember 2012

Heimamarkaður á Miðskeri

Opið á laugardag kl.12:00 - 15:00

Mikið af fersku grísakjöti, tilbúnar ofnsteikur, lundir,

kótilettur og margt fleira.

Einnig lambakjöt, kartöflur, egg, beikon

og álegg. Kartöflur.

Pálína og Sævar Kristinn

Ólöf K. Ólafsdóttir

augnlæknir verður með stofu

19. - 22. nóvember.

Tímapantanir í síma 470-8600

virka daga.

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Gamlabúð- 2. áfangi“eins og því er lýst í meðfylgjandi útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Innifalið í tilboð skal vera allt það sem til þarf aðljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.

Útboð á verkinu Gamlabúð – 2. áfangi

Þakklæðning og einangrun 150 m2Útveggjaklæðning og einangrun 210 m2

Sveitarfélagið Horna�örður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.horna�ordur.is

Picasso til sölu! Ekki listaverk; en samt. Til sölu er eðalvagninn Citroen picasso zsara árgerð 2004 sjálfskiptur með topplúgu og einstaklega þægilegum sætum. Ekinn 108.000 km. Skipt var um vél í bílnum. Er ekinn 41.000 km. á þeirri vél. Áhugasamir kaupendur hafi samband við Hauk Helga í síma 897-8885

Stúdíóíbúð til leigu!Stúdíóíbúð til leigu, laus strax.Upplýsingar í síma 899-1174 (Kristinn)

Full búð aF nýjum vörumOpnunartími til jóla: virka daga

kl. 10-12 og 13-18, laugardaga kl. 12-16

Verslun Dóru

Rauðakrossbúðinverður opin alla laugardaga í nóvember kl. 12 – 15

Page 7: Eystrahorn 39. tbl. 2012

7Eystrahorn Fimmtudagur 8. nóvember 2012

Kaffi Hornið

Jólahlaðborð1., 8. og 15. desember frá kl 19:30

Borðapantanir í síma 478-2600 Verð kr. 6.700,-

Gerum tilboð fyrir hópaVerið velkomin

Starfsfólk Kaffi Hornsins

Forréttir:Ýmsar tegundir af pate•Sildarsalöt•Reyktur og grafinn lax•Reykt og grafin gæs•Andaconfit•Andalifrarkæfa•Grafið lamb•

Aðalréttir:Hangikjöt•Bayonneskinka•Hunangsskinka•Purusteik•Lambalæri•Hreindýrabollur•Andabringur•Gæsabringur•Hreindýravöðvi•Lambaskanknar•

Meðlæti:Tilheyrandi sósur•Heimagerð lauksulta•Heimagert rauðkál•Döðlusalat•Waldorfsalat•Rúgbrauð•Laufabrauð•

Eftirréttir:Ris ala mande•Súkkulaðifromage•Konfekt•Skyrkaka•Marengstoppar•

Útskurðarnámskeið8 klst. • Verð kr. 30.000,-Einn færasti útskurðarmeistari landsins, Stefán Haukur Erlingsson verður með námskeið um helgina. Stefán hefur í gegnum árin tekið að sér ýmisskonar verkefni og er jafnvígur á flestar ef ekki allar tegundir tréskurðar. Sjá nánar á http://stefan.123.is/page/2831/. Á námskeiðinu verða kynnt fyrstu járnin og brýnsla þeirra, beiting járna, uppsetning vinnuaðstöðu, ýmis vinnutækni, viðir kynntir til leiks, öryggismál og verkleg kennsla. Námskeiðið fer fram í verkmenntastofa FAS 10. og 11. nóvember kl. 10:00 - 16:00 og 10:00 - 13:00. Skráning hjá Austurbrú í síma 470-3800 eða á [email protected].

Ásgeir Gunnarsson hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja um fiskiríið að undanförnu; „Bræla var á síldarmiðunum í eina fimm daga í síðustu viku, og eru nokkur ár síðan að við höfum lent í svona langri brælu við veiðar á íslensku síldinni. Við erum ríflega hálfnaðir með síldarkvótann og reiknum með að verða búnir um næstu mánaðarmót. Við tekur loðnuvertíð og ef eitthvað finnst af loðnu fyrir norðan land gæti farið svo að við byrjuðum loðnuveiðar í byrjun desember. Þinganes hefur verið á rækjuveiðum frá því í vor, þeir hafa lagt upp á Sauðárkróki eða Húsavík. Veiðar hafa gengið vel og virðist rækjustofninn eitthvað vera að braggast en þó sýnist okkur að varlega verður að fara í að auka sóknina í rækjuna. Hvanney er byrjuð á ufsanetum og er búin að landa tvisvar í þessari viku samtals 39 tonnum af ufsa sem fékkst vestur á Öræfagrunni. Humarbátarnir halda sínu striki og verða að veiðum fram í nóvember mánuð, en þá tekur við slippur hjá þeim. Steinunn er nú á veiðum vestan við land í blönduðum afla.“

Aflabrögð í október

Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Hvanney SF 51 ......................dragn ......... 12 ... 142,9 ..blandaður afliÁrsæll ÁR 66 .........................humarv ....... 5 ..... 59,3 ..humar 11,2Fróði II ÁR 38 .......................humarv ....... 3 ..... 45,8 ..humar 11,4Jón á Hofi ÁR 42 ...................humarv ....... 3 ..... 41,1 ..humar 8,8Sigurður Ólafsson SF 44 ......humarv ....... 8 ..... 64,3 ..humar 6,3Skinney SF 20 .......................humarv ....... 7 ... 155,3 ..humar 23,1Þórir SF 77 ............................humarv ....... 7 ... 138,1 ..humar 19,1Steinunn SF 10 ......................botnv ........... 6 ... 327,0 ..blandaður afli Þinganes SF 25 ..................... rækjut .......... 4 ... 115,3 ..rækja 40,4Benni SU 65 .......................... lína ............. 12 ..... 99,5 ..þorskur 71,3Beta VE 36 ............................ lína ............... 1 ....... 6,7 ..þorskur 5,3Dögg SU 118 ......................... lína ............... 8 ..... 70,4 ..þorskur 61,8Guðmundur Sig SU 650 ....... lína ............. 13 ..... 98,3 ..þorskur 81,5Ragnar SF 550 ....................... lína ............. 12 ... 111,7 ..þorskur 94,7Siggi Bessa SF 97 ................. lína ............. 12 ..... 61,0 ..þorskur 47,5Auðunn SF 48 .......................handf ........... 1 ....... 0,5 ..ufsi Húni SF 17 ............................handf ........... 4 ....... 2,6 ..þorskur 1,7Kalli SF 144 ...........................handf ........... 5 ....... 2,1 ..þorskur 1,7Sævar SF 272 ........................handf ........... 3 ....... 2,4 ..ufsi 1,5Ásgrímur Halld. SF 270 .......nót................ 4 ... 3.363 ..síldJóna Eðvalds SF 200.............nót................ 4 ... 2.768 ..síld

Bridgenámskeið fyrir byrjendurKvenfélagið Tíbrá

stendur fyrir Bridgenámskeiði fyrir byrjendur dagana 12., 13., 19. og 20. nóvember kl. 20:30.

Leiðbeinendur verða Valdi og Gunnar Páll.

Skráning þátttöku hjá Þóreyju í síma 848-2189 eða á netfangið [email protected] fyrir kl. 12:00

mánudaginn 12. nóvember.

Verð kr. 3.000 fyrir öll kvöldin.

Nærfatnaður sem heldur þér heitum og þurrum.

Fyrir alla sem stunda útivist eða þurfa á hlýjum fatnaði

að halda. CRAFT • CINTAMANI

CATMANDOO

20 % kynningarafsláttur af Catmandoo útivistarfatnaði

fyrir börn og fullorðna. Frábær skíðafatnaður

á góðu verði sem hentar vel fyrir alla útivist.

Í kulda og skammdegi er gott að vera vel klæddur svo kuldaboli bíti ekki

6. – 10. nóvember eru úlpudagar en þá verður 20% afsláttur af öllum úlpum.

(Greiðsludreifing möguleg á dýrum flíkum)

Page 8: Eystrahorn 39. tbl. 2012

HÖFN

N1 HÖFNSÍMI: 478 1940

FRÁBÆR OG FREISTANDIVEITINGATILBOÐ

=+ +eða

=

=

BEIKONBORGARI

TVÖFALDUROSTBORGARI

Franskar kartöflur og ½ l gos í plasti

1.195 kr.

½ l gos í plasti

1.195 kr.

STEIKARSAMLOKAFranskar kartöflur og ½ l gos í plasti

1.495 kr.

+ +eða

+eða

Hornfirðingar boðnir velkomnirÁ aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Suðurlands sem haldinn var á Hellu dagana 18. og 19. október s.l. var umsókn Hornarfjarðar um aðild að félaginu samþykkt. Hornfirðingar eru því boðnir velkomnir að félaginu og hvattir til að nýta sér þjónustu þess.

Á aðalfundum SASS (Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga) og AÞS Atvinnuþróunarfélags Suðurlands) var einnig samþykkt tillaga að sameiningu félaganna tveggja og mun sameiningin taka gildi 1. janúar 2013.

Frá og með áramótum mun því starfsemi AÞS tilheyra sameinuðu félagi en þjónustan verður óbreytt. Frekari kynning á starfsemi atvinnuþróunar hjá sameinuðu félagi er fyrirhuguð á Höfn í upphafi næsta árs.

Fyrir þá sem hafa hug á því að kynna sér starfsemina í dag er bent á heimasíðu félagsins sudur.is eða á facebook.com/atvinnuthsudurlands – sem er facebook síðan okkar.

Hafið beint samband við ráðgjafa okkar í síma eða með því að senda tölvupóst.

Atvinnuþróunarfélag SuðurlandsAusturvegi 56 • 800 • Selfoss • Sími 480-8210