eystrahorn 15. tbl. 2012

6
Fimmtudagur 12. apríl 2012 www.eystrahorn.is Eystrahorn Á bæjarráðsfundi sl. þriðjudag var kynnt skýrsla þar sem dregnar eru saman athuganir KPMG um áhrif breytinga á lögum um fiskveiðistjórnun sem lögð voru fram á alþingi í mars 2012, á Sveitarfélagið Hornafjörð. Um er að ræða tvö þingmál; Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og Frumvarp til laga um veiðigjöld. Skýrsluhöfundar gera þann fyrirvara að gögn sem liggja til grundvallar niðurstöðunum séu með réttum upplýsingum. Aflaheimildir Hornafjarðarbáta voru 17.400 tonn byggt á heimildum 2011-2012 en dragast saman um rúmlega 640 þorskígildistonn eða 3,8 % miðað við forsendur í nýju frumvarpi. Til halda óbreyttum veiðiheimildum þyrftu útgerðir á Hornafirði að greiða tæpar 200 m.kr. miðað við ákveðnar forsendur sem fram koma í skýrslunni. Til samanburðar má nefna að í fyrri skýrslu KPMG um áhrif laga nr.70/2011 var gert ráð fyrir að aflaheimildir myndu dragast saman um 3,0% strax á fyrsta ári og samdrátturinn gæti numið allt að 581 þorskígildistonnum þegar áhrif þess væru að fullu komin til framkvæmda. Gert er ráð fyrir útsvarstekjur Hornafjarðar gætu dregist saman um 14 til 17 m.kr. vegna þessara skerðinga. Varðandi frumvarpið um veiðigjaldið væri fastagjaldið fyrir útgerðir á Hornafirði 134 m.kr. sem rynni óskipt í ríkissjóð. Ef frumvarpið hefði verið komið til framkvæmda árið 2010 hefði veiðigjald hornfirskra útgerða numið 1,2 miljarði kr. miðað við áðurnefnt fastagjald og veiðigjald í botnfiski væri 40 kr. og í uppsjávarfiski 60 kr. Hækkun á veiðigjaldi um 10 kr. á kíló í báðum flokkum leiðir til rúmlega 160 m.kr. hækkunar á veiðigjaldinu. Gert er ráð fyrir að tekjum af útleigu veiðiheimilda verði deilt milli ríkissjóðs, sveitarfélaga og markaðs- og þróunarsjóðs fyrir sjávarútveginn (40%, 40%, 20%). Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig deila á niður hlutum einstakra sveitarfélaga og nota skýrsluhöfundar þá aðferð að deila mögulegum tekjum niður í samræmi við íbúafjölda. Sýndar eru tvær útfærslur, annars vegar jafnað niður á alla íbúa og hins vegar niður á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hlutur Hornfirðinga í útdeilingu þessa gjalds gæti numið frá 8 – 44 m.kr. eftir því hvernig útfærslan yrði nákvæmlega. Í skýrslunni er ekki ráðist í það að greina áhrif frumvarpsins um veiðgjaldið á útsvarstekjur sveitarfélagsins en vísað er í fyrri skýrslu KPMG og bent er á að um meiri samdrátt í aflaheimildum að ræða en þar var gert ráð fyrir auk þess sem álögur á fyrirtæki í sjávarútvegi aukast umtalsvert. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það mun hafa á rekstur þeirra og starfsemi en ætla má að þau verði margvísleg sem muni endurspeglast í tekjum sveitarfélagsins. 15. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is Næsta blað kemur út miðvikudaginn18. apríl vegna sumardagsins fyrsta Sjávarútvegsfrumvörpin - áhrif á Hornafjörð Þessar ungu stúlkur héldu tombólur til styrktar Rauða krossinum. Þær söfnuðu alls 5430 kr. Stúlkurnar heita Dagmar Lilja Óskarsdóttir, Petra Rós Jóhannsdóttir, Nína Dögg Jóhannsdóttir og Karen Ása Benediktsdóttir. Stuðningur tombólubarna á hverju ári er Rauða krossinum ákaflega mikils virði og er félagið þakklátt fyrir eljuna og dugnaðinn sem liggur að baki hverrar tombólu og viljum við í Hornafjarðardeildinni þakka kærlega fyrir okkur. Ljósmynd: markusherzig.com

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 26-Mar-2016

233 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 15. tbl. 2012

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 15. tbl. 2012

Fimmtudagur 12. apríl 2012 www.eystrahorn.is

EystrahornÁ bæjarráðsfundi sl. þriðjudag var kynnt skýrsla þar sem dregnar eru saman athuganir KPMG um áhrif breytinga á lögum um fiskveiðistjórnun sem lögð voru fram á alþingi í mars 2012, á Sveitarfélagið Hornafjörð. Um er að ræða tvö þingmál; Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og Frumvarp til laga um veiðigjöld. Skýrsluhöfundar gera þann fyrirvara að gögn sem liggja til grundvallar niðurstöðunum séu með réttum upplýsingum.Aflaheimildir Hornafjarðarbáta voru 17.400 tonn byggt á heimildum 2011-2012 en dragast saman um rúmlega 640 þorskígildistonn eða 3,8 % miðað við forsendur í nýju frumvarpi. Til að halda óbreyttum veiðiheimildum þyrftu útgerðir á Hornafirði að greiða tæpar 200 m.kr. miðað við ákveðnar forsendur sem fram koma í skýrslunni. Til samanburðar má nefna að í fyrri skýrslu KPMG um áhrif laga nr.70/2011 var gert ráð fyrir að aflaheimildir myndu dragast saman um 3,0% strax á fyrsta ári og samdrátturinn gæti numið allt að 581 þorskígildistonnum þegar

áhrif þess væru að fullu komin til framkvæmda. Gert er ráð fyrir að útsvarstekjur Hornafjarðar gætu dregist saman um 14 til 17 m.kr. vegna þessara skerðinga. Varðandi frumvarpið um veiðigjaldið væri fastagjaldið fyrir útgerðir á Hornafirði 134 m.kr.

sem rynni óskipt í ríkissjóð. Ef frumvarpið hefði verið komið til framkvæmda árið 2010 hefði veiðigjald hornfirskra útgerða numið 1,2 miljarði kr. miðað við áðurnefnt fastagjald og veiðigjald í botnfiski væri 40 kr. og í uppsjávarfiski 60 kr. Hækkun á veiðigjaldi um 10 kr. á kíló í báðum flokkum leiðir til rúmlega 160 m.kr. hækkunar á veiðigjaldinu. Gert er ráð fyrir að tekjum af útleigu veiðiheimilda verði deilt milli ríkissjóðs, sveitarfélaga og markaðs- og þróunarsjóðs fyrir sjávarútveginn (40%, 40%, 20%). Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig deila á niður hlutum einstakra sveitarfélaga og nota skýrsluhöfundar þá aðferð að deila mögulegum tekjum niður í samræmi við íbúafjölda. Sýndar

eru tvær útfærslur, annars vegar jafnað niður á alla íbúa og hins vegar niður á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hlutur Hornfirðinga í útdeilingu þessa gjalds gæti numið frá 8 – 44 m.kr. eftir því hvernig útfærslan yrði nákvæmlega. Í skýrslunni er ekki ráðist í það að greina áhrif frumvarpsins um veiðgjaldið á útsvarstekjur sveitarfélagsins en vísað er í fyrri skýrslu KPMG og bent er á að um meiri samdrátt í aflaheimildum að ræða en þar var gert ráð fyrir auk þess sem álögur á fyrirtæki í sjávarútvegi aukast umtalsvert. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það mun hafa á rekstur þeirra og starfsemi en ætla má að þau verði margvísleg sem muni endurspeglast í tekjum sveitarfélagsins.

15. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is

Næsta blað kemur út miðvikudaginn18. apríl vegna

sumardagsins fyrsta

Sjávarútvegsfrumvörpin - áhrif á Hornafjörð

Þessar ungu stúlkur héldu tombólur til styrktar Rauða krossinum. Þær söfnuðu alls 5430 kr. Stúlkurnar heita Dagmar Lilja Óskarsdóttir, Petra Rós Jóhannsdóttir, Nína Dögg Jóhannsdóttir og Karen Ása Benediktsdóttir. Stuðningur tombólubarna á hverju ári er Rauða krossinum ákaflega mikils virði og er félagið þakklátt fyrir eljuna og dugnaðinn sem liggur að baki hverrar tombólu og viljum við í Hornafjarðardeildinni þakka kærlega fyrir okkur.

Ljósmynd: markusherzig.com

Page 2: Eystrahorn 15. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 12. apríl 2012

Vildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Athyglisvert er að lesa pistil hins nafnlausa og andlitslausa bæjarráðs Hornafjarðar, sem birtist á veraldarvefnum á annan í páskum, um tilboð í endurbætur á Heppuskóla. Það kemur mér ekki á óvart að fulltrúar Framsóknaríhaldsins skuli hvorki vilja leggja nafn sitt né andlit við pistilinn – enda ómerkilegt yfirklór sem dugar ekki til þess að bæta stöðu sveitarfélagsins vegna þessa óheppilega máls. Best að fela sig á bakvið fallega mynd af Heppuskóla. Bæjarráð staðfestir í raun þær athugasemdir sem ég hef haft um málið. Bæjarsjóður Hornfirðinga er 5 milljónum króna fátækari vegna óvandaðra vinnubragða fulltrúa Framsóknar – og Sjálfstæðisflokks í bæjarráði. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki litið.

Engin afsökunarbeiðniEkki verður annað lesið úr pistli bæjarráðs en að vitlausir útboðsskilmálar hafi verið samþykktir í bæjarráði. Ætlunin var aldrei sú að skilmálar útboðsins yrðu túlkaðir með þeim hætti sem fyrirtækið – þetta sem sveitarfélagið þurfti að borga bætur - og lögfræðingur sveitarfélagsins gerðu. Allt saman einn stór misskilningur – voða íslenskt eitthvað. Þessi handarbaksvinnubrögð eru bæjarbúum dýr. Þrátt fyrir það þá dettur aðalfulltrúum í bæjarráði ekki í hug að biðja bæjarbúa afsökunar á klúðri sínu. Það hefði verið allt í lagi þar sem það eru bæjarbúar sem borga brúsann. Varla er valdhrokinn orðinn slíkur að mönnum hugkvæmist ekki einu sinni að biðjast afsökunar á mistökum sínum?

Hvað ef mismunur tilboðanna hefði þurrkast út?

Hið andlits – og nafnlausa bæjarráð virðist telja að það sleppi með skrekkinn á meðan það getur reiknað sig í plús. Það stærir sig af því að þrátt fyrir sitt eigið klúður þá muni ennþá 13 milljónum á tilboðunum. Það er kjarninn í málsvörn bæjarráðs. En hvernig hefði þetta sama bæjarráð tekið á málinu ef mismunur tilboðanna hefði þurrkast út vegna sáttar við fyrirtækið sem taldi á sér brotið? Hefði bæjarráð þá farið eftir skilmálum útboðsins? Getur verið að það sé nauðsynlegt fyrir aðila, sem hyggjast bjóða í verk hjá sveitarfélaginu, að spyrja bæjaryfirvöld hvort til standi að fara eftir samþykktum útboðsskilmálum? – hvort bæjarráð meini það sem það segi?Eftir það sem á undan er gengið þá getur bæjarráð Hornafjarðar ekki kvartað undan því að fólk og fyrirtæki beri ekki lengur óskorað traust til bæjarráðs þegar kemur að útboðsmálum.

Árni Rúnar Þorvaldsson Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Unnið hefur verið að undirbúning endurbóta á Heppuskóla um allangt skeið. Leitað var til arkitekta um hönnun og ráðgjöf við útboðsskilmála. Í stórum verkum styðst sveitarfélagið við slíka ráðgjöf. Að þessu sinni hjá ágætum ráðgjöfum sem áður hafa liðsinnt bæjarráði Hornafjarðar þegar Sundlaug Hafnar var í byggingu. Útboðsskilmálar voru undirbúnir af ráðgjöfum og lagðir fyrir bæjarráð þar sem allir fulltrúar í bæjarráði höfðu möguleika á að koma með athugasemdir og sníða af þá agnúa sem hugsanlega voru í útboðsskilmálum, þar á meðal áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hefur málfrelsi og tillögurétt í ráðinu.Það hefur komið fram á fundum bæjarráðs Hornafjarðar þar sem bæjarfulltrúi Samfylkingar er áheyrnarfulltrúi hvernig þeir ráðgjafar lögðu málið upp. Það var þannig að í skilmálum var krafist gagna um afkastagetu, núverandi stöðu fyrirtækis, reynslu þess af sambærilegum verkefnum, gæðakerfi, getu stjórnenda til að stjórna verkinu, gögn um fjárhagslega stöðu og stöðu gagnvart opinberum aðilum. Hugmynd ráðgjafanna var sú að ef sveitarfélagið treysti verktaka sem býður í verkið að þá bættu ráðgjafarnir inn klausunni „ef um er beðið“ til þess að sleppa við mikla ónauðsynlega vinnu við útvegun gagna.Við opnun tilboða býður Þingvað ehf. 18 m.kr. lægra í verkið en Eykt ehf. Þá strax stóð hugur bæjarráðs að semja við lægstbjóðanda enda hafði fyrirtækið reynst sveitarfélaginu vel á undanförnum árum. Þegar á reyndi og lögfræðin kom til skjalanna var óljóst hvort orðaval ráðgjafanna í útboðsskilmálum stæðist, þar á meðal hvort það stæðist fyrir dómstólum ef á reyndi.Bæjarráð stóð því frammi fyrir úrlausnarefni. Eftir skoðun og umræður var fyrsti kostur sá að ganga til sáttar við Eykt ehf. og síðan gerð verksamnings við Þingvað. Niðurstaðan úr því var að greiða Eykt umrædda upphæð en standa eftir sem áður með verksamning í höndunum sem tryggði skattgreiðendum 13 m.kr. hagstæðari niðurstöðu í verkið en ella hefði orðið.

Bæjarráð Hornafjarðar

Endurbætur á Heppuskóla

Skilmálar óvirkir meðan bæjarráð reiknar sig í plús

Golfsett til söluHeilt sett í góðum poka með kerru. Sími 894 - 3497 Sigurður

Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur verður með fyrirlestur um Eldgos á Suðurlandi í fyrirlestrarsal Nýheima fimmtudaginn 12. apríl kl. 20:00. Allir velkomnir.

Auglýsum eftir náttborðum í gömlum stíl. Sindri og Fanney S. 846-0161 og 690-0203

Námskeið í ræktun matjurta á HöfnEnnþá er hægt að skrá sig á námskeið í ræktun matjurta á vegum Garðyrkjufélags Hornafjarðar sem haldið er í dag kl. 18:00 - 22:00 í húsi Afls við Víkurbraut. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur.

Sjá nánar á hornafjordur.is.

Page 3: Eystrahorn 15. tbl. 2012

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 12. apríl 2012

FundarboðStofnfundur íbúa- og átthagasamtaka Mýramanna verður haldinn í Holti á Mýrum laugardaginn 14. apríl 2012 kl. 14:00.

Gestir fundarins verða Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri og Björg Erlingsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornfjarðar.

Undirbúningshópurinn

FUNDARBOÐ178. fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í ráðhúsi, 12. apríl 2012 og hefst kl. 16:00.

Dagskrá:Fundargerðir til staðfestingar

Bæjarráð Hornafjarðar - 582 • Bæjarráð Hornafjarðar - 583 • Bæjarráð Hornafjarðar - 584• Bæjarráð Hornafjarðar - 585• Bæjarstjórn Hornafjarðar - 178• Bæjarstjórn Hornafjarðar - 177 •

Almenn málSiðareglur kjörinna fulltrúa og stjórnenda• Ráðning í starf fræðslustjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar• Kosningar í nefndir • Ferð bæjarstjóra til Lapplands• Ársreikningur 2011• Deiliskipulag í Stafafellsfjöllum, Svör við athugsendum• Fyrirspurnir - bæjarstjórn•

10.04.2012 Hjalti Þór Vignisson

Starfsfólk óskast í sumarvinnu við pökkun og afgreiðslu

Nánari upplýsingar veitir Jón bakari í síma 896-0357 eða á [email protected]

Leikfélag Hornafjarðar 50 ára í samstarfi við Leikhóp FAS sýnir sakamálaleikritið

Átta konur eftir Robert Thomas

Leikstjóri Guðjón Sigvaldason Í þýðingu Sævars Sigurgeirssonar

Þegar sjö villtar konur eru samankomnar og sú áttunda bætist í hópinn getur allt gerst! Glæpsamlegur gamanleikur.

Sýnt í Nýheimum • Húsið opnar kl. 20:00 Miðar seldir við innganginn • Miðaverð 2500.-

Miðapantanir í síma 8986701 (Kristín) og 844149 (Svava) eftir kl 17:00 alla daga

Takmarkaður sætafjöldiFrumsýning ...................................... 20. apríl kl. 20:302. sýning ......................................... 22. apríl kl. 20:303. sýning ......................................... 24. apríl kl. 20:304. sýning ......................................... 26. apríl kl. 20:305. sýning ......................................... 27. apríl kl. 20:306. sýning ......................................... 28. apríl kl. 20:307. sýning ......................................... 29. apríl kl. 20:30

Aðalsafnaðarfundur Bjarnanessóknar verður haldinn í Bjarnaneskirkju föstudaginn 20. apríl kl 17:00

Venjuleg aðalfundarstörf.

Sóknarnefndin

Laugardaginn 31. mars s.l. stóðu frjálsíþróttadeild Sindra og Sælgætisgerðin Freyja fyrir Freyjuhlaupinu. Hlaupnar voru 3 vegalengdir í karla og kvennaflokki. Alls tóku 52 hlauparar þátt í þessu með okkur og segja má að stemningin hafi verið virkilega góð. Ásgeir í Freyju stóð svo vaktina og veitti verðlaun fyrir 3 fyrstu hlauparana í hverjum flokki og svo fengu að sjálfsögðu allir þátttakendur og áhorfendur gotterí frá Freyju. Helstu úrslit eru þessi:

Kvennaflokkur: 10 km hlaup: 1. sæti Karítas Þórarinsdóttir á 50:31,60 2. sæti Guðrún Ingólfsdóttir á 50:31,76 3. sæti Matthildur Ásmundardóttir á 51:25,30 5 km hlaup: 1. sæti Alrún Irene Stephensdóttir á 28:38,00 2. sæti Anna Soffía Ingólfsdóttir á 37:40,79 3. sæti Ragna Steinunn Arnarsdóttir á 37:44,81 2,5 km hlaup: 1. sæti Guðný Árnadóttir á 11:48,18 2. sæti Malín Ingadóttir á 11:50,84 3. sæti Regielly O. Halldórsdóttir á 11:55,93

Karlaflokkur: 10 km hlaup: 1. sæti Hjálmar J. Sigurðsson á 44:42,57 2. sæti Miralem Haseta á 45:38,58 3. sæti Halldór S. Birgisson á 51:42,73 5 km hlaup: 1. sæti Jóel Ingason á 28:38,50 2,5 km hlaup: 1. sæti Auðunn Ingason á 11:11,03 2. sæti Hermann Ragnarsson á 11:22,36 3. sæti Hafsteinn E Aðalsteinsson á 11:47,68Við þökkum öllum þátttakendum og þeim sem aðstoðuðu okkur fyrir hjálpina því án ykkar væri þetta ekki hægt. Að lokum þökkum við Sælgætisgerðinni Freyju fyrir rausnarskap þeirra.

Frjálsíþróttadeild Sindra

Freyjuhlaupið

Page 4: Eystrahorn 15. tbl. 2012

EÐA + =

EÐA + =

FRÁBÆR OG FREISTANDIVEITINGATILBOÐ

2.990 kr.

FJÖLSKYLDUTILBOÐ4 hamborgarar, franskar kartöflur,

kokteilsósa og 2 ltr. Pepsi eða Pepsi Max

1.395 kr.

KJÚKLINGABRINGAÍ CIABATTABRAUÐI

Kjúklingabringa í ciabattabrauði,franskar kartöflur og ½ ltr. Pepsi eða Pepsi Max

1.395 kr.

PÍTA MEÐ BUFFI EÐAKJÚKLING - MÁLTÍÐPíta með buffi eða kjúkling, franskar

kartöflur og ½ ltr. Pepsi eða Pepsi Max

99 kr.

ÍSÍs í brauðformi, lítill

Seljavallaborgari, franskar kartöflur og ½ ltr. Pepsi eða Pepsi Max

1.095 kr.

SELJAVALLABORGARIMÁLTÍÐ

N1 HÖFNSÍMI: 478 1940

EÐA + =

EÐA + =

Page 5: Eystrahorn 15. tbl. 2012

Í tilefni konukvöldsins er 25% afsláttur í Lyfju Höfn föstudaginn 13.apríl af Oroblu, Loréal og Maybelline.

Sérfræðingur verður á staðnum og sýnir það nýjasta frá Loréal.

Verðum með góð

tilboð fyrir konukvöldið

13.aprílVerið velkomin

20% afsláttur af öllum kvenbuxum

fimmtudag og föstudag

Í tilefni af konukvöldi20% afsláttur af sléttujárnum•

Kaupauki fylgir með ef keypt er Wella SP •sjampó og næring á föstudag

20 % afsláttur af Mythic olíunni á föstudag•

Hárstofa Jónu Margrétar

Tveir fyrir einn í ljós 13. apríl10% af hárvörum frá Label M í Salon Súa

Í tilefni af konukvöldi og sumarkomu, bjóðum við upp á fría djúpnæringu með

háralitunum vikuna 13. til 20. apríl

Verið velkomin

JASPIS í Miðbæ

Hársnyrtistofan Flikk • Sími 478-2110 Í tilefni konukvölds á hótelinu föstudaginn 13. apríl verða eftirtalin tilboð á hársnyrtistofunni þennan sama dag:

- 20% afsláttur af TIGI og Paul Michell hárvörum

- 30% afsláttur af förðunarvörum

- 15% afsláttur af skartgripum

Verið velkomin Birna Sóley

Konukvöld föstudagskvöldið 13. apríl kl. 20:00.

20 ára aldurstakmark. Dansleikur á eftir.

Allir velkomnir - konur og karlar

Hótel Höfn

Konukvöld á Hótel Höfn

Í tilefni af konukvöldi bjóðum við uppá súpubar ásamt úrvali af nýbökuðu brauði

í hádeginu 13.aprílVerð aðeins kr. 1.290,-

Verslun Dóru

Í tilefni konukvölds verður 20% afsláttur af kvenfatnaði

föstudag og laugardag

Page 6: Eystrahorn 15. tbl. 2012

Tilboðin gilda 12. - 15. marsTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

49VERÐ NÚ

ÁÐUR 79 KR/STK

RÚTNDSTYKKIBAKAÐ Á STAÐNUM

FANTA 6X330 ML

449VERÐ ÁÐUR 598 KR/PK.

330 G

115VERÐ NÚ

ÁÐUR 229 KR/KG

VATNSMELÓNURSAFARÍKAR OG GÓÐAR

50% AFSLÁTTUR

38% AFSLÁTTUR

ÁV

ÖX

TU

RV

IKU

NN

AR

593VERÐ NÚ

ÁÐUR 698 KR/PK

434VERÐ NÚ

ÁÐUR 579 KR/PK

NAUTAPIPARSTEIKFERSK

2.484ÁÐUR 3.549 KR/KG

30% AFSLÁTTUR

BRATWURSTGRILLPYLSUR 10 STK

GRILLBORGARAR4 STK. M/ BRAUÐI

25% AFSLÁTTUR

LÍTTU VIÐ Í NETTÓ

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |