eystrahorn 19. tbl. 2011

8
Fimmtudagur 12. maí 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 19. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun Gaman saman um helgina Umf. Sindri verður með fjölskyldudag á laugardaginn undir heitinu Gaman saman og þar ættu allir að finna eitthvað til hæfis enda mikið í boði. Ganga og gróðursetning. Lagt verður af stað kl. 11:00 frá tjaldstæði, labbað út á Ægissíðu, þaðan skógræktarsvæðinu við Drápskletta þar sem nokkrar plöntur verða gróðursettar. Þaðan verður rölt meðal annars í Einarslund og kíkt eftir fuglum svo eitthvað sé nefnt. Hjólaþrautir fyrir alla hefjast það kl. 10:00 með skoðun hjóla. 1. og 5. bekkingar fá afhenta reiðhjólahjálma. Þetta verður á planinu við íþróttahúsið. Boccia í íþróttahúsinu er ætlað 55 ára og eldri og hefst kl. 10:00. Körfubolti 3 á 3. Þar verður keppt í þremur aldurshópum eða 8-13 ára, 14-18 ára og svo 18 ára og eldri. Þessi keppni fer að sjálfsögðu fram á nýja úti körfuboltavellinum og hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 13:00. Strandblak verður undir Fiskhólnum reyndar á grasi og verður keppt í tveimur flokkum 10 – 14 ára og eru þar 4 í liði en hinn flokkurinn er 15 ára+ og þar eru 2 í liði. Strandblakið hefst kl. 10:00. Frjálsar íþróttir. Þar verða kynntar Kids Athletics eða krakkafrjálsar, en þetta er fyrir 6-9 ára og 10-12 ára og er ansi spennandi grein sem vert er að taka þátt í. Frjálsar verða á nýja gervigrasinu og hefjast kl. 13:00 Brennibolti. Sú grein náði gríðarlegum vinsældum í fyrra og verður bæði kvenna- og karlakeppni og eru 5 í liði. Gaman verður að sjá hvort það verði jafn góð mæting í karla Brennó eins var hjá konunum í fyrra þegar 50 konur kepptu samtímis á Sindravöllum í september! Brenniboltinn fer fram á svæðinu vestan Víkurbrautar og byrjar kl. 14:00. Badminton verður í íþróttahúsinu og verður bæði boðið uppá 10 -15 ára og 16 ára +, þetta mót verður sett upp þannig að það verða vanir og óvanir saman í liði. Babmintonið byrjar kl. 11:30 Sund. Þar verður keppt í boðsundi og verða 4 í liði og er keppt með sérhönnuðu forgjafar kerfi en þeir sem hafa náð 67 ára aldri nú eða eru yngri en 10 ára fá 4 sek. í frádrátt á 25 metrunum en 11 og 12 ára fá 2 sek. í frádrátt á sömu leið. Með þessu er verið að leggja til að liðin verði skipuð fjölskyldum og er upplagt að fá afann eða ömmuna til að styrkja liðið. Það verður hægt að skipta á miðri leið þannig að sumir synda bara 12,5 m meðan aðrir gætu synt 1½ ferð, sundið hefst kl. 17:00 Þátttökugjald er 1000 kr. en þó aldrei meira en 3000 kr. á fjölskyldu. Mótsstjórn og miðasala verður í sundlauginni, en þar verður einnig hægt að kaupa sér kaffi og með því allan daginn. Það verður frítt í sund fyrir alla í tilefni dagsins. Nákvæmari tímaseðli verður dreif í hús og birtur á hornafjordur.is. Það hefur löngum verið frjósamt sauðfé í Suðursveit en sennilega á þessi ær ekki öll nýbornu lömbin á myndinni sem Þorri tók um daginn á ferð sinni um sveitina. Mynd: Þorvarður Árnason. Vorboðar

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 27-Mar-2016

238 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 19. tbl. 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 19. tbl. 2011

Fimmtudagur 12. maí 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn19. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is

Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun

Gaman saman um helginaUmf. Sindri verður með fjölskyldudag á laugardaginn undir heitinu Gaman saman og þar ættu allir að finna eitthvað til hæfis enda mikið í boði. Ganga og gróðursetning. Lagt verður af stað kl. 11:00 frá tjaldstæði, labbað út á Ægissíðu, þaðan að skógræktarsvæðinu við Drápskletta þar sem nokkrar plöntur verða gróðursettar. Þaðan verður rölt meðal annars í Einarslund og kíkt eftir fuglum svo eitthvað sé nefnt. Hjólaþrautir fyrir alla hefjast það kl. 10:00 með skoðun hjóla. 1. og 5. bekkingar fá afhenta reiðhjólahjálma. Þetta verður á planinu við íþróttahúsið. Boccia í íþróttahúsinu er ætlað 55 ára og eldri og hefst kl. 10:00. Körfubolti 3 á 3. Þar verður keppt í þremur aldurshópum eða 8-13 ára, 14-18 ára og svo 18 ára og eldri. Þessi keppni

fer að sjálfsögðu fram á nýja úti körfuboltavellinum og hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 13:00.Strandblak verður undir Fiskhólnum reyndar á grasi og verður keppt í tveimur flokkum 10 – 14 ára og eru þar 4 í liði en hinn flokkurinn er 15 ára+ og þar eru 2 í liði. Strandblakið hefst kl. 10:00.

Frjálsar íþróttir. Þar verða kynntar Kids Athletics eða krakkafrjálsar, en þetta er fyrir 6-9 ára og 10-12 ára og er ansi spennandi grein sem vert er að taka þátt í. Frjálsar verða á nýja gervigrasinu og hefjast kl. 13:00Brennibolti. Sú grein náði

gríðarlegum vinsældum í fyrra og verður bæði kvenna- og karlakeppni og eru 5 í liði. Gaman verður að sjá hvort það verði jafn góð mæting í karla Brennó eins var hjá konunum í fyrra þegar 50 konur kepptu samtímis á Sindravöllum í september! Brenniboltinn fer fram á svæðinu vestan Víkurbrautar og byrjar kl. 14:00.

Badminton verður í íþróttahúsinu og verður bæði boðið uppá 10 -15 ára og 16 ára +, þetta mót verður sett upp þannig að það verða vanir og óvanir saman í liði. Babmintonið byrjar kl. 11:30

Sund. Þar verður keppt í boðsundi og verða 4 í liði og er keppt með sérhönnuðu forgjafar kerfi en þeir sem hafa náð 67 ára aldri nú eða eru yngri en 10 ára fá 4 sek. í frádrátt á 25 metrunum en 11 og 12 ára fá 2 sek. í frádrátt á sömu leið. Með þessu er verið að leggja til að liðin verði skipuð fjölskyldum og er upplagt að fá afann eða ömmuna til að styrkja liðið. Það verður hægt að skipta á miðri leið þannig að sumir synda bara 12,5 m meðan aðrir gætu synt 1½ ferð, sundið hefst kl. 17:00Þátttökugjald er 1000 kr. en þó aldrei meira en 3000 kr. á fjölskyldu. Mótsstjórn og miðasala verður í sundlauginni, en þar verður einnig hægt að kaupa sér kaffi og með því allan daginn. Það verður frítt í sund fyrir alla í tilefni dagsins. Nákvæmari tímaseðli verður dreif í hús og birtur á hornafjordur.is.

Það hefur löngum verið frjósamt sauðfé í Suðursveit en sennilega á þessi ær ekki öll nýbornu lömbin á myndinni sem Þorri tók um daginn á ferð sinni um sveitina. Mynd: Þorvarður Árnason.

Vorboðar

Page 2: Eystrahorn 19. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 12. maí 2011

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Steinn Þórhallsson

Steinn lést að morgni 27. mars á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands en hann hafði átt við bága heilsu að búa síðastliðið ár. Hann fæddist á Breiðabólstað í Suðursveit, yngstur átta barna Þórhalls Bjarnasonar og Steinunnar Þórarinsdóttur, en af þeim systkinum er nú Jóhanna enn á lífi í hárri elli. Steinn ólst upp í föðurgarði og varð snemma ötull og eftirsóttur til verka, sauðamaður ágætur og sporléttur mjög, auðþekktur af fótaburðinum. Hann var auk þess hin mesta veiðikló, enda réri hann frá Höfn 19 vertíðir hjá Hauki frænda sínum og Ásgeiri Núpan. Steinn hafði bjartan svip, eins og hann átti kyn til, undirleitur nokkuð og hélt sér lítt fram, var hrekklaus og hafði ljúfa lund. Það var þá helst ef hann fékk sér í tána, að þar gustaði eitthvað af honum. Hann kvæntist

Önnu Guðmundsdóttur frá Auðbrekku í Hörgárdal 25. desember 1969. Börn þeirra eru Guðmundur Ingi, Hafnarfirði f. 1966, Þórhallur Trausti Reykjavík f. 1970, Bjarnveig Steinunn Keflavík f. 1972, Árni Hrafn Höfn f. 1976, Þórarinn Björn Kópavogi f. 1981 og Fannar Steinn Keflavík f. 1985. Barnabörnin eru 20 ef allt er talið. Atvik og örlög höguðu því svo til þau hjón fluttu austur á Höfn á haustdögum 2004. Þar hafði Steinn ánægju af að sýsla við nokkrar kindur inn á Ægissíðu, en heilsan var á þrotum og hann átti stundum erfiða daga. Steinn var hjálpsamur sveitungum sínum, kærleiksríkur heimilisfaðir og vildi öllum gott gera. Það voru oft erfiðleikar á Breiðabólstað gegnum tíðina, sjúkdómsáföll mikil og ekki alltaf slétt undir fæti. En þeir á Breiða áttu sitt stolt, voru höfðingjar í sér þótt aðgæslan hefði stundum mátt vera meiri. Það oft glatt á hjalla á Breiða, hallað sér upp að gleðinnar barm og tekið lagið „upp á himins bláum boga“ og „Ship ohoj“ og engan uppgjafartón að finna. Þeir Breiðbælingar puntuðu vel upp á mannlífið í Suðursveit, og því er eftirsjá af þeim. Blessuð sé minning þeirra. Útför Steins var gerð í kyrrþey frá Kálfafellsstaðarkirkju þann 5. apríl á sólskinsdegi.

Andlát

Hætt að nota kofann í garðinum?

Ég óska eftir leikhúsi / garðhúsi fyrir

börn, gefins eða fyrir lítinn pening.

Má þarfnast viðgerðar og mun ég sjá um að fjarlægja húsið. Upplýsingar gefur

Jóhann í síma 849-0881.

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður,

tengdaföður og afa

Steins Þórhallssonarfrá Breiðabólsstað í Suðursveit

Anna Guðmundsdóttir, börn og fjölskyldur

AtvinnaÞNA, FAS og Háskólasetrið auglýsa eftir starfsmanni í tímabundið verkefni í sumar. Verkefnið er kjörið fyrir háskólanema eða nema í starfsréttindanámi í upplýsinga- og tölvutækni og felst í:

Að leita samstarfs við atvinnulífið á svæðinu um • að safna upplýsingum um fyrirtæki og skrá þær í miðlægan gagnagrunn.

Að leita samstarfs við fólk í starfsréttinda- og • háskólanámi um að safna upplýsingum um sérsvið og áhuga þeirra til að taka að sér verkefni fyrir atvinnulífið.

Að gera þessar upplýsingar aðgengilegar á netinu, • markaðssetja netsvæðið og gera það að gagnvirkum samskiptavettvangi milli atvinnulífs og fólks í námi í því augnamiði að máta saman þarfir atvinnulífsins og áhugasvið og starfskrafta námsmanna.

Umsóknarfrestur er til 22. maí n.k. Allar nánari upplýsingar fást hjá Ragnhildi Jónsdóttur hjá Þekkingarneti Austurlands í Nýheimum, netfang: [email protected], sími: 470-3841/891-6732. NÝHE IMAR

Þ E K K I N G A R S E T U R

MENNTUN MENNING

RANNSÓKNIR

NÝSKÖPUN

Vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða haldnir í Hafnarkirkju fimmtudaginn 12.maí kl. 20:00

Aðgangseyrir kr. 1.500,-

Allir velkomnir!

BÍLSTJÓRAR ÓSKASTKynnisferðir óska eftir að ráða vana bílstjóra. Um er að ræða sumarstarf, frá 15. júní - 4. september 2011, og unnið er á dagvinnu-vöktum (2-2-3). Starfsstöð er á Höfn.

HÆFNISKRÖFUR:- meirapróf (ökuréttindaflokkur D)- stundvísi- sjálfstæð vinnubrögð- rík þjónustulund - enskukunnátta- hreint sakavottorð

Umsókn með mynd skal senda til Kynnisferða, Vesturvör 34, 200 Kópavogi eða á netfangið: [email protected] Umsóknarfrestur er til 20. maí 2011.

Vesturvör 34 580 5400 [email protected] www.re.is

Page 3: Eystrahorn 19. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 12. maí 2011

Heimamarkaður verður laugar-daginn 14. maí í Pakkhúsinu þar sem öllu því besta úr Ríki Vatnajökuls verður til tjaldað, bæði í matvælum og handverki. Auk þess verður kynning á Ríki Vatnajökuls sem ferðaþjónustu-, menningar- og matvælaklasa Suðausturlands. Er þessi Heimamarkaður í tilefni af komu Háskólalestarinnar í bæinn, þar sem heimafólk var beðið um að taka þátt og vekja athygli á áhugaverðum hlutum á svæðinu. Annað tilefni til að halda þennan veglega Heimamarkað nú er að

slá tóninn fyrir sumarið. Reiknað er með að Heimamarkaðsbúðin opni í seinnihluta maí og verður hún rekin út sumarið með sama sniði og í fyrrasumar þar sem opið verður alla daga vikunnar nema sunnudaga.Meðal þess sem verður á boðstólnum á laugardaginn er reyktur makríll, villibráð, humarsoð, sauðaostur, beikon, nautakjöt, kartöflur, sulta, fiskur, handverk úr handverkshúsinu Handraðanum og margt fleira. Allt er þetta framleitt hér á svæðinu af heimafólki.

Ný stjórn og samningur

Á aðalfundi Ríki Vatnajökuls ehf 14. apríl síðastliðinn var ný stjórn kjörin til starfa. Á fyrsta stjórnarfundinum skipti stjórn með sér verkum og var Ásmundur Gíslason í Árnanesi einróma kosinn formaður og Birna Sigurbjörnsdóttir á Smyrlabjörgum ritari. Meðstjórnendur eru Ásgeir Þorsteinsson hjá Flugfélaginu Erni, Jón Sölvi Ólafsson hjá Kokki og Vigfús Ásbjörnsson hjá Matís. Varamenn eru Einar Rúnar Sigurðsson í Hofsnesi, Sævar Kristinn Jónsson á Miðskeri og Unnsteinn Þráinsson hjá Erpi. Einar Torfi Finnsson hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum og Sigurlaug Gissurardóttir á Brunnhól hverfa úr stjórn.Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar var undirritaður nýr samningur um stuðning frá Sveitarfélaginu Hornafirði til næstu fjögurra ára, líkt og verið hefur síðustu fjögur ár frá stofnun klasans. Samningurinn hljóðar upp á árlegan fjárstuðning að upphæð þrjár milljónir króna og er tilgangur hans að styðja við

markaðssetningu og kynningu á ferðaþjónustu og afurðum í sveitarfélaginu. Byggir samningurinn á klasasamstarfi og samvinnu hagsmunaaðila á svæðinu.

Styrkar stoðir klasansÁsmundur segir aðalfundinn hafa verið mjög góðan og málefnaríkan með hreinskiptar umræður og leggst nýtt starfsár vel í hann. „Ný stjórn mun vinna markvisst að eflingu Ríkis Vatnajökuls og styrkja stoðirnar sem klasinn byggir á. Ákveðið var að hefja starfið af krafti og mun stjórnin halda fjóra stjórnarfundi fyrir miðjan júnímánuð bæði til að koma ákveðnum málum í fastan farveg og eins til að setja nýja stjórnarmenn vel inn í málefni klasans.“Stærsta verkefnið núna að sögn Ásmundar er að klára endurskoðun á stefnumótun Ríkis Vatnajökuls. „Við einsetjum okkur að kynna hana á félagsfundi í lok september eða októberbyrjun. Stjórnin er mjög starfsöm og samhent í áhuga sínum til að leggja sitt af mörkum til að efla starfið í Ríki Vatnajökuls og mun gera það af heilum hug.“

Ríki Vatnajökuls - Heimamarkaður í Pakkhúsinu

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls og Kristján Guðnason formaður atvinnu- og menntamálanefndar skrifuðu undir samninginn. Fyrir aftan standa stjórnarmeðlimirnir Ásmundur, Vigfús, Jón Sölvi og Birna.

Húsgagnaval

Hjá okkur færð þú úrval af útskrifargjöfum

Tökum niður pantanir fyrir stúdentastjörnunni

Opið 13 - 18 virka daga

13 - 15 laugardaga

Ólöf K Ólafsdóttir augnlæknir verður með stofu 23. - 26. maí n.k.Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Útboð Skólaakstur 2011 - 2016

Fræðslu- og félagssvið, fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar, óskar eftir tilboðum í skólaakstur í sveitarfélaginu. Um er að ræða akstur með nemendur sem búsettir eru í dreifbýli á árlegum skólatíma frá hausti 2011 til vors 2016.

Áætlaður heildarfjöldi kílómetra á 5 árum er 458.000 – 486.000.

Gögn vegna útboðsins verða afhent frá og með fimmtudeginum 12. maí nk. á skrifstofu sveitarfélagsins og skal þeim skilað þar aftur fyrir kl. 10:00 þriðjudaginn 14. júní 2011. Tilboð verða opnuð kl. 10:05 sama dag að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Upplýsingar um útboðið veitir Stefán Ólafsson, sími 470-8000, netfang [email protected].

Hornafirði 10. maí 2011 Stefán Ólafsson

framkvstjóri fræðslu- og félagssviðs Hornafjarðar

Heimamarkaðurinn verður í Pakkhúsinu laugardaginn 14. maí

Page 4: Eystrahorn 19. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 12. maí 2011

Sumarafleysing – UmönnunStarfsfólk vantar í umönnun á hjúkrunar- og sjúkradeild í sumar.

Starfshlutfall og vinnutími eftir samkomulagi.

Upplýsingar gefur Ásgerður K. Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði HSSA í síma 470 8630 eða netfang [email protected]

Nýjar vörur frá NIKE í þessari viku

Fótboltaskór frá ADIDAS, PUMA, NIKE

Flottir nýir fótboltarFullt af góðum íþróttabuxum á allan aldur

Gott sumar framundanÞað er mikill hugur í mönnum fyrir sumarið og ánægjulegt hvað ferðaþjónustuaðilar eru margir hverjir vel undirbúnir. Það er ekki nokkur vafi að okkur Sunnlendingum mun farast það vel úr hendi að svara aukinni eftirspurn. Góður undirbúningur skiptir miklu máli þegar kemur að móttöku ferðamanna. Það er engin spurning að fagmennska og öflugt tengslanet bæði innan og utan svæðis laðar marga að fallega landshlutanum okkar og skilar góðum árangri í greininni

Innri markaðssetningÁ síðustu misserum hefur Markaðsstofan unnið markvisst að innri og ytri markaðssetningu. Þannig hefur markaðsstofan orðið sýnilegri innan fjórðungsins og verkefni hennar verið kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum, sveitarfélögum og almenningi. Stór liður í þessu starfi hefur verið fólgin í að skipuleggja heimsóknir erlendra ferðkaupenda um svæðið og skapa tengsl við þá, m.a. með svokölluðum vinnustofum (e. workshops) sem Markaðsstofan hefur staðið fyrir í tengslum við þessar ferðir. Markaðsstofan stóð einnig að uppsetningu á atvinnulífssýningu sem haldin var í Ráðhúsinu Reykjavíkur í lok apríl undir yfirskriftinni ,,Suðurland já takk“. Sýningin var tvískipt. Fyrri daginn var fagaðilum s.s. ferðaskrifstofum, bókunar- og upplýsingamiðstöðvum, boðið að koma, en seinni daginn var sýningin opin almenningi. Sýningin var vel sótt báða dagana og þótti í alla staði takast afar vel. Auk þess að beina kastljósinu að vörunýjungum, framleiðslu og

þjónustu á Suðurlandi stuðlar sýning sem þessi aukinni samvinnu og samheldni aðila í fjórðungnum og styrkir ímynd okkar út á við. Öll þessi vinna hefur líka skilað sér í auknum áhuga fyrirtækja á Suðurlandi um þátttöku í Markaðsstofu Suðurlands en fjöldi nýrra fyrirtækja skráð sig til þátttöku í verkefnum á vegum MSS.

Sýnileiki erlendisMarkaðsstofan hefur á þessu ári tekið virkan þátt í sýningum og kynningum á ferðakaupstefnum erlendis. Í upphafi árs tókum við ásamt öðrum íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum þátt Íslandskynningu í St. Pétursborg og síðan á Matkasýningunni í Helsinki. Þá hefur markaðsstofan í samvinnu við aðrar markaðsstofur á landsbyggðinni tekið þátt í sýningarbásum Íslandsstofu á ITB-sýningunni í Berlín og TUR-sýningunni í Gautaborg. Aukinn sýnileiki á erlendum vettvangi er fljótur að skila sér í víðfeðmu tengslaneti við fagfólk sem er að kynna og

selja landið og greinilegt að aukin miðlun upplýsinga beint úr héraði höfðar vel til kaupenda á þessum markaði. Á þessum sýningum er mikil eftirspurn eftir nýjungum og því sem er ferskast í faginu. Til að bregðast við því þarf að vera vel með á nótunum og nauðsynlegt að vera í góðum tengslum við fyrirtækin á svæðinu. Af hálfu markaðsstofunnar hefur því verið lögð áhersla á taka beinan

þátt í kynningum af þessu tagi og samvinna við Íslandsstofu hefur tekist vel.

Hvað er á döfinni?Verkefni við sölu og markaðssetningu eru óþrjótandi enda Suðurlandið stórt svæði og fyrirtækin fjölmörg. Eftir að hafa komið með og skipulagt ferðir fjölda erlendra ferðakaupenda um Suðurland á liðnum vetri ætlar Markaðsstofan í samvinnu við ferðaþjónustuaðila sem eru aðilar að Markaðsstofunni að bjóða starfsfólki innlendra ferðaskrifstofa, bókunar- og upplýsingamiðstöðvar upp á kynnisferð um Suðurland í byrjun maí, enda ekki síður mikilvægt að þessir aðilar, sem eru að búa til og kynna ferðir inná Suðurland, þekki vel til þess hvað er efst á baugi í fjórðungnum. Gleðilegt sumar!

Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu

Suðurlands

Hvers virði er sýnileiki?

Atvinnulífssýning ,,Suðurland Já takk“ í Ráðhúsinu Reykjavík.

Frá Tónskóla A-Skaft.Laugardaginn 14. maí frá kl 11.00 – 15.00

verður Sindrabær opinn almenningi til skoðunar.

Allan þann tíma verða tónleikar á sviðinu sem nemendur sjá um,

einleikarar og hljómsveitir.

Einnig verða uppákomur í stofum.

Page 5: Eystrahorn 19. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 12. maí 2011

Mikil fjölgun á suðursvæði VatnajökulsþjóðgarðsUpplýsingamiðstöðin í Skaftafelli hefur nú verið opin alla daga frá því í apríl á síðasta ári. Er það mikil breyting frá því sem var þegar einungis var opið frá maíbyrjun til septemberloka. Suðursvæði þjóðgarðsins er að öllu jöfnu frekar aðgengilegt allt árið og í ljósi þess vaxandi hóps ferðafólks sem kýs að sækja okkur heim utan háannatíma var orðin full þörf á meiri þjónustu.

Ánægjuleg þróun Teljari var settur upp við aðalinngang Skaftafellsstofu í apríl 2008 til að fylgjast með heimsóknum þangað inn og eru þau gögn okkur mikilvæg til samanburðar milli ára ásamt gögnum úr bílateljara sem er við heimreiðina að Skaftafelli. Enn sem komið er eru tölur yfir vetrarmánuðina ekki að fullu sambærilegar vegna mismunandi opnunartíma en með því að taka tillit til þess í útreikningum virðist samt vera um töluverða aukningu að ræða milli ára. Grafið sýnir gestafjölda í Skaftafellsstofu frá janúarbyrjun í ár. Handtalið var í janúar til mars, það eru því rauntölur en teljarinn var settur í gang í byrjun apríl.Til gamans má geta þess að í janúar 2010 komu 58 gestir og 168 í febrúar sama ár.

Meira en SkaftafellStarfsemi á vegum Vatnajökuls-þjóðgarðs hefur einnig aukist utan Skaftafells. Síðasta sumar var í fyrsta skipti landvörður

staðsettur á Höfn sem sinnti eftirliti á Heinabergssvæðinu og á áningastöðum við þjóðveginn. Í Skálafelli, Hólmi og Hoffelli er upplýsingagjöf fyrir þjóðgarðinn yfir sumartímann auk þess sem starfsmaður þjóðgarðsins gegnir hálfu starfi í upplýsingamiðstöðinni á Höfn. Vatnajökulsþjóðgarður sér einnig um landvörslu í

Friðlandinu í Lónsöræfum samkvæmt samstarfssamningi við Umhverfisstofnun og er þar landvörður í 6 vikur yfir sumarið.

Bætt upplýsingamiðlunUndanfarið hafa starfsmenn unnið að nýjum þjóðgarðs-bæklingi með greinargóðum upplýsingum og korti og verður hann afhentur án endurgjalds. Þá er einnig unnið að nýju gönguleiðakorti fyrir Skaftafell, upplýsingaskiltum og fræðsluskiltum sem eiga að koma upp í sumar. Gerð hefur verið úttekt á ástandi gönguleiða í Skaftafelli ásamt tillögum að bættum merkingum og verður byrjað að vinna eftir þeim tillögum í sumar. Þá verða stikaðar nýjar gönguleiðir bæði í Skaftafelli og við Heinaberg.

Engar stórframkvæmdir

Engar stórframkvæmdir eru fyrirhugaðar á svæðinu í ár en það má nefna að stefnt er að því að laga vegi á svæðinu við Heinaberg en leiðina inn að Heinabergsjökli var búið að hefla fyrir síðasta sumar. Þá er í undirbúningi lagning hjólastólafærrar gönguleiðar inn að Skaftafellsjökli, þar er fyrir malbikuð gönguleið sem þurfti að færa að hluta vegna grjóthruns og verður hún löguð og lengd inn að lóninu framan við jökulinn. Á döfinni er einnig að koma upp heilsársgöngubrú neðan við Svartafoss og færa gönguleiðina þar vegna grjóthruns. Munum við njóta aðstoðar sjálfboðaliða frá Umhverfisstofnun við þá framkvæmd, en þeir hafa verið okkur til ómetanlegrar aðstoðar í göngustígagerð og viðhaldi göngustíga undanfarin ár. Síðasta sumar komu þeir einnig að stikun gönguleiða og viðhaldi þeirra í Hjallanesi og Hoffelli auk Skaftafells.Í sumar verður boðið upp á gönguferðir og barnastundir í Skaftafelli alla daga frá 15. júní til 15. ágúst auk ýmissa sérviðburða. Þá verður einnig boðið upp á fræðslugöngur á svæðinu við Heinaberg í sumar. Gönguferðir og aðrir viðburðir verða auglýstir á heimasíðu þjóðgarðsins www.vatnajokulsthjodgardur.is. Sjáumst í sumar!!

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hélt fund á Höfn 27. apríl sl. Á myndinni eru f.v.: Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri og fulltrúi suðursvæðis, Böðvar Pétursson fulltrúi norðursvæðis, Rósa Björk Halldórsdóttir varaformaður, Kristveig Sigurðardóttir formaður, Magnús Hallgrímsson áheyrnarfulltrúi útivistarfélaga, Ingólfur Á. Jóhannesson fulltrúi umhverfisverndarsamtaka, Rut Magnúsdóttir fulltrúi austursvæðis og Þórður Ólafsson framkvæmdastjóri. Á myndina vantar fulltrúa vestursvæðis Elínu Heiðu Valsdóttur.

Page 6: Eystrahorn 19. tbl. 2011

PIPA

R\TB

WA

• SÍA

• 111275

Háskólalestin heimsækir Hornafjörð í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands

Fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 14. maí kl. 11–15

Félagar úr Sprengjugenginu landsfrægakl 11.30 og 14.00 (í fyrirlestrasal)Eldorgelið ómarTeikniróla og sýnitilraunirStjörnufræði og jarðvísindiJapönsk menning og táknmálTæki og tól til mælingaÞrautir, leikir og syngjandi skál Stjörnutjaldið (í sýningarsal Svavarssafns)

HÁSKÓLALESTIN Á HÖFN

Frumsýning á kynningarmyndbandi um Hornafjörð eftir Hlyn Pálmason

Þorvarður Árnason: Kórsöngur – allra meina bót?

Rannveig Magnúsdóttir: Hvernig getum við hjálpað regnskógunum?

Soffía Auður Birgisdóttir: Endurvinnsla á fornbókmenntaarfinum

Kynningarmyndband um Hornafjörð eftir Hlyn Pálmason

Regína Hreinsdóttir: Þjóðgarður í alfaraleið

Sævar Helgi Bragason: Stjörnufræði – Ferð um himingeiminn!

11.15

12.00

12.30

13.00

13.25

13.40

14.30

Hljómsveitarhúsnæði á neðri hæð Jökla-sýningar verður opið til skoðunar Sýning um undirbúning Svavarssafns á neðri hæð bæjarskrifstofuBókasafnið verður opiðMatvæla- og handverksmarkaður Ríkis Vatnajökuls í Pakkhúsi Jöklasýning verður opin

Hafnarrölt, langur laugardagur hjá þjónustuaðilum og verslunum á Höfn.

11–15

11–15

11–1513–16

13–17

...og margt fleira að sjá, heyra og kynnast.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Stutt fræðsluerindi og kynningar í Nýheimum

Aðrir viðburðir á HöfnVísindaveisla í Nýheimum

PIPA

R\TB

WA

• SÍA

• 111275

Page 7: Eystrahorn 19. tbl. 2011
Page 8: Eystrahorn 19. tbl. 2011

mar

khon

nun.

is

Birt

með

fyrir

vara

um pr

entv

illur

og m

ynda

víxl.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.isMjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

Tilboðin gilda 12. - 15. maí eða meðan birgðir endast

GRILLUM Í SUMAR!

69kr/stk.

áður 139 kr/stk.

NAUTA- MÍNÚTUSTEIK

FERSK

46%afsláttur

50%afsláttur

50%afsláttur

51%afsláttur

31%afsláttur

28%afsláttur

40%afsláttur

1.889kr/kg

áður 3.498 kr/kg

379kr/pk.

áður 549 kr/pk.

179kr/pk.

áður 249 kr/pk.

GRILLBORGARAR4 x 80 G

CAPRISÚKKULAÐIBITAR200 G

RED ROOSTER250 ML

KJÚKLINGAVÆNGIRTEX-MEX

MELÓNURCANTALOUP

SVÍNAHNAKKASNEIÐARFERSKAR

189kr/kg

áður 378 kr/kg

Kræsingar & kostakjör

999kr/kg

áður 1.998 kr/kg

359kr/kg

áður 598 kr/kg