eystrahorn 41. tbl. 2015

10
Fimmtudagur 26. nóvember 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn 41. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Fjárhagsáætlun er mikilvægasta stjórntæki hvers sveitarfélags, en þar er mörkuð stefna um þær áherslur sem vilji er til að vinna að á komandi ári. Fyrri umræðan um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fór fram 5. nóvember síðastliðinn og seinni umræðan fer fram þann 3. desember næstkomandi. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi og fjárhagsleg staða þess er góð. Engu að síður er ekki hægt að neita því að reksturinn er að þyngjast og á það einnig við hjá mörgum öðrum sveitarfélögum um landið. Útgjöld hafa vaxið og verkefnum fjölgað en tekjuliðir hafa ekki fylgt þeirri þróun. Mikilvægt er að sveitarfélög fái aukna hlutdeild í heildarskatttekjum hins opinbera. Mikil fjölgun ferðamanna eykur vissulega möguleika til að skapa tekjur í heimabyggð, en á sama tíma kallar þróunin einnig á aukin útgjöld, bæði við ferðamannastaði og við ýmsa innviði samfélagsins. Framboð á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu er ekki mikið og er vöntun á leiguíbúðum og er því úrlausnarverkefni næstu mánaða að koma í gang uppbyggingu leiguíbúða. Þetta vandamál er til staðar í mörgum sveitarfélögum um landið. Vinna er í gangi á vegum ráðuneyta og stofnanna ríkisins með það að markmiði að draga úr byggingarkostnaði, en mikilvægt er engu að síður að ekki verði dregið úr gæðum á íbúðarhúsnæði. Sveitarfélagið Hornafjörður samþykkti að fella niður gjöld vegna nýbygginga á íbúðarhúsnæði á þessu ári til að reyna að gera sitt til að ýta undir nýbyggingar hér á svæðinu Á árinu 2015 var hafist handa við fyrsta áfanga í fráveitu framkvæmdum sem hefur það markmið að koma fráveitu þéttbýlisins í það horf sem best þekkist á Íslandi. Talsvert verk er enn eftir til að ná þeim áfanga og verður næsta skref tekið í þeim málum á árinu 2016. Því er stór hluti af framkvæmdarfé sveitarfélagsins í fráveitu á árinu 2016 líkt og árið 2015, eða um 150 milljónir króna. Áætlaður heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 400 milljónir króna. Á árinu 2015 var lokið við hreinsivirki fráveitu í Nesjahverfi og er það komið í virkni. Á árinu var gerð skoðanakönnun um umgjörð leikskóla og samkvæmt niðurstöðum hennar var tekin ákvörðun um að sameina leiksskólana tvo í einn. Sú vinna er nú að hefjast og ætlunin að henni ljúki í ágúst 2017. Til að leiða þetta ferli hefur verið stofnaður starfshópur þar sem allir hagsmunaaðilar eiga fulltrúa, auk þess sem ráðinn verður sérfræðingur til að aðstoða við þetta ferli. Markmiðið með breytingunum er að búa ungum börnum sem allra besta uppeldis- og námsskilyrði í samræmi við þroska og þarfir þeirra, með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það er einnig vonin að með þessari samþættingu skapist framtíðar sátt um leikskólamál í bænum. Húsnæði málefna fatlaðra þarfnast úrbóta. Fullnægjandi húsnæði vantar fyrir starfsemina, en í dag er hún bæði og lítil og dreifð um bæinn. Það er meðal annars horft til þess að sameining leikskólanna undir eitt þak gæti losað um ákjósanlegt húsnæði fyrir málefni fatlaða. Samningur sveitarfélagsins um rekstur heilbrigðismála rennur út í lok árs 2016, en unnið er að því að ná nýjum samningi um rekstur málaflokksins. Einnig er verið að þrýsta á stjórnvöld um að koma með fjármagn inní framkvæmdasjóð aldraðra til að hægt verði að byggja nýtt hjúkrunarheimili. Jökulheimar hafa fengið umtalsverða umfjöllum í nefndum og ráðum sveitarfélagsins undanfarin tvö ár. Fram að þessu hefur stefnan verið að koma Jökulheimum fyrir í Miklagarði, en nú hefur verið ákveðið að kanna möguleika á aðkomu fjárfesta í að byggja upp Jökulheima og þá í nýrri byggingu. Það er mikill áhugi hjá bæjarstjórn Hornafjarðar að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Meginmarkmið með uppbyggingu Jökulheima er að skapa fjölbreytt menningarlíf á Höfn í Hornafirði þar sem Jökulheimar verða hryggjarstykkið í aðdráttarafli staðarins, miðlun, fræðslu og upplifun fyrir heimamenn sem gesti. Samhliða þessu var tekin ákvörðun um að Mikligarður verði gerður upp í eins upprunalegri mynd og kostur er, en í umfjöllun atvinnumálanefndar er hvatt til að þar þrífist fjölbreyttur atvinnurekstur svo sem veitingasala og skapandi greinar. Nauðsynlegt er því að klára að verja húsið þannig að það haldi vatni og vindum. Fjárhagsáætlun Hornafjarðar 2016 - 2019 2016 2017 2018 2019 Rekstrarniðurstaða (m.kr.) 159.019 186.801 188.335 186.789 Skuldir í hlutfalli af tekjum 62,80% 60,30% 62,73% 58,63% Framkvæmdir (m.kr.) 350.000 245.000 300.000 225.000 Framlegð % 14,93% 16,02% 16,15% 16,15% Veltufé frá rekstri (m.kr.) 323.261 354.189 357.707 359.038 Handbært fé í árslok (m.kr.) 148.827 160.687 239.017 250.152 Afborganir langtímalána 131.473 147.329 129.377 122.903 Ný lántaka A-B hluta (m.kr.) 120.000 50.000 150.000 Langtímalán við lánastofnanir 683.714 624.247 669.895 629.695 Nokkrar lykiltölur úr fjárhagsáætlun 2016 og þriggja næstu ára

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 24-Jul-2016

244 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 41. tbl. 2015

Fimmtudagur 26. nóvember 2015 www.eystrahorn.is

Eystrahorn41. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Fjárhagsáætlun er mikilvægasta stjórntæki hvers sveitarfélags, en þar er mörkuð stefna um þær áherslur sem vilji er til að vinna að á komandi ári. Fyrri umræðan um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fór fram 5. nóvember síðastliðinn og seinni umræðan fer fram þann 3. desember næstkomandi.Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi og fjárhagsleg staða þess er góð. Engu að síður er ekki hægt að neita því að reksturinn er að þyngjast og á það einnig við hjá mörgum öðrum sveitarfélögum um landið. Útgjöld hafa vaxið og verkefnum fjölgað en tekjuliðir hafa ekki fylgt þeirri þróun. Mikilvægt er að sveitarfélög fái aukna hlutdeild í heildarskatttekjum hins opinbera. Mikil fjölgun ferðamanna eykur vissulega möguleika til að skapa tekjur í heimabyggð, en á sama tíma kallar þróunin einnig á aukin útgjöld, bæði við ferðamannastaði og við ýmsa innviði samfélagsins. Framboð á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu er ekki mikið og er vöntun á leiguíbúðum og er því úrlausnarverkefni næstu mánaða að koma í gang uppbyggingu leiguíbúða. Þetta vandamál er til staðar í mörgum sveitarfélögum um landið. Vinna er í gangi á vegum ráðuneyta og stofnanna ríkisins með það að markmiði að draga úr byggingarkostnaði, en mikilvægt er engu að síður að ekki verði dregið úr gæðum á íbúðarhúsnæði. Sveitarfélagið Hornafjörður samþykkti að fella niður gjöld vegna nýbygginga á íbúðarhúsnæði á þessu ári til að reyna að gera sitt til að ýta undir nýbyggingar hér á svæðinu Á árinu 2015 var hafist handa við fyrsta áfanga í fráveitu framkvæmdum sem hefur það markmið að koma fráveitu þéttbýlisins í það horf sem best þekkist á Íslandi. Talsvert verk

er enn eftir til að ná þeim áfanga og verður næsta skref tekið í þeim málum á árinu 2016. Því er stór hluti af framkvæmdarfé sveitarfélagsins í fráveitu á árinu 2016 líkt og árið 2015, eða um 150 milljónir króna. Áætlaður heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 400 milljónir króna. Á árinu 2015 var lokið við hreinsivirki fráveitu í Nesjahverfi og er það komið í virkni. Á árinu var gerð skoðanakönnun um umgjörð leikskóla og samkvæmt niðurstöðum hennar var tekin ákvörðun um að sameina leiksskólana tvo í einn. Sú vinna er nú að hefjast og ætlunin að henni ljúki í ágúst 2017. Til að leiða þetta ferli hefur verið stofnaður starfshópur þar sem allir hagsmunaaðilar eiga fulltrúa, auk þess sem ráðinn verður sérfræðingur til að aðstoða við þetta ferli. Markmiðið með breytingunum er að búa ungum börnum sem allra besta uppeldis- og námsskilyrði í samræmi við þroska og þarfir þeirra, með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það er einnig vonin að með þessari samþættingu skapist framtíðar sátt um leikskólamál í bænum.

Húsnæði málefna fatlaðra þarfnast úrbóta. Fullnægjandi húsnæði vantar fyrir starfsemina, en í dag er hún bæði og lítil og dreifð um bæinn. Það er meðal annars horft til þess að sameining leikskólanna undir eitt þak gæti losað um ákjósanlegt húsnæði fyrir málefni fatlaða. Samningur sveitarfélagsins um rekstur heilbrigðismála rennur út í lok árs 2016, en unnið er að því að ná nýjum samningi um rekstur málaflokksins. Einnig er verið að þrýsta á stjórnvöld um að koma með fjármagn inní framkvæmdasjóð aldraðra til að hægt verði að byggja nýtt hjúkrunarheimili.Jökulheimar hafa fengið umtalsverða umfjöllum í nefndum og ráðum sveitarfélagsins undanfarin tvö ár. Fram að þessu hefur stefnan verið að koma Jökulheimum fyrir í Miklagarði, en nú hefur verið ákveðið að kanna möguleika á aðkomu fjárfesta í að byggja upp Jökulheima og þá í nýrri byggingu. Það er mikill áhugi hjá bæjarstjórn Hornafjarðar að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Meginmarkmið með uppbyggingu Jökulheima er að skapa fjölbreytt menningarlíf á Höfn í Hornafirði þar sem Jökulheimar verða hryggjarstykkið í aðdráttarafli staðarins, miðlun, fræðslu og upplifun fyrir heimamenn sem gesti. Samhliða þessu var tekin ákvörðun um að Mikligarður verði gerður upp í eins upprunalegri mynd og kostur er, en í umfjöllun atvinnumálanefndar er hvatt til að þar þrífist fjölbreyttur atvinnurekstur svo sem veitingasala og skapandi greinar. Nauðsynlegt er því að klára að verja húsið þannig að það haldi vatni og vindum.

Fjárhagsáætlun Hornafjarðar 2016 - 2019

2016 2017 2018 2019

Rekstrarniðurstaða (m.kr.) 159.019 186.801 188.335 186.789

Skuldir í hlutfalli af tekjum 62,80% 60,30% 62,73% 58,63%

Framkvæmdir (m.kr.) 350.000 245.000 300.000 225.000

Framlegð % 14,93% 16,02% 16,15% 16,15%

Veltufé frá rekstri (m.kr.) 323.261 354.189 357.707 359.038

Handbært fé í árslok (m.kr.) 148.827 160.687 239.017 250.152

Afborganir langtímalána 131.473 147.329 129.377 122.903

Ný lántaka A-B hluta (m.kr.) 120.000 50.000 150.000

Langtímalán við lánastofnanir 683.714 624.247 669.895 629.695

Nokkrar lykiltölur úr fjárhagsáætlun 2016 og þriggja næstu ára

Page 2: Eystrahorn 41. tbl. 2015

2 EystrahornFimmtudagur 26. nóvember 2015

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

Eystrahorn

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

• Aðstoðarverslunarstjóri• Lagerstjórn• Starfsfólk í almenn afgreiðslustörf, hlutastörf og heilsdagsstörf• Umsjón grænmetis- og ávaxtadeildar• Umsjón kjötdeildar• Umsjón í mjólkurdeild• Umsjón með bakstri

Umsóknir ásamt starfsferilskrá sendist á [email protected]. fyrir XX. júní. Allar nánari upplýsingar veitir Falur J. Harðarson, starfs-mannastjóri í síma 421-5400.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Nettó GraNdaeftir fáeiNar vikUr opNar Nettó Nýja stórverslUN á GraNda, fiskislóð, við GömlU höfNiNa í reykjavík

Með nýju búðinni mun Nettó starfrækja 11 lágvöruverðsverslanir á landinu, þar af 4 á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. á Grandanum, í Mjódd, Hverafold og við Salaveg í Kópavogi.

við leitUm að öflUGU starfsfólki til liðs við okkUr

Kræsingar & kostakjör

www.netto.is

NETTÓ HÖFNNettó starfrækir 11 lágvöruverðsverslanir á landinu, þar af 4 á höfuðborgarsvæðinu.

Við leitum að öflugu starfsfólki til framtíðarstarfa.• Starfsfólk í almenn afgreiðslustörf, hlutastörf og heilsdagsstörf.

Umsóknir ásamt starfsferilskrá sendist á [email protected].

Allar nánari upplýsingar veitir Pálmi Guðmundsson, verslunarstjóri í síma 896-6465

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Opnunartími Handraðans til jólaMánudaga til fimmtudaga kl. 12:00 – 18:00föstudaga kl. 11:00 – 18:00laugardaga kl. 11:00 – 16:00Margt fallegt í jólapakkann.Verið velkomin

Kaþólska kirkjanSunnudagur 29. nóvember.Hittumst í kapellunni okkar. Messa kl. 12:00.Fögnum 1. sunnudegi í aðventu og blessum aðventukransinn.Hlakka til að hitta sem flesta.

Pétur

Friðarljósin eru útikerti sem Hjálparstarf kirkjunnar selur í gegnum fjölda aðila víða um land. Kertin eru framleidd hjá Heimaey, vernduðum vinnustað. Kertin loga allt að 10 tíma við góð skilyrði. Kertin kosta 500 kr. og rennur hagnaður til reksturs Hjálparstarfsins vegna verkefna heima og erlendis. Hringið í síma 866-6253 (Brói). Heimsendingarþjónusta í boði.

FriðarljósHafnarkirkja

Sunnudaginn 29. nóvember 1. sunnudagur í aðventu

Hátíðarmessa og sunnudagaskóli kl. 11:00 í upphafi afmælisárs Hafnarkirkju. Öll sóknarbörn Bjarnanesprestakalls boðin

velkomin til messunnar.

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu er aðstoðuðu okkur og sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs sonar okkar og bróður,

Kára KristjánssonarHlíðartúni 8 Höfn,

Lone Jacobsen Kristján Þór JónssonBjörgvin Þór KristjánssonDavíð Þór Kristjánsson

Línuhappdrætti sLysavarnakvennaSlysavarnakonur á Hornafirði ætla að ganga í hús og selja Línuna dagana 26. – 29. nóvember.

Línan kostar kr. 500,- (ekki tekin kort).

Dregið verður þriðjudaginn 1. desember.

Eins og venjulega er fullt af góðum vinningum.

Page 3: Eystrahorn 41. tbl. 2015

3Eystrahorn Fimmtudagur 26. nóvember 2015

Í bókinni Hrekkjalómafélagið,- prakkarastrik og púðurkerlingar, eftir Ásmund Friðriksson, þingmann Suðurkjördæmis, er rakin saga Hrekkjalómafélagsins í Vestmannaeyjum og lýsir hún þess utan vel þeim skemmtilega og góða anda sem ríkir á almennum vinnustöðum til sjós og lands og allir í sjávarbyggðar-lögum þekkja svo vel. Þetta var í rauninni einstakur félagsskapur og létu meðlimir hans ekkert tækifæri ónotað til að koma hver öðrum á óvart og hugsuðu þá ekki alltaf út í afleiðingarnar sem urðu stundum alvarlegri en menn héldu í upphafi. Í bókinni segir meðal annars frá því þegar:• Halli í Turninum fær ís• Ráðherrahjónum er gert rúmrusk • Maggi Kristins „býður“ öllum í afmælið sitt• Geir Jón handtekur Tóta rafvirkja • Sjálfvirkur sleppibúnaður er kynntur til sögunnar • Össur Skarphéðinsson skartar skófari á rassinum• Guðjón Hjörleifs prófar sjónvarpssíma • Logi Snædal gengur berfættur yfir flöskubrot Þá fá lesendur að kynnast nokkrum hrekkjalómum utan félagsins og ber þar hæst sögur af Jóni Berg Halldórssyni og Didda í Svanhól.

Bókaútgáfan Hólar

Félagsstarf í EKRUNNIFélagsvIstIN í kvöld fimmtudaginn 26. nóvember. Þriðja og síðasta kvöldið í félagsvistinni er í kvöld kl. 20:00. Spennan er í hámarki og við hvetjum alla til að koma og spila. Hverjir sigra?

jólasamvERaN Nálgast!

Félags eldri Hornfirðinga

Hrekkjalómafélagið-prakkarastrik og púðurkellingar

Ásmundur Friðriksson

PRAKKARASTRIK OG PÚÐURKERLINGARHREKKJALÓMAFÉLAGIÐ

20 ára saga

Ásm

undur FriðrikssonHREKKJALÓMAFÉLAGIÐ

Hrekkjalómafélagið í Vestmannaeyjum varð landsfrægt fyrir prakkaraskap og frumleg uppátæki. Sjálfur bæjarstjórinn,

forstjórar og ýmsir framámenn í Eyjum voru fundvísir á frum-lega hrekki og létu ekkert tækifæri ónotað til að stríða sam-

ferðamönnum og gera tilveruna aðeins léttbærari. Blaðurfulltrúi félagsins, Ásmundur Friðriksson, leysir loksins frá skjóðunni.

Hrekkjalómur leynist undir rúmi brúðhjóna á brúðkaupsnóttinni. Halli í Turninum fær ís í tonnatali. Ráðherrahjónum er gert rúm-rusk. Maggi Kristins útgerðarmaður „býður“ öllum bæjarbúum í afmæli. Geir Jón Þórisson lögregluþjónn handtekur formann

Hrekkjalómafélagsins. Sjálfvirkur sleppibúnaður er kynntur til sögunnar með kjaftshöggi. Össur Skarphéðinsson skartar skófari á rassinum. Bæjarstjórinn prófar sjónvarpssíma. Aflaskipstjóri

leikur á fakír og gengur berfættur yfir flöskubrot. Sýslumaður er flengdur með svipu á skötukvöldi. Frómakærir sómamenn

eru kjörnir „Klámkóngar Eyjanna“.

Þá fá lesendur að kynnast nokkrum hrekkjalómum utan félags og fræknum ýkjusagnameisturum.

Þetta er bók semkitlar svo

sannarlegahláturtaugarnar!

almennur bæjarmálafundurLaugardaginn 28. nóvember: kl. 12:30 í Sjálfstæðishúsinu. Súpa í boði.

dagskrá: 1. Framkvæmdir 20162. 3ja ára áætlun3. Önnur mál.Allir velkomnir

Bæjarfulltrúar og stjórnin

Föstudagshádegií Nýheimum kl. 12:15

Soffía Auður Birgisdóttir kynnir bók sína „Ég skapa – þess vegna er ég“, um skrif

Þórbergs Þórðarsonar.Allir velkomnir!

Opið hús – Basar

Opið hús- basar verður í dagdvöl aldraðra Ekrunni miðvikudaginn 2. desember milli

klukkan 14:00 og 17:00. Kaffi og vöfflur seldar á staðnum.

Hvetjum sem flesta til að kynna sér starfsemina og fjárfesta í hlýjum

og ódýrum jólagjöfum!

Hin árlega jólahátíð verður haldin á Höfn 1. sunndag í aðventu, þann 29. nóvember n.k. Hátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem markaðir verða opnir frá kl. 13:00 - 17:00 og fyrirtæki á svæðinu bjóða gestum og gangandi velkomin í notalega jólastemningu. Að venju verður jólalestin vinsæla á ferðinni og hver veit nema jólasveinarnir kíki til byggða! Hátíðardagskrá verður á sviðinu milli kl. 16:00 - 17:00 og lýkur henni með því að kveikt verður á bæjartrénu okkar á Heppunni. Á meðal þess sem verður í boði: Markaðsstemning í Pakkhúsinu og Gömlubúð, veitingasala 8. bekkjar og tombóla Samkórsins í Nýhöfn, jólaglögg og nýjar vörur í Millibör, jólaflóamarkaðsstemning í Gíslaverksstæði, heitt súkkulaði og jólavínyll í Dyngju og opið verður í Litla Listaskálanum hjá henni Gingó.

Dagskrá á sviði frá kl. 16:00 - 17:00• Lúðrasveit Hornafjarðar kemur okkur í rétta jólaskapið• Leikskólabörn syngja jólalög• Kvennakór Hornafjarðar • Jólahugvekja• Kveikt á jólatrénuHvetjum alla til að taka myndir á Instagram og merkja þær #JólaHöfn2015. Sjáumst hress og kát í jólaskapi!

Jólanefndin

JóLaHáTíÐ á Höfn!

Page 4: Eystrahorn 41. tbl. 2015

4 EystrahornFimmtudagur 26. nóvember 2015

Forréttir Síld – karrýsíld, marineruð síld heimagert rúgbrauð kr. 1690Stökk hörpuskel /hvítlaukur, sætur laukur kr. 1990Reyklaxatartar /sesamkex, capers kr. 1490

AðalréttirAndalæri confit döðlur,rauðrófa,soðsósa kr. 4950Grísa purusteik hvítkál,sykraðar kartöflur kr. 3990Léttreykt lamb jurtakartöflumús,villisveppasósa kr. 4350

EftirréttirRis ala mandle Kirsuberjasósa kr. 1490Mjúkkjarnasúkkulaðikaka kókosís kr. 2200Snikkers skyrfrauð hindber kr. 1990

Jólaseðill27., 28. og 29. nóvember 2015

Borðapantanri í síma

478-1240

Aðventan á Humarhöfninni

Nú erum við á Humarhöfninni komin í jólaskap með nýtt þak og seríu næstum allan hringinn. Í því tilefni ætlum við að bjóða upp á nýjan matseðil Jóhönnu eðalkokks á aðventunni frá fös. 27. nóv til og með sun. 13. des. Þá

verður á boðstólnum „A la carte“ matseðill með jólalegu ívafi þar sem boðið verður upp á gamla klassíkera eins og

hornfirska álinn, andalærin gómsætu og púrtvínslegnar fíkjur ásamt ýmsu öðru ilmandi góðgæti.

Humarhöfnin er opin alla daga frá 12.00 – 21:00 til 13. des. en þá munum við loka vegna endurbóta og viðhalds

innanhúss þar til um miðjan janúar.

Upplýsingar og borðapantanir í síma 478-1200 og 846-1114.

Gleðilega aðventu.

Jólavínyll og heitt súkkulaði í Dyngju

Opið hús sunnudaginn 29. nóvember á milli

kl.14:00 og 17:00.

Heitt súkkulaði og jólavínyll.

Allir velkomnir.

Rannsóknarþing NýheimaRannsóknarstarfsemi í Þekkingarsetrinu Nýheimum

26. nóvember 2015 kl. 16:00 – 18:00Samkoman hefst kl. 15:45 með kaffiveitingumFundarstjóri: Davíð Arnar Stefánsson, verkefnastjóri Nýheima16:00 Þingsetning16:05 Rannsóknarsetur HÍ Allt milli himins og jarðar verkefni rannsóknasetursins á Hornafirði Þorvarður Árnason, náttúrufræðingur Ég skapa – þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur16:30 Náttúrustofa Suðausturlands Yfirlit yfir valin verkefni Náttúrustofu Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður Jöklabreytingar í ljósi gamalla mynda Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Niðurstöður fjarlægðamælinga á fastastjörnu frá Höfn í Hornafirði. Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri17:00 Þekkingarsetrið Nýheimar Borgaravitund og valdefling ungmenna á landsbyggðinni Margrét Gauja Magnúsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur17:10 Hornafjarðarsöfn Rannsóknir og uppbygging innan Hornafjarðarsafna – fornleifarannsóknir og skráning menningaminja Vala Björg Garðarsdóttir, forstöðumaður17:30 Framhaldsskólinn í Austur – Skaftafellssýslu Rannsóknarstarf í FAS Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari17:40 Kirkjubæjarstofa og Friður og frumkraftar Brunasandur – mótun lands og samfélags og rannsókn á heimildum um þjóðleiðir og fornar ferðaleiðir í Skaftárhreppi Ólafía Jakobsdóttir, forstöðumaður Rannsókn á sögu matar og þolmörk ferðamannastaða í Skafárhreppi Þorbjörg Ása Jónsdóttir, verkefnastjóri17:50 Meistaraverkefni Hvernig nýtast Nýheimar námsmönnum? Hugrún Harpa Reynisdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur18:00 Þinglok

Page 5: Eystrahorn 41. tbl. 2015

ALLAN BÆ

Tendrað á jólatrénu Jólasveinar

Dagskrá á svidi

Lúðrasveitin kl.16.00 - 17.00

Leikskólakrakkar syngja Kvennakór Hornafjarðar

Hugvekja

#JólaHöfn2015

MARKAÐIR ÚT UM

Bjarni Hákonar ehf.

Page 6: Eystrahorn 41. tbl. 2015

5. desember - Jólafriður 2015 - NeskaupstaðurAnnað árið í röð verða jólatónleikarnir Jólafriður haldnir í íþróttahúsinu í Neskaupstað. Í ár koma fram stórsöngvararnir Guðrún Gunnardóttir, Páll Rósinkranz og Eiríkur Hauksson og syngja saman nokkrar vel valdar jólaperlur sem koma gestum í hátíðarskapið.

12. desember - Jólamarkaður Barra - FellabærJólatré og skógarafurðir, kakó og vöfflur, austfirskt handverk og ljúffengur matur. Kíktu við og finndu jólaskapið og jólagjafirnar á þessum stórkostlega árlega jólamarkaði sem haldinn er sem fyrr í Barra, Valgerðarstöðum í Fellum. Haldinn nú í tíunda sinn!

12. desember - Jólatónleikar með Pálma Gunnars og Ragnheiði Gröndal - EgilsstaðirÍ ár eru 30 ár liðin frá útgáfu hinnar klassísku jólaplötu Friðarjól með Pálma Gunnars og er hún órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningnum á fjölmörgum heimilum. Lögin af plötunni verða flutt á tónleikum í Valaskjálf og það er aldrei að vita nema ný jólalög líti dagsins ljós í tilefni afmælisins. H

érað

spre

nt VISIT EAST ICELAND

www.east.is / #easticeland

Þetta er einungis hluti af því sem verður boðið upp á fyrir austan um jólin.

Fylgstu með viðburðadagatalinu okkar á East.is og fáðu nánari upplýsingar um það helsta sem Austfirðingar hafa upp á að bjóða í desember.

Á East.is er líka finna upplýsingar um alla helstu gistimöguleika á Austurlandi.

Hlökkum til að taka á móti þér!

JÓLá Austurlandi!JÓLá Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!

Þetta er einungis hluti af því sem verður boðið upp á fyrir Þetta er einungis hluti af því

á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!JÓLá Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLJÓLJÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLá Austurlandi!JÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLJÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLJÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLá Austurlandi!á Austurlandi!á Austurlandi!JÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓLJÓL

Komdu í heimsókn

og upplifðu aðventuna

með Austfirðingum!

Page 7: Eystrahorn 41. tbl. 2015

7Eystrahorn Fimmtudagur 26. nóvember 2015

NýheimumVerð með opið fyrsta sunnudag í aðventu,

29. nóvember, frá kl. 13:00 – 18:00

með góðri Jólahuggu.

Kaffi, brauð, kökur, kakó, gos

og jólaglögg.

Menningarverðlaun Hornafjarðar 2015

Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar 2015

Þeir sem vilja tilnefna vinsamlegast sendið inn tillögur í bréfaformi í móttöku

Ráðhús Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið

[email protected], einnig er hægt að hringja í síma 4708050.

Vinsamlegast sendið inn tilkynningar eigi síðar en 15.desember 2015.

Hornafjarðarsöfn auglýsa eftir verkefnastjóra innan rannsóknarsviðs safnsins

Óskað er eftir verkefnastjóra á sviði fornleifafræði, landfræði og/eða jarðfræði.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfslýsing:Heimildaöflun og skráning, uppmælingar og úrvinnsla á menningar- og náttúruminjum, kortagerð, miðlun á vefsíðu og kortasjá Hornafjarðarsafna, samskipti við opinberar stofnanir, aðstoð og samvinna við aðrar deildir safnsins er varðar miðlun og skráningu menningar- og náttúruminja Hornafjarðar.

Viðkomandi þarf að hafa reynslu og þekkingu á:Landupplýsingakerfi (t.s. Qgis-Arc-gis), uppmælingartækjum (t.d. Trimble), SARP skráningargagnagrunnur, FileMaker.

Laun samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til 15.12.2015 og skulu umsóknir sendar á rafrænu formi á netfangið [email protected]

Frekari upplýsingar um starfið veitir Vala Garðarsdóttir forstöðumaður Hornafjarðarsafna í síma 8639199, eða á netfangið [email protected]

Ársþing SASS 2015 var haldið í Vík í Mýrdal í lok október. Þar hittust fulltrúar allra 15 sveitarfélaganna á Suðurlandi. Þingið var starfsamt og skemmtilegt og viðgjörningur góður hjá Mýrdælingum, eins og þeirra er von. Eitt helsta verkefni hvers ársþings er að fara yfir samþykktir SASS og senda frá sér ályktanir og helstu áherslur. Ef dregnar eru út þær ályktanir sem snúa að Hornfirðingum má nefna að Ársþing SASS 2015 bendir ríkinu á að; • tryggja fé til rannsókna á

Grynnslunum • útrýma þarf tvíbýlum á HSu (HSSA) • brýnt er að styrkja sjúkraflug þannig að viðbragðstími sé innan

ásættanlegra viðmiðunarmarka. • Ársþingið hvetur ríkisvaldið til að tryggja fjármuni til reksturs

sjúkraflutninga á svæðinu • fækka einbreiðum brúm og efla umferðaröryggi • tryggja fjármagn til menningartengdrar starfsemi á Suðurlandi

til framtíðar, svo sem Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar• að ríkisvaldið sjái til þess að sveitarfélög fái virðisaukaskatt af

fráveituframkvæmdum endurgreiddan Auk þess má nefna ályktanir um almenningssamgöngur, ljósleiðaravæðingu sem er forsenda byggðarþróunar og atvinnulífs í dreifðari byggðum, að sækja þarf fram í skólamálum og efla skólastofnanir á landbyggðinni, ekki öfugt eins og nú stefnir í að verði með aldurstakmörkun í framhaldsskólum og tilfærslu háskóla inn til höfuðborgarinnar. SASS þingið 2015 þrýstir á að efla fæðingarþjónustu í heimabyggð eða að veita fjárstyrk til hlutaðeigandi og koma þannig til móts við kostnað sem hlýst af því að hafa hana ekki. Efla þarf löggæslu og auka tekjuhlutdeild sveitarfélaga í skattstofnum sem renna til ríkis. Nánar má lesa um ályktanir SASS þingsins 2015 á vefnum www.sass.is

Sæmundur Helgason, fulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar í stjórn SASS

Ársþing SASS

Bon appeti t!

Page 8: Eystrahorn 41. tbl. 2015

8 EystrahornFimmtudagur 26. nóvember 2015

Sveitabúðin í neSjum

verður opin kl. 12:00-17:00 nk. laugardag.Hamborgarhryggur, bæjonskinka, bacon, bjúgu og margt fleira frá Miðskersbúinu. Ferkst grænmeti,

konfekt, pestó og heilsusnakk frá Hólabrekkuafurðum, Laufey í Lóninu verður með skómarkað. Súpa, brauð,

kaffi og vöfflur í veitingaskálanum.

Verið velkomin. Anna og Anna

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Rauða kross deildarinnar á Hornafirði, Slysavarnarsveitarinnar Framtíðar á Höfn og Neyðarmiðstöðvar Rauða krossins, um samstarf aðila í neyðarvörnum. Tilgangur samstarfsins er að tryggja mönnun fjöldahjálparstöðva í sveitarfélaginu á hættu- og neyðartímum.Samkomulagið var undirritað að loknu námskeiðinu „inngangur að neyðarvörnum“ þar sem tíu þátttakendur fengu undirbúningsfræðslu Rauða krossins fyrir starf að neyðarvörnum félagsins. Samningurinn tekur til fjölbreyttrar fræðslu og þjálfunar sem Rauði krossinn lætur í té og stuðnings Slysavarnarsveitarinnar Framtíðar við öflun sjálfboðaliða til að starfa að neyðarvörnum og taka þátt í æfingum og aðgerðum og munu sjálfboðaliðarnir verða skráðir í boðunargrunn Neyðarlínunnar. Þetta samstarf milli aðila er að mörgu leyti tímamótasamningur, þar sem tvær viðbragðseiningar ákveða með skriflegu samkomulagi sín á milli að starfa saman að neyðarvörnum í sínu byggðalagi. Vonandi verður samkomulagið fyrirmynd að svipuðum samningi milli viðbragðsaðila í öðrum byggðalögum þar sem erfitt getur verið að afla sjálfboðaliða þegar félögin eru mörg sem starfa að skyldum verkefnum. Því er samstarfssamningur sem þessi aðilum mikilvægur og styrkir starfið og viðbrögð á neyðartímum.

Breytt starfsemi Hornafjarðardeildar RKÍJafnframt verða breytingar á starfsemi Hornafjarðardeildar RKÍ og mun verkefnum fækka og sérstaklega einblínt á neyðarvarnir og skyndihjálp auk þess að fatagámarnir verða á sínum stað. Rauða kross búðinni verður lokað um áramót og hvetjum við fólk til að versla vel fram að þeim tíma. Lokunin verður auglýst hér í Eystrahorni þegar nær dregur.

Með 1. sunnudegi í aðventu, 29. nóvember nk. hefst nýtt kirkjuár. Eins og fram kemur í messuauglýsingu prestanna þá munum við að hefja kirkjuárið með hátíðarmessu og minna um leið á afmælisár Hafnarkirkju en á næsta ári verða liðin 50 ár frá vígslu kirkjunnar. Sóknarnefnd, prestarnir og starfsfólk kirkjunnar munu standa fyrir ýmsum viðburðum til að minnast tímamótanna s.s. með sérstakri hátíðarmessu á vordögum, sýningu, tónleikum, fræðslu o.fl. Lögð verður áhersla á framlag heimamanna en sömuleiðis að fá hornfirskt listafólk búsett utan héraðs til að taka þátt í viðburðum og vonandi fáum við jafnframt þekkt listafólk til liðs við okkur. Rétt er að geta þess að Bjarnarneskirkja fagnar sömuleiðis tímamótum á næsta ári þ.e.a.s. 40 ára vígsluafmæli og munum sóknirnar vera í samstarfi með viðburði o.fl. eftir því sem það á við. Ég vil hvetja fólk til að taka þátt í starfinu og mæta á viðburði og annað sem boðið verður uppá á afmælisárinu.

F.h. Sóknarnefndar Hafnarsóknar, Albert Eymundsson formaður

Nýr samningurUpphaf kirkjuársins og afmælisár

Page 9: Eystrahorn 41. tbl. 2015

AT V I N N U V E G A- O G N Ý S KÖ P U N A R R Á Ð U N E Y T I Ð

S A MTÖ K F E R Ð A ÞJ Ó N U S T U N N A R ferdamalastefna.is#samferda

OPINN FUNDUR UM NÝJAN VEGVÍSI Í FERÐAÞJÓNUSTU

með Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Helgu Árnadóttur, framkvæmda- stjóra Samtaka ferðaþjónustunnar

Samferða

Miðvikudaginn 2. desember H Ö F N Í H O R N A F I R Ð I / Hótel Höfn kl. 12Sjá nánar á ferdamalastefna.isAllir velkomnir

Page 10: Eystrahorn 41. tbl. 2015

mar

khön

nun

ehf

KJÚKLINGAVÆNGIR NETTÓ - FERSKIRVERÐ ÁÐUR 398 KR/KG

259 KRKG

35%AFSLÁTTUR

42%AFSLÁTTUR

COOP WC PAPPÍR16 RÚLLURVERÐ ÁÐUR 1.198 KR/PK

699 KRPK

netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |Tilboðin gilda 26. – 29. nóvember 2015

BLACK FRIDAY

GRÍSARIF FULLELDUÐÍ BBQ-MARINERINGUVERÐ ÁÐUR 698 KR/KG

489 KRKG

30%AFSLÁTTUR

40%AFSLÁTTUR

LAMBASVIÐ - FROSINVERÐ ÁÐUR 498 KR/KG

299 KRKG

NETTÓ KJÚKLINGABRINGURFERSKARVERÐ ÁÐUR 2.098 KR/KG

1.888 KRKG

HÁTÍÐARBLANDA - 0,5 LVERÐ ÁÐUR 98 KR/STK

69 KRSTK

40%AFSLÁTTUR

HEILL LAXREYKTUR / GRAFINNVERÐ ÁÐUR 3.998 KR/KG

2.399 KRKG

40%AFSLÁTTUR

KANELSNÚÐURVERÐ ÁÐUR 198 KR/STK

119 KRSTK

NÓA SÚKKÚLAÐI POPP250 GVERÐ ÁÐUR 390 KR/STK

195 KRSTK

50%AFSLÁTTUR

ÓDÝR ÍS - 900 MLM. SÚKKULAÐI-, JARÐARBERJA-EÐA VANILLUBRAGÐIVERÐ ÁÐUR 359 KR/PK

259 KRPK

26. - 29. NÓV.