eystrahorn 8. tbl. 2011

8
Fimmtudagur 24. febrúar 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn Stjórnendur Landsbankans héldu kynningarfund sl. fimmtudag í Nýheimum um málefni bankans. Að undanförnu hefur starfsfólk og stjórnendur verið að móta starfsreglur og framtíðarsýn bankans. Vel var mætt á fundinn og ekki var annað að heyra á fundarmönnum eftir hann en að þeim hafi þótt boðskapur bankamanna þarfur og var vel tekið. Það er eðlilegt að íbúar hér hafi áhuga á málefnum Landsbankans sem er afar mikilvægur, bæði hvað varðar atvinnulífið og einstkalinga hér á Suðausturlandinu. Þess vegna lék blaðamanni forvitni að heyra viðbrögð stjórnenda bankans eftir fundinn og hvernig útibúið á Höfn spjarar sig eftir allt það sem á undan er gengið í bankakerfinu. Helstu áherslur bankans Þær eru í stuttu máli að hlusta, læra og þjóna. Það eru okkar einkunnarorð. Landsbankinn er þjónustufyrirtæki og hann á koma þannig fram. Okkar framtíðarsýn er sú að Landsbankinn eigi að vera til fyrirmyndar og að hann eigi að vera sambærilegur við bestu banka á Norðurlöndunum árið 2015. Það er einfalt en mjög metnaðarfullt markmið. Til þess að bankinn geti náð þessu markmiði þarf hann að ávinna sér traust og virðingu. Að þessu stefnum við starfsfólk bankans. Staða útibúsins á Höfn Staða útibúsins á Höfn er einstaklega sterk í dag, og hefur alltaf verið það. Útibúið hefur á að skipa mjög góðu starfsfólki og þar hafa verið byggð upp mjög mikilvæg og sterk tengsl við viðskiptavini sem eru skilvísir við bankann. Við lítum á útibúið sem mjög mikilvægan þátt í atvinnulífskeðjunni á svæðinu ,,í ríki Vatnajökuls“ og finnst áhugavert að taka þátt í að þróa þá keðju. Það eru í sjálfu sér engar breytingar á útibúinu fyrirhugaðar á þessu stigi, ekki nema þá þær að efla og bæta þjónustuna enn frekar. Útibúið fagnar 40 ára afmæli á þessu ári og er ekki sagt að allt sé fertugum fært. Markaðshlutdeild bankans Við áætlum að markaðshlutdeild Landsbankans sé um 30% á einstaklingsmarkaði, en um 40% á fyrirtækjamarkaði á landsvísu. Á Höfn og í næsta nágrenni eru þessar tölur hærri Kynningarfundurinn á Höfn Já, við vorum mjög sátt við hann. Við höfum leitast eftir því að eiga opinská samskipti við viðskiptavini bankans og eigendur. Við vitum vel að fólk er tortryggið í garð fjármálafyrirtækja og við viljum leitast við að eyða þeirri tortryggni. Það mun taka tíma og þessi fundur var fyrsta skrefið á þeirri leið á Höfn og nágrenni. Fundurinn var mjög vel sóttur, spurningarnar áhugaverðar og ábendingar góðar. Við vonum að öðrum hafi þótt fundurinn góður líka. Framhaldið Við munum á næstu vikum og mánuðum leggja í aðra hringferð um landið þar sem við viljum hitta forsvarsmenn sveitarfélaga, atvinnuþróunarfélaga og fyrir- tækja og svo öfluga einstaklinga, með það fyrir augum að finna spennandi verkefni sem bankinn getur lagt lið. Við munum mæta á Höfn í þessum tilgangi og vonumst eftir því að sú heimsókn skili miklu, rétt eins og þessi gerði. 8. tbl. 29. árgangur Landsbankinn ætlar að endurvinna traust og gera betur Steinþór Pálsson bankastjóri f.m. ásamt framkvæmdastjórum bankans sitja fyrir svörum í Nýheimum. „Viðbrögðin hafa verið ágæt og það er að heyra á fólki að það veltir þessu fyrir sér og skráningin fer ágætlega af stað.“ sögðu forsvarsmenn Íbúaþingsins sem verður á laugardaginn. Öllum í sveitarfélaginu (frá 14 ára aldri) er boðið að taka þátt í Íbúaþinginu sem fram fer í Mánagarði frá kl. 10-17. Haukur Ingi Jónasson frá Háskólanum stjórnar verkefninu. Markmið Íbúaþingsins er að skapa opinn, lýðræðislegan vettvang fyrir samræðu um þau málefni sem við - íbúarnir sjálfir - teljum mikilvægust til að viðhalda góðu og metnaðarfullu samfélagi.Allir íbúar - ungir sem aldnir, konur og karlar - hvarvetna í sveitarfélaginu eru hvattir til þess að taka þátt í Íbúaþinginu. Stöndum saman og mótum ennþá betri framtíð Síðasta útkall Fólk er vinsamlegast beðið um að skrá sig til þátttöku á Íbúaþinginu með því að hringja í síma 470-8000 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected] fyrir kl. 16:00 í dag. Boðið verður upp á léttan hádegisverð í Mánagarði, auk morgun- og síðdegishressingar. Horft til framtíðar

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 23-Mar-2016

230 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 8. tbl. 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 8. tbl. 2011

Fimmtudagur 24. febrúar 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn

Stjórnendur Landsbankans héldu kynningarfund sl. fimmtudag í Nýheimum um málefni bankans. Að undanförnu hefur starfsfólk og stjórnendur verið að móta starfsreglur og framtíðarsýn bankans. Vel var mætt á fundinn og ekki var annað að heyra á fundarmönnum eftir hann en að þeim hafi þótt boðskapur bankamanna þarfur og var vel tekið. Það er eðlilegt að íbúar hér hafi áhuga á málefnum Landsbankans sem er afar mikilvægur, bæði hvað varðar atvinnulífið og einstkalinga hér á Suðausturlandinu. Þess vegna lék blaðamanni forvitni að heyra viðbrögð stjórnenda bankans eftir fundinn og hvernig útibúið á Höfn spjarar sig eftir allt það sem á undan er gengið í bankakerfinu.

Helstu áherslur bankans

Þær eru í stuttu máli að hlusta, læra og þjóna. Það eru okkar einkunnarorð. Landsbankinn er þjónustufyrirtæki og hann á að koma þannig fram. Okkar framtíðarsýn er sú að Landsbankinn eigi að vera til fyrirmyndar og að hann eigi að vera sambærilegur við bestu banka á Norðurlöndunum árið 2015. Það er einfalt en mjög metnaðarfullt markmið. Til

þess að bankinn geti náð þessu markmiði þarf hann að ávinna sér traust og virðingu. Að þessu stefnum við starfsfólk bankans.

Staða útibúsins á Höfn

Staða útibúsins á Höfn er einstaklega sterk í dag, og hefur alltaf verið það. Útibúið hefur á að skipa mjög góðu starfsfólki og þar hafa verið byggð upp mjög mikilvæg og sterk tengsl við viðskiptavini sem eru skilvísir við bankann. Við lítum á útibúið sem mjög mikilvægan þátt í atvinnulífskeðjunni á svæðinu ,,í ríki Vatnajökuls“ og finnst áhugavert að taka þátt í að þróa þá keðju. Það eru í sjálfu sér engar breytingar á útibúinu fyrirhugaðar á þessu stigi, ekki nema þá þær að efla og bæta þjónustuna enn frekar. Útibúið

fagnar 40 ára afmæli á þessu ári og er ekki sagt að allt sé fertugum fært.

Markaðshlutdeild bankans

Við áætlum að markaðshlutdeild Landsbankans sé um 30% á einstaklingsmarkaði, en um 40% á fyrirtækjamarkaði á landsvísu. Á Höfn og í næsta nágrenni eru þessar tölur hærri

Kynningarfundurinn á Höfn

Já, við vorum mjög sátt við hann. Við höfum leitast eftir því að eiga opinská samskipti við viðskiptavini bankans og eigendur. Við vitum vel að fólk er tortryggið í garð fjármálafyrirtækja og við viljum leitast við að eyða þeirri tortryggni. Það mun taka tíma

og þessi fundur var fyrsta skrefið á þeirri leið á Höfn og nágrenni. Fundurinn var mjög vel sóttur, spurningarnar áhugaverðar og ábendingar góðar. Við vonum að öðrum hafi þótt fundurinn góður líka.

Framhaldið

Við munum á næstu vikum og mánuðum leggja í aðra hringferð um landið þar sem við viljum hitta forsvarsmenn sveitarfélaga, atvinnuþróunarfélaga og fyrir-tækja og svo öfluga einstaklinga, með það fyrir augum að finna spennandi verkefni sem bankinn getur lagt lið. Við munum mæta á Höfn í þessum tilgangi og vonumst eftir því að sú heimsókn skili miklu, rétt eins og þessi gerði.

8. tbl. 29. árgangur

Landsbankinn ætlar að endurvinna traust og gera betur

Steinþór Pálsson bankastjóri f.m. ásamt framkvæmdastjórum bankans sitja fyrir svörum í Nýheimum.

„Viðbrögðin hafa verið ágæt og það er að heyra á fólki að það veltir þessu fyrir sér og skráningin fer ágætlega af stað.“ sögðu forsvarsmenn Íbúaþingsins sem verður á laugardaginn. Öllum í sveitarfélaginu (frá 14 ára aldri) er boðið að taka þátt í Íbúaþinginu sem fram fer í Mánagarði frá kl. 10-17. Haukur Ingi Jónasson frá Háskólanum stjórnar verkefninu. Markmið Íbúaþingsins er að skapa opinn, lýðræðislegan vettvang fyrir samræðu um þau málefni sem við - íbúarnir sjálfir - teljum mikilvægust til að viðhalda góðu og metnaðarfullu samfélagi.Allir íbúar - ungir sem aldnir, konur og karlar - hvarvetna í sveitarfélaginu eru hvattir til þess að taka þátt í Íbúaþinginu.

Stöndum saman og mótum ennþá betri framtíðSíðasta útkall Fólk er vinsamlegast

beðið um að skrá sig til þátttöku á Íbúaþinginu

með því að hringja í síma 470-8000 eða senda

tölvupóst á netfangið [email protected]

fyrir kl. 16:00 í dag.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð í

Mánagarði, auk morgun- og síðdegishressingar.

Horft til framtíðar

Page 2: Eystrahorn 8. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 24. febrúar 2011

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur: ... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Ferðafélag Austur- Skaftfellinga er áhugamannafélag um almenna útivist og er aðildarfélag í Ferðafélagi Íslands. Félagsmenn eru nú um 90 talsins og fjölgar ár frá ári. Ferðafélagið rekur Múlaskála í Lónsöræfum og alltaf fjölgar þeim ferðamönnum sem gista þar. Skálinn er vel útbúinn, gisting fyrir 25 manns, vatnssalerni og sturtu.

Ferða fé lag ið er öllum opið og eru allir velkomnir í ferðir okkar. Ef þú ert að leita að skemmtilegum félagsskap sem sameinar andlega og líkamlega heilsubót ásamt fræðslu er þetta rétti félagsskapurinn. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að hreyfing og útivist spornar við minnisleysi og elliglöpum!

Ferðafélagið ætlar ekki að lúra of lengi fram eftir vori og þó að vetrardagsskrá sé ekki formlega lokið verður vor- og sumardagskráin kynnt í Nýheimum sunnudaginn 27. febrúar kl. 14:00 og þá verður einnig dregið úr strandgöngupottinum.

Göngudagar í júní eru nýjung hjá okkur sem við köllum Ekki lúra of lengi og verða þeir kynntir sérstaklega. Við hvetjum alla til að mæta í Nýheima og kynna sér dagskrána og þiggja veitingar.

Nú er strandgönguferðum okkar á Mýrunum að ljúka og hafa þær gengið einstaklega vel.

Veðurguðirnir hafa leikið við okkur bæði hvað varðar útsýni og frost og í síðustu ferðinni fengum við í fyrsta skiptið tækifæri á að labba í nýföllnum snjó. Gengum við í fótspor lágfótu sem hafði skellt sér í skemmtiferð

eða fæðuöflun fyrr um morguninn. Með haustinu byrjar svo nýtt

strandgönguævintýri og þá æ t l u m við að halda á vit

Suðursveitar og síðan Öræfa ári síðar.

Markmiðið er að ljúka allri strandlengju sýslunnar.

Viljum við svo hvetja ykkur til að ganga um landið og njóta útivistar hvenær sem þið hafið tækifæri til þó það sé ekki í skipulögðum ferðum. Munum einnig að gæta þess að umgangast náttúruna og dýralíf af nærgætni og alúð.

Að lokum viljum við benda ykkur á eina stikaða leið frá Einstigi í Stafafellsfjöllum að Múlaskála. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtileg leið. Hægt er að nálgast allar upplýsingar hjá stjórn félagsins og á heimasíðunni www.gonguferdir.is en þar er einnig hægt að finna myndir og kynna sér fjölbreytta dagskrá félagsins allt árið um kring. Ábendingar um staði sem gaman væri að skoða eru einnig vel þegnar.

Hlökkum til að vera með ykkur í sumar.

Ferðafélag Austur - Skaftfellinga

Ætlum ekki að lúra of lengi

Húsgagnaval

Fyrir fermingarbarniðRúm og dýnur af öllum stærðum og gerðum

Nýtt og skemmtilegtDiskar, skálar, glös o.fl.

með Múmínálfunum, Barbapabba, Dodda o.fl. Sjón er sögu ríkari!

Opið 13 - 18 virka daga

13 - 15 laugardaga

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821www.inni.is

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

álaugarvegurGott steypt atvinnuhúsnæði sem er 408 m². Húsnæðið hentar undir hverskonar atvinnurekstur. Í húsinu er nú rekin alhliða líkams- og heilsurækt.

fiskhóllVel skipulögð 3 herbergja 61,3 m² íbúð í risi í þríbýlishúsi. Frábært útsýni. Sameiginleg lóð.

garðsbrúnGott og vel viðhaldið 255,4 m² einbýlishús ásamt bílskúr á tveimur hæðum með 3ja herb. íbúð á neðri hæð eða tvær 2ja herbergja. Góðir útleigumöguleikar.

Atvinnuhúsnæði Nýtt á skrá Nýtt á skrá

Ég er að leita að 2-3 herbergja íbúð til leigu á Höfn.Sigríður Dögg GuðmundsdóttirFramkvæmdastjóri, Ríkis VatnajökulsSími 896 7084

Page 3: Eystrahorn 8. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 24. febrúar 2011

fatasaumur- Byrjendanámskeið

12 kst. - Verð: 18.500 kr.Þátttakendur læra helstu grunnaðferðir við að sníða og sauma flík og læra helstu notkunarmöguleika saumavélarinnar og fylgihluta.

Í byrjun hjálpar leiðbeinandi við val á efnum og unnið er út frá því. Betra er ef þátttakandi á saumavél.

Efni er ekki innifalið.

Staður og tími: Hornafirði, 1., 10., 14., og 17. mars kl. 17-19

Aðalfundur Kornræktarfélags Austur - Skaftfellinga var haldinn að Smyrlabjörgum í Suðursveit 10. febrúar síðastliðinn. Félagið var stofnað 4. febrúar 1997 og er tilgangur þess að vera hagsmunafélag kornbænda í sýslunni. Fundurinn var vel sóttur og mættu 40 manns, bændur, sveitarstjórnarmenn og annað áhugafólk um jarðrækt.Á fundinum voru samþykktar breytingar á lögum félagsins sem miða að því að gera félagið að hagsmuna- og áhugamannafélagi um jarðrækt í Austur - Skaftafellssýslu. Til að ná því markmiði voru samþykktar breytingar sem m.a. fólu í sér neðangreind atriði. Í fyrsta lagi að starfsemi félagsins einskorðist ekki lengur við kornrækt heldur jarðrækt almennt. Í öðru lagi geta allir sem eftir því sækjast gerst félagsmenn. Í þriðja lagi var stjórnarmönnum fjölgað úr þremur í fimm, þannig að hver sveit í Austur - Skaftafellssýslu hefur fulltrúa í stjórn félagsins, og í fjórða lagi var nafni félagsins breytt í Ræktunarfélag Austur - Skaftfellinga (RASK). Nýkjörna stjórn Ræktunarfélags Austur - Skaftfellinga skipa þeir Óskar Þorleifsson frá Vík í Lóni, Eiríkur Egilsson frá Seljavöllum í Nesjum, Bjarni Bergsson frá Viðborðsseli á Mýrum, Steinþór Torfason frá Hala í Suðursveit og Benedikt Steinþórsson frá Svínafelli í Öræfum. Á aðalfundinum greindi

Eiríkur Egilsson stjórnar-maður frá starfsemi félagsins á undanförnum misserum. Í máli hans kom m.a. fram að félagið mun standa fyrir tilraunarækt á olíufræjum í héraðinu næsta sumar í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann greindi jafnframt frá því að Sveinn Rúnar Ragnarsson væri ráðinn verkefnisstjóri yfir tilraunaræktinni og að félagið fengi styrk frá Sveitarfélaginu Hornafirði upp á 2.500.000. kr til að standa straum af kostnaði við hana. Þess ber einnig að geta að Búnaðarsamband Suðurlands veitir Ræktunarfélagi Austur – Skaftfellinga stuðning með því að leggja til mann við verklega þætti tilraunaræktuninnar. Tilraunaræktunin á að fara fram í öllum sveitum Austur

– Skaftafellssýslu þ.e. Lóni, Nesjum, Mýrum, Suðursveit og Öræfum. Í hverri sveit verður tilraunareitur þar sem sáð verður nokkrum yrkjum af annarsvegar olíunepju og hinsvegar olíurepju. Tilgangur tilraunaræktuninnar er að kanna hvort að þær ræktunaraðstæður sem eru fyrir hendi séu nægilega góðar svo að þessar tvær tegundir geti þroskað olíufræ. Miklir hagsmunir eru fólgnir í ræktun olíufræja, því þau skila verðmætum afurðum þ.e. hráolíu og próteinhrati auk hálms sem m.a. er hægt að nýta sem undirburð. Hráolíuna er unnt að nýta í matarolíu, smurolíur, sápur, bragðefni og lífefnaeldsneyti svo fátt eitt sé nefnt. Hratið verður til þegar hráolían er pressuð úr fræjunum og inniheldur 30 – 40% prótein. Próteinhratið getur því orðið

kærkomin búbót fyrir bændur í Austur – Skaftafellssýslu þar sem tilkoma þess getur dregið verulega úr hlutfalli aðkeypts fóðurs fyrir búfénað í sýslunni og þar með minnkað kostnað bænda vegna fóðuröflunar. Eins og áður sagði eru miklir möguleikar fólgnir í ræktun olíufræja en það er ennþá mörgum spurningum ósvarað um ræktun þeirra hér í Austur - Skaftafellssýslu. Af þeim sökum er nauðsynlegt að gera tilraunir til að leitast við að svara þeim. Undir lok fundarins skrifaði nýkjörin stjórn ásamt Kristjáni Guðnasyni, formanni Atvinnu- og menningarmálanefndar, undir samning vegna fjárhags-stuðnings sveitarfélagsins við tilraunaræktun á olíufræjum í Austur - Skaftafellssýslu. Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri sagði að verkefnið væri áhugavert vegna þeirrar nýsköpunar sem það feli í sér og vegna samstöðu sem náðst hefur meðal bænda í sveitarfélaginu um framkvæmd þess. Taldi hann að ef og þegar ræktun olíufræja skilar árangri á svæðinu yrði það mikið lyftistöng fyrir alla íbúa og sveitarsjóð. Sagði hann að einhugur hefði verið í bæjarstjórn um afgreiðslu málsins.Stjórn Ræktunarfélagsins vill koma á framfæri sérstökum þökkum til bæjarstjórnar sem samþykkti fjárstuðninginn við tilraunaræktunina einróma.

Kornbændur í tilraunarækt á olíufræjum

Kristján Sigurður Guðnason bæjarfulltrúi undirritar samning við kornbændur.

Pizza og pastahlaðborðFimmtudagskvöld frá kl. 18:00

Kr. 1.490,-Börn fimm ára og yngri frítt

í fylgd með fullorðnum 6-12 ára kr. 745,- í fylgd með fullorðnum

Bingó í Nýheimum sunnudaginn 27. febrúar kl. 16:00. Margir góðir vinningar s.s. flugfargjald o.fl. Samkór Hornafjarðar

Page 4: Eystrahorn 8. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 24. febrúar 2011

Bjarni Tryggvason er ættaður frá Miðskeri í Nesjum og á margt skyldfólk á Hornafirði. Hann hefur verið að spila opinberlaga síðan 1984 og gaf út sína fyrstu vinyl plötu árið 1986. Síðan þá hefur Bjarni reglulega gefið út efni og eru nú plötur hans orðnar sex talsins. Hann hefur samið fjöldann allan af lögum í gegnum tíðina bæði fyrir sjálfan sig og svo með öðrum listamönnum, en útgefið efni eftir hann, lög og textar eru nú að nálgast hundraðið. Bjarni er nú að vinna að nýjum disk með Steinari Gunnarssyni tónlistarmanni og hefur einnig í hyggju að gefa út disk von bráðar með eigin efni.

Hljómsveitin Vax var stofnuð árið 1999 sem tríó. Orgel/bassi, gítar og trommur. Í byrjun spiluðu þeir mest breskt rythm og blús rokk frá 6. og 7. áratugnum undir sterkum áhrifum frá hljóm FARFISA orgelsins. Tónlist VAX má lýsa sem sterkum kokteil Van Morrison, early Who , Zombies og síðast en ekki síst Animals. Einfaldleikinn er þeirra helsta aðalsmerki til að Blúsinn, rokkið og rólið fái að njóta sín til fulls.VAX hefur komið fram á öllum Norðurljósabúshátíðum hingað til, eða alls fimm sinnum en sú sjötta er handan við hornið. Mikil spenna er í tríóinu og ætla meðlimir að gefa sig 110% í tónleikana. Meðlimir VAX eru: Villi Warén , Halldór Warén og Hafþór Snjólfur Helgason.

Hljómsveitin Svartar sálir sem stofnuð var árið 1968 af þeim Vigfúsi Svavarssyni, Gunnlaugi Sigurðssyni, Jóni Guðmundssyni, Páli Emil Beck og Emil Þorsteinssyni hefur boðað komu sína á Norðurljósablús 2011 á Höfn. Sveitin kom saman á síðasta ári í tilefni Humarhátíðar og sýndi eftirminnilega takta á aðalsviði hátíðarinnar. Emil Þorsteinsson sem býr í Danmörku átti því miður ekki heimangengt þá og ekki heldur nú. Í stað hans gengu til liðs við hljómsveitina söngkonurnar Þórdís og Sigríður Sif Sævarsdætur sem eru Hornfirðingum að góðu kunnar fyrir söng gegnum árin. Þær verða einnig með sveitinni nú og hefur það gert hljómsveitinni kleift að hækka allar tóntegundir um a.m.k. þrjá heiltóna. Hljómsveitin mun spila á Hótel Höfn laugardagskvöldið 5. mars. Æfingar hafa staðið

um nokkurt skeið og samanstendur lagalistinn af blúsum og þekktum standördum ýmiss konar. Það er ekki loku fyrir það skotið að sveitin detti í rokkgírinn „ef hún sé í stuði“. Mikil tilhlökkun er innan hljómsveitarinnar og vonast Svartar sálir eftir að sjá sem flesta.

Mogadon er upphaflega dúett stofnaður fyrir 8 árum, skipaður þeim Haraldi Davíðssyni söngvara og gítarleikara, og Héðni Björnssyni kontrabassaleikara. Þeir hafa að mestu spilað rólegheita-tónlist, þar sem túlkunin er oft frjáls, en bæta stundum við sig hljóðfæraleikurum og gefa þá aðeins í. Í þetta sinn verður ekki ljóst hver fjöldinn verður í Mogadon fyrr en á síðustu stundu, en víst er að kvöldstundir undir tónum þeirra hafa ávallt þótt notalegar. Hljómsveitin Mogadon kom einnig fram á Norðurljósablús í fyrra.

Mæðusveitin Sigurbjörn var stofnuð eftir Blúshátið 2006 og er því að verða fimm ára gömul. Stofnendur voru Björn Sigfinnsson söngvari og þrír Sigurðar: Guðnason, Ö. Hannesson og Kr. Sigurðsson. Fyrir rúmu ári bættist síðan fjórði Sigurður við, þ.e. Mar Halldórsson. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru allir komnir nokkuð til ára sinna (misjafnlega mikið þó) eru þeir hættir að gera sér vonir um alþjóðlega frægð og spila því aðallega sjálfum sér til gleði og vona að aðrir hafi einhverja ánægju af í leiðinni. Sveitin spilar aðallega léttan blús og getur brugðið sér í rokkið þegar fjör færist í leikinn. Mæðusveitin Sigurbjörn hefur spilað á öllum Norðurljósablúshátíðum síðan hún var stofnuð og hefur auk þess komið fram á nokkrum tónleikum bæði hér heima og í næstu nágrannabyggðum.

The Cha Cha Cha´s kom fyrst saman fyrir Norðurljósablús á síðasta ári og spiluðu þá á Víkinni. Meðlimir sveitarinnar eru Júlíus Sigfússon, syngur og spilar á gítar, Aron Martin Ágústsson á bassa og Birgir Fannar Reynisson á trommum ásamt því að Friðrik Jónsson kemur til með að spila á gítar með sveitinni líkt og á síðustu hátíð. The Cha Cha Cha´s spila blús og gamalt og gott rokk í hressari kantinum og ættu því ekki að svíkja neinn.

Vax

Mæðusveitin SigurbjörnThe Cha Cha Cha’s

Bjarni Tryggvason

Svartar sálir

Mogadon

Page 5: Eystrahorn 8. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 24. febrúar 2011

Víkingasveitin eða Big Bandið er hljómsveit skipuð fjölda blásara og rythm’a-sveit stjórnað af Gunnlaugi Þresti Höskuldssyni. Sveitin var upphaflega lítið jazzband sem spilaði dixieland músík og jazz standarda en Þröst langaði alltaf að fá stærri hljóm í bandið. Hann fór að bæta fleiri og fleiri hljóðfæraleikurum við, og vorið 2010 varð litla jazzbandið að 17 manna stórsveit og síðan þá hefur ekki verið aftur snúið.

Bjarni Tryggvason er ættaður frá Miðskeri í Nesjum og á margt skyldfólk á Hornafirði. Hann hefur verið að spila opinberlaga síðan 1984 og gaf út sína fyrstu vinyl plötu árið 1986. Síðan þá hefur Bjarni reglulega gefið út efni og eru nú plötur hans orðnar sex talsins. Hann hefur samið fjöldann allan af lögum í gegnum tíðina bæði fyrir sjálfan sig og svo með öðrum listamönnum, en útgefið efni eftir hann, lög og textar eru nú að nálgast hundraðið. Bjarni er nú að vinna að nýjum disk með Steinari Gunnarssyni tónlistarmanni og hefur einnig í hyggju að gefa út disk von bráðar með eigin efni.

Hljómsveitin Vax var stofnuð árið 1999 sem tríó. Orgel/bassi, gítar og trommur. Í byrjun spiluðu þeir mest breskt rythm og blús rokk frá 6. og 7. áratugnum undir sterkum áhrifum frá hljóm FARFISA orgelsins. Tónlist VAX má lýsa sem sterkum kokteil Van Morrison, early Who , Zombies og síðast en ekki síst Animals. Einfaldleikinn er þeirra helsta aðalsmerki til að Blúsinn, rokkið og rólið fái að njóta sín til fulls.VAX hefur komið fram á öllum Norðurljósabúshátíðum hingað til, eða alls fimm sinnum en sú sjötta er handan við hornið. Mikil spenna er í tríóinu og ætla meðlimir að gefa sig 110% í tónleikana. Meðlimir VAX eru: Villi Warén , Halldór Warén og Hafþór Snjólfur Helgason.

Hljómsveitin Svartar sálir sem stofnuð var árið 1968 af þeim Vigfúsi Svavarssyni, Gunnlaugi Sigurðssyni, Jóni Guðmundssyni, Páli Emil Beck og Emil Þorsteinssyni hefur boðað komu sína á Norðurljósablús 2011 á Höfn. Sveitin kom saman á síðasta ári í tilefni Humarhátíðar og sýndi eftirminnilega takta á aðalsviði hátíðarinnar. Emil Þorsteinsson sem býr í Danmörku átti því miður ekki heimangengt þá og ekki heldur nú. Í stað hans gengu til liðs við hljómsveitina söngkonurnar Þórdís og Sigríður Sif Sævarsdætur sem eru Hornfirðingum að góðu kunnar fyrir söng gegnum árin. Þær verða einnig með sveitinni nú og hefur það gert hljómsveitinni kleift að hækka allar tóntegundir um a.m.k. þrjá heiltóna. Hljómsveitin mun spila á Hótel Höfn laugardagskvöldið 5. mars. Æfingar hafa staðið

um nokkurt skeið og samanstendur lagalistinn af blúsum og þekktum standördum ýmiss konar. Það er ekki loku fyrir það skotið að sveitin detti í rokkgírinn „ef hún sé í stuði“. Mikil tilhlökkun er innan hljómsveitarinnar og vonast Svartar sálir eftir að sjá sem flesta.

Mogadon er upphaflega dúett stofnaður fyrir 8 árum, skipaður þeim Haraldi Davíðssyni söngvara og gítarleikara, og Héðni Björnssyni kontrabassaleikara. Þeir hafa að mestu spilað rólegheita-tónlist, þar sem túlkunin er oft frjáls, en bæta stundum við sig hljóðfæraleikurum og gefa þá aðeins í. Í þetta sinn verður ekki ljóst hver fjöldinn verður í Mogadon fyrr en á síðustu stundu, en víst er að kvöldstundir undir tónum þeirra hafa ávallt þótt notalegar. Hljómsveitin Mogadon kom einnig fram á Norðurljósablús í fyrra.

Mæðusveitin Sigurbjörn var stofnuð eftir Blúshátið 2006 og er því að verða fimm ára gömul. Stofnendur voru Björn Sigfinnsson söngvari og þrír Sigurðar: Guðnason, Ö. Hannesson og Kr. Sigurðsson. Fyrir rúmu ári bættist síðan fjórði Sigurður við, þ.e. Mar Halldórsson. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru allir komnir nokkuð til ára sinna (misjafnlega mikið þó) eru þeir hættir að gera sér vonir um alþjóðlega frægð og spila því aðallega sjálfum sér til gleði og vona að aðrir hafi einhverja ánægju af í leiðinni. Sveitin spilar aðallega léttan blús og getur brugðið sér í rokkið þegar fjör færist í leikinn. Mæðusveitin Sigurbjörn hefur spilað á öllum Norðurljósablúshátíðum síðan hún var stofnuð og hefur auk þess komið fram á nokkrum tónleikum bæði hér heima og í næstu nágrannabyggðum.

Hljómsveitin Blues Wayne var stofnuð veturinn 2010 og starfar oftast undir nafninu Bruce Willis en því var breytt í anda Blúshátíðar. Hljómsveitin var upprunalega stofnuð til þess að spila undir í undankeppni Heppuskóla fyrir söngvakeppnina Samaust. Elvar Bragi Kristjónsson sá um gítarinn, Valur Zophoníasson sat við trommusettið og Aron Martin Ágústsson spilaði á bassa á meðan Hafþór Smári Imsland lék á gítar. Nýir meðlimir hafa svo bæst við sveitina en það eru þau Sólveig Morávek , sem spilar á þverflautu og Elías Tjörvi Halldórsson sem spilar á bassa. Valur, Elvar Bragi og Aron deila söngnum á milli sín. Blues Wayne snýst bara um það að hafa gaman og að spila, uppstilling hljómsveitarinnar er aukaatriði og meðlimir koma og fara eins og hentar hverju sinni. Hljómsveitin spilar tökulög og hefur verið að æfa þekkt og mjög fjölbreytt lagasafn fyrir hátíðina.

Vax

Mæðusveitin Sigurbjörn

Bjarni Tryggvason

Svartar sálir

Mogadon

Blues Wayne

Víkingasveitin

ATVINNAAfleysing á bæjarskrifstofu HornafjarðarFjármála- og framkvæmdasvið óskar eftir starfskrafti í afleysingu á bæjarskrifstofu Hornafjarðar sumarið 2011. Starfið er fjölbreytt og felur í sér almenna afgreiðslu, símsvörun, skráningu reikninga o.fl. sambærilegt. Launakjör taka mið af kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og er skilgreint sem skrifsstofumaður II. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjónustustörfum, haldbæra tölvukunnáttu, vera lipur í samskiptum og hafa góða þjónustulund.

Umsóknareyðublöð Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu bæjarfélagsins og á http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/Umsoknir/nr/2915

Einnig má skila inn rafrænt á netfangið [email protected]. Skila ber umsóknum fyrir 7. mars nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri fjármála- og framkvæmdasviðs í síma 470 8003

Höfn 10. febrúar 2011 Haukur Ingi Einarsson Fjármála- og framkvæmdasvið

Íbúð óskast til leiguÍbúðarhús eða rúmgóð íbúð óskast til leigu fyrir 4ra manna fjölskyldu.Örugg leiga. Upplýsingar hjá Fasteignasölunni INNI

Page 6: Eystrahorn 8. tbl. 2011

6 EystrahornFimmtudagur 24. febrúar 2011

FOSSHÓTEL / SIGTÚN 38 / 105 REYKJAVÍKSÍMI: 562 4000 / FAX: 562 4001

E-MAIL: [email protected]

V I N A L E G R I U M A L LT L A N D

ALLT KLÁRTFYRIR ÞÍNA HEIMSÓKN

Fosshótel vinalegri um allt land

R E Y K J A V Í K :

Fosshótel Barón

Fosshótel Lind

V E S T U R L A N D :

Fosshótel Reykholt

N O R Ð U R L A N D :

Fosshótel Dalvík

Fosshótel Laugar

Fosshótel Húsavík

A U S T U R L A N D :

Fosshótel Vatnajökull

Fosshótel Skaftafell

S U Ð U R L A N D :

Fosshótel Mosfell

Gisting í tveggja manna herbergi með baði ásamt glæsilegu morgunverðarhlaðborði á aðeins 9.000 kr. Bókaðu núna í síma 435 1260

Góutilboð á Fosshótel Skaftafelli

Góuhóf í ÖræfumOkkar árlega Góuhóf verður haldið í Hofgarði laugardaginn 5. mars n.k.Veislustjóri: Níels Árni Lund Kokkur: Benedikt Jónsson Hljómsveit: Grétar Örvarsson & Bjarni AraHúsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:30Miðaverð kr. 6000.-Vinsamlegast pantið miða fyrir miðvikudaginn 2. mars, í síma hjá Bjarna Sigga 663-6395 eða með tölvupósti [email protected] þar sem nafnalisti og símanúmer komi fram.

Heimamarkaðurinn verður í Pakkhúsinu á laugardag frá 13-16. Nemendur í 6. bekk verða ásamt foreldrum með kaffisölu í fjáröflun fyrir skíðaferð.Hvetjum alla til líta við á laugardaginn.

VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR

SPENNANDI SUMARSTÖRF Í STÓRBROTNU UMHVERFI

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf.

Um er að ræða landvörslu, móttöku og upplýsingagjöf, afgreiðslustörf í veitingasölu, ræstingar og almenn verkamannastörf.

• Skaftafell: Landverðir, starfsfólk í móttöku og upplýsingagjöf, veitinga- sölu, ræstingu og almenn störf.

• Lónsöræfi: Landvörður.

• Höfn í Hornafirði: Landvörður.

• Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í móttöku og upplýsingagjöf, í ræstingu og almenn störf.

• Herðubreiðarlindir, Drekagil og Askja: Landverðir og skálaverðir í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar.

• Snæfellsstofa á Skriðuklaustri: Starfsfólk í móttöku og upplýsingagjöf, veitingasölu, ræstingar og almenn störf.

• Snæfell og Kverkfjöll: Landverðir og skálaverðir í samvinnu við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs.

• Hvannalindir: Landvörður.

• Hólaskjól, Nýidalur og Lakagígar: Landverðir.

Ofangreind störf eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands.

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um. Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað starfsmanna má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs; www.vjp.is og hjá þjóðgarðsvörðum á viðkomandi svæðum.

Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars n.k. og skulu umsóknir sendar á netfangið: [email protected] eða í pósti merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.

PORT

hön

nun

Góunefndin

Page 7: Eystrahorn 8. tbl. 2011

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Námskeið um réttindi lífeyrisþega

Réttindi lífeyrisþega

Starfsfólk Tryggingastofn-unar kynnir núgildandi reglur og hvaða þættir hafa áhrif á réttindi og greiðslur hjá Tryggingastofnun. Sérfræðingar bankans fara síðan yfir skattamál tengd lífeyrissparnaði.

Námskeiðin hefjast kl. 20 og eru öllum opin. Boðið er upp á léttar veitingar.

Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld

Námskeiðin eru hluti af röð fjármálanámskeiða sem Landsbankinn hefur boðið upp á frá árinu 2006. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin.

Skráning og nánari upplýsingar á vef bankans og í síma 410 4000.

Farið verður yfir núgildandi reglur á

réttindum og greiðslum lífeyrisþega hjá

Tryggingastofnun.

3. mars – Hornafjörður – Ekra, Víkurbraut

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 8: Eystrahorn 8. tbl. 2011

mar

khon

nun.

is

Birt

með

fyrir

vara

um pr

entv

illur

og m

ynda

víxl.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.isMjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

Tilboðin gilda 24. - 27. feb. eða meðan birgðir endast

KOMDU VIÐ Í NETTÓ

1.499kr/kg

áður 2.489 kr/kg

1.498kr/kg

áður 2.196 kr/kg

LAMBALÆRISSNEIÐARFERSKAR

LONDONLAMB

MELÓNURDEL SAPO

LAMBARIB-EYEFERSKT

50%afsláttur

32%afsláttur

1.999kr/kg

áður 3.998 kr/kg

229kr/kg

áður 458 kr/kg

98kr/stk.

áður 259 kr/stk.

PASSIONATA PIZZASALAMI 300G 40%

afsláttur

Ljúffengar sveitasultur við öll tækifæri á 30% afslætti!

APRÍKÓSU–400G KÓNGA–400G

BERJA–400G

JARÐARB.–400G

RIFSBERJA–400G

HINDBERJA–400G

APPELSÍNU–400G

RABABARA–400G

BLÁBERJA–400G

FRÁBÆRT VERÐ