ferðablaðið 3. tbl 2012

16
Á takið Ísland allt árið hefur gengið vel. Við erum þar leggja áherslu á vetrartímann og teljum okkur sjá umtalsverða aukningu. Icelandair er mikilvæg- asti hlekkurinn í íslenskri ferða- þjónustu og veruleg aukning var hjá okkur síðasta vetur og sama er uppi á teningnum nú. Áherslan í þessu er á tímabilið frá hausti til vors en er ekki mjög stór hluti þess sem við verjum í kynningar og auglýsingar úti í heimi, en er engu að síður að skila góðum árangri. Það eflir íslenska hagkerfið og þar á meðal ríkissjóð, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í samtali við Ferðablaðið. Minnka sveiflurnar „Það er erfitt að vera í atvinnu- rekstri sem sveiflast jafnmikið og ferðamennskan eftir árstíðum. Þess vegna vorum við farnir að horfa til vetrarins áður en Ísland allt árið kom til, en með aðkomu ríkisins jókst krafturinn í því. Við reynum að minnka sveiflurnar eins og hægt er enda er það mjög hag- fellt fyrir fyrirtæki eins og okkur að það takist. Við þurfum líka að hafa tiltrú á því að við getum „selt“ Ísland hvort það er grænt gras eða snjór. Ferðamenn koma hingað til njóta íslenskrar náttúru og upplifa menningu okkar. Það er það sem við getum selt. Einu sinni var talað um að selja norðurljósin. Við erum að því núna og það eru líka tæki- færi í því að selja myrkrið þó Einari Benediktssyni hafi ekki dottið það í hug líka á sínum tíma. Við eigum svo margt sem kannski er of ná- lægt okkur til að við sjáum það. Við höfum mjög mikil tækifæri til þess að efla ferðamennsku á landinu allt árið um kring. Ísland selur sig ekki sjálft Ég tel ástæðu til að fagna því að rík- isvaldið skuli hafa verið þetta fram- sýnt að koma að þessu verki og hafa trú á því að þetta væri hægt. Þarna sá ríkið leið til aukningar tekna sem hefur verið að ganga eftir. Þetta er hægt, þegar rétt er að því staðið, en svo er hægt að gera aðrar ráðstaf- anir sem eyðileggja það jákvæða, sem byggt hefur verið upp og það sýnist mér vera í uppsiglinu. Ég er sannfærður um að það er rétt að auka tekjustofna hins opinbera með því auka ferðamennsku til landsins allt árið, en að vinna gegn því með hækkun núverandi skatta er óskiljanlegt. Þá er verið að fara þvert á eftirspurnina og ögra henni. Hún kemur ekkert sjálf- krafa þó skatturinn verði lækkaður aftur. Það er bara vinna og aftur vinna. Ferðamaðurinn vill stöðug- leika og veltir fyrir sér verðlagi og er mjög fljótur að snúa sér annað ef honum mislíkar,“ segir Björgólfur Jóhannsson. n FERðABLAðIð Þ J ó N U S T U M I ð I L L F E R ð A Þ J ó N U S T U N N A R Veitt í gegnum ís í hlýjum kofum »10 Vinsælar órhjólaferðir í Grindavík »10 September 2012 » 3. tölublað » 1. árgangur Samkvæmt könnun KPMG mun ferðamönnum á Íslandi fækka um tugi þúsunda og draga mun úr tekjum ríkisins ef stjórnvöld ákveða að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%. Aðilar úr ferðaþjónustunni sem Ferðablaðið ræddi við eru ósáttir við hugmynd stjórnvalda og segja hækkunina eiga eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. »4-8 Selja norðurljósin og myrkrið » Átakið Ísland allt árið hefur gengið vel en aukin skattheimta gæti sett strik í reikninginn: Alhliða skipulagning ráðstefna og funda www.congress.is - 585 3900 „Ég tel ástæðu til að fagna því að ríkisvaldið skuli hafa verið þetta framsýnt að koma að þessu verki og hafa trú á því að þetta væri hægt,“ segir Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Icelandair Group.

Upload: goggur

Post on 10-Mar-2016

236 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Þjónustumiðill ferðaþjónustunnar

TRANSCRIPT

Page 1: Ferðablaðið 3. tbl 2012

Átakið Ísland allt árið hefur gengið vel. Við erum þar að leggja áherslu á vetrartímann

og teljum okkur sjá umtalsverða aukningu. Icelandair er mikilvæg-asti hlekkurinn í íslenskri ferða-þjónustu og veruleg aukning var hjá okkur síðasta vetur og sama er uppi á teningnum nú. Áherslan í þessu er á tímabilið frá hausti til vors en er ekki mjög stór hluti þess sem við verjum í kynningar og auglýsingar úti í heimi, en er engu að síður að skila góðum árangri. Það eflir íslenska hagkerfið og þar á meðal ríkissjóð, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í samtali við Ferðablaðið.

Minnka sveiflurnar„Það er erfitt að vera í atvinnu-rekstri sem sveiflast jafnmikið og ferðamennskan eftir árstíðum. Þess vegna vorum við farnir að horfa til vetrarins áður en Ísland allt árið kom til, en með aðkomu ríkisins jókst krafturinn í því. Við reynum að minnka sveiflurnar eins og hægt er enda er það mjög hag-fellt fyrir fyrirtæki eins og okkur að það takist.

Við þurfum líka að hafa tiltrú á því að við getum „selt“ Ísland hvort það er grænt gras eða snjór. Ferðamenn koma hingað til að njóta íslenskrar náttúru og upplifa menningu okkar. Það er það sem við getum selt. Einu sinni var talað

um að selja norðurljósin. Við erum að því núna og það eru líka tæki-færi í því að selja myrkrið þó Einari Benediktssyni hafi ekki dottið það í hug líka á sínum tíma. Við eigum svo margt sem kannski er of ná-lægt okkur til að við sjáum það. Við höfum mjög mikil tækifæri til þess að efla ferðamennsku á landinu allt árið um kring.

Ísland selur sig ekki sjálftÉg tel ástæðu til að fagna því að rík-isvaldið skuli hafa verið þetta fram-sýnt að koma að þessu verki og hafa trú á því að þetta væri hægt. Þarna sá ríkið leið til aukningar tekna sem hefur verið að ganga eftir. Þetta er hægt, þegar rétt er að því staðið, en

svo er hægt að gera aðrar ráðstaf-anir sem eyðileggja það jákvæða, sem byggt hefur verið upp og það sýnist mér vera í uppsiglinu. Ég er sannfærður um að það er rétt að auka tekjustofna hins opinbera með því auka ferðamennsku til landsins allt árið, en að vinna gegn því með hækkun núverandi skatta er óskiljanlegt. Þá er verið að fara þvert á eftirspurnina og ögra henni. Hún kemur ekkert sjálf-krafa þó skatturinn verði lækkaður aftur. Það er bara vinna og aftur vinna. Ferðamaðurinn vill stöðug-leika og veltir fyrir sér verðlagi og er mjög fljótur að snúa sér annað ef honum mislíkar,“ segir Björgólfur Jóhannsson. n

ferðablaðiðÞ j ó n u s t u m i ð i l l f e r ð a Þ j ó n u s t u n n a r

Veitt í gegnum ís í hlýjum kofum »10

Vinsælar fjórhjólaferðir í Grindavík »10

s e p t e m b e r 2 0 1 2 » 3 . t ö l u b l a ð » 1 . á r g a n g u r

Samkvæmt könnun KPMG mun ferðamönnum á Íslandi fækka um tugi þúsunda og draga mun úr tekjum ríkisins ef stjórnvöld ákveða að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%. Aðilar úr ferðaþjónustunni sem Ferðablaðið ræddi við eru ósáttir við hugmynd stjórnvalda og segja hækkunina eiga eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. »4-8

Selja norðurljósin og myrkrið» Átakið Ísland allt árið hefur gengið vel en aukin skattheimta gæti sett strik í reikninginn:

Alhliða skipulagningráðstefna og funda

www.congress.is - 585 3900

„Ég tel ástæðu til að fagna því að ríkisvaldið skuli hafa verið þetta framsýnt að koma að þessu verki og hafa trú á því að þetta væri hægt,“ segir Björgólfur Jóhannsson, for-stjóri Icelandair Group.

Page 2: Ferðablaðið 3. tbl 2012

Samkvæmt tölum frá fyrirtækinu Tax Free Worldwide versluðu Norðmenn mest ferðamanna hér á landi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þar á

eftir komu Bandaríkjamenn, Danir, Svíar, Þjóðverjar, Bretar og Frakkar. Gylfi Einars-son, viðskiptastjóri hjá Tax Free Worldwide, segir ekki miklar breytingar á milli ára og bendir á að Norðmenn versluðu einnig mest á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. „Hins vegar sjáum við að Bretar versluðu meira á tilteknu tímabili en í fyrra, enda hefur framboð á

flugferðum á milli Íslands og Bretlands aldrei verið meira. Hafa skal þó í huga að allir Íslen-dingar sem búsettir eru erlendis eru taldir með því landi sem þeir hafa búsetu í. Ef við skoðum hvað ferðamennirnir voru mest að kaupa á fyrri helmingi ársins þá tróna ull og minjagripir á toppi listans, og þar á eftir koma útivistarvörur, tískuvörur, úr og skartgripir. Verslun á helstu ferðamannastöðunum hefur aukist mikið og margir af þeim aðilum sem eru þar hafa stækkað búðirnar sínar og eru því að selja mun meira.“ n

Áform stjórnvalda um að hækka virðisaukaskatt á gistingu er ógnandi aðgerð. Stökkið er mikið og engum dylst að það mun hafa víðtæk áhrif. Fólk, sem starfar í ferðaþjónustu, er sannfært um að skaðinn af breytin-

gunum kunni að verða mjög mikill og ef það mat er rétt er nokkuð víst að tekjuaukning ríkissjóðs verður ekki í takt við það sem stefnt er að. Færð hafa verið rök fyrir því að þessu geti verið öfugt farið. Að tekjur ríkissjóðs verði jafnvel minni en þær eru nú.

Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein sem skiptir æ meira máli. Uppgangur hennar hefur verið mikill og framlag til almannasjóða er drjúgt. Ekki síst þess vegna er brýnt að ekkert verði gert sem skaðar það sem fyrir er og dregur úr áformum um áframhaldandi uppbyggingu og fjárfestingar. Viðkvæmt efnahagslíf okkar má ekki við að teknar verði rangar ákvarðanir sem skaða það sem mestu skiptir, það er öflun tekna og atvinnutækifæri.

Ríkisvaldið verður að sýna sanngirni og það má aldrei gera svona miklar breytingar fyrirvaralaust eða fyrirvaralítið. Það hreinlega gengur ekki og það er ósanngjarnt. Íslensk ferðaþjónusta hefur þegar varið fjármunum, orku og tíma í markaðssetningar fyrir næsta ár og jafnvel þar næsta ár. Hugmyndir um stórkostlega hækkun munu því hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækjanna því með öllu er óvíst að unnt verði að hækka verð á gistingu. Það stefnir því í mun lakari afkomu í fyrstu og síðan blasa við erfiðleikar.

Ferðaþjónustan nýtur þess nú að gengi íslensku krónunnar er henni hagstætt. Ráðist hefur verið í mikla uppbyggingu víða um land og margir hafa fórnað miklu. Bjartsýni hefur ríkt. Það ber að vona að ríkisstjórnin fari sér hægt, hlusti á röksemdir, geri ekkert í óðagoti og gæti þess að skaða ekki atvin-nugreinina og þá um leið sína eigin tekjustofna.

Sigurjón M. Egilsson

Sýnið sanngirni

Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfa 25 110 Reykjavíksími: 445 9000 Heimasíða: www.goggur.is netpóstur: [email protected] ritstjóri: Sigurjón M Egilsson ábm. aðstoðarritsjóri: Haraldur Guðmundsson Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Hjörtur Gíslason, Sigurjón M Egillson og fl. auglýsingar: [email protected] sími: 445 9000 Prentun: Landsprent. Dreifing: Farmur. Dreifing: Ferðablaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, fyrirtækja og þjónustuaðila í ferðaþjónustu. Ferðblaðið kemur út fimm sinnum á ári.

leiðari

ferðablaðiðÞ j ó n u s t u m i ð i l l f e r ð a i ð n a ð a r i n s

T Ú R I S T I

Tilboð fyrir túrista í Kaupmannahöfn

Lægsta fáanlega verðið á First Hotel Kong Frederik og morgunmatur í kaupbæti

Lestu meira á Túristi.is

2 september 2012

» Hóteleigandi vill laða að ferðamenn með frumlegum hætti:

Dorgveiði í gegnum ís í sérsmíðuðum smáhýsumB

oðið verður upp á dorgveiði í gegnum ís í sérsmíðuðum smá-hýsum á Vesturhóps-

vatni í Húnaþingi Vestra í vetur. Erling Ellingsen, hóteleigandi á svæðinu, hefur undanfarna mánuði unnið að þróun verk-efnisins. „Hugmyndin kom upp þegar ég fór að velta fyrir mér hvort ég gæti ekki nýtt mér eitthvað úr nærumhverfinu til að lengja ferðamannatímann. Í kjölfarið keypti ég mér ísbor og prófaði í vetur að veiða á vatninu með góðum árangri. Hins vegar fann ég fljótlega fyrir því hvernig kuldinn fer að segja til sín eftir dágóða stund úti á ísnum. Þá datt mér í hug að búa til litla veiðikofa sem yrðu dregnir út á ísinn, þar sem fólk gæti setið í skjóli, jafnvel við lítinn gasofn,“ segir Erling og bætir því við að í vatninu sé að finna stóran og bragðgóðan silung og að veiðin þar sé yfirleitt góð. Vesturhóps-vatn er staðsett 230 km frá Reykjavík og er sjö kíló-metrar að lengd og tveir og hálfur á breidd.

Erling segist ætla að nota haustið í að smíða kof-ana og stefnir á að klára þá fyrir áramót. Aðspurður

segist hann ekki vita til þess að boðið hafi verið upp á þessa þjónustu áður hérlendis, þ.e. dorgveiði á ís í sérsmíðuðum veiðikofum. „Menn hafa auð-vitað veitt í gegnum ís, en ég veit ekki til þess að menn hafi verið með svona litla veiðikofa sem hægt er að renna út á frosið vatn. Einnig langar mig að bjóða fólki upp á að láta matreiða og snæða fiskinn sem það veiðir á

hótelinu,“ segir Erling, en hann rekur Hótelið Borgar-virki, sem er í nágrenni vatnsins.

„Það er mín von að dorgveiðin muni draga fólk að svæðinu. Einnig hefur mér dottið í hug að bjóða upp á aðra afþreyingu tengda ísnum, eins og að bjóða fólki að ferðast á frosnu vatninu á sleða sem knúinn er með segli. Það vantar fjölbreyttari afþreyingu fyrir ferðamenn á veturna og því er mikilvægt að við sem störfum við ferðaþjónustuna nýtum okkur þá sérstöðu sem íslensk náttúru hefur upp á að bjóða og þróum nýjar leiðir í afþreyingu. Það þýðir ekki að láta stór hótel og gistiheimili standa auð átta til níu mánuði ári.“ n

Norskir ferðamenn versla mest

Þær Þjóðir sem versluðu mest Á fyrstu sex mÁnuðum 2012: 1. Norðmenn2. Bandaríkjamenn3. Danir4. Svíar5. Bretar6. Þjóðverjar7. Frakkar

Reykjavík 72%

Selfoss 11%

Vík 4%

Akureyri 2%

Kópavogur 6%

verslun Á fyrstu sex mÁnuðum 2012 eftir Þéttbýlisstöðum:

Page 3: Ferðablaðið 3. tbl 2012

+ Bókaðu núna á icelandair.is Vertu með okkur

Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallar skattar.

BÆTTU SMÁ PARÍS Í LÍF ÞITTVerð frá 20.800 kr.Þessi ferð gefur frá 1.800 til 5.400 Vildarpunkta aðra leiðina.

Melatorg er bara brot af heiminum Þér þykir kannski vænt um Vesturbæinn. En þér á eftir að þykja ógleymanlegt að rölta um torgin í París, setjast þar niður með bolla af hnausþykku súkkulaði og horfa á mannlífið. París er seiðandi og fjörug og rómantíkin blómstrar ekki síður á Signubökkum en í sólarlaginu vestur á Nesi.

ÍSLE

NSK

A S

IA.I

S IC

E 6

0434

08/

12

Page 4: Ferðablaðið 3. tbl 2012

4 september 2012

Ferðamönnum á Ís-landi mun fækka um tugi þúsunda og draga mun úr tekjum ríkisins ef fyrirhuguð hækkun stjórnvalda á virðis-aukaskatti á gistingu nær í gegn.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun KPMG á áhrifum breytinga á virðisauka-

skattslögum sem hugsanlega verða lagðar fram í fjármála-frumvarpi 2013. Gert er ráð fyrir hækkun á virðisaukaskatti úr 7% í 25,5% og að hún verði komin á um

mitt næsta sum-ar. Könnun KPMG byggir á gögnum frá 35 hótelum og gististöðum sem samanlagt áttu um 80% af heildarveltu í hótelrekstri á landinu árið 2011. Samkvæmt út re i k n i n g u m

fyrirtækisins á þeim gögnum getur íslensk ferðaþjónusta ekki starfað í óbreyttri mynd ef virðisauka-skatturinn verður hækkaður. Þá

skiptir engu máli hvort gistiaðilar tækju sjálfir á sig hækkunina, hún yrði sett út í gistiverð, eða henni yrði skipt jafnt á milli gistiaðila og viðskiptavina.

Skelfilegar afleiðingarErna Hauksdóttir, framkvæmda-stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir niðurstöður könnunarinnar ekki koma sér á óvart og að þær séu í takt við það sem samtökin hafi sagt frá því málið kom fyrst upp í fjölmiðlum í ágústbyrjun. „Við hjá Samtökum ferðaþjón-ustunnar höfum mótmælt þess-ari hækkun harðlega og sagt að atvinnugreinin þoli hana ekki, hvernig sem reiknað er. Könnunin sýnir svart á hvítu að ef stjórnvöld ákveða að fara þessa leið munu af-leiðingarnar verða skelfilegar. Þar get ég nefnt sem dæmi spá KPMG um að flugfarþegum til landsins muni fækka um 40.000. Samt sem áður notaðist fyrirtækið við mjög varfærna útreikninga og gerði einungis ráð fyrir helmingi minni áhrifum en nágrannalönd okkar hafa reiknað með.“

Hún segir það óskiljanlegt hvern-ig stjórnvöld fái það út að rúmlega 17% hækkun á virðisaukaskatti hafi engin áhrif á eftirspurn eftir gistirými hér á landi, eins og haldið hefur verið fram. „Ef að stjórnvöld hafa verið á þeirri skoðun að af-

koma greinarinnar væri með þeim hætti að hún gæti tekið á sig þessa hækkun þá sýnir könnunin að greinin yrði rekin með tapi miðað við núverandi af-komu hennar.

Hækkunin mun einnig skila ríkinu minni tekjum heldur en við núverandi fyrir-komulag. Því er öllum til hagsbóta að horfa frekar til uppbyggingar í ferðaþjónustu í stað aukinnar skattheimtu. Sem dæmi má nefna var tekjuskattur starfsfólks Ice-landair Group sjö milljarðar í fyrra og skilaði tveimur milljörðum meira í ríkiskassann en árið 2009. Þessar auknu tekjur ríkisins náðust vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu. Það er með þessum leiðum sem við eigum að skila ríkinu meiri tekjum, með auknum umsvifum sem eru sprottin af vel heppnuðum mark-aðsherferðum. Ef við ætlum að halda áfram að þróa og efla þessa atvinnugrein þá getum við ekki verið með allt önnur skattþrep en okkar helstu samkeppnislönd.“

Hækkunin hefði áhrif víðaErna bendir á að í þessu samhengi megi ekki einungis horfa til áhrifa hækkunarinnar á rekstur hótela,

heldur verði einnig að horfa til áhrifa henn-

ar á fjölmargar tengdar greinar. „Það verður veru-legur samdráttur hjá flugfélögum, bílaleigum, ferða-

skrifstofum, veit-ingahúsum, sam-

göngufyrirtækjum og verslunum, og svo

mætti lengi telja, enda teygir ferðaþjónustan anga sína inn í fjölmargar atvinnugreinar.“

Ýmsir aðilar innan ferðaþjónust-unnar hafa gagnrýnt þann stutta fyrirvara sem ferðaþjónustunni er gefinn með þessum fyrirhuguðu breytingum. Að mati Ernu er 18-20 mánaða fyrirvari algjört lágmark. Hún bendir á að á næstu þremur mánuðum verða haldnar fjölmarg-ar ferðasýningar víðs vegar um heim þar sem íslensk ferðaþjón-ustufyrirtæki ætla að kynna það sem hér er í boði. Hún nefnir sem dæmi ferðasýninguna Vestnor-den, þar sem Ísland, Færeyjar og Grænland munu kynna vörur og þjónustu.

„Það gefur auga leið að öll slík kynningarvinna er hulin algjörri óvissu í núverandi ástandi. Núna eru fyrirtæki innan samtakanna búin að skipuleggja næsta ár og því er ekkert hægt að skella þessu

fram með þessum fyrirvara. Hins vegar er þessi hækkun svo mikil að ég efast um að það sé til sú atvinnugrein hér á landi sem gæti hækkað verð sitt um rúmlega 17% og komið út í plús.“

Horfi frekar á svörtu atvinnustarfseminaSamtök Ferðaþjónustunnar hafa ráðlagt stjórnvöldum að einbeita sér frekar að svartri atvinnustarf-semi innan greinarinnar enda fullyrðir Erna að stærstur hluti af þeim íbúðum sem leigðar séu út til ferðamanna séu óskráðar. „Það sýndum við fram á í fyrra með könnun á umfangi svartrar atvinnustarfsemi innan ferða-þjónustunnar.

Þessi hugmynd um að hækka virðisaukaskattinn er því með öllu óskiljanleg og kom okkur á óvart því við höfum á undanförnum misserum átt í mjög góðu sam-starfi við stjórnvöld um að fjölga ferðamönnum yfir veturinn með átakinu Ísland allt árið. Í kjölfarið komu rúmlega 40.000 fleiri ferða-menn til landsins í vetur heldur en á sama tíma á síðasta ári. Með slíkri samvinnu og samstilltu átaki gegn svartri atvinnustarfsemi getum við aukið bæði tekjur ríkisins og ýmissa fyrirtækja. Þannig náum við bestum árangri.“ [email protected]

» Hækkun á virðisaukaskatti myndi gera hótel órekstrarhæf og skila ríkinu minni tekjum:

Ferðaþjónustan yrði rekin með tapi

Erna Hauksdóttir.

kk

un Á virðiSaukaSka

tt

i

Page 5: Ferðablaðið 3. tbl 2012

Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það að framkvæmdin á þessari fyrirhuguðu hækkun á virðisauka-skatti á gistingu er fyrir neðan allar hellur,“ segir Davíð Torfi Ólafs-son, framkvæmdastjóri Fosshótela, sem reka níu hótel hringinn í kringum landið.

Hækkun á virðisauka-skatti úr 7% í 25,5%, og hinn stutti fyrirvari sem okkur í ferðaþjón-

ustu er gefinn, munu skaða ferða-þjónustuna og væntanlega skila minni tekjum í ríkissjóð þegar upp er staðið,“ segir Davíð.

Of stuttur fyrirvari„Stjórnvöld hafa sett stefnuna á að taka ákvörðun um hvort af þess-ari breytingu verður í desember, og hækkunin tæki þá gildi 1. maí á næsta ári. Það sér hver maður að sá fyrirvari er alltof stuttur. Við hjá Fosshótelum erum búin að gera verðsamninga fyrir næsta ár og ef hækkunin gengur í gegn þá munu dynja yfir okkur afbók-anir og þessi vaxandi straumur erlendra ferðamanna til landsins dragast saman. Fyrirtæki og að-ilar í íslenskri ferðaþjónustu verða einfaldlega að fá lengri aðlögunar-frest ef stjórnvöld eru ákveðin í að fara í þessar breytingar. En þangað

til þetta kemst á hreint lifum við í algjörri óvissu,“ segir Davíð.

Hann undirstrikar skoðun sína að fyrirhuguð hækkun á

virðisaukaskatti muni skila minni tekjum í þjóðarbúið heldur en greinin skilar með núverandi fyrir-komulagi virðisaukaskatts. „Stjór-

nvöld þurfa að gera sér grein fyrir þeim gríðarlegu tekjum sem ferða-þjónustan er að skila og hvernig fyrirhuguð hækkun getur haft

öfug áhrif þegar kemur að ríkis-kassanum. Ráðamenn verða að spyrja sig hvort sé hagkvæmara að breyta vaskinum eða halda áfram að byggja þessa atvinnugrein upp.

Óvissan farin að segja til sínAð sögn Davíðs er sú óvissa sem kom upp í kjölfar þess að áður-nefnd áform ríkisstjórnarinnar láku í fjölmiðla, í byrjun ágústmán-aðar, strax farin að hafa áhrif. „Við hjá Fosshótelum erum farin að fá fjölmargar fyrirspurnir frá við-skiptavinum okkar og þeir hafa lýst yfir miklum áhyggjum af þessum breytingum. Margir þeirra hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að ef af þessari hækkun verður þá þurfi þeir að endurskoða allar bók-anir fyrir næstu ár og hugsanlega minnka þær niður. Það eru alveg hreinar línur að við þurfum að taka stóran hluta af þessu á okkur. Þrátt fyrir fyrirvara í samningum þá er enginn kaupandi tilbúinn að kyngja 17% hækkun fyrirvara-

laust, um eitthvað sem þegar er búið að semja. Ef það

á að hleypa þessum hækkunum út í

gistiverð þá mun draga hér úr bók-unum. Sá hagn-aður sem greinin er að berjast við að ná út úr þessu

stutta tímabili sem ferðamannatíminn

er yfir sumarið, verður þá farinn, og menn

komnir út í volæðisrekstur. Á endanum mun ríkið hafa minna upp úr krafsinu en við núverandi fyrirkomulag.“ n

september 2012 5

„Það er ekkert óeðlilegt að ferða-þjónustan borgi skatta. Hins vegar þarf að gæta þess að skattheimtan verði ekki þannig að hún skili minni tekjum fyrir bæði ríki og hótel-eigendur. Mér finnst vanta, í ljósi þess hversu lítill innanlandsmark-aður á gistingu er hér í Reykjavík, að yfirvöld líti á hann sem hvern annan útflutning, og passi þá að skatt-heimtan sé ekki hærri hér á landi heldur en í samkeppnislöndunum,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórnaformaður tón-listar- og ráðstefnuhússins Hörpu, og fyrr-verandi stjórnarformaður Icelandair hótela, aðspurður um skoðun sína á fyrirhugaðri hækkun á virðisaukaskatti á gistingu.

„Ef yfirvöld vilja ná inn auknum tekjum úr ferðaþjónustunni þá myndi ég ráðleggja þeim að snúa sér fyrst að þeim fyrirtækjum og aðilum sem borga ekki skatta í dag, í staðinn fyrir að skattleggja enn frekar þá

sem eru heiðarlegir og gefa allt upp. Við vitum að stór hluti af ferðaþjón-ustunni er utan skattkerfisins og að innan hennar er mikið um svarta atvinnustarfsemi, ekki síst í gist-ingu.“

Pétur segir að vegna starfs síns hafi hann miklar áhyggjur af áhrif-um fyrirhugaðrar hækkunar á ráð-stefnuhald hér á landi og tekur undir með orðum Árna Gunnarssonar, for-manns Samtaka ferðaþjónustunnar,

sem sagði að það yrði erfiðara að koma Hörpu á kortið sem ráðstefnuhúsi ef af hækkuninni yrði. „Við hér í Hörpunni erum annars vegar að fjárfesta í innviðum fyrir ráðstefnuhald og hins vegar að leggja mikið í markaðssókn. Sama á um fjölmörg önnur ferðaþjónustu-fyrirtæki hér á landi og mér finnst að þessi iðnaður eigi að fá að blómstra áður en við förum í meiri skattheimtu en tíðkast í okkar samkeppnislöndum,“ segir Pétur.

Hann segir að fram að þessu hafi gengið vel að kynna Hörpu sem ráðstefnuhús er-lendis og að tekjur af ráðstefnuhaldi húss-ins séu nú á áætlun. „Við teljum okkur vera að ná góðum árangri. Húsið er vel þekkt víðast hvar í Evrópu og Bandaríkjunum og þar hjálpar margt til, s.s. glerhjúpur Ólafs Elíassonar og hinn frábæri hljómburður í tónleikasalnum. Það eru fáir spenntir fyrir því að halda viðamiklar ráðstefnur í hefð-bundnum ráðstefnumiðstöðvum, vilja frek-ar vera í glæsilegum arkitektúr og frábæru tónlistarhúsi. Hins vegar tekur þetta vissan tíma því það eru fáar ráðstefnur bókaðar með stuttum fyrirvara.“ [email protected]

» framkvæmdastjóra fosshótela líst illa á fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á gistingu:

„Lifum í algjörri óvissu“

„Fyrirtæki og aðilar í íslenskri ferðaþjónustu verða einfaldlega að fá lengri aðlögunarfrest ef stjórnvöld eru ákveðin í að fara í þessar breytingar,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Fosshótela.

» Pétur j. eiríksson ráðleggur yfirvöldum að einbeita sér að svartri atvinnustarfsemi:

Skattheimtan má ekki vera hærri en í samkeppnislöndunum

„Við hér í Hörpunni erum annars vegar að fjár-festa í innviðum fyrir ráðstefnuhald og hins

vegar að leggja mikið í markaðssókn.“

Pétur J. Eiríksson.

kk

un Á virðiSaukaSka

tt

i

Page 6: Ferðablaðið 3. tbl 2012

6 september 2012

» forstjóri icelandair Group segir mikið óráð hjá stjórnvöldum að hækka virðisaukaskatt á gistingu:

Hækkun fækkar ferðamönnum „Ég er alveg klár á því að tekjur ríkisins af hækkun virðisaukaskattsins verða minni þegar upp er staðið, en ef hann verður ekki hækkaður. Fækkun ferða-manna leiðir beint til þess með öllum þeim afleiðingum sem því fylgja. Það er ekki bara að tekjustofninn minnkar, starfsemi ferðaþjónustunnar minnkar, færra fólk fær vinnu, fjárfesting verður minni og svo framvegis,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í samtali við Ferðablaðið.

Það myndi skila ríkinu miklu meiri tekjum, beinum og óbeinum að örva ferðamennskuna í

stað þess að auka skattheimtu af henni. Hækkun virðisaukaskatts er með vitlausari aðgerðum sem ríkið gæti farið út í og þegar litið er kannski tíu ár fram í tímann minnkar potturinn með tilheyr-andi tekjutapi fyrir alla, einstak-linga, fyrirtækin og ríkissjóð og

atvinnustigið í landinu lækkar,“ segir Björgólfur.

Ég ræði við hann um þær fyrir-ætlanir stjórnvalda að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5% og hugsanlegar afleiðingar þess.

„Auðvitað er fyrir höndum tölu-verður vandi hjá ríkissjóði og þar þarf að leita tekna og skera niður kostnað, en við hefðum viljað vinna með þeim í því að finna tækifæri til að auka tekjurnar en ekki taka þessa áhættu á að þær minnki. Það er einfaldlega þannig

að miðað við reynsluna í þessu félagi sem tengist fyrst og fremst Icelandair og Flugfélagi Íslands er verulega mikil verðteygni hjá neytandanum. Hækkun um 1% þýðir einfaldlega fækkun um 1%. Þegar verð á þeim þáttum sem ferðamaðurinn kemur fyrst að, það er flugi og gistingu, hækkar, fækkar ferðamönnum í beinu sam-ræmi við hækkunina. Það er reynsla sem ekki er hægt að hrekja. Sagan segir það einfaldlega. Við í ferðaþjónust-unni erum hrædd við að hækkun þessarar þjón-ustu sem er til-tölulega ofarlega í neyslukeðju ferða-mannsins, næst á eftir fluginu, muni geta haft veruleg áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Undanfarin ár höfum við lagt mesta áherslu á að laða hingað fólk yfir veturinn og teljum okkur þar hafa góð tæki-færi. Hækkun á gistikostnaði mun fyrst bitna á þeirri starfsemi, frem-ur en sumrinu. Flugfélag Íslands hefur einnig fundið verulega fyrir hækkandi álögum hins opinbera á reksturinn og má þar til dæmis nefna tvöföldun kolefnisgjalds.

Gott átak sem skilar sér velVið höfum reyndar átt alveg frá-bært samstarf með ríkisstjórninni, fyrst með átakinu Inspired by Ice-land, þar sem stjórnvöld komu mjög

myndarlega að málum og tækifærin sem eldgosið í Eyjafjallajökli gaf voru nýtt til að auka hróður Íslands á erlendri grundu. Ég held að það hafi bara sýnt sig að það átak skilaði sér mjög vel. Síðan koma stjórnvöld einnig myndarlega að átakinu Ís-land allt árið. Það skýtur því skökku við að á sama tíma og við erum að berjast við það að fá fólk til að koma

frekar til Íslands en að fara eitthvað annað og fara

í því skyni í verulega fjárfestingu til að

auka umsvifin í starfseminni þannig að ríkið beri meira úr býtum en áður,

að þá skuli það koma og ætla sér

að skella á skatti, sem hefur verulega áhrif til

skamms tíma og svo áfram til lengri tíma. Okkur finnst þetta í besta falli undarlegt og mikið óráð að gera þetta í raun miðað við þær aðstæður sem við búum við í dag, vegna þess að við trúum að við get-um stækkað þessa köku, sérstak-lega yfir veturinn við núverandi aðstæður. Við sýndum það síðasta vetur og við sjáum það í eftirspurn-inni eins og hún er að fara inn í vet-urinn núna, að við eigum mjög góð tækifæri til þess að selja Ísland allt árið. En þau tækifæri munu minnka verulega við hækkun virðisauka-skattsins.“

Ekkert samráð haftHvað með aðferðafræðina, var

haft samráð við ykkur um þessi mál?

„Nei, það var ekki gert. Ég held að þessi áform hafi lekið út úr kerfinu og þannig komu þau upp á borðið til okkar. Auðvitað finnst manni það út af fyrir sig svolítið sérkennilegt. Maður vill ekki trúa að svona gerist þegar búið er að leggja á borðið hvaða áhrif það get-ur raunverulega haft. En pólitíkin er stundum þannig að maður getur ekki reiknað með öllu. Við höfum nú sagt okkar skoðun en erum ekki að setja þetta fram beinlínis til að gagnrýna ríkisstjórnina. Við erum bara að setja fram staðreyndir. Það er eins og menn vilji prófa þetta, sjá hver áhrifin verða, en staðreyndin er sú, að slík tilraun getur skaðað okkur til svo margra ára. Leiði þetta til samdráttar í eftirspurn, sem við teljum að reynslan sýni, þarf að fara í átak til að byggja upp aftur og það er bæði dýrt og fyrir-hafnarmikið.

Manni finnst líka mjög sérkenni-legt að engin aðlögun sé gefin að þessari fyrirhuguðu skattheimtu og í því felst ef til vill ákveðið þekkingarleysi á starfseminni og það kannski ýtir undir þá spurn-ingu af hverju þessi hugmynd hafi ekki verið rædd við þá aðila, sem eru að vinna í ferðamálunum. Hjá okkur er nú verið að vinna að því af fullum krafti að selja fyrir næsta sumar. Við erum búin að ráð-stafa allt að 70% af okkar hótel-herbergjum fyrir sumarið og þar liggur til grundvallar ákveðið verð og ákveðin skattlagning, sem á

Hjörtur Gíslason skrifar:[email protected]

kk

un Á virðiSaukaSka

tt

i

Sumarhús í Húsafelli við Klettsflöt 4. Ef þú vilt slappa af og þurfa ekki að hugsa um stóra lóð og mikið viðhald þá er þetta eignin. 22,2m2 sumarhús + ca. 8m2 svefnloft, heitt vatn, rafmagn, heitur pottur og sólpallur með skjólveggjum. Ekkert puð og vinna í 1.200 m2 gróinni leigulóð. Sundlaug, golf-völlur og verslun í mjög stuttu göngufæri og örstutt upp á jökul og Arnarvatnsheiði. Verð kr. 6.900.000,-

Allar nánari upplýsingar fást hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar í síma 586 8080.

Page 7: Ferðablaðið 3. tbl 2012

7

Við hvetjum stjórnvöld til að falla frá áformum um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og að þau kanni betur raunverulegar afleiðingar slíkra aðgerða.

að breytast núna. Við höfum sagt sagt að það sé nánast ógerlegt að breyta verðlagningunni eftir á og því verður hótelreksturinn að taka á sig þessa auknu álagningu. Af-koman hingað til hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir og ekki bætir þetta úr skák.

reynt að blekkja almenningÞað er einnig í öðru sem manni finnst gæta nokkurrar vanþekk-ingar á gangi mála. Virðisauka-skattur er gegnumstreymiskerfi og það kom fram hjá stjórnvöldum að endurgreiðsla til hótelrekstrarins væri meiri en skatturinn sem hann hefði skilað. Í eðli sínu er það þann-ig í grein sem er að vaxa og mikil fjárfesting er í. Við getum tekið fjárfestinguna sem við fórum í á gamla Loftleiðahótelinu, sem heitir nú Hótel Natura og á Marina niðri í bæ og Icelandair Hótelinu á Akur-eyri. Þar var um að ræða fjárfest-ingu langt fram í tímann en virðis-aukaskatturinn var endurgreiddur á einu ári. Það á svo eftir að skila virðisaukaskatti til ríkisins árum saman af þessari fjárfestingu. Því er það mjög villandi fyrir almenn-ing að stilla þessu upp eins og gert var af stjórnvöldum. Þar var reynt að blekkja fólk svo það héldi að það væri bara sanngjarnt að hækka skattinn. Þá er líka rétt að benda á að stærsti kostnaðarliður hótel-rekstrar er laun og þau bera ekki virðisaukaskatt. Sé fjárfestingin tekin út og horft á reksturinn þá er það sem við erum að rukka fyrir ríkið af sköttum og skyldum og

skila því í bullandi plús. Það er ekki eins við séum á meðgjöf frá ríkinu. Þvert á móti, við erum að skapa því miklar tekjur og það er bara gott.

Það má nefna annað í þessu, því þessu er svolítið stillt upp eins og einhverju hanaslag. Við séum bara að rísa upp á afturlappirnar og rífa kjaft við ríkið og hafna aukinni skattheimtu. Það er mjög mikilvægt fyrir starfsemi þessa félags að ríkis-sjóður sé sterkur og rekstur hans góður. Það hefur áhrif á kjör okkar á hinum alþjóðlega lánamarkaði hvernig ríkissjóður stendur. Þarna eigum við samleið með fjármála-ráðuneytinu og ríkisvaldinu.“

Hækkanir leiða til samdráttarHefur ríkisstjórnin að þínu mati ekki nægilegt samráð við atvinnu-vegina þegar kemur að lagasetn-ingum sem geta haft veruleg áhrif á afkomu viðkomandi atvinnu-greinar?

„Þegar uppi voru hugmyndir um aukningu tekna ríkisins af Keflavíkurflugvelli fyrir um þrem-ur árum, vorum við í mjög góðu sambandi við fjármálaráðuneytið. Þá vorum við í svipaðri baráttu og núna og reyna að sýna fjármála-ráðherra fram á að án aukinnar gjaldheimtu myndi kakan stækka svo mikið að ríkissjóður yrði betur

staddur eftir á. Þá áttum við ágæt samskipti við stjórnkerfið, sem hlustaði á rök okkar og ég er sannfærður um að þá hafi verið farin rétt leið með því að auka ekki gjöldin. Við gátum bent á hvernig fór hjá Írum og Hollendingum sem hækkuðu gjöldin á flugvöllunum, sem leiddi til mikils samdráttar. Alls staðar þar sem menn hafa reynt að auka gjöldin á einhverja meginþætti ferðaþjónustunnar hefur það leitt til samdráttar. Nýj-asta dæmið er hækkun á gjöldum á hótel í Danmörku, sem hefur nánast leitt til hruns. Þetta eru ekki flókin fræði, þetta er bara

svona. Ferðamenn eru alls staðar viðkvæmir fyrir verðhækkunum. En það eru ekki einstaklingarnir sem bregðast fyrst við, heldur eru það ferðaskrifstofurnar sem ráða ferðinni. Þegar þær heyra af svona fyrirætlunum fara þær strax að leita að öðrum mögu-leikum og hafna Íslandi.

Annars höfum átt gott samstarf við núverandi stjórnvöld frá því þau tóku við völdum. Það hefur allt gengið mjög vel. Nú virðist annað uppi á teningnum hvort sem það er vísvitandi eða ekki. Þetta á allt eftir að koma betur í ljós,“ segir Björgólfur Jóhannsson. n

„Hækkun virðisaukaskatts er með vitlausari aðgerðum sem ríkið gæti

farið út í og þegar litið er kannski tíu ár fram í tímann minnkar potturinn með tilheyrandi tekjutapi fyrir alla,

einstaklinga, fyrirtækin og ríkissjóð og atvinnustigið í landinu lækkar,“

segir Björgólfur Jóhannsson, for-stjóri Icelandair Group.

58 - 17 - 0 - 4680%40%

CMYK útgáfaAÐALFUNDURSAMTAKA FERÐAÞJÓNUSTUNNARHilton Reykjavík Nordica, 22. mars 2012

DAGSKRÁ:kl.9:00-12:00FUNDIR FAGHÓPA

Afþreyingarfyrirtæki Ferðamennska á hálendinu. Framboð og þróun á afþreyingu í ferðaþjónustu

Bílaleigur Öryggismál. Samskipti bílaleigufyrirtækja og annarra ferðaþjónustuaðila

Ferðaskrifstofur Verkfærakista í markaðsmálum. Þjónustugæði. WOW air, hvað er framundan?

Flugfélög Routes Developement Fund

Gististaðir Þróun gistingar. Tækifæri í ferðaþjónustu. Forsendur fjárfestinga

Hópbifreiðafyrirtæki Trackwell kerfið. Rekstrarumhverfi hópbifreiða

Veitingastaðir Lykiltölur í veitingarekstri. Mikilvægi hönnunar

kl. 13:00-15:15AÐALFUNDUR

Setning, Árni Gunnarsson, formaður SAF.

Ávarp, Oddný G. Harðardóttir, ráðherra ferðamála

Marketing to high net worth travellersStuart Shield, MD International Hotel Awards

ÍSLAND ALLT ÁRIÐEr þolmörkum yfir sumartímann náð? Staðan – hvað þarf að gera?Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræði HÍSævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bændaGunnar Rafn Birgisson, framkvæmdastjóri Atlantik

Almenn aðalfundarstörf skv. lögum SAF

Kvöldverðarhóf félagsmanna

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar er opinn fulltrúum frá aðildarfélögum SAF og eru nánari upplýsingar um aðalfundinn á heimasíðunni www.saf.is.

SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAReru hagsmunasamtök fyrirtækja í ferðaþjónustu og geta öll fyrirtæki eða einstaklingar sem hafa með höndum rekstur á sviði ferðaþjónustu sótt um aðild. Samtökin voru stofnuð 11. nóvem-ber 1998 og hafa því starfað nú í 13 ár. Megintilgangur samtakanna er að gæta sameiginlegra hagsmuna félaganna og vinna að því að fyrirtækin búi við starfsskilyrði sem gera þau samkeppnis-hæf og auka arðsemi í greininni. Starfsemi SAF felst því að mestu í almennri hagsmunagæslu, funda- og fræðslustarfsemi, gerð og túlkun kjarasamninga, markaðsstarfi, ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Samtök ferðaþjónustunnar hafa það í stefnu sinni að ferðaþjónustufyrirtæki verði arðbær og talin áhugaverður fjárfestingarkostur, enda búi þau við heilbrigða samkeppni og samkeppnishæf rekstrarskilyrði. SAF á aðild að Samtökum atvinnulífsins. Samtök ferðaþjónustunnarwww.saf.is

Page 8: Ferðablaðið 3. tbl 2012

Mývatnssveit að vetri til getur verið töfrum líkust. Þá klæðast tröllin í Dimmuborg-

um vetrarbúningi og frost og funi kallast á þegar gengið er um jarð-hitasvæðið við Leirhnjúk.

Ferðaþjónustan Hike & Bike mun bjóða upp á fjölbreyttar ferðir um svæðið í vetur fyrir ein-staklinga og hópa.

„Við bjóðum upp á gönguferðir, hjólaferðir, gönguskíðaferðir og ferðir á snjóþrúgum. Jafnframt höfum við gert þó nokkuð af því að útbúa skemmtilega viðburði fyrir starfsmannahópa, ratleiki og ýmiskonar uppákomur fyrir vina- og saumaklúbba,“ segir Ey-rún Björnsdóttir, leiðsögumaður og eigandi Hike & Bike.

vetrarríki við MývatnEyrún mælir með að fjölskyldur og vinahópar komi að vetrarlagi í Mývatnssveit. „Mörg hótelanna þar bjóða upp á ýmis pakkatilboð á gistingu og mat og fátt er betra í góðra vina hópi en að taka dekur-helgi í vetrarríkinu, stunda útivist, slaka á í Jarðböðunum og njóta góðra veitinga.“

Að sögn Eyrúnar eru vetrarferð-

irnar sérsniðnar að hópum miðað við áhugasvið þeirra og aðstæður hverju sinni. Yfir sumarmánuðina er boðið upp á daglegar brottfarir í 3-4 tíma göngu- og fjallahjóla-ferðir með leiðsögn, um rómaða náttúru Mývatnssveitar.

„Í þessum ferðum eru helstu kennileiti Mývatnssveitar heim-sótt, hverasvæði og gufusprung-ur skoðaðar, leitað að tröllum og öðrum kynjaverum, litið á rúg-brauðsholur og hleðslur gamalla gufubaða og slakað á í Jarðböðun-

um við Mývatn. Á sumrin leigjum við einnig út fjallahjól fyrir þá sem vilja halda á eigin vegum á vit ævintýra. Boðið er upp á hjól í ýmsum stærðum; barnahjól, tengihjól og barnastóla, þannig að öll fjölskyldan getur notið úti-vistar saman,“ segir Eyrún.

Lengri ævintýraferðir „Yfir sumartímann bjóðum við líka upp á lengri ævintýraferðir um leyndardóma norðausturhornsins. Má þar helst nefna fimm daga

fjallahjólaferð um stórfenglegt svæði Gjástykkis og Jökulsár-gljúfra. Haldið er úr Mývatnssveit norður með eldfjallinu Kröflu allt norður í Kelduhverfi þar sem gist er í bændagistingu. Næsta dag eru Jökulsárgljúfur heimsótt og hjólað um skemmtilega slóða í Ásheiði. Því næst er haldið um Þeistareykjaheiði og gist í fjalla-skála. Næsta dag er flottasta „Víti“ landsins skoðað en fáir vita af þessum magnaða sprengigíg sem teygir sig 75 metra lóðrétt niður

í iður jarðar – en það er svipað og hæð Hallgrímskirkju í Reykjavík á hvolfi. Síðasta daginn er hjólað umhverfis Mývatn, gervigígar skoðaðir, litið á hraunmyndanir við Höfða og í Dimmuborgum, áður en haldið er í Jarðböðin við Mývatn í slökun eftir fimm daga ferð um einstakt landsvæði sem fáir hafa farið um,“ segir Eyrún, og hvetur lesendur Ferðablaðsins til að koma og njóta íslenskrar náttúru með Hike & Bike allt árið um kring.

www.hikeandbike.is

Ævintýraferðir í allan vetur» skíðað, gengið og hjólað um fjölbreytta náttúru norðausturlands:

8 september 2012

Eyrún segir vetrarferðirnar sérsniðnar að hópum miðað við áhugasvið þeirra og aðstæður hverju sinni.

Fjöldi aðila og fyrirtækja hafa lýst því yfir, að þau geri sér grein fyrir því að hækkanir af þessu tagi

munu hafa gríðarlega neikvæð áhrif á aðsóknina, á fjölda ferða-manna og þá um leið tekjur

þjóðarinnar af fe rð a me n n s k -unni. Það sem mér finnst alvar-legast í þessu er að það skuli vera sú vanþekking eða lítilsvirðing á þessari atvinnu-grein til staðar í

fjármálaráðuneytinu, að mönnum detti í hug að slá svona fram, og ég tala nú ekki um ef þeim er alvara,“ segir Friðrik.

„Verðbreyting með þessum hætti út í markaðinn er túlkuð af alvöru fólki í þessari atvinnu-grein sem fullkomlega órökrétt og

heimskuleg. Þegar það svo bætist ofan á að þessi umræða fer út á markaðinn og ferðaheildsalar og umboðsaðilar Íslendinga, sem skipta hundruðum eða þúsundum erlendis, fara að spyrjast fyrir um hverju þetta sæti, eru svörin við því afskaplega rýr. Svo ganga sögur um það núna að ákveðið hafi verið inni í ráðuneytinu að henda þessu út til að sjá viðbrögðin. Ef svo er, er það í meira lagi vanhugsuð aðgerð, sem er þegar farin að valda skaða,“ segir Friðrik enn fremur.

Bitnar á vaxtar-sprotunumEn hverjar verða afleiðingar hækk-unar skattsins, verði hún að veruleika?

„Til skamms tíma myndi þetta leiða til þess að

skattstofninn minnki og mjög líklega meira en þessum áætluðu tekjum af honum nemur. Niður-staðan verður því neikvæð. Mest áhrifin af þessari skattheimtu leggjast svo eins og alltaf þyngst á þá sem verst standa. Það eru þessir dýrmætu vaxtarsprotar sem eru að spretta upp svo víða, sérstaklega úti á landi, sem mest verða fyrir

barðinu á þessu. Að þessu sögðu, geng ég út frá

því að þetta verði ekki að veruleika. Það

getur ekki verið, að svona vitleysa fari í gegnum f j á r l a g a n e f n d Alþingis. Þetta

er eins og slátra mjólkurkúnni. En

jafnvel bara fréttir

af því að svona hækkun vofi yfir er afar skaðlegt. Við höfum verið að reyna að sannfæra samstarfsaðila okkar erlendis að okkur væri alvara með Ísland allt árið og önnur sér-tæk átaksverkefni, en þetta hefur á sér yfirbragð þess að við vitum ekki hvert við ætlum að stefna.

Þetta kemur illa við þá sem hafa lagt allt sitt í að byggja upp heilsárs atvinnu úr ferðamennsk-unni; byggt up atvinnugrein, sem geti borgað þau laun að hún geti fengið til sín gott fólk og skapað þá atvinnu og atvinnuöryggi sem fólk er að sækjast eftir. Allt af þessum toga slær á möguleika og þar með áhuga fólks á að vinna að því markmiði. Svona skilningsleysi hjá stjórnvöldum vekur fólk til um-hugsunar um hvers vegna það sé að berjast í þessu.“

kasta ryki í augu almenningsEn hvað með þá fullyrðingu að ríkið hafi endurgreitt ferðaþjónustunni meira af virðisaukaskatti, en hún hafi skilað?

„Að kasta því fram að ríkið hafi endurgreitt ferðaþjónustunni meira í virðisaukaskatt en hún hafi greitt er bara hrein rökleysa. Þar er vísvitandi verið að senda frá sér rangar upplýsingar. Ef menn skilja eðli virðisaukaskatts, þá vita þeir að mismunur á inn- og út-skatti, hefur ekkert með þetta að gera. Þarna er vísvitandi verið að kasta ryki í augu almennings eða að vankunnáttan á því hvernig virðisaukinn virkar er svona alger. Þetta er innheimta af skatti fyrir ríkið, en ekki skattur á tekjur fyrir-tækjanna.

Eins og ég sagði áðan geng ég út frá því, að þessi endaleysa fari ekki í gegnum fjárlaganefnd Alþingis og því höldum við okkar striki og reynum að sannfæra viðskipta-vini okkar um að íslenskum stjórn- völdum sé alvara með að ferða-þjónustan á Íslandi muni búa við sanngjarnt samkeppnisumhverfi á við önnur lönd og því sé mönnum óhætt að halda áfram að selja ferðir til Íslands í góðri trú,“ segir Friðrik Pálsson. [email protected]

» friðrik Pálsson, hótelhaldari er ósáttur við fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á gistingu:

Órökrétt og heimskulegt„Ég held að það sé nokkuð ljóst að fá fyrirtæki í greininni myndu þola það að taka á sig hækkun virðisaukaskatts úr 7% í 25,5% sem þýðir að 15% yrðu klippt af gistitekjum þeirra. Þau myndu þá verða að setja þetta út í verðlagið,“ segir Friðrik Pálsson, hótelhaldari Hótels Rang-ár, í samtali við Ferðablaðið.

Friðrik Pálsson.

„Að kasta því fram að ríkið hafi endurgreitt ferðaþjónustunni meira í virðis-aukaskatt en hún hafi greitt er bara hrein rökleysa.“

kk

un Á virðiSaukaSka

tt

i

Page 9: Ferðablaðið 3. tbl 2012

september 2012 9

WWW.VARMA.IS

VELJUM ÍSLENSKT

EITTHVAÐ FYRIR ALLA

» stöðugur straumur ferðamanna með hverri draumahelginni af fætur annarri:

Frábært sumarsem endaði of snemmaM

ikill fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Ás-byrgi í sumar enda var veðrið á Norðaustur-

landi með eindæmum gott. Ævar Ísak Sigurgeirsson rekur Versl-unina Ásbyrgi og hann segist vera hæstánægður með sumarið og þakkar fyrir að veðrið var ekki eins og í fyrrasumar þegar íbúar landshlutans urðu vitni að einu lélegasta sumri síðustu áratuga. „Fyrstu hóparnir komu hingað um hvítasunnuhelgi í lok maí og mánuðina á eftir var stöðugur straumur ferðamanna með hverri draumahelginni af fætur annarri. Mér þótti nokkuð merkilegt að hingað komu fleiri erlendir ferða-menn á eigin vegum í stað þess að koma með skipulögðum rútuferð-

um. Viðskiptavinum okkar fækk-aði hins vegar snarlega í kringum 20. ágúst og hér varð einskonar spennufall,“ segir Ísak.

Hann telur að lengja hefði mátt ferðamannasumarið í Ásbyrgi með því að bæta úr vegamálum norð-anmegin við Dettifoss. „Stór hluti okkar viðskiptavina kemur hingað yfir malarvegina tvo norðanmegin við Dettifoss og eftir að þeir urðu óökufærir, í kjölfar mikilla þurrka í sumar, hefur ferðamannafjöldinn hér í Ásbyrgi verið í frjálsu falli. Yfirleitt hefur ferðamannastraum-urinn minnkað jafnt og þétt eftir því sem líður á haustið og þangað til fer að snjóa. En nú snýr fólk við því vegirnir eru ónýtir. Ég vil ganga svo langt að segja að þetta sé póli-tísk ákvörðun að enda sumarið

svona snemma, því það er ennþá fullt af fólki sem vill fara þessa leið en treystir sér ekki. Hins vegar skil ég vel að sumarið í ár var eitt það þurrasta á Norðausturlandi frá upphafi mælinga og því er lítið við-

hald á vegum hér á svæðinu skilj-anlegt, í ljósi þess hversu erfitt er að hefla vegina við slíkar aðstæð-ur. Við verðum bara að taka þessu og erum að sjálfsögðu ánægð með sumarið. Aðspurður segist Ísak

hafa þurft að fjölga starfsfólki í sumar en nú þegar skólarnir eru byrjaðir, og sumarstarfsfólkið farið, stendur hann einn vaktina frá morgni til kvölds. [email protected]

„Mér þótti nokkuð merkilegt að hingað komu fleiri erlendir ferðamenn á eigin vegum í stað þess að koma með skipulögðum rútuferðum.“

Page 10: Ferðablaðið 3. tbl 2012

10 september 2012

Skipuleggja sérferðir til fjarlægra áfangastaða

Gestamóttakan ehf – Your Host in [email protected] | www.gestamottakan.is

16 dagar á Seychelleseyjum í Indlandshafi12. til 28. apríl 2013

Dekurferð til Seychelleseyja!

Gestamóttakan heldur nú í annað sinn til Seychelles, sem er eyjaklasi í miðju Indlandshafi um 5° sunnan við miðbaug.

Þessi paradís lætur engan ósnortinn; blár himinn og haf, hvítar strendur og sandur eins og púður. Loftslagið er notalegt, hitinnn milli 24°C - 30°C allan ársins hring.

Íslenskur farastjóri sem þekkir vel til eyjanna ásamt þarlendri fararstjórn.

Takmarkaður fjöldi.

Algjör dekurferð.

Hafi ð samband við Gestamóttökuna s. 551 1730

Ferðaþjónustufyrirtæk-ið Gestamóttakan ehf. skipuleggur sérferðir til fjarlægra áfanga-

staða og nú er stefnan sett á Seychelles-eyjar í Indlandshafi. Fyrirtækið hefur starfað við ferðaskipulagningu undanfarin 18 ár, og þá einkum í kringum

ráðstefnuhald. „Starfsemi

fyrirtækisins hefur að mestu leyti verið hér innanlands en nú höfum við einnig bætt við skipulögðum

sérferðum með smærri hópa til Seychelles-eyja og Perú. Fleiri staðir eiga eflaust eftir að bætast við,“ segir Inga Sólnes, framkvæmdastjóri Gestamót-tökunnar.

Fyrirtækið er að sögn Ingu sprottið úr hennar eigin áhuga á ferðalögum. „Þetta byrjaði allt með því að ég fór að skipuleggja sérferðir með vinum og kunn-

ingjum sem heppnuðust afar vel. Síðan þá höfum við farið til Króatíu, Kenýa, Madeira og nú síðast í skemmtilega ævin-týraferð til Seychelles-eyja.“ Eyjarnar eru að hennar sögn algjör paradís, með púðursandi, himnesku veðri, fámennum ströndum, vanilluekrum og

vinalegum eyjaskeggjum. „Við ætlum þó að halda áfram með ráðstefnurnar en þetta er skemmtileg viðbót við okkar starfsemi og víkkar sjóndeildar-hringinn. Við stefnum á Perú og Indland í náinni framtíð og leggjum áherslu á fámenna og góðmenna hópa.“ n

Inga Sólnes.

Við leggjum áherslu á góðan búnað og öryggi, fjölbreytni og þjónustulund. Við viljum skila viðskiptavininum ánægðum á leiðarenda og þá er markmið-inu náði,” segir Jakob Sigurðs-son, starfsmaður fyrirtækisins Fjórhjólaævintýris í Grindavík í samtal við Ferðablaðið.

Ánægður viðskiptavinur er besta auglýsingin og það hefur skilað sér vel. Aðsóknin hjá okkur eykst stöðugt. „Við erum með 23

tveggja manna hjól núna og bætum síðan sjö við í september og verðum þá með 30 tveggja manna hjól í gangi og einn fjögurra manna buggy bíl,” segir Jakob.

Geta tekið hundrað manna hópaFyrirtækið býður bæði upp á fastar „áætl-unarferðir“ um nágrenni Grindavíkur og sérstakar ferðir fyrir hópa, allt að hundrað manns í einu. „Við erum bjóða margs konar ferðir yfir sumarið sem eru sniðnar að þörf-um útlendinga. Þær eru frá klukkutíma upp í 7 tíma og við sækjum þá fólk til Reykjavíkur ef þess er óskað og við getum svo tengt túr-inn við ferð í Bláa Lónið og flugvöllinn. Við erum svo með mjög svipaðan pakka fyrir Ís-lendinga, ferðir klukkan 10, 12, 14 og 17 alla daga í áætlun og loks bjóðum við upp á hópa, en þá er meiri sveigjanleik í tímalengd. Við gerum þá bara tilboð í hópinn og fólk getur ráðið tímanum sjálft. Þetta er mjög vinsælt hjá starfsmannahópum, vinahópum og fjöl-

skyldum. Starfsmannahóparnir eru að byrja um þessar mundir og fram á veturinn og svo fram á vorið. Starfsmannahóparnir taka líka hópefli oft inn í dæmið. Ef hóparnir eru mjög stórir getum við skipt þeim upp og haft afþreyingu af ýmsu tagi fyrir alla. Þannig getum við tekið hundrað manna hópa og jafnvel fleiri með því að vera með fleiri stöðv-ar. Við bjóðum þá upp á hellaskoðun, reið-hjól, hópefli og fleira sem hægt er að flétta saman. Við sjáum líka um ýmsa þætti aðra fyrir hópana, eins og að panta sali, rútur og fleira. Þannig þurfa menn bara eitt símtal til okkar og við klárum svo að skipuleggja allan pakkann fyrir þá. Við röðum þessu þá öllu saman án þess að taka sérstaklega fyrir það. Við bjóðum líka upp á nestispakka og hvað annað sem viðskiptavinurinn óskar eftir.“

Hvert er svo ekið á hjólunum?„Við keyrum eftir slóðakerfi sem er í aðal-

skipulagi Grindavíkurbæjar. Við erum því að keyra í sátt og samlyndi við alla og höfum undirskrifaðan samning við hestamenn vegna þessa. Þetta hefur því gengið mjög

vel saman vegna þess að allir sýna hvorum öðrum gagnkvæma virðingu og þá gengur þetta allt vel. Slóðarnir eru í kringum Grinda-vík, út á Reykjanes og austur í Krýsuvík. Við erum mjög góða aðstöðu fyrir þessa útgerð. Með um 100 galla og lokaða hjálma, hanska og stígvél og allan búnað fyrir fólk sem þörf er á. Við erum með upphitaða aðstöðu og höldum búnaðinum þurrum og hreinum.

Góð aðsókn í sumarÞetta er opið allt árið. Við erum með fasta áætlun alla daga og fólk þarf því yfirleitt ekki langan fyrirvara. Það eru alltaf starfs-menn á staðnum og má nánast segja að fólk geti einfaldlega bara mætt á staðinn og skellt sér á hjól en við mælum með því að fólk panti áður. Nálægðin við Bláa Lónið og Reykjavík er okkur í hag og svo er Suður-strandarvegurinn kominn. Við erum því komnir inn á hring á Reykjanesinu sem Reykvíkingar og nágrannar eru farnir að nota sér. Fólk er farið að leita í styttri ferðir vegna hás eldneytisverðs og blandar þessu

kannski saman við ferð í Lónið og borðar á einhverjum af þessum góðu veitingastöðum sem eru hér í Grindavík. Vinsældirnar eru því alltaf að aukast. Aðsóknin hefur verið mjög góð í sumar og starfsmannahópavertíðin fyrir sumarið var bara met hjá okkur og út-litið er gott fyrir haustið. Það er greinilegt að fólk fréttir af okkur og þá verður þetta eins og bolti sem rúllar áfram.

Yfir sumarið eru þetta meira útlendingar og lausatraffík og þá erum við með frekar margar ferðir yfir daginn og traffíkin dreifist vel yfir alla vikuna. Á veturna erum við meira með hópa og þá færist þetta nær helginni. Reyndar hefur aðsókn útlendinga verið að aukast verulega yfir veturinn tvö síðustu ár. Við finnum fyrir því að fólk kemur í styttri tíma með lággjaldaflugfélögunum og ferðast svolítið eins og við Íslendingar. Það ákveður bara þegar komið er á staðinn hvað eigi að gera. Þá fáum við mikla aðsókn með mjög stuttum fyrirvara, allt niður í klukkutíma.“

Hvernig komið þið ykkur á framfæri?„Við vinnum með ferðaskrifstofum í

miðbæ Reykjavíkur eins og ITM og ITA og við erum í bæklingum og kynningarefni hjá Allrahanda og erum að fara inn í bæklinga hjá Kynnisferðum og á Netið. Við kynnum okkur líka sjálfir með auglýsingablöðum og auglýs-ingum í blöðum fyrir starfsmannahópa og við erum líka í samstarfi við ferðaskrifstofur erlendis. Til þess að ná sambandi við þær notum við t.d Ferðaráðstefnuna VestNorden sem haldin er árlega á norðurlöndunum. Þar erum við bæði að styrkja tengsl við viðskipta-vini okkar og afla nýrra. Annars er besta aug-lýsingin að skila viðskiptavininum ánægðum heim. Ánægður kúnni er besta auglýsingin,“ segir Jakob Sigurðsson. [email protected]

» Grindvíkingar bjóða upp á ævintýraferðir á fjórhjólum og aðra afþreyingu allan ársins hring:

Útlendingum að fjölga yfir veturinn

Page 11: Ferðablaðið 3. tbl 2012

Opnunartími: sumar 9:00-24:00 Jarðböðin við Mývatn vetur 12:00-22:00 Jarðbaðshólum, 660 Mývatn sími 464-4411, [email protected] www.jardbodin.is

Átt þú leið um norðurlandið?Gefðu þér tíma til að slaka á...... komdu í JARÐBÖÐIN VIÐ MÝVATN

Slökun Vellíðan Upplifun

JARÐBÖÐIN VIÐ MÝVATN

Kaffi Kvika Alltaf heitt á könnunni, súpa dagsins, kökur og léttir réttir. Kíktu við á leið þinni um norðurlandið!

Page 12: Ferðablaðið 3. tbl 2012

» Gunnar valur sveinsson, verkefnastjóri hjá samtökum ferðaþjónustunnar, skrifar:

Fyrir hvern er strætóvæðing landsins?

» erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar, skrifar:

Starfshópur fjármálaráðu- neytis um skattlagningu, svarta atvinnustarfsemi o.fl.

12 september 2012

norræn samtök hópbifreiðafyrirtækja hafa hist tvisvar á ári undanfarin ár til að bera saman bækur sínar varðandi rekstrarumhverfi hópbifreiðafyrirtækja í hverju landi fyrir sig. fyrir utan hin hefðbundnu norðurlönd er eistland einnig með í hópnum og von á að fleiri eystrasaltslönd bætist í hópinn þegar fram líða stundir. Ísland var gestgjafi síðasta fundar sem fram fór föstudaginn 31. ágúst og var dagskráin mjög þétt. rætt var um innleiðingu ríkjanna á esB reglugerð 1370/2007 sem einnig er mikið hitamál hér á landi þar sem almenningssamgöngur eru að sækja inn á svið ferðaþjónustu í gegnum einkaleyfi innan svæðis og á milli svæða. fram kom að í öðrum löndum er mun meira frjálsræði í akstri með ferðamenn en stefnir í hér á landi. CO² svæði (low emisson Zone) í borgum evrópu voru rædd og skortur á sameignlegri skilgreiningu esB í þessum efnum sem gerir rekstraaðilum erfitt um vik að vita hvenær þeir eru innan löglegra marka og hvenær ekki. einnig var rætt um esB reglugerð um réttindi farþega í hópbifreiðum, beiðni Íslands um að bílstjórar geti ekið í 12 daga án hvíldardags, starfsemi erlendra hópbifreiðafyrirtækja í löndunum ásamt kannanir sem gerðar hafa verið um ánægju farþega í einkareknum al-menningssamgöngum. n

nýr vefur hefur verið tekinn í notkun fyrir verkefnið ÍslanD allt Árið og bjóðast þátttakendum nú aukin tækifæri til að koma upplýsingum um þjónustu sína á fram-færi. samtök ferða-þjónustunnar hafa lagt mikla áherslu á að sýnileiki þátttakenda verði aukinn og eru mun betri tækifæri til þess á þessum nýja vef en á hinum gamla sem var í raun ekki hannaður til þess. Breytingin mun líka mæta þörfum þeirra fjölmörgu sem skoða netið í spjaldtölvum og farsímum. www.inspiredbyiceland.is

» Ísland gestgjafi á fundi hópbifreiðafyrirtækja:

Norræn samtök hópbifreiðafyrirtækja hittust í Reykjavík

ÍSLAND ALLT ÁRIÐ – AUKINN SÝNILEIKI ÞÁTTTAKENDA

undafarið hefur verið mikil umræða um akst-ur almenningsvagna og þykir mörgum málið

ruglingslegt. Aukning á almenn-ingsakstri með það að markmiði að þjóna betur íbúum landsins er af hinu góða. Þessi þróun má þó ekki vera á kostnað reglubundinna ferða með ferðamenn sem kjósa að nýta sér virðisaukandi þjónustu. Engin aðgreining er í íslenskum lögum á akstri með almenning og akstri með ferðamenn. Þó segir í tilskipun Evrópusambandsins sem innleidd hefur verið hér á landi að almenningssamgöngur eigi ekki við þjónustu sem starfrækt er vegna sögulegs gildis eða vegna ferðamennsku. Samtök sveitar-félaga, sem eru með einkaleyfi á almenningssamgöngum, hafa nýtt sér skilgreiningaleysið og gengið hart á eftir því að banna ferðaþjónustuaðilum að aka innan svæðis með ferðamenn nema gegn greiðslu í vissum tilfellum. Einnig sýnir tímatafla Strætó að á veturna, þegar íbúar landsins þurfa mest á strætó að halda, þarf að panta hann á vissum leiðum

en á sumrin er sama leið ekin tvisvar á dag og því verður maður að spyrja um hvaða viðskiptavini strætóvæðingin snúist?

Miðað við lagaumhverfi í dag geta sveitarfélög og samtök þeirra í gegnum einkaleyfi ákveðið hvaða ferðamannaleiðir falla innan ramma laganna og hvaða ferða-mannaleiðir falla utan þeirra. Þau eru nú þegar að taka gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir að sinna virðisaukandi þjónustu sem fellur til innan svæðis og geta þar af leiðandi útilokað þau fyrir-

tæki sem ekki vilja greiða uppsett verð. Þetta mun hafa þau áhrif að ferðaþjónustufyrirtækin hafa síður bolmagn til að markaðssetja Ísland sem áfangastað og þróa nýjar leiðir þar sem einokun ríkir.

Forsvarsmenn Strætó hafa verið duglegir við að vekja athygli á kost-um almenningssamgangna ásamt því að benda á að strætóar séu öruggari í roki en rútur og að stand-andi farþegum sé heimilt að ferðast með strætisvögnum á milli byggða-laga, kjósi þeir að gera það. Þetta er gagnrýnivert þar sem strætis-vagnarnir eru lágir og hliðarvindur tekur því vagninn og feykir honum til þar sem vindurinn kemst ekki undir. Farþegum er einnig heimilt að standa í strætó sem er ámælis-vert og ætti það ekki að vera löglegt miðað við aðstæður hér á landi, sem eru mjög frábrugðnar aðstæðum í öðrum löndum. Það vill enginn sitj-andi farþegi fá standandi farþega yfir sig á fullri ferð.

Ljóst er að skýr aðgreining verður að vera í lögum um almenn-ingssamgöngur og nauðsynlegt er að skilgreina reglubundinn akstur með ferðamenn. Almenningssam-göngur eru sjálfsögð þjónusta og eiga bæði almenningur og ferða-menn að geta nýtt sér þá þjónustu. Á sama hátt verða ferðamenn og al-menningur að eiga val um að nýta sér virðisaukandi þjónustu til að komast á þá staði sem áhugaverðir eru þrátt fyrir að ekið sé samkvæmt tímatöflu. Sú þjónusta er best ef um hana ríkir opin samkeppni. n

Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að skipa starfs-hóp um skattlagningu ferðaþjónustugreina, þar

sem sérstaklega verða skoðuð áhrif þess að breyta álagningu virðisaukaskatts á gistiþjónustu. Ennfremur skal skoða sam-keppnisstöðu og leyfisveitingar og aðgerðir til að koma í veg fyrir undanskot frá skattgreiðslum og til að styrkja stöðu ferðaþjónust-unnar. Í hópnum verða fulltrúar fjármálaráðuneytis, iðnaðarráðu-neytis, innanríkisráðuneytis, ríkisskattstjóra og SAF, en full-

trúar SAF verða Erna Hauksdóttir og Kristófer Oliversson.

Ljóst er að með skýrslu KPMG hafa verið lögð fram gögn sem meta áhrif þess að hækka virðis-aukaskatt á gistingu úr 7% í 25.5% og mun skýrsla Hagfræði-stofnunar Háskóla Íslands, sem fjármálaráðuneytið hefur óskað eftir um sama mál, líta dagsins ljós næstu daga. Má því líta svo á að því verkefni sé lokið. Samtökin fagna þó þessum starfshópi sem vonandi tekur starta atvinnustarfsemi og leyfisleysi fyrirtækja föstum tökum. n

Ísland var gestgjafi síðasta fundar norræna sam-taka hópbifreiðafyrirtækja sem fram fór föstudag-inn 31. ágúst.

Erna Hauksdóttir.

Gunnar Valur Sveinsson.

Page 13: Ferðablaðið 3. tbl 2012

Hellaferð Skógafoss River rafting

Blue Ice tour

Iceland Excursions Allrahanda er alhliða ferðaþjónustufyrirtæki í örum vexti. Við bjóðum rútur í öllum stærðum, dagsferðir, pakkaferðir og áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.

www.allrahanda.is

Bókaðuí síma

540 1313

ReykjavíkKeflaví

Ferðaskrifstofa

Page 14: Ferðablaðið 3. tbl 2012

» margir áhugaverðir staðir eru við suðurstrandarveg:

Útræði, galdrar og glæsileg kirkja

14 september 2012

Marga áhugaverða staði er að finna við Suðurstrandarveg á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Vegurinn hefur verið endur-gerður og lagt á hann bundið slitlag. Þegar ekið er frá Þorláks-höfn til Grindavíkur verður Selvogur fyrsti viðkomustaðurinn, en þar er meðal annars að finna Strandarkirkju og Vogsósa.

Þá er komið að Herdísar-vík, síðan Krísuvíkur-bergi og Selöldu, Hús-hólma og Selatöngum.

Upplýsingarnar hér á eftir eru fengnar af heimasíðu sveitar-félagsins Ölfuss og úr bók Reynis Guðbjartssonar um gönguleiðir á Reykjanesskaga.

SelvogurSelvogur er lítil sveit og landkostir þar rýrir. Selvogurinn var lengst af fremur einangrað byggðarlag. Raf-magn komst ekki í sveitina fyrr en eftir 1970 og eingöngu malarvegur lá þangað. Fyrr á öldum var byggð-in í Selvogi miklu fjölmennari en nú og var útræði stundað þar mjög mikið á vetrum. Húsarústir, tættur og túngarðar gægjast upp úr jörð-inni og gefa innsýn í líf fyrri alda en nú er þar föst búseta á þremur bæjum. Strandakirkja er í Selvogi en hún á sér langa og merkilega sögu. Í Selvogi er hægt að kaupa veitingar á tveimur stöðum og þar er tjaldsvæði.

EiríksvarðaSéra Eiríkur Magnússon (1638- 1716), oft nefndur galdraprestur-inn, tók við Strönd í Selvogi árið 1677. Hann fór þá að Vogsósum við Hlíðarvatn, en þar höfðu Sel-vogsprestar haft ábýlisréttindi frá siðaskiptum. Á þessum tíma voru í Selvoginum 42 búendur og sjö bú-endur á höfuðbólinu Strönd. Séra Eiríkur þurfti að horfa upp á höfuð-bólið Strönd fara í eyði á tíunda áratug 17. aldar og sandáganginn teygja sig upp að Strandarkirkju-garði.

Margar sögur eru varðveittar af séra Eiríki, m.a. þegar hann létti af sóknarbörnum sínum viðvarandi ótta við landgöngu erlendra ráns-manna á úthafsströnd með því, að taka með sér hleðslumenn upp á Svörtubjörg. Hann lét þá bera hleðslusteina langt að svo varða hans nyti uppstreymis vind-

brots á ystu bjargbrún. Hún var og er enn ílöng eftir bjargbrún og gengur upp til einhleðslu efst. Að verki loknu afhenti séra Eiríkur Selvogsbyggð verndartáknið með eftirfarandi orðum: „Meðan enn stendur steinn yfir steini í vörðu þessari verður ekki aðsteðjandi ófriður í Selvogi.“

Þar með blasti Eiríksvarða á ystu brún Svörtubjarga við augum Selvogsmanna á úthafsströnd frá morgni til kvölds, ásamt með vitneskjunni um verndarhlut-verk það er hún skyldi þjóna. Og sóknarbörnin minnast sálusorgara síns í þakklátum huga, leyst úr hlekkjum óttanns. Að 300 árum liðnum, stendur Eiríksvarða enn í fullri reisn sinni og aldrei á hinum mörgu liðnu árum steðjaði ófriður að Selvogsbyggð.

HerdísarvíkHerdísarvík var áður stórbýli í Sel-vogi en nú komið í eyði. Herdísar-vík stendur við samnefnda breiða og opna vík. Fyrir ofan bæinn er Herdísarvíkurfjall (329 m). Her-dísarvík var fyrrum kunn verstöð með fjölda sjóbúða og sér enn fyrir rústum margra þeirra. Sömuleiðis sjást vel grjótgarðar í hrauninu þar sem fiskurinn var þurrkaður.

Þessar minjar voru allar friðlýstar árið 1973.

Þjóðsögur segja að Herdísarvík heiti eftir Herdísi sem bjó þarna, en systir hennar Krýs, eða Krýsa bjó í Krýsuvík. Áttust þær illt við og lögðu hvor á aðra. Mælti Krýs svo um að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn en allur silungur verða að hornsílum. Herdís mælti aftur svo um að allur silungur í Kleifarvatni yrði að loðsilungi.

Einar Benediktsson (1864- 1940) skáld bjó í Herdísarvík síð-ustu æviár sín. Hann gaf Háskóla Íslands jörðina árið 1935. Einar Ben var skáld, ritstjóri, lögfræðingur, embættis- og athafnamaður. Hann hefur oft verið nefndur athafna-skáld og er talinn í hópi nýróman-tískra skálda. Herdísarvík var lýst friðland árið 1988.

SelatangarÞegar haldið er áfram vestur eftir Suðurstrandarvegi er komið fyrst í land Hafnarfjarðar og síðan Grinda-víkur. Margir áhugaverðir staðir eru á leiðinni, vert er að stoppa við Krísuvíkurberg og Selöldu, Hús-hólma og Selatanga. Á Selatöngum var oft fjölmennt fyrr á öldum, en þarna má sjá tóftir sjóbúða fallegar hraunmyndir, hrauntjörn, kletta og minjar fyrri tíma. Í bókinni Gönguleiðir á Reykjanesskaga er sagt fra draugnum Tanga-Tómasi sem hafðist við á Selatöngum og átti það til að bregða fæti fyrir fólk. Hvorki dugði að skjóta á hann blý- né silfurkúlum, en lambaspörð reyndust best. Til eru skrásetn-ingar um 70 manns í sjóbúðunum á sama tíma og hétu 21 þeirra Jón. [email protected]

Við svonefnda engilsvík stendur kirkja selvogsbúa, strandarkirkja. strandarkirkja er þjóðfræg vegna almennra áheita. Kirkjan stendur við skerjótta suðurströndina, leiðarljós þeirra er um sjávarslóð fara. Kirkjan er eins og kunnugt er vinsæl til áheita og um tilurð kirkjunnar hafa myndast helgisagnir sem vitna um þann lífsháska sem sjómönnum var búinn úti fyrir þessari klettóttu, hafnlausu úthafsströnd.

fyrsta helgisögnin er að Gissur hvíti á 10. og 11. öld hafi fyrst gert kirkju á strönd og þá úr kirkjuviðnum sem ólafur noregskonungur sendi hann hingað með. Gissur ásamt Hjalta skeggjasyni tengda-syni sínum átti ríkan hlut að kristnitökunni árið 1000. Þessi skoðun byggir eingöngu á kvæði Gríms thomsens um kirkjuna þar sem segir m.a.

,,Gissur hvíti gjörði heitguði hús að vandahvar sem lífs af laxareitlands hann kenndi stranda.“

Önnur sögn er að kirkjuna hafi reist Árni nokkur formaður þegar hann var að koma með timburfarm frá noregi. um þennan Árna yrkir séra jón Vestmann er hann orti um strandarkirkju árið 1843. Í kvæðinu er Árni Þorláksson biskup í skáholti nefndur og sagður gefa honum heimild til kirkjubyggingar á strönd. Árni var biskup 1269 til 1298 og ætti því strandarkirkja samkvæmt þessari sögn að hafa verið reist í fyrsta skipti á síðari helmingi 13. aldar. Í kirknatali Páls biskups jónssonar í skálholti (1195-1211) sem að stofni til er frá árinu 1200 er kirkjan á strönd hins vegar nefnd.

Þriðja helgisögnin er á þessa leið: ,,fyrir langa löngu gerði ungur bóndi úr uppsveitum Árnessýslu för sína til noregs á sínu eigin skipi. Var ferð þessi farin til að sækja valinn við til húsagerðar. segir nú ekki af ferðum bónda fyrr en hann hefur verið lengi á hafi úti á leið sinni til Íslands. lendir hann þá í sjávarháska og hafvillu í dimm-viðri og veit ekki lengur hvert skip hans stefnir. Í örvæntingu sinni heitir hann því þá að gefa allan húsagerðarvið sinn til kirkjubygg-ingar á þeim stað er hann næði landi heilu og höldnu. að þessu heiti unnu birtist honum sýn í líki ljósengils framundan stefni skipsins og verður nú ljósengill þessi stefnumið er hann stýrir eftir.

segir ekki frekar af siglingu þessari fyrr en skipið kennir grunns í sandvík milli sjávarklappa. Hvarf þá engillinn og birta tók af degi. sáu þá skipsmenn að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lend-ingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Þar skammt fyrir ofan var hin fyrsta strandarkirkja reist úr fórnarviðnum.“

sameiginlegt þessum frásögnum er að menn hafi verið á leið til Íslands og lent í hafvillum og sjávarháska úti fyrir þessari hafn-lausu strönd og unnið Guði sínum það heit að reisa kirkju þar sem þeir næðu landi.

sennilega hefur lendingin verið um strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Kunnugir segja að oft sé kyrrt í standarsundi þó að haugasjór sé allt um kring.

núverandi kirkja er frá 1888. Hún var endurvígð eftir endurbæt-ur 14. júlí 1968 og enn endurbætt og endurvígð 13. okt. 1996. Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í engilsvík norðvest-an við kirkjuna. er það standmynd á stalli eftir Gunnfríði jónsdóttur myndhöggvara og nefnist landsýn. sýnir hún hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki og bendir sjómönnum í lífsháska inn í engilsvík. Þjónustuhús var reist nálægt kirkjunni 1988. Í jarð-hýsi er snyrtiaðstaða fyrir gesti og gangandi. umhverfi kirkjunnar er allt til mikillar fyrirmyndar. n

sýn í líki ljósengils

Sögu Strandarkirkju má rekja aftur til tíundu aldar í kveðskap Gríms Thomsens.

Á Selatöngum var oft fjölmennt fyrr á öldum, en þarna má sjá tóftir sjóbúða fallegar hraunmyndir, hrauntjörn, kletta og minjar fyrri tíma.

Page 15: Ferðablaðið 3. tbl 2012
Page 16: Ferðablaðið 3. tbl 2012

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Hjá Íslandsbanka starfar hópur fólks sem býr að áratuga reynslu af ráðgjöf við stór og smá fyrirtæki í ferðaþjónustu og hefur víðtæka sérþekkingu á fjárhagsumhverfi þeirra. Þannig getum við ávallt tryggt þeim þá bankaþjónustu sem þau þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur veitt ferðaþjónustuaðilum og öðrum fyrirtækjum fjármálaþjónustu í meira en 10 ár. Kristín Hrönn er viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka.