veidislod 3. tbl 2012

114
tímarit um sportveiði og tengt efni VEIÐISLÓÐ nr. þrjú 2012

Upload: voetn-og-veidi

Post on 26-Mar-2016

280 views

Category:

Documents


14 download

DESCRIPTION

Alls eru þá komin út 9 blöð síðan í maí í fyrra og erum við félagarnir í GHJ útgáfu býsna sáttir við útkomuna. Þetta verður æ meira krefjandi og æ skemmtilegra í sennog bland. Móttökur lesenda hafa verið frábærar og við lýsum enn eftir fyrsta styggðaryrðinu um blaðið!

TRANSCRIPT

Page 1: Veidislod 3. tbl 2012

tímarit um sportveiði og tengt efniVEIÐISLÓÐ

nr. þrjú 2012

Page 2: Veidislod 3. tbl 2012
Page 3: Veidislod 3. tbl 2012
Page 4: Veidislod 3. tbl 2012

Guideline er leiðandi veiðivöruframleiðandi í Skandinavíu. Hjá Guideline vinna bestu veiðimenn Norðurlanda við hönnun á stöngum og línum. Við hjá Veiðiflugum erum með mikla veiðireynslu og okkar sérgrein eru línur og stangir. Það er ekki sama hvaða lína fer á stöngina þína, þar þarf að gæta mikillar nákvæmni svo þú fáir sem mest út úr veiðinni og köstunum. Vissir þú að línurnar frá Guideline eru hannaðar af bestu veiðimönnum Skandinavíu? Bullet skotlínan er hönnuð til að kasta langt með einu kasti og það mun koma þér verulega á óvart hvað hún flýgur mjúklega. 4Cast er einstök samsetning af skotlínu og langri belglínu og hefur 11 metra haus sem leggst mjúklega á vatnsflötinn. 4Cast línan var kosin besta línan hjá Trout&Salmon og er hrein bylting í hönnun á línum.

Í tvíhendulínum erum við með sérstöðu, við skerum og vigtum línuna fyrir stöngina þína svo þú náir því besta út úr köstunum. Það er mikilvægt að fá rétta ráðgjöf varðandi hvað hentar í línum og við fullyrðum að sú ráðgjöf er framúrskarandi hjá okkur í veiðiflugum. Vissir þú að ábyrgðin á stöngunum frá Guideline er fullkomin. Við hjá Veiðiflugum erum sjálf veiði-menn og vitum hvað það er slæmt að þurfa að bíða eftir stangarpörtum í marga mánuði eða ár. Ábyrgðin hjá okkur er einfaldlega 100% sem felst í því að við eigum alltaf alla stangar-toppa á lager í búðinni hjá okkur og afgreiðum þá samdægurs ef þú lendir í óhappi með Guideline stöngina þína. Komdu í Veiðiflugur og fáðu þjónustu og ráðleggingar frá þeim sem hafa reynsluna.Það styttir leiðina að góðum árangri.

Veiðikveðja!

111

Ó T V Í R Æ T T M E R K I U M G Æ Ð I

Page 5: Veidislod 3. tbl 2012

8 Stiklað á stóru

Að þessu sinni var það aðallega opnun laxveiðiáa á Íslandi 2012.

12 Viðtal

Bjarni Höskuldsson er um-sjónarmaður urriðasvæð-anna ofan virkjunnar í Laxá í Suður Þingeyjarsýslu. Hann e r sérfræðingur í þurrfluguveiði.

2 Veiðistaðurinn

Laxá í Kjós. Það er hið rómaða „frísvæði“ þar sem áin liðast niður Laxárdalinn.

32 Fjölskylduveiði

Kleifarvatn í Krísuvík er einkar hentugt, það er með hættulitlu aðgengi og það er fullt af fiski.

36 Fjölskylduveiði

Fjölskylduvæn veiðisvæði þurfa ekki endilega alltaf að vera stöðuvötn. Mörg straumvötnin henta vel, t.d. Hrolleifsdalsá í Skagafirði, sem við fjöllum hér um.

42 Fluguboxið

Að þessu sinni fórum við Veiðislóðarmenn á barinn í orðsins bestu merkingu. Við fórum sem sagt á flugu-barina í helstu veiðibúðum Reykjavíkursvæðisins!

54 Strandveiði

Við hittum Gylfa Pálsson sem segir að einfaldleikinn muni gera mann frjálsan og það er auðvelt að trúa honum þegar hann sýnir búnaðinn og segir sögurnar af frábærum veiðiskap í fjörum landsins.

60 Eitt og annað – Vöðlur

Í fræðsluhorninu sínu segir Lárus Gunnsteinsson okkur hvernig finna megi út hvort að vöðlurnar eru ekki beinlínis loksins ónýtar!

62 Eitt og annað – Veiði

Við leitum til sérfræðinga um það hvernig bregðast skuli við langvarandi vatns-leysi í laxveiðiám.

66 Veiðisagan

Aron Jóhannsson leitað í orðatiltækið góða „Fall er fararheill“ eftir ákveðið atvik í fyrsta túr ársins hér um árið....

68 Skotveiði – Sauðnaut

Axel Óskarsson hefur víða mundað hólkinn, m.a. á Grænlandi þar sem sauðnaut eru meðal veiði-dýra. Hér segir hann okkur frá sauðnautaveiðum á Grænlandi.

72 Ljósmyndun

Asger Söndergaard Olesen er dansur þegn sem veiðir á Íslandi á hverju ári. Asger er afar snjall ljósmyndari eins og hér má sjá á nokkrum opnum í ljosmyndagalleríi Veiðislóðar.

92 Lífríkið

Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum ehf er með fingurinn á púlsi urriðans í Þingvallavatni. Urriðinn hefur átt uppgangi að fagna.

98 Einu sinni var

Þann 10.júlí 1942 veiddi Jakob Hafstein metlax í Höfðahyl í Laxá í Aðaldal.

102 Villibráðareldhúsið

Við gluggum aftur í bókina Spriklandi lax í boði veiði-kokka sem Salka gaf út um árið. Þar er fjöldi spennandi rétta, m.a. innbakaði laxinn hans Egils Kristjánssonar, sem lengi var yfirkokkur í Grímsá.

104 Veiðihundar

Í þessu blaði tókum við tali Pétur Alan Guðmundsson kaupmann í Melabúðinni sem lýsti lífsstílnum við að halda standandi fugla-hunda.

108 Græjur og fleira

Hér getur að líta margt af því sem boðið er upp á í helstu veiðibúðum lands-ins, nýjungar, uppákomur , fróðleikspistlar og fleira og fleira.

efnið

frá ritstjórnGóðir hálsar, hér er þriðja tölublað Veiðislóðar á þessu herrans ári 2012.

Alls eru þá komin út 9 blöð síðan í maí í fyrra og erum við félagarnir

í GHJ útgáfu býsna sáttir við útkomuna. Þetta verður æ meira krefjandi

og æ skemmtilegra í sennog bland. Móttökur lesenda hafa verið frábærar

og við lýsum enn eftir fyrsta styggðaryrðinu um blaðið!

Við útgáfu þessa blaðs erum við stödd í byrjun júlí....laxveiðin byrjuð og lax að ganga snemma. Skilyrði hafa þó verið erfið lengst af mánaðar og svo veit enginn hvað göng-urnar halda dampi og styrk lengi fram eftir sumri. Eða hvort að rignir eða ekki á veiði-tíma! Ekkert nema spurningar og svörin fást aðeins með því að bíða þolinmóð. Við félagarnir óskum ykkur öllum góðs gengis í sumar og á komandi hausti. Megi vertíðin fylla ykkur gleði.

Guðmundur Guðjónsson, ritstjóriHeimir Óskarsson, útlit og umbrot

Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.

Page 6: Veidislod 3. tbl 2012
Page 7: Veidislod 3. tbl 2012

Vision, endalaus gleði

Hrygnan ehf. | Síðumúla 37 | Sími: 581-2121 | www.hrygnan.is

Page 8: Veidislod 3. tbl 2012

8 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Laxveiði byrjaði í vel flestum laxveiðiám landsins og má

segja að byrjunin hafi í heild lofað góðu. Sums staðar

var hreinasta veisla eins og t.d. í Elliðaánum þar sem

veiddist 31 lax á opnunardaginn, en það er fáheyrð

veiðisæld í byrjun vertíðar á þeim bænum og þótt

víðar væri leitað. Opnanir Norðurár og Blöndu

voru einnig mjög góðar og nokkrar sem byrjuðu

síðar, eins og Langá, Laxá í Leirársveit, Laxá í Aðaldal,

Selá og fleiri voru einnig mjög fínar. Helst að menn væru

örlítið spurulir á svip þegar kom að Þverá/Kjarrá, en byrjunin

þar var ekki góð og töldu menn skilyrði þar sérlega óheppileg, hratt

minnkandi vatn og miklir kuldar á næturnar. Þetta kann að vera

rétt, því Brennan var farin að gefa hörkuveiði mun fyrr á vertíð en

vant er og sama má segja um Straumana þó svo að Norðurá færi

betur af stað.

Laxveiðin fór vel af stað, en horfur eru blendnar

stiklað á stóru

Page 9: Veidislod 3. tbl 2012

9

Page 10: Veidislod 3. tbl 2012

10 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni

En allt var þetta þó blendið.

Menn töldu að meiri snjór

væri í fjöllum og það myndi

halda ánum í betra formi

fram á sumar. Á sama tíma

féllu nokkrir skúrir hér og þar

nánast allan júnímánuð og

þurrkarnir byrjuðu sem sagt

snemma og sóru sig mjög

í ætt við langa þurrkakafla

síðustu sumra. Það er því

margt á huldu enn hvernig

vertíðin leggst út. Verður allt

vatnslaust, eða mun rigna af

og til?

Silungsveiðin er jafnan í blóma í júní

og miklar og góðar fregnir bárust víða

að. Stóru, stóru urriðarnir í Þingvalla-

vatni voru að venju í umræðunni og

sú frétt flaug um tíma að 30 punda

stykki hefði veiðst í net í vatninu.

Aldrei var það þó staðfest, en það ýtti

undir að menn trúi því að slík tröll séu

til í vatninu þegar ríflega 29 punda

urriði veiddist á spón í landi Skála-

brekku.

Annars látum við venju myndirnar

segja meira en mörg orð með pistli

þessum, þær hafa streymt til okkar að

venju. Gerið svo vel og eigið þið öll

gott og gleðiríkt veiðisumar.

Sá fyrsti úr Grímsá í sumar, Júlíus Jónsson í löndun.

Jón Þór Júlíusson með fallegan lax úr Norðurá.

Smári Þorvaldsson með fyrsta laxinn 2012, ca 9 punda úr Soginu.

Halla Bergþóra og Sveinbjörg Björnsdætur með stórglæsilegan lax úr Laxá í AðaldalFrances.

Gústaf Vífilsson og Ragnheiður Gústafsdóttir með fallegan lax í opnun Langár.

Jón Helgi Björnsson með einn vænan úr Laxá í Aðaldal.

Sævar Helgason og Andri Sævars­son með fallegan lax í opnun Skjál­fandafljóts.

29 punda urriði úr Þingvalla­vatni. Kjartan Halldórsson heldur hér á risanum.

stiklað á stóru

Page 11: Veidislod 3. tbl 2012

11

Theodóra Rafnsdóttir með fyrsta laxinn úr Elliðaánum

Ragnheiður Thorsteinsson með lax úr opnun Norðurár.

Bjarni Júlíusson og Árni Friðleifsson með fyrsta laxinn úr Norðurá.

Atli Bergmann með glæsilega bleikju úr Soginu.

Jón Gnarr borgarstjóri fékk líka einn.

Þessi ágæti veiðimaður leyfði birtingu á 84 cm urriða úr Þingvallavatni.

Ríkharður Hjálmarsson með glæsilegan klaklax úr Eystri Rangá.

David Thormar með ca 8 punda urriða úr Litluá.

Page 12: Veidislod 3. tbl 2012
Page 13: Veidislod 3. tbl 2012

viðtal

13

Bjarni Höskuldsson

Þeir bresku eru einu til tveimur númerum fyrir ofan okkur hinaFljótið helga, Laxá í Suður Þingeyjarsýslu liðast langa

leið frá upptökum til ósa. Fyrst um sveitina fögru kennda

við Mývatn en síðan um tvo dali sem seint verður skorið

úr um hvor er tilkomumeiri. Sá efri er Laxárdalur og þar

líkt og annars staðar er mikil veiðiparadís. Þar er mögnuð

urriðaveiði og Laxárurriðinn líklega jafn

vænstur þarna. Þarna hefur einnig skapast

fluguveiðihefð sem vert er að vita, sérstaklega

fyrir þá sem það ekki þekkja og hyggja

á heimsókn í framtíðinni.

Viðtal: Jón Eyfjörð Friðriksson

Ljósmyndir: Heimir Óskarsson

Page 14: Veidislod 3. tbl 2012

14 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

flugu. Það koma hér Svisslendingar á

hverju ári og bróðurparturinn af því

sem þeir veiða er tekinn á þurrflugu.

Auk þess koma breskir veiðimenn sem

veiða eingöngu á þurrflugu. Þá er þeim

Íslendingum sem notað þessa aðferð,

sífellt að fjölga, þótt þeir séu ennþá ekk-

ert sérstaklega margir. Það verður líka

að segjast að það að veiða á þurrflugu

krefst talsverðrar æfingar. Það er ekki

bara nóg að setja þurrflugu á endann

og byrja að kasta. Það er náttúrulega

mun auðveldara að nota þessa aðferð

þegar fiskurinn er í uppitöku og hægt er

að kasta á fisk sem vakir. Þegar minna

er af slíku þarf að nota meiri tíma til að

skoða, kíkja yfir veiðistaðina og horfa

eftir fiski. Þá skiptir gríðarlega miklu

máli að flugan sé sett þannig í vatnið að

hún fái sem eðlilegast rek fyrir fiskinn.

Það þýðir lítið kasta þurrflugu eins og

straumflugu, þvert á straum og strippa

svo eða láta reka. Flugan má ekki gára

yfirborðið, hún verður að reka með

eðlilegum hætti yfir fiskinn. Svo skiptir

þolinmælin öllu máli og mín reynsla er

sú að þessi aðferð skilar þér bæði betri

og skemmtilegri veiði ef þú gefur þér

þann tíma sem þarf“

Við höfðum farið út úr bílnum skammt

ofan við brúna við Rauðhóla og gengið

niður að ánni. Það var stillt, nánast

logn en við sáum lítið til fiskjar. Þó voru

stöka hringir á yfirborðinu, talsvert

langt úti í ánni. Við settumst á bakkann.

„Við skulum fara þarna upp fyrir hornið,

þar er áll skammt frá bakkanum og ég er

nánast viss um að við sjáum urriða þar.“

Það reyndist rétt. Þegar þangað kom sáum

við ágætan fisk vera að éta í yfirborðinu.

„Hér er hann að vaka“, sagði Bjarni, „sjáðu

hvernig trjónan kemur uppúr!“

Bjarni Höskuldsson er umsjónarmaður

veiða í Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit-

inni. Veiðitímabilið hefst 1. júní og líkur

31. ágúst en þess utan er Bjarni slökkvi-

stjóri sveitarinnar. Hann er líka fyrrver-

andi lögga, þannig að hann hefur marga

fjöruna sopið og sannarlega difið hendi í

saltan sjó. Veiðislóð hitti Bjarna á dög-

unum í því umhverfi sem hann kann

best við sig í, þ.e.a.s. í Laxárdalnum, og

gott betur, úti í á að kasta þurrflugu.

Mismunandi veiðimenning er á svæð-

unum, þurrflugumenning í Dalnum en

meira veitt á straumflugur og púpur í

Sveitinni. Bjarni telur líklegt að Bretar

og hugsanlega svisslendingar hafi

komið þeirri menningu á. Bjarni taldi

sig löngslum ágætan veiðimann en

sagðist hafa uppgötvað nýja vídd í

veiðinni, þegar hann kynntist þurr-

fluguveiðinni og hefur hann náð að

tileinka sér hana. Hann segir það sér-

staka pælingu að veiða á þurrflugu og

nefndi að íslendingar væru í síauknum

mæli að ná að tileinka sér þessa tækni.

Nefndi hann nokkra þurrflugumeistara,

Ásgeir Steingrímsson, Jón (Galdralöpp)

Þorgrímsson og fleiri.

Veiðislóð hitti sem sagt Bjarna á bökk-

um Laxár í Laxárdal sl. sumar og fékk að

fylgja honum dagspart við veiðar. Bjarni

er umsjónarmaður veiða í Laxárdal og

í Mývatnssveit sem fyrr segir, er ætt-

aður úr Laxárdal og hefur alist upp með

Laxárniðinn í eyrum, auk þess að hafa

byrjað mjög ungur að veiða í Laxánni

með afa sínum.

Fyrst berst talið að þurrflugu -

hefðinni í Laxárdal.

„Segja má að frá því í júníbyrjun sé

bróðurparturinn veiddur hér á þurr-

viðtalBjarni Höskuldsson

Page 15: Veidislod 3. tbl 2012

15

Page 16: Veidislod 3. tbl 2012
Page 17: Veidislod 3. tbl 2012

17

Við settumst niður og Bjarni opnaði eitt

af mörgum þurrfluguboxum sem hann

var með í vestinu. Hann valdi nokkuð

stóra flugu.

„Mér finnst best að geta kastað 45° upp-

straums, þannig gera Bretarnir það og

þeir segja mér að þannig styggi þeir

fiskinn minnst. Reyndar getur það verið

þannig að ef fiskurinn er á annað borð í

æti, ég tala nú ekki um ef ætið er mikið,

þá virðist vera hægt að veiða fleiri en

einn úr sömu torfunni. Þeir hætta

ekkert endilega að éta, þótt fiskur taki

og hamist á endanum hjá þér, jafnvel

stökkvi,“ sagði Bjarni og leit út yfir ána.

„Það sögðu mér breskir veiðimenn sem

voru að veiða upp í Mývatnssveit, við

Dádingsstein, að eitt sinn hefði tekið

hjá þeim fiskur og meðan sá barðist við

veiðimanninn, kom annar upp á yfir-

borðið til að éta, nánast undir flugulín-

unni. Þeir eru svo einarðir í því sem þeir

eru að gera að þeir láta ekkert trufla sig.“

Fiskurinn hélt áfram að koma með

trjónuna upp og taka flugu. Bjarni hnýtti

eina Klinkhammer undir, nokkuð stóra

og byrjaði. Flugan lenti skammt fyrir

ofan fiskinn og flaut yfir hann. Annað

kast og aftur kom flugan fljótandi niður

og nú gerðist það. Trjónan kom upp og

greip fluguna. Bjarni brást við á hár-

réttu augnabliki og stöngin bognaði.

Fiskurinn tók roku, kafaði og áður en

langt um leið tók að safnast slý á línuna.

Þarna toguðust þeir á um stund urriðinn

og Bjarni og svo fór að lokum að veiði-

maðurinn hafði betur. Fallegur urriði,

ríflega 50 cm, hafnaði í háfnum, en

Bjarni losaði úr honum og sleppti aftur.

„Sjáðu hvað þeir taka hressilega á,

krókurinn er byrjaður að réttast upp“,

sagði Bjarni og sýndi okkur fluguna.

Það voru fleiri fiskar á svæðinu því

við sáum stundum tvær trjónur koma

upp samtímis. Nú var skipt um flugu

og haldið áfram að kasta. Bjarni gerði

þetta mjög varlega, hann stóð undir

bakkanum, lét lítið fara fyrir sér og

kastað fimlega 45° uppstraums. Það

var erfitt að sjá fluguna fljóta niður en

eftir nokkur köst gein einn við flugunni

hans Bjarna. Hann brást við, en of seint,

fiskurinn var búinn að komast að því

að það var verið að plata hann og spýta

flugunni út úr sér aftur.

„Þetta gera þeir. Þeir spýta út úr sér

flugunni um leið og þeir verða þess

áskynja að maturinn er plat. Því er mjög

mikilvægt að bregðast strax við þeim,

þegar þeir taka“, sagði Bjarni og hélt

áfram að kasta.

Ekki tóku fleiri fiskar á þessum ál, svo

ákveðið var að leggja land undir fót

og vaða út á sandeyri sem stóð nánst

upp úr í Birningsstaðaflóanum en fleiri

álar eru úti í flóanum og þangað leitaði

hugur veiðimannsins.

Bjarni er á eilífum þeytingi milli Mý-

vatnssveitar og Laxárdals. Svæðaskipt-

ingar liggja fyrir, menn draga svæði og

svo rótera menn skv. því skipulagi sem

fyrir liggur. Það hjálpar til þannig að

viðveran verður mismikil.

„Íslendingarhóparnir flestir eru nokkuð

sjálfbjarga, þekkja til í Mývatssveitinni

og hér á dalnum og vilja fá að vera

útaf fyrir sig. Annars eru alltaf að koma

fleiri og fleiri útlendingar til veiða hér,

sérstaklega Bretar og þeir veiða nánast

eingöngu á þurrflugu.“

En skyldi vera einhver grundvallar

munur á veiðiaðferðum íslenskra og

erlendra veiðimanna?

Page 18: Veidislod 3. tbl 2012

18 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

grein

„Ég ætla að reyna við þennan“, sagði

hann og var farinn.

Eftir nokkur köst tók fiskurinn, sem

reyndist í smærra lagi en hann var

handfjatlaður af sömu virðingu við líf-

ríkið í dalnum og sá stærri sem sleppt

var áður.

Hvað með flugurnar, skyldi vera sama

hvernig þurrflugu er kastað fyrir þessa

urriðahöfðingja sem laða til sín inn-

lenda sem erlenda sportveiðimenn?

„Ég nota Klinkhammer flugur tals-

vert mikið, þær hafa reynst mér vel en

annars veit ég ekki hvað helmingurinn

„Tja, ég veit nú ekki, það eru þá helst

þeir bresku, þeir eru einu til tveimur

númerum fyrir ofan okkur hina. Hvað

veldur? Líklega hefðin en þeir eru búnir

að veiða á flugu síðan löngu fyrir alda-

mótin 1900 sér til skemmtunar og það

var ekki fyrr en ég fór að veiða hér með

þeim að mér fannst ég vera kominn í

samneyti við, getum við sagt, alvöru

veiðimenn. Menn sem hugsuðu þetta

öðruvísi en við hinir og ég hef talið mig

ágætan veiðimann hingað til en þessi

þurrflugunálgun var algerlega ný vídd

fyrir mig.“

Nú vakti fiskur rétt fyrir neðan okkur og

þangað gjóaði Bjarni augunum.

Page 19: Veidislod 3. tbl 2012

19

af þessu heitir. Svartar, brúnar, gráar

og einhver samsetning af þessu virkar

líka og ég er að nota stærðir 14, 16 og

18 mest. Það eru náttúrulega stærri

eintökin sem gefa stærri fiskana eins

og gefur að skilja, þar sem smærri

flugur en 18 þurfa fínni taum og oft

á tíðum eru krókarnir þannig að þeir

annaðhvort réttast upp eða hreinlega

brotna, nái sæmilega stór urriði ekki að

slíta tauminn. Jón Aðalsteinn Þorgeirs-

son, Aðal-Jón, hefur hnýtt agnarsmáa

eftirlíkingu af mývargi sem hann notar

hér við sérstakar aðstæður en hann,

ásamt Ásgeiri Steingrímssyni, koma hér

oft á ári og veiða eingöngu á þurrflugu.

Ásgeir hefur hnýtt eina sem hann kallar

Maurinn og hún hefur gefið stundum

ágætlega hér. Annars nota þeir bresku

hér ýmsar flugur sem virka heima hjá

þeim við þeirra aðstæður og ein þeirra

nefnist Daddy longleg og lýtur út eins

og hrossafluga.“

Við flytjum okkur um set, setjumst í

bílana og höldum upp að Halldórs-

staðahólmum, þar berst talið að laxveiði.

„Ég er nánast hættur í laxveiðinni, síðan

ég fór í þessa þurrfluguveiði. Í fyrsta

lagi hef ég minni tíma og í öðru lagi

finnst mér bara skemmtilegra að eiga

við silunginn. Annars fékk ég mjög

eftirminnilegan lax á Stíflunni á Staðar-

Page 20: Veidislod 3. tbl 2012

20 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

torfunni í fyrra. Hann var milli 95 og 96

cm og vóg 9 kg. og ég þurfti virkilega að

hafa mikið fyrir honum, þar sem hann

ákvað að smella sér niður annað ræsið.

Ég þurfti að bara að hlaupa, óð í hólm-

ann, niður hann og náði fiskinum. Það

var helv... skemmtileg glíma. Nú er búið

að friða laxinn í Laxá en það eru 8 – 10

ár síðan við friðuðum laxinn á Staðar-

og Múlatorfu og það, ásamt því að áin

hefur verið að hreinsa sig nú síðustu 3

– 4 árin virðist hafa gert það að verkum

að laxinn er að snúa til baka. Hann sést

í sífellt meira mæli þarna núna en fyrir

nokkrum árum.“

Við sitjum á bakkanum og horfum yfir

flóann, í áttina að Geitanefinu á austur-

bakkanum.

„Hér er hrægrunnt við bakkana og oftar

en ekki er fiskur hér að éta“, segir Bjarni.

Við horfum upp með bökkunum og

þarna skammt fyrir framan okkur, á ökla-

djúpu vatni sést skyndilega í bakugga.

Það er við hæfi að kveðja Bjarna Hösk-

uldsson þarna við Halldórsstaðahólm-

ana. Hann ætlar að reyna við urriðana

á grynningunum og síðan niður við

hólmana sjálfa. Við þökkum fyrir okkur

og horfum á hann setja í herðarnar, læð-

ast aftan að fiskinum og byrja að kasta.

Page 21: Veidislod 3. tbl 2012

21

Ný viðmið í nákvæmniHér sést hvernig grafíttrefjarnar liggja þéttar saman. Orka stangarinnar flyst því jafnt frá handfangi fram í topplykkju. Sage ONE er ekki bara kraftmeiri heldur er hún einnig nákvæmari með Konnetic tækninni og talsvert léttari.

Fyrstu Sage ONE stangirnar sem komu til Evrópu fóru í flugustangarekka Veiðihornsins Síðumúla 14. ágúst 2011.

Hefðbundin flugustöng KONNETIC™tæknin / Sage ONE

Þessi nýja tækni er afsprengi margra ára þróunarvinnu. Með nýrri aðferð og efnum er nú unnt að pressa meira af bindiefni eða lími úr koltrefjamottunum en áður hefur verið unnt. Við þetta er hægt að gera stangarefnið (grafítmotturnar) enn léttari en áður án þess það tapi styrk. Grafíttrefjarnar liggja þéttar saman og bjögun verður því minni í stangarefninu. Konnetic tæknin gerir því nýju Sage One stöngina léttari og grennri en aðrar stang-ir um leið og hún auðveldar veiðimanni auð auka nákvæmni í köstum.

Hefðbundin flugustöng KONNETIC™tæknin / Sage ONE

KONNETIC™ TÆKNIN

Hefðbundin flugustöng

KONNETIC™tæknin / Sage ONE

BEST FRESHWATER ROD- International Dealer Show í New Orleans 2011

BEST SALTWATER ROD- International Dealer Show í New Orleans 2011

BEST FLY ROD- Efftex 2011

BEST ALL ROUND ROD- Fly Fisherman Gear Guide 2012

BEST NEW FLY ROD- Feild & Stream feb. 2012

ONE

SÍÐUMÚLI 8 - 108 REYKJAVÍKSÍMI 568 8410 - [email protected]

ONE ER NÝJA FLAGGSKIPIÐ FRÁ SAGE. MEÐ SAGE ONE FÆR NÁKVÆMNI NÝ VIÐMIÐ. ÞRIGGJA ÁRA ÞRÓUNARVINNA. NÝJA KONNETIC TÆKNIN. HANDGERÐ STÖNG FRÁ GRUNNI. VIÐ LEYFUM OKKUR AÐ FULLYRÐA AÐ SAGE ONE ER MERKASTA NÝJUNG Í FLUGUSTÖNGUM FRÁ ÞVÍ GRAFÍT KOM TIL SÖGUNNAR.SAGE ONE ER HIN FULLKOMNA FLUGUSTÖNG.

Page 22: Veidislod 3. tbl 2012

22 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Page 23: Veidislod 3. tbl 2012

23

veiðistaðurinnFrísvæðið í KjósinniLaxá í Kjós er náttúrulega ein af þekktari laxveiðiám

landisns. Laxveiðisvæðið nær frá Þórufossi og

til sjávar í Laxárvogi og fjölbreytileiki árinnar er

nafntogaður. Hún er líka af mörgum kölluð Háskóli

stangaveiðinnar og ef að menn komist upp á lag

með að veiða í ánni, þá haldi þeim engin bönd í

öðrum ám landsins. Þetta eru stór orð.

Myndir með greininni: Einar Falur Ingólfsson

Page 24: Veidislod 3. tbl 2012

24 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

væri að veiða hann um hábjartan dag á

smáflugur. Annars staðar yrði að veiða

um nótt og með stærri græjum. Þeir

áttu varla orð og hrifning þeirra var

ósvikin. Þeir höfðu þarna fengið milli

20 og 30 birtinga á þremur dögum og

voru all nokkrir þeirra frá 6 og upp í 10

pund. Stærstu birtingarnar þarna slaga

hátt í 16-18 pundin.

Heyrum hvað tveir þrautreyndir veiði-

menn og leiðsögumenn í Kjósinni segja

um svæðið:

Einar Páll Garðarsson, leiðsögumaður

við Laxá í Kjós til fjölda ára: „Laxá í Kjós

er ein af þessum ám, sem er þannig að

ef menn ná tökum á því að veiða hana,

þá eru mönnum nánast allir vegir færir

í laxveiði. Hún er fjölbreytt og heillandi,

en samt lítil og viðkvæm og krefst

mikillar nærgætni.

Margir veiðistaðir í Laxá eru þannig, að

ef þú átt þá fyrstur að morgni, þá átt þú

möguleika á því að ná einum til tveimur

löxum úr þeim, en áin er svo nett að

hylurinn er síðan kannski alveg ónýtur

það sem eftir er vaktarinnar og jafnvel

til næsta dags. En einmitt vegna þess

hvernig áin er í eðli sínu, þá verður hún

æsispennandi til veiða, þegar vatn er að

aukast eða minnka eftir úrkomu. Það

er nefnilega óvenjulega mikil hreyfing

á fiskinum í Laxá við þær aðstæður.

Vatn fer ofan í grjót og laxinn safnast

í gríðarlegar torfur á stöðum eins og

á frísvæðinu, í Speglinum, Þórufossi

osfrv., en aðrir hyljir halda illa eða ekki

fiski, þegar vatnið þverr. Síðan hækkar

og fiskurinn fer af stað og dreifir sér

bæði upp eftir og niður fyrir djúpu

staðina. Það gerist mjög fljótt og þá

bókstaflega fer allt af stað, hylur, sem

var laxlaus fyrir hádegi, er orðinn fullur

Skiptingar árinnar eru einnig athyglis-

verðar, því all langur kafli um miðbik

árinnar er frísvæði, það er að vísu

stundum stytt og veiðistaðir á svæðinu

settir inn í skiptingar þegar miklir

þurrkar hafa grandað svæðisbundnum

hyljum, en að öllu jöfnu er um langt

svæði að ræða. Útlendingar kalla það

margir „The Medows“ , eða Túnin. Það

segir sögu um eðli þessa svæðis, áin lið-

ast þroskuð og hæg milli bakka á túnum

bænda. Veiðistaðirnir eru í aðalatriðum

eins, grasbakki með eyri á móti. Dýpið

frá miðju og yfir á grasbakkann.

Það er ekki amalegt að eiga frísvæðið

að ef að hin svæðin eru ekki að gera sig,

vegna þurrka eða annars. Þessir veiði-

staðir eru að öllu jöfnu fullir af fiski,

bæði sjóbirtingi og laxi. Vissulega er

ekki á vísan að róa á frísvæðinu, vatns-

leysi fer jafn illa í þessa staði og aðra og

ef að það er logn, þá fer allt af stað þegar

línan ristir vatnið.

Þetta eru margir staðir, Káranes-

fljót, Álabakkar, Norðurmýrarhylur,

Kríueyri, Mosabreiður, Baulunesfljót,

Hurðarbakshyljir, Kotahylur og alls

konar holur og skvompur á milli sem

breytast frá ári til árs. Þeir eiga það sam-

eiginlegt að sé kíkt ofan í þá, þá er eins

og menn séu að glápa ofan í fiskabúr.

Jafnvel í logni og þurrkum þá er hrein-

asta ævintýri að vera þarna á röltinu

og horfa ofan í. Ritstjóri veit fá svæði

skemmtilegri og ég kynni mér sjaldnast

skiptingarnar þegar ég veiði í Laxá. Fer

bara á frísvæðið. Hitti þar eitt sinn tvo

Spánverja sem höfðu heldur ekki áhuga

á skiptingum. Þeir voru ekki einu sinni

á höttunum eftir laxi, litu á hann sem

meðafla. Þeir gerðu út á sjóbirtinginn

og sögðu að hvergi í Evrópu væri betri

sjóbirtingsveiði og undrið væri að hægt

veiðistaðurinnFrísvæðið í Kjósinni

Page 25: Veidislod 3. tbl 2012
Page 26: Veidislod 3. tbl 2012

26 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Page 27: Veidislod 3. tbl 2012

27

Page 28: Veidislod 3. tbl 2012

af fiski eftir hádegið. Síðan gerist það

sama hægt og bítandi þegar vatnið

þverr á ný. Menn hafa lent í ótrúlegum

aflahrotum í Laxá við þessar aðstæður

og ég hef sjálfur lent í þessu oft og

mörgum sinnum.

Ég á mér eftirlætisveiðistaði í Laxá,

raunar er um heilt veiðisvæði að ræða.

Þá er ég að tala um frísvæðið svokallaða,

sem nær frá Káranesfljóti og upp í Ste-

kjarneshyl. Þetta eru all nokkrir kíló-

metrar og hver veiðistaðurinn af öðr-

um. Þeir eru í eðli sínu líkir og frábærir

fluguveiðistaðir. Frísvæðið er algjör

snilld. Þetta svæði útheimtir tiltölulega

löng köst og best lætur að strippa það

með smáflugum. Sumir veiðistaðirnir

eru svo langir, eins og Álabakkarnir,

að það er hægt að una við þá heilu

vaktirnar og von er á fiski hvar sem er.

Og það er ekki bara lax þarna, frísvæðið

geymir auk þess gríðarlega mikið magn

af vænum sjóbirtingi og þar veiðast

hundruð þeirra á hverju sumri. Er hann

þó að mestu aðeins meðafli laxveiði-

manna. Ég fullyrði, að það er ekki til

betri sjóbirtingsá í landinu. Ég fer oft á

frísvæðið alfarið til að veiða sjóbirting

og veiði þá andstreymis með glærri línu

og tökuvara.“

Gísli Ásgeirsson, leiðsögumaður til

fjölda ára: „Ég fór fyrst í Laxá í Kjós

sumarið 1978, þá 14 ára gamall. Þar

veiddi ég minn fyrsta lax. Það var á

maðk í Pokafossi. Tengslin við Laxá

hafa aldrei slitnað, en hef bæði veitt í

ánni og stundað þar leiðsögumennsku,

síðan Páll Jónsson, kenndur við Pól-

aris, var með hana á leigu og nánast

allar götur síðan. Sum sumur var ég

upp undir 60 daga á sumri í leiðsögu-

mennskunni.

veiðistaðurinnFrísvæðið í Kjósinni

Af hverju Winston?Einstakur karakter

Einstök gæði

Grænu stangirnar “Green Sticks”eru framleiddar í Bandaríkjunum

Allar með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda

STRANDGATA 49 - 220 HAFNARFIRÐI - SÍMI 555 6226 - [email protected]

Best geymda leyndarmálið?

Það má segja að Winston sé eitt best geymda leyndarmálið í fluguveiði á Íslandi því svo lítið hefur farið fyrir þessu frábæra bandaríska merki sem á sér þó hóp harðra aðdáenda.Winston hefur lengi farið sínar eigin leiðir í efnisvali en þekktastar eru Winston flugustangir fyrir Boron stangarefnið.Winston flugustangir hafa sinn einstakakarakter sem engir líkja eftir en svo margir eru hrifnir af.Hefur þú prófað Winston? Ef ekki er svo sannarlega kominn tími til.

9,5 kg. ÞingvallaurriðiLandað á Winston Boron IIIx #6 í maí 2012

Laxá í Kjós er töluvert frábrugðin öðrum

ám á Vesturlandi. Hún er t.d. fjölbreytt-

ari en gengur og gerist og getur verið

bæði afspyrnu erfið og afspyrnu gjöful.

Sveiflurnar eru ýktar í henni. Aðgengi

er víðast hvar auðvelt og svo hefur hún

litlu hliðarána, Bugðu, til að auka enn

á fjölbreytileikann. Þetta er á fyrir þá,

sem hafa unun að því að nota nettar

græjur, þar sem saman fara tækni og

þolinmæði. Það er ekki að ástæðulausu,

að svo margir, sem í ána koma heillist

algerlega og óski þess að koma aftur.

Meðal annars sumir úr röðum þeirra

snjöllustu erlendu stangaveiðimanna,

sem ég hef kynnst, t.d. Jack Hem-

ingway, Klaus Frimor, Anthony Luke og

fleiri. Laxá gerir nefnilega miklar kröfur

til veiðimanna, en á sama tíma er hún

þægileg fyrir byrjendur og skemmra á

veg komna.

Kathryn Maroun og Anthony Luke með stóra birting úr Álabökkum.

Page 29: Veidislod 3. tbl 2012

29

Af hverju Winston?Einstakur karakter

Einstök gæði

Grænu stangirnar “Green Sticks”eru framleiddar í Bandaríkjunum

Allar með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda

STRANDGATA 49 - 220 HAFNARFIRÐI - SÍMI 555 6226 - [email protected]

Best geymda leyndarmálið?

Það má segja að Winston sé eitt best geymda leyndarmálið í fluguveiði á Íslandi því svo lítið hefur farið fyrir þessu frábæra bandaríska merki sem á sér þó hóp harðra aðdáenda.Winston hefur lengi farið sínar eigin leiðir í efnisvali en þekktastar eru Winston flugustangir fyrir Boron stangarefnið.Winston flugustangir hafa sinn einstakakarakter sem engir líkja eftir en svo margir eru hrifnir af.Hefur þú prófað Winston? Ef ekki er svo sannarlega kominn tími til.

9,5 kg. ÞingvallaurriðiLandað á Winston Boron IIIx #6 í maí 2012

Page 30: Veidislod 3. tbl 2012

30 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Ég segi, eins svo margir, að eftir jafn

löng og náin kynni af Laxá í Kjós, þá er

af svo ótalmörgu að taka þegar minn-

ingabankinn er skoðaður, að maður veit

ekki hvar ætti að byrja. En ég býst við

að minnisstæðust séu þurrkasumrin

miklu, þegar ég var að leiðsegja fyrir

Ásgeir Heiðar. Þá kom ekki dropi úr lofti

frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst,

sumar eftir sumar og áin gersamlega

yfirfull af laxi og sjóbirtingi, sem gróf

sig jafnvel á bólakaf í drullu, á meðan

hver dagurinn af öðrum leið með 17

til 20 stiga hita og viðskiptavinina á

stuttbuxum með lautarferðir og klaka

úti í móa. Svo rigndi og þá gerbreyttist

allt saman og það voru að koma langt

á annað hundrað laxar á dag. Mest á

miðsvæðinu, þar sem fiskurinn hafði

hlaðist upp í þurrkunum. Það var ekki

óvanalegt að koma að hyl og veiða við-

stöðulaust 15 til 20 laxa og sjóbirtinga,

og finnast að það hlyti að fara draga úr,

en þá kom bara næsti maður og hélt

áfram að moka upp fiski. Þetta var bara

ævintýralegt og maður er þakklátur fyrir

að hafa fengið tækifæri til að upplifa

svona furðudaga í veiði.“

Laxá í Kjós er mér öll kær, en mest er

það miðsvæðið, eða frísvæðið svokall-

aða, sem heillar mig. Maður lærir

greiðlega á Laxá í Kjós, en frísvæðið er

margra ára stúdía. Ég tel víst að á fáum

stöðum á landinu, ef nokkurs staðar,

sé jafn mikið samankomið af laxi og

sjóbirtingi og á þessu svæði. Þarna eru

all margir langir veiðistaðir, þar sem

fiskur getur legið og tekið nánast hvar

sem er. Svo er möguleiki á að finna fisk

ótrúlega víða þess á milli, bara að það

brjóti á grastorfu, þá er eins víst að þar

liggi laxar og birtingar. Það var sér-

kennilegt að fylgjast með því í gegnum

árin, hvernig fiskurinn á miðsvæðinu

hreyfðist til og frá, eins og verið væri

að leggja inn eða taka út af bankabók,

allt eftir því hvaða aðstæður voru fyrir

hendi hverju sinni. Ég veit um menn,

sem líta ekki á svæðaskiptingarnar,

þegar dregið er í Kjósinni, þeir fara bara

út á túnin og leita að laxi og birtingi.

Það hentar sumum að fara bara í

merkta hylinn sinn, en þetta er svæði

fyrir annarskonar veiðar.

veiðistaðurinnFrísvæðið í Kjósinni

Page 31: Veidislod 3. tbl 2012

31

Page 32: Veidislod 3. tbl 2012

fjölskylduveiði

Dulúðin heillarEitt af fjölskylduvænni vötnum landsins er Kleifarvatn í Krýsuvík.

Það er stórt með auðveldum sandströndum og stórbrotnu

umhverfi. Ef fiskurinn er tregur, þá er gönguferð í þessu

magnaða umhverfi næstum því jafn góð skemmtun, jafnvel

ekkert síðri. Vatnið er auk þess sveipað dulúð og er krökkt

af fiski, sem skiptir ekki minnstu máli.

Vatnið er skráð ríflega 9 ferkílómetrar,

þetta er því stórt vatn. Þá er dýpi mest

skráð 97 metrar og meðaldýpi ríflega

29 metrar. Þetta er því líka hyldjúpt vatn.

Dulúðin liggur í, auk umhverfisins, ekki

hvað síst í eilífum vatnsborðsbreyt-

ingum. Það hefur í gegnum árin ýmist

hækkað í vatninu eða lækkað, oft og iðu-

lega um nokkra metra. Í seinni tíð hefur

helst heyrst að vatnsborðið lækki, a.m.k.

gerði það svo lengi vel eftir jarðskjálfta

sem voru árið 2000, en þá opnuðust

sprungur að því að talið er, á botni vatns-

ins, sem gleyptu vatnið. Í suðurenda þess

var auk þess jarðhiti í botni. Hverasvæði

það er nú mest á þurru.

Kleifarvatn er eitt af vötnum Veiðikorts-

ins, en það er jafn framt „heimavöllur“

Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar sem á

þar langa sögu ræktunar og uppbygg-

ingar. Félagið sleppti fyrst bleikju-

seiðum í vatnið 1954 og einnig var

sleppt fullorðnum bleikjum, veiddum

í Hlíðarvatni, í Kleifarvatn. Um árabil

var bleikju sleppt og fyrstu árin, lengi

vel, veiddist vel og var bleikjan oft

mjög væn. Vatnið er ekki frjósamt og

skófluðu Hafnfirðingar margvíslegu æti

í vatnið um árabil. Því var síðan hætt,

bleikjan smækkaði eins og títt er, vatnið

varð ofsetið og var þá gripið til þess ráðs

að sleppa urriða og var það gert í all-

nokkur ár. Í vatninu er nú bæði urriði

og bleikja. Bleikjan er af hógværri stærð

og verður mest 2-3 pund og mest af

henni er smærra. Urriðinn er af ýmsum

stærðum, allt frá punds fiskum upp í

mjög stóra fiska og hafa þeir í gegnum

tíðina veiðst allt að 17 punda.

Stöku ár hefur Kleifarvatni verið lokað.

Hefur það stafað af því að fiskur hefur

verið með ormasýkingu sem er talið

stafa af fæðuskorti í vatninu, sem reki

fiskinn í að éta mávadrit í vatninu. En

oftast er vatnið þó opið, og rétt að geta

þess að ormar þessir rýra á engan hátt

fiskinn úr vatninu sem hráefni í góm-

sætar máltíðir.

Kleifarvatn er eitt þeirra vatna sem opna

þegar 1. apríl. Vatnið á sér áhangendur

og sumir þeirra eru óþolinmóðir og fara

strax í apríl. Sannleikurinn er sá, að það

er ekki algengt að menn setji í fiska svo

snemma vors. En hagur manna vænk-

ast strax í maí, hvað þá í júní og við

höfum heyrt af veiðimönnum að setja í

góða fiska í vatninu alveg fram á haust.

32 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Kleifarvatn í Krýsuvík

Page 33: Veidislod 3. tbl 2012

Mynd: Einar Falur Ingólfsson

Page 34: Veidislod 3. tbl 2012

34 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Oft heyrir maður fréttir af veiði í Kleifar-

vatni. Oft og mörgum sinnum hafa

menn fengið þar skot þegar þeir eru við

veiðar þegar kvölda tekur. Í maí örlar

enn á ljósaskiptum og það er veiðilegur

tími. Um og uppúr miðju sumri eru

aftur komin ljósaskipti. Menn geta rekið

í fisk þarna í öllum veðrum og alls konar

birtuskilyrðum, en það er ekki einleikið

hversu oft veiðisögurnar berast frá

kvöldvöktunum.

Það er að heyra að menn beiti öllu

mögulegu á silunginn í Kleifarvatni.

Meira að segja makríl þó svo að hann

sé bannaður. Væri óskandi að menn

virtu það bann, því sóðaskapurinn sem

fylgir þeim veiðiskap er vægast sagt

hvimleiður. Spinnerar gefa fiska, ekki

síst urriða. Flugumenn setja í bæði

urriða og bleikju. Svartur Nobbler er

öflug fluga að hafa undir þegar rokkva

tekur. Sömuleiðis önnur klassísk, Black

Ghost. Maðkur virkar líka og við höfum

bæði heyrt að menn noti með honum

pungsökkur og flotholt með gríðarlega

löngum taum.

Miklar og góðar upplýsingar um

Kleifarvatn er að hafa á vef Veiðikorts-

ins, www.veidikortid.is og enn fremur

mætti vel benda fróðleiksþyrstum á vef

sem heitir www.veidi.is sem er spjall-

vefur stangaveiðimanna. Kleifarvatnið

ber þar oft á góma og með því að slá inn

vatninu sem leitarorði myndu velta upp

þræðir þar sem menn skiptast á skoð-

unum, fréttum og aðferðarfræðinni.

fjölskylduveiðiKleifarvatn í Krýsuvík

Mynd: Jón Eyfjörð

Page 35: Veidislod 3. tbl 2012

35

Ritstjóri veiddi oft í Kleifarvatni fyrir

nokkrum áratugum. Vorum við þá

nokkrir félagar á stórum klappartanga

nyrst í vatninu. Gríðarlegt dýpi öðru

megin við tangann, grynnri vík hinu

megin. Það var mikil bleikja báðu

megin. Á þeim árum var það fluga og

flotkúla og virkaði það feiknalega vel í

grynnri víkinni. Flugur á borð við Wat-

son Fancy, Tiel and black og Black Zulu,

þessar gömlu og góðu, voru óhemju

öflugar. Í heljardýpinu settum við undir

„gyðing“, þ.e.a.s. spinner án öngla með

taum og flugu aftan í. Leyfðum stálinu

að sökkva lengi. Leyfðum því beinlínis

að leggjast á botninn. Drógum þá hægt

inn, fast við botninn. Og það svínvirk-

aði. Þetta voru mest bleikjur á bilinu frá

hálfu pundi upp í ríflega pundið. Við

fengum oft 20 til 40 stykki, 2-3 saman

í svo sem hálfan dag. Hvort að þetta

virkar enn í dag er hins vegar allt annað

mál og fer líklega eftir því hvort að

bleikjustofninn sé jafn sterkur í vatninu

nú og hann á þessum árum.

Page 36: Veidislod 3. tbl 2012

36 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Page 37: Veidislod 3. tbl 2012

37

Bleikja, urriði og bláberFjölskylduveiðistaðir þurfa alls ekki endilega að vera stöðuvötn

með rennisléttum bökkum. Það geta líka verið straumvötn, nett

straumvötn með góðri silungsvon. Við þekkjum vel eina slíka,

höfum áður skrifað um hana á öðrum vettvangi, en kynnum

hana til sögunnar hér undir liðnum Fjölskylduveiði. Þetta er nett

lítil spræna í austanverðum Skagafirði. Hún heitir Hrolleifsdalsá.

fjölskylduveiðiHrolleifsdalsá

Page 38: Veidislod 3. tbl 2012

Dæmigerðir veiðistaðir „inni á dal“.

Page 39: Veidislod 3. tbl 2012

Hrollan, eins og hún er svo oft nefnd,

kemur upp í fjallgarðinum sem skilur að

Skagafjörð og Eyjafjörð. Hún fellur ofan

úr fjöllunum og ofan í Hrolleifsdal sem

er skammt norðan við Hofsós. Dalurinn

er eiginlega á tvemur hæðum ef þannig

mætti að orði komast, því veiðimenn

sem veiða í Hrollunni tala um að fara

„inn á dal“ þegar þeir ganga inn fyrir

sérkennilega hólaþyrpingu og talsvert á

fótinn. Það er á bilinu 40 til 90 mínútna

ganga frá efsta bílastæðinu, allt eftir því

hversu sprækir gönguhrólfarnir eru.

Þeir sem eru í besta forminu og gera

þetta að kraftgöngu ganga „inn á dal“

á 40 mínútum, en skemmtilegra er að

gefa sér lengri tíma. Niður með hól-

unum eru miklar og brattar flúðir í ánni

og neðan þeirra er komið niður í hinn

eiginlega Hrolleifsdal.

Bæði ofan hóla og neðan, liðast áin og

er nokkuð þroskað vatnsfall með mikl-

um bugðum á köflum, en strengjum á

milli.

Áin breytir mjög um svip ofan hóla.

Hún er þar mjög viðkvæm og fellur í

litlum strengjum á milli lítilla hylja og

breiða. Þarna upp frá eru höfðustöðvar

sjóbleikjunnar sem gengur í ána, en auk

hennar veiðist talsvert af staðbundnum

urriða. Sjóbleikjan hefur gefið nokkuð

eftir í ánni síðasta áratuginn eða svo. Þar

veiðast nú um það bil 150 til 250 bleikjur

í stað talsvert miklu meira hér áður. Eins

og annars staðar þá kenna menn um

loftslagsbreytingum, en það er líka stað-

reynd að heldur ótæpilega hefur verið

veitt „inn á dal“ og lítt spáð í að sú bleikja

sem þar finnst er hrygningarbleikjan

sem heldur stofninum á floti. Þar efra

er leyfilegt að veiða á flugu og maðk og

hefur einkum maðkveiðin tekið mikinn

toll. Spurning væri að hafa kvót á sjó-

bleikju? Alla vega á meðan séð er hvort

að stofninn næði að vaxa eitthvað. Þó

að Eyjafjarðará sé miklu stærri eining og

gjöfulli á, þá er hún samt kjörið viðmið

á það hvernig farið hefur fyrir mörgum

sjóbleikjuám. Ofan á fækkun í stofnum

vegna loftslagsbreytinga bættist þar

ofveiði, sem í því tilviki var að vísu af

hendi fluguveiðimanna sem notuðu

andstreymisveiði um árabil til að moka

upp fiski án þess að átta sig á því að það

kæmi ef til vill í bakið á mönnum síðar.

Það er því ástæða til að fara af varfærni

að sjóbleikjustofnum og Hrollan er þar

engin undantekning.

En ofan hóla, „inni á dal“ er töfrandi

veröld.Í hlíðunum eru tóttir kotbýla

fyrri tíma, en frjáls fjalladalurinn með

kátri ánni skoppandi á milli hylja með

sjóbleikjum tifandi í aðalhlutverki í

dalbotninum.

Það nenna ekki allir þessari löngu

göngu, sem er öll á fótinn inn eftir. En

það er í lagi, því veiðivon er góð um alla

á. Fyrst um sinn neðan hóla skiptast á

strengir og smáhyljir. Bleikjan fer öll

þarna í gegn og víða má hitta á hana á

meðan hún dokar við hér og þar. Stöku

stærri hyljir eru þarna og í þeim finnast

oft laxar. Oft gefur áin einn til fjóra-

fimm laxa á sumri. Stundum fleiri hér

á árum áður. Þetta er því silungsveiðiá

með laxavon.

Nokkru ofan brúar við Siglufjarðarveg

kemur stútungslækur í ána. Sá kemur

úr Sléttuhlíðarvatni og heitir Sléttu-

hlíðarlækur í stíl. Við höfum áður greint

frá Sléttuhlíðarvatni sem er frábært

fjölskylduvatn og eitt af svæðum

Veiðikortsins. Hrollan eykst nokkuð að

vatnsmagni við þessa viðbót og neðan

ármóta eru hyljirnir stærri og dýpri.

39

Page 40: Veidislod 3. tbl 2012

FyrirsögnFyrirsögnInngangur

40 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Þar eru all nokkrir slíkir hyljir og býsna

veiðilegir. Tengingin við vatnið veldur

því að stanslaust rennerí er af urriða

. Eftir því hefur verið tekið, að eftir að

fækkun bleikju byrjaði, þá hefur urr-

iða fjölgað og er það meira að segja vel

þekkt víðar. Frá því í byrjun vertíðar

er alltaf slæðingur af urriða í Hrollu

og veiðast þeir gjarnan mest snemma

sumars. En uppúr miðju sumri, hvað

þá er haustar, virðist urriða fjölga mjög

í ánni og dreifa sér. Ekki er þetta að

sögn sjóbirtingur og því næst að ætla að

þetta sé urriði kominn ofan úr vatni um

Sléttuhlíðará.

Urriðinn í Hrollu er mest 1 til 2 pund, en

það veiðast fiskar allt að 4 pundum eða

svo og það sama á við um sjóbleikjuna.

Urriðinn virðist ganga lítt upp fyrir hóla.

Neðan við brú hefur mátt veiða með

spæni auk flugu og maðks.

Ósinn á Hrollu er magnaður staður

og þar má oft hitta á bleikjugöngur á

fallaskiptunum. Áin slær sér út í dálítið

lón rétt ofan við ósinn, en þrengist og

myndar fallegt spegilbrot áður en hún

húrrar í hröðum streng til sjávar. Streng-

urinn getur gefið og líka spegillinn og

neðsti hluti breiðunnar. Þarna vaggar

hafaldan æðarfugli og tjaldar og kríur og

mávar kyrja sumarsöngva sína. Sólar-

lagið þar niður frá, og frá verönd veiði-

kofans líka, er oft svo töfrum þrungið að

það er eins og tíminn stöðvist.

Eins og frá hefur verið greint, þá er í

raun allt agn leyfilegt í ánni, utan að

spónn er bannaður ofan brúar. Maðkur

gefur auðvitað afar vel, fáir virðast

nota spón. En flugan er frábært agn

og eru þrjár aðferðir sterkastar. Að

veiða með hefðbundnum hætti með

smáum straumflugum. Bæði urriði og

bleikjan gefa sig í það. Sömu sögu má

segja um andstreymisveiddar púpur.

Þriðja aðferðin er þurrfluguveiði, sem er

einkum líklegur kostur „inni á dal“ þar

sem sjóbleikjan er í ríki sínu. Er fádæma

spennandi að skríða fram á eyri, sjá

bleikjurnar tifandi, og vippa þurrflugu

yfir þær. Slíkt höfum við reynt og við-

brögðin fylgja manni ætíð síðan.

Þetta er þriggja stanga á og er á fram-

færi Stangaveiðifélags Keflavíkur. Sjá

má um ána á www.svfk.is Veiðihúsið er

frekar lítið, en notalegt og hýsir vel þrjár

stangir. Það eru tvö lítil svefnherbergi

með kojum og síðan svefnloft þar sem

þrír geta sofið. Síðan vitum við til þess

að þegar fleiri hafa verið, er auðvelt að

tjalda eða leggja fellihýsum eða tjald-

vögnum á sléttri grundinni við veiði-

húsið. Geymsluhús er á veröndinni. Við

sögðum að þetta væri fjölskylduvæn

veiðislóð og við það stöndum við, auð-

veld lítil á með góðri veiðivon, notalegt

lítið hús, mikil náttúrufegurð og síðast

en ekki síst, mikið berjaland þegar sá

tími sumars er genginn í garð.

fjölskylduveiðiHrolleifsdalsá

Page 41: Veidislod 3. tbl 2012

LAXVEIÐITÍMABILIÐ ER AÐ HEFJAST!

Kynntu þér málið á www.svfr.is – stærsta veiðileyfasöluvef landsins.

Á heimasíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur er að finna laus veiðileyfi í mörgum af bestu laxveiðiám landsins.

Norðurá í Borgarfirði, Langá á Mýum, Laxá í Dölum og Laxá í Aðaldal eru aðeins nokkrar af þeim frábæru

veiðiám sem félagið hefur upp á að bjóða.

Page 42: Veidislod 3. tbl 2012
Page 43: Veidislod 3. tbl 2012

43

Múgurinn flykkist nú á barinaÞó að vertíðin hafi byrjað með formlegum hætti 1. apríl

og 1.mai hafi verið stór dagur líka, þá finnst afar mörgum

að vertíðin sé ekki komin á fullan skrið fyrr en júní

gengur í garð og laxveiðiárnar opna ein af annarri.

Hvað þá þegar siglir inn í hásumar og allt er að gerast.

Það er þá þegar hjólin fara að snúast fyrir alvöru og

múgurinn flykkist á barinn.....þ.e.a.s. á flugubarinn.

Veiðislóð þræddi helstu barina í borginni og reyndum við

eftir hina ýtrasta megni að víkja okkur undan umræðum

um Sunray Shadow, Snældu og Frances. Okkur langaði

að biðja barþjónana að segja okkur frá einhverju nýju,

einhverjum afbrigðum, nú eða einhverju gömlu sem

víkur gjarnan fyrir „heilögu þrenningunni“ sem áður var

getið, þ.e.a.s. gamlar og grónar en lítið notaðar.

Gersovel, fylgið okkur nú á barina og fáið ykkur aðeins í

tána með okkur.....

fluguboxiðá barnum

Page 44: Veidislod 3. tbl 2012

44 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Veiðihornið Síðumúla

fluguboxiðá barnum

Ljósmyndir:

Heimir Óskarsson.

Úr þurrflugusafni Veiðihornsins.

Þar ráða ríkju sem kunnugt er hjónin

María Anna og Ólafur. Ólafur tók á móti

okkur og sagði að þau hjón væri afar

stolt af flugubarnum sínum sem þau

töldu hinn stærsta sem í boði væri og

hann væri auk þess þannig hannaður

að viðskiptavinir gætu dundað sér við

hann og skoðað allt og velt milli fingra

án íhlutunnar afgreiðslumanns. „Það er

ekki hægt að segja að það sé neitt hjá

okkur sem er beinlínis nýtt, en það lúrir

þarna margt sem að er í skugganum

af þessum tískuflugum öllum, en það

eru yfirleitt flugur sem eiga sér sína

aðdáendahópa sem reyna þær og halda

tryggð við þær, enda hafa þær mikla

kosti,“ sagði Ólafur og hélt áfram:

„Gott dæmi er flugan Brá, sem Einar

Páll Garðarsson hannaði á sínum tíma.

Þetta er frábærlega veiðin fluga, sérlega

í mikilli birtu, eins og einmitt hefur

verið mikið þessar fyrstu vikur veiði-

tímans. Eimskipafélagsflugan er af

sama meiði, afar ljós yfirlitum og hún

hefur líka reynst skæð, einkum í björtu

veðri. Höfundur hennar er Þórður

Ingi Júlíusson og flugan sú er frekar

nýleg í flórunni.“

Page 45: Veidislod 3. tbl 2012

45

F.v. Brá, Silver Wilkinson og Eimskipafélagsflugan.

Ritstjóri Veiðislóðar bætti einni flugu

við þessa birtufluguumræðu, og það

er long tail útgáfan af hinni gömlu og

góðu Silver Wilkinson. Það var einmitt

sagt um hana þegar hún var hnýtt upp

á gamla klassíska fjaðramátann, að hún

væri fluga fyrir bjartviðri. Svo er enn og

hún er að auki all svakalega falleg og

veiðileg í þessum langhalabúningi.

Síðan sagði Ólafur: „Síðan vil ég benda

veiðimönnum á, að þurrflugunot-

endum fer nú mjög fjölgandi. Ört

stækkandi hópur fer á silungsveiðar

með þurrflugur til jafns í farteskinu,

en til skamms tíma voru tiltölulega fáir

Íslendingar að nota þurrflugur. Það er

gaman að fylgjast með þessari þróun

sem vonandi heldur áfram. Við höfum

mætt þessu með gríðarlega góðu úrvali

af þurrflugum sem margar hafa reynslu

hér álandi, aðrar minni og tíminn eliðir

í ljós hvernig þær gera sig.“

Page 46: Veidislod 3. tbl 2012

46 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Hrygnan Síðumúla

fluguboxiðá barnum

Kristín Reynisdóttir tók á móti okkur á

Hrygnubarnum og sagði að áherslan

hjá henni væri að til væru „þessar hefð-

bundnu“ og þarna voru þær í röðum.

En við nánari eftirgrennslan voru þarna

áhugaverðari veitingar í anda þess sem

Veiðislóð leitaði að.

Þarna voru t.d. einstaklega áhugaverðar

silungaflugur sem reyndust vera úr

smiðju Péturs Maack. Ein þeirra, Blue

Moon, töluvert sérstök í útliti, einnig

Augnkarlinn, en Tuðran var meira

hefðbundin í aðalatriðum, en Kristín

sagði að viðskiptavinir kæmu í búðina

og versluðu þessar flugur til að fara í t.d.

Þingvallavatnið og þær væru að gefa

mjög vel þar, sem og víðar.

F.v. Viagra, Íslensk Snælda og Kopar Snælda.

Page 47: Veidislod 3. tbl 2012

47

Hrygnan Síðumúla Það var reyndar ætlunin að tala lítið eða

ekkert um Snældu, en þarna fundum

við samt afbrigði sem við höfðum ekki

séð áður. Það er talað um þýska Snældu,

brasilíska Snældu o.s.frv. en þarna var

komin Íslensk Snælda í öllu sínu veldi,

þ.e.a.s. þetta var Snælda í íslensku

fánalitunum. „Íslenska Snældan er eftir

Trausta hjá Iceflies,“ sagði Kristín.

Þarna var síðan dregin fram voldug

tvívængja sem Kristín sagði að nyti vax-

andi vinsælda og loks sýndi hún okkur

laxatúpuna Viagra, sem fer eins og

eldur í sinu að sögn Kristínar. Vissulega

er Viagran veiðileg og spurning hvort

það geti nokkuð valdið misskilningi að

veiðibúð sé að selja Viagra?

Blue Moon, Tuðran og Augnkarlinn.

Page 48: Veidislod 3. tbl 2012

48 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Veiðiflugur Langholtsvegi

fluguboxiðá barnum

Enn og aftur, þá var ekki ætlunin að tala

um Sun Ray Shadow, en í Veiðiflugum

rákumst við á enn eitt afbrigðið af

henni. Þau eru orðin býsna mörg, heita

alls konar nöfnum og bara gaman að

því, en hér er nokkuð mögnuð útfærsla

á ferð. „Við köllum hana Fish Scull

Sunray og hún er samvinnuverkefni

míns og Jóns Inga Ágústssonar flugu-

hnýtara í Indlandi. Það var gaman að

kokka hana saman þessa og skemmti-

legt hvernig brasshausinn sem minnir

á haus á síli kemur út. Perlubúkurinn

gefur henni síðan líflegt yfirbragð.

Tilfellið er að hún hefur verið að gefa

afar vel í sumar. Við höfum aðallega

frétt af henni í ánum sem eiga til að

vera dálítið litaðar, t.d. Blöndu og Rang-

ánum. Síðan er ég algerlega handviss

um að hún myndi gera góða hluti í

Skjálfandafljóti,“ sagði Hilmar, en með

þessari útfærslu af Sunray er farið að

skjön við venjulega notkun flugunnar,

en hún er að upplagi og uppruna yfir-

borðsfluga, en með þessum brasshaus

kafar hún djúpt og er í raun og veru

orðin að hreinni sílaeftirlíkingu. Fish

Scull Sunray kemur í þremur litum og

tveimur stærðum.

Hluti af þurrflugustofni Veiðiflugna.

Page 49: Veidislod 3. tbl 2012

49

Veiðiflugur LangholtsvegiLíkt og fleiri sem við hittum á börunum,

þá varð Hilmari tíðrætt um þurrflugu-

sprenginguna í landinu. „Þetta er mikil

uppsveifla og einstaklega gaman að

því að sjá þessa þróun. Við höfum

brugðist við með því að bjóða mikið

úrval af þurrflugum,“ sagði Hilmar og

við tíndum til nokkrar traustar fyrir

myndatökuna: Floating Ant, Black Gnat,

Black Gnat parachut, þrjár útgáfur af

Klinkhammer, m.a. Phesant tail, Daddy

long legs, Spider og Black foam ant.

Væntanleg er Galdralöppin fræga.

Míkrótúpur með tungsten sem virka vel í vatnsleysi.

Nýja Sunray tilbrigðið, Fish Scull Sunray.

Page 50: Veidislod 3. tbl 2012

50 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Veiðivon Mörkinni

fluguboxiðá barnum

Haukur í Veiðivon hefur staðið ásamt

Eygló konu sinni á bak við búðarborðið

í 18 ár, en búðin er enn eldri, fór í gang

1987 og var Þá á Langholtsveginum.

Þeim til halds og trausts er Björn K.

Rúnarsson leiðsögumaður í Vatnsdalsá

og áður verslunarstjóri í Veiðibúðinni

við Lækinn í Hafnarfirði. Hann kom

strax með tvö uppáhöld í umræðuna,

laxaflugurnar Colburn Special, sem er

ein af þessum grænu flugum sem gefa

svo vel, en eigi svo margir nota.

Hin er engin önnur en hin gamla og

góða Veiðivon sem Þórður Pétursson

á Húsavík hannaði í tilefni af stofnun

búðarinnar á sínum tíma, en það var

Aðalsteinn bróðir hans sem var stofn-

andi og fyrsti eigandi. „Við erum enn

að selja Veiðivon talsvert, enda er hún

fantagóð,“ sagði Haukur.

Þau í Veiðivon vildu tala um silunga-

púpur og drógu fram safn smærri púpa

en menn sjá gjarnan í verslunum, tals-

vert úrval af púpum á bilinu 18 til 22 og

þær smæstu svo smáar að það hlýtur að

vera mikil vinna að þræða slíka flugu

upp á taum.

Örsmáar púpur leyna á sér. Smáar túbur með tungsten á búknum.

Page 51: Veidislod 3. tbl 2012

51

Veiðivon MörkinniOg líklega bara heilmikið mál að yfir

höfuð finna hana í boxinu....og halda

fiski á svo smáan öngul, en þeir Hörður

og Björn sögðu það með miklum

ólíkindum hvað veiðimenn væru tregir

að prófa svo smáar flugur, það væri

alger misskilningur að silungar sæu

illa púpur sem væru smærri en 12 til 14,

minnstu pöddurnar væru í raun miklu

nær í stærð þeim lirfum og púpum sem

silungarnir væru að éta, þannig að það

væri beinlínis eðlilegt og rétt að nota

púpur í stærðum 18 til 22. Björn sagði

sem dæmi: „Menn sem ég þekki voru að

opna Brunná í Öxarfirði í vor.

Þeir voru í þessum hefðbundnu flugum,

straumflugum og stærri púpum. Ekkert

gekk og það var frost og snjór og þeir

vonlitlir. Þá datt þeim í hug að reyna

þetta smælki, og þá fór fiskur að taka og

afraksturinn var bara frábær veiði og

vænir silungar.“

Þurrflugurnar voru þeim félögum einn-

ig hugleiknar og barinn þeirra vel þéttur

af slíkum flugum. Þeir drógu fram og

sýndu m.a. Alder, Emerger parachut og

fleiri. Af nógu var að taka

Úr þurrflugusafni Veiðivonar.

Tvær gamlar og góðar, Veiðivon og Colburn Special.

Page 52: Veidislod 3. tbl 2012

52 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Vesturröst Laugavegi

fluguboxiðá barnum

Jón Ingi verslunarstjóri í Vesturröst tók

á móti okkur og sýndi okkur miklu fleiri

flugur en við höfum tök á því að sýna í

þessum pistli. „Við reynum alltaf að hafa

einhverjar flugur á boðstólum hjá okkur

sem okkur hugnast sérstaklega sjálfum

og sumar þeirra eru sameiginleg smíð

okkar í búðinni. Silungapúpan Glister

er svoleiðis fluga, en hún hefur reynst

mjög vel á hinum ýmsu urriðasvæðum

Laxár í Suður Þingeyjarsýslu. Straum-

fluga sem er eiginlega kannski nafnlaus

enn þá en er ný útfærsla af Snúð, er líka

smíðuð af okkur og hún er farin að gefa,

hefur m.a. átt sín skot í Veiðivötnum í

sumar,“ sagði Jón Ingi.

Við skoðuðum meira sem hann dró

fram. Þarna var appelsínugul Frances.

Enn og aftur, þá var ekki meiningin að

tala um Frances, en samt, sú appelsínu-

gula er sjaldan í umræðunni. Jón Ingi

var hins vegar nýkominn úr Bíldsfelli

í Soginu þar sem hann landaði sex

löxum, upp í 14 pund, og missti nokkra

aðra. Byrjaði með þessari flugu um

morguninn og þegar hann tók í sundur

og hætti um kvöldið, þá tók hann

fluguna loks af taumnum. Hann skipti

sem sagt aldrei um flugu allan daginn.

Appelsínugul Frances, Haffi og Kolli.

Page 53: Veidislod 3. tbl 2012

53

Vesturröst LaugavegiSíðan má nefna laxafluguna Haffa, í

höfuðið á hönnuðinum Hafliða Hall-

dórssyni á Ármóti í Rangárþingi. Haffi

hefur reynst gríðarlega vel í Rangánum.

Og það má líka nefna laxafluguna Kolla,

sem telst vera afar tengd Vesturröst.

Flugan sú er hönnuð og hnýtt af Engil-

bert Jensen og er til heiðurs Kolbeini

Ingólfssyni sem átti og rak Vesturröst

um árabil, en hann lést um aldur fram

fyrir allnokkrum árum. Kolli er farin að

gefa laxa.

Nýr Snúður t.v. og hvítur Dýrbítur.

Kibbi ormur, sú stærri, og Glister sú smærri.

Page 54: Veidislod 3. tbl 2012

Gylfi að kasta á Borgarsandi við Sauðárkrók.Mynd Pétur H. Ólafsson

Page 55: Veidislod 3. tbl 2012

55

með tvöföldum réttum hnút 25-30 sm

frá enda. Herða þarf vel að svo hnútur-

inn rakni ekki. Á dropperinn, sem Gylfi

nefnir ekki því nafni heldur viðhengi,

notar hann mest straumflugur, nr.

2 eða 4, í söltu vatni, smærri í fersku

vatni. Straumflugurnar eru það sem

Gylfi kallar „mislukkaðar“ flugur, flugur

sem hann hefur hnýtt sjálfur en er ekki

ánægður með. Á taumendanum er

10-12 gramma, silfraður spónn, sílislíki.

Léttir spónar, engar sleggjur.

En hvernig veiðir Gylfi á þetta?„Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að

veiða með spæni, það er þægilegt og

„Einfaldleikinn mun gera þig frjálsan,“

segir Gylfi og glottir þegar hann sýnir

ritstjóra strandveiðibúnaðinn, sam-

settar kaststengur, sem engin er lengri

en sjö fet og allar eru þær grannar og

mjúkar. Á endanum er spónn. Línan á

hjólinu er 25-30 mm sver og hefur allt

að 20 punda styrkleika miðað við það

sem gerist í dag. Á línuendann er hnýtt

lykkja. Síðan útbýr Gylfi um 60 sm

taum úr 35 mm girni, og þar skín bæði

sérviska Gylfa og einfaldleikinn sem

hann nefndi í gegn, lykkja er bundinn

á annan taumendann, hún þrædd í

línulykkjuna og taumurinn dreginn

í gegn. Þá er örstuttur dropper festur

Einfaldleikinn mun

gera þig frjálsanGylfi Pálsson, þekktur sem þýðandi og þulur og í eina

tíð farsæll ritstjóri Veiðimannsins. Þeir eru fáir reyndari

í stangaveiði í söltum sjó og þá erum við ekki að tala um

sjóstangaveiði eins og menn þekkja hana, heldur hina

strandveiðina, að rölta með stöng um fjörur landsins

og veiða hvað sem kann að slysast á, en ekki hvað síst

sjóbleikju, sjóbirting, ufsa, þorsk eða jafnvel ýsu. Gylfi fer

sínar eigin leiðir í þessum efnum, hann er ekki vopnaður

12 til 20 feta lurkunum, lóðunum og blýsökkunum sem

gætu drepið mann. Og við erum ekki að gera lítið úr þeim

veiðiskap, alls ekki. En Gylfi veiðir á fisléttar spinnstengur

og hefur sína sérvisku í agni og hvernig hann leggur það

á borð fyrir sjávarbúann.

strandveiðiGylfi Pálsson

Page 56: Veidislod 3. tbl 2012

56 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Fer maður bara eitthvert og veiðir?„Það er nú víða dálítið viðkvæmt með

það. Víða eru góðir veiðistaðir sem til-

heyra ákveðnum jörðum og þar verður

að falast eftir leyfi landeigenda. En

síðan eru almenningar þar sem allir

mega vera og það mætti alveg kynna

þá og merkja betur. Einn slíkur er

Borgarsandur innan við Sauðárkrók,

sem er raunar einn af mínum eftir-

lætisveiðistöðum. Leiran við Akureyri

hefur verið annar slíkur almenningur,

að vísu hefur því verið fleygt að þar

verði tekið gjald. Ég var þarna á ferð

um daginn og hitti veiðimann sem var

nýbúinn að landa 5 punda sjóbirtingi.

Þá eru frábærir staðir út með öllum

Eyjafirði og ég hef líka veitt vel beggja

vegna Skötufjarðar fyrir vestan. Svo

eru Hornstrandir sérstakur ævintýra-

heimur. Annars hef ég ferðast mikið

um landið í gegnum árin, gjarnan með

eiginkonunni, og haft það fyrir sið að

sjái ég líklega vík og sjávarstaðan og

veðurskilyrði eru rétt, þá stöðva ég

bílinn og bið um að fá að taka svona

tuttugu köst. Lykilatriði er að ekki blási

álandsvindur, því þá er enginn friður

fyrir þaraskít sem pískast upp. Með

þessum hætti hef ég fundið marga

góða veiðistaði.“

Veiðir þú fyrst og fremst sjóbleikju og sjóbirting?„Það er nú hægt að setja í ýmislegt í

sjónum. Ég stundaði t.d. lengi ásamt

fjölskyldunni veiðar á Hraunum í

Fljótum, Hraunamölinni, við veiddum

bæði í sjónum og í Miklavatni eftir

því hvaðan vindurinn blés. Þarna

veiddum við fyrst og fremt bleikju en

eitt sinn var ekki friður fyrir 2 kg þorski

og voru stundum tveir á í einu. Það var

ansi þungur dráttur. Þá kom þarna eitt

sinn ufsatorfa inn í vatnið og við vor-

auðvelt og hægt að kasta svo langt og

þar með ná til margra fiska. Ég er þó alls

ekki hættur að veiða á flugu. En hvernig

ég veiði á þennan búnað? Tryggvi

heitinn í Miðdal sagði við mig fyrir

mörgum árum að galdurinn við að veiða

vel með spæni væri að draga hann inn

eins hægt og skilyrði leyfðu. Gott er að

spóla mishratt og veiðisælt er að hægja á

drættinum af og til og lyfta svo stangar-

toppnum aðeins. Þá er eins og spónninn

doki aðeins við, Danir kalla þetta spinn-

stop og það er magnað hvað fiskurinn

tekur oft á þessu augnabliki. Stengurnar

mínar eru 6 til 7 feta og ég vil hafa þær

mjúkar og með góðri sveigju. Þær mega

svigna alveg upp að skafti. Ég tek yfirleitt

nokkuð fast á fiskum, held góðri sveigju

á stönginni allan tímann en gæti þess

að hafa bremsuna ekki of herta. Bleikjan

lætur illa og hættir aldrei að berjast en

sjóbirtingurinn stekkur meira.

Tekur fiskur bæði spóninn og fluguna?„Það kemur alltaf fyrir af og til að það

koma fiskar upp á bæði í einu, en á

heildina litið er spónninn drýgri, en

mér finnst fleiri fiskar tapast á spón en

flugu. Fílósófían er að gefa þau skila-

boð að stærra dýr sé að elta það minna

og meiri saðning sé í dýrinu sem eltir.

Eða þá að fiskurinn hugsar sér spóninn

sem keppinaut og vilji ná bráðinni

af honum. Hvort að fiskurinn hugsar

svona er annað mál, fiskar hugsa lík-

lega ekki mikið, en spónninn er samt

drýgra agnið. Ég hef líka smíðað mína

eigin spæni, t.d. notað í þá skeiðasköft ,

þeir eiga að vera eftirlíkingar af sand-

síli og síðan hef ég útbúið spæni með

því að taka tvö spinnerablöð og lóða

þau saman. Mér áskotnaðist nefnilega

lager af slíkum blöðum. Þeir spænir

eru líka fengsælir.“

strandveiðiGylfi Pálsson

Page 57: Veidislod 3. tbl 2012

57

Sýnishorn af græjunum.

Page 58: Veidislod 3. tbl 2012

58 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Ég sef ekki seinni part nætur

er sólin á himninum skín.

Guð ekki gleyma sér lætur

gleðina sendir til mín.

Hvað viltu segja við þá sem munu eflaust vilja prófa þennan veiðiskap?„Það er allt of mikið af klisjum í veið-

inni. Menn segja að fiskur sé ekki

genginn upp á grunnið, eða að hann

taki ekki af því hann liggi á meltunni

niðri í djúpinu. Staðreyndin er sú,

að fiskurinn er þar sem ætið er. Viti

maður hvar ætisslóðin er, finnur

maður fiskinn. Oft vísar fuglinn manni

veginn. Ég lít á það sem ögrun þegar

fiskur tekur ekki, þá er það minn stíll

að hafa mikla yfirferð, standa ekki í

sömu sporum of lengi. Eins og stendur

í stórri bók: Leitið og þér munið finna!“

Einhver veiðisaga svona til að slá í þetta botninn?„Ég hef nú sagt þær nokkrar og skrifað

sumar og vil ógjarnan endurtaka mig.

En ég nota viðhengisbúnaðinn líka í

silungsveiði í ferskvatni. Undanfarin

vor hef ég fengið að fara í Hagaós í

Grímsnesi áður en að laxveiðitíminn

hefst. Þar er ágætur urriði, mikið svona

1 til 2 pund og gaman að eiga við hann.

Eitt sinn var lítið að gerast svo að ég

fór á stað sem lítið var reyndur og

fljótlega tók urriði, hann stökk og ég

mat hann ekki undir fjórum pundum.

Þetta var öflugur fiskur en eftir nokk-

urt þóf losnaði úr honum. Ég kastaði

strax aftur og setti í tvo urriða, annar

tók spóninn og hinn fluguna. Þessir

fiskar voru 2 og 3 pund, þannig að ég

græddi í raun heilt pund á því að missa

þennan fyrsta.“

strandveiðiGylfi Pálsson

um að setja í 4 kg fiska. Það gekk svo

mikið á að fyrst héldum við að þetta

væru laxar. Nú, ég hef fengið frábæra

þorskveiði á brimbrjótnum í Bolungar-

vík og dregið ýsur, væna fiska, í höfn-

inni í Vopnafirði. Það er um að gera að

reyna og prófa þótt einhverjir haldi að

maður sé klikkaður.

Hvenær gefur best?„Mér finnst sjósilungsveiðin byrja að

koma til seinni partinn í mai og júní

finnst mér besti tíminn þó að fiska

megi allt sumarið og fram á haust.

Varðandi sjávarföllin þá má segja að

fiskurinn sé alltaf viðvarandi, en mér

hefur fundist hann taka einna best á

aðfallinu og fram að liggjandanum.

Það er í raun hægt að bregða sér í fjör-

una hvenær sem er sólarhringsins og

þótt sumarkvöldin séu heillandi finnst

mér einna skemmtilegast að vera á

ferðinni snemma morguns, er oft

kominn á veiðistað klukkan fimm þá

eru engir aðrir komnir á fætur – nema

fuglarnir. Vísa Sigurðar Óskarssonar í

Krossanesi, Vallhólma, Skagafirði lýsir

vel mínu viðhorfi:

Page 59: Veidislod 3. tbl 2012

59

Lax-, silungs- og skotveiði

Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla,

Minnivallalækur og Fögruhlíðará

www.strengir.is

Page 60: Veidislod 3. tbl 2012

60 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

spurning hvort vöðlurnar séu ónýtar.

Hægt er að meta það með að lekaprófa

og þá kemur í ljós hvar lekinn er og

hversu mikill. Við á Skóstofunni höfum

því miður séð þetta nokkrum sinnum

og er það helst á vöðlum sem eru

orðnar gamlar og einnig á þeim sem

eru ekki þvegnar milli veiðitúra.

Ef svo sokkurinn lekur mikið þá getur

verið að neoprenið sé farið að morkna

eða springa. Oft er þetta aftan á hæl

og undir sólanum. Sjá má þunn brot

í gúmmíinu og gæti það lekið þó ekki

fyrr en þú ferð í vöðlurnar. Gerist það

þegar vöðlurnar eru geymdar í kuðli

í töskuni. Í geymslunni er æskilegt

að hreinsa þær og þurrka og láta svo

hanga framm að næstu veiðiferð.

Hvenær eru vöðlurnar mínar ónýtar?

Þegar öndunarvöðlur eru skoðaðar

þá má sjá ef nælonið er farið að losna

á núningsstöðum innan í vöðlunum

og ef það losnar þá er mikil hætta á að

öndunarefnið springi og þá fara þær að

leka. Þetta gerist oft við hné og í klofi og

einnig aftan á rassi. Til að koma í veg

fyrir þetta er rétt að þvo vöðlurnar vel

eftir síðasta veiðitúr og þurrka vandlega.

Einnig skal hengja þær upp og láta fara

um þær eins og jakkafötin sem mega

ekki krumpast svo þau séu tilbúin í

næstu veislu. Hér má sjá hvar nýlonið

er farið að losna frá öndurnarefninu

og eru sprungur i því sem gerir það að

verkum að þær leka mikið. Ef þetta er á

mörgum stöðum innan í vöðlunum er

Þá veistu að vöðlurnar eru ónýtar...

Vöðlur eru talsverð fjárfesting og þess vegna leitast menn eftir því að gera við vöðlur sínar þegar þær taka upp á því að slitna og leka. Á endanum verða menn þó að beygja sig undir það að vöðlur líkt og mannfólkið sjálft, ganga úr sér, og einn góðan veðurdag eru þær allar. En hvenær er stundin runnin upp? Lárus Gunnsteinsson, kenndur við Skóstofuna, er sá Íslendingur sem líkast til hefur hvað mesta reynslu í að gera við vöðlur. Í þessu nýjasta fróðleikshorni hans útskýrir hann hvernig menn geta séð svo ekki fari á milli mála, hvenær það þýðir ekki lengur að lemja hausnum við stein. Lárus skrifar:

eitt og annaðVöðlur

Page 61: Veidislod 3. tbl 2012

61

Neoprane vöðlur – hvenar eru þær ónýtar ?

Það sést oftast þegar nælonið sem er

utaná og innan er farið að losna frá

gúmmíinu ( neopreninu ). Er það eins

og blöðrur og er þá gúmmíð morknað

þar innaní. Þetta getur gerst allt í

einu, eða alla vega ekki þegar maður

tekur eftir því, nema þá þegar þær leka

skyndilega. Gúmmístígvélin í gamla

daga sprungu þegar þau voru orðin

gömul og gerist það einnig í dag. Ekki

er gott að geyma neoprene vöðlur

í sólarljósi þar sem sólin skemmir

gúmmíið.

Lárus Gunnsteinsson

Skóstofan efh. www.skostofan.com

Page 62: Veidislod 3. tbl 2012

62 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

geta dulist liggja í botni, eða hnausar og torfur þar sem þeir geta skriðið undir eða legið utan í. Þetta geta verið hraðir staðir og líka lygnir. Þar sem hraðinn er fyrir hendi, færir laxinn sig oft upp undir hvítfyssið til að dyljast. Það fer kannski best á því að flokka þessar þurrkveiðar í tvennt, hvernig best sé að veiða í þurrka í hröum stöðum og hvernig veiða beri lygnari staði.

Byrjum á hröðum stöðum.

Einn helsti meistari laxveiðinnar er Ás-geir Heiðar, hinn margreyndi veiði- og leiðsögumaður. Hann sagði okkur eitt sinn frá tveimur erlendum veiðimönnum sem höfðu mikil áhrif á hann á ferlinum, því hvor um sig höfðu náð mikilli leikni í að ná löxum við erfið vatnsleysisskilyrði. Gefum Ásgeiri orðið, en reynslu sína af þessum köppum upplifði hann sem staðarhaldari og leiðsögumaður við Laxá í Kjós á sínum tíma:

En einhvern vegin er það samt þannig að einhverjir laxar særast upp. Sumir veiðast fyrir tilviljun, voru á réttum/röngum stað á réttum/röngum tíma eftir atvikum hvort sem litið er það frá sjónarhóli laxins eða veiðimannsins. Aðrir veiða einhverja laxa vegna þess að þeir mæta ástandinu með aðferðarfræði sem þeir hafa annað hvort fundið upp hjá sjálfum sér eða numið af öðrum. Það er nefnilega hægt að grípa til þess háttar aðferða að líkurnar á því að menn veiði eitthvað aukast talsvert. Þetta eru atriði sem við höfum rætt við ýmsa snillinga í gegnum tíðina og sumt sann-prófað sjálfir, en heyrt af afrekum annarra á skotspónum.

Það er þekkt að í vatnsleysi og sólríku stað-viðri hætta margir veiðistaðir að halda fiski. Þeir grynnka svo og verða svo glærir að þeir veita fiski ekkert öryggi lengur og þeir þjappa sig saman á þeim stöðum þar sem dýpi er hvað mest, eða klapparrennur þar sem þeir

Veitt í þurrki og vatnsleysi

eitt og annaðAð veiða

Íslenskir laxveiðimenn hafa mátt þola mikil þurrkasumur síðustu árin. Eftir snjólitla vetur rignir síðan ekki svo jafnvel vikum skiptir og árnar fara „ofan í grjót“ eins og sagt er og allir skilja og hugsa til hryllings þegar veiðitúrinn þeirra langþráði er að renna upp og það sést ekki ský á himni. Það er alkunna að þetta ástand dregur mjög úr veiði og gerir allan veiðiskap afar krefjandi og vægast sagt tæknilegan. Þó duga jafnvel ekki trixin á stundum og menn berja vakt eftir vakt á stórum laxatorfum sem virða ekki flugurnar viðlits.

Page 63: Veidislod 3. tbl 2012

63

Ali Tali-Pour kom fyrst 1989 eins og ég gat um og veiðiaðferð hans var allt önnur, en ekki síður mögnuð(en hjá Benrd Koberling – innsk ritstj). Hann er sá allra besti “hitsari” sem ég hef veitt með. Það er stundum talað um að plasttúpurnar fyrir hitsið hafi verið hnýttar fyrst á Íslandi, en ég sá þær samt í fyrsta skipti í fórum Ali’s. Hann var alltaf með sína Winston stöng fyrir línu 7, stöng sem hann gaf mér að skilnaði, og hitsaði alla helstu ormapytt-ina í ánni. Hann lét fluguna bara skauta í hvítfyssinu og raðaði upp fiskum.

Og talandi um skemmtilegar og öflugar veiðiaðferðir þá skal einnig nefndur Richard Hollingsby. Hann kom í Kjósina með tvíhenduna sem hann var vanur að nota, en gat virst eitthvað úti á túni með hana því áin var skelfilega vatnslítil þegar hann kom til veiða. En hann lét það ekki á sig fá og notaði aðferð sem heitir “dapping”. Hann veiddi ormapyttina eins og Ali, því til að dappa þarf maður að geta verið nærri laxinum. Að dappa fólst í að láta fluguna rétt snerta vatnið í hvítfyss-inu, lyfta henni uppúr og snerta aftur, margítrekað. Þetta svínvirkaði ekki síður

en hitsið, en annars nota menn yfirleitt “dapping” til að veiða silung af bátum á Bretlandseyjum og nota til þess mjög langar stangir.“

Það er ekki ýkja erfitt að leika þetta eftir, því hvítfyssið efst í hyljunum dylja mann fyrir fiskinum, en þó er sjálfsagt að fara alltaf varlega. Sumir veiðimenn grípa til þess ráðs við þessar asðtæður að setja undir þungar og stórar túpur og dorga með þeim líkt og veitt væri með maðki. Slíkt getur einnig gefið fiska, en frekar er þó mælt með nettari veiðiskapnum sem Ásgeir lýsti.

Ef við skoðum hægari veiðistaði, jafnvel lygna, þá vandast málið því þá er engin straumgára til að fela veiðimanninn eða veita löxum aukið súrefni. Samt spyrja sig margir hvað þetta eiginlega þýði með súrefnið, því oft stekkur laxinn viðstöðu-laust í þessum lygnu hyljum, daginn á enda í sólinni og þurrkinum. Ekki er það hegðun sem bendir til að hann sé að kafna úr súrefnisleysi. En allt um það, þá tekur hann illa og venjulega aðferðar-fræðin verður treg.

Kvíslafoss eftir margra vikna þurrk. Mynd gg

Page 64: Veidislod 3. tbl 2012

64 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Margir eru þeirrar skoðunar að sé logn og bjart, þá eigi einfaldlega ekki að berja ákveðna hylji. Það spilli bara. Betra sé að bíða fram eftir degi, vona að það geri golu og ef hún bregst þá bíða allar götur fram í ljósaskipti. Leggja sig bara, sleikja sólina eða fara í gönguferð og kynn-ast umhverfinu betur á meðan beðið er eftir skilyrðum. Koma síðan að völdum hyljum þegar tekið er að rökkva. Jafnvel við verstu skilyrði getur það skilað laxi eða tveim sem hefðu ekki náðst ef hylurinn hefði verið barinn í logni og sól um miðj-an daginn. Við þessar aðstæður er best að taumurinn sé langur, eins grannur og menn treysta sér til að nota og síðan skal flugan, mjög smá, strippuð hratt.

Ekki má gleyma innleggi Haraldar í síðasta blaði okkar sem passar inn í þessa umræðu og það er að nota þurrflugu. Hann kynnti fyrir okkur hina nýsjá-lensku Fiskiflugu, en hinir gamalreyndu Bomberar virka líka. Þá er kastað vel upp fyrir sig með löngum taum og flotlínu og flugan látin reka eðlilegu dauðareki. Allar skrýtnar hreyfingar á flugunni vekja tortryggni hjá laxinum og líkur á tökum minnka. Þurrfluga í laxveiði er eflaust

Sigurjón Ragnar, ljósmyndari og veiði-maður sagði okkur eitt sinn að það hefði breytt öllu fyrir sig við leiðsögumennsku í Norðurá, að taka upp á því að nota fis-léttan fjarka við veiðarnar, og firnalangan og grannan taum. Í hinum hægu hyljum í efri ánni fór einfaldlega allt á fleygiferð ef hann kastaði á laxatorfurnar með sexu eða áttu með venjulegum 10-12 punda taum. Laxinn tvístraðist bara og fór í hringsólið. En með dúnmjúkum fjarka og löngum taum gat hann veitt án þess að styggja laxinn um leið og hann byrjaði að kasta. „Mér gekk mjög vel eftir að ég fór að gera þetta og kúnnarnir höfðu bara gaman að því að spreyta sig með léttu stönginni,“ sagði Sigurjón. Hann sagðist hafa fengið allt að 7-8 punda laxa á fjar-kann og viðureignirnar við þá hefðu verið eins og verið væri að glíma við stórlaxa.

Haraldur Eiríksson sagði okkur af sams konar reynslu frá þeim tíma sem hann var umsjónarmaður við Laxá í Kjós og fullyrða má að þetta geti virkað alls staðar þar sem fyrirfinnast lygnir eða hægrennandi hyljir þar sem lax hefur safnast upp. Þó má líka eflaust segja og halda því til haga, að ef það er logn, þá virkar þetta líklega ekki.

eitt og annaðAð veiða

Page 65: Veidislod 3. tbl 2012

65

vanmetin aðferð og margir reyna hana aldrei. En hvers vegna ekki, ef allt annað er að klikka?

Í þessu sambandi hafa sumir líka sagt okkur að þeir noti púpur og andstreymis-veiði. T.d. sagði Einar Páll Garðarsson okkur að hann hefði oft fengið magnaða veiði á hinu hæga frísvæði í Laxá í Kjós með því að andstreymisveiða með púpu og tökuvara. Rétt er þó að geta þess að hvort sem menn eru á hægrennandi hyljum í Kjósinni eða annars staðar að það má ekki taka nafnið „andstreymis-veiði“ of bókstaflega. Í raun eru menn að vaða nokkuð frá landi og kasta nokkuð vel upp fyrir sig og fylgja síðan rekinu uns straumur fer að toga, þá er kastað

aftur. Það liggur nefnilega í hlutarins eðli að ef menn væri að „andstreymisveiða“ í bókstaflegum skilingi, þá væru þeir langt úti í ánni og ítrekað að kasta beint upp fyrir sig með tilheyrandi truflun línunnar á yfirborðinu. Við viðkvæm skilyrði væri það álíka gáfulegt og að kasta steini í hylinn.

En þetta er nú eitthvað til að moða úr kæru lesendur. Það er mikilvægt að fyllast ekki kvíða yfir því að það verði engin taka og veiðitúrinn lang þráði verði jafnvel leiðinlegur af því að áin „rennur varla“. Laxinn er þarna samt sem áður og það er hægt að beita ýmsu fyrir sig.

Page 66: Veidislod 3. tbl 2012

66 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Við hefjum hér uppryfjunina með frá-

sögn Arons Jóhannssonar sem hugði

gott til glóðarinnar þann 1.júní 2008. Þá

skyldu fyrstu köst ársins þanin og lífið

var skemmtilegt....eða þar til að....Hér

kemur lýsing Arons á uppákomunni.

„Jú, ég lenti í smáslysi við veiðar í

Þingvallavatni og veit ekki um hlið-

stæð atvik. Það er búið að gera mikið

grín að mér á meðal veiðifélagana

vegna þessa en hér kemur sagan: Ég og

veiðifélagi minn, Kristján Erlendsson,

ákváðum að skella okkur í Þingvalla-

vatnið sunnudaginn 1. júní en þetta

var fyrsti túr sumarsins hjá mér. Ég var

því ryðgaður þegar komið var á bakk-

annn en við veiddum við Arnarfellið

gegnt Þjóðgarðinum. Ég setti saman

fimmuna með flotlínu og 6 metra taum

með Killerinn hans Þórs Níelsens sem

agn. Til að þyngja hann hafði ég sett

tungsten kúlu fremst. Það byrjaði að

kula hressilega þegar ég byrjaði að kasta

út og þenja mig. Allt í einu fann ég

smell í framtönnunum og stór hluti af

vinstri framtönninni rúllar upp í mig!!!!

Mér hafði sem sagt tekist í fyrsta kasti

sumarsins að brjóta aðra framtönnina

þegar tungsten kúlan small á horni

hennar. Ég vissi ekki hvort ég átti að

hlæja eða gráta á bakkanum! Hverjar

eru líkurnar á því að hitta framtönn-

ina svona glæsilega, auk þess sem ég

var með opinn munninn þegar þetta

gerðist. Ég hringdi í tannlækninn

minn á bakkanum og fyrsta sem hann

spurði mig um hvort ég væri örugglega

ekki með gleraugun á nefinu! Honum

hefur greinilega fundist það líklegt að

Á meðan við bíðum eftir veiðisögum sumarsins 2012 skulum

við rifja upp nokkrar sem við heyrðum og skráðum árið 2008.

Þessar falla undir hrakfallasöguflokkinn, en hrakfallasögur úr

stangaveiðinni eru ævinlega í skemmtilegri og vinsælli kantinum.

Hverjum þykir ekki gaman að heyra hvernig viðkomandi datt í

ána á ögurstundu, flækti línuna, sleit tauminn, datt á rassinn, braut

stöngina og þannig mætti lengi halda áfram.

Gott að geta trúað á orðatiltækið

„fall er fararheill“

veiðisagan

Page 67: Veidislod 3. tbl 2012

67

ég myndi krækja úr mér augun fyrst

ég náði að brjóta framtönnina með

kúlúhaus! Tönninni var síðar hægt að

bjarga með því líma hana á sinn stað en

ég hef heyrt það út undan mér frá veiði-

félögunum að þeir séu panta fyrir mig

Hannibal Lecter grímu. Þetta kennir

manni kannski að vera ekki að gapa

eins og þorskur á þurru landi við veiðar,

heldur halda sér saman og einbeita sér

að verkefninu.“

Oft heyrast hrakfallasögur og þessi er í

hæsta gæðaflokki. Fyrir utan þessa man

ritstjóri helst eftir frásögn fyrir fáum

árum af veiðimanni sem hélt til veiða

að vori, í fyrstu ferð þess tímabils, að

Hlíðarvatni og var með nýja flugustöng,

fimmu eina magnaða sem hann hafði

fengið í jólagjöf. Á leiðinni varð á vegi

hans girðing sem hann hugðist príla

yfir. En hann festi sig í gaddavír, reif

vöðlurnar, sem voru líka nýjar, steyptist

fram fyrir sig, sleit liðbönd í hægri ökkla

og braut að auki flugustöngina sem

lenti undir honum í fallinu!.

Annar var búinn að þreyta lax á Hvarar-

hylsbroti í Norðurá í 40 mínútur í miklu

vatni. Laxinn í nágrenni 18 pundanna

og nýgenginn, enda miður júní. Við-

komandi var með maðk og Ambassa-

dorhjól á kaststönginni. Á einhverjum

tímapunkti, með allt þanið í botn, tókst

viðkomandi einhvern vegin í ósköpun-

um að reka puttann í bremsutakkann,

þannig að spólan losnaði úr bremsu

og fékk veiðimaður heilan hrafnslaup

á hjólið, slík varð flækjan. Laxinn, sem

legið hafði kyrr og þumbast, hrökk við

og styggðist, æddi af stað og sleit þá

auðvitað línuna eins og tvinna.

Það væri hægt að halda lengi svona

áfram, en kannski að við notum tæki-

færið og hvetjum lesendur okkar til að

senda okkur hrakfallasögur úr veiðitúr-

um! Bara endilega látið þær koma. Ef að

þær eru fram úr hófi pínlegar, þá getum

við boðið nafnleynd.

Page 68: Veidislod 3. tbl 2012

68 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Þegar talað er um Grænland þá dettur

mönnum náttúrulega helst í hug

hreindýr og sjóbleikja. En sauðnautin

eru þarna einnig, tröllvaxin dýr, ákaf-

lega hyrnd þau elstu og frekar forn-

eskjuleg í almennu útliti svo ekki sé

dýpra í árina tekið.

Þegar Axel fór til sauðnautaveiða á

þessum slóðum var hann starfsmaður

hjá Árna Baldurssyni hjá Lax-á, en það

fyrirtæki bauð upp á sauðnautaveiðar

og gerir það eflaust enn sé eftir því

leitað. „Ég fór þarna tvisvar með rúss-

neska veiðimenn. Ég fór fyrst og fremst

þarna sem leiðsögumaður þessara við-

skiptavina, en í seinni ferðinni hringdi

Valgerður á Lax-á í mig og bauð mér að

skjóta dýr fyrir veiðidýrsafnið sem þau

Lax-árhjón eru að koma upp í sérhúsi

við skrifstofubyggingarnar á Vatnsenda.

Sauðnautshausinn sem þar hangir

er einmitt sauðnautið sem ég skaut,

gaman að segja frá því,“ segir Axel.

Veiðisvæðið er á suðaustur Grænlandi,

nálægt Narsasquak. Frá Narsak er sex

tíma sigling að gamalli herstöð danska

sjóhersins í Vitut. Þar eru hús sem eru í

ágætis ásigkomulagi og þau eru notuð

fyrir veiðimenn sem vilja kanna þessar

slóðir. Það er Bjarne Olesen sem starf-

rækir þarna veiðiþjónustu . Fyrrum

mátti aðeins veiða sauðnautin til 15.

ágúst, en eftir það fer fengitíminn í

hönd og þá verður kjötið af dýrunum all

miklu lakara til manneldis. Fyrir ein-

hverjum árum breyttu síðan Grænlend-

ingar þessu, þá var farið að sækja meira

í stærri og flottari dýrin og þá var farið

að leyfa veiðar fram í október.

Axel Óskarsson er veiðimaður af guðs náð og óhætt er að segja að hann

fari ekki alltaf hinar almennu hefðbundnu leiðir. Þvert á móti fer hann

sínar eigin leiðir og það er margt sem hann hefur veitt með byssu og stöng.

Það kann vel svo að fara að þessi pistill verði sá fyrsti af nokkrums em við

gætum kallað Ævintýri Axelós, því á næstu mánuðum mun hann dúkka

upp á ótrúlegustu stöðum á jarðkringlunni með vopnin sín við höndina.

En áður en hann leggur upp í heimsreisuna, þá rifjaði hann upp fyrir

Veiðislóð verulega eftirminnilegar skotveiðiferðir, tvær talsins, sem hann

fór til Grænlands til að skjóta sauðnaut.

Rann á mig einhvers konar

víkingahamur

skotveiðiSauðnautaveiðar - Axel Óskarsson

Page 69: Veidislod 3. tbl 2012

69

Axel segir nú frá: „Fyrst er að leita að

dýrunum og það er gert með því að

sigla með ströndum og skanna fjalls-

hlíðarnar með sjónaukum. Þarna er

víðast snarbratt fram í sjó, brattar hlíðar

og víða hömrum girt. Sauðnautin eru

í hópum í þessum bröttu hlíðum og

þegar maður kemur auga á þau trúir

maður því varla að svo stór dýr geti

athafnað sig í slíkum bratta. Það virðist

vera nóg af dýrum þarna, en þar sem

svæðið er afar víðfeðmt getur það samt

tekið drjúgan tíma að finna hópa og

jafnvel þegar hópur er fundinn þá er

ekki sjálfgefið að leiðsögumennirnir

leyfi að skotið sé úr viðkomandi hjörð.

Það má aðeins veiða dýr sem orðin eru

tíu ára eða eldri. Þau þekkjast á hvítsp-

rengdum hnakkahárum og jafnvel þótt

slíkt dýr finnist getur leiðsögumaðurinn

tekið upp á því að segja nei, það verði að

leita að öðru dýri. Þegar dýrið er fundið

þá er ekki slakað á uns það er fellt.

Þegar hópur er fundinn, þá er siglt

lymskulega í burtu og land tekið þar

sem fyrstu landgöngu er að finna. Það

getur líka tekið sinn tíma. Síðan er brölt

í land með byssurnar og stefnan tekin

upp fyrir hópinn, heldið mun hærra.

Síðan er læðst í áttina til þeirra, meira

og minna niður í móti og menn verða

að vera lúmskir því dýrin eru vör um sig

og stygg og ef þau verða veiðimanna

vör þá bregður manni í brún hvað þau

geta hlaupið hratt þessi að því er virðist

silalegu tröll.

Myndir eru úr safni

Axels og Lax­ár

Page 70: Veidislod 3. tbl 2012

Grænlendingurinn er mjög sérstakur

og þarna gildir afar sérviskuleg regla.

Menn mega aðeins taka með sér eitt

skot. Það á að duga. Ef menn komast

í færi og leiðsögumaðurinn velur dýr,

þá er því eins gott að miða vel. Takist

að fella dýrið, gerist nokkuð sérstakt, í

stað þess að eftirlifandi dýrin flýi hið

bráðasta, þá hnappa þau sig í hring í

kring um fallna dýrið og það getur tekið

mjög drjúgan tíma að stugga hópnum í

burtu. Eiginlega láta þau sér ekki segjast

fyrr en þau virðast vera búin að átta sig

á því að fallna dýrið sé dautt. Þá missa

þau áhugann og rölta í burtu. Það er

alveg ljóst að á meðan að hópurinn ver

dýrið með þessum hætti, kemst maður

ekki að því til að huga að ástandinu.

Hvort að það sé lífs eða liðið.“

Er færið langt og hver er stærðin á þessum dýrum?„Ætli ég hafi ekki skotið dýrið mitt af

130-140 metra færi, en það fer eftir

aðstæðum hversu nærri menn komast.

Fari eitthvað úrskeiðis þá eru dýrin fljót

að forða sér. Stærðin á þessum dýrum

er nokkuð svakaleg. Stærstu tarfar geta

vegið allt að 450 kg. Þetta eru því helj-

arkvikindi.“

Hvernig vopn notaðirðu?„Þetta var Winchester 360 magnum.

Byssa sem Bjarni útvegaði. Það stafaði

af því að Rússarnir fóru byssulausir

til Grænlands og það þurfti að útvega

byssu. Þegar ég fékk síðan boð um að

útvega Lax-árhjónum sauðnaut, þá

naut ég góðs af og notaði sömu byssu.

Annars myndu menn bara nota svipuð

vopn og þeir nota á hreindýr.“

70 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Page 71: Veidislod 3. tbl 2012

71

Svo fellir þú dýrið í þessum hrikalegu snarbröttu fjallshlíðum....hvað svo?„Jah, fyrst, eins og ég nefndi, er að

reyna að komast að dýrinu fyrir hinum

dýrunum í hópnum. Síðan, þegar

það tekst um síðir þá hefst aðgerð og

þetta er að því leiti eins og í hrein-

dýraveiðinni að það er bara reynt að

hreinsa innan úr og koma því til skila í

sem bestu ástandi. Venjan er að leggja

stykkin á dúka sem er síðan rennt

niður hlíðarnar þar sem þeim er síðan

slakað niður að bátunum. Þetta getur

verið snúið og erfitt verk því aðstæður

til þessa eru fjarri því góðar og eigin-

lega í besta falli vondar. Þegar ég skaut

dýrið mitt þá rann á mig einhver vík-

ingahamur og ég raðaði þessu á bakið á

mér og lagði hausinn ofan á minn eigin

haus. Síðan þrammaði ég niðru brekk-

urnar og blóðið lak yfir mig allann!“

En hvað með kjötið....má taka það með sér heim?„Það má taka eitthvað. Man það ekki

lengur nákvæmlega en það lá ein-

hvers staðar ámilli 10 og 15 kílóa. Það

taka ekki allir svo mikið. Sjálfur tók ég

bara einn vænan bita af stærsta vöðv-

anum. Menn geta sótt um að taka meira

með sér heim, en þá kostar einhverja

X krónutölu fyrir hvert umfram kíló.

Þetta er annars ógurlegt magn af kjöti,

stór tarfur getur verið að skila 100 til 110

kílóum af hreinu kjöti og það er oftast

megnið af því ónýtt af hálfu veiði-

mannsins, þess vegna er það svo að

kjötið er hluti af greiðlsunum til leið-

sögumanna og annarra fylgdarmanna

og Grænlendingarnir eru tilbúnir að

leggja gríðarlega mikið á sig fyrir góðan

kjötskammt, enda telst það vera hluti

af vetrarforðanum. Það má því segja

að heimamenn nýti það sem umfram

fellur til af aflanum.“

Hvað gerðirðu við kjötstykkið þitt?„Ég blés til ærlegrar grillveislu á skrif-

stofu Lax-ár. Það er ævinlega mikil

gleði á þeim vinnustað og stöðugt verið

að efna til einhverra uppákoma. Ég var

grillarinn og bauð upp á sauðnauts-

vöðva sem ég marineraði í ólífuoliu,

soja, sætu sinepi og hvítlauk. Það vildi

svo til að ég hafði einnig nýverið verið

í Rússlandi með Árna Baldurssyni og

þar fengum við í eina máltíðina alveg

einstakt meðlæti, pestó sem var bætt

með rucolla, furuhnetum og basil. Ég

snaraði saman svoleiðis og grillaði

síðan kartöflubáta. Þetta smakkaðist

með ólíkindum vel og ef það var hægt

að líkja því við eitthvað, þá var það ein-

staklega mjúk og góð nautalund.“

Page 72: Veidislod 3. tbl 2012

Ég er Dani en lít á sjálfan mig sem hálfan Íslending

72 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

ljósmyndunAsger Søndergård Olesen

Asger með 13 punda geddu úr Svogerslev vatni við Roskilde.

Page 73: Veidislod 3. tbl 2012

Asger Søndergård Olesen er Dani en lítur á sjálfan sig sem hálfan Íslending. Hann heimsækir Ísland á hverju ári, bæði til að veiða og hitta vini sína. Frá fyrstu heimsókn, árið 1988 hefur hann verið heltekinn af fegurð landsins.

Í heimsóknum sínum hefur hann farið víða um land til veiða, fyrst og fremst í leit að silungi en nú hin seinni ár hefur laxveiðin heillað æ meir.

Fyrir utan ljósmyndun af veiði, sérdeilis fluguveiði, myndar Asger mikið nátturuna og dýralífið með sérstakri áherslu á ránfugla. Hann gaf m.a. út ljósmyndabók um danska turnfálkan árið 2010 og vinnur nú að nýrri bók um ránfugla.

“Við náttúruljósmyndun, legg ég sérstaka áherslu á að fanga augnablikið, þ.e.a.s það augnablik þegar eitthvað sérstakt gerist. Oft hefur maður aðeins sekúndubrot til þess og þá þarf allt að vera tilbúið. Ljós, sjónarhorn, atvik og tækni þurfa að harmonera. Mjög oft næst þetta ekki alveg en þegar það gerist er það töfrum líkast.”

Asger notar Nikon D7000 með standard linsu auk nokkurra góðra zoomlinsa.

Hann er í félagsskapnum Zoing (www.zoing.dk) sem myndar líf og list í þéttbýli.

Ég er Dani en lít á sjálfan mig sem hálfan Íslending

73

Page 74: Veidislod 3. tbl 2012

74 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Page 75: Veidislod 3. tbl 2012

75

Við Hraunfossa.

Page 76: Veidislod 3. tbl 2012

76 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Við Æðafossa í Laxá í Aðaldal.

ljósmyndunAsger Søndergård Olesen

Page 77: Veidislod 3. tbl 2012

77

Page 78: Veidislod 3. tbl 2012

78 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Page 79: Veidislod 3. tbl 2012

79

Kastað fyrir bleikju í Berghyl í Fljótaá.

Page 80: Veidislod 3. tbl 2012

80 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

ljósmyndunAsger Søndergård Olesen

Hinn fullkomni dagur við Svogerslev vatn.

Page 81: Veidislod 3. tbl 2012

81

Page 82: Veidislod 3. tbl 2012

82 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Eyðibýli á Vatnsleysuströnd.

Bátar á Svogerslev vatni.

ljósmyndunAsger Søndergård Olesen

Page 83: Veidislod 3. tbl 2012

83

Bátar á Svogerslev vatni.

Page 84: Veidislod 3. tbl 2012

84 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Page 85: Veidislod 3. tbl 2012

85

Ungur haförn á flugi í Fyledalen í Svíþjóð

Page 86: Veidislod 3. tbl 2012

86 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

10 punda gedda að kvöldi í Svogerslev vatni

ljósmyndunAsger Søndergård Olesen

Page 87: Veidislod 3. tbl 2012

87

Page 88: Veidislod 3. tbl 2012

88 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Page 89: Veidislod 3. tbl 2012

89

Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi

Page 90: Veidislod 3. tbl 2012

90 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi.

Page 91: Veidislod 3. tbl 2012

Uggi á aborra úr vatninu við Svogerslev á töfrandi kvöldi þar sem aborrarnir ginu við stórum gedduflugum

91

Page 92: Veidislod 3. tbl 2012
Page 93: Veidislod 3. tbl 2012

Þingvallaurriðinn

hér og nú

lífríkiðJóhannes Sturlaugsson, Laxfiskum

93

Áhugamenn um stangaveiði hafa ekki farið varhluta

af þeim fréttum er berast frá Þingvöllum, að

urriðanum hefur farið fjölgandi og ef að marka má

allar veiðisögurnar nú í vor og byrjun sumars, þá hefur

urriðaveiðin aldrei verið líflegri og æ stærri fiskar hafa

verið að veiðast. Hefur m.a. frést af tveim sem voru

annars vegar 30 pund og veiddur í net og hins vegar

ríflega 29 pund og veiddur á stöng. Í framhaldi af þessum

veiðifréttum hefur árleg umræða náð nánast hámæli þar

sem menn skiptast í hópa um það hvernig umgangast

beri þennan áður næstum aldauða stofn sem nú er í svo

örum vexti. Friða hann alfarið, smella a´skyldusleppingu

eða leyfa dráp á urriða? Þolir hin vaxandi stofn að

drepið sé úr honum? Fullt af spurningum vakna og við

lögðum allar þær sem okkur datt í hug fyrir Jóhannes

Sturlaugsson hjá Laxfiskum, en hann hefur staðið fyrir

margþættum rannsóknum á Þingvallaurriðanum í fjölda

ára. Óhætt er að segja að margt fróðlegt hafi komið út úr

tilsvörum hans, en hann svaraði þeim skriflega og hér er

pistill hans geriði svo vel:

Page 94: Veidislod 3. tbl 2012

94 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Möguleg frekari fjölgun urriðanna með hliðsjón af takmarkandi þáttumHvað fjölda Öxæringa í Þingvallavatni

varðar þá hefur sá stofn enn ekki dregist

saman enda þótt farið sé að þrengjast

um bæði hrygningar- og uppeldissvæði

í Öxará. Búsvæðin í Þingvallavatni og

gnótt murtu og annars ætis urriðans

mun hinsvegar seint hamla fjölgun

Öxæringa. Ætla verður að fjöldi þeirra

ráðist við núverandi aðstæður í vatninu

öðru fremur af stærð hrygningarstofns-

ins, stærð eða öllu heldur smæð hrygn-

ingar- og uppeldissvæða í Öxará og

ennfremur veiðiálaginu. Fjöldi Öxær-

inga er jafn mikill og raun ber vitni

sökum þess að seiðin sem koma þar

úr hrogni taka út mest af sínum upp-

vexti úti í Þingvallavatni og því er fjöldi

urriðanna sem þaðan er runninn meiri

en ætla má þegar eingöngu er litið til

þess stutta hluta Öxarár sem er fisk-

gengur. Ekki síst þegar litið er til þess að

sá árkafli er ofan í kaupið einungis að

hluta til með heppilegum hrygningar-

og uppeldisskilyrðum.

Síðustu árin hefur urriðum sem hrygna

í ánum sem renna í Þingvallavatn

sunnanvert og í Útfallinu, þar sem

fellur úr Þingvallavatni til Efra-Sogs

og virkjanagangna Steingrímsstöðvar,

fjölgað hressilega. Frá því að árlega

hrygndu ýmist engir eða örfáir fiskar á

þessum svæðum til þess að hrygningin

nú samanstandi af allt upp í tugum fiska

á sumum þessara hrygningarsvæða.

Þessi fjölgun urriða í sunnanverðu

Þingvallavatni og um leið hrygningar-

fiska á áðurnefndum svæðum hefur

bein tengsl við þær fiskræktaraðgerðir

sem að Landsvirkjun stóð fyrir með

sleppingum í sunnanvert Þingvallavatn

árin 2000-2004. Það skýrist af því að

þegar urriðar frá þeim sleppingum urðu

„Í framhaldi af nokkrum áhugaverðum

spurningum sem Guðmundur Guð-

jónsson ritstjóri Veiðislóðar sendi mér

varðandi stöðu Þingvallaurriða á tímum

efnahagskreppu þá hef ég sett fram

upplýsingar sem svara þeim spurn-

ingum ýmist að hluta til eða að mestu

leyti. Upplýsingarnar sem lagðar eru til

grundvallar byggja að hluta til á til-

tækum rannsóknaniðurstöðum a.m.k.

þeim sem ég man eftir þessa stundina.

Einnig leyfi ég mér að geta í eyðurnar

svo sem varðandi veiðitölur og fjölda

geldfiska meðal annars með vísun í

reynslu manna af stang- og netaveið-

um í vatninu síðustu ár.

Fjölgun urriða síðari árSkýrasta viðmiðið varðandi fjölda full-

vaxta urriða er stærð hrygningarstofnsins

í Öxará. Fjöldi urriðanna sem ganga til

hrygningar á riðin í Öxará á haustin og

fyrrihluta vetrar hefur vaxið ár frá ári síð-

an ég fór að fylgjast með þeim félögum

haustið 1999. Sá stofn er fullfær um að

viðhalda sér miðað við þær aðstæður

sem ríkt hafa undanfarin ár, bæði litið til

hrygningarskilyrða og uppvaxtarskilyrða

í Öxará og litið til vaxtar og viðgangs

fiskanna í Þingvallavatni að meðtaldri

veiðidánartölunni. Ört vaxandi viðleitni

stangveiðimanna gagnvart því að sleppa

urriðum í kjölfar viðureigna við þá, hefur

lagt sitt af mörkum til þess ástands sem

við upplifum nú. Því bæði eru urriðar

í veiðistærð fleiri fyrir vikið og um leið

eru fleiri urriðar að baki hrygningunni.

Í þessu sambandi er rétt að minna á að

hver urriði tekur gjarnan þátt í hrygn-

ingunni í fáein ár öfugt við laxinn sem

yfirleitt hrygnir aðeins einu sinni. Ástand

Þingvallaurriða sem hrygna á öðrum

svæðum en í Öxará er nefnt til sögunnar

hér að neðan í vangaveltum um mögu-

lega enn frekari fjölgun urriðanna.

lífríkiðJóhannes Sturlaugsson, Laxfiskum

Page 95: Veidislod 3. tbl 2012

95

kynþroska leituðu þeir nærfellt allir á

áðurnefnd svæði til hrygningar, svo

sem merkingar hafa staðfest, á meðan

alger undantekning er að þeir sjáist

í Öxará. Þannig höfum við nú árlega

hrygnandi urriða í Útfallinu sem eru

Öxæringar að stofnupplagi og fiskar

af sama meiði eru hrygnandi í Ölfus-

vatnsá en væntanlega einnig í litlum

mæli fiskar af stofni þeirrar ár þar sem

takmarkaða hrygningu mátti finna þar

í gegnum árin. Auk þess er takmörkuð

hrygning í Villingavatnsá og hrygning í

Efra-Sogi neðan stíflu. Urriðar runnir frá

hrygningu í Efra-Sogi komast ekki upp

í Þingvallavatn við núverandi aðstæður

en gangi framsýnar áætlanir Landsvirkj-

unar eftir, verður breyting þar á sumarið

2013 þegar til stendur að gera fiskveg við

hlið stíflunnar efst í Efra-Sogi.

Þar sem urriðar sem hrygna á um-

ræddum svæðum við sunnanvert

vatnið eru enn að sækja í sig veðrið

ef frá er talið Efra-Sog, þar sem mikil

veiði er stunduð á hrygningarfiski m.a.

ólöglega um hrygningartímann, þá eru

umtalsverðir möguleikar á því að urriða

fjölgi enn frekar í Þingvallavatni fyrir

tilstilli aukinnar hrygningar á þessum

svæðum.

Gróft mat á fjölda Þingvallaurriða í veiðistofni og árlegri veiði á honumStofn hrygningarfiska Þingvallaurriða

má ætla að sé á bilinu 1200-1500 fiskar

af mörgum árgöngum (5-16 ára) en

hinn eiginlegi árlegi hrygningarstofn

er þó minni í fiskum talið þar sem hluti

urriðanna hrygnir aðeins annaðhvort

ár. Gögn um geldfiska eru rýrari í

roðinu en gögn yfir hrygningarfiska og

því er erfiðara að áætla fjölda geldfiska

sem komnir eru í veiðistærð (um 35 cm

og 500 g eða stærri). Hér er frjálslega

Page 96: Veidislod 3. tbl 2012

96 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

sé að nýta fiskinn til átu þegar nóg er af

honum gæti falist í að setja dagskvóta á

þá urriða sem landað væri, t.d. 1 urriða/

dag.

Náttúruleg innbyggð veiðivörn ÞingvallaurriðansKvikasilfur safnast upp holdi Þing-

vallaurriðans og finnst hjá stærri og

eldri fiskum í meira mæli en æskilegt

getur talist með hliðsjón af manneldis-

sjónarmiðum. Af þeirri einföldu ástæðu

ber að forðast að neyta urriða sem er

stærri en 60 cm að lengd og um 2,5 kg

að þyngd. Því fiskar sem náð hafa þeirri

stærð eða meira innhalda kvikasilfur

sem er að meðaltali yfir leyfilegum

mörkum matvæla sem selja má til

manneldis. Í verstu tilfellum svo sem

þegar ófrískar konur og reyndar kon-

ur almennt á barneignaaldri neyta of

mikils magns af kviksilfursmenguðum

fiski þá sýna dæmin að það getur leitt til

heilsutjóns barnanna vegna þroskafrá-

vika sem er fylgifiskur kvikasilfursins

í slíkum tilfellum. Nánari upplýsingar

um rannsóknir á kvikasilfursmagni í

Þingvallaurriða sem framkvæmdar voru

í samstarfi Laxfiska og Matís má finna

í skýrslu sem er að finna á vefsíðu Lax-

fiska (í fæti síðunnar) á eftirfarandi slóð:

http://laxfiskar.is/images/stories/pdf/

skyrslur/Kvikasilfur_i_urrida_i_Thing-

vallavatni-des2009.pdf

Auk þess sem stórir urriðar eru óheppi-

legir til átu ef menn velja heilsunni

í hag þá er nauðsynlegt að minna á

það að stórir urriðar, til dæmis 80 cm

fiskar, geta átt eftir að hrygna í mörg ár í

sumum tilvikum með tilheyrandi gagn-

semi fyrir urriðastofninn. Því er engin

þörf á því að slá umrædda höfðingja af

með það að viðmiði að þeir hafi þegar

skilað sínu.

áætlað að fjöldi þeirra fiska geti verið

ámóta og hrygningarfiskanna enda

þótt árgangarnir að baki séu mun færri

og ef það væri rétt þá myndi veiðistofn

urriða í Þingvallavatni gróflega metið

nema um 2400-3000 fiskum um þessar

mundir.

Ábyggilegar heildartölur yfir árlega

veiði á Þingvallaurriða eru ekki tiltækar

en ætla má að veiddir séu 300-400 urr-

iðar á ári og þar af sé 100 urriðum sleppt

og eru þá frátaldar veiðar Laxfiska á

urriða í vatninu í merkingarskyni.

Ef marka má aukinn fjölda sagna um

magnveiðar stangveiðimanna á urriða

til löndunar í sumar miðað við næstlið-

in ár þá endurspeglar það nauðsyn þess

að þeir veiðimenn snarbæti veiðihætti

sína. Konungur íslenskra ferskvatns-

fiska, Þingvallaurriðinn á nefnilega

skilið að viðureignir stangveiðimanna

við hann einkennist af virðingu fyrir

þessum merka fiski og lífríkinu sem að

hann tilheyrir í lindavatnsfaðmi Þing-

vallavatns. Meirihluti veiðimanna sem

nýta Þingvallaurriðann með veiðum

sýnir ábyrga hegðun en skussarnir

sem vissulega finnast einnig verða að

taka sig á. Þannig er mögulegt viðhalda

áfram blandaðri aðferð við stangveiðar

á urriðanum, þ.e.a.s. bæði til að sleppa

honum en einnig til að éta hann. Ef

hinsvegar ítrekuð dæmi finnast áfram

um veiðihætti þar sem mönnum finnst

sjálfsagt að vera í hlutverki löndunar-

krana hvað urriðann varðar svo sem í

sumarbyrjun þegar langsoltinn urriðinn

er oft auðveiddur, þá er ekki nema von

að veiðimenn reifi möguleika þess að

skylda sleppingar á urriðum í stangveiði

í Þingvallavatni. Millistig sem stuðlað

gæti að framþróun veiðihátta veiði-

minkanna en um leið tryggt að hægt að

lífríkiðJóhannes Sturlaugsson, Laxfiskum

Page 97: Veidislod 3. tbl 2012

Söluvefursem aldrei

sefurBestu verðin - Sértilboð í hverri viku

- fjöldi veiðsvæða um land allt

97

LokaorðHöfundi þessara orða þykir vænt um

Þingvallaurriðann líkt og svo mörgum

öðrum. Vegna þess að enn er svo komið

að fleiri urriðar vinna létt verk í upp-

byggingu Þingvallaurriðans þá hvet ég

veiðimenn til að sleppa urriðum. Skilj-

anlega vilja menn sem fyrr éta góðan

silung og Þingvallavatn býður oft upp á

næga bleikjuveiði til þess að sinna þeim

þörfum þó svo að urriði bíti á agnið. Ef

hinsvegar menn setja ekki í bleikju eða

vilja bara hreinlega fá Þingvallaurriða í

matinn til tilbreytingar þá er æskilegt að

líta til þess sem sagt var hér að ofan um

kvikasilfur í holdi þeirra og neyta helst

smærri fiska.

Í lokin vil ég biðja veiðimenn um að

fylgjast grannt með fiskmerkjum þeim

sem notuð eru við rannsóknir á urriða

og bleikju í Þingvallavatni og skila þeim

ásamt tilheyrandi upplýsingum með

hliðsjón af leiðbeiningum sem gefnar

eru á tveimur leiðbeiningaspjöldum

fyrir Þingvallavatnssvæðið á vefsíðu

Laxfiska undir flipanum fiskmerki, sjá:

http://laxfiskar.is

Um leið langar mig að biðja veiðimenn

sem eiga í fórum sínum merki frá fyrri

árum sem gleymst hefur að skila, að

ekki sé talað um rafeindafiskmerki,

að skila merkjunum jafnvel þótt allar

upplýsingar um fiskinn o.þ.h. vanti. Ég

óska veiðimönnum góðra stunda við

Þingvallavatn og á öðrum veiðilendum.”

Page 98: Veidislod 3. tbl 2012

Sá stóri úr Höfðahyl

10. júlí 1942

Við ætlum að leyfa okkur hér að skrá

þessa gömlu mögnuðu frásögn og rifja

það upp hér í leiðinni, að hvenær sem

er gæti jafnoki þessa lax verið dreginn á

land. Þessir drekar eru ennþá til í Laxá, á

því leikur enginn vafi.

Í umfjöllun um einstaka veiðistaði kemur

Jakob að Höfðahyl, og þar stendur: -Það

var í þessum hyl, sem stærsti lax, er veiðst

hefur á stöng í Laxá, tók Jock Scott flug-

una mína númer tvö í júlímánuði 1942.

Skal nú greint fráþeirri viðureign:

Það er 10.júlí 1942.

Runninn er upp síðasti dagur minn í Laxá

á sumrinu. Við erum þrír eftir af veiði-

félögunum, auk mín þeir Sæmundur

Stefánsson, heildsali, og Kristinn Stefáns-

son, læknir.

Klukkan er 8.30, þegar við Sæmundur

vöknum og lítum út um gluggann.

Það er orðið daglegt brauð að hlusta á

norðanstorminn lemja glugga og þil, en

nú er öðru vísi um að litast.

Sólin er hátt á lofti. Rignt hafði um nótt-

ina, og döggin á túninu á Laxamýri glitrar

eins og ótal demantar. Skjálfandaflói er

eins og spegill, en niður á Mýrarvatni

getur að líta stóran hóp af svönum. Þetta

er einn hinna dásamlegu sumarmorgna.

Morgunverðurinn er snæddur í flýti, og

klukkan 9 erum við komnir suður að

brúm, en þar bíður Kristinn eftir okkur.

Við fætur hans liggur nýrunninn 25

punda lax.

Við höldum áfram, félagarnir þrír, ásamt

Heimi Sigurðssyni frá Garði, sem var leið-

sögumaður okkar félaganna við ána.

Við Núpafossinn skiptum við okkur. Sæ-

mundur fer norður á Núpabreiðu, Kristinn

í Hólmakvíslarnar, en ég suður í Höfðahyl,

og Heimir slæst í fylgd með mér. En áður

en ég skil við Kristin, er hann búinn að

landa öðrum laxi, 22 punda hæng. „Silfri“

virðist vera vel við í Laxá núna!

Ég byrja að kasta nokkru fyrir ofan

staðinn, þar sem ég veit laxinn liggja

vanalega. Eftir andartak hleypur lax á eftir

98 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

Laxá í Aðaldal hefur gefið margan stórlaxinn, en einn sá frægasti var lax sem Jakob

V. Hafstein veiddi í Höfðahyl 10.júlí 1942. Það var hængur, 36 pund og líklega enn í

dag stærsti stangarveiddi laxinn úr þeirri frægu stórlaxaá. Árið 1965 gaf Bókaútgáfa

Menningarsjóðs út bókina Laxá í Aðaldal eftir Jakob, bók sem hefur elst afskaplega

vel og er í raun enn í dag alger klassík í veiðibókmenntum hér á landi. Fágætt er að

skrifaðar séu bækur um laxveiðiár af meiri alúð en Jakob gerði um árið. En í þeirri

bók skráir hann atburðinn fræga, þegar hann setti í og landaði laxinum stóra.

einu sinni var

Page 99: Veidislod 3. tbl 2012

99

flugunni, en missir hana. Ég held áfram

og færi mig neðar. Nú veit ég, að tæki-

færið nálgast. Skammt neðan við stekkur

einn stór og fallegur.

Ég er búinn að lengja það á línunni, að

flugan flýgur austur yfir álinn, að berginu

í Höfðanum.

Ég gef flugunni dágóðan tími til að

sökkva, en dreg hana svo fremur hægt að

mér. Allt í einu sé ég boða á vatnsborð-

inu; þeir smáaukast, verða gríðarmiklir,

og laxinn tekur fluguna ákveðið og með

miklum þunga, en fremur hægt. Hann

tekur á sig sveiflu, sporðblaðkan kemur

næstum upp úr vatninu. Síðan stingur

hann sér niður í grængolandi dýpið. Mér

er þegar ljóst að um stórlax er að ræða.

Í sama mund og laxinn tekur fluguna,

kemur urtandarungi, undanvilltur, tíst-

andi að mér. Ég veiti honum enga athygli

fyrst í stað, en hann vill ekki frá mér fara,

svo ég tek hann og set í vasa minn, sem

er rúmur og góður. Ýmist var hann þar, á

ánni, eða eltandi mig á bakkanum allan

tímann, sem ég glímdi við laxinn. Það var

engum blöðum um það að fletta, að þetta

hlaut að vera minn gæfufugl!

Laxinn syndir hægt upp hylinn og liggur

ekki þungt í. Ég færi mig smátt og smátt

nær landi og hugsa nú um það eitt að

hafa sem bezta aðstöðu, þegar sú stóra

stund kæmi, að laxinn „færi á sprett“.

Ég veit, berist leikurinn niður fyrir Höfða-

hylinn, þar sem áin beljar fram í foss-

andi strengjum milli ótal hólma, að þá er

honum þegar í stað lokið.

En laxinn heldur áfram upp ána, upp úr

hylnum og fram á breiðuna, án þess að

gera mér nokkrar glettur. Nú þykir mér

mitt ráð vænkast.

Ennþá hefur laxinn legið djúpt í strengn-

um og um það bil 40 yardar úti af hjólinu.

Þegar hann er kominn nokkuð fram á

breiðuna og vatnið orðið lygnara, finn

ég fljótt að hann tekur að ókyrrast. Hann

fer að taka hina snöggu hliðarkippi, svo

ég dreg þá ályktun, að annað hvort muni

standa tæpt í honum eða þó öllu heldur á

beini.

Loksins kemur spretturinn – öll yfirlínan

– 100 yardar – út, og laxinn rennir sér

upp úr vatninu.

Nú sé ég, hversu geysistór hann er, og

veit, að ég hef aldrei fyrr sett í svo stóran

Page 100: Veidislod 3. tbl 2012

fisk. Heimir stendur hjá mér og hrópar:

„Minnst 30 pund.“

Hin einkennilega kennd, blandin hvíða

og gleði, gerir nú vart við sig, því að ég er

þess fullviss, að von mín um 30 punda lax

geti ræst, ef lánið er með mér.

Ég lít á úrið mitt – klukkan er 10.20 – og

leikurinn búinn að standa í 50 mínútur.

Enn er ekkert lát að finna. Laxinn heldur

áfram að strika um breiðuna og rennir sér

eins og hnísa upp í annað sinn. Svo stingur

hann sér í djúpið og liggur þar hreyf-

ingarlaus drykklanga stund. Ég veð fram á

breiðuna eins og ég get og stytti á línunni.

Kristinn er nú kominn til mín og sér, hvað

um er að vera. Mér finnst hann jafn fullur

áhuga og ég sjálfur: að leiknum ljúki með

mínum sigri. Nú er liðin 1 klukkustund

og 10 mínútur frá því að laxinn tók, og þá

kemur fyrir hið eina í þessum leik sem

óhapp getur talist og ég hafði óttast.

Laxinn fer af stað. Hann syndir í áttina

til mín, upp úr djúpstrengnum og inn á

sandeyrina næst bakkanum. Hann fer sér

hægt og nú eru ekki úti nema 8 – 10 yar-

dar af línunni. Ég sé hann í nokkra metra

fjarlægð og get glögglega greint, hví-

líkur feikna fiskur þetta er. Hann er með

gapandi ginið og loftbólurnar springa í

vatnsborðinu yfir honum. En þegar hann

kennir grunnsins, stingur hann sér aftur

út í álinn, og festist þá línan í hraun-

brúninni.

Mér verður á orði við Heimi: „Sýnd veiði –

en ekki gefin.“

Aftur veð ég eins langt fram í ána og ég

framast get og reyni með lagi að losa

línuna. En allt kemur fyrir ekki.

Heimir hleypur þá af stað fram að Knúts-

stöðum til að sækja bát, ef ske kynni,

að þá tækist að losa um lykkjuna, sem á

línuna hefur komið. Þetta tekur um hálfa

klukkustund og ég veit, að nú er undir

láninu einu komið, hvernig takast muni.

Ég bíð hinn rólegasti, en reyni samt að

losa. Þarna stend ég góða stund, sem mér

finnst reyndar eilífðarlöng.

En viti menn. Allt í einu er allt laust.

Laxinn hefur sjálfur hjálpað til að losa

línuna. Hann kemur aftur upp á grunnið,

og nú finn ég, að minn tími er kominn til

að ráða þessum leik til lykta.

Kristinn er að landa laxi á Höfðabreiðunni

skammt ofan við mig, og ég kalla á hann

mér til hjálpar.

Ég ræð nú leiknum algerlega. En brátt

verð ég þess var, að svo mikill er laxinn

fyrir sér, að ég muni ekki komast með

hann upp að bakkanum, enda er nú Krist-

inn kominn og tekur um styrtlustæðið á

ferlíkinu, þar sem það liggur nokkra metra

frá landi, og segir þá um leið og hann

kemur rogandi með það í land: „Hvaða

djöfulsins styrtlustæði er á kvikindinu“ –

og það var satt.

Það gerðist nokkurn vegin í sama svip,

að ég náði laxinum og Heimir kom með

bátinn. Var ég þá búinn að hafa hann á

önglinum í 111 mínútur.

Enga vog höfðum við, en eftir tæpa

klukkustund kom Sæmundur með „libsar-

ann“. Laxinum var brugðið á vogina, og

fór þar saman þyngd hans og það sem

„libsarinn“ tók, eða 40 lbs.

Þetta er þá sannleikurinn um „stóra

laxinn“, sem í sumra munni varð 40 pund

eða jafnvel miklu meira.

Veiðimenn sjá af frásögninni, að marg-

ur minni lax hefur verið erfiðari á öngli

en þessi.

En stærsti veiðimannsdraumurinn minn

hafði ræst.

100 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

einu sinni var

Page 101: Veidislod 3. tbl 2012

101

Page 102: Veidislod 3. tbl 2012

102 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Innbakaður lax í salthjúpi Forréttur fyrir 8 eða aðalréttur fyrir 4

Lengi vel var Egill Kristjánsson yfirkokkur í

veiðihúsinu Fossási við Grímsá, veiðihöllinni miklu

sem hinn bandaríski Ernst Schwiebert teiknaði og

setti SVFR nærri á höfuðið á sínum tíma. Egill hefur

nú róið á önnur mið en margur hefur sagt frá því

ævintýri að dvelja í Grímsá við veiðar og setjast síðan

niður til að nærast á réttum hins magnaða kokks.

Ljósmyndir eru eftir Lárus Karl Ingason og það voru

blaðamennirnir Bjarni Brynjólfsson og Loftur Atli

Eiríksson sem voru fengnir til að rekja garnirnar

úr kokkunum, kynna þá og fá þá til að töfra fram

eitthvað dásamlegt.

Hráefni• 1smálax

• 1fennikagrósöxuð

• Sítróna

• Jómfrúarolía

• Knippisteinselja

• Saltogpipar

Hjúpur

• 4kggróftsalt

• 3dleggjahvítur

AðferðLaxinn er skolaður vel utan og innan. Berið á hann-olíu, kryddið að utan með hluta af kryddjurtunum og látið afganginn af kryddinu inn í hann sem fyllingu. Fyrir hvern slægðan tveggja kílóa lax þarf um fjögur kíló af grófu salti. Saltið er sett í skál og bleytt í því með eggjahvítunum. Setjið hluta af saltblöndunni í eldfast fat og búið til grunn fyrir laxinn að hvíla á. Leggið laxinn þar á og hyljið með restinni af saltinu. Setjið í 210 gráðu heitan ofn og bakið í 35 mínútur, tíu mín-útur til viðbótar fyrir hvert kíló.

Fatið með laxinum er tekið úr ofninum og látið standa í tíu mínútur. Saltskánin er þá brotin varlega utan af laxinum, allt salt hreinsað af honum. Borinn fram með jómfrúarolíu og sítrónubátum.

villibráðareldhúsiðÚr bókinni „Spriklandi lax í boði veiðikokka“

Egill er vanur veiðimaður og einn

af þeim sem var svakalega heppinn

með Maríulax, en hann var 18,5 pund,

dreginn úr Álftá á Mýrum sem geymir

ekki marga svoleiðis dreka. Egill var þá

í sínum fyrsta veiðitúr með tengda-

föður sínum og veiddu þeir 31 lax þann

daginn. „Ég hélt að svona ættu lax-

veiðiferðir að vera en hef aldrei lent

í öðru eins síðan, nema í sumar sem

leið þegar bræðurnir Eggert og Þórir

frá Stykkishólmi buðu mér með sér í

Grímsá. Ég var ekki lengi með þeim og

veiddi ekki marga laxa sjálfur, en þeir

skráðu rúmlega 100 laxa á okkur þann

daginn,“ segir Egill.

Page 103: Veidislod 3. tbl 2012
Page 104: Veidislod 3. tbl 2012

veiðihundar

Öryggi hunda í bílum

Inngangur

104 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Veiðihundar

Samvinna veiðihunds

og veiðimanns Aðhaldasvokallaðanstandandifuglahunderaugljóslegalífstíll.Þeirsemþaðgerabreytaútfráfyrrivenjumviðveiðar,jafnvelþóaðöllujöfnuséuþeiraðveiðaminnaenþeirhefðuellagert.Svomargtannaðkemurístaðinn,ekkihvaðsístalltstússiðíkringumuppeldið,þjálfunhundannaogekkihvaðsístveiðiprófin. ViðfræddumstumþettahjáPétriAlanGuðmundssynikaupmanniíMelabúðinnisemerstjórnarmaðuríVorstehdeildinniaukþessaðveraveiðiprófsdómarifyrirfuglahunda.Vorstehtilheyrategundahópi7skvFCIsemerualþjóðasamtöksem Hundaræktarfélag Íslands er aðili að en hefur sína eigin deild á meðan aðrir fuglahundarheyraundirFuglahundadeildogÍrsksetterdeild.

Í aðalatriðum eru þó þessar deildir að

starfa eftir sömu stöðlum og óhemju-

magn af alls kyns upplýsingum og við-

horfum má finna á vefsíðunum www.

fuglahundadeild.is og www.vorsteh.is

Við ætlum ekki að grufla neitt í það að

ráði, utan að birta þessa stuttu klausu

sem lýsir í stuttu máli vissum grund-

vallaratriðum: „Fuglahundar eru ein-

staklega skemmtilegir félagar en þurfa

gott atlæti og hreyfingu. Þeir eru blíðir

og barngóðir, skynsamir og fljótir að

læra og einstaklega ljúfir á heimili, svo

lengi sem grundvallar þörfum þeirra sé

sinnt, þ.e. reglulegri útiveru og hreyf-

ingu. Nauðsynlegt er þeim sem veltir

fyrir sér að eignast fuglahund að gera

sér grein fyrir því að með fuglahundi er

hann að velja sér veiðifélaga til næstu

tíu ára hið minnsta og fyrir höndum

eru krefjandi verkefni, bæði við þjálfun

og útiveru.

Ef fuglahundi er vel sinnt er leitun

að betri og skemmtilegri félaga, en

óhamingjusamur hundur er engum til

yndisauka.

Veiðar með fuglahundi

Þegar veitt er með fuglahundi, haga

menn veiðum með tilliti til hundsins.

Menn velja sér veiðislóð þar sem vel sést

yfir og unnt er að fylgjast með hund-

inum við rjúpnaleit. Veiðimaðurinn

gengur rólega yfir veiðislóðina en lætur

hundinn um að leita rjúpna, finna þær,

standa og benda á þær. Veiðimaður-

inn gengur síðan að hundinum og

reynir að láta hann reisa fuglinn á

vængina svo hægt sé að skjóta fuglinn

á flugi. Að skoti loknu sækir hundurinn

fuglinn fyrir eigandann.

veiðihundarStandandi fuglahundar – Pétur Alan Guðmundsson

104 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Page 105: Veidislod 3. tbl 2012

105

Regluleg hreyfing nauðsynleg

Fuglahundur sem ætlaður er til veiða

og þátttöku í veiðiprófum þarf reglu-

lega hreyfingu. Fyrir rjúpnaveiðitím-

ann þarf hann að frá skarpa upprifjun

í veiðivinnu og ögun, auk þess sem

hann þarf að fá hlaupaþjálfun til að

byggja upp líkamsþol fyrir rjúpnaferðir.

Á rjúpnaveiðum má gera ráð fyrir að

gengnir séu 3 - 4 km á klukkustund,

en hundurinn fer margfalt lengri leið

á sama tíma. Fuglahundur þarf því að

fá góða þrek- og hlaupaþjálfun fyrir

veiðitímann.“

Að þessu sögðu, heyrum við hvað Pétur

Alan segir um umgjörðina og hug-

myndafræðina. „Allt þetta umstang í

kring um hundinn verður smátt og

smátt að alls herjar sporti hjá okkur og

fer að taka tíma sem hefði farið í gömlu

veiðarnar enda hefur veiðitíminn verið

styttur allt of mikið og hefði mátt breyta

veiðiálagi m.a. með svæðaskiptingum,

flutning á veiðitíma og álagi Í stað stytt-

ingar tímabilsins. Hundurinn þarf stöð-

uga kennslu og þjálfun og prófatímabilin

eru á haustin, síðla veturs og fram í maí.

Þess á milli er fjöldi af sameiginlegum

æfingum. Það er sama hver hunda-

tegundin er. Ef þeir eru ekki þjálfaðir

og þjálfuninni ekki haldið við verður

afraksturinn eftir því. Ef þeim er bara

dembt í veiði að hausti hlýða þeir jafnvel

illa, þófarnir tætast jafnvel upp, og þeir

eru frá það sem eftir er stuttrar vertíðar.

Með stöðugri þjálfun byggjum við þá upp

og viðhöldum genunum. Góðir veiði-

hundar geta af sér góða veiðihunda og

menn leitast við að para saman góða

veiðihunda með árangra úr veiðiprófum

og ræktunarsýningu HRFÍ.

ISCh. C.I.B. Zetu Jökla

Page 106: Veidislod 3. tbl 2012

veiðihundar

Öryggi hunda í bílum

Inngangur

106 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Veiðihundar

ISFtCh. ISCh. C.I.B. Gæfu Beretta

ISCh. C.I.B. Zetu Jökla Frá veiðiprófi í Eyjafirðinum

Setning veiðiprófs við Áfangafellsskálann við Blöndulón

Page 107: Veidislod 3. tbl 2012

107

BendirVERSLUN MEÐ HUNDAVÖRUR

511-4444 www.bendir.is

Ég hygg að stærstur hluti veiðmanna

sem fá sér veiðihunda veiði töluvert

minna eftir að þeir fengu sér hunda en

njóta veiðanna þeim mun betur í sam-

vinnu og uppskeru þjálfunar og sport-

legra veiða. Bæði er að við sækjum ekki

lengur í fjöllin, hamrana og urðirnar

heldur fremur sléttlendið, við skjótum

helst ekki sitjandi fugl og helst fugla

sem hundarnir finna, miða út, benda á

og reisa. Þetta verður svo mikið sam-

spil og félagsskapur að það yfirtekur allt

annað. Við getum sagt að með þessu

viljum við efla veiðihundamenningu og

viðhafa sportlegar hefðir við veiðarnar.“

Hvers vegna passar ekki að fara í fjöllin?

„Það er út af eðli veiðanna, að hundur-

inn finni rjúpuna. Ég fór áður oft í fjöll,

eyddi heilu dögunum í príl, en nú fer

veiðiskapurinn mest fram á sléttara

landi, bæði mólendi og kjarri. Þar eru oft

og iðulega færri fuglar heldur en ofar.

Þeir eru til sem hafa ákveðna fordóma í

garð standandi fuglahunda og kalla þá

ryksugur. Halda að þeir séu svo næmir

að þeir finni hvern fugl. Þetta er þó mis-

skilningur og byggist á vanþekkingu.

Það er alls ekki óalgengt að hundarnir

skemmi jafnvel veiðimöguleika, koma

kannski undan vindi að rjúpunum og

fæla þær upp. Séu þeir ekki fullnuma

í fræðunum, þá taka þeir jafnvel upp

á því að elta rjúpurnar lengi og þá eru

þær okkur tapaðar. En menn sem hafa

haldið þetta hafa síðan komið sumir í fé-

lagsskapinn og þá séð að þetta var rangt.

Hundurinn er auk þess ákveðin trygg-

ing fyrir því að særðir fuglar komast ekki

undan og dauðir fuglar finnist hrein-

lega. Ég hef lent í því í rjúpnaveiði að

veiða minnst, en koma samt með mest

heim vegna þess að hundlausu menn-

irnir fundu ekki hvíta rjúpuna fallna

í snjónum og kjarrinu. Þetta er það

nákvæmlega sama í gæsa- og anda-

veiði, en þar eru menn gjarnan með

þessar sömu hundategundir þó að þær

veiðar séu í eðli sínu öðru vísi. En þar

eru hundarnir ekki hvað síst í því hlut-

verki að sækja skotna fugla og í myrkri

og/eða þýfi þá munar um það, að ekki

sé minnst á þegar skotnir fuglar, dauðir

eða særðir, lenda í vatni eða ám. Aðal

atriðið er sem sagt, að með allri þessari

markvissu þjálfun og samveru, þá skili

samvinnan sér á endanum og það veitir

svo mikla ánægju.“

Page 108: Veidislod 3. tbl 2012

græjur ofl.

Þessa dagana er Sage að senda frá sér fyrstu skammtana af Sage One tvíhendum og „switch“ stöngum. Á meðan margar af stærri fluguveiðibúðum veraldar eru enn að taka niður fyrirfram-pantanir eru allar stangirnar komnar í stangarekkana í Veiðihorninu.Íslenskum veiði-mönnum stendur því til boða fyrstum allra að eignast þessar einstöku stangir.

Sage One einhendurnar komu á markaðinn um miðjan ágúst í fyrra og slógu strax í gegn enda er hér á ferð mesta bylting í flugustöngum frá því grafít kom til sögunnar. Tvíhendurnar og „switch“ stangirnar eru byggðar á sömu tækni og einhendurnar, Konnetic tækninni sem Sage hefur þróað og á sér enga líka.

Það er óhætt að segja að sölusprenging hafi átt sér stað í flugulínum frá Rio í vor og sumar enda er Rio fremsti fram-leiðandi flugulína í heiminum í dag. Rio er bandarískur fram-leiðandi flugulína og framleiðir undir eigin merki, en einnig fyrir önnur merki svo sem flest skandinavísku merkin sem fáanleg eru hér á landi.

Mikil breyting hefur orðið á flugulínum á síðustu árum. Fyrir fáeinum árum var nóg að ganga inn í veiðibúð og biðja um flotlínu númer átta og málið var dautt. Í dag má segja að til sé orðinn flugulínufrumskógur þar sem línur hafa verið þróaðar fyrir mishraðar stangir, fyrir misjafnar aðstæður og aðferðir. Sumar línur eru gerðar fyrir lengdarköst á meðan aðrar eru sérstaklega góðar til að kasta á móti vindi og enn aðrar til þess að leggja flugu ofur varlega á viðkvæmt vatnsyfirborð.

Með Konnetic tækninni hefur tekist að þróa og framleiða léttari, grennri, kraftmeiri og nákvæmari stöng en áður hefur þekkst.

Switch stangirnar eru 11,6 fet og koma í línuþyngdum frá 4 til 8. Tvíhendurnar eru í lengdum frá 12,6 upp í 14 fet og fyrir línuþyngdir 5 til 10. Sjón er sögu ríkari og eru áhugasamir hvattir til þess að heimsækja Veiðihorn-ið Síðumúla 8 og kíkja á Sage One. Sage One leysir af hólmi hina feykivinsælu Sage Z-Axis sem notið hefur mikilla vinsælda síðustu árin. Þar sem Z-Axis er nú dottin út úr prógrammi hjá Sage verða síðustu stangirnar seldar á mikið lækkuðu verði.

Vinsælustu Rio flugulínurnar eru Rio Outbound, Rio Outbound Short, Rio Gold og Rio Grand fyrir einhendur en fyrir tvíhendur hefur Rio AFS Outbound skotl-ínan heldur betur slegið í gegn að ógleymdri Rio Scandi Versitip línunni sem kom á markaðinn í vor. Þá má ekki gleyma Rio Switch fyrir Switch stangirnar.

Það eru engir aukvisar sem standa að baki þróuninni og framleiðslunni hjá Rio en fremstur í flokki er Simon Gawesworth sem fengið hefur fjölda verðlauna og viðurkenninga einkum sem tvíhendukastari.

Starfsmenn Veiðihornsins í Síðumúla 8 eru svo sannfærðir um að viðskiptavinum líki Rio flugulínurnar að þeim býðst að skipta línu í aðra líki þeim hún ekki, eða einfaldlega að fá hana endurgreidda.

108 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Sage One tvíhendur - Veiðihornið

Rio flugulínur - Veiðihornið

Sjá hér eitt og annað ítarefni um stangirnar:

http://www.sageflyfish.com/fly-rods/two-handed/spey-rods/one/ http://issuu.com/veidihornid/docs/veidi2012online?mode=win-dow&pageNumber=1 http://vimeo.com/26791493

Sjá hér eitt og annað ítarefni um línurnar:

http://vimeo.com/38642001 http://www.rioproducts.com/fly-lines/spey/spey/afs-outbound/ http://www.rioproducts.com/fly-lines/freshwater/trout/rio-grand/

Page 109: Veidislod 3. tbl 2012

græjur ofl.

Veiðiblað Veiðihornsins – Veiði 2012

Sage Circa – Veiðihornið

Bráð ehf. rekstrarfélag Veiði-hornsins, Veiðibúðarinnar við Lækinn og Sportbúðarinnar auk netverslananna Veiðimaðurinn.is og Flugan.is réðst í það stórvirki í vetur að hanna og framleiða stórt og mikið veiðiblað sem sýnir stóran hluta vöruúrvals verslananna.

Í stað þess að þýða erlenda veiðibæklinga var metnaðurinn látinn ráða för og blaðið hannað frá grunni. Leitað var til Nils Jörgensen sem getið hefur sér gott orð sem útlitshönnuður, ljósmyndari og veiðimaður. Ákveðið var að gefa blaðið ekki

Á síðasta ári kom Sage One einhendan frá Sage á markaðinn og nú þessa dagana er fyrirtækið að senda frá sér One í tvíhendu-útfærslum. Á þessu ári verða kynntar þrjár nýjar stangarfjöl-skyldur frá Sage. Ein þeirra er Sage Circa. Circa stöngin er byggð á Konnetic tækninni sem notuð er í hinar kröftugu One stangir en er gjörólík.

Undanfarin ár hefur þróun flugustanga verið sú að fram-leiðendur hafa leitast við að framleiða æ hraðari stangir. Síðustu misserin hafa nokkrir framleiðendur farið að spóla til baka og markaðssett hægari stangir. Litið er um öxl og skoðað hvernig gömlu glertref-jastangirnar unnu. Flestir þeirra sem leitað hafa í þá áttina hafa farið þær leiðir að fækka trefjum í stangarefni eða bland-að saman grafíti (koltrefjum) og glass fiber (glertrefjum). Sage er

bara út rafrænt heldur prenta það á vandaðan pappír og dreifa til viðskiptavina. Blaðið kom fyrst út í byrjun júní en „seldist upp“ og var ákveðið að prenta nýtt upplag sem dugar vonandi til haustsins.

Blaðinu er dreift frítt í framan-greindum veiðibúðum en einnig á nokkrum vel völdum stöðum auk þess sem fletta má blaðinu í öllum betri veiðihúsum landsins. Viðtökurnar við Veiði 2012 eru með þeim hætti að nú þegar er hafin undirbúningsvinna að Veiði 2013.

einn þeirra framleiðanda sem hafa leitað til fortíðarinnar og leitast við að líkja eftir vinnslu gömlu hægu stanganna en fór þó aðrar leiðir en hinir fram-leiðendurnir. Notast var við nýju Konnetictæknina við fram-leiðslu nýju Sage Circa stangar-innar sem kemur á markaðinn seint í sumar.

109

Hér má fletta Veiði 2012:

http://issuu.com/veidihornid/docs/veidi2012online?mode=window&pageNumber=1

Það er samt ekki hægt að kalla Sage Circa hæga stöng. Stang-arhönnuðir Sage kalla hana „Trout Action“ en stöngin er sérstaklega hugsuð fyrir silungs-veiði. Þrátt fyrir það að stöngin sé mun hægari en t.d. Sage One ber hún línuna á miklum hraða „high line speed“.

Veiðihornið í Síðumúla fékk í lok júní eitt eintak af Sage Circa svo íslenskir veiðimenn eru boðnir velkomnir að taka í. Sage Circa er væntanleg í Veiðihornið í lok ágúst Hér má sjá myndband með Jerry Siem, aðalstangar-hönnuði Sage þar sem hann útskýrir nýju tæknina og segir frá Sage Circa.

http://vimeo.com/44832752

Page 110: Veidislod 3. tbl 2012

græjur ofl.

Verslunin Veiðivon í Mörkinni býður mikið úrval af frábærum flugulínum. Þessa daganna leggja þeir hvað mesta áherslu á þær þrjár sem hér eru tíndar til. Skoða nánar:

Rio UniSpey

Rio UniSpey er ný lína frá Rio sem er hönnuð fyrir miðlungs ár og upp í stærri eins og t.d Sogið og Aðaldal.

Línan var yfir 2 ár í þróun hjá Rio og útkoman er þessi. Það er auðvelt að komast uppá lag með að kasta henni jafnt fyrir lengra komna og styttra. Hún ræður vel við að kasta stórum túbum,veltir þeim auðveldlega við en leggst jafnframt mjúkt á vatnsflötinn því belgurinn er settur þannig upp.Fyrir aftan belginn á „running línunni“ kemur svartur kafli sem gefur til kynna hvar hleðslu-punkturinn er á línunni annars er línan ljósgrá. Kemur frá stærðum 6/7 og uppí 10/11. Frábær lína fyrir þá sem vilja síður skotlínur. Enn ein frábær viðbót frá Río

110 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Nýjar línur –Veiðivon

Rio Trout LT

Rio Trout LT er lína sem þeir hjá Rio telja fullkomna línu fyrir hefðbundnar silungsveiðiað-ferðir og hefur hún reynst okkur frábærlega.

Langur en nettur belgur gerir það að verkum að hún leggst mjúklega á vatnsflötinn sem er oft nauðsynlegt við silungs-veiðar þar sem fiskurinn er oft mjög styggur. Þess vegna hentar þessi lína vel fyrir þurrfluguveiði og veiðar með litlum púpum! Auðvelt er að veltikasta með Rio Trout og einnig er gott að speykasta með henni(single spey). Frábær lína til að koma fiskinum á óvart!

Scientific Anglers GPX Taper

GPX Taper línan er svona mitt á milli Shark skin línunnar og smooth línunnar frá SA

Sem sagt aðeins hrjúf og er ekki 360 gráður um sig heldur eru nettir kantar á henni sem gerir það að verkum að viðnámið verður minna þegar hún skýst út í kastinu og á þar af leiðandi að auka kastlengd veiðimannsins!

Fremsti hluti línunnar er þannig úr garði gerður að hann er með x-tra gott flot í sér sem er ný hönnun frá SA(Dry Tip Techno-logy) Eins og allar línur frá SA þá er sama og ekkert minni í þessari línu. Fyrir þá sem hafa átt í vandræðum með að hlaða stífar stangir þá hentar GPX Taper línan mjög vel því hún er hálfu númeri þyngri en uppgefið númer. Dæmi lína #6 er í raun #6 ½

Ertu búinn að skrá þig í áskrift?

www.veidislod.is

Page 111: Veidislod 3. tbl 2012

græjur ofl.

111

Teeny sökkendalínur í sjóbirtinginn–StjániBen–Veiðivon

Það verður að segjast eins og er að upphaf míns fluguveiðiferils (ef feril má kalla) einskorðast við nær eingöngu veiðar á urriða og ég gerði það mikið and-streymis. Ég fékk æði fyrir því að veiða með tökuvara og helgaði miklum tíma í að æfa mig í því. Ég hafði engan sérstakan áhuga á að veiða sjóbirting því mér fannst veiðileyfin dýr og tíminn sem hann var veiddur á leiðin-legur. Mér fannst skemmtilegast að vera með nettar græjur í litlum ám og lækjum, í góðu veðri og helst að sjá fiskinn sem ég var að reyna við.

Við félagarnir áttum þó alltaf holl í ónefndum læk skammt utan höfuðborgarinnar á vorin og við fengum mjög mismunandi veðurfar í þessum túrum. Eitt árið fékk ég nóg af því að vera að reyna að koma færi með tveimur flugum, tökuvara og jafnvel nokkrum höglum út á móti stífri norðanátt og enda oftar en ekki með allt heila klabbið hreinlega uppá bakka.

Ég stakk uppá því við félagana að við fengjum okkur holl í sjóbirt-ing þar sem maður þyrfti ekki að læðast með bökkum, þar sem maður gæti veitt í nánast hvaða veðri sem er. Þessir vortúrar væri að miklu leyti hugsaðir til að ná úr mönnum mesta hrollinum og þar sem ég var í þeirri stöðu að eiga kannski engan séns á að veiða neitt allt sumarið þá nennti ég ekki neinu “veseni” í vortúrunum.

Úr varð að við fórum í ögn stærri á sem staðsett er á Norðurlandi og er hreint út sagt sjóbirt-ingsparadís. Við fengum góð ráð frá okkur vitrari mönnum og eitt af þeim var að hafa með okkur Teeny línur. Það gerðum við og sjáum ekki eftir því.

Teeny T-300 Línurnar sem ég er að tala um eru frá Jim Teeny og kallast T-series línur. Þetta eru sökkendaskotlínur má segja sem eru með 24 feta sökkenda sem hægt er að kaupa með mismun-andi sökkhraða. Línurnar eru samsettar, heilar skotlínur sem er mjög þægilegt.

Ég er alltaf með tilbúnar spólur með T-130, T-200, T-300 og T-400 í töskunni. Þær sem ég nota mest eru 200 og 300 og ég geng meira að segja svo langt að nota þær báðar á sömu stöngina. Ég á 10 feta Sage Z-Axis stöng fyrir línu 6 og T-200 er fullkomin á þá stöng. Ég nota T-300 á hana líka þó svo að þar sé alveg svakaleg ofhleðsla í gangi og stórkostleg hætta á að brjóta stöngina þá passa ég mig á því að hægja einfaldlega á kastferlinu og leyfa línunni og stönginni að vinna saman.

Það er alls ekki einfalt mál að kasta svona línum en maður er ótrúlega snöggur að komast upp á lag með það samt. Persónulega finnst mér betra að nota lengri stangir fyrir T-series línurnar en það á við í þessari á sem ég er að tala um þar sem köstin þurfa að vera löng.

Vorbirtingur tekinn með T-300 og Nobbler í AprílÞessi 24 feta sökkendi kemur flugunni niður í dýpið þar sem birtingurinn heldur sig og maður velur einfaldlega sökkhraðann sem maður vill nota í hvert skipti. Ég nota stuttan taum á þessar línur eða ekki meira en c.a. 60-70 cm. Tilgangurinn með svona löngum sökkenda er farinn ef maður er að veiða með 9-10 feta taum.

Ég segi fyrir mig að Teeny T-series línurnar hafi algjörlega breytt því hvernig ég veiði sjóbirting og ég er sannfærður um að þær hafa breytt öllu hvað varðar árangur (ef árangur mætti kalla), þ.e.a.s. fjölda og stærð fiska. Allir veiðifélagar mínir nota svona línur í birtinginn og mjög margir kúnna minna hafa keypt sér svona línur eftir að ég hef verið að gæda þá í birting. Þá hef ég lánað þeim mínar og þeir séð hvað allt breyttist og þeir veitt miklu betur. Árið eftir hafa þeir svo komið klyfjaðir af Teeny T-series línum.

Page 112: Veidislod 3. tbl 2012

græjur ofl.

112 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012

Línufrumskógurinn er þéttur og hverjum þykir sinn fugl fagur. Þá meinum við veiðibúðirnar sem er hver með sín merki. Í Hrygnunni fást ýmsar gerðir af flugulínum, m.a. skothausarnir sem kenndir eru við Ace, en eru frá framleiðandanum Vision. Það eru nokkrar gerðir og hafa gefist afbragðs vel og átt vaxandi vinsældum að fagna.

Kristín Reynisdóttir eigandi Hrygnunnar sagði við okkur í fyrra: „það eru nokkrar útfærslur og hafa allar margt til brunns að bera, allt eftir því hvar skal veitt og við hvaða aðstæður. Þessir skothausar hafa verið mjög vinsælir og eru alltaf að sækja á.“

Núna í vertíðarbyrjun tók hún enn dýpra í árinni og sagði bæði með ólíkindum hversu hratt orðsporið færi og eins hvað línurnar væru í raun góðar. „Ég hef sjálf verið að reyna þessar línur og hef ekki reynt annað eins,“ sagði Kristín

Um flugulínur sínar segja Vision-menn sjálfir á vefsíðu sinni: „Á síðasta ári kynntum við Vibe 85 og Vibe 125, með nýrri Dupont Teflon húð, sem hafa reynst svo vel að línur okkar hafa aldrei selst betur. Þetta árið teflum við fram öllum helstu línum okkar sem ætlaðar eru fyrir stóra fiska með þessari styrkingu. Bara að skella þessu á hjólið og bíða eftir fjörinu!“ Amen.

Vision Ace skothausarnir – Hrygnan

Fluguhnýtingarkeppni – HrygnanVeiðibúðin Hrygnan í Síðumúla efnir til fluguhnýtingarsamkeppni í sumar í samstarfi við Krabba-meinsfélag Íslands og nýtur verkefnið Kastað til bata góðs af.

Kristín Reynisdóttir, eigandi Hrygnunnar segir, að skila þurfi innsendum flugum í lokuðu umslagi merktu höfundarnafni auk annars umslags sem einnig geymir höfundarnafnið, en einnig rétt nafn höfundar. Fyrir hverja flugu sem skilað er inn muni 500 krónur renna til verk-efnisins Kastað til bata.

Tekið verður ámóti flugum í Hrygnunni í allt sumar, flugurnar verða settar upp til sýnis í búð-inni jafn óðum og þær berast, en úrslit verða síðan kynnt í september. Þá verður þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Sigga Páls, Vilborgu Reynisdóttur formanns SVFH, og Valgarðs Ragnarssonar búin að velja fluguna sem fær sæmdarheitið Hrygnan 2012.

Það er eftir miklu að slægjast, því fyrstu verðlaun eru Vision flugustöng að eigin vali auk stangardags í Jöklu í samvinnu við Strengi. Önnur verðlaun eru Iker völur frá Vision og þriðju verðlaun Kúra veiðijakki frá Bision.

Page 113: Veidislod 3. tbl 2012

græjur ofl.

113

Strippvörn á fingurna! -VesturröstVeiðimenn sem stunda þá öflugu veiðiaðferð að strippa flugur á laxveiðum þekkja það betur en tárum taki þegar búið er að strippa vísifingur og þumal til óbóta, þ.e.a.s. að komnir eru djúpir skurðir inn í kviku eftir línuna. Þegar sárið er einu sinni opið, verður það bara verra áður en það verður betra.

Hvað er þá til ráða? Jú, auðvitað Stripping guard, eða strippvörnin sem framleiddir eru af fyrirtæk-inu Fullingmill og fást í Vestur-röst efst á Laugarveginum.

Þegar þú verslar þér strippvörn þá færðu þrjár saman í pakka. Ingó í Vesturröst lýsir þessu þannig að um silkihólka sé að ræða sem falla mjög vel á fing-urna sem eru hvað viðkvæmastir fyrir línuskurðunum. „Þetta slær tvær flugur í einu höggi, þetta ver fingurna brunasárum eftir línuna og svo rennur línan miklu betur vegna viðnámsins við silkið. Þetta litla hjálpartæki er algjör snilld og kostar lítið.

Sjá nánar hér:

http://www.fullingmill.com/index.php?c=127&p=1061

Page 114: Veidislod 3. tbl 2012

VEIÐISLÓÐtímarit um sportveiði og tengt efni

Útgefandi:GHJ útgáfa ehf.

Ritstjórn:Guðmundur Guðjónsson, ritstjóriHeimir Óskarsson, útlit og umbrotJón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif

Netfang: [email protected]