grafarvogsbladid 1.tbl 2009

15
Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 1. tbl. 20. árg. 2009 - janúar Allar almennar bílaviðgerðir Allar almennar bílaviðgerðir Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Þjónustuaðili Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Grillið í Grafarvogi Sími 567-7974 Fjölnismenn komu saman á dögunum og heiðruðu afreksfólk fyrir 2008. Hér má sjá sannkallað afreksfólk. Frá vinstri er Sveinn Elías Elíasson, afreksmaður Fjölnis 2008, þá Sigrún Brá Sverrisdóttir sunddrottning, sem hlaut gullmerki Fjölnis og loks Ólaf Þór Gunnlaugsson, Fjölnismaður ársins 2008, en Ólafur Þór er faðir sundsins í Fjölni þar sem hann hefur starfað í áratug og náð frábærum árangri sem þjálfari. Sjá nánar bls. 14. Sjá nánar á Krafla.is og í síma 698-2844 Gjafir fyrir veiði- menn og fyrirtæki Gröfum nöfn veiðimanna á boxin - persónuleg gjöf ,,Mahoný’’ Íslenskt birki Tjónaskoðun . bílamálun . réttingar Bæjarflöt 10 - 112 Reykjavík Sími 567 8686 [email protected] www.kar.is Hafðu samband eða kíktu í heimsókn - Frí tjónaskoðun Vottað réttingarverkstæði - Samningar við öll tryggingarfélög

Upload: skrautas-ehf

Post on 22-Mar-2016

258 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

TRANSCRIPT

Page 1: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðDreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi1. tbl. 20. árg. 2009 - janúar

taktGsm

Breidd 15,1 cm - Hæð 4,6 cm

Allar almennarbílaviðgerðir

Allar almennarbílaviðgerðir

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

Þjónustuaðili

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

HársnyrtistofanHöfuðlausnir

Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 ReykjavíkSími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Grillið íGrafarvogi

Sími 567-7974

Fjölnismenn komu saman á dögunum og heiðruðu afreksfólk fyrir 2008. Hér má sjá sannkallað afreksfólk. Frá vinstri er Sveinn Elías Elíasson,afreksmaður Fjölnis 2008, þá Sigrún Brá Sverrisdóttir sunddrottning, sem hlaut gullmerki Fjölnis og loks Ólaf Þór Gunnlaugsson, Fjölnismaðurársins 2008, en Ólafur Þór er faðir sundsins í Fjölni þar sem hann hefur starfað í áratug og náð frábærum árangri sem þjálfari. Sjá nánar bls. 14.

Sjá nánar á Krafla.is og í síma 698-2844

Gjafir fyrir veiði-menn og fyrirtækiGröfum nöfn veiðimanna á boxin - persónuleg gjöf ,,Mahoný’’

Íslenskt birki

Tjónaskoðun . bílamálun . réttingar

Bæjarflöt 10 - 112 Reykjavík

Sími 567 8686

[email protected] www.kar.is

Hafðu samband eða kíktu í heimsókn - Frí tjónaskoðun

Vottað réttingarverkstæði - Samningar við öll tryggingarfélög

Page 2: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

Fréttir GV2

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðÚtgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Netfang Grafarvogsblaðsins: [email protected]órn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 587-9500 / 698-2844.Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Landsprent ehf..Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi.Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 112.

Máttlítil lögreglaNokkur mótmæli eiga sér stað um þessar mundir vegna

ástandsins í þjóðfélaginu. Skiptast þau í þrennt. Mótmæl-afundi á Austurvelli, borgarafundi í Háskólabíói og loks hefurlítill hópur ungmenna verið áberandi í fjölmiðlum síðustudaga vegna uppákoma þar sem engin virðing er borin fyrirnokkrum hlut, lifandi eða dauðum.

Sjálfsagt er að almenningur mótmæli ef honum mislíkar.Svo lengi sem mótmælin eru friðsamleg. Mótmæli fámennshóps hafa algjörlega farið úr böndunum síðustu vikur og mán-uði og það sem vekur mesta athygli mína er algjört framtaks-leysi lögreglunnar. Tvö dæmi. Kryddsíldarævintýri Stöðvar 2á Hótel Borg. Þegar lætin voru sem mest stóðu lögregluþjónarnánast með hendur í vösum fyrir utan átakasvæðið oghreyfðu hvorki legg né lið. Inni fyrir var kokkurinn í brjáluð-um slag á svuntunni og starfsmenn Stöðvar 2 í slagsmálumvið mótmælendur. Aðeins munaði nokkrum metrum að mót-mælendur kæmust að borðum ráðamanna þjóðarinnar eftirinnrás á hótelið. Hvar var lögreglan?

Annað dæmi. Mótmælin við stjórnarráðið á dögunum oguppákoman við alþingishúsið þegar ráðherrum var meinuðinnganga í húsið. Mótmælendur vanvirtu stjórnarráðið, helturauðri málningu á húsið, vöppuðu um lóðina eins og þeir ættuhana og sprengdu kínverja á tröppunum við inngang hússins.Síðan lágu mótmælendur eins og hráviði um alla lóðina.Meira að segja Hannes Hafstein fékk ekki frið fyrir mótmæl-endum. Hvar var lögreglan? Af hverju varði lögreglan ekkistjórnarráðið? Þegar ráðherrum var meinuð innganga í al-þingishúsið, tuskuðust lögreglumennirnir á við mótmælend-ur. Í fréttum sáust mótmælendur stugga hraustlega við lög-reglumönnum. Enginn handtekinn. Hvar er virðing lögregl-unnar? Og hvernig líta vinnureglurnar út?

Hér er ekki deilt á hinn almenna lögreglu-mann heldur þá sem þar stjórna málum. Þaðer greinilega pottur brotinn innan lögregl-unnar og þar verða menn að taka sig samaní andlitinu ef ekki á illa að fara í framtíð-inni. Lögreglan verður að hafa bein í nefinuog burði til að taka á óvæntum aðstæðum.

[email protected]án Kristjánsson, ritstjóri Grafarvogsblaðsins

GVRitstjórn og

auglýsingar 587-9500

Óskum öllum gleðilegra jóla og takk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða

Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5Sími 586 1717 - panta tíma á netinu! - stubbalubbar.isOpnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19, laugard 10-16

Skoðið tilboðin okkar á www.stubbalubbar.is Nú er tíminn til að panta fyrir ferminguna

_________________________________________________________________

Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5Sími 586 1717 - panta tíma á netinu! - stubbalubbar.is

Opnunartími: þrið-föstudaga 10-18 og laugardaga 10-16

Vínbúðin í Spöng lokarLaugardagurinn 17. janúar nk.

verður síðasti dagurinn sem hægtverður að kaupa áfengi í Grafarvogií vínbúð. Ákveðið hefur verið að lokaVínbúðinni í Spöng frá og með 19.janúar.

Í fréttatilkynningu sem barstGrafarvogsblaðinu vegna málsinssegir: ,,Allir fastráðnir starfsmennmunu halda störfum sínum og flytj-ast yfir í aðrar verslanir. Engar aðr-ar lokanir eru fyrirhugaðar hjá Vín-búðunum.

Megin ástæða þess að Vínbúðinnií Spönginni er lokað er að reksturhennar hefur verið undir vænting-um síðustu árin. Leigusamningurum húsnæðið rann út um áramótinog var ákveðið að framlengja hannekki. Húsnæðið var orðið óhentugtmiðað við þá þjónustu og vöruúrvalsem viðskiptavinir óskuðu eftir. Leit-að verður eftir hentugra húsnæðiþegar aðstæður leyfa.’’

Ljóst er að íbúar í Grafarvogi eruallt annað en sáttir við þessa ákvörð-

un og þykir mörgum aumt að ÁTVRgeti ekki haldið úti verslun í 20 þús-und manna hverfi.

Margir íbúar höfðu samband viðblaðið og lýstu miklum vonbrigðummeð að sífellt væri verið að skerðaþjónustu í Grafarvogi. Eru þeirmargir sem muna vel eftir lokunendurvinnslustöðvar Sorpu en þráttfyrir yfirlýsingar stjórnmálamannahefur ekki enn verið fundin lóð und-ir nýja endurvinnslustöð í Grafar-vogi.

Vínbúðinn í Spönginni verður lokað 19. janúar. GV-mynd PS

- mikil reiði á meðal Grafarvogsbúa með skerta þjónustu

Page 3: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009
Page 4: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

Hjónin Guðrún Stella Björgvins-dóttir og Albert Sævarsson, Grund-arhúsum 13, eru matgoggar okkar aðþessu sinni. Og hér koma afar girni-legar uppskriftir þeirra:

Aspassúpa í forrétt1 ½ l. vatn.100 gr. Smjörlíki + smá hveiti =smjörbolla.2 dósir grænn aspas.½ l. rjómi.Grænmetisteningur.

AðferðVatnið er soðið. Smjörbollann er

sett út í og hrært í þangað til engirkekir erutil staðar.

Soðið í 15-20 mínútur.Vökvanum frá aspasinum er síðan

bætt út í. Síðan er ktaftinum bætt útí.

Aspasinn er síðan skorinn smáttog bætt út í og allt soðið við væganhita.

Rjóminn er síðan settur út ísúpuna.

Ekki hræra mikið í súpunni eftir

að aspasinn er kominn út í og látiðhana ekki sjóða eftir að rjóminn erkominn út í.

Lúxus fiskréttur í aðalrétt800 gr. ýsuflök.300 gr. rækjur.200 gr. sveppir (sneiddir).1 laukur (saxaður).½ blaðlaukur (sneiddur).1 græn paprika (söxuð).1 rauð paprika (söxuð).2 gulrætur (skornar í bita).½ dós ananaskurl og safi.150 gr. Rjómaostur.1 ½ dl. rjómi eða kaffi rjómi.1 tsk. Salt.½ tsk. Sítrónupipar.½ tsk. Paprikuduft.1 tsk. Karrý.2 stk. súpukraftur.

AðferðSteikið lauk og blaðlauk í

smjöri,bætið paprikunum,gulrótun-um og sveppunum út í ásamt ana-skurlinu og safanum og látiðkrauma í smá stund.

Setjið rjómaostinn og rjómann út íog látið jafnast út.

Þá er fiskurinn settur út í og lát-inn krauma í 8 til 10 mínútur.

Bætið rækjunum út í og látið sjóðaí 2 til 3 mínútur.

Ostadraumur í eftirréttBotn

2 bollar homeblest súkkulaðikex.4 matsk. Kakó.75 gr. Brætt smjör.

Fylling

500 gr. Hreinn rjómaostur.175 gr. Sykur.4 matsk. Kakó4 matsk. Mjólk1 tsk. Vanillusykur½ l. þeyttur rjómi.

AðferðBotninn: Bræðið smjörið myljið

kexið og blandið kakóinu saman viðsvo er brædda smjörið sett út í.

Setjið síðan volga kexblönduna íform og þrýstið hennu vel að botn-inu. Kælið skelina.

Fylling:Hrærið rjómaostinn mjúk-an og hrærið sykri,kakói,mjólk ogvanillusykrinum saman.

Léttþeytta rjómann og blanda hon-um varlega saman við.Helliðhrærunni síðan yfir kexmynsluna.

Verði ykkur að góðu,Kveðja Guðrún og Albert

- að hætti Guðrúnar og Alberts

Aspassúpa,fiskréttur ogostadraumur

Hjónin Guðrún Stella Björgvinsdóttir og Albert Sævarsson ásamt börnum sínum en þau heita Íris Björg,Hilmar Freyr, Bjarni Gunnar og Bryndís Stella. GV-mynd PS

Ásgeir og Jóhannaeru næstu matgoggar

Guðrún Stella Björgvinsdóttir og Albert Sævarsson, Grundarhús-um 13, skora á Ásgeir Freyr Björgvinsson og Jóhönnu Hinz, Flétt-urima 22, að vera matgoggar næsta mánaðar og koma með girni-legar uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim þessar girni-legu uppskriftir í Grafarvogsblaðinu í janúar.

Álfaborgir - 3JA herb., endaíbúð,sérinngangur - útsýni - Öll tilboðskoðuð-allt að 90% lán

Verulega falleg 3ja herb. 86,6 fm end-aíbúð með sér inngangi - frábært út-sýni yfir Esjuna og Kollafjörð. Sér inn-gangur af svölum á þriðju og efstuhæð. Nýlegt eikarparket á gólfum. Tvösvefnherbergi bæði með skápum. Stórhorngluggi í borðkrók. Uppþvottavél ognýlegur ísskápur geta fylgt með. Stórarsuður svalir. Örstutt í alla þjónustu.

Verð aðeins 21,5 millj.

Breiðavík - glæsilegt raðhús meðbílskúr

Glæsilegt 159,7 fm raðhús með inn-byggðum bílskúr. Bílaplan hellulagt og meðlýsingu og hitalögnum. Rúmgott svefnherb.á neðri hæðinni og 2 á efri. Svalir með ægi-fögru útsýni. 2 flísalögð baðherb., annaðmeð sturtuklefa og hitt með hornbaðkari.Eldhús með fallegri innréttingu, nýlegumtækjum og granít borðplötu. Afar rúmgóðsetu- og borðstofa. Fallegur, ræktaður garð-ur með heitum potti. Mustang flísar á gólf-um. Verð 47,5 millj.

Hulduborgir 4ra herb. - sérinng.Falleg og björt 100,5 fm., 4ra herb. útsýn-

isíbúð með sér inngangi á 3. og efstu hæð ínýmáluðu húsi. Íbúðin nýmáluð. Parket ogflísar. þvottaherb. innan íbúðar. Þrjú svefn-herb., öll með skápum og parketi. Útgengtúr hjónah., og eldhúsi á stórar svalir. Bað-herb. er flísalagt, góð innrétting. Stór ogbjört stofa. Eldhús með fallegri viðarinn-réttingu. Stutt í grunn- og leikskóla ogSpöngin í göngufæri. Möguleiki að yfirtakaleigusamning. Áhvílandi lán frá Íbúða-lánasj. kr. 19,9 millj. Verð 26,9 millj.

Hamravík - glæsileg 3ja herb. íbúðEinstaklega falleg 104 fm. 3ja herb.

íbúð með sér inngangi. Þvottahús er inn-an íbúðar. Eikarparket og flísar á gólfum.Mahogny viður í innréttingum, skápumog innihurðum. Tvö svefnherbergi, bæðimeð parketi og fataskápum. Bað er flísa-lagt í hólf og gólf, góð innrétting. Rúm-góðar suður svalir. Eldhús með fallegriinnréttingu, tæki úr burstuðu stáli, upp-þvottavél fylgir. Gott útsýni, stutt í grunn-og leikskóla. Borgarholtsskóli og Spönginí næsta nágrenni. Verð 26,3 millj.

Dofraborgir - 4ra herb endaíbúð -frábært útsýni

Íbúðin er 92,3 fm, geymsla er 11,4 fm ogbílskúr 19,5 fm samtals 123,2 fm. Parket áöllum gólfum nema baðherbergi, þar eruflísar. Fataskápar í öllum herbergjum.Rúmgott flísalagt baðherbergi, tengt fyrirþvottavél. Tvennar svalir með frábæruútsýni. Stór stofa og borðstofa, opið inn íbjart og rúmgott eldhús. Bílskúr meðsjálfvirkum hurðaopnara, góðu vinnu-plássi og 11,4 fm geymslu. Ein fallegastagatan í Grafarvogi. Verð 28,5 millj.

Matgoggurinn GV4

Óskum Grafarvogsbúm gleðilegsárs og þökkum viðskiptin

á liðnum árum

70% Grafarvogsbúa lesa alltaf GafarvogsblaðiðAuglýsingarnar skila árangri - Auglýsingasímar: 587-9500 / 698-2844

Page 5: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009
Page 6: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

Þann 4. janúar var vígður GunnarEinar Steingrímsson sem djákni viðGrafarvogskirkju. Gunnar er kallað-ur til djáknaþjónustu við kirkjunaeftir að hafa lokið háskólanámi ídjáknafræðum frá Háskóla Íslands.Gunnar er ekki nýr í starfi hjá Graf-arvogssöfnuði þar sem hann hefurstarfað sem æskulýðsfulltrúi viðkirkjuna í tvö og hálft ár. Gunnarmun áfram sinna fræðslu meðalbarna og unglinga í Grafarvogi enaukin áhersla verður á kærleiks-þjónustu unga fólksins.

Hugtakið djákni er fáum Íslend-ingum framandi. Margir hafa setið áhesti með því nafni og ófáir skemmtsér yfir sögunni um Djáknann áMyrká. Því er eðlilegt að þegar spurter hvað er djákni velti Íslendingur-inn fyrir sér tengingu við hesta-

mennsku og Myrká. Í hópi djáknaeins og meðal allra starfsstétta er aðfinna hestafólk en líklega bera marg-ir íslenskir hestar nafnið djákni afþví að sagan um Djáknann á Myrkágerist að stórum hluta á baki hests.Saga Djáknans á Myrka er sorglegþjóðsaga um afdrif manns sem hafðiþað hlutverk að hringja kirkjuklukk-um. En saga nútíma djákna er full afframtíðarvon í garð þeirra einstak-linga sem djáknar mæta daglega ístarfi sínu.

Orðið ,,djákni’’ eða ,,diakonia’’þýðir kærleiksþjónusta og erudjáknar vígðir til þess að sinna kær-leiksþjónustu. Í kærleiksþjónust-unni eða Diakoníunni fylgir hinn al-menni kristni einstaklingur því for-dæmi sem Kristur sýndi þegar hannkraup niður, gerðist þjónn og þvoði

fætur lærisveina sinna. Við erum öllkölluð til að þjóna hvert öðru. Í starfidjáknanna fær þessi þjónusta á sigfasta mynd. Hún birtist í þjónust-unni við ýmsa hópa samfélagsins,óháð lífsskoðun þeirra eða þeim að-stæðum sem þeir eru í hverju sinni.Kærleiksþjónustan öll sem og starfdjáknans hefst við altari Krists.Djákninn er sendur til starfa úti ámeðal fólksins. Kærleiksþjónust-unni allri sem og starfi djáknans lýk-ur við altari Krists. Þar leggurdjákninn allt það sem varð á vegihans úti á meðal fólksins í hendurDrottins.

Prestar og starfsfólk Grafarvog-skirkju fagnar því að hafa fengiðdjákna til starfa við kirkjuna oghlakkar til áframhaldandi farsælssamstarfs við Gunnar.

Fréttir GV6

Alþjóðleg,samkirkjuleg

bænavikaSamkirkjuleg bænavika hefst sunnudaginn 18. janúar og af því

tilefni ætla prestar og djákni Grafarvogskirkju að standa fyrir hádeg-isbænum í kirkjunni. Bænastundirnar eru öllum opnar og hefjastmánudaginn 19. janúar kl. 12:00, og verða síðan hvern virkan dagþá viku. Næg eru bænarefnin á þessum óvissutíma sem við lifum ídag, en bænasamfélag er ávallt og á öllum tímum uppbyggjandi ognærandi samfélag.

Vertu hjartanlega velkomin(n)!

PoppmessaSunnudaginn 25. janúar kl. 11:00, verður poppmessa

í sal Borgarholtsskóla

Herbert Guðmundsson, tónlistamaður flytur hugleiðingu og syngur nokkur ný lög.

Séra Lena Rós Matthíasdóttir þjónar fyrir altari

Organistar: Guðlaugur Viktorsson og Hilmar Agnarsson,fyrrum Skálholtsorganisti

Kór: Vox Populi, ásamt fyrrum kórfélögum Hilmars úr Biskupstungum

Gunnar Einar Steingrímsson, nívígður djákni í Grafarvogskirkju.

Nývígður djákni í Grafarvogskirkju

Page 7: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

Grillið í Grafarvogi - Gylfaflöt 1 - Sími: 567-7974

GULLNESTIGi

ldir

til 22

. janú

ar1 líter af ís og sósa aðeins

590,-

FréttirGV7

Borgarholtsskóli er nú á sínu 13.starfsári og 19. desember útskrifuðust94 nemendur af hinum ýmsu náms-brautum skólans í dagskóla, kvöld-skóla, síðdegisnámi og dreifnámi.

Ólafur Sigurðsson skólameistari hófsvo formlega dagskrá með því að segjafrá skólastarfinu. Í máli hans kom framhve fjölbreytni Borgarholtsskóla ergríðarleg. Þannig eru 6 mismunandikennslusvið í bóknámi, starfsnámi oglistnámi, auk almennra brauta ogstarfsbrautar. Innan hvers sviðs erusíðan 3-5 mismunandi námsbrautirþannig að námsleiðir eða brautir semstanda nemendum til boða eru rúmlega20. Skólinn einsetur sér að hlúa vel aðverknámi jafnt sem bóknámi.

Í haustbyrjun voru innritaðir nem-endur í dagskóla um 1140 auk um 400manns í annars konar námi við skól-ann. Þar er átt við kvöldskóla, síðdegis-nám og dreifnám, sem er fjarnám meðstaðbundnum námslotum, og einniggrunnskólanemendur sem geta tekiðáfanga bæði í málmiðngreinum og al-mennum bóklegum greinum. Að öllusamanlögðu innrituðust því rúmlega1500 manns í nám af einhverju tagi viðskólann á önninni og er skólinn þvífullsetinn.

Eftir inngangsorð skólameistaraflutti sönghópur Borgarholtsskóla tvölög. Þessu næst afhentu kennslustjórarnemendum skírteini um námslok ogmeð fylgdi hyasinta í tilefni jólanna.

Fjölmargir nemendur fengu verðlaunfyrir námsárangur. Þar má nefna aðInga Katrín D. Magnúsdóttir stúdent affélagsfræðabraut fékk verðlaun fyrirgóðan árangur í íslensku, ensku,frönsku og sögu. Stefanía Fjóla Finn-bogadóttir, Helen Svala Mayers og Jón-ína Kristín Jónsdóttir dreifnámsnemaraf félagsliðabraut fengu viðurkenn-ingu fyrir framúrskarandi námsárang-ur. Inga Finnbogadóttir fékk viður-kenningu fyrir námsárangur í fag-greinum fötlunar og Jónína AðalbjörgBaldvinsdóttir fyrir faggreinar öldrun-ar.

Í ávarpi til útskriftarnema fjallaðiskólameistari um tvo hugsjónamenn;mannréttindafrömuðinn Martin Lut-

her King og tónlistarmanninn JohnLennon. Taldi hann að drauma þessarabaráttumanna um jafnrétti, umburðar-lyndi og náungakærleik ekki síður eigavið í dag en á síðustu öld. Skólameist-ari lagði áherslu á að vandinn sem ís-lenskt samfélag stendur frammi fyrirum þessar mundir sé tímabundinn ogfull ástæða til bjartsýni um að næstu ármuni færa okkur nýja og betri tíma.

Að lokum hvatti Ólafur nemendur til

að halda ekki aðeins áfram að efla bók-lega og verklega kunnáttu sína heldurhuga einnig að jákvæðum gildum í líf-inu. Gildin séu þær hugmyndir semhafi áhrif á hegðun okkar, stefnu ogmiði að hamingjuríkari framtíð.

Ávörp útskriftarnemenda voru tvöað þessu sinni en þau fluttu HelenSvala Mayers félagsliði úr dreifnámi ogInga Katrín D. Magnúsdóttir stúdent affélagsfræðabraut.

Borgarholtsskóli fer vel af stað eft-ir jólafrí og er gríðarleg aðsókn ískólann en 1140 nemendur eruskráðir í dagsskóla auk 300 í dreifn-ám og síðdegisnám/kvöldskóla.

Nokkur þrengsli segja til sín ískólahúsnæðinu og eru allar skóla-stofur uppbókaðar til 16:30 daghvern. Afrekssvið í knattspyrnu,golfi og körfubolta nýtur mikilla vin-

sælda og eru nemendur stöðugt aðbæta sig enda á þremur æfingum íviku í skólanum undir handleiðslufrábærra þjálfara. Þeir stundaeinnig nám af öllum bóknámsbraut-um skólans.

Samkvæmt Ólafi Sigurðssyniskólameistara er stöðugt verið aðbæta skólastarfið og framundan ervinna við aðlögun að nýjum fram-

haldsskólalögum.Framundan er einnig spennandi

keppni í Gettu betur en skólinn teflirfram reynslumiklu liði, því sama ogí fyrra og verður gaman að fylgjastmeð því. Vonandi stendur liðið sigvel eins og oft áður en fyrsta viður-eign liðsins var 14. jan gegn Mennta-skólanum á Ísafirði.

1140 nemendur skráðir í Borgó

Þessar stúlkur eru á fyrsta ári í Borgarholtsskóla.

1500 nemendur á haustönn í Borgarholtskóla:

94 útskrifuðustFrá útskrift Borgarholtsskóla.

Page 8: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

Fréttir GV8

FréttirGV9

Skiptum um bremsu-klossa og diska

Spönginni 21 * 571 0009| Hlíðasmára 8 * 564 6003| Hverfisgötu 64a * 552 6007Spö

INDVERSKMATARGERÐARLIST

Á AUGABRAGÐI

ÍSLE

NSK

A/S

IA.I

S/A

US

4472

2 01

/09

www.hradlestin.is

VIÐ ERUM KOMIN Í SPÖNGINA

FÁÐU ÞÉR SÆTI EÐA TAKTU MEÐ HEIM

Opið í Spönginni alla daga 17:00-22:00

Opið í hádeginu á virkum dögum í Hlíðasmára mán.-fös. 11:30-22:00 * lau.-sun. 17:00-22:00

Opið á Hverfisgötu alla daga 17:00-22:00

Naan-brauð 250 k r .

Grænmetiskarrý með Basmati-hrísgrjónum 1395 k r .

Kjúklingur Tikka Masala með Basmati-hrísgrjónum 1795 k r .

Tandoori Pork svínalundir með Basmati-hrísgrjónum 1895 k r .

VERÐDÆMI AF MATSEÐLI

FRÁBÆR HÁDEGISVERÐARTILBOÐ Í HLÍÐASMÁRA

WWW.N1.IS

N1 Bíldshöfða býður upp á betri þjónustu fyrir þig og bílinn þinn. Þægileg staðsetning skiptir líka miklu máli. Þú getur rennt við hjá okkur hvenær sem þig vantar matvöru, skyndibita eða afþreyingu fyrir fjölskylduna eða eldsneyti, dekkjaþjónustu, smur- og smáviðgerðir fyrir bílinn þinn.

Alltaf í leiðinni fyrir þig

N1 Bíldshöfða

Opið virka daga kl. 8:00 til 17:00www.velaland.is

VESTURLANDSVEGUR

VAGNHÖFÐIVÉLALAND

HÚSGAGNA-HÖLLIN

TANGARHÖFÐI

BÍlDSHÖFÐI

HÖFÐABAKKI

REYKJAVÍK

Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500

Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði.

Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti

Er tímareimin komin á tíma?Fast verð hjá Vélalandi

Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma.Verðdæmi um tímareimaskipti:Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000Heildarverð, varahlutur og vinna: 35.271 kr.

Toyota Land Cruiser 90 D4D Árgerð 2000-2006Heildarverð, varahlutur og vinna: 26.283 kr.

Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr.

VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006Heildarverð, varahlutur og vinna: 44.555 kr.

Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005Heildarverð, varahlutur og vinna: 37.109 kr.

Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma.

Vot ÞrettándagleðiGrafarvogsbúar komu að venju sam-

an við gamla Gufunesbæinn á þrett-ándanum. Nokkuð fjölmenni mætti enoft hefur fjöldinn verið meiri enda

veðrið frekar dapurt og þá sérstaklegarigningin. Fólk klæddi sig hins vegarvel og varðist vætunni.

Kveikt var í alfabrennu og ýmislegt

var á boðstólum fyrir gesti og gang-andi sem voru að venju á öllum aldrieins og myndirnar bera með sér.

Krakkarnir skemmtu sér vel á þrettándanum þrátt fyrir vætuna.

Nokkuð fjölmenni mætti á þrettándagleðina við Gufunes þrátt fyrir rigningu. GV-myndir PS

Page 9: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

Fréttir GV10

VEGGHAMRAR, 3-4RA HERBERGJAENDAÍBÚÐ Á 1. HÆÐ - SÉR INNGANG-UR.

**EIGNIN SELST Á YFIRTÖKU LÁNSOG GREIÐSLU SÖLUÞÓKNUNAR**

Mjög góð 91,6 fm., 3. - 4ra herbergja end-aíbúð á 1. hæð með sér inngangi á góðumstað í Hamrahverfi í Grafarvogi. Íbúðinnifylgir sér afnotareitur út frá stofu og er bú-ið að setja þar upp fallegan trépall meðskjólgirðingum, gert er ráð fyrir heitumpotti. Parket er á öllum gólfum nema bað-herbergi og forstofu.

Komið er inn í rúmgóða forstofu meðparketflísum á gólfi og fatahengi. Úr rúm-góðu parketlögðu holi er farið í rúmgotteldhús með borðkrók. Hvít innrétting er í

eldhúsi, flísar á milli skápa, nýleg góðeldavél og tengt er fyrir uppþvottavél.Gluggi er við borðkrók og parket ágólfi. Stofan er stór og parketlögð, sól-stofuútskot með flísum á gólfi og út-gengt á stóran pall í suður. Búið er aðstækka stofuna á kostnað þriðja svefn-herbergisins en mjög einfalt er aðkoma því í fyrra horf. Baðherbergi erstórt og með glugga, þar eru flísar ágólfi, baðkar og skápur. Tengt er fyrirþvottavél og þurrkara á baðherbergi.Hjónaherbergi er parketlagt og þar ernýlegur fataskápur með rennihurð. Barna-herbergi er parketlagt og með fataskáp.

Á hæðinni er sameiginleg hjóla- ogvagnageymsla. Eigninni fylgir sérgeymsla, flatarmál hennar er til viðbótar

við flatarmál íbúðar.Góð íbúð á 1. hæð með sérinngangi í vin-

sælu hverfi í Grafarvogi. Stutt er í Hamra-skóla.

Góð íbúð meðsérinngangi

Stofan er stór og parketlögð, sólstofuútskot með flísum á gólfiog útgengt á stóran pall í suður.

Eldhúsið er rúmgott með borðkrók.- til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs í Spönginni

Íbúðinni fylgir sér afnotareitur út frá stofuog er búið að setja þar upp fallegan trépallmeð skjólgirðingum, gert er ráð fyrir heit-um potti.

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Við erum tilbúiní árið 2009

Vertu með okkur!

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Ingibjörg. Jói. Kristín. Stína. Margrét.

Jónína.

Page 10: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009
Page 11: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

Fréttir GV12

Sorgarhópar í Grafarvogskirkju

Fyrir foreldra látinna barna:ÞÞrriiððjjuuddaaggsskkvvööllddiiðð 2200.. jjaannúúaarr kkll..

2200::0000 verður haldinn fyrirlesturum sorgarviðbrögð. Fyrirlesarikvöldsins verður Vigfús Bjarni Al-bertsson, sjúkrahúsprestur Barna-spítala v/Hringbraut. Fyrirlestur-inn verður sérstaklega sniðinn aðþörfum foreldra sem misst hafabarn/börn. Lesefni auglýst síðar.Í kjölfarið verður boðið upp á samfylgd í lokuðum sorgarhópi sem hefst þþrriiððjjuuddaaggss-kkvvööllddiiðð 2277.. jjaannúúaarr kkll.. 2200::0000 og verður vikulega í sjö vikur. Þeim sem áhuga hafa, er bentá að hafa samband við presta Grafarvogskirkju í síma 587-9070, eða séra Lenu RósMatthíasdóttur á netfanginu ssrrlleennaarrooss@@ggrraaffaarrvvooggsskkiirrkkjjaa..iiss

Fyrir þau sem misst hafa ástvin:FFiimmmmttuuddaaggsskkvvööllddiiðð 2222.. jjaannúúaarr kkll.. 2200::0000 verður haldinn fyrirlestur um sorgarvið-

brögð. Fyrirlesari kvöldsins verður Ingileif Malmberg, sjúkrahúsprestur á Landspítala. Íkjölfarið verður boðið upp á samfylgd í sorgarhópum sem hefjast ffiimmmmttuuddaaggsskkvvööllddiiðð2299.. jjaannúúaarr kkll.. 2200::0000 og verður vikulega í sjö vikur. Fylgt verður eftir bókinni Til þín semátt um sárt að binda eftir biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson. Þeim sem hafaáhuga á að taka þátt, er bent á að hafa samband við presta Grafarvogskirkju í síma 558877-99007700, eða séra Guðrúnu Karlsdóttur á netfanginu ssrrgguuddrruunn@@ggrraaffaarrvvooggsskkiirrkkjjaa..iiss

Bæjarflöt 10 - 112 Reykjavík Sími 567 8686 [email protected] www.kar.is

Húsnæði óskastVeflistakona leitar að hentugu ca 30-40 fm húsnæði til leigu

Má þarfnast viðgerðar eða lagfæringaUppl. í síma 586-1698 eða 864-5503

Bjartasta stjarnan í KorpuskólaÍ desember var jólalegt um að litast í Korpuskóla. Það sem bar hæst var

flutingur á jólahelgileiknum Bjartasta stjarnan. Það voru nemendur í 1., 6. og7. bekk sem fluttu þennan líflega og skemmtilega helgileik undir styrkristjórn Svans Bjarka Úlfarssonar. Nemendur sungu bæði einsöng og í kórásamt því að spila á hljóðfæri. Helgileikurinn var fluttur þrisvar fyrir fulluhúsi, fyrir aðra nemendur skólans, aðstandendur, leiksskólabörn oggrenndarsamfélagið. Þetta var í 6. skiptið sem jólahelgileikurinn Bjartastastrjarnan var fluttur og alltaf jafn gaman.

Page 12: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009
Page 13: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

Fjölnismenn efndu til hátíðar ádögunum og heiðruðu sitt helsta af-reksfólk fyrir árið 2008.

Afreksmaður Fjölnis 2008 erSveinn Elías Elíasson frjálsíþrótta-maður: Hann setti Íslandsmet í 400 mhlaupi og varð Norðurlandameisariunglinga 19 ára og yngri í fjölþraut.Sannarlega glæsilegur árangur hjáþessum snjalla frjálsíþróttamanni.

Ólafur Þór Gunnlaugsson var út-nefndur Fjölnismaður ársins árið2008. Ólafur Þór hefur starfað fyrirfélagið í rúman tug og skilað mörgumgóðum afreksmanninum. ÓlafurÞór er einn af stofnendum sund-deildar Fjölnis sem var 10 á árinu oghann á mestan þátt í að deildin varðfyrirmyndarfélag/deild ÍSÍ á árinu,fyrst allra deilda innan félagsins. Tilað hljóta slíkan heiður verður fé-lag/deild m.a. að vera með ýtarleganámsskrá en Óli Þór er höfundur aðnámskrár sunddeildar.

Gullmerki félagsins hlaut sund-

konan Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ól-ympíufari félagsins á leikunum íPeking 2008. Vann hún mörg fræki-leg afrek á liðnu ári.

Afreksmenn og konur allradeilda hjá Fjölni árið 2008:

Karatedeild:Afreksmaður: Pathipan Kristjáns-

son.Afrekskona: Auður Ósk Einars-

dóttir.Taekwondodeild:Afrekskona: Ingibjörg Erla Grét-

arsdóttir.Afreksmaður: Antonio Kristófer

Salvador.Sunddeild:Afrekskona: Sigrún Brá Sverris-

dóttir.Afreksmaður: Pálmi Guðlaugsson.Fimleikadeild:Afreksmaður: Guðjón Már Atla-

son.Afrekskona: Guðbjörg Eva Þor-

leifsdóttir.Frjálsíþróttadeild:Afrekskona: Arndís Ýr Hafþórs-

dóttir.Afreksmaður: Sveinn Elías Elías-

son.Knattspyrnudeild:Afreksmaður: Gunnar már Guð-

mundsson.Afrekskona: Erla Þorhallsdóttir.Skákdeild:Afreksverðlaun: Sigríður

Björg Helgadóttir. Jón Trausti Harð-arson.

Handknattleiksdeild:Afreksmaður: Bjarni Ólafsson -

4.fl.Afrekskona: Marína Zikic - 3.fl.Körfuboltadeild:Afreksmaður: Ægir Þór Steinars-

son.Tennisdeild:Afreksmaður: Teitur MarshallAfrekskona: Hera Björk Brynjars-

dóttir.

Fréttir GV14

Mercedes-Benz C 230 KompressorAvantgarde umboðsbíll með öllu! 192 hestöfl, ekinn: 49 þ. km

ABS hemlar - Aksturstölva - Armpúði - Álfelgur - Álklæðning að innan -Filmur - Fjarstýrðar samlæsingar - Geislaspilari - Glertopplúga - Hiti í sæt-um - Hraðastillir - Höfuðpúðar aftan - Innspýting - Kastarar - Svart leður-áklæði - Líknarbelgir - Loftkæling - Rafdrifin sæti - Rafdrifnar rúður - Reyk-laust ökutæki - Samlæsingar - Smurbók - Spólvörn - Stafrænt mælaborð -Útvarp - Veltistýri - Vökvastýri - Þjófavörn - Þjónustubók - Ný nagladekkfylgja!

Verð: 3.690 þ. 100% islenskt lán mögulegt.Nánari uppl. í síma: 823-3446

KTM EXC 450!Árg: 10. 2006, ek. 60 tíma.Ótrlúlega gott og vel með farið hjól.Götuskráð! Verð aðeins: 640 þ.

Nánari upplýsingar í síma: 823-3446

Flatahraun 5a • www.utfararstofa.isVaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt

Komum heim til aðstandenda ef óskað er

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • PresturKirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar

Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.isVaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt

Komum heim til aðstandenda ef óskað er

Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS

Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför

Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason

Ólafur Þór Gunnlaugsson, sundþjálfari hjá Fjölni og Sigrún Brá. Ólafur Þór er Fjölnismaður ársins 2008 oger afar vel að því kominn enda unnið þrekvirki með sundfólk Fjölnis á undanförnum árum.

Sveinn, Ólafur og Sigrúnheiðruð fyrir árið 2008

Page 14: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

,,Byrjunin hér í Foldaskála hefurgengið vonum framar og viðskipta-vinir hér hafa lýst yfir mikilliánægju með breytingarnar,’’ segirGunnar Þór Gunnarsson, eigandiFoldaskálans í verslanamiðstöðinniFoldatorgi við Hverafold. Um mán-uður er liðinn frá því að Gunnar Þórkeypti og opnaði Foldaskála á nýjanleik en söluskálinn hafði verið lokað-ur um sinn.

,,Aðkoman hér eftir fyrri eigandavar ekki skemmtileg og hér þurfti aðmoka út skít og þrífa allt hátt og lágt.Í dag er þetta allt annar staður en varog í framtíðinni munu margar nýj-ungar líta hér dagsins ljós. Við erummjög ánægð með byrjunina og fólksem komið hefur til okkar hefur lýstyfir mikilli ánægju með staðinn,’’sagði Gunnar Þór.

Af nýjungum sem verða í boði íFoldaskála má nefna að í febrúarverður kominn í sölu nýr gamaldags

ís frá Emmess. ,,Þetta verður frábærís og mun ekki gefa gamaldagsísnumí vesturbænum neitt eftir og kostaaðeins 99 krónur. Þá verðum við meðmjög sanngjarnt verð á grillmat oghöfum nú þegar fengið mjög góð við-brögð við honum. Við höfum verið aðselja samloku og kók á 499 krónur ogþetta hefur mælst mjög vel fyrir hjáskólafólkinu hér í nágrenninu. Þáverða allir dagar nammidagar hjáokkur og 50% afsláttur af namminualla daga vikunnar en ekki bara álaugardögum,’’ sagði Gunnar Þór.

Í Foldaskála verður mjög öflugtgetrauna- og lottósvæði. Mikið hefurverið lagt í góða aðstöðu fyrir tipp-ara og Fjölnismenn munu örugglegafjölmenna í Foldaskálann enda verð-ur mikið kapp lagt á að kynna núm-er Fjölnis (112) eins og frekast erhægt.

Gunnar Þór sagði að hann legðimikla áherslu á að hafa staðinn

þrifalegan og huggulegan á allanhátt. ,,Ég er búinn að skipta út öllustarfsfólki og það er eldra en veriðhefur. Þetta hefur farið afar vel afstað og betur en okkar áætlanir

gerðu ráð fyrir. Og enn eigum við eft-ir að bæta mörgu við,’’ sagði GunnarÞór en hann á og rekur einnig sölut-urninn Hraunberg í Breiðholti.

Þess má geta að 13 öryggis- og eft-

irlitsmyndavélar eru í og við Folda-skála og mikið lagt upp úr öryggi ogöllu eftirliti að sögn Gunnars ÞórsGunnarssonar.

Frá því í september síðastliðnumhefur Grafarvogssöfnuður verið meðguðsþjónustur hvern sunnudag íBorgarholtsskóla. Sunnudagaskólihefur verið þar mun lengur starf-andi eða í um sex ár og jafn lengi hef-ur Grafarvogsbúum gefist kostur áað sækja aftansöng á jólum í Borgar-holtsskóla. Síðasta ár var tekin súákvörðun að bjóða upp á guðsþjón-ustu hvern sunnudag í Borgarholts-skóla og er sú þjónusta fyrst og

fremst hugsuð fyrir fólk sem er bú-sett í efri hverfum Grafarvogs þó aðsjálfsögðu séu allir velkomnir.

Grafarvogur er stærsta sókn á Ís-landi og vegalengdirnar orðnarmiklar miðað við að vera söfnuður íReykjavík. Því var ákveðið, þráttfyrir að Grafarvogskirkja rúmimarga, að bjóða upp á guðsþjónusturí öðrum hluta Grafarvogs. Ástæðaþess að Borgarholtsskóli varð fyrirvalinu er nálægð hans við þjónustu-

miðstöðina og kirkjuselið sem áætl-að er að rísi við Spöng á allra næstuárum. Í kirkjuselinu verður Grafar-vogssöfnuður með góða aðstöðu ogkapellu þar sem hægt verður aðhalda guðsþjónustur og aðrar kirkju-legar athafnir.

Guðlaugur Viktorsson organistikirkjunnar í Borgarholtsskóla stofn-aði á haustdögum nýjan kór sem hef-ur að mestu leyti stutt við safnaðar-sönginn í guðsþjónustunum. Kórinn

hefur fengið nafnið Vox populi enhann samanstendur af ungu fólkisem fyrir nokkrum árum var í ung-lingakór hjá Guðlaugi.

Guðsþjónusturnar í Borgarholts-skóla hafa verið vel sóttar af sóknar-börnum í haust en yfirleitt hafa ver-ið samankomin þar um eða yfirhundrað manns, börn og fullorðnir.Þar hefur verið boðið upp á hefð-bundnar guðsþjónustur, gospelm-essu og fjölskylduguðsþjónustur.

Hver guðsþjónusta hefst á því að all-ir er saman bæði börn og fullorðniren síðan gefst börnunum kostur áþví að fara í sunnudagaskólann.Prestar kirkjunnar skiptast á aðþjóna í Borgarholtsskóla og nývígð-ur djákni kirkjunnar, Gunnar EinarSteingrímsson hefur umsjón meðsunnudagaskólanum.

Guðrún Karlsdóttirprestur í Grafarvogskirkju

FréttirGV15

Foldaskáli tekurtil starfa á ný

Messa íBorgó ásunnu-dögum

Frá messu í Borgarholtsskóla.

Fulltrúi Landverndar, Orri Páll Jóhanns-son afhendir nemendum í umhverfisráði

Foldaskóla Grænfánann.

Á neðri myndinni dregur Edward ÁrniPálsson, nemandi í 6. HR Foldaskóla,

Grænfánann að húni.

Grænfána-hátíð í

FoldaskólaMikil gleði ríkti í Foldaskóla þann 1. desember s.l. en þá fékk skólinn Græn-

fánann í annað sinn til tveggja ára. Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismerkisem táknar virkt umhverfisstarf í skóla.

Markmið umhverfisstarfsins í Foldaskóla s.l. tvö ár tengdust m.a. flokkunpappírs, betri nýtni almennt, glímunni við tyggjóklessur og þekkingu nem-enda á umhverfismerkjum. Einnig hefur verið í gangi verkefni um söfnunnotaðra rafhlaðna. Nemendur á yngsta- og miðstigi gerðu bekkjarsáttmálaum náttúruna, umhverfið og samskipti.

Á dagskrá hátíðarinnar var m.a. söngur nemenda í 3. bekk og 1. des atriðifrá 10. bekk. Í tengslum við hátíðina fór fram ljóðasamkeppni og voru ljóðinsem komust í úrslit lesin upp á hátíðinni.

Fjórir fulltrúar í umhverfisráði skólans sögðu frá starfi ráðsins og mikil-vægi þess að hugsa vel um jörðina. Hafdís Ragnarsdóttir verkefnastjóri um-hverfisstarfsins og fulltrúar nemenda í umhverfisráðinu tóku við Grænfánan-um af Orra Páli Jóhannssyni fulltrúa Landverndar. Tónlistarfólk úr Skóla-hljómsveit Grafarvogs sá um tónlistina þegar fáninn var dreginn að húni.

Hafþór Sigtryggsson, rekstrarstjóri og Gunnar Þór Gunnarsson, nýr eigandi að Foldaskála. GV-mynd PS

- miklar breytingar hjá nýjum eiganda

Page 15: Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

NÝTT!

TILBOÐIN GILDA 15. - 18. JANÚAR

25%afsláttur

50%afsláttur

30%afsláttur

40%afsláttur

UNGNAUTAHAKK

892 kr/kg1.189 kr/kg

KJÚKLINGABRINGUR, SKINNLAUSAR

1.785 kr/kg2.975 kr/kg

GREENS DODDA EÐA TOMMA&JENNA KÖKUMIX

344 kr/pk.459 kr/pk.

PÍTA OG BRAUÐ

699 kr/pk.998 kr/pk.

GRÍSASNITSEL

849 kr/kg1.698 kr/kg

CHICAGO TOWN BRICK OVEN PIZZAM/SKINKU EÐA PEPPERONI

599 kr/stk.799 kr/stk.

GREENS OSTAKÖKUMIX

284 kr/pk.379 kr/pk.

25%afsláttur

25%afsláttur

Verið velkomin í NettóMjódd - Salavegi - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík

www.netto.is

Frábær helgartilboð!

ww

w.m

arkh

onnu

n.is

Birt með fyrirvara um prentvillur.