grafarvogsbladid 2.tbl 2007

15
Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 2. tbl. 18. árg. 2007 - febrúar Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 Eitt númer 410 4000 Við erum alltaf í leiðinni Landsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi. Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og Höfðabakka 9. Landsbankinn Banki allra landsmanna 410 4000 landsbanki.is Strákarnir í Fjölni sem settu íslandsmet í 4x400 metra boðhlaupi. F.v. Ingvar Haukur Guðmundsson, Leifur Þorbergsson, Sveinn Elías Elíasson og Bjarni Malmquist. Á bakvið sést glitta í Stefán Jóhannsson, þjálfara. Sjá nánar á bls. 11 Gjöf fyrir veiðimanninn Allar nánari upplýsingar á Krafla.is og í síma 698-2844 - Gjöfin fyrir veiðimenn sem eiga allt - Glæsileg viðarbox úr léttum mangóviði - Gröfum nafn veiðimannsins á boxið - Laxa- og silungaflugur- Fimm útgáfur - Flugur í sérflokki - íslensk hönnun Vantar þig heimasíðu? Samkvæmt Hagstofu Íslands leita 86% Íslendinga sér upplýsinga um vöru og þjónustu á internetinu Egilshöllinni Sími: 594-9630 Sara H. Magnúsdóttir varð norð- urlandameistari í léttvigt unglinga í Taekwondo í janúar. Sara byrjaði í Taekwondo árið 2000 í Bandaríkjunum, en þegar hún flutti til Íslands árið 2003 kom hún beint í Fjölni og hefur verið þar síð- an. Sara er margfaldur Íslandsmeist- ari og landsliðskona til tveggja ára. Sara er með svarta beltið. Sara er fjórði Norðurlandameistari Taek- wondo deildar Fjölnis. Sara H. Magnúsdóttir. Sara Norð- urlanda- meistari

Upload: skrautas-ehf

Post on 13-Mar-2016

261 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

TRANSCRIPT

Page 1: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðDreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi2. tbl. 18. árg. 2007 - febrúar

Komdu beint til okkar!- og við tjónaskoðum í hvelli þér

að kostnaðarlausu

Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Bilastjarnan_02_001.ai 18.11.2004 15:18:40

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

Eitt númer

410 4000

Við erum alltaf í leiðinniLandsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustufyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi.

Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og Höfðabakka 9.

LandsbankinnBanki allra landsmanna

410 4000 landsbanki.is

Strákarnir í Fjölni sem settu íslandsmet í 4x400 metra boðhlaupi. F.v. Ingvar Haukur Guðmundsson, LeifurÞorbergsson, Sveinn Elías Elíasson og Bjarni Malmquist. Á bakvið sést glitta í Stefán Jóhannsson, þjálfara.

Sjá nánar á bls. 11

Gjöf fyrir veiðimanninn

Allar nánari upplýsingar á Krafla.is og í síma 698-2844

- Gjöfin fyrir veiðimenn sem eiga allt- Glæsileg viðarbox úr léttum mangóviði- Gröfum nafn veiðimannsins á boxið- Laxa- og silungaflugur- Fimm útgáfur- Flugur í sérflokki - íslensk hönnun

Vantar þigheimasíðu?Samkvæmt Hagstofu Íslands leita86% Íslendinga sér upplýsinga um

vöru og þjónustu á internetinu

EgilshöllinniSími: 594-9630

Sara H. Magnúsdóttir varð norð-urlandameistari í léttvigt unglinga íTaekwondo í janúar.

Sara byrjaði í Taekwondo árið2000 í Bandaríkjunum, en þegar húnflutti til Íslands árið 2003 kom húnbeint í Fjölni og hefur verið þar síð-an. Sara er margfaldur Íslandsmeist-ari og landsliðskona til tveggja ára.Sara er með svarta beltið. Sara erfjórði Norðurlandameistari Taek-wondo deildar Fjölnis.

Sara H. Magnúsdóttir.

Sara Norð-urlanda-meistari

Page 2: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

,,Ég fæddist 11. september 1926 og eralinn upp í Breiðdalshreppi í Suður-Múlasýslu og vorum við sjö systkinin.Við bjuggum á bóndabýli en pabbi áttisvolitla trillu svo við sóttum sjóinn líka.Ég fór minn fyrsta róður 6 ára gamallmeð föður mínum og man ég vel eftirþví hversu sjóveikur ég varð. Ég byrjaðisnemma að vinna og ég var ekki nema11 ára þegar faðir minn sótti mig í skól-ann til að sjá um kindurnar, fjármaður-inn veiktist og má geta þess að ég þekktihverja kind og voru þær um 150 talsins.Gaman er að taka fram að ég var í heild-ina 5 mánuði í skóla. Í þá daga var svo-kallaður farskóli sem var þannig aðkennt var á einum bænum þennan mán-uð og svo öðrum þann næsta,’’ segirKristján í samtali við Grafarvogsblaðiðen hann er elsti starfsmaður frístunda-miðstöðvarinnar Brosbæjar í Engja-skóla.

- Þú kemur úr stórri fjölskyldu og ertþví vanur miklum látum á heimilinu,eignaðist þú sjálfur svona mörg börn?

,,Ég var giftur tvisvar og átti fjögurbörn með hvorri konu. Barnabörnineru orðin 11 og barnabarnabörnin orð-in þrjú. Í þá daga þótti eðlilegt að eigamörg börn og oft voru þau upp undir 10á bæ. Ég á eina dóttur sem er 57 og aðra17 ára.’’

- Hvenær fluttir þú til Reykjavíkur?,,Ég tók stúdentspróf árið 1951 og

vann hjá rannsóknarlögreglu í 16 ár ogþá aðallega í tengslum við afbrotaun-glinga. Tók svo kennarapróf eftir lög-regluna og var þá 40 ára gamall ogkenndi í nokkur ár. Eftir þetta tók ég viðstöðu forstöðumanns á Unglingaheimiliríkisins og starfaði þar í 15 ár.’’

- Hvernig var að stjórna unglinga-heimili i þá daga?

,,Við tókum við unglingum sem aðrirhöfðu gefist upp á. Almenningur vildihafa þetta sem unglingafangelsi og aðkrakkarnir væru lokaðir inni. Ég neit-aði að hafa þetta lokað og fannst betraað krakkarnir kæmust inn og út. Þettavar uppeldi en ekki fangelsi. Ég fékk

mikla gagnrýni frá blöðunum fyrstu ár-in og þá aðallega vegna þess að krakk-arnir gerðu eitthvað af sér þegar þaufóru út og var stofnuninni þá kennt umallt. Ég hafði stjórnarnefndina ogmenntamálaráðaneytið á bak við migog gagnrýnisraddirnar minnkuðu meðtímanum. Eftir að ég hætti þar vann éghjá Íþrótta- og tómstundarráði og þá að-allega sem flokkstjóri hjá unglingumsem og við fleiri verkefni.’’

- Þú hefur greinilega mjög gaman afað vinna með börnum, er ástæða fyrirþvi að þú valdir þessa braut eða slysað-ist þú svona inn á þetta?

,,Fjögurra ára gamall frændi bjó hjáokkur og eyddi ég miklum tíma meðhonum þegar ég var 9 ára. Ég var alltafopinn fyri þvi að hlúa að öðrum og svovatt þetta kannski aðeins upp á sig. Ætl-aði mér alltaf í frekara nám en í þádaga voru engin námslán og ég varkominn með fjölskyldu og því var vinn-an fyrsti kostur. Ég tel mig hafa verið aðgera samfélaginu gott með því að hjálpabörnum og beina þeim inn á réttubrautina, koma þeim þannig aftur inn ásamfélagið í staðinn fyrir fangelsi. Égsá í hvert stefndi þegar ég var í lögregl-unni og fannst ég þurfa að gera eitthvaðí stað þess að upplýsa einungis saka-mál. Að mínu mati er menntun undir-staða þess að fólk fari að horfa á sjálftsig sem persónu. Krakkarnir sem égvann með voru búnir að tapa allri sjálfs-virðingu. Það þurfti oft að vera harðurvið börnin og oft mikið mál þegar mað-ur var búinn að setja upp vissan rammasem þau þurftu svo að halda sig innan.’’

- Hvernig eru jólin hjá þér með allanþennan krakkaskara?

,,Þau voru ekki svo mikið mál, viðforeldrarnir skiptum þeim svona ámilli okkar. Í ár var ég með yngri hóp-inn með mér. Ég held einnig fast í gaml-ar jólahefðir með hangikjöt á jóladag ognýjársdag. Eldri fjölskyldan borðaðirjúpu en sú yngri sérvalið nautakjöt. Ámínum yngri árum var skammtað ádiska hvers manns um hátíðirnar.Hangikjöt, saltkjöt og meðlæti sem oftdugði í nokkra daga og var maður þáalltaf að narta í þetta nokkra daga ísenn. Jólatréð okkar í þá daga var spýtasem var skreytt með kertaljósum ogbeitilyngi sem blómstrar um jólin ogsvo snérist toppurinn ofan á.’’

- Hver er ástæðan fyrir því að maðurá þínum aldri ákveður að byrja aftur aðvinna með börnum?

,,Ég fór út í sveit 72 ára og byggði þarhótel sem ekki gekk nógu vel, svo égkom aftur í bæinn og fór á eftirlaun. Éger þannig gerður að ég vil hafa eitthvaðfyrir stafni og var byrjað að leiðast. Égsegi alltaf að um leið og maður leggstmeð tærnar upp í loft þá fyrst er maðurorðinn gamall, ég stunda sund á hverj-um degi og hreyfi mig mikið,’’ segirKristján Sigurðsson.

Fréttir GV2

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðÚtgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Netfang Grafarvogsblaðsins: [email protected]órn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844.Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi.Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Að læra sína lexíuSorglegir atburðir tengdir börnum og ungu fólki hafa und-

anfarnar vikur leikið aðalhlutverkið í fjölmiðlum. Nægir hérað nefna Byrgið og Breiðavík.

Nú liggur fyrir að líf og framtíð fjölmargra Íslendinga semdvöldust á þessum stöðum í leit að hjálp og umhyggju var lagtí rúst. Ungir drengir voru meðhöndlaðir sem skepnur í Breiða-vík af fullorðnu fólki. Vissulega er Breiðavík mun lengra fráokkur í tímanum. Nánast er hægt að fullyrða að slíkir hlutirgerist ekki og gætu ekki gerst í dag. Hreint ótrúlegir hlutirsem gerst hafa í Byrginu eru auðvitað alvarlegir fyrir þær sak-ir að þeir eru að gerast í nútímanum. Á 21. öldinni.

Undarlegt er að hundruð milljóna hafa streymt úr ríkissjóðií Byrgið eftirlitslaust. Auðvelt verður að laga þau mistök. Erf-iðara verður hins vegar að bæta sjúku fólki sem leitaði í Byrg-ið skaðann. Það verður hins vegar að gera strax með öllum til-tækum ráðum.

Reynslan af Byrgismálinu sýnir í eitt skipti fyrir öll að fag-mennskan á að ráða ríkjum í meðferðarmálum. Það á ekki aðgeta gerst að trúarhópar eða trúfélög geti kynnt sig út á viðsem meðferðarstofnanir og sogað til sín fúlgur fjár á gjörsam-lega fölskum forsendum.

Sem betur fer hefur félagsmálaráðherra brugðist skjótt við íþessum málum. Fórnarlömbin fá aðstoð á næstu dögum og svoá auðvitað að greiða fórnrlömbunum frá Breiðavík bætur semeru sæmandi og skipta máli. Þar erum við ekki að tala um 3milljónir eins og einn örlátur alþingismaður nefndi um dag-inn. Nær væri að tala um 15-20 milljónir á mann til þeirra semverst urðu úti og voru sendir nauðugir í opið fangið á glæpa-mönnum. Stefán Kristjánsson

[email protected]

T E X T U R Ewww.texture.is • Sími 566 8500

h á r s t o f a

Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir sveinum eða meisturum í heils- og hálfsdagsstörf á nýjum og líflegum vinnustað.

Atvinnutækifæri

Kristján Sigurðsson, elsti starfsmaður Brosbæjar í Engjaskóla, les fyrir börnin.

,,Ég var alltaf opinn fyr-ir því að hlúa að öðrum’’

- 80 ára og helgar börnum enn starfskrafta sína

Page 3: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007
Page 4: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

,,Ein uppskriftin er af pastarétti semSophia Loren eldaði gjarnan handaMarcello Mastroianni. Rétturinn er af-ar fljótlegur í framreiðslu og slær ekkisíst í gegn í garðinum á sumarkvöldi,’’segir Sigurlaug Halldórsdóttir sem erásamt eiginmanni sínum, Pálma Gests-syni, matgoggar okkar í þessu blaði.

Sophiu Loren pastaFerskir tómatar 6-8 stk. Skornir í litlabita.Eitt búnt steinselja..söxuð.Svartar ólífur… ca hálf 100 g krukka.Kapers….2 matsk.Einn rauðlaukur…skorinn smátt.3 hvítlauksrif…..marin.Parmesanostur rifinn….fullt af honum.Olía…mæli með Sólblómaolíu frá Wes-son því hún er svo bragðlítil.Ferskur svartur pipar og sjávarsalt.

Þessu er öllu blandað saman í stóraskál.

Spaghetti er soðið ´al dente’ og síðanblandað saman við í skálina og meiriparmesan ostur rifinn yfir. Má bera

fram með baguette og ekki spillir ít-alskt rauðvín fyrir.

Skrímsla-risottóÞessi er kölluð Skrímsla-risottó hér á

heimilinu vegna fjölbreytileika sjávar-dýranna sem finnast í réttinum.

Fyrir fjóra.Einn poki af sjávarréttakokteil fráSnæfiski , látinn þiðna í sigti.Einn laukur.2 marin hvítlauksrif.Arborio hrísgrjón (risotto grjón), hálf-ur pakki.Kjúklingasoð ( 2 teningar og 400 ml soð-ið vatn).Ferskur pipar, salt.

Búið til kjúklingasoð ( ca 2 teningarog soðið vatn).

Laukurinn er saxaður og hvítlaukur-inn marinn og gylltur í olíu á djúpripönnu.

Grjónum hellt saman við og hrærtsaman og soðinu hellt yfir.

Piprað og saltað.

Sjóðið við vægan hita í 20-25 mínútur,vatni bætt við ef þarf. Hrærið reglu-lega í. Setjið skrímslin út í og látiðmalla siðustu 5 mínúturnar..

Risotto er yfirleitt ekki borið frammeð neinu meðlæti. Skammtið á diskaog skreytið með steinseljulaufi.

Hægt er að setja hvað sem er í svonarisotto, við þennan rétt má t.d. bætakrabbakjöti og risarækjum, hálfri dósaf túnfiski, hvaða sjávarfangi sem er.

Svo má gera svepparisotto meðsmjörsteiktum potabella sveppum ogbeikoni ( steiktu og söxuðu). Og prófasig áfram með grænmetis- eða sveppa-soði.

Og svo einn fljótlegur indverskur ílokin:

Lambaréttur biriyani fyrir tvoSólblómaolía.

400 gr. lambakjöt ( beinlaust og skor-ið í litla bita).

1 tsk Cumin fræ.1 rauðlaukur, gróft skorinn.200 g basmati hrísgrjón.

400 ml grænmetissoð (einn – tveirteningar og soðið vatn).

2 tsksterkt karrý mauk ( curry paste-fæst í pokum eða krukkum).

Safi af einni límónu (lime).Fersk kóreander lauf.

Veltið lambakjötinu upp úr cuminfræjunum og steikið í olíunni á pönnuásamt rauðlauknum í ca 5 mín.

Bætið grjónunum við og grænmetis-soðinu ásamt karrý maukinu og hræriðvel saman.. Látið suðuna koma upp,lækkið svo hitann og látið malla á lág-um hita í 20 mín., þar til vökvinn erhorfinn. Hrærið þá límónu safanumsaman við.

Skammtið á diska og skreytið meðferskum kóreanderlaufum. Berið frammeð sultuðu mangói (mango chutney)og ekki er verra að hafa poppadumsmeð. Þau er létt að steikja í olíu.

Verði ykkur að góðu,Sigurlaug og Pálmi

Matgoggurinn GV4

Jóhanna og Guðlaugurnæstu matgoggar

Sigurlaug ,,Dillý’’ Halldórsdóttir og Pálmi Gestsson, skora á Jó-hönnu og Guðlaug, Logafold 60, að koma með uppskriftir í næsta

blað. Við birtum frá þeim girnilegar uppskriftir í næsta Grafarvogsblaði sem kemur út í mars.

Sophiu Loren pasta,Skrímsla-risottó og

Biriyani lambaréttur- þrír magnaðir aðalréttir aðhætti Sigurlaugar og Pálma

Sigurlaug ,,Dillý’’ Halldórsdóttir og Pálmi Gestsson bjóða lesendum GV upp á girnilega rétti. GV-mynd PS

Kíktu á nýtt og flott pöntunar-kerfi www.stubbalubbar.is

Kveðja, Guðrún, Hanna Lára, Helena Hólm, Karitas.og Helena E.

Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5Sími 586 1717 - stubbalubbar.is

Opnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19 föst 10-18 laugard 10-16

Gleðilegt ár og þökkum viðskiptin á árinu 2006Erum byrjaðar að taka niður pantanir fyrir fermingarnar

Page 5: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007
Page 6: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

Fréttir GV6

Dvergshöfða 27 Reykjavík Sími/Símsvari 567-7888 www.heilunarsetrid.is

Hjá Heilunarsetrinu vinnur fagfólk á sviði heildrænna meðferða

Okkur er umhugað um að hjálpa fólki til

þess að finna jafnvægi og betri líðan.

Höfuðbeina og Fæðuóþolsmælingar.

Svæðanudd. Bowen. Skynhreyfiþjálfun.

Heilun. Reiki-Heilun. Detox meðferð.

SRT/andleg svörunarmeðferð.

Hópur kennara og starfsmanna í Ri-maskóla er á leið til stórborgarinnar Li-verpool að kynna sér skólastraf. Ferðiner farin á starfsdögum kennara og vetr-arleyfisdögum skólans. Ferðin er skipu-lögð af ÍT ferðum en Verkefna-og náms-tyrkjasjóður Kennarasamband Íslandsog Starfsmannafélag Reykjavíkur veitaþátttakendum fararstyrk.

Til að mæta umframkostnaði þáákváðu Liverpoolfarar að steikja klein-ur og selja þær foreldrum í hverfinu ogöðrum velunnurum. Er skemmst frá þvíað segja að foreldrar í Rimaskóla tókuþessari fjáröflun fyrir Liverpool-ferðinaí meira lagi vel. Pöntunarblöðin

streymdu í skólann og þegar upp varstaðið bárust 450 pantanir sem hljóðuðuupp á 9000 kleinur. Þetta þýðir að nánasthvert heimili í Rimahverfi vildi styrkjagott málefni og njóta bragðgóðra kleinasem engan sviku enda uppskriftin ættuðúr Bárðardal fyrir norðan.

Steikingin fór fram í heimilisfræði-stofunni og tók aðeins um fimm klukku-stundir. Það sannaðist hið fornkveðnaað margar hendur vinna létt verk. Liver-pool- farar standa í mikilli þakkarskuldvið foreldra í Rimaskóla. Þeir eru stað-ráðnir í að nýta ferðina vel til að skoðaskóla og kynnast sögu stórborgarinnarLiverpool.

Dagmar kennari og Guðni aðstoðarskólastjóri ánægð með fránærarundirtektir foreldra að kaupa kleinur.

Kleinurnar runnu út eins og heitar lummur

Einari Erni samfélagsfræðikennara er margt til lista lagt.

Þær Fjóla Borg, Guðrún Íris og Þórunn passa upp á að allt sé sam-kvæmt uppskriftinni sem ættuð var úr Bárðardal.

blómst randiverslun með öðruvísi gjafavöru

Grafarvogsbúar!Verið velkomin í nýja blómaverslun okkar

í Langarima 21 (næst Rima-apóteki)Blóm af ýmsu tagi - afskorin - silki- og stofublóm

Bjóðum einnig nýstárlega gjafavöru frá Afríku og Indlandi pasmínur - handofnar körfur og töskur - styttur ofl.

Karlar!Munið Konudaginn, nk. sunnudag Öðruvísi blómvendir handa frúnni

Ath! 15% afsláttur gegn afhendinguauglýsingar

Við erum BLÓMSTRANDI í Grafarvogi!Jón Tryggvi og Sibeso

Page 7: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

Besta vörnin í netverslun í dag

Tilvalin gjöf fyrirvandláta veiðimenn!

Framleiðandi Skrautás ehf - Bíldshöfða 14 - Sími: 587-9500 / 698-2844

Flugubox úr mangóviði og viðgröfum nafn veiðimannsins á

boxið - þéttsetið íslenskum flugum í allra fremstu röð!!

,,Flugurnar hans Krist-jáns Gíslasonar fráKrafla.is eru alltaf tilstaðar í mínum flugu-boxum og hafa reynstmér ómissandi í lax- ogsilungsveiði. Flugubox-in frá Kröflu eru stór-glæsileg,’’ segir SturlaÖrlygsson

Sturla Örlygsson með glæsilegan tveggja ára lax sem tók eina af Kröflu-flugunum í Hofsá sl. sumar.

Sjón er sögu ríkari!!Kíktu á www.Krafla.isÞar finnur þú gjöfina sem alla fluguveiðimenn dreymir um

Hágæðaflugur - íslensk hönnun

Page 8: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

Fréttir GV8

FréttirGV9

GVRitstjórn og

auglýsingar 587-9500

Grafarvogur fór mikinn þetta áriðí spurningakeppni grunnskólanna,,,Nema hvað’’.

Fyrst kepptu allir skólar Grafar-vogs innbyrðis og sigurvegarinn úrhverfiskeppninni fór svo áfram íundanúrslit Reykjavíkurkeppninn-ar. Hverfiskeppnin var æsispenn-andi og skólarnir greinilega stútfull-ir af vel lesnum nemum. Borgaskólilagði hart að sér og varð Grafarvogs-

meistari annað árið í röð og hafði þvíerindi sem erfiði. Þeir lögðu liðHamraskóla, Engjaskóla og unnusvo lið Rimaskóla 23-17 í úrslit-arimmu Grafarvogs.

Þar með voru þeir komnir áframog öttu kappi við sigurvegara síðastaárs, Réttarholtsskóla. Borgaskóli áttiharma að hefna þar sem Réttó lagðihann í úrslitum keppninar í fyrra.Hefndin var sæt og unnu strákanir

örugglega og því ljóst að þeir myndukeppa til úrslita annað árið í röð.Þar fengu þeir sem mótherja Hóla-brekkurskóla en lukkan snerist viðþví Breiðhyltingar höfðu betur.Annað árið í röð lentu því Grafar-vogsmeistarar Borgaskóla í öðrusæti í ,,Nema hvað’’. Grafarvogsbú-ar óska Stefáni, Guðmundi og Gíslaað sjálfsögðu til lukku með frábæranárangur.

Fjölnir og Errea á Íslandi hafa sett upp heimasíðu þar sem allarvörur tengdar Fjölni verða til sölu. Á síðunni er hægt að kaupakeppnisbúninga, æfingagalla, húfur, takkaskó og margt fleira.

Allar vörurnar eru frá Errea. Með tilkomu þessarrar síðu ætti aðvera mun auðveldara fyrir foreldra, iðkendur og aðra sem koma aðfélaginu að ná sér í fatnað tengdan félaginu.

Ef fólk hefur áhuga á að máta fatnaðinn áður en hann er keypturverða sýnishorn á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll þar sem fólk geturkomið og mátað.

Hægt er að láta senda vörurnar heim með póstinum gegn vægugjaldi en einnig er hægt að sækja vörurnar á skrifstofu Fjölnis áföstudögum millil kl. 13.00 og 16.00 en þá verður að vera búið aðpanta í seinasti lagi á þriðjudeginum áður svo varan skili sér áskrifstofuna.

Allar Fjölnisvörur áfjolnirshop.net

Hér sést netsíðan þar sem nú er hægt að kaupa á einum ogsama staðnum allar Fjölnisvörurnar.

Í lok janúar hélt sundfélagið Ægir firnasterkt alþjóðlegt sundmót íReykjavík þar sem besta sundfólk landsins tók þátt, auk fjölmargra er-lendra þátttakenda. Fjölnir sendi 14 keppendur sem stóðu sig með af-brigðum vel. Þeir settu samtals 11 Fjölnismet og náðu 7 sinnum í verð-launasæti. Í liði þar sem sundfólkið bætti sig í 66 af 95 greinum og sýndigífurlegar framfarir þá stóð árangur þeirra Gísla Þórs Þórðarsonar, Mar-íönnu Kristjánsdóttur og Sigrúnar Bráar Sverrisdóttur þó hæst og unnuþau til þeirra verðlauna sem Fjölnir fékk að þessu sinni.

Sigrún Brá sigraði t.d. í 200 m skriðsundi og bar þar sigurorð af hinnifrægu Rebeccu Cooke frá skoska sundliðinu City of Glasgow sem kepptitil úrslita á síðasta Evrópumeistaramóti í sundi og annarri frá sama fé-lagi sem einnig er í breska unglingalandsliðinu. Á sunnudeginumkepptu þær svo aftur í 400 m skriðsundi en þá höfðu þær bresku betur. Þásetti Sigrún Brá Fjölnismet kvenna og stúlkna í 200 m fjórsundi.

Gísli Þór Þórðarson var sterkur í drengjaflokki og synti fjórum sinn-um inn í úrslit og fór heim með 2 silfurverðlaun og 2 bronsverðlaun oghefur nýlega náð lágmarksfjölda sundstiga til að komast í Aldursflokka-hóp SSÍ og setti á mótinu tvö Fjölnismet í 50 m skriðsundi og 100 mbringusundi í drengjaflokki 13-14 ára. Maríanna Kristjánsdóttir var val-in í Aldursflokkahóp SSÍ í sumar og sýndi það á þessu móti að hún er lík-leg til afreka í framtíðinni. Ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun var

uppskera hennar og þar að auki setti hún glæsilegt Fjölnismet í 200 mbaksundi í kvenna, stúlkna- og telpnaflokki. Allt í allt mjög góður árang-ur hjá þessu unga og efnilega liði sem skartar nú 8 einstaklingum í lands-liðshópum SSÍ og fleiri eru nálægt því.

Þetta var annað mótið sem sundfólk Fjölnis tók þátt í á árinu, en helg-ina 12. til 14. janúar héldu sundfélögin í Reykjavík aldursflokkameistara-mót Reykjavíkur en þar tóku 19 Fjölniskrakkar þátt, syntu 95 sund og þaraf 54 bætingar eða fyrstu sund. Frábær árangur á þessu móti sem haldiðvar stuttu eftir jólafrí og sumt af sundfólkinu hafði rétt nýhafið æfingar.Í stuttu máli var afrakstur þessa móts 12 gull, 18 silfur, 7 brons og 2 Fjöln-ismet.

Miðvikudaginn 31. janúar sl. veitti Afrekssjóður SPRON og ÍBR öllumreykvískum Íslandsmeisturum á aldrinum 13-22 ára viðurkenningu. Íþeim fríða hópi átti sunddeild Fjölnis þrjá glæsilega fulltrúa, þau ÓlafPál Ólafsson sem er Íslandsmeistari unglinga 15-17 ára í 1500 m skrið-sundi, Sigrúnu Brá Sverrisdóttur sem er 8 faldur meistari, Íslandsmeist-ari unglinga 15-17 ára í 800 og 400 m skriðsundi og 100 og 200 m flugsundiog Íslandsmeistari í flokki fullorðinna í 800 m skriðsundi í 50 m laug og í800, 400 og 200 m skriðsundi í 25 m laug og Sindra Sævarsson sem er Ís-landsmeistari unglinga 13-14 ára í 100 og 200 m baksundi.

Íslandsmeistarar Fjölnis í sundi. Frá vinstri: Ólafur Páll Ólafsson, Sigrún Brá Sverrisdóttir og Sindri Sævarsson.

Sundfólk Fjölnis stendur enn í stórræðum

Lið Borgaskóla sem náði náði þeim góða árangri að verða í öðru sæti í ,,Nema hvað’’.

Grafarvogsmeistararnirí öðru sæti ,,Nema hvað’’

Page 9: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

Fréttir GV10

Sif Ragnarsdóttir er yngsti starfs-maður Brosbæjar í Engjaskóla. Húner fædd 1. janúar árið 1989.

- Í hvaða skóla ertu?,,Í Menntaskólanum við Sund á fé-

lagsfræðibraut.’’- Hvert er stefnan tekin eftir fram-

haldsskólann? ,, Ég er að hugsa um að skella mér

til Bandaríkjanna í háskóla en hvaðég mun læra þar á svo eftir að komaí ljós.’’

- Af hverju ákvaðstu að fara aðvinna á frístundaheimili?

,,Mér finnst gaman að vinna meðkrökkum og mjög þroskandi. Einniger vinnutíminn sniðinn að skólan-um mínum. Svo er starfsfólkið mjögskemmtilegt.’’

- Hvað ætlaðir þú að verða þegarþú varst ung?

,,Hárgreiðslukona.’’- Hvað ætlar þú að gera í sumar?

,,Ég ætla að skella mér til Dan-merkur með vinkonu minni aðvinna á líkamsræktarstöð. Ef þaðgengur ekki upp langar mig að vinnaí Brosbæ.’’

- Hvar sérðu sjálfa þig eftir 20 ár? ,,Heimavinnandi móðir í Banda-

ríkjunum með ríkan karl og þrjúbörn, tvo stráka og eina stúlku.’’

- Mælirðu með því að fólk á þínumaldri vinni við störf tengdum börn-um?

,,Já, tvímælalaut, þetta er svo gef-andi starf og góður undirbúningurfyrir framtíðina.’’

- Áttu einhver yngri systkini, efsvo er tekurðu þá virkan þátt í upp-eldi þeirra?

,,Nei, en ég væri alveg til í að eigaeitt krútt. En ég á eldri systur sem er23 ára.’’

- Stundarðu einhverja hreyfinguog ert þú sammála því að mataræði

og regluleg hreyfing sé nauðsynleg-ur þáttur í lífi barna?

,,Já, ég stunda ræktina af krafti ogspilaði nú lengi vel knattspyrnu meðFjölni. Mataræði er mjög mikilvægtog sérstaklega í nútíma þjóðfélagiþar sem freistingar eru á hverjugötuhorni. Hreyfing er einnig stórþáttur og ég er þeirrar skoðunar aðgott sé að venja krakka snemma áreglulega hreyfingu. Með því mótilærir barnið snemma samvinnu ogaga svo fátt eitt sé nefnt. Svo ekki séminnst á að íþróttir virka sem góðarforvarnir fyrir krakka nú til dags.’’

- Hver er uppáhaldsmaturinnþinn?

,,Ég er mikill aðdáandi matar fráMexíkó og þá sérstaklega tacos.Gaman væri að hafa það í matinneinn daginn handa krökkunum,svona aðeins til að breyta til.’’

Um síðustu mánaðamót tók frístundaheimilið Regn-bogaland í Foldaskóla við umsjón síðdegishressingar afskólanum. Með því er síðdegishressing á vegum allra frí-stundaheimilanna fyrir þau börn sem það velja. Boðið er

upp á fjölbreytt og hollt fæði. Við framreiðslu hressingar-innar gefst gott tækifæri til að æfa borðsiði og ýmsa aðraþætti s.s. að smyrja og ganga frá.

Sif Ragnarsdóttir er yngsti starfsmaður Brosbæjar ii Engjaskóla.

,,Gefandi starf og góður undir-búningur fyrir framtíðina’’

- segir Sif Ragnarsdóttir, yngsti starfsmaður Brosbæjar í Engjaskóla

Síðdegishressing á vegum allra frístundaheimila Gufunesbæjar

Hjá Snyrtistofunni MistTilboð í febrúar á fótaaðgerð kr. 3.500,-

Munið að panta tímanlega fyrir fermingunaAfsláttur fyrireldri borgara

Gylfaflöt - Sími 567-7974

Page 10: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

FréttirGV11

Frábær árangur Fjölnis-fólks í frjálsum íþróttum

Þann 20. janúar var haldið stórt al-þjóðlegt mót í frjálsum sem kallað erReykjavíkurleikarnir (ReykjavíkIndoor Games). Flestir af bestufrjálsíþróttamönnum þjóðarinnartóku þátt í mótinu og voru allir sterk-ustu keppendur Fjölnis með í mót-inu. Stefanía Hákonardóttir sigraði400 m. hlaupi kvenna og setti Íslands-met í stúlkna og ungkvennaflokki.Sveinn Elías Elíasson varð 2. í 200 m.hlaupi aðeins 5/100 frá Íslandsmetisínu í karlaflokki frá því í fyrra. ÍrisAnna varð í 2. sæti í 1500 m. hlaupi.Íris Anna Skúladóttir varð í öðrusæti í 1500 m. hlaupi á 4:40,33 mín.

Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð í 4.sæti í 1500 m. hlaupi á 4:49,37. Arndísvar að bæta sinn besta árangur umtæpar 5 sek. Bjarni Malmquist varð4. í langstökki - stökk 6,55 m. Hannvar 3. í B riðli í 60 m. hlaupi á 7,30sek. (bæting, átti 7,32 sek)) og hljóp200 m. á 23,11 (bæting, átti 23,91 sekinni og 23,27 úti). Sigurður LúðvíkStefánsson varð 4. í B riðli í 60 m.hlaupi á 7,35 sek., Ingvar HaukurGuðmundsson, varð í 4. sæti í 3000m. hlaupi á 9:48,11

Meistaramót ÍslandsFjölnir náði mjög góðum árangri á

meistarmóti Íslands í frjálsumíþróttum 15-22 ára nú fyrir stuttu.Mótið var haldið í Laugardalshöll-inni. Sveinn Elías Elíasson bætti eig-ið íslandsmet í 200 m. hlaupi. Boð-hlaupssveit Fjölnis bætti íslandsmet-ið í 4x400 m. hlaupi en það voru þeirSveinn Elías Elíasson, BjarniMalmquist Jónsson, Ingvar HaukurGuðmundsson og Leifur Þorbergs-

son sem bættu íslandsmetið glæsi-lega.

Bjarni Malmquist Jónsson var sákeppandi sem komst oftast á verð-launapall í öllu mótinu, Bjarni sigr-aði stangarstökkið með stökki upp á3,90 metra, sigraði í þrístökki, sigr-aði 400 m hlaupið, var í sigursveit-

inni í 4x400 m, lenti í öðru sæti ílangstökki og náði þriðja sætinu í 60m grindarhlaupi. Svo sannarlegafjölhæfur íþróttamaður þar á ferð.

Einnig náðu Íris Anna Skúladóttir(3000 m hlaup og 1500 m hlaup) ogStefanía Hákonardóttir (800 mhlaup) að sigra í sínum greinum.

Gudda og Sirrý hafa keypt Hársport ogVera verður með okkur áfram á stofunni

Takk fyrir að skipta við okkurOpið virka daga frá kl. 09-18 og á laugardögum kl. 10-14 Hársport - Brekkuhúsum 1 - S. 567-3530

Sveit Fjölnis sem setti Íslandsmet í 4x400 m hlaupi ásamt þjálfara sín-um, Stefáni Jóhannssyni.

GrafarvogsblaðiðAuglýsingar og ritstjórn 587-9500

Page 11: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

Gamli súrheysturninn við Gufun-esbæinn var í síðasta frostkafla ísilagður og þá að sjálfsögðu nýttur tilísklifurs.

Tvær vikur fóru í að gera ísinn til-búinn þar sem vatni var úðað á grindsem fest er við turninn. Klifrararnirsem spreyttu sig eru flestir þraut-reyndir og eru ýmist félagar í Ís-lenska alpaklúbbnum eða hjálpar-sveitum á höfuðborgarsvæðinu. Að-staða þessi er kjörin til ísklifurs í ör-uggum aðstæðum og án tilheyrandiferðalaga.

Nýliðið hlýindaskeið bræddi þvímiður allan ísinn en vonast er til aðnæsti frostkafli bæti þar úr.

Í Gufunesbæ er einnig góð aðstaðatil veggjaklifurs inni í súrheysturn-inum og í hlöðunni og þar hefurmeðal annars verið boðið upp áveggjaklifurnámskeið fyrir börn ogunglinga undanfarna vetur.

Fréttir GV12

Ísklifurí súr-heys-turni

GV-mynd Freyr Ingi Björnsson

Veflistakona Óskar eftir að taka húsnæði á

leigu fyrir vinnustofuc.a. 30 - 40 fm

Má þarfnast viðgerðarUppl. í síma 586-1698

og 864-5503

Kæru viðskiptavinir!Dagana 16. nóvember til 7. desember fá allir viðskiptavinirokkar sem panta lit og strípur PARAFIN handarmeðferð

Hafið samband til að fá frekari upplýsingar

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Við erum byrjaðar að vinna með hárlengingar!Sítt hár á 120 mínútum! 100% mennskt hár! Hægt að nota aftur og aftur! 99% ósýnilegt Hágæða hárlengingar Frekari upplýsingar hjá okkur í síma 567-6330

Page 12: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

Framleiðandi: Skrautás ehf. - Sími: 587-9500 - www.krafla.is

Falleg flugubox úr léttum viði með glæsilegum

og gjöfulum flugum eftir Kristján Gíslason.

Mikið úrval. Sjá nánar á www.krafla.is

Falleg gjöf fyrir

einstaklinga

og fyrirtæki

5 tegundir boxa

- 26 laxaflugur

- 18 laxaflugur

- 20 Kröflur

- 15 tvíkrækjur

- 25 silungaflugur

Við gröfum nöfn veiðimanna eða lógófyrirtækja á boxin

Sjá nánar á www.Krafla.is

Frábær f eb rúar í O rkuver inu

Frábær f eb rúar í O rkuver inu

Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfunEgilshöllinni

Simi: 594 9630

www.orkuverid.is

Skólakort12.990.-

Tveir fyrir einn á átaksnámskeiðum.Hefjast 21. febrúar

Sex mánaðakort19.990.-

Page 13: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

Fréttir GV14

Tölvuþjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga.Netverslun með tölvubúnað og rekstrarvöru

www.bst.is Gylfaflöt 24-30 Sími: 5679760

Heilsuhorn Grafarvogsblaðsins:

Getubætandi lyfUndanfarið hefur lögreglan verið

dugleg við að uppræta sendingar afólöglegum lyfjum. Um það er ekkertnema gott að segja og sýnir að ís-lenska lögreglan er að standa sig ístykkinu. En í ljósi þessarra fundafer þessi endalausa umræða umgetubætandi lyf aftur af stað. Í hvertskipti sem þessi umræða dettur innþá hrynja yfir mig spurningar umþessi efni og viti menn, þessi um-ræða einkennist af fordómum og fá-fræði. Fordómarnir liggja í því aðfólk virðist vera með það á hreinu aðég viti allt um þennan málflokk þarsem ég legg stund á kraftaíþróttir enekki vegna þess að ég hef lagt stundá krefjandi heilbrigðistengt háskóla-nám. Hver veit? það er möguleiki áþví að ég hafi verið vakandi í lífeðlis-fræðitímum. Fáfræðin einkennistsvo í spurningunum og ákvað ég aðslá margar flugur í einu höggi ogsvara þeim hér.

Sögulegt ágripNotkun getubætandi lyfja er síður

en svo nýtt fyrirbæri. Það kemurkannski á óvart að til eru heimildirfyrir notkun Kínverja á jurt semheitir ma huang fyrir allt að 5000 ár-um síðan. Jurtin var notuð til aðauka einbeitingu og auka orku. Ink-ar og mayar tuggðu kókalauf í samatilgangi. Grikkir til forna vorukannski fyrstir til þess að ráða lyfja-fræðinga sér til hjálpar, þ.e. svokall-aða seiðmenn. Þeir bjuggu til hinarýmsu formúlur úr fræjum og plönt-um til þess að bæta árangur íþrótta-

manna á þeirra fyrstu Ólympíuleik-um. Víkingar fundu sveppi sem þeirátu fyrir bardaga til þess að koma sérí réttu stemminguna, þeir sem átuþessa sveppi komust í berserksham.Þessir sveppir eru vel þekktir í dagog ganga undir nafninu berserkir.Það er svo ekki fyrr en undir lok átj-ándu aldarinnar að fyrst eru gerðartilraunir með testósterón. Þá hafðifranskur vísindamaður sprautaðsjálfan sig með vökva sem búinn vartil úr eistum naggrísa, smekklegt.Það var ekki fyrr en eftir seinniheimsstyrjöldina að testósterón fannsíðan leið sína inn í íþróttaheiminn.

Þegar talað er um getubætandi lyfvirðast flestir halda að það eina semsé í boði séu sterar. Raunin er sú aðþeir eru bara smá hópur í sístækk-andi lyfjasúpu. Það eru í raun til lyffyrir hvert tilefni til að stækka,minnka, styrkjast, auka þol og fleiraog fleira. Getubætandi lyf eru al-gengari en við höldum og neytumvið sjálfsagt öll einhverra lyfja semeru á bannlista hjá Alþjóða Ólympíu-sambandinu, t.d. koffín, astmalyf,hjartalyf o.s.frv. Það er þó grundvall-ar munur á því að fá sér kaffibolla tilað hressa sig við og fá sér koffínpillutil að hlaupa hraðar.

Hverjir nota getubætandi lyf?Notkun getubætandi lyfja er ótrú-

lega algeng í heiminum og gera fæst-ir sér grein fyrir því hversu stórtvandamál þessi lyf í raun eru. Ef viðtökum til að mynda anabóliska steraþá kom í ljós í kanadískri könnun að

þeir voru í öðru sæti yfir ólögleg lyfsem notuð voru af unglingum. Þettasegir okkur að þessi lyf eru ekkilengur bundin við íþróttamenn held-ur orðin algeng meðal almennings.Það er ekki gott að segja hvernigástandið er hérlendis þar sem notk-un á meðal almennings hefur ekkiverið skoðuð, allavega ekki mér vit-andi.

Það virðist vera almmenn vit-neskja að sterar séu einungis notað-ir af stórum og heimskum vaxtar-ræktar- og kraftlyftingamönnum.Staðreynd málsins er allt önnur. Þaðeru notuð getubætandi lyf í öllumíþróttagreinum, sama hvað þærheita. Eini munurinn er nafnið á lyf-inu. Þegar umræða einnkennist afjafnmikilli fáfræði og einelti og lyfja-umræðan þá er skautað fram hjá al-varleika málsins. Um leið og einnblóraböggull er krossfestur er horftfram hjá þeim alvarleika að almenn-ingur er að sökkva í þennan pitt.

Að lokum vil ég koma frá sjálfummér að ég verð móðgaður þegar ein-hver heldur því fram að smá lyfj-anotkun komi í staðinn fyrir margraára þrotlausa þjálfun. Þegar öllu er ábotninn hvolft þá er það æfingin semskapar meistarann.

Kveðja, húsbóndinn í Orkuverinu.

- eftir Georg Ögmundsson í Orkuverinu

Georg Ögmundsson, aflrauna-maður og eigandi Orkuversins íEgilshöll.

Rimaskóli býður nú annað árið íröð nemendum og foreldrum 8.bekkjar upp á að taka þátt í verkefn-inu ,,Hugsað um barnið’’.

Verkefnið er lagt upp sem for-varna- og fræðsluverkefni. Fræðslanfelst í því að nemendur skilji og finnitil mikilvægi þess að seinka kynlífs-iðkun og koma í veg fyrir ótímabær-ar þunganir og kynsjúkdóma.Áhugaverðast er að fá að ala önn fyr-ir forrituðu ungabarni eina helgi.Ungabarnið er dúkka sem að útliti

og þyngd líkist eins mikið raunveru-leikanum og hægt er. Líkt og með al-vöru ungabörn þá krefjast þessarforrituðu dúkkur þess að á þeim séskipt, þau fái pelann sinn og þeim sésinnt þegar þau taka upp á því aðgráta jafnt daga sem nætur. Umsjónmeð verkefninu hefur JónínaÓmarsdóttir kennari. Það var líf ítuskunum í stofu 36 þegar nemendurí 8-T riðu á vaðið og héldu af staðmeð ungabörnin sín inn í helgina 2. -4. febrúar. Af þessu tilefni komu

nemendur á mömmumorgni, tókunýburana með sér í búðir og afmæl-isboð. Mesti glansinn var hins vegarfarinn af þessu foreldrahlutverkiþegar helgin var liðin. Nemendur 8-T virtust margir dauðfegnir þegarþeir skiluðu barninu af sér á mánu-dagsmorgni. Þau urðu reynslunniríkari og ein alvörumamman léthafa það eftir sér að hún yrði ábyggi-lega ekki amma í bráð.

,,Hugsað um barn’’ í 8. bekk RimaskólaÞessar dömur í Rimaskóla tóku sig vel út með ,,börnin sín’’.

Eins og margur lesandi Grafarvogsblaðsins veit þá hefur blómaverslun veriðrekin í verslunarkjarnanum í Rimahverfi síðan hann var reistur fyrir tæpum tíuárum.

Nú hafa nýir eigendur tekið við rekstrinum og er það ætlun þeirra að sinna ennbetur íbúum hverfisins með auknu framboði af afskornum blómum og innflutn-ingi á öðruvísi gjafavöru en fást í hefðbundnum blómabúðum. Opnunartíminn erfrá 12-20, alla daga vikunnar.

Nafn verslunarinnar er ,,Blómstrandi – verslun með öðruvísi gjafavöru’’. Eig-endurnir eru Jón Tryggvi og Sibeso Imbula, ung hjón sem hafa mikinn áhuga ásamfélagsmálum og vilja gera sitt til að fegra umhverfið.

,,Við tókum við rekstrinum nú um áramótin. Það var ákvörðun okkar að breytaum nafn á versluninni til að leggja áherslu á að við erum ekki eingöngu með hefð-bundnar blómaskreytingar heldur bjóðum við og upp á sérstaka og handunnagjafavöru frá sunnanverðri Afríku, Indlandi og víðar að úr heiminum. Við vinn-um með öðru góðu fólki í hjálparstarfi víða um heim og í gegnum það starf höfumvið kynnst því frábæra handverki sem unnið er í þessum löndum og viljum gjarnagefa Íslendingum kost á þessum munum á hóflegu verði.’’

Aðspurð segjast þau ætla að leggja áherslu á hóflega verðlagningu en breikkavöruúrvalið. ,,Hún Kata, sem var hérna með Blómasmiðjuna áður, var alltaf meðgóð verð í samanburði við aðra blómasala og við ætlum að halda okkur á þeim nót-um. Við erum mjög bjartsýn á reksturinn, við höfum svo góða nágranna hér íkjarnanum, segir Jón Tryggvi. Fyrir utan 10-11 búðina sem allir þekkja, þá erRimaapótek við hliðina á okkur, þekkt fyrir að vera ódýrasta apótekið í bænum.Nú svo er það Miðgarður þar sem íbúar sækja margvíslega þjónustu, auk þess semhverfislögreglan er á neðri hæðinni og lítur eftir öllu. Þetta gæti bara ekki veriðbetra!’’

Sibeso og Jón Tryggvi bjóða ykkur velkomin í verslunina ,,Blómstrandi’’, Lang-arima 21. Sími verslunarinnar er 587-9300.

Blómstrandi í Rimahverfi- nýir eigendur hafa tekið við rekstrinum í Langarima

Atvinnuhúsnæðióskast til leigu

Ca 50-80 fermetraverslunar og/eða

skrifstofuhúsnæði óskast til leigu

Snyrtileg aðkoma skilyrðiUpplýsingar í síma: 699-1322 / 698-2844

Page 14: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007

FréttirGV15

Barnakór og UnglingakórGrafarvogskirkju

Ætlum að setja upp söngleik í vor og auglýsum því eftirsöngröddum í kóranaHér er tækifæri til að blómstra sönglega séð, hvort held-ur sem er fyrir einsöngsraddir eða í kórAllir fá þjálfun í söng, undir leiðsögn söngkennara og pí-anista í fyrsta flokkiUnglingakórinn er fyrir stelpur og stráka á aldrinum 12-18 ára, Barnakórinn er fyrir stelpur og stráka á aldrinum9-11 ára Skráning og uppl. hjá Svövu Kristínu í síma 867-7882 eða á netfanginu [email protected]

Nýjar DVDmyndir

+ ein eldriá kr. 350,-

Fjör í handboltanumFjörugt hefur verið í handboltan-

um að undanförnu. Handknattleiks-deild Fjölnis hélt velheppnað skóla-mót í upphafi HM í janúar og góðurárangur landsliðsins á HM í Þýska-landi hefur aukið áhuga ungling-anna á íþróttinni. Mörg ný andlithafa látið sjá sig á æfingum upp úráramótum og það stefnir því í aðFjölnir geti fjölgað handboltaliðumsínum á næstu mótum vetrarins.

Nokkur mót eru nýafstaðin. 6.flokkarnir héldu á 2. umferð Íslands-móts vetrarins helgina 19.-21. janúar,drengirnir á mót hjá Fram og stúlk-urnar hjá Gróttu. Strákarnir sendu

fjögur lið til keppni að þessu sinni ogstelpurnar sendu tvö lið. Krakkarnirvoru öll að standa sig afar vel og vorusjálfum sér og félaginu til sóma ámótinu með framgöngu sinni innanvallar sem utan. A-lið drengja spilaðifeikivel og vann 5 leiki og gerði eittjafntefli og lenti í 2. sæti á mótinu eft-ir spennandi úrslitaleik við FH.

5. flokkarnir kepptu helgina 26.-28.janúar á 2. umferð Íslandsmóts.Drengirnir kepptu að þessu sinni hjáHaukum í Hafnarfirði, en stúlkurnarí Laugardal á móti haldið af Ár-manni, Þrótti og Val. Báðir flokkarsendu tvö lið til keppni, A-lið og B-lið.

Öll fjögur liðin voru að keppa í afarerfiðum riðlum, en unglingarnirokkar sýndu mikið keppnisskap ogleikgleði og áttu flotta og lærdóms-ríka leiki.

Mörg spennandi mót eru framund-an í handboltanum á næstu vikumfram á vorið og þar mætum við ennfjölmennari til leiks með nýjum ið-kendum sem bæst hafa í hópinn aðundanförnu. Verið velkomin(n) áhandboltaæfingar hjá Fjölni, allarnánari upplýsingar eru á www.fjoln-ir.is.

Ragnheiður Þórarinsdóttir, ritarihandknattleiksdeildar

Flottir með verðlaunapeningana – 6. flokkur karla.

Þjálfararnir Arna og Berta með hópinn sinn – 5. flokk kvenna.

Góður hópur saman kominn í markinu - 5. flokkur karla.

SkalliHraunbæ 102 Sími: 567-2880

Page 15: Grafarvogsbladid 2.tbl 2007