grafarvogsbladid 7.tbl 2008

11
Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 7. tbl. 19. árg. 2008 - júlí Allar almennar bílaviðgerðir Allar almennar bílaviðgerðir Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Þjónustuaðili Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 Sundkonan Sigrún Brá Sverrisdóttir í Fjölni náði þeim merka áfanga á dögunum að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikum ófatlaðra íþrótta- manna og er fyrsti íþróttamaður Fjölnis sem nær þeim áfanga. Hér tekur hún við viðurkenningu frá Fjölni. Sjá nánar bls 6. GV-mynd PS Framleiðandi: Skrautás ehf. - Sími: 587-9500 - www.krafla.is Falleg gjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki 5 tegundir boxa - 26 laxaflugur - 18 laxaflugur - 20 Kröflur - 15 tvíkrækjur - 25 silungaflugur Glæsileg flugubox með flugum eftir Kristján Gíslason Gröfum nöfn veiðimanna og fyrirtækja á boxin Sjón er sögu ríkari á www.Krafla.is

Upload: skrautas-ehf

Post on 24-Mar-2016

244 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Grafarvogsbladid 7.tbl 2008

TRANSCRIPT

Page 1: Grafarvogsbladid 7.tbl 2008

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðDreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi7. tbl. 19. árg. 2008 - júlí

Allar almennarbílaviðgerðir

Allar almennarbílaviðgerðir

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

Þjónustuaðili

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

Sundkonan Sigrún Brá Sverrisdóttir í Fjölni náði þeim merka áfanga á dögunum að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikum ófatlaðra íþrótta-manna og er fyrsti íþróttamaður Fjölnis sem nær þeim áfanga. Hér tekur hún við viðurkenningu frá Fjölni. Sjá nánar bls 6. GV-mynd PS

Framleiðandi: Skrautás ehf. - Sími: 587-9500 - www.krafla.is

Falleg flugubox úr léttum viði með glæsilegum

og gjöfulum flugum eftir Kristján Gíslason.

Mikið úrval. Sjá nánar á www.krafla.is

Falleg gjöf fyrir

einstaklinga

og fyrirtæki

5 tegundir boxa

- 26 laxaflugur

- 18 laxaflugur

- 20 Kröflur

- 15 tvíkrækjur

- 25 silungaflugur

Glæsileg flugubox með flugum eftir Kristján GíslasonGröfum nöfn veiðimanna og fyrirtækja á boxinSjón er sögu ríkari á www.Krafla.is

Page 2: Grafarvogsbladid 7.tbl 2008

Fréttir GV2

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðÚtgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Netfang Grafarvogsblaðsins: [email protected]órn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844.Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Landsprent ehf..Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi.Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Skaginn engin hindrunÁrangur Fjölnis í Landsbankadeild karla í knattspyrnu er

orðinn undraverður og hefur vakið mikla athygli. Þegar Ís-landsmótið er hálfnað situr liðið í þriðja sæti með 21 stig og fáttvirðist geta komið í veg fyrir að liðinu gangi allt í haginn í síð-ari hluta mótsins.

Í síðasta leik mætti Guðjón Þórðarson með lið sitt í Grafar-voginn og var auðveldlega yfirbugaður. Skagamenn áttu aldreimöguleika með þennan mesta vælukjóa íslenskrar knatt-spyrnu í brúnni. Greinilegt var að dómari leiksins var laf-hræddur við að dæma eðlilega á Skagamenn í leiknum og alltröflið og tuðið í Guðjóni er greinilega farið að hafa áhrif ádómara í Landsbankadeildinni. Það er vissulega alvarlegurhlutur en allt stefnir í að Landsbankadeildin verði laus viðGuðjón og lærisveina hans á næstu leiktíð.

Árangur Fjölnis er hreint ótrúlegur. Það eru margir semsegja að þessi velgengni hljóti nú að fara minnkandi en liðiðheldur bara áfram að vinna glæsilega sigra. Líkast til hefurFjölnismönnum tekist að halda sæti sínu í deildinni nú þegaren það var eðlilegt markmið liðsins fyrir Íslandsmótið. Nú þeg-

ar mótið er hálfnað er eðlilegt markmið hjáFjölni að verða í einu af þremur efstu sætun-um þegar upp verður staðið. Liðið er greini-lega nægilega gott til þess að ná því mark-miði og það yrði svo sannarlega glæsilegurárangur. Ekki er því útilokð að Fjölnir takiþátt í Evrópukeppni áður en langt um líður.

[email protected]án Kristjánsson, ritstjóri Grafarvogsblaðsins

Framkvæmdir í Spönginniganga vel og eru á áætlun

Þjónustuhús fyrir aldraða í Spöng og íbúðirnar í baksýn.

Hér sést hvernig aðkoman verður að íbúðunum.

Framkvæmdir eru í fullum gangivið byggingu Þjónustu- og menning-armiðstöðvar af Reykjavíkurborg íSpönginni, nánar tiltekið við Fróð-engi.

Skrifað var undir viljayfirlýsinguþann 18. október 2006. Undirritaðurvar samningur við Eir um úthlutunbyggingarréttar í Spönginni í Graf-arvogi og samstarf og samvinnuvegna byggingar og reksturs 111þjónustu- og öryggisíbúða.

Innangengt verður úr þjónustuí-

búðum Eirar í þjónustu- og menn-ingarmiðstöðina

Þá þegar hófst undirbúningur oghönnun íbúða.

Allar framkvæmdir eru boðnarút. Jarðvinna hófst í desember 2007og var byrjað á að steypa upp fyrstaáfanga íbúðanna í febrúar síðastlið-inn.

Verkefninu hefur verið skipt upp íí 4 útboðsáfanga en þeir eru: Jarð-vinna, uppsteypa, fyllingar inn ísökla og utan með húsi, lagnir í jörð

og utanhússfrágangur.Miklum jarðvinnuframkvæmd-

um á svæðinu er lokið við fyrstuþrjá áfangana en framkvæmdatímier frá desember 2007 til júní 2010.Það er því enn nokkuð í land en vis-uleg bót í máli að verið er að sinnaþessum brýnu málum sem húsnæð-ismál aldraðra eru.

Eins og sjá má á tölvumyndunumhér til hliðar verða byggingarnarglæsilegar í útliti.

- 111 þjónustu- og öryggisíbúðir fyrir aldraða tilbúnar árið 2010

20% afsláttur af General sumardekkjum

Við Íslendingar erum alvegótrúlegir aular þegar kemurað mikilvægum og sjálfsögð-um framkvæmdum. Þá erumvið oft mjög seinir að taka viðokkur. Sundabraut, nýr vegursuður og vestur um land erudæmi um þetta. Einnig mættinefna Hvalfjarðargöng.

Ég geri nokkuð mikið af þvíað aka um Suðurlandsveg. Fyr-ir margt löngu var það ljóst aðvegurinn var sprunginn og ídag er ástandiðorðið þannig að áálgstímum trúirmaður varla sín-um eigin augum.Nú nýverið lentiég í því að um-ferðin að austan til höfuðborg-arinnar var slík að nær sam-felld bílalest var á milli Selfossog Reykjavíkur. Er þetta virki-lega forsvaranlegt árið 2008?

Ofan í kaupið eru síðan mjögalvarleg slys algeng á þessumvegi en þrátt fyrir það er ekk-ert gert. Stjórnmálamenn enneinn ganginn lamaðir og úr-ræðalausir og sitja eins ogsmákrakkar með hendur ískauti.

Hvernig stendur á því aðekki er búið að tvöfalda Suður-landsveg? Hvernig stendur áþví að það undarlega batterívegagerðin, sem fáir botna í nútil dags, hreyfir hvorki legg nélið í málinu? Það er rausað um

það ár eftir ár hvað þetta erdýr framkvæmd og hvort ekkisé rétt að gera 2+1 veg. Í þaðminnsta einn aðili hefur boðisttil að tvöfalda veginn og vinnaverkið í einkaframkvæmd. Áhann hefur ekki verið hlustað.Á meðan slasast fólk og deyr áþessum stórhættulega vegisem er fyrir margt löngu orð-inn barn síns tíma. Það sjá all-ir nema þeir sem fara meðstjórn mála.

Nákvæmlega sömu sögu erað segja um veginn í hina átt-ina út úr höfuðborginni,Sundabrautina og síðan Vest-urlandsveg. Ekkert gerist.Áratugir líða án þess að nokk-uð gerist. Varðandi Sunda-brautina þá er ekki enn búiðað taka ákvörðun um hvaðaleið á að fara með þann ágætaveg. Vegagerðin merkilega tef-ur það mál endalaust með þvíað tala um mikinn kostnað viðþá leið sem allir aðrir en húnvilja fara. Vegagerðin hugsarbara um peninga. Þetta stein-runna ríkisbatterí veit ekkihvað það er að hugsa um hags-muni almennings, fólksins ílandinu. Það að allir íbúar

beggja vegna Grafarvogs viljaSundabrautina utar og í göng-um kemur Vegagerðinni ekkivið. Æ ofan í æ leggur apparat-ið til að farin verði svokölluðinnri leið og þessu mesta um-ferðrmannvirki framtíðarinn-ar verði troðið þversum ofan íkokið á íbúunum sem vilja þaðsem lengst í burtu. Nei, Vega-gerðinni kemur ekki við hvaðfólkið vill. Ef svo væri hefði

ákvörðun umSundabraut litiðdagsins ljós fyr-ir mörgum ár-um síðan.

Um tveir ára-tugir eru síðan

að fyrst var rætt um Sunda-braut. Hvernig er staðan í dag?Hafa þessir tveir ártugir nægttil þess að koma verkinu afstað, þessi 20 ár?? Nei heldurbetur ekki. Og það er alveg ör-uggt að áratugirnir verða þríráður en fyrstu bílarnir geta ek-ið um Sundabraut.

Og nú eru Hvalfjarðargöng-in orðin of lítil eftir aðeins tíuár. Það einkennir framkvæmd-ir okkar í samgöngumálum aðvera alltaf í bútasaumum ístað þess að líta nokkra ára-tugi til framtíðar og spara meðþví ótrúlegar fjárhæðir. Tímier kominn til að breyta þessu.

Svarthöfði

Svarthöfði skrifar

Fyrsti bílleftir 30 ár

Page 3: Grafarvogsbladid 7.tbl 2008

CONSUL BANANAR Í BÓNUS 18 TONN Í BOÐI

Page 4: Grafarvogsbladid 7.tbl 2008

Við leyfum okkur að senda upp-skrift af sósu sem ætluð er með laxi,enda þótt síðustu matgoggar blaðs-ins hafi komið með spennandi lax-auppskrift. Þessa sósu er sniðugt aðnota þegar von er á mörgum í mat -en uppskriftin er ætluð 12 manns.Við höfum ýmist ofnbakað eða grill-að laxafiðrildi eða heil flök og viðberum fram soðin hrísgrjón meðþessum rétt, salat og nýbakað brauð.

Sherrýsósa með laxi:2 x 3 msk. smjör.3 msk. fínsaxaður laukur.3 msk. grófsöxuð fersk steinselja(með stilkunum).Sítrónupipar.Hálfflaska af hálfþurru sherrýi.

4 fiskiteningar.5-6 dl rjómi.1 msk. hveiti.6 dl sýrður rjómi.

Til viðbótar má bragðbæta meðsvolitlu af ceyennepipar, sítrónusafaog salti.

Laukurinn er mýktur ásamt stein-seljunni í smöri, án þess að það takilit. Sítrónupipar, fiskiteningarnir ogsherrýið er sett út í og látið sjóða nið-ur í ca. 2 desilítra.

Síðan er rjómanum bætt út í ogsoðið áfram í 5 mínútur. Þeir semvilja geta síað sósuna í annan pott(laukurinn síaður frá) en hún er síð-an þykkt með hveitibollu úr 1 mskhveiti og 3 msk af smjöri og suðan

látin koma upp. Að lokum er sýrðirjóminn settur út í sósuna og húnlátin sjóða varlega til viðbótar í 5mínútur og hrært í á meðan.

Best er að gera sósuna fyrst þarsem það hentar vel að grilla eða bakalaxinn og sjóða hrísgrjónin, rétt áð-ur en sest er að borðum. Hella máhluta af sósunni yfir laxinn á fatinuog dreyfa stórum rækjum yfir.

Brauð af ýmsum gerðumVið bökum gjarnan brauð af ýms-

um gerðum með matnum. Um þessarmundir er vinsælt að skella brauði ágrillið eða baka foccacia í ofninum.En margir virðast tregir til gerbakst-urs ef fyrstu tilraunirnar á þeirri

braut hafa misheppnast. Í stað þessað bjóða upp á uppskrift af brauðiviljum við bara undirstrika megin-reglurnar í brauðbakstri sem erusamkvæmt okkar reynslu, að drepaekki gerið með of heitum vökva ogað setja ekki of mikið mjöl í vökv-ann, svo deigið verði ekki of þurrt.Við notum 1 tsk. af geri fyrir hverndesilítra af vökva þegar deigið á aðlyfta sér fremur hratt og látum ekkimeira mjöl en svo að deigið rétt,,sleppi hendi’’.

Ef þessar reglur eru haldnar geng-ur brauðbaksturinn vel og endalausthægt að prófa sig áfram. Eina semþarf til viðbótar er svolítill sykur tilað örva gerið og svolítið salt en íraun er ekki einu sinni nauðsynlegtað setja olíu eða aðra fitu í einfald-

asta brauðið. En það er enginn skort-ur á góðum uppskriftum af brauð-um.

Ananas-karamellu dessert bor-inn fram með ís

Maður setur 1½ dl sykur, 150-200 gsmjör og 2 msk hveiti í pott við væg-an hita og er þetta hrært þar til syk-urinn bráðnar og sósan þykknar ogsíðan hellt yfir ananasbita í eldföstumóti. Ofan á þetta er stráð möndl-uflögum og sett í ofn í ca. 10 mín eðaþar til möndluflögurnar brúnast.

Verði ykkur að góðu,Með kveðju

Valgerður BaldursdóttirLárus H. Blöndal

Matgoggurinn GV4

- að hætti Valgerðar og Lárusar

Lax meðsherrýsósu

Valgerður Baldursdóttir og Lárus H. Blöndal. GV-mynd PS

Guðný Jóna og Magnúseru næstu matgoggar

Valgerður Baldursdóttiur og Lárus Blöndal, Logafold 107, skora áGuðnýju Jónu Magnúsdóttur og Magnús Baldursson, Reykjafold19, að vera matgoggar næsta mánaðar og koma með girnilegaruppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim þessar girnilegu upp-skriftir í Grafarvogsblaðinu í ágúst.

Page 5: Grafarvogsbladid 7.tbl 2008

VILTU BESTA STARF Í HEIMI?

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1

Sími 411 5000 • Bréfsími 411 5009 • www.itr.is • [email protected]

Frístundaheimili ÍTR óska eftir starfsfólki sem getur tekið þátt í að stýra starfi með 6-9 ára börnum á eftirfarandi sviðum: List- og verkgreinar, s.s. tónlist, myndlist, leiklist, smíði, textíl Íþróttir og leikir, s.s. útileikir, innileikir Útivist og umhverfismennt, s.s. gönguferðir, náttúruskoðun Barnalýðræði og lífsleikni, s.s. hópastarf, barnafundir, lesa sögur, vinátta og samvera

Um er að ræða hlutastörf eftir hádegi en starfshlutfall og vinnutími getur verið sveigjanlegt

FréttirGV5

Á OL ístærð-fræði

19 ára Grafarvogsbúi, TraustiSæmundsson, tekur þátt í Ólymp-íuleikunum í stærðfræði semfram fara í Madrid á Spáni í sum-ar.

Trausti komst í sex manna ís-lenskt landslið sem keppir á leik-unum á Spáni en vitaskuld kom-ast ekki nema snjöllustu stærð-fræðingar í liðið. Auk Traustaeru í liðinu tveir kollegar hans úrMR, einn nemandi frá Akureyri,annar frá Laugarvatni og sá sjöttikemur úr Menntskólanum íHamrahlíð.

Page 6: Grafarvogsbladid 7.tbl 2008

Sunddeild Fjölnis fékk nýveriðviðurkenningu sem Fyrirmyndarfé-lag innan ÍSÍ. Sigríður Jónsdóttir,formaður Fræðslusviðs ÍSÍ, afhenti

formanni deildarinnar, Sævari Hall-dórssyni, viðurkenningarskjal ogfána verkefnisins og notaði tækifær-ið og kynnti hugmyndina að Fyrir-

myndarfélagi ÍSÍ stuttlega fyrir há-tíðargestum.

Íþróttahreyfingin gerir kröfur tilsamfélagsins um stuðning, bæði að-gang að mannvirkjum og beinan fjár-stuðning. Íþróttahreyfingin vill aðlitið sé á þennan stuðning sem end-urgjald fyrir þjónustu sem hún veitiröllum þegnum samfélagsins. Til þessað slíkar kröfur séu trúverðugar ogréttlætanlegar þarf íþróttahreyfing-in að sýna það í verki að hún geriraunhæfar kröfur til sjálfrar sínhvað varðar gæði og innihald þessstarfs sem hún vinnur. Þetta hefurhún gert með samþykkt stefnuyfir-lýsinga um afmarkaða málaflokka,þar sem fram kemur að hvernigstarfi sé stefnt. Slíkar stefnuyfirlýs-ingar hafa m.a. verið samþykktarum barna- og unglingastarf, mennt-un þjálfara og forvarnastarf.

Með því að taka upp gæðaviður-kenningu fyrir íþróttastarf getaíþróttafélög eða deildir látið gera út-tekt á starfsemi sinni eða hlutahennar miðað við þær gæðakröfursem íþróttahreyfingin gerir. Standistþau þessar kröfur fá þau viðurkenn-ingu á því frá ÍSÍ og geta kallað sigFyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndar-

deild.Á vorhátíð sinni fagnaði sund-

deildin einnig heimskomu SigrúnarBráar Sverrisdóttir en hún komheim skömmu fyrir hátíðina frákeppni í Mónakó, Spáni og Frak-

landi þar sem að hún tryggði sérfyrst allra Fjölnismanna keppnisréttá Olympíuleikum ófatlaðra íþrótta-manna. Snnarlega storbrotinn ár-angur hjá þessari glæsilegu sund-konu.

Fréttir GV6

Grillið í Grafarvogi - Gylfaflöt 1 - Sími: 567-7974

GULLNESTI

Reiskólinn Faxaból

bíður upp á skemmtileg

reiðnámskeið fyrir börn

og unglinga.

Eigum nokkur laus pláss á reiðnámskeiðin

21.júlí - 1.ágúst og

5.ágúst - 15.ágúst.

Sjá nánar á

www.faxabol.is

Grillið í Grafarvogi

Fjölskyldutilboð4 hamborgarar - 2 lítar kók

- franskar og sósa og 1 líter af ís

Aðeins kr. 2.790,-Gi

ldir

til 24

. júlí

Sunddeild Fjölnis fékk mikla viðurkenningu frá ÍSÍ og er fyrirmyndarfélag:

Sigrún Brá keppir á ÓL í PekingHér eru forsvarsmenn sunddeildar Fjölnis ásamt vöskum iðkendum deildarinnar við afhendinguna. GV-mynd PS

Sigríður Jónsdóttir frá ÍSÍ afhendir Sævari Halldórssyni, formanniSunddeildar Fjölnis, viðurkenningarskjalið. GV-mynd PS

Stolt sundfólk í Fjölni fylgist með gangi mála á vorhátíðinni. GV-mynd PS

Page 7: Grafarvogsbladid 7.tbl 2008

Fréttir GV8

Gullengi í Grafarvogi, falleg 3ja herbergja 84,9 fm íbúð á1. hæð með sér inngangi af svölum. Unnið er nú við aðljúka framkvæmdum við sprunguviðgerðir, málun og flot-un sameiginlegra svalaganga. Verður því lokið nú í sumar.Þak var málað í fyrra að sögn seljanda. Þessar fram-kvæmdir eru á kostnað seljanda og tekur nýr eigandi þvívið góðu búi.

Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi, þar er fata-hengi. Inn af rúmgóðu holi eru barnaherbergi og hjóna-herbergi, bæði með góðum fataskápum. Þvottaherbergi erinn af holi, þar er ágætt geymslupláss. Baðherbergið errúmgott, þar er baðkar og er veggur við það flísalagður.Eldhús er opið að hluta, með góðri hvítri innréttingu meðviðarköntum. Nýleg eldavél er í eldhúsi og tengt er fyriruppþvottavél. Stofa og borðstofa er rúmgóð og björt og erfarið þaðan út á mjög stórar suð - vestur svalir. Á öllumgólfum nema forstofu er dúkur. Íbúðin sjálf er 80,4 fm og í

kjallara er 4,5 fm sér geymsla. Rúmgóð hjóla-geymsla er í kjallara.

Öll aðkoma að húsinu er mjög snyrtileg ogstaðsetning afar góð með tilliti til nálægðarvið grunn- og framhaldsskóla, heilsugæslu,íþróttahús og verslanir. Borgarholtsskóli,Engjaskóli, Spöngin og Egilshöll eru rétt viðhendina.

Hagstæð áhvílandi lán frá Íbúðalánasjóðisamtals u.þ.b kr. 17,4 millj. vextir 5,1% og 4,15%.

Falleg íbúð íGullengi

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Kæru viðskiptavinirÞað er breyttur opnunartími í júlí og ágúst. Við hættum snemma

á föstudögum klukkan 16:00 og lokað er á laugardögum! Það á að njóta sumarsins! Kveðja starfsfólk Höfuðlausna

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Borðstofan er mjög björt og rúmgóð.

- til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs í Spönginni

Eldhúsið er með góðri hvítri inn-réttingu.

Öll aðkoma að húsinu við Gul-lengi er mjög snyrtileg og stað-setning afar góð með tilliti til ná-lægðar við grunn- og framhalds-skóla, heilsugæslu, íþróttahús ogverslanir. Borgarholtsskóli,Engjaskóli, Spöngin og Egilshölleru rétt við hendina.

Page 8: Grafarvogsbladid 7.tbl 2008

FréttirGV9

Einn fagran föstudag í byrjun júnískellti félagsmiðstöðin Engyn sér ílokaferð þar sem félagsmiðstöðin ernú á leið í sumarfrí.

Fyrsta viðkoma var í Orkuveit-unni en þar tók Hjálpasveit skáta íKópavogi á móti 10. bekkingum ogleyfði þeim að síga þar innanhúss.

Eftir sigið bættust 8. og 9. bekkurí hópinn og allir skelltu sér saman íBláa lónið.

Eftir að hafa synt um í lóninu láleið hópsins í skógarrjóður þar semallir úðuðu í sig grilluðum pylsumáður en haldið var aftur í félagsmið-stöðina eftir vel heppnaða ferð.

Lokaferð Engyní Engjaskóla

20% afsláttur af General sumardekkjum

Grennandi meðferðRétt verð 55.700 kr.

Sumartilboð29.200 kr.

CELLÓNUDD: Kemur blóðrásinni af stað, hjálpar til við frekara niðurbrot og losar líkamann við eiturefni.

HÚÐBURSTUN: Opnar húðina og gerir leirnum kleift að fara vel inn í hana.

HLJÓÐBYLGJUR: Brjóta niður fitu.

VAFNINGAR: Leir er borinn á húðina sem gerir hana stinna, silkimjúka og er jafnframt mjög vatnslosandi. Síðan er notaður Universal líkamsvafningur en með honum missir þú að minnsta kosti 16 cm í hvert skipti.

FLABÉLOS: Að lokum er gott að fara í nokkrar mínútur í Flabélos tækið.

hringið núna í síma 577 7007

HELLUBORG DÓRAHelluborg Dóra veitir þér faglega og

trausta þjónustu fyrir lóð og garð meðheildarlausn á þínu plani.

Við komum og veitum þér verðtilboð og faglegaráðgjöf þér að kostnaðarlausu.

Látið fagmenn Helluborgar vinna verkið.

Nánari uppl. í S: 616-9714Halldór Sveinn Ólafsson

www.helluborg.is - [email protected]

Margir fengu sér góðan sundsprett í Blá lóninu.

Ekki fyrir lofthrædda. Sigið í umsjón skáta í Orkuveituhúsinu.

Page 9: Grafarvogsbladid 7.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðFréttir10

Blómakerin til skrautsStarfsmaður búinn að koma einu kerinu fyrir og á myndinni er hann að sturta mold í kerið. Þessi blómakermá sjá víða i Árbæjarhverfinu. ÁB-mynd SK

Maðurinn getur alltaf á sig blóm-um bætt. Víða við stofnvegi í Árbæj-arhverfi má nú sjá glæsileg blómak-er sem búið er ð koma fyrir.

Það var Hverfisráð Árbæjar semsamþykkti á fundi sínum nýverið að

skreyta hverfið og strax var hafisthanda við að koma blómakerjunumfyrir.: ,,Það stóð ekki á viðbrögðun-um. Kerin voru varla komin á sinnstað þegar við fórum að heyra í fólkisem var mjög ánægt með þetta fram-

tak hverfisráðsins. Það er greinilegtað þessi blómaskreyting hitti beint ímark og við erum mjög ángð meðþað,’’ sagði Björn Gíslason, formað-ur Hverfisráðs Árbæjar í samtali viðÁrbæjarblaðið.

Grennandi meðferðRétt verð 55.700 kr.

Sumartilboð29.200 kr.

CELLÓNUDD: Kemur blóðrásinni af stað, hjálpar til við frekara niðurbrot og losar líkamann við eiturefni.

HÚÐBURSTUN: Opnar húðina og gerir leirnum kleift að fara vel inn í hana.

HLJÓÐBYLGJUR: Brjóta niður fitu.

VAFNINGAR: Leir er borinn á húðina sem gerir hana stinna, silkimjúka og er jafnframt mjög vatnslosandi. Síðan er notaður Universal líkamsvafningur en með honum missir þú að minnsta kosti 16 cm í hvert skipti.

FLABÉLOS: Að lokum er gott að fara í nokkrar mínútur í Flabélos tækið.

hringið núna í síma 577 7007

HELLUBORG DÓRAHelluborg Dóra veitir þér faglega og

trausta þjónustu fyrir lóð og garð meðheildarlausn á þínu plani.

Við komum og veitum þér verðtilboð og faglegaráðgjöf þér að kostnaðarlausu.

Látið fagmenn Helluborgar vinna verkið.

Nánari uppl. í S: 616-9714Halldór Sveinn Ólafsson

www.helluborg.is - [email protected]

Page 10: Grafarvogsbladid 7.tbl 2008

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðDreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi6. tbl. 19. árg. 2008 - júní

70%Grafarvogsbúa lesa

Grafarvogsblaðið alltaf

Mest lesni fjölmiðillinn í 20.000 manna hverfiAuglýsingarnar skila

árangri í GV

587-9500

Page 11: Grafarvogsbladid 7.tbl 2008

íslensk fluguveiði

Skrautás ehf. Sími: 587-9500

Einstök gjöf fyrirveiðimenn og konur

Falleg áletruðflugubox með vinsælum laxa- og/eða silungaflugum frá Krafla.is

Tilvalin gjöf fyrir einstaklingaog fyrirtæki sem gera kröfur

Gröfum nöfn veiðimanna eða lógó fyrirtækja á boxin

Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500