arbaejarbladid 11.tbl 2008

15
Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3 Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: [email protected] 11. tbl. 6. árg. 2008 nóvember Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti Sími 575 4000 byr.is Villi Þór rakari er Árbæingum að góðu kunnur enda með rakarastofu í hverfinu að Lynghálsi 3. Villi segir einstaka sögu sína í nýútkominni bók sinni, Með hjartað á réttum stað. Við birtum kafla úr bókinni í miðopnu. Myndin hér að ofan var tekin 1980 á rakarastofu Villa í Ármúla. Vínlandsleið 6-8 - S: 588 9000 www.optima.is Ekki velkjast í óvissu um verðmætin Öryggiskápar fyrir heimili og fyrirtæki ÖRYGGISSKÁPAR Einfaldur í notkun, öflugur og fyrirferðarlítill nuddpúði. Bæði heima og í bílnum. 588 2580 661 2580 [email protected] www.logy.is MaxiWell II Nuddarinn þýsk nákvæmni og hugvit Sjá nánar á Krafla.is og í síma 698-2844 Jólagjafir fyrir veiðimenn og fyrirtæki Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Einstök saga rakarans í Árbænum Einstök saga rakarans í Árbænum

Upload: skrautas-ehf

Post on 08-Mar-2016

242 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Arbaejarbladid 11.tbl 2008

TRANSCRIPT

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðið

Pantið tíma

í síma511–1551

Hársnyrting Villa Þórs

Lynghálsi 3

Opið virka dagafrá kl. 9-18.30Laugardaga frá kl. 10–14

Hraunbæ 102B – 110 Rvk.Sími 567–4200 Fax 567–3126

Netfang:[email protected]

11. tbl. 6. árg. 2008 nóvember Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Sími 575 4000 byr.isVilli Þór rakari er Árbæingum að góðu kunnur enda með rakarastofu í hverfinu að Lynghálsi 3. Villi segir einstaka sögu sína í nýútkominni bóksinni, Með hjartað á réttum stað. Við birtum kafla úr bókinni í miðopnu. Myndin hér að ofan var tekin 1980 á rakarastofu Villa í Ármúla.

Vínlandsleið 6-8 - S: 588 9000 www.optima.is

Ekki velkjast í óvissu um verðmætin

Öryggiskáparfyrir heimiliog fyrirtæki

ÖRYGGISSKÁPAR

Einfaldur í notkun, öflugur og fyrirferðarlítill nuddpúði.Bæði heima og í bílnum.

588 2580661 2580

[email protected]

MaxiWell II Nuddarinnþýsk nákvæmni og hugvit

Sjá nánar á Krafla.is og í síma 698-2844

Jólagjafir fyrir

veiðimenn og fyrirtækiGröfum nöfn veiðimanna

á boxin

Einstök saga rakarans í ÁrbænumEinstök saga rakarans í Árbænum

FjölskyldanÞað hefur líklega aldrei verið erfiðara að vera Íslendingur en

í dag. Og nú er svo komið málum að maður hefur upplifað þaðað vera Íslendingur erlendis og það er ekki skemmtileg lífs-reynsla.

Þjóðarstoltið er ríkt í hverjum sönnum Íslendingi. Að upplifaþað að horfa á þjóðfánann verða eldi að bráð erlendis er erfittog þyngra en tárum tekur. Hvernig gat það gerst að þetta yrðiokkar hlutskipti?

Mig rekur ekki minni til undarlegri tíma í sögu þessararþjóðar. Sauðirnir í fremstu röð hafa brugðist. Annar mátti ekkiheyra á samstöðu Evrópuþjóða minnst en hinn eyddi öllu ár-inu í að koma okkur inn í öryggisráð hinna sameinuðu þjóða.Og þvílíkt og annað eins. Í kjölfar ósigursins, sem kostaði okk-ur milljarð, og aftöku margra sendiherra í kjölfar kreppunnar,skipaði svo utanríkisráðherrann vinkonu sína og nánasta sam-starfsmann í kosningabaráttunni sem tapaðist, sendiherra. Já,í öllum niðurskurðinum í utanríkisþjónustunni var til skúm-askot til að gera vel við enn eina vinkonuna, í aftökunni miðri.Segi svo einhver að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé laus viðspillinguna og að hún hugsi ekki um sig og sína.

Það er sem sagt sami rassinn undir öllu þessu liði. Þegar ölluer á botninn hvolft eru það önnur gildi en peningar og frama-pot sem skora. Fjölskyldan er þar fremst í flokki. Nú, semaldrei fyrr, er nauðsynlegt fyrir okkur að huga að fjölskyld-unni. Magn peninga skiptir ekki máli. Mikilvægast af öllu erað fjölskyldur geti talað saman. Allir meðlimir hennar getikomið saman og rætt málefni líðandi stundar af hreinskilni.

Mótmæli fjölda fólks á Austurvelli undanfarna laugardagahafa sent ákveðin skilaboð. Ef þessir fundir eiga hins vegar eft-

ir að skilja það eitt eftir sig að hús alþingishefur aldrei litið ver út, þá eru þessi mótmælitilgangslaus. Þeir aðilar sem standa fyrirþessum fundum verða að slíta sig frá skríln-um, þá fyrst verður hlustað af alvöru á mál-stað þeirra. Látum mótmælin beinast aðmönnum og málefnum en ekki fasteignum.

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844.Netfang Árbæjarblaðsins: [email protected]Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Landsprent ehf.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti,Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu

dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 (660 fyrirtæki).

[email protected]

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðFréttir

2

Stefán Kristjánsson, ritstjóri Árbæjarblaðsins

Það átti þá eftir að gerast aðmaður skammaðist sín fyrir aðvera Íslendingur. Á dauða mín-um átti ég von en ekki því. Ogþað eru bara nokkrar vikursíðan ég trúði því og treysti aðallt væri hér í góðu lagi.

Sú svakalega staðreynd aðfólk í Belgíu, Þýskalandi,Hollandi og fleiri löndum fyllitorg og mótmæli glæpsamleguframferði íslenskra bankakemur við hjörtu okkar. Icesafeævintýrið hefur verið til lyktaleitt en ennþá vitum við ekkihverjar skuldir okkar eru. Ís-lendingar í út-löndum eru ekkivinsælir gesti oger hent eins oghundum út úrverslunum.

,,Látum hann drukkna’’Við erum í lægsta gæðaflokki

hjá ,,vinaþjóðum’’ okkar. Ís-lenskur sjómaður sem sigldiskipi sínu á sker undan strönd-um Danmerkur var ekki þessvirði að vera bjargað af Dön-um sem áttu leið hjá á bátumsínum. Mistök sjómannsinslágu í því að taka ekki niður ís-lenska fánann sem prýddi skiphans.

Fáir vinir en góðirKomið hefur í ljós að við eig-

um fáa vini en góða. Færeying-ar og Norðmenn eru þar í verð-launasætum. Og jafnvel Pól-verjar. Ádrepa forseta Íslands ímatarboði á dögunum vartímabær þar sem hann las tilað mynda fulltrúum Svía,Breta og Dana pistilinn. Enekki hvað? Svo kom formaðurSamfylkingarinnar í viðtal ísjónvarpinu og skaut lausumog ómerkilegum skotum að for-setanum. Hann skyldi ekkivera að skipta sér af utanríkis-

málum þjóðarinnar.Í raun hefur það komið mér

mjög mikið á óvart hve þjóðar-stoltið er lítið hjá æðstu ráða-mönnum þjóðarinnar ef forset-inn er undanskilinn.

Við skulum taka framkomuBreta í okkar garð. Hvaða þjóðönnur innan Nato hefði tekiðþví þegjandi að fá á sig lög umhryðjuverkamenn frá annarriNató-þjóð. Þessi árás Breta íokkar garð framkallaði reiðiforsætisráðherra okkar umtíma en formaður Samfylking-arinnar lét sér hvergi bregða.

Viðbrögðin voru í öllu falliþannig eins og að um smámálværi að ræða. Hvar er þjóðar-stolt þessara oddvita? Nú hefég engin völd og mun aldreihafa. En mitt fyrsta verk hefðiverið að kalla sendiherra okk-ar heim frá Bretlandi og slítastjórnmálasambandi við Bret-land. Strax og þetta gerðist.

Skríllinn skemmirÞolinmæði fólks er á þrotum.

Undarlegur skortur á upplýs-ingum er að gera útaf við fólk.Dagar og vikur líða og það veitenginn hvað er að gerast. Reið-in magnast og mótmælafundirtútna út viku frá viku.

Einhver lítill hópur villingaer þó að skemma fyrir. Þessiskríll sem kastar eggjum í húsalþingis og salernispappír.Þessi hópur hefur dæmt sig úrleik og er ekki marktækur.

Gæti verið stutt í olíunaNú skulum við gera okkur

grein fyrir því að mjög breyttirtímar geta verið

framundan. Efspár manna ræt-ast um olíufund ílítilli fjarlægðfrá norð-austur-

strönd Íslands erþess skammt að bíða að viðverðum eitt auðugasta ríkiheims. Haft hefur verið eftirsérfræðingum að svæðið semum ræðir geti verið álíka gjöf-ult og Norðursjór hvað olíuvarðar. Reynist þetta rétt þá erum að ræða mestu breytingar ísögu Íslands.

Svarthöfði

STÓRhöfði skrifar:

Skríllinnskemmir

Styrkur fyrir árið 2008 er

kr. 25.000,-

Árbæjarblaðið Auglýsingar og ritstjórn 587-9500

Búið er að skuldsetja börnin okkar og barnabörn.

Árbæjarblaðið Auglýsingasími 587-9500

Hjónin Emma Árnadóttir og Rún-ar Marinó Ragnarsson, Þverási 13,eru matgæðingar okkar að þessusinni. Við birtum hér gómsætar upp-skriftir þeirra og skorum á lesendurað prófa.

Spönsk Paella Þjóðarréttur Spánverja í íslenskri

útgáfu.

Hráefni (miðast við 6 í mat):

400 gr. rækjur (og humar eða annað

sjávarfang eftir smekk).200 gr. Kjúklingakjöt.150 gr. Lambakjöt.1/3 bolli ólífuolía.2 hvítlauksrif.2 tsk. Ferskt rósmarin.2 tsk. paprikuduft.1 laukur.1 sellerístöngull.1 stór gulrót.½ græn paprika.½ rauð paprika.1 ½ bolli hrísgrjón.1 tsk. Túrmerik.2 nautakjötsteningar.1 líter vatn.

Aðferð:Byrjað er á því að þýða rækjurnar

og skera kjúklinga og lambakjöt ístrimla. Hitið helminginn af olíunniá stórri pönnu, bætið mörðum hvít-lauk út í og hitið í eina mínútu. Setj-ið kjötið á pönnuna og steikið í 5mínútur. Kryddið síðan með rósmar-ín og paprikudufti (einnig er gott aðnota Herb de Provence frá Potta-göldrum og Saffran). Setjið allt í pott.

Saxið lauk, sellerí, gulrót og papr-ikur (eða annað grænmeti sem tiler). Hitið afgang olíunnar á pönn-unni, bætið grænmetinu út í, ásamtósoðnu hrísgrjónunum.

Hrærið í þar til grænmetið er orð-ið meyrt, um fimm mínútur. Bætiðtúrmeriki út í. Leysið upp nautakjöt-steninga í sjóðandi vatni og hellið ápönnuna. Setjið lok á og látið réttinnkrauma í 20 mínútur, þar til hrís-grjónin eru soðin. Setjið kjötið ogrækjurnar út í og hitið í 5 mínútur íviðbót.

Ef rækjur í skel eða fallegur hum-ar er fáanlegur er skemmtilegt aðskreyta réttinn með nokkrum slík-um.

Óhætt er að breyta innihaldi ,,pa-ellunnarð’’ eftir smekk, bæta við eðasleppa. Til dæmis er upplagt að notaafgangs kjöt. Eina sem er bráðnauð-synlegt eru hrísgrjónin og túrmeriksem gefur ,,paellunni’’ sinn gula lit.

,,Paellu’’ er upplagt að borða ígóðra vina hópi og er borin fram

með fersku salati, brauði oghvítvíni.

Frönsk súkkulaðikaka

Uppáhalds eftirréttur fjölskyld-unnar er súkkulaðikaka komin frávinkonu okkar frá Frakklandi sembýr í Árbænum.

Hráefni:4 egg.200 gr. suðusúkkulaði.100 gr. smjör.8 msk. sykur.4 msk. hveiti.

Aðferð:

Súkkulaði og smjör er brætt sam-an (gott að gera yfir heitu vatni).

Egg og sykur er hrært saman meðsleif og hveiti bætt við og hrært. Þeg-ar súkkulaðið og smjörið er tilbúiðer því síðan bætt við og hrært velsaman með sleifinni.

Deigið er sett í smurt mót (fallegaskál) og bakað við 180 gráður í 10-12mínútur.

Súkkulaðikakan er tilbúin þegarhún er orðin rétt svo bökuð í hliðun-um en ennþá blaut í miðjunni. Pass-ið að baka hana ekki of lengi.

Franska súkkulaðikakan er borð-uð nýkomin úr ofninum og er unaðs-leg með ís og berjum að eigin vali.

Verði ykkur að góðu,Emma og Rúnar

ÁrbæjarblaðiðMatur4

MatgæðingarnirHjónin Emma Árnadóttir og Rúnar Marinó Ragnarsson ásamt syni sínum Guðjóni Inga. Dóttur þeirraSunnu Rós vantar hinsvegar á myndina.

Paellaog frönsk

súkkulaðikaka

Skora á Aðalstein og GuðrúnuEmma Árnadóttir og Rúnar Marínó Ragnarsson, Þverási 13, skora á Aðalstein Víglundsson og Guðrúnu

Reimarsdóttur, Vesturási 6, að koma með uppskriftir í næsta matarþátt Árbæjarblaðsins. Við birtumgómsætar uppskriftir þeirra í næsta blaði sem kemur út í desember.

- að hætti Emmu og Rúnars

Skiptum um bremsu-klossa og diska

Er komið að viðhaldiog er bíllinn óskoðaður?og er bíllinn óskoðaður?

Við björgum því og látum skoða bílinn

í leiðinni fyrir þig.

Við björgum því og látum skoða bílinn

í leiðinni fyrir þig.

Hjá okkur starfa aðeins fagmenn!Hjá okkur starfa aðeins fagmenn!

Bremsuviðgerðir, tímareimaskipti og allt

annað sem gera þarf við.

Bremsuviðgerðir, tímareimaskipti og allt

annað sem gera þarf við.

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Gylfaflöt 24 - 30, 112 Reykjavík, S: 577 4477

N: [email protected], www.bilavidgerdir.is

MERKT VERÐ 3398 KR./KG. MERKT VERÐ 1098 KR./KG.

MERKT VERÐ 499 KR./KG.

MERKT VERÐ 1898 KR./KG.

MERKT VERÐ 664 KR./KG.

MERKT VERÐ 1359 KR./KG.

MERKT VERÐ 2498 KR./KG. MERKT VERÐ 1779 KR./KG.

MERKT VERÐ 1869 KR./KG.

MERKT VERÐ 1869 KR./KG.

MERKT VERÐ 879 KR./KG.

MERKT VERÐ 998

Ný DVD mynd + ein gömul ákr. 400,-

Hraunbæ 102 Sími: 567-2880

Skalli

Munið ódýrumyndirnar

ÁrbæjarblaðiðFréttir6

Aðalbjörg Einars-dóttir naglafræðing-ur hefur hafið störfá Greifynjan-snyrti-stofa Hraunbæ 102Gamlir og nýir við-skiptavinir innilega

velkomnir.Tímapantair í síma 587-9310

Hverfisráð Árbæjar ákvað á fundifyrir stuttu að bjóða fleiri heimilumí Árbæ að taka þátt í verkefninu ,,Ná-grannavarsla’’.

Verkefnið er samstarfsverkefniHverfisráðs Árbæjar og Lögreglunn-ar á höfuðborgarsvæðinu. Borgar-stjórn Reykjavíkur hóf nágranna-vörslu sem tilraunaverkefni árið2006 í nokkrum hverfum borgarinn-ar, þar á meðal hér í Árbæ. Verkefn-ið þykir hafa sannað gildi sitt og þvíhefur Hverfisráð Árbæjar ákveðið aðútfæra nágrannavörslu á fleiri stöð-um í hverfinu.

Nágrannavarsla er skipulögð for-

vörn þar sem íbúar taka höndumsaman, til þess m.a. að sporna gegninnbrotum og eignatjóni. Samvinnaíbúa af þessu tagi þekkist víða er-

lendis.Í upphafi verkefnisins fá íbúar

nauðsynlegar leiðbeiningar ogfræðslu sem Þjónustumiðstöð Ár-

bæjar og Lögreglan á höfuðborgar-svæðinu (hverfislögreglumenn) hafaumsjónmeð. Auk

þessverðursett sér-stakt skilti við götuna sem gefur ná-grannavörslu til kynna.

Við val á götum í verkefnið er fyrstog fremst litið til tegundar og fjöldahúsa og eðli nánasta umhverfis.

Þjónustumiðstöð Árbæjar hefuryfirumsjón með verkefninu og munsenda út bréf á heimili í þeirri götusem boðuð er og þar kemur fram aðboðað er til fræðslufundar vegnaupphafs verkefnisins.

Óskað verður eftir að a.m.k. einnfulltrúi frá hverju heimili mæti tilfundarins og gera má ráð fyrir aðfundurinn standi yfir í u.þ.b. eina oghálfa klukkustund.

Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar

Kokkarnir snjöllu frá Bangkok, sprenglærðir listakokkar sem elda ofan í matargesti á Thai Shop Matstofuað Lynghálsi 4. ÁB-mynd PS

Sprenglærðir kokkar áThai Matstofu í Árbænum

,,Þetta eru kokkar í fremstu röð ogþeir hafa báðir lokið ströngu námi íBangkok í Tælandi frá virtumskólum. Ég veit ekki til þess að tæl-enskir veitingastaðir hér á landiskarti svo vel menntuðum kokkum,segir Kristmann hjá Thai Shop Mat-stofu í samtali við Árbæjarblaðið.

Thai Shop Matstofa er í Lynghálsi4 og nú hefur draumurinn ræst og

mjög færir kokkar komnir til starfasem þekkja tælenska matargerð met-ur en nokkur annar. Auk þess aðvera kokkar í fremstu röð eru þeireinnig mjög færir í því að skera útávexti alls konar og koma út úr þvíhin mestu listaverk eins og sjá má ámyndinni hér að ofan.

Kristmann segir að reksturinngangi vel ,,enda erum við með mjög

ódýran mat þrátt fyrir að hann sé íallra fremstu röð. Við finnum ekkimikið fyrir kreppunni enn sem kom-ið er enda þarf fólk alltaf að borða.Og hvað er betra en að fá sér ljúf-fenga tælenska rétti á frábæru verði,annað hvort í hádeginu eða á kvöld-in, eldaða af sprenglærðum kokkumsem svo sannarlega kunna sitt fag,’’segir Kristmann.

JólablaðÁB 11. desFyrirtækjum bendum við á að

lestur Árbæjarblaðsins er meirien lestur vinsælustu dagblað-

anna. Og verð auglýsinga er vitaskuld

miklu hagstæðara.Hafið samband sem fyrst í síma

587-9500 eða 698-2844

Nágrannavarsla í Árbæ Björn Gíslason, formaður

Hverfisráðs Árbæjar,

skrifar:

Virk nágrannavarsla eykur öryggi íbúanna.

Lífsreynslusaga Vilhjálms ÞórsVilhjálmssonar - Meðan hjartaðslær - skráð af Sigurði Þór Salvars-syni blaðamanni, er einstök sagamanns sem þrátt fyrir fleiri áföll álífsleiðinni en almennt gerist, býryfir fádæma lífsgleði og baráttu-þreki. Í bókinni segir meðal ann-ars frá æsku- og uppvaxtarárumVilla Þórs einsog hann er oftastkallaður, í Kópavogi þar sem lífiðvar ekki alltaf dans á rósum ein-sog kaflinn Erfið skólaganga bermeð sér.

Haustið 1960 um líkt leyti og Cass-ius Clay, síðar Muhammad Ali varð ól-ympíumeistari í boxi og VilhjálmurEinarsson varð fimmti í þrístökki ásömu Ólympíuleikum suður í Róm,var komið að þeim tímamótum í lífimínu að hefja skólagöngu. Og ekki varlangt fyrir mig að fara því Kópavogs-skólinn var rétt handan við Digranes-veginn.

Ég var ekki alveg læs þegar ég byrj-aði í skólanum enda lítt gefinn fyrirbækur og inniveru; vildi miklu heldurvera úti að leika mér. Og hverju semum er að kenna þá varð skólaganganmér í raun þrautaganga hin mesta og

ég náði eiginlega aldrei almennilegatakti við það sem fór fram innanveggja skólans.

Svaraði fyrir migÞað sem gerði illt verra í mínu til-

felli var að kennarinn sem ég fékk ífyrsta bekk og hafði til ellefu ára ald-urs, var að mínu viti gjörsamlegaóhæfur til að uppfræða börn eða um-gangast þau yfirhöfuð. Bæði var hanndrykkfelldur og iðulega ölvaður í tím-um, en verra var þó að hann veigraðisér ekki við því að dangla duglega íokkur krakkana ef því var að skipta.Mest voru það þó við strákarnir semfengum að finna fyrir honum.

Og kannski varð ég meira fyrirbarðinu á honum en aðrir því ég varmeð þeim ósköpum gerður að hafamunninn fyrir neðan nefið og svaraðifyrir mig fullum hálsi ef mér fannst égórétti beittur. Þetta fór ekki vel í kenn-arann eða kennara yfirleitt og másegja að erjur við kennara hafi ein-kennt skólagöngu mína í barna- oggagnfræðaskóla einsog grunnskólarkölluðust í þá daga.

Reyndar er það svo að ég hef alltafkunnað að svara fyrir mig og það ver-ið mín bardagalist gegnum tíðinafremur en líkamlegur styrkur. En éghef reynt að temja mér að fara kurt-eislega með þessi vopn og aldrei veriðvísvitandi ruddalegur í orðbragði viðfólk þótt stundum hafi ég látið einhverorð falla sem betur hefðu verið ósögð.

Ég reyndi að segja mömmu frá þvíhvernig kennarinn kom fram við okk-ur og það voru örugglega fleiri krakk-ar sem kvörtuðu undan honum. Eneinhverra hluta vegna vildi fólk ekkitrúa því að kennari gæti hagað sérsvona og á okkur var ekkert hlustað.Hann fékk því að halda áfram kennsluóáreittur öll þessi ár.

Skiljanlega fór mér ekki mikið framí námi við þessar aðstæður en það vareinfaldlega afgreitt með því að ég ættibara erfitt með að læra; væri baratossi einsog það var kallað. Og þannstimpil hafði ég á mér lengi vel.

Laminn af kennaranumÞegar ég var níu ára gerðist það að

nýr strákur kom inn í bekkinn. Og þaðæxlaðist svo að hann var látinn sitjavið hliðina á mér, sem mér fannstákveðin upphefð.

Nokkru eftir þetta eru krakkarnir áborðinu fyrir aftan mig og nýja strák-inn eitthvað að pískra saman í tíma enkennarinn bregst við með því að segjamér að þegja. Ég sagðist ekkert hafaverið að masa en það eina sem ég hafðiupp úr því var að kennarinn ákvað aðstía mér og nýja stráknum sundur.Þetta þótti mér auðvitað mikið órétt-læti því við höfðum ekki unnið tilneinnar refsingar.

Reglan var sú á þessum árum að fyr-ir hverja kennslustund röðuðu börnsér upp fyrir framan kennslustofunatvö og tvö einsog þau sátu í stofunni ogleiddust síðan inn þegar kennarinnkom og opnaði. Sumir kennarar létukrakkana meira að segja hneigja sigfyrir sér um leið og þeir gengu inn.

Þar sem kennarinn var búinn aðstía mér og nýja stráknum sundur tókég mér stöðu aleinn aftast í röðinniþegar næsti tími byrjaði. Kennarinnskipaði mér að standa við hliðina ástráknum en ég var þver fyrir eftir þaðsem á undan var gengið og neitaði þarsem við sætum ekki lengur saman.

Eftir nokkurt stapp fauk svo í kenn-arann að það endaði með því að hannslæmdi til mín hendi og sló mig í and-litið. Mér brá vitanlega mjög við þettaog viðbrögð mín voru kannski ekkiþau réttu, því ég svaraði bara í sömumynt og kýldi til baka. Kennarinnbrást við með því að henda mér ogmínu hafurtaski út úr stofunni meðþeim orðum að ég skyldi hypja migburt.

Og með það fór ég, hágrátandi auð-vitað. En á leiðinni út ganginn mættiég Frímanni Jónssyni skólastjóra. Frí-mann sem var mikill öðlingsmaður, sáaugljóslega að eitthvað var að og baðmig koma með sér. Kennarinn sá þetta

og kom þá strax á eftir okkur og varallur hinn smeðjulegasti.

- Villi minn, ætlarðu ekki að koma ítíma vinur, sagði hann blíðlega einsogvið værum mestu mátar.

- Ég fer aldrei aftur í þennan and-skotans skóla, ansaði ég öskuvondur.

Frímann vildi skiljanlega fá frekariskýringar á þessu öllu og fór með miginn á skrifstofu til sín þar sem ég sagðihonum hvað hafði gerst. Ég veit ekkihvort hann trúði frásögn minni full-komlega en hann áttaði sig samt á aðeitthvað alvarlegt hafði komið uppá ísamskiptum mínum og kennarans ogað sökin væri kannski ekki að öllumín.

Hann bað mig fara heim og jafnamig á þessu og koma svo aftur í skól-ann eftir einn eða tvo daga. Og þaðgerði ég en einsog nærri má geta varðþetta ekki til að bæta samkomulagmitt og kennarans. Þetta hafði hinsvegar engin eftirmál í för með sér fyr-ir kennarann enda hefur hann eflaustlýst atburðum öðruvísi en ég.

Nýr kennariEn auðvitað fór það ekki fram hjá

skólayfirvöldum að námsárangur íbekknum sem ég var í, var fjarri þvígóður. Þannig var á þessum tíma aðgrunnskólanám skiptist í tvennt;barnaskóla sem lauk með fullnaðar-prófi við tólf ára aldur og gagnfræða-skóla eftir það sem lauk annað hvortmeð gagnfræðaprófi eða landsprófieftir því hvort ætlunin var að fara íframhaldsskólanám eða ekki.

Hægt var að falla á fullnaðarprófinuí tólf ára bekk en það þótti ekki beravott um gott skólastarf og því var þaðmetnaður hvers skólastjóra að sjá tilþess að slíkt gerðist helst ekki.

Eflaust hefur Frímanni skólastjóraekki litist á blikuna með bekkinn semég var í, því þegar við byrjuðum í ell-efu ára bekk var kominn nýr kennarisem kenndi okkur næstu tvö árin.Þetta var alvörukennari og góðurmaður og mér leið vel þessi síðustu árí Kópavogsskólanum. Og ég tók straxframförum í námi og lauk fullnaðar-prófinu vandræðalaust.

Nokkrum árum seinna fékk ég stað-festingu á því að þessi kennari varbeinlínis fenginn til að bjarga skólan-um frá fjöldafalli í þessum bekk. Þávar ég byrjaður að vinna sem hárskeriog þessi maður sem hafði kennt okkursettist í stólinn hjá mér. Og hann sagðimér það hreint út í óspurðum fréttumað hann hefði verið ráðinn sérstak-lega til að koma þessum bekk gegnumfullnaðarprófið á sínum tíma.

Í bókinni segir síðar meðal ann-ars frá hetjulegri baráttu ÁstuLovísu dóttur Vilhjálms Þórs viðkrabbamein á árunum 2006-2007,baráttu sem vakti þjóðarathygligegnum bloggsíðu Ástu og umfjöll-un fjölmiðla. Í kaflanum - Alltkemur fyrir ekki - segir frá loka-baráttu Ástu Lovísu við krabba-meinið og vonum sem bundnarvoru við lækningu í New York.

Enn fékk Ásta slæmar fréttir að lok-inni lyfjameðferðinni. Sneiðmyndirsýndu að meinvörpin í lifrinni hélduáfram að vaxa en sem betur fer varekki að sjá að krabbinn væri búinn aðdreifa sér víðar.

Nú þurfti enn að endurmeta stöð-una; Ásta var búin að prófa öll nýkrabbameinslyf sem þá voru á mark-aðnum hér á landi og því blasti ekkiannað við en að taka upp meðferð meðgamalreyndum lyfjum. Ástu leist ekk-ert of vel á það og batt nú enn meirivonir við meðferð í New York; það varí rauninni síðasta hálmstrá hennar íþessari langdregnu baráttu.

Og í byrjun apríl bárust þær gleði-fréttir að læknarnir í New York hefðusamþykkt að taka Ástu til meðferðarum miðjan mánuðinn. Diddi kærastihennar ætlaði með henni vestur umhaf ásamt Daða bróður hennar semætlaði bæði að vera henni styrkur ogstuðningur, en ekki síður að veranokkurs konar túlkur fyrir hana;

læknisfræðimenntun hans gerði hon-um kleift að útskýra fyrir Ástu með-ferðina sem hún átti að gangast undir.

Þetta voru góðar fréttir sem sannar-lega voru ekki á hverju strái þessadagana því um líkt leyti fór Ásta í aðrasneiðmyndatöku sem sýndi að stærstameinvarpið á lifrinni hafði stækkaðum tæpan sentimetra á einni viku.Það var því ekki eftir neinu að bíðanema læknunum í New York.

Trúlofun í New YorkEn enn varð nokkur bið á að Ásta

kæmist vestur um haf; bæði fékk húnalvarlega sýkingu í gallblöðru, semhélt henni inni á sjúkrahúsi í rúmaviku, og auk þess gekk illa að fá end-anleg svör frá læknunum í New Yorkum það hvenær þeir vildu fá Ástuþangað.

Loks bárust svör og ákveðið var aðÁsta færi út 6. maí. En sökum þesshversu gallblöðrusýkingin hafði tekiðá líkama Ástu ofan á annað álag, vartalið ólíklegt að Ásta færi í beina með-ferð til að byrja með þegar út kæmi;ákvörðun um það yrði tekin í ljósiþeirra niðurstaðna sem ýtarlegarrannsóknir og myndatökur sýndu.

Ferðin út gekk vel og daginn eftirfór Ásta á Sloan Kettering Center þarsem teknar voru af henni blóðprufurog hún fór í nákvæma myndskönnuná kviðarholi og lungum. Daði var meðhenni gegnum allt ferlið og var þaðekki lítill stuðningur fyrir Ástu aðhafa hann þarna hjá sér.

Síðan tók við tveggja daga erfið biðeftir niðurstöðum en tímann nýttiÁsta meðal annars til að trúlofastDidda sínum og settu þau upphringana á hinu fræga Rainbow Roomveitingahúsi sem er á 86. hæð í Rockef-eller Center byggingunni.

Og þar uppi með útsýni yfir allanneðri hluta Manhattan og út til hafs,áttu þau stórkostlega gleðistund mitt íallri óvissunni um framtíðina.

Dómurinn fellurÓhætt er að segja að niðurstöðurn-

ar frá Sloan Kettering Center hafi ver-ið hrikalegt áfall, þó svo að vitað væriað brugðið gæti til beggja vona. Mynd-irnar leiddu í ljós að meinvörpin á lif-rinni voru mun útbreiddari en áðurvar talið; 60 prósent lifrarinnar voruundirlögð og það sem verra var;krabbinn var búinn að dreifa sér víðarum líkamann.

Og dómur læknanna var harður ogmiskunnarlaus; þeir gætu ekkert fyrirÁstu gert, hvorki með lyfjagjöf eða að-gerð; sjúkdómur hennar væri ólækn-andi. Og þeir sögðu henni hreinskiln-islega að hún ætti bara nokkra mán-uði eftir ólifaða í mesta lagi.

Það þarf ekki að lýsa því hversu erf-itt var að taka við þessum fréttum. Ogvonbrigði Ástu og okkar allra voruhræðilega sár. En svo ótrúlegt sem þaðnú var, að þá var Ásta sest við aðblogga um leið og hún kom heim til Ís-lands aftur, yfirveguð og ákveðin semfyrr í að sigrast á meininu. Hún varekki að fara að kveðja þetta líf. Húnhélt dauðahaldi í þá trú að hún ættienn von.

Engu að síður horfði hún raunsæ-um augum á hlutina og sýndi það sál-arþrek að setjast niður með börnun-um sínum til að undirbúa þau undirþað versta.

Heilsa Ástu var nokkuð góð fyrstudagana eftir að hún kom heim frá NewYork en síðan hrakaði henni; lifrin fórað gefa sig vegna meinvarpanna og 23.maí var ákveðið í samráði við hanasjálfa að leggja hana inn á LíknardeildLandspítalans í Kópavogi.

Þar fékk hún og við aðstandendurhennar bestu umönnun og viðmót semvöl er á og á ég ekki nógu sterk orð tilað tjá aðdáun mína og þakklæti tilþessa frábæra fólks sem þarna starfar.Sama er að segja um starfsfólk krabba-meinsdeildar Landsspítalans, deild11E þar sem Ásta hafði verið af og tilallt frá því krabbameinið uppgötvað-ist.

Ásta tók þessum örlögum sínum afstakri hugprýði og andlega baráttu-þrekið var óbilað. Smám saman dró þó

af henni og þann 30. maí kvaddihetjan okkar hún Ásta Lovísa.

Nýr tilgangurSérkennilegt atvik átti sér stað um

það bil sem Ásta andaðist. Þannig varað ég hafði rekist á hljómdiskinn Móð-ir og barn eftir Friðrik Karlsson áLíknardeildinni, en hljómflutnings-tæki voru í öllum herbergjum til aðstytta sjúklingum stundirnar.

Þetta eru tveir diskar; á öðrumþeirra þrjú verk eftir Friðrik og hafðiég mikið dálæti á einu þeirra, sem erþriðja verkið á disknum og heitir Nýrtilgangur. Hafði ég leikið þaðnokkrum sinnum fyrir Ástu og svovildi til að diskurinn var í hljómtækj-unum þegar hún lést, en þá var slökktá tækjunum að því að við best vissum.

En á sama augnabliki og Ásta dróandann í hinsta sinn fór geislaspilar-inn af stað og um herbergið ómuðutónar lagsins Nýr tilgangur. Engaskýringu fundum við á því að tækiðfór skyndilega í gang en ég er sann-færður um að þetta voru síðustu skila-boð Ástu til okkar. Nýr tilgangur.

Þrátt fyrir öll þau erfiðu áföllsem Villi Þór hefur þurft að takastá við á lífsleiðinni, er hann ein-staklega lífsglaður maður. Með-fædd bjartsýni og létt lundarfarhefur hjálpað honum að takast ávið efiðleikana með jákvæðu hug-arfari einsog kemur glöggt fram ílokakafla bókarinnar, kaflanumLengi skal manninn reyna.

Ýmsir hafa velt því fyrir sér og jafn-vel spurt mig hvort ég hafi ekki leitthugann að því hvers vegna í ósköpun-um almættið hefur kosið að leggja ámig alla þessa erfiðleika sem mætthafa mér á lífsins göngu.

Ég svara því til að það er fjarri þvíað ég hugsi þannig. Og þessi síðastaviðvörun til mín sem mér var send íformi hjartaáfalls á Spáni hefur frekarorðið mér tilefni til að gleðjast yfir þvíhversu heppinn ég er í raun og veru,

að hafa haft allt þetta góða fólk í kring-um mig, foreldra, systur, börn og ann-að samferðafólk.

Ég tel að það hafi enga þýðingu fyr-ir mig eða aðra að beina reiði sinni aðskaparanum ef eitthvað bjátar á ein-sog ástvinamissir. Slík reiði fær engubreytt um það sem gerst hefur; ef éghefði í raun getað breytt einhverju íöllu þessu ferli hefði ég glaður viljaðskipta við hana Ástu Lovísu dótturmína. En ég stjórnaði því ekki frekaren öðru í þessu lífi.

Það hefur því ekkert uppá sig nemameiri vanlíðan að lifa áfram í reiði ogbiturð út í almættið. Kannski er ég for-lagatrúar að vissu leyti innst inni; sér-hver raun sem maður gengur gegnumer einhvers konar prófraun og ef mað-ur tekur henni á réttan hátt má notahana til að þroskast og læra eitthvaðum sjálfan sig og lífið í leiðinni.

Það eru margar hliðar á hverju máliog alltaf má finna jákvæða hluti meðþeim neikvæðu. Og þá skiptir mestumáli að einblína á jákvæðu hlutina;það hefur verið gæfa mín í lífinu aðgeta það.

Tilveran er ekki sjálfsögðEn fyrst og síðast eigum við að

þakka fyrir sérhvern dag sem við lif-um eða einsog hún Ásta Lovísa dóttirmín orðaði þetta svo skynsamlega ogfallega í einni af bloggfærslum sínum:

,, ... í gær fór ég að hugsa afhverju égætti eitthvað að þurfa að hræðast dauð-ann meira en aðrir ???? Ekkert okkarveit hvenær við deyjum þannig að viðverðum öll að lifa í núinu og takahvern dag fyrir sig. Ég gæti þess vegnaorðið fyrir bíl á morgun eða pabbiminn eða bara hver sem er. Gærdagur-inn er farinn og ég lifði hann og nú erþað dagurinn í dag og svo koll afkolli... Við munum öll deyja einhverntímann og þess vegna er meiri ástæðatil að lifa og nýta hvern dag til hins ýtr-asta og vera þakklát fyrir það sem viðhöfum... Ég átti það til að vera pirruðút af smámunum og ég get stundumverið það ennþá en ég verð samt aðsegja að eftir að ég veiktist þá fékk égpínu nýja sýn á lífið... Það er þá alla-vega eitthvað jákvætt við þennankrabba... Það er stundum eins og eitt-hvað slæmt þurfi að gerast svo við met-um það sem við höfum eða höfðum áð-ur. Það er eiginlega fáránlegt ef maðurhugsar út í það. Held að flest okkar sé-um frekar vanþakklát og heimtufrek.Allavega var ég það og vonandi kennaveikindi mín mér að sjá betur þessabresti og gera eitthvað í málunum.

Í alvöru spáið aðeins í þetta. Læriðað meta það sem þið hafið og þakkiðfyrir að hafa góða heilsu því það er ekkiþar með sagt að þið hafið hana á morg-un eða eftir ár eða tíu ár. Við erum ekkiódauðleg og ósnertanleg og tilveran erekki sjálfsögð...".

ÁrbæjarblaðiðFréttir8

Ókeypis fjármálanámskeið!

Neytendasamtökin í samstarfi við Reykjavíkurborg haldanámskeið um fjármál og heimilisbókhald fyrir almenning

í öllum hverfum Reykjavíkurborgar.

Hagræðing í heimilishaldi og góð yfirsýn í fjármálum.

Fyrsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 26.nóvemberkl. 19.30-21.30 í Þórðarsveig 3, Grafarholti.

Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 19:30-21:30 verður haldiðnámskeið í Hraunbæ 105, Árbæ.

Námskeiðin eru ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig - hámark 25 manns á námskeið.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Neytendasamtökunum í síma 5451200 og í síma 411-1200

hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts.

Opinn fundur!!Opinn fundur um efnahags- og

heilbrigðismál verður með Guðlaugi

Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í

Menningarmiðstöðinni

Gerðubergi við Austurberg mánudaginn

24. nóvember kl. 20:00. Allir velkomnir!Sjálfstæðisfélögin í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Hóla- og Fellahverfi

Árbæjarblaðið Fréttir11

Flatahraun 5a • www.utfararstofa.isVaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt

Komum heim til aðstandenda ef óskað er

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • PresturKirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar

Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.isVaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt

Komum heim til aðstandenda ef óskað er

Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS

Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför

Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason

Cirila Róshefur hafið störf

á Greifynjan-snyrti-stofa Hraunbæ 102.Hún býður gömlumog nýjum viðskipta-

vinum 20% afslátt af allri al-

mennri snyrtingu.Tímapantanir

í síma 587-9310

Einstök lífsreynslusaga Villa Þórs

Ásta Lovísa, dóttir Vilhjálms Þórs,háði hetjulega baráttu við krabba-mein.

Lífsreynslusaga Villa Þórs er afarlærdómsrík og bókin afar velheppnuð.

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Kæru viðskiptavinir - gamlir og nýir! Vinsamlegast pantið tímanlega fyrir aðventuna.

Ekki geyma klippinguna þangað til korter fyrir jól! Við tökum vel á móti ykkur

Kveðja, Starfsfólk Höfuðlausna

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

ÁrbæjarblaðiðFréttir10

Alexandra Þorsteinsdóttir sýndigott fordæmi og styrkti Ljósið:

Gaf allan afmæl-ispeninginn

Ung stúlka hér í Árbæjarhverfi,Alexandra Þorsteinsdóttir, átti 11ára afmæli í ágúst og er það varla ífrásögur færandi nema vegna þessmikla örlætis sem hún sýndi í tengsl-um við afmæli sitt.

Alexandra hafði samband við þásem hún bauð í afmælið sitt og baðfólkið um að gefa sér pening í afmæl-isgjöf. Allan peninginn sem hún fékksíðan í afmælisgjöf gaf hún síðanLjósinu. Hún afhenti Ljósinu 40 þús-und krónur á dögunum á þá varmyndin hér til hliðar tekin.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðn-ingsmiðstöð fyrir fólk sem hefur

fengið krabbamein / blóðsjúkdómaog aðstandendur þeirra.

Markmið Ljóssins er að efla lífs-gæðin með því að styrkja andlegan,félagslegan og líkamlegan þrótt ogdraga þannig úr hliðarverkunumsem sjúkdómurinn getur haft í förmeð sér.

Þetta er frábært framtak hjá Alex-öndru og vakti þetta skemmtilegauppátæki hennar mikla athygli.Ekki er að efa að peningurinn munkoma sér vel fyrir starfsemi Ljóssinsog hver veit nema fleiri fari aðfordæmi Alexöndru.

Alexandra var stolt og ánægð þegar hún afhenti fulltrúa Ljóssins krónurnar 40 þúsund.

®

Opið mánudaga - föstudaga 9-18.30 og laugardaga 10-14

Fljót og góð þjúnusta - Opið 08.00 til 18.00 og laugardaga 11.00 til 13.00 - Sími: 567-1450

Hreinsum samdægurs ef óskað er - Þjónusta í 40 ár

Starfrækjum þvottahús og leigjum út teppahreinsivélar

10% afslátturfyrir ellilífeyrisþega og öryrkja

Þvottahús Þvottahús

Gleðileg

jól

Gleðileg

jólVið hliðina

á Skalla

Rúmlega eitt hundrað grunn-skólanemar í Reykjavík tóku við ís-lenskuverðlaunum menntaráðs viðhátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráð-

húss Reykjavíkur á Degi íslenskrartungu. Verndari verðlaunanna er frúVigdís Finnbogadóttir fyrrverandiforseti Íslands og formaður nefndar

um íslenskuverðlaunin er MartaGuðjónsdóttir varaborgarfulltrúi. Ís-lenskuverðlaunum menntaráðs erætlað að auka áhuga á íslenskritungu og hvetja nemendur til fram-fara á sviði tjáningar, talaðs máls ogritaðs.

Grunnskólanemarnir sem tókuvið verðlaunum að þessu sinni hafaskarað fram úr á ýmsa vegu, í skap-andi skrifum, ljóðagerð og í munn-legri tjáningu. Þá hafa margir nem-endur með annað móðurmál en ís-lensku, sýnt miklar framfarir í ís-lensku. Meðal verðlaunahafa eruþrjú systkini úr sama skóla, ræðu-skörungar, ljóðskáld, sagnaskáld oghópur nemenda sem samið hefur eig-in texta og lag við hann. Allir fengutil eignar veglegan verðlaunagrip úrgleri sem hannaður er af Dröfn Guð-mundsdóttur myndhöggvara.

Formaður menntaráðs, KjartanMagnússon setti athöfnina, en að þvíloknu hófst hátíðardagskrá meðávarpi frú Vigdísar Finnbogadóttur,skemmtiatriði sem tengist verkefn-inu Músíkalskt par í Fellaskóla,verðlaunaafhendingu, ljóðalestri ogtónlistaratriði nemenda úr Vestur-bæjarskóla

Fjórir nemendur úr Árbænumhlutu Íslenskuverðlaun menntaráðsað þessu sinni og einn nemandi úrGrafarholti. Hér á eftir fer listi yfirþessa verðlaunahafa og við ósjkumþeim innilega til hamingju meðglæsilegan árangur:

Gunnar Ólafsson ÁrbæjarskólaFyrir metnað er lýtur að því að

beita móðurmálinu rétt og fallega oggóðan upplestur.

Rebekka Rós Ragnarsdóttir Ár-bæjarskóla fyrir að sýna frumkvæðií ljóðagerð, dugnað í ritun og skap-andi sögugerð.

Natalia Lukaszewska Árbæjar-skóla fyrir að vera námsfús og sam-viskusöm og fljót að tileinka sér ís-lenskuna, bæði í ræðu og riti.

Bergdís Helga BjarnadóttirÁrtúnsskóla fyrir framúrskarandiárangur í íslensku, fallegan upplest-ur og góð tök á rituðu máli.

Elísabet Birta EggertsdóttirSæmundarskóla fyrir mikinn lestr-aráhuga og að eiga auðvelt með aðtjá sig í töluðu og rituðu máli.

ÁrbæjarblaðiðFréttir8

Verðlaunahafar í Árbæ. Í fremri röð má sjá Vigdísi Finnbogadóttur sem er verndari verðlaunanna og tilvinstri við hana er Marta Guðjónsdóttir, en hún er formaður nefndar um íslenskuverðlaunin og varaborg-arfulltrúi.

Fimm úr Árbæ og Graf-arholti hlutu verðlaun

Bjóðum nýja og gamla

viðskiptavini velkomna

Fyrir þig og þínaAndlitsböð - litun og plokkun

hand- og fótsnyrting - naglaásetning

sársaukalaust súkkulaðivax -

airbrush - grenningarmeðferðir

Munið gjafakortin

Alltaf sama verðið

Stórhöfða 17 - 577 - 7007

- Íslenskuverðlaun menntaráðs veitt í annað sinn á degi íslenskrar tungu

íslensk fluguveiði

Skrautás ehf. Sími: 587-9500 / 698-2844

Rafn Hafnfjörð er án vafa einn allra besti fluguveiðimaður landsins.Rafn hefur mikið dálæti á flugunum frá Krafla.is og hér er hann með20 punda hæng sem hann fékk nýverið í Víðidalsá. Hængurinn stóritók rauðan Elliða.

Falleg áletruðfluguboxmeð vinsælum laxa- og/eða silungaflugum frá Krafla.isTilvalin gjöf fyrir einstaklingaog fyrirtæki sem gera kröfurGröfum nöfn veiðimanna eða lógó fyrirtækja á boxin

Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500

Falleg áletruðfluguboxmeð vinsælum laxa- og/eða silungaflugum frá Krafla.isTilvalin gjöf fyrir einstaklingaog fyrirtæki sem gera kröfurGröfum nöfn veiðimanna eða lógó fyrirtækja á boxin

Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500

Einstök jólagjöf fyrirveiðimenn og konurEinstök jólagjöf fyrirveiðimenn og konur

ÁrbæjarblaðiðFréttir14

Nýir diskarfrá Sena

Stafakarlarnir eru upplagð-ur diskur í jólapakkann fyriryngstu kynslóðina. Höfundurer Bergljót Arnalds.

Baggalútur er án efa einbesta og vinsælasta hljómsveitlandsins. Þessi nýjasti diskurhljómsveitarinnar hefur hlotiðmjög góða dóma.

Þessi hljómsveit er af mörg-um talin sú besta á Íslandi ídag og ekki til það lag sem húngetur ekki leikið.

Ragnheiður Gröndal er ánefa ein besta söngkona lands-ins. Þetta er að margra matihennar besti diskur.

Sprengihöllin hefur verið oger líklega ein vinsælastahljómsveitin á Íslandi í dag.

Hljómsveitin Steini hefurvakið mikla athygli og verð-skuldaða að margra mati.Áhugaverður diskur.

Árbæjarblaðið

Auglýsingar

og ritstjórn

Sími: 587-9500

������������ ��������� ���������������������������������

������������������

������������

���� ������������������ ����� �� ����������

Horfum jákvætt fram á veginn

Jákvæða heilsan

Verum jákvæð. Tilveran verður svo miklu auðveldari viðfangs ef við lítum björtum augum á hana. Það er ekki það sem kemur fyrir, sem skiptir mestu máli, heldur hvernig við tökumst á við það sem lífið hefur að bjóða. Temjum okkur jákvætt lífsviðhorf og lifum lífinu lifandi.

DY

NA

MO

REY

KJA

VÍK

Sími 575 4000 byr.is