kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís lilja lorange.pdf · 4 abstract...

44
Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl áfallastreituröskunar við vitræna skerðingu og þróun heilabilunar Hjördís Lilja Lorange Ritgerð til meistaragráðu (30 ECTS) Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í lýðheilsuvísindum Heilbrigðisvísindasvið

Upload: others

Post on 09-Jul-2020

47 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl áfallastreituröskunar við vitræna skerðingu og þróun

heilabilunar

Hjördís Lilja Lorange

Ritgerð til meistaragráðu (30 ECTS)

Háskóli Íslands

Læknadeild

Námsbraut í lýðheilsuvísindum

Heilbrigðisvísindasvið

Page 2: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl áfallastreituröskunar við vitræna skerðingu og þróun heilabilunar

Hjördís Lilja Lorange

Ritgerð til meistaragráðu í lýðheilsuvísindum

Leiðbeinendur:

Umsjónarkennari: Unnur Anna Valdimarsdóttir, PhD

Aðalleiðbeinandi: Þórhildur Halldórsdóttir, PhD

Læknadeild

Miðstöð í lýðheilsuvísindum

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Ágúst 2019

Page 3: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

Systematic review of the association between posttraumatic stress disorder and cognitive impairment and neurocognitive disorders in

later life

Hjördís Lilja Lorange

Thesis for the degree of Master of Public Health Sciences

Supervisors:

Þórhildur Halldórsdóttir, PhD

Unnur Anna Valdimarsdóttir, PhD

Faculty of Medicine

Centre of Public Health Sciences

School of Health Sciences

August 2019

Page 4: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

Ritgerð þessi er til meistaragráðu í lýðheilsuvísindum og er óheimilt að afrita

ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Hjördís Lilja Lorange 2019

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, Ísland 2019

Page 5: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

3

Ágrip

Áfallastreituröskun (e. posttraumatic stress disorder) er alvarleg geðröskun sem getur gert vart við sig í

kjölfar áfalla sem einstaklingar verða fyrir, þar sem lífi eða velferð þess, eða einhvers annars er ógnað.

Nýverið hafa rannsóknir bent til þess að áfallastreituröskun hafi áhrif á hugræna færni og sé

áhættuþáttur fyrir heilabilun. Ástæður þessara tengsla eru hins vegar óljós. Markmið þessa

kerfisbundna yfirlits var að varpa ljósi á tengsl milli áfallastreituröskunar og þróun hugrænnar röskunar

og vitrænnar skerðingar síðar á lífsleiðinni. Aðferðafræðin fólst í því að bera saman rannsóknir á

tæplega 20 ára tímabili, til að greina breytingar á stöðu þekkingar og skoða sameiginlega þætti úr

niðurstöðum rannsókna. Leitað var í tveimur viðurkenndum gagnagrunnum, PubMed og PsychInfo, og

notast var við fyrirfram ákveðin leitarorð og inntöku- og útilokunarskilyrði.

Samantekt á þessum 32 rannsóknum sem uppfylltu inntökuskilyrði sýndi fram á það að

áfallastreituröskun tengist þróun heilabilunar síðar á lífsleiðinni. Niðurstöður sýndu einnig að

einstaklingar með áfallastreituröskun höfðu verri athyglisfærni (e. complex attention), samanborið við

einstaklinga án áfallastreituröskunar. Slík skert athyglisfærni felur meðal annars í sér erfiðleika við

einbeitingu til lengri tíma og seinkun á vinnsluhraða upplýsinga. Þær breytingar sem verða á hugrænni

færni í kjölfar áfallastreituröskunar gætu verið viðvörunarmerki um þróun heilabilunar. Niðurstöður

samantektarinnar sýndu að einstaklingar með áfallastreituröskun og þunglyndi voru sérstaklega í

áhættu fyrir röskun í hugrænni færni (e. neurocognitive disorders). Flestar rannsóknir bentu til þess að

bæði karlar og konur með áfallastreituröskun væru í aukinni áhættu að fá heilabilun síðar á lífsleiðinni.

Niðurstöður sýndu einnig að einstaklingar með áfallastreituröskun væru líklegri til að vera með

einkenni heilabilunar fyrr en einstaklingar án áfallastreituröskunar, þ.e. yngri þegar einkenni

heilabilunar komu fram. Hins vegar gátu þessar rannsóknir ekki skorið úr um a) hvort að hugrænar

breytingar sem tengjast áfallastreituröskun séu fyrstu merki um heilabilun, b) hvort áfallastreituröskun

sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir heilabilun, c) eða hvort það megi skýra sambandið á forsendum þess

að áfallastreituröskun og heilabilun deila áhættuþáttum á borð við þunglyndi og að vera afleiðing

heilaáverka.

Helstu niðurstöður bentu til þess að áfallastreituröskun tengist vitrænni hrörnun og heilabilun.

Framtíðarrannsóknir þurfa að rannsaka hvort að meðferð við áfallastreituröskun hafi jákvæð áhrif á

hugræna færni og hugsanlega dragi úr líkum á þróun heilabilunar síðar á lífsleiðinni.

Lykilorð: Áfallastreituröskun, heilabilun, alzheimerssjúkdómur, væg vitræn skerðing, hugræn röskun,

taugasálfræðileg próf

Page 6: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

4

Abstract

Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset of individuals

exposed to traumatic events where the individual’s life or well-being or someone else’s is threatened.

Research illustrating an association between PTSD and decline in cognitive function and the

development of a neurocognitive disorder (formerly referred to as dementia) in later life is

accumulating. However, the reasons for these associations remain unclear. The aim of this systematic

review was to shed light on the association between PTSD and the development of neurocognitive

disorders and cognitive decline in later life. Toward this end, peer-reviewed studies from the past 20-

year period on this topic were extracted from two standard computerized databases, PubMed and

PsychInfo, using predetermined keywords and inclusion and exclusion criteria.

In total, 32 articles met our specified methodological criteria. The collective findings from these

studies provided evidence that PTSD is associated with cognitive decline and neurocognitive

disorders later in life. Individuals with PTSD had worse complex attention later in life compared with

individuals without PTSD. These changes in cognitive function among individuals with PTSD could be

an early indicator of dementia later in life. Furthermore, individuals with co-occurring PTSD and

depression were at particular risk for neurocognitive disorders. Most studies suggested that both men

and women with PTSD were at increased risk of developing dementia in later life. The results also

showed that individuals with PTSD were younger when symptoms of neurocognitive disorders

occurred compared to those that did not meet diagnostic criteria for PTSD. However, the identified

studies were unable to disentangle whether a) the cognitive changes among those with PTSD are

early signs of neurocognitive disorder, b) PTSD is an independent risk factor for neurocognitive

disorders, or c) whether the association between PTSD and neurocognitive disorders, are due to

shared risk factors such as depression and traumatic brain injury.

Taken together, individuals with co-occurring PTSD and depression are at particular risk for

neurocognitive disorders and the neurocognitive disorder may appear at an earlier age among men

and women with PTSD than those without the disorder. Future studies are needed to examine

whether treating PTSD has a positive effect on cognitive function and possibly delay the development

of neurocognitive disorders later in life.

Key words: Posttraumatic stress disorder, dementia, alzheimer´s disease, mild cognitive impairment,

neurocognitive disorder, neuropsychological tests

Page 7: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

5

Þakkir

Sérstakar þakkir fær leiðbeinandinn minn, Þórhildur Halldórsdóttir fyrir lærdómsríka leiðsögn,

hvatningu og ómetanlega innsýn. Einnig vil ég þakka Unni Önnu Valdimarsdóttur fyrir að efla áhuga

minn á rannsóknarefninu og beina mér á rétta fræðilega braut. Kærar þakkir fær Unnur Ásta

Bergsteinsdóttir fyrir gagnlegar athugasemdir og málfarsyfirlestur. Þá vil ég þakka Margréti Blöndal og

Ástu Arnardóttur fyrir yfirlestur ritgerðarinnar. Kærar þakkir til fjölskyldu minnar fyrir ómælda hvatningu

og stuðning.

Sérstakar þakkir fær unnusti minn, Hans Pjetursson og dóttir mín, Emilía Björg fyrir allan þann

stuðning og ómetanlega hvatningu sem þau hafa veitt mér á meðan ritgerðarsmíðum stóð.

Page 8: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

6

In any given moment we have two options: to step forward into growth or to step back into safety

-Abraham Maslow

Page 9: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

7

Efnisyfirlit

Ágrip ................................................................................................................................ 3

Abstract ............................................................................................................................ 4

Þakkir ............................................................................................................................... 5

Listi yfir skammstafanir ..................................................................................................... 9

Listi yfir taugasálfræðileg próf ......................................................................................... 10

1 Inngangur .................................................................................................................... 11

1.1 Áfallastreituröskun .................................................................................................................... 11

1.2 Tíðni og áhættuþættir fyrir áfallastreituröskun ........................................................................ 11

2 Heilabilun/hugræn færni .............................................................................................. 12

2.1 Alzheimerssjúkdómur................................................................................................................ 13

2.2 Æðavitglöp ................................................................................................................................. 14

2.3 Framheilabilun .......................................................................................................................... 14

2.4 Væg vitræn skerðing ................................................................................................................. 14

3 Áhættuþættir heilabilunar ........................................................................................... 16

3.1 Áfallastreituröskun .................................................................................................................... 16

3.2 Þunglyndi ................................................................................................................................... 17

3.3 Heilaáverkar .............................................................................................................................. 17

4 Markmið ...................................................................................................................... 19

5 Aðferðir ....................................................................................................................... 20

5.1 Inntökuskilyrði ........................................................................................................................... 20

5.2 Útilokunarskilyrði ...................................................................................................................... 20

5.3 Gagnasöfnun ............................................................................................................................. 20

6 Niðurstöður ................................................................................................................. 22

6.1 Helstu einkenni rannsóknanna .................................................................................................. 22

6.2 Þversniðsrannsóknir (e. cross-sectional studies) ....................................................................... 22

6.3 Langsniðsrannsóknir (e. longitudinal studies) ........................................................................... 29

7 Umræður ..................................................................................................................... 34

7.1 Hagnýtt gildi niðurstaðna og framtíðarsýn ............................................................................... 35

7.2 Þörf fyrir frekari rannsóknir....................................................................................................... 35

7.3 Styrkleikar og veikleikar kerfisbundna yfirlitsins ....................................................................... 36

8 Ályktun ........................................................................................................................ 37

Heimildaskrá .................................................................................................................. 38

Page 10: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

8

Töfluskrá

Tafla 1 Ferilrannsóknir. Samantekt á rannsóknum og niðurstöðum úr prófum á vitrænni getu ........... 25

Tafla 2 Langsniðsrannsóknir. Samantekt á rannsóknum og niðurstöðum úr prófum á vitrænni getu.. 32

Myndaskrá

Mynd 1.PRISMA flæðirit heimildaleita .................................................................................................. 21

Page 11: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

9

Listi yfir skammstafanir

Hér er listi yfir skammstafanir sem notaðar eru í ritgerðinni.

PTSD= Post-traumatic stress disorder (Áfallastreituröskun)

AD= Alzheimer disease (Alzheimerssjúkdómur)

MCI= Mild cognitive impairment (Væg vitræn skerðing)

WHO= World Health Organization (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin)

APA= American Psychiatric Association

DSM= Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (greiningarkerfi bandaríska

geðlæknasambandsins)

ICD= International Statistical Classification of Diseases and Health Related Problems (ICD

greiningarkerfið)

HR= Hazard ratio (Áhættuhlutfall)

CI= Confidence interval (Öryggisbil)

Page 12: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

10

Listi yfir taugasálfræðileg próf

CVLT= California Verbal Learning Test

PASAT= Paced Auditory Serial Addition Test

TMT= Trail Making Test

CPT= Continuous Performance Test

WCST= Wisconsin Card Sorting Test

WIS-R= Wechsler Adult Intelligence Scale-Revised

AVLT= Auditory Verbal Learning Test

CVMT= Continuous Visual Memory Test

RBMT= Rivermead Behavioural Memory Test

SART= Sustained Attention to Response Task

WAIS= Wechsler Adult Intelligence Scale

WMS= Wechsler Memory Scale-Revised

TSCWT= The Stroop Color-Word Test

HSCT= Hayling Sentence Completion Test

CVMT=California Verbal Learning Test

BFRT= Benton Facial Recognition Test

VOSP= Visual Objectand Spatial Perception

COWAT= Controlled Oral Word Association Test

HVLT= Hopkins Verbal Learning Test

DSST= The Digit Symbol Substitution Test

DSF= Digit Span Forward Test

DSB= Digit Span Backward Test

IADSRT= Immediate and delayed story recall test

EIT= Emotional interfence task

D2= D2 Test

Page 13: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

11

1 Inngangur

1.1 Áfallastreituröskun

Áfallastreituröskun (e. posttraumatic stress disorder) telst til afbrigða geðröskunar sem getur komið

upp í kjölfar áfalla sem einstaklingar verða fyrir, þar sem lífi eða velferð þess, eða einhvers annars er

ógnað (APA, 2013). Samsetning einkenna áfallastreituröskunar getur verið mismunandi milli

einstaklinga. Engu að síður er hægt að skipta einkennum í fjóra flokka; a) stöðug endurupplifun

áfallsins í mismunandi aðstæðum, þar sem endurupplifanir geta verið ofskynjanir, ósjálfráðar

ímyndanir, svefnvandamál eða martraðir. Þessar endurupplifanir valda mikilli vanlíðan og þær eiga sér

stað þegar einstaklingar eiga ekki von á; b) flótta/forðun frá ákveðnum hugsunum eða atburðum tengd

áfallinu, sem lýsir sér með því að einstaklingur forðast aðra, staði og athafnir sem minna á atburðinn.

Algengt er að einstaklingur muni ekki eftir ákveðnum þáttum áfallsins og er tilfinningadeyfð algeng; c)

truflun í hugarstarfi og skapi, sem felur m.a. í sér að einstaklingur upplifir minnisleysi, þar á meðal að

muna ekki mikilvæga þætti áfallsins, erfiðleika með að viðhalda nánum samböndum, viðvarandi

neikvæðar skoðanir á sjálfum sér og öðrum, viðvarandi neikvætt tilfinningalegt ástand, vonleysi um

framtíðina og einstaklingur dregur sig verulega úr þátttöku í atburðum sem þóttu áður mikilvægir; og d)

ofurárvekni (e. arousal) sem lýsir sér m.a. í sjálfseyðileggjandi hegðun (s.s. ofneyslu áfengis og lyfja),

einbeitingarerfiðleikum, reiði og svefnvandamálum. Einkenni geta komið fram mörgum árum eftir að

atburður eða reynslan átti sér stað og á öllum aldursskeiðum. Til þess að fá greiningu á

áfallastreituröskun þurfa tiltekin einkenni að hafa varað í meira en einn mánuð og hafa valdið verulegri

skerðingu eða uppnámi í atvinnu, félagslegum samskiptum eða á öðrum mikilvægum sviðum (APA,

2013).

Tvö megin greiningarkerfi eru notuð við greiningu á heilabilun, annars vegar greiningarkerfi

alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. International Classification of Diseases, ICD-11)

og hins vegar greiningarkerfi bandarísku geðlæknasamtakanna (e. American Psychiatric Association,

DSM-5).

1.2 Tíðni og áhættuþættir fyrir áfallastreituröskun

Niðurstöður rannsókna benda til að algengi áfallastreituröskunar sé á milli 3% til 6% á 12 mánaða

tímabili (Chopra o.fl., 2014; Pietrzak, Goldstein, Southwick og Grant, 2012). Þó að karlar séu fjórum

sinnum líklegri til þess að upplifa áföll (Punamaki, Komproe, Qouta, Elmasri og de Jong, 2005), þá er

áfallastreituröskun tvisvar sinnum algengari hjá konum en körlum (Pietrzak, Goldstein, Southwick og

Grant, 2011). Almennt eru karlar líklegri til þess að verða fyrir lífshættulegum áföllum, á borð við slys,

náttúruhamfarir, hamfarir af mannavöldum og stríðsátökum. Konur eru aftur á móti líklegri til að verða

fyrir áföllum á borð við kynferðisofbeldi og nauðgunum (Tolin og Foa, 2006). Konur sem sinna

herþjónustu eru líklegri en konur af öðrum starfsstéttum að upplifa áföll og þar með líklegri til að þróa

með sér áfallastreituröskun (Breslau, 2009; Haskell o.fl., 2010). Þrátt fyrir að flestar rannsóknir á

áfallastreituröskun hafi verið gerðar á bandarískum hermönnum, þá benda rannsóknir til þess að

þolendur nauðgana séu líklegastir til að þróa með sér röskunina (Resnick o.fl., 2007).

Page 14: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

12

2 Heilabilun/hugræn færni

Nýverið hafa rannsóknir bent til þess að áfallastreituröskun hafi áhrif á hugræna færni og sé

áhættuþáttur fyrir heilabilun (e. dementia/neurocognitive disorder) (Greenberg, Tanev, Marin og

Pitman, 2014). Heilabilun er hrörnunarsjúkdómur í heila sem einkennist af vitrænni skerðingu, sem

heftir einstaklinga við athafnir á öllum sviðum lífsins (Blackburn og Bradshaw, 2014). Algengar

tegundir heilabilunar eru alzheimerssjúkdómur (e. alzheimer's disease), æðavitglöp (e. vascual

dementia), framheilabilun (e. frontotemporal dementia) og Lewy Body sjúkdómur (e. dementia with

Lewy bodies), en þessar fjórar gerðir nema um 70-80% af öllum tilfellum heilabilunar (Ashraf o.fl.,

2016). Fjöldi einstaklinga með heilabilun hefur aukist mikið í takt við hækkandi lífaldur á alþjóðavísu,

þó er lítið vitað um sjúkdómsvalda (Blackburn og Bradshaw, 2014; Guure, Ibrahim, Adam og Said,

2017).

Skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. International Classification of Diseases,

ICD-11) á heilabilun felst í hrörnun á vitrænni getu og að minnsta kosti skerðingu á tveimur eða fleiri

vitrænum þáttum (m.a. minni, stýrifærni, skynhreyfifærni eða athyglisfærni). Auk þess að skerðing trufli

einstakling verulega í daglegu lífi og sé ekki hluti af eðlilegu öldrunarferli. Greiningarkerfið leggur

áherslu á notagildi taugasálfræðilegra prófa við greiningu á heilabilun (WHO, 2019). Greiningarkerfi

bandarísku geðlæknasamtakanna (e. American Psychiatric Association, DSM-5) skilgreinir heilabilun

sem hrörnun á vitrænni getu og að minnsta kosti skerðingu á einum vitrænum þætti. Greining þessi er

aðeins viðeigandi ef aðrar orsakir heilabilunar hafa verið útilokaðar (APA, 2013). Í greiningarkerfi

DSM-5 var yfirheitinu heilabilun breytt úr DSM-4 yfir í hugræn röskun (e. neurocognitive disorder).

Greiningarviðmið er skipt niður í tvo flokka: minniháttar hugræn röskun (e. minor neurocognitive

disorder) og meiriháttar hugræn röskun (e. major neurocognitive disorder). Minniháttar hugræn röskun

lýsir vitsmunalegri hrörnun sem er meiri en talin er eðlileg afleiðing öldrunar en aftur á móti minni en

telst vera meiriháttar heilabilun eða hugræn röskun. Hins vegar nær meiriháttar hugræn röskun yfir

allar aðrar tegundir heilabilunar. Til að uppfylla greiningarskilmerki á hugrænni röskun, minniháttar og

meiriháttar röskun samkvæmt DSM-5 þarf skerðing að vera á einum eða fleiri af eftirfarandi vitrænum

þáttum:

1) Krefjandi/flókin athygli/athyglisfærni (e. complex attention); sem felur

meðal annars í sér erfiðleika við einbeitingu til lengri tíma og getu til að fylgjast með tveimur eða fleiri

hlutum á sama tíma. Breyting verður á vinnsluhraða upplýsinga, venjuleg verkefni taka lengri tíma,

sérstaklega þegar bregðast þarf við áreiti frá mismunandi hlutum. Einstaklingar missa gjarnan

einbeitingu, einfalda þarf verkefni þar sem einstaklingar eru með slæmt skammtímaminni og eiga í

erfiðleikum með hugarreikning.

2) Skipulagningu- og framkvæmd flókinna atriða/stýrifærni (e. executive function);

til að mynda erfiðleikar verða í skipulagshæfni, frumkvæði, ákvörðunarhæfni, verkminni og getu til að

hugsa um fjölda hluta á sama tíma.

3) Lærdóms- og minnishæfni (e. learning and memory); sem felst meðal

annars í erfiðleikum við að muna nýlega atburði, láta hluti á ranga staði, missa þráðinn þegar verkefni

eru endurtekin og einstaklingur þarf að reiða sig á minnislista og ýmis hjálpargögn.

Page 15: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

13

4) Tungumálahæfni (e. language); sem felst meðal annars í erfiðleikum við að

finna réttu orðin, nota ekki algenga frasa, velja röng orð, rita mikið af stafsetningarvillum og erfiðleikum

við að meðtaka upplýsingar jafnt í töluðu eða rituðu máli.

5) Skynhreyfifærni/sjónúrvinnsla (e. perceptual-motor-/ visuospatial function); sem felst meðal

annars í erfiðleikum við notkun tækjabúnaðar og einstaklingar þurfa mikið að reiða sig á

minnispunkta og kort. Birtingarmynd þess er að einstaklingar týnast á stöðum sem eru þeim

kunnugir.

6) Félagslegur skilningur/hæfni í félagslegum aðstæðum (e. social cognition); sem birtist í

tilfinningadeyfð, einstaklingar eiga erfitt með að sýna öðrum samúð, sýna oft af

sér óviðeigandi hegðun og athæfi einkennast af dómgreindarskorti.

7) Vinnsluhraði (e. processing speed); felst í að geta ekki unnið úr upplýsingum á eðlilegum

hraða og að eiga erfitt með að meðhöndla mikið upplýsingaflæði á stuttum tíma.

Algengasti staki áhættuþáttur fyrir heilabilun er hækkandi aldur. Tíðni heilabilunar eykst með

hækkandi aldri og líkurnar tvöfaldast á hverjum fimm árum eftir 65 ára aldur. Á heimsvísu þróa 9,9

milljónir einstaklinga með sér heilabilun á ári hverju sem þýðir að nýtt tilfelli greinist á þriggja sekúnda

fresti í heiminum og má því skilgreina sjúkdóminn sem hægfara heimsfarald (WHO, 2016). Niðurstöður

úr rannsókn Takeda, Tanaka og Kudo (2011) benda til þess að tengsl séu á milli aldurs, kyns og

heilabilunar á heimsvísu þar sem heilabilun er algengari hjá konum og sérstaklega þegar kemur að

alzheimerssjúkdómi en það má að stórum hluta rekja til þess að konur eru langlífari en karlar.

Aðrir helstu þekktu áhættuþættir eru reykingar, ofneysla áfengis, hjarta- og æðasjúkdómar,

sykursýki, þunglyndi, svefnvandamál, lágt menntunarstig, APOE-e4 genabreyting og fjölskyldusaga

um sjúkdóminn (Loy, Schofield, Turner og Kwok, 2014; Plassman, Williams, Burke, Holsinger og

Benjamin, 2010). Ákveðnir áhættuþættir fyrir þróun heilabilunar eru þess eðlis að ekki er hægt að

grípa til fyrirbyggjandi aðgerða né er hægt að koma í veg fyrir með inngripi á læknisfræðilegum

forsendum. Þetta eru þættir eins og hækkandi aldur (Shega o.fl., 2008), APOE-e4 arfgerðin (Saunders

o.fl., 1993) og fjölskyldusaga um sjúkdóminn (Fratiglioni, Ahlbom, Viitanen og Winblad, 1993). Aðra

algenga áhættuþætti væri mögulega hægt að hafa áhrif á með breyttu atferli einstaklinga eða með

inngripi læknavísinda. Nefna má áhættuþætti á borð við offitu, reykingar, ofneyslu áfengis, hjarta- og

æðasjúkdóma, sykursýki, lágt menntunarstig og þunglyndi (Bellou o.fl., 2017).

2.1 Alzheimerssjúkdómur

Alzheimerssjúkdómur er algengasta tegund heilabilunar og talið er að allt að 80% af tilfellum

heilabilunar sé af völdum hans (Kim og Factora, 2018). Það er hægt að skipta sjúkdómnum í tvo

flokka miðað við aldur einstaklinga er sjúkdómseinkenni koma fram; annars vegar snemmkominn

alzheimerssjúkdóm, sem er mun sjaldgæfari eða um 1-6% tilfella og kemur fram á aldrinum 30 til 60

ára. Hins vegar síðkominn alzheimerssjúkdóm, sem er yfir 90% tilfella þar sem einstaklingar þróa með

sér heilabilun eftir 60 ára (Kivipelto o.fl., 2005). Alzheimerssjúkdómur er talinn mikil ógn við lýðheilsu í

heiminum í dag og veldur álagi á heilbrigðiskerfi, bæði í þróuðum og vanþróuðum ríkjum meðal annars

vegna fólksfjölgunar um allan heim (Qureshi o.fl., 2010). Algengustu tegundir heilabilunar hefjast með

rýrnun heilavefja sem oftast er bundið við ákveðin svæði heilans og hjá einstaklingum með

Page 16: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

14

snemmkominn alzheimerssjúkdóm verða skemmdir yfirleitt fyrst á drekasvæðinu (e. hippocampus)

sem veldur því að einstaklingar eiga erfitt með mynda nýjar minningar og meðtaka nýjar upplýsingar

(Kramer o.fl., 2004).

2.2 Æðavitglöp

Æðavitglöp er næst algengasta orsök heilabilunar fyrir utan alzheimerssjúkdóm og orsakast af

sjúkleika í æðum. Heilabilun af völdum æðavitglapa hefur áhrif á ýmsa starfsemi heilans þar á meðal

samhæfingu og minni en einkennin fara fyrst eftir því hvaða hluti heilans varð fyrir skemmdum.

Sjúkdómurinn lýsir sér sem tíðir blóðtappar í heilanum og þeirra verður naumast vart vegna þess að

þeir geta verið svo litlir (Mace og Rabins, 2012). Ákveðnir þættir auka hættu á æðavitglöpum meðal

annars heilablóðfall, hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról og auk þess eru reykingar áhættuþáttur (Khan,

Kalaria, Corbett og Ballard, 2016). Þekktustu einkenni æðavitglapa eru vandræði við skipulag,

dómgreind, rökleiðslu og minniserfiðleikar sem stafa af skertu blóðflæði til heilans og skemmdum

æðum. Tíðni æðavitglapa eykst með aldri og tvöfaldast á 5,3 ára fresti eftir ákveðinn aldur en eykst

hlutfallslega hægar en alzheimerssjúkdómur sem tvöfaldast á hverjum 4,5 árum, auk þess eru

karlmenn líklegri að fá sjúkdóminn (Khan o.fl., 2016).

2.3 Framheilabilun

Framheilabilun er hrörnunarsjúkdómur sem orsakast af taugarýrnun og er um 20% af öllum

greiningum um heilabilun. Sjúkdómurinn kemur í flestum tilfellum fram við 45-65 ára aldur og er

sjaldgæfur hjá háöldruðum (Young, Lavakumar, Tampi, Balachandran og Tampi, 2018). Þessi tegund

heilabilunar er þriðja algengasta birtingarmynd heilabilunar þegar tekið er mið af öllum aldurshópum, á

eftir alzheimerssjúkdómi og æðavitglöpum (Vieira o.fl., 2013). Aðaleinkenni sjúkdómsins eru rýrnun á

framheila og persónuleikabreytingar og einnig er hægt að greina sjúkdóminn með segulómun eða í

tölvusneiðmyndatöku. Einkenni sjúkdómsins geta verið áráttuhegðun, ofát, tungumálaerfiðleikar og

jafnvel glæpsamleg hegðun. Auk þess fela einkennin í sér hrörnun á vitrænum þáttum; stýrifærni (e.

executive function) og tungumálahæfni (e. language). Það sem aðgreinir þessa tegund heilabilunar frá

öðrum er að minnisleysi kemur ekki fram fyrr en á seinni stigum sjúkdómsins, þess í stað eru

einstaklingar oft illa áttaðir og sýna litla samúð og samkennd (Tabloski, 2014).

2.4 Væg vitræn skerðing

Væg vitræn skerðing (e. mild cognitive impairment/minor neurocognitive disorder) er skilgreind sem

millistig eðlilegrar öldrunar og heilabilunar sem er oft á tíðum undanfari heilabilunar (Jessen o.fl.,

2014). Einkenni vægrar vitrænnar skerðingar felast í skerðingu á einum eða fleiri vitrænum þáttum

sem er meiri en áætla má en ekki nógu mikil til að trufla starfsemi einstaklings í daglegu lífi. Á

lífsleiðinni verða flestir einstaklingar fyrir smávægilegri vitrænni skerðingu en minnihluti einstaklinga,

einn á móti hverjum hundrað fer í gegnum lífið án vitrænnar skerðingar og eru taldir eldast farsællega.

Aftur á móti er eðlilegur hluti af öldrunarferlinu að skerðing verði á hugrænni færni einstaklinga

(Petersen, 2011).

Væg vitræn skerðing er flokkuð í tvær undirgerðir, væga vitræna skerðingu með

minnisskerðingu (e. amnestic mild cognitive impairment) og væga vitræna skerðingu án

Page 17: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

15

minnisskerðingar (e. nonamnestic mild cognitive impairment). Væg vitræn skerðing með

minnisskerðingu er skilgreind læknisfræðilega sem minnisskerðing sem ekki uppfyllir skilyrði

heilabilunar. Venjulega verða sjúklingar sjálfir sem og aðstandendur varir við aukna gleymsku

sjúklings. Væg vitræn skerðing án minnisskerðingar er sjaldgæfari og talið er að hún tengist ekki

alzheimerssjúkdómi en er aftur á móti talin forstig annarra tegunda heilabilunar á borð við

framheilabilun og Lewy Body sjúkdóm (Molano o.fl., 2010).

Samkvæmt Gauthier o.fl., (2006) eru til dæmi um það að einstaklingar með væga vitræna

skerðingu hraki ekki og jafni sig með tímanum. Hins vegar þá hafa langtímarannsóknir leitt í ljós að 10-

15% einstaklinga þróa með sér alzheimerssjúkdóm innan eins árs (Goodman o.fl., 2007; Ohnishi,

Matsuda, Tabira, Asada og Uno, 2001). Af þeirri ástæðu er væg vitræn skerðing áhættuþáttur sem leitt

getur til heilabilunar (Busse, Hensel, Guhne, Angermeyer og Riedel-Heller, 2006; Plassman o.fl.,

2010).

Page 18: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

16

3 Áhættuþættir heilabilunar

3.1 Áfallastreituröskun

Rannsóknir sem hafa skoðað langtímasamband milli áfallastreituröskunar og heilabilunar hafa sýnt að

einstaklingar sem glíma við áfallastreituröskun eru líklegri til að fá heilabilun á efri árum en þeir sem

náðu ekki greiningarskilmerkjum fyrir áfallastreituröskun. Samt sem áður er lítið vitað um

orsakasamhengið sem liggur á bak við samband heilabilunar og áfallastreituröskunar. Ein hugsanleg

skýring felur í sér lífeðlisfræðilegar afleiðingar bráðrar- og langvarandi streitu. Rannsóknir hafa sýnt að

röskun á starfsemi HPA-ásins (e. hypothalamic-pituitary adrenal axis, HPA-axis) hjá einstaklingum

sem hafa glímt við áfallastreituröskun getur leitt til aukinnar hættu á að þróa með sér heilabilun

(Greenberg o.fl., 2014).

Nýleg dýrarannsókn Agis-Balboa o.fl., (2017) styður einnig tengsl áfallastreituröskunar og

alzheimerssjúkdóms. Í rannsókninni reyndust bæði mýs sem glímdu við áfallastreituröskun og

alzheimerssjúkdóm hafa minna magn af geni sem nefnist Formin 2 (FMN2). Auk þess getur

langvarandi streita orðið til þess að drekinn (e. hippocampus), sem er staðsettur í innanverðu

gagnaugablaði, minnkar í ummáli (Sapolsky, Uno, Rebert og Finch, 1990). Niðurstöður úr rannsókn

Zola-Morgan og Squire (1990) leiddu í ljós að skemmdir á drekasvæðinu af völdum streitu geta haft

áhrif á getu einstaklinga til að læra nýja hluti og skapað erfiðleika við varðveislu minninga. Fjölmargar

rannsóknir hafa sýnt að stærð drekans hjá einstaklingum með áfallastreituröskun sé minni í ummáli,

sem er jafnframt einkenni alzheimerssjúkdóms (Bremner, 2006; Kristine Yaffe o.fl., 2010). Í

þversniðsrannsókn Lindauer, Olff, van Meijel, Carlier og Gersons (2006) sýndu niðurstöður að

lögreglumenn með áfallastreituröskun sýndu merki þess að vinstra og hægra svæði drekans var

minna í ummáli miðað við samanburðarhóp. Niðurstöðurnar geta þýtt það að annað hvort er minni

dreki áhættuþáttur fyrir þróun áfallastreituröskunar eða þá að áfallastreituröskun stuðli að

heilaskemmdum innan nokkurra ára eftir að sjúkdómseinkenni gera vart við sig.

Niðurstöður úr rannsókn Yaffe o.fl., (2010) og Qureshi o.fl., (2010) benda til þess að

áfallastreituröskun hafi áhrif á heilann með því að flýta fyrir öldrun hans, þar sem minni dreki tengist

verri hugrænni virkni og auknum líkum á þróun heilabilunar hjá eldri einstaklingum. Þar af leiðandi

halda rannsakendur því fram að áfallastreituröskun hafi áhrif á virkni drekans sem veldur því að

einstaklingar eru í meiri áhættu á vitrænni skerðingu og að þróa með sér heilabilun síðar á ævinni.

Niðurstöður hafa einnig sýnt fram á að önnur heilasvæði, eins og mandlan (e. amygdala) og

heilabörkur (e. anterior cingulate cortex) rýrna hjá einstaklingum sem glíma við áfallastreituröskun

samanborið við þá sem hafa ekki röskunina (Karl o.fl., 2006).

Samkvæmt Bhattarai, Oehlert, Multon og Sumerall (2018) er krónísk streita algeng hjá

einstaklingum sem þjást af alvarlegu þunglyndi og áfallastreituröskun. Krónísk streita er aukinn

áhættuþáttur fyrir þessa sjúkdóma vegna þess að hún hefur áhrif á öldrunarferil einstaklinga. Þessir

sjúkdómar geta haft áhrif á þróun vitrænnar skerðingar og heilabilunar. Til að mynda má nefna að hjá

hermönnum sem sendir eru á átakasvæði þá eru tengsl á milli krónískrar og bráðrar streitu við

alvarlegt þunglyndi og áfallastreituröskun, sem eru jafnframt tveir algengustu geðsjúkdómar sem hrjá

einstaklinga sem hafa sinnt eða sinna herskyldu.

Page 19: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

17

3.2 Þunglyndi

Þunglyndi (e. depression) er algengur sjúkdómur meðal eldri einstaklinga, þar sem meira en helmingur

einstaklinga á hjúkrunarheimilum hefur orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum (Simons, 2010). Niðurstöður

rannsókna benda til þess að konur séu tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að þjást af þunglyndi

(Simning og Simons, 2017). Fræðimenn eru sammála um að sambandið á milli þunglyndis, vitrænnar

skerðingar og heilabilunar sé margþætt og flókið, þar af leiðandi hefur þunglyndi fengið mikla athygli

sem áhættuþáttur fyrir þróun heilabilunar, þá sérstaklega alzheimerssjúkdóms (Ganguli, 2009).

Samkvæmt Ganguli (2009) eru til fimm kenningar sem útskýra tengsl þunglyndis við vitræna

skerðingu og heilabilun. Í fyrsta lagi er kenning sem heldur því fram að einstaklingar geti þjáðst af

báðum sjúkdómum á sama tíma einfaldlega vegna þess að þetta eru algengir sjúkdómar sem eru þó

óháðir hvor öðrum. Í öðru lagi er því haldið fram að einkenni vitrænnar skerðingar og þunglyndis séu

birtingarmyndir sama taugahrörnunarsjúkdóms. Í þriðja lagi eru einstaklingar með hugræna skerðingu

líklegir til þess að verða þunglyndir einfaldlega vegna þess að því fylgir ekki björt framtíðarsýn að

upplifa skerta færni og getu. Í fjórða lagi geta þunglyndiseinkenni haft áhrif á undirliggjandi heilabilun

sem hefur ekki áður komið á yfirborðið. Í fimmta lagi þá getur þunglyndi í sjálfu sér verið sjálfstæður

áhættuþáttur fyrir þróun heilabilunar í framtíðinni. Þessi síðastnefnda kenning er þó annmörkum háð

þegar horft er til einstaklinga sem fá endurtekið eða krónískt þunglyndi en getur átt við hjá

einstaklingum sem þjást af þunglyndi í fyrsta skipti stuttu áður en heilabilun er staðfest.

Í nýlegri rannsókn Bhattarai o.fl., (2018) leiddu niðurstöður í ljós að þunglyndi og

áfallastreituröskun geti verið fyrirboði vitrænnar skerðingar eða heilabilunar af ýmsum ástæðum og má

þar nefna: Að einstaklingar þjást oft af þunglyndi og áfallastreituröskun á sama tíma; að lyfjagjöf vegna

þunglyndis og áfallastreituröskunar gætu verið áhættuþættir fyrir heilabilun; auk þess bentu

rannsakendur á að áhættuþættir þunglyndis, áfallastreituröskunar og heilabilunar eru oft á tíðum þeir

sömu; þunglyndi getur verið undanfari heilabilunar; bæði þunglyndi og áfallastreituröskun geta leitt til

skemmda á svæði í drekanum. Algengt er að þunglyndi sé fylgifiskur áfallastreituröskunar og það gæti

verið ástæða þess að tengsl séu á milli heilabilunar og áfallastreituröskunar, þar sem einstaklingar

með þunglyndi eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að þróa með sér heilabilun síðar á lífsleiðinni.

Í rannsókn Byers og Yaffe (2011) sýndu niðurstöður að breytingar á taugaboðefnum,

æðasjúkdómar í heila og breytingar á stærð drekans geta verið vísbendingar um hvernig þunglyndi sé

áhættuþáttur fyrir vitræna skerðingu og heilabilun. Áþekkar niðurstöður eru hjá einstaklingum með

sögu um áfallastreituröskun, sem kemur ekki á óvart þar sem algengt er að áfallastreituröskun og

þunglyndi séu samfylgjandi sjúkdómar (e. comorbid disorders).

3.3 Heilaáverkar

Heilaáverkar (e. traumatic brain injury) stafa af því að högg kemur á höfuðkúpu og algeng einkenni eru

uppköst, höfuðverkur, þunglyndi og skert athygli (Murray og Lopez, 1996). Það getur reynst erfitt verk

að meta einstaklinga sem hlotið hafa heilaáverka vegna þess að sjúkdómseinkenni heilaáverka og

áfallastreituröskunar eru svipuð og má þar nefna þætti á borð við skapstyggð, svefntruflanir,

minnisraskanir, persónuleika- og skapsveiflur, þunglyndi, fjandsamlegt viðmót og kvíða (Weiner,

2014). Rannsóknir hafa sýnt að tengsl séu á milli heilaáverka, áfallastreituröskunar og meiri áhættu á

Page 20: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

18

vitrænni skerðingu og heilabilun (Yaffe o.fl., 2019). Niðurstöður hafa einnig sýnt að heilaáverkar sem

einstaklingar verða fyrir við herþjónustu auka líkurnar á hrörnunarsjúkdómum á borð við

alzheimerssjúkdóm (Bilbul og Schipper, 2011; Plassman o.fl., 2010).

Yaffe o.fl. (2019) skoðuðu gögn 109.140 kvenkyns hermanna sem voru 55 ára eða eldri og

höfðu ekki greinst með heilabilun. Markmið rannsóknar þeirra var að skoða hvort greining á

heilaáverkum, áfallastreituröskun og þunglyndi eitt og sér eða í samþættingu við hvort annað, auki

líkur á heilabilun herkvenna, sem voru komnar á eftirlaun. Rannsakendur fylgdust með þátttakendum

að meðaltali í 4 ár til að fylgjast með hvort þeir þróuðu með sér heilabilun. Niðurstöður sýndu að konur

sem höfðu hlotið alvarlega heilaáverka voru 50% líklegri til að þróa með sér heilabilun í samanburði

við þann hóp kvenna sem höfðu ekki fengið heilaáverka. Þessar niðurstöður gefa til kynna að

mikilvægt sé að skima fyrir heilaáverkum, áfallastreituröskun og þunglyndi, sérstaklega hjá kvenkyns

fyrrum hermönnum og þörf er á að þróa meðferðarúrræði til að minnka áhættu á heilabilun síðar á

lífsleiðinni. Rannsakandi benti á að þrátt fyrir að tengsl væru á milli þessara sjúkdóma og heilabilunar

er aftur á móti ekki hægt að fullyrða að þeir orsaki heilabilun.

Í nýlegri rannsókn Nordstrom og Nordstrom (2018) leiddu niðurstöður í ljós að einstaklingar

sem höfðu hlotið heilaáverka væru fjórfalt til sexfalt líklegri til að þróa með sér heilabilun ári eftir

atburðinn. Að þeim tíma liðnum minnkuðu líkurnar stöðugt, en samt sem áður eru einstaklingar enn í

áhættuhóp þrjátíu árum eftir slysið.

Í samhengi við þessar rannsóknir þá hafa Greenberg o.fl., (2014) bent á mikilvægi þess að

hafa í huga að það eru ekki allir sem greinast með þunglyndi eða áfallastreituröskun sem munu fá

heilabilun. Öllu heldur virðast sjúkdómar á borð við þunglyndi vera áhrifaríkur þáttur í samhengi við

fjölmarga aðra þætti sem tengjast þróun heilabilunar.

Page 21: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

19

4 Markmið

Meginmarkmið þessarar kerfisbundnu samantektar var að kanna hvort tengsl séu á milli

áfallastreituröskunar og þróun hugrænnar röskunar og vitrænnar skerðingar síðar á lífsleiðinni.

Aðferðafræðin fólst í því að bera saman rannsóknir á tæplega 20 ára tímabili, til að greina stöðu

þekkingar og skoða sameiginlega þætti úr niðurstöðum rannsókna. Leitast var eftir því að samþætta

nýjustu rannsóknir um þetta viðfangsefni við þá þekkingu sem þegar er til staðar, með það að

markmiði að veita nýja innsýn á áhrif áfallastreituröskunar á heilsu einstaklinga síðar á ævinni. Auk

þess voru skoðaðir hugrænir og líffræðilegir ferlar sem geta mögulega haft áhrif á þessi tengsl.

Markmiðin, sem byggð eru á ritrýndum rannsóknum voru tvö:

Að meta hvort það séu tengsl milli áfallastreituröskunar, hugrænnar færni og þróunar

heilabilunar á efri árum.

Að meta hvort að þættir á borð við; aldur, kyn, tegund heilabilunar, rannsóknarsnið og

þunglyndi sem fylgiröskun gætu haft áhrif á þessi tengsl.

Page 22: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

20

5 Aðferðir

Í þessari ritgerð verður notast við kerfisbundið yfirlit til þess að varpa ljósi á tengsl milli

áfallastreituröskunar og þróun hugrænnar röskunar og vitrænnar skerðingar síðar á lífsleiðinni.

Rannsóknarsniðið er kerfisbundin samantekt og leitað verður eftir rannsóknum frá árunum 1980-2019.

5.1 Inntökuskilyrði

Rannsóknir þurftu að uppfylla eftirfarandi inntökuskilyrði: 1) Rannsóknin var gerð á fullorðnum

einstaklingum sem hafa verið greindir með áfallastreituröskun eða með einkenni áfallastreituröskunar.

2) Rannsóknin skoðaði tengsl áfallastreituröskunar og hugrænnar færni og þróun heilabilunar (þ.e.,

alzheimerssjúkdóm, framheilabilun, æðavitglapa og Lewy-body sjúkdóm) síðar á ævinni. 3)

Rannsóknin skoðaði einstaklinga með áfallastreituröskun eða einkenni áfallastreituröskunar. 4) Öll

taugasálfræðileg próf voru prófuð af þjálfuðum fagmönnum og a.m.k. einn vitrænn þáttur mældur. 5)

Rannsóknarsnið sem skoðuð voru: framsýnar og aftursýnar ferilrannsóknir (e. prospective og

retrospective cohort studies), tilfella-viðmiðunar rannsóknir (e. case-control studies) og

þversniðsrannsóknir (e. cross-sectional studies). 6) Eingöngu rannsóknir skrifaðar á ensku og íslensku

í ritrýndum fræðilegum tímaritum voru teknar með í yfirlitið. 7) Að lokum þurftu rannsóknirnar að vera

framkvæmdar á mönnum en ekki dýrum.

5.2 Útilokunarskilyrði

Útilokunarskilyrði voru eftirfarandi: 1) Rannsóknir sem innihéldu sjúklinga sem voru með aðra

sjúkdóma: Taugasjúkdóma, krabbamein eða alnæmi. 2) Rannsóknir að tegundinni sjúkratilfelli (case

reports) og röð sjúkratilfella (case series). 3) Rannsóknir á börnum og unglingum.

5.3 Gagnasöfnun

Við undirbúning þessa kerfisbundna yfirlits var leitað í tveimur viðurkenndum gagnagrunnum: PubMed

og PsychInfo á tímabilinu 15. október 2018 til 1. mars 2019. Notast var við fyrirfram ákveðin leitarorð

og inntöku- og útilokunarskilyrði við leitina í báðum gagnagrunnum. Eftirfarandi leitarorð voru notuð:

áfallastreituröskun (PTSD), heilabilun (dementia), alzheimerssjúkdómur (alzheimer), vitræn skerðing

(cognitive impairment), hugræn færni (cognitive function) og cognitive dysfunction. Við framkvæmd

leitar var leitarorðum parað saman. Til dæmis var leitað eftir rannsóknum undir “PTSD” AND

“dementia”, ”PTSD” AND “alzheimer” og ”PTSD” AND “cognitive impairment”, “PTSD” AND “cognitive

function”. Að auki var leitað undir “PTSD” AND ”neurocognitive disorder”. Einnig voru heimildaskrár

þeirra rannsókna sem uppfylltu leitarskilyrði skoðaðar og tilvitnanir í rannsóknum. Notast var við

flæðiritið Preferred Reporting items for Systematic Review (PRISMA) til að auka gæði við

framsetningu og greiningu gagna við val á rannsóknum í þessu kerfisbundna yfirliti.

Page 23: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

21

Mynd 1.PRISMA flæðirit heimildaleita

Fjöldi heimilda sem fannst við leit í

gagnagrunnum (PubMed og

PsychInfo)

(n=838)

Fjöldi heimilda sem fannst við leit

með öðrum leiðum

(n =8)

Fjöldi rannsókna eftir að tvíendurtekningar

voru teknar frá

(n =727)

Fjöldi rannsókna sem voru

skimaðar m.t.t. útdrátta og titils

(n=125)

Fjöldi útdrætta sem

var skoðaður með

tilliti til inntöku- og

útilokunarskilyrða

(n =52)

Óskylt efni: 14

Annað rannsóknarsnið: 3

Rannsóknir á börnum og

unglingum: 3

Fjöldi rannsókna sem

uppfylltu öll skilyrði

(n = 32)

Fjöldi rannsókna

útilokaðar eftir nánari

lestur

(n = 20)

Page 24: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

22

6 Niðurstöður

6.1 Helstu einkenni rannsóknanna

Alls fundust 32 rannsóknir sem uppfylltu skilyrði kerfisbundnar leitar sem voru birtar í ritrýndum

tímaritum á árunum 1996-mars 2019, langsniðsrannsóknir (n=12) og þversniðsrannsóknir (n=20). Í

töflu 1 má sjá yfirlit yfir helstu einkenni rannsókna, fjöldi þátttakenda, yfirlit yfir taugasálfræðileg próf og

greiningarviðmið á heilabilun, helstu niðurstöður, aldur, kyn og lengd eftirfylgdar.

Tuttugu og fimm rannsóknir voru frá Bandaríkjunum: Yaffe o.fl., 2019; Bhattarai o.fl., 2018;

Bonanni o.fl., 2018; Flatt o.fl., 2017; Clouston o.fl., 2017; Sumner o.fl., 2017; Clouston o.fl., 2016;

Meziab o.fl., 2014; Qureshi o.fl., 2010; Yaffe o.fl., 2010; Cohen o.fl., 2013; Mackin o.fl., 2012; Sperling

o.fl., 2011; Buodo o.fl., 2010; Twamley o.fl., 2009; Johnsen o.fl., 2008; Gilbertson o.fl., 2006; Yehuda

o.fl., 2004; Yehuda o.fl, 2005; Kivling bode o.fl., 2003; Stein o.fl., 2002; Golier o.fl., 2002; Vasterling

o.fl., 2002; Vasterling o.fl , 1998; Barret o.fl., 1996, ein frá Taívan (Wang o. fl., 2016), ein frá Tyrklandi

(Eren-Koçak o.fl., 2009), tvær frá Kósóvó (Koso o.fl., 2006; Koso o.fl., 2012 ), ein frá Sviss (Burri o.fl.,

2013), ein frá Kanada (Lagarde o.fl., 2010 ) og ein frá Bosníu og Hersegóvíníu (Sarac-Hadzihalilovic

o.fl., 2008).

6.2 Þversniðsrannsóknir (e. cross-sectional studies)

Tuttugu þversniðsrannsóknir uppfylltu skilyrði yfirlitsins. Það voru 18 rannsóknir sem fundu mun á

frammistöðu á taugasálfræðilegu prófi hjá einstaklingum með áfallastreituröskun samanborið við

einstaklinga án áfallastreituröskunar en tvær rannsóknir gáfu ekki til kynna marktæk tengsl (Stein o.fl.,

2002; Barrett o.fl., 1996). Allar rannsóknir notuðust við greiningu á vitrænu mati sem var prófað með

taugasálfræðilegum prófum.

Rannsóknir á hermönnum voru algengastar (n=9) og aldursbil var á bilinu 40 til 70 ár. Átta

rannsóknir í þessum hópi fundu einhvers konar vitræna skerðingu í tengslum við áfallastreituröskun.

Næst stærsti hópurinn sem skoðaður var í þessu yfirliti voru flóttamenn og stríðsfórnarlömb (n=4) þar

sem einstaklingar með áfallastreituröskun voru prófaðir með taugasálfræðilegum prófum og án

áfallastreituröskunar og meðalaldur þátttakanda í þessum rannsóknum var á bilinu 52 til 54 ár. Allar

þessar rannsóknir fundu einhvers konar vitræna skerðingu í tengslum við áfallastreituröskun. Það voru

tvær rannsóknir á eftirlifendum náttúruhamfara og báðar voru frá Bandaríkjunum og meðalaldur var á

bilinu 40 til 50 ár. Þriðji stærsti hópur þessa kerfisbundna yfirlits voru einstaklingar sem hafa orðið fyrir

heimilisofbeldi. Tvær rannsóknir í þessum hópi fundu einhvers konar vitræna skerðingu og einungis

konur, meðalaldur var á bilinu 35-40 ár. Það var ein rannsókn á hjálparstarfsmönnum sem sinntu

skyldustörfum, þar sem meðalaldur var 51 til 54 ár. Auk þess var ein rannsókn á einstaklingum sem

höfðu lent í slysi þar sem meðaltími síðan atburður átti sér stað var 5 ár. Að lokum var ein rannsókn á

almennum borgurum frá Bandaríkjunum þar sem meðalaldur þátttakanda var 40 til 50 ár.

Flestar rannsóknir sem skoðuðu athyglisfærni (e. complex attention), sýndu fram á marktæka

skerðingu á meðal þeirra sem voru með áfallastreituröskun (Clouston o.fl., 2017; Koso o.fl., 2012;

Koso o.fl., 2006; Buedo o.fl., 2010; Eren-Koçak o.fl., 2009; Lagarde o.fl., 2010; Sarac-Hadzihalilović

o.fl., 2008; Gilberts o.fl., 2006; Kivling bode o.fl., 2003; Golier o.fl., 2002; Vasterling o.fl., 2002;

Vasterling o.fl, 1998), sem felur meðal annars í sér að breyting verður á vinnsluhraða upplýsinga og

Page 25: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

23

að venjuleg verkefni taka lengri tíma en áður. Auk þess eru einstaklingar með slæmt skammtímaminni,

einfalda þarf verkefni fyrir þá og þeir missa gjarnan einbeitingu. Nánast allar rannsóknirnar útilokuðu

einstaklinga sem höfðu fengið heilaáverka og að sama skapi var ekki skilgreint nægilega vel hvernig

heilaáverka væri um að ræða, auk þess sem nokkrar rannsóknir tóku ekki mið af þunglyndi.

Niðurstöðurnar komu ekki á óvart, þar sem vandamál tengd framheilablaði (e. frontal lobes) og

randkerfi (e. limbic systems) í tengslum við áfallastreituröskun geta valdið skertri athyglisfærni.

Niðurstöður úr rannsóknum á fyrrum hermönnum, flóttamönnum og fórnalömbum stríðsátaka styðja

við þá kenningu að einstaklingar með áfallastreituröskun eru með verri athyglisfærni heldur en

einstaklingar án áfallastreituröskunar. Fyrrum hermenn virðast vera líklegri til að þjást af

athyglisskerðingu, en hins vegar þarf fleiri rannsóknir til að styðja við þessa tilgátu.

Minnishæfni (e. learning and memory), var næst algengasti þátturinn sem var skoðaður í

þessari samantekt. Tíu rannsóknir sýndu fram á að einstaklingar með áfallastreituröskun höfðu verri

minnishæfni (e. learning and memory), sem felur meðal annars í sér erfiðleika við að muna nýlega

atburði, láta hluti á ranga staði og missa þráðinn þegar verkefni eru endurtekin (Koso og Hansen,

2012; Koso og Hansen, 2006; Buedo o.fl., 2010; Eren-Koçak o.fl., 2009; Johnsen o.fl., 2010; Lagarde

o.fl., 2010; Sarac-Hadzihalilović o.fl., 2008, Gilbertson o.fl., 2006; Yehuda o.fl., 2005; Vasterling o.fl.,

2002).

Átta rannsóknir sýndu fram á að einstaklingar með áfallastreituröskun höfðu verri stýrifærni (e.

executive function), sem felur í sér erfiðleika varðandi frumkvæði, ákvörðunarhæfni, skipulagshæfni og

getu til að hugsa um fjölda hluta á sama tíma (Cohen o.fl., 2013; Koso o.fl., 2012; Buedo o.fl., 2011;

Lagarde o.fl., 2008; Sarac-Hadzihalilović o.fl., 2008; Gilbertson o.fl., 2006; Koso o.fl., 2006; Kivling-

Bode o.fl., 2003), sem var þriðji algengasti þátturinn.

Sjö rannsóknir sýndu fram á að einstaklingar með áfallastreituröskun höfðu verri

lærdómshæfni (e. learning) (Cohen o.fl., 2013; Gilbertson o.fl., 2006; Yehuda o.fl, 2005; Yehuda o.fl.,

2004; Vasterling o.fl, 2002; Golier o.fl., 2002; Vasterling o.fl. 1998). Niðurstöður leiddu í ljós að

lærdómshæfni var verulega skert hjá eldri einstaklingum með áfallastreituröskun. Rannsakendur töldu

að meginorsakir væru breytingar á framheilablaði (e. frontal lobes), smækkun drekans (e.

hippocampus) og aukið magn streituhormónsins kortisóls í blóði (e. cortisol) sem geta haft þær

afleiðingar að það hægist á lærdómsfærni einstaklinga með áfallastreituröskun. Það er misræmi í

niðurstöðum er varða stýrifærni og lærdómshæfni, sérstaklega hjá einstaklingum sem ekki hafa tekið

þátt í hernaði. Athyglisvert er að af þeim rannsóknum sem skoðaðar voru í sambandi við

lærdómshæfni eldri einstaklinga með áfallastreituröskun þá voru flestar sem komust að því að

skerðingin var mikil. Rannsakendur drógu þá ályktun að almennt eigi eldri einstaklingar erfiðara með

að tileinka sér nýja hluti og læra en þeir sem yngri eru.

Þrjár rannsóknir sýndu að einstaklingar með áfallastreituröskun höfðu verri

skynhreyfifærni/sjónúrvinnsluhæfni (e. perceptual-motor-/visuospatial function) (Eren- Kocak o.fl.,

2009; Buedo o.fl., 2011; Kivling-Bode o.fl., 2003). Tvær rannsóknir sýndu fram á skertan vinnsluhraða

(e. processing speed) (Cohen o.fl., 2013; Twamley o.fl., 2009).

Í rannsókn Stein o.fl., (2002) var skoðað hvort tengsl væru á milli áfallastreituröskunar og

vitrænnar getu hjá konum sem höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi. Bornir voru saman þrír hópar, í fyrsta

Page 26: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

24

hópnum voru fórnarlömb heimilisofbeldi með áfallastreituröskun, í öðrum hópnum voru fórnarlömb

heimilisofbeldis án áfallastreituröskunar og í þriðja hópnum voru einstaklingar sem höfðu ekki orðið

fyrir heimilisofbeldi og án áfallastreituröskunar. Þátttakendur voru útilokaðir úr rannsókninni ef þeir

höfðu sögu um heilaáverka, námsörðugleika eða vímuefnanotkun. Niðurstöður gáfu ekki til kynna mun

á frammistöðu hópanna á taugasálfræðilegum prófum. Niðurstöður úr rannsókn Barrett o.fl., (1996)

sýndi svipaðar niðurstöður. Í rannsókn þeirra var skoðað hvort það væru tengsl á milli vitrænnar

skerðingar og áfallastreituröskunar hjá fyrrum hermönnum frá Bandaríkjunum. Það voru bornir saman

fjórir hópar; í fyrsta hópnum voru skoðaðir fyrrum hermenn með áfallastreituröskun, í öðrum hópnum

fyrrum hermenn án áfallastreituröskunar, í þriðja hópnum voru fyrrum hermenn með aðrar geðraskanir

og áfallastreituröskun og í fjórða hópnum voru fyrrum hermenn án áfallastreituröskunar og án annarra

geðraskana. Í rannsókn Lagarde o.fl., (2010) var kannað hjá þremur hópum hvort tengsl væru á milli

áfallastreituröskunar og vitrænnar skerðingar. Í fyrsta hópnum voru einstaklingar sem höfðu upplifað

áfall og glímdu við áfallastreituröskun, í öðrum hópnum voru einstaklingar sem höfðu upplifað áfall en

án áfallastreituröskunar og í þriðja hópnum voru einstaklingar sem höfðu ekki upplifað áfall.

Niðurstöður leiddu í ljós að áfallastreituröskun, en ekki áfallið sjálft hefur áhrif á vitræna getu. Auk þess

kom það fram að það eru aðrir þættir sem hafa áhrif, meðal annars þunglyndi.

Átta rannsóknir voru með þýði sem samanstóð af karlkyns hermönnum og/eða sjúklingum þar

sem upplýsingar voru fengnar úr heilbrigðisgagnagrunni en í tveimur rannsóknum voru aðeins

skoðaðar konur sem voru fórnarlömb heimilisofbeldis, því er ekki hægt að yfirfæra niðurstöður þessara

rannsókna yfir á konur. Auk þess voru sumar þversniðsrannsóknir byggðar á litlu úrtaki og tóku ekki

markvisst mið af mögulegum blöndunarþáttum, má þar nefna þunglyndi, heilaáverka, kvíða,

menntunarstig, vímuefnanotkun og lyfjanotkun. Þessir blöndunarþættir gætu haft áhrif á vitræna þætti

á borð við minni, sem einkennir oft einstaklinga með áfallastreituröskun. Aðrir blöndunarþættir gætu

einnig haft áhrif á niðurstöður rannsókninna. Til dæmis í rannsókn Golier o.fl., (2002) þar sem bornir

voru saman þrír hópar, í fyrsta hópnum voru eftirlifendur helfarinnar sem glímdu við

áfallastreituröskun, í öðrum hópnum voru eftirlifendur helfarinnar án áfallastreituröskunar og í þriðja

hópnum voru einstaklingar sem höfðu ekki verið í helförinni og glímdu ekki við áfallastreituröskun.

Niðurstöður sýndu að 36% einstaklinga sem voru með áfallastreituröskun sýndu merki um vitræna

skerðingu. Niðurstöður gáfu einnig til kynna að þessir einstaklingar voru með lægra menntunarstig,

höfðu lokið færri árum af formlegri menntun, ásamt því að vera með lægri greindarvísitölu en

einstaklingar án áfallastreituröskunar.

Niðurstöður þessara þversniðsrannsókna sýndu almennt marktækt samband milli

áfallastreituröskunar og vitrænnar skerðingar en þær geta ekki úrskurðað hvort að áfallastreituröskun

leiði til vitrænnar skerðingar eða þróun heilabilunar.

Page 27: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

25

Tafla 1 Ferilrannsóknir. Samantekt á rannsóknum og niðurstöðum úr prófum á vitrænni getu

Höfundur og ár Þátttakendur Aldur(m) KK(%) Greining á heilabilun/vitræn próf Gagnagrunnur Eftirfylgni eftir áfall Niðurstöður

Clouston o.fl., 2017

Hjálparstarfsmenn eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnanna 2001 (n=1193)

40-50 93 CBB 16 Tengsl á milli áfallastreituröskunar og tvöfalt meiri áhættu á vitrænni skerðingu (RR = 2.64, 95% CI = [1.95–3.57]). Niðurstöður sýndu fram á tengsl milli tímafjölda á slysstað og vitrænnar skerðingar (RR=1.36, 95%, CI= 1.03-1.80)

Cohen o.fl., 2013

Einstaklingar frá Bandaríkjunum (n=535)

55

93 Stýrifærni (TDSST,+TMT A, TMT B) Minnishæfni (+COWAT, HVLT)

VA Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu á stýrifærni, vinnsluhraða og lærdómshæfni

Koso o.fl., 2012

Hermenn frá Bosníu með ÁSR (N=45) Samanburðarhópur: Hermenn frá Bosníu án ÁSR (N=34)

39-44

100 Athyglisfærni (+SART) Stýrifærni (+TMT) Minnishæfni (+RBMT)

9 Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu á athygli, stýrifærni, minni og vinnsluminni

Mackin o.fl., 2012

Hermenn frá Bandaríkjunum (n=19)

69

100 Minnishæfni (+CVLT II,+ LM) Vinnsluhraði (TMT A) Tungumálahæfni (BNT, SFT COWAT) Stýrifærni (TMT B)

Tengsl á milli áfallastreituröskunar og vitrænnar skerðingar

Buedo o.fl., 2011

Einstaklingar sem hafa upplifað vinnuslys með ÁSR (n=38) Samanburðarhópur: EInstaklingar sem hafa upplifað vinnuslys án ÁSR (n=38)

36

89 Athyglisfærni (+D2 test, EIT) Minnishæfni (IADSRT) Stýrifærni (+TMT)

(AMNIL) 5,18 Tengsl á milli áfallastreituröskunar í kjölfar vinnuslyss og skerðingu á skynhreyfifærni, stýrifærni, athygli og minni

Eren- Kocak o.fl., 2009

Eftirlifendur jarðskjálftans í Tyrklandi 1999 (n=526)

39 45 Minnishæfni (+AVLT, ROCF, SCT, +TSCWT) Athyglisfærni (+CTT 1, CTT 2)

Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu á athygli, skynhreyfifærni og yrtu minni

Twamley o.fl., 2009

Konur sem hafa upplifað heimilisofbeldi með ÁSR (n=55) Samanburðarhópur: Konur sem hafa ekki upplifað heimilisofbeldi án ÁSR (n=20)

35-36

0 Tengsl á milli áfallastreituröskunar og hægari vinnsluhraða

Page 28: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

26

Johnsen o.fl., 2007

Flóttamenn frá Yugoslavíu, Chile og miðausturlöndum með ÁSR(n=21) Samanburðarhópur: Flóttamenn frá Yugoslaviu, Chile og miðausturlöndum án ÁSR (n=21)

37-39

76 Minnishæfni (+CVLT, -PASAT) Athyglisfærni (DSF, +DSB

9 Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu á minni

Lagarde o.fl., 2008

Einstaklingar sem hafa upplifað áfall með ÁSR (n=21) Einstaklingar sem hafa upplifað áfall án ÁSR (n=16) Einstaklingar sem hafa ekki orðið fyrir áfalli (n=17)

29-31

45 Minnishæfni (RAVLT, AFLT, AMI) Athyglis- og stýrifærni (TMT-A, WMS-lll, +Stroop, D2, TOL, +TMT-B)

1 mánuður Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu athygli, stýrifærni, minni og vinnsluminni

Sarac-Hadzihalilović o.fl., 2008

Hermenn frá Víetnam með ÁSR (N=45) Samanburðarhópur: Hermenn frá Víetnam án ÁSR (N=34)

30-50

100

Minnishæfni (+RBMT)

Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu á athygli, minni og stýrifærni

Gilbertson o.fl., 2006

Eineggja hermenn frá Bandaríkjunum með ÁSR (n=19) Samanburðarhópur: Eineggja hermenn frá Bandaríkjunum án ÁSR (n=19)

52

100

Athyglishæfni (+DS) Lærdómshæfni (+CVLT) Minnishæfni (+CVLT, CVMT) Stýrifærni (+WCST) Sjónminni (+BFRT, VOSP)

25 Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu á lærdómshæfni, athygli, stýrifærni og yrtu minni

Koso o.fl., 2006

Hermenn frá Bosníu með ÁSR (n=20) Samanburðarhópur: Hermenn frá Bosníu án ÁSR (n=20)

47 100 Athyglisfærni (+SART) Stýrifærni (+TMT A og B) Minnishæfni (+RBMT,+HSCT)

7 Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu á athygli, stýrifærni, minni og vinnsluminni

Page 29: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

27

Yehuda o.fl., 2005

Hermenn frá Bandaríkjunum með ÁSR (n=30) Hermenn frá Bandaríkjunum án ÁSR (n=20) Samanburðarhópur: Hermenn frá Bandaríkjunum sem hafa ekki upplifað stríðsátök (n=15)

67 100 Minnishæfni (+CVLT, WAIS-R)

Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu á lærdómshæfni og minni

Yehuda o.fl., 2004

Eftirlifendur helfarinnar með ÁSR (n=36) Eftirlifendur helfarinnar án ÁSR (n=26) Einstaklingar sem voru ekki í helförinni og ekki með ÁSR (n=40)

68

37 Minnishæfni (CVLT, WAIS-R) Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu lærdómshæfni

Kivling-Bode o.fl., 2003

Fyrrum flóttamenn frá Yugoslavíu með ÁSR (n=21) Samanburðarhópur: Fyrrum flóttamenn frá Yugoslavíu án ÁSR (n=13)

38-39 50

Athyglisfærni (PA+, PC-) Minnisfærni (BVRT-, ThMT) Stýrifærni (FC+)

Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu á athygli, stýrifærni og sjónúrvinnslu

Stein o.fl., 2002

Fórnarlömb heimilisofbeldis með ÁSR (N=17) Fórnarlömb heimilisofbeldis án ÁSR (n=22) Einstaklingar sem hafa ekki orðið fyrir heimilisofbeldi (n=22)

33

0 Tungumálahæfni(COWA, WAIS) Minnishæfni ((CVLT, VPA, LMS Sjónúrvinnsla( CVMT, R-OCFT) Athygli og vinnsluminni (WAIS-lll ACT, DCT, +PASAT) Skynhreyfifærni (TMT-A). Stýrifærni (+TMT-B) TCT, +STROOP, R-OCFT)

4 vikur-2 ár Niðurstöður gáfu ekki til kynna tengsl

Vasterling o.fl., 2002

Hermenn frá Víetnam með ÁSR (n=26) Samanburðarhópur: Hermenn frá Víetnam án ÁSR (n=21)

50-51

100 Athyglisfærni (+CPT, WCST, +WAIS-R) Minnishæfni (+AVLT, -CVMT)

Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu á athygli, vinnsluminni og lærdómshæfni

Page 30: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

28

Golier o.fl., 2002

Eftirlifendur helfarinnar með ÁSR (n=31) Eftirlifendur helfarinnar án ÁSR (n=16) Samanburðarhópur (n=35)

67-69

37 Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu á athygli og lærdómshæfni

Vasterling o.fl., 1998

Hermenn frá Bandaríkjunum með ÁSR (n=19) Samanburðarhópur: Hermenn frá Bandaríkjunum án ÁSR (n=24)

35-36 100 Athyglisfærni (CPT+DS, LC), Nám (AVLT+, CVMT). Minni (AVLT-, CVMT) Stýrifærni (wCST-, Stroop)

7

Tengsl á milli áfallastreituröskunar og skerðingu á athygli og lærdómshæfni

Barrett o.fl., 1996

Hermenn frá Bandaríkjunum með ÁSR (n=236) Hermenn frá Bandaríkjunum án ÁSR, og aðrar geðraskanir (n=128) Hermenn frá Bandaríkjunum með geðraskanir og án ÁSR (=242) Hermenn frá Bandaríkjunum án ÁSR og annarra geðraskana (n=1,835)

30-40 100 Lærdómshæfni (-CVLT) Minnishæfni (-CVLT,ROCFT) Stýrifærni (-WCST, ROCFT) Sjónúrvinnsla (-ROCFT, BT)

14

Niðurstöður gáfu ekki til kynna tengsl

Page 31: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

29

6.3 Langsniðsrannsóknir (e. longitudinal studies)

Allar langsniðsrannsóknir (n=12) sem skoðaðar voru í þessu yfirliti sýndu að einstaklingar með

áfallastreituröskun voru líklegri til að fá heilabilun á efri árum en þeir sem náðu ekki

greiningarskilmerkjum fyrir áfallastreituröskun (Bonanni o.fl., 2018; Yaffe o.fl., 2019; Bhattarai o.fl.,

2018; Sumner o.fl., 2017; Wang o.fl., 2016; Clouston o.fl., 2016; Flatt o.fl., 2017; Meziab o.fl., 2014;

Burri o.fl., 2013; Sperling o.fl., 2011; Yaffe o.fl., 2010; Qureshi o.fl., 2010). Þar af sýndi ein rannsókn

fram á að konur og karlar voru í allt að fjórfalt meiri áhættu á þróun heilabilunar samanborið við

einstaklinga án áfallastreituröskunar (Wang o.fl., 2017).

Flestar rannsóknir í þessu kerfisbundna yfirliti sem skoðuðu tengsl heilabilunar og

áfallastreituröskunar skoðuðu alzheimerssjúkdóm (n=10), eða 80% rannsóknanna, sem er algengasta

tegund heilabilunar. Niðurstöður sýndu fram á hærri tíðni á alzheimerssjúkdómi hjá þeim sem náðu

greiningarskilmerkjum fyrir áfallastreituröskun. Hins vegar sýndu niðurstöður úr langsniðsrannsókn

Bonanni o.fl., (2018) að tíðni framheilabilunar hjá einstaklingum með áfallastreituröskun var óvenju

hátt, ef litið er til þess að þessi tegund heilabilunar er sjaldgæf, eða um 10% tilfella. Auk þess kemur

sjúkdómurinn í flestum tilfellum fram við 45-65 ára aldur og er sjaldgæfur hjá háöldruðum. Rannsóknin

fólst í því að bæði var beitt aðferðafræði framsýnna og afturvirkra ferilrannsókna við athugun á

tengslum áfallastreituröskunar og framheilabilunar. Afturvirka rannsóknin var framkvæmd í stórum hópi

einstaklinga sem voru greindir með heilabilun og gat staðfest óvæntu tengslin milli þessara sjúkdóma,

sem var skoðað í framsýnu rannsókninni. Samkvæmt rannsakendum er sameiginlegur þáttur sem

tengir áfallastreituröskun við framheilabilun skortur á þrautseigju eða hæfileika til að endurheimta fyrri

styrk. Auk þess bentu þeir á að hugsanlegur skortur á þrautseigju gæti verið merki um meiri

tilhneigingu til að fá heilabilun og þar með gera einstaklinginn sem mun að lokum fá heilabilun líklegri

til að þróa með sér áfallastreituröskun. Niðurstöður úr rannsókn Yaffe o.fl., (2019) sem skoðaði

109,140 kvenkyns hermenn leiddu í ljós að einstaklingar með áfallastreituröskun voru í allt að tvöfalt

meiri áhættu á að greinast með heilabilun síðar á lífsleiðinni. Algengasta tegund heilabilunar var

framheilabilun (sem er hrörnunarsjúkdómur sem orsakast af taugarýrnun og er þriðja algengasta

tegund heilabilunar), jafnvel eftir að leiðrétt var fyrir mögulegum blöndunarþáttum sem gætu haft áhrif.

Æðavitglöp var með minnstu áhættuna en sambandið var samt tölfræðilega marktækt. Hins vegar í

minni rannsókn Sperling o.fl., (2011) á 93 eftirlifendum helfararinnar, sem voru öll með greiningu á

áfallastreituröskun; var æðavitglöp algengasta tegund heilabilunar hjá einstaklingum með

áfallastreituröskun eða um 60% allra tilfella og 20% tilfella var alzheimerssjúkdómur. Í rannsókn Flatt

o.fl., (2017) var reynt að komast að því hvort sambandið milli áfallastreituröskunar og áhættu á

heilabilun væri mismunandi eftir tegund heilabilunar. Það kom ekki fram skýrt mynstur annað en að

áfallastreituröskun tengdist auknum líkum á öllum tegundum heilabilunar.

Samkvæmt þessum niðurstöðum er enn óljóst hvort að áfallastreituröskun auki áhættuna á

sumum tegundum heilabilunar meira en á öðrum. Framtíðarrannsóknir ættu að skoða mismunandi

tegundir heilabilunar og auk þess hvort það sé kynjamunur á tengslum milli áfallastreituröskunar og

tegund heilabilunar.

Page 32: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

30

Átta langsniðsrannsóknir skoðuðu þunglyndi og af þessum rannsóknum sýndu sex rannsóknir

fram á að þunglyndi hafi áhrif á tengsl milli áfallastreituröskunar og hugrænna raskanna. Nokkrar

rannsóknir gáfu í skyn að þunglyndi auki áhættu þess að greinast með áfallastreituröskun. Niðurstöður

úr aftursýnni rannsókn Bhattarai o.fl., (2018) sem rannsakaði 4,800 einstaklinga sýndu að alvarleg

þunglyndisröskun og áfallastreituröskun tengist næstum tvöfalt meiri áhættu að fá vitræna skerðingu

eða heilabilun.

Í rannsókn Burri o.fl., (2013) var skoðað hvort tengsl væru á milli áfallastreituröskunar og

vitrænnar getu hjá 96 fyrrum barnaþrælum frá Sviss sem nú eru á fullorðinsárum. Niðurstöður leiddu í

ljós eftir að hafa tekið mið af þunglyndiseinkennum þá varð sambandið milli áfallastreituröskunar og

vitrænnar skerðingar sterkara. Niðurstöður úr rannsóknininni styðja tilgátuna um að einstaklingar með

einkenni áfallastreituröskunar, en ekki þunglyndi, séu í aukinni áhættu á að þróa með sér heilabilun

síðar á lífsleiðinni. Í rannsókn Wang o.fl., (2016) voru skoðaðir 1750 einstaklingar sem voru greindir

með áfallastreituröskun á árunum 2001-2009 og samanburðarhópur með 7000 einstaklingum án

áfallastreituröskunar. Niðurstöður úr rannsókninni sýndu að einstaklingar með þunglyndi og

áfallastreituröskun voru í meiri áhættu á að þróa með sér heilabilun miðað við einstaklinga án

áfallastreituröskunar. Í nýlegri rannsókn Yaffe o.fl., (2019) sem skoðuðu gögn frá 109,140 kvenkyns

hermönnum yfir 55 ára aldri sem fylgt var eftir í 4 ár sýndu niðurstöður að konur með þunglyndi,

heilaáverka og áfallastreituröskun voru 50% til 80% líklegri en konur án þessara sjúkdóma að greinast

með heilabilun síðar á lífsleiðinni. Auk þess kom í ljós að konur með áfallastreituröskun voru 80%

líklegri til að þróa með sér heilabilun miðað við konur án áfallastreituröskunar. Niðurstöður sýndu

einnig að konur með þunglyndi voru 70% líklegri til að fá heilabilun miðað við konur án röskunarinnar.

Þessar niðurstöður undirstrika að þörf er á að skima/rannsaka eldri konur og þá sérstaklega þær sem

eru fyrrum hermenn fyrir áfallastreituröskun og þunglyndi.

Niðurstöður í rannsókn Sumner o.fl., (2017) á 14,029 konum styðja við þessar niðurstöður þar

sem kom fram að áfallastreituröskun hjá miðaldra konum tengist vitrænni skerðingu, með sterkustu

tengslin hjá konum með alvarlegt þunglyndi. Auk þess sýndu niðurstöður úr rannsókn Flatt o.fl., (2017)

sem skoðaði 499,844 einstaklinga að áhættan var tvöfalt meiri hjá einstaklingum með

áfallastreituröskun og þunglyndi samanborið við einstaklinga sem glímdu ekki við þunglyndi og

áfallastreituröskun. Niðurstöður úr rannsókn Yaffe o.fl., (2010) þar sem skoðaðir voru 181,093 fyrrum

hermenn leiddu í ljós eftir að hafa leiðrétt fyrir blöndunarþáttum á borð við þunglyndi, heilaáverkum og

vímuefnanotkun þá voru einstaklingar með áfallastreituröskun enn í marktækt meiri áhættu á

heilabilun síðar á lífsleiðinni. Í rannsókn Clouston o.fl., (2016) sem gerð var á 818 eftirlifendum 11.

september árásanna kom í ljós að áfallastreituröskun, auk greiningar á þunglyndi tengdist tvöfalt meiri

áhættu á vitrænni skerðingu eða 12,8% þátttakenda voru greindir með vitræna skerðingu og 1,2%

þróuðu með sér heilabilun. Niðurstöður sýndu einnig að meðalaldur þeirra var aðeins 53 ára og má því

halda því fram að meðaldurinn var óvenju lágur. Samkvæmt Qureshi o.fl., (2010) þar sem skoðaðir

voru 10,481 fyrrum hermenn leiddu niðurstöður í ljós að það sé algengt að þunglyndi sé fylgifiskur

áfallastreituröskunar og það gæti verið ástæða þess að tengsl séu á milli heilabilunar og

áfallastreituröskunar, þar sem einstaklingar með þunglyndi eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að

þróa með sér heilabilun síðar á lífsleiðinni.

Page 33: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

31

Alls voru sex langsniðsrannsóknir sem könnuðu kynjamun á tengslum áfallastreituröskunar og

heilabilunar. Af þessum rannsóknum fundu tvær rannsóknir kynjamun. Í nýlegri rannsókn Bonanni o.fl.,

(2018) sýndu niðurstöður að kyn einstaklinga hafði ekki áhrif á tengsl ólíkra tegunda heilabilunar og

sögu einstaklinga um áfallastreiturröskun á meðal sjúklinga. Niðurstöður rannsóknar Flatt o.fl., (2017)

leiddu í ljós að bæði konur og karlar með áfallastreituröskun voru í marktækt meiri áhættu að fá

heilabilun eftir að meðaltali 8 ára eftirfylgni. Niðurstöður sýndu einnig að konur með heilabilun,

þunglyndi og áfallastreituröskun voru í tvöfalt meiri áhættu á að þróa með sér heilabilun síðar á

lífsleiðinni. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð var í Bandaríkjunum sem sýndi fram á það að

áfallastreituröskun sé áhættuþáttur fyrir þróun heilabilunar hjá bæði konum og körlum á eldri árum. Í

rannsókn Bhattarai o.fl., (2018) var skoðað hvort ákveðnir kynþættir og kyn væru áhættuþættir sem

höfðu áhrif á tengsl milli áfallastreituröskunar, heilabilunar og þunglyndis. Niðurstöður sýndu að karlar

voru í örlítið meiri hættu á að glíma við vitsmunalega erfiðleika í samanburði við kvenkyns hermenn í

þessari rannsókn en kynþáttur hafði þau áhrif að svartir hermenn voru í næstum tvöfalt meiri áhættu

fyrir heilabilun þar sem stór hópur þeirra hefði sögu um alvarlegt þunglyndi. Samkvæmt höfundum

höfðu karlar almennt upplifað meiri hættu við skyldustörf sín miðað við konur og hafði það áhrif á líkur

þess að einstaklingar þróuðu með sér áfallastreituröskun. Í rannsókn Wang o.fl., (2016) gáfu

niðurstöður til kynna að bæði karlmenn og konur með áfallastreituröskun voru líkleg til að þróa með

sér heilabilun síðar á lífsleiðinni.

Niðurstöður þessa kerfisbundna yfirlits benda til þess að hækkandi aldur tengist aukinni

áhættu á þróun heilabilunar hjá einstaklingum með áfallastreituröskun. Flestar rannsóknir í þessu

kerfisbundna yfirliti sýndu að einstaklingar sem fá áfallastreituröskun á miðjum aldri eru í meiri hættu á

að fá vitræna skerðingu eða þróa með sér heilabilun síðar á lífsleiðinni. Flestir þeirra sem voru

rannsakaðir voru fullorðnir eða á miðjum aldri en ekki komnir á eldri ár og því erfitt að heimfæra

niðurstöðurnar á eldri einstaklinga sem eru líklegir til að þjást af vitrænni skerðingu eða heilabilun.

Niðurstöður sýndu einnig að einstaklingar með áfallastreituröskun voru líklegri til að vera með einkenni

heilabilunar fyrr en einstaklingar án áfallastreituröskunar, þ.e. yngri þegar einkenni heilabilunar komu

fram. Í nýlegri rannsókn Bhattarai o.fl., (2018) sýndu niðurstöður að meðalaldur einstaklinga þegar

fyrstu einkenni heilabilunar kom fyrst í ljós var við 61 árs aldur, sem er í samræmi við dæmigert upphaf

heilabilunar/vitrænnar skerðingar sem er um sextugt. Engu að síður voru nokkrir úr þýðinu sem voru

greindir yngri eða fyrir 56 ára aldur. Í ljósi þessara niðurstaðna er hugsanlegt að þessir einstaklingar

séu ekki einungis líklegri til að fá heilabilun heldur geta þeir einnig upplifað þessi vandamál fyrr. Í

rannsókn Clouston o.fl. (2016) sem gerð var á eftirlifendum 11. september árásanna var athyglisvert

að meðalaldur þátttakenda var 53 ár og gefur rannsóknin til kynna að afleiðingar árásanna höfðu mun

víðtækari og alvarlegri áhrif á þá sem upplifðu harmleikinn en áður var talið. Í nýlegri rannsókn

Bonanni o.fl., (2019) sýndu niðurstöður að aldur einstaklinga hafði ekki áhrif á tengsl ólíkra tegunda

heilabilunar og sögu um áfallastreituröskun hjá einstaklingum.

Page 34: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

32

Tafla 2 Langsniðsrannsóknir. Samantekt á rannsóknum og niðurstöðum úr prófum á vitrænni getu

Höfundur og ár Þátttakendur A(m) KK(%) Greiningarkerfi Gagnagrunnur Eftirfylgni (ár) Niðurstöður

Yaffe o.fl., 2019

Kvenkyns hermenn frá Bandaríkjunum (n=181,093)

≥55 0 ICD-9 CM VHA 4 Tengsl á milli áfallastreituröskunar, þunglyndis og heilaáverka

Bonanni o.fl., 2018

Framsýn rannsókn: Einstaklingar frá Bandaríkjunum (n=46) með ÁSR Aftursýn rannsókn: Einstaklingar frá Bandaríkjunum með heilabilun (n=849)

52 DSM-IV-TR DSM-IV-TR 7 Tengsl á milli áfallastreituröskunar og heilabilunar

Bhattari o.fl., 2018

Hermenn frá Bandaríkjunum (n=4,000)

64,57 ICD-9 CM VHA Tengsl á milli áfallastreituröskunar, alvarlegrar þunglyndisröskunar og tvöfalt meiri áhættu á þróun heilabilunar

Sumner o.fl., 2017

Konur frá Bandaríkjunum (n=14,029)

60-61 0 CBB NHS2 7 Tengsl á milli áfallastreituröskunar, þunglyndis og vitrænnar skerðingar

Wang o.fl., 2016

Einstaklingar frá Taiwan með ÁSR (n=1750) Samanburðarhópur: Einstaklingar frá Taiwan án ÁSR (n=7000)

55 23,4 ICD-9-CM NHIRD Tengsl á milli áfallastreituröskunar, þunglyndis og aukinnar áhættu á þróun heilabilunar

Flatt o.fl., 2017

Einstaklingar frá Bandaríkjunum (n=499,844)

67-71 45,3 ICD-9 CM

KPNC

8 Tengsl á milli áfallastreituröskunar, þunglyndis og tvöfalt meiri áhættu á þróun heilabilunar

Clouston o.fl., 2016

Hjálparstarfsmenn eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnanna 2001 (n=818)

51-54 93,5

MOCA 14 Tengsl á milli áfallastreituröskunar, alvarlegs þunglyndis og vitrænnar skerðingar

Meziab o.fl., 2014

Stríðsfangar (n=182,879) 68-76

100 ICD-9 CM VHA

9 Tengsl á milli áfallastreituröskunar og heilabilunar

Page 35: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

33

Burri o.fl., 2013

Einstaklingar frá Swiss sem voru þolendur barnaþrælkunar (n=93)

76

57 ICD-10 og DSM- I II- R (SIDAM), SISCO

Tengsl á milli áfalla í æsku, einkenna áfallastreituröskunar og vitrænnar skerðingar

Yaffe o.fl., 2010

Hermenn frá Bandaríkjunum (n=181,093)

66-70 96,5 ICD-9 NPCD 7,2 Tengsl á milli áfallastreituröskunar og tvisvar sinnum meiri líkur á þróun heilabilunar

Qureshi o.fl., 2010

Hermenn frá Bandaríkjunum og meðlimir Purple Heart (PH) (n=10,481)

73-78

99,9

ICD-9 VISN

9 Tengsl á milli áfallastreituröskunar og þróun heilabilunar

.

Page 36: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

34

7 Umræður

Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna hvort tengsl sé á milli áfallastreituröskunar og þróun

heilabilunar og vitrænnar skerðingar á efri árum og að athuga hvaða þættir gætu varpað ljósi á þessi

tengsl.

Helstu niðurstöður þessa kerfisbundna yfirlits benda almennt til þess að áfallastreituröskun

tengist þróun heilabilunar síðar á lífsleiðinni þar sem þessi tengsl voru skýr í langsniðsrannsóknum.

Tengslin voru ekki jafn skýr í þversniðsrannsóknunum en líkleg skýring á þessu ósamræmi gæti verið

að lengri tími þarf að líða til að skaðinn eigi sér stað. Almennt séð bentu niðurstöðurnar þessar

samantektar til þess að einstaklingar með áfallastreituröskun voru líklegri til að vera með einkenni

heilabilunar fyrr en einstaklingar án áfallastreituröskunar, þ.e. yngri þegar einkenni heilabilunar komu

fyrst fram. Niðurstöður sýndu einnig að athyglisfærni (e. complex attention) var einna helst skert hjá

einstaklingum með áfallastreituröskun samanborið við einstaklinga án áfallastreituröskunar. Slík

skerðing felur meðal annars í sér að breyting verður á vinnsluhraða upplýsinga og að venjuleg verkefni

taka lengri tíma. Auk þess að einstaklingar eru með slæmt skammtímaminni, einfalda þarf verkefni fyrir

þá og þeir missa gjarnan einbeitingu.

Upp komu ýmsar tilgátur á þessu sambandi, hvort að hugræn skerðing sem tengist

áfallastreituröskun séu fyrstu merki um heilabilun, hvort áfallastreituröskun sé sjálfstæður áhættuþáttur

fyrir heilabilun, eða hvort það megi skýra sambandið á forsendum þess að áfallastreituröskun og

heilabilun deila áhættuþáttum á borð við þunglyndi og að vera afleiðing heilaáverka. Frekari könnun á

tengslum áfallastreituröskunar og heilabilunar sýndi að einstaklingar sem þjást af áfallastreituröskun

og þunglyndi eru í aukinni hættu á heilabilun. Ástæðan gæti verið að áhættuþættir þunglyndis,

áfallastreituröskunar og heilabilunar eru oft á tíðum þeir sömu. Þunglyndi gæti verið undanfari

heilabilunar þar sem bæði þunglyndi og áfallastreituröskun geta leitt til skemmda á drekanum.

Mikilvægt er að hafa í huga varðandi einkenni áfallastreituröskunar og alvarlegs þunglyndis að

birtingarmyndir raskanna geta verið ólík eftir kyni og aldri. Bouchard og Shih (2013) lögðu áherslu á að

karlmenn séu ólíklegri til að tjá sig um þunglyndiseinkenni samanborið við konur og líklegasta

skýringin á því eru kynjaðar staðalímyndir í vestrænum samfélögum. Einnig hefur því verið haldið fram

að konur verði sálrænt fyrir meiri áhrifum en karlar af sínu félagslega umhverfi, sem getur leitt til

aukinnar streitu af þeim orsökum (e. interpersonal stress). Þar af leiðandi má halda því fram að staða

einstaklinga innan samfélagsins ásamt kynjuðum staðalímyndum geti haft áhrif á birtingarmyndir

einkenna, sem veldur því að erfitt getur verið að greina sameiginleg einkenni á meðal einstaklinga.

Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram til að skilja tengsl milli þunglyndis, áfallastreituröskunar og

heilabilunar. Má þar nefna kenningar þess efnis að þunglyndi sé afleiðing heilabilunar eða að

þunglyndi sé eitt af fyrstu einkennum heilabilunar (Roe, Xiong, Miller og Morris, 2007). Samkvæmt

Bhattarai o.fl., (2018) er algengt að þunglyndi sé fylgifiskur áfallastreituröskunar og það gæti verið

ástæða þess að tengsl séu á milli heilabilunar og áfallastreituröskunar, þar sem einstaklingar með

þunglyndi eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að þróa með sér heilabilun síðar á lífsleiðinni.

Rannsóknir leiddu í ljós að bæði karlar og konur með áfallastreituröskun voru í aukinni áhættu

á að fá heilabilun síðar á lífsleiðinni. Þó að konur séu almennt séð í meiri áhættu fyrir bæði

Page 37: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

35

áfallastreituröskun og heilabilun. Niðurstöður úr rannsókn Bhattarai o.fl. (2018) sýndu að karlkyns

hermenn voru í meiri hættu á að glíma við hugræna skerðingu í samanburði við kvenkyns hermenn.

Samkvæmt höfundum höfðu karlar almennt upplifað meiri hættu við skyldustörf sín miðað við konur og

hafi það áhrif á líkur þess að einstaklingar þróuðu með sér áfallastreituröskun síðar á lífsleiðinni.

7.1 Hagnýtt gildi niðurstaðna og framtíðarsýn

Þessar niðurstöður eru mikilvægur áfangi í að auka þekkingu á áhrifum áfallastreituröskunar á

hugræna færni og þróun heilabilunar á efri árum. Niðurstöður bentu einnig til þess að einstaklingar

sem glíma við áfallastreituröskun, sérstaklega þeir sem eru með þunglyndi sem fylgiröskun, ættu

mögulega að gangast undir prófanir sem mæla vitræna skerðingu. Tækifæri til að grípa til forvarna

gegn heilabilun er til staðar þar sem þróun heilabilunar er yfirleitt hægfara ferli. Það þarf að vera

sérstaklega á varðbergi varðandi merki um vitræna skerðingu hjá einstaklingum með

áfallastreituröskun.

Niðurstöðurnar vekja upp spurninguna hvort að meðhöndlun áfallastreituröskunar með

gagnreyndum meðferðum (hvort sem það sé sálræn meðferð eða lyfjagjöf) gæti fyrirbyggt þróun

vitrænnar skerðingar og heilabilunar. Það þarf þó að kanna hvort að sú sé raunin. Ef svo er þá er enn

frekar ástæða til að leggja mikla áherslu á mikilvægi þess að leita sér aðstoðar eftir áföll til að skima

fyrir einkennum áfallastreituröskunar. Ekki er til lækning við heilabilun og því er mikilvægt að innleiða

forvarnarstefnu í samræmi við þekkta áhættuþætti til að draga úr heilabilun og bjóða upp á betri

umönnun fyrir einstaklinga sem glíma við áfallastreituröskun. Það er gríðarlega mikilvægt að stuðla að

aðgerðum til þess að reyna að fyrirbyggja eða hægja á ágengni sjúkdómsins. Þar með má halda því

fram að mögulegt samband þessara sjúkdómsgreininga sé mikilvægt jafnt á klínískum og félagslegum

grundvelli.

7.2 Þörf fyrir frekari rannsóknir

Helstu niðurstöður benda til þess að mikilvægt sé að frekari rannsóknir séu gerðar og þá einkum

framsýnar langsniðsrannsóknir til að skoða áhrif áfallastreituröskunar til lengri tíma á vitræna getu. Þá

væri hægt að grípa til viðeigandi fyrirbyggjandi ráðstafana, sérstaklega hjá einstaklingum á miðjum

aldri. Jafnframt er þörf á langtímarannsóknum sem skoða hvort að þunglyndi og áfallastreituröskun

séu áhættuþættir fyrir heilabilun almennt sem og ákveðnum tegundum heilabilunar, til að kanna

orsakasambandið. Auk þess er þörf á heildargreiningu (e. meta-analysis) á þessum gögnum til að

kanna nánar tengsl áfallastreituröskunar og heilabilunar.

Einnig er mikilvægt að skoða nánar samband áfallastreituröskunar og hugrænnar færni hjá

konum, þar sem tíðni áfallastreituröskunar og heilabilunar er almennt hærri hjá konum. Þó niðurstaða

þessarar samantektar hafi verið að tengslin séu eins milli kynjanna, þá eru konur almennt séð í meiri

áhættu fyrir bæði áfallastreituröskun og heilabilun en karlar. Í slíkri framtíðarrannsókn mætti hafa að

markmiði að skýra vitræna skerðingu hjá konum sem orðið hafa fyrir áföllum og eru með eða án

áfallastreituröskunar. Aftur á móti eru konur ólíklegri til að upplifa ákveðin áföll sem tengjast

stríðsátökum og slysum, sem kunna að orsaka heilaáverka, sem er þekktur áhættuþáttur heilabilunar.

Engu að síður eru fáar rannsóknir sem skoða þetta samband áfallastreituröskunar og heilabilunar hjá

konum síðar á lífsleiðinni. Þörf er á fleiri rannsóknum í framtíðinni til að skilja betur þann feril sem

Page 38: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

36

tengir áfallastreituröskun og heilabilun, auk þess að rannsaka þarf frekar muninn á milli kynja í þessu

samhengi. Framtíðarrannsóknir ættu auk þess að skoða hvort það sé kynjamunur á tengslum milli

áfallastreituröskunar og tegund heilabilunar.

Einnig er þörf á langtímarannsóknum sem skoða hvort að þunglyndi og áfallastreituröskun séu

áhættuþættir fyrir heilabilun almennt, auk þess er þörf á rannsóknum sem skoða ákveðnar tegundir

heilabilunar.

7.3 Styrkleikar og veikleikar kerfisbundna yfirlitsins

Helstu styrkleikar kerfisbundna yfirlitsins voru helst stór úrtök einstaklinga með og án

áfallastreituröskunar sem voru tekin til umfjöllunar og veita skýrari mynd af þessum tengslum en hver

rannsókn ein og sér. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar um þessi mögulegu tengsl eru frá síðustu

átta árum, svo vænta má að fleiri rannsóknir verði gerðar á næstu árum.

Helstu veikleikar kerfisbundna yfirlitsins voru meðal annars að flestar rannsóknir voru að

mestu leyti einskorðaðar við vestræn ríki. Auk þess voru margar rannsóknir með þýði sem samanstóð

af karlkyns hermönnum og/eða sjúklingum þar sem upplýsingar voru fengnar úr

heilbrigðisgagnagrunni. Sumar þversniðsrannsóknir voru byggðar á litlu úrtaki og tóku ekki markvisst

mið af blöndunarþáttum er varðar greiningar. Má þar nefna í því sambandi þunglyndi, heilaáverka,

kvíða, menntunarstigi, vímuefnanotkun og lyfjanotkun. Þessir blöndunarþættir gætu haft áhrif á

vitræna þætti á borð við minni, sem einkennir oft einstaklinga með áfallastreituröskun. Auk þess er

skortur á langsniðsrannsóknum varðandi þessi tengsl, til að varpa ljósi á orsakasambandið. Það er

nauðsynlegt til þess ákvarða hvort að hægt sé að minnka líkur á þróun heilabilunar með árangursríkri

meðferð við áfallastreituröskun. Önnur takmörkun í þessari rannsókn felst í skiptingu heilabilunar í

undirflokka og annarra tegunda vitrænnar skerðingar, þar sem mögulega væri hægt að koma auga á

tengsl milli undirflokka heilabilunar og vitrænnar skerðingar hjá einstaklingum. Það verður mikilvægt

viðfangsefni framtíðarrannsókna að skoða hvernig undirflokkar heilabilunar eru ólíkir í samhengi við

áhættuþætti.

Page 39: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

37

8 Ályktun

Sú niðurstaða að áfallastreituröskun tengist meiri hættu á vitrænni skerðingu og allt að fjórfalt meiri

áhættu á þróun heilabilunar síðar á lífsleiðinni er mikilvægt lýðheilsu-stefnumál að bregðast við þeirri

áskorun. Mikilvægt er að fylgjast grannt með einstaklingum með áfallastreituröskun og fylgjast með

hvort og hvenær þeir þróa með sér vitræna skerðingu, sérstaklega á miðjum aldri.

Þessar niðurstöður gefa til kynna að mikilvægt sé að framkvæma yfirgripsmiklar rannsóknir til

að dýpka stöðu þekkingar í dag. Fleiri rannsóknir á breiðari grunni, þ.á.m. með stærra úrtaki, þarf til að

varpa frekari ljósi á samhengi ólíkra áhættuþátta sem getur orsakað heilabilun vegna

áfallastreituröskunar. Sé hægt að staðfesta þessar niðurstöður í frekari langsniðsrannsóknum hafa

þær mikið hagnýtt gildi til að stuðla að bættri lýðheilsu og geta jafnframt unnið gegn því að

einstaklingar fái vitræna skerðingu eða þrói með sér heilabilun vegna áfalla. Þá ályktun má einnig

draga út frá þeim rannsóknum sem gert hefur verið grein fyrir, að mikilvægt sé að finna árangursríkar

aðferðir með frekari rannsóknum við forvarnir gegn heilabilun hjá þeim einstaklingum sem glíma við

áfallastreituröskun.

Að lokum er mikilvægt að staðfesta hvaða þættir mynda tengsl áfallastreituröskunar og

heilabilunar með það að markmiði að bæta umönnun og batahorfur einstaklinga með

áfallastreituröskun.

Page 40: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

38

Heimildaskrá

Agis-Balboa, R. C., Pinheiro, P. S., Rebola, N., Kerimoglu, C., Benito, E., Gertig, M., . . . Sananbenesi, F. (2017). Formin 2 links neuropsychiatric phenotypes at young age to an increased risk for dementia. EMBO J, 36(19), 2815-2828. doi:10.15252/embj.201796821

American Psychiatric Association. (2013). Diagnostic and statistical manual of mental disorders(5. útgáfa). Arlington, VA: American Psychiatric Publishing.

Ashraf, G. M., Chibber, S., Mohammad, Zaidi, S. K., Tabrez, S., Ahmad, A., . . . Kamal, M. A. (2016). Recent Updates on the Association Between Alzheimer's Disease and Vascular Dementia. Medicinal Chemistry, 12(3), 226-237. doi:10.2174/1573406411666151030111820

Barnes, D. E., Yaffe, K., Byers, A. L., McCormick, M., Schaefer, C. og Whitmer, R. A. (2012). Midlife vs late-life depressive symptoms and risk of dementia: differential effects for Alzheimer disease and vascular dementia. Arch Gen Psychiatry, 69(5), 493-498. doi:10.1001/archgenpsychiatry.2011.1481

Barrett, D. H., Green, M. L., Morris, R., Giles, W. H. og Croft, J. B. (1996). Cognitive functioning and posttraumatic stress disorder. The American Journal of Psychiatry, 153(11), 1492-1494.

Bellou, V., Belbasis, L., Tzoulaki, I., Middleton, L. T., Ioannidis, J. P. A. og Evangelou, E. (2017). Systematic evaluation of the associations between environmental risk factors and dementia: An umbrella review of systematic reviews and meta-analyses. Alzheimers & Dementia, 13(4), 406-418. doi:10.1016/j.jalz.2016.07.152

Bhattarai, J. J., Oehlert, M. E., Multon, K. D. og Sumerall, S. W. (2018). Dementia and Cognitive Impairment Among U.S. Veterans With a History of MDD or PTSD: A Retrospective Cohort Study Based on Sex and Race. J Aging Health, 898264318781131. doi:10.1177/0898264318781131

Bilbul, M. og Schipper, H. M. (2011). Risk profiles of Alzheimer disease. Can J Neurol Sci, 38(4), 580-592.

Blackburn, R. og Bradshaw, T. (2014). Music therapy for service users with dementia: a critical review of the literature. J Psychiatr Ment Health Nurs, 21(10), 879-888. doi:10.1111/jpm.12165

Bonanni, L., Franciotti, R., Martinotti, G., Vellante, F., Flacco, M. E., Di Giannantonio, M., . . . Onofrj, M. (2018). Post Traumatic Stress Disorder Heralding the Onset of Semantic Frontotemporal Dementia. J Alzheimers Dis, 63(1), 203-215. doi:10.3233/JAD-171134

Bremner, J. (2006). The Relationship Between Cognitive and Brain Changes in Posttraumatic Stress Disorder. Yehuda, Rachel [Ed], 1071, 80-86.

Breslau, N. (2009). The epidemiology of trauma, PTSD, and other posttrauma disorders. Trauma Violence Abuse, 10(3), 198-210. doi:10.1177/1524838009334448

Buodo, G., Ghisi, M., Novara, C., Scozzari, S., Di Natale, A., Sanavio, E. og Palomba, D. (2011). Assessment of cognitive functions in individuals with post-traumatic symptoms after work-related accidents. J Anxiety Disord, 25(1), 64-70. doi:10.1016/j.janxdis.2010.08.004

Burri, A., Maercker, A., Krammer, S. og Simmen-Janevska, K. (2013). Childhood trauma and PTSD symptoms increase the risk of cognitive impairment in a sample of former indentured child laborers in old age. PLoS ONE, 8(2).

Busse, A., Hensel, A., Guhne, U., Angermeyer, M. C. og Riedel-Heller, S. G. (2006). Mild cognitive impairment: long-term course of four clinical subtypes. Neurology, 67(12), 2176-2185. doi:10.1212/01.wnl.0000249117.23318.e1

Byers, A. L. og Yaffe, K. (2011). Depression and risk of developing dementia. Nat Rev Neurol, 7(6), 323-331. doi:10.1038/nrneurol.2011.60

Chopra, M. P., Zhang, H. M., Kaiser, A. P., Moye, J. A., Llorente, M. D., Oslin, D. W. og Spiro, A. (2014). PTSD Is a Chronic, Fluctuating Disorder Affecting the Mental Quality of Life in Older Adults. American Journal of Geriatric Psychiatry, 22(1), 86-97. doi:10.1016/j.jagp.2013.01.064

Clouston, S., Pietrzak, R. H., Kotov, R., Richards, M., Spiro, A., 3rd, Scott, S., . . . Luft, B. J. (2017). Traumatic exposures, posttraumatic stress disorder, and cognitive functioning in World Trade Center responders. Alzheimers Dement (N Y), 3(4), 593-602. doi:10.1016/j.trci.2017.09.001

Clouston, S. A., Kotov, R., Pietrzak, R. H., Luft, B. J., Gonzalez, A., Richards, M., . . . Bromet, E. J. (2016). Cognitive impairment among World Trade Center responders: Long-term implications of re-experiencing the 9/11 terrorist attacks. Alzheimers Dement (Amst), 4, 67-75. doi:10.1016/j.dadm.2016.08.001

Cohen, B. E., Neylan, T. C., Yaffe, K., Samuelson, K. W., Li, Y. og Barnes, D. E. (2013). Posttraumatic stress disorder and cognitive function: Findings from the Mind Your Heart Study. The Journal of Clinical Psychiatry, 74(11), 1063-1070.

Page 41: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

39

Ditlevsen, D. N. og Elklit, A. (2010). The combined effect of gender and age on post traumatic stress disorder: do men and women show differences in the lifespan distribution of the disorder? Ann Gen Psychiatry, 9, 32. doi:10.1186/1744-859X-9-32

Eren-Kocak, E., Kilic, C., Aydin, I. og Hizli, F. G. (2009). Memory and prefrontal functions in earthquake survivors: differences between current and past post-traumatic stress disorder patients. Acta Psychiatr Scand, 119(1), 35-44. doi:10.1111/j.1600-0447.2008.01281.x

Fratiglioni, L., Ahlbom, A., Viitanen, M. og Winblad, B. (1993). Risk-Factors for Late-Onset Alzheimers-Disease - a Population-Based, Case-Control Study. Annals of Neurology, 33(3), 258-266. doi:DOI 10.1002/ana.410330306

Ganguli, M. (2009). Depression, cognitive impairment and dementia: Why should clinicians care about the web of causation? Indian J Psychiatry, 51 Suppl 1, S29-34.

Gauthier, S., Reisberg, B., Zaudig, M., Petersen, R. C., Ritchie, K., Broich, K., . . . International Psychogeriatric Association Expert Conference on mild cognitive, i. (2006). Mild cognitive impairment. Lancet, 367(9518), 1262-1270. doi:10.1016/S0140-6736(06)68542-5

Gerritsen, L., Wang, H. X., Reynolds, C. A., Fratiglioni, L., Gatz, M. og Pedersen, N. L. (2017). Influence of Negative Life Events and Widowhood on Risk for Dementia. Am J Geriatr Psychiatry, 25(7), 766-778. doi:10.1016/j.jagp.2017.02.009

Gilbertson, M. W., Paulus, L. A., Williston, S. K., Gurvits, T. V., Lasko, N. B., Pitman, R. K. og Orr, S. P. (2006). Neurocognitive function in monozygotic twins discordant for combat exposure: relationship to posttraumatic stress disorder. J Abnorm Psychol, 115(3), 484-495. doi:10.1037/0021-843X.115.3.484

Golier, J. A., Yehuda, R., Lupien, S. J., Harvey, P. D., Grossman, R. og Elkin, A. (2002). Memory performance in Holocaust survivors with posttraumatic stress disorder. Am J Psychiatry, 159(10), 1682-1688. doi:10.1176/appi.ajp.159.10.1682

Goodman, C., Finkel, B., Naser, M., Andreyev, P., Segev, Y., Kurs, R., . . . Bleich, A. (2007). Neurocognitive deterioration in elderly chronic schizophrenia patients with and without PTSD. Journal of Nervous and Mental Disease, 195(5), 415-420.

Greenberg, M. S., Tanev, K., Marin, M.-F. og Pitman, R. K. (2014). Stress, PTSD, and dementia. Alzheimer's & Dementia: The Journal of the Alzheimer's Association, 10(3, Suppl), S155-S165.

Guure, C. B., Ibrahim, N. A., Adam, M. B. og Said, S. M. (2017). Impact of Physical Activity on Cognitive Decline, Dementia, and Its Subtypes: Meta-Analysis of Prospective Studies. Biomed Res Int, 2017, 9016924. doi:10.1155/2017/9016924

Haskell, S. G., Gordon, K. S., Mattocks, K., Duggal, M., Erdos, J., Justice, A. og Brandt, C. A. (2010). Gender differences in rates of depression, PTSD, pain, obesity, and military sexual trauma among Connecticut War Veterans of Iraq and Afghanistan. J Womens Health (Larchmt), 19(2), 267-271. doi:10.1089/jwh.2008.1262

Jessen, F., Wolfsgruber, S., Wiese, B., Bickel, H., Mosch, E., Kaduszkiewicz, H., . . . Dementia in Primary Care, P. (2014). AD dementia risk in late MCI, in early MCI, and in subjective memory impairment. Alzheimers Dement, 10(1), 76-83. doi:10.1016/j.jalz.2012.09.017

Johnsen, G. E. og Asbjornsen, A. E. (2008). Consistent impaired verbal memory in PTSD: A meta-analysis. Journal of Affective Disorders, 111(1), 74-82.

Karl, A., Schaefer, M., Malta, L. S., Dorfel, D., Rohleder, N. og Werner, A. (2006). A meta-analysis of structural brain abnormalities in PTSD. Neurosci Biobehav Rev, 30(7), 1004-1031. doi:10.1016/j.neubiorev.2006.03.004

Kessler, R. C., Sonnega, A., Bromet, E., Hughes, M. og Nelson, C. B. (1995). Posttraumatic stress disorder in the National Comorbidity Survey. Arch Gen Psychiatry, 52(12), 1048-1060.

Khan, A., Kalaria, R. N., Corbett, A. og Ballard, C. (2016). Update on Vascular Dementia. J Geriatr Psychiatry Neurol, 29(5), 281-301. doi:10.1177/0891988716654987

Kim, L. D. og Factora, R. M. (2018). Alzheimer dementia: Starting, stopping drug therapy. Cleve Clin J Med, 85(3), 209-214. doi:10.3949/ccjm.85a.16080

Kivipelto, M., Ngandu, T., Fratiglioni, L., Viitanen, M., Kareholt, I., Winblad, B., . . . Nissinen, A. (2005). Obesity and vascular risk factors at midlife and the risk of dementia and Alzheimer disease. Arch Neurol, 62(10), 1556-1560. doi:10.1001/archneur.62.10.1556

Kivling-Boden, G. og Sundbom, E. (2003). Cognitive abilities related to post-traumatic symptoms among refugees from the former Yugoslavia in psychiatric treatment. Nord J Psychiatry, 57(3), 191-198. doi:10.1080/08039480310001346

Koso, M. og Hansen, S. (2006). Executive function and memory in posttraumatic stress disorder: a study of Bosnian war veterans. Eur Psychiatry, 21(3), 167-173. doi:10.1016/j.eurpsy.2005.06.004

Page 42: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

40

Koso, M., Sarac-Hadzihalilovic, A. og Hansen, S. (2012). Neuropsychological performance, psychiatric symptoms, and everyday cognitive failures in Bosnian ex-servicemen with posttraumatic stress disorder. Review of Psychology, 19(2), 131-139.

Kramer, J. H., Schuff, N., Reed, B. R., Mungas, D., Du, A. T., Rosen, H. J., . . . Chui, H. C. (2004). Hippocampal volume and retention in Alzheimer's disease. Journal of the International Neuropsychological Society, 10(4), 639-643. doi:Doi 10.1017/S1355617704104050

LaGarde, G., Doyon, J. og Brunet, A. (2010). Memory and executive dysfunctions associated with acute posttraumatic stress disorder. Psychiatry Research, 177(1-2), 144-149.

Lindauer, R. J., Olff, M., van Meijel, E. P., Carlier, I. V. og Gersons, B. P. (2006). Cortisol, learning, memory, and attention in relation to smaller hippocampal volume in police officers with posttraumatic stress disorder. Biol Psychiatry, 59(2), 171-177. doi:10.1016/j.biopsych.2005.06.033

Loy, C. T., Schofield, P. R., Turner, A. M. og Kwok, J. B. (2014). Genetics of dementia. Lancet, 383(9919), 828-840. doi:10.1016/S0140-6736(13)60630-3

Mace, N.L. og Rabins, P.V. (2011). The 36 hour day: A family guide to caring for persons with Alzheimer‘s disease, related dementing illnesses and memory loss later in life.New York: Grand central life and style, Hachette book group.).

Mackin, R., Lesselyong, J. A. og Yaffe, K. (2012). Pattern of cognitive impairment in older veterans with posttraumatic stress disorder evaluated at a memory disorders clinic. International Journal of Geriatric Psychiatry, 27(6), 637-642.

Meziab, O., Kirby, K. A., Williams, B., Yaffe, K., Byers, A. L. og Barnes, D. E. (2014). Prisoner of war status, posttraumatic stress disorder, and dementia in older veterans. Alzheimer's & Dementia: The Journal of the Alzheimer's Association, 10(3, Suppl), S236-S241.

Molano, J., Boeve, B., Ferman, T., Smith, G., Parisi, J., Dickson, D., . . . Petersen, R. (2010). Mild cognitive impairment associated with limbic and neocortical Lewy body disease: a clinicopathological study. Brain, 133(Pt 2), 540-556. doi:10.1093/brain/awp280

Murray, C. J. og Lopez, A. D. (1996). Evidence-based health policy--lessons from the Global Burden of Disease Study. Science, 274(5288), 740-743.

Nordstrom, A. og Nordstrom, P. (2018). Traumatic brain injury and the risk of dementia diagnosis: A nationwide cohort study. PLoS Med, 15(1), e1002496. doi:10.1371/journal.pmed.1002496

Ohnishi, T., Matsuda, H., Tabira, T., Asada, T. og Uno, M. (2001). Changes in brain morphology in Alzheimer disease and normal aging: is Alzheimer disease an exaggerated aging process? AJNR Am J Neuroradiol, 22(9), 1680-1685.

Paillard-Borg, S., Fratiglioni, L., Winblad, B. og Wang, H. X. (2009). Leisure activities in late life in relation to dementia risk: principal component analysis. Dement Geriatr Cogn Disord, 28(2), 136-144. doi:10.1159/000235576

Petersen, R. C. (2011). Clinical practice. Mild cognitive impairment. N Engl J Med, 364(23), 2227-2234. doi:10.1056/NEJMcp0910237

Pietrzak, R. H., Goldstein, R. B., Southwick, S. M. og Grant, B. F. (2011). Prevalence and Axis I comorbidity of full and partial posttraumatic stress disorder in the United States: Results from Wave 2 of the National Epidemiologic Survey on Alcohol and Related Conditions. Journal of Anxiety Disorders, 25(3), 456-465. doi:10.1016/j.janxdis.2010.11.010

Pietrzak, R. H., Goldstein, R. B., Southwick, S. M. og Grant, B. F. (2012). Psychiatric Comorbidity of Full and Partial Posttraumatic Stress Disorder Among Older Adults in the United States: Results From Wave 2 of the National Epidemiologic Survey on Alcohol and Related Conditions. American Journal of Geriatric Psychiatry, 20(5), 380-390. doi:10.1097/JGP.0b013e31820d92e7

Plassman, B. L., Williams, J. W., Jr., Burke, J. R., Holsinger, T. og Benjamin, S. (2010). Systematic review: factors associated with risk for and possible prevention of cognitive decline in later life. Ann Intern Med, 153(3), 182-193. doi:10.7326/0003-4819-153-3-201008030-00258

Punamaki, R. L., Komproe, I. H., Qouta, S., Elmasri, M. og de Jong, J. T. V. M. (2005). The role of peritraumatic dissociation and gender in the association between trauma and mental health in a Palestinian community sample. American Journal of Psychiatry, 162(3), 545-551. doi:DOI 10.1176/appi.ajp.162.3.545

Qureshi, S. U., Kimbrell, T., Pyne, J. M., Magruder, K. M., Hudson, T. J., Petersen, N. J., . . . Kunik, M. E. (2010). Greater prevalence and incidence of dementia in older veterans with posttraumatic stress disorder. J Am Geriatr Soc, 58(9), 1627-1633. doi:10.1111/j.1532-5415.2010.02977.x

Resnick, H., Acierno, R., Waldrop, A. E., King, L., King, D., Danielson, C., . . . Kilpatrick, D. (2007). Randomized controlled evaluation of an early intervention to prevent post-rape psychopathology. Behav Res Ther, 45(10), 2432-2447. doi:10.1016/j.brat.2007.05.002

Page 43: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

41

Sapolsky, R. M., Uno, H., Rebert, C. S. og Finch, C. E. (1990). Hippocampal damage associated with prolonged glucocorticoid exposure in primates. J Neurosci, 10(9), 2897-2902.

Sarac-Hadzihalilovic, A., Kulenovic, A. og Kucukalic, A. (2008). Stress, memory and Bosnian war veterans. Bosn J Basic Med Sci, 8(2), 135-140. doi:10.17305/bjbms.2008.2968

Saunders, A. M., Strittmatter, W. J., Schmechel, D., Georgehyslop, P. H. S., Pericakvance, M. A., Joo, S. H., . . . Roses, A. D. (1993). Association of Apolipoprotein-E Allele Epsilon-4 with Late-Onset Familial and Sporadic Alzheimers-Disease. Neurology, 43(8), 1467-1472. doi:Doi 10.1212/Wnl.43.8.1467

Shega, J. W., Rudy, T., Keefe, F. J., Perri, L. C., Mengin, O. T. og Weiner, D. K. (2008). Validity of pain behaviors in persons with mild to moderate cognitive impairment. Journal of the American Geriatrics Society, 56(9), 1631-1637. doi:10.1111/j.1532-5415.2008.01831.x

Simning, A. og Simons, K. V. (2017). Treatment of depression in nursing home residents without significant cognitive impairment: a systematic review. International Psychogeriatrics, 29(2), 209-226. doi:10.1017/S1041610216001733

Simons, M. (2010). Metacognitive therapy and other cognitive-behavioral treatments for posttraumatic stress disorder. Verhaltenstherapie, 20(2), 86-92.

Sperling, W., Kreil, S. K. og Biermann, T. (2011). Posttraumatic stress disorder and dementia in Holocaust survivors. J Nerv Ment Dis, 199(3), 196-198. doi:10.1097/NMD.0b013e31820c71e0

Stein, M. B., Kennedy, C. M. og Twamley, E. W. (2002). Neuropsychological function in female victims of intimate partner violence with and without posttraumatic stress disorder. Biol Psychiatry, 52(11), 1079-1088.

Sumner, J. A., Hagan, K., Grodstein, F., Roberts, A. L., Harel, B. og Koenen, K. C. (2017). Posttraumatic stress disorder symptoms and cognitive function in a large cohort of middle-aged women. Depress Anxiety, 34(4), 356-366. doi:10.1002/da.22600

Tabloski, P. A. (2014). Gerontological Nursing. New Jersey: Pearson.

Takeda, M., Tanaka, T. og Kudo, T. (2011). Gender difference in psychogeriatric disorders. Geriatr Gerontol Int, 11(4), 377-382. doi:10.1111/j.1447-0594.2011.00736.x

Tolin, D. F. og Foa, E. B. (2006). Sex differences in trauma and posttraumatic stress disorder: a quantitative review of 25 years of research. Psychol Bull, 132(6), 959-992. doi:10.1037/0033-2909.132.6.959

Twamley, E. W., Allard, C. B., Thorp, S. R., Norman, S. B., Hami Cissell, S., Hughes Berardi, K., . . . Stein, M. B. (2009). Cognitive impairment and functioning in PTSD related to intimate partner violence. J Int Neuropsychol Soc, 15(6), 879-887. doi:10.1017/S135561770999049X

Vasterling, J. J., Brailey, K., Constans, J. I. og Sutker, P. B. (1998). Attention and memory dysfunction in posttraumatic stress disorder. Neuropsychology, 12(1), 125-133.

Vasterling, J. J., Duke, L. M., Brailey, K., Constans, J. I., Allain, A. N., Jr. og Sutker, P. B. (2002). Attention, learning, and memory performances and intellectual resources in Vietnam veterans: PTSD and no disorder comparisons. Neuropsychology, 16(1), 5-14.

Vieira, R. T., Caixeta, L., Machado, S., Silva, A. C., Nardi, A. E., Arias-Carrion, O. og Carta, M. G. (2013). Epidemiology of early-onset dementia: a review of the literature. Clin Pract Epidemiol Ment Health, 9, 88-95. doi:10.2174/1745017901309010088

Wang, T.-Y., Wei, H.-T., Liou, Y.-J., Su, T.-P., Bai, Y.-M., Tsai, S.-J., . . . Chen, M.-H. (2016). Risk for developing dementia among patients with posttraumatic stress disorder: A nationwide longitudinal study. Journal of Affective Disorders, 205, 306-310.

Weiner, M. W. (2014). Military Risk Supplement. Preface. Alzheimers Dement, 10(3 Suppl), S92-93. doi:10.1016/j.jalz.2014.05.002

World Health Organization. (2018). ICD 11 Version: 2018. Yaffe, K., Lwi, S. J., Hoang, T. D., Xia, F., Barnes, D. E., Maguen, S. og Peltz, C. B. (2019). Military-

related risk factors in female veterans and risk of dementia. Neurology, 92(3), e205-e211. doi:10.1212/WNL.0000000000006778

Yaffe, K., Vittinghoff, E., Lindquist, K., Barnes, D., Covinsky, K. E., Neylan, T., . . . Marmar, C. (2010). Posttraumatic stress disorder and risk of dementia among US veterans. Archives of General Psychiatry, 67(6), 608-613.

Yehuda, R., Golier, J. A., Halligan, S. L. og Harvey, P. D. (2004). Learning and memory in Holocaust survivors with posttraumatic stress disorder. Biol Psychiatry, 55(3), 291-295.

Yehuda, R., Golier, J. A., Tischler, L., Stavitsky, K. og Harvey, P. D. (2005). Learning and memory in aging combat veterans with PTSD. J Clin Exp Neuropsychol, 27(4), 504-515. doi:10.1080/138033990520223

Page 44: Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um tengsl ...¶rdís Lilja Lorange.pdf · 4 Abstract Posttraumatic stress disorder (PTSD) is a severe mental disorder that occurs in a subset

42

Young, J. J., Lavakumar, M., Tampi, D., Balachandran, S. og Tampi, R. R. (2018). Frontotemporal dementia: latest evidence and clinical implications. Ther Adv Psychopharmacol, 8(1), 33-48. doi:10.1177/2045125317739818

Zola-Morgan, S. M. og Squire, L. R. (1990). The primate hippocampal formation: evidence for a time-limited role in memory storage. Science, 250(4978), 288-290.