kynning á kennsluefni um næringu - landlaeknir.is · 2012. 1. 24. · kynning á kennsluefni um...

3
Heilsueflandi framhaldsskóli þrjá daga. Unnið verður með niðurstöðurnar samhliða öðrum glærupökkum, t.d. Æskileg samsetning fæðunnar. Grænmeti og ávextir Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um neyslu grænmetis og ávaxta eru til umfjöllunar ásamt útskýringu á því hvað einn skammtur er. Í framhaldi af því velta nemendur fyrir sér hvort þeir fari eftir ráðleggingunum. Sýnd eru dæmi um það hversu auðvelt er að fara eftir ráðleggingum. Fjallað er um ávinning grænmetis- og ávaxtaneyslu og komið með hugmyndir að því hvernig má auka neysluna. Farið er yfir það hvernig má fá sem mest út úr grænmetinu og ávöxtunum m.t.t. matreiðslu. Ávaxtabúst er kynnt til sögunnar og verkefni tengt því. Fiskur og ómega fitusýrur Farið er yfir hollustu fisks og ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um fiskneyslu. Fjallað er um ómega-3 fitusýrur. Sjálfspróf er lagt fyrir nemendur þar sem þeir kanna hvort þeir fari sjálfir eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar. Sjálfsprófinu fylgja umræður þar sem nemendahópurinn skoðar niðurstöðurnar og veltir fyrir sér hvort það sé munur á fiskneyslu á milli kynja. Í lokin er bent á ítarefni þar sem finna má góðar og fljótlegar fiskuppskriftir. Æskilegt er að kenna saman kaflana um fisk og D-vítamín. H ér fylgir kennsluefni í næringarfræði fyrir framhaldsskólanema. Því er ætlað að auka almenna þekkingu nemenda á næringarfræði og hollum lifnaðarháttum þar sem áhersla er lögð á ráðleggingar Lýð- heilsustöðvar um mataræði og næringarefni. Kennsluefnið samanstendur af 13 glærupökkum með verkefnum. Hver pakki hentar fyrir eina kennslustund nema annað sé tekið fram. Glærupakkarnir hafa allir sömu uppbyggingu þar sem byrjað er á fróðleik um efnið og sumum glærum fylgja verkefni og umræður eftir því sem við á. Mörg þeirra verkefna er hægt að nota á fjölbreyttan hátt og tengja næringarfræðina þannig við annað námsefni í skólanum. Tilvalið er að kenna efnið í þeirri röð sem fram kemur hér á eftir. Stuðst er við uppröðun í bæklingi Lýðheilsustöðvar „Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri“ og einnig er bent á bæklinginn sem ítarefni. Bæklinginn er hægt að skoða og panta á heimasíðu Landlæknisembættisins www.landlaeknir.is. Höfum fjölbreytnina í fyrirrúmi Farið er í mikilvægi þess að velja fjöl- breytta fæðu og hugað að skammta- stærðum og samsetningu. Fjallað er um Diskinn til að einfalda sam- setningu á einstökum máltíðum og fæðuhringinn til að undir- strika mikilvægi fjölbreytileikans í fæðuvali. Vefsíðurnar www.matarvefurinn.is og www.hvaðerimatnum.is eru kynntar þar sem nemendur opna aðgang sem unnið verður með síðar. Heimaverkefni er lagt inn þar sem nemendur eiga að skrá neyslu sína í Kynning á kennsluefni um næringu

Upload: others

Post on 05-Feb-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Heilsueflandiframhaldsskóli

    þrjá daga. Unnið verður með niðurstöðurnar

    samhliða öðrum glærupökkum, t.d. Æskileg

    samsetning fæðunnar.

    Grænmeti og ávextir

    Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um neyslu

    grænmetis og ávaxta eru til umfjöllunar

    ásamt útskýringu á því hvað einn skammtur

    er. Í framhaldi af því velta nemendur fyrir sér

    hvort þeir fari eftir ráðleggingunum. Sýnd

    eru dæmi um það hversu auðvelt er að fara

    eftir ráðleggingum. Fjallað er um ávinning

    grænmetis- og ávaxtaneyslu og komið með

    hugmyndir að því hvernig má auka neysluna.

    Farið er yfir það hvernig má fá sem mest út úr

    grænmetinu og ávöxtunum m.t.t. matreiðslu.

    Ávaxtabúst er kynnt til sögunnar og verkefni

    tengt því.

    Fiskur og ómega fitusýrur

    Farið er yfir hollustu fisks og ráðleggingar

    Lýðheilsustöðvar um fiskneyslu. Fjallað er

    um ómega-3 fitusýrur. Sjálfspróf er lagt

    fyrir nemendur þar sem þeir kanna hvort

    þeir fari sjálfir eftir ráðleggingum

    Lýðheilsustöðvar. Sjálfsprófinu fylgja

    umræður þar sem

    nemendahópurinn

    skoðar

    niðurstöðurnar

    og veltir fyrir

    sér hvort það sé

    munur á fiskneyslu

    á milli kynja. Í lokin

    er bent á ítarefni þar

    sem finna má góðar og

    fljótlegar fiskuppskriftir.

    Æskilegt er að kenna saman

    kaflana um fisk og D-vítamín.

    Hér fylgir kennsluefni í nær ingar fræði fyrir fram halds skólanema. Því er ætlað að auka almenna þekkingu nemenda á næringarfræði og hollum lifnaðar hátt um

    þar sem áhersla er lögð á ráð legg ing ar Lýð-

    heilsu stöðv ar um matar æði og næringar efni.

    Kennslu efnið samanstendur af 13 glærupökkum

    með verkefnum. Hver pakki hentar fyrir eina

    kennslustund nema annað sé tekið fram.

    Glærupakkarnir hafa allir sömu uppbyggingu

    þar sem byrjað er á fróðleik um efnið og

    sumum glærum fylgja verkefni og umræður

    eftir því sem við á. Mörg þeirra verkefna er

    hægt að nota á fjölbreyttan hátt og tengja

    næringarfræðina þannig við annað námsefni í

    skólanum.

    Tilvalið er að kenna efnið í þeirri röð sem fram

    kemur hér á eftir. Stuðst er við uppröðun í

    bæklingi Lýðheilsustöðvar „Ráðleggingar um

    mataræði og næringarefni fyrir fullorðna

    og börn frá tveggja ára aldri“ og einnig er

    bent á bæklinginn sem ítarefni. Bæklinginn

    er hægt að skoða og panta á heimasíðu

    Landlæknisembættisins www.landlaeknir.is.

    Höfum fjölbreytnina í fyrirrúmi

    Farið er í mikilvægi þess að velja fjöl-

    breytta fæðu og hug að að skammta-

    stærð um og sam setn ingu. Fjall að

    er um Disk inn til að ein falda sam-

    setn ingu á ein stök um mál tíð um

    og fæðu hring inn til að undir-

    strika mikil vægi fjöl breyti leik ans í

    fæðuvali.

    Vefsíðurnar www.matarvefurinn.is

    og www.hvaðerimatnum.is eru

    kynntar þar sem nemendur opna

    aðgang sem unnið verður með síðar.

    Heimaverkefni er lagt inn þar sem

    nemendur eiga að skrá neyslu sína í

    Kynning á kennsluefni um næringu

  • Heilsueflandiframhaldsskóli

    Olía eða mjúk fita í stað harðrar

    Fjallað er um mikilvægi þess að velja olíu eða

    mjúka fitu í stað harðrar fitu. Góðar útskýringar

    eru á mjúkri fitu, harðri fitu og transfitusýrum.

    Bent er á hvernig hægt er að auka neyslu á

    mjúkri fitu á kostnað þeirrar hörðu.

    Þessi kafli er í styttri kantinum og því tilvalið að

    nota hann með öðrum.

    Vítamín og steinefni

    Almenn umfjöllun er um vítamín. Farið er yfir

    muninn á fituleysanlegum og vatnsleysanlegum

    vítamínum. Fjallað er um þá hópa sem þurfa að

    fá vítamín sem fæðubót.

    Almenn umfjöllun er um steinefni. Farið er yfir

    ráðlagða dagsskammta (RDS) og fjallað um áhrif

    þess að neyta of mikils eða of lítils magns af

    vítamínum og steinefnum.

    Heilsusamlegt holdafar

    Leitast er við að svara því hvað sé heilsusamlegt

    holdafar og fjallað um að ekki eru allir eins.

    Kjörþyngd er útskýrð ásamt líkamsþyngdarstuðli

    (BMI). Farið er í það hvernig hægt sé að

    stuðla að heilsusamlegu holdafari þar sem

    ráðleggingar Lýðheilsustöðvar eru hafðar

    að leiðarljósi. Fjallað er um skammtastærðir

    og mikilvægi þess að borða morgunmat.

    Orkuþörf er útskýrð ásamt orkujafnvægi. Í

    lokin er verkefni þar sem nemendur útbúa þrjá

    mismunandi morgunverði.

    Æskileg samsetning fæðunnar

    Fjallað er um æskilega samsetningu fæðunnar

    og hvert orkuefni fyrir sig, þ.e. prótein,

    fitu og kolvetni. Fjallað er um saltneyslu

    og í lokin vinna nemendur með

    niðurstöður úr neyslukönnun sem gerð

    var í tengslum við kaflann „Höfum

    fjölbreytnina í fyrirrúmi.“

    D-vítamín og lýsi

    Fjallað er um D-vítamín og lýsi. Sjálfspróf um

    lýsisnotkun er lagt fyrir nemendur þar sem þeir

    kanna hvort þeir fari sjálfir eftir ráðleggingum

    Lýðheilsustöðvar. Sjálfsprófinu fylgja umræður

    þar sem nemendahópurinn ræðir um

    niðurstöðurnar.

    Æskilegt er að kenna saman kaflana um fisk og

    D-vítamín.

    Heilkornavörur

    Umfjöllun er um heilkornavörur og ávinning

    af neyslu þeirra. Trefjum eru gerð góð skil

    og í lokin er verkefni sem nemendur vinna

    um trefjarík matvæli þar sem þeir nýta sér

    næringarefnatöflur.

    Þessi kafli er í styttri kantinum og því tilvalið að

    nota hann með öðrum.

    Mjólkurvörur

    Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um neyslu á

    mjólkurvörum eru kynntar. Útskýrt er hvað

    sé einn skammtur. Fjallað er um mikilvægi

    mjólkur fyrir beinin og hvatt til þess að

    velja fituminni mjólkurvörur. Fjallað er um

    magrar mjólkurvörur og stutt umfjöllun er um

    mjólkuofnæmi og óþol og valkosti fyrir þá

    sem ekki vilja eða geta borðað mjólkurvörur.

    Í lok kaflans stýrir kennari umræðum þar sem

    nemendur velta fyrir sér eigin mjólkurneyslu.

    Þessi kafli er í styttri kantinum og því tilvalið að

    nota hann með öðrum.

  • Heilsueflandiframhaldsskóli

    Íþróttir og næring Fjallað er um hvað þarf að hafa í huga í

    sambandi við íþróttir og næringu. Farið er yfir

    hlutverk hvers orkuefnis fyrir sig. Í kaflanum

    um prótein er umfjöllun um próteinduft og

    hvort þau séu nauðsynleg. Þá eru steinefnum og

    vítamínum ásamt drykkjum gerð góð skil. Einnig

    er fjallað er um hvað sé æskilegt að borða fyrir

    og eftir keppni og hvað skuli forðast til þess að

    hámarksárangur náist.

    Í lok kaflans stýrir kennarinn umræðu um

    prótein úr próteinvörum.

    Um námsefnið

    Námsefnið var unnið af vinnuhópi á vegum

    Landæknisembættisins (áður Lýðheilsustöð).

    Vinnuhópinn skipuðu: Guðrún Birna Árnadóttir

    og Svava Sigríður Svavarsdóttir nemar, Dr. Anna

    Sigríður Ólafsdóttir dósent á Menntavísindasviði

    Háskóla Íslands, Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,

    Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirs dóttir

    verkefnisstjórar næringar hjá Land læknis-

    embætt inu.

    Sætmeti, orkudrykkir og skyndibiti

    Glærupakkinn er tvískiptur. Fyrri hlutinn er um

    sætmeti og orkudrykki og seinni hlutinn um

    skyndibita.

    Í umfjöllun um sætmeti og orkudrykki er

    viðbættum sykri gerð góð skil þar sem mikið af

    myndefni er notað. Fjallað er um orkudrykki þar

    sem sykur- og koffíninnihald þeirra er skoðað.

    Einnig er fjallað um áhrif koffíns á líkamann og

    um hámarksneyslu koffíns á dag.

    Kennari leggur inn heimaverkefni þar sem

    nemendur eiga að skrá niður allt sem þeir

    drekka í þrjá daga. Reikna síðan út, með

    hjálp Matarvefsins, magn viðbætts sykurs og

    með hjálp töflu um koffíninnihald, sem er í

    glærupakkanum, reikna þeir út koffínneyslu

    þessara þriggja daga.

    Fyrri hluta glærupakkans lýkur á umræðu um

    neyslu gosdrykkja og sætinda. Nemendur kanna

    svo hvort munur sé á milli kynja.

    Í umfjöllun um skyndibita er bent á að auðvelt

    sé að gera vinsæla skyndibita hollari. Stuðst

    er við myndefni til að benda á muninn á

    hitaeiningum og fitumagni í ýmsum vörum.

    Innihaldslýsingar

    Útskýringar á innihaldslýsingum og næringar-

    gildistöflum. Farið er yfir vinsælar fullyrðingar á

    borð við „sykurlaust“, „skert“ og „létt.“

    Farið er í upprifjun á orkuefnunum sem nýtist

    við útreikninga á næringargildi, heildarorku

    og orkuhlutföllum og því næst sýnd dæmi um

    útreikninga. Fjallað er um orkuþéttni matvæla

    þar sem sýnd er mynd til útskýringar ásamt

    dæmum um útreikninga. Nemendur vinna

    verkefni þar sem þeir reikna út orkuþéttni

    nokkurra matvæla en kennarar útvega

    matvælaumbúðir og þá er um að gera að

    velja matvæli sem sýna sem mestan mun á

    orkuþéttni.

    Í lok kaflans er heimaverkefni þar sem

    nemendur eiga að reikna út orkuhlutföll fyrir öll

    orkuefnin í ýmsum matvælum eins og sýnt er í

    dæmunum í kaflanum.