leikskrá kfÍa 2012

48
ÍA-BLAÐIÐ LEIKSKRÁ KNATTSPYRNUFÉLAGS ÍA 2012 www.kfia.is „AÐ GERA GOTT BETRA“ segir Magnea Guðlaugsdóttir „MARKMIÐIÐ ER FYRST OG FREMST AÐ FESTA LIÐIÐ Í SESSI AFTUR Í EFSTU DEILD“ segir Þórður Þórðarson „ÉG ÁTTI MÍN BESTU ÁR Á FERLINUM MEÐ ÍA“ segir Luka Kostic „ER VÖLLUR GRÆR OG VETUR FLÝRÁvarp formanns Ingi Fannar Eiríksson KNATTSPYRNUFERILL JÓHANNESAR KARLS GUÐJÓNSSONAR

Upload: kristleifur-brandsson

Post on 26-Mar-2016

292 views

Category:

Documents


13 download

DESCRIPTION

Leikskrá Knattspyrnufélags ÍA fyrir árið 2012

TRANSCRIPT

Page 1: Leikskrá KFÍA 2012

ÍA-BLAÐIÐLEIKSKRÁ KNATTSPYRNUFÉLAGS ÍA 2012

www.kfia.is

„AÐ GERA GOTT BETRA“ segir Magnea Guðlaugsdóttir

„MARKMIÐIÐ ER FYRST OG FREMST AÐ FESTA LIÐIÐ Í SESSI AFTUR Í EFSTU DEILD“ segir Þórður Þórðarson

„ÉG ÁTTI MÍN BESTU ÁR Á

FERLINUM MEÐ ÍA“ segir

Luka Kostic

„ER VÖLLUR GRÆR OG VETUR FLÝR“Ávarp formannsIngi FannarEiríksson

KNATTSPYRNUFERILL JÓHANNESAR KARLS GUÐJÓNSSONAR

Page 2: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Íslandsmeistari1951, 1953, 1954, 1957, 1958, 1960, 1970, 1974, 1975, 1977, 1983, 1984, 1992, 1993, 1994, 1995, 1996 og 2001

Bikarmeistari1978, 1982, 1983, 1984, 1986, 1993, 1996, 2000 og 2003

2. Deildarmeistari1968 og 1991

Meistarakeppni KSÍ1978, 1978, 1994 og 1995

Deildarbikarmeistari1996, 1999 og 2003

Þórður Guðjónsson, framkv.stjóri

Flestir áhorfendurá Akranesvelli: 6200, ÍA-KR 29. sept. 1996.

AkranesvöllurSími: 433 1123Vallarstjóri: Ágúst Valsson

Leikskrá ÍA 2012

Ábyrgðarmaður:Eiríkur Guðmundsson

Ritnefnd:Eiríkur Guðmundsson Hróðmar HalldórssonIngi Fannar Eiríksson

Forsíðumynd:Bjarki Halldórsson

Uppsetning & prentunPétur Guðmundsson ogPrentmet Vesturlands hf.

Stofnað 1946

Skrifstofa Knattspyrnufélags ÍAJaðarsbökkumPósthólf 30Sími: 431 3311 - Fax: 431 3012,Netfang: [email protected]

ÁVARP FORMANNS

„ER VÖLLUR GRÆR OG VETUR FLÝR“Nú er vor í lofti og hefst þá enn eitt spennandi knattspyrnusumarið á Akranesi. Ljóst er að mikil tilhlökkun ríkir vegna þátttöku meistaraflokks karla í Pepsi deildinni eftir þriggja ára fjarveru. Jafnframt er það fagnaðarefni að meistaraflokkur kvenna mun spila í 1. deild á þessu keppnistímabili.

Vetur konungur lét finna vel fyrir sér frá því um miðjan nóvember og er vert að benda á hversu miklu máli Akraneshöllin skiptir okkur skagamenn. Iðkendur á öllum aldri geta keppt í fótbolta allt árið við góðar aðstæður, þó svo að kuldinn bíti á okkur áhorfendum.

Væntingar í garð knattspyrnuliðsins á Akranesi eru alltaf miklar, saga félagsins er glæsileg hvað varðar velgengni í deild, bikar og þátttöku í evrópukeppni. En í ár þegar liðin okkar ganga inn á völlinn skiptir engu máli hvað hefur gerst í fortíðinni. Í ár skiptir máli að allir leggi sitt af mörkum, bæði utan vallar sem innan, eins og alltaf. Skagamenn hafa alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum og hefur það endurspeglast í baráttuvilja liða okkar í gegnum tíðina.

Eftir gott ár í 1.deild karla 2011 hurfu reynslumiklir leikmenn úr liðinu og ljóst var að við gætum ekki gert annað en styrkt hópinn með nýjum leikmönnum. Vil ég sérstaklega bjóða Ármann Smára og Kára Ársælsson velkomna á Akranes, en Jón Vilhelm, Garðar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl velkomna aftur heim. Allir þessir drengir munu reynast okkur vel, enda ekki einn kægill í þessum hópi. Þeir sem héldu í burtu fá þakkar fyrir samstarfið og skilja þeir eftir góðar minningar á skaganum.

Við erum heppin á Akranesi að hafa hefðina með okkur og hafa margir frábærir leikmenn skilað sér úr yngri flokkum í meistaraflokk, jafnvel svo enn lengra í atvinnumennsku. Nú eru lið okkar meistaraflokkum karla og kvenna að mestu leiti skipuð heimamönnum. Mikilvægt tímabil er framundan hjá meistaraflokki kvenna í 1.deild og er ég sannfærður um að Elvar með Steina sér til aðstoðar munu gera atlögu að sæti í efstu deild. Nú á vordögum fékk kvennaliðið mikinn liðstyrk þegar Helga Sjöfn samdi við félagið og munu hæfileikar hennar og reynsla án efa reynast liðinu vel í sumar.

Ljóst er að við teflum fram karlaliði sem er með klassíska blöndu af ungum og eldri leikmönnum, ungu drengirnir hafa fengið mikla reynslu úr 1.deildinni en munu fá eldskírn sína í efstu deild í sumar. Sama má segja um þjálfarana Þórð og Dean, báðir með viðamikla reynslu úr 1.deild en eru nú í fyrsta skipti sem þjálfarar í efstu deild. Undirritaður er einnig að stíga sín fyrstu skref sem formaður og hlakkar mikið til komandi keppnistímabils. Við skagamenn göngum nú stoltir inn í sumarið, höldum merki félagsins hátt á lofti og leikmenn okkar munu berjast fyrir sigri í öllum leikjum.

Áfram ÍA.

Ingi Fannar Eiríksson – Formaður KFÍA

Page 3: Leikskrá KFÍA 2012

Styrkjum ÍA saman!Ef þú færir tryggingarnar þínar yfir til VÍS styrkirðu ÍA. Hluti af iðgjaldinu rennur beint til félagsins sem styrkur.

Það er einfalt að skipta yfir, komdu í heimsókn á þjónustu-skrifstofu VÍS að Kirkjubraut 40, hafðu samband í síma 560 5075 eða sendu okkur póst á [email protected].

Áfram ÍA!

Page 4: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Skagamenn leika aftur í deild þeirra bestu í sumar eftir öruggan sigur í 1.deild í fyrra en þjálfari liðsins hefur undanfarin ár verið Þórður Þórðarson. Liðinu hefur vegnað vel undir hans stjórn en sjálfur lék hann lengi vel með Skagaliðinu og vann bæði Íslands og bikarmeistaratitla með liðinu sem leikmaður.Þórður hefur ekki áður stýrt liðinu í efstu deild sem aðalþjálfari og er hann því að feta sín fyrstu fótspor á því sviði og því ljóst að um spennandi sumar verður að ræða. Við heyrðum í Þórði af þessu tilefni og spurðum hann m.a. út í gengið í vetur, breytingarnar á hópnum og væntingar fyrir sumarið:

Hvernig finnst þér undirbúningurinn hafa gengið í vetur?„Heilt yfir þá hafa æfingar gengið mjög vel hjá okkur, þetta er búið að vera langt og strangt undirbúningstímabil en strákarnir hafa lagt sig vel fram á æfingum, verið duglegir og metnaðarfullir í sínum æfingum.Meiðslalega hefur hópurinn sloppið nokkuð vel en auðvitað er alltaf eitthvað sem hópurinn glímir við. Heimir Einarsson hefur verið í vandræðum með bakið á sér undanfarin 2-3 ár og því miður nokkuð óvíst með framhaldið hjá honum. Hin ungi og efnilegi Sigurjón Guðmundsson hefur verið frá síðan í byrjun janúar en hann hefur reyndar aðeins verið að æfa með okkur undanfarnar vikur og vonandi er þetta að koma hjá honum. Síðan meiddist Ragnar Þór Gunnarsson ílla á hné með skólaliði sínu í USA og mun líklegast taka lítið þátt með okkur í sumar. Garðar Gunnlaugsson hefur síðan óðum verið að jafna sig eftir langvinn meiðsli og er hann að ná fyrri styrk.Æfingaleikirnir hafa annars gengið vel hjá okkur í vetur, heilt yfir verið gott spil í okkar leik en auðvitað hafa komið kaflar í leikjum þar sem spilamennskan hefur dottið niður. En við höfum

nýtt þessa leiki mikið til að gefa yngri mönnum tækifæri og hafa strákarnir svarað kallinu oft á tíðum með fínni frammistöðu.“

Nú fóruð þið í viku æfingaferð til Spánar í aprílmánuði - hvernig lukkaðist sú ferð?„Æfingaferðin heppnaðist virkilega vel, við þekkjum þetta svæði frá því í fyrra en þarna er öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Æfingastaðan sem er í rúmri klukkustundar akstursfjarlægð frá Alicante inniheldur aðgang að fjórum æfingavöllum, sundaðstöðu, gufu og lyftingarsal. Við nýttum að sjálfsögðu tímann vel og náðum þarna einhverjum 10 æfingum á einni viku fyrir utan 2-3 fundi þar sem við settum okkur ákveðin markmið innan hópsins fyrir komandi átök.Þessar æfingaferðir hafa reynst okkur vel enda verið kærkomið krydd í strangt æfingarprógram sem stendur yfir frá því í október og því gaman fyrir strákanna að fá að æfa við toppaðstæður eins og í 20 stiga hita og sól á iðagrænu grasinu.“

Nú hefur hópurinn tekið nokkrum breytingum í vetur, nokrrir leikmenn hafa horfið á braut en aðrir komið í staðinn – hvernig finnst þér þessar breytingar hafa heppnast?„Jú það er rétt við missum auðvitað reynslumikla leikmenn úr hópnum í haust eins Reyni Leósson, Hjört Hjartarson og Stefán Þ. Þórðarson en allir áttu þeir mikinn þátt í velgengni okkar í fyrra. Hinsvegar höfum við fengið sterka leikmenn í staðinn sem allir hafa smollið afar vel inn í hópinn. Við erum auðvitað að fá tvo uppalda Skagamenn inn í hópinn, þá Garðar Gunnlaugsson og Jón Vilhelm Ákason sem þekkja auðvitað aðstæður hér vel frá fyrri tíð og þeir hafa því ekki átt erfitt með aðlagast

„MARKMIÐIÐ ER FYRST OG FREMST AÐ FESTA LIÐIÐ Í SESSI AFTUR Í EFSTU DEILD“ segir Þórður Þórðarson þjálfari ÍA.

Page 5: Leikskrá KFÍA 2012

GrasTec ehf sérhæfir sig í vörusölu, ráðgjöf og þjónustu fyrir öll vel hirt grassvæðiGolfvellir – Knattspyrnuvellir – Einkalóðir – Bæjarfélög – Torfbændur

Fagmenntun og margra ára starfsreynsla í grasvallaumhirðu

Ráðgjöf:• Uppbygging grassvæða• Viðhaldsáætlanir• Umhirðuáætlanir• Efnisþörf

Vörur:• Fræblöndur• Kornaáburður• Hægvirkur kornaáburður• Áburðarvökvi• Lífræn bætiefni• Vaxtastjórnunarefni• Vatnsmiðlunarefni• Litarefni í vökvaupplausnir• Áburðardreifarar• Áburðarúðarar• Sjálfdregnir vatnsúðarar• Öll nauðsynleg áhöld á golfvöllinn

s.s. flögg, stangir, holubotnar, holuskerar ofl.

Þjónusta:• Ástandsmat grassvæða• Jarðvegsgreining• Jarðvegsloftun (götun,

tappagötun, djúpgötun)• Lóðskurður, mosakröfsun.• Sáning og söndun• Áburðargjöf• Þökulagning

Sími 895 6226 - Netfang: [email protected]

Page 6: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

hlutunum. Sama er að segja með þá Ármann Smára Björnsson og Kára Ársælsson, þeir hafa komið virkilega vel inn í þetta hjá okkur og náð vel saman í vörninni þá leiki sem þeir hafa spilað saman.

Allir þessir strákar hafa komið með flottan anda inn í hópinn, eru miklir karakterar sem við vissum að fylgdu engin vandræði. Síðan er auðvitað von á þriðja uppalda leikmanninum sem er Jóhannes Karl Guðjónsson og hann á auðvitað eftir að styrkja okkar hóp ennfrekar með sinni getu og reynslu og er ég því bara ánægður með hvernig til hefur tekist að fylla í götin frá því í haust.“

Hver myndirðu segja að væru raunhæf markmið fyrir Skagaliðið fyrir komandi tímabil?„Ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir okkar hönd, undirbúningurinn hefur eins og áður sagði gengið vel en við höfum heldur ekkert efni á því að vera með einhverjar yfirlýsingar. Dæmin undanfarin ár sanna það að nýliðar hafa oftar

en ekki átt erfitt uppdráttar enda er ekki hægt að bóka neitt fyrirfram gegn einu einasta liði í þessari deild. Ég hef séð mikið af leikjum með liðum úr Pepsi deildinni í vetur og hefur mér ekki fundist neitt af þeim standa eitthvað sérstaklega upp úr og er ég þeirrar skoðunar að öll liðin geti á góðum degi unnið hvort annað. Allir klúbbarnir hafa á að skipað sterkum hópum en markmiðið hjá okkur er fyrst og fremst að festa liðið aftur í sessi í efstu deild.“

Framundan er fyrsti heimaleikurin gegn KR – hvernig leggst sú rimma í þig?„Það er auðvitað frábært að fá KR-inga í fyrsta heimaleik, þeir eru auðvitað ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og því verðugur andstæðingur í fyrsta leik á heimavelli. Ég vona að fólk fjölmenni á leikinn sem og aðra leiki með okkur í sumar, þetta verður hörkubarátta í allt sumar og því nauðsynlegt að stuðningsmennirnir mæti og láti vel í sér heyra.“ segjir Þórður Þórðarson að lokum í samtali við ÍA-blaðið.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

43

130

KnattspyrnuskóliÍ sumar verður Starfræktur knattspyrnuskóli hjá okkur fyrir aldurinn 6-14.ára. Skólastjórar verðua Dean Martin og Magnea Guðlaugsdóttir Afreksþjálfarar ÍA. Auk þeirra munu leikmenn meistaraflokks og 2.flokks karla og kvenna sjá um þjálfun í skólanum. Einnig má búast við óvæntum gestum.

Námskeiðin verða eftirfarandi:1.Vika 7. – 13. júní.2.vika 18. – 22. júní.3.vika 25. júní – 29. júní.4.vika 2. – 6. júlí.5.vika 9. – 13. júlí.6.vika 16.-20.júlí7.vika 13. – 17. ágúst (ef næg þátttaka næst)

Strákar verða fyrir hádegi frá klukkan 9:30 – 11:30.Stelpur verða eftir hádegi. Frá klukkan 13:00 – 15:00.

Á föstudögum eru svo bæði stelpur og strákar fyrir hádegi og við endum vikuna með grilli.

Skráning í Knattspyrnuskólann er á www.kfia.is (skrá iðkanda) og á skrifstofu KFÍA frá 10-12 eða síma 431-1109.

Kostnaður við námskeið er eftirfarand: 1 vika: 3.500,- krónur2 vikur: 6.000,- krónur3 vikur: 7.500,- krónur4 vikur: 9.000,- krónur5 vikur: 10.500,- krónur6.vikur: 12.000,- krónur7.vikur: 12.500,- krónur

Ath. að greiða þarf fyrir námskeiðin við áður en að námskeiðið hefst.

Page 7: Leikskrá KFÍA 2012

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

43

130

Page 8: Leikskrá KFÍA 2012

LEIKMEN

N M

EISTARA

FLOKKS KV

ENN

A 2012

Page 9: Leikskrá KFÍA 2012

LEIKMEN

N M

EISTARA

FLOKKS K

ARLA

2012

Page 10: Leikskrá KFÍA 2012

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

52

193

Lífæð samskipta

Strengir Mílu tengjast öllum íslenskum heimilum beint eða óbeint með þjónustu við þá

sem þjónusta þig. Hvort sem þú færð símtal, sjónvarpsefni, heimsfréttirnar yfir netið,

tölvupóst með boði í afmæli eða skoðar nýja mynd af hvítvoðungnum í fjölskyldunni á

Facebook, leggur Míla metnað sinn í að boðin berist þér hratt og örugglega.

Míla byggir upp og rekur fullkomnasta fjarskiptanet á Íslandi. Míla sér fjarskipta-, síma- og afþreyingar fyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og kopar strengja sem tengja byggðir landsins við umheiminn. Míla er mikilvægur hlekkur í öryggisfjarskiptum landsins á sjó, landi og lofti.

www.mila.is

Undir sama þaki

Page 11: Leikskrá KFÍA 2012

LEIKMENN MEISTARAFLOKKS KARLA 2012

Myndir af leikmönnum tók Bjarki Halldórsson

54 leikir - 49 mörk

7

Gary Martin

25 leikir - 2 mörk

8

Jóhannes KarlGuðjónsson

107 leikir - 32 mörk

9

Garðar BGunnlaugsson

171 leikir - 23 mörk

10

Jón VilmelmÁkason

120 leikir - 29 mörk

11

Arnar Már Guðjónsson

63 leikir - 0 mörk

12

Árni SnærÓlafsson

12 leikir - 1 mark

13

Sigurjón Guðmundsson

98 leikir - 13 mörk

14

Ólafur ValurValdimarsson

153 leikir - 3 mörk

15

Guðmundur B. Guðjónsson

73 leikir - 10 mörk

16

Andri Adolphsson

44 leikir - 0 mörk

17

Hlynur Hauksson

19 leikir - 4 mörk

18

Hallur Flosason

57 leikir - 8 mörk

19

Eggert KáriKarlsson

135 leikir - 17 mörk

21

Dean EdwardMartin

53 leikir - 19 mörk

22

Mark Doninger

69 leikir - 5 mörk

23

Einar LogiEinarsson

17 leikir - 0 mörk

25

Zlatko Kirkic

22 leikir - 3 mörk

29

Jón BjörgvinKristjánsson

Framkvæmdastjóri

Þórður Guðjónsson

Þjálfari

Þórður Þ.Þórðarson

Liðsstjóri

Hlini Baldurson

160 leikir - 0 mörk

1

Páll GísliJónsson

117 leikir - 1 mark

2

Aron Ýmir Pétursson

5 leikir - 0 mörk

3

Páll SindriEinarsson

13 leikir - mark

4

Kári Ársælsson

178 leikir - 5 mörk

5

Heimir Einarsson

8 leikir - 1 mark

6

Ármann Smári Björnsson

Page 12: Leikskrá KFÍA 2012

LEIKMENN MEISTARAFLOKKS KVENNA 2012

VelgerðurHelgadóttir

Ingunn DöggEiríksdóttir

Elísa SvalaElvarsdóttir

Aníta Eir Einarsdóttir

Hulda MargrétBrynjarsdóttir

Heiðrún SaraGuðmundsdóttir

Sigríður Edda Valdimarsdóttir

Svana Þorgeirsdóttir

Alexandra BjörkGuðmundsdóttir

Gyða BjörkBergþórsdóttir

Bára KristbjörgRúnarsdóttir

Daisy Heimisdóttir

Maren Leósdóttir

Guðrún KarítasSigurðardóttir

Gréta Stefánsdóttir

Kristín BjörkLárusdóttir

HeiðurHeimisdóttir

Viktoría RósViktorsdóttir

Valdís MarselíaÞórðardóttir

Varaformaður

Sigrún Ríkharðsdóttir

Emilía Halldórsdóttir

Unnur Ýr Haraldsóttir

Eyrún Eiðsdóttir

Guðrún ÞórbjörgSturlaugsdóttir

Þjálfari

Elvar Grétarsson

Helga Sjöfn Jóhannesdóttir

Guðrún ValdísJónsdóttir

Þóra BjörkÞorgeirsdóttir

Birta Stefánsdóttir

Page 13: Leikskrá KFÍA 2012

www.omnis.is444-9900

- Við þekkjum tölvurAKRANES Dalbraut 1REYKJAVÍK REYKJANESBÆR BORGARNES

Skoðaðu vörulínunafrá Apple

Prentarar fráHP og Canon

Mikið úrval afGSM símum

Háskerpu sjónvörp, plasma og LCD

Fartölvutöskur ímörgum litum

Myndavélar,litlar sem stórar

Blek og rekstrarvörurfyrir prentara

Úrval af aukahlutumfyrir tölvur

Skemmtilegar ogflottar spjaldtölvur

Omnis styður Knattspyrnufélag ÍAÁfram Skaginn!

Page 14: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

LEIKJADAGSKRÁ MFL.KARLA 2012

ÚtiHeima

sun. 06. maí. 19:15 Breiðablik - ÍA Kópavogsvöllur

fim. 10. maí. 20:00 ÍA - KR Akranesvöllur

þri. 15. maí. 19:15 Fylkir - ÍA Fylkisvöllur

sun. 20. maí. 19:15 ÍA - Keflavík Akranesvöllur

fim. 24. maí. 19:15 Stjarnan - ÍA Stjörnuvöllur

lau. 02. jún. 16:00 Grindavík - ÍA Grindavíkurvöllur

fös. 15. jún. 20:00 ÍA - ÍBV Akranesvöllur

mið. 20. jún. 19:15 Valur - ÍA Vodafonevöllurinn

lau. 30. jún. 16:00 ÍA - FH Akranesvöllur

fim. 05. júl. 19:15 Fram - ÍA Laugardalsvöllur

mán. 16. júl. 19:15 ÍA - Selfoss Akranesvöllur

mán. 23. júl. 19:15 ÍA - Breiðablik Akranesvöllur

sun. 29. júl. 19:15 KR - ÍA KR-völlur

mið. 08. águ. 19:15 ÍA - Fylkir Akranesvöllur

sun. 12. ágú. 19:15 Keflavík - ÍA Nettóvöllurinn

mán. 20. ágú. 18:00 ÍA - Stjarnan Akranesvöllur

sun. 26. ágú. 18:00 ÍA - Grindavík Akranesvöllur

sun. 02. sep. 16:00 ÍBV - ÍA Hásteinsvöllur

sun. 16. sep. 17:00 ÍA - Valur Akranesvöllur

fim. 20. sep. 17:00 FH - ÍA Kaplakrikavöllur

sun. 23. sep. 16:00 ÍA - Fram Akranesvöllur

lau. 29. sep. 14:00 Selfoss - ÍA Selfossvöllur

Page 15: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Ekki bara

lágt vErðhEldur svo

miklu mEira !

akranesi

alltaf ferskt, alltaf nýbakaðog alltaf á góðu verði!

glÆsilEgtkJÖtborð

– fyrst og fremstódýr!

opið alla daga!10-20

Page 16: Leikskrá KFÍA 2012

Hvítur Nokia Lumia 800 er kominn!

Page 17: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Hvenær byrjaðirðu að æfa fótbolta og af hverju?

Ég var alltaf fótbolta í frímínútum í skólanum og heima á sandvellinum við rólóinn eða á lóðinni við húsið en þegar ég var 14 ára þá byrjuðu skipulagðar fótboltaæfingar fyrir stelpur. Loksins. Ætli ég hafi ekki byrjað að æfa af sömu ástæðu og börn byrja að æfa fótbolta á Akranesi í dag. Hafði mikinn áhuga og svo voru áhrif frá umhverfinu talsverð.

Hverjir voru þjálfarar á þessu tímabili?Í 2. fl. Var það Laufey Sigurðardóttir sem þjálfaði árin 1983 og 1984. Í meistaraflokki voru það Steinn Helgason 1984-1986 og svo aftur 1988-1989. Björn Lárusson þjálfaði okkur1987 og Ragna Lóa Stefánsdóttir 1990. Áki Jónsson þjálfaði1993, Smári Guðjónsson var þjálfari 1995, Brandur Sigurjónsson 1997 og síðan Sigurður Halldórsson 2004.

Hvenær vannst fyrsti titillinn og hve margir urðu þeir ?Íslandsmeistaratitill í 2. flokki 1983 var sá fyrsti. Í heildina voru það:2 íslandsmeistaratitlar í 2 flokki, 1983 og 19843 íslandsmeistaratitlar í meistaraflokki 1984, 1985 og 19874 bikarmeistaratitlar: 1989, 1991, 1992 og 1993Ég var fyrirliði frá 1989

Hvaða leikir og leikmenn eru minnisstæðir?

Sérstaklega eru minnisstæð undanúrslit við Val á útivelli í bikarnum 1989. Þá skoraði ég sigurmarkið þegar lítið var eftir. Óverjandi skot með tánni. Áttum virkilega í vök að verjast og björguðum m.a. á línu síðustu mínúturnar. Þetta árið urðum við bikarmeistarar í fyrsta sinn eftir að hafa tapað 5 bikarúrslitaleikjum. Síðan eru minnisstæð bikarúrslit við Breiðablik 1992. Þetta var hörkuleikur þar sem við komumst í

2-1 og þær jöfnuðu úr víti í blárestina en við skoruðum sigurmarkið í framlengingunni.

Það var góður skóli að koma í meistaraflokksliðið 1984. Steini þjálfari og allir leikmennirnir höfðu mikinn metnað og það var öllum það alveg ljóst að hér skyldi gefið 110%. Ef einhver leikmaður stendur upp úr í minningunni þá er það Ragga Jónasar. Hún var alltaf á leiðinni að hætta en lét tala sig til og mætti. Ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður þar á ferðinni, góð í marki ef þess þurfti en best frammi við að skora mörk. Það var líka traust að hafa Sigurlín Jóns með sér í liði í vörninni og Magneu Guðlaugs á miðjunni. Hún átti nú margar fallegar sendingarnar á mann frammi eða kantinn. Þar að auki er hún gull af manni þessi manneskja og látið nokkur gullkornin falla. Þau eru rifjuð upp reglulega. Síðan er gaman að hafa fengið að spila með enn yngri skagastelpum því árið 2004 spilaði ég m.a. með Helgu Sjöfn Jóhannesar og Hallberu Gísla sem er að gera garðinn frægan í Svíþjóð og með landsliðinu.

Þú ert gift Haraldi Ingólfssyni sem gerði garðinn frægan með Skagamönnum og landsliðinu. Þið prófuðuð að fara út fyrir landssteinana?

Við fengum aðeins að prufa atvinnumennskulífið veturinn 1996-1997 þegar við fórum til Aberdeen og Haddi spilaði með því liði. Rosalega góður vetur það. Við vorum með 2 lítil börn og nutum lífsins. Komum síðan heim um vorið og spiluðum bæði með ÍA það sumarið. Fengum okkur „venjulega“ vinnu og vorum búin að koma okkur vel fyrir á Skaganum þegar tilboð kom um haustið að flytja til Svíþjóðar. Ekkert rosalega erfið ákvörðun þó að stökkva bara. Þar vorum við í 3 ár. Haddi spilaði með Elfsborg og ég lærði hjúkrunarfræði. Síðan lá leiðin til Noregs en þar

VIÐTAL VIÐ JÓNÍNU VÍGLUNDS

Hvítur Nokia Lumia 800 er kominn!

Page 18: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Page 19: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

vorum við líka í 3 ár. Haddi spilaði með Raufoss og ég vann við hjúkrun og svo fjölgaði um 1 í fjölskyldunni. Þessi 6 ár í Skandinavíu voru í einu orði yndisleg. Fótbolti og fjölskyldulíf númer 1, 2 og 3, varla hægt að biðja um meira. Það var þó alltaf meiningin að koma heim og afskaplega gott að koma aftur á Skagann en það var í nóvember árið 2003.

Nú ert þú menntuð kerfisfræðingur og hjúkrunarfræðingur sem er óvenjuleg blanda.

Ég var með tölvudellu á háu stigi eftir stúdentsprófið og fór í nám í kerfisfræði haustið 1989. Námið tók eitt og hálft ár og vann ég í nokkur ár við forritun eftir það. Mér finnst alltaf gaman þegar ég fæ að grúska í tölvumálum og þessi menntun hefur sannarlega nýst mér vel en ég var þó alltaf ákveðin í að læra eitthvað meira.

Nokkrum árum og 2 börnum síðar sá ég tækifæri til að fara aftur í nám og mig langaði

helst í næringarfræði eða sjúkraþjálfun. Það nám var ekki í boði í Háskólanum þar sem ég bjó í Borås í Svíþjóð. Satt að segja var úrvalið ekkert glæsilegt en mér leist ágætlega á hjúkrunarfræðina og ákvað að prófa. Það eru jú mjög miklir og fjölbreyttir atvinnumöguleikar fyrir hjúkrunarfræðinga í dag. Starfaði svo við hjúkrun bæði í Noregi og svo hérna heima eftir að við fluttum.

Þú ert framhaldsskólakennari í dag, hvernig æxlaðist það ?

Ég tók að mér að kenna einn áfanga í FVA þegar ég var í barneignarfríi haustið 2006 en aðstæður höguðu því þannig að ég er enn að kenna. Búin að bæta við mig kennsluréttindanámi og líkar mjög vel í kennslunni. Það eru náttúrulega forréttindi að fá að umgangast unga fólkið okkar á hverjum degi. Sakna þess annað slagið að vera í hjúkrun en það er bara ekki hægt að gera allt og vera alls staðar þar sem er gaman.

LEIKJADAGSKRÁ MFL.KVENNA 2012

ÚtiHeima

lau. 19. maí. 16:30 Höttur - ÍA Vilhjálmsvöllur

sun. 20. maí. 14:00 Fjarðarbyggð/Leiknir - ÍA Eskifjarðarvöllur

mán. 28. maí. 14:00 ÍA - Fjarðarbyggð/Leiknir Akraneshöllin

fös. 01. jún. 20:00 Þróttur R. - ÍA Valbjarnarvöllur

lau. 09. jún. 16:00 Sindri - ÍA Sindravellir

þri. 19. jún. 16:00 ÍA - Haukar Akranesvöllur

mið. 27. jún. 20:00 Fjölnir - ÍA Fjölnisvöllur

mið. 04. júl. 20:00 ÍA - ÍR Vodafonevöllurinn

lau. 21. júl. 16:00 ÍA - Höttur Akranesvöllur

mið. 25. júl. 20:00 ÍA - Þróttur R. Akranesvöllur

lau. 28. júl. 16:00 ÍA - Sindri Akranesvöllur

fös. 10. ágú. 19:00 Haukar - ÍA Ásvellir

fim. 16. ágú. 19:00 ÍR - ÍA ÍR-völlur

fös. 24. ágú. 18:30 ÍA - Fjölnir Akranesvöllur

Page 20: Leikskrá KFÍA 2012

Spilum ávallttil sigurs!

Gulir og glaðir Skagamenn.

Smiðjuvellir 32, Akranesi - Sími 431 5090

Fax 431 5091 - www.apvest.is

Page 21: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Margrét Ákadóttir á að baki langan feril með meistaraflokk kvenna hjá ÍA þar sem hún spilaði 106 leiki og skoraði 11 mörk í deild og bikar. Hún spilaði nokkra landsleiki með yngri landsliðum Íslands og tíu landsleiki með A-landsliðinu. Margrét spilaði með ÍA í gegnum yngri flokkana og spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik aðeins 13 ára gömul. „Það var frábært að spila með meistaraflokki og spilaði ég með mörgum góðum leikmönnum á þessum árum. Ég varð fyrir því óláni að meiðast illa á hné þegar ég var aðeins 17 ára og tók mér frí frá fótbolta í tvö ár. Minn síðasti titill með ÍA kom þegar við urðum bikarmeistarar 1993 og það er sko kominn tími á titil á Skagann! Ég spilaði minn síðasta leik fyrir ÍA í deildarkeppni árið 2000.“

Hver hefur aðkoma þín verið að fótboltanum á Akranesi fyrir utan að vera leikmaður? Ég hef verið dugleg að fylgjast með boltanum á Skaganum. Ég á tvo stráka sem spila fótbolta og þeim hef ég náttúrulega fylgt eins og skugginn. Annars þjálfaði ég 6. flokk kvenna fyrir nokkrum árum. Einnig hef ég verið dugleg að fylgjast með meistaraflokki karla og 2. flokki kvenna. Í dag sit ég í afreksnefnd Knattspyrnufélags ÍA og hef gert það undanfarin tvö ár.

Hafa áherslur í þjálfun breyst mikið á liðnum árum að þínu mati? Já. Í dag æfa iðkendur meira og æfingarnar eru fjölbreyttari. Með tilkomu Akraneshallarinnar hafa þjálfarar meiri möguleika til að æfa tækni og taktík. Einnig er gerð meiri krafa á menntun þjálfara sem hlýtur að skila sér í betri gæðum. Þegar ég var að spila vorum við mikið að æfa á Langasandinum og á mölinni. Við vorum ekki

með eins miklar tækniæfingar og eru í dag enda aðstæður allt aðrar.

Hvaða gildi telur þú að það hafi fyrir knattspyrnuna á Skaganum að meistaraflokkur kvenna hafi verið endurvakinn? Það hefur mikla þýðingu fyrir Skagann að búið er að endurvekja meistaraflokk kvenna. Það er mjög mikilvægt fyrir kvennaboltann á Akranesi. Yngri stelpurnar geta nú sett sér markmið að spila með meistarflokki en það var toppurinn þegar ég var yngri. Einnig er mikilvægt fyrir yngri leikmenn að hafa fyrirmyndirnar og stelpurnar sem núna eru að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki eru flottar fyrirmyndir fyrir þær yngri. Þær hafa lagt mikið á sig og verður gaman að fylgjast með þeim í sumar.

Hvaða markmið telurðu að séu raunhæf fyrir stelpurnar í sumar? Ég veit að stelpurnar setja markið hátt og þannig á það að vera til að ná árangri. Ég hef fulla trú á því að þær verði að berjast um sæti meðal þeirra bestu að ári. Þær eiga alla möguleika á að gera mjög góða hluti í sumar.

Hvaða ráð myndirðu gefa þeim leikmönnum sem nú eru að hefja feril sinn í mfl kvk hjá ÍA? Það allra mikilvægasta er að hafa trú á sjálfri sér og vera tilbúin að leggja mikið á sig til að ná markmiðum sínum. Það er einnig mikilvægt að æfa aukalega og vinna í þeim þáttum sem hver og ein getur bætt.

Áfram Skagamenn, megi fótboltaárið verða gult og gleðilegt!

VIÐTAL VIÐ MARGRÉTI ÁKADÓTTUR

Page 22: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson snéri aftur heim í vetur þegar hann skrifaði undir 1 árs samning við ÍA. Eins og flestir vita þá er Garðar uppalinn Skagamaður enda lék hann alla yngri flokka og í meistaraflokki með ÍA áður en hann gekk í raðir Vals en þaðan lá leiðin erlendis þar sem Garðar lék með liðum á borð við IFK Norrköping, CSKA Sofia og Unterhaching.Á vefsíðu KFÍA í vetur hefur af og til birst vinsæll liður sem kallast „Hin hliðin“, þar sem leikmenn bæði meistaraflokks karla og kvenna hafa verið spurðir skemmtilegra spurninga sem varpa ljósi á aðra hluti í lífi þeirra eins og fjölskylduhagi, uppaáhalds sjónvarpsefni, grófasta samherjann og margt fleira.

Við fengum Garðar til að gefa okkur sína hlið:

Fullt nafn: Garðar Bergmann Gunnlaugsson Gælunafn: Gaddi, Gæsi, ZoolanderAldur: 29Giftur/sambúð? SingleBörn: Þrjú, Hektor 6 ára, Victoria 5 ára og Daníel 9 ára.Hvað gerir þú (starf/nemi)? Fótboltamaður, fjárfestir.Hvernig bíl keyrirðu? Suzuki SwiftUppáhaldssjónvarpsefni: Í augnablikinu er það Top GearUppáhalds facebookvinur: Arnar Már Guðjónsson.Fyrsti geisladiskur sem þú eignaðist: Hugsa það hafi verið Black Album með Metallica.Uppáhaldsskemmtistaður fyrr og síðar: Elskaði Felix í den en nú er það B5.

Hvaða lag kemur þér í “gírinn”? 212Besta bíómyndin? Úfff margar góðar, fer eiginlega bara eftir fýlingnum...Uppáhaldshljómsveit? Korn hefur alltaf verið í uppáhaldi, svo koma Metallica og fleiri sveitir sterkar inn.Uppáhaldsdrykkur? Fyrir utan vatnið að þá held ég að bjórinn komi sterkur innFrægasti vinurinn í símanum? Klaus Augenthaler hlýtur þann titil, yfir 400 leikir með Bayern Munchen og heimsmeistari með V-Þýskalandi árið 1990, en hann þjálfaði mig í UnterhachingHvaða stöðu spilaðir þú í yngri flokkum? Ýmist á miðju-vinstri kant eða frammi.Ertu hjátrúafullur fyrir leiki – ef svo er hvernig þá? Ég borða yfirleitt á sama tíma fyrir leiki og hef svona ýmsar skrítnar rútínur :)Syngurðu í sturtu? Já það kemur fyrir haha.Uppáhaldslið í enska? Arsenal.Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Hugsa að ég myndi aldrei spila fótbolta á Svalbarða, þannig hvað lið ef eitthvað sem er þar.Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Arnar og Bjarki bræður mínir.Erfiðasti andstæðingur? Ég sjálfurBesti samherjinn á ferlinum? Hef spilað með þeim nokkrum góðum en náði best saman við Daníel Bamberg sem ég spilaði með í Norrköping.Sætasti mómentið/sigurinn á ferlinum? Bikarmeistari með ÍA 2003, skoraði sigurmarkið sem gerir þetta móment ógleymanlegt.Mestu vonbrigði á ferlinum? Öll meiðslin sem ég hef lent íEf þú fengir að velja einn leikmann í

segir Garðar Gunnlaugsson í samtali við ÍA-blaðið

HIN HLIÐIN

„ÓGLEYMANLEGT MÓMENT AÐ HAFA SKORAÐ SIGUR-MARKIÐ FYRIR ÍA Í BIKARÚRSLITUNUM ÁRIÐ 2003“

Page 23: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

heiminum í þitt lið. Hver yrði það? Messi klárlega.Hvern í liðinu þínu myndir þú kjósa á þing? Jón Björgvin Kristjánsson.Grófasti leikmaður ÍA-liðsins? Ármann Smári án vafa.Besti íþróttafréttamaðurinn/”lýsarinn”? Gummi Ben.Hefurðu skorað sjálfsmark? Ekki í leik allavegaSegðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik á ferlinum: Ógleymanlegt þegar Stefán Þórðarsson var rekinn útaf í leik með Norrköping, klæddi sig úr skónum , setti þá við fætur dómarans og labbaði útaf.Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki ÍA? Það var sumarið 2001.Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingum? Eins nauðsynlegt og það er að þá er mjög leiðinlegt að hita upp þó maður kæmist ekki í gegnum æfinguna án þess.Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Sundlaugarbakki á heitum degi.Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Mjög fljótur af stað, nokkur snooze og þá er ég góður ;)Hver er uppáhaldsíþróttamaðurinn þinn?

Núna er það Messi, All time er það Michael Jordan.Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Ekki mikið.Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas Predator.Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Ég átti sem betur fer frekar auðvelt með að læra en hugsa að ég hafi skorað lélegast í efnafræðinni.Vandræðalegasta augnablik? Það þarf mikið til að koma mér úr jafnvægi þannig ég man ekki eftir neinu í augnablikinu.Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Er fyrrverandi Íslandsmeistari Vesturlands í skák, yngri en 14 ára.Spurning frá síðasta viðmælanda, Guðmundi Böðvari: “Passar maður sín eigin börn ef maður á börn”? Nei maður passar ekki sin eigin börnKomdu með spurningu á næsta viðmælanda? Hvort myndirðu labba 10 metra á glerbrotum eða skríða 4 metra yfir glóandi hraun

Page 24: Leikskrá KFÍA 2012

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

1-17

13

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

www.kia.is

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

NÝR RIOEinn sparneytnasti bíll í heimi!Eyðir aðeins 3,2 lítrum á hundraðið

Má bjóða þér að reynsluaka nýjum Kia Rio? Nútíma tækni og hönnun hefur ekki einungis skilað glæsilegum gæðabíl, heldur er hann einn sparneytnasti fjöldaframleiddi bíll í heimi. Nýr Rio eyðir frá aðeins 3,2 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri og magn CO2 í útblæstri er með því allra minnsta sem þekkist eða aðeins 85 g/km.

Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar og kynntu þér þennan framúrskarandi bíl. Við tökum vel á móti þér.

Má bjóða þér að reynsluaka nýjum Kia Rio? Nútíma tækni og hönnun hefur ekki einungis skilað glæsilegum gæðabíl, heldur er hann einn sparneytnasti fjöldaframleiddi bíll í heimi. Nýr Rio eyðir frá aðeins 3,2 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri og magn CO2 í útblæstri er með því allra minnsta sem þekkist eða aðeins 85 g/km.

Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar og kynntu þér þennan framúrskarandi bíl. Við tökum vel á móti þér.

Bílás – Bílasala Akranes Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

Page 25: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Nú ert þú nýkominn til ÍA. Með hvaða liðum hefur þú áður spilað og hvernig gekk með þeim liðum? Hef spilað með Breiðablik, Þrótti, Stjörnunni og Uppåkra IF í Svíþjóð þegar ég var yngri. Vann fyrstu deildina árið 2005 með Breiðabliki og fórum ósigraðir í gegnum mótið. Fór upp úr fyrstu deild í þá efstu með Stjörnunni árið 2008. Varð bikarmeistari með Breiðablik árið 2009 og svo Íslandsmeistari árið 2010. Hvað kom til að þú gekkst til liðs við ÍA?Ég var að leita mér að liði, Doddi þjálfari hafði samband og eftir það var þetta aldrei spurning.

Hvernig hafa æfingar verið í vetur og hvernig er mórallinn í liðinu?Æfingar í vetur hafa verið mjög góðar og mórallinn í liðinu er frábær. Það er mikið lagt uppúr því að vera í góðu líkamlegu ásigkomulagi ætli maður sér að spila með ÍA og maður hefur fundið vel fyrir því á þrekæfingum og hlaupaæfingum hjá Dodda og Dean. Mikið um skemmtilegan og steiktan húmor í klefanum og ég hef virkilega gaman af þessum strákum sem ég hef kynnst hérna uppá skaga.

Hvernig líst þér á mannskapinn sem ÍA er með?Líst hrikalega vel á mannskapinn. Liðið hefur fengið til sín marga sterka leikmenn sem þarf ekkert að nafngreina sérstaklega því þeir eru þekktir fyrir. Hinsvegar eru fullt af mjög góðum leikmönnum hjá félaginu, bæði ungir og aðeins eldri sem gerir samkeppnina um stöður í liðinu mikla og það er bara af hinu góða.

Hvaða markmið ertu með fyrir sumarið í Íslandsmótinu?Aðalmarkmið liðsins er að tryggja veru sína í efstu deild og Þegar því er náð er hægt að setjast niður og endurskoða markmiðin. Enn fremur vil ég ná því besta fram í sjálfum mér sem íþróttamanni og sjá það sama hjá liðsfélögum mínum. Við erum með frábært lið sem getur náð langt.Hver er helsti munurinn á að spila fyrir ÍA og Breiðablik að þínu mati?

Að sjálfsögðu eru margir hlutir ólíkir. Sem dæmi get ég nefnt að hjá blikum var ég fyrirliði og það var mikil ábyrgð sem því fylgdi, og enn meiri þar sem liðið var ungt. Hjá ÍA eru mjög margir reyndir leikmenn með mikla leiðtogahæfileika og þar af leiðandi dreifist ábyrgðin á fleiri herðar.

ÍA er nýliði í Pepsídeildinni í sumar. Heldurðu að reynsla þín sem Íslandsmeistari með Blikum og ferill í efstu deild muni nýtast þér til að miðla til yngri leikmanna ÍA?Hiklaust, að hafa fengið smjörþefinn af sigri og árangri gefur mér persónulega mun meiri metnað til þess að vilja gera það aftur. Það var ein af þeim ástæðum að ég valdi að spila fyrir ÍA vegna þess að ég tel liðið eiga góða möguleika á að berjast um titla á næstunni. Reynsla mín í efstu deild, sigrar og ósigrar munu án efa nýtast mér til að miðla til yngri leikmanna liðsins.

Hefurðu væntingar um að fara erlendis í atvinnumennsku?Allir knattspyrnumenn eiga sér draum um að fara erlendis í atvinnumennsku og ég er engin undantekning. En ég er hins vegar með góða vinnu hérna heima og er ekkert sérstaklega að leitast eftir því að komast út. En ef það kæmi skemmtilegt boð um að spila í alvöru liði á háu leveli væri það þó mjög freistandi.

VIÐTAL VIÐ KÁRA ÁRSÆLSSON

Page 26: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Jóhannes Karl Guðjónsson, mun ganga til liðs við Skagamenn að nýju í sumar eftir frábæran feril sem atvinnumaður í knattspynru sem spannað hefur 14 ár í Evrópu.

„Á þessum ferli mínum voru margar ánægjustundir. Meðal þess sem hæst bar var þegar ég var í byrjunarliði Real Betis gegn Real Madrid á Bernabau vellinum í Madrid í 1:1 jafnteflisleik. „ sagði Jóhannes Karl

„Svo var það úrslitaleikurinn með Burnely þegar við tryggðum okkur sæti í úrvalsdeild með sigri á Sheffiled United á afmælisdegi mínum 25.maí 2009 og árin mín hjá Leicester City voru eftirminnileg , sérstaklega síðara árið, en þá var ég kjörinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum liðsins.“

En lítum nú á feril Jóhannesar Karls.

Jóhannes Karl sem verður 32 ára gamall þann 25 maí n.k. hefur leikið stærsta hluta ferils síns í Englandi og líkur hann einmitt ferli sínum þar með Hudderfield Town nú í sumar.

Jóhannes Karl mun væntanlega loka hring sínum í knattspyrnunni með uppeldifélagi sínu ÍA. En hann lék sinn fyrsta leik með Skagamönnum aðeins 17 ára gamall og lék með þeim 8 leiki og skoraði eitt mark í þeim leikjum., sem var gegn Leiftri á Ólafsfirði. Frammistaða Jóhannesar Karls með ÍA vakti strax athygli og var þess ekki langt að bíða að lið frá Evrópu fóru að sýna honum áhuga og flest benti til þess að hann fylgdi í fótspor bræðra sinna Þórðar og Bjarna og héldi á vit atvinnumennskunnar. Sú varð raunin þegar Skagamenn tóku tilboði belgíska liðsins Racing Genk í Jóhannes Karl haustið 1998. En fyrir hjá liðinu var bróðir hans Þórður Guðjónsson. Eftir að hafa leikið 11 leiki með belgíska liðinu á sínu fyrsta ári var hann

lánaður til 1.deildarliðsins MVV Maastricht í Hollandi. Eftir að hafa staðið sig vel með Maastricht ákvað RKC Waalwijk sem þá var undir stjórn Martin Jol, núvernadi stjóra Fulham að kaupa leikmanninn frá Racing Genk. Jóhannes Karl átti tvö góð ár hjá Waalwijk og skoraði sex mörk í 35 leikjum. Frammistaða hans vakti athygli forráðamanna spænska liðsins Real Betis.

Árið 2001 gekk hann til liðs við spænska efstu deildaliðið fyrir andvirði 520 milljóna íslenskra króna sem var metfé hjá spænska liðinu fyrir svona ungan leikmann. Á sínu fyrsta ári á Spáni var Jóhannes Karl fimm sinnum í byrjunarliði og í sex sinnum kom hann inn á sem varamaður. Í janúar 2003 var Jóhannes Karl síðan lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa og lék hann sinn fyrsta leik í ensku knattspyrnunni í lok janúar með Villa í 5:2 útisigri gegn Middlesbrough og gerði hann sér lítið fyrir og skoraði eitt marka liðsins í sínum fyrsta leik. Hann lék síðan 11 leiki með Aston Villa og skoraði tvö mörk í þeim. Í lok keppnistímabilsins snéri hann síðan aftur til Real Betis.

Í upphafi keppnistímabilsins 2003 snéri Jóhannes Karl aftur til Englands en nú til Wolves. Úlfarnir áttu erfitt keppnistímabil fyrir höndum og voru í fallbaráttu allan veturinn en sluppu við fallið um vorið. Hann lék alls 16 leiki með Úlfunum á keppnistímabilinu. Fyrsta leik sinn með Úlfunum lék hann þegar hann kom inn sem varamaður gegn Porsmouth þann 30 ágúst 2003 í markalausu jafntefli á Moleneaux heimavelli Úlfanna. Tæpum mánuði síðar lék hann í fyrsta sinn í byrjunarliði Úlfanna gegn Darlington í deildarbikarnum . Úlfarnir sigruðu í leiknum 3:1 og skoraði Jóhannes Karl eitt marka liðsins. Þá var hann í fyrsta skipti í byrjunarliði Wolves í deildarkeppni í markalausu jafntefli

KNATTSPYRNUFERILL JÓHENNESAR KARLS GUÐJÓNSSONAR

„STÆRSTU STUNDIRNAR Á BERNABAU VELLINUM OG Á WEMBLEY“

Page 27: Leikskrá KFÍA 2012

Ljósnetið – kraftmeiri tenging fyrir íslensk heimili.Með Ljósnetinu færðu háhraðanettengingu með mikla flutningsgetu. Upp- og niðurhal er mun fljótlegra og möguleikar til fjarvinnu meiri. Þú getur streymt tónlist og kvik-myndum, tengt allt að fimm háskerpumyndlykla fyrir Sjónvarp Símans og verið með leikjatölvur og önnur nettengd tæki fjölskyldunnar í öruggu sambandi á sama tíma.

5 myndlyklarTV / VODHáhraðanet Netvarinn

Á siminn.is sérðu hvort þú getur tengst strax í dag!

Þú finnur kraftinn

þegar Ljósnetið

er komið

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

516

24

Page 28: Leikskrá KFÍA 2012
Page 29: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

gegn Fulham á heimavellinum Moleneaux. Í lok keppnistímabilsins snéri hann aftur til Real Betis.

Um sumarið var Jóhannes Karl laus allra mála hjá spænska liðinu og hélt að nýju í ensku miðlöndin. En hvorki til Aston Villa né Úlfanna að þessu sinni, heldur til Leicester City í 1.deildinni og gerði tveggja ára samning við félagið. Hófst nú nýr kafli í atvinnumannaferli Jóhannesar Karls. Hann stóð sig frábærlega hjá Leicester City og var kjörinn leikmaður ársins hjá liðinu seinna árið sitt í Leicester.

Jóhannes Karl kom inn á sem varamaður í opnunarleik tímbalsins í 2:1 sigri Leicester City gegn Derby County á Pride Park í Derby. Viku síðar var hann í byrjunarliðinu þegar Leicester lék á heimavelli gegn Watford, Jóhannes Karl átti góðan leik þrátt fyrir 0:1 tap. Fyrsta mark sitt fyrir Leicester skoraði hann í byrjun október 2004 úr vítaspyrnu í 2:3 tapi á heimavelli gegn Preston North End í deildarbikarkeppninni. Fyrstu mörk sín í deildarkeppnni gerði hann í byrjun nóvember þegar hann gerði bæði mörk Leicester City í 2:2 jafnteflisleik gegn Crewe Alexandra á útivelli. Jóhannes Karl átti gott keppnistímabil með Leicester og lék 41 leik með liðinu í öllum keppnum og skoraði 4 mörk.

Keppnistímabilið 2005/2006 var enn betra hjá Jóhannesi K arli með Leicester City. Hann varð markahæsti leikmaður liðsins, var kjörinn leikmaður ársins af stuðnngsmönnum liðsins og átti mark ársins.

En tímabilið byrjaði samt ekki vel hjá Leicester. Jóhannes Karl var í byrjunarliðinu í opnunarleiknum sem endaði með 1:4 tapi gegn Sheffield United á útivelli. En hann lét til sín taka strax í fjórðu umferð þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2:2 jafntefli gegn Crewe Alexandra á útivelli. Aðeins þremur dögum síðar var Jóhannes Karl aftur á ferðinni í markaskoruninni þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3:0 sigri gegn Bury á útivelli í deildarbikarkeppninni. Hann var áfram i byrjunaliði Leicester og stóð sig mjög vel. Hann var síðan á skotskónum aftur í lok nóvember þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2:2 jafntefli á heimavelli gegn Watford. Liðið var um miðja deild. En þrátt fyrir það

átti Jóhannes Karl frábært tímabil og lék alls 46 leiki með liðinu í öllum keppnum og varð markhæsti leikmaður liðsins með 9 mörk og jafnframt leikmaður ársins. En eftirminnilegast hjá Jóhannes Karli hefur örugglega verið þegar hann var í liði Leicester sem sló Tottenham út úr ensku bikarkeppninni með 3:2 sigri á heimavelli og þegar hann skoraði svo tvö mörk í 3:2 heimasigri gegn Hull City í mars það ár. Var sigurmarkið stórglæsilegt en það skoraði hann með fallegu bogaskoti frá eigin vallarhelmingi yfir markvörðinn og í netið. Markið var valið fallegasta mark ársins af stuðningsmönnum liðsins og mark ársins á nokkrum sjónvarpstöðvum.

Frammistaða Jóhannesar Karls með Leicester City vakti víða athygli. Nú var það hollenska stórliðið AZ Alkmaar sem sóttist eftir kröftum hans. Þegar í febrúar 2006 náði féalgið samningurm við hann en tveggja ára samningur við Leicester var að renna út. AZ Alkmaar lék í evrópukeppninni og enaði í fjórða sæti í hollensku deildarkeppninni.

Jóhannes Karl lék sinn fyrsta leik með AZ Alkmaar 4 ágúst 2006 í æfingaleik gegn Arsenal í vígsluleik á nýjum leikvangi félagsins, DSB Stadion. Arsenal sigraði 3:0 í leiknum. En fyrsti deildarleikur Jóhannesar Karls var gegn FC Utrect í 5:1 sigri 29 október en þá kom hann inn sem varamaður um miðjan síðari hálfleikinn og fjórum dögum síðar kom hann inn á sem varamaður í evrópuleik gegn Grashoppers frá Sviss í 2:2 jafntefli á heimavelli svissneska liðsins. Fyrsti leikur Jóhannesar Karls í byrjunarliðinu var gegn Heerenveen í 3:1 sigri á útivelli.

En dvöl hans hjá hollenska liðinu varð ekki löng undir stjórn Luis Van Gaal. Í byrjun árs 2007 bauð 1.deildarliðið Burneley 25 miiljónir íslenskra króna í Jóhannes Karl og hann sló til og hélt til Engalnds að nýju. Í upphafi var talið líklegt að hann færi aftur til Leicester City að nýju enda vinsæll þar og mikill vilji að fá hann aftur til félagsins. En eigendaskipti voru hjá félaginu nákvæmleg á þessum tíma og náðust því ekki samningar við hollenska liðið. En tllboði Burnley var tekið en Steve Cotterill stjóri Burnley gaf Jóhannesi Karli fá tækifæri með liðinu og það var ekki fyrr en hann var rekinn og Owen Coyle, núvernadi

Page 30: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

stjóri hjá Bolton tók við liðinu að hann fékk tækifærið. Hann komst fljótlega í byrjunarliðið hjá Burnley og fyrsta markið kom í 2:1 sigri gegn Watford á útivelli 27. nóvember 2007 í öðrum leiknum sem liðið lék undir stjórn Owen Coyle. Eftir þetta var Jóhannes Karl ætíð í leikmannahópi liðsins. Keppnistímabilið 2008 – 2009 varð Jóhannesi Karli eftirminnilegt en þá náði Burnley að tryggja sér sæti í úrvalsdeild á mögnuðu tímabili. En byrjunin lofaði reyndar ekki góðu. Jóhannes Karl var í byrjunarliðinu í opnunarleiknum sem tapaðist 1:4 á útivelli gegn Sheffield Wednesday. En leikmenn liðsins voru fljótir að gleyma þeim leik og voru í toppbaráttunni allann veturinn. Jóhannes Karl var áfram í byrjunarliðinu og skoraði sitt fyrsta mark gegn Swansea City á útivelli í 1:1 jafntefli. Næsta mark kom tveimur lekjum síðar í 3:1 sigri gegn Preston North End á heimavelli.

Burnley lauk keppnistímabilinu í 5 sæti og Jóhannes Karl lék þar stórt hlutverk og lék alls 42 leiki með liðinu og skoraði sex mörk og nú hófust spennandi leikir í umspilinu um að tryggja sér sæti í úrvalsdeild. Burnely lék gegn Reading, sem hafnaði í fjórða sæti deildarinnar. Burnley lék fyrri leikinn á heimvalli og sigraði í leiknum 1:0. Jóhannes Karl var þar í byrjunarliðinu en varð að fara útaf meiddur á 21.mínútu. Í leiknum á útivelli gerði Burnely enn betur og sigraði 2:0 og tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik

á Wembley gegn Sheffiled United. Jóhannes Karl kom inn á í seinni leiknum gegn Reading á 71.mínútu.

Það var síðan mánudaginn 25 maí 2009 á afmælisdegi Jóhannesar Karls ,sem Mike Dean flautaði til leiks fyrir framan 80.518 áhorfendur og meðal þeirra var afi og amma Jóhannesar Karls, Jóhannes Karl Engilbertsson og Friðrika Bjarnadóttir. Jóhannes Karl hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn á strax á 27.mínútu leiksins í stað McCann sem meiddist en þá hafði Wade Elliott skorað fyrir Burnley á 13.mínútu, sem reyndist sigurmark leiksins. Jóhannes Karl átti fínan leik fyrir Burnley og liðið hélt það út og sigraði 1:0 eins og áður sagði og 33 ára fjarvru Burnley í efstu deild var á enda.

En dvöl liðsins í úrvalsdeild varði aðeins í eitt ár. Liðið féll aftur í 1.deild vorið 2010. Jóhannes Karl var 14 sinnum í liði Burnley á keppnistímabilinu, m .a í byrjunarliðinu í eftirminnilegum fyrsta leik liðsins á heimavelli gegn englandsmeisturum Manchester United og sigraði Burnley 1:0 í leiknum.

Undir lok keppnistímabilsins átti Jóhannes Karl í útistöðum við Brian Laws stjóra Burnley, sem tók við liðinu eftir að Owen Cole fór til Bolton. Ganrýndi Jóhannes Karl vinnuaðferðir Laws í fjölmiðlum, enda hefur hann ekki verið feiminn við það að tjá skoðanir sinar, enda var árangur Laws

Page 31: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

afleiiann ur með liðið. Laws svaraði með því að setja Jóhannes Karl í bann, með litlum árangri fyrir Burnley, sem féll úr deildinni eins og áður sagði.

Jóhannes Karl fékk sig lausan frá Burnley í lok keppnistímabilsins og fékk hann nokkur góð tilboð frá enskum liðum en ákvað að ganga til liðs við Hudderfield Town í byrjun júní 2010 og gerði tveggja ára samning við félagið, sem leikur í c-deidinni. . Hann lék sinn fyrsta leik með liðinu 7 ágúst 2010 í 3:0 útisigri gegn Notts County og fyrsta markið kom í 2:0 sigri gegn Southampton á heimavelli. Jóhannes Karl lék 48 leiki með Huddersfield Town á keppnistímabilinu og skoraði tvö mörk. Þegar núverandi tímabil hófst var Huddersfield Town spáð vlgengni og talið öruggt að þeir ættu góðan möguleika að fara upp í 1.deild og eiga reyndar enn. Eftir góða byrjun framan af vetri fór að halla undan fæti. Jóhannes Karl átti ekki upp á pallborðið hjá Lee Clark stjóra liðsins enda missti Clark tökin á liðinu og var hann látinn taka pokann sinn

í byrjun þessa árs og Simon Grayson fyrrum stjóri Leeds United tók við. Eitt af fyrstu verkum Grayson var að taka Jóhannes Karl strax inn í leikmannahópinn að nýju og hefur hann verið í byrjunarliðinu að undanförnu.

En eins og við sögðum í upphafi greinarinnar þá hafði Jóhannes Karl þegar tekið ákvörðun að ganga til liðs við Skagamenn að nýju og því ekki breytt. En eins og mál standa nú þá bendir flest til þess að Huddersfiled Town muni leika í umspilinu um að komast upp í 1.deild sem þýðir að að Jóhannes Karl mun ekki geta leikið með Skagamönnum fyrr en 15.júlí í sumar en þá opnar leikmannaglugginn að nýju efti að hann lokast 15.maí, en vonur stóðu til þess að Jóhannes Karl gæti komið fyrir þann tíma á Skagann.

En eigi að síður mun það verða gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Skagamenn þegar Jóhannes Karl kemur til liðs við þá í Pepsí deildinni í sumar.

HraðfrystihúsHellissands

Page 32: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Skagamenn leika eins og alkunna er aftur í deild þeirra bestu í sumar en veturinn 1990-1991 var liðið einnig í svipuðum sporum og nú. Liðið hafði fallið sumarið 1990 og við þjálfun liðsins hafði Guðjón Þórðarson tekið auk þess sem nokkrir leikmenn höfðu horfið á braut og aðrir komið í staðinn. Einn af þeim var varnarmaðurinn Luka Kostic en hann átti eftir að leika stórt hlutverk í sigursælu liði ÍA í upphafi 10. Áratugarins. Nokkrum árum áður hafði hann flust búferlum frá gömlu Júgóslavíu norður á Akureyri þar sem hann lék með Þórsurum áður en leiðin lá á Akranes.

Lúka þótti sterkur varnarmaður og yfirvegaður enda var hann fyrirliði í frábæru Íslandsmeistaraliði Skagamanna árin 1992 og 1993. Við heyrðum af þessu tilefni í Lúka og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar.

Hvað er að frétta af Lúka Kostic?

„Það er bara allt gott að frétta af mér þakka þér fyrir, ég hef mikið að gera í minni vinnu en undanfarin 3 ár hef ég starfað á íþróttadeild Úrvals útsýnar þar sem ég skipulegg æfingaferðir fyrir knattspyrnufélög, ferðir á leiki í enska boltanum auk annarra ferða á íþróttaviðburði. Svo er ég einnig alltaf eitthvað viðriðinn þjálfunina en í dag er ég yfirþjálfari hjá 2. og 3.flokki karla Hauka í fótbolta.“

Hvernig kom það til að þú gekkst í raðir ÍA á sínum tíma?

„Ég gekk til liðs við ÍA árið 1991 en árin tvö á undan hafði ég leikið með Þór á Akureyri en þangað fluttum við fjölskyldan upphaflega frá gömlu Júgóslavíu árið 1989. Ég lék með Þór á þeim tíma en á sama tíma var Guðjón Þórðarson að þjálfa lið KA en hafði þá séð mig í þó nokkrum leikjum með Þórsurum. Guðjón tók síðan við ÍA fyrir tímabilið 1991 og setti sig í samband við mig og bauð mér að koma á Akranes og spila með ÍA. Það var eftir á að hyggja ekki erfið ákvörðun enda Skaginn stór klúbbur með mikla sögu, ég sá heldur ekki eftir þeirri ákvörðun enda áttu þetta eftir að verða bestu árin á ferlinum.“

Ef við rifjum aðeins upp aðdragandann að þessu eftirminnilega tímabili árið 1992 – þetta var ótrúlegt tímabil?

„Já það er rétt þetta var auðvitað ótrúlega eftirminnilegt ár enda er þetta eina liðið í sögunni sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn sem nýliði í deildinni. Árangurinn kom auvitað mörgum á óvart en hinsvegar þá höfðu orðið mikil kynslóðaskipti hjá ÍA liðinu á þessum tíma. Árið áður eða 1991 þegar við vorum í gömlu 2.deildinni þá komust við t.d. undanúrslit bikarsins þar sem við töpuðum í framlengdum leik gegn KR í Frostaskjólinu. Menn sáu þá alveg að við áttum í fullt erindi í efstu deild en þá var einmitt gríðarlega efnilegur hópur að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki en þarna voru strákar eins og Arnar og Bjarki, Þórður Guðjóns, Haddi Ingólfs, Óli Adolfs, Stjáni Finnboga, Alla Högna, Steini heitinn Gísla og margir fleiri. Allir þessir strákar voru ofboðslega metnaðarfullir, lögðu gríðarlega mikið á sig og minnist ég vel andrúmsloftsins inn í klefa hjá okkur fyrir leiki þar sem sigurhugarfarið var svo ríkjandi enda skilaði það sér út á vellinum og við tók við linnulaus velgengni Skagaliðsins næstu árin.“

Fylgistu alltaf vel með Skagaliðinu?„Já það geri ég alltaf enda bjó ég á Akranesi í einhver 3-4 ár og kynntist mikið af góðu fólki sem ég held ennþá sambandi við. Ég sæki einnig alltaf reglulega leiki með ÍA og tel ég að nafnarnir Þórður Þórðar og Þórður Guðjóns séu að vinna alveg hreint frábært starf með liðið. Bæði hef ég heyrt af því og orðið vitni af því sjálfur þegar ég var með þeim í æfingaferð á Spáni í fyrra en þá sá ég að öll þeirra vinna við allt það sem snéri að liðinu er unnin af mikilli fagmennsku.“

„ÉG ÁTTI MÍN BESTU ÁR Á FERLINUM MEÐ ÍA“ segir Luka Kostic í samtali við ÍA-blaðið.

Page 33: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Hvernig heldurðu að Skagaliðinu eigi eftir að ganga í sumar?

„Ég held að Skagaliðinu eigi eftir að ganga vel, liðið hefur á að skipa bæði reyndum leikmönnum í bland við unga og efnilega stráka sem hafa verið að koma upp. Klúbburinn hefur einnig fengið til sín leikmenn í vetur sem eiga eftir að efla liðið eins og Ármann Smára og Jóa Kalla auk þess sem Englendingarnir Mark Doninger og Gary Martin hafa smollið vel inn í liðið og styrkt það mikið.

Annars horfi ég ekki á Skagann sem nýliða í

deildina í sumar enda er Skaginn er klúbbur með mikla sögu, hefð og flottan heimavöll en menn verða þó líka að passa að fara ekki fram úr sér með of miklar væntingar. Í liðinu eru auðvitað ungir og efnilegir leikmenn sem hlúa þarf vel að og þeir munu þurfa sinn tíma til að aðlagast sterkari deild. Ég veit hins vegar að þeir eru í góðum höndum hjá Doddunum tveimur og er ég því bara virkilega spenntur og bjartsýnn á gengi Skaganns í sumar. Ég vil að lokum óska Skagamönnum alls hins besta í Pepsi deildinni í sumar.“ sagði Lúka Kostic í samtali við ÍA-blaðið.

Á leikdegi hafa leikmenn mismunandi venjur, ÍA-blaðið tók Jón Vilhelm Ákason tali og fór í gegnum hefðbundin undirbúning hans fyrir leik.Vanalega hef ég verið að vakna milli hálf 8 - 8. Fæ mér hafragraut og fer síðan í vinnuna. Fæ mér boost um 10 leytið. Í hádeginu fer ég á Hanann í Skeifunni og fæ mér kjúkling og hrísgrjón. Fer yfirleitt heim úr vinnu um kl:15:00 og slaka á. Þegar um 3 tímar eru í leik fæ ég mér ristabrauð og banana. Reyni að vera mættur á völlinn rúmlega einum og hálfum tíma fyrir leik. Þegar ég spilaði hjá Val fórum við 2-3 og tókum nokkur körfuboltaskot til þess að slaka á og skapa smá stemningu. Tónlistin sem verður fyrir valinu er yfirleitt hip hop, þá helst Kanye. En að öllum líkindum verða Mark og Gary plötusnúðar í klefanum þetta sumarið

enda yfirleitt fyrstir til að henda einhverju á, en misgott að vísu.

Við þökkum Jóni fyrir að deila þessu með okkur.

LEIKDAGUR JÓN VILHELM

Page 34: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og spilaði með Reyni upp alla yngriflokka17 ára gamall gekk ég til liðs við Völsung frá Húsavík og var þar eitt tímabil undir stjórn Sigurðar ( Sigga Donna) Halldórssonar og fékk þá m.a að kynnast hinum fræga Langasandi þar sem Völsungar komu í æfingaferð á SkagannEftir þetta sumar lá leiðin heim aftur og spilaði ég með Reyni til 23 ára aldurs og endaði ferill minn á malarvellinum í Sandgerði eftir 15 min í Bikarleik gegn Grindavík með þríbrotið hné eftir ansi harða tæklingu.Ég hóf að þjálfa fljótlega eftir þetta og aflaði mér menntunnar á því sviði og útskrifaðist ég með UEFA-A þjálfaragráðu árið 2005

Hvað kom til að þú ákvaðst að sækja um starf sem þjálfari mfl kvk hjá ÍA? Ég var búinn að ná mér í konu hér á skaganum og þegar staðan var auglýst hugsaði ég mig ekki tvisvar um.

Hvaða önnur lið hefurðu þjálfað á þínum þjálfaraferli? Ég hef þjálfað Reynir Sandgerði og Víði Garði í meistaraflokki karla og svo Keflavík, Hauka og GRV í meistaraflokki kvenna ásamt nokkrum árum í yngri flokka starfi.

Hvernig kanntu við að starfa hjá félagi eins og ÍA? Það er draumur að þjálfa hjá ÍA. Hér snýst allt um fótbolta, hér er hefðin, hér er metnaðurinn og hér vilja menn vera í fremstu röð.

Hvaða gildi telur þú að endurvakning á meistaraflokk kvenna hafi fyrir knattspyrnuna á skaganum? Mikið gildi, því fótbolti er ekki bara karlasport. Með endurvakningu meistaraflokks kvenna er komin ákveðin gulrót fyrir yngri stelpur sem eru að æfa og hafa þær þá eitthvað að stefna að. Þær sjá sínar fyrirmyndir spila fyrir ÍA en ekki fyrir eitthvað annað lið. Við eigum ekki að vera uppeldisstöð fyrir Reykjavíkurliðin.

Hvaða áherslur hefurðu verið með í þjálfun stelpnanna í vetur? Ég legg mikla áherslu á að stelpurnar séu í góðu líkamlegu formi og að þær nái að spila hraðann og markvissan fótbolta Ég segi oft að eftir því sem undirbúningurinn er erfiðari og „leiðinlegri“ þeim mun skemmtilegra verður sumarið.

Hvaða væntingar telurðu að séu raunhæfar hjá meistaraflokk kvenna í sumar?Það er erfitt að segja. Veturinn er búinn að vera mjög góður fyrir okkur og við höfum unnið hvern leikinn af fætur öðrum en við erum samt ekkert að missa okkur í gleðinni og vitum að sumarið verður mjög erfitt. Við erum með gott lið sem við ætlum að gera enn betra og það verður bara að koma í ljós í september hvort ÍA verði með lið í úrvalsdeild 2013. Í dag erum við ekki í þeim standard en erum vissulega á réttri leið. Þess vegna verðum við að sýna stelpunum þolinmæði. Þær eru ungar, kjarkmiklar og vinnusamar og innan fárra ára verður ÍA með fótboltalið í fremstu röð í kvennaboltanum.

VIÐTAL VIÐ ELVAR GRÉTARSSON

NÝMEIRI ÁHRIF, MINNI HRUKKUR

-FORMÚLANIVEA

NIVEA Q10 Anti-Wrinkle Moisturizer dagkremið sem inniheldur náttúrulegt Q10 húðarinnar er nú með nýrri og betri formúlu. Enn meiri virkni í baráttunni gegn hrukkum og 30%meira af rakagefandiinnihaldsefnum.

Page 35: Leikskrá KFÍA 2012

NÝMEIRI ÁHRIF, MINNI HRUKKUR

-FORMÚLANIVEA

NIVEA Q10 Anti-Wrinkle Moisturizer dagkremið sem inniheldur náttúrulegt Q10 húðarinnar er nú með nýrri og betri formúlu. Enn meiri virkni í baráttunni gegn hrukkum og 30%meira af rakagefandiinnihaldsefnum.

Page 36: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Hvað kom til að þú ákvaðst að sækja um starf sem þjálfari 2.fl. karla ÍA á sínum tíma?

Ég var að þjálfa 3.fl. karla á þessum tíma og þegar Steinar og Óli Adolfssynir ákváðu að hætta var mér boðin staðan. Það var mikill heiður og ánægja svo það kom aldrei annað til greina en að þiggja boðið.

Hvernig kanntu við að starfa hjá félagi eins og ÍA?

Það er algjör draumur að starfa sem þjálfari hjá þessu félagi. ÍA er auðvitað stærsta knattspyrnufélag landsins hvað varðar sögu og sigra. Ég ólst upp við það sem barn og unglingur að ÍA var alltaf að vinna titla. Júlíus Pétur fósturfaðir minn spilaði með liðinu þ.a. sem barn sá ég alla leiki og fylgdi oft með á æfingar. Þetta lið varð Íslands- og bikarmeistari margoft ´82-´86 og svo tók við óslitin sigurganga þegar ég var unglingur ´91-´97 þ.a. ÍA er í mínum huga stærsta og flottasta knattspyrnufélag landsins.Það er mjög gott að þjálfa hér, við búum að því að hafa einstaka aðstöðu. Við erum t.a.m. eina knattspyrnufélagið á landinu sem hefur knattspyrnuhöll í fullri stærð bara fyrir okkur, öfugt við aðrar knattspyrnuhallir í fullri stærð sem eru þétt setnar og notaðar af mörgum knattspyrnufélögum. Aðstaðan yfir sumartímann mætti vera betri og þá á ég við æfingasvæðið sem er orðið ansi lélegt. Endurbætur eru þó hafnar á því og vonandi halda þær áfram.

Hvernig hafa æfingar verið í vetur og hvernig er mórallinn í liðinu?

Æfingar hafa gengið vel og strákarnir hafa lagt mikið á sig í vetur. Liðið tók miklum breytingum í haust því ´92 árgangurinn var mjög sterkur. Ungu strákarnir sem komu upp eru skemmtilegir og láta þá eldri ekkert eiga inni hjá sér þ.a. mórallinn er góður myndi ég segja.

Hvað ert þú að leggja áherslu á í þjálfun strákanna?

Ég hef þurft að leggja áherslu á þroska. Við stjórnum ekki líkamlegum þroska en andlegi þroskinn þarf að vaxa hratt því stökkið er stórt að stíga upp í 2.fl. úr 3.fl. og enn stærra fyrir þá sem ná á endanum upp í mfl. Það er mitt markmið að skila öflugum leikmönnum upp í mfl. og til þess þurfa strákarnir að leggja á sig mikla vinnu. Sumir eru tilbúnir til þess en aðrir ekki og þar skilur á milli. Það eru ekki alltaf bara hæfileikar sem gera góðan knattspyrnumann, það þarf líka sterkan karakter.

Hvernig líst þér á mannskapinn sem ÍA er með í 2.fl?

Mér líst vel á hann, þetta eru duglegir strákar en það er ljóst að sumarið verður erfitt. Ég tel að á góðum degi séum við öllum liðum erfiðir andstæðingar en því miður geta strákarnir líka verið sínir verstu andstæðingar. Það er hlutur sem við höfum unnið í með ágætum árangri í vetur. Vonandi halda þeir áfram að bæta sig og verða að lokum sterkir einstaklingar bæði andlega og knattspyrnulega.

Hvaða markmið ertu með fyrir sumarið í Íslandsmótinu?

Mitt markmið er einfaldlega að þessir strákar verði komnir skrefi lengra í átt að því að verða alvöru knattspyrnumenn og leggja grunn að glæstum mfl. ferli hjá ÍA. Það er mikilvægt að gera strákunum grein fyrir því strax að það gerist aðeins með mikilli vinnu og þrotlausum æfingum. Það á ekki aðeins við um skipulagðar æfingar heldur skiptir einnig sköpum hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig aukalega. Þá kemur aftur að okkar

VIÐTAL VIÐ JÓN ÞÓR HAUKSSON

Page 37: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

frábæru aðstöðu og það eru forréttindi fyrir okkar stráka að þeir geta nánast hvenær sem er farið í knattspyrnuhöllina og æft það sem betur má fara. Þeir sem virkilega ætla sér að ná langt í fótbolta hafa frábært tækifæri til þess hér á Akranesi. Það verður líka að koma frá strákunum sjálfum og við þjálfararnir erum eins og Guð, við getum aðeins hjálpað þeim sem hjálpa sér sjálfir!

Hvaða gildi telur þú að það hafi fyrir knattspyrnuna á Skaganum að meistaraflokkur karla komst á nýjan leik upp í efstu deild?

Það skiptir gríðarlega miklu máli að strákarnir okkar séu að fylgjast með bestu knattspyrnumönnum landsins á nýjan leik. Strákarnir læra af því og það er ómetanlegt fyrir þá að hafa fremstu knattspyrnumenn landsins á æfingasvæðinu og hitta þá daglega. Svo ekki sé minnst á að fá margreyndan atvinnumann heim eins og Jóhannes Karl sem á vafalaust eftir að láta gott af sér leiða og veita okkar strákum mikinn innblástur með nærveru sinni. Hann er þeim afar góð fyrirmynd, frábært dæmi um leikmann sem lagði mikið á sig til að ná sem allra lengst og uppskar svo sannarlega eftir því.

Við hittum Valgeir Valgeirsson sem hefur dæmt fyrir hönd ÍA í efstu deild frá árinu 2008 og spurðum hann út í komandi sumar og dómgæsluna á síðasta ári. Valgeir er búinn að sanna sig sem dómari í fremstu röð á Íslandi og áhugavert að sjá hvaða skoðanir hann hefur á hlutunum.

Hvernig metur þú síðasta sumar hjá þér í dómgæslunni?Síðasta sumar var mjög gott í dómgæslunni hjá mér fékk t.d. bikarúrslita leikinn fyrir góða frammistöðu fyrr um sumarið. Það var mikill heiður fyrir mig persónulega og frábært að fá að dæma stærsta leik á Íslandi.

Hverjar eru væntingar þínar fyrir komandi sumar?Væntingar mínar eru þær að gera enn betur en í fyrra og bæta mig eins og ég get.

Hvernig undirbúa dómarar sig fyrir sumarið?Manni hlakkar alltaf mikið til að byrja tímabilið og höfum við verið að æfa vel fyrir sumarið, bæði sjálfir hér á Skaganum og í þrektímum hjá meistara Dean Martin. KSÍ heldur svo úti æfingum fyrir Landsdómara í Reykjavík sem við förum á. Einnig erum við komnir með púlsmæli, við þurfum reglulega að senda yfirlit til KSÍ úr honum og þá hefur dómaranefndin betri yfirsýn um það hvernig standi menn eru í.

Hverjir eru eftirminnilegustu leikirnir á sl. árum?Á mínu fyrsta ári (2008) sem efstudeildar dómari kom ég inn á sem varadómari í mínum fyrsta leik, Fram – Breiðablik 23. Júní, svo dæmdi ég undanúrslitaleik í Vísa-Bikar Fylkir – Fjölnir á Laugardalsvelli 31. Ágúst. 9. Ágúst 2009 dæmdi ég í Gautaborga leik Qviding FIF og Jököping Södra IF í sænsku 1.deildinni. Svo dæmdi ég Úrslitaleik Vísabikars karla 2011.

Hvernig finnst þér þróunin í dómaramálum á Akranesi?Þróunin í dómaramálum á Akranesi er bæði góð og slæm. Fyrst verð ég að nefna að KDA (Knattspyrnudómarafélag Akranes) hefur alið af sér fjölda frambærilegra dómara síðustu 10 – 15 ár sem byrjaði með innkomu Sævars Jónssonar í dómgæsluna. En það er mér mikið áhyggjuefni hvað það eru fáir nýir dómarar að koma inn og vil ég nota tækifærið til að hvetja alla, sama á hvaða aldri þau eru að skella sér á dómaranámskeið og hjálpa okkur að gera knattspyrnuna á akranesi enn betri.

DÓMARAHORNIÐVALGEIR VALGEIRSSON

Page 38: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Skagamenn eru svo lánsamir eiga gallharða stuðningsmenn víðs vegar um landið en Guðni Már Harðarson er einn af fjölmörgu stuðningsmönnum ÍA sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Mörg undanfarin ár hefur Guðni verið duglegur að sækja leiki með ÍA bæði á Skagann og hvert á land sem er, verið duglegur að láta í sér heyra og stutt liðið í blíðu og stríðu. ÍA-blaðið heyrði í Guðna af þessu tilefni og spurði hann m.a. út í væntanlegt tímabil í Pepsideildinni og margt fleira.

Hvað kom til að þú fórst að halda með ÍA á sínum tíma?“Það var nú þannig að faðir minn Hörður Geirlaugsson er frá Skaganum og dró mig á völlinn á sínum tíma, og ég man fyrst eftir mér 3-4 ára farandi á völlinn með pabba. Skaganum gekk vel á þessum árum og man ég eftir því að ég var duglegur að biðja pabba um nammi í sjoppunni rétt eftir að ÍA hafði skorað mark, það virkaði alltaf best. Síðan liðu árin og ég man vel eftir bikarúrslitaleiknum árið 1986 gegn FRAM þegar Pétur Péturs skoraði mörkin tvö sem tryggðu okkur titilinn. Síðan varð ég þeirra gæfu aðnjótandi að fá að búa á Skaganum í eitt ár, en það var árið 1993 þegar Skaginn vann nánast allt sem hægt var að vinna og m.a. Feyenoord á Laugardalsvellinum en þá var ég einmitt boltastrákur fyrir aftan markið sem Óli Þórðar hamraði skallinn í. Eftir það var ekki til baka snúið og hef ég verið gallharður stuðningsmaður ÍA allar götur síðan.”

Nú gegnirðu daglegu starfi sem prestur – þú passar þig væntanlega að fara ekki offorsi í gagnrýni á dómaranna í leikjum ÍA?“Jú það er rétt ég starfa sem prestur í Lindakirkju í Kópavogi og verð því auðvitað að gæta orða minna. Sérstaklega þegar við

spilum við Blikanna því þar eru strákar farnir að banka á dyrnar sem ég hef marga hverja fermt í Kópavogi. En annars öllu gamni slepptu þá mæti ég nú bara á leiki til að styðja ÍA liðið fyrst og fremst, í stað þess að rífast og skammast í utanaðkomandi aðilum.”

Skagamenn gengu frá samningum í vetur við Jóhannes Karl Guðjónsson – það hlýtur nú að gleðja þig sem og aðra stuðningsmenn ÍA? “Jú heldur betur, það er líka gaman að segja frá því að Guðlaugur heitinn faðir Jófríðar hans Jóa Kalla og Hörður pabbi minn voru systrasynir og miklir félagar og vinir á sínum tíma. Ég man vel eftir tíðum heimsóknum okkar á Reynigrundina til Gulla þar sem allt snérist um fótbolta enda voru allir yfirleitt út í garði að leika sér með bolta. Ég þekki því Jóa Kalla nokkuð vel sjálfur og hef m.a skírt yngstu drengina þeirra Jófríðar undanfarin ár. Annars lýst mér auðvitað fantavel á heimkomu Jóa Kalla, tel hann eiga eftir að styrkja liðið mikið og ég vonast bara til að sjá hann sem fyrst í gulu treyjunni.”

Framundan er langþrátt keppnistímabil í Pepsideildinni – hvernig leggst tímabilið í þig?“Það leggst bara virkilega vel í mig, ég er eins og margir aðrir stuðninsmenn ÍA fullur tilhlökkunnar og hef trú á strákunum. Liðið hefur styrkt sig vel í vetur og ég hef einnig mikla trú á ungu strákunum og vona að þeir eigi eftir að sanna sig vel í deildinni í sumar eins og t.d. Óli Valur og Andri Adolphs. Fyrsti heimaleikurinn verður stórleikur gegn KR og get ég ekki beðið eftir að tilla mér hjá Bjarka Þór, Sigrúnu Ríkharðs og fleiri stuðningsmönnum ÍA og hvetja okkar menn í sumar.” sagði Guðni Már Harðarson að lokum.

VIÐTAL VIÐ STUÐNINGSMANN ÍA GUÐNI MÁR HARÐARSON.

Page 39: Leikskrá KFÍA 2012

Kaffimatse� ill er frá kl. 13:30 - 17:30 alla daga

www.galito.is - [email protected]

Page 40: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Stelpurnar í meistaraflokki ÍA hafa átt góðu gengi að fagna í æfingaleikjum sínum í vetur og unnið þá flesta. Þrátt fyrir töluverða velgengni þá er hópurinn ungur og í senn efnilegur en æfingahópurinn inniheldur einhverjar 22-24 stelpur þar sem 17-19 af þeim eru enn gjaldgengar í 2.flokk.

Undanfarin tvö ár hefur KFÍA unnið að því hörðum höndum að byggja undir stoðir kvennaboltans á Akranesi og því voru það ánægjutíðindi þegar tilkynnt var um endurkomu Helgu Sjafnar Jóhannesdóttur en hún gerði nú á vormánuðum 1 árs samning við ÍA.

Allt er þetta liður í því að styrkja og auka reynslu í hópnum fyrir komandi átök og því ánægjulegt að Helga Sjöfn hafi tekið skónna fram aftur en hún hóf sinn feril með ÍA hér á árum áður.

Helga Sjöfn býr yfir mikilli reynslu enda á hún að baki hátt á annað hundrað leiki í efstu deild með liðum eins og Val og Stjörnunni en einnig hefur hún leikið 2 A-landsleiki og nokkra leiki með yngri landsliðum Íslands.

Koma Helgu verður mikill styrkur fyrir hinn efnilega hóp stúlkna sem mynda meistaraflokk kvenna hjá ÍA og verður spennandi að sjá Helgu aftur í gulu treyjunni í sumar. Við hjá ÍA-blaðinu heyrðum af þessu tilefni í Helgu Sjöfn þar sem við könnuðum hvernig henni litist á sumarið

„Það eru rúmlega tvö ár síðan ég hætti en ég lék síðast sumarið 2010 með Val svo það leggst bara mjög vel í mig að vera byrja aftur. Ég sé bara fram á virkilega spennandi sumar með stelpunum en Elvar þjálfari hefur verið að gera mjög góða hluti með þær í vetur og verið stígandi í þeirra leik. Þetta er stór og virkilega efnilegur hópur sem við höfum yfir að ráða en ég hef mætt á nokkrar æfingar nú þegar og þetta leggst bara vel í mig.“

Helga er búsett á Akranesi ásamt unnusta sínum Jónmundi Ingólfssyni en hún mun sækja vinnu sína til höfuðborgarinnar: „Jú það er rétt, við erum flutt aftur á Akranes en ég muna keyra á milli til Reykjavíkur þar sem ég starfa sem sjúkraþjálfari á Landspítalanum. Annars er markmiðið hjá mér bara að komast aftur í gang fyrir alvöru og ég hlakka bara til að geta lagt mitt að mörkum með stelpunum í sumar.“ sagði Helga að lokum í stuttu samtali við vefsíðu KFÍA.

Við hjá ÍA-blaðinu bjóðum Helgu Sjöfn hjartanlega velkomna aftur á Skagann og óskum henni alls hins besta á vellinum í sumar.

segir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir í samtali við vefsíðu KFÍA.

„ÉG HLAKKA BARA TIL AÐ GETA LAGT MITT AF MÖRKUM MEÐ STELPUNUM Í SUMAR“

Page 41: Leikskrá KFÍA 2012
Page 42: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Magneu Guðlaugsdóttur þjálfara 4. fl. og 6.fl. kvenna þarf vart að kynna. Hún á að baki glæstan feril með meistaraflokk kvenna hjá ÍA þar sem hún spilaði 118 leiki í deild og bikar. Einnig spilaði hún fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands og átta landsleiki með A-landsliðinu. Magnea hefur áður fengist við þjálfun til fjölda ára og segir stelpurnar vera mjög áhugasamar og mætinguna góða.

„Ég hef þjálfað frá því ég var unglingur en með góðum hléum. Ég hef verið með yngri flokka og aðstoð hjá meistaraflokki kvenna hjá ÍA. Þegar ég var úti í Norrköping í námi þjálfaði ég 3.deildarlið Eneby bk dam og með sóknarmennina hjá aðalliði félagsins sem var í 2.deild og að sjálfsögðu spilaði ég einnig með liðinu. En í vetur hef ég verið að þjálfa stelpurnar í 4. flokk og 6. flokk. Það hefur gengið vel og þær hafa staðið sig með prýði á æfingum og lagt sig fram. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Það hafa verið að mæta 13-15 stelpur á æfingu að jafnaði hjá mér í 6. flokk en 17 stelpur voru skráðar í flokkinn í vetur. Í 4.flokki eru 16-18 stelpur að mæta á æfingar að jafnaði en 21 eru skráð í flokkinn.“

Áherslur og markmiðMagnea segir það vera marga þætti sem unnið hafi verið í á æfingum í vetur og markmiðin séu skýr sem stelpurnar eru þjálfaðar eftir. „Yfirþjálfari yngri flokka starfsins hjá ÍA leggur áherslur á sendingar og móttöku bolta og hefur komið þvi markvisst til skila til okkar þjálfara. Sendingar og móttaka bolta hafa því verið markmið langflestra æfinga hjá mér í vetur. Það sem ég hef hugsað um þegar ég set upp æfingu eru þessir þættir, að æfingin sé skemmtileg og þar sem við erum búnar að vera í miklum kulda í höllinni frá því í byrjun nóvember þá er áherslan einnig lögð á að engum verði kalt á æfingum.Markmið 4.flokks kvenna er fyrst og fremst að ná tökum á stórum velli og læra að verða fullorðinn í fótbolta! Í því felst t.d að kunna á rangstöðu, hvernig færir maður vörnina-miðjuna-sóknina þegar liðið er að verjast/sækja, meiri agi utanvallar (t.d matur og svefn) og mæting á

æfingar. Það þarf líka að huga að þáttum eins og jákvæðni og ýmsum öðrum sálrænum þáttum sem þarf að hafa í huga þegar maður er kominn í eldri flokka. Þegar þetta markmið var sett upp var haft í huga reynsluleysi stelpnanna en 18 þeirra af 21, sem eru skráðar í flokkinn, eru að spila á stórum velli í fyrsta skiptið í ár.“

Afreksstefna KFÍA KFÍA hefu sett sér afreksstefnu en tilgangur hennar er að ala upp framúrskarandi leikmenn fyrir meistaraflokk IA þannig að meistaraflokkslið félagsins komist aftur og verði ávallt í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu. Magnea var fengin til að þjálfa afrekshóp KFÍA og telur hún að það sé að skila góðu starfi og skipti miklu máli fyrir meistaraflokka félagsins. „Áherslurnar sem liggja að baki því að vera með afrekshóp er að gera gott betra (auka-æfingin skapar meistarann). Þessi þjálfun skilar sér út í starfið til yngri leikmanna því þau sem eru á afreksæfingum vilja taka hraðann, sem fæst á þeim æfingum, með sér á flokksæfinguna. Þetta fyrirkomulag skilar sér í betra fótboltafólki og því þætti mér það miður ef afreksæfingar væru ekki til staðar hjá ÍA.

Meistaraflokkur kvennaMagnea telur það mjög mikilvægt fyrir kvennaknattspyrnuna að meistaraflokkur hafi verið endurvakinn eftir nokkurra ára hlé. Það hafi mikið gildi og styrki yngri flokka starfið hjá stelpunum og hægt verði að fá fleiri stelpur í fótboltann. „Endurvakningin kalla fram stolt fyrir þær sem voru í boltanum hér áður, sigur fyrir þær sem eru í boltanum núna og hvatning fyrir þær sem verða í boltanum í framtíðinni. Ég álit að þetta skref sé eins mikilvægt fyrir alla bæjarbúa og þetta eru góðar fréttir. Frábært!“Eitt að lokum: Frábært fótboltasumar í vændum... ÁFRAM ÍA!!!

AÐ GERA GOTT BETRAMagnea Guðlaugsdóttir þjálfari 4. fl. og 6. fl. kvenna

Page 43: Leikskrá KFÍA 2012

Móttaka á endurvinnsluefnum (s.s. pappa, plasti, timbri og járni) og öðrum úrgangi hjá Gámaþjónustu Vesturlands að Höfðaseli 15.

Opið alla virka daga frá kl 8–16.

Höfðasel 15 • 300 Akranes • Sími: 435 0000 • Fax: 435 0006 [email protected] • www.gamar.is

móttökustöð AkranesiLAUSNIN

Einstaklingar og fyrirtæki velkomin!

Æðaroddi

Akraf

jallsv

egur

Höfða

sel

Page 44: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Dagur 1Eftir þrotlausar æfingar og púl undir handleiðslu Dean Martin og Dodda yfir veturinn þá rann upp dagurinn, 14. apríl 2012 en þá lögðum við strákarnir af stað til Spánar. En að sjálfsögðu svona til að halda mönnum á jörðinni fram að flugtaki a.m.k. þá var skellt á einum góðum þrekhring um morguninn fyrir brottför.

Menn mættu svo klárir í rútuferð á réttum tíma kl hálf 2 nema Gary Martin sem fékk heiðurinn af fyrstu sekt ferðarinnar þar sem hann var mættur í sólardressið að Jaðarsbökkum í “sumarblíðunni”.

Síðan var haldið af stað og gekk þetta áfallalaust fyrir sig þrátt fyrir flughræðslu hjá einum leikmanni sem hann virðist vera að komast yfir. En þar er hann undir góðri leiðsögn flugumferðarstjórans Kára Ársælssonar sem fór vel yfir allt ferlið með mönnum í vélinni og var ekkert að hata að sýna þekkingu sína á þessum málum í þessari ferð. Lentum á Alicante kl. 1 og loks komnir uppá hótel kl.2 á Oliva Nova þar sem menn könnuðust vel við sig frá árinu áður þar sem menn skelltu sér beint í kúr með herbergisfélaganum.

Dagur 2Menn mættu misferskir í standard egg og beikon morgunmat á hótelinu í blíðskaparveðri daginn eftir og þaðan beint á æfingu þar sem að menn fengu þá tilfinningu sem þeir voru búnir að bíða eftir síðan í september. Að stíga á iðagrænt grasið í nýju takkaskónum. Eitthvað var viðbrigðið frá kuldanum á gervigrasinu í Akraneshöllinni auðveldara fyrir gamla því að þeir völtuðu yfir unga á fyrstu grasæfingu ársins. Eftir æfingu var regla um að fara 5 mínútur í sundlaugina á hótelinu sem var jökulköld svo að menn væru klárir í seinni æfingu dagsins. Pálmi Haraldsson fararstjóri og formaður Sjóbaðsfélags Akraness ásamt Kristleifi sjúkraþjálfara voru ekki lengi að benda mönnum á að sjórinn væri mun betri kostur og nýttu margir leikmenn sér það. Það vakti mikla lukku hjá Facebook þyrstum leikmönnum liðsins að komast að því að netið var frítt á hótelinu þannig að menn gátu auðveldlega talað við fjölskyldu og vini.

Dagur 3Þarna voru mnen komnir í góða rútínu og farnir að njóta lífsins vel þar sem men sóluðu sig vel á bakkanum á milli þess sem var æft af krafti. Meiðslapésarnir sluppu ekki neitt og voru þeir sem ekki gátu tekið þátt í æfingu sendir í ræktina á morgnana þar sem Pálmi Haraldsson stjórnaði hlutunum. Ágúst “kitman” Valsson og Kristleifur nýttu tímann einnig vel meðan æfing var í gangi og hlupu óteljandi hringina um æfingasvæðið. Þó að sjúkraþjálfarinn hafi örugglega talið það á fína símanum sínum einhvernveginn. En hann hafði annars nóg að gera í að hlúa að aumum kroppum eftir stífar æfingar

Á þessum tíma ferðarinnar voru Instagram kroppamyndir komnar á annað hundraðið og átti þeim bara eftir að fjölga fólkinu heima á Íslandi til mikillar gleði. Í kvöldmatnum um kvöldið var góður matur að vanda og kom líka í ljós þessi dýrindis ísbar sem men gátu gengið í eftir kvöldmat. Voru menn þú hvattir til að misnota ekki fríðindi sín þar og að gerðu menn að sjálsögðu.

Eftir kvöldmat var svo skemmtikvöld hjá ungum þar sem mjög svo vafasöm spurningakeppni fór fram en þar stóðu ungir uppi sem sigurvegarar á einhvern hátt. En þess má geta að sá sem sá um að telja stigin hann Jón Björgvin fagnaði manna mest í lok leiks og var það vafasamt í meira laginu enda voru gamlir ekkert að æsa sig yfir þessum “ósigri”

Dagur 4Eftir stífar æfingar fyrstu dagana þá var gefið frí eftir hádegi á Þriðjudeginum og boðið uppá verslunarferð til Benidorm. Einar Logi, Kári og Pálmi ákváðu þó að skella sér í golf í stað þess að strauja kortin á Bene, var nú eitthvað lítið um hetjusögur frá þeim golfhring þegar maður hugsað út í það eftir á. Sveiflan greinilega ekki að koma alveg nógu vel undan vetri. Aðrir áttu góðan dag á Benidorm hvort sem menn versluðu eða kynntu sér skemmtivenjur Bretans á Spáni, en þar voru Englendingarnir okkar alveg á heimavelli labbandi á ströndinni enda hata þeir ekkert að rífa sig á kassann.

Brunað var svo í kvöldmat á hótelinu og strax uppá herbergi þar sem undanúrslit í Meistaradeildinni fóru fram. Bayern-Real var leikur kvöldsins og nutu menn þess að slaka á eftir góðan dag með því að horfa á bestu

ÆFINGAFERÐ MFL. KARLA 2012

Page 45: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

Page 46: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

knattspyrnumenn í heimi spila.

Dagur 5Þarna vöknuðu menn helsáttir í sólinni og skelltu sér svo á æfingu en þar voru menn að sjálfsögðu látnir finna fyrir því að hafa fengið frí á seinni æfingu gærdagsins og var skellt á heljarinnar þrekæfingu og fóru menn þreyttir og sáttir í laugina eftir þá æfingu.

Jón Björgvin eða StaðreyndarJonni eins og hann verður kallaður hér eftir hélt áfram sínu hlutverki í ferðinni en hann kom alltaf með eina staðreynd á dag sem hann hafði grafið upp einhverstaðar. Einhverjar kenningar voru þó uppi um að þetta hafi allt saman verið uppspuni hjá lítla kettinum okkar en hann hélt gigginu út ferðina.

Seinni æfing dagsins, sólbað og kvöldmatur héldu sinni rútínu að vanda og um kvöldið var svo leikur Chelsea og Barcelona sem menn nutu undir fagurri lýsingu hins spænska Gumma Ben.

Dagur 6Lífið hélt sinn vanagang í atvinnumannalífinu á Spáni. Sektarsjóðurinn hafði nú safnað dágóðri summu fyrir hinar ýmsu sektir en seinni æfing Fimmtudagsins sló öll met, eitthvað var sóilin greinilega að fara illa í menn þennan daginn. Þannig var mál með vexti að 10 evru sekt var fyrir að skjóta boltanum yfir 20-30 metra hátt net fyrir aftan markið og voru hvorki meira né minna en 5 leikmenn sem tókst á ótrúlegan hátt að þruma boltanum yfir þetta mikla net öðrum leikmönnum til mikillar gleði.

Eftir kvöldmat var svo komið að skemmtikvöldi hjá Gömlum en þar setti Arnar Már upp sinn brátt víðfræga AddaPunkt. Voru þar tónlistarspurningar og þrautir í bland og er óhætt að segja að Gamlir hafi niðurlægt unga í þetta skiptið og varð því miður engin spenna úr því kvöldi. Gamlir greinilega bara leveli fyrir ofan á öllum sviðum.

Nú eftir mikla skemmtun átti sér stað hrekkur sem leikmenn voru lengi að jafna sig á. Þar tóku Ármann Smári og Doddi þjálfari sig saman og settu upp svakalegan leikþátt. Doddi hafði verið eitthvað önugur allt skemmtikvöldið í símanum ráfandi út úr salnum hvað eftir annað og voru menn eitthvað farnir að hugsa hvað var í gangi. Eftir spurningakeppnina kemur hann fyrir framan hópinn og tjáir okkur að vegna miskilnings hjá Iceland Express þá þyrftum við að pakka saman annað kvöld og fljúga heim kl. 2 aðfaranótt laugardags. Voru menn

ekki parsáttir með þetta enda þýddi þetta að við myndum missa af nýliðakvöldinu og degi í London sem margir hefðu beðið spenntir eftir. En kvikindin 2 létu svo allan hópinn kveljast í nokkurn tíma í þessari trú þangað til þeir komu hoppandi kátir að tilkynna okkur að þetta hefði allt saman verið vel útfærður hrekkur. Má segja að þeir hafi náð öllum hópnum svakalega og er klárt mál að þetta er gleymt en ekki grafið.

Dagur 7Þessum degi höfðu ungir kviðið alla ferðina. Það var að sjálfsögðu vegna þess að á seinni æfingu dagsins fór fram Ungir-Gamlir og var búin að myndast mikil spenna fyrir þessum stærsta leik ársins hingað til.

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en það var Ármann Smári sem tók það að sér að dæma leikinn og stóð hann sig prýðilega í því hlutverki. Jafnræði var með liðunum enda ungir staðráðnir í að endurtaka leikinn frá því í fyrra þar sem þeir fóru með sögulegan sigur. Það sama var þó ekki uppá teningnum þetta árið en Gamlir sigu fram úr hægt og rólega unnu að lokum sanngjarnan 3-0 sigur þar sem Gary Martin, Mark Doninger og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörkin af stakri snilld. Pálmi Haraldsson, Gústi Vals og Doddi þjálfari tóku allir þátt í leiknum og spiluðu að sjálfsögðu fyrir Gamla liðið.

Eftir leik tókust menn í hendur og tóku síðustu ferðina í köldu laugina góðu sem að menn voru farnir að tala um að væri nauðsynlegur partur af rútínu dagsins til að halda geðheilsunni í lagi enda við allir sólbrenndir.

Næst á dagskrá var svo nýliðavígsla þar sem að metfjöldi nýliða kom fram en þeir voru Ármann, Kári, Zlatko, Páll Sindri, Gylfi Veigar, Fjalar, Atli A, og Teitur. Stóðu þeir sig allir með sóma og hélt hópurinn svo saman þar sem menn sungu, dönsuðu og skemmtu sér konunglega eftir vel heppnaða viku af æfingum.

Dagur 8Létt æfing var svo morgunin eftir þar sem menn hristu af sér danskóna frá því um kvöldið áður. Eftir hana var haldið í síðustu máltíðina á hótelinu og heimferðin langa hafin. Þurftum að koma við á Benidorm og skoðuðum ströndina og slökuðum vel á þar á Laugardeginum en mikil stemmning var á Spáni þennan dag enda El Clasico um kvöldið og fóru menn að sjálfsögðu að horfa á hann og var vel við hæfi að enda dvöl okkar á Spáni með því að horfa á þennan leik enda gæðin orðin slík í hópnum

Page 47: Leikskrá KFÍA 2012

www.kfia.is

eftir æfingar vikunnar að mönnum fannst þeir ekkert standa langt á eftir Ronaldo, Messi og þessum gæjum. Haldið var í háttinn og menn gerðu sig klára í næsta hluta heimferðar.

Dagur 9Vaknað var eldsnemma og haldið uppá flugvöll þar sem ferðarinnar var heitið til London. Þar komust menn að þeirri spurningu sem margir hafa spurt sig að. Hvaðan hefur Dean Martin alla þessa orku? En þarna tók hann frá flugvellinum, í lest, inní aðra lest og enn aðra lest á þessum ógnarhraða að menn héldu hreinlega að þeir væru á æfingu slíkur var hamagangurinn. Að lokum komumst við

inná Oxford Street þar sem menn gátu gert lokakaup fyrir konur og börn. Menn skiluðu sér svo aftur á Gatwick og uppí flugvél og beint heim til Íslands.

Lentum svo heilir og höldnu í Keflavík þar sem menn fóru yfir ferðina með bros á vör enda er ekki nokkur spurning um að þetta hefur þjappað hópnum saman og hjálpað okkur mikið í lokaundirbúning fyrir Pepsi Deildina í sumar.

Kv. Arnar Már Guðjónsson & Hallur Flosason

FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF

Page 48: Leikskrá KFÍA 2012

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

518

15

Við bjóðum súlurí Netbankanum

Íslandsbanki er eini bankinn á landinu sem er með Meniga innbyggt í Netbankann

Heimilisbókhald Meniga hjálpar þér að öðlast yfirsýn yfir fjármál heimilisins, halda bókhald og finna raunhæfar leiðir til sparnaðar. Nú getur þú með einföldum

hætti séð hvernig þínar súlur líta út frá degi til dags og fengið samanburð við aðra. Smelltu bara á Meniga takkann í Netbankanum og sjáðu hvar þú stendur.

Íslandsbanki er fyrsti bankinn í heiminum sem býður upp á Meniga innbyggt í Netbanka og er stoltur samstarfs- og þróunaraðili Meniga.