fiskar á þurru landi - leikskrá

8

Upload: kristinn-petursson

Post on 28-Mar-2016

235 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

Skagaleikflokkurinn sýnir ólíkindagamanleikinn Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen.

TRANSCRIPT

Ágætu leikhúsgestir

Til hamingju! Skagaleikflokkurinn er

upprisinn. Eftir nokkurra ára hlé hefur leik-

flokkurinn nú hafið starfsemi að nýju og

hlýtur að vera öllum gleðiefni að svo ágæt

menningarstarfsemi skuli vöknuð til lífsins.

Ný stjórn hefur verið mynduð með nýju

fólki, blanda ungra og eldri, sem hefur

metnað og löngun til öflugrar starfsemi.

Stærstur hluti af starfsörðugleikum leik-

flokksins er að hann hefur enga fasta að-

stöðu til starfsemi sinnar. Þetta er vandamál

sem nauðsynlegt er að leysa svo leikhús-

starf og leiklistaruppeldi geti þrifist á Akra-

nesi. Stefnan leikflokksins er að hann verði

ekki aðeins einnar sýningar leikhús á ári

hverju heldur eitthvað meira. Því er hug-

myndin að koma af stað nokkurskonar

leiksmiðju seinni partinn í nóvember og

sýna afurðir hennar í janúar til febrúar. Er

æskilegt að ungir sem aldnir komi til þeirra

verka með okkur og taki þátt í smíði og

samningu leikverks sem alfarið yrði þeirra

sjálfra. Einnig hefur leikflokkurinn áhuga á

að taka upp aukið samstarf við nemendur

Fjölbrautarskólans og ef til vill fleiri til að

nýta sem best húsnæði og leikkrafta á sem

fjölbreyttastan hátt.

Reynslan hefur sýnt að minni bæjarfélög

en Akranes hafa burði til að halda úti

öflugri leikhússtarfsemi sem vakið hefur

athygli víða um land. Má þar til nefna Leik-

félag Húsavíkur sem dæmi. Vonandi ber

okkur Akurnesingum gæfa til að taka

myndarlega á í þessum efnum. Því hvað er

betra til að lyfta sér upp úr bosi hvers-

dagsins en fara í leikhús sér til skemmtunar

og uppbyggingar. Já eða taka þátt í starfinu.

Með kærri kveðju,

Sigtryggur Karlsson

Áv

arp

form

ann

s

Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen undir leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Leikfélagið Skagaleikflokkurinn frumsýnir í Arctic-húsinu, Akranesi, 22. október

2010. Stjórn leikfélagsins Skagaleikflokkurinn skipa Sigtryggur Karlsson, formaður, Guðbjörg Árnadóttir, Gunnar Sturla Hervarsson og Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir.

Bandalag íslenskra leikfélaga eru samtök áhugaleikfélaga um allt land. Leikfélagið Skagaleikflokkurinn er eitt þeirra.

Fiskar á þurru landi - ólíkindagamanleikur eftir Árna Ibsen -

Emma .............................................................................................. Þórdís Ingibjartsdóttir

Gúa ....................................................................................................... Hafdís Bergsdóttir

Guðmundur ............................................................................. Gunnar Sturla Hervarsson

Knútur ............................................................................................... Guðmundur Claxton

Leikstjóri ......................................................................................... Þröstur Guðbjartsson

Aðstoð við leikstjórn ........................................................................ Guðbjörg Árnadóttir

Lýsing og hljóðmynd ........................................................ Ingþór Bergmann Þórhallsson

Tæknimaður .......................................................................................... Anton Rúnarsson

Sýningarstjórn ......................................................................... Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir

Leikmynd ........................................................................................ Þröstur Guðbjartsson

Smíði og málun ...................................................... Sigtryggur Karlsson, Einar Viðarsson

Aðstoð við leikmyndargerð ................................................... Elinbergur Sveinsson, o.fl.

Búningar og saumur ............................ Þröstur Guðbjartsson, Steinunn Ása Björnsdóttir

Leikmunir ............................................... Bryndís Böðvarsdóttir, Guðrún Guðbjarnadóttir,

Jónas Kári Eiríksson

Framkvæmdastjórn .......................................................................... Sigtryggur Karlsson

Auglýsingar og fjáröflun ........ Hrönn Eggertsdóttir, Guðbjörg Árnad., Sigtryggur Karlss.

Miðasala ............................................................................................ Elín Ólöf Eiríksdóttir

Leikskrá .............................................................. Kristinn Pétursson, Sigtryggur Karlsson

Vefur, veggspjald, ljósmyndun .......................................................... Kristinn Pétursson

MEIRA UM SKAGALEIKFLOKKINN, LEIKHÓPINN, SÝNINGUNA,

HÖFUNDINN OG FYRRI UPPSETNINGAR Á ...

skagaleikflokkurinn.wordpress.com

Sýnt í Arctic-húsinu Vesturgötu 119. Miðapantanir í síma 847 7742 (Elín Ólöf) milli kl. 17 og 19 á sýningardögum. Einnig miðasala við innganginn fyrir sýningar

frá kl. 19:15. Miðaverð kr. 1.500.

Frumsýning föstudaginn 22. október kl. 20:00

2. sýning sunnudaginn 24. október kl. 20:00

3. sýning þriðjudaginn 26. október kl. 20:00

4. sýning föstuudaginn 29. október kl. 20:00

5. sýning sunnudaginn 31. október kl. 20:00

6. sýning þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20:00

ÞÓRDÍS INGIBJARTSDÓTTIR er Skagamönnum að góðu

kunn fyrir margháttað framlag sitt til leiklistar og tengdrar

menningar á Akranesi. Starfsferill hennar með Skagaleik-

flokknum spannar áratugi og hlutverk í uppfærslum eru æði

mörg og margvísleg. Má þar nefna leikritin Mark, Kvásarval-

sinn, Ástkonur og elshugar, Tívolí, Járnhausinn, Hlutskipti og

síðast Salka Valka, en hún lék burðarhlutverkið í því magnaða

stykki. Þórdís fékk leikhúsbakteríuna ung þegar hún kynntist

leiklistarstarfi í gegnum móður sína sem var mjög virk í áhuga-

leikhúsi á Akranesi hér á árum áður. Bakteríuna hefur hún ekki

losnað við síðan þá og því fáum við að njóta krafta hennar enn

einu sinni í Fiskum á þurru

landi.

GUNNAR STURLA HERVARSSON er fæddur og uppalinn á

Akranesi og starfar sem kennari í Grundaskóla. Ungur fékk

hann áhuga á leiklist og hefur í gegnum tíðina tekið þátt í fjöl-

mörgum uppfærslum. Í FVA lék hann fyrst í söngleiknum Blóð-

bræðrum og var Þröstur Guðbjartsson þá einnig leikstjóri.

Þetta var árið 1992 og tók Gunnar Sturla þátt í einum þremur

uppfærslum FVA eftir það.

Gunnar Sturla hefur einnig

tekið þátt í nokkrum uppsetn-

ingum á vegum Skagaleik-

flokksins, en hann var með í

Tívolí sem sýnt var árið 2001

og í Lifðu; yfir dauðans haf,

sem sett var upp ári síðar. Síðustu ár hefur Gunnar tekið þátt í

fjölmörgum uppfærslum á vegum Grundaskóla og FVA, sem

höfundur og leikstjóri.

HAFDÍS BERGSDÓTTIR fæddist á Akureyri árið 1983 en ólst

upp á Grundarfirði og flutti á Akranes átján ára gömul. Hún á

tvo syni og er í sambúð með Elinbergi Sveinssyni. Hafdís er

kennari við Brekkubæjarskóla en er að auki lærður kjólaklæð-

skeri. Hún hefur alltaf haft áhuga fyrir leiklist og öllu því tengdu

en þó ekki verið mikið á fjöl-

unum. Hún tók þátt í nemendasýningum í grunnskóla og var

með í uppfærslu FVA á Rocky Horror árið 2000. Því má segja

að þetta sé frumraun hennar í stóru hlutverki á leiksviði.

GUÐMUNDUR CLAXTON er ekki að stíga sín fyrstu spor á

leiksviði í Fiskum á þurru landi. Reynsla hans af sviði er marg-

háttuð og má þar nefna leikritin Blóðbræður, Láttu ekki deigan

síga Guðmundur og Þrettándakvöld í FVA. Einnig lék hann

með Skagaleikflokknum í Gosa, Alltaf má fá annað skip og

Hunangsflugum. Hann hefur líka komið að tónlistarflutningi í

Litlu hryllingsbúðinni og Grænjöxlum. Hann var meðlimur

hljómsveitarinnar Abbababb ásamt öðrum leikara í „Fiskunum“,

honum Gunnari Sturlu. Guðmundur hefur haldið sig fjarri fjöl-

unum undanfarin ár en er góðu heilli kominn til baka.

ÞRÖSTUR GUÐBJARTSSON

hefur unnið með áhugaleik-

húsum víða um land með dæma-

fáum árangri. Honum er ein-

staklega lagið að ná því besta út

úr misreyndum áhugaleikurum

og þeim aðstæðum sem hann

vinnur við á hverjum tíma. Það

er því mikill fengur fyrir Skaga-

leikflokkinn að fá að njóta

reynslu hans og hæfileika í

verkinu Fiskar á þurru landi.

Þröstur eða „Dösti“ eins og

hann er kallaður í kunningjahópi

er Vestfirðingur að ætt og upp-

runa, fæddur og uppalinn í

Bolungarvík þar sem hann steig

sín fyrstu spor á leiksviði sjö ára

gamall. Þröstur segist muna vel

eftir þeirri upplifun og hefur hún

efalaust verið grunnurinn að leiklistaráhuga

hans og leikstjóraferli.

Formleg leið hans inn í leiklistarheiminn

var í gegnum leiklistarskóla SÁL árið 1974

og ári síðar innritaðist hann í hinn nýstofnaða

Leiklistarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan

1978. Þröstur hefur aldrei verið fastráðinn

við leikhús, en leiklistin samt sem áður alltaf

verið hans aðalstarf. Hann hefur, auk þess að

leikstýra vítt um landið, starfað við alla

miðla leiklistarinnar, svo sem leikhús, kvik-

myndir, sjónvarp og fleira.

Leiklistarferill hans hófst árið 1980 og

hefur hann starfað við leiklist nánast óslitið

síðan. Minna má Skagamenn á að hann leik-

stýrði ógleymanlegum uppfærslum FVA á

Blóðbræðrum, Láttu ekki deigan síga Guð-

mundur og Þrettándakvöldi. Þar lágu leiðir

hans og Guðmundar Claxtons og Gunnars

Sturlu saman á sínum tíma og árangur þess

samstarfs lofar engu nema góðu í Fiskum á

þurru landi.

Lei

kst

jóri

nn

EFTIRTALDIR AÐILAR HAFA STUTT ÞESSA UPPSETNINGU SKAGALEIKFLOKKURINN KANN ÞEIM ÞÖKK FYRIR

Omnis

VÍS

Model

Ozone

Litla búðin

Nína

Vignir G. Jónsson

Hárhús Kötlu

Hópferðabifreiðar

Reynis Jóhanns-

sonar

ÞÞÞ

Olís

N 1

Bílver

Bifreiðaverkstæði

Hjalta

Trico

Akraborg

Trésmiðjan Akur

Brauða og köku-

gerðin

Finnur Þórðarson,

gullsmiður

Face

Gamla kaupfélagið

Sjóvá

Apótek Vesturlands

Uppheimar

Norðanfiskur

Rafstöðin

Rafþjónusta

Sigurdórs

Pípó

Verslunin Bjarg

Rakarastofa Gísla

Verslun Einars

Ólafssonar

Norðurál

Brekkubæjarskóli

Byggðasafnið á

Görðum

Skessuhorn

Auk þessara hefur

Norðurál styrkt

leikfélagið veglega.

Gunnar Sturla, Þórdís, Þröstur, Guðmundur og Hafdís leggja á ráðin.