sjálfsbjargarfréttir 2. tbl. 2013

16
Sjálfsbjargarfréttir Fréttablað Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, 34. árg. 2. tbl. 2013 Til Finnlands á ráðstefnu fyrir fatlað fólk Einstaklings- miðað nám hjá Hringsjá Halaleikhóp- urinn fagnar 20 ára afmæli

Upload: gunnar-kr

Post on 30-Mar-2016

257 views

Category:

Documents


38 download

DESCRIPTION

Fréttabréf Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, 34. árg. 2. tbl. 2013.

TRANSCRIPT

SjálfsbjargarfréttirFréttablað Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, 34. árg. 2. tbl. 2013

Til Finnlands á ráðstefnu fyrir fatlað fólk

Einstaklings-miðað nám hjá Hringsjá

Halaleikhóp-urinn fagnar 20 ára afmæli

Sjálfsbjargarfréttir

2

Forsíðumyndina tóku Eggert Bjarki Eggertsson og Ásta Dís Guðjónsdóttir á bátadeginum við Elliðavatn í ágúst 2013. Myndin er samsett. Myndvinnsla: Gunnar Kr. Sigurjónsson

Umsjón með útgáfu: Gunnar Kr. Sigurjónsson.Umbrot og hönnun: G10 ehf. – umbrot og hönnun | [email protected]: Litlaprent ehf., Skemmuvegi 4, Kópavogi.Ritnefnd: Ásta Dís Guðjónsdóttir (ábm.), Jón Eiríksson, Jóna Marvinsdóttir.Ljósmyndir: Sigurjón Grétarsson, Ásta Dís Guðjónsdóttir, Gunnar Kr. Sigurjónsson o.fl., m.a. úr myndasafni Halaleik-hópsins og einkasafni einstaklinga.

Eftir rysjótt sumar kemur haust og með því nýr og spennandi tími, tími lesturs, kertaljósa og kólnandi veðurfars sem kallar á meiri inni-veru og aukna félagsþörf. Eftir því sem árunum fjölgar verður manni æ ljósara hve mikill sannleikur býr í hinni fornu speki: „Maður er manns gaman“, enda öllum kunnugt hve gef-andi góður félagsskapur getur verið. Að sama skapi getur annars konar félagsskapur dregið úr manni kjark og skilið eftir óbragð í munni þó glatt hafi verið á hjalla á meðan á stóð. Sem betur fer er það flestum gefið að þekkja muninn á þessu tvennu.

Félagsstarf síðasta árs var fjölbreytt og gott en sumarið var þó fremur óvanalegt að mörgu leyti þar sem vinna við Krika, sumarhús félags-ins við Elliðavatn, reyndist mun viðameiri en áætlað var. Sem betur fer eigum við góða að en góðvild þeirra fyrirtækja sem styrktu félagið með efni, vinnu og góðum afslætti er okkur ómetanlegur stuðningur. Ég biðst velvirðingar á þeim truflunum sem sú vinna kann að hafa valdið gestum okkar í sumar en um leið vil ég þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við þá miklu vinnu.

Félagsstarf Sjálfsbjargar er rekið í sjálfboðavinnu og það er einungis fyrir velvild og styrki bæjarfélaga, frábærra fyrirtækja og einstakra ein-staklinga sem okkur er kleift að halda því góða starfi áfram og vil ég þakka þeim sérstaklega fyrir stuðninginn.

Í vetur verður starfið svipað og fyrri ár en þó með örlítið breyttu sniði þar sem súpa á fimmtudögum fellur niður. Í staðinn verður opið hús á fimmtudögum. Margir sakna kaffistundanna í Krika yfir vetrar-tímann en með þessu er reynt að koma til móts við þá. Takmarkið er samt að hafa gaman saman og von-ast ég til þess að fimmtudags-stundin þróist með því fólki sem þangað sækir og að hægt verði að hafa mis-munandi þema eða hópa eftir áhuga-málum fólks svo úr verði eitthvað við allra hæfi. Kriki bíður okkar svo nýmálaður næsta sumar sem verður vonandi sólríkara.

Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu opnaði nýlega síðu á Facebook. Þar eru birtar ýmsar fréttir sem tengj-ast starfinu og því sem er á döfinni hverju sinni. Það er gaman að geta þess að undanfarið hafa starfsmenn skrifstofu unnið að því hörðum höndum að skanna inn gamlar ljós-myndir úr starfi félagsins og eru þær nú aðgengilegar á síðunni sem heitir einfaldlega: Sjálfsbjörg á höfuð­borgarsvæðinu.

Við í Sjálfsbjörg, sem og aðrir líf-eyrisþegar, bundum miklar vænt-ingar við loforð stjórnvalda um að afturköllun skerðinga myndi hafa bætt kjör í för með sér. Efndir voru ekki sem til stóðu og bættu engu í vasa minn frekar en flestra annarra lífeyrisþega í sömu sporum. Stjórn-völd eru, þegar þetta er skrifað, hvött til að gera betur – en er það nóg?

Ef við viljum fá einhverju breytt verður það einungis gert með skýrri samstöðu. Við verðum að hætta að takast á innbyrðis og taka höndum saman svo þjóðin heyri í okkur.

Skerðingar – enn við lýði frá árinu 2009, sáttmáli Sameinuðu þjóðanna – enn ekki lögfestur frá árinu 2007 og – enn verið að berjast við byggingar-löggjöfina. Af hverju er ekki sjálfsagt að allar nýjar byggingar séu aðgengi-legar öllum? Ófatlaður maður telur sig ekki þurfa á því að halda á meðan heilsan er í lagi en hvað ef slys verður, veikindi valda lömun eða við eldumst illa? Það er nóg að þurfa að takast á við afleiðingarnar af slíku þó ekki komi til að auki, að skipta þurfi um húsnæði vegna þessa og jafnvel að skipta um hverfi eða landshluta. Þau eru ófá skiptin sem mig hefur langað til að bjóða góðum vinum heim en þá yrði ég að gera upp á milli þeirra þar sem ég bý ekki við hjólastólaaðgengi. Ég vil búa í þjóðfélagi sem gerir ekki bara ráð fyrir þátttöku allra sinna þegna heldur ætlast til þess og gerir það kleift. Hver einasti ein-staklingur er fjársjóður! Hver einasti einstaklingur býr yfir getu, þekk-ingu eða hæfileikum sem gerir hann verðmætan á einhvern hátt en þegar við sem samfélag horfum eingöngu á það sem einstaklinginn skortir, þá erum við búin að dæma hann úr leik. Ekki upphefja þig á kostnað annarra, stígðu frekar niður af stallinum, opn-aðu vitund þína og sjáðu raunveru-lega manneskjurnar í kringum þig með jákvæðu og þakklátu hugarfari – þá fyrst getur þú metið bæði þig og aðra að verðleikum.

Kæru félagar, ég hlakka til að eiga uppbyggilegt samstarf með ykkur í vetur og njóta þess að hlúa að því sem skiptir máli.

Formannspistill

Ásta Dís Guðjónsdóttir

formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgar-

svæðinu

Sjálfsbjargarfréttir – 34. árg. 1. tbl. 2013Útgefandi: Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu,Hátúni 12, 105 Reykjavík, sími: 551 7868, netfang: [email protected].

3

Sjálfsbjargarfréttir

Eygló Ebba Hreinsdóttir hefur verið dugleg við þátttöku í al-þjóðasamstarfi fatlaðs fólks á undanförnum árum. Hún hefur m.a. farið til Bretlands, Írlands, Belgíu og nú í maí til Finnlands, þar sem hún tók þátt í ráðstefnu sem kallast: Nordic Network and Disability Research, ásamt Guð-rúnu Valgerði Stefánsdóttur, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Saman fluttu þær þar erindi sem nefnist: Some ethical and methodological chall­eng es and cooperation in an in­clus ive life history research, sem fjall aði um tíu ára samstarf þeirra tveggja, en Eygló Ebba bjó á Skálatúni á áttunda áratugnum og fluttist svo á fyrsta sambýlið sem opnað var fyrir fólk með þroskahamlanir. Seinna giftist hún Sigurjóni Grétarssyni og þau hafa búið í Hátúni um árabil.

„Það skiptir miklu máli fyrir alla að þekkja sögu fatlaðs fólks,“ sagði Eygló Ebba. „Hún hefur breyst mikið — lífið er miklu betra núna en það var áður. Nú er hlustað á okkur og það er gott.

Ég er fædd 1950 og flutti 12 ára í Mosfellssveit, en 1968 fór ég að Skálatúni. Svo flutti ég 1976 inn á fyrsta sambýlið sem var opnað á Íslandi, það var að Sigluvogi 5. Árið 1981 flutti ég svo í Auðar-stræti og 1993 í Hátún, þar sem ég bý nú með Sigurjóni.“

Eygló Ebba aðstoðaði Guð-rúnu við að skrifa doktorsritgerð um hvernig það er að alast upp

á stofnunum, en samstarfið var gagnkvæmt, með virkri þátttöku Eyglóar Ebbu. Síðan hefur sam-starf þeirra dafnað og þróast, meðal annars með þátttöku í al-þjóðlegum ráðstefnum.

„NNDR-ráðstefnan var haldin á Íslandi árið 2011 og það komu margir þátttakendur. Það er ekki allt fatlað fólk sem getur tekið þátt, en vildi gjarnan. Ég er svo heppin að geta tekið þátt og þetta er mjög gefandi. Það er gaman að kynnast fólki frá mismunandi löndum. Ég hef ekki alltaf verið glöð með lífið, en þetta samstarf við Guðrúnu og vinnan með öllu þessu fólki er ómetanleg og hefur hjálpað mér að líta björtum aug-

um til framtíðar og sættast við fortíðina. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti og næst verður hún haldin í Bergen í Noregi og þangað langar mig mikið að fara, hitta allt fólkið og leggja mitt af mörkum.“

Ráðstefnugestir eru á öllum aldri, oftast um 300 manns, bæði fatlað og ófatlað fólk, fræðimenn kynna rannsóknir og svo eru fyrirlestrar og málþing um hin ýmsu málefni fatlaðs fólks og málefnin eru mjög fjölbreytt.

„Það skiptir miklu máli að rödd fatlaðs fólks heyrist og að við getum sýnt hvers við erum megnug,“ sagði Eygló Ebba að lokum. GKS

Til Finnlands á ráðstefnufyrir fatlað fólk

Guðrún Val-gerður Stefáns-dóttir og Eygló Ebba Hreinsdóttir á ráðstefnunni í Finnlandi.

Sjálfsbjargarfréttir

4

Helga Eysteinsdóttir,forstöðumaður

Hringsjár

Náms- og starfsendurhæfing hjá Hringsjá

Markmið Hringsjár er að veita náms­ og starfsendurhæfingu fyr­ir einstaklinga, 18 ára og eldri sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla, þurfa á end­urhæfingu að halda til að takast á við nám og/eða að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði. Nám hjá Hringsjá hentar einnig þeim sem hafa litla grunnmenntun eða sértæka námserfiðleika.

Helga Eysteinsdóttir er for-stöðumaður Hringsjár, sem er til húsa í Hátúni 10d. Hún sagði Sjálfsbjargarfréttum frá því að Hringsjá hafi verið stofnuð árið 1987 og því hafi verið haldið upp á 25 ára starfsafmæli á síðasta ári með um 400 manna kaffisam-sæti þar sem bæði núverandi og fyrrverandi nemendur, starfs- og stjórnarmenn komu saman. Einnig var haldin um 200 manna fagráðstefna fyrir fólk í endurhæf-ingu, undir yfirskriftinni Starfs­endurhæfing – Hvar stöndum við? – Hvert stefnum við?

„Rúmlega 60 nemendur eru nú í námi hjá Hringsjá, en hér er fyrst og fremst einstaklingsmiðað nám að ræða,“ sagði Helga. „Við byrjum á stöðumati og út frá því er fundið námsefni sem hentar hverjum og einum, svo nemendurnir geti unnið á sínum forsendum. Einn klárar e.t.v. 10 einingar á fram-haldsskólastigi á meðan annar klárar 40, eftir þriggja anna nám.

Við veitum einnig mjög góða stoðþjónustu en við erum með náms- og starfsráðgjafa, félags-ráðgjafa, sálfræðing og lesblindu-ráðgjafa á okkar snærum, auk

sérkennara sem sér um lesblindu-greiningu, svo eitthvað sé nefnt.“

Helga sagði að árangursmæl-ingar sem voru gerðar árið 2012 hafi sýnt að 79% nemenda sem útskrifuðust frá Hringsjá á árun-um 2008–2011 voru í framhalds-námi eða starfi, annað hvort að hluta til eða að öllu leyti. 92% útskrifaðra nemenda telja námið hafa skilað sér miklum árangri og 86% þeirra telja námið hafa eflt sjálfstraust sitt. Eins hefur námið aukið lífsgæði til muna.

„Meðalaldur nemenda hér er 36 ár, en sá yngsti er 19 ára og sá elsti er um sextugt,“ sagði Helga. „Flestir nemendur halda áfram námi í öðrum skólum að loknu námi hér, en aðrir fara út á vinnumarkaðinn.

Það er gaman að segja frá því að síðastliðið vor dúxaði nem-andi á BS-prófi í orkutæknifræði hjá Keili, sem hafði verið hér. Það er Þorvaldur T. Ásgeirsson, sem slasaðist alvarlega við sjó-mennsku árið 2006. Það blæddi inn á heilann, auk þess sem hann fékk slæma hálsáverka. Hann þurfti því á mikilli endurhæf-ingu að halda á Reykjalundi og þegar hann hóf nám í Hringsjá kom námsárangurinn honum verulega á óvart. Hann sagðist hafa fallið í öllum námsgreinum á samræmdu prófunum, utan ensku og hafa haft lítinn áhuga eða metnað til náms.

Eftir að hann kom svo í Hring-sjá og fékk kennslu við sitt hæfi, breyttist sýn hans á náminu og hann áttaði sig á hve vel lærdóm-urinn átti við hann. Hann fékk brennandi áhuga vegna þess að starfsfólk Hringsjár hafði mikla

trú á honum og aðstoðaði hann svo við að komast inn í Keili, þar sem hann dúxaði og núna stund-ar hann meistaranám í olíuverk-fræði við DTU, danska tæknihá-skólann í Lyngby í Danmörku,“ sagði Helga.

„Við erum einnig með stutt námskeið sem eru ætluð öllum sem vilja bæta sig, en það þarf ekki frekar að vera undanfari að námi. Í ár fengum við 97 umsóknir en gátum tekið við 26. Námskeiðin eru t.d. bókhald og Excel, enska fyrir byrjendur, minnistækni, sjálfsstyrking, stærðfræði fyrir byrjendur, tölvubókhald, Davis-lesblinduleiðrétting o.m.fl. Sem dæmi um eitt af þessum stuttu námskeiðum er tölvu nám skeið sem er algerlega sniðið að þörf-um, kunnáttu og hraða hvers fyr-ir sig. Ég get nefnt dæmi um konu sem var mjög hrædd við tölvur þegar hún kom hingað og þorði varla að snerta tölvumúsina. Í lok námskeiðsins hafði hún lært það vel á Excel-forritið að hún bjó til prjónamunstur í því.“

Á hverju ári er fjölbreytt félags-líf fyrir nemendurna. Svokallaðir Tyllidagar eru á vorönn og þá eru nokkrir dagar nýttir til fræðslu um ýmis áhugaverð málefni, fengnir gestafyrirlesarar, farið í vettvangsferðir, á söfn og í leik-hús, auk ýmissa annarra verk-efna. Tyllidögum lýkur svo með árshátíð skólans.

Það sakar ekki að kynna sér það nám sem er í boði hjá Hringsjá og skoða hvort ekki sé eitthvða í boði sem hentar.

Allar nánari upplýsingar um Hringsjá má fá á vefsíðunni: www.hringsja.is. GKS

5

Sjálfsbjargarfréttir

Bátadagurinn 2013Þrátt fyrir óvenju leiðinlegt veður í sumar, hefur verið fjölmennt í Krika við Elliðavatn. Hinn árlegi bátadagur var haldinn nú í lok sumars og þangað fjölmennti fólk og margir skelltu sér út á vatn, aðrir spjölluðu um málefni dagsins og nutu veitinga og félagsskaparins, sem var góður. Eins og sjá má var líf og fjör á Bátadeginum í Krika, 2013.

Sjálfsbjargarfréttir

6

Það er alltaf gott að eiga góða að. Við hjá Sjálfsbjörg á höfuðborgar-svæðinu erum engin undantekning þar á og höfum ærið tilefni til að þakka fyrir stuðninginn við Súpu & samveru sem er alla þriðjudaga.Sérstakar þakkir fær Sölufélag garðyrkjumanna fyrir að gefa okkur grænmeti. Að sama skapi fá Reynir bakari og Sveinsbakarí kærar þakkir fyrir að gefa okkur brauð. Einnig þökkum við Ásbirni Ólafs-syni ehf. fyrir að gefa okkur góðan afslátt af efni til súpugerðar.

Sjálfboðaliðar í Súpu & samveru.

Þökkum fyrir okkur!

Jólabasar 1. desemberJólahappdrætti og kaffisala Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuð-borgarsvæðinu verður haldin sunnudaginn 1. desember kl. 14:00, í félagsheimilinu Hátúni 12. Fjöldi góðra vinninga. Mætum öll og eigum saman ánægjulegan dag.

Minningar-kort

SjálfsbjargarMinningarkort Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuðborg-arsvæðinu eru seld á skrif-stofu félagsins. Einnig er hægt að hringja og panta eða senda tölvupóst. Sími á skrif-stofu er: 551-7868.

Netföng: [email protected] og [email protected]

SundkortSjálfsbjörg á höfuðborgarsvæð-inu gefur út sundkort gegn framvísun örorkuskírteinis, umönnunarkorts eða endur-hæfingarskírteinis frá TR.Kortin eru afgreidd til 70 ára aldurs.

Verð 1.500,- og 2.500,- kr. með hjálparmanni. Sund-kortin gilda almanaksárið.

Kortin eru útbúin á skrif-stofu félagsins að Hátúni 12.

ht.is

www.blikkas.is – www.funi.isfacebook.com/blikkasfuni

Dalvegi og Hamraborg, KópavogiArnarbakka 4–6,

Reykjavík

7

Sjálfsbjargarfréttir

Öflugt sumarstarf í Krika við ElliðavatnÍ maí sl. var hafist handa við að undirbúa okkar ástkæra Krika undir málningu. Það var nú ekki talið þurfa svo langan tíma ef veður héldist þokkalegt. Hilmar Guðmundsson bauðst til að halda utanum verkefnið og þrír ungir atvinnulausir menn sáu um verkið að mestu, en einnig komu sjálfboðaliðar úr röðum gesta og félagsmanna og lögðu sitt af mörkum. Allir stóðu sig með slíkri prýði að sómi er að.

En ekki var veðurguðunum það þóknanlegt og svo fór að það hélst rok og rigning út maí svo ekki tókst að koma miklu í verk fyrir hefðbundinn opnun-ardag, 1. júní. En menn héldu að brátt kæmi betri tíð og áfram hélt vinnan í þeirri von að brátt birti yfir með sól og sumri og allt gengi upp. Það var juðað og pússað og suðað svo að söng í öllu saman, skrapað, skolað, þvegið, skrúfað og neglt, allt eftir kúnstarinnar reglum – en rigningin hélst. Gestir og sjálf-boðaliðar létu sig hafa það að smeygja sér á milli uppstaflaðra húsgagna og vinnandi manna og áfram miðaði smátt og smátt. Það verður að viðurkennast að þetta var mun erfiðara verk en ætlað var, veður var hund-leiðinlegt, rigning flesta daga og húsið verr farið en upphaflega var talið. Loksins kom þó að því, eftir nærri tveggja mánaða vinnu, að hægt væri að mála. Fjöldi sjálfboðaliða kom að því verki og meira að segja sólin lét sjá sig, þá var kátt á hjalla. Skipt var um gler í öllu húsinu en það var orðið ansi lúið, sérstak-lega í eldri hluta þess, skipt var

um þakrennur og kanta þar sem þurfti og skipta þurfti um timbur á nokkrum stöðum í klæðningu og á gafli. Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir velvild góðra fyrirtækja og viljum við sérstak-lega þakka eftirtöldum fyrirtækj-um: Íspan fyrir glerið, Blikkási Funa fyrir þakrennur og niður-föll, Byko fyrir afslátt af timbri, Flügger fyrir mjög góðan afslátt af málningu og áhöldum, og einnig Pokasjóði og Kiwanis-klúbbnum Geysi – stuðningur ykkar er félaginu ómetanlegur.

Eins og sjá má af þessari upp-talningu, þá var þetta mikið álag og mikil vinna. Hilmar Guð-mundsson sagði sig frá verk-stjórn undir lok verksins en hann á lof skilið fyrir sín störf, Járngrímur stóð vaktina í öllum veðrum, stundum jafnvel aleinn. Járngrímur, Arnar, Jörfi, Bene-dikt og fleiri, hjartans þakkir fyr-ir ykkar störf, takk fyrir úthaldið, samviskusemina og samveruna.

Að lokum má nefna að þrátt fyrir þetta amstur var starf Krika

með hefðbundnum hætti. Það voru pylsudagar, vöffludagar, smurbrauðsdagar og kaffihlað-borð til fjáröflunar. Afmæli Sjálfsbjargar á höfuðborgar-svæðinu var haldið í Krika með tertum og mörgum góðum gest-um og eins og sjá má á forsíðu blaðsins var bátadagurinn okkar vinsæli haldinn í ágúst þar sem bæði fatlað og ófatlað fólk sveifl-aði árum í takt við öldur vatnsins í umsjón Kjartans Jakobs Hauks-sonar róðrarmeistara og kunn-um við honum bestu þakkir fyrir þá góðu skemmtun. Gestakomur voru fleiri en nokkru sinni áður yfir sumarið að meðtöldum sjálf-boðaliðum og öðrum þeim sem stóðu að vinnunni við húsið.

Enn eigum við eitthvað eftir óunnið inni við og frágang úti við en það bíður betra veðurs og betri tíma. Sjálfsbjörg á höfuð-borgarsvæðinu þakkar öllum fyrir vel unnin störf í sumar og við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju sumri í Krika – Paradísinni okkar allra.

Jóna Marvinsdóttir, sjálfboðaliði í Krika við Elliðavatn

Þessir dugnaðar-forkar eru meðal þeirra sem unnu við lagfæringar á Krika í sumar, f.v.: Nikulás Arnarsson, Jörvi Freyr Björnsson og Járngrímur Kraki Michelsen.

Sjálfsbjargarfréttir

8

það sameiginlegt að hafa brenn-andi áhuga á leiklist og eru bæði fatlað og ófatlað fólk. Það eina sem við höfum fengið utan leik-hópsins, eru leikstjórarnir, sem alltaf eru menntaðir til starfsins.

Á afmælishátíðinni í fyrra var sett upp sögusýning leikhópsins og meðal þess sem var sýnt voru búningar, hluti leikmynda, leik-munir, ljósmyndir og ýmislegt fleira áhugavert.“

Sóley sagði að í tilefni af afmæli leikhópsins hefði verið ákveðið að

fara með hluta leiksýningarinnar á Barnaspítala Hringsins. Kjörís og Spilavinir styrktu verkefnið og viðtökurnar voru frábærar.

„Ég held að góð aðstaða í Hal-anum sé kjölfestan í starfi fé-lagsins, því það er ómetanlegt að hafa svo góða aðstöðu undir æfingar, námskeið, samlestur og svo auðvitað sýningarnar,“ segir Sóley. „Auðvitað vantar ýmis-legt í þetta leikhús, sem væri gott að hafa, eins og t.d. djúpt svið, aðgengi baksviðs, gólfhlera og kjallara undir sviðinu, en við sníðum okkur bara stakk eftir vexti og miðum sýningarnar við þetta. Á móti kemur gríðarleg breidd leiksviðsins og ýmislegt annað sem við nýtum.“

Auk hinna árlegu sýninga Hala-leikhópsins er ýmislegt annað á dagskrá. Til dæmis leikstýrði Gunnar Gunnarsson leiksýning-unni Á góðum degi, sem var sett upp á Hlemmi á Menningarnótt í ár, í samvinnu við Peðið.

Halaleikhópurinnhefur starfað í yfir 20 ár og er bæði fyrir fatlað og ófatlað fólk

Haldið var upp á tuttugu ára af­mæli Halaleikshópsins með kaffi­samsæti og uppsetningu á leiksýn­ingunni Rympa á ruslahaugnum, í september í fyrra, en leikhópur­inn var stofnaður 27. september 1992. Sóley Björk Axelsdóttir er gjaldkeri hópsins og hefur starfað með honum frá árinu 2000. Hún sagði Sjálfsbjargarfréttum frá hinu fjölbreytta starfi:

„Fyrsta leiksýning hópsins var Aurasálin eftir Molière, árið 1992 og svo hafa fjölmargar sýningar siglt í kjöl farið. Við erum líka svo heppin að hafa leikhús með einu breiðasta sviði landsins, um 18 metra löngu, en það er Sjálfs-björg lsf. sem lætur okkur hús-næðið í té, sem er í Hátúni 12.

Það eru yfir 70 félagar í Hala-leikhópnum á ýmsum aldri og þeir koma að öllum mögulegum þáttum starfsins, bæði að leiklist, búningum, miðasölu, lýsingu, sviðsmynd, leikgervi, förðun, hárgreiðslu, ljósmyndun, leik-skrám og fjölmörgu fleira. Sumir félagar eru mjög virkir í starfinu, aðrir minna, en allir eiga þeir

Túskildingsóperan var sýnd í Halan­

um árið 1995.

Frá uppsetningu Halaleikhópsins á Trúðaskólanum árið 1999.

9

Sjálfsbjargarfréttir

Nú þegar hefur verið skrifað undir samning við Odd Bjarna Þorkelsson um að leikstýra næstu sýningu, en hugmyndin er að setja upp nýtt leikrit sem hann skrifar, byggt á alvöru reynslu-sögum. Oddur Bjarni biður fólk um að skrifa niður alls konar sögur, helst sem það hefur upp-lifað sjálft, eða hefur heyrt. Þær mega vera dramatískar, hvers-dagslegar, fyndnar, spennandi eða allt í senn. Bara alls konar reynslusögur, hvort sem fólk lifir við fötlun eða ekki. Sög-urnar mega vera vandræðalegar, hjartnæmar, skondnar, erfiðar, sorglegar eða hvaðeina. Það má senda sögurnar á netfang hans: [email protected]. Þetta er í þriðja sinn sem Oddur Bjarni er fenginn til að leikstýra hjá hópn-um, en í fyrsta skipti sem hann semur leikverk fyrir hann.

Þá hafa verið haldin fjölmörg leiklistarnámskeið, einþáttung-ar settir upp, skemmtidagskrár skipulagðar og eins ýmis verk-efni í góðri samvinnu við aðra leikhópa.

Halaleikhópurinnhefur starfað í yfir 20 ár og er bæði fyrir fatlað og ófatlað fólk

„Það er líka gaman að segja frá því að í bígerð er að halda ljósa-námskeið, þar sem kennt verður á tölvuljósaborð leikhússins og ýmislegt fleira varðandi lýsingu fyrir leiksýningar,“ segir Sóley. „Við eigum mjög fullkominn ljósabúnað, en upphaflega gáfu hjónin Steindór Hjörleifsson og Margrét Ólafsdóttir Halaleik-hópnum fullkominn ljósabúnað sem var settur upp í Halanum. Búnaðinum hefur svo ætíð verið

haldið við í takti við tækniþróun hvers tíma með sérstökum sjóði, auk velvildar fyrirtækja og stofn-ana sem lagt hafa til styrki, þann-ig að við erum með góðar græjur hvað þetta varðar.

Þeir sem hafa áhuga á að koma á ljósanámskeiðið geta fylgst með upplýsingum á vefsíðunni: www.halaleikhopurinn.is, en nám-skeiðið er opið öllum, hvort sem þeir eru í leikhópnum eða ekki.

Auk hefðbundinna verk-efna leikhópa, er fjölbreytt og skemmtilegt starf hjá hópn-um allt árið um kring, bæði skemmtikvöld, leiklestur og fólk er duglegt að nýta sér samveru í Krika yfir sumartímann.

Við bjóðum nýja félaga vel-komna í hópinn, hvort heldur þeir hafa áhuga á að leika, eða taka þátt í öðrum hlutum starfs-ins. Það er alltaf gaman að sjá ný andlit í hópnum, sagði Sóley Björk að lokum. GKS

Sóley Björk Axels­dóttir í Halanum, leikhúsi Hala­leikhópsins.

Leikritið Búktalarinn, eftir Þorstein Guðmundsson, en það var frumsýnt 1998.

Sjálfsbjargarfréttir

10

Strandgötu 16, Akureyri

APÓTEKARINN SALAVEGI 2LYF Á LÆGRA VERÐI

Opið 10-18 virka daga Sími 534 3030 www.apotekarinn.is

PIP

AR

• S

ÍA •

911

71

Bingó annan hvern þriðjudag kl. 19:30. Uno annan hvern þriðjudag kl. 19:30. Súpa & samvera alla þriðjudaga frá kl. 11:30 til 13:00, þar er boðið

upp á súpu, brauð og kaffi gegn vægu verði. Allir velkomnir!Félagsvist alla miðvikudaga kl. 19:00. Opið hús alla fimmtudaga frá 13:00 til 17:00 Boðið uppá kaffi og

meðlæti gegn vægu verði.Jólahlutavelta/kaffisala sunnudaginn 1. desember, kl. 14:00, í félags-

heimilinu Hátúni 12.Jólabingó þriðjudaginn 3. desember kl. 19:30.Ásta Þórdís Guðjónsdóttir, formaður Sjálfsbjargar félags fatlaðra á

höfuðborgarsvæðinu, verður með fasta viðveru á mánudögum frá kl. 9–12. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna í síma 551-7868 eða sendið tölvupóst á [email protected] eða [email protected] ef þið óskið eftir viðtali á öðrum tímum.

AðalstyrktaraðilarSjálfsbjargar

félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu

Félagsstarf í félagsheimil-inu, Hátúni 12, haust 2013 og vor 2014

Færum við þeim okkar bestu þakkir, og einnig þeim fjölmörgu sem hafa styrkt okkur, bæjarfélögum, einstaklingum og fyrir-

tækjum. Styrkir ykkar eru okkur mikilvægir.

Knattspyrnufélagið Þróttur

Kópavogsbær

prima.g10.is | 861 3404Vefsíða: Sími:

Reykjavík115 Security ehf, Austurbakka 2Aðalbjörg sf, Fiskislóð 53-55Aðalblikk ehf, Vagnhöfða 19Allrahanda Hópbílar, Höfðatúni 12Argus ehf arkitektar, Eyjaslóð 9Arkitektar, Laugavegi 164Asía veitingahús, Laugavegi 10Augað gleraugnaverslun, Kringlunnu 8-12Árni Reynisson ehf, Box 1166Áræbjarapótek, Hraunbæ 102bBako Ísberg ehf, Lynghálsi 7Baldvin Már Friðriksson, Njörvasund 1Bananar ehf, Súðarvogi 2Bandalag háskólamanna, Borgartúni 6Bifreiðastilling Nicilai, Faxafeni 12Bílamálun Halldórs, Funahöfða 43Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfa 16Bíll.is bílasala, Malarhöfða 2Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23BSRB, Grettisgötu 89Dúndur hf, Hlaðbæ 15Efling stéttarfélag, Sætúni 1Efnamóttakan, GufnesiEignamiðlun ehf, Síðumúla 21Eir sf, Bíldshöfða 16Eldhús Sælkerans, Lynghálsi 3Ernst & Young, Borgartúni 30Faxaflóahafnir, Tryggvagötu 17Ferðaskrifstofa Guðmundar, Borgartúni 34Félag íslenskra hljómlistarmanna,

Rauðagerði 27Fjármálaeftirlitið, Suðurlandsbraut 32Flügger ehf, Stórhöfða 44Fröken Júlía ehf, MjóddGarðsapótek, Sogavegi 108Geiri ehf, Bíldshöfða 16Germanicher Lloyds, HafnarhvoliGjögur hf, Kringlunni 7Grásteinn ehf, Grímshaga 3Guðmundur Arason ehf, Skútuvogi 4Guðmundur Einarsson, Árskógum 6Gullborg leikskóli, Rekagranda 14Gullsmiðurinn í Mjódd, Álfabakka 14Gæðasmíði ehf, Stífluseli 4H Ráðgjöf ehf, Bárugötu 34Hafgæði, Fiskislóð 28Halldór Jónsson ehf, Skútuvogi 4Harald og Sigurður ehf, Stangarhyl 13-15Harka ehf, Hamarshöfða 7Hágæði ehf, Hólmaslóð 2Háskólabíó, v/HagatorgHeilaheill, Síðumúla 6Helena Hólm hárgreiðslustofa, Baðastöðum 1Hjálparstarf kirkjunnar, Laugavegi 31HM markaðssamskipti, Bankastræti 9Hótel Leifs Eiríkssonar, Skólavörðustíg 45Hreinir garðar ehf, Hreinsitækni, Stórhöfða 35Hreyfimyndasmiðjan, Garðsenda 21Hreysti hf, Skeifunni 17

HSK Arkitektar, Geirsgötu 9Húsið ehf fasteignasala, Suðurlandsbraut 50Hvíta húsið, Brautarholti 8Höfði fasteignamiðlun ehf, Suðurlandsbraut 20Iðntré ehf, Draghálsi 10Init ehf, Grensásvegi 50Innnes innréttingar ehf, Fákafeni 11Innlit húsgögn ehf, Ármúla 5Inox ehf, Smiðshöfða 13Íhlutir ehf, Skipholti 7Íslandspóstur, Stórhöfða 29Ísleifur Jónsson, Draghálsi 14Íslensk-Ameríska, Box 10200Íslensk endurskoðun, Grensásvegi 16Íslenska auglýsingastofan, Laufásvegi 49-51Ísloft Blikk og Stálsmiðjan, Bíldshöfða 12Íþróttalæknir ehf, Skipholti 50cJónsson og Lemacks ehf, Vesturgötu 10aJP lögmenn, Katrínarlind 2Kanon arkitektar, Laugavegi 28Karl Eiríksson, Efstaleiti 14KHG þjónusta ehf, Eirhöfða 14Kistufell, Brautarholti 16Kjötborg, Ásvallagötu 19Kjöthöllin, Skipholti 70KOM almannatengsl, Borgartúni 20Kristján E Oddsson, Skeifunni 17Kristján G Gíslason, Hverfisgötu 6KSÍ, LaugardalLandsnet hf, Gylfaflöt 9Laugardalslaug, SundlaugavegiLásahúsið, Bíldshöfða 16Litir og föndur, SkólavörðustígLjósmyndastúdíó Sissu, Hólmaslóð 6Loftstokkahreinsun s:567-0882, Garðhúsum 6Lyfjaver ehf, SuðurlandsbrautLöndun, Kjalarvogi 21Margmiðlun, Frostafold 20MD vélar ehf, Vagnhöfða 12Merkismenn, Ármúla 36Nesbrú ehf, Frostafold 3Nordcia ráðgjöf, Deildárási 21Nýi tónlistarskólinn, Grensásvegi 3Nýi ökuskólinn, Klettagörðum 11Nývaki ehf, Dvergshöfða 27O Johnson & Kaaber, TunguhálsiOpex ehf, Síðumúla 28Opin kerfi, Höfðabakka 9Orka ehf, Stórhöfða 37Orkuvirkni ehf, Tunguhálsi 3Ólafur Þorsteinsson, Vatnagörðum 14Ósal ehf, Tangarhöfða 4Parketþjónustan, Mímisvegi 4Pixel ehf, Brautarholti 10-14Píanóskóli Þorsteins, Box 8540Prenstmiðjan Oddi, Höfðabakka 3-7Prentmet, Lynghálsi 1Pökkun og flutningar, Smiðshöfða 1Rafha, Suðurlandsbraut 10Rafsól ehf, Skipholti 33Rafstilling, Dugguvogi 23

Rafsvið hf, Haukshólum 9Raförninn ehf, Suðurhlíð 35RARIK, Bíldshöfða 9Rima Apótek, Langarima 21Sambýlið, Esjugrund 5Sigurður S Snorrason, Grundargarði 20Sigurjónsson og Thor, Lágmúla 7SÍBS, Síðumúla 6Sjónvarpsmiðstöðin ehf, Síðumúla 2Sjóvá, Kringlunni 6Sjúkraliðafélag Íslands, Grensásvegi 16Skorri ehf, Bíldshöfða 12Skógarbær, Árskógum 2Skóverslunin Bossanova, Kringlunni 8-12Sláturfélag Suðurlands, Fosshálsi 1Snyrtistofa Grafarvogs, Hverafold 1-3Sportbarinn, Álfheimum 74Sprinkler pípulagnir, Bíldshöfða 18SSF, Nethyl 22Stéttarfélag verkfræðinga, Engjateig 9Suzuki bílar, Skeifunni 17Talnakönnun – Heimur, Borgartúni 23Tannlæknastofa Friðgerðar, Laugavegi 163Tark teiknistofa, Brautarholti 6Terra Export ehf, Nethyl 2bTölvar ehf, Síðumúla 1Umslag ehf, Lágmúla 5Útfarastofa Íslands, Suðurhlíð 35Útfarastofa Rúnars, Fjarðarási 25Úthafsskip ehf, Þingholtsstræti 27Vals tómatssósa ehf, Viðarhöfða 2Vatnsvirkinn, Ármúla 21Veiðkort ef, Kleifarseli 5Veislusetrið veisluþjónusta, Borgartúni 5Verðbréfaskráning Íslands, Laugavegi 182Verkstæðið ehf, Rafstöðvarvegi 1Verslunin Brynja, Laugavegi 29Verslunin Fríða frænka, Vesturgötu 3Vélvík ehf, Höfðabakka 1VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20Yogastöðin Heilsubót, Síðumúla 28Zoo.is hársnyrtistofa, Spönginni 19Þjóðleikshúsið, Hverfisgötu 19Örn Þór sf, Suðurlandsbraut 6Örninn Hjól, Skeifunni 11 Seltjarnarnes: Félagsþjónusta Seltjarnarness, Austurströnd 2Nesskip hf, Austurströnd 1 Vogar Holy Loch-Virgill, Efri Brunnastöðum Kópavogur: Axis-húsgögn, Smiðjuvegi 9Bifreiðaverkstæði Kópavogs, Smiðjuvegi 2Bifreiðaverkstæðið Toppur, Skemmuvegi 34Blikksmiðjan Vík, Skemmuvegi 42Bókun og endurskoðun, HamraborgCargo sendibílaleiga, Skemmuvegi 32Fagsmíði ehf, Kársnesbraut 98

Guðmundur Þórðarson hdl, Hamraborg 14aHellur og garðar, Kjarrhólma 34Hexa ehf, Smiðjuvegi 10Húseik ehf, Bröttutungu 4Ískraft ehf, Smiðjuvegi 5Íslandsspil, Smiðjuvegi 11aÍslesnkt marfang ehf, Bæjarlind 6Janus ehf, Auðbrekku 21Jón Óskar Karlsson, Boðaþing 6JS ljósasmiðjan ehf, Skemmuvegi 4bJSÓ ehf, Smiðjuvegi 4bKambur ehf vinnuvélar, SuðurlandsvegiKLM verðlaunagripir, Marbakkabraut 32Lakkskemman, Smiðjuvegi 38aLoft- og raftækni, Hjallabrekku 1Myconceptstore, Hjallabrekku 1Nýblóm, Nýbýlavegi 14Orgus ehf, Smiðjuvegi 11eRafmiðlun ehf, Ögurhvarfi 8Saumastofan Súsanna, Hamraborg 1Sendibílastöð Reykjavíkur, Engihjalla 11Smárinn söluturn, Dalvegi 16cSólarfilma, Auðbrekku 2Sprautun.is, Smiðjuvegi 16Stífluþjónustan ehf, Kársnesbraut 5Svissinn hjá Steina, Kársnesbraut 108Tekjuvernd, Hlíðarsmára 17Veitingaþjónusta Lárusar, Nýbýlavegi 32Verkfræðistofa VSI, Hamraborg 11 Garðabær: Auglýsingastofa EB, Garðaflöt 16-18Árvík hf, GarðatorgiGarðabær, Garðatorgi 7Gluggar og garðhús, Smiðsbúð 10Hárgreiðslustofan Rún, GarðatorgiHéðinn Schindler lyftur, Lyngási 12Íspan, Smiðjuvegi 7Loftorka hf, Miðhrauni 10Marás, Miðhrauni 13Nýbarði, Lyngási 8Nýþrif, Hlíðarbyggð 41Páll Ólafur Pálsson, Hagaflöt 2Samhentir VGI, Austurhrauni 7Sámur verksmiðja, Lyngási 11Smurstöð Garðabæjar, Litlatúni 1Vefur ehf, Hagaflöt 2 Hafnarfjörður: Batteríið, Trönuhrauni 1Bílaverk ehf, Kaplahrauni 10Brammer Ísland ehf, Steinhellu 17aBæjarbakarí ehf, Bæjarhrauni 2Efnalaugin Glæsir, Bæjarhrauni 4Fínpússning ehf, Rauðhellu 13Fjarðargrjót, Furuhlíð 4Gaflarinn ehf, Lónsbraut 2GS Múrverk hf, Hvassabergi 4H.Berg ehf, Grundartröð 2Hafnarbakki Flutningatækni, Hringhellu 6Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4

S j á l f s b j ö r g á h ö f u ð b o r g a r svæ ð i n u þ a k ka r e f t i r tö l d u m a ð i l u m v e i t ta n st u ð n i n g

Sjálfsbjargarfréttir

12

Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgar-svæðinu átti 55 ára afmæli 26. júní síð-astliðinn og af því tilefni var efnt til kaffi-samsætis í Krika við Elliðavatn.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd-um var glatt á hjalla þegar félagar nutu góðgerðanna og félagsskaparins í fallegu umhverfi á þessum góða degi.

Þórunn, Anna og Jóna sáu til þess að enginn fór svangur frá þessum veislu-höldum og ekki er laust við að öll vanda-mál heims hafi verið leyst í fjörugum umræðum yfir rjúkandi kaffi í góðra vina hópi.

Sjálfsbjörg 55 ára

S j á l f s b j ö r g á h ö f u ð b o r g a r svæ ð i n u þ a k ka r e f t i r tö l d u m a ð i l u m v e i t ta n st u ð n i n gHagstál ehf, Brekkutröð 1Hagtak, Fjarðargötu 13-15Hárstíll, Hjallabraut 33Herdís Hermannsdóttir, Strekkjarbakka 8Hlaðbær Colas, Marbakka 1HljóðX, Hjallabraut 4Hopp og Skopp, Smáratúni 6Hópbílar, Melabraut 18Hótel Víking, Strandgötu 55Ingigerður Karlsdóttir, Hringbraut 2cInnréttingaverkstæði Kristjáns, Skútuhrauni 7Jafnréttishús ehf, Strandgötu 25JBG fiskverkun ehf, Grandartröð 10Kjartan Guðjónsson, Bæjarhrauni 2Kjötkompaní ehf, Dalshrauni 13Lindaberg ehf, Trönuhrauni 10Lolita ehf, Trönuhrauni 2Lyng ehf ljósritunarstofa, Strandgötu 39Markus Lifenet ehf, Hvaleyrarbraut 3Merkjasaumur og prentun, Rauðhellu 1Mirandas á Íslandi, Lækjargötu 34aMjólka, Eyrartröð 2aPétur O Nikulásson, Melabraut 23Prentmiðlun ehf, Hólmatúni 55Radísa, Strandgötu 17Rafgeymslan ehf, Dalshrauni 17Rafholt ehf, Blómvöllum 6RB Rúm, Dalshrauni 8Sjúkraþjálfarinn, Strandgötu 75Sónar ehf, Hvaleyrarbraut 3Spennubreytar ehf, Trönuhrauni 5Stálorka ehf, Hvaleyrarbraut 43Suðurverk hf, Drangahrauni 17Tjaldsvæðið Víðistaðatúni, VíðistaðatúniTækni og stál ehf, Breiðvangi 7Urður bókafélag, Ölduslóð 46Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 66Verksjón ehf, Köldukinn 16VSB verkfræðistofa, Bæjarhrauni 20Þvottahúsið Faghreinsun, Reykjavíkurvegi 68

Keflavík: Bjarni Geir Bjarnason, Hátúni 20Brunavarnir Suðurnesja, Hringbraut 125Brynhildur KE 083, Vatnsholti 5bDeloitte Keflavík, Hafnargötu 9DMM Lausnir, Iðavöllum 9bFasteignasalan Ásberg, Hafnargötu 27Helga Auðunsdóttir, Krossholti 15Ice Group, Iðavöllum 6aÍsafold, Iðavöllum 7aKristbjörg Helgadóttir, Smáratúni 24Lava Design Iceland ehf, Freyjuvöllum 13M2 Fasteignasala og leigumiðlun, Hólmgarði 2cMálverk sf, Skólavegi 36Pelsar hjá Jakobi, Miðtúni 2Reiknistofa fiskmarkaðanna, Iðavöllum 7Reykjanesbær, Tjarnargötu 12Reykjaneshöfn, Víkurbraut 11Rétt sprautun ehf, Smiðjuvöllum 6Skipting ehf, Grófinni 19

Smellur ehf skrásett vörumerki, Kirkjuvegi 28Tómas og Sesselja ehf, Austurgötu 21Tríton sf, Tjarnargötu 2Tækniþjónusta SÁ ehf, Hafnargötu 60Verkalýðs- og sjómannafélag, Krossmóum 4aVerkfræðistofa Suðurnesja, Víkurbraut 27Verslunarmannafélag Suðurnesja,

Vatnsnesvegi 14 Grindavík: Bókvit ehf, Víkurbraut 46EP Verk ehf, Vörðusundi 5Guesthouse Borg, Borgarhrauni 2Síldarvinnslan, Hafnarbraut 6Tannlæknastofan, Víkurbraut 62Vísir hf, Hafnargötu 16 Sandgerði: Fiskverkun K & G, Hafnargötu 9 Garður: Afa fiskur ehf, Ósabraut 6 Njarðvík: Bókhaldstofa Geirs, Brekkustíg 33aMeindýr Meindýraeiðir Reykjaness, Þórustíg 24Trésmiðja Stefáns, Brekkustíg 38 Mosfellsbær: Glertækni ehf, Völuteig 25Hengill, Hvarmadal 2Herdís Eyjólfsdóttir, Bæjarási 2Hópferðabílar Ævintýris ehf, Völuteig 6Kjósarhreppur, FélagsstöðumMosraf raftækjavinnustofa, ReykjalundiNetval ehf, Arnartanga 42Nonni litli ehf, Þverholti 8Reykjakot leikskóli, Krókabyggð 2Reykjalundur, ReykjalundiSkálatúnsheimilið, Skálatúni 1Sveinn ehf vélsmiðja, Flugumýri 6Trjáplöntusalan, Bjarkarholti 1Trostan ehf, Leirvogstungu 29Verkframi, Björtuhlíð 9 Akranes: Apótek Vesturlands, Smiðjuvegi 32Bernhard-Bílaver ehf, Innnesvegi 1Byggasafn Akraness, GörðumGuðrún Lilja Hólmfríðardóttir, Sunnubraut 20Hópferðabílar, Stóra LambhagaReiðhjólaverkstæði Axels, Merkigerði 2Smurstöð Akraness, Smiðjuvöllum 2Straumnes, Jörundarholti 101 Borgarnes: Gróðrarstöðin, GrenigerðiHársnyrtistofa Margrétar, Kveldúlfsgötu 27Hrefna Hreiðarsdóttir, HrauntúniJóhannes M Þórðarson, KrossnesiJörfabúið, Jörfa

Samtök sveitafélaga, Bjarnarbraut 8Skógrækt ríkisins, HreðavatniSÓ húsbygginar sf, Sólbakka 27Sveit fyrir alla ehf, Norðurtungu 3Tíbrá ehf, FlesjustöðumVegamót þjónustumiðstöð, SnæfellsnesiVélaverkstæði Kristjáns, Brákarbraut 20 Reykolt í Borgarfirði: Gróðrarstöðin Þorgautsstöðum,

Þorgautsstöðum II Stykkishólmur: Bjarnarhöfn ferðaþjónusta, BjarnarhöfnSæfell ehf, Hafnargötu 9 Grundarfjörður: Fjölbrautaskóli Snæfellsness, SnæfellsnesiLeikskólinn Sólvellir, Sólvöllum 1 Ólafsvík: Fiskmarkaður Íslands, Norðurtanga 6Hafnarskrifstofan, NorðurtangaTannlæknastofa Ara, Engihlíð 28Tölvuverk bókhaldsþjónusta, Kirkjutúni Hellissandur: KG fiskverkun, Verslunin Blómsturvellir, Munaðarsandi 25 Króksfjarðarnes Glæðir blómaáburður, Hellisbraut 18 Ísafjörður: Félagsbúið Vigur, Hafnarbúðin Hafnarhúsinu, SuðurgötuSjóvá, v/SilfurtorgSjúkraþjálfun Vestfjarða, Eyrargötu 2Tréver sf, Hafraholti 34 Bolungarvík: Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 2Grunnskóli Bolungarvíkur, Höfðastíg 3-5Jakob Valgeir ehf, Grundarstíg 5Sigurgeir G Jóhannsson, Hafnargötu 17-23 Súðavík: Jón Indíafari veitingastaður, Grundarstræti 1 Patreksfjörður: Bjarni S Hákonarson, HagaHótel Flókalundur, VatnsfirðiOddi ehf, V/EyrargötuSlaghamrar ehf, Mýrum 1Stúkuhúsið, Aðalstræti 50 Tálknafjörður: Bókhaldsstofan Tálknafirði, Strandgötu 40 Norðurfjörður. Hótel Djúpavík, Árneshreppi

Bíldudalur: Birna H Kristinsdóttir, Dalbraut 16Hvestuveita ehf, Fremri-Hvestu Hvammstangi: Leirhús Grétu, Litla Ósi Blönduós: Grunnskólinn Blönduósi, V/HúnabrautHúnvavatnshreppur, HúnavöllumVilkó ehf, Ægisbraut 1Þingeyrabúið ehf, Þingeyrum Sauðárkrókur: Árskóli, Box 60Fish Seafood, Eyrarvegi 18Fjölbrautaskóli Norðurlands, Héraðsbókasafn Skagfirðinga, FaxatorgiK-Tak hf, Borgartúni 1Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 16Mjólkursamlag Skagfirðinga,

SkagfirðingabrautNorðurá bs, StekkjarvíkSauðskinn ehf, BorgarmýriVideosport, Aðalgötu 15 Varmahlíð: Broddi Björnsson, FramnesiFræðslusetrið, Löngumýri Hofsós. Grafarós ehf, Austurgötu 22 Siglufjörður: Bás ehf, Ránargötu 14Fiskmarkaður Siglufjarðar, Mánagötu 4-6Heilbrigðisstofnun Fjarðarbyggðar,

v/HvanneyrarbrautNýverk, Lækjargötu 14 Akureyri: Átak, Strandgötu 14Betra brauð veislubakstur, Freyjunesi 8Blikkrás ehf, Óseyri 16Brúin ehf, Baldursnesi 5Byggingafélagið Hyrna, Sjafnargötu 3Efnalaugin Hreint út, Tryggvabraut 22Eining-Iðja, Skipagötu 14Endurskoðun ehf, Hafnarstræti 62Fjórðungssjúkrahúsið, EyrarlandsvegiFlúðir stangaveiðifélag, Box 381Greifinn hf, Glerárgötu 20Gróðrarstöðin Réttarhóll, SvalbarðseyriHappdrætti HÍ, Geislagötu 12Hársnyrtistofan Zone, Strandgötu 9Hártískan sf, KaupvangiHeilbrigðiseftirlitið, Furuvöllum 1Heimur hafsins fiskbúð, Dalsgerði 3fHnýfill ehf, Óseyri 22Hornið veiði- og sportvörur, Kaupvangsstræti 4Iðnval ehf, Huldugili 10

Sjálfsbjargarfréttir

14

þó ekki ánægjunni af ferðalaginu þar sem hann er að hámarki 15 km/klst. Helsti galli skutlnanna er hvað úthald rafhlöðunnar er lítið. Það er talað um að hægt sé að fara allt að 50 km á hleðslunni en það er eingöngu við bestu aðstæður. Það hefur sýnt sig hér að eftir um 10–15 km fer hleðslan að minnka verulega. Kunnugir hafa sagt mér að þetta sé hugsanlega vegna þess að ég hafi ekki notað skutluna nægjanlega mikið, sem má til sanns vegar færa. Ég hefði mátt vera dug-legri við að nota þennan þarfagrip sem hefur gefið mér svo margar ánægjustundir í gegnum tíðina, en þá þarf líka að viðra til útivistar.

Þetta hefur verið leiðindasumar. Það sést best á því að ég hef nánast ekkert getað stundað mína uppá-haldsiðju þ.e. að fara í leiðangra á rafskutlunni minni. Veðrið hefur hreinlega ekki gefið færi á því. Þegar ég tala um rafskutlu þá er ég ekki að tala um þessar tvíhjóla heldur þrí- eða fjórhjóla tæki sem margt hreyfihamlað fólk hefur getað nýtt sér nú seinustu árin.

Þetta eru dýr tæki og ekki er hreyfihömluðum gert auðvelt að fá afnot af rafskutlu, þar sem þær eru oftast flokkaðar sem tæki sem er eingöngu til nota í frístundum eða til afþreyingar, eða eins og segir í reglugerð um hjálpartæki: Styrkur er ekki greiddur ef hjálpartæki er ein­göngu til nota í frístundum eða til af­þreyingar (þ.á m. útivist og íþróttir).

Hræddur er ég um að þetta ákvæði hafi hindrað marga í því að eignast skutlu til að ferðast á, sér til ánægju. Þetta lýsir því miður því ástandi sem er með ýmis hjálpar-tæki hér á landi og viðhorfinu til

notkunar þeirra hjá þeim sem ráða þessum málum hérlendis.

Rafskutlan hefur gefið mér ótrú-legt frelsi til að njóta útivistar sem ég hafði ekki tækifæri til áður. Auð-vitað gat ég notið útivistar en ekki þess frelsis sem skutlan gaf mér. Ég veit að svo er um fleiri í álíka stöðu. Fyrir marga eru þessi tæki forsenda þess að geta notið útivistar. Fyrir mér hefur skutlan opnað alveg nýjan heim, eins og t.d. strand-lengjuna hér við Leiruvoginn, sem ég hef skoðað nokkrum sinnum ýmist einn eða með öðrum. Að geta notið þess að skoða fuglalífið eða gróðurinn, nú eða þá fjallasýn-ina, er dásamleg upplifun sem er ekki hægt að njóta á sama hátt, t.d. út um bílrúðu. Á skutlunni nýtur þú náttúrunnar nánast eins og þú værir á hjóli eða gangandi. Með hjálp hennar hef ég kannað ýmsa stíga, þvers og kruss í bæjarfélag-inu, reynt á þol hennar og stundum komið mér í ógöngur, en þó alltaf komist út úr þeim aftur. Aðalkost-urinn við þessar ferðir eru þær að ég kem ekki örþreyttur heim eins og væri ef ég hefði farið þetta gang-andi fyrir utan það hvað maður kemst hraðar yfir. Hraðinn spillir

Að hafa frelsi tilað njóta útiveru

Jón Eiríksson, ritari Sjálfs-

bjargar, félags fatlaðra á höfuð-

borgarsvæðinu

Leiga á salnumSalur félagsins að Hátúni 12, er til leigu fyrir veislur og fundar-höld. Hann er tilvalinn fyrir fermingarveislur, afmæli, út-skriftarveislur, brúðkaup, erfi-drykkjur og ýmsa mannfagnaði.Upplýsingar í síma 551-7868.Netfang: [email protected] og [email protected]ð:20.000,- kr. fyrir félagsmenn40.000,- kr. fyrir aðra.

Esjan, Leirvogurinn og Leirvogshólmi nær. Myndina tók Jón frá göngustíg rétt ofan við golfvöllin sem þarna er.

15

Sjálfsbjargarfréttir

S j á l f s b j ö r g á h ö f u ð b o r g a r svæ ð i n u þ a k ka r e f t i r tö l d u m a ð i l u m v e i t ta n st u ð n i n gIngibjörg Eiríksdóttir, Skarðshlíð 6iIntersport Akureyri, Óðinesi 2Ísgát ehf, Lónsbakka 2Íþróttamiðstöð Glerárskóla, v/HöfðahliðJoe’s verslun, Gránufélagsgötu 4Jóger ísbúð, GlerártorgiJúlíana Þórhildur Lárusdóttir, Borgarsíðu 5Kjarnafæði, Fjölnisgötu 1bKælismiðjan Frost, Fjölnisgötu 4bLa Vita e Bella veitingahús, Hafnarstræti 92Lamb Inn veitingastaðir, Öngulsstöðum 3Laufáss- og Grenivíkursókn, LaufásiLæsir ehf, Hafnarstræti 2Miðstöðin ehf, Draupnisgötu 3aNýja kaffibrennslan, Tryggvabraut 1Plastiðjan Bjarg, Furuvöllum 1PricewaterhouseCoopers, Glerárgötu 34Rexin, Lækjartúni 2Samherji Íslands ehf, Glerárgötu 30Skóhúsið, Brekkugötu 1aSS Byggir ehf skrifstofa, Njarðarnesi 14Sundlaug Akureyrar, Þingvallastræti 21Tannlæknastofa Árna Páls, Kaupvangi 1Teiknistofa HSÁ, Sunnubraut 12Trésmiðja H Ben ehf, Freyjunesi 4Trésmiðjan Ösp, Furulundi 15Tölvís sf, MýrarvegiUnnur Herbertsdóttir, Stapasíðu 10Úrsmíðaverkstæði Halldórs Ólafss, GlerártorgiVélsmiðjan Ásverk, Grímseyjargötu Grenivík: Sundlaug Grenivíkur, Grenivík Grímsey: Sigurbjörn ehf, Grímsey Dalvík: Híbýlamálun ehf, Reynihólum 4Íþróttahús Dalvíkur, DalvíkPromens Dalvík, Gunnarsbraut 12Sólrún ehf, Sjávargötu 2Upsasókn, Ásvegi 44Vélvirki ehf, Hafnarbraut 7 Ólafsfjörður: Harpa Hlín Jónsdóttir, Bylgjubyggð 47Kristinn Kristófer Ragnarsson, Garði 1 Hrísey: Eik hf Trésmiðja, Strandgötu 32Einangrunarstöðin Hrísey, Kríunesi Húsavík: Bílaleiga Húsavíkur, Garðarsbraut 66

Ferðaþjónustan, HafralækHáriðjan, Stóragerði 11Heiðarbær, Skógum 2Naustið veitingahús, Naustagerði 2Nice, Höfða 2Pollurinn veitingahús, HafnarstéttSorplagnir Þingeyinga, VíðimóumVíkurraf sf, Garðarsbraut 48 Laugar: Ferðaþjónustan Ytri Vík, Lyngholti 3Norðurpóll ehf, Laugarbrekku Mývatn: Hlíð ferðaþjónusta tjaldsvæði, ReykjahlíðJarðböðin, v/MývatnMýflug, Reykjavíkurflugvelli Kópasker: 670 verslun, Bakkagötu 10Ágúst Guðröðarson, SauðanesiFjallalamb hf, Röndinni 3Magnavík ehf, Bakkagötu 2 Raufarhöfn: Hótel Norðurljós, Aðalbraut 2 Þórshöfn: Edda Jóhannsdóttir, Langanesvegi 14 Vopnafjörður: Ferðaþjónusta bænda, Syðri VíkHaraldur Jónsson, ÁsbrandsstöðumJón Haraldsson, ÁsbrandsstöðumVopnafjarðarhreppur, Harmahlíð 15 Egilsstaðir: Fellabakarí, Lagarfelli 4Fljótdalshérað, Lyngási 12Gunnarsstofnun, SkriðuklaustriHitaveita Egilsstaða og Fella, Einhleypingi 1Jöklasetur á Hornafirði, Litlubrú 2Mælifell, Mælivöllum 2PV pípulagnir ehf, Lagarbraut 4Rafey ehf rafvélaverkstæði, Miðási 11Tækniþjónusta Austurlands, EgilsstaðaflugvelliÖkukennsla Páls Sigvaldsson, Lagarfelli 11 Seyðisfjörður: PG stálsmíði, Árbakka 3Seyðisfjarðarbær, Hafnargötu 44 Reyðarfjörður: Loðnuvinnslan, Skólavegi 53Skiltaval, Leirvogi 4

Verkstjórnarfélagið, Búðareyri 15Þvottabjörn ehf, Búðareyri 25 Eskifjörður: Fjarðarþrif, Strandgötu 46c Stöðvarfjörður: Brekkan verslun og veitingar, Fjarðarbraut 44 Breiðdalsvík: Héraðsdýralæknir, Ásvegi 31Hótel Bláfell, Sólvöllum 14 Höfn í Hornafirði: Farfuglaheimilið Vagnsstaðir, VagnsstöðumFerðaþjónusta bænda, LóniPakk veitingar, Krosseyrarvegi 3Skinney Þinganes, KrosseyVatnajökull Travel, Bugðulæk 3Vélsmiðjan Foss ehf, Ófeigstanga 19Þrastarhóll ehf, Kirkjubraut 10 Selfoss: AB skálinn, Gagnheiði 11Bílaleiga J.G., Eyravegi 15Bílasala Suðurlands, Fossnesi 14Björn Harðarsson, Holti 1Fossvélar hf, Hrósmýri 4Gesthús gistihús, Engjavegi 56Guðnabakarí, Austurvegi 31bJeppasmiðjan, LjónsstöðumKerhestar ehf hestaleiga, MiðengiLagnaþjónustan, Gagnheiði 53Nesey ehf, Suðurbraut 7Pro-Ark teiknistofa, Eyravegi 31Renniverkstæði Björns Jensonar, Gagnheiði 74Ræktunarsamband Flóa, Gagnheiði 35Set ehf, Eyravegi 41-49Stefán Friðgeirsson, Tjaldhólum 44Steinunn Hermannsdóttir, Urðartjörn 8Sumardvölin ehf, Brautarholti 16aSúluholt ehf, Súluholti 1Súperbygg ehf, Eyrarvegi 31Visheimili Hamarskot, HamarkotiÞjónustumiðstöðin, Þingvöllum Hveragerði: Eldhestar hf, VöllumHverablóm ehf Blóm og gjafavörur,

Sunnumörk 2Litla Kaffistofan, Svínahrauni Þorlákshöfn: Bókasafn Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1Bókasafnið, Hafnarbergi 1

Trésmiðja Heimis ehf, Unubakka 3bTrésmiðjan Fagus, Unubakka 20Vélsmiðja Stefáns Jónssonar, Unubakka 12 Ölfus Ben Medía, Akurgerði Stokkseyri: Fjöruborðið, Eyrarbraut 3a Laugarvatn: Menntaskólinn á Laugum, LaugumValdimar Gíslason, Lundarbraut 5 Flúðir: Anna Björk Matthíasdóttir, SteinahlíðFlúðasveppir, UndirheimumHrunamannahreppur, Akurgerði 6 Hella: Meðferðar- og skólaheimilið LækjarbakkiÓlafur Helgason, Pulu Hvolsvöllur: Árni Valdimarsson, AkriDvalarheimilið, KirkjuhvoliFélag íslenskra bifreiða, Stóragerði 3Héraðsbókasafn, Vallarbraut 16 Vík: Kötlusetur, Víkurbraut 28Hótel Katla Höfðabrekku, Höfðabekku Kirkjubæjarklaustur: Islandia Hótel Núpar, Núpum Vestmannaeyjar: Bókasafn Vestmannaeyja, Box 20Bragginn bílaverkstæði, Flötum 20Ferðaskrifstofa Víking Tours, Tangargötu 7Frár ehf, Hásteinsvegi 49Hárstofa Viktors, Vestmannabraut 35Hótel Varmahlíð, Varmahlíð 28Ísfélag Vestmannaeyja, Strandvegi 28Karl Kristmannsson, Ofanleiti 15-19Kranaþjónusta Hauks ehf, Illugagötu 31Ós ehf, Illugagötu 44Prentsmiðjan Eyrún, Hlíðarvegi 7bSkýlið, FriðarhöfnÚtvarp Vestmannaeyja, Brekkutanga 1Verslunin Vöruval, Vesturvegi 18Vélaverkstæðið Þór, Norðursundi 9Vinnslustöðin hf, Volcano Cafe, Strandvegi 66

Munið vefsíðu Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu:

hbs.sjalfsbjorg.is

Salernisstoðir

Sturtukollar

Þægileg snyrtiáhöld

Baðbretti

Spen

nist

frá

gólfi

upp

í lo

ft

Læsing á

45° millibili

Sturtustólar Stuðningssúla

Fótabursti með sogskálum

Eingönguviðurkenndarvörur

Salernishækkanir

Vandaðar vörur fyrir bað og snyrtingu

Opið kl. 9 -18 • Laugardaga kl. 11 - 15 • Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is