skátamál 5.tbl. september 2012

12
Í sumar var Landsmót skáta sem vonandi fór ekki fram hjá neinum. Það var mikið um dýrðir fyrir skáta, fjölskyldur þeirra. Það var mikill fjöldi gesta saman kominn á Úlfljótsvatni en samkvæmt talnaglöggum var á sjötta þúsund gesta á mótssvæðinu þegar mest var og hátíðarhöld stóðu sem hæst. Veðrið á Úlfljótsvatni var með allra besta móti byrjaði með dúndur rigningu og roki en létti svo til svo að vel viðraði til hátíðahalda það sem eftir var móts. Sérstök afmælisdagskrá var í boði í tilefni eitt hundrað ára afmælis skátastarfs á Íslandi. Gestir voru sérstaklega boðnir velkomnir á mótssvæðið á laugardeginum og í tilefni stórafmælisins opnuðu þátttakendur tjaldbúðir sínar fyrir gestum og kynntu þar skátastarfið og sína heimabyggð auk þess sem fjölbreytt dagskrá var í boði á vegum mótsins. Landsmótið í ár var tuttugasta og þriðja landsmót íslenskra skáta en mótið í ár var séstaklega tileinkað aldar afmæli íslensku skátahreyfingarinnar. http://www.skatar.is/landsmot2012/default.as p?ItemGroupID=336&ItemID=2237 ó am rðssyni í maí 2012 Ritstjóri: Elsí Rós [email protected] | Ábm: Hermann Sigurðsson 5.tbl. | 2012 Landsmót skáta 1

Upload: skatarnir-bis

Post on 11-Mar-2016

223 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Málgagn Bandalags íslenskra skáta

TRANSCRIPT

Page 1: Skátamál 5.tbl. september 2012

Í sumar var Landsmót skáta sem vonandi fór ekki

fram hjá neinum. Það var mikið um dýrðir fyrir

skáta, fjölskyldur þeirra. Það var mikill fjöldi gesta

saman kominn á Úlfljótsvatni en samkvæmt

talnaglöggum var á sjötta þúsund gesta á

mótssvæðinu þegar mest var og hátíðarhöld

stóðu sem hæst. Veðrið á Úlfljótsvatni var með

allra besta móti byrjaði með dúndur rigningu

og roki en létti svo til svo að vel viðraði til

hátíðahalda það sem eftir var móts. Sérstök

afmælisdagskrá var í boði í tilefni eitt hundrað

ára afmælis skátastarfs á Íslandi. Gestir voru

sérstaklega boðnir velkomnir á mótssvæðið

á laugardeginum og í tilefni stórafmælisins

opnuðu þátttakendur tjaldbúðir sínar fyrir

gestum og kynntu þar skátastarfið og sína

heimabyggð auk þess sem fjölbreytt dagskrá

var í boði á vegum mótsins. Landsmótið í ár var

tuttugasta og þriðja landsmót íslenskra skáta en

mótið í ár var séstaklega tileinkað aldar afmæli

íslensku skátahreyfingarinnar.

http://www.skatar.is/landsmot2012/default.as

p?ItemGroupID=336&ItemID=2237

Þetta er landsmótsmerkið 2012

-ævintýrið heldur áfram

Samþykkt af Hermanni Sigurðssyni í maí 2012

Pantone 2602

Pantone Red 032

Rit

stjó

ri:

Els

í R

ós

els

iro

s@sk

ata

r.is

|

Á

bm

: H

erm

an

n S

igu

rðss

on

5.t

bl.

|

2

01

2

Landsmót skáta

1

Page 2: Skátamál 5.tbl. september 2012

Æskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur

Ungmennafélags Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi,

Bandalags íslenskra skáta og Slysavarnarfélagsins

Landsbjargar, vinnur að fræðslumálum sem nýtist

fyrir allar hreyfingarnar. Starfsmaður Æsku-

lýðsvettvangsins er Ragnheiður Sigurðardóttir og

hefur aðstöðu að Sigtúni 42, í þjónustumiðstöð

UMFÍ. Opnuð hefur verið heimasíðavettvangsins

http://w w w.aeskulydsvettvangur inn. is

Æskulýðsvettvangurinn hefur gefið út

sameiginlegar siðareglur fyrir starfsfólk og

sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins, sem snúa

bæði að samskiptum og einnig rekstri og ábyrgð.

Þær er hægt að skoða þær á heimasíðunni.

Meginmarkmið Æskulýðsvettvangsins er að

stuðla að fagmennsku og öryggi í öllu starfi

aðildar-samtakanna.

Æskulýðsvettvangurinn hefur stofnað sjálfstætt

fagráð sem ætlað er að annast atvik sem varða

kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, gömul og ný,

sem upp koma í starfi samtakanna. Í farvatninu

er sambærilegt fagráð sem ætlað er að taka á

eineltismálum sem kunna að koma upp.

Á þennan hátt vonast skátahreyfingin til þess að

fyrirbyggja að ofbeldisfólk gegni störfum innan

skátahreyfingarinnar.

Æskulýðsvettvangurinn ætlar á komandi

haustmánuðum að fara hringferð um landið með

málþing um einelti í tengslum við Eineltisdaginn

8. nóvember næstkomandi. Á þessum málþing-

um verða 90 mínútna fræðsluerindi um einelti

fyrir aðildarfélög. Kolbrún Baldursdóttir,

sálfræðingur, kemur til með að flytja fyrirlestur

byggðan á ný útkominni bók sinni Ekki meir,

sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir

starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög,

foreldra og börn.

Tilgangurinn með þessu fræðsluerindi er að

vekja athygli á þessum málaflokki, opna betur

augu starfsfólks og sjálfboðaliða fyrir því að

vera vakandi og ávallt á verði gagnvart einelti og

annarri óæskilegri hegðun.

Æskulýðsvettvangurinn hefur unnið sameigin-

lega aðgerðaráætlun gegn einelti og verður hún

einnig kynnt á þessum málþingum.

Æskulýðs- vettvangurinnÆSKULÝÐS

VETTVANGURINN

2

Page 3: Skátamál 5.tbl. september 2012

Æskulýðsvettvangurinn leggur áherslu á að

stuðla að jákvæðum samskiptum þar sem

hver og einn er ábyrgur fyrir orðum sínum

og gjörðum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar eiga

þannig að gæta vandvirkni og samviskusemi

auk þess að koma fram af umhyggju, heiðarleika

og virðingu gagnvart öllum þeim sem starfað

er með eða fyrir. Æskulýðsvettvangurinn

leggur einnig ríka áherslu á að starfsfólk og

sjálfboðaliðar séu fyrirmyndir þátttakenda í

starfi, sýni góða hegðum og gott fordæmi jafnt

í starfi sem og utan þess. Jafnframt leggur

Æskulýðsvettvangurinn sitt af mörkum til að

stuðla að heilbrigðu, uppbyggjandi og vönduðu

starfi með börnum og unglingum.

Staðsetningar með dagsetningum á málþing um um einelti:

• Fimmtudagur 20. september, Vestmannaeyjar

• Fimmtudagur 4. október, Ísafjörður

• Fimmtudagur 11. október, Akureyri

• Fimmtudagur 25. október, Egilsstaðir

• Föstudagur 2. nóvember, Borgarnes

• Fimmtudagur 8. nóvember, Selfoss

• Fimmtudagur 8. nóvember, Reykjavík

Frekari upplýsingar um nánari tíma- og

staðsetningar og skráningar á málþingin er

að finna á:

http://www.aeskulydsvettvangurinn.is

3

Undanfarnar vikur hafa verið haldnir samráðsfundir stjórnar B.Í.S., félags-foringja og félagsstjórna út um land. Mánudaginn 3. september voru félög á Suðurlandi heimsótt til Hveragerðis, daginn eftir, þann 4. september, komu Reykjavíkurfélögin í heimsókn í Skátamiðstöðina, fimmtudaginn 6. september var haldinn góður fundur í Kópavogi. Vikuna þar á eftir voru Vestlendingar og Norður- og Austurland sótt heim, þriðjudaginn 11. september í Borganesi og 12. september á Akureyri.

Fundirnir voru vel sóttir og fróðlegir og góð umræða skapaðist um mikilvæg málefni, eins og innleiðingarmál, fullorðna í skátastarfi og nýja Gilwell-þjálfun. Spennandi skátastarf fram-undan um allt land og mikið af hug-myndum, vísi að stofnun nýrra félaga og uppbyggingu eldri félaga sem vert er að gefa gaum. Meðfylgjandi mynd er af fundi með Vesturlandsfélögum, sem haldinn var í Borgarnesi þann 11. september síðastliðinn.

Samráðsfundir stjórnar og félaga

AÐ VERA KÚGAÐUR

TIL AÐ LEGGJA EINHVERN ANNAN Í EINELTI.

!@&$#*%

skatar.is/einelti

!@&$#*%

FÁIÐ EINHVERN TIL

AÐ VERA FÉLAGA

ÞEIRRA SEM LAGÐIR

ERU Í EINELTI. !@&$#*%

skatar.is/einelti

!@&$#*%

verður haldið alþjóðlegt

skátamót í Kanada. BÍS stendur

fyrir ferð á mótið. Mótið er fyrir

skáta á aldrinum 18-25 ára.

Þeir sem eru yngri verða að

bíða þar til seinna en þeir

sem eru eldri geta farið sem

sjálfboðaliðar á mótið. Allar

helstu upplýsingar er að finna á

www.mootcanada2013.ca

og skráning er hafin

www.skatar.is/vidburdaskraning

WSM 20138.-18. ágúst 2013

Page 4: Skátamál 5.tbl. september 2012

4

Síðustu helgi var haldið innleiðinganámskeið í

Skátamiðstöðinni þar sem yfir 20 þátttakendur

frá 6 félögum kynntu sér aðferðir við innleiðingu

nýs starfsgrunns skátahreyfingarinnar með

líflegum og skemmtilegum hætti.  Á einni helgi

tókst þátttakendum að verða dreka- fálka- og

dróttskátar og kynnast nálgun nýrra áhersla

eins og táknrænni umgjörð, skátaaðferðinni

og áfangamarkmiðum með margvíslegum

kennsluaðferðum. Mikil gleði var á námskeiðinu

og algjörlega öruggt að þar myndaðist þekking

og tenglsanet sem mun hafa góð áhrif og nýtast

félögunum í innleiðingunni.

Innleiðingarnámskeið í gleði og alvöru

Page 5: Skátamál 5.tbl. september 2012

5

Gilwell leiðtogaþjálfun skátahreyfingar-

innar fyrir fullorðna er nú boðin með

nýjum áherslum í samræmi við stefnu

alþjóðahreyfingar skáta. (WOSM)

Gilwell leiðtogaþjálfunin samanstendur af

sjö “skrefum” sem eru mislöng og með ólíkar

áherslur. Hluti af þjálfuninni eru sjö námskeið

sem þáttakendur þurfa að ljúka, einu í hverju

skrefi. Þau hafa þann tilgang að fræða um

ýmislegt sem tengist skátastarfi, hvernig það er

undirbúið, framkvæmt og metið svo við getum

stöðugt gert betur en áður. Hverju námskeiði

fylgja svo verkefni á vettvangi skátastarfs. Þessi

verkefni eru jafn mikilvæg og námskeiðin. Gilwell

þjálfunin í heild tekur 9-12 mánuði. Þjálfunin

hefur líka almennt gildi og gagnast fólki bæði í

lífi og starfi.

Gert er ráð fyrir að námskeið fyrir hvert skref

verði boðin fjórum sinnum á ári svo að það er

hægt að hefja þjálfunina á mismunandi tíma og

þátttakendur geta tekið skrefin á þeim hraða

sem hentar hverjum og einum.

Fyrsti hópurinn sem tekur námskeiðið með

þessu nýja skipulagi hefur nú lokið fimm skrefum

af sjö og tekur skref 6 í október. Í þeim hópi eru

17 fullorðinir þátttakendur á ólíkum aldri og er

mikil tilhlökkun hjá hópnum að hittast á næsta

skrefi miðað við sameiginlega „facebook“ síðu

hópsins. Á landsmótinu á Úlfljótsvatni í júlí voru

nokkrar kynningar á leiðtogaþjálfuninni sem

voru fjölsóttar og margir áhugasamir eru nú

biðlista eftir að koma á námskeið. Þeir sem sóttu

þessar kynningar hafa þegar lokið fyrsta skrefi

í Gilwell þjálfuninni. Æskilegur fjöldi er 24-30

þátttakendur á hverju námskeiði.

Annað skref er námskeiðið „Verndum þau“ sem

þátttakendur geta tekið þegar þeim hentar, en

þurfa að hafa lokið áður en þeir taka skref 7.

Í þriðja skrefi sem nú er að fara af stað fyrir nýjan

hóp er þátttakendum kynnt hvað það er sem

gerir skátastarf að skemmtilegu ævintýri með

skýr uppeldismarkmið og hvernig það er gert.

Fjallað er um táknræna umgjörð skátastarfs og

mismunandi útfærslu hennar fyrir ólík aldursstig,

þ.e. drekaskáta (7-9 ára), fálkaskáta (19-12) ára,

dróttskáta (13-15) ára, rekkaskáta (16-19) ára og

róverskáta (19-22) ára. Skátaaðferðin er kynnt

fyrir þátttakendum og lögð sérstök áhersla

á gildi flokkakerfisins við jafningjafræðslu og

jafningjamat. Bent er á mikilvægi stigvaxandi

áherslu á sjálfstæði, virkni og ábyrgð skátanna

eftir aldri þeirra og þroska. Á þessu námskeiði

er gert ráð fyrir að þátttakendum verði skipt

í hefðbundna Gilwell-flokka til að undirbúa

áframhaldandi teymisvinnu í Gilwell-þjálfuninni.

Næstu skref í Gilwell verða, skref

1: Kynning á skátastarfi verður 10.

október í Skátamiðstöðinni kl. 19:30, skref

3: Starfsgrunnur fyrir skátastarf, verður haldið

í Skátamiðstöðinni laugardaginn 27. október

kl. 09.00-18:00 og skref 4: Markmið og leiðir.

Mat á eigin hæfi, verður haldið laugardaginn

24. nóvember.

Gilwell fréttir

Page 6: Skátamál 5.tbl. september 2012

6

Skátarnir voru með sýningu á Árbæjarsafni

þar sem mátti sjá gamla búninga og hvernig

þeir hafa breyst í gegnum tímans rás. Á safninu

var einnig hægt að skoða gamlar skátabækur

og merki í gegnum tíðina bæði skátamerki

og heiðursmerki. Sýningin var einnig hluti af

safnadeginum og skátarnir voru þá sérstaklega

með dagskrá á öllu safninu í formi póstleiks sem

var vel sóttur en um 2000 manns áttu leið í

gegnum safnið þennan skemmtilega dag.

Skátar voru ekki bara áberandi á skátamiðstöðinni

við Úlfljótsvatn heldur var sett upp stór og

flott sýning í ljósafossvirkjun í kringum sögu

skátanna við úlfljótsvatn og stendur hún enn.

Myndir og munir sem skemmtilegt er að skoða.

Sýningin stendur enn. Skátamál mælir með að

skátar sem náðu ekki að kíkja á sýninguna í sumar

renni sér einn rúnt austur áður er veturinn nær

okkur hér á suðvestur horninu.

Sýningar í sumar

RekkaRokk – Ertu alvöru rokkari?

Ertu í hljómsveit?

Ekki láta RekkaRokk sem verður haldið á

Akureyri 28.-30. September fara fram hjá þér.

Upplýsingar og skráning:

www.skatar.is/vidburdaskraning

SAMAN – 5.-7. Október

fyrir drótt- og rekkaskáta og unglingadeildir

björgunarsveita Landsbjargar.

Nánari upplýsingar og skráning er á

www.skatar.is/vidburdaskraning

RekkaRokk Saman

frítt inn

Safnadagur 8. jú

lí 2012

ÁRBÆJARSAFN

Skátaleikir – Skátasöngvar

Muurikka™ og útieldun að skátasið.

Skátaþrautir og póstaleikir.

Komdu og taktu þátt í 100 ára sögu skátanna á Árbæjarsafni.

Gamlir búningar og merki til sýnis.

Bland í poka – 9.-11. Nóvember verður Bland

í poka á Laugum í Sælingsdal. Í Fyrra varð uppi

fótur fit þegar að Formaður dagskrárráðs skáta

okkar tók af sér gærurnar, fulltrúi alþjóðráðs fór

í brjóstsykur og skátahöfðinginn svaf úti í tjaldi.

Allt getur gerst þegar í Sælingsdalinn er komið

það er alveg á hreinu. Þessi viðburður er fyrir

stjórnir skátafélaga, skátaforingja og svo skáta.

Það verður hægt að finna eitthvað við allra hæfi

hvort sem þú þarft að fleiri hugmyndir sem

sveitarforingi eða að stjórna betur skátafélaginu.

Ef þú ert með hugmynd af verkefnum sem

þig langar að takast á við þá endilega sendu

upplýsingar á netfangið [email protected]

Bland í poka

Page 7: Skátamál 5.tbl. september 2012

7

Andleg og líkamleg vanlíðan nemenda sem

lagðir eru í einelti hefur verið umfjöllunarefni

fjölmiðla á Íslandi að undanförnu. Sama hefur

verið uppi á teningnum á Nýja Sjálandi, en þar

hefur mál móður sem greip inn í þegar ráðist var

á dóttur hennar sérstaklega verið til umræðu.

Móðirin á nú yfir höfði sér ákæru vegna þessa

máls. Hin sálrænu mein sem hljótast af slíkum

atburðum rista djúpt og geta varað allt lífið.

Ný lög í Nýja Sjálandi gegn árásum á netinu,

munu hjálpa til við að sporna gegn einelti en

einnig er þrýstingur á skólayfirvöld að þau taki

fastar á þessum málum.

Nokkur átaksverkefni gegn einelti eru í

gangi sem fjalla um að hjálpa fórnarlambinu að

ná bata, um jafningjaaðstoð og um kynferðislega

áreitni en best þekktu verkefnin fyrir skóla

koma frá nýsjálensku Friðarstofnunni (Peace

Foundation) og kallast „Svalir skólar“ (e. Cool

Schools). Verkefni stofnunarinnar hafa verið

notuð við fjölmarga grunn- og framhaldsskóla á

Nýja Sjálandi og hafa þróast í áraraðir.

„Svalir skólar“ – verkefnin sem notuð

eru um allt Nýja Sjáland, eru ekki kynnt sem

eineltisverkefni sérstaklega. Heldur stuðla þau

að því að gera nemendum og kennurum kleift að

átta sig á því þegar vandamál eru í uppsiglingu

og kenna þeim leiðir til að takast á við þau

á uppbyggilegan hátt. Þegar unnið er eftir

þessum leiðum tekst smátt og smátt að senda

nemendum og kennurum skýr skilaboð um að

skólinn þeirra sé öruggur staður og að allir vinni

saman í að hann verði það alltaf.

Verkefnin stuðla að opinni og frjálsri

tjáningu í skólum. Nemendum er kennt að vera

góðar fyrirmyndir, að beita sér fyrir heilbrigðum

samskiptum og að beina félögum sínum til

viðeigandi fullorðins aðila ef nauðsyn krefur.

Bæði nemendum og kennurum eru kenndar

aðferðir til að takast á við deilur og ágreining

sem munu gagnast þeim allt lífið. Aðferðirnar

kenna fólki að temja sér stillingu í aðstæðum

þegar deilur eiga sér stað. Þetta er hugsað sem

verkfærakista sem er full af verkfærum sem

nýtast til að taka yfirvegað á málum þegar koma

upp átök á milli fólks. Nemendum og kennurum

eru kenndar uppbyggilegar aðferðir við lausn

deilumála. Þannig eru nemendur þjálfaðir í því

að verða svokallaðir „jafningjamálamiðlarar“.

Það er leiðtogahlutverk sem veitir öðrum

ákveðna þjónustu; svo sem að efla gagnkvæma

virðingu fólks og einnig að auka skilning á

Christina Barruel, umsjónarmaður The CoolSchools og þjálfari í Friðarsamtökum Aotearoa:„Frábært að geta hjálpað öðrum”

Page 8: Skátamál 5.tbl. september 2012

Hvít friðardúfa

Sv.hv. friðardúfa

þeirri staðreynd að fólk er mismunandi, og

jafnframt að veita samnemendum sínum aðstoð

ef vandamál koma upp. Það hefur sýnt sig að

nemendur sem lenda í vandræðum vilja gjarnan

ræða við aðra nemendur sem þeir treysta. En

jafningjamálamiðlarar geta einnig stuðlað að

fleiri góðum hlutum í skólanum.

„Vandamála-verkfærakistan“ nýtist

foreldrum ekki síður en nemendum og kennurum.

Eitt af verkefnunum Friðarstofnunarinnar

er samið sérstaklega fyrir foreldra og kennir

þeim árangursrík samskipti. Lögð er áhersla

á að sannfæra einstaklinga um að þeir geti

haft jákvæð áhrif á heimili sínu, í skólanum og í

samfélaginu í heild og jafnvel víðar.

Verkefnið „Svalir skólar“ var fyrst

prófað í tólf grunnskólum í Auckland árið 1991

undir stjórn Yvonne Duncan. Christina Barruel,

núverandi verkefnastjóri segir að verkefnið

hafi gengið svo vel að Yvonne var boðið að fá

fullt starf við að stjórna verkefninu á vegum

Friðarstofnunarinnar. Síðan þá hefur verkefnið

verið kynnt fyrir meira en helmingi allra grunn-

og framhaldsskóla á Nýja Sjálandi. Christina

segir að mjög jákvæð viðbrögð hafi komið

frá nemendum, kennurum, þeim sem stjórna

verkefninu í skólum og einnig frá skólastjórum.

Það sem flestum stjórnendum og kennurum

finnst jákvæðast við verkefnin er að fá að hjálpa

nemendum til að aðstoða aðra nemendur við að

leysa vandamál. Nemendur á öllum skólastigum

segja að það sé svo frábært að geta verið í

aðstöðu og með árangursríkar leiðir til að hjálpa

öðrum nemendum. Það gefi þeim svo mikið

sjálfstraust.

Þjálfunin er oft sniðin að þörfum

skólanna. Þegar verkefnið er unnið í

framhaldsskólum, kemur leiðbeinandi í skólann

í fjóra og hálfan tíma á viku og vinnur með

nokkrum nemendum sem hafa verið valdir

til að vera „sendiherrar réttlætisins“ eða

„jafningjamálamiðlarar“ ásamt kennurum sem

eru til stuðnings við verkefnið frá skólans hálfu.

Leiðbeinandinn stýrir starfsmannafundi þar sem

verkefnið er kynnt fyrir öllum starfsmönnum

skólans og þeim er sýnt hvernig þeir geta stutt

jafningjamálamiðlarana. Kennararnir fá þarna

líka góða leiðsögn sem nýtist þeim bæði í

starfinu sem og í einkalífinu. Í grunnskólunum

hefur verið árangursríkast að hafa einn dag þar

sem kennurunum eru kenndar allar tíu leiðirnar

í verkefninu, þannig að í lok dagsins hafa

kennararnir lært hvernig þeir geta kennt þær

nemendum sínum.

Friðarstofnunin er með skrifstofu

í Auckland og sér Christina Barruel um að

leiðbeina skólum á svæðinu. Fimm aðrir

leiðbeinendur stofnunarinnar sjá um aðra hluta

landsins. Áhugasamir geta haft samband við

Friðarstofnunina beint í síma (09) 373 2379 eða

kynnt sér efnið á heimasíðu stofnunarinnar:

www.peace.net.nz

Christina Barruel mun leiða

vinnusmiðju tengda “Svölum skólum” og

málamiðlun jafningja á Friðarþingi í Hörpu,

12-14 október. Nánari upplýsingar um þingið

má finna á heimasíðu þess, www.peacething.is

8

Euro Mini Jam –Dróttskátar úr

Mosverjum og Ægisbúum taka þátt

fyrir Íslandshönd í skátamótinu

Euro Mini Jam sem verður haldið

í Lichtenstein næsta sumar. Þetta

skátamót var haldið í fyrsta skipti

á Íslandi árið 2010 og gekk svo vel

að það verður haldið áfram og nú

ferðast það á milli þátttökuþjóða.

Spennandi að fylgjast með og

svo auðvitað athuga hvort þinn

flokkur komist með næst.

Euro Mini Jam

Page 9: Skátamál 5.tbl. september 2012

9

Menningarnótt í Hljómskálagarðinum

MENNINGARNOTT

Skátarnir tóku í fyrsta sinn þátt í menningarnótt

og gerðu það með pompi og prakt. Setning

menningarnætur var á litlu skátasviði hjá okkur í

Hljómskálagarðinum þar sem að Jón Gnarr kom

og setti hátíðina á vegum höfuðborgarstofu.

Þá kom í kjölfarið kór í fylgd Bogomil Font sem

settu tóninn fyrir daginn. Skátarnir voru með

tjaldbúð og trönubyggingar eins og rólu og

netaturn. Þá var hægt að fá að prófa að gera

vinabönd, spila Kubb, súrra, poppa yfir kolum og

baka hike-brauð. Auk þessa voru skátarnir með

kaffihús og SSR sá um að skemmta krökkum

með hoppikastölum og hinum sívinsæla

klifurvegg. Blöðrur og kandífloss sem auðvitað

er ómissandi á hátíðardögum. Við viljum

sérstaklega þakka þeim skátum sem komu og

hjálpuðu til í Hljómskálagarðinum en allt var

þetta gert í sjálfboðaliðastarfi.

Þýskaland í ágúst: sveitarmeðlimur frétti af litlu

skátamóti í Þýskalandi á WSJ-hóp á Snjáldru. 4

rekka- og róverskátar skráðu sig og svo úthlutaði

einhver í mótsstjórninni okkur þýskri „vinasveit”.

Við mættum til Þýskalands og skátar úr

vinasveitinni fylgdu okkur í lest frá flugvellinum

að mótinu, sem var haldið í almenningsgarði

við ána Rín í Köln. Þetta var einfalt og mjög

skemmtilegt mót með um 600 þátttakendum á

aldrinum 7-24 ára frá 10 löndum í Evrópu, Asíu

og Afríku. Mótið var fjórir dagar og dagskráin

var einföld, vönduð og skemmtileg, allt frá

því að læra kínverska lukkuhnúta og að fara í

dagsferðir út fyrir borgina. Síðan vorum við þrjá

daga í mjög vel heppnaðri heimagistingu hjá

skátunum úr vinasveitinni okkar.

GERMANYEngland

England í júlí: sveitarmeðlimur frétti frá breskri

skátavinkonu af 24 stunda móti í Gilwell Park,

Gilwell 24. Svo fór að þrír rekkaskátar keyptu

sér helgarflug til London og fundu út hvernig

ætti að koma sér frá flugvellinum, til miðborgar

Lundúna í smá túristaleik og þaðan í Gilwell

Park. Þá tjölduðum við, mingluðum, sváfum og

vöknuðum svo fyrir mótssetninguna sem var

kl 9:00. Mótið var mjög skemmtilegt, um 4000

Bretar, 20 Portúgalar og 3 Íslendingar, það eitt

er ávísun á mjög áhugaverðan og skemmtilegan

sólarhring. En dagskráin var líka snilld, tívolítæki,

fjórhjól, klifur, diskó, köfun, segway, leirdúfuskot,

ökukennsla, veiði, smíðastofa, zumba, laser-tag

úti í skógi um miðja nótt og margt margt fleira!

Svo lauk mótinu sólarhring síðar eftir 24

tíma af gleði, hellidembu og nokkrum

blundum.

Page 10: Skátamál 5.tbl. september 2012

10

2012Grand Hótel

100 ára skátastarf á ÍslandiHátíðarkvöldverður skátaGala

| Föstudaginn 2. nóvember 2012 | Miðaverð 7.900,- | Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00 |

www.skatar.is

GalaAfmælishátið 2. nóvember verður á Grand Hótel og

verður í svokölluðum Gala stíl. Hún er ætluð

öllum skátum 18 ára og eldri og vonumst við til

að sjá sem flesta og alla í sínu fínasta pússi og

enginn í skátabúning þar sem þetta er haldið

á vínveitingastað.Það verður mikið um fjör og

mikið um að vera. Þriggja rétta matarveisla,

skemmtun og svo dunar dansinn fram á rauða

nótt.Veislustjórinn er að setja sig í gírinn

og safnar sögum. Það verða skemmtiatriði,

happdrætti og lítið sem ekkert um þungar

ræður :)Endilega hóaðu í ,,gamla” skátahópinn

þinn og gleðjumst saman og fögnum 100

ára afmælinu með glæsibrag.Miðaverð er

7.900.-  og er hægt að kaupa miða hjá Döggu

í skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 eða hér á

netinu í gegnum http://www.skatar.is/vefur/

default.asp?ItemGroupID=13 Hlökkum til að sjá

ykkur öll, húsið opnar kl. 19:00

Kveðja, Afmælisársnefndin.

Skyndihjálparnámskeið dróttskáta - Kanntu á plástur?

En að búa um beinbrot? Það verður haldið Laugardaginn 3. Nóvember.

Fylgist vel með því nánari upplýsingar koma fljótlega á heimsíðu skátanna.

Kanntu á plástur?

Gala

Page 11: Skátamál 5.tbl. september 2012

Friðarþing 2012

Fyrirlesararnir eiga það allir sammerkt að hafa sýnt

frið í verki, hvort sem það er í einkalífi viðkomandi

eða á opinberum vettvangi. Við viljum að fyrir-

lestrarnir veiti þátttakendum Friðarþingsins sýn á

þau fjölbreyttu verk sem geta leitt til friðar.

Okkur er ekki öllum ætlað að verða næsti Gandhi

heldur getum við lagt okkar að mörkum með litlum

verkum sem þegar upp er staðið hafa mikil áhrif.

Með Friðarþinginu viljum við sýna að allir geta lagt

sitt af mörkum, sama hversu lítið verkið er því allt

hefur áhrif. Þannig sannast hið fornkveðna að margt

smátt geri eitt stórt.

Með þátttöku á Friðarþinginu getur þú valið úr 25

fyrirlestrum , pallborðsumræðum, vinnusmiðjum og

fjölbreyttum viðburðum tengdum þinginu. Þú getur

sett saman þína eigin dagskrá.

Fyrirlestrar

Með Friðarþinginu viljum við efla hugmyndir fólks

um frið, gefa orðinu víðtækari merkingu og gefa

einstaklingum færi á að mynda sín eigin tengsl við

hugtakið. Þeir 25 fyrirlestrar og pallborðsumræður

sem boðið verður upp á hafa hugmyndina um frið í

sinni víðtækustu mynd að aðalhlutverki.

Vinnusmiðjur

Á Friðarþinginu verða vinnusmiðjur, en með þeim

viljum við gefa kennurum, leiðtogum í æskulýðs-

störfum, foreldrum og þeim sem láta málefni

æskunnar sig varða hugmyndir að friðarfræðslu.

Vinnusmiðjurnar eru hugsaðar sem þjálfun í

því hvernig hægt er að nálgast ungmenni með

friðarverkefni í huga. Eins er markmið þeirra að veita

þátttakendum innblástur til friðarverkefna.

„Try and leave this world a little better than you found it”

Robert Baden-Powell

Hvít friðardúfa

Sv.hv. friðardúfa

Miðasala: www.peacething.is

-Hvert er þitt hlutverk?

/peacething

„Try and leave this world a little better than you found it”Robert Baden-Powell

Miðasala: www.peacething.is

Page 12: Skátamál 5.tbl. september 2012

Forvarnardagurinn 31. október 2012 Allir skátar geta tekið þátt í forvarnadeginum enda

stuðlum við skátar að heilbrigðu líferni og hraustu

ungu fólki.

www.mootcanada2013.ca