17. tbl 2016

10
Fimmtudagurinn 28. apríl 2016 Eystrahorn www.eystrahorn.is 17. tbl. 34. árgangur Sumar-Humar hádegistónleikar. Lúðrasveit Hornafjarðar og Lúðrasveit Tónskóla A.-Skaft. Eldri borgarar funda Hinir árlegu Sumar-Humartónleikar lúðrasveitanna á Hornafirði verða laugardaginn 30. apríl kl. 12.00 – 13.30 í Sindrabæ. Lúðrasveit Tónskólans mun hefja leik en þar eru nemendur á aldrinum 10 – 13 ára. Svo kemur Lúðrasveit Hornafjarðar sem skipuð er spilurum á aldrinum 13 ára og upp úr. Sú sveit er á leið til Calella á Spáni, á mót þar sem lúðrasveitir, þjóðlagasveitir, danshópar og götulistamenn koma saman og skemmta í 2 vikur. Hljómsveitin hefur æft fyrir þessa ferð í allan vetur og víða spilað opinberlega sér til fjáröflunar, en það er töluverður kostnaður sem fellur til þegar ferðast er með svona hljómsveit. Einn af okkar föstu liðum í fjáröflun eru Sumar-Humartónleikarnir þar sem við bjóðum í ár upp á humarsúpu við uppdekkuð borð ásamt klukkutíma tónlistarveislu. Í fyrra buðum við upp á ís frá Árbæ og en hugmyndin er að vera með humarsúpu annað hvert ár á móti öðru sniðugu sem Hornafjörður býður upp á. Við hvetjum Hornfirðinga til að koma í Sindrabæ og njóta tónleikanna og súpunnar og styrkja hópinn til fararinnar. Á Spáni mun hljómsveitin spila á þrennum tónleikum. Þar sem hljómsveitin verður úti 11.-18. júní mun hún ekki vera til staðar hér á Höfn 17. júní í ár en í staðinn ætlum við að taka góða skrúðgöngu á Spáni þann dag og spila okkar 17. júní lög, Öxar við ána og HÆ, hó og jibbí jei það er kominn 17. júní! Aðgangseyrir á Sumar-Humar tónleikana er 2.000 krónur. 12 ára og yngri fá frítt inn. Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga var haldinn í Ekrunni sl. sunnudag. Í upphafi fundar var sunginn sumarsöngur, Ó blessuð vertu sumarsól. Björn Kristjánsson formaður félagsins setti fund og stýrði fundi. Hann fór yfir starfið frá síðasta aðalfundi sem var fjölbreytt og viðburðir vel sóttir. Hagur félagsins stendur vel. Á fundinum kom fram að farið verður í sumarferð félagsins um Snæfellsnes í júní. Gróa Ormsdóttir veitir upplýsingar um ferðina í síma 867-8796. Er þetta spennandi ferð og er um að gera að skrá sig sem allra fyrst. Þegar hafa á milli 30 og 40 skráð sig. Við stjórnarkjör báðust Björn Kristjánsson og Valgerður Leifsdóttir undan áframhaldandi setu í stjórninni. Voru þeim þökkuð vel unnin störf fyrir félagið og fengu blóm því til staðfestu. Í stað þeirra tóku Vigdís Vigfúsdóttir og Örn Arnarson sæti í stjórn. Nýr formaður var kosinn Haukur Helgi Þorvaldsson og aðrir í stjórninni eru: Heiður Vilhjálmsdóttir, Gróa Ormsdóttir, Kristín Gísladóttir og Sigurður Örn Hannesson. Um 150 félagar eru skráðir í félagið. Nýir félagar eru hvattir til að slást í hópinn. Næsta Eystrahorn kemur út miðvikudaginn 4. maí. Efni og auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 2. maí.

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 28-Jul-2016

236 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: 17. tbl 2016

Fimmtudagurinn 28. apríl 2016

Eystrahornwww.eystrahorn.is17. tbl. 34. árgangur

Sumar-Humar hádegistónleikar. Lúðrasveit Hornafjarðar og Lúðrasveit Tónskóla A.-Skaft.

Eldri borgarar funda

Hinir árlegu Sumar-Humartónleikar lúðrasveitanna á Hornafirði verða laugardaginn 30. apríl kl. 12.00 – 13.30 í Sindrabæ. Lúðrasveit Tónskólans mun hefja leik en þar eru nemendur á aldrinum 10 – 13 ára. Svo kemur Lúðrasveit Hornafjarðar sem skipuð er spilurum á aldrinum 13 ára og upp úr. Sú sveit er á leið til Calella á Spáni, á mót þar sem lúðrasveitir, þjóðlagasveitir, danshópar og götulistamenn koma saman og skemmta í 2 vikur.Hljómsveitin hefur æft fyrir þessa ferð í allan vetur og víða spilað opinberlega sér til fjáröflunar, en það er töluverður kostnaður sem fellur til þegar ferðast er með svona hljómsveit. Einn af okkar föstu liðum í fjáröflun eru Sumar-Humartónleikarnir þar sem við bjóðum í ár upp á humarsúpu við uppdekkuð borð ásamt klukkutíma tónlistarveislu. Í fyrra buðum við upp á ís frá Árbæ og en hugmyndin er að vera með

humarsúpu annað hvert ár á móti öðru sniðugu sem Hornafjörður býður upp á.Við hvetjum Hornfirðinga til að koma í Sindrabæ og njóta tónleikanna og súpunnar og styrkja hópinn til fararinnar.Á Spáni mun hljómsveitin spila á þrennum tónleikum. Þar sem hljómsveitin verður úti

11.-18. júní mun hún ekki vera til staðar hér á Höfn 17. júní í ár en í staðinn ætlum við að taka góða skrúðgöngu á Spáni þann dag og spila okkar 17. júní lög, Öxar við ána og HÆ, hó og jibbí jei það er kominn 17. júní!Aðgangseyrir á Sumar-Humar tónleikana er 2.000 krónur. 12 ára og yngri fá frítt inn.

Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga var haldinn í Ekrunni sl. sunnudag. Í upphafi fundar var sunginn sumarsöngur, Ó blessuð vertu sumarsól. Björn Kristjánsson formaður félagsins setti fund og stýrði fundi. Hann fór yfir starfið frá síðasta aðalfundi sem var fjölbreytt og viðburðir vel sóttir. Hagur félagsins stendur vel. Á fundinum kom fram að farið verður í sumarferð félagsins um

Snæfellsnes í júní. Gróa Ormsdóttir veitir upplýsingar um ferðina í síma 867-8796. Er þetta spennandi ferð og er um að gera að skrá sig sem allra fyrst. Þegar hafa á milli 30 og 40 skráð sig. Við stjórnarkjör báðust Björn Kristjánsson og Valgerður Leifsdóttir undan áframhaldandi setu í stjórninni. Voru þeim þökkuð vel unnin störf fyrir félagið og fengu blóm því til staðfestu. Í stað þeirra tóku Vigdís

Vigfúsdóttir og Örn Arnarson sæti í stjórn. Nýr formaður var kosinn Haukur Helgi Þorvaldsson og aðrir í stjórninni eru: Heiður Vilhjálmsdóttir, Gróa Ormsdóttir, Kristín Gísladóttir og Sigurður Örn Hannesson. Um 150 félagar eru skráðir í félagið. Nýir félagar eru hvattir til að slást í hópinn.

Næsta Eystrahorn kemur út miðvikudaginn 4. maí. Efni og auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 2. maí.

Page 2: 17. tbl 2016

2 EystrahornFimmtudagurinn 28. apríl 2016

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Tjörvi ÓskarssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðausturlands verður haldinn í Ekru fimmtudagskvöldið 28. apríl nk. kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf.

Þórhildur Kristjánsdóttir stuðningsfulltrúi hjá Krafti kynnir starfsemi félagsins og hlutverk stuðningsfulltrúa.Kaffi á könnunni og allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Stjórn Krabbameinsfélags Suðausturlands.

Aðalfundur Framsóknarfélags

Austur-SkaftafellssýsluFundurinn verður haldinn mánudaginn 2. maí kl. 19:00 í húsi Slysavarnafélagsins við Álaugarveg.

1. Venjuleg aðalfundarstörf.2. Önnur mál.

Boðið verður uppá súpu og brauð, kaffi og kökurStjórnin.

Úrval af rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum fallegar og nytsamlegar gjafir handa fermingarbörnum og útskriftarnemum.Tek við pöntunum fyrir stúdenta, men og nælur.

Opið virka daga kl. 13:00-18:00laugardaga kl. 13:00-15:00

Verið velkomin

AtvinnaStarfsmann vantar til sumarafleysinga frá 1. júní til 31. ágúst hjá Eimskip á Höfn. Bílpróf nauðsynlegt.

Upplýsingar veitir Heimir í síma 894-4107.

Kvöldstund með Stökum Jökum

Laugardagskvöldið 30. apríl kl 20:00 í Nýheimum.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, léttar veitingar á boðstólum.

Verið velkomin

Í DAG

Page 3: 17. tbl 2016

3Eystrahorn Fimmtudagurinn 28. apríl 2016

Rakarastofan verður lokuð vikuna 2. - 6. maí.Kveðja Baldvin

M E I R A P R Ó FMeirapróf verður haldið á Hornafirði í maí ef næg þátttaka fæst.Upplýsingar og skráning í 893-3652 eða [email protected] Skráningu líkur 9. maí.Ökuskóli Austurlands

Almennur bæjarmálafundurÞriðjudaginn 3. maí kl. 19:00 í Sjálfstæðishúsinu.

Súpa í boði.

Allir velkomnir

Bæjarfulltrúar og stjórnin

Verkefnisstjóri ferðamála við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á HornafirðiRannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði leitar eftir verkefnisstjóra til að annast rannsóknir, þróunarvinnu og ráðgjöf varðandi ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Viðamesta verkefnið lýtur að umsjón með íslenskum hluta NPA-verkefnisins Slow Adventure in Northern Territories (http://saintproject.eu/). Önnur verkefni geta, eftir atvikum, lotið að þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu, vetrarferðaþjónustu og fræðandi ferðaþjónustu. Verkefnin kalla á náið samstarf við Sveitarfélagið Hornafjörð, suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og Ríki Vatnajökuls ehf, ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasa suðausturlands.

Leitað er að einstaklingi með háskólagráðu, helst framhaldsmenntun, í ferðamálafræði eða aðra háskólamenntun sem nýst getur í starfi. Reynsla af rannsóknarstörfum og/eða verkefnastjórnun er skilyrði. Hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði, áreiðanleiki og frumkvæði eru nauðsynleg. Gott vald á ensku og íslensku í rituðu og töluðu máli er mikilvægt. Um fullt starf er að ræða með aðsetur á Hornafirði. Ráðið er til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara.

Umsóknarfrestur er til 14. maí 2016. Með umsókninni skal fylgja greinargott yfirlit um námsferil og fyrri störf, ásamt ritaskrá ef við á. Umsókn skal sendast inn rafrænt á: www.hi.is/laus_storf. Öllum starfsumsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Nánari upplýsingar um starfið veitir Dr. Þorvarður Árnason, forstöðumaður rannsóknasetursins (470-8040, 895-9003, [email protected]).

Um rannsóknasetrið:Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði var stofnað árið 2001. Það heyrir undir Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands (http://rannsoknasetur.hi.is/) sem hefur þau markmið að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf. Rannsóknasetrið tekur virkan þátt í starfsemi Þekkingarsetursins Nýheima (www.nyheimar.is) á Höfn, en þar starfa samtals um fjörutíu manns. Rannsóknasetrið hefur stundað rannsóknir á ferðamálum um árabil og einnig átt frumkvæði að fjölmörgum hagnýtum verkefnum í samstarfi við atvinnulífið og opinberar stofnanir. Við setrið er jafnframt unnið að rannsóknum á umhverfismálum, náttúruvernd, landslagi, menningu og listum, sjá nánar http://rannsoknasetur.hi.is/hornafjordur/.

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Landsbankans Hornafirði og Ungmennafélagsins Sindra. Samningurinn er til tveggja ára og með honum verður Landsbankinn einn af aðalstyrktaraðilum félagsins. Að undirritun komu Sigríður Birgisdóttir útibússtjóri Landsbankans Hornafirði, Gunnhildur Lilja Gísladóttir formaður Sindra og Jóna Benný Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Sindra.

Samstarfssamningur við Sindra

Hugrún Harpa Reynisdóttir kynnir verkefni sitt til meistaraprófs í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands í Nýheimum fimmtudaginn 28. apríl klukkan 20:00. Rannsókn Hugrúnar var gerð meðal íbúa í Öræfum. Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að öðlast skilning á upplifun einstaklinga á náttúrutengslum sínum, mótun þeirra og mögulegum áhrifum náttúrutengsla á viðhorf og gildi samfélagsins. Hins vegar að kanna upplifun og viðhorf fólks til umhverfisstjórnunar. Verkefnið tengir umræðu um náttúrutengsl og umhverfisstjórnun með umfjöllun sinni um mögulegt hagnýtt gildi skilnings á náttúrutengslum samfélags fyrir árangursríkari umhverfisstjórnun þar sem bent er á nauðsyn þess að þýða náttúruskilning heimafólks inn í stjórntæki og skipulag hins opinbera.Erindi Hugrúnar er öllum opið og eru áhugasamir hvattir til að koma og kynna sér rannsóknina.

Í DAG

Page 4: 17. tbl 2016

4 EystrahornFimmtudagurinn 28. apríl 2016

AtvinnaLaus störf við Grunnskóla Hornafjarðar veturinn 2016-2017

Smíðakennsla 100% starf

Myndmenntakennsla u.þ.b. 30% staða

Staða námsráðgjafa 50% starf, afleysing í eitt ár.

Tónmenntakennsla u.þ.b. 30% staða. (Ath. í Tónskóla A-Skaft. er einnig verið að auglýsa eftir kennara og hægt væri að fá fulla stöðu með því að blanda þessum tveimur stöðum saman. Frekari upplýsingar má fá í Tónskólanum [email protected], s. 470 8460).

Launakjör samkvæmt kjarasamningi KÍ og LS.

Umsóknum um stöður skal skilað skriflega til skólastjóra fyrir 7. maí n.k. með upplýsingum um menntun, réttindi, starfsreynslu og meðmælendur.

Nánari upplýsingar veita skólastjórnendurnir Þórgunnur Torfadóttir [email protected] og Eygló Illugadóttir [email protected]. Sími 470 8400

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 25. júní 2016

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 25. júní nk. hefst 30. apríl nk. Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, á opnunartíma sýsluskrifstofa, milli kl. 9.00-15.00. Skrifstofur embættisins eru á eftirtöldum stöðum:

- Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði- Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal- Austurvegi 6, Hvolsvelli- Hörðuvöllum 1, Selfossi

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru.

Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is.

Þeir sem ekki eiga heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi, til embættisins, fyrir kl. 15.00, þriðjudaginn 21. júní nk. Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá embættinu og á vefsíðunni www.kosning.is.

Frá 1. júní nk. mun stöðum, hvar hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar, fjölgað í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu. Kjörstaðir verða auglýstir síðar á vefsíðunni www.kosning.is og í héraðsfréttablöðum.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Íbúafundur um umferðaröryggismál

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar boðar til íbúafundar um umferðaröryggismál þann 3. maí kl. 20:00 í Nýheimum.

Gestur fundarins verður Ólafur Guðmundsson Tæknistjóri EuroRAP á Íslandi.

Allt áhugafólk um umferðaröryggi er hvatt til að mæta.

Fh. Umhverfisnefndar Bryndís Bjarnarson

Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi

Athugið breytta dagsetninguKynningarfundi um Starfastefnumót á Hornafirði er vera átti þriðjudaginn 3. maí hefur verið frestað til miðvikudagsins 4. maí klukkan 20:00 í Nýheimum.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Page 5: 17. tbl 2016

5Eystrahorn Fimmtudagurinn 28. apríl 2016

ÚtboðSveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „SINDRABÆR -ENDURBÆTUR 2016“ eins og því er lýst í útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.

Lauslegt yfirlit yfir verkiðUm er að ræða upphaf endurinnréttingar við norðvesturhorn fyrstu hæðar í Sindrabæ. Í verkinu felst meðal annars að fullgera nýja salernisálmu með innréttingum, öllum lögnum og búnaði. Einangra og steypa skal botnplötu í álmunni, en frárennslislagnir eru komnar að mestu. Ljúka skal frágangi í ræstiherbergi undir stiga. Rífa niður eldri salerniskjarna, ganga frá lögnum í gólfi og lagfæra, flota síðan í sama flöt og gólf í forsal. Setja á gólf bráðabirgða gólfefni. Ganga að fullu frá niðurteknu lofti á svæðinu þar sem salerniskjarninn er nú, með lögnum og ljósum.

Frágangur nær í aðalatriðum til eftirtalinna verkþátta:• Smíði léttra innveggja og veggþykkinga, sandspörtlun og málun.• Nýmálun viðgerðra múrflata og endurmálun annarra.• Flísalögn gólfs á neðri hæð.• Smíði og uppsetning innihurða snyrtingum og eldhúsi.• Smíði og uppsetning bráðabirgðalokana.

Útboðið innifelur bráðabirgðafrágang og aðlögun þess hluta, sem tekinn er fyrir, þannig að hann sé tilbúinn til notkunar.

Útboðsgögn má nálgast á usb lykli á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn gegn 3.000 kr. greiðslu.

Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin án endurgjalds og fá lykilorð til að opna gögnin með því að senda tölvupóst á [email protected] Vinsamlegast takið fram í subject „Sindrabær gögn“.

Útboðsgögn

• Útboðslýsing• Verklýsingar• Teikningar hönnuða• Magnskrár og tilboðsblað

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en miðvikudaginn 18. maí 2016 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir .

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Nánari upplýsingar veitir:

Björn Imsland, [email protected] sími 470-8000 eða 894-8413

Gunnlaugur Róbertsson [email protected] sími 470-8000

AÐALFUNDUR Ríkis Vatnajökuls ehf. 2016Aðalfundur Ríkis Vatnajökuls ehf. 2016 verður haldinn í Nýheimum miðvikudaginn 11. maí kl. 20:00-22:00. Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins og lögum um einkahlutafélög nr.138/1994.

F.h. stjórnar Ríkis Vatnajökuls ehf. Olga M Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri

Page 6: 17. tbl 2016

6 EystrahornFimmtudagurinn 28. apríl 2016

ÚtboðSveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Vöruhúsið, Hafnarbraut 30 miðstöð skapandi greina – apríl 2016“ eins og því er lýst í útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.

Lauslegt yfirlit yfir verkiðFyrirhugaðar eru heildar endurbætur innandyra í Vöruhúsinu sem verður gert í áföngum.1. áfangi verksins sem þetta útboð felur í sér felast í endurbótum á hluta af kjallara hússins. Svæðið sem um ræðir innandyra er þar sem stafsemi Félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunar verður og véla og málmsmíði á vegum Framhaldsskóla Austur Skaftafellssýslu ásamt stoðrýmum þeirra. Einnig verða rými inntaks og tæknirými því tengdu með í þessum áfanga.Utanhúss eru verkliðir tengdum utanhúsviðhaldi og endurbótum. Þar má nefna viðgerðir veggflata, glugga, glers og opnanlegra faga ásamt því að nokkur fjöldi glugga verða endurnýjaðir. Einnig á að mála alla steypta veggfleti utanhúss sem og allt tréverk.

Innanhúss eru helstu verkþættir:Rif og förgun á núverandi veggjum, gólfum og loftum og lögnum. Smíði nýrra milliveggja, innihurða og –glugga. Smíði nýrra lofta, lagningu nýrra gólfefna og smíði og uppsetning fastra innréttinga. Endurnýjun neysluvatns-, hita-, og frárennslislagna eftir þörfum. Endurnýjun raflagna, tölvulagna, og uppsetningu öryggis- og brunakerfa. Endurnýjun loftræstilagna. Nettófermetrar innanhúss eru ca. 250m2 og brúttó ca. 295m2.

Utanhúss eru helstu verkþættir:Múrviðgerðir, háþrýstiþvottur og málun steyptra veggflata og tréverks. Endurnýjun og viðgerðir á gluggum og hurðum eftir þörfum og endurnýjun alls glers.

Útboðið innfelur fullnaðarfrágang á öllum verkþáttum útboðsins.

Útboðsgögn má nálgast á usb lykli á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn gegn 3.000 kr. greiðslu.

Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin án endurgjalds og fá lykilorð til að opna gögnin með því að senda tölvupóst á [email protected] Vinsamlegast takið fram í subject „Vöruhús gögn“.

Útboðsgögn

• Útboðslýsing• Verklýsingar• Teikningar hönnuða• Magnskrár og tilboðsblað

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en fimmtudaginn 19. maí 2016 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir .

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Nánari upplýsingar veitir:

Björn Imsland, [email protected] sími 470-8000 eða 894-8413

Gunnlaugur Róbertsson [email protected] sími 470-8000

Við í Lionsklúbbnum Kolgrímu, þökkum konum fyrir frábæran stuðning á krúttmagakvöldinu okkar 9. apríl sl. Sérstakar þakkir færum við Sporthallarskvísunum fyrir veittan styrk.Sjáumst að ári.Lionskonur Kolgrímu.

Page 7: 17. tbl 2016

7Eystrahorn Fimmtudagurinn 28. apríl 2016

Hluti af komandi sumri

www.n1.is facebook.com/enneinn

Ertu á lausu í sumar?

Helstu verkefni: • Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni Hæfniskröfur: • Rík þjónustulund • Samskiptafærni • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

N1 Höfn óskar eftir að ráða kraftmikið og áreiðanlegt starfsfólk til sumarafleysinga.

Nánari upplýsingar veitir Björn Þórarinn Birgisson, stöðvarstjóri, í síma 478 1490.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í skemmtilegu sumri með okkur endilega sendu umsókn á www.n1.is merkt sumarstörf 2016 Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.

VR-15-025

Sumar-Humar tónleikar 2016

Hinir árlegu hádegistónleikar Lúðrasveitar Hornafjarðar og Tónskólans verða haldnir í Sindrabæ laugardaginn 30. apríl kl. 12:00. Lúðrasveitirnar spila lög úr ýmsum áttum, marsa og dægurlög.

Boðið verður upp á humarsúpu á tónleikunum.

Aðgangseyrir kr. 2.000-Frítt fyrir 12 ára og yngri

Innskráning nýnema í Grunnskóla Hornafjarðar

Innritun barna sem fædd eru árið 2010 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2016 fer fram í Grunnskóla Hornafjarðar frá 2.-6. maí 2016.

Skráning fer fram í síma 470 8410 og á netfanginu [email protected]. Verðandi nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra fá bréf í sumar með upplýsingum um skólastarfið en skóli verður settur 23. og 24. ágúst 2016.

Skólastjórar Grunnskóla Hornafjarðar

Uppskeruhátíð yngri flokka Uppskeruhátíð yngri flokka verður haldin í íþróttahúsinu fimmtudaginn 28. apríl.Hún hefst kl. 16:30 með að foreldrar ásamt iðkendum spila körfubolta í íþróttahúsinu og svo kl. 17:00 verða grillaðar pylsur og verðlaun veitt.

Hlökkum til að sjá ykkur og þökkum fyrir góðan körfubolta vetur! Stjórnin og þjálfarar

Félagsfundur VG á Hornafirði heldur almennan félagsfund í húsnæði Afl starfsgreinarfélags, laugardaginn 30. apríl kl. 17:00.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórn VG á Hornafirði.

Page 8: 17. tbl 2016

8 EystrahornFimmtudagurinn 28. apríl 2016

Landsbankinnthinn.is

Við styrktum samfélagsverkefni um 110 milljónir á

síðasta ári

og lögðum áherslu á aðstuðningurinn væri fjölbreyttur

og nýttist mörgum.

AFL Starfsgreinafélag boðar til aðalfundar félagsins 2016 Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2016 laugardaginn 7. maí klukkan 15:00 á Hótel Framtíð Djúpavogi.

Dagskrá:1) Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár2) Reikningar félagsins kynntir og bornir upp til samþykktar3) Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs4) Kjör félagslegra skoðunarmanna5) Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess6) Ákvörðun félagsgjalds7) Kjör fulltrúaráðs Stapa8) Önnur mál

Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu. Ársreikningar félagsins liggja fyrir á skrifstofum félagsins viku fyrir aðalfund.

AFL Starfsgreinafélag

Gjaldkeri óskast á Höfn í Hornafirði

Pósturinn óskar eftir að ráða gjaldkera í sumarstarf. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund sem á auðvelt með samskipti.

Um er að ræða 100% stöðu frá 1. júní - 5. ágúst með vinnutími frá 08:15 - 16:45.

Nánari upplýsingar gefur Sigríður Lucia Þórarinsdóttir í síma 478 1101 eða á pósthúsinu.

Umsóknarfrestur er til 5. maí 2016. Umsóknum skal skilað á umsóknarvef Póstsins: umsokn.postur.is

Gjaldkeri óskast á Höfn í Hornafirði

Pósturinn óskar eftir að ráða gjaldkera í sumarstarf. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund sem á auðvelt með samskipti.

Um er að ræða 100% stöðu frá 1. júní - 5. ágúst með vinnutími frá 08:15 - 16:45.

Nánari upplýsingar gefur Sigríður Lucia Þórarinsdóttir í síma 478 1101 eða á pósthúsinu.

Umsóknarfrestur er til 5. maí 2016. Umsóknum skal skilað á umsóknarvef Póstsins: umsokn.postur.is

Page 9: 17. tbl 2016

AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

Vopna�rðiHátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00.Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði. Ræðumaður: Gunnar Smári Guðmundsson

Borgar�rði eystriHátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12:00. Kvenfélagið Eining sér um veitingar.Ræðumaður: Reynir Arnórsson

Seyðis�rðiHátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00. 8. og 9. bekkir Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði.Ræðumaður: Lilja Björk Ívarsdóttir

Egilsstöðum Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði kl. 10:00. Morgunverður og tónlistaratriði.Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Reyðar�rði Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00. 9. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar sér um kaffiveitingar.Tónskóli Reyðarfjarðar.Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Eski�rðiHátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar. Tónskóli Reyðarfjarðar.Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson

,,Samstaða í 100 ár - Sókn til nýrra sigra!“AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins.

1. maí hátíðarhöld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum:

Neskaupstað Hátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl. 14:00.Tónlistaratriði: Félag harmonikuunnenda Neskaupstað.Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Fáskrúðs�rði Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Skrúði kl. 15:00. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Ræðumaður: Lars Jóhann Andrésson

Stöðvar�rðiHátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00. Kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Ræðumaður: Eva María Sigurðardóttir

Breiðdalsvík Hátíðardagskrá verður á Hótel Bláfelli kl. 14:00. Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Ræðumaður: Elva Bára Indriðadóttir

DjúpavogiHátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð kl. 11:00. Morgunverður og tónlistaratriði.Ræðumaður: Grétar Ólafsson

Horna�rðiKröfuganga frá Víkurbraut 4 kl. 13:30, takið með ykkur kröfuspjöld. Hátíðardagskrá á Hótel Höfn kl. 14:00. Kaffiveitingar. Lúðrasveit Hornafjarðar, tónlistaratriði.Ræðumaður: Grétar Ólafsson

Page 10: 17. tbl 2016

Skinney Þinganes hf / Krossey / S 470 8100 / Fax 470 8101 / [email protected]

Óskum starfsfólki og fjölskyldum þeirra

til hamingjumeð daginn, 1. maí