sjonaukinn16 tbl 2014

12
Sjónaukinn 16. tbl 29. árg 16.- 22. apr 2014 Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason Hestafimleikakrakkar Hestamannafélagsins Þyts Vilja þakka fyrir frábæran stuðning sem þeim var veittur í flösku og dósasöfnun sem þau stóðu fyrir í síðustu viku. TAKK FYRIR OKKUR!!

Upload: karlasgeir

Post on 29-Feb-2016

252 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/sjonaukinn16.tbl.2014.pdf

TRANSCRIPT

Page 1: Sjonaukinn16 tbl 2014

Sjónaukinn 16. tbl 29. árg

16.- 22. apr 2014 Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Hestafimleikakrakkar Hestamannafélagsins Þyts

Vilja þakka fyrir frábæran stuðning sem þeim

var veittur í flösku og dósasöfnun sem þau

stóðu fyrir í síðustu viku.

TAKK FYRIR OKKUR!!

Page 2: Sjonaukinn16 tbl 2014

Á döfinni

Hvað-Hvar

Þriðjudaginn 15. apríl

kl.18:00 Aðalfundur verslunarmannadeildar 15

kl.19:00 Aðalfundur Umf. Kormáks 15

kl.20:00 Gömlu dansarnir í Nestúni 15

kl.20:30 Málefnafundur N-lista 15

Miðvikudaginn 16. apríl

Snyrting hjá Helen 14

kl.15:00 Sveitastjórnarfundur 16

Fimmtudaginn 17. apríl

Snyrting hjá Helen 14

Laugardaginn 19. apríl

kl.15:00 Páskabingó Kvenfélagsins Freyju 15

Þriðjudaginn 22. apríl

kl.18:00 Aðalfundur matvæladeilda Samstöðu 16

Miðvikudaginn 23. apríl

kl.20:30 Aðalfundur Umf. Víðis 16

kl.21:00 Vortónleikar Lóuþrælanna 16

Fimmtudaginn 24. apríl

kl.11:00 Kormákshlaup 16

Laugardaginn 26. apríl

kl.14:00 Saumanámskeið Kidka 15

Þriðjudaginn 29. apríl

kl.18:00 Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 15

kl.20:30 Aðalfundur Melstaðarsóknar 16

Sjónaukinn Fyrir þig og þína

Page 3: Sjonaukinn16 tbl 2014

Helgihald um bænadaga

og páska í

Breiðabólsstaðarprestakalli

Skírdagur 17. apríl. Hvammstangakirkja. Tónlistarmessa kl.

20.00.

Stundin er blanda af föstum messuliðum og mikilli kórtónlist sem

fangar friðarandann í aðdraganda páska.

Föstudagurinn langi 18. apríl. Hvammstangakirkja.

Passíusálmalestur kl. 13.00.

Þverskurður samfélagsins stígur á stokk og les passíusálma sr.

Hallgríms Péturssonar.

Föstudagurinn langi 18. apríl. Hvammstangakirkja.

Helgistund við krossinn kl. 17.00

Páskadagur 20. apríl. Hvammstangakirkja. Hátíðarmessa kl.

8.00.

Morgunverðarhlaðborð í boði sóknarnefndar að messu lokinni.

Páskadagur 20. apríl. Sjúkrahússkapella. Hátíðarmessa. Kl.

14.00.

Með ósk um kyrrðarríka bænadaga og gleðilega páska

Sóknarprestur

Page 4: Sjonaukinn16 tbl 2014

Aðalfundur matvæladeildar

Stéttarfélagsins Samstöðu verður haldinn að Klapparstíg 4 Hvammstanga

22. apríl 2014 kl. 18.00

Venjuleg aðalfundarstörf

Stjórnin

Húsfreyjurnar í Hamarsbúð tilkynna hér með að

engin Sumarhátíð Bjartar nætur – Fjöruhlaðborð

verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi á þessu ári.

Fréttablað með upplýsingum um viðburði á vegum Húsfreyjanna

2014 verður dreift með vorinu.

Aðalfundur deildar starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum í Stéttarfélaginu

Samstöðu, verður haldinn í sal Samstöðu, Þverbraut 1, Blönduósi,

mánudaginn 28. apríl nk. kl. 17:00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

Aðalsafnaðarfundur Melstaðarsóknar

Aðalsafnaðarfundur Melstaðarsóknar verður haldinn þriðjudaginn

29. apríl í safnaðarheimilinu á Melstað kl 20:30

Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundarstörf

Sóknarnefnd

Page 5: Sjonaukinn16 tbl 2014

Melstaðarprestakall

Helgihald um hátíðarnar

Skírdagur: Ferming í Melstaðarkirkju kl. 11.

Fermd verða :

Bjarni Ole Apel Ingason, Svertingsstöðum,

Hanna Bára Apel Ingadóttir, Svertingsstöðum,

Karítas Aradóttir, Bergsstöðum.

Skírdagur kl. 16.30: Messa á sjúkrahúsinu. Altarisganga.

Föstudagurinn langi kl. 20.30:

Föstuvaka í Víðidalstungukirkju.

Páskadagur kl. 11: Hátíðamessa66 Melstað.

Presthjónin bjóða upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.

Páskadagur kl. 14: Hátíðamessa Prestbakka.

Samvera í safnaðarheimili á eftir.

Annan páskadag kl. 11: Ferming í Staðarbakkakirkju.

Fermd verður:

Inga Þorey Þórarinsdóttir, Staðarbakka.

Annan páskadag kl. 14: Ferming Staðarkirkju.

Fermdur verður:

Gunnar Þorgeir Guðnason, Melum.

Óskum ykkur gleðilegra páska!

Það væri gaman að sjá ykkur!

Guðni Þór og starfsfólk kirknanna

Page 6: Sjonaukinn16 tbl 2014

Kæru Húnvetningar

Lionsklúbburinn Bjarmi gengur í hús á miðvikudag og

fimmtudag í dymbilviku og býður páskaliljur til kaups til styrktar

líknar- og menningarstarfi í héraðinu.

Heim að sækja lýð og land

lionsmenn í Bjarma hér

kíkja við með bros í bland

blómaskrúð að færa þér.

Lionsklúbburinn Bjarmi

Íþróttamiðstöðin

Hvammstanga

Opnunartími um páskana

Skírdagur ......................................................opið kl. 10 - 14 Föstudagurinn langi .....................................opið kl. 10 - 14 Laugardagur .................................................opið kl. 10 - 14 Páskadagur ............................................................. LOKAÐ Annar í páskum .............................................opið kl. 10 - 14 Sumardagurinn fyrsti ....................................opið kl. 10 - 14

Gleðilega páskahátíð

Starfsfólk

íþróttamiðstöðvarinnar

Page 7: Sjonaukinn16 tbl 2014

Atvinnu- og

nýsköpunarsjóður

Húnaþings vestra

Sveitarstjórn Húnaþings samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl sl. að

auglýsa eftir umsóknum um úthlutun styrkja úr Atvinnu- og

nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra.

Markmið Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra er að hvetja til

jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu.

Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og

nýsköpunar í sveitarfélaginu.

Áherslur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra lúta að verkefnum

sem stuðlað geta að auknum umsvifum, betri afkomu og rekstri fyrirtækja og

þróun og nýsköpun í atvinnulífi í Húnaþingi vestra. Styrkir sem veittir eru úr

Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra eru fyrst og fremst verkefna-

og framkvæmdastyrkir, ekki rekstrarstyrkir eða styrkir til að mæta

opinberum gjöldum eða greiða skuldir.

Væntanlegum umsækjendum og öðrum áhugasömum er bent á að

úthlutunarreglur, umsóknareyðublað og fleiri gögn er varða Atvinnu- og

nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins,

www.hunathing.is

Nánari upplýsingar veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 455-2400 eða

á netfanginu [email protected]

Umsóknir skulu berast til sveitarstjóra Húnaþings vestra á sérstöku

umsóknareyðublaði eigi síðar en 30. apríl nk.

Hvammstangi 14. apríl 2014

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.

Page 8: Sjonaukinn16 tbl 2014

Auglýsingar verða að hafa

borist fyrir kl. 21:00 á mánudagskvöldum

Netfang: [email protected]

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

235. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn

miðvikudaginn 16. apríl 2014 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhúss.

Upplýsingar um dagskrá fundarins er að finna á heimasíðu

Húnaþings vestra, www.hunathing.is

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri

Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig með nærveru sinni, með söng,

undirleik og fallegum orðum í Nestúni sl. laugardag.

Þakka einnig af alhug veittan stuðning við

„Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á

Hvammstanga“ Þá fær hún Jónína og hennar fólk

sérstakar þakkir fyrir alla aðstoðina.

Guð blessi ykkur öll.

Ragnar Benediktsson, Barkarstöðum.

Page 9: Sjonaukinn16 tbl 2014

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga, sem fram

eiga að fara laugardaginn 31. maí 2014, er hafin hjá sýslumanninum á Blön-

duósi, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi. Opið er alla virka daga frá kl. 09:00 –

15:00 eða eftir nánara samkomulagi.

Eftirtaldir hafa verið skipaðir hreppsstjórar vegna utankjörfundaratkvæða-

greiðslunnar:

Húnaþing vestra:

Guðrún Ragnarsdóttir, Bakkatúni 2, Hvammstanga, s-893-7700.

Sveitarfélagið Skagaströnd:

Lárus Ægir Guðmundsson, Einbúastíg 2, Skagaströnd, s-864-7444.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða

barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði sem finna má á

“www.kosning.is” eigi síðar, mánudaginn 26. maí 2014.

Á kjördag verður opið hjá sýslumannsembættinu á Blönduósi frá kl. 16:00 –

18:00.

Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öl-

lum sýslumannsembættum landsins.

Blönduósi, 14. apríl 2013

Bjarni Stefánsson

Sýslumaður á Blönduósi.

Vortónleikar

Karlakórsins Lóuþræla verða í

Félagsheimilinu á Hvammstanga,

síðasta vetrardag, 23. apríl 2014 og hefjast kl. 21:00

Karlakórinn Lóuþrælar

Page 10: Sjonaukinn16 tbl 2014

Aðalfundur Umf.Víðis

Aðalfundur Umf.Víðis verður haldinn miðvikudagskvöldið

23.apríl næst komandi kl.20:30 í Víðihlíð

Venjuleg aðalfundarstörf

Stjórn Umf.Víðis

Flugnaeyðing

Verð á ferðinni með flugnaeyðingu í byrjun maí.

Minni á garðaúðun,

trjáklippingar og sláttuþjónustu í sumar

Björn Þorgrímsson

s. 6162016

Kormákshlaup 2014 Umf. Kormákur stendur fyrir fjórum götuhlaupum nú á næstunni.

Keppt verður í sex flokkum karla og kvenna. Keppt verður um

þrenn verðlaun í hverjum flokki. Til að eiga möguleika á

verðlaunum fyrir sæti þurfa keppendur að taka þátt ´´i þrem

hlaupum af fjórum og ræður þá tími í þrem hlaupum röð

keppenda.

Allir þátttakendur fá viðurkenningu fyrir þátttöku.

Hlaupið fer frá Félagsheimilinu Hvammstanga

Fyrsta hlaup er á sumardaginn fyrsta 24. apríl kl.11

Page 11: Sjonaukinn16 tbl 2014

Miðvikud. 16.Apríl 09.00 - 19.00 09.00 - 19.00 09.00 - 19.00 13.00 - 18.00

Skýrdagur Lokað Lokað Lokað Lokað

Föstudagurinn langi Lokað Lokað Lokað Lokað

Laugard. 19.Apríl 11.00 - 18.00 12.00 - 16.00 Lokað 12.00 - 16.00

Páskadagur Lokað Lokað Lokað lokað

Annar í páskum Lokað Lokað Lokað Lokað

Opnunartími um páskana

Alla aðra daga er hefðbundinn opnunartími

Félagsnúmerið okkar í getraunum er

530

Umf. Kormákur

Page 12: Sjonaukinn16 tbl 2014

Minnum á

Aðalfund Umf. Kormáks

Verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl næst komandi

kl 19:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga,

Kormáksherbergi

(undir svölum að sunnan).

Dagskrá fundar: Ársskýrsla.

Ársreikningur

Kosningar

Önnur mál.

Allir velkomnir!

Stjórn Umf. Kormáks

Auglýsendur ATHUGIÐ!

Auglýsingar verða að hafa

borist fyrir kl. 21:00

mánudagskvöldum

Vinsamlegast skilið auglýsingum inn

fyrir tilsettan tíma.

Netfang: [email protected]