voknun syningarskrá

8
KATRÍN ELVARSDÓTTIR & PÉTUR THOMSEN vöknun syningarskra.indd 1 4.3.2011 10:15

Upload: akureyri-art-museum

Post on 11-Mar-2016

236 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Syningarskrá samnefndrar syningar í Listasafninu á Akureyri

TRANSCRIPT

Page 1: Voknun syningarskrá

K AT R Í N E LVA R S D Ó T T I R & P É T U R T H O M S E N

vöknunsyningarskra.indd 1 4.3.2011 10:15

Page 2: Voknun syningarskrá

„Hvar er þjóðin?“ spurði hún um leið og hún snéri sér löturhægt við og greip fastar utan um svarta handtöskuna. „Hún er inni á vöknun“ sagði hjúkrunarfræðingurinn, kastaði til ljósu taglinu, brosti snöggt og strunsaði áfram svo ískraði í gúmmísólunum á ljósrákóttum gólfdúknum. Hún hvarf inn um vængjahurð sem skall hljóðlaust aftur.

„Inni á vöknun,“ sagði konan eins og við sjálfa sig. Hún leit einu sinni enn í kringum sig, saug upp í nefið og gekk svo hægum skrefum í átt að brúnum plaststól sem virtist úr takti í þessu hvíta rými. „Ég sest þá bara hérna,“ sagði hún en enginn var að hlusta. Hún hneppti kápunni frá sér, tók ofan hattinn og bjó sig undir biðina. Sjálf var hún ekki alveg viss um hvort hún væri í raun og veru með fullri meðvitund. Hvenær er maður annars í raun og veru fyllilega með sjálfum sér? hugsaði hún með sér. Kannski aldrei nokkurn tímann.

Á sýningunni Vöknun eru verk eftir Katrínu Elvarsdóttur og Pétur Thomsen, tvo myndlistarmenn sem valið hafa sér ljósmyndina sem miðil og virðast á stundum hafa allt að því fullkomna stjórn á miðlinum, í það minnsta upp að því marki sem raunverulega er mögulegt að hafa stjórn á honum. Með því að stilla verkum þeirra Péturs og Katrínar upp hlið við hlið er athygli áhorfenda beint að einu þeirra einkenna ljósmyndarinnar sem gerir hana að áhugaverðum listmiðli. Verk þeirra tala beint inn í umræðu samtímans um mörk veruleika og þess sem stendur utan hans, um tilbúinn heim og raunverulegan, um einstaklinginn, manninn og menninguna andspænis náttúrunni.

Þrátt fyrir að myndefnin, og þar með tilgangur listamannanna, sé við fyrstu sýn ólík, eiga þau Pétur og

Katrín það sameiginlegt að snerta veruleikann undur varlega í verkum sínum.

Ljósmyndin sem miðill er þeim göldrum búin að hún leysir upp hefðbundin mörk raunveruleika og tilbúnings, hefðbundin mörk áþreifanlegs veruleika sem er utan við áhrifasvið mannsins og sköpunarinnar sjálfrar. Ljósmyndin verður til fyrir tilstilli efnaferla sem nærast á sólarljósinu sjálfu, nærast á veruleikanum í sinni sýnilegustu en jafnframt í sinni óáþreifanlegustu mynd. Það er maðurinn sjálfur, hinn skapandi einstaklingur, sem hrindir ferlinu af stað. Listamaðurinn gengur inn í þennan leik með ákveðin áform í huga. Hann hefur í hyggju að móta veruleikann og endurbirtingu hans eftir sínu höfði. Hann ætlar fanga tilvistina eins og hún er og eins og enginn sér nema hann sjálfur, en tilraunir hans eru dæmdar til að missa marks, verða sálarlausar, nema hann sýni viðfangsefinu, veruleikanum sjálfum, ákveðna undirgefni. Ljósmyndin býr til rými þar sem listamaðurinn mætir veruleikanum í sinni hreinustu og í sinni draumkenndustu mynd.

Líkt og Pétur Thomsen fjallar um í myndum sínum frá Kárahnhjúkum, virðist það liggja í eðli mannsins að leitast við að ná valdi á veruleika sem er svo miklu stærri en hann sjálfur, náttúrunni sjálfri sem er bæði ófyrirsjáanleg, ógnvekjandi og mörgum sinnum flóknari og aflmeiri en við getum nokkurn tímann gert okkur í hugarlund. Frammi fyrir náttúrunni verður smæð mannsins átakanleg – en um leið verður maðurinn eitthvað svo stór í smæð sinni þegar honum tekst að koma fjötrum á náttúruna, beisla þann Fenrisúlf sem hún er og taka hana í þjónustu sína.

Í ljósmyndum Péturs Thomsens verður barátta mannsins við náttúruöflin bæði stórbrotin og dapurleg.

vöknunvöknuneftir Sigrúnu Sigurðardóttur

syningarskra.indd 2 4.3.2011 10:15

Page 3: Voknun syningarskrá

Eyðileggingarmáttur mannsins í tilraunum sínum til að ná náttúrunni á sitt vald hefur sjaldan verið gerður jafn áþreifanlegur í íslenskri myndlist. Með ljósmyndinni skapar Pétur vettvang þar sem áhorfandinn verður hluti af því rými þar sem maður og veruleiki takast á. Áhorfandinn vaknar úr svefnrofunum, kemur hægt og rólega til sjálfs sín, um leið og hann reynir að átta sig á því hvað sé veruleiki og hvað ekki, og hver hann sé eiginlega, þessi maður sem stendur aðgerðalaus frammi fyrir þeim átökum sem eiga sér stað í veruleikanum sem við honum blasir – hann sjálfur.

„Hver veit nema óhagganleiki hlutanna sem umlykja okkur sé kominn til af fullvissu okkar sjálfra um að þeir

séu allir þar sem þeir eru séðir, af kyrrstöðu hugsunar okkar andspænis þeim“ (Marcel Proust).

Raunveruleikinn kemur kannski til okkar á því augnabliki er við vöknum, á því augnabliki sem við losum drauminn og erum meðvituð um bæði svefn og vöku. Við höfum yfirgefið þunga næturinnar en ekki enn tekið á móti birtu dagsins. Báðir þessir veruleikar tilheyra okkur, við tilheyrum þeim.

Samspil hins raunverulega og hins óraunverulega verður allt að því áþreifanlegt í verkum Katrínar Elvarsdóttur. Hún birtir okkur ekki bara augnablik þar sem erfitt er að greina milli draums og vöku heldur skapar hún tilbúin heim úr veruleikanum sjálfum með

PÉTUR THOMSEN: AL3_026D, 2003

syningarskra.indd 3 4.3.2011 10:15

Page 4: Voknun syningarskrá

KATRÍN ELVARSDÓTTIR: BORÐLAMPI, 2008

þeim hætti að áhorfandinn á erfitt með að átta sig á hvað sé tilbúningur og hvað ekki. Eftir stendur tilfinning um heim sem við bæði óttumst og löðumst að. Við þráum að vita meira, þráum að sökkva okkur inn í þann heim sem birtist í verkum hennar, en hræðumst hann um leið. Hver er raunveruleikinn bakvið allar þessar sögur? Er það raunveruleikinn sem við búum í? Raunveruleikinn sem við sjáum ekki dags daglega því að augu okkar hafa blindast af skærri dagsbirtunni og sjá aðeins það sem þeim er ætlað að sjá?

Galdurinn í verkum Katrínar felst ekki síst í því að í verkum sínum nær hún að fanga þetta augnablik þar sem mörk draums og vöku verða ekki greind frá hvort öðru. Hún steypir saman tveimur veruleikum, þeim kunnuglega og þeim sem einnkennist öðru fremur af ókennileika (þýska: Unheimlichkeit), og skapar þannig heim sem kannski er einmitt nær raunveruleikanum sjálfum en við gerum okkur í hugarlund. Veruleikinn er ekki settur saman úr tveimur aðskildum heimum svefns og vöku heldur felst hann í þeim báðum og því hvernig þeir fléttast saman og birtast okkur á ólíkum tímum.

„Ert þetta þú Vera?“Hún hrökk við, áttaði sig á að hún hafði dormað.

Hún hagræddi handtöskunni, leit upp en sá ekkert nema skæra birtuna. Hún fann að einhver lagði þunga hönd á öxl hennar og leit til hliðar. Þetta var hávaxinn maður, ljóshærður með vingjarnlegan svip. Samt var eitthvað í útliti hans sem kom ekki alveg heim og saman. Kannski var það skyrtan og svart bindið sem fór illa við hvítan sloppinn. Smám saman komst hún til sjálfrar sín, áttaði á sig hvar hún var, og hvernig öllu var fyrir komið.

„Aðgerðin gekk vel“ sagði læknirinn og stóð á fætur. „Hjúkrunarfræðingurinn fylgir þér inn á vöknun.“ Hann brosti hlýlega til hennar.

Hún brosti á móti, reyndi að leyna því hversu ráðvillt hún var. Ekki vegna þess að hún myndi ekki lengur

hver hún væri, hvers vegna hún væri þarna eða eftir hverju hún væri að bíða, heldur vegna þess að hún vildi hverfa aftur til augnabliksins. Hún vildi halda í þessa vellíðan sem fylgdi augnablikinu, þessa tilfinningu fyrir heiminum sem hún skynjaði svo sterkt rétt áðan, á meðan hún var enn staðsett í þessu óskilgreinda rými milli svefns og vöku. Nú neyddist hún enn einu sinni til að yfirgefa þetta augnablik, láta sem ekkert væri og gera það sem til var ætlast í æpandi kaldri birtunni sem afskræmir allt og gerir alla hluti ofureinfalda.

syningarskra.indd 4 4.3.2011 10:15

Page 5: Voknun syningarskrá

“Where’s the nation?” she asked, turning slowly and clutching her black handbag even tighter. “She’s in the recovery room,” the nurse replied, throwing her blond ponytail to the side as she flashed a smile and strode off, her rubber soles squeaking against the light-coloured, striped linoleum floor. She disappeared through a swing door that closed silently behind her. “In the recovery room,” the woman muttered to herself. She looked around her once more, sniffing, then walked slowly towards a brown plastic chair that looked out of place in this white space. “I’ll just sit over here,” she said, but no one was listening. She unbuttoned her coat, took off her hat and started waiting. As a matter of fact, she was not entirely sure whether she was really fully conscious. When are you truly one with yourself? she thought. Maybe never.

The exhibition Awakening features works by Katrín Elvarsdóttir and Pétur Thomsen – two artists who have chosen photography as their medium and sometimes seem to be in almost total control of it, at least insofar as it can be controlled. The Juxtaposition of Pétur’s and Katrín’s works, draws the spectator’s attention towards one of characteristics that make the photograph a potent artistic medium. Their works directly address contemporary discourse dealing with the boundaries that separate reality from what lies beyond it - with the artificial and the real world, with the human being, the individual and culture in opposition to nature.

Even if the subject matter, and thereby also the artists’ intentions, look different at first sight, Pétur and Katrín share a certain way of touching reality ever so carefully in their works.

The photograph as a medium harbours a magical potential insofar as it dissolves the traditional dividing line between reality and fiction, the traditional line between tangible reality, lying beyond the human being’s sphere of influence, and creation itself. The photograph comes into being through chemical processes nurtured by sunlight – reality in its most visible, yet most intangible form. It is the human being itself, the creative individual, who instigates this process. The artists enter into this interplay with a certain purpose in mind. They intend to shape reality and its representation according to their wishes, they want to capture existence as it is and in the shape that no one perceives apart from themselves, but this attempt is doomed to fail, betraying a lack of spirit, unless they approach the subject-matter, reality itself, with a certain degree of submissiveness. The photograph creates a space in which the artist encounters reality in its purest and most dreamlike form.

As portrayed by Pétur Thomsen in his pictures from Kárahnjúkar, humans seem to have a natural inclination towards dominating the reality that is so much vaster than they themselves – unpredictable, terrifying and infinitely more complex and powerful than we can ever imagine. Faced by nature, the human being is dwarfed in a poignant manner – but at the same time, the human dwarf somehow assumes a grandeur when it manages to harness nature, throwing a chain around the neck of the wolf Fenrir, domesticating it and turning it into a humble servant. In Pétur Thomsen’s photographs, the human being’s struggle against the forces of nature simultaneously assumes grandiose and tragic dimensions. The human’s destructive capacities, unleashed by its attempts to conquer nature,

awakeningby Sigrún Sigurðardóttir

syningarskra.indd 5 4.3.2011 10:15

Page 6: Voknun syningarskrá

have rarely been given such a tangible form in Icelandic art. With his photography, Pétur involves the spectators in a space where the human being and reality come head to head. The spectators awaken from their slumber as they try and figure out what belongs to reality and what doesn’t, and who he is to start with, this man who stands idly by in the face of the struggles taking place right before his eyes – who? He himself.

„Perhaps the immobility of the things that surrounds us is forced upon them by our conviction that they are themselves, and not anything else, and by the immobility of our conceptions of them.“ (Marcel Proust)

Reality may descend upon us the moment we wake up, the moment we let go of the dream and become conscious of sleep and wakefulness at the same time. We have left the gravity of the night but not yet received the brightness of the day. Both of these realities belong to us, and we belong to them.

The interplay between the real and the unreal becomes almost tangible in Katrín Elvarsdóttir’s works. She not only presents us with moments where it is hard to discern between dreaming and being awake, she also turns reality

itself into a fictional world in such a way that the spectator has a hard time figuring out what is fiction and what isn’t. What remains is a sense of a world that we find at once frightful and attractive. We want to know more, we want to sink into the world portrayed in her works, but still we are frightened of it. What is the reality behind all these stories? Is it the reality in which we live? The reality that we don’t perceive in our everyday experience because our eyes have been blinded by the daylight and only see what they are meant to see?

The magic of Katrín’s work resides not least in the way she manages to capture this moment when the border between dream and wakefulness cannot be discerned. She conjoins two realities, the familiar one and the one primarily characterised by the uncanny (Unheimlichkeit), and thus she creates a world which may precisely lie closer to reality itself than we like to think. Reality is not made up of the two separate worlds of sleep and being awake, rather it belongs to both of them, to their intermingling and their different modes of appearing to us at different times.

“Is that you, Vera?” She started, realising that she had dozed off. She adjusted her handbag in her lap, looking up

KATR

ÍN E

LVAR

SDÓ

TTIR

: SJÓ

NVA

RPSH

ERBE

GI,

2007

syningarskra.indd 6 4.3.2011 10:15

Page 7: Voknun syningarskrá

only to be overwhelmed by the shimmering light. She felt someone’s heavy hand on her shoulder and looked to the side. It was a tall, blond man with a friendly look on his face. Still there was something about him that didn’t quite add up. Maybe it was the shirt and the black tie that stuck out against the white robe. Little by little she came to her senses, realising where she was and what had happened.

“The operation was a success,” the doctor said, getting up from his chair. “The nurse will accompany you to the recovery room.” He smiled warmly to her.

She smiled back, trying to hide her bewilderment, not

because she could no longer recall where she was, why she was there or what she was waiting for, but because she wanted to return to that moment. She wanted to cling to the sense of well-being belonging to that moment, this sense of the world that she experienced so vividly seconds before, while she was still floating in that undefined space between sleeping and being awake. Now, yet again, she had to leave this moment behind, assume normality and do what she was expected to do in the violent cold light that deforms everything and makes all things overly simple.

PÉTU

R TH

OM

SEN

: AL4

_001

C, 2

004

syningarskra.indd 7 4.3.2011 10:15

Page 8: Voknun syningarskrá

Pétur Thomsen (f. 1973) hefur á síðustu árum

vakið athygli, bæði á Íslandi og erlendis, fyrir verk úr

ljósmyndaröðunum Aðflutt landslag og Umhverfing, sem

báðar fjalla um manninn, andspænis og í náttúrunni, og

tilraunir hans til að móta og breyta náttúru í manngert

umhverfi. Pétur er með MFA gráðu frá École Nationale

Supérieur de la Photographie í Arles í Frakkalandi. Á síðustu

árum hefur hann haldið einkasýningar í Listasafni Íslands

(2010), Transphotographique í Lille í Frakkalandi (2010)

og Ljósmyndasafni Reykjavíkur (2010) og tekið þátt í fjölda

samsýninga, m.a. á Íslandi, Spáni, íGrikklandi, Damörku,

Noregi, Finlandi, Frakklandi, Belgíu, Bandaríkjunum og

Japan. Árið 2005 var Pétur valin einn af 50 áhugaverðustu

ljósmyndurum framtíðarinnar og tók þátt í reGeneration

verkefninu á vegum Elysée listasafnsins í Sviss.

Katrín Elvarsdóttir (f. 1964) hefur á síðustu árum haft mótandi

áhrif á stöðu ljósmyndarinnar innan íslenskrar samtímalistar.

Sýning hennar Hvergiland (2010) í Listasafni Reykjavíkur og

myndaröðin Margsaga, sem sýnd var í Gallerí Ágúst í tveimur

hlutum árin 2008 og 2010, vöktu verðskuldaða athygli og hvöttu til

umræðna um stöðu og möguleika ljósmyndarinnar sem listmiðils.

Draumkenndur veruleiki, skynjun mannsins á umhverfi sínu

og mörk hins raunverulega eru viðfangsefni Katrínar í þessum

verkum, sem skoða má sem beint framhald af fyrri verkum hennar

þar sem minningarbrot úr fortíð og undirmeðvitund finna sér

leið upp á yfirborðið. Katrín er með BFA gráðu frá Art Institute

í Boston í Bandaríkjunum. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga

á liðnum árum og tekið þátt í samsýningum víða um heim, m.a. í

Bandaríkjunum, Rússlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Verk eftir

Katrínu eru í eigu helstu safna á Íslandi.

PÉTUR THOMSEN: UM2_016 (UMHVERFING), 2008-2010 KATRÍN ELVARSDÓTTIR: HVERGILAND I, 2009

LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI12. MARS - 1. MAÍ 2011

syningarskra.indd 8 4.3.2011 10:15