vorið vaknar - leikskrá

40

Upload: utgafa-skolafelaga-menntaskolans-i-reykjavik-mr

Post on 08-Apr-2016

259 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Leikskrá fyrir leikrit Herranætur 2015. Vorið vaknar er 170. uppsetning Herranætur.

TRANSCRIPT

Page 1: Vorið vaknar - Leikskrá
Page 2: Vorið vaknar - Leikskrá
Page 3: Vorið vaknar - Leikskrá

HöfundarFrank Wedekind, Duncan Sheik

& Steven Sater

LeikstjórnStefán Hallur Stefánsson

AðstoðarleikstjóriHákon Jóhannesson

TónlistarstjóriHallur Ingólfsson

DanshöfundarÞórey Birgisdóttir &

Brynhildur Karlsdóttir

ÚtlitshönnunKristína R. Berman

LjósahönnunJóhann Friðrik Ágústsson &

Hermann Karl Björnsson

HljóðhönnunKristinn Gauti Einarsson &

Hreggviður Harðarson

SýningarstjóriArna Ýr Karelsdóttir

Íslensk þýðingAuðrún Aðalsteinsdóttir &

Emilía Baldursdóttir

LjósmyndariEmil Örn Kristjánsson

Hönnun leikskrárEgill Sigurður Friðbjarnarson

ÁbyrgðarmaðurStjórn Herranætur

PrentunPrentsmiðjan Oddi

Vorið vaknar er 170. uppsetning á Herranótt

herranótt

Page 4: Vorið vaknar - Leikskrá

Stjórn HerranæturGóðir gestir, við erum hér saman komin af verulega ánægjulegu tilefni. Hér á Herranótt árið 2015 setjum við upp hundrað og sjötugustu uppfærslu Herranætur frá upphafi.

Við undirbúning ferlisins vissum við að stórt og mikið verkefni væri framundan. Okkar meginmarkmið var að færa sýningu Herranætur á hærra stig. Við vorum öll sammála um að gera eitthvað mikilfenglegra en áður og höfum við lagt okkur öll fram við að elta draum okkar um að setja á svið sýningu sem sæmir þessum tímamótum í tilvist Herranætur.

Nú fáið þið, kæru gestir, að njóta uppskeru þrotlausrar vinnu þess hæfileikaríka fólks sem stendur að Herranótt en um hundrað manns koma að uppsetningunni í ár.

Við í stjórn Herranætur viljum nota tækifærið og þakka þessum frábæra hóp fyrir vel unnin störf. Við erum einstaklega stolt og ánægð með útkomuna og vonum svo sannarlega að þið njótið sýningarinnar.

Velkomin á Herranótt.

Stefán Gunnlaugur Jónsson, Hulda Hrund Björnsdóttir, Friðrik Árni Halldórsson, Rakel Björk Björns-dóttir, Árni Beinteinn Árnason, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Anna Steinunn Ingólfsdóttir.

Page 5: Vorið vaknar - Leikskrá

Leikstjórnarpistilll„Other than dying, I think puberty is

probably about as rough as it gets.“ - Rick Springfield

Ágætu leikhúsgestir, nú er vorið á næsta leyti.

Síðustu mánuði hafa krakkarnir í Herranótt unnið þrekvirki og við erum himinlifandi með þá fagmennsku sem býr í þessum hóp. Með samvinnuhæfni og mikilli skuldbindingu hafa þau öll lagst á eitt og skapað eitthvað sem við getum öll svo sannarlega verið stolt af.

Þetta er sýning okkar allra. Hver og einn hefur lagt sitt á vogarskálarnar og hópurinn sem við fengum þann heiður að leiða í gegnum þetta ferli er ótrúlegur.

Það sem hefur verið sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með er hið ógnarstóra hjarta sem býr innra með krökkunum. Þau eru góð við hvort annað og bera mikla virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum sem koma að sýningunni. Það eitt og sér er ofboðslega dýrmætt þegar reynt er að setja upp sýningu með eins stórum hóp af fólki og raun ber vitni. Með slík vopn í hendi hefur framtíðin engu að kvíða.

Í sannleika sagt erum við skíthræddir um að þetta sé stórbrotin sýning.

Góða skemmtun.

Stefán Hallur Stefánsson og Hákon Jóhannesson

Stefán Hallur StefánssonLEIKSTJÓRI

Hákon JóhannessonAÐSTOÐARLEIKSTJÓRI

ÞAKKIREmil Örn KristjánssonFramtíðarstjórnHannes PortnerÍbúðin ungmennahúsJónsson & Le’macks

Litur og föndurMargrét HvannbergPartýbúðinSkólafélagsstjórnStarfsfólk Gamla bíósSteinn Arnar Kjartansson

Victor Karl MagnússonYngvi PéturssonÞjóðleikhúsiðÞorsteinn Markússon

Page 6: Vorið vaknar - Leikskrá

leikhópur

Benedikt KarlssonHUNDUR /

SCHMIDT FÓSTUREYÐIR

Jóhanna Embla O. Þorsteinsdóttir

THEA

Ivona FeldmárováIVONA

Andrea Ósk Sigurðardóttir

FRÄULEIN KNUPPELDICK

Árni Beinteinn Árnason

MORITZ STIEFEL

Friðrik Árni HalldórssonERNST RÖBEL /

REINHOLD

Guðjón BergmannKNOCHENBRUCH

SKÓLASTJÓRI

Halldór KarlssonHUNDUR /

SCHMIDT FÓSTUREYÐIR

Leikhópur

Page 7: Vorið vaknar - Leikskrá

Rakel Björk Björnsdóttir

WENDLA BERGMANN

Margrét Andrésdóttir

FRAU SONNENSTICH

Telma JóhannesdóttirFRAU BERGMANN / FRÄULEIN GROSS- EN BÜSTENHALTER

Júlía Sif ÓlafsdóttirFANNY GABOR

Sindri Engilbertsson

GEORG ZIRSCHNITZ / DIETER

Katla ÓmarsdóttirANNA

Magnús Jochum Pálsson

OTTO LÄMMERMEIER / ULBRECTH

Melkorka Davíðsdóttir Pitt

MARTHA BESSELL

Sigurður JónssonSÉRA KAULBACH

Sindri IngólfssonHÄNSCHEN RILOW /

RUPERT

Stefán Gunnlaugur Jónsson

HERR RENTER STIEFEL / VON BRAUSERPULVER

LÆKNIR

Þórður AtlasonMELCHIOR GABOR /

HERR GABOR

Page 8: Vorið vaknar - Leikskrá

Bláa kortið borgar sig

Bláa kortið er sérstaklega sniðið að námsmönnum og ungu fólki. Með Bláa kortinu færð þú afslá� hjá �ölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitusem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is.

Þú getur só� appið með því að skanna QR kóðann.

Page 9: Vorið vaknar - Leikskrá

Bláa kortið borgar sig

Bláa kortið er sérstaklega sniðið að námsmönnum og ungu fólki. Með Bláa kortinu færð þú afslá� hjá �ölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitusem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is.

Þú getur só� appið með því að skanna QR kóðann.

Ásta Gígja Elfarsdóttir

Salome Lilja Sigurðardóttir

Eiríkur Andri Þormar

KLARINETT

Guðmundur Orri Pálsson

TROMMUR

Hildigunnur Hermansdóttir

SELLÓ

Kristófer Kristinsson

GÍTAR

Ólafur Hreiðar Ólafsson

GÍTAR

Ingibjörg Helga Steingrímsdóttir

HLJÓMBORÐ

Tumi TorfasonBASSI

Dagmar Óladóttir

Rebekka Rán Einarsdóttir

Sara Líf Sigsteinsdóttir

Danshópur

Hljómsveit

Page 10: Vorið vaknar - Leikskrá

Kynningarnefnd: Arnheiður Erla Guðbrandsdóttir, Eydís Oddsdóttir Stenersen, Hannes Kristinn Árnason, Herdís Birna Gunnarsdóttir, Jóhannes Kári Sólmundarson, Jón Tómas Jónsson, Marta María Halldórsdóttir, Orri Jónsson, Rafnar Friðriksson, Sóley Helgadóttir, Victor Karl Magnússon, Þorsteinn Markússon, Þórunn María Gizurardóttir.

Förðun: Bjargey Þóra Þórarinsdóttir, Elín Gunnarsdóttir, Elín Inga Kjartansdóttir, Emilía Tinna Sigurðardóttir, Guðbjörg Eva Pálsdóttir, Hildur Sveinsdóttir, Marín Kemp Stefánsdóttir, Rannveig Dóra Baldurdóttir.

HJÁLPARKOKKUR

FULLKOMIN YOGA SPJALDTÖLVA

Á AÐEINS 47.990 kr.

SÖLUHÆSTI FRAMLEIÐANDI

PC TÖLVA Í HEIMI

skv. Gartner

BORGARTÚNI 37 SÍMI 569 7700 NETVERSLUN.IS

Page 11: Vorið vaknar - Leikskrá

HJÁLPARKOKKUR

FULLKOMIN YOGA SPJALDTÖLVA

Á AÐEINS 47.990 kr.

SÖLUHÆSTI FRAMLEIÐANDI

PC TÖLVA Í HEIMI

skv. Gartner

BORGARTÚNI 37 SÍMI 569 7700 NETVERSLUN.IS

Page 12: Vorið vaknar - Leikskrá

Búningar & leikmynd: Alfreð Hrafn Magnússon, Anna Margrét Stefánsdóttir, Ari Brynjarsson, Álfheiður Edda Sigurðardóttir, Árný Lára Þorsteinsdóttir, Bjargey Þóra Þórarinsdóttir, Bjarni Ívar Rúnarsson, Hallbjörg Embla Sigtryggsdóttir, Hera Ricter, Hrafnhildur Jóna Daníelsdóttir, Katrín Kristinsdóttir, María Kristín Árnadóttir, Marín Kemp Stefánsdóttir, Sigurlaug Birna Guðmundsdóttir, Þórelfur Bragadóttir.

Hár: Álfheiður Edda Sigurðardóttir, Hallbjörg Embla Sigtryggsdóttir, Maríanna Björk Ásmundsdóttir, Sigurlaug Birna Guðmundsdóttir.

Page 13: Vorið vaknar - Leikskrá
Page 14: Vorið vaknar - Leikskrá

Ljósahönnuðir: Jóhann Friðrik Ágústsson, Hermann Karl Björnsson.

Aðstoð við ljós: Eydís Oddsdóttir Stenersen, Hannes Kristinn Árnason, Jón Tómas Jónsson, Marta María Halldórsdóttir, Victor Karl Magnússon, Þorsteinn Markússon.

Page 15: Vorið vaknar - Leikskrá

Sýningarstjóri: Arna Ýr Karelsdóttir.

Söngþjálfarar: Dagur Þorgrímsson, Jóhanna María Kristinsdóttir,

Olga Lilja Bjarnadóttir, Steinunn Björg Ólafsdóttir.

Markaðsnefnd: Áslaug Kristín Zoega, Gunnar Hrafn Sveinsson,

Katrín Hermannsdóttir, María Kristín Árnadóttir, Marta María

Halldórsdóttir, Ólafur Jens Pétursson, Sigríður Höskuldsdóttir,

Stefanía Þórhildur Hauksdóttir, Victor Karl Magnússon,

Þorsteinn Markússon.

Page 16: Vorið vaknar - Leikskrá

Pepperoni, safaríkir kirsuberjatómatar, ferskur mozzarella,

úrvals beikonsneiðar, basilpestó og svartur pipar.

Úrvals beikonsneiðar, sérvalin steikar-

pylsa, rjómaostur, piparostur og chiliflögur.

Laukur, rauðlaukur, hægeldað kryddlegið

svínakjöt (pulled pork), beikonkurl og cheddarostur,

toppuð með BBQ sósu.

Hvítlaukspizzubotn, hvítlauksolía í stað

pizzusósu, rjómaostur, úrvals beikonsneiðar, pepperoni, jalapeno og chiliflögur. Þessi

rífur aðeins í.

Premium pizzur Domino’s verða til þegar pizzubakararnir okkar fara fram úr sjálfum sér, í jákvæðum skilningi, svo úr verða framúrskarandi pizzur. Við fengum listakokkinn Hrefnu Sætran

til samstarfs og hún töfraði fram tvær af Premium pizzum okkar, Americana og Prima.

Prófaðu Premium pizzurnar okkar, þær gera góðan matseðil okkar enn fjölbreyttari.

Hrefnu SætranSamsett af

Hrefnu SætranSamsett af

PRIMAAMERICANA MEAT DELIGHT ELDÓRADÓ

DOMINO’S APPWWW.DOMINOS.IS SÍMI 58 12345

Page 17: Vorið vaknar - Leikskrá

Pepperoni, safaríkir kirsuberjatómatar, ferskur mozzarella,

úrvals beikonsneiðar, basilpestó og svartur pipar.

Úrvals beikonsneiðar, sérvalin steikar-

pylsa, rjómaostur, piparostur og chiliflögur.

Laukur, rauðlaukur, hægeldað kryddlegið

svínakjöt (pulled pork), beikonkurl og cheddarostur,

toppuð með BBQ sósu.

Hvítlaukspizzubotn, hvítlauksolía í stað

pizzusósu, rjómaostur, úrvals beikonsneiðar, pepperoni, jalapeno og chiliflögur. Þessi

rífur aðeins í.

Premium pizzur Domino’s verða til þegar pizzubakararnir okkar fara fram úr sjálfum sér, í jákvæðum skilningi, svo úr verða framúrskarandi pizzur. Við fengum listakokkinn Hrefnu Sætran

til samstarfs og hún töfraði fram tvær af Premium pizzum okkar, Americana og Prima.

Prófaðu Premium pizzurnar okkar, þær gera góðan matseðil okkar enn fjölbreyttari.

Hrefnu SætranSamsett af

Hrefnu SætranSamsett af

PRIMAAMERICANA MEAT DELIGHT ELDÓRADÓ

DOMINO’S APPWWW.DOMINOS.IS SÍMI 58 12345

Page 18: Vorið vaknar - Leikskrá
Page 19: Vorið vaknar - Leikskrá

Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, eða Herranótt, er

elsta leikfélagið á Norðurlöndum. Það var stofnað af skólapiltum

Skálholtsskóla á miðri 18. öld og var í sinni upprunalegu mynd

nokkurs konar uppistandshátíð nemenda. Í gegnum tíðina þróaðist síðan gamanið yfir í uppsetningu á leikritum á sviði. Nafnið Herranótt hefur ávallt fylgt leikfélaginu, þrátt

fyrir að skólinn flyttist reglulega um set og skipti um nafn; úr

Skálholtsskóla í Hólavallaskóla, þaðan í Bessastaðaskóla og loks

Menntaskólann í Reykjavík (áður Latínuskólinn og Lærði skólinn).

Í dag er Herranótt án efa eitt af skemmtilegustu og virkustu

félögum Menntaskólans. Það er gríðarlega lærdómsríkt og þroskandi

ferli að setja á svið leiksýningu og myndast gjarnan sterk vináttubönd

hjá þeim sem fara saman í gegnum þetta ferli. Sýningin í ár er sú 170.

í sögu félagsins og er hiklaust með hinu metnaðarfyllsta móti.

Metþátttaka var á námskeiði Herranætur í haust en á annað

hundrað manns voru þátttakendur.

Nú er hins vegar komin Herranótt. Það er komið að því að sjá

afraksturmargra mánaða vinnu og skipulagningar. Blóð, sviti og tár –

og leikgleði.

Verið velkomin á Herranótt!

Um Herranótt

Page 20: Vorið vaknar - Leikskrá

RISA 18“ PIZZAMeð 2 áleggstegunduM

og 2 ltr. AF gosI

SbARRo.ISSbARRo LÆKJARGÖTU 2A 2 HÆÐ, (IÐU HÚSINU) KRINGLUNNI & SMÁRALIND

Page 21: Vorið vaknar - Leikskrá

Herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, setur nú upp rokksöngleikinn Vorið vaknar (e. Spring Awakening) eftir Duncan Shaeik og Steven Sater. Sýningin sló nýlega í gegn á Broadway og sópaði til sín virtum verðlaunum. Söngleikurinn er byggður á samnefndu leikverki eftir Frank Wedekind sem var eitt vinsælasta og mest leikna leikskáldið á fyrstu áratugum 20. aldar í Þýskalandi. Verk hans, þar á meðal Vorið vaknar, hneyksluðu marga á sínum tíma enda sýndu þau vægðarlaust hversu tvöfaldar og yfirborðskenndar – og um leið beinlínis hættulegar – ríkjandi siðareglur þýsks samfélags voru í raun á þessum tíma. Leikverkið byggir Wedekind að miklu leyti á eigin uppeldi og skólagöngu.

„Hvert einasta atriði átti sér stoð í raunveruleikanum.“

Wedekind skrifaði Vorið vaknar árið 1890. Honum var það fyllilega ljóst að ritskoðunarstefna yfirvalda myndi aldrei leyfa að verkið yrði sýnt opinberlega enda þurfti almenningur að bíða í 15 ár eftir að sjá það á sviði.

Hér er um að ræða fjörlegt ádeiluverk sem fjallar um unglinga sem reyna fóta sig í heimi fullorðinna í lok 19. aldar. Sýningin tekur á ýmsum málefnum sem þóttu óviðeigandi á þeim tíma og eru jafnvel viðkvæm enn í dag.

Hvernig verða börnin til? Hvað er kynlíf? En sjálfsfróun? Hvað er að elska? Er ég samkynhneigð/ur? Hvað er að beita ofbeldi?

Vorið vaknar er stórskemmtileg og áhrifamikil sýning, stútfull af húmor, flottum dansi og grípandi tónlist!

Vorið vaknar á Herranótt

RISA 18“ PIZZAMeð 2 áleggstegunduM

og 2 ltr. AF gosI

SbARRo.ISSbARRo LÆKJARGÖTU 2A 2 HÆÐ, (IÐU HÚSINU) KRINGLUNNI & SMÁRALIND

Page 22: Vorið vaknar - Leikskrá

MAMMA SEM BARST MIG(MAMA WHO BORE ME)

Mamma sem barst mig.Mamma sem gast mig.Ræð ekki neitt við neitt.Hví er ég svo leið?

Mamma þeir gráta.Mamma englarnir.Sof' ekki á himni né Betlehem.

Sumir biðja að dag einn, Kristur komi aftur.Kveikja á kerti, ljá von sinni ljós.Aðrir liggja, hrópa í von um það að finnast.En komi hann, verður það ekki nóg.

Mamma sem barst mig.Mamma sem gast mig.Ræð ekki neitt við neitt.Hví er ég svo slæm?

Mamma þeir gráta.Mamma englarnir.Sof' ekki á himni né Betlehem.

Page 23: Vorið vaknar - Leikskrá

LJÓTA HUNDALÍFIÐ(BITCH OF LIVING)

Guð mig dreymd' að lostaengill,heyrði til mín gegnum þil.Er ég hrópaði á latínu:„Það er eitthvað meira til.Þetta líf er eins og martröð.“Hún sagði, rómurinn var hreinn:„Vertu þolinmóður vinur.Ég vek alla, hvern og einn.“

Sagði: „Ljáðu mér lófann, óróleika þinn og þrá.Ég skal kenna þér að höndla,það sem hug þinn er að hrjá.Og þú lærir töfratökin,sem sefa holdsins vil.Þó ástin blindi alla.Það gerir ekkert til.“ Ljóta hundalífið,þó höndin gefi grið.Þrauka hundalífið,en þoli varla við.

Ég bylti mér og brýst um, og hamast hverja nótt.Því dag hvern lær' á píanó,hjá kennara með risabrjóst.Og nóturnar þær strýk ég,þótt minn hugur fari á sveim.Því Guð minn góður brjóstin,ég þrá' að strjúka þeim.

Ljóta hundalífið,sem hefur engu breytt.Þrauka hundalífið,því gerist ekki neitt?Halda þeir við viljum þetta?Ó, hver veit?

Eftir leikfimi í sturtu.Bobby Maler hann ber af,er svo töff í þessum buxum.Lífið keyrir mig á kaf.

Ó hún Marianna Wheelan,ef hún bara sæi mig.Gerðu eins og þér er sagt,og hugsi hver um sig. Ljóta hundalífið, ég hugsa hvað ég vil.Þrauka hundalífið,þó Guð sé ekki til. Ljóta hundalífið,ég hugsa aðeins eitt. Þrauka hundalífið, það skánar ekki neitt.

Ljóta hundalífið,ég hef það sem er falt.Þrauka hundalífið,en þetta er víst allt.

Guð, er þetta allt?Er þetta allt? Skíta fokking líf.

Page 24: Vorið vaknar - Leikskrá

MÍN VÍMA ERT ÞÚ(MY JUNK)

Ég er umlukin engu með einmana þrá.Það eina sem gleður er ef þú gengur hjá.

Svo líkt og að elska sorglegt en satt.Svolítið aumt hvernig líf mitt er statt.

Ég er dorm‘ alla daga við drauma um þig.

Hvar dveljir þú núna og hvort hugsir um mig.Ég reyni að hætta, en hvað get ég gert?

Í vímu ég veð, mín víma þú ert.

Þegar veðri köldu veturinn snýr,og vindurinn blæs þá er faðmur þinn hlýr.

Í töfraheimi, tilfinning sú.Í vímu ég veð, mín víma ert þú.

Ég veit það er skrýtið og skammast mín nett,en skemmti mér best ef þú breytir ei rétt.Og ég yrki um þig þessi einmana ljóð.Allt væri breytt ef þú værir mér góð. Ég lifi um daga í draumi um þig,með dálitla von um þú uppgötvir mig.Ég trassa víst eitthvað og vanræki nú.Í vímu ég veð, mín víma ert þú. Og í hjarta mínu heldur þú til.Í huga mér ert þú það eitt sem ég vil.Sá töfraheimur, tilfinning sú.Í vímu ég veð, mín víma ert þú.Og tíminn stöðvast, trúir þú nú?Í vímu ég veð, mín víma ert þú.Mín víma ert þú,þú, þú, þú.

SNERTU(TOUCH ME)

Hvert ég fer þegar fer ég,mína ferð um ókunn lönd.

Hvísla vindar víða að,og víst mig rekur einhverntíma að strönd.

Hver ég fer þegar fer ég,finn hin töfraljúfu lönd.

Les af vörum þínum þrá.Þá dulin viska flýtur til mín að strönd.

Snertu – mig svona.

Og svo – ó, já – líka svona.Það er ljúft.

Þett' er svo gott.Og nú neðar– helgidóminn.

Hvert ég fer þegar fer ég,mína ferð um draumalönd.

Aðeins þú og þessi koss,í sælu rekur einhversstaðar að strönd.

Hvert ég fer þegar fer ég,finn þar leyndarhjúpuð lönd.Aðeins gleði, engin tár,og okkur rekur einhversstaðar að strönd. Snertu – mig svona.Segðu – það – saklaust með öllu.Njóttu með mér.Nýt ég með þér.Er þýtur blóð, hvína vindar. Prófaðu.Og svo – ó, já - líka svona.Ég snerti þig.Þú snertir mig.Berumst í blindni til synda. Snertu – mig svona.Og nú neðar, syndabælið.Snertu – aðeins aftur.Berumst á brott, hvína vindar.Hvína vindar.Hvína vindar.

Page 25: Vorið vaknar - Leikskrá

Hvert ég fer þegar fer ég,finn þar leyndarhjúpuð lönd.Aðeins gleði, engin tár,og okkur rekur einhversstaðar að strönd. Snertu – mig svona.Segðu – það – saklaust með öllu.Njóttu með mér.Nýt ég með þér.Er þýtur blóð, hvína vindar. Prófaðu.Og svo – ó, já - líka svona.Ég snerti þig.Þú snertir mig.Berumst í blindni til synda. Snertu – mig svona.Og nú neðar, syndabælið.Snertu – aðeins aftur.Berumst á brott, hvína vindar.Hvína vindar.Hvína vindar.

Page 26: Vorið vaknar - Leikskrá

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

Fylgstu með tilboðum í Íslandsbanka Appinu

Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið gera lífið skemmtilegra

Handhafar Stúdentakortsins fá fjölbreytt og spennandi tilboð sem koma sér vel fyrir námsmenn. Náðu í Íslandsbanka Appið og sjáðu tilboðin streyma til þín.

Námsmenn

Studen t

Sæktu Íslandsbanka Appið á islandsbanki.is/app

Page 27: Vorið vaknar - Leikskrá

ÉG VERÐ SÁRIÐ ÞITT(WORD OF YOUR BODY)

Varla ég skil þetta.Óhindruð orð út úr mér detta.

Heilla þá mey með bullrugli.Heyrir þú ei hvað hold þitt þráir.

Finn ekki neitt – einmitt.

Þreifa á perlum meðfingurgóm.Gæla við hönd, kannski kitlandi.

Heyrir þú ei hvað eitt ég þrái.

Ó, ég veit ég mun særast.Ó, og ég verð sárið þitt.

Ó, ég mun þig merja.Ó, þú verður marið mitt.

Ó, ég veit ég mun særast.Ó, og ég verð sárið þitt.

Ó, ég mun þig merja.Ó, þú verður marið mitt.

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

Fylgstu með tilboðum í Íslandsbanka Appinu

Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið gera lífið skemmtilegra

Handhafar Stúdentakortsins fá fjölbreytt og spennandi tilboð sem koma sér vel fyrir námsmenn. Náðu í Íslandsbanka Appið og sjáðu tilboðin streyma til þín.

Námsmenn

Studen t

Sæktu Íslandsbanka Appið á islandsbanki.is/app

Page 28: Vorið vaknar - Leikskrá

GEYMI MYRKUR MÉR HJÁ(DARK I KNOW WELL)

Ég geymi myrkur mér hjá,það sem ei segja má.

Mamma vill vera mér góð,vísar mér í svefn.

Lætur sem ekkert ami.Lætur sem ekkert ami.

Og ég fæ hvergi falið mig,

flúið undan þér.Ég veit þú kemur.Ég veit þú kemur.

Segir kossinn til að gefa góða nótt.

Gengur lengra, hvíslar:„Guði finnst það ekki ljótt.

Bara þú og ég.Barn, þú ert falleg.“

„Ó, svo gott - svo gott - er það ei gott hjá mér?Það er ótal margt sem ég mun kenna þér.Bara þú og ég.Barn, þú ert falleg.“

Segir kossinn til að gefa góða nótt.Gengur lengra, hvíslar: „Guði finnst það ekki ljótt.Bara þú og ég.Barn, þú ert falleg.“ „Ó, svo gott - svo gott - er það ei gott hjá mér?Það er ótal margt sem ég mun kenna þér.Bara þú og ég.Barn, þú ert falleg.“

Ég geymi myrkur mér hjá,það sem ei segja má.

KOMDU Í NEON!Skráðu þig í NEON - besta bókaklúbb í heimi!

- og fáðu fimm hrikalega vel valdar bækur á ári!

www.bjartur.is • http://www.facebook.com/BjarturBooks

VELKOMIN Í ÖRT VAXANDI HÓP ÁNÆGÐRA ÁSKRIFENDA

tur.is • http://www.facebook.com/BjarturBooks

BESTA VERÐIÐÍ BÆNUM OG FRÍHEIMSENDING!

Page 29: Vorið vaknar - Leikskrá

KOMDU Í NEON!Skráðu þig í NEON - besta bókaklúbb í heimi!

- og fáðu fimm hrikalega vel valdar bækur á ári!

www.bjartur.is • http://www.facebook.com/BjarturBooks

VELKOMIN Í ÖRT VAXANDI HÓP ÁNÆGÐRA ÁSKRIFENDA

tur.is • http://www.facebook.com/BjarturBooks

BESTA VERÐIÐÍ BÆNUM OG FRÍHEIMSENDING!

Page 30: Vorið vaknar - Leikskrá

SÍÐAN EKKERT MEIR(AND THEN THERE WERE NONE)

Aha - aha - aha - vel gert.Eins og það sé þér einskis vert.En samt, þú veist, þig langaði.Engu verður breytt - heyrt þennan fyrr! Það sem er verst, fyrir mig, þú veist.Þúsund spírur og málið leyst.Gerðu það, plís, hjálpaðu mér.Án djóks, ókei, veist hvernig staðan er. Þú hlæja vilt,svo fáránlegt.Ef þú spyrð,ég heyr' ekkert.Vilt ljúka þessu af.Segðu mér meir.

Æ, þetta er ljóta leikritið.Þér lítið kemur þetta við.Skrifa heim, nei hættu nú.Ég held þett’ ekki út.

Þú bugast nú og berst við tár.Flýrð en ekkert skjól að fá.Nú viltu gefast upp og loka á.

Ég get engum treyst - á engan að.Engan lengur samastað.Er vinalaus - á endastöð - hver veit? Aha - aha - aha - vel gert.Eins og það sé þér einskis vert.En samt, þú veist, þig langaði.Engu verður breytt - heyrt þennan fyrr!

Þú bugast nú og berst við tár.Flýrð en ekkert skjól að fá.Nú viltu gefast upp og loka á.

Allt búið - eftir engu bíð.En áfram held þó enn um hríð.Einn dagur enn með taugastríð.En síðan ekkert meir.Síðan ekkert meir.

Page 31: Vorið vaknar - Leikskrá

EINN EFTIR(LEFT BEHIND)

Þú lagar hann í kistunni.Höku, bindi, hönd.Breyttist blíða þín í blindan refsivönd?Þín löngun til að finna nú,og faðma drenginn þinn.Lokar augum nú, og í hinsta sinn.

Það húmar að, það húmar að,þráir, lengir eftir ást og samastað.

Allt það sem aldrei varðer nú of seint.Allt það besta sem mamma þráðiljóst og leynt,og pabba vonum vitran mann. O - o - o - o - o – o.

Það aldrei verður rætt.Og glötuð stundfæst ekki bætt.Þeir staðir sem þiðaldrei náðuð til.Og öll þessi kvölsem þið skylduð ekkert í.„Hann mannast eflaust -lítum við framhjá því.“

Það húmar að, það húmar að,þráir, lengir eftir ást og samastað. Lífsins brautnær ei lengra endar hér.Óttinn sem í huga hans breidd' úr sér.Öll depurðin sem bugaði hann.

O - o - o - o - o – o. Það húmar að, það húmar að,þráir, lengir eftir ást og samastað.

Page 32: Vorið vaknar - Leikskrá

HVÍSLANDI(WHISPERING)

Hvíslandi,sveima draugar að nóttu.Sorgin stígur nýjan dans, gegnum bein, gegnum skinn.

Hlustandi,sálir þær að mér sóttu.Hljóðlátt krafsið, hrollur mér rann.Hjartans sorgir endalaust. Sjá er föður bugar sorg.Og móður sorgin sveipar.Systir molnar.Allir innan holna.Hvass prestur spennir greipar.

Það var þá,svona á ekki að gera.Þannig eyðilagði allt,þvílík skömm, þvílík synd. Leyndarmál,sem þú ein mátt bera.Þú og nóttin og tunglið kalt.Þrá þín eftir vorsins vind. Áttum saman ástarfund.Vorum forvitin og skotin.Hann mig snerti,og ég glöð gaf eftir.Mín sag' ei lengur opin. Hlustandi,eftir von, nýju lífi.Einhverri fegurð, nýjum séns.Heyr, það hvíslað er þar á ný.

ALLT Í STEIK(TOTALLY FUCKED)

Þetta er glatað - þú veist - í steik. Þú átt ekkert svar í ljótum leik.Mistök þín – ó, já - á endastöð.

Áttir sjálfur sök og þessi blöð.

En það versta í þessu öllu er,það að þetta er ekki búið hér.

Það er fáránlegt en þó fyrirséð.Þeir fordæma þig - þú ert úr leik - ert ekki

með.

Allt í steik ef þú bugast nú,og ekki færð á þér sjálfum trú.

Allt í steik ef þú segir satt.Svona er - þá þitt - mál statt.

Allt í steik, þá það, af illsku gert.

Og þeim gömlu finnst það einskis vert.Allur í steik og þeir þjarm’ að þér.

Og þú veist þá hvernig fer.

Bla, bla, bla, bla, bla, bla, bla.Bla, bla, bla, bla, bla, bla, bla.

Gufa upp? - það þá - má reyna það.Það má ljúga til, telja það ósannað.

Gálgafrest að fá, þá hætta þeir.Þú færð laumast burt - en hvað er þá meir?

Allt í steik, þá það, af illsku gert.Og þeim gömlu finnst það einskis vert.

Allur í steik og þeir þjarm’ að þér.Og þú veist þá hvernig fer.

Allt í steik, þá það, af illsku gert.Og þeim gömlu finnst það einskis vert.

Allur í steik og þeir þjarm’ að þér.Og þú veist þá hvernig fer.

Bla, bla, bla, bla, bla, bla, bla.Bla, bla, bla, bla, bla, bla, bla.

Allir í sleik!

Page 33: Vorið vaknar - Leikskrá

Eins og margir aðrir í leikhópnum hefur Rakel fyrir löngu verið sýkt af leiklistarbakteríunni. Hún var níu ára gömul þegar hún hóf söng- og leiklistarnám og þar með var ekki aftur snúið. Hún hefur nú leikið í fjölmörgum sýningum í Borgarleikhúsinu og Iðnó, í uppsetningum Barna- og unglingaleikhússins Borgarbarna. Okkar kona fær ekki nóg af leiklistinni. Hún er svo heppin að hafa komist að í kvikmyndabransanum með stórt hlutverk í myndinni Falskur fugl sem sýnd var árið 2013 og nú síðast í kvikmyndinni Þrestir sem verður frumsýnd í vor. Allir í bíó! Rakel segir það erfitt og tímafrekt að vera bæði formaður Herranætur og leika aðalhlutverk sýningarinnar. En þó verður það ekki séð á henni því leikurinn er glæsilegur, svo er hún á fullu í reddingum hér og þar með bros á vör. Hún er afar stolt af hópnum og leikritinu og segist ekki geta lýst því hversu ánægð hún sé. Og svo er hún ótrúlega peppuð!

Þó svo að Þórður hafi aldrei áður tekið þátt í Herranótt og ekki einu sinni mætt á sýningar Herranætur þá hefur hann alla tíð haft áhuga á leiklist. Hann steig nýlega sín fyrstu skref í uppsetningu Frúardags á söngleiknum Legi og átti þar stórleik. Einnig er umtalaður íslenskufyrirlestur Þórðar í haust en sjaldan hafa önnur eins fagnaðarlæti heyrst eftir fyrirlestur í Lærða skólanum. Þrátt fyrir að hafa ekki jafn mikla reynslu og meðleikarar er hann ekkert stressaður fyrir því að fara með eitt af aðalhlutverkum sýningarinnar og segist ekki hata sviðsljósið. Uppáhalds lag Þórðar í sýningunni er „Myrkur mér hjá“ sem Martha (Melkorka) syngur en honum finnst það sjokkerandi lag og mjög afgerandi fyrir skuggalegri hliðar sýningarinnar. Þórður hefur ekki enn sett stefnuna á leiklist í framtíðinni, hann stefnir að því að ná fimmta bekk og kynnast fleira fólki.

Rakel Björk BjörnsdóttirWENDLA BERGMANN

Þórður AtlasonMELCHIOR GABOR

Leikararnir

Page 34: Vorið vaknar - Leikskrá

Árni hefur verið í leikhóp Herranætur öll árin sín í MR og stígur nú á svið í fjórða skiptið. Upphaflega leit ekki út fyrir að hann hefði tök á því að taka þátt í uppfærslunni í ár þar sem samhliða námi á eðlisfræðibraut skólans gegnir hann embætti forseta nemendafélagsins Framtíðarinnar. Að sinna svo veigamiklu starfi samhliða þátttöku í Herranótt segir hann einstaklega krefjandi og eitthvað sem væri aldrei mögulegt án hins gríðarlega metnaðarfulla og duglega fólks sem stendur við bakið á honum. Stuðningur skólastjórnenda, kennara og fjölskyldu sinnar sé líka ómetanlegur og mikils metinn. Sérstakar þakkir sendir hann til meðstjórnenda sinna í Framtíðinni og segir þá flottari en nokkra sem gegnt hafi sömu embættum áður. Aðspurður segir Árni Beinteinn ekki erfitt að horfa á kærustuna sína kyssa annan strák í sýningunni því hann er alvanur að taka það upp. Þó hefur heyrst að hann löðrungi Þórð reglulega eftir sýningar til þess að halda öllum góðum. Beinteinn er líka sjúklega peppaður.

Melkorka er ekki við eina fjölina kennd þegar kemur að leiklist. Auk þess að leika stórt

hlutverk í Herranótt hefur hún frá því hún var tíu ára gömul tekið þátt í mörgum sýningum

Borgar- og Þjóðleikhússins og komið fram í sjónvarpi. En hún er auðvitað þekktust sem

Solla stirða, íbúi í Latabæ.

Hún segir sviðsleikinn vera henni í blóð borinn og eitthvað sem hafi alltaf vakið áhuga hennar. Fimm ára gömul var hún byrjuð að sýna leikrit

heima í stofu með vinkonum sínum. Leikhúslífið er alltaf skemmtilegt að hennar sögn og hún

á margar sögur af óvæntum uppákomum sem fá hana, og aðra, alltaf til að hlæja. Að leika í Latabæ segir hún hafa verið algjört ævintýri sem hafi reynt mikið á hana, bæði líkamlega

og andlega. Það krefst mikils úthalds og einbeitingar að vera dansandi og skælbrosandi í tvo tíma. Þó fannst henni það ótrúlega gefandi!

Aðspurð segist hún ekki alveg vera búin að ákveða hvað hún vilji gera í framtíðinni en

að leikarastarfið heilli. Ætli hún prófi sig ekki eitthvað áfram á því sviði.

Árni Beinteinn Árnason

MORITZ STIEFEL

Melkorka Davíðsdóttir Pitt

MARTHA BESSELL

Page 35: Vorið vaknar - Leikskrá

Listrænir stjórnendur

Stefán Hallur StefánssonLEIKSTJÓRI

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Í upphafi snerist leiklistin aðallega um félagslífið og að næra athyglissýkina — það hefur kannski lítið breyst...

Í hvaða menntaskóla varstu? Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Hvaða leikriti tókstu fyrst þátt í? Á sviði var það Animal Farm með Leikfélagi MH, árið 1995 að mig minnir.

Hvar lærðir þú leiklist? Leiklistardeild Listaháskóla Íslands.

Hver er eftirminnilegasta leiksýning sem þú hefur tekið þátt í? Þær eru nokkrar sem hafa markað ákveðin þáttaskil hjá mér og sitja dýpra en aðrar. En af öllum dregur maður lærdóm og því er erfitt að gera upp á milli þeirra.

Hvað er á döfinni hjá þér á næstunni? Leika í Fjalla-Eyvindi hjá Þjóðleikhúsinu.

Hvers vegna tókst þú að þér að leikstýra Herranótt? Þetta er metnaðarfullur hópur sem stefnir hátt. Það er gaman að tilheyra slíkum félagsskap.

Hvernig hafa æfingar gengið? Þær hafa, að mínu mati, einkennst af skemmtilegum aga og vönduðum og fagmannlegum vinnubrögðum hópsins.

Hvernig líst þér á hópinn? Framtíðin þarf ekkert að óttast. Það er á hreinu.

Einhver góð ráð fyrir ungt fólk sem vill verða leikarar? „Þetta leikur sig ekki sjálft!“, sagði eitt sinn mætur maður við mig.

Hver hefur verið helsta hindrunin sem þið hafið þurft að yfirstíga? Vorið vaknar er stór og fjölmenn sýning sem krefst mikils af öllum þátttakendum. Því finnst mér einkar ánægjulegt að ferlið hefur, frá fyrsta degi, verið lausnamiðað hjá hópnum og hindrunum mætt af alúð, umhyggju og skilningi. Hins vegar hef ég lært eina mikilvæga lexíu í þessu ferli: Ávallt skal fylgja fyrirmælum Portnersins...

Page 36: Vorið vaknar - Leikskrá

Hvenær byrjaðir þú í tónlist? Ég byrjaði í tónlist formlega u.þ.b. 12 ára. En af fullum þunga þegar ég notaði alla fermingarpeningana til að kaupa trommusett.

Hvert er uppáhaldslagið þitt í sýningunni? Það er erfitt að segja, en ef ég þarf að velja eitt, þá held ég að það sé upphafslagið „Mama who bore be“. Fallegt lag sem gefur tóninn fyrir það sem koma skal.

Hvert er þitt uppáhaldshljóðfæri? Það sem ég er með í höndunum hverju sinni. Öll hljóðfæri eru stórkostleg, hvert á sinn hátt.

Hvað er það besta við Herranótt? Í svona uppsetningu verður til lítið samfélag þar sem allir hafa sitt hlutverk og leggja sitt af mörkum svo að útkoman verði sem best. Að taka þátt í og vera hluti af því að móta slíkt samfélag getur verið mjög gefandi.

Hvernig hafa æfingar gengið? Vonum framar, fólk hefur lagt mikið á sig og komið vel undirbúið á æfingar sem gerir þetta allt mun auðveldara og fleytir verkinu lengra.

Hvernig líst þér á hópinn? Hópurinn hefur verið mjög einbeittur og tekið leiðsögn mjög vel. Jákvæðni og metnaður hefur einkennt allt ferlið, þannig að ég er hæstánægður með hópinn.

Hallur IngólfssonTÓNLISTARSTJÓRI

Hvenær kviknaði áhugi þinn á leiklist og leikhúsi? Það mun hafa verið á námsárum mínum

í MH. Fjölskrúðugt leiklistarlíf þar á bæ, rétt eins og í MR.

Hvert er uppáhaldsatriðið þitt í sýningunni? Der große Beerdigung.

Hvernig er að vinna með Stefáni Halli? Stórbrotið. Betra en kynlíf.

Hvert er þitt „guilty pleasure“? Desperate Housewives. En það er samt svo mikið „innocent pleasure“, þannig að ég ætla að segja Gossip Girl.

Hvað er það besta við Herranótt? Það er svo margt. Andinn hér er svo góður og einkennist af miklum

kærleika og hlýju. Fólk ber mikla virðingu fyrir hverju öðru og það er ofboðslega mikilvægt í

vinnuferli sem þessu.

Hvernig hafa æfingar gengið? Vonum framar. Þessi sýning er uppskera mjög efnilegra listamanna og

meiriháttar upplifun.

Hvernig líst þér á hópinn? Hópurinn í ár einkennist af fagmennsku og gleði. Fólkið í þessum hóp er svo

ótrúlega skemmtilegt að ég á varla til orð.

Hákon JóhannessonAÐSTOÐARLEIKSTJÓRI

Page 37: Vorið vaknar - Leikskrá

Hvenær byrjaðir þú í dansi? Ég byrjaði fyrst í fimleikum þegar ég var þriggja ára og fékki í framhaldinu mikinn áhuga á dansi. Ég fór í eitt ár í ballet þegar ég var 7 ára en hætti svo þar sem ég var meiri adrenalín-fíkill og fílaði fimleikana miklu betur. Ég byrjaði svo aftur þegar ég var 11 ára en þá skráði ég mig í jazzballett hjá Báru. Þaðan lá leiðin svo í Listdansskólann þar sem ég útskrifaðist árið 2013.

Hver er uppáhaldsdanstíllinn þinn? Mér finnst skemmtilegast að semja og dansa contemporary dans. Þar má maður allt.

Hver er uppáhaldsdansinn þinn í sýningunni? Ó nei, það er svo erfitt að svara þessu! Þó eru nokkur atriði, eins og Mín víma ert þú, því það er svo mikið djók High School Musical, ha ha. Annars eru það líka Geymi myrkur mér hjá, Allt í steik og ekki má gleyma Ljóta hundalífinu þar sem strákarnir fá aðeins að sýna sig.

Hvert er þitt „guilty pleasure“? Í lífinu þá, eða? Ókei, ekki dæma mig en það eru þættirnir Pretty Little Liars! Hver er þessi A? Svo ætlaði ég að giftast Nick Jonas úr Jonas Brothers. Það gerðist ekki.

Hvað er það besta við Herranótt? Reynslan sem safnast í reynslubankann hjá öllum sem koma að sýningunni. Herranótt er eitthvað sem fólk man eftir þegar það hugsar til baka og rifjar upp sína skólagöngu. Ég var reyndar ekki í MR, en ég er samt nokkuð viss um þetta.

Hvernig hafa æfingar gengið? Mjög vel, að mínu mati. Mér fannst þetta rúlla virkilega hratt og vel af stað og vá, hvað tíminn var fljótur að líða. En þessi hópur er svo mikið með þetta.

Þér líst sem sagt þokkalega á hópinn? Já, hann er alveg einstakur. Það má ekki missa einn hlekk út, allir eru mikilvægir í þessum hópi. Ég er líka svo ánægð með hvað allir í danshópnum leggja sig 100% fram. Þau eru öll búin að heilla mig upp úr skónum með danshæfileikum sínum! Þau hafa meira að segja fengið mig til þess að gráta úti í sal, þau eru það hæfileikarík!

Þórey BirgisdóttirDANSHÖFUNDUR

Brynhildur KarlsdóttirDANSHÖFUNDUR

Hvenær byrjaðir þú í dansi? Ég byrjaði formlega 12 ára en var búin að vera í fimleikum og alls konar dansi síðan ég var um 5 ára gömul.

Hver er uppáhalds dansstíllinn þinn? Ég elska eiginlega bara allan dans nema ballet.

Hver er uppáhalds dansinn þinn í sýningunni? Hundalífið

Hvert er þitt guilty pleasure? Guilty pleasure lagið mitt er Mín víma ert þú, ég fæ fiðrildi í magann yfir því. Ég reyni að afneita þeim en þau eru klárlega til staðar.

Hvað er það besta við Herranótt? Það fyrsta sem mér dettur í hug er þessi hópur og fólkið sem kemur að þessari sýningu. Það er búið að vera svo gaman að vinna með öllum að mig hefur varla langað heim eftir æfingar.

Hvernig hafa æfingar gengið?Æfingar hafa gengið alveg ótrúlega vel, öllum vonum framar.

Hvernig líst þér á hópinn? Eins og ég segi þá eru þau algjörir fagmenn öll sem eitt. Bæði vandræðalega skemmtileg og mjög fagleg.

Page 38: Vorið vaknar - Leikskrá

LÍFSKÚNSTNER

LENOVO YOGA 3 PRO

Verð frá: 219.900 kr.

SÖLUHÆSTI FRAMLEIÐANDI

PC TÖLVA Í HEIMI

skv. Gartner

„Með skemmtilegustu fartölvum sem ég hef fengið í hendurnar.“- Árni Matthíasson, Mbl.

BORGARTÚNI 37 SÍMI 569 7700 NETVERSLUN.IS

360°

Page 39: Vorið vaknar - Leikskrá

LÍFSKÚNSTNER

LENOVO YOGA 3 PRO

Verð frá: 219.900 kr.

SÖLUHÆSTI FRAMLEIÐANDI

PC TÖLVA Í HEIMI

skv. Gartner

„Með skemmtilegustu fartölvum sem ég hef fengið í hendurnar.“- Árni Matthíasson, Mbl.

BORGARTÚNI 37 SÍMI 569 7700 NETVERSLUN.IS

360°

Hvenær kviknaði áhugi þinn á leikhúsi og útlitshönnun? Þetta fór allt í gang þegar ég var í menntaskóla, ég tók þátt í útlitsteymi sem hægri hönd leikmyndahönnuðar fyrir 20 árum síðan! Stelpurnar í stuttu kjólunum og blúndubuxunum er uppáhaldið eins og er, það eitthvað svo skemmtilega „twisted“.

Hvert er uppáhaldsútlitið þitt í sýningunni? Ætli ég verði ekki að segja pass, finnst of gaman að gera gervin til að flokka þau.

Hvað er það besta við Herranótt? Það besta við Herranótt er krafturinn, metnaðurinn og hæfileikarnir sem brjótast út hjá hverjum þátttakanda við uppsetningu hvers verks. Það er dásamlegt að fá að fylgjast með og taka þátt í því.

Hefurðu unnið með Herranótt áður? Það er óhætt að segja það, þetta er 9. Herranætur-ævintýrið mitt!

Hvernig hafa æfingar gengið? Þær hafa gengið hreint ótrúlega vel, enda hæfileikaríkir nemendur hér á ferð, með öfluga sveit listrænna stjórnenda sér til halds og trausts á öllum sviðum. Ekki satt?

Þér líst sem sagt vel á hópinn? Já, ekki spurning, þetta eru allt stjörnur. Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni!

Kristína R. BermannÚTLITSHÖNNUÐUR

Page 40: Vorið vaknar - Leikskrá

hr.is @haskolinn#haskolinnrvk@haskolinn

Velkomin í HR

„Það sem mér finnst best við kennsluna hérí HR er að hún er lifandi. Skólinn er framsækinn og skemmtilegur og kennararnir hafa áhugaog metnað fyrir því sem þeir eru að gera.“

Guðbjörg Erla ÁrsælsdóttirNemi í viðskiptafræðiStúdent frá MR 2013