17 tbl 2014

24
vf.is vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 MIÐVIKUDAGURINN 30. APRÍL 2014 17. TÖLUBLAÐ 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslá af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyum utan  greiðsluþáöku Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is FÍTON / SÍA Á morgun er 1. maí, alþjóðlegur dagur verkafólks. Af því tilefni verða hátíðar- höld í Stapa og opnar húsið kl. 13:45 undir ljúfum tónum frá Guðmundi Hermannssyni. Ræðu dagsins flytur Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar, og fjöldi listamanna stígur á stokk. Þá verður árleg merkjasala 1. maí merkja, sem afhent verða á skrifstofu verkalýðsfélaganna í Krossmóa 4, og rennur andvirði merkjasölu til duglegra sölubarna. Á meðfylgjandi mynd sjáum við starfsmenn sem unnu að viðgerð á gangstétt við Skólaveg í Kefla- vík í gærdag. Þar höfðu nýlega verið endurnýj- aðar lagnir en í gær var gangstéttin steypt að nýju. Hátíðarhöld í Stapa og steypt við Skólaveg H undruð tonna af rusli skiluðu sér í Kölku í Helguvík og á móttöku- stöðvar fyrirtækisins í sérstöku um- hverfisátaki sem efnt var til á Suður- nesjum sl. föstudag og laugardag. Móttökustöðvar Kölku í Grindavík og Vogum tóku á móti rusli frá heimilum án endurgjalds þessa tvo daga og auk þess voru settar upp móttökustöðvar í Sandgerði og Garði. Þá voru jafnframt sett upp tímabundin gámaplön bæði á Ásbrú og í Innri Njarðvík. Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Kölku, segir að íbúar Suðurnesja hafi tekið vel við sér og verið duglegir að koma með rusl til eyðingar. Langar raðir mynduðust við móttökustöðina í Helgu- vík en allar móttökustöðvar Kölku voru vel nýttar þessa daga. Jón segir að því miður hafi einnig borið á því að fyrir- tæki hafi misnotað aðstöðuna og hent rusli án endurgjalds þessa tvo daga. Sér- staklega hafi borið á því á föstudeginum. Það megi m.a. lesa úr því rusli sem barst. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur yfir það magn af rusli sem barst þessa daga. Tonnin séu nokkur hundruð. Þegar Víkurfréttir ræddu við Jón á mánudag áttu enn eftir að berast gámar af mót- tökustöðvum í Grindavík, Vogum og Sandgerði. Í umræðu um rusl sem hent er á víða- vangi hefur talsvert verið rætt um gjald- töku Kölku og að fólk setji hana fyrir sig. Jón segir að um helmingur af því rusli sem borist hafi á umhverfisdögunum sé rusl sem flokkist sem gjaldskylt. Helst sé þar um að ræða timbur og húsgögn. Ekkert hefur verið ákveðið með fram- hald á þessu umhverfisátaki. Nú muni menn setjast niður og skoða árangurinn og framkvæmdina sem slíka. Hugsan- lega megi dreifa svona átaki yfir lengri tíma og á milli sveitarfélaga. Umhverfisátak á Suðurnesjum: Hundruð tonna af rusli skil- uðu sér á tveimur dögum VF-myndir: Hilmar Bragi VF-myndir: Hilmar Bragi Sérstök móttaka var sett upp á Ásbrú. Þangað var fólk duglegt að koma og losa sig við rusl. Ruslið fyllti marga gáma.

Upload: vikurfrettir-ehf

Post on 17-Mar-2016

289 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

17.tbl.35.árg.

TRANSCRIPT

Page 1: 17 tbl 2014

vf.isvf.is

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

MIÐVIKUDAGURINN 30. APRÍL 2014 • 17. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

Hringbraut 99 - 577 1150

Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐHjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.isauðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

einföld reiknivélá ebox.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

Á morgun er 1. maí, alþjóðlegur dagur verkafólks. Af því tilefni verða hátíðar-

höld í Stapa og opnar húsið kl. 13:45 undir ljúfum tónum frá Guðmundi Hermannssyni. Ræðu dagsins flytur Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar, og fjöldi listamanna stígur á stokk. Þá verður árleg merkjasala 1. maí merkja, sem afhent verða á skrifstofu verkalýðsfélaganna í Krossmóa 4, og rennur andvirði merkjasölu til duglegra sölubarna.Á meðfylgjandi mynd sjáum við starfsmenn sem unnu að viðgerð á gangstétt við Skólaveg í Kefla-vík í gærdag. Þar höfðu nýlega verið endurnýj-aðar lagnir en í gær var gangstéttin steypt að nýju.

Hátíðarhöld í Stapa og steypt við Skólaveg

Hundruð tonna af rusli skiluðu sér í Kölku í Helguvík og á móttöku-

stöðvar fyrirtækisins í sérstöku um-hverfisátaki sem efnt var til á Suður-nesjum sl. föstudag og laugardag. Móttökustöðvar Kölku í Grindavík og Vogum tóku á móti rusli frá heimilum án endurgjalds þessa tvo daga og auk þess voru settar upp móttökustöðvar í Sandgerði og Garði. Þá voru jafnframt sett upp tímabundin gámaplön bæði á Ásbrú og í Innri Njarðvík.Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Kölku, segir að íbúar Suðurnesja hafi tekið vel við sér og verið duglegir að koma með rusl til eyðingar. Langar raðir mynduðust við móttökustöðina í Helgu-vík en allar móttökustöðvar Kölku voru vel nýttar þessa daga. Jón segir að því miður hafi einnig borið á því að fyrir-tæki hafi misnotað aðstöðuna og hent rusli án endurgjalds þessa tvo daga. Sér-staklega hafi borið á því á föstudeginum. Það megi m.a. lesa úr því rusli sem barst.Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur yfir það magn af rusli sem barst þessa daga. Tonnin séu nokkur hundruð. Þegar Víkurfréttir ræddu við Jón á mánudag áttu enn eftir að berast gámar af mót-

tökustöðvum í Grindavík, Vogum og Sandgerði.Í umræðu um rusl sem hent er á víða-vangi hefur talsvert verið rætt um gjald-töku Kölku og að fólk setji hana fyrir sig. Jón segir að um helmingur af því rusli sem borist hafi á umhverfisdögunum sé rusl sem flokkist sem gjaldskylt. Helst sé þar um að ræða timbur og húsgögn.Ekkert hefur verið ákveðið með fram-hald á þessu umhverfisátaki. Nú muni menn setjast niður og skoða árangurinn og framkvæmdina sem slíka. Hugsan-lega megi dreifa svona átaki yfir lengri tíma og á milli sveitarfélaga.

■■ Umhverfisátak á Suðurnesjum:

Hundruð tonna af rusli skil-uðu sér á tveimur dögum

VF-myndir: Hilmar BragiVF-myndir: Hilmar Bragi

Sérstök móttaka var sett upp á Ásbrú. Þangað var fólk duglegt að koma og losa sig við rusl. Ruslið fyllti marga gáma.

Page 2: 17 tbl 2014

miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR2

Rekstrarniðurstaða í ársreikn-ingi Sandgerðisbæjar fyrir

árið 2013 er 55 milljónum króna betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Rekstur allra málaflokka í bæjarsjóði var innan fjárhagsá-ætlunar ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sandgerðisbæ.Kennitölur í rekstri sýna að áætl-anir um lækkun rekstrarkostnaðar og lækkun skulda og skuldbind-inga hafa gengið eftir. Fjárhags-staðan hefur styrkst ár frá ári síð-ustu fjögur ár. Þetta er meðal þess sem fram kom á bæjarstjórnar-fundi Sandgerðisbæjar í gær þegar ársreikningur Sandgerðisbæjar fyrir árið 2013 var lagður fram til fyrri umræðu. Seinni umræða um reikninginn fer fram 6. maí.Framlegð, þ.e. rekstrartekjur að frá-dregnum rekstrargjöldum fyrir A og B hluta, er góð eða 20,5%. Rekstrarniðurstaðan fyrir fjár-magnsliði í A og B hluta er jákvæð um 151 mkr. en neikvæð um 102 mkr. að teknu tilliti til fjármagns-liða. Stefnt er að því að rekstrar-

jöfnuður náist á árinu 2017. Skuldahlutfallið hefur lækkað stórlega undanfarin ár og er nú 170% í A hluta bæjarsjóði og 226% fyrir A og B hluta. Áætlað er að

skuldaviðmiðið verði komið niður fyrir 150% árið 2019. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 ber sveitarstjórn að sjá til þess að

samanlögð heildarútgjöld á hverju þriggja ára tímabili séu ekki hærri en nemur samanlögðum reglu-legum tekjum og að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum.„Sú samstaða sem ríkt hefur meðal kjörinna fulltrúa, starfsfólks og íbúanna í bænum um að snúa vörn í sókn og vinna með jákvæðum og uppbyggjandi hætti úr þeim verk-efnum sem við hafa blasað skilar góðum árangri. Staðan var þung í upphafi kjörtímabilsins og ýmsar erfiðar ákvarðanir sem þurfti að taka. Sumt af því hefur þegar gengið til baka eins og viðbótarálag á fasteignaskatt. Ég held að óhætt sé að segja að framtíðin blasi björt við okkur hér í Sandgerði,“ segir Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjar-stjórnar í tilkynningunni. Íbúum í Sandgerði fjölgaði frá ár-inu 2012 og voru 1.602 í lok árs 2013.

Reykjanesbær vill taka yfir rekstur heilsugæslunnar af ríkinuÁrni Sigfússon, bæjarstjóri í

Reykjanesbæ, lýsti því yfir á íbúafundi í Njarðvíkurskóla síðasta vetrardag að hann teldi mikilvægt að bærinn tæki yfir heilsugæsluna af ríkinu og kæmi að stjórnun Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.„Við höfum byggt upp góða menntun og breytt viðhorfi til menntunar í Reykjanesbæ. Við höfum umbylt umhverfisásýnd bæjarins og gert vönduðustu þjónustumiðju landsins í þágu aldraðra íbúa. Við höfum byggt á tónlistarhefð, byggt tónlistar- og

ráðstefnumiðstöð og lagt grunn að vel launuðum og fjölbreyttum störfum fyrir alla íbúa. Eigum við ekki að vinna á sama hátt með heil-brigðisþjónustuna og færa hana frá ríkinu? spurði Árni.„Af ellefu þáttum sem tilheyra fyrirmyndarsveitarfélagi hefur ríkið m.a. fulla stjórn yfir lögreglu og heilbrigðisþjónustu. Lögreglan sinnir sínu hlutverki mjög vel hér á Suðurnesjum en við þurfum að styrkja heilsugæsluna og heil-brigðisþjónustuna. Við byggjum aðeins gott samfélag hér ef þessir þættir eru í lagi. Við viljum að að-

staða íbúa í þessum efnum sé til fyrirmyndar og við getum gert hana þannig ef við fáum einhverju ráðið“ sagði Árni.„Ég vil að við bjóðumst til að taka yfir heilsugæsluna frá ríkinu og koma einnig að stjórnun Heil-brigðisstofnunar“.Á fundinum kom fram að hann hafi átt fyrstu viðræður við heil-brigðisráðherra sem vilji gjarnan ræða hlutverk sveitarfélaga í stjórn heilsugæslunnar og aðkomu þeirra að stjórnum sjúkrastofnana á landsbyggðinni.

-fréttir pósturu [email protected]

■■ Félög og fyrirtæki í Grindavík:

Gáfu hjartahnoðtækiLionsklúbbur Grindavíkur af-

henti þann 9. apríl síðastlið-inn, fyrir hönd 12 félaga og fyrir-tækja, fulltrúum HSS í Grinda-vík „Lukas“ hjartahnoðtæki, sem staðsett verður í sjúkrabíl HSS í Grindavík. Hjartahnoðtækið gefur sjúkraflutningamönnum aukið svigrúm til að sinna sjúkl-ingnum á annan hátt samhliða því að hjartahnoð á sér stað.Lionsklúbbur Grindavíkur sam-þykkti á félagsfundi þann 1. október síðastliðinn að standa að söfnunarátaki til kaupa á hjarta-hnoðtæki sem nýtist samfélaginu í

Grindavík við þær aðstæður þegar hjartastopp á sér stað. Með aðstoð félaga og fyrirtækja í Grindavík tókst þetta verkefni mjög vel og er það til mikils öryggis fyrir sam-félagið.Eftirfarandi félög og fyrirtæki, auk Lionsklúbbs Grindavíkur, lögðu sitt að mörkum: Slysavarnadeildin Þórkatla, Verkalýðsfélag Grinda-víkur, Kvenfélag Grindavíkur, Sjó-manna- og vélstjórafélag Grinda-víkur, Bláa lónið hf, Einhamar seafood ehf, Þorbjörn hf, Vísir hf, Stakkavík hf, Marver ehf, Íslands-bleikja ehf og Gjögur hf.

Dagbjörg

Í tilefni af 20 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Suðurnes og 10 ára afmæli Slysavarnadeildarinnar Dagbjargar þann 16. apríl sl. langar okkur að bjóða ykkur til sameiginlegrar afmælis- og fjölskylduhátíðar í húsi björgunarsveitarinnar fimmtudaginn 1. maí milli kl. 15 og 18 að Holtsgötu 51, Njarðvík.

Verið velkomin að kynna ykkur starfsemi sveitanna og skoða þann tækjabúnað er Björgunarsveitin Suðurnes býr yfir.

Afmæli�á�ð 1. maí 2014

Á dagskrá verður meðal annars:Dagskráin hefst með ávarpi gesta – bæjarstjóra, lögreglustjóra og fleiri.Búnaður og húsnæði til sýnis.Hoppukastali og krap fyrir börnin.Kaffiveitingar.

Björgunarsveitin Suðurnes og Slysavarnadeildin Dagbjörg Reykjanesbæ

Rekstur Sandgerðisbæjar styrkist ár frá ári

Velkominá opnun kosningamiðstöðvar okkar

Af því tilefni bjóðum við þér að koma til okkar milli kl. 16.00 og 18.00.Boðið verður upp á skemmtiatriði og léttar veitingar og að sjálfsögðu verðaframbjóðendur á staðnum til að ræða málefnin og áherslur okkar.

Kosningamiðstöðin verður opin alla virka daga kl. 10–18 og 11–16 um helgar.Boðið verður upp á súpu í hádeginu alla virka daga frá og með mánudeginum 5. maí.

Sjáumst á fimmtudaginn!

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæopnar kosningamiðstöð sína aðHafnargötu 90, fimmtudaginn 1. maí.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ

Page 3: 17 tbl 2014

Velkominá opnun kosningamiðstöðvar okkar

Af því tilefni bjóðum við þér að koma til okkar milli kl. 16.00 og 18.00.Boðið verður upp á skemmtiatriði og léttar veitingar og að sjálfsögðu verðaframbjóðendur á staðnum til að ræða málefnin og áherslur okkar.

Kosningamiðstöðin verður opin alla virka daga kl. 10–18 og 11–16 um helgar.Boðið verður upp á súpu í hádeginu alla virka daga frá og með mánudeginum 5. maí.

Sjáumst á fimmtudaginn!

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæopnar kosningamiðstöð sína aðHafnargötu 90, fimmtudaginn 1. maí.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ

Page 4: 17 tbl 2014

miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR4

Hvernig stendur Framtíðarsjóður

Garðs?XXN-listinn hefur lagt fram

fyrirspurn varðandi stöðu Framtíðarsjóðs Sveitarfélags-ins Garðs. Erindið er dagsett þann 16. apríl sl. en þar óskar N-listinn eftir upplýsingum um stöðu Framtíðarsjóðs Sveitar-félagsins Garðs frá 1. júní 2010 til 1. apríl 2014, með nákvæmum skýringum við öllum færslum og samþykktum bæjarstjórnar.Á fundi bæjarráðs Garðs í vikunni var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna yfirlit og greinargerð, sem nái allt til upp-hafs Framtíðarsjóðs árið 2007.

Landsbankinn hættir þjónustu-

heimsóknum í Voga

– Vogar harma ákvörðun bankans

XXLandsbankinn hefur ákveðið að hætta þjónustuheimsóknum í Sveitarfélaginu Vogum, sem hafa verið vikulega eftir að bankinn lokaði afgreiðslu sinni í sveitarfélaginu um haustið 2012. Á fundi bæjarráðs Voga í vikunni var lagt fram minnisblað bæjar-stjóra um málið. Bæjarráð óskar eftir að teknar verði saman upp-lýsingar um umfang bankavið-skipta sveitarfélagsins við þá banka sem sveitarfélagið á við-skipti við. Bæjarráð harmar þá ákvörðun Landsbankans að hætta þjónustu-heimsóknum í sveitarfélaginu og hvetur bankann til að endurskoða ákvörðun sína, sér í lagi með tilliti til þeirra viðskiptavina bankans sem eiga erfitt um vik að sækja þjónustu bankans með öðrum hætti en í þjónustuheimsóknum.

Pósturinn vill lokaXXB æ j ar r á ð Svei t ar fé l a g s -

ins Garðs mótmælir harðlega áformum Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu í Garði og hefur falið Magnúsi Stefánssyni bæjar-stjóra að senda rökstudda um-sögn.Póst- og fjarskiptastofnun sendi erindi til Garðs og óskar eftir um-sögn sveitarfélagsins um ósk frá Íslandspósti um lokun póstaf-greiðslu í Garði.

Flugdólgur drakk romm af stút

XXFlugvél, sem var á leið frá Kúbu til Moskvu varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna drukkins farþega, sem var farinn að áreita aðra farþega í fluginu. Farþeginn, kona á þrí-tugsaldri, hafði komið ölvuð um borð í vélina og var því tekin ákvörðun um að selja henni ekki áfengi á leiðinni. Þá dró hún upp rommflösku úr pússi sínu og fór að drekka úr henni. Þegar langt var komið niður í flöskuna óskaði áhöfnin eftir því við kon-una að fá að geyma hana. Hún brást illa við þeirri málaleitan og sýndi áhöfninni ógnandi til-burði. Var þá tekin ákvörðun um að lenda vélinni á Íslandi.Lögreglunni á Suðurnesjum var gert viðvart og fór hún á Kefla-víkurflugvöll og handtók konuna. Var hún vistuð í fangaklefa. Hún hélt síðan áfram ferð sinni þegar hún var komin aftur til ráðs og rænu.

-fréttir pósturX [email protected] ÚTIVISTAR- TÍMI BARNA Í SUMARFjölskyldu- og félagsþjónustan minnir á að útivistar- tími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí og þá mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 22:00 en 13-16 ára unglingar mega vera úti til kl. 24:00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum.Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og er þeim m.a. ætlað að tryggja öryggi barna auk þess sem mikilvægt er að börn og unglingar fái nægan svefn.

Fjölskyldu- og félagsþjónustusvið

VORHREINSUN 2014

Hin árlega vorhreinsun Reykjanesbæjar hefst 2. maí og stendur til 13. maí. Við hvetjum íbúa til að nýta þessa daga til hreinsunar á görðum sínum og snyrtingar á trjám og runnum sem vaxa við gangsté�ar og göngustíga.

Jarðvegslosunarstaður Reykjanesbæjar er á Stapanum við Innri-Njarðvík.Einnig er hægt að fara með garðúrgang í KÖLKU á opnunartíma. Ekkert gjald er tekið fyrir lífrænan úrgang.

Ef íbúar óska e�ir aðstoð við að �arlægja það sem til fellur á þessum dögum, þá er hægt að hafa samband við Þjónustumiðstöð í síma 420-3200.ATHUGIÐ að þjónustumiðstöð �arlægir eingöngu lífrænan garðúrgang.

BARNAHÁTÍÐ Í REYKJANESBÆ

Tilboð og afslæ�irHvetjum verslunareigendur og þjónustuaðila til að bjóða upp á tilboð, afslæ�i eða dagskrárviðburði tengda börnum á Barnahátíð í Reykjanesbæ, dagana 7. – 11. maí.Sendið upplýsingar um ykkar framlag á [email protected] og það fær birtingu á vef Barnahátíðar, barnahatid.is

N-listinn í Garði lagði fram ti l lögu á fundi b æjar-

stjórnar Garðs á dögunum þar sem fram kemur ósk um að list-arnir þrír xN, xD og xL bjóði ekki fram lista fyrir sveitarstjórnar-kosningar 31. maí 2014. Jafn-framt er skorað á aðra sem huga að framboði að gera það sama. Þannig verði virtur vilji þeirra 600 íbúa í Sveitarfélaginu Garði sem er meirihluti kosningabærra manna sem leggja nafn sitt við óhlutbundnar/persónukjör. Til-laga N-lista var felld með fjórum atkvæðum D-lista. Fulltrúi L-lista sat hjá við afgreiðsluna.„Fulltrúi L-lista samþykkir tillögu N-lista fyrir hönd L-lista með fyrir-vara um að ekkert annað framboð gefi kost á sér. En situr hjá við af-greiðslu í bæjarstjórn þar sem bæjarstjórn getur ekki tekið valdið af íbúum að bjóða fram lista. Full-trúi L-lista styður persónukjör og tekur undir áskorun N-lista þess efnis að enginn listi skili inn fram-boði til þess að persónukjör verði viðhaft í Sveitarfélaginu Garði,“ segir í bókun bæjarfulltrúa L-lista frá fundinum.D-listinn og L-listinn lögðu jafn-framt fram fram sameiginlega bókun á fundinum. Þar segir:

„Bæjarstjórn hefur ekki vald til að ákveða að persónukjör skuli fara fram í sveitarfélaginu enda eru ekki heimildir fyrir þess háttar ákvörð-un í lögum. Ákvörðun um hvort félög bjóði fram lista við sveitar-stjórnarkosningar er hjá félögunum sjálfum en ekki hjá bæjarstjórn“. Eftir að hafa lagt fram þessa bókun kom fram tillaga frá sömu listum sem hljómar svo: „Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að beina því til Sambands íslenskra sveitarfélaga að skýrar reglur verði settar um persónukjör við sveitarstjórnar-kosningar. Jafnframt verði því beint til Sambands íslenskra sveitarfélaga að það láti kanna kosti og galla þess að persónukjör fari fram og kynni það opinberlega“. Tillagan var samþykkt með atkvæðum D-lista. Fulltrúar N-lista sitja hjá við af-greiðsluna og bókuðu eftirfarandi: „Tillaga N-lista lýtur að vilja bæjar-fulltrúa, að þeir virði vilja meiri-hluta kosningabærra bæjarbúa. D-listinn kýs að hafa hann að engu. Garðbúar vita nú með vissu afstöðu xD til íbúalýðræðis“.Bæjarfulltrúar D-lista bókuðu og vísa til fyrri bókunar og hafna túlkun N-lista á afstöðu D-listans til íbúalýðræðis.

Tekist á um persónukjör í Sveitarfélaginu Garði- hvöttu framboð til að leggja ekki fram lista

Framboðslisti D-lista sjálf-stæðismanna og óháðra

í Garði fyrir bæjarstjórnar-kosningarnar þann 31. maí hefur verið samþykktur. Listann skipar fólk með fjölbreytilegan starfsbakgrunn og margvíslega menntun. Á listanum er fólk með mikla reynslu af bæjarmálum í bland við nýtt fólk sem stígur nú sín fyrstu skref á þeim vettvangi.

Listinn er skipaður sem hér segir:1. Einar Jón Pálsson, tæknifræð-ingur og bæjarfulltrúi.2. Jónína Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi.3. Gísli Rúnar Heiðarsson, fram-kvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.

4. Einar Tryggvason, vinnuvéla-stjórnandi og bæjarfulltrúi.5. Brynja Kristjánsdóttir, bæjar-fulltrúi.6. Björn Bergmann Vilhjálmsson, verkamaður.7. Bjarki Ásgeirsson, kennari.8. Svava Guðrún Hólmbergsdóttir, atvinnuleitandi og húsmóðir.9. Hafrún Ægisdóttir, leikskóla-kennari.10. Sigurður Smári Hansson, nemi.11. Ingibjörg Lilja Hólmarsdóttir, leiðbeinandi.12. Guðmundur Magnússon, kvikmyndagerðamaður.13. Ólafur Róbertsson, rafvirki.14. Ásmundur Friðriksson, þing-maður.

D-listinn í Garði samþykktur

Frá Sveitarfélaginu Garði. Þar verður ekki

persónukjör, heldur hefðbundnar bæjar-

stjórnarkosningar.

Page 5: 17 tbl 2014

Tilboðin gilda 30. april – 4. maí 2014Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Kræsingar & kostakjör

ferskar kalkúnasneiðarm/lemongras marineringukÍlÓVerðverð áður 2.498-

1.499,-

lambasirloin fjallalamb frosiðkÍlÓVerðverð áður 1.793,-

1.399,-

sVÍnarifgoðikÍlÓVerðverð áður 1.998,-

1.798,-

sætar kartöflurgóðar með grillmatnumkÍlÓVerðverð áður 318,-

159,-

Vanillukrembetty crockerpakkaVerðverð áður 449,-

399,-

gulrÓtarkakabetty crockerpakkaVerðverð áður 539,-

399,-

prÓteinstangirpro plexstykkjaVerðverð áður 298,-

149,-

low carbbody attackpakkaVerðverð áður 449,-

225,-

lamba baby backkjötbankinnkÍlÓVerðverð áður 1.298,-

1.090,-

lambalærikjötsel - fersktkÍlÓVerð

1.393,-

steikarborgari 150 grstykkjaVerðverð áður 298,-

229,-

-40% -23%

-50% -50%-50%

Steikarborgarinn er framleiddur úr hágæða ungnautakjöti

og pakkað í lofttæmdar umbúðir þannig að súrefnisupptaka

hefjist ekki fyrr en við steikingu. Þannig næst að skila hæstu

gæðum allt fram að neyslu hans

Page 6: 17 tbl 2014

miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR6

Það er svo sannarlega vor í lofti. Veðurguðirnir hafa brosað breitt síðustu daga og bæði sent okkur sólargeisla og hita þann-ig að þessi fyrsta vika sumars er eiginlega orðin betri en allt síðasta sumar. Það sést líka á mannlífinu að vorið er að koma. Fólk á öllum aldri að njóta útivistar langt fram eftir kvöldi, enda orðið bjart fram eftir öllu.

Það var falleg stund á sumardaginn fyrsta þegar opnaður var minningalundur í Reykjanesbæ um ungt fólk sem fallið hefur frá í blóma lífsins. Minningalundurinn er í ungmenna-garðinum sem jafnframt var formlega opnaður þennan sama dag og er skemmtileg framkvæmd. Ungmennagarðurinn er skemmtilegt leiksvæði fyrir börn og ungmenni en ungmenn-aráð Reykjanesbæjar á allan heiður af uppbyggingunni.

List án landamæra var með uppákomur á sumardaginn fyrsta og um nýliðna helgi. Þátttaka í viðburðum var framar vonum og vel mætt á sýningar. Þannig var t.a.m. húsfyllir á setningu hátíðarinnar þar sem Már Gunnarsson og Villi Naglbítur frumfluttu nýtt lag sem þeir sömdu saman. Það var mikil gleði hjá öllum sem komu að List án landamæra.

Og talandi um vorið. Suðurnesjamenn tóku heldur betur vel við sér þegar efnt var til umhverfisátaks sl. föstudag og laugar-dag. Hundruð tonna af rusli söfnuðust á móttökustöðvar um öll Suðurnes. Langar bílaraðir voru í Helguvík bæði föstudag og laugardag þar sem fólk var með fulla bíla og kerrur af rusli sem fólk gat hent frá heimilum sér að kostnaðarlausu þessa tvo daga. Framkvæmdastjóri Kölku benti á það í samtali við Víkurfréttir að um helmingur af því rusli sem barst í um-hverfisátakinu sé rusl sem ekki þarf að greiða fyrir förgun á. Umhverfisátakinu ber að fagna og vonandi skilar það sér í vitund fólks að ruslið á að fara til eyðingar á viðeigandi mót-tökustöðvum en á ekki að henda út í náttúruna.

Að endingu hvetjum við lesendur Víkurfrétta til að taka myndir af vorinu og merkja þær #vikurfrettir og deila þeim á Instagram.

Vorið er komið

-ritstjórnarbréf

vf.isvf.isÚtgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected]éttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected] P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, [email protected], Eyþór Sæmundsson, [email protected]ýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected] P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, [email protected], Þórgunnur Sigurjónsdóttir, [email protected]ðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, [email protected], Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: ÍslandspósturStafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.isTekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einnsólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins.Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Hilmar Bragi Bárðarson skrifar

SÍMI 421 0000

Mynd: Gísli Dúa//Texti: Eyþór Sæmundsson // [email protected]

Allt fasteignir á Suðurnes-jum – sími 426-8890

Allt fasteignir - fasteignasa-la í Grindavík

YFIR 300 EIGNIR Á SUÐURNESJUM TIL SÖLU HJÁ OKKUR

Skoðið heimasíðu okkar alltfasteignir.is

Grindavík sími 426-8890Dagbjartur Willardsson sölustjóri gsm 861 7507 // Þórir Sigfússon sölufull-trúi gsm 612 2266 // Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali gsm 898 1233.

Sandgerðingurinn Halli Valli hefur komið sér vel fyrir í

Danmörku en þaðan hefur hann haft umsjón með tónlistarhá-tíðinni Rockville undanfarin tvö ár. Halli hefur í raun verið með puttana í hátíðinni allar götur frá árinu 2005 þegar Rockville hóf göngu sína. Tónlistarveislan verður haldin um helgina 1.- 3. maí nk. en hátíðin fer að venju fram á Paddy's í Reykjanesbæ. Í fyrra fagnaði Paddy's 10 ára af-mæli sínu með pompi og prakt en staðurinn hefur stuðlað að því að veita ungu og efnilegu tónlistar-fólki af Suðurnesjum tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast. Að sögn Halla hefur það einnig verið markmið Rockville.Halli segir að erfiðlega hafi gengið að hafa uppi á ungum hljóm-sveitum frá Suðurnesjum þetta árið. „Ég er orðinn það gamall að maður þekkir ekki þá krakka sem eru að spila í bílskúrsböndum. Ég leitaðist mikið eftir því að finna slík bönd en það gekk erfiðlega,“ segir Halli. Þó eru heimamenn að stíga á stokk um helgina en þar er m.a. um að ræða böndin: Aesculus,

Ælu, Mystery boy og G-Strengi frá Keflavík.Dagskráin er mjög vegleg að þessu sinni en ljóst er að Rockville hefur fest sig í sessi sem lítil og fremur náin hátíð tónlistaráhugafólks. Upprunalega var þó fyrirhugað að Rockville myndi vaxa og dafna og verða nokkuð stór í sniðum. „Við sáum fyrir okkur að þetta yrði al-vöru hátíð þar sem fólk gæti gist og svona. Ekki ósvipað og ATP hátíðin á Ásbrú. Við vildum gefa lókal böndunum möguleika. Það er ennþá markmiðið.“ Halli segir að einnig hafi verið ætlunin að draga jaðarbönd úr Reykjavík til Suður-nesja og reyna að sýna þeim menn-inguna á svæðinu. Það hefur loðað við hátíðina að ung og upprenn-andi bönd hafa fengið tækifæri. Síðar meir hafa þau mörg hver svo gert góða hluti bæði á íslenskum og erlendum markaði.

Rokkið hófst í RockvilleNafnið á hátíðinni er fengið að láni frá grjótaþorpinu Rockville sem stóð á Miðnesheiði en á sínum tíma vildu skipuleggjendur hátíðarinnar að hætt yrði við að rífa þær bygg-ingar sem þar stóðu og þær yrðu

jafnvel nýttar undir tónlistarþró-unarmiðstöð. Þorpið var jafnað við jörðu og á heiðinni eru eftir sorg-legar götur þorpsins og grunnar húsanna sem þar stóðu. Hljómar og fleiri góð bönd af Suðurnesjum hófu sinn tónlistarferil í Rockville. Þannig vildu aðstandendur há-tíðarinnar heiðra minningu staðar-ins og vöggu rokksins á Íslandi. Halli hefur verið söngvari hljóm-sveitarinnar Ælu en nú er allt útlit fyrir að plata með sveitinni sé að koma út. „Hún hefur verið tilbúin þannig séð síðan 2008. Við erum búnir að taka hana upp þrisvar og erum núna loks ánægðir,“ segir Halli og hlær en hann hefur einn-ig verið að grúska í tónlist í Dan-mörku þar sem hann er búsettur. Þar hefur hann m.a. verið að spila í afrísku bandi og kántrýhljómsveit. Halli Valli vonast eftir góðri stemn-ingu um helgina en hann býst við fólki á öllum aldri og hvaðanæfa af, enda dagskráin fjölbreytt eins og sjá má hér að neðan. Miðaverð á hátíðina er 3.500 fyrir helgarpassa sem gefur aðgang alla daga og veitir 500 kr. afslátt á Rokksafn Íslands í Hljómahöll. 1.500 krónur fyrir stakt kvöld.

Dagskráin um helgina:Fimmtudagur 1. maí21:00 - Aesculus21:45 - Conflictions22:30 - Icarus23:15 - TBC00:00 - In The Company Of Men

Föstudagur 2. maí21:00 - dj. flugvél og geimskip21:45 - Caterpillarmen

22:30 - Aela (Æla)23:15 - Lokbrá00:00 - Skelkur í bringu01:00 - 04:30 - G-Strengirnir Keflavík

Laugardagur 3. maí21:00 - Íkorni

21:45 - Johnny And The Rest22:30 - Eyþór Ingi og Atómskáldin23:15 - Markús and the Diversion Sessions00:00 - Mystery Boy feat. Mixed Emotions01:00 - 04:30 - Diskótekið Mixed Emotions

- Tónlistarhátíðin Rockville haldin í tíunda sinn

ROCKVILLE ER VAGGA

ROKKSINS

Rokkari! Halli nýtur lífsins í Danmörku.

Page 7: 17 tbl 2014

PIPA

R\TB

WA

-SÍA

- 1

40

40

6

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is

Arinbjörn Kristinsson hefur átt sér þann draum frá því hann var strákur að sigra í hönnunarkeppni véla- og verkfræðinema. Hann hóf nám í hátæknifræði við Keili haustið 2012 og tók þátt í keppninni í ár ásamt Thomas Edwards samnemanda sínum og Fanneyju Magnúsdóttur sakfræðinema. Saman hönnuðu þau og þróuðu eina tækið sem náði að ljúka þrautinni og fengu þar með fullt hús stiga. Þinn draumur gæti líka orðið að veruleika á Ásbrú!

Rætist þinn draumur á Ásbrú?

Page 8: 17 tbl 2014

miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR8

Samstarfsaðilar Aðalstyrktaraðili

VinnustaðakeppniKeppt er um:

• Flesta þátttökudaga – vinnustaðakeppni• Flesta kílómetra – liðakeppni

Skráning og nánari upplýsingar á hjoladivinnuna.is

Íþrótta- ogÓlympíusamband Íslandskynnir:

7.-27. maí

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S I

CE

681

84 0

4/14

Notum virkan ferðamáta!Hjólum •  Göngum •  Hlaupum •  Tökum strætó

Taktu þáttí instagramleik

#hjólaðívinnuna

Frestur til að skila framboðslistum er tilkl. 12:00 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014.

Kjörstjórn veitir framboðslistum móttöku þann dagfrá kl. 10:00 til kl. 12:00 á hádegi

á skrifstofu sveitarfélagsins, Sunnubraut 4.

Kjörstjórn vill vekja sérstaka athygli á 22. gr. laga nr. 5/1998 en þar er kveðið á um fjölda meðmælenda með framboðslistum

sem skulu vera að lágmarki 20 og hámarki 40í Sveitarfélaginu Garði.

Kjörstjórn Sveitarfélagsins Garðs

Auglýsing um sveitarstjórnarkosningar 2014

ALMENNAR SVEITAR-STJÓRNARKOSNINGAR

FARA FRAM 31. MAÍ 2014

Þrettán styrkjum var veitt úr um-hverfissjóði Fríhafnarinnar við

hátíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Ei-ríkssonar fyrir páska. Það var Þór-ólfur Árnason, stjórnarformaður Fríhafnarinnar, sem setti athöfn-ina og Ásta Dís Óladóttir, fram-kvæmdastjóri, afhenti styrkina.Þetta er annað árið sem styrkir eru veittir úr umhverfissjóðnum. Sjóður-inn var stofnaður í maí árið 2012 með það að markmiði að styrkja verkefni á sviði umhverfisverndar, með áherslu á nærsvæði starfsstöðva Fríhafnarinnar. Samþykkt var að 5 krónur af hverjum seldum plastpoka skyldu renna í sjóðinn. Alls nema þeir styrkir sem veittir voru í dag tveimur og hálfri milljón króna. Fjöl-margir sóttu um, en ákveðið var að veita 13 aðilum styrk í fjölbreytt upp-byggingar- og hreinsunarverkefni á mismunandi sviðum.Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr sjóðnum: Keflavíkursókn hlaut styrk til grænmetisræktunar. Verk-efnið Letigarðar í Keflavíkurkirkju er verkefni Keflavíkursóknar en kirkjan hlaut styrk til grænmetisræktunar. Gróðurkössum verður komið fyrir í lokuðum garði milli kirkju og safn-aðarheimilis og verður þar ræktað grænmeti sem nýtist við matseld í kirkjunni. Vikulega elda sjálfboða-liðar máltíð fyrir 150 messugesti auk annarra máltíða, m.a. fyrir eldri borgara á Suðurnesjum. Stefnt er að því að uppskeran verði nýtt í þessa matseld en um leið yrði hún hvatn-ing fyrir gesti kirkjunnar til þess að auka sjálfbærni í sínu heimilishaldi S.l. haust steig Keflavíkurkirkja stórt skref í þá átt að verða græn kirkja. Allt sorp frá kirkjunni er nú flokkað og er lífrænum úrgangi komið fyrir í safnhaugi í samstarfi við kirkju-garðana. Þekkingarsetur Suðurnesja, Rann-sóknasetur HÍ á Suðurnesjum og Náttúrustofa Suðvesturlands hafa undanfarið unnið að grunnrann-sóknum á fjörusvæðum á Reykja-nesskaganum og kortlagningu á vistfræði fjara á Suðvesturlandi. Þekkingarsetrið hlaut styrk til áfram-haldandi rannsókna á fjöruvistsvæði Reykjanesskagans. Leikskólinn Holt sem er umhverfis-vænn leikskóli hlaut styrk til áfram-halds verkefnis í umhverfismálum sem hann hefur unnið að í mörg ár. Verkefnið snýr að því að efla um-hverfisvitund hjá börnum á leikskól-anum. Margar leiðir eru farnar í þeim efnum en eitt af því er t.d gróður-setning trjáa, bæði innan og utan leikskólasvæðis. Keilir – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs hlaut styrk sem lýtur að því að fá ungt fólk og listamenn (bæði innlenda og erlenda) til að búa og starfa á Ásbrú í skemmri tíma við listsköpun. Um leið eiga aðilarnir að vinna að útilistaverkum og umhverf-islist sem prýða eiga svæðið og brjóta upp það einhæfa útlit sem fjölbýlis-húsin á Ásbrú annars bjóða uppá.

Skotdeild Keflavíkur hlaut styrk til umhverfisátaks og uppbyggingar á skotsvæði félagsins á Hafnarheiðinni. Verkefnið er til þess fallið að fegra svæðið og rækta landið. Myllubakkaskóli vinnur að uppbygg-ingu á útikennslusvæði við gamla Miðtúnsróló. Áætlað er að fara í jarðvegsskipti að hluta til á svæðinu, byggja upp litlar manir, tyrfa að hluta, setja upp eldstæði, drumba (sæti), skýli og leiktæki. Starfsmenn skól-ans, nemendur og foreldrar koma að vinnunni og hlaut skólinn styrk til verkefnisins. Ungmennafélagið Þróttur hlaut styrk til gróðursetningar trjáa og fegr-unar svæðis við knattspyrnuvöllinn í Vogum. Hinn glæsilegi knattspyrnu-völlur var vígður í ágúst 2012 og því mikilvægt að fegra umhverfi hans. Lionsklúbbur Grindavíkur hlaut styrk til gróðursetningar trjáplanta á svæði við Grindavík ásamt því að út-búa göngustíga og setja upp skilti og merkingar fyrir útivistafólk. Barna- og unglingaráð knattspyrnu-deildar Keflavíkur hlaut styrk til að fegra umhverfi keppnis- og æfinga-svæði barna og unglinga. Svæðið er staðsett við Reykjaneshöllina og ætla iðkendur og fjölskyldur þeirra að hjálpast að við að gróðursetja og snyrta umhverfið. Ungmennafélag Njarðvíkur (UMFN) hlaut styrk til gróðursetningu trjáa við keppnis- og æfingasvæði deildar-innar í Njarðvík. Markmið þessa verkefnis er að bæta og fegra aðstöðu svæðisins. Áhugahópurinn Heiðafélagið hlaut styrk til gróðursetningar trjáa á Mið-nesheiðinni í nágrenni flugstöðvar-innar. Heiðafélagið leggur til mót-framlag sem felst í gróðursetningu á trjánum ásamt því að útvega verkfæri og áburð. Blái herinn vinnur allan ársins hring að hreinsunarverkefnum ásamt því að fræða leikskólabörn um náttúruna og umhverfið, hann heldur fyrirlestra og hvetur fyrirtæki og sveitastjórnir til að tileinka sér bætt umhverfisvit-und. Blái herinn hlaut styrk til áfram-haldandi vinnu að þessum málum. Skógræktarfélag Grindavíkur leggur göngustíg að fallegum útsýnisstað sem sýnir miklar andstæður í nátt-úrunni þ.e. skóg, hraun, Bláa lónið og jarðvarmavirkjun, stígurinn verður fyrir ofan Selskóg við Þorbjörn og hlaut skógræktunarfélagið styrk til þessa verkefnis. Fríhöfnin óskar styrkþegum til ham-ingju með styrkina og þakkar þeim jafnframt fyrir þann dugnað og þá elju sem felst í allri þeirri vinnu sem þeir inna af hendi á sviði umhverf-isverndar og uppbyggingar, oft og tíðum í sjálfboðavinnu.

Tvær og hálf milljón til umhverfismála– Þrettán aðilar fá styrki frá Fríhöfninni

Kaupa tjald til að nota við hópslys

Bæjarráð Grindavíkur hefur lagt til við bæjarstjórn að erindi Björgunarsveitar-

innar Þorbjarnar um styrk til kaupa á við-bragðstjaldi til að nota við hópslysa- og al-mannavarnaratvik verði samþykkt.Jafnframt leggur bæjarráð til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014 að fjárhæð 1.767.000 kr. vegna málsins.

Page 9: 17 tbl 2014

ÓSKUM EFTIR ÖLLUM TEGUNDUM FASTEIGNA Á SKRÁ

HÖFUM OPNAÐ FASTEIGNASÖLU AÐ HAFNARGÖTU 51-55 Í REYKJANESBÆ

Lilja Valþórsdóttir

Sölumaður fasteigna

Unnar Steinn Bjarndal

hdl.Löggiltur

fasteignasali

facebook.com/prodomofasteignasala // S. 420 4030 // [email protected]

Vallargata 10, Keflavík. Einbýlishús á þremur hæðum í gamla bænum. Í kjallara hússins er lítil íbúð sem er í útleigu. Eignin fæst gegn yfirtöku áhvílandi lána og greiðslu söluþóknunar.

Tjarnabakki 6, Njarðvík. Þriggja herbergja björt og skemmti-leg íbúð með sér inngangi. Flott íbúð í fjölskylduvænu hverfi. Fæst gegn yfirtöku áhvílandi lána og greiðslu söluþóknunar.

Heiðarbraut 7h, Keflavík. Sex herbergja raðhús á tveimur hæðum. Frábær staðsetning! Eign sem vert er að skoða.

Engjadalur 4, Njarðvík. Þriggja herbergja íbúð ásamt bílskúr. Snyrtileg eign sem fæst gegn yfirtöku lána og greiðslu sölu-þóknunar.

Page 10: 17 tbl 2014

miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR10

-kosningar 2014 pósturu [email protected]

Friðjón Einarsson skipar 1. sæti hjá Samfylkingu og óháðum fyrir komandi

kosningar í Reykjanesbæ. Hann svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum nú þegar mánuður er til sveitarstjórnar-kosninga.

Hvernig leggjast komandi sveitarstjórnarkosningar í þig?Spenntur og get varla beðið eftir því að hefja kosningabaráttuna. Hópurinn okkar er samheldinn og vinnusamur og hefur lagt sig fram við alla stefnumótun. Við erum mjög fjölbreyttur hópur og mikið af ungum og efnilegum einstaklingum í bland við eldri og gamla hunda eins og mig. Þetta verður bara gaman og fullt af jákvæðum uppákomum.

Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið af stað?Þetta er nú rétt að byrja og of snemmt að segja nokkuð um kosningabaráttuna en það er mjög ánægulegt að verða var við aukinn áhuga á bæjarbúa á bæjarmálum. Ég held þó að í þetta sinn gæti baráttan orðið ansi hörð og óvægin en ég vona að allir gæti hófs í orðavali og athöfnum. Við munum reka mál-

efnalega og jákvæða kosningabaráttu, kynna bæjarbúum okkar sýn og lausnir og hvetja þá til þess að móta framtíð bæjarins með okkur.

Hvert er að þínu mati stærsta kosningamálið í Reykjanesbæ?Ég held að ekkert eitt mál muni skipta hér mestu máli. Fjölskyldan og atvinnumálin eru mikilvægustu málaflokkarnir auk þess að rík krafa er meðal íbúa að gera bæinn okkar

lýðræðislegri og að umhverfismál fái aukið vægi.

Um hvað munu kosningarnar snúast?Kosningarnar munu snúast um fram-tíð bæjarins okkar. Snúast um það hvernig við getum saman mótað sam-félag grundvallað á jöfnuði, lýðræði,

ábyrgð og gegnsæi með fjölskylduna í fyrir-rúmi. Heilbrigðu umhverfi og lausnum sem byggja á að styrkja atvinnulífið þannig að það blómstri og skapi betur launuð störf fyri alla.

Hvað gerir þú þér von um að ná inn mörgum mönnum í komandi kosningum?Við stefnum á fjóra fulltrúa í bæjarstjórn eftir næstu kosningar, ekki spurning. 2 karla og 2 konur, tvo reynslubolta og tvo ferska nýliða.

■■ Samfylkingin og óháðir:

Baráttan gæri orðið ansi hörð og óvægin- segir Friðjón Einarsson sem skipar 1. sæti X-S

Kristinn Þór Jakobsson skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ

fyrir komandi kosningar. Hann svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum nú þegar mánuður er til komandi sveitar-stjórnarkosninga.

Hvernig eru komandi sveitarstjórnarkosningar að leggjast í þig?Kosningarnar leggjast vel í framsóknarmenn og við göngum bjartsýn til baráttunnar. Við höfum stillt upp samstilltum lista með nýju fólk þar sem Silja Dögg sem skipaði 2. sætið í síðustu kosningum var kosin á Alþingi fyrir ári. Halldóra Hreins-dóttir skipar nú 2. sætið og Halldór Ármannsson 3. sæti. Þau koma með ferska vinda inn í málefnavinnuna og hið sama má segja um alla aðra sem listann skipa.

Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið af stað?Málefnavinnan er nánast búin og kosninga-baráttan framundan. Málefnavinnan með hópnum er búin að vera mjög skemmtileg og gefandi og ég hef mikla trú á fólkinu okkar.Okkur hlakkar til að kynna þau mál sem við ætlum að standa fyrir á næsta kjörtímabili en við opnum kosningamiðstöð okkar föstu-daginn 2. maí kl. 20:00 og ætlum að bjóða félagsmönnum og gestum upp á skemmti-lega kvöldstund. Framsóknarmenn munu keyra jákvæða kosningabaráttu undir kjör-

orðunum – Meiri og betri Reykjanesbær – fyrir okkur öll!

Hvert er að þínu mati stærsta kosningamálið í Reykjanesbæ?Breytingar eru óumflýjanlegar, en vöxtur er val. Kosningamálið er valið milli áframhald-andi meirihluta skuldasöfnunar og glans-mynda annars vegar og ráðdeildar og skyn-semi hins vegar. Við þurfum að auka tekjur bæjarins með aukinni atvinnu til að tryggja velferðina sem nauðsynleg er til að tryggja

stöðugleika og uppbyggingu þar sem fólk er í fyrirrúmi.

Um hvað munu kosningarnar snúast?Framsókn er eina framboðið sem gengur heilt og ólaskað til kosning-anna. Með sterkan málefnagrunn þar sem við leggjum áherslu á betri og

meiri Reykjanesbæ. Hægt er að draga hann í meðal annars í eftirtalda punkta: Meiri lífs-gæði, betri skóla, betri frístundir, meiri at-vinnu, meira íbúalýðræði, betra umhverfi, skynsamlega fjármálastjórnun og betri for-gangsröðun.

Hvað gerir þú þér von um að ná inn mörgum mönnum í komandi kosningum?Framsókn hefur einn fulltrúa í bæjarstjórn og stefnir á að fjölga þeim. Ef við fáum ekki þrjá menn kjörna þá sættum við okkur við tvo. Til þess að ná þessu þarf öflugt starf og markvisst. Markmiðin og málefnin er skýr og hópurinn er öflugur og samstilltur.

■■ Framsóknarflokkurinn:

Breytingar eru óumflýjanlegar- segir Kristinn Þór Jakobsson sem skipar 1. sæti X-B

Guðbrandur Einarsson skipar 1. sæti á framboðslistanum hjá Beinni leið

í Reykjanesbæ. Hann svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum nú þegar mánuður er til komandi sveitarstjórnar-kosninga.- Hvernig eru komandi sveitarstjórnarkosningar að leggjast í þig? Þessar kosningar leggjast mjög vel í mig. Ég hef verið að vinna með góð-um hópi fólks sem er tilbúinn til að nýta krafta sína í þágu samfélagsins. Hópi, þar sem flestir eru að koma að stjórnmálum í fyrsta skipti og hefur alla burði til þess að reynast þessu bæjar-félagi vel. Það spillir heldur ekki fyrir að hópurinn er svo skemmtilegur og mikil gleði ríkjandi.

Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið af stað? Mér sýnist þetta fara rólega af stað en það segir svo sem ekki allt. Framboðin hafa bara verið að vinna sína undirbúningsvinnu.Eins eru samskiptamiðlar, eins og Facebook, farnir að hafa áhrif á hvernig kosningabar-áttu er háttað og við hjá Beinni leið höfum nýtt þá talsvert. Get hins vegar ímyndað mér að það verði snarpur endasprettur.

Hvert er að þínu mati stærsta kosningamálið í Reykjanesbæ? Bein leið vill að þessar kosningar snúist um fólk, aðbúnað þess og líðan. Þar er í raun allt undir. Við viljum ekki „með eða á móti pólitík“, heldur eigum við að leggjast á eitt um að gera bæinn okkar betri. Það er stærsta kosningamálið.

Um hvað munu kosningarnar snúast? Eigum við ekki láta þær snúast um vilja okkar til þess að láta gott af okkur leiða? Að hvert og eitt okkar velti því fyrir sér hvernig við teljum bænum okkar best borgið til framtíðar litið. Að við virðum

og umberum vilja fólks hver sem hann er.

Hvað gerir þú þér von um að ná inn mörgum mönnum í komandi kosningum? Ég er ekki spámaður en ég met það svo að það sé vilji til breytinga og það er ástæða þess að Bein leið býður fram. Við viljum ná árangri og erum metnaðarfull en erum meðvituð um það að við erum nýir leik-endur á sviðinu og tökum því auðmjúk við þeim stuðningi sem okkur verður úthlutað í þessum kosningum.

■■ Bein leið:

Þessar kosningar snúist um fólk- segir Guðbrandur Einarsson sem skipar 1. sæti X-Y

Árni Sigfússon skipar 1. sæti hjá Sjálf-stæðisflokknum fyrir komandi kosn-

ingar. Hann svaraði nokkrum spurningum Víkurfrétta nú þegar mánuður er til kom-andi sveitarstjórnarkosninga.

Hvernig leggjast sveitarstjórnarkosningar í þig?Þetta er eitt af því sem víst er að kemur alltaf á fjögurra ára fresti. Ef maður er öll fjögur árin að vinna með íbúum að undirbúningi og uppskera, geta kosn-ingar ekki annað en lagst vel í mann.

Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið af stað?Þetta fer vel af stað - mér sýnist flestir vera málefnalegir.

Hvert er að þínu mati stærsta kosningamálið í Reykjanesbæ?Styrkja í sessi frábæran árangur okkar í menntamálum, umhverfismálum, málefnum aldraðra og ekki síst að uppskera í atvinnu-

málum. Við höfum sýnt að við getum boðið góða þjónustu og náð jafnframt að lækka skuldir.

Um hvað munu kosningarnar snúast?Þær munu snúast um hverjum íbúar treysta til að leiða þá vinnu sem nú er komin svo nærri uppskeru: að skapa hér vel launuð og fjölbreytt störf, styrkja umhverfismál og menntamál í sessi, skapa bæjarstemningu sem er skemmtileg og kraftmikil.

Hvað gerir þú þér von um að ná inn mörgum mönnum í komandi kosningum?Til að við getum staðið við það sem við segjum, án málamiðlana, er æskilegast að við hljótum hreinan meirihluta. En það breytir því ekki að við höfum boðið öðrum fram-boðum til samstarfs um góð verk og munum ítreka það í þessum kosningum og eftir þær.

■■ Sjálfstæðisflokkurinn:

Æskilegast að við hljótum hreinan meirihluta- segir Árni Sigfússon sem skipar 1. sæti X-D

Page 11: 17 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 30. apríl 2014 11

Daglegar fréttir á vf.is

Trausti Björgvinsson skipar 1. sæti hjá Pírötum fyrir komandi kosningar

í Reykjanesbæ. Hann svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum nú þegar mánuður er til sveitarstjórnarkosninga.

Hvernig leggjast komandi sveitarstjórnarkosningar í þig?Kosningarnar leggjast mjög vel í mig. Ég hef fundið fyrir miklum áhuga fólks á framboði Pírata í Reykjanesbæ. Við Píratar förum af stað í þessar kosn-ingar með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi og stefnum á það að ná til kjósandans með þær hugmyndir okkar, hvernig gera má Reykjanesbæ að betra bæjarfélagi.

Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið af stað?Hún hefur farið frekar rólega af stað, en ég held að um miðjan maí verði allt komið á fullt skrið hjá öllum. En við hjá Pírötum byrj-uðum samt snemma, og opnuðum kosninga-skristofu okkar að Hafnargötu 32 á sumar-daginn fyrsta. Þar verður opið allar helgar fram að kosningum. Hvet ég fólk til að kíkja við í kaffi og spjall.

Hvert er að þínu mati stærsta kosningamálið í Reykjanesbæ?Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara. Ef ég ætti að taka eitthvað framar öðru þá yrði ég að velja, atvinnu- og húsnæðismál, það er það sem þarf að vinna mest í að svo stöddu. Önnur málefni eru að sjálfsögðu stór og mikilvæg. En þetta er allavega það sem

stendur upp úr að mínu mati.

Um hvað munu kosningarnar snúast?Fyrir okkur Pírata snúast þær um at-vinnumál, húsnæðismál, skuldavanda bæjarins og þeirra sem verst hafa það. Einnig munum við standa fast á að opna bókhald bæjarins, gera það opin-bert á rafrænu formi og jafnvel á prenti,

þannig að auðvelt verði að nálgast það fyrir alla.

Hvað gerir þú þér von um að ná inn mörgum mönnum í komandi kosningum?Ég held að möguleiki Pírata sé mikill. Við þurfum auðvitað að ná til kjósenda með stefnu okkar og ef það tekst þá ættum við allveg að ná inn 2 til 3 mönnum.

Gunnar Þórarinsson skipar 1. sæti hjá Frjálsu afli fyrir komandi kosningar.

Hann svaraði nokkrum spurningum Víkurfrétta nú þegar mánuður er til komandi sveitarstjórnarkosninga.

Hvernig leggjast komandi sveitarstjórnarkosningar í þig?Við hjá Á-listanum Frjálsu afli erum bjartsýn á gengi okkar í kosningunum 31. maí. Við vonum að kosningabar-áttan verði heiðarleg og að hér verði breyt-ingar til góðs. Áskorunin felst í því að skapa réttlátt, heilbrigt og skemmtilegt bæjarfélag þar sem okkur getur öllum liðið vel.

Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið af stað?Kosningabaráttan er auðvitað rétt að byrja en við hjá Á-listanum Frjálsu afli sjáum fyrir okkur snarpa og skemmtilega baráttu.

Hvert er að þínu mati stærsta kosningamálið í Reykjanesbæ?

Að innleiða ábyrga fjármálastjórn í bæjar-félaginu og að ráðinn verði faglegur bæjar-stjóri sem hefur góða þekkingu á rekstri og

endurskipulagningu skulda. Skulda-staða bæjarfélagsins er óásættanleg og verulega íþyngjandi fyrir íbúa Reykja-nesbæjar. Stóra verkefnið er þess vegna að ná niður skuldum svo að lækka megi skatta og álögur á bæjarbúa.

Um hvað munu kosningarnar snúast?Við hjá Á-listanum Frjálsu afli leggjum sér-staka áherslu á atvinnumál og velferð barna, auk bættrar fjármálastjórnunar, svo að lækka megi íþyngjandi álögur á bæjarbúa. Þar er mikið verk að vinna.

Hvað gerir þú þér von um að ná inn mörgum mönnum í komandi kosningum?Við viljum ná sem flestum inn, því það er ávísun á nauðsynlegar breytingar í þágu íbúa Reykjanesbæjar.

■■ Frjálst afl:

Skuldastaða bæjarfélagsins er óásættanleg- segir Gunnar Þórarinsson sem skipar 1. sæti X-Á

■■ Píratar:

Atvinnu- og húsnæðismál stærstu kosningamálin- segir Trausti Björgvinsson sem skipar 1. sæti X-Þ

-kosningar 2014 pósturu [email protected]

• Gott torfærudekk• Milligróft og gripsterkt við

erfiðustu aðstæður• Sjálfhreinsandi munstur

hindrar grjót í að gata dekkið• Einn sterkasti hjólbarðinn á

markaðnum í dag

• Nýtt alhliða jeppadekk frá Cooper • Ný gúmmíblanda sem eykur grip í

bleytu• Nýstárlegt munstur sem bætir

aksturseiginleika bílsins• Frábært heilsársdekk með framúr-

skarandi endingu og virkar við nánast allar aðstæður

CooperDiscovererST MAXX

CooperDiscoverer AT3

Jeppaeigendur þekkja að við íslenskar aðstæður veltur mikið á að hjólbarðarnir séu af bestu gerð. Láttu dekkin frá Cooper draga fram það besta í jeppanum þínum.

Cooper undir jeppann

ÍSLEN

SKA

/SIA.IS E

NN

68784 04/14

www.n1.is facebook.com/enneinn

N1 hjólbarðaþjónustaGrænásbraut 552, Reykjanesbæ 440-1372

Opið mánudaga–föstudaga kl. 08–18 laugardaga kl. 09–13www.n1.is www.dekk.is 

Page 12: 17 tbl 2014

miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR12

-fréttir pósturu [email protected]

Sex ungmenna minnst í nýjum minningalundiÁ Sumardaginn fyrsta var

minningalundur um ungt fólk vígður. Lundurinn er stað-settur í Ungmennagarði við 88 Húsið. Erla Guðmundsdóttir prestur sagði m.a. við vígsluna hve mikilvægt það væri að minnast þeirra sem ekki eru á meðal oss lengur og hve mikilvægt væri að taka á móti sumrinu með hlýju í hjarta. Hún sagðist þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari fallegu athöfn. Fjórir skátar frá skátafélaginu Heiðabúum stóðu heiðursvörð í lundinum með íslenska fána og settu hátíðlegan svip á athöfnina.Áður en formleg vígsla minninga-lundarins fór fram flutti dúettinn

Heiður sálminn Kveðju eftir Bubba Morthens og kennarar Tónlista-skóla Reykjanesbæjar frumfluttu sálm eftir Indriða Jósafatsson sem hann samdi til miningar um 15 ára dreng sem lést í bílslysi. Ávörp fluttu Árni Sigfússon bæjarstjóri og Thelma Rún Matthíasdóttir frá Ungmennaráði.Sóley Þrastardóttir og Viðar Páll Traustason fulltrúar í Ungmennar-áði afhjúpuðu stein sem búið er að setja á myndir og nöfn þeirra sem minnst var.Íþrótta- og tómstundasvið Reykja-nesbæjar og Ungmennaráð vilja koma sérstökum þökkum til for-eldra sem samþykktu að útbúa plattana og láta þessa hugmynd

verða að veruleika. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur athöfnina. For-eldrum þeirra sex ungmenna sem nú var minnst var boðið að vera viðstaddir og voru þeir jafnframt hvattir til að taka með sér nánustu aðstandendur og vini hinna látnu.Næsta minningarstund verður haldin í september.Ef foreldrar vilja minnast barna sinna sem voru á aldrinum 13 til 25 ára er þau létust og voru frá Reykjanesbæ og vilja taka þátt í þessu verkefni, þá er hægt að senda upplýsingar á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar um minninga-lundinn er einnig hægt að fá hjá Hafþóri B. Birgissyni í síma 898-1394.

Ungmennagarður formlega opnaður í ReykjanesbæUngmennagarður var form-

lega opnaður við 88 húsið og Fjörheima á sumardaginn fyrsta. Garðurinn er afrakstur hug my nd av innu hjá Ung-mennaráði Reykjanesbæjar sem hvatti bæjaryfirvöld til að setja upp leiktæki og margs konar af-þreyingu fyrir ungmenni.Vel var tekið í þessar hugmyndir unga fólksins af Árna Sigfússyni bæjarstjóra og fjölmörgum hug-myndum og útfærslum velt upp á milli Ungmennaráðsins og full-trúum frá Reykjanesbæ. Hafist var handa á síðasta ári við að gera skjólgarð úr stórgrýti sem kom frá Helguvík og fyrsta leiktækið sem sett var upp var svokallaður ærslabelgur. Hann hefur notið gríðarlegra vinsælda og er nánast í stanslausri notkun frá morgni til kvölds. Síðan eru komin marg-vísleg leiktæki s.s. netboltasvæði,

mini golfbrautir, aparóla, hjóla-stólaróla sem er sú fyrsta sinnar tegundar á landinu.Nýtt útisvið var sett upp og steinum raðað upp gegnt því sem notast sem áhorfendasvæði. Girðing var hækkuð við Njarðar-götu til að mynda enn betra skjóla í garðinum. Frá varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli (nú Ásbrú) voru fengnir nokkrir gamlir tré-ljósastaurar og gamalt gervigras úr Reykjaneshöll er víða notað í garðinum. Þannig hefur verið lögð áhersla á endurnýtingu og hag-kvæmni við lausnir. Annað dæmi um einfaldar og skemmtilegar lausnir er að mála litríka depla í malbikið sem fyrir var. Áfram verður haldið við uppbyggingu Ungmennagarðsins og stuðst við hugmyndir Ungmennaráðsins. Á næstu vikum verða t.d. settar upp stórar myndir af ungmennum

frá Reykjanesbæ og margvíslegir leikir málaðir á malbikið. Í einum hluta garðsins hefur verið gerður sérstakur lundur en það var eitt af áhersluatriðum Ung-mennaráðs að minnast ungs fólks frá Reykjanesbæ sem var á aldr-inum 13-25 ára þegar það kvaddi þennan heim. Þessi minninga-lundur var sérstaklega vígður klukkustund áður en Ungmenna-garðurinn var formlega opnaður að viðstöddum foreldrum, ætt-ingjum og vinum hinna látnu ungmenna. Að þessu sinni voru sex minningaplattar afhjúpaðir, en næsta sambærileg athöfn mun fara fram í byrjun september. Íþrótta– og tómstundasvið og Ungmennaráð Reykjanesbæjar þakka öllum aðstoðuðu við að gera þennan draum um Ung-mennagarð að veruleika, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Plöttum með nöfnum og myndum ungmenna sem hafa

fallið frá hefur verið komið fyrir á steini í minningalundinum.

Minningasteinninn afhjúpaður.

Ungmennagarðurinn í Reykjanesbæ.

Page 13: 17 tbl 2014

Tvær og hálf milljón til umhverfismála (hópmynd)Kristín María og Ómar Örn leiða Lista Grindvíkinga

ÓSKUM

KEFLVÍKINGUM GÓÐS GENGIS Í SUMAR

ÁFRAM KEFLAVÍK!

Fiskverkunin Háteigur ehf

Page 14: 17 tbl 2014

miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR14

Þegar ljóst varð að ég skipaði

2. sæti Frjáls afls í Reykjanesbæ spurði góð vinkona hvers vegna ég stæði í þessu og bætti svo

við: „Veist þú eitthvað um pól-ítík?“Fyrri spurningunni svaraði ég þannig að öllum væri hollt að stíga út fyrir þægindarammann og takast á við nýjar áskoranir. Seinni spurningunni svaraði ég svona: „Ég kann sem betur fer lítið inn á gamaldags pólitík sem snýst um að

tryggja sér og sínum valdastöður, en ég veit nákvæmlega hvernig pólitík ég vil sjá í Reykjanesbæ í framtíðinni.“ Mín pólitíska sýn gengur út á ábyrga stjórnun bæjarfélagsins, þar sem bætt lífskjör eru eðlileg af-leiðing af öguðum vinnubrögðum. Hún gengur út á að við einbeitum okkur að raunhæfum atvinnutæki-færum í stað þess að dreifa kröft-unum út um víðan völl með engum árangri. Hún gengur út á að hags-munir íbúanna verði í brennidepli í stað þess að stjórnendur bæjar-félagsins baði sig í sviðsljósinu.

Fyrir mér snýst pólitík um ákvarð-anir um skólamál, atvinnumál, heilbrigðisþjónustu, samgöngur, menningu, tómstundir, fjármál og margt fleira. Ég kann svo sannar-lega að taka ákvarðanir og hef brennandi áhuga á að byggja upp betri Reykjanesbæ. Áskorunin felst í því að skapa hér réttlátt, heilbrigt og skemmtilegt bæjarfélag þar sem okkur getur öllum liðið vel.

Elín Rós Bjarnadóttir, skipar 2. sæti á lista Frjáls afls.

-aðsent pósturu [email protected]

Fy r r á á r i n u ákvað ég að fara

í smá óvissuferðalag sem fólst í því að taka þátt í pólitík. Fyrst var ég ekki alveg viss út í hvað

ég væri að fara og hvort að þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á að gera. Áhyggjurnar reyndust hins vegar vera algör óþarfi. Því meira sem ég tók þátt í þessu því skemmtilegra var það. Það er óhætt að segja að pólitík sé orð-in eitt af mínum áhugamálum. Maður hittir helling af frábæru fólki sem er samt svo mismunandi hvað varðar menntun, reynslu og atvinnu, ræðir við þau um hvern-ig samfélagi við myndum vilja búa í, því að við eigum það jú öll sameiginlegt að okkur þykir vænt um bæinn okkar.Mér finnst samt dálítið sorglegt hversu óvirkt ungt fólk er í pólit-ík. Af hverju skiptir það ungt fólk svo litlu máli hvernig samfélagið þeirra er? Það samfélag sem þau alast upp í, mennta sig, vinna og nota þjónustu? Ég er viss um að ef ég spyrði einhverja af mínum vinum af hverju hafa þau engan áhuga á pólitík myndu eftirfarandi svör koma upp: Óspennandi, ekki á mannamáli og að þetta sé bara fólk að rífast. Ég get alveg sagt að ég var mjög sammála þeim áður en ég prófaði

að taka þátt í þessu sjálf. En svo er eins og ein lítil pólitísk ljósa-pera hafi kviknað einhvers staðar í kollinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því hversu mikilvægt er að hafa skoðanir um samfélagið sitt og hversu mikilvægt það er að taka þátt, beint eða óbeint, til að stuðla að betri bæ handa okkur öllum.Pólitík getur nefnilega verið allt annað en sandkassaleikir pólitík-usa. Hún getur verið allt það sem skiptir þig máli. Það umhverfi sem þú ert í og þessi þjónusta sem þú notar. Er þá ekki rétti tíminn núna til að velta því fyrir sér hvernig við getum gert okkar samfélag betra? Hvernig við getum skapað sam-félag sem ÖLLUM líður vel í? Það er nefnilega þannig, hvort sem þú trúir því eða ekki, að þín skoðun, þinn vilji og þitt atkvæði skipta máli. Það er bara undir þér komið hvort þú viljir láta þínar skoðanir, vilja og þitt sjónarhorn á framtíðar-samfélagi líta dagsins ljós.Gætir þú hugsað þér að taka þátt í pólitík? Ég mæli með að þú gerir það og hver veit, kannski upplifir þú það sama og ég? Það er líka alltaf pláss fyrir ungt fólk að taka þátt í að breyta samfélaginu.

Dominika WróblewskaBýður sig fram í 8. sæti

hjá Beinni leið

■■ Dominika Wróblewska skrifar:

Ég vil vera með■■ Elín Rós Bjarnadóttir skrifar:

Af hverju ætlar þú í framboð, Elín?

■■ Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar:

Er ekki tími tilkominn að breyta?

■■ Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður skrifar:

Fáum ekki fjögurra ára frí á milli kosninga

■■ Magnea Lynn Fisher skrifar:

Heima er þar sem hjartað slær

Öll börn eiga að njóta sömu tækifæra. Það er miserfitt hjá fólki og margir búa við bág kjör. Sumir eiga ekki fyrir mat og hvað þá reikningum.

Sumir eru að missa heimili sín og bílana sína. Margt fólk er að berjast fyrir lífi sínu og barnanna og er að reyna að finna lausnir sinna mála alla daga. Eitt íþróttagjald á hverja fjölskylduEn hvað með börnin okkar ? Stétt og staða foreldra á ekki að skipta máli þegar kemur að velferð barna. Börn eiga að fá að vera jafningjar og eiga ekki að þurfa að líða fyrir heimilisaðstæður. Við í Framsókn teljum til dæmis að það myndi hjálpa mörgum fjölskyldum og börnum ef eitt íþróttagjald væri sett á hverja fjölskyldu og börnin mættu þá æfa þá íþrótt sem hentar þeim. Nú er staðan sú að mikill munur er á kostnaði á milli íþrótta-greina. Það útilokar sum börn frá því sem þau hafa mestan áhuga á. Þessu getum við breytt.Aðstoð við heimanámAnnað sem skiptir miklu máli til að jafna aðstöðumun barna og auka

lífsgæði einstaklinga í bænum er að samræma betur skóla og tóm-stundastarf. Með aukinni samræm-ingu á almenningssamgöngum og frístundastarfi ætti skutl eftir skóla að minnka og það er svo sannar-lega eitthvað sem myndi skipta fólk máli. Börn búa við mjög mismunandi aðstæður heima fyrir og því finnst okkur hjá Framsókn mikilvægt að boðið verði upp á aðstoð í öllum skólum við að ljúka heimanámi og að foreldrar greiði skóla eitt fast gjald fyrir bækur og ritföng. Við stefnum einnig að því að samræma skóladagatal á milli hverfa og auka sveigjanleika í opnunartíma leik-skóla.Heima er þar sem hjartað slær. Hjálpumst að því að gera bæinn okkar að betra heimili og aukum öryggi og vellíðan barnanna okkar. Hér eiga allir að búa við jafnrétti og það er verk okkar allra að hlúa að þeim sem minna mega sín.

Magnea Lynn Fisher,sálfræðinemi og í 8. sæti á lista

Framsóknar í Reykjanesbæ

Spennandi tímar eru framundan,

sveitastjórnarkosn-ingar eftir mánuð. Aukinn áhugi er á bæjarmálum og m i k i ð a f f r a m -

boðum, loforðum og gylliboðum.Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í bæjarstjórn Reykjanes-bæjar síðan árið 2002. Setjum þessa tímalengd í örlítið samhengi: Árið 2002 varð Manúela Ósk Harðar-dóttir ungfrú Reykjavík í rauða Ty-son kjólnum sínum, Alicia Keys kom fram á sjónarsviðið og þætt-irnir The Osbournes hófu göngu sína. Flugfélagið Iceland Express var stofnað, Keiko var sleppt í sjóinn og hóf ferð sína til Færeyja, Falun Gong meðlimir voru hand-teknir í Reykjanesbæ og ég í Fjöl-braut! Já, það má með sanni segja að árið 2002 var fyrir löngu síðan. Burtséð frá kostum og löstum nú-verandi meirihluta er það mín ein-læga skoðun að stjórnarseta ein-hvers eins flokks í svo langan tíma, alveg sama hvað hann heitir, sé aldrei góð hugmynd. Enginn einn maður eða einn flokkur er ómiss-andi en ætíð þarf að hafa í huga að ef sama fólkið situr alltaf við stjórn,

verður ekki ákveðin stöðnun í stefnu bæjarmála? Er litið fram-hjá nýjum, frjóum og gefandi hug-myndum ef þær koma frá öðrum?

Mótum samfélagið samanÉg er ný í pólitík. Ég er 32 ára gömul og starfa sem hjúkrunar-fræðingur. Ég er í meistaranámi í heilbrigðisvísindum, á tvö börn og það styttist í þriðju háskólagráðuna mína. Ég hef gaman af áskorunum og því að fylgja málefnum eftir og sjá hugmyndir verða að veruleika. Það hefur því verið gaman að vinna undanfarið að því að móta nýja sýn fyrir Reykjanesbæ með félögum mínum og finna leiðir til þess hvernig við getum mótað saman samfélag grundvallað á jöfnuði, lýðræði, ábyrgð og gegnsæi með fjölskylduna í fyrirrúmi. Það sem mér þykir sérstaklega spennandi og áhugavert fyrir fjöl-skyldurnar í bænum er meðal annars það að við ætlum að hækka umönnunargreiðslur og þrefalda hvatagreiðslur. Hvað varðar at-vinnumálin tel ég brýnt að við hefjumst handa við að auka komu ferðamanna til Reykjanesbæjar með því að móta skýra stefnu í ferðamálum sem raunhæft er að

fylgja eftir með framkvæmdum og öflugu markaðsstarfi. Það að efla Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er mál sem stendur mér mjög ná-lægt og mun ég leggja allan minn metnað í það. En stefnumálin okkar í heild sinni má finna á xsreykjanesbaer.is

Þar sem er vilji, þar er leiðMér þykir eitt forgansefni mjög aðkallandi en það eru allar fjöl-skyldurnar í bæjarfélaginu sem eru í húsnæðisvandræðum. Sam-fylkingin og óháðir ætla að leggja mikla áherslu á samstarf við Íbú-ðalánasjóð til að koma umræddum tómum íbúðum á almennan leigu-markað. Þar sem er vilji, þar er leið. Kæru íbúar, ég hvet ykkur til að kynna ykkur stefnumál flokkana af kostgæfni og nákvæmni. Takið þátt í að byggja með okkur heil-brigt, lifandi og skemmtilegt sam-félag sem við getum verið stolt af. Nýtið kosningarrétt ykkar og takið afstöðu.

Guðný Birna Guðmundsdóttirhjúkrunarfræðingur

og meistaranemi 2. sæti á lista Samfylk-

ingarinnar og óháðra

Sa g a l ý ð r æ ð i s á Í s l a n d i e r

nánast jafn löng og saga þjóðarinnar. Ef til vil l tökum því stundum sem sjálfsögðum hlut.

Kjósum og skiptum okkur svo ekki meira af næstu fjögur árin. En þetta er að breytast. Þátttaka almennings í samfélagslegum ákvörðunum er grundvöllur þess að lýðræðið virki. Allir hafa eitt-hvað fram að færa.

Skiptum okkur afAð mínu mati vakti Hrunið haustið 2008 þjóðina af værum blundi. Fólk áttaði sig á því að stofnanir sem það hélt að það gæti treyst voru ekki traustins verðar. Almenningur reis upp og mótmælti. Síðan þá hefur umræðan um þjóðfélagsmál al-mennt aukist og breyst. Í síðustu alþingiskosningum komu fjölmörg ný framboð fram á sjónarsviðið.

Sú hugsun að stjórnun sé einkamál lítils hóps er sem betur fer liðin tíð. Þessar breytingar eru liður í fram-þróun, ákveðinni vakningu og mér sýnist sem það sama sé að gerast hér í Reykjanesbæ.

Máttlaus umræðaÍ Reykjanesbæ hafa nú nokkur ný framboð tilkynnt þátttöku sína í komandi sveitastjórnarkosningum sem er af hinu góða. Það er engu bæjarfélagi hollt að hafa sama fólkið við stjórnvölinn árum og jafnvel áratugum saman. Valda-klíkur myndast, gagnrýnin þynnist út og umræðan verður máttlaus. Í þannig umhverfi þrífst raunveru-legt lýðræði ekki. Svona er ástandið orðið í bæjarfélaginu okkar og því þurfum við að breyta í næstu kosningum með því að kjósa nýtt fólk til að fara með stjórnun bæjar-félagsins.

Nýjar áherslurInnra eftirlit með fjármálum bæjarfélagsins verður að styrkja og áætlanir um fjármál og uppbygg-ingu bæjarfélagsins verða að vera raunhæfar. Einnig er kominn tími á nýjar áherslur í atvinnumálum og styrkingu félagsþjónustunnar sem og aukið íbúalýðræði. Fram-boðslisti Framsókn í Reykjanesbæ skartar nú öflugu fólki með fersk-ar hugmyndir og nýjar áherslur. Stefnuskrá framboðsins verður kynnt 2. maí þegar kosningaskrif-stofan Hafnargötu 62 verður opnuð með pompi og prakt og kynning á frambjóðendum og nánari upplýs-ingar um framboðið má nú finna á heimasíðunni: www.framsokn.com.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, al-þingismaður og skipar 22.sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ

www.vf.is83% LESTUR

+

Page 15: 17 tbl 2014

ÍBÚAFUNDIR MEÐ BÆJARSTJÓRA OG FRAMKVÆMDASTJÓRUM Í REYKJANESBÆ

Reykjanesbær er 20 ára á þessu ári.Af því tilefni er fróðlegt að líta yfir farinn veg með bæjarbúum um leið og �allað er um verkefni ársins, tekið við ábendingum um það sem betur má fara í hverfum bæjar-ins og í þjónustunni, eins og hefðbundið er.

Fundatímar:Íbúar í Njarðvík:Miðvikudaginn 23. apríl kl. 20:00 í Njarðvíkurskóla

Íbúar í Innri-Njarðvík:Mánudaginn 28. apríl kl. 20:00 í Akurskóla

Íbúar í Höfnum:Þriðjudaginn 29. apríl kl. 20:00 í safnaðarheimilinu í Höfnum

Íbúar að Ásbrú:Miðvikudaginn 30. apríl kl. 20:00 í Háaleitisskóla

Íbúar í Keflavík, sunnan Aðalgötu:Mánudaginn 5. maí kl. 20:00 í Holtaskóla

Íbúar í Keflavík, norðan Aðalgötu:Miðvikudaginn 7. maí kl. 20:00 í Heiðarskóla

HVER ER STAÐAN?

Fundirnir verða sendir út beint á vef bæjarins: reykjanesbaer.is og hægt verður að senda inn ábendingar á netfangið [email protected].

Page 16: 17 tbl 2014

miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR16

Það var skemmtileg byrjun á hátíð fjöl-breytileikans, List án landamæra, í bíó-

sal Duushúsa í Reykjanesbæ á sumardaginn fyrsta. Þá frumfluttu saman þeir Már Gunn-arsson, Keflvíkingurinn ungi og Villi nagl-bítur, Vilhelm A. Jónsson, nýtt lag sem þeir sömdu saman.Villi samdi texann en lagið gerðu þeir félagar í sameiningu. Villi söng og lék á gítar og Már lék á píanó. Þeir voru sammála um að það hafi verið skemmtilegt að vinna saman að laginu. Már hefur vakið athygli fyrir margvíslega hæfi-leika sína þrátt fyrir að vera blindur og Villi sagði að drengurinn væri öll þyngd sín mas-sífir hæfileikar. Lagið hlaut mikið lófaklapp gesta sem fjölmenntu á opnun hátíðarinnar. Fjölskylda Más átti byrjun hátíðarinnar alger-lega því bróðir hans, Nói og mamma þeirra, listakonan Lína Rut, opnuðu á sama tíma myndlistarsýningu í bíósalnum. Lína Rut not-aði teikningar Nóa í myndirnar sínar. Í þeim blandast saman hrátt og óheft handbragð Nóa og fínleg vinnubrögð Línu Rutar sem segir að það hafi verið sérstaklega gaman að vinna að þessu verkefni.Átta spennandi viðburðir fara fram á árlegri listahátíð Listar án landamæra sem hófst á sumardaginn fyrsta og lýkur 4. maí. Á hátíð-inni er áhersla lögð á fjölbreytileika mann-lífsins þar sem horft er á tækifæri en ekki tak-

markanir. List fólks með fötlun er komið á framfæri, samstarfi komið á á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks.Á opnunardag hátíðarinnar var fleira gert til skemmtunar og fróðleiks. Í bíósalnum var frumsýnt myndband sem Davíð Örn Óskars-son gerði með félögum Hæfingarstöðvarinnar, við mikla kátínu viðstaddra. Félagar hæfingar-stöðvarinnar með Ástvald Bjarnason í farar-broddi, fóru á kostum í myndbandinu sem er til sýnis í bátasal Duushúsa til 4. maí nk.Allir sem vilja geta tekið þátt. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að alls konar list með frábærri útkomu. Það leiðir til auðugra sam-félags og aukins skilnings manna á milli. Sveitarfélögin á Suðurnesjum í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Hæf-ingarstöðina og Björgina geðræktarmiðstöð taka nú þátt í hátíðinni. Suðurnesjafólk er ein-dregið hvatt til að taka þátt í og njóta.Í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar kemur fram að sýnileiki ólíkra einstaklinga sé mikilvægur, bæði í samfélaginu, í sam-félagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafn-rétti á öllum sviðum. Það er því ánægjulegt að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa hlotið styrk frá Menningarsjóði Suðurnesja til verkefnisins. Listahátíð eigi erindi við okkur öll, líka þau sem halda að hún sé bara fyrir hina.

Hátíð fjölbreytileikans á Suð-urnesjum stendur til 4. maí

-mannlíf pósturu [email protected]

Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014.

 Kjörstjórn veitir framboðslistum móttöku þann dag frá kl. 10:00 til kl. 12:00

á hádegi á skrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3. 

Kjörstjórn vill vekja sérstaka athygli á 22. gr. laga nr. 5/1998 en þar er kveðið á um fjölda meðmælenda með framboðslistum

sem skulu vera að lágmarki 20 og hámarki 40.Leiðbeiningar og eyðublöð fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista

má finna á vefslóðinni: http://www.kosning.is

 Kjörstjórn Sandgerðisbæjar

Almennarsveitarstjórnarkosningar

fara fram 31. maí 2014

Almennarsveitarstjórnarkosningar

fara fram 31. maí 2014Kv e n n a k ór Su ð u r n e s j a

heldur vortónleika í hinum nýja sal, Bergi, í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ mánudaginn 5. maí og miðvikudaginn 7. maí og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20:00.Dagskrá tónleikanna litast af því að kórinn mun í haust taka þátt í hátíð Leifs Eiríkssonar sem haldin er árlega í Minneapolis í Banda-ríkjunum og verður Kvennakór Suðurnesja fyrsti íslenski kórinn til að koma fram á þessari hátíð. Kórinn verður því á þjóðlegu nót-unum og syngur eingöngu íslensk lög á tónleikunum; þjóðlög, ætt-jarðarlög, dægurlög og lög eftir íslensk samtímaskáld.

Stjórnandi Kvennakórs Suður-nesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geir-þrúður Fanney Bogadóttir.

Kórkonur taka sér ýmislegt fyrir hendur í fjáröflunarskyni til að fjármagna starfsemi kórsins og ferðina sem framundan er. Þær hafa m.a. tekið að sér hlutverk í leikverkinu Djöfulgangi eftir framandverkaflokkinn Kviss

Búmm Bang og aukahlutverk í kvikmyndinni Afinn sem frum-sýnd verður í haust. Síðastliðið sumar tóku kórkonur að sér undirbúning og skipulagningu bæjarhátíðarinnar Sandgerðis-daga sem haldin er í lok ágúst ár hvert í Sandgerði og hefur kórinn gert samkomulag við Sandgerð-isbæ um að endurtaka leikinn í ár. Mörg undanfarin ár hefur Reykja-nesbær gert þjónustusamning við kórinn og stutt myndarlega við starfsemi hans. Auk þess hefur verið leitað til fyrirtækja eftir styrkjum og kunna kórkonur þeim sem styrkt hafa starfsemi kórsins miklar þakkir fyrir stuðn-inginn.

Tónleikarnir verða sem áður segir í Bergi í Hljómahöllinni mánu-daginn 5. maí og miðvikudaginn 7. maí og hefjast kl. 20:00 bæði kvöldin. Forsala aðgöngumiða er hjá kórkonum, hjá formanni kórsins í síma 899-6397 og á net-fanginu [email protected]. Miðaverð í forsölu er 1500 kr. en 2000 kr. við inn-ganginn.

Vortónleikar Kvenna-kórs Suðurnesja

■■ Már og Villi naglbítur sungu saman við opnun Listar án landamæra

Page 17: 17 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 30. apríl 2014 17

FJÖLSKYLDUSETUR REYKJANESBÆJARReykjanesbær auglýsir e�ir starfsmanni í Fjölskyldusetur. Um er að ræða 100% starf í ei� ár í nýju og spennandi tilraunaverkefni sem leitast við að samræma úrræði fyrir börn og  ölskyldur í Reykjanesbæ.

Þar mun fara fram almenn foreldra- og forvarnarfræðsla auk sértækra námskeiða. Fjölskyldusetur mun verða í samstarfi við ýmsar stofnanir s.s. lögregluna á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Háskóla Íslands og fleiri aðila.

Umsóknarfrestur er til 20 maí. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2014

Sækja skal um starfið á vefsíðu Reykjanesbæjar h�p://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Gunnarsdó�ir, forstöðumaður barnaverndar Reykjanesbæjar, maria.gunnarsdo�[email protected] eða Sigurður Þ. Þorsteinsson, yfirsálfræðingur á fræðslusviði, [email protected]. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis í síma 421-6700.

Starfssvið:• Skipulagning námskeiða/fræðslu í samstarfi við ýmsa fagaðila sem tengjast

starfsemi hússins.• Situr fundi með stjórn Fjölskylduseturs og framfylgir ákvörðunum stjórnar.• Hefur umsjón með skráningu á námskeið ásamt því að veita upplýsingar um

fyrirhuguð námskeið/fræðslu.• Sinnir úrvinnslu ýmissa gagna tengdum námskeiðum og skimunum úr skólum

og útbýr ánægjukannanir• Hefur yfirumsjón með húsnæði Fjölskylduseturs og sér til þess að viðeigandi

búnaður og gögn séu til reiðu vegna námskeiðahalds og annarra viðburða.

Menntun- og hæfniskröfur:• Háskólamenntun, sem tengist málefnum

 ölskyldunnar svo sem félagsráðgjafi, sálfræðingur eða kennaramenntun.

• Þekking á málefnum barna og  ölskyldna. • Þekking á úrræðum sveitarfélaga og ríkis. • Samskiptahæfni, þjónustulund, sveigjanleiki,

sjálfstæð vinnubrögð.• Skipulögð og fagleg vinnubrögð. • Góð íslenskukunná�a.

S. 420 4030 // [email protected]

PRODOMO fasteignasala kynnir glæsilega eign að Rafnkelsstaðavegi 11 í Garði. Þar er rekið gistiheimili á neðri hæð hússins en á efri hæð-inni er íbúð. Í húsinu eru samtals sjö herbergi með gistirými fyrir 20 manns. Möguleiki er að fjölga þeim gistirýmum sem leigð eru út. Þá hefur gistiheimilið nýverið fengið viðurkenn-ingu frá vefsíðunni booking.com. Húsið er alls 249 m2 að stærð og er ásett verð kr. 56.000.000. Um er að ræða spennandi tækifæri á áhuga-verðum stað.

„Það er rosalega gaman að hafa séð starfið dafna svona eftir að sveitirnar voru sameinaðar. Einingin sem slík er margfalt öruggari í alla staði og framtíðin er mjög björt,“ segir Kári Viðar Rúnarsson, formaður Björgunar-sveitarinnar Suðurnes, sem er tví-tug í ár. Hann segir að mikinn tíma og orku hafa farið í að gera sveitina að því sem hún er í dag. „Við erum að tala um gríðarlega margar vinnustundir hjá góðum mannskap. Stærri sveit kallar á fleiri verkefni, meiri vinnu og stærra svæði. Keflavíkurflug-völlur er alltaf að stækka og fleiri útlendingar koma til landsins sem þýðir fleiri bílaleigur og ennþá fleiri verkefni. Svona hefur strúktúrinn verður undanfarin 5-6 ár.“

Allt að 42 í einu útkalliKári segir u.þ.b. 20 manns mynda kjarnahóp sem alltaf sé hægt að reiða sig á , sama hvað á gangi. „Svo eru margfalt fleiri félagsmenn sem koma að stærri verkefnum og stærri útköllum. Allt að 42 manns fóru sem fulltrúar okkar í Suður-landsskjálftanum 2008. Þá komu gömlu „refirnir“ sem hafa verið duglegir að endurmennta sig hjá okkur.“

Fjölskyldufólk í meirihlutaLangflestir félagsmanna er fjöl-skyldufólk og Kári segir að

stundum fari óhemjutími fjarri fjölskyldum og atvinnurekendum í starfið. „Það er alltof sjaldan metið sem slíkt. Almennt séð er viðhorf atvinnurekenda til björgunar-sveitarfólks gott. Ef við ættum ekki svona góðar fjölskyldur og vinnu-veitendur þá gengi þetta ekki upp,“ segir Kári. Hryggjarsúlan í starfinu séu síðan fyrirtæki, stofnanir og fólkið í samfélaginu sem hafa stutt við bakið á sveitinni með fjárfram-lögum og í fjáröflunum. „Það hefur oft verið erfitt að reka sveitina og mörg fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum standa verr en fyrir hrun. Það skiptir máli fyrir okkar samfélag að fyrirtækin standi vel.“

Karlmenn eru velkomnirSlysavarnadeildin Dagbjörg, sem áður hét Kvennasveitin Dagbjörg, var stofnuð 2004. „Með breyting-unni var stigið skref í áttina að samtímanum og í takt við sam-félagið því sveitin er slysavarna-deild en ekki kvennasveit. Við erum eining undir Landsbjörg, bakhjarl björgunarsveitanna, og sinnum fyrst og fremst slysavarna-verkefnum. Karlmenn eru meira en velkomnir,“ segir Hanna Vil-hjálmsdóttir, formaður Slysavarna-sveitarinnar Dagbjargar. Sveitin hefur þó frá byrjum sinnt slysa-vörnum en ekki verið auglýst sem slík. „Landsátakið Glöggt er gests augað er stærsta verkefnið okkar. Þá heimsækjum við alla sem eru

orðnir 76 ára og athugum með for-varnir á heimilum þeirra. Okkar draumur er að fara víða um sveitar-félagið og skoða hvar hættur gæru leynst í umhverfinu.“

Eflandi og mannbætandiHanna segir félagsskapinn hafa heillað sig og að gott sé að starfa með þessu óeigingjarna fólki. „Þetta einkennist af fagmennsku og gleði. Ég hef eflst svo mikið sem manneskja og við fáum svo mikið til baka frá þeim sem við sýnum athygli. Þessi félagsskapur er vel metinn mjög víða og við finnum fyrir stuðningi frá samfélaginu.“ Tekjur deildarinnar eru eingöngu fengnar úr fjáröflunum en einn-ig hefur verið sótt um styrki en deildin er erum ekki í árlegum út-lhutunum.„Við erum 15-20 virkir félags-menn, frá tvítugu og upp úr, og talsvert fleiri á félagaskrá. Við erum í góðum samskiptum og samstarfi við Björgunarsveitina Suðurnes. Þetta er svo gefandi,“ segir Hanna að lokum.

Í tilefni af afmæli sveitanna tveggja verður boðið til sameiginlegrar afmælishátíðar í húsi Björgunar-sveitarinnar Suðurnes á morgun, 1. maí, á milli kl. 15 og 18, að Holsts-götu 51 í Njarðvík. Allir eru vel-komnir.

■■ Fögnuður vegna 10 ára og 20 ára afmælis:

Fagmennska, fórnir og gleðiDagbjargarkonur taka við gjöf frá velunnurum.

Við björgunarstörf á Fimmvörðuhálsi

Page 18: 17 tbl 2014

miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR18

AUGLÝSING VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2014

Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014.Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar veitir framboðslistum móttöku á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, frá kl. 10:00 til 12:00 á hádegi, laugardaginn 10. maí 2014.Framboðsgögnum skal skila á rafrænu formi.Athygli er vakin á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 frá 1998, með síðari breytingum, sérstaklega 21. gr, 22. gr og 23. gr.Jafnframt er vísað til upplýsinga og leiðbeininga á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, www.kosning.is/sveitarstjórnarkosningar

Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar,

Otto Jörgensen, Krisbjörn Albertsson, Hildur Ellertsdóttir,Bára Benediktsdóttir, Ásdís Óskarsdóttir, Stefán Ólafsson.

Menntun- og hæfniskröfur:• Háskólamenntun, sem tengist málefnum

�ölskyldunnar svo sem félagsráðgjafi, sálfræðingur eða kennaramenntun.

• Þekking á málefnum barna og �ölskyldna. • Þekking á úrræðum sveitarfélaga og ríkis. • Samskiptahæfni, þjónustulund, sveigjanleiki,

sjálfstæð vinnubrögð.• Skipulögð og fagleg vinnubrögð. • Góð íslensku kunná�a.

ALMENNAR SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARFARA FRAM ÞANN 31. MAÍ 2014

Mikil fjölgun grunnskólanema í

mataráskriftXXMatarverð sem grunnskóla-

börn í Reykjanesbæ greiða er með því lægsta samanborið við önnur sveitarfélög. Hver há-degismatur fyrir grunnskóla-nema kostar foreldra 297 kr. í áskrift. Um er að ræða holla máltíð með ábót. Raunverð mál-tíðar er kr. 542 en Reykjanes-bær niðurgreiðir hverja máltíð um kr. 244 eða um rúm 45%. Á hverju ári hefur orðið mikil fjölgun barna sem nýta sér þessa þjónustu og voru um 79% nem-enda í áskrift nú í apríl en var um 75% á sama tíma fyrir tveimur árum. Þá hafði verið mikil aukn-ing í mataráskrift frá fyrri árum.„Öll börn sem eiga fjölskyldur sem eru í tengslum við félags-þjónustu bæjarins fá stuðning við kaup á hádegisverði. Einnig hefur Reykjanesbær lagt styrk til Velferðarsjóðs kirkjunnar sem annast aðstoð við aðra foreldra sem einhverra hluta vegna hafa ekki tök á að kaupa mat á þessu niðurgreidda verði fyrir börn sín,“ segir Hjördís Árnadóttir félags-málastjóri Reykjanesbæjar.

Leigja þrjá kjörklefa

XXKjörstjórn í Sveitarfélaginu Garði hefur óskað eftir heimild til þess að leigja þrjá kjörklefa fyrir sveitarstjórnarkosning-arnar 31. maí nk. Í fundargerð bæjarráðs Garðs kemur fram að kostnaður við leiguna er áætlaður kr. 30.000, auk skatts. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita kjörstjórn um-beðna heimild þannig að Garð-menn geti kosið við sómasam-legar aðstæður í lok maí.

Fengu 29 milljónir fyrir HS Veitur

XXSveitarfélagið Garður fékk rúmar 29,2 milljónir króna fyrir hlut sinn í HS Veitum. Sölu-verðið hefur verið greitt, sam-kvæmt fundargerð bæjarráðs Garðs en þar var lagt fram afsal dagsett þann 8. apríl sl. vegna sölunnar.

Staða aðstoðarskólastjóra í Akurskóla er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með góða færni í mannlegum samskiptum og sem sýnt hefur mikinn metnað í störfum sínnum.

AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRIAKURSKÓLA Í REYKJANESBÆ

Umsóknarfrestur er til 14. maí nk. Laun og starfskjör fara e�ir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna SÍ.

Sjá nánar um Akurskóla: www.akurskoli.is

Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar h�p://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf

Karlar jafnt sem konur eru hvö� til að sækja um starfið.

Umsóknum skal fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Róbertsdó�ir, skólastjóri í síma 420-4550 eða 849-3822. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið sigurbjorg.robertsdo�[email protected]

Menntunar og hæfniskröfur:• Kennaramenntun og ré�indi

til kennslu í grunnskóla • Farsæll kennsluferill• Stjórnunarnám æskilegt• Reynsla af stjórnunarstörfum æskileg• Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

og reynsla af miklu samstarfi við foreldra• Góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði og samstarfsvilji• Metnaður til árangurs og vera reiðubúinn

til að leita nýrra leiða í skólastarfi• Þekking á þeirri hugmyndafræði sem höfð

er að leiðarljósi í skólastarfi Akurskóla

Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að:• Vera staðgengill skólastjóra og taka

virkan þá� í daglegri stjórn skólans• Vinna að mótun og framkvæmd

faglegrar stefnu skólans• Vinna að skipulagi skólastarfs• Hafa umsjón með vinnutilhögun

starfsmanna• Vinna markvisst að því að ná fram þeim markmiðum

sem se� eru fram í framtíðarsýn Reykjanesbæjar

Ölvuð reykti á salerni flugvélarXXÓskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suður-

nesjum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðustu viku vegna farþega, konu á þrítugsaldri, sem verið hafði til vandræða í flugvél WOW-air. Konan var verulega ölvuð um borð og hafði meðal annars reykt inni á salerni vélarinnar með þeim afleiðingum að viðvörunarkerfið fór í gang. Árangurslaust hafði reynst að ræða við hana svo hún væri til friðs í ferðinni.Konan var færð til upplýsingatöku í varðstofu flugstöðvardeildar lögreglunnar, þar sem hún kvaðst iðrast framkomu sinnar. Að því búnu fékk hún að halda leiðar sinnar.

Fimmtán ára féll af hestbakiXXFimmtán ára stúlka féll af hestbaki í umdæmi

lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni sem leið. Hún kenndi sér meins eftir byltuna.Stúlkan var í útreiðatúr með kunningja sínum og átti óhappið sér stað á vegaslóða á Miðnesheiði. Þar hnaut hesturinn sem stúlkan reið með þeim afleiðingum að hún féll fram af honum og lenti á vinstri öxlinni. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Ekki lengi í ParadísXXÞeir voru ekki lengi í Paradís, innbrotsþjóf-

arnir, sem brutust inn í húsnæði á Suðurnesjum

um helgina, frekar en títt er um þá sem stunda slíkt athæfi. Þeir brutust inn í verkstæði og stálu með ærinni fyrirhöfn nýjum dekkjum, ásamt felgum, undan jeppa sem verið var að gera upp, að verðmæti um 500 þúsund krónur. Tjakki og topplyklasetti höfðu þeir stolið úr nærliggjandi húsnæði. Að auki höfðu þeir á brott með sér tvö málverk úr húsnæði listmálara, við hlið verk-stæðisins. Þýfið földu þeir í gömlum dæluskúr.Athugull íbúi í umdæminu sem rakst á dekkin og málverkin þóttist fullviss um að þarna væri ekki allt með felldu. Hann gerði því lögreglunni á Suðurnesjum viðvart og kom hún mununum í réttar hendur. Málið er í rannsókn.

Page 19: 17 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 30. apríl 2014 19

ERUM VIÐ AÐ

LEITA AÐ ÞÉR?

Umsóknarfrestur er til 11. maí nk. og sótt erum störfin á www.byko.is. Nánari upplýsingar veitir Birgir Örn Friðjónsson framkvæmdastjóri Verslanasviðs í tölvupósti [email protected] eða í síma 515-4272.

STARFSSVIÐ:Starfið felst í rekstri verslunar BYKO á Suðurnesjum. Verslunarstjóri ber ábyrgð á rekstri verslunarinnar í samræmi við heildarstefnu og rekstraráætlun.

HELSTU VERKEFNI VERSLUNARSTJÓRA:• Stýrir mönnun verslunar.• Ber ábyrgð á vöruframsetningu.• Stýrir sölumálum í samvinnu við sölustjóra.• Ber ábyrgð á að vinnuferlum sé framfylgt.• Samskipti við viðskiptavini og birgja.

HÆFNISKRÖFUR:Við leitum að öflugum stjórnanda með mikla þjónustulund og drifkraft. Reynsla af rekstri er skilyrði og þekking á verslun er kostur.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

ÓSKUM EFTIR VERSLUNARSTJÓRA Í BYKO Á SUÐURNESJUM

„Ég hef horft upp á eldri systur mína ganga í gegnum það erfiða verkefni að berjast með syni sínum. Hann fæddist þremur og hálfum mánuði fyrir tímann og við fæðingu vó hann 700 grömm. Hann fór svo niður í 600 grömm og var mjög hætt kominn og ástandið var frekar svart um tíma. En með hjálp góðra lækna er þessi litli frændi minn stútfullur af lífi og ást og það er yndislegt að horfa á hann vaxa og dafna,“ segir Freyja Sigurðardóttir, sem stendur fyrir góðgerðarhlaupi til styrktar ungum Suðurnesja-manni, Stefáni Sölva Fjeldsted.

Vill létta undir með fjölskyldunniStefán Sölvi varð eins árs 30. apríl en hann hefur meira og minna verið inni á Barnaspítala Hringsins síðustu mánuði vegna veikinda sem ekki er búið að greina að fullu. „Hann á erfitt með að nærast, heldur ekki höfði og getur lítið sem ekkert hreyft sig. Foreldrar hans hafa þurft að breyta sínu daglega lífi umtalsvert og við viljum létta undir hjá fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum með því að efna til þessa viðburðar,“ segir Freyja.

Margfaldar áhyggjurFreyja rifjar upp stöðu systur sinnar og fjölskyldu hennar, sem á einnig tvo eldri syni, og hversu erfitt ástandið og álagið á fjöl-skyldunni var. „Að þurfa að skipta vöktum sem foreldrar, annað for-eldrið heima í Keflavík til að sinna stóru strákunum og hitt keyrandi alla daga til Reykjavíkur til að vera á spítalanum og styðja við litla ungann sinn. Ofan á allt bætt-ust við áhyggjur af fjárhagsstöðu, vinnutapi og fleiru,“ segir Freyja.

H la u pa h ó p u r R ö g gu Rag g hafði áhrif„Eftir að ég hljóp í Reykjavíkur-maraþoninu í fyrra með hlaupa-hópi Röggu Ragg þá get ég ekki hætt,“ segir Freyja. Góðgerðar-hlaupið verður 3. maí og ætlar Þitt form með Freyju Sig að vera þar í fararbroddi. „Hlauparar renna úr hlaði kl. 10:00 en bæði verður hægt að skrá sig í einstaklingshlaup eða í sveitakeppni,“ segir Freyja og bætir við að gjald á hvern þátttakanda verði að lágmarki 2000 krónur. Allt fé rennur óskert í söfnunina fyrir Stefán Sölva. Boðið verður

upp á léttar veitingar eftir hlaupið og veitt verða verðlaun fyrir fyrstu sæti í einstaklingskeppni og sveita-keppni. Freyja hvetur að sjálfsögðu alla til að taka þátt og gera daginn að skemmtilegum heilsudegi. „Lát-um gott af okkur leiða og sýnum samhug. Allir út að hlaupa!“

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta haft samband í netföngin [email protected] og [email protected]. Reikningsnúmerið er: 542-14-408011 og kennitalan 131180-4119.

■■ Stendur fyrir góðgerðarhlaupi:

Ætla að styrkja fjöl-skyldu Stefáns Sölva

-fréttir pósturu [email protected]

DAGLEGARFRÉTTIR

Á VF.IS

Page 20: 17 tbl 2014

miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR20

Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir Ásgeir SigurvaldasonMargrét Ósk Einarsdóttir Einar Þór KristjánssonGuðmundur Ingi EinarssonElísabet Norðfjörð Falvey Troy Falveyog barnabörn

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma

Vilhelmína Norðfjörð ÓskarsdóttirHeiðarhvammi 6

Keflavík

sem lést 22. apríl, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 6. maí kl. 13:00

Páll Björgvin Hilmarsson Signý EggertsdóttirPétur Skarphéðinn Stefánsson Sæbjörg ÞórarinsdóttirLovísa Guðlaug Stefánsdóttir Indriði Þórður ÓlafssonÁsta Pálína Stefánsdóttir Gunnar Már YngvasonHrönn Stefánsdóttir Jósef HólmgeirssonReynir Snæfeld Stefánsson Ólöf Brynja JónsdóttirBarnabörn og barnabarnabörn

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi

Stefán Eggert Péturssonfrá Brúarholti, Miðfirði

Kirkjuvegi 11, Keflavík

Lést á gjörgæsludeild Landsspítalans sunnudaginn 20. apríl.Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 2. maí kl. 13:00.

Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd.

Matjurtagarðurinn og grænir fingur!Nú er ekki seinna en vænna að byrja að forrækta matjurtir og kryddjurtir svo plönturnar verði tilbúnar þegar fer að hlýna í lofti. Ég tók mig til í páskafríinu og byrjaði að sá

fræjum en á hverju ári þá rækta ég fjölmargar teg-undir af salati og grænmeti ásamt tengdapabba en við erum með gróðurhús og risastóran matjurtagarð rétt utan við bæjarmörk. Dæmi um salattegundir sem ég hef ræktað og sem okkur heimilisfólkinu þykja góðar eru t.d. grænkál, klettasalat, spínat, höfuðsalat, blaðsalat, íssalat, sinnepskál, mizuna salat o.fl. Grænmetistegundir sem við ræktum oftast eru gulrætur, kartöflur, brokkolí, hnúðkál, rauð-rófur, radísur og blómkál. Höfum líka gert tilraunir með ýmsar aðrar tegundir eins og papriku, tómata og chili pipar en það er eitthvað sem maður þarf að kynna sér betur svo náist að rækta með tilætluðum árangri. Það jafnast ekkert á við það að geta farið út í garð og tínt sitt eigið heimaræktaða salat og grænmeti langt fram eftir hausti. Það er nefnilega svo einfalt að rækta sitt salat og grænmeti sjálfur og fyrir flest salat er nóg að setja plönt-

urnar í potta út á svalir eða verönd, mikil búbót fyrir heimilið og mun bragðbetra og ferskara en fæst í búðunum. Það sem er framundan hjá mér sem snýr að matjurtagarðinum er að bæta næringu í garðinn og stinga hann upp þannig að hann verði tilbúinn fyrir plönturnar. Einnig þarf ég að huga vel að forræktuðu plöntunum þegar þær fara að kíkja upp úr moldinni, vökva þær vel og hafa þær í hita og sólríkum glugga. Yfirleitt þá hef ég verið að setja forræktuðu plönturnar út í garð í lok maí eða fyrstu vikuna í júní. Svo bíður maður bara spenntur eftir að plönturnar fari að spretta og gefa af sér salat á diskinn enda allra meina bót!

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir

HEILSUHORNIÐ

ÁSDÍSGRASALÆKNIRSKRIFAR

Stolt Sea Farm er eitt af þróuðustu fiskeldisfyrirtækjum heims og hefur sérhæft sig í framleiðslu á hágæða sandhverfu, flúru og styrju. Stolt Sea Farm rekur fiskeldií 6 löndum; Bandaríkjunum, Frakklandi, Noregi, Portúgal, Spáni og nú á Íslandi.

Stolt Sea Farm á Íslandi hefur þegar hafið uppbyggingu á 2000 tonna eldi á senegalflúru á Reykjanesi og er uppbygging þess vel á veg komin. Áætlað er að fyrsti fiskurinn verði seldur í ár og að uppbyggingu verði endanlega lokið 2017.

Stolt Sea Farm Iceland hf. óskar eftir að ráða starfsmann í bókhald og almenn skrifstofustörf.

Helstu verkefni:Umsjón með færslu bókhaldsAfstemmingar og milliuppgjörÝmis verkefni í ExcelÝmis skrifstofustörf og önnur verkefni

Hæfniskröfur:Góð bókhaldsþekking og reynsla af bókhaldsstörfumGóð almenn tölvukunnátta og þekking á Microsoft ExcelNákvæmni, vandvirkni og gott skipulag í vinnubrögðumFrumkvæði og samviskusemiJákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar

Umsókn og ferilsskrá sendist á [email protected] fyrir 11. maí

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ

OpnunartímarFimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:15Föstudagar frá kl. 13:00 – 17:15Fatnaður, skór og gjafavaraOpið laugardaginn 3. maí kl. 11:00 – 14:00

Rauði krossinná Suðurnesjum

ATVINNASKRIFSTOFU- OG FJÁRMÁLASTJÓRI

Óskum að ráða í starf skrifstofu- og fjármálastjóra. Um fullt starf er að ræða. Starfið felst í færslu bókhalds,

reikningagerð og yfirumsjón með skrifstofuhaldi fyrirtækisins.

Umsækjendur sendi ferilskrá með helstu upplýsingum til Páls Ketilssonar, á netfangið [email protected]

Víkurfréttir ehf. er þrjátíu og eins árs gamalt fyrirtæki á sviði fjölmiðlunar. Hjá fyrirtækinu starfa 8-10 manns. Víkurfréttir gefa út samnefnt vikulegt fréttablað á

Suðurnesjum, fréttavefinn vf.is, golfvefinn kylfingur.is og standa að vikulegum sjónvarps-þætti frá Sjónvarpi Víkurfrétta. Þá sinnir VF alhliða hönnun og prentþjónustu.

DAGLEGARFRÉTTIR

Á VF.IS

Page 21: 17 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 30. apríl 2014 21

TIL LEIGU

ÓSKAST

Vatnsnesvegur 5 - íbúðarhúsnæði /bílskúr til leigu110 fm bílskúr með 2 innkeyrslu-hurðum miðsvæðis i Keflavík til leigu! Þá eru til leigu 45-50 fm stúdíóíbúðir á sama stað. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661-7000

Einstalingsíbúð til leiguí gamla bænum. Ársleigusamn-ingur og trygging.  Reyklaust hús. Engin gæludýr.  SÍMI 898 6552.

Óska eftir gömlun mótorhjólum og skellinöðrum.Jafnvel bara einhverjum pörtum úr gömlu hjóli (vél, felgur og grind ). Allar ábendingar vel þegnar [email protected] 896 0158

Atvinna óskast49 ára karlmaður óskar eftir vinnu, ýmislegt kemur til greina. Uppl. í síma 776 3052

BílaviðgerðirPartasala

Kaupum bilaðaog tjónaða bíla

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979www.bilarogpartar.is

- smáauglýsingar

Leikskólinn Gimli/Karen ehf. auglýsir eftir leikskólakennurum og kennurum á sviði sérkennslu- og uppeldisfræða.

Einkunnarorð Gimlis eru „Kærleikur og agi haldast hönd í hönd“ og allt starf leikskólans einkennist af þessum orðum.

Gimli er með þjónustusamning við Reykjanesbæ og fagsamning við Hjallastefnuna.

Á Gimli er unnið að ýmsum sérverkefnum • Gaman saman - samstarfsverkefni við eldri borgara• Grænfáninn - Gimli er skóli á grænni grein• Jógakennsla • Umhverfis- og útikennsla í samstarfi við Njarðvíkurskóla• Framtíðarsýn Reykjanesbæjar - unnið að bættum árangri í læsi og stærðfræði

Hæfniskröfur og viðhorf• Virðing fyrir börnum • Hæfni í mannlegum samskiptum• Gleði og jákvæðni • Brennandi áhugi fyrir jafnrétti• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð• Frumkvæði, áræðni og metnaður• Stundvísi• Snyrtimennska

Um er að ræða framtíðarstarf og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.Frekari upplýsingar má finna á vef skólans www.hjalli.is/gimli

Áhugasamir geta sent umsóknir sem og fyrirspurnir til Karenar Valdimarsdóttur leikskólastjóra á netfangið [email protected]

Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Hlökkum til að fá umsókn frá þér!

Leikskólinn Gimli Leikskólakennarar – Sérkennarar

Forvarnir með næringu

STAPAFELLHafnargötu 50, Keflavík

NÝTT

Opið alla dagafram á kvöld

www.vf.is83%

LESTURVINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á

SUÐURNESJUM

+

Daglegar fréttir á vf.is

Umsóknareyðublöð fást á www.hrafnista.is

Sjúkraþjálfarar

Sjúkraþjálfara vantar á hjúkrunarheimilin Nesvelli og Hlévang í Reykjanesbæ.Við leitum að einstaklingum sem hafa jákvætt viðmót og góða samskiptahæfileika, eru opnir fyrir nýjungum og tilbúnir að fara nýjar leiðir.

Hrafnista rekur heimilin eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á sjálfsákvörðunarrétt og þátttöku íbúa.

Starfshlutfall og vinnutími er samkomulagsatriði. Umsóknarfrestur er til 12. maí n.k.

HRAFNISTA REYKJANESBÆ

HRAFNISTAReykjavík I

Kópavogur I Reykjanesbær

Nánari upplýsingar:Nanna G. Sigurðardóttir, sími: 693 9586, [email protected]ía Egilsdóttir, sími: 693 9560, [email protected]

Page 22: 17 tbl 2014

miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR22

-íþróttir pósturu [email protected]

Ke f l v í k i n g a r b í ð a þ e s s spenntir að hefja knatt-

spyrnusumarið en leikar í Pepsi-deild karla hefjast sunnudaginn 4. maí n.k. þar sem liðið fær Þórsara í heimsókn á Nettóvöll-inn. Strákarnir í Keflavík luku tímabilinu á síðasta ári á háu nót-unum en í seinni umferðinni voru þeir allra liða heitastir. Þjálfarinn Kristján Guðmundsson vonast til þess að byggja áfram á því góða gengi.„Það er tilhlökkun í okkur og við getum ekki beðið eftir því að byrja

mótið,“ sagði þjálfarinn galvaskur. Keflvíkingar hafa ekki gert mark-verðar breytingar á leikmannahóp sínum frá fyrra ári. Uppistaðan eru áfram heimaaldir piltar sem koma í gegnum glæsilegt yngri-flokkastarf. Kristján fer ekki í graf-götur með það að fjárhagslega geta Keflvíkingar ekki keppt við liðin af höfuðborgarsvæðinu sem talin eru líkleg til þess að berjast um titilinn. Fjölmiðlar hafa undanfarið birt spár sínar þar sem Keflvíkingar þykja líklegir til þess að vera rétt fyrir ofan fallbaráttuna. Kunnug-

legar slóðir fyrir Keflvíkinga sem setja þó markið hærra. „Við ætl-um að stefna á að spyrna okkur frá pakkanum í neðri hlutanum og vera með í baráttunni um Evrópu-sæti,“ segir Kristján sem er fullur bjartsýni fyrir sumrinu en fyrstu andstæðingarnir koma að norðan á sunnudag. „Við erum tilbúnir að sýna að við ætlum okkur að gera heimavöllinn sterkan. Þannig var það síðari hluta tímabils í fyrra og við þurfum að byrja á sigri til þess að sýna fólkinu okkar að gaman verði að mæta á Nettóvöll í sumar.“

Sterk liðsheild en engir stjörnuleikmenn- Keflvíkingar hefja leik í Pepsi-deildinni á sunnudag

MannabreytingarXuAndri Orri Hreiðarsson

Árborg

XuAron Freyr Róbertsson Víðir

Xu Ian Paul McShane Afturelding

Xu Jonas Fredrik Sandqvist Svíþjóð

XuOlaf Forberg Tindastóll

XuSindri Snær Magnússon Breiðablik

Keflavík vann fimm af sex úrsl ita leikjum sínum í

yngri flokkum Íslandsmótsins í körfubolta um síðustu helgi. Í kvennaflokki unnust fjórir titlar og einn hjá körlum. Fleiri Suðurnesjalið voru í eldlínunni en Njarðvíkingar fögnuðu sigri í 10. flokki karla á meðan Grinda-

vík/Þór fóru með sigur af hólmi í 11. flokki. Sannarlega frábær árangur hjá ungviðinu á Suður-nesjum en nánar má lesa um leik-ina á vefsíðu okkar vf.is. Titlar um helginaKeflavík: Íslandsmeistari í ungl-ingaflokki karla, Íslandsmeistari

í unglingaflokki kvenna, Íslands-meistari í stúlknaflokki, Íslands-meistari í 10. flokki kvenna, Ís-landsmeistari í 9. flokki kvenna.Njarðvík: Íslandsmeistarar í 10. flokki karla.Grindavík/Þór: Íslandsmeistarar í 11. flokki karla.

Sigursæl í Smáranum- Sjö af níu titlum til Suðurnesja í yngri flokkum körfunnar

Nettóvöllur í góðu standi

Nettóvöllurinn kemur vel undan vetri og er hann

einn af fáum völlum sem er vel í stakk búinn fyrir fyrstu um-ferð. „Það er alltaf vindur og sól í Keflavík sem hjálpar til hvað völlinn varðar. Nettóvöllurinn er grænn og fallegur og okkur hlakkar til að spila þar á sunnu-daginn,“ segir Kristján sem hefur úr frísku liði að velja fyrir leikinn. Allir leikmenn eru við góða heilsu en þjálfarinn segir að mikið áhersla hafi verið lögð á andlega þáttinn hjá Kefl-víkingum í undirbúningi fyrir tímabilið. Leikmenn séu teknir í sérstök persónuleikapróf tvisvar á ári og svo er komið fram við þá í samræmi við niðurstöður úr þeim prófum og þeir þjálfaðir eftir því. Keflvíkingar eru því tilbúnir á líkama og sál að því er virðist.Einn þessara leikmanna er Magnús Þórir Matthíasson, sem hefur eignað sér stöð vinstri bak-varðar hjá liðinu en hann hóf ferilinn sem sóknarmaður. Þrátt fyrir að vera einungis 24 ára er Magnús með töluverða reynslu að baki. Hann er einn af þeim leikmönnum sem fékk tæki-færi þrátt fyrir ungan aldur en

Magnús telur að Keflvíkingar geti gert góða hluti í sumar þar sem reynsla og æska mynda spenn-andi lið. „Það hefur skilað góðum árangri að leita í yngri flokkana. Síðustu dæmi um það eru Arnór Ingvi sem er núna að spila sem at-vinnumaður og Samúel Kári sem er að gera það gott hjá Reading.“Á dögunum fóru Keflvíkingar til Spánar en Magnús segir að það hafi enn fremur þjappað hópnum saman eftir gott undirbúnings-tímabil. Stemning ríki í liðinu og tilhlökkun fyrir fyrsta leik. „Við erum ekki beint með einhverja stjörnuleikmenn. Heldur erum við góð liðsheild sem stefnum í sömu átt. Við erum flestir héðan úr Reykjanesbæ og við þekkjum hefðina. Við hörfum fulla trú á okkur.“ Magnús telur að 3-4 lið séu líkleg til þess að berjast um titilinn en þar fyrir neðan séu mörg lið sem eru svipuð að styrk-leika. „Það er hægt að sækja stig gegn hvaða liði sem er í deildinni á góðum degi. Mér líst hrikalega vel á þetta og gaman að byrja á heimavelli. Við ætlum okkur þrjú stig í fyrsta leik. Við ætlum að halda sömu stemningu og síðasta haust og reyna að gera Nettóvöll-inn að gryfju.

Þessi 9. flokkur Keflavíkur í kvennaflokki hefur aldrei tapað leik í sínum aldursflokki. Þær unnu sigur gegn Ármanni 46-29 um helgina.

11. flokkur sameiginlegs liðs Grindavíkur og Þórs í Þorlákshöfn varð Íslandsmeistari um helgina eftir sigur á Breiðablik í úrslitaviðureign

liðanna 75-64.

Njarðvíkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli í 10. flokki karla í körfu-bolta um helgina er liðið vann sigur á KR 77-64.

Page 23: 17 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 30. apríl 2014 23

HÁTÍÐARDAGSKRÁ Í STAPAHÁTÍÐARDAGSKRÁ Í STAPAKl.13:45

Húsið opnarGuðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist.

Kl.14:00SetningStefán Benjamín Ólafsson formaður Starfsmannafélags SuðurnesjaValdimar Guðmundsson syngur nokkur lög

Ræða dagsinsSigurrós Kristinsdóttir varaformaður Eflingar

Leikfélag Keflavíkur flytur atriði úr leikritinu ÁvaxtakörfunniGunnar Þórðarson flytur nokkur lögKóngarnir syngja nokkur lög

Kynnir: Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Landssambands ísl. Verslunarmanna.

Kl.13:00Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík.

Merkjasala: 1. maí merki verða afhent duglegum sölubörnum miðvikudaginn 30. apríl á skrifstofu stéttarfélaganna Krossmóa 4, 4. hæð frá kl.12:00 til 15:00. Andvirði merkjasölu rennur til sölubarna.

Félagar, fjölmennið á 1. maí hátíðarhöldin!

Shimano Reykjanesmótið í götuhjólreiðum fór fram um síðustu helgi í björtu og fallegu veðri en tals-verðum vindi. Samtals voru um 160 manns skráðir til þátttöku. Um 100 manns tóku þátt í 64 km.

keppninni og um 60 manns í 32 km. keppninni.

160 hjóluðu á Reykjanesmótinu

Úrslit urðu eftirfarandi:

64 km Karlar1. Ingvar Ómarsson,Tindur 1:39:582. Hafsteinn Ægir Geirsson Tindur 1:39:593. Miroslaw Adam Zyrek,HFR 1:40:00

64 km Konur1. María Ögn Guðmundsdóttir Tindur, 2:02:342. Margrét Pálsdóttir, HFR 2:09:243. Ása Guðný Ásgeirsdóttir, HFR 2:10:07

32 km1. Sigurður Gylfason,Utan félags 53:392. Klemenz Sæmundsson3N 53:413. Elli Cassata, HFR 56:06

Grindvíkingar fengu sannar-lega skell í Vesturbænum

þegar þeir mættu KR í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistara-titil karla í körfubolta á mánu-dag. Loktölur urðu 87-58 í leik þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá Grindvíkingum, en KR leiðir nú einvígið 2-1. Næsti leikur er í Grindavík þar sem núverandi Ís-lands- og bikarmeistarar Grinda-víkur fögnuðu sigri á dögunum.„Ef við erum saddir eftir bikartitil-inn þá getum við alveg eins hætt

þessu bara. Við höfum tækifæri til að komast í sögubækurnar með því að vinna þrjá titla í röð en það er eins og að menn nenni því ekki. Ég er ekki að fara að horfa upp á KR-inga fagna í mínum heimabæ, það bara kemur ekki til greina,“ sagði Ólafur Ólafsson í viðtali við Karfan.is eftir leik en með sigri í Röstinni á morgun (1. maí) geta KR lyft Íslandsbikarnum sem hefur haft dvalarstað í Grindavík síðustu tvö árin.

Ætlar ekki að horfa á KR fagna í Grindavík- KR 2-1 yfir gegn Grindavík

Page 24: 17 tbl 2014

vf.isvf.is

miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • 17. TÖluBlað • 35. Árgangur

-mundiVerða frambjóðendur ekki að

selja 1. maí-merki? Þeir eru hvort sem er út um allt þessa dagana...

VIKAN Á VEFNUM

Diljá Heimisdottirað keyra heim frá langbest með pizzuna í bílnum verður alltíeinu bara

lengsta bílferð í heimi...

Guðni Már Grétarsson í mínum heimi er sumarið ekki byrjað fyrr en ég er búinn

að pósta lappamynd af mér í sólbaði á instagram.

Guðmundur Auðun GunnarssonÓli Óla að gera allt vitlaust á sam-skiptamiðlum og þá

sérstaklega í grúbbunni kyn-legar athugasemdir. Obbossí #tekinnaflífi #korfubolti

Tómas J. Knútssonumhverfisverðlaun dagsins fá allir þeir sem eru að koma með hráefni til

kölku í tilefni af gjaldfrjálsum dögum. vonandi skilar „allt“ hráefnið sér til þeirra. :)

Nilla L. EinarsdóttirSmyr sér nesti, græjar kaffi á brúsa og allt í þeim til-

gangi til þess að lúra á teppi á grasfleti...með bók...í sólinni...að lesa...frameftir degi. Ó þetta er að gerast! magnað! dýrkar að sólin sé komin hátt á loft og er full eftirvæntingar eftir kom-andi sumri...án rannsókna...án krabbameins...án súrefnis-kúts...án "þokunnar". lífið er svolítið ljúft krakkar! knús a línuna og Onelove — feeling excited.

Sævar SævarssonÆtlar eitthvað framboð til sveita-stjórnarkosninga í ár að leggja spilin á

borðið og koma með tillögur og ætlanir um hvernig beri að reka bæjarfélag? Ætlar eitthvað framboð að segja kjósendum hvað þeir hyggist í raun gera komist þeir til valda og hvernig þeir hyggist gera það? Eða mun þetta kannski enn einar kosningarnar snúast um hvað eigi ekki að gera og hvað hafi verið gert vitlaust í bland við innantóma frasa og heimspeki-legar vangaveltur... Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!

Sími 421 1090 - [email protected] - www.murbudin.isFuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18

Tökum vel við vorinu

Drive ryksuga í bílskúrinn• 1200W• 20 lítra• sogkraftur > 16KPA• fjöldi fylgihluta

6.990

Drive flísasög 600W

8.990

Ryco LCL-M2 T8 lampi 2x36W 113 cm IP30 með perum

5.990

Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm

11.990

Mako sterkir ruslapokar 120 lítrar 10stk

390

1400W, 360 min/lit/klstÞolir 50°C heitt vatn5 metra barki, sápubox

Black&Decker háþrýstidæla Max bar 110

14.990Strákústur 30cm breiður

695

TIA PRO álstigi 2x12 þrep 3,61-6,1 m

28.990

Alvörugræja!

Upp

fylli

r EN

-131

sta

ðalin

n

Drive 12V Li Ion rafhlöðuborvél

4.495

Cisa 43840 Eldhústæki

7.490

Gua-543-1 vegghengdur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð kr. 17.990

19.900Botnventill og vatnslásar fylgja öllum vöskum

1/2” slanga 15 metra með stút og tengjum

1.490

Ryk/blautsuga Drive ZD1050L 1000W, 50 lítrar

28.900

HLA-205Áltrappa 5 þrep, tvöföld

6.4904 þrepa 5.490,-6 þrepa 7.690,-

Öflugar hjólbörur 90 lítra

8.290

MARGAR GERÐIRAF HJÓLBÖRUM

Gluggaþvotta-kústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

2.490

LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep2,27-5,05 m

17.990

PVC mottur 50x80 cm1.49066x120 cm kr 2.790100x150 cm kr 4.990

Rafhlöðuborvél HDA2514 18V

16.90012.675

25% afsláttur