09 tbl 2014

16
vf.is vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is FÍTON / SÍA Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUDAGURINN 6. MARS 2014 9. TÖLUBLAÐ 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslá af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyum utan  greiðsluþáöku TILBOÐ VIKUNNAR af lyfjum utan greiðsluþátttöku af lausasölulyfjum og öðrum vörum Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ 16%afsláttur 12% afsláttur Lyfja Reykjanesbæ Krossmóa 4 Sími 421 6565 www.lyfja.is Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19 laugard. 10–16 sunnud. 12–16 Betri kjör fyrir heldri borgara Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ. Við stefnum að vellíðan. Útikennsla á Miðtúnsróló SJÓNVARPSFRÉTT Útikennslusvæðið er í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN og vf.is í kvöld kl. 21:30 Reykjanesbær hefur afhent Myllubakkaskóla í Keflavík Miðtúnsróló undir útikennslusvæði fyrir skólann. Magnea Guðmundsdóttir formaður um- hverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar afhenti svæðið formlega en Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri, tók við því fyrir hönd Myllubakkaskóla. Í tilefni dagsins fjölmenntu allir nemendur Myllubakkaskóla að Miðtúnsróló í skrúðgöngu og tóku þátt í táknrænni athöfn í tilefni dagsins. Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í gær. Börnin klæddu sig upp í skrautlega búninga og fóru í hópum um bæinn og sungu í skiptum fyrir sælgæti. Á meðfylgjandi mynd sem Olga Björt tók í Reykjaneshöllinni í gær má sjá hóp barna horfa á skemmtilegt atriði úr Ávaxta- körfunni sem Leikfélag Keflavíkur frumsýnir á föstudagskvöldið í Frumleikhúsinu í Keflavík. Svipmyndir frá öskudeginum eru á vf.is og verða einnig í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og á vef Víkurfrétta. SKRAUTLEG BÖRN Á ÖSKUDEGI Árni leiðir Sjálfstæðis- flokkinn í órða sinn Á rni Sigfússon, bæjarstjóri síð- ustu tólf ára í Reykja- nesbæ var efstur í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins sem fram fór sl. laugardag. Þrettán þátttakendur buðu sig fram. Í fyrsta skipti fékk bæjarstjór- inn framboð á móti sér í oddvitasætið. Gunnar Þórarinsson, 2. maður á lista flokksins fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar, háði harða baráttu við Árna. Hann fékk tæplega þriðjung atkvæða í 1. sætið en endaði að lokum í 5. sæti. Böðvar Jónsson varð í 2. sæti, Magnea Guðmundsdóttir í því þriðja, Baldur Guð- mundsson varð fjórði, Björk Þorsteins- ddóttir í 6. sæti og Einar Magnússon endaði í 7. sæti. Þátttaka var aðeins lakari en í síðasta prójöri flokksins. Nú mættu um 1500 manns en voru 1700 fyrir órum árum. - Sjá viðtal við Árna á bls. 2.

Upload: vikurfrettir-ehf

Post on 20-Mar-2016

264 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

9.tbl.35.árg.

TRANSCRIPT

Page 1: 09 tbl 2014

vf.isvf.is

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

auðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

einföld reiknivélá ebox.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

FIMMTUDAGURINN 6. MARS 2014 • 9. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

Hringbraut 99 - 577 1150

Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐHjá okkur njóta allir sérkjara

af lyfjum utan  greiðsluþáttökuTILBOÐ

VIKUNNAR

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

Frábært vöruúrvalog þjónustaí Reykjanesbæ

16% afsláttur

12% afsláttur

Lyfja ReykjanesbæKrossmóa 4Sími 421 6565

www.lyfja.is

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19laugard. 10–16sunnud. 12–16

Betri kjör fyrir heldri borgaraFélagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

Við stefnum að vellíðan.

Útikennsla á Miðtúnsróló

SJÓNVARPSFRÉTT

Útikennslusvæðiðer í Sjónvarpi Víkurfrétta

á ÍNN og vf.is í kvöld kl. 21:30

Reykjanesbær hefur afhent Myllubakkaskóla í Keflavík Miðtúnsróló undir útikennslusvæði fyrir skólann. Magnea Guðmundsdóttir formaður um-hverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar afhenti svæðið formlega en Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri, tók við því fyrir hönd Myllubakkaskóla. Í tilefni dagsins fjölmenntu allir nemendur Myllubakkaskóla að Miðtúnsróló í skrúðgöngu og tóku þátt í táknrænni athöfn í tilefni dagsins.

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í gær. Börnin klæddu sig upp í skrautlega búninga og fóru í hópum um bæinn og sungu í skiptum fyrir sælgæti. Á meðfylgjandi mynd sem Olga Björt tók í Reykjaneshöllinni í gær má sjá hóp barna horfa á skemmtilegt atriði úr Ávaxta-körfunni sem Leikfélag Keflavíkur frumsýnir á föstudagskvöldið í Frumleikhúsinu í Keflavík. Svipmyndir frá öskudeginum eru á vf.is og

verða einnig í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og á vef Víkurfrétta.

SKRAUTLEG BÖRN Á ÖSKUDEGI

Árni leiðir Sjálfstæðis-flokkinn í fjórða sinn

Árni Sigfússon, bæjarstjóri síð-

ustu tólf ára í Reykja-nesbæ var efstur í prófkjöri Sjálfstæðis-flokksins sem fram fór sl. laugardag. Þrettán þátttakendur buðu sig fram. Í fyrsta skipti fékk bæjarstjór-inn framboð á móti sér í oddvitasætið. Gunnar Þórarinsson, 2. maður á lista flokksins fyrir síðustu bæjarstjórnar-kosningar, háði harða baráttu við Árna. Hann fékk tæplega þriðjung atkvæða í 1. sætið en endaði að lokum í 5. sæti.Böðvar Jónsson varð í 2. sæti, Magnea Guðmundsdóttir í því þriðja, Baldur Guð-mundsson varð fjórði, Björk Þorsteins-ddóttir í 6. sæti og Einar Magnússon endaði í 7. sæti. Þátttaka var aðeins lakari en í síðasta prófkjöri flokksins. Nú mættu um 1500 manns en voru 1700 fyrir fjórum árum. - Sjá viðtal við Árna á bls. 2.

Page 2: 09 tbl 2014

fimmtudagurinn 6. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR2

-fréttir pósturu [email protected]

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJARTVENNIR TÓNLEIKAR LENGRA KOMINNA NEMENDA SKÓLANS

Tónleikar lengra kominna nemenda verða haldnirmiðvikudaginn 12. mars og fimmtudaginn 13. mars.

Báðir tónleikarnir verða í Bíósal Duushúsa og he�ast kl.19.30.

Fjölbrey�ar og spennandi efnisskrár.Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Skólastjóri

UPPELDI BARNA MEÐ ADHD / ADDFræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar stendur fyrir námskeiði sem ætlað er foreldrum barna með athyglisbrest og/eða ofvirkni (ADHD/ADD) og ekki flóknar fylgiraskanir s.s. einhverfu.

Á námskeiðinu fá foreldrar fræðslu um ADHD, hvaða þæ�ir geta styrkt ADHD einkenni í sessi og hvað dregið úr þeim. Foreldrar deila með sér hugmyndum um hvað hefur gagnast þeim í uppeldinu. Umsjón verður í höndum Ingibjargar S. Hjartardó�ur og Sigurðar Þ. Þorsteinssonar, sálfræðinga á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

Námskeiðið fer fram í Holtaskóla og er opið öllum sem búa á þjónustusvæði Fræðsluskrifstofunnar.Tími: Sex skipti, tvo tíma í senn. Hefst 12. mars og lýkur 30. apríl. Tveggja vikna hlé er á milli 5. tíma (9. apríl) og 6. tíma (30. apríl). Skráning fer fram í síma 421-6700, skráningarfrestur er til og með 9. mars.

Verð: 3000 kr fyrir einstaklinga / 5000 kr fyrir pör.

LISTASAFN REYKJANESBÆJAR

SÝNINGARLOK

Sunnudaginn 9. mars lýkur sýningu á verkum Svövu Björnsdó�ur

KRÍA / KLETTUR / MÝí sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum.Opið 12:00 – 17:00 virka daga og 13:00 – 17:00 um helgar.

Aðgangur ókeypis

Það var hörkubarátta um fyrsta sætið en ég er mjög

sáttur við niðurstöðuna úr próf-kjörinu, ég fékk 66% atkvæða í fyrsta sætið og það er mjög gott,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri, eftir prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sl. laugardag.

Það kom mörgum á óvart að Gunnar Þórarinsson, formaður bæjarráðs, skyldi einnig bjóða sig fram í oddvitasætið en Árni hefur ekki fengið mótframboð með svona skýrum hætti undanfarin tólf ár. „Prófkjör gefur öllum færi á að gefa kost á sér. Það er eðli-legt og lýðræðislegt. Við erum eini flokkurinn hér í bæ sem gerum þetta svona. Núna voru tveir sem buðu sig fram í 1. sætið og það er ekkert við það að athuga, en niður-staðan var ánægjuleg fyrir mig.“

Geturðu lesið einhver skilaboð úr því að þriðjungur hafi kosið annan en þig í 1. sætið?„Það er alltaf hægt að lesa eitthvað út úr hlutunum. Maður á auðvitað alltaf að hlusta. Það er nokkuð ljóst að eftir mikla baráttu síðustu þrjú kjörtímabil, þar sem oft hefur þurft að taka á erfiðum hlutum þar sem fólk spilar inn í, er ekkert óeðlilegt þótt einhverjir séu óánægðir. Það er aldrei hægt að gera svo öllum líki. Slíkt birtist í svona prófkjöri.“

Gunnar Þórarinsson nefndi fjár-málin í sinni prófkjörsbaráttu og vildi auglýsa eftir ópóli-tískum bæjarstjóra. Kom það þér á óvart?„Ég trúi því ekki að einhver stimpil-

klukkuembættismaður sé betri en bæjarstjóri sem leiðir hópinn og vinnur öllum stundum að verk-efnum fyrir bæinn sinn. Varðandi fjármálin þá hefur sá málaflokkur alltaf verið mikið í umræðunni í sögu þessa bæjarfélags, líka fyrir minn tíma. En það kom mér jú aðeins á óvart að fá þau skilaboð frá formanni bæjarráðs sem stýrir því ráði sem fer með fjármálin. Auð-vitað eru fjármálin verkefni sem við þurfum sífellt að vera að vinna að. Það hefur verið erfitt en við höfum verið að taka niður skuldirnar. Það hefur verið okkur þungt en er bara á góðri leið. Andstæðingar flokksins notuðu tækifærið og tóku undir þessi orð Gunnars. Þannig varð til svolítið sérstök stemmning sem birtist einnig í áhlaupi á flokk-inn í þessu prófkjöri. Það mátti sjá á samfélagsmiðlum og víðar. En það tókst ekki að berja niður bæjarstjórann sem þeir vildu.“

Hefurðu fundið fyrir vaxandi óánægju Gunnars í ykkar sam-starfi í meirihlutanum?„Okkur hefur aldrei orðið sundur-orða og þetta kom mér á óvart. Ég legg mikla áherslu á að við vinnum saman, að hópurinn vinni með hug-myndir saman. Það er auðvitað ekk-ert sem segir að aðrir megi ekki hafa þá skoðun eða aðrar hugmyndir, t.d. að vilja ópólitískan bæjarstjóra. Það þarf þá að rökstyðja málið. Við förum þá yfir málin og ræðum.“

Árni segist aðspurður hafa hugleitt það alvarlega að nú væri komin tími til að hætta eftir tólf ár sem bæjarstjóri í Reykjanesbæ. En vegna

hvatningar og löngunar til að ljúka málum hafi hann ákveðið að láta slag standa og bjóða sig í eitt kjörtímabil í viðbót. „Það er ekkert launungarmál að þetta er oft búið að vera mjög erfitt en nú er uppskeran er að koma í ljós og nú þarf að færa kornið í hlöðurnar. Ég sé að þessi verkefni eru að klárast. Það er mjög spenn-andi að vera með í því og óneitan-lega er ég með þekkingu til þess.“

Hvernig finnst þér hafa tekist til með röðun á lista ykkar?„Þetta er auðvitað allt úrvalsfólk en þetta er góð niðurstaða og margir á listanum eru með reynslu og mikla þekkingu á málefnum bæjarins og allir vilja vinna öllum árum að því, að gera sitt besta fyrir Reykja-nesbæ. Það er markmið allra.“

Það er spennandi að sjá hvað gerist í framboðsmálum annarra flokka. Við buðum eftir síðustu kosningar upp á samstarf við aðra flokka í ýmsum málum. Það var ekki þegið þá en vonandi gæti það orðið núna.“

n Árni Sigfússon, bæjarstjóri, fékk 66% í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ:

„Hörkubarátta en mjög sáttur með niðurstöðuna“

Prófkjör - niðurstaða:1. Árni Sigfússon2. Böðvar Jónsson3. Magnea Guðmundsdóttir4. Baldur Guðmundsson5. Gunnar Þórarinsson6. Björk Þorsteinsdóttir7. Einar Magnússon.

Í næstu sætum voru samkvæmt heimildum VF Jóhann Sigurð-bergsson, Guðmundur Péturs-son, Ísak Kristinsson, Una Sig-urðardóttir, Alexander Ragnars-son og Birgitta Jónsdóttir.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, ræðir við félaga sína í prófkjöri sjálfstæðismanna þegar fyrstu tölur voru birtar.

Um 1500 manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Page 3: 09 tbl 2014

Kræsingar & kostakjörMar

khön

nun

ehf

lambafIllEfersktkílÓVERðÁður 4.595

3.998,-

gRíSamíNúTUSTEIkfersktkílÓVERðÁður 2.198

1.495,--32%

-50%lambalæRIíslandskryddaðkílÓVERðÁður 1.794

1.399,-ORgaNIc PIzzURMozzarella/salaMiVERð PER PIzzaÁður 579

498,-MargaritaVERð PER PIzzaÁður 498

398,-

-20%

aqUafREShtannbursti og tannkreMPakkaVERðÁður 499

399,-

cO-OPERaTIVEMorgunverðarkökurPakkaVERðÁður 359

269,--25%

OcEaN SPRay trönuberjasafi 1 llíTRaVERðÁður 399

299,-

-100kR

TÓmaTaR ýmSaR TEgUNDIR

30%AFSLÁTTU

R

lambafIllEfersktkílÓVERðÁður 4.595

3.998,-

kJúklINgaVæNgIRhvitlauksMarineraðirkílÓVERðÁður 698

349,-

kJúklINgaVæNgIRhvitlauksMarineraðirkílÓVERðÁður 698

349,-

cO-OPERaTIVEMorgunverðarkökurPakkaVERðÁður 359

269,-

Gildistími 6. - 9. mars 2014Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Page 4: 09 tbl 2014

fimmtudagurinn 6. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR4

-fréttir pósturu [email protected]

DeiliskipulagTillögur að breytingum á deiliskipulagi,Sveitarfélaginu Vogum.

Með vísan til ákvæða 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga þann 26. febrúar 2014 samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Sveitarfélaginu Vogum.

Íþróttasvæði, tjaldsvæði og AragerðiBreytingin afmarkast við reit sem er norðan Hafnargötu, austan Marar- og Mýrargötu og vestan Vatnsleysustrandarvegar. Breytingin felst í að: Norðan og vestan megin við fótboltavöll eru settir inn byggingarreitir fyrir áhorfendastúkur án skyggnis eða þaks. Heimilt er að byggja allt að 2,0 m háan skjólvegg ofan á manartoppi aftan við stúkurnar. Hámarksstærðir að norðanverðu: 50 x 9.2 m eða 460 m² að vestanverðu: 50 x 8.3 m eða 415 m². Lóð nr. 19 er færð um 3 m til suðurs til samræmis við lóðarblað.Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, breytingardags. 10.02.2014 og vísast til hennar um nánari upplýsingar.

Vogar – Iðndalur.Breytingin afmarkast af reit sem afmarkast af lóðinni við Iðndal 2. Breytingin felst í að innan lóðar Iðndals 2 er tekin út 45 m² lóð fyrir drei�stöð rafveitu, sem er til staðar og hefur ekki verið mörkuð sérstök lóð fram að þessu, og minnkar lóð fyrir Iðndal 2 sem því nemur. Markaður er 30m² byggingarreitur á lóðinni fyrir drei�stöð og sett fram kennisnið, sem heimila nýja drei�stöð, allt að 2,5 m x 3,5 m að grunn�eti og 2,3 m háa, komi til endurnýjunar. Einnig er sett inn kvöð um legu lagna og aðkomu að drei�stöð ásamt göngustíg fyrir almenning.Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, breytingardags. 11.02.2014 og vísast til hennar um nánari upplýsingar.Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með mánudeginum 3. mars nk. til og með mánudagsins 14. apríl 2014. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.isÞeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er ge�nn kostur á að gera athugasemdir við breytingatillögurnar. Skila skal skri�egum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en mánudaginn 14. apríl 2014. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillögurnar innan tilskilins frests telst samþykkur þeim.

Vogum, 3. mars 2014.F.h. bæjarstjórnar,Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF), og Ragnheiður

Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála skrifuðu sl. föstudag undir saming um eflingu söguferðaþjón-ustu á Íslandi. Ráðuneytið mun styrkja samtökin til þess að vinna að því um 3 milljónir króna á þessu ári og verður árangur metinn í árslok. Undirritunin var liður í dagskrá félagsfundar og málþings Samtaka um söguferðaþjónustu, sem fram fór í Reykjanesbæ um síðastliðna helgi.

Samstarfsvettvangur ólíkra aðila

Meginmarkmið samstarfsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun söguferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferða-manna og afþreyingu sem byggir á menningararfi. Unnið verður að stækkun og eflingu samtakanna, m.a. til að treysta samstarfsvettvang ólíkra aðila, s.s. safna og setra, sem miðla menningararfi til ferða-

manna og til að tryggja aðkomu söguferðaþjónustu að stefnumörkun og þróunarstarfi í ferðaþjónustu. Stuðlað verður að lengingu opnunartíma í samvinnu við „Ísland allt árið“, aukinni fagmennsku og gerð heildstæðra ferðapakka.“

90 félagar um allt landSamtök um söguferðaþjónustu (www.sagatrail.is) voru stofnuð árið 2006 af 18 aðilum í söguferðaþjónustu og hafa hingað til einbeitt sér að tímabilinu frá landnámi til siðaskiptanna um 1550. Því hafa Víkingaheimar verið með frá byrjun. Nú eru félagar orðnir yfir 90 um allt land. Nýverið var ákveðið að stækka samtökin þannig að allir sem eru að vinna með sögu svæða eða staða geta orðið aðilar, óháð þeim tíma sem unnið er með. Þannig munu t.d. Duushús og Hljómahöllin nú koma inn í samtökin auk víkingahópsins Völundar í Reykjanesbæ. Þá hefur Byggðasafn Garðskaga nú einnig gengið í Samtök um söguferðaþjónustu.

n Samningur við utanríkisráðuneytið undirritaður:

Efla söguferðaþjónustu á Íslandi

Fyrirlestur á vegum Krabbameinsfélags Suðurnesja á Flughóteli fimmtudaginn 6. mars. kl. 19:30

Að loknum almennum fundarstörfum hjá Rótarýklubbi Kefla-víkur er almenningi boðið að koma á fyrirlestur í tilefni Mottu- mars. Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameins-

skrár Íslands og klínískur prófessor við  Læknadeild HÍmun flytja fyrirlestur sem hún nefnir

„Getum við komið í veg fyrir krabbamein?“

Allir eru velkomnir

FYRIRLESTUR Í TILEFNI MOTTU- MARS

Rauði kross Íslandsá Suðurnesjum

AðalfundurAðalfundur Rauða krossins á Suðurnesjum verður haldinn miðvikudaginn 12. mars 2014 kl. 20:00 að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ.

DagskráVenjuleg aðalfundarstörfKa�veitingarÖnnur mál

Hvetjum alla Rauða kross félaga til að mæta og taka þátt í star� deildarinnar.

Runólfur og Ragnheiður Elín við undirritun samningsins. Mynd: Hilmar Bragi.

Menningarvika Grinda-víkur verður dagana 14.-

23. mars nk. Hún er nú haldin í sjötta sinn og er sérlega glæsileg í ár í tilefni 40 ára kaupstaðaraf-mælis Grindavíkurbæjar.„Það er frábær stemmning fyrir Menningarvikunni okkar í ár og tilkynningum um viðburði hefur rignt inn. Hér verður suðu-pottur menningar með tónleika-veislu, ljósmynda- og mynd-listasýningum, námskeiðum, skipulögðum gönguferðum og ýmsu fleiru. Hápunkturinn eru svo stórtónleikar í íþróttahúsinu laugardaginn 22. mars þar sem Jónas Sig, Fjallabræður og Lúðra-sveitir Vestmannaeyja og Þor-lákshafnar stíga á stokk,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðs-stjóri frístunda- og menningar-sviðs Grindavíkurbæjar.Á meðal gesta í Menningarvik-unni verður tónlistarfólk frá Pite, vinabæ Grindavíkurbæjar í Sví-þjóð. Jafnframt verða færeyskir gestir og margt af fremsta tón-listarfólki landsins kemur í heim-sókn eins og Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson. Grindvískt

listafólk verður í öndvegi. Þar má nefna glæsilegar ljósmynda-sýningar og málverkasýningar, sérstakt Grindavíkurkvöld með grindvísku listafólki og hljóm-sveitarkvöld með grindvískum hljómsveitum.„Við setningu menningar-vikunnar verður í fyrsta skipti útnefndur Bæjarlistamaður Grindavíkur. Eftir setninguna er gestum boðið í safnaðarheim-ilið í FJÖLMENNINGARLEGT VEISLUHLAÐBORÐ. Grind-vískir íbúar frá Filippseyjum, Tæ-landi, Póllandi og fyrrum Júgó-slavíu kynna og bjóða upp á rétti frá sínum heimalöndum,“ segir Þorsteinn.Auk þessa verður námskeið í sushi, saltfiskuppskriftarkeppni, stórmeistari í skák verður með fjöltefli, málþing um ábyrga nýt-ingu auðlinda, námskeið í menn-ingarlæsi, sýning á traktors- og bílasafni Hermanns Th. Ólafs-sonar í Stakkavík, svo eitthvað sé nefnt.Dagskráin birtist í heild sinni á heimasíðu bæjarins. www.grinda-vik.is, á morgun.

Suðupottur menn-ingar í Grindavík

– í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis

Page 5: 09 tbl 2014

www.okkar.is - til öryggis síðan 1966

OKKAR SJÚKDÓMATRYGGING XL

OKKAR Sjúkdómatrygging XL er nýjung hér á landi. Trygginguna er hægt að endurvekja eftir að bætur hafa verið greiddar úr henni og þannig geta viðskiptavinir OKKAR tryggt sig aftur gegn sjúkdómum sem kunna að knýja dyra síðar meir.

Fimm bótaflokkarTryggingunni er skipt upp í fimm bótaflokka eftir eðli sjúkdóma. Sé sótt um nýja tryggingu eftir greiðslu bóta er sá flokkur undanskilinn sem bætur hafa verið greiddar úr. Þannig er aðeins hægt að fá bætur einu sinni úr hverjum flokki.

Karlar og konur greiða sama iðgjald af Sjúkdómatryggingu XL, séu þau jafn gömul.

Kynntu þér málið á www.okkar.is eða hringdu í síma 540 1400.

Sjúkdóma-trygging sem hægt er að endurvekja

NÝJUNGÁ ÍSLANDI

OKKAR líftryggingar – með þér alla ævi

Page 6: 09 tbl 2014

fimmtudagurinn 6. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR6

Öskudagur hefur verið verið fastur þáttur í tilveru Íslendinga um langa tíð. Nafnið öskudagur kemur fyrir í ís-lenskum handritum frá 14. öld og leiða má líkum að því að það sé enn eldra.

Kynslóðir muna eftir þessum degi á misjafnan hátt og venjur breytast. Sú séríslenska hefð að hengja ösku-poka á fólk tíðkast minna en áður, en margir minnast þeirra tíma með ánægju því hluti af stemningunni við undirbúning var einmitt samveran sem fólst í því að sauma pokana og setja eitthvað leyndar-dómsfullt í þá. Síðan voru þeir hengdir á yfirhafnir fólks á götum úti og margir höfðu ekki hugmynd um einn eða fleiri poka á baki sínu fyrr en þeir fóru úr flíkunum.

Þróunin síðustu áratugi hefur verið meira á þá leið að börn klæðast búningum uppáhalds hetjanna sinna og eru þeir ýmist heimagerðir, leigðir eða keyptir í verslunum. Ímyndunaraflinu og hugmyndafluginu er gefinn laus taumur og ákveðinn spenningur felst í því að fylgjast með útkomunni hjá öðrum og frumsýna eigin búning. Vinnustaðir hafa einnig tekið þetta upp og fullorðið fólk gleymir sér í gleðinni og dregur fram barnið í sér; syngur jafnvel og dansar í vinnunni. Þetta brýtur upp hversdagsleikann á afar jákvæðan hátt.

Þrátt fyrir hlýindi og hálfgerða vortíð undanfarið snjóaði og fraus í nótt en börnin létu slíkt ekki stöðva sig. Þau gengu á milli fyrirtækja og stofnana í slyddu og snjó-komu til þess að syngja og sníkja sætindi. Einlæg gleði þeirra smitast yfir til eldri kynslóða og þau setja litríkan og skemmtilegan svip á bæjarlífið - og nýjar venjur verða til.

Einlæg og smitandi gleði á öskudegi

-ritstjórnarbréf

vf.isvf.isÚtgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected]éttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected] P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, [email protected], Eyþór Sæmundsson, [email protected]ýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected] P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, [email protected], Þórgunnur Sigurjónsdóttir, [email protected]ðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, [email protected], Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: ÍslandspósturStafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.isTekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einnsólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins.Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Olga Björt Þórðardóttir skrifar

SÍMI 421 0000

-instagram #vikurfrettir

Keflavík #vikurfrettir // Mynd: geinars

Mynd/Texti: Olga Björt Þórðardóttir // [email protected]

n Bæjarstjórinn í Sandgerði kann vel við sig þar:

„Birtan hérna er geggjuð“„Við erum núna komin fyrir vind og búin að vinna þannig úr málum og fara í gegnum reksturinn að hann er að gera sig ágætlega. Við erum skuldsett en við ráðum vel við það sem við erum að gera,“ segir Sigrún Árnadóttir, sem hefur verið bæjarstjóri Sandgerðis-bæjar síðan sumarið 2010. Samningur hennar rennur út þetta kjörtímabil og framundan er óvissutími hjá henni. Hún segist vera tilbúin að sinna starfinu áfram verði sú staða uppi. „Þetta er mjög skemmtilegt og fjöl-breytt starf.“Erfiðar ákvarðanir en góð samstaðaSigrún segir að þegar hún tók við starfi bæjarstjóra hafi staða sveitarfélagsins verið mjög erfið. „Nýrrar bæjarstjórnar beið erfitt verkefni sem var allsherjar-skoðun á öllum rekstri og skuldum bæjarins. Þetta er búið að vera mikil vinna en við höfum náð góðum tökum á flestu í rekstrinum. Einnig hefur sam-staða verið góð og engin óeining, þrátt fyrir óvinsælar ákvarðanir eins og gjald-skrárhækkanir og viðbótarálag á fast-eignagjöldin. Viðbótarálagið féll niður um áramótin,“ segir Sigrún.

Ekkert bitnað á grunnþjónustu

Sandgerðisbær hefur undanfarin ár haft mjög lítið fjár-magn í nýjar framkvæmdir en Sigrún segir að í ár séu til ráðstöfunar um 30 milljónir sem muni meðal ann-ars fara í nauðsynlegar fráveituframkvæmdir. „Þetta er allt á réttri leið. Fjárhagslegir erfiðleikar hafa ekki bitnað á grunnþjónustunni. Hér er veitt góð þjónusta

og gott er að ala upp börn hér í fjölskylduvænu um-hverfi, með gott skólakerfi; vel haldið utan um börnin.“ Núna sé verið að leggja lokahönd á skólastefnu sem margir hafi komið að. „Svo er það líka þessi áhersla á eldri borgarana og lýðheilsu almennt,“ segir Sigrún.

Er líka úr sjávarbæEins og með alla bæjarstjóra sem ráðnir eru tíma-bundið var ýmislegt sem Sigrún varð að setja sig inn

í. Sjálf er hún úr sjávarbæ, Eskifirði, og fannst því auðveldara að setja sig inn í margt í Sandgerði. Þó hafi ekki margt komið á óvart. „Kannski

helst birtan, sem mér finnst geggjuð. Er alveg heilluð af henni. Öll þessi víðátta á Suðurnesjum sem veldur því. Hún er síbreytileg á hverjum degi og ekkert sem skyggir á. Ég hef lagt mig fram við að horfa í kringum mig og njóta.“

Flugvöllurinn stærsti vinnustaðurinn

Annars segir Sigrún mjög opið sam-félag vera í Sandgerði og auðvelt fyrir fólk að nálgast hvert annað. Engar hindranir sem komi í veg fyrir það. „Hér er gott að vinna með fólki og það er í eðli sínu bjartsýnt. Flugstöðin er stærsta fyrirtækið í bænum og um 100 Sandgerðingar starfa á flugvallarsvæðinu. Á þriðja hundrað manns starfa svo við sjávarútveg. Bærinn er einnig stór vinnuveitandi. Hér er ungt sam-félag og mikið af fjölskyldufólki. Það er góður grunnur fyrir gott samfélag,“ segir Sigrún að lokum.

Ég hef lagt mig fram við að horfa í kringum mig og njóta

SjónvarpVíkurfrétta

Þátturinn er á dagskrá í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og vf.is

■ Taekwondo í Reykjanesbæ

■ Nettómótið í körfubolta

■ Lífið við Sandgerðishöfn

■ Miðtúnsróló í útikennslu

■ Matargleði í Bláa lóninu

■ Öskudagurinn í Reykjanesbæ

Meðal efnis í kvöldÞín auglýsing í þættinum?

Viltu auglýsa í Sjónvarpi Víkurfrétta?Þátturinn er sýndur á ÍNN á fimmtudagskvöldum

kl. 21:30 og endursýndur á tveggja tímafresti í sólarhring. Þátturinn er einnig í HD á vef

Víkurfrétta. Auglýsingasíminn er 421 0001eða póstur á [email protected].

Page 7: 09 tbl 2014

Mar

khön

nun

ehf

Gildistími 6. - 9. mars 2014Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Kræsingar & kostakjör UNITED SJÓNVÖRPFRÁBÆR KYNNINGARVERÐ!

Tilboðið gildir aðeins í Nettó Reykjanesbæ

UNITED LED32X16• Einfalt og gott 32“ sjónvarp• 1366x768 punkta upplausn• Progressive Scan• Stafrænn móttakari DVB-T+C• USB margmiðlunartengi sem styður DivX, MKV, MP3 og JPEG• 3 x HDMI, Scart, CI kortarauf, S-video,Coax, PC, heyrnartóls- og RCA tengi

UNITED LED39X16T2• Einfalt og gott 39“ sjónvarp• Háskerpu 1920x1080 punkta FHD upplausn • Progressive Scan• Stafrænn DVB-T2+C móttakari• USB margmiðlunartengi sem styður DivX, MKV, MP3 og JPEG• 3 x HDMI, Scart, CI kortarauf, S-video,Coax, PC, heyrnartóls- og RCA tengi

KYNNINGARTILBOÐ

FULLT VERÐ 59.990 FULLT VERÐ 89.990

KYNNINGARTILBOÐ

49.990 79.990

Page 8: 09 tbl 2014

fimmtudagurinn 6. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR8

Söngleikurinn Ávaxtakarfan verður frumsýndur annað

kvöld hjá Leikfélagi Keflavíkur.Nú eru 15 ár síðan höfundurinn Kristlaug María eða Kikka eins og hún er oftast nefnd, samdi þetta skemmtilega verk um ávextina í ávaxtakörfunni sem allir ættu að þekkja.Ávaxtakarfan varð til vegna þess að höfundinn langaði að skrifa leikrit um einelti sem átti að sýna líðan þess sem fyrir eineltinu varð. Hug-myndin vatt uppá sig og varð að leikriti um einelti og fordóma og heimur ávaxtanna varð til með leik og tónlist.Þau 15 ár sem Ávaxtakarfan hefur verið til hefur hún verið sett upp um allt land og í hinum ýmsu útgáfum. Það er sérstaklega ánægjulegt að á afmælisári Ávaxtakörfunnar sé hún sett upp hérna í Frumleikhús-

inu í Reykjanesbæ, heimabæ höf-undarins. Í sýningunni er ekkert til sparað og lifandi ávextir, lifandi leikur og lifandi tónlist leiða okkur í heim ávaxtanna.Það er hinn landsþekkti leikari og grínari Gunnar Helgason sem leikstýrir að þessu sinni og gerir það snilldarlega. Þá hefur einnig verið fenginn landsfrægur ljósa-hönnuður, Egill Ingibergsson til að hanna lýsingu og er hann að skila frábæru verki.Það er einlæg ósk okkar sem stönd-um að Leikfélagi Keflavíkur að sem flestir suðurnesjamenn sjá sér fært að mæta á sýningu og styðja við það frábæra starf sem félagið er að sinna.

Sjáumst í Frumleikhúsinu.Fh. Leikfélags Keflavíkur,

Guðný Kristjánsdóttir.

-fréttir pósturu [email protected]ðsent pósturu [email protected]

Föstudagskvöldið 21. febrúar skellti ég mér ásamt dætrum

mínum á sýningu Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Dirty dancing í Andrews. Þessi sýning var sérstök að því leyti að aðgangseyrir rann óskertur til tækja-kaupa á HSS og söfnuðust 414.000 krónur sem er frábært. Ég tek ofan fyrir nemendafélaginu að ráðast í slíka uppfærslu og vil byrja á að óska þeim til hamingju með framtakið sem að sýningunni stóðu. Það þarf kjark og þor til þess að fara af stað með svo veigamikið verk sem Dirty Dancing er og að mörgu ber að huga. Handritið er einfalt og greinilegt að leikstjórinn hefur stytt það töluvert sem kom þó ekki að sök. Leikara-hópurinn stóð sig með mikilli prýði en þar ber af að öðrum ólöstuðum aðalleikarinn Arnar Már Eyfells sem fer með hlutverk Johnny. Arnar bæði leikur vel, syngur sitt lag af mik-illi innlifun auk þess að sýna snilldar-takta í dansi. Auk Arnars má ég til með að nefna Sölva Elísabetuson sem leikur Njál en hann túlkar sitt hlut-verk frábærlega og hótelstýran Ka-talína er vel leikin af Guðrúnu Elvu Níelsdóttur. Silvía Rut Káradóttir var sannfærandi í sínu hlutverki sem Penny og dans hennar frábær. Eins og nafn verksins gefur til kynna þá er mikið um dansa og ber að hrósa danshópnum öllum sem fyllti sýn-

inguna lífi með frábærum dönsum og flottum búningum. Ásta Bærings á mikið hrós skilið fyrir sína vinnu sem danshöfundur sýningarinnar. Ekki er ætlunin að rekja það sem betur mátti fara að mínu mati því í heild-ina var sýningin skemmtileg og náði til allra áhorfenda. Ég vil að lokum nota tækifærið og hrósa NFS fyrir að ráðast í svona verkefni og koma þannig til móts við þá fjölmörgu hæfileikaríku nemendur skólans sem hafa áhuga á að leika, syngja, dansa og bara yfirleitt koma fram og standa að leiksýningum. Okkur bæjarbúum ber skylda til að mæta á viðburði sem þessa og styðja þannig við uppbygg-ingu leiklistarlífs og menningar hér á svæðinu. Við Suðurnesjamenn erum rík af hæfileikafólki sem skilar sér í svona uppfærslum. Hér er öflugt leikfélag starfandi, Leikfélag Kefla-víkur, eitt það öflugasta á öllu landinu sem setur árlega á svið tvær stórar sýningar auk þess að taka virkan þátt í hinum ýmsu uppákomum á vegum sveitarfélaganna. Þann 7. mars mun Leikfélag Keflavíkur frumsýna söng-leikinn Ávaxtakörfuna eftir Krist-laugu Maríu Sigurðardóttur og vil ég hvetja alla Suðurnesjamenn til þess að koma á þá sýningu og styðja enn betur við leiklistina hér á svæðinu, það er okkur öllum til heilla.

Guðný Kristjánsdóttir.

n Guðný Kristjánsdóttir skrifar:

Dirty Dancing – Sýning sem nær til allra

Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409

FUNDARBOÐAðalfundur Grindavíkurdeildar KSK verður á fimmtudaginn 6. mars kl. 17:00 í Sjómannastofunni Vör.

SÝNT ER Í FRUMLEIKHÚSINU VESTURBRAUT 17

www.lk.is

Forstjóri HSS klökkur yfir hlýhug FS-inga- Söfnuðu rúmum 400 þúsund krónum fyrir stofnunina

Sérstök styrktarsýning fyrir Heilbrigðisstofnun Suður-

nesja, var haldin á söngleiknum Dirty Dancing. Alls söfnuðust 414.000 krónur til styrktar HSS en Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja stóð fyrir sýningunni.Allur aðgangseyrir styrktarsýn-

ingar NFS á Dirty Dancing rann óskiptur til HSS en féð verður notað til tækjakaupa fyrir stofnun-ina. Halldór Jónsson forstjóri Heil-brigðisstofnunar Suðurnesja þakk-aði kærlega fyrir hönd stofnunar-innar og virtist hann vera örlítið klökkur yfir hlýhug FS-inga.

Ávaxtakarfan frumsýnd á morgun

Framboðslisti Framsóknar-flokksins kynntur

Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar-

flokksins fyrir sveitarstjórnarkosn-ingarnar í Reykjanesbæ 31. maí 2014 var kynnt fyrir helgi.

Listinn er á þessa leið:1. Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur2. Halldóra Hreinsdóttir, viðskiptafræðingur3. Halldór Ármannsson, skipstjóri og formaður Landssambands smábátaeigenda4. Bjarney Rut Jensdóttir, lögfræðingur5. Guðmundur Gunnarsson, íþróttakennari og stuðningsfulltrúi6. Kolbrún Marelsdóttir, þroska-þjálfi og framhaldsskólakennari7. Baldvin Gunnarsson, framkvæmdastjóri8. Magnea Lynn Fisher, sálfræðinemi9. Einar Friðrik Brynjarsson, umhverfisiðnfræðingur og skrúðgarðyrkjumeistari10. Þóra Lilja Ragnarsdóttir, háskólanemi11. Freyr Sverrisson, knattspyrnuþjálfari12. Jóhanna María Kristinsdóttir, söngnemi13. Eyþór Þórarinsson, búfræðingur og slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður14. Magnea Herborg Björnsdóttir, leikskólakennari og frístundabóndi15. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi16. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, sjúkraliði og snyrtifræðingur17. Birkir Freyr Guðbjörnsson, framhaldsskólanemi18. Kristrún Jónsdóttir, verkakona19. Ingvi Þór Hákonarson, slökkviliðsmaður20. Oddný J B Mattadóttir, leiðsögumaður21. Hilmar Pétursson, fv. bæjarfulltrúi22. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður og varabæjarfulltrúi

Page 9: 09 tbl 2014

www.kia.com

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

3-12

02

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.

Kaupauki með Carens: Tveir iPad og heilsársdekkNú fylgja heilsársdekk og tvær 16 GB iPad spjaldtölvur með höfuðpúðafestingumhverjum nýjum Kia Carens. Gildir til 1. apríl 2014.

Kia bílarnir hafa slegið í gegn á Íslandi eins og annars staðar. Kia Carens er rúmgóður, sparneytinn og öruggur sjö manna fjölskyldubíll með framúrskarandi aksturseiginleika, hannaður til að veita þér meira frelsi til að njóta stundanna með þínum nánustu.

Komdu í Öskju og kynntu þér Carens og stórfjölskylduna frá Kia. Við tökum vel á móti þér.

7 manna

Carens 1,7 dísil, beinskiptur 6 gíra

Verð frá 4.890.777 kr.Aðeins 49.900 kr. á mánuði í 84 mánuði*

Komdu og mátaðu hann við fjölskylduna

Sjö manna Carens

*M.v. 1.980.000 kr. útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO í 84 mánuði. 9,7% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,69%. Nánari upplýsingar á ergo.is.

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Holtsgötu 52 · Reykjanesbær · Sími 420 5000 · ksteinarsson.is

Page 10: 09 tbl 2014

fimmtudagurinn 6. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR10

-viðtal pósturu [email protected]

Bjarni Róbert Bragason er Njarðvíkingur og bjó í Reykja-

nesbæ þar til hann flutti til London í lok ársins 2009. Hann starfar sem myndbrellumeistari (e. composi-tor) og segir í viðtali við Víkur-fréttir frá starfi sínu, reynslu og Óskarsverðlaunum sem hann á hlut í fyrir myndina The Gravity.

Lærði grunninn hjá Latabæ„Besta leiðin til að lýsa starfinu mínu er að ég sé til þess að leik-arar, sem teknir eru upp í mynd-veri með ekkert annað en grænt tjald í bakgrunni, virðast hafa verið teknir upp t.d. í öðrum heimi eða öðru landslagi. Einnig búa mynd-brellumeistarar til galdra og aðr-ar brellur, láta Súperman fljúga og annað sem er í eðli sínu ekki hægt að taka upp,“ segir Bjarni. Spurður um hvenær áhugi hans á myndbrellum kviknaði segist Bjarni muna eftir að hafa séð kvik-myndina Dragonheart, frá árinu 1996, þar sem Sean Connery talaði fyrir tölvuteiknaðan dreka. „Flestir duttu í að fá áhuga á svona eftir að hafa seð Jurassic Park eða Term-inator 2 en ég hreifst af því hvað það væri hægt að blása miklu lífi og tilfinningu í eitthvað sem er ekki til.“ Boltinn fór að rúlla eftir að Bjarni hafði leikið sér að því að gera þrívíddarmódel og annað í frístundum heima samhliða fram-haldsskólanámi. Nítján ára, fyrir 10 árum síðan, hætti hann svo í framhaldsskóla því kunnátta hans kom honum inn um dyrnar hjá La-tabæ þegar þar vantaði mannskap í myndbrelludeildinni. „Þeir kenndu mér grunninn að því sem ég geri í dag,“ segir Bjarni.

Ævintýrið í kringum The Gravity

Besta við starfið segir Bjarni vera að geta starfað við áhugamál sitt og fengið laun fyrir. „Almennt er mjög skemmtilegt fólk í þessum bransa og það er mjög gaman og verðugt að sjá nafnið sitt í stórmyndunum.

Vinnutíminn er hins vegar mjög langur starfsöryggi oft lítið þannig að þetta á best við fólk sem getur fært sig á milli landa eins og ekkert sé.“ Eftir að Latibær hætti fram-leiðslu á þáttunum um 2008 komst Bjarni í samband við Daða Einars-son, sem einnig vann að myndinni The Gravity. „Daði hafði þá stofnað útibú Framestores á íslandi (sem kallast RVX í dag) og ég byrjaði að vinna með honum í Reyjavík. Seinna fór ég út til Framestore í London að vinna við Clash of the Titans og eftir nokkrar myndir fór ég inn í teymið sem gerði The Gra-vity,“ segir Bjarni.

Atriði með Söndu Bullock og George Clooney

Hann var það sem kallað er „2d sequence Lead“ og sá þá um 5-6 manna teymi sem hélt utan um samsetningu myndbrellna úr hluta af byrjun myndarinnar. Í fyrirtækinu í kringum myndina störfuðu um 400 manns og vinnsla Bjarna hluta af myndinni tók eitt ár, svo að hann eignaðist fjölda vina. „Stór hópur fólks kemur að gerð sömu hluta myndarinnar en hlutinn sem ég var með var um 6 mínútur af myndinni.“ Hann segir tökurnar aðeins hafa verið tvær og því gríðarlega erfitt en spenn-andi verkefni. Þetta hefði aldrei verið gert áður og þess vegna hefði verið gaman að vera hluti af þessu. „Minn hluti byrjar þegar þau upp-götva að það er eitthvað að og allt

fer í bál og brand og Sandra Bul-lock kastast út í geim og endar svo þegar George Clooney finnur hana aftur.“ Bjarni segir vinnsluna hafa verið allt frá því að setja saman margar tökur af Söndru og blanda saman svo úr verði ein löng taka án þess að áhorfandinn taki eftir því, setja andardráttinn á glerið, allar rispur, setja inn sólina og hanna útlit hennar, litaleiðréttingar og fleira. „Okkar verk er að láta þetta líta út fyrir að hafa verið tekið upp í tökuvel með allar sína galla frekar en þetta fullkomna þrívíddarútlit,“ segir Bjarni.

Óskarsverðlaun eins og Ólympíugull

Spurður um hvernig tilfinningin hafi verið að vera hluti að teymi sem vinnur Óskarsverðlaun, segir Bjarni: „Það náttúrulega bara það stærsta sem getur komið fyrir. Það eru engin meiri viðurkenning en þetta fyrir starfið sitt. Þetta er í raun bara Ólympíugullið okkar.“ Bjarni situr ekki auðum höndum og mikið er í pípunum. „Ég var að klára Edge of Tomorrow með Tom Cruise og er núna byrjaður í Guardians of the Galaxy sem ég verð upptekinn af í sumar. Ég er fastráðinn hjá Fram-estore svo að í augnablikinu þá held ég bara áfram hjá þeim í London. Stærsti draumurinn er að fá að gera persónulegt stórmyndarverkefni eða taka við Óskarnum sjálfur einn daginn,“ segir Bjarni spenntur að lokum.

n Var í teymi sem gerði myndbrellur í myndinni The Gravity:

Langar að taka sjálfur við Óskarnum

„Minn hluti byrjar þegar þau uppgötva að það er

eitthvað að og allt fer í bál og brand og Sandra

Bullock kastast út í geim og endar svo þegar George Clo-oney finnur hana

aftur“

Hulda Bjarnadóttir, Jóhann Geirdal,Guðjón Þórhallsson, Guðveig Sigurðardóttir,Lárus B Þórhallsson, Hrönn Gestsdóttir,Magnea Ólafsdóttir,barnabörn og barnabarnabörn.

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma

Steinunn Þórleifsdóttir,Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ,

frá Efri-Hólum, Núpasveit,

lést í faðmi fjölskyldu sinnar að morgni sunnudagsins 2. mars á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún verður jarðsungin frá

Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 11. mars kl. 13:00.

Skólamatur auglýsir eftir umsóknum í stöðu starfsmanns í framleiðslueldhúsi, Reykjanesbæ.

Helstu hæfniskröfur:Áhugi og þekking á matargerð

Skiplagshæfni og sveigjanleiki

Hæfni í mannlegum samskiptum

Grunn tölvuþekking

Kostur er að hafa menntun sem nýtist í starfi

Vinnutími er frá kl.7-15 alla virka daga (100%)

Umsóknir berist fyrir 14.mars á [email protected]

Hefur þú brennandiáhuga á matargerð?

Hollt, gott og heimilislegt

Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær

Sími 420 2500 www.skolamatur.is

ATVINNAÞjónn óskast í fullt starf

Óska eftir þjóni í fullt starf á veitingastað í Keflavík. Framtíðarstarf.

Umsókn með mynd og ferilskrá sendist á [email protected]

Bjarni, lengst til vinstri, ásamt systkinum sínum Bryndísi Ósk og Brynjari Atla.

Bjarni, ásamt foreldrum sínum, Önnu Jamison og Braga Sigurðssyni og systkinum.

Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu 2014

uEins og undanfarin ár gefst konum kostur á að sækja um ferðir á vegum Orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu, en þessar ferðir njóta ávallt mikilla vinsælda, enda vel að þeim staðið.Í ár verða 3 ferðir í boði og verður fyrsta ferðin í byrjun júní til Ít-alíu, þar sem farið verður til Toskana, Pisa og Flórens. Í september verður boðið upp á ferð til Bodensee í Þýskalandi og Lichtenstein og í desember verður farin aðventuferð til Innsbruck í Austurríki.Rétt til að sækja um ferðirnar hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf.Ferðirnar verða auglýstar nánar á næstunni.

Page 11: 09 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. mars 2014 11

-fréttir pósturu [email protected]

Beiðni Sveitarfélagsins Garðs til Sýslumannsins í Keflavík

um að lagt verði lögbann við því að DS flytji hjúkrunarrými hjá hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði að hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í Reykjanesbæ var hafnað. Sýslumaður tilkynnti þessa niðurstöðu í síðustu viku.Með þessu er ljóst að ákvörðun meirihluta stjórnar DS stendur, um að halda áfram starfsemi á Hlévangi en um leið að lögð verði niður starfsemi á Garðvangi, enda hefur DS ekki rekstrarheimildir frá ríkinu til þess að reka áfram bæði heimilin, eftir að Nesvellir taka til starfa.

„Það er afar gott að fá niðurstöðu í þessu máli. Þó svo að undirbúningi flutninga af Garðvangi og yfir á Nesvelli hafi verið haldið áfram á meðan á málarekstrinum stóð þá leiðir svona mál alltaf til þess að hlutir dragast eða ganga hægar en annars væri. Það hefur farið mikill kraftur, tími og orka í málarekstur-inn og gagnaöflun í kringum hann sem annars hefði nýst að fullu í að undirbúa það sem skiptir mestu máli, þ.e. flutningar fólksins yfir í ný og glæsileg húsakynni á Nes-völlum,“ sagði Böðvar Jónsson, for-seti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og stjórnarmaður í DS, Dvalar-heimilum aldraðra á Suðurnesjum.

Stefnt er á formlega opnun hjúkr-unarheimilisins á Nesvöllum 14. mars nk. og að íbúar muni flytja sömu helgi. Framkvæmdir eru á lokastigi í húsinu.Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs samþykktisamhljóða á fundi sínum í síðustu viku að staðfesta kröfu um að niðurstöðu sýslumanns um lögbannsbeiðni verði vísað til Héraðsdóms Reykjaness. Þá hefur bæjarstjórinn í Garði sent bréf til heilbrigðisráðherra með ósk um að flutningi hjúkrunarrýma frá Garðvangi til Nesvalla verði frestað meðan málið er í dómsmeðferð.

Lögbanni Garðmanna vegna Garðvangs hafnað– Hjúkrunarheimilið að Nesvöllum verður opnað 14. mars nk.

Starfsmenn dvalar-heimila kvaddirForráðamenn dvalarheimil-

anna Garðvangs og Hlévangs buðu starfsfólki þeirra í samsæti í tilefni þess að starfsemi heim-ilanna fór undir hatt Hrafnistu frá 1. mars sl. Þeir Finnbogi Björnsson, forstöðumaður og Böðvar Jónsson, forstjórnar Dvalarheimila aldraðra á Suður-

nesjum þökkuðu starfsfólkinu fyrir þeirra störf og óskuðu þeim velfarnaðar á nýjum vinnustað.Finnbogi hefur verið við stjórn hjá dvalarheimilunum í 37 ár eða frá byrjun en starfsemin hófst 1976. Meðfylgjandi myndir voru teknar í hófinu sem fór fram í KK-salnum í Keflavík.

-aðsent pósturu [email protected]

Krabbameinsfélag Suðurnesja er eitt af aðildarfélögum Krabba-

meinsfélags Íslands sem styður og eflir baráttuna gegn krabbameinum með leitarstarfi, rannsóknum, for-vörnum og fræðslu.Marsmánuður – Mottumars er mán-uður árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins gegn krabba-meinum hjá körlum.Krabbameinsfélag Suðurnesja mun taka virkan þátt í þessu átaki með ýmsu móti.Munir verða boðnir til sölu, s.s. skeggpinnar, armbönd, herðatré o.fl.Allur ágóði af því sem við seljum hér á svæðinu rennur beint til Krabba-meinsfélags Suðurnesja.Fimmtudaginn 6. mars verðum við að selja í verslunarmiðstöðinni Krossmóa í Reykjanesbæ eftir kl. 16:00. Milli kl. 16:30 og 17:30 munu tveir ungir tónlistarmenn flytja nokkur létt lög.Fimmtudaginn 13. mars verðum við einnig með sölu í Krossmóa. Kl. 17:00 mun Karlakór Keflavíkur mæta og skemmta okkur með söng og gleði.Fundur hjá Rótarý fimmtudaginn 6. mars.Eftir hefðbundin fundarstörf kl. 19:30 verður fundur opinn almenn-

ingi þar sem Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameins-skrár Íslands og klínískur prófess-or við Læknadeild HÍ flytur erindi sem hún nefnir „Getum við komið í veg fyrir krabbamein?“ Fundurinn er haldinn í fundarsal Flughótels við Hafnargötu.Laugardaginn 8. mars kl. 11:00 verður hittingur á Kaffi knús. Þangað eru allir velkomnir sem greinst hafa

með krabbamein og aðstandendur þeirra. Aðaltilgangur þess að hitt-ast er að eiga notalega stund saman, spjalla um starfsemi félagsins og deila hugmyndum.Einu sinni í mánuði er opið hús á vegum KS og höfum við fengið góða fyrirlesara til liðs við okkur.Næsti fyrirlestur verður þriðjudag-

inn 11. mars. Þá mun Ásdís Ragna Einarsdóttir, grasalæknir BSC, fræða okkur um náttúrulegar leiðir til heilsusamlegrar uppbyggingar. Léttar veitingar í boði í fundarhléi.Þriðjudaginn 1. apríl kl. 19.30 mun Helga Birgisdóttir (Gegga) vera með erindi sem hún kallar „Smiler getur öllu breytt“.Þriðjudaginn 6. maí kl. 19.30 kemur Gunnjóna Una Guðmundsdóttir fé-lagsráðgjafi og ræðir um hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem greinast með krabbamein.Allir fundirnir eru haldnir að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ og hefjast kl. 19:30.Frá og með fimmtudeginum 6. mars n.k. er þeim sem greinst hafa með krabbamein boðið í fría jógatíma – Jóga með Ágústu í nýjum og flottum húsakynnum Om setursins.Þetta er í boði eigenda Om setursins og Ágústa Hildur Gizurardóttir jóga-kennari gefur sinn tíma.Tímarnir verða þriðjudaga og fimmtudaga kl 13:00 í Om setrinu við HafnargötuEinnig bendum við á að stofnaður hefur verið gönguhópur. Gengið er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00 frá Sundmiðstöðinni í Keflavík.

n Mikið starf hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja:

Mottumars er mánuður árvekni

SumarstörfÓskum eftir starfsfólki í afgreiðslu í sumar.

Viðkomandi þarf að hafa náð 21 árs aldri.Tungumálakunnátta æskileg.

Ökuréttindi og hreint sakavottorð skilyrði.

Óskum eftir starfsfólki í bílaþrif í sumarViðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.Ökuréttindi og hreint sakavottorð skilyrði.

Vinsamlegast sendið umsóknir með ferilskrá til Þórunnar Þorbergsdóttur á netfangið [email protected]

Nánari upplýsingar veittar í síma 421-5566 milli 8:00 og 16:00.

15%afsláttur*Af öllum pakkningum

* Gildir í mars

Page 12: 09 tbl 2014

fimmtudagurinn 6. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR12

-mannlíf pósturu [email protected]

- uppboð

Þegar Guðmundur er ekki í vinnu eða að sinna fjölskyldunni er hann the imminent g.

Guðmundur Bjarni Sigurðsson annar stofnandi og eigandi vefhönnunarfyrirtækisins Kosmos & Kaos í Reykjanesbæ er ekki við eina fjölina felldur. Guð-mundur var á sínum yngri árum lengi vel áberandi í tónlistarlífi Suðurnesja. Hann var m.a. forsprakki í hljómsveitinni Danmodan sem sigraði hljómsveita-keppnina Rokkstokk árið 1997, sælla minninga.Guðmundur hefur alltaf verið virkur að semja og grúska í tónlistinni samhliða vefhönnuninni. Nú er komið nýtt efni frá Guðmundi þar sem hann reynir

fyrir sér í raftónlistinni með sólóverkefni sem ber nefnið The imminent g. Guðmundur segir að hann hafi verið að vinna að tónlist síðustu 10 árin en vegna anna sé hann loks að koma þessu frá sér fyrst núna. Hann segir að von sé á fleiri lögum en langt sé þó í plötuna.Lögin eru með rafrænu ívafi en oftast spilar hann þó á gítar og syngur líka. Nýja lagið hans Guðmundar má heyra á vf.is en það ber nafnið Land. Þar syngur Guðmundur undir og spilar á gítar á meðan lesið er bréf eftir Indíánahöfðingjann Seattle, sem borgin góða er nefnd eftir.

Semur raftónlist í frístundum sínum- Vefhönnuðurinn Guðmundur Bjarni er the imminent g

Skúlatún 2 - 105 Reykjaví[email protected] - www.idan.is

Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig!

Hefur þú starfað við húsasmíði í 5 ár eða lengur og vilt ljúka námi í faginu?

Áhugasömum er bent á að hafa samband við IÐUNA fræðslusetur í síma 590 6400 eða með því að senda fyrirspurn á [email protected]

RAUNFÆRNIMAT

Raunfærnimat miðar að því að meta færni og þekkingu sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið. Að loknu raunfærnimati fara þátttakendur í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur til að útskrifast. Inntökuskilyrði í raunfærnimat er 5 ára starfsaldur í greininni og 25 ára lífaldur. Einnig er boðið upp á raunfærnimat í vélvirkjun, rennismíði, stálsmíði, blikksmíði og skrúðgarðyrkju.

Kynningarfundur verður haldinn þriðju- daginn 10. september kl. 17.00 að Skúlatúni 2, 6. hæð, 105 Reykjavík.

NÁNARIUPPLÝSINGAR

Á IDAN.IS

DA

GSV

ERK

.IS /

IDA

N09

13

Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 420 2400 

UPPBOРEinnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrifstofu emb-ættisins að Vatnsnesvegi 33, Reykja-nesbæ, sem hér segir: Garðar GK-53 skrnr. 1305, dragnóta-bátur, þingl. eig. Vestursigling ehf, gerðarbeiðandi Bolungarvíkurkaup-staður, þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 08:40. 

Sýslumaðurinn í Keflavík, 3. mars 2014.

Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

 Sýslumaðurinn í KeflavíkVatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 420 2400 

UPPBOРEinnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftir-

farandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Beykidalur 2 fnr. 229-8434, Njarðvík 50% eignahl gþ., þingl. eig. Marzena Szewc og Michal Franciszek Sikora, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 10:40. Fitjabraut 1b fnr. 228-9514, Njarðvík, þingl. eig. Fitjar-flutningar ehf, gerðar-beiðandi Landsbankinn hf., þriðjudag-inn 11. mars 2014 kl. 10:25. Greniteigur 19 fnr. 208-7776, Kefla-vík, þingl. eig. Jón Ingi Ingibergsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 09:25. Greniteigur 38 fnr. 208-7814, Kefla-vík, þingl. eig. Bergþóra V Sigurjóns-dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 09:35. Grímsholt 6, fnr. 228-9621, Garður, þingl. eig. Nesbyggð eignarhaldsfélag ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn í Keflavík, þriðju-daginn 11. mars 2014 kl. 09:55. Hafnargata 65 fnr. 208-8116, Kefla-vík, þingl. eig. Jón Óskarsson, gerðar-beiðendur HS veitur hf, Íbúðalána-

sjóður og Reykjanesbær, þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 09:05. Heiðargerði 3 fnr. 228-0508, Vogar, þingl. eig. Örvar Már Jónsson, gerðar-beiðandi Heiðargerði 3,húsfélag, þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 11:00. Kirkjuvegur 14 fnr. 208-9625, Kefla-vík, þingl. eig. Alhliða ehf., gerðarbeið-andi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 09:15. Suðurhóp 10 fnr. 229-0749, Grinda-vík, þingl. eig. Inga Sigríður Gunndórs-dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 11:35. Sunnubraut 12 fnr. 209-0834, Keflavík 50% eignahl. gþ., þingl. eig. Sigurður Stefánsson, gerðarbeiðandi Landsbank-inn hf., þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 08:55. Vörðubraut 1 fnr. 230-0178, Garður, þingl. eig. Þb. VH ehf., gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 09:50. 

Sýslumaðurinn í Keflavík, 6. mars 2014.

Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

Daglegar fréttir á vf.is

TIL LEIGU

Vatnsnesvegur 5 atvinnuhúsnæði til leigu70m2 atvinnuhúsnæði með innkeyrslu-dyrum og góðri lofthæð á besta stað í Keflavík. Mjög auðveld aðkoma. Frekari upplýsingar í síma 661 7000.

Einbýlishús í Sandgerði.Til leigu 5 herbergja, 190 fm einbýlishús með bílskúr í Sandgerði. Laust 1. maí. Uppl. í síma 823 1154.

Einbýlishús Innri-NjarðvíkNýlegt og vandað einbýlishús til leigu; fullbúið að innan sem utan, 204 fm með bílskúr, 4-5 svefnherbergi. Frábært hús hús á góðum stað í nýja hverfinu í Innri-Njarðvík. Gróinn garður. Leigu-verð 220.000 kr. á mánuði, laust frá 1. maí eða jafnvel fyrr. Nánari upplýsingar í s: 848 7177.

ÓSKAST

LeiguskiptiLeiguskipti: Reykjanesbær-Hafnar-fjörður. Hef 100 fm íbúð í Hf. Leigist frá sumri / hausti í ca 1 ár. Uppl. í 866 2361

TIL SÖLU

Rúllugardínur til sölu.Beige rúllugardínur og einnig gráar myrkunargardínur, sem passa fyrir 3ja herbergja íbúð á Súlutjörn. Selst ódýrt. Vinsamlega hafið samband við Soffíu í síma 421 4364.

GÆLUDÝR

PoodleVantar poodle rakka helst hvítan, fyrir poodle tík í Reykjanesbæ. Upplýsingar í síma 898 6032 milli 6-8 síðdegis

Hundasnyrting.Tek að mér að klippa og snyrta hunda. Löng reynsla. Sjá Hundasnyrting á FB. Uppl. Kristín 897 9002.

- smáauglýsingar

BílaviðgerðirPartasala

Kaupum bilaðaog tjónaða bíla

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979www.bilarogpartar.is

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum

Vikan 6. - 12. mars. nk. • Bingó • Listasmiðja • Handverk

• Leikfimi - dans- boltaleikfimi.• Félagsvist • Bridge

• Hádegismatur • Síðdegiskaffi

Föstudaginn 7 mars nk. á Nesvöllum kl. 14:00.

Spilabingó

Allir velkomnir

Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is

Daglegar fréttir á vf.is

Page 13: 09 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. mars 2014 13

-fs-ingur vikunnar pósturu [email protected]

Helsti kostur FS? Breiða brosið hennar Hebu á morgnanna.

Hjúskaparstaða? Er í allsherjar leit..

Hvað hræðistu mest? Að vera grafin lifandi er minn allra versti ótti!

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Húff, það er aragrúa hæfi-leikafólks í FS, fyrstur uppí hugann er Sigurður Smári.

Hver er fyndnastur í skólanum? Sölvi er alveg óútreiknanlegur og erfitt oft að vita hvort hann er að grínast eða tala af alvöru, mér finnst hann fyndinn.

Hvað sástu síðast í bíó?Ætli það hafi ekki verið Lífsleikni Gillz - mynd sem ég ætlaði ekki að sjá. Fór inn með engar væntingar, þess vegna fannst mér hún alveg góð.

Hvað finnst þér vanta í mötu-neytið? Beyglur með rjómaosti.

Hver er þinn helsti galli? Fljót að æsa mig og trúi aðeins of mikið á það góða í fólki.

Hvað er heitasta parið í skól-anum? Pass, sorry krakkar

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Þá myndi ég leyfa böll á föstudögum, leyfa formanni NFS að hafa lykil af

Elva Dögg Sigurðardóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hún er 19 ára Keflvíkingur sem gegnir stöðu formanns Nemendafélags skólans. Í sumar ætlar Elva að vinna á Spáni og eftir úrskrift er stefnan tekin á Afríku, annað er óráðið varðandi framtíðina.

Myndi leyfa böll á föstudögum

skólanum og gefa nemendafélaginu eina kennslustofu sem skrifstofu.

Áttu þér viðurnefni? Ekkert sérstakt, strákarnir í stjórninni kalla mig samt miður fallegu nafni.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Er gjörn á að segja ,,Nei dreptu mig ekki" þegar ég er hneyksluð á einhverju og finnst mér það hrikalega ljótur ávani!

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Ég er mjög ánægð með að fólk er farið að taka aðeins meira þátt en áður, margir komnir með annan fótinn út úr boxinu.

Áhugamál? Íþróttir, félagsmál og útlönd.

Hvert er stefnan tekin í fram-tíðinni? Sumrinu ætla ég að eyða í vinnu á Spáni svo kem ég heim og útskrifast og ætla þá til Afríku, annað er óráðið.

Ertu að vinna með skóla, ef já hvar þá?Er ekki í launaðri vinnu en verkefni nemendafélagsins eru vinna útaf fyrir sig.

Hver er best klædd/ur í FS? Hjörtur er flottur og síðan er Sylvía Rut Kára alltaf rosa fín.

Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt? Vá erfið spurning, er ennþá að leita af tvífara mínum samt örugglega bara bróðir minn með hárkollu.

EFTIRLÆTISKennari:

Kolla verður alltaf uppáhaldið mitt

Fag: í skólanum Spænskan

Sjónvarpsþættir: The Carrie Diaries

Kvikmynd: Stikkfrí mun bara alltaf eiga stað í hjarta mínu

Hljómsveit/tónlistarmaður: Jón Jónsson

Leikari: Liam Neeson er alltaf

jafn mikill töffari

Vefsíður: þessa stundina er dohop.

is minn besti vinur

Flíkin: svörtu H&M skórnir sem ég

fer í hvern einasta dag Skyndibiti: Er Saffran skyndibiti? Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Gömlu lögin hennar Taylor Swift eru góð....

DANSBIKAR BRYN 2014

LAUGARD. 8. MARS kl. 14:00

Í BRYN BALLETT AKADEMÍUNNI FLUGVALLARBRAUT 733 ÁSBRÚ, REYKJANESBÆ

SÍMI: 426 5560 WWW.BRYN.IS NETFANG: [email protected]

Miðaverð Kr. 1000**Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

LISTDANSSKÓLIREYKJANESBÆJARBRYNBALLETTAKADEMÍAN

ALLIR VELKOMNIRDanskeppni nemendaí listdansskóla BRYN

Aldursflokkar 9-11 ára,12-15 ára og 16+ keppa

Piparmynta – kröftug lækningajurt

Piparmynta (mentha piperita) er ein vinsælasta og algengasta lækningajurt sem fyrirfinnst sem er notuð í matargerð eða til lækninga en hún er þykir afar hress-

andi og frískleg á bragðið. Flestir nota pipar-myntu í mat og drekka te af jurtinni en nú til dags eru til margar rannsóknir sem styðja virkni piparmyntu og hefur það færst í aukana að nota hana til lækninga gegn ýmsum ein-kennum og kvillum. Piparmynta er einstaklega áhrifarík gegn meltingafærakvillum eins og iðrakveisu eða magamígreni eins og það er oft kallað (irritable bowel syndrome), en hún hefur sterka krampastillandi virkni á kviðverki og ristilkrampa. Í þessu tilfelli er gjarnan notuð piparmyntuolíu hylki til að ná sem mestum áhrifum. Piparmyntute er gott gegn meltingar-truflunum og uppþembu og er einnig gagnlegt

gegn magakveisu í ungabörnum. Eins getur pipar-mynta slegið á ógleðiseinkenni, haft mild verkjastill-andi áhrif á höfuðverk, dregið úr frjókornaofnæmi og slímmyndun í öndunarfærum og dregið úr andremmu. Piparmynta er oft notuð útvortis í krem og smyrsl á vöðva og liði þar sem hún hefur vöðvaslakandi og mild verkjastillandi áhrif. Til þess að njóta heilsueflandi áhrifa piparmyntu er sniðugt að nota hana sem hluta af mataræðinu og drekka reglulega myntute, nota ferska piparmyntu í boosta og eftirrétti eða út í sósur og mat. Frábær lækningajurt til að bragðbæta matinn okkar og sem skyndilausn til að slá á maga- og höfuðverk.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.www.facebook.com/grasalaeknir.is

www.pinterest.com/grasalaeknir

HEILSUHORNIÐ

ÁSDÍSGRASALÆKNIRSKRIFAR

Page 14: 09 tbl 2014

fimmtudagurinn 6. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR14

Markvörðurinn Ómar Jó-hannsson var á dögunum

ráðinn aðstoðarþjálfari meistara-flokks Njarðvíkinga í 2. deild karla í knattspyrnu. Ómar sem gert hefur garðinn frægan sem markvörður Keflvíkinga um árabil mun einnig sjá um mark-mannsþjálfun liðsins.Ómar dró sig í hlé vegna meiðsla á dögunum en hann hefur verið aðal markvörður Keflvíkinga síðan árið 2002 og leikið 198 leiki fyrir félagið. Ferill Ómars er hugsanlega í hættu en hann er ekki tilbúinn að gefa hann upp á bátinn.Ómar sem er nýlega orðinn 33 ára gamall hafði hug á því að þjálfa og hafði verið í sambandi við fyrrum liðsfélaga sinn hjá Kefla-vík, Guðmund Steinarsson, áður en meiðslin komu upp. „Gummi hafði rætt við mig um að koma og aðstoða við markmanns-þjálfunina. Ég hafði ekki tíma þá en þegar að ljóst var að ég myndi ekki spila í bráð þá kom þetta aftur til tals.“ Ómar hafði áætlanir um að fara í þjálfun seinna meir og þá sérstaklega þjálfun markmanna. Þessi atburðarás hefur hrundið þeirri áætlun í gang fyrr en ætlað var. „Þegar Gummi spurði mig svo hvort ég gæti ekki hugsað mér að vera aðstoðarþjálfari hjá Njarðvík þá fannst mér það hljóma nokkuð vel,“ en Ómar telur sig hafa mikið fram að færa á þeim vettvangi enda reynslumikill leikmaður.

Ekki verið 100% heill í lengri tíma

Ómar hefur í gegnum tíðina glímt við ýmiss meiðsli og ekki náð nema einu tímabili þar sem hann hefur verið 100% síðan árið 2007, að eigin sögn, en það var tíma-bilið 2011, en þá lék hann alla leiki í deild og bikar. Nú er það öxlin sem er að angra markmanninn en hún hefur verið til leiðinda síðan árið 2008 að sögn Ómars. Hann var tæpur eftir síðasta tímabil í Pepsi-deildinni og það var rætt um að hann færi í aðgerð þá. „Mér leið vel í öxlinni eftir sumarið og því virtist engin ástæða til þess að fara

í aðgerð. Hún var bæði áhættu-söm og það tekur langan tíma að jafna sig.“ Því var ákveðið að Ómar héldi sig við að styrkja öxlina og gekk það vel. Ómar hóf að æfa með liðinu í janúar og gekk það framan af mjög vel. Svo fer hann úr axlarlið á æfingu þegar hann er að skutla sér eftir bolta. „Það var dálítið áfall. Ef það var eitthvað sem átti að halda þá var það öxlin sem ég var búinn að styrkja vel. Ég fékk svo leyfi til að láta reyna á þetta frekar, það versta sem myndi ger-ast væri þá að ég myndi bara fara úr lið. Mér fannst það þó ekkert

svakalega góður kostur.“ Úr varð að Ómar er á leið í aðgerð í sumar og mun hann ekkert stíga inn á knatt-spyrnuvöllinn á næstunni. Nema þá bara ef hann laumist aðeins yfir hliðarlínuna þar sem varamenn og þjálfarar halda sig. Ómari líst vel á liðið hjá Njarðvíkingum en hann segir það ungt og spennandi. Það er svo aldrei að vita nema hann fái að stjórna liðinu einn síns liðs ef Guðmundur þjálfari finnur fiðring í tánum og ákveður að spreyta sig í framlínunni.

Ömurlegt að vera meiðslapésiEr erfitt að vera meiðslapési? „Það

er ömurlegt og hundleiðinlegt. Bæði þarf maður að dvelja tím-unum saman hjá sjúkraþjálfara og svo er það andlega hliðin. Maður veltir því fyrir sér hvort maður nái næsta leik. Það snýst

orðið allt um það og maður nær ekki neinum takti með því að æfa ekki reglulega eins og hinir.“ En hefur Ómar þá velt því fyrir sér að hætta að spila? „Ég hef hugsað um það. Þetta gæti verið endirinn hjá mér. Mig langar þó að spila aftur.“ Ómar mun að öllum líkindum ekki leika næstu tvö sumur eftir aðgerð-ina og þá verður hann orðinn 35 ára gamall. „Ég sé til eftir aðgerðina en það er bara fyrsta skrefið. Það er ekkert öruggt í þessu,“ segir nýr aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga að lokum.

Ferillinn gæti verið á enda- Ómar Jóhannsson um meiðslin og upphafið á nýjum ferli

ALLAR AÐALSKVÍSUR NÚ HITTUMST VIÐ AFTUR, FÖSTUDAGINN 14. MARS, SKVÍSUKVÖLD ÁRSINS! ERT ÞÚ BÚIN AÐ TRYGGJA ÞÉR MIÐA?

• Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk í boði Ölgerðarinnar• Gerður Pétursdóttir stjórnar veisluhöldum• Bryndís Jóna Magnúsdóttir ræðumaður kvöldsins• Sigga Kling tendrar hláturstaugarnar• Glæsilegt happdrætti• Heiður slær taktinn í mannskapinn• Boðið verður uppá ljúffenga smárétti• Rautt, hvítt, bjór o.fl. selt á staðnum þar sem allir helstu töffarar bæjarfélagsins verða barþjónar

Miðaverð: kr. 4.500,- Staðsetning: TM-höllin

Skvísur verðið tilbúnar!

Skvísukvöld-íþróttir pósturu [email protected]

Aníta Lóa Hauksdóttir úr Reykjanesbæ og Pétur Fannar

Gunnarsson urðu um helgina Ís-landsmeistarar í 10 dönsum í full-orðinsflokki en keppt var í íþrótta-húsinu við Austurberg.Með sigrinum unnu þau Pétur og Aníta sér inn rétt til að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramót-inu sem haldið verður í Rica í Lett-landi í október auk þess sem þau keppa á Evrópumeistaramótinu í Úkraínu í næsta mánuði.Sigurður Mar Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir urðu í öðru sæti og þau Birkir Örn Karlsson og Rakel Matthíasdóttir í þriðja sæti.

Aníta Lóa Íslandsmeistari í flokki fullorðinna

Þetta gæti verið endirinn hjá mér

Samúel Kári á skotskónum með

landsliðinuuU19 landslið karla í knatt-

spyrnu vann 3-0 sigur á Svíum í gær þar sem Kef lv íkingurinn hjá Reading, Samúel Kári Friðjónss on skoraði

fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu. Auk Samúels léku Grindvíkingurinn Daníel Léo Grét-arsson og Kefl-víkingurinn Elías

Már Ómarsson í leiknum.

Njarðvíkingar leika í 1. deild

uEftir stórt tap gegn grönnum sínum frá Keflavík um sl. helgi er ljóst að Njarðvíkurkonur leika í 1. deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Njarðvíkingar hafa verið að glíma við fall-drauginn nánast alla leiktíðina en baráttu þeirra lauk endanlega eftir tapið gegn Keflvíkingum. Á sama tíma tryggðu Grindvík-ingar veru sína í deildinni með útisigri gegn Hamarskonum. Úr-slitakeppnin fer senn að hefjast en Keflvíkingar eru eina Suður-nesjaliðið sem tekur þátt í henni þetta árið.

Keflvíkingar sekt-aðir vegna fram-komu áhorfanda- Magnús í bann vegna olnbogaskots

Í gær voru Keflvíkingum birtir tveir úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar er tengdust félaginu. Annars

vegar var Magnús Þór Gunnarsson dæmdur í eins leiks bann fyrir olnbogaskot í leik KR og Keflavíkur í Domino's deildinni. Hins vegar var félagið dæmt til að greiða 25.000 kr. í sekt vegna hegðunar áhorf-enda í garð dómara eftir leik Keflavíkur og Hauka í Domino's deild kvenna á dögunum en umræddur áhorfandi sýndi dómurum óvirðingu, m.a. með fúk-yrðum og hótunum.

ATVINNAKvöld- og helgarvinna í Reykjanesbæ

Starf við umönnun fatlaðs barns á heimili laust til umsóknar.Gefandi og skemmtileg vinna fyrir rétta aðila.

Nánari upplýsingar veita Eysteinn Jónssonn í síma 822 5966 og Rakel Þorsteinsdóttir í síma 693 7160

Netföng: [email protected] og [email protected]

Page 15: 09 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. mars 2014 15

TILKYNNING FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJAAð undanförnu hefur verið mikið álag á heilsugæslu HSS og

bið eftir tímum hjá læknum á dagvinnutíma er afar löng. Þetta er að öllum líkindum tímabundið ástand og biðjumst

við velvirðingar á þessu.

Heilsugæsluvakt fyrir aðkallandi erindi er sem fyrr milli kl. 16:00 og 20:00 alla daga og bráðavakt

allan sólarhringinn.

Þeir sem eiga pantaðan tíma að deginum til en hyggjast ekki nota hann eru vinsamlegast beðnir

um að láta vita svo aðrir geti nýtt hann.

Með von um að fólk sýni þessu ástandi skilning.

Framkvæmdastjórn HSS

HÓLMSVÖLLUR Í HÁLFA ÖLDGOLFKLÚBBUR SUÐURNESJA 50 ÁRA

ÞANN 4. MARS S.L. NÁÐI GOLFKLÚBBUR SUÐURNESJA ÞEIM MERKA ÁFANGA AÐ VERÐA FIMMTUGUR.AF ÞVÍ TILEFNI VERÐUR OPIÐ AFMÆLISHÓF HALDIÐ Í GOLFSKÁLANUM Á HÓLMSVELLI Í LEIRU SUNNUDAGINN 9. MARS KLUKKAN. 14.00 OG ERU ALLIR VELKOMIR.Í UPPHAFI HÓFS MUN FORMAÐUR GS BJÓÐA GESTI VELKOMNA OG AÐ ÞVÍ LOKNU TEKURSKIPULÖGÐ DAGSKRÁ VIÐ SEM STENDUR TIL KL. 15.30 – EFTIR ÞAÐ ER OPIÐ HÚS TIL KL. 17.00.

VIÐ HVETJUM FÉLAGA Í GS OG AÐRA KYLFINGA TIL AÐ FJÖLMENNA, ÞIGGJA VEITINGAR OG SAMFAGNA ÞESSUM MERKA ÁFANGA Í SÖGU GOLFKLÚBBS SUÐURNESJA,

AFMÆLISNEFND GOLFKLÚBBS SUÐURNESJA

Tæplega 1300 krakkar tóku þátt í hinu árlega Nettó-móti

í körfubolta í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Þetta er stærsta körfuboltamót yngri kynslóðar-innar sem haldið er hér á landi.Rúmlega 200 keppnislið mættu til leiks og þegar yfir lauk voru leik-irnir rétt tæplega 500. Um eitt þúsund manns gistu í Reykanesbæ á meðan mótið stóð yfir og gestir voru um 2.500 manns.

Að sögn Jóns Ben Einarssonar, eins af starfsmönnum mótsins gekk allt eins og í sögu en hann sagði Nettó-mótið vera mikilvægt í fjáröflun körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og Njarðvíkur en félögin standa saman að mótinu. Jón sagði sam-vinnuna ganga afar vel en nokkur hundruð manns frá félögunum koma að vinnu við mótið.Auk körfuboltaleikjanna gera krakkarnir ýmislegt fleira á meðan

á dvöl þeirra stendur í Reykja-nesbæ. Þau fara í bíó, heimsækja Skessuna í hellinum og leikjagarða. Þá er kvöldvaka á laugardagskvöld-inu.Sjónvarp Víkurfrétta leit við á mót-inu og sjá má innslag með viðtölum við krakkana og myndir af þeim í leikjum í þætti vikunnar á ÍNN, á vf.is og Kapalvæðingu á fimmtu-dagskvöldið.

Vel heppnað Nettó-mót í körfubolta

3ja herbergja íbúð á 2. hæð við Hjallaveg 3 í Njarðvík

Reykjanesbæ. 

AUÐVELD KAUP. Yfitekin lán frá ÍLS

kr. 12.000.000,- greiðslu-byrði ca. kr. 66.000,-

per. mánuð.

Verð kr. 13.500.000,-Magnús Emilsson,

löggiltur fasteignasali.

Daglegar fréttir

á vf.is

Sjá innslag frá Nettó-mótinu í sjónvarpsþætti Víkurfrétta í kvöld

Myndir: Páll Orri //[email protected]

Page 16: 09 tbl 2014

vf.isvf.is

FIMMTUDAGURINN 6. MARS 2014 • 9. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

-mundiÉg ætla að fresta

því að láta flytja mig á Nesvelli

VIKAN Á VEFNUM

Logi Pedro,tónlistarmaður úr Retro StefsonKíkti í alvöru á Sumarstelpuna í Kef

City áðan. Hversu f*cked sam-koma.

Guðrún Lára, nemi"Jói, þú lýgur! Þú ert ekki bróðir minn" léttur gullmoli frá kvöldverðinum í gær

#nettomotid

Steinunn Ósk, nemiFrábær dagur, HSS að fara á kostum. 3 kls í bið með pirrað

og lasið barn. Hver vill eggja húsið memmér???

Helga Jónsdóttir, nemiAð sjálfsögðu setti @sammikara eitt á móti Svíum! Áfram

þú elskan! #U19

Ásta Dagmar, nemiÍslenska veðrið er mesta tease sem ég veit um

Björgvin Ívar, tónlistarmaðurHugmynd fyrir midi.is. Share takki fyrir helstu samfélags-

miðlana á staðfestingu mið-akaupa.

Hlynur Thor Valsson, kennariEf stríð brýst út á milli Úkraínu og Rússa skyldu kan-

arnir þá vilja Völlinn aftur?

Ólöf Helga Páls-dóttir nemi í L.AKæri SDG... hver ól þig eiginlega upp?

Aðalgeir Jónsson, nemiÞarf ekki að hringja á slökkviliðið?

EINSTAKT ÚRVALAF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM

GE BÍLAR ER UMBOÐSAÐILI BL EHF OG BÍLALANDS. KÍKTU Í KAFFI.

ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI

NISSAN X-trailÁrgerð 2007, ekinn 96 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 2.180.000,-

TOYOTA YarisÁrgerð 2013, ekinn 45 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

Verð kr. 2.350.000,-

HYUNDAI Getz glsÁrgerð 2008, ekinn 71 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

Verð kr. 1.260.000,-

HYUNDAI I30 comfortÁrgerð 2008, ekinn 92 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 1.850.000,-

VW Crafter double cab mlÁrgerð 2008, ekinn 142 Þ.KM, dísel, 5 gírar.

Verð kr. 2.950.000,-

TOYOTA Yaris terraÁrgerð 2006, ekinn 149 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

Verð kr. 1.120.000,-

HYUNDAI Santa fe dieselÁrgerð 2008, ekinn 133 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Verð kr. 3.290.000,-

SUBARU ForesterÁrgerð 2004, ekinn 106 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 1.390.000,-

TOYOTA YarisÁrgerð 2013, ekinn 46 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

Verð kr. 2.350.000,-

VW Beetle designÁrgerð 2012, ekinn 23 Þ.KM, bensín, 6 gírar.

Verð kr. 2.980.000,-

NISSAN NoteÁrgerð 2007, ekinn 114 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 1.290.000,-

KIA SorentoÁrgerð 2005, ekinn 189 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

Verð kr. 990.000,-

NISSAN Qashqai le Panoramaþak leður. Árgerð 2008, ekinn 151 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 2.880.000,-

HYUNDAI Santa feÁrgerð 2006, ekinn 140 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 1.280.000,-

SUZUKI Grand vitara luxÁrgerð 2010, ekinn 54 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 3.890.000,-

LÆGRI SÖLULAUNAÐEINS FRÁ KR. 49.980

Sími: 421 8085 GÓÐIR LÁNAMÖGULEIKAR