gaflari 17. tbl. 2014

12
Upplifði töfra í Færeyjum Kristinn Sæmundsson var ákveðinn í að snúa baki við tónlist og tón- leikahaldi fyrir fullt og allt og koma aldrei aftur nálægt slíkri starf- semi. Örlögin tóku hins vegar í taumana og nú er hann ein aðalspraut- an í Menningar- og listafélagi Hafnarfjarðar. Save Water, Drink Beer HAFNARFIRÐI BOLTINN Í BEINNI! HAPPY HOUR 16.00 – 19.00 TILVALINN STAÐUR FYRIR EINKASAMKVÆMI Fylgstu með okkur! Fylgstu með okkur! Kíkt í kaffi: Vinnur við að tala um bæinn okkar 8 FH-stúlkur Íslandsmeistarar í 4. fl kvenna: Unnu alla sína leiki í sumar. 8 Forseti bæjarstjórnar: Eigum og getum veitt flóttafólki skjól 2 Fríkirkjan: Fólk þekkir prestana okkar vel og treystir þeim 10 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 18. september 2014 16. tbl. 1. árg. Irsk Stemning a Hlidi a Alftanesi Írskir dagar á Hliði Álftanesi.3 - 4 & 10 - 11 október Írska hljómsveitin Féith an cheoil´ leikur og spilar fyrir mataregesti Írskur matur og stemning eins og hún gerist best Opið frá 19.00 til 23.30 og bara fyrir matargesti Nú þarf hópurinn ekki að vera stór til að koma að borða allt frá 2 uppi í 48 manns Allar upplýsingar inn á heimasíðunni okkar www.orukrain.is og í síma 893 6435 Tilboð í gistingu og mat á Írskum dögum

Upload: gaflariis

Post on 03-Apr-2016

254 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Vikublaðið Gaflari sem kom út 18. september 2014.

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 17. tbl. 2014

Upplifði töfra í Færeyjum Kristinn Sæmundsson var ákveðinn í að snúa baki við tónlist og tón-leikahaldi fyrir fullt og allt og koma aldrei aftur nálægt slíkri starf-semi. Örlögin tóku hins vegar í taumana og nú er hann ein aðalspraut-an í Menningar- og listafélagi Hafnarfjarðar.

Save Water, Drink Beer

HAFNARFIRÐI

BOLTINNÍ BEINNI!

HAPPY HOUR16.00 – 19.00

TILVALINN STAÐURFYRIR EINKASAMKVÆMI

Fylgstu með okkur!

Fylgstu með okkur!

Kíkt í kaffi: Vinnur við að tala um bæinn okkar8FH-stúlkur Íslandsmeistarar í 4. fl kvenna: Unnu alla sína leiki í sumar.8

Forseti bæjarstjórnar: Eigum og getum veitt flóttafólki skjól2

Fríkirkjan: Fólk þekkir prestana okkar vel og treystir þeim 10

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 18. september 2014 16. tbl. 1. árg.

Irsk Stemning a Hlidi a AlftanesiÍrskir dagar á Hliði Álftanesi.3 - 4 & 10 - 11 október

Írska hljómsveitin Féith an cheoil´ leikur og spilar fyrir mataregesti

Írskur matur og stemning eins og hún gerist best

Opið frá 19.00 til 23.30 og bara fyrir matargesti

Nú þarf hópurinn ekki að vera stór til að koma að borða allt frá 2 uppi í 48 manns

Allar upplýsingar inn á heimasíðunni okkar www.fjorukrain.is og í síma 893 6435

Tilboð í gistingu og mat á Írskum dögum

Page 2: Gaflari 17. tbl. 2014

2 - gaflari.is

FRÉTTIR Leikskólastjórar í leik-skólum Hafnarfjarðar fengu fyrir skömmu afhentar 86 iPad spjald-tölvur. Hver leikskóli fékk eina spjald-tölvu á hverja leikskóladeild og eina eða tvær til viðbótar eftir stærð skóla.

Er þetta hluti af átaki í tæknivæð-ingu hafnfirskra skóla sem er í fullum gangi. Það er stefna fræðsluyfir-valda að innan þriggja ára verði hafn-firskir leik- og grunnskólar í fremstu röð hvað notkun upplýsingatækni í kennslu varðar.

Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir 45 milljónum króna til kaupa á tölvum, skjávörpum og uppsetningu þráðlauss nets í leik- og grunnskólum. Auk þess voru 35 milljónir króna ætl-aðar til þróunar og nýsköpunar, sem nýtist að stórum hluta til þessa verk-efnis í formi námskeiða fyrir starfs-fólk, verkefnastjórnunar, kennsluráð-gjafar og fleira í þeim dúr.

120 nýir skjávarpar eru komnir upp í leik- og grunnskólum en þó vantar enn nokkra skjávarpa til að fullnægja

FRÉTTIR Í Hafnarborg stendur yfir sýningin Rás, þar er sýn-ing sem teflt er saman verkum áhugaverðra listamanna sem þekktir eru fyrir að gera hug-lægri reynslu efnisleg skil á áhrifaríkan hátt. Á sýningunni eru ný verk eftir myndlistar-mennina Daníel Magnússon, Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðs-son, Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurðardóttur. Rás er fjórða sýningin í haust-sýningaröð Hafnarborgar og er hluti af hugmyndinni um að gestir Hafnarborgar geti mótað og haft áhrif á sýningar safnsins hverju sinni. Rás er hugmynd Helgu Þórsdóttur og var valin úr þeim tillögum sem safninu bárust síðastliðið haust. Með haustsýninga-röðinni vill Hafnarborg skapa farveg fyrir áhugaverðar hug-myndir og vera vettvangur þar sem myndlist fær notið sín mótuð af fjölbreyttum viðhorf-um og viðfangsefnum. Hafnar-borg kallar nú eftir tillögum að haustsýningu árið 2015. Frestur til að skila inn tillögum er til og með 13. október 2014, sjá www.hafnarborg.is

FRÉTTIR Tómstunda- og menn-ingarstarf fyrir ungt fólk á aldrinum 16 ára og eldri hefur nú vaknað úr dvala eftir hlé á starfinu í sumar. Kaffi- og menn-ingarstaðurinn Húsið var opnað á dögunum verður húsið opið á þriðjudögum og fimmtudögum milli 17 og 22. Utan þess tíma er hægt að fá að nota aðstöðuna fyrir hópastarf, menningarstarf eða hverskyns aðra tómstunda-tengda iðju. Mikil áhersla er lögð á þátttökulýðræði og að dagskrá starfsins sé á forsend-um þeirra sem hana sækja. Þau ungmenni sem húsið sækja hafa því lýðræðislegt íhlutunarvald yfir því hvernig dagskrá staðar-ins verður og hverjar áherslur starfsins verða.

Húsið er í Staðarbergi 6 og er ungt fólk í Firðinum boðið hjartan-lega velkomið.

Rás í Hafnarborg

Kaffihúsið Húsið opnað á ný

Leikskólar tæknivæddir

Fjölskylda á flótta fráAfganistan boðin velkomintil Hafnarfjarðar

þörfinni. Þá er langt komin vinna við að setja upp þráðlaust net í alla leik- og grunnskóla bæjarins.

Skipaðir hafa verið tveir stýrihóp-ar vegna tæknivæðingarinnar, einn fyrir leikskóla og annar fyrir grunn-

skóla. Þeir skila tillögum fljótlega um næstu skref og áherslur á komandi ári en það er forgansmál hjá bæjar-yfirvöldum að hraða tækjavæðingu og endurbótum á aðbúnaði í skólum.

Tæknivæðing allra skóla og leikskóla er í fullum gangi hér í Hafnarfirði

FRÉTTIR Móðir með fimm börn sem flúði frá Afganistan vegna ástands-ins sem þar ríkir hefur fengið nýtt heimili í Hafnarfirði. „Hafnarfjörður á tvímælalaust að vera virkur í mót-töku flóttafólks,“ segir formaður fjöl-skylduráðs.

Ríkisstjórn Íslands ákvað að taka á móti konum í hættu frá Afganistan. Flóttamannanefnd í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu

þjóðanna lögðu til hvaða einstak-lingum skyldi tekið á móti og var sú tillaga samþykkt. Flóttamannanefnd var falið að undirbúa móttöku fólks-ins og var leitað til Hafnarfjarðar um að taka á móti fólkinu.

Fjölskyldan, móðir og fimm börn hennar hafa nú þegar fengið húsnæði í Hafnarfirði og framundan er að-lögun að nýju lífi í nýju landi. Hafnar-fjarðabær veitir fjölskyldunni stuðn-

ing og aðstoð ásamt Rauða krossi Íslands.

Guðlaug Kristjánsdóttir, formað-ur fjölskylduráðs, er ánægð með þá ákvörðun að taka á móti fólkinu. „Mér finnst tvímælalaust að Hafnarfjörður eigi að vera virkur í móttöku flótta-fólks, hér eftir sem hingað til. Þetta er verkefni sem sinnt er á landsvísu og mín skoðun er sú að við getum og eigum að leggja okkar af mörkum til þess. Hluti af góðum móttökum er að veita fólki skjól og næði til aðlögunar í nýjum aðstæðum og svigrúm til að ná áttum eftir erfiða lífsreynslu, sem er því miður veruleiki flóttafólks.“

Guðlaug segir að endanlegt mark-mið með móttöku flóttafólks hljóti að vera að það verði virkir þáttak-endur í þjóðfélaginu. „ Landið heilsaði fjölskyldunni með sólskini og vonandi veit það á gott hvað líðan hennar í bænum okkar snertir, sem og framtíð hennar almennt.“

Page 3: Gaflari 17. tbl. 2014

gaflari.is - 3

HAFNARFIRÐI

Laugardagskvöld 20. septByrjar kl. 23.00

Frítt inn • Bjór á tilboði • Mætið snemma

Page 4: Gaflari 17. tbl. 2014

4 - gaflari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Undanfarnar vikur hef ég og fjölskylda mín verið á flakki. Við pökkuðum niður í sumarlok, kvöddum Hafnarfjörð og ákváðum ferðast um Evrópu, njóta veðursins, upplifa menningu og læra nýja siði. Búa einhvers staðar allt annars staðar Allt var þetta hið skemmtilegasta ferðalag en við fundum fljótt að við áttum

hvergi heima. Það er skrýtin tilfinning. Þegar þessi tilfinning helltist yfir okkur þá tókum við þessu nú oftast með jafnaðargeði, hlógum jafnvel og hristum hausinn og spurðum okkur hvað við værum eiginlega búin að koma okkur út í.

Tilfinningin er þó eðlilega dálítið ónotaleg. Heima er þar sem hjartað slær segi ég iðulega en í millibilsástandi síðustu vikna þá var erfitt að finna þá ró og þann frið sem endranær fylgdi þessari lífsspeki minni. Nú erum við sem betur fer í óða önn að koma okkur fyrir – íverustaður næstu mánuðina verður í Berlín. Og það er heilmikið púsl að koma sér fyrir í Berlín, þriggja og hálfrar milljóna manna borg, höfuðborg, þar sem takturinn slær hratt og mannlífið þrífst sem aldrei fyrr. En okkur eru í það minnsta allir vegir færir – eða svona næstum því. Ég segi betur frá því í næsta pistli. Hér taka allir okkur vel, nágrannarnir eru allra þjóða kvikindi og við spiluðum t.a.m. Sprengju við suðurafríska fjölskyldu á næsta borði yfir dögurðinum á litla kaffihús-inu í götunni um helgina. Og Ahmed, hinn palestínski, horfði á á meðan hann reyndi að læra þýskar sagnir mitt í fjölskyldugleðinni. Berlín er nefnilega múltíkúltí, svo eitursvöl og hér getur allt gerst. Eða ekki neitt – sem er svo aftur efni í annan pistil.

Við vorum auðvitað fljót að finna það út að mikilvægast af öllu er líðan barn-

anna. Að þau hafi eitthvað fyrir stafni og um leið og tækifæri gafst var fundinn fótboltaklúbbur svo hægt væri að sparka, fá útrás. Merkilegt hvað íþróttir, einn bolti, getur heiminum breytt. Enn og aftur sannaðist það fyrir þessari fjölskyldu að fótbolti er tungumál, menning, trúarbrögð, allt í senn. Og hvað kenndu Þjóðverjar okkur á fyrstu æfingunni? Að heilsast. Allir, jafnt leikmenn sem foreldrar, heilsa manni með handarbandi. Bjóða mann velkominn. Og ekki bara einu sinni, heldur alltaf. Alltaf heilsumst við með virktum, við sem stöndum á hliðarlínunni hvort sem er í hitamollu eða þrumugný, alltaf tökumst við í hendur og segjum einfaldlega halló. Svolítið erfitt fyrir svalan Íslendinginn til að byrja með, en svo líður manni bara svo miklu betur.

Það voru gleðifregnir sem bárust fyrir helgi þegar tilkynnt var um komu sex manna fjölskyldu frá Afghanistan til Hafnarfjarðar. Veðrið tók vel á móti fjölskyldunni, móður og fimm börnum hennar og ég treysti svo sannarlega Flóttamannanefnd vel fyrir undirbúningi og móttöku þessa fjölskyldufólks sem á allt það besta skilið. Mig langar samt að nota tækifærið og biðja bæjarbúa alla, þá sérstaklega skólana, kirkjuna og hin stóru íþróttafélög okkar um að taka vel á móti þessum nýju bæjarbúum og þá sérstaklega börnunum. Þá líður hinni hugrökku móður sem komin er langan og erfiðan veg svo miklu betur og þá líður okkur öllum vel. Hafnfirðingar, það eru nefnilega komnir gestir.

Erla Ragnarsdóttir

Það er kominn gesturLeiðari ritstjórnar Gaflarans

Hótel í Dverginn og St. JósefsspítalaMiðbær Hafnarfjarðar er einn af fáum stöðum á Íslandi sem býður upp á samfellda byggð gamalla húsa í fallegu umhverfi umvafinn höfn og hrauni. Hann hefur þó átt lengi undir högg að sækja. Verslun á höfuð-borgarsvæðinu hefur í auknu mæli

færst í Kringluna, Smáralind og á netið.

Ferðamenn hafa verið mikill vaxtar-broddur í miðborginni fyrir verslanir og veitingastaði. Mikill vöxtur undanfar-inna ára hefur þó ekki verið óumdeildur og hafa borgaryfirvöld byrjað að tala

fyrir því að framtíðaruppbygging hót-ela eigi sér stað utan miðborgarinnar. Það þarf að dreifa ferðamönnum bet-ur um höfuðborgarsvæðið og þar er Hafnarfjörður í kjöraðstöðu til þess að bjóða upp á góðan áfangastað með gömlum miðbæ, höfn og allri þjónustu í göngufjarlægð.

Í dag er Fjörukráin eina hótelið í miðbænum (gistiheimili falla undir annan flokk) en hann gæti borið fleiri hótel sem myndu fjölga gangandi fólki í bænum, gestum á veitingahúsum og viðskiptavinum verslana.

Í mínum huga þá geta bæði ríkis-stjórnin og bæjarstjórn Hafnarfjarðar flýtt fyrir áhugaverðri uppbyggingu ferðaþjónustu í Hafnarfirði. Leiðin væri sú að auglýsa til sölu tvær fast-eignir sem hafa undanfarin ár verið að drabbast niður í miðbænum en gætu, í höndum kraftmikilla frumkvöðla í ferðaþjónustu, breyst í hótel á skjótan hátt. Þessi hús eru Dvergurinn og St. Jósefsspítali.

Dvergurinn er í eigu Hafnarfjarðar-bæjar og hefur verið í niðurníðslu. Litlu virðist eytt í viðhald og er húsið mikið lýti í umhverfi sínu. Dvergurinn gæti fylgt í fótspor Kex hostel sem var kex-

verksmiðja áður en það breyttist í eitt skemmtilegasta hótel Reykjavíkur.

St. Jósefsspítali er í eigu ríkisins og hefur verið tómur í nokkur ár og er smám saman að drabbast niður.

Ef af þessu yrði, þá myndi það verða mikil lyftistöng fyrir miðbæ Hafnar-fjarðar, íbúa hans og gesti.

Höfundur er deildarstjóri atvinnuþró-unar hjá Reykjavíkurborg og íbúi í mið-bæ Hafnarfjarðar.Greinina í heild sinni má lesa á gaflari.is

Óli Örn Eiríksson

Page 5: Gaflari 17. tbl. 2014

gaflari.is - 5

www.hafnarfjordur.is

22. september - 22. nóvember 2014

Hreinsun íbúðar-, iðnaðar- og nýbyggingarsvæða

HausttiltektÞann 22. september næstkomandi mun hreinsunarátak hefjast í Hafnarfjarðarbæ þar sem við tökum höndum saman við að gera bæinn okkar enn fallegri. Bæjarbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar og nærumhverfi. Komið verður upp gámastöðvum á sex stöðum í bænum þar sem hægt er að henda timbri, stáli og blönduðu rusli í þar til merkta gáma.

Á Mínum síðum á vef Hafnarfjarðarbæjar, hafnarfjordur.is, geta fyrirtæki og húsfélög óskað eftir að rusl verði sótt.

Nánari upplýsingar eru á www.hafnarfjordur.isFallegur bær er okkur kær!

Page 6: Gaflari 17. tbl. 2014

6 - gaflari.is

Upp úr holunni til aðvekja HafnfirðingaÞrátt fyrir að Kristinn Sæmundsson hafi einungis búið í Hafnarfirði í rúmt ár hefur hann heldur betur sett svip sinn á bæinn. Hann er ein aðalsprautan í Menningar- og listafé-lagi Hafnarfjarðar en undan rifjum þess hefur runnið hver skemmtunin á fætur annarri á undanförnum mánuðum. Lífið í miðbæ Hafnarfjarðar hefur held-ur betur tekið kipp undanfarna mánuði. Hver viðburðurinn hefur rekið annan og Bæjarbíó hefur vaknað til lífsins á ný eftir langan dvala. Ýmsir hafa lagt hönd á plóg, Hafnarfjarðarbær, Miðbæjar-samtökin og síðast en ekki síst Menn-ingar- og Listafélag Hafnarfjarðar. Með tilkomu félagsins má segja að sprenging hafi orðið í lista- og menningarlífi Hafn-firðinga. Ein aðalsprauta félagsins er Kristinn – sem á árum áður rak hljóm-plötuverslunina Hljómalind í Reykjavík og flutti inn fjölmargar erlendar hljóm-sveitir, auk þess að hafa hönd í bagga með fjölmörgum íslenskum hljómsveit-um sem voru að stíga sín fyrstu skref ásamt eldri listamenn líka. Endurkoma Utangarðsmanna árið 2002 var t.d. runnin undan hans rifjum. Á lokatónleik-unum þeirra í Laugardalshöll hitaði svo elsta hljómsveit landsinns upp, Lúdó Sextett og Stefán. Kristinn segir að það hafi verið fegurðin ein að sjá fulla Höll dilla sér við Ólsen Ólsen.

Gott nef fyrir tónlistÞegar ég hitti Kidda, eins og hann er alltaf kallaður, á kaffihúsi kemst ég fljótt að því að hann er „one of a kind” ef svo má að orði komast. Í höfðinu á honum eru óteljandi hugmyndir og það sem gerir hann ólkan mörgum öðrum er að hann hrindir þeim í framkvæmd. Sumar hugmyndirnar ganga upp með-an aðrar floppa en Kiddi heldur áfram sama hvernig fer. Hann segir að svona hafi hann alltaf verið – óhræddur við að reyna

Kiddi segir að það sé kannski ekki nein tilviljun að hann hafi valið sér lífs-starf þess sem lifir og hrærist í tónlist. „Ég komst mjög fljótt að því ég hef ekki mikla tónlistarhæfileika. Ég virðist hins vegar hafa ágætis nef fyrir því sem liggur í loftinu þegar kemur að tónlist og virðist geta sagt fyrir um það með nokkurri vissu hvaða hljómsveitir nái

vinsældum og hverjar ekki,” segir Kiddi og hlær og bætir svo við: „Þó svo að tímasetningarnar á því stemmi ekki alltaf við núið. Stundum er ég aðeins of snöggur”. Ég er t.d. allveg viss um að UXI myndi ganga mun betur í dag en 1995 með sömu dagskrá og þá. Björk, Prodigy, Primal Scream Atari Teenage Riot, Bubble Flies o.s.f. o.s.f. “

Kiddi opnaði hljómplötuverslunina Hljómalind 1990. Hann stóð fyrir fjöl-mörgum tónleikum og flutti inn margar erlendar hljómsveitir sem var nýlunda á þeim tíma. „Ég hafði góð sambönd hjá Icelandair og gat samið við flugfélagið um hagstæð kjör. Á Hljómalindarárun-um flutti ég margar hljómsveitir hingað til landsins, auk þess sem ég bauð er-lendum blaðamönnum að koma með og upplifa Ísland og íslenska tónlist – það hafði ekki verið gert áður en sú aðferð er mikið notuð enn þann dag í dag.“ En það voru ekki einungis erlendir tónlist-armenn sem áttu upp á pallborðið hjá Kidda. „Ég var með margar íslenskar hljómsveitir á mínum snærum. Jaðar-liðið hékk mikið í kringum Hljómalind- menn eins og t.d Mugison, Prins Póló, Sólstafir ofl, listinn er endalaus enda suðupotturinn stór og allir að gera góða hluti. Hlutverk Hljómalindar að mínu mati var og átti að vera uppeldislegt, við vildum hjálpa og breyta og koma „góðu hlutunum að”. Þetta væri nú allveg glat-að ef allir hefðu endað á Buffalóskóm og Hnakkanum!“

Úr glamúr í garðyrkjuKiddi var umboðsmaður Sigurrósar á sínum tíma og segja má að það sam-starf hafi verið mjög örlagaríkt. „Ég kom þeim í samand við fólk erlendis sem ég þekkti og réð til að starfa fyrir hljóm-sveitina – svo kom að því að þeim þótti ekki vera lengur vera þörf fyrir mig. Það hefur dálítið verið mitt hlutskipti í lífinu að undirbúa jarðveginn en bera lítið úr býtum sjálfur.“

Kiddi segir að fljótlega eftir Sigur-rósarævintýrið hafi hann ákveðið að hætta í tónlistabransanum. „Ég fór bara í fýlu. Lokaði Hljómalind, henti símanúm-erabókum, tölvum og öllu sem tilheyrði búðinni og snér mér að öðru. Ég ætlaði aldrei aftur að koma nálægt þessum bransa. Það er samt ekki bara þeim að þakka að ég gafst upp. Þeir fá ekki þann heiður.“ Kiddi stofnaði garðyrkjufyrirtæki og vann við garðyrkju í rúman áratug. „Ég hef alltaf verið með græna fingur og haft gaman af gróðri,“ segir hann.

Þó að Kidda hafi verið hamingju-samur garðyrkjumaður segir hann að auðvitað hafi hann ekki verið sáttur. „Það fylgdi þessari ákvörðun örugglega nett þunglyndi. Ég henti frá mér því sem ég hafði sett allt mitt líf í og alveg of-boðslega mikla vinnu og ekki bara mína. Það má eiginlega segja að ég hafi grafið holu og falið mig í henni árum saman. Ég var þó sáttur, hafði fjölskylduna mína og blessuð blómin en viðrukenni samt að það var biturleiki í hjartanu og ég hef sennilega ekki enn unnið úr honum enn þann dag í dag.“

Örlögin tóku völdinEn örlaganornirnar ætluðu Kidda annað en að fara huldu höfði. „Ég lenti í mjög asnalegu vinnuslysi. Ég fékk hálshnykk sem að öllu jöfnu hefði ekki átt að hafa nein áhrif á líf mitt,“ segir Kiddi alvarleg-ur. „Ég hef alltaf verið hraustur. Annað kom hins vegar á daginn og afleiðingarn-ar hafa verið skelfilegar. “Ég get ekki lengur unnið erfiðisvinnu og á meira að segja stundum erfitt með að höndla daglegt líf. En það sem er allra vest er að ég fæ enga eða mjög litla hjálp frá heilbrigðiskerfinu, upplifi mig utangarðs og fyrir. öðrum Ég hef á tilfinningunni að mér sé tekið eins og hverjum öðrum tryggingasvikara en ekki manni sem er í raun og veru sárþjáður. Það er eins og kerfið afgreiði það sem það ræður ekki

við né skilur þannig að þú eigir bara að ganga í sjóinn og vera ekki fyrir. Maður er afgreiddur rétt eins og geðsjúklingar eða örlaga byttur sem ekki er hægt að hjálpa. Ég vil ekkert frekar en að fá að lifa eðlilegu lífi á ný. Það er skelfilegt fyrir mann eins og mig að vera fangi í eigin líkama og geta ekki framkvæmt það sem ég vil. Ég reyni þó að skrönglast þetta áfram með viljann að vopni. Heil-brigðiskerfið verður að vakna á ákveðn-um sviðum, aumingjavæðingunni verður að linna.“

Í kjölfar slyssins má segja að Kiddi hafi verið neyddur upp úr holunni sem hann hafði haldið til í. Hann tók þátt í VIRK og þar ákvað hann að opna dyrnar á ný leyfa því að koma sem vildi koma.

„Dapurt lágmenningarlíf”Á þessum tíma var Kiddi tiltölulega ný-fluttur til Hafnarfjarðar. „Það var hálf-gerð tilviljun að við fluttum hingað. Við bjuggum í Reykjavík í tvíbýlishúsi. Konan mín rak augun í fasteignaauglýsingu þar sem gullfallegt einbýlishús í Hafnarfirði var auglýst til sölu. Hún spyr hvort ég sé til í að flytja til Hafnarfjarðar – og áður en ég vissi af vorum við búin að kaupa húsið.“ Þarna var ég ekki búinn að átta mig á að ég var búinn að tapa heilsunni. Húsið þarfnaðist viðhalds sem ég get ekki framkvæmt og á aumum sjúkra-bótum getur maður bara rétt skrimt og varla það.“

Kiddi segir að hann hafi alltaf haft góð tengsl við Hafnarfjörð í gegnum mjög marga kúnna og hafnfirskar hljóm-sveitir sem hann vann með, Botnleðju, Káta Pilta, Bubbleflies, Súrefni o.fl. „Ég hef haft skrítna og sterka tengingu við fólkið hér alla tíð. Mér finnst Hafnar-fjörður mjög fallegur bær og var full-komlega sáttur við að flytja. Fljótlega eftir að ég flutti fór ég að fara í göngu-túra um bæinn og sá þá að hér voru tækifæri til að gera eitthvað í sambandi við menningarlífið kannski sérstaklega

Page 7: Gaflari 17. tbl. 2014

gaflari.is - 7

„Ég komst mjög fljótt að því ég hef ekki mikla tónlistarhæfileika. Ég virðist hins vegar hafa ágætis nef fyrir því sem lyggur í loftinu þegar kemur að tónlist.“

það sem ég kalla „lágmenningu” sem mér fannst frekar dapurlegt. Ég fór að hugsa um hvort ekki væri hægt að vekja Hafnfirðinga og fá þá til að taka þátt í skemmtilegu ævintýri. Ég ákvað að leggja mitt af mörkum til gera frábær-an bæ enn betri og skapa mér atvinnu í leðinni. Það má segja að við séum í miðri þeirri ferð núna. Í svona verkefni eins og við höfum ýtt úr vör þarf að virkja með ALLAN bæinn með, bæði íbúana og fyr-irtækin,“ segir Kiddi ákafur.

Upplifði töfra í FæreyjumKiddi lét ekki sitja við orðin tóm

frekar en hans er von og vísa. „Það var samt hálfgerð tilviljun að ég felldi varn-irnar að fullu og galopnaði dyrnar á ný. Hafnfirðingurinn og (Skagamaðurinn) Óli Palli á Rás 2 hafði samband við mig og bauð mér að koma með sér á Air-waves þar sem hann var að fara að taka viðtal við hljómsveitina Yo La Tengo en ég kynnti þá hljómsveit til leiks á Hljómalindar árunum. „Ég skemmti mér mjög vel og en það sem var skemmtileg-ast var að ég hitti nokkra gamla félaga frá Færeyjum sem ég hafði unnið með í den. Eitt af því síðasta sem ég gerði á

Hljómalindarárunum var að vinna með nokkrum Færeyingum og aðstoða þá á Íslandi. Eivör og Tyr voru í þessum hópi. Þeir buðu mér til Færeyja á hljómlist-arhátíð sem haldin er í heimahúsum. Í Færeyjum var mér næstum tekið eins og þjóðhetju og þarna upplifði ég töfra – það var eins og ég væri staddur í miðj-um örlaganornadansi.“ Þegar Kiddi kom heim hafði hann í farteskinu nokkra fær-eyska diska. Óli Palli frétti af því og og fékk hann í Rokklandið til sín til að tala um færeyska tónlist. „Á þessum tíma-punkti fann ég að ég varð að fara af stað aftur og þar með spratt upp hugmyndin að Menningar- og Listafélagi Hafnar-fjarðar.“

Menningarveisla í HafnarfirðiFrá því að Menningar- og listafélag

Hafnarfjarðar hóf starfsemi sína í vor hefur heldur betur lifnað yfir bænum. Félagið hóf starfið á því að bjóða upp á ógleymanlega tónleika með Eivöru Pálsdóttur í Bæjarbíói og Færeyskan febrúar. „Eivör er dásamleg og gegnheil manneskja og hún var tilbúin til að taka þátt í þessu með okkur enda erum við góðir vinir frá því á Hljómalindar árunum.

Þetta var stórkostleg byrjun,“ segir Kiddi. Hver skemmtunin hefur síðan rekið

aðra, sumar hafa verið í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og Miðbæjarsamtök-in en aðrar eru eingöngu Menningarfé-lagsins. „Við höfum fengið fjölmarga tónlistarmenn eins og t.d. Björgvin Hall-dórsson, Janis Carol Walker og Lindu Walker og færeysku hljómsveitina Orku til að halda tónleika í Bæjarbíói. Við héldum líka skemmtikvöld með Lollu og Steina og erum með þrjú bíó. Við stóðum svo líka fyrir tónleikahátí-inni Heima en þá léku 13 hljómsveitir í heimahúsum í bænum og Kátir Piltar komu saman aftur og gerðu allt vitlaust á Fjörukránni. Við höfum líka sett í gang Jazzklúbb Hafnarfjarðar og haldið nokk-ur Jazzgigg,“ segir Kiddi þegar hann er beðin um að nefna eitthvað af því sem Menningarfélagið hefur verið að bar-dúsa frá því að það hóf starfsemi sína. „Menningarfélagið hefur líka tekið þátt í að skipuleggja Langa laugardaga og matarmarkaðshátíðina um daginn og það sem kannski færri vita þá stóðum við á bak við móttöku Pollapönks eftir Evrovision-ævintýrið. Við höfum krítað Strandgötuna, sett upp með Miðbæjar-

samtökunum Lifandi rými o.fl o.fl. “Framundan er svo vetrarstarfið hjá

Menningarfélaginu. „Ég vona að Bæj-arbíó og bærinn verði fyllt lífi. Stefnan er að vera með eina tónleika hið minnsta í hverri viku, bjóða upp á uppistand og minni leiksýningar, 3 bíó um helgar fyrir krakkana í bænum og líka að sjálf-sögðu bíó fyrir fullorðna, með áherslu á íslenskt og svo þema tengdar hátíð-ir. REGGÍ-Hafnarfjörður verður t.d. í október og þá verðum við með Jamaíka hátíð í bíóinu. Ég held ég geti sagt að í vetur verðum við með rjómann af ís-lensku og færeysku senunni í heimsókn hjá okkur í Hafnarfirði sem og allskonar fyrir allskonar Hafnfirðinga og aðra Ís-lendinga líka.

Það má með sanni segja að fengur hafi verið í að fá Kidda til Hafnarfjarðar – þar sem Kiddi er, er aldrei lognmolla það vita allir þeir sem þekkja til hans. Þeir sem vilja fylgjast með starfi Menningar-félagsins geta gert það á www.mlh.is, og á Facebook undir heitinu: Menningar- og Listafélag Hafnarfjarðar, Bæjarbíó og Færeysk tónlist á Íslandi.

Page 8: Gaflari 17. tbl. 2014

8 - gaflari.is

Menntun? Sagnfræðingur.

Hvaða bók er á náttborðinu? Er ótrúlega veik fyrir skandinavískum glæpasögum og í dag er ég með eina slíka á náttborðinu, Síðasti hlekkurinn eftir Fredrik T. Olsson, hrollvekjandi sænsk spennusaga og svo til að ég sofni örugglega vel er ég líka að lesa Rosie verkefnið eftir Graeme Simsion, bráðfyndin saga af kostulegu ástarsambandi. Mæli með þeim báðum.

Eftirlætis kvikmyndin? Á enga uppá-haldsmynd sem er ótrúlega skrýtið þar sem ég á voðlega mikið uppáhalds af hinu og þessu.

Playlistinn í ræktinni? Er hætt að hreyfa mig með eitthvað í eyranu – er svo upptekin af því að spjalla við þá sem ég er með.

Hvers vegna Hafnarfjörður? Það er einfalt, hér eru ræturnar mínar. Og svo hefur bærinn auðvitað upp á allt að bjóða og er því í mínum huga besti stað-urinn á Íslandi til að búa á.

Eftirlætismaturinn? Indverskt/pers-neskt er í uppáhaldi en besti matur sem

KÍKT Í KAFFI Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ, er Hafnfirðingur í húð og hár. Hún þekkir kosti bæjarins sennilega betur en flestiraðrir enda er það í hennar verkahring að segja frá öllu því frábæra sem Hafnar-fjörður hefur upp á að bjóða. Gaflarinn kíkti í kaffi til Steinunnar.

Hafnarfjörður besti bærinn

FÓTBOLTI 4. flokkur kvenna varð Íslandsmeistari nú um helgina þegar stelpurnar lögðu Breiða-blik, 2:0 í hörkuspennandi leik. Leikið var á aðalvelli FH-inga í Krikanum og var stemningin mik-il í stúkunni meðan á leik stóð. Guðný Árnadóttir og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoruðu sig-urmörkin en FH stúlkurnar sýndu sannfærandi leik undir styrkri stjórn Kára Freys Þórðarsonar og Þórarins Böðvars Þórarinssonar þjálfara.

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN

FH Íslands-meistarar

GAFLARI MÆLIR MEÐ...

...að vera á hvolfijá í orðsins fyllstu merkingu þá er það hollt að vera á hvolfi öðru hverju. Það eykur blóð-

flæði til heilans, spornar við depurð og bætir minni og einbeitingu. Svo er nú ekkert betra en að rífa upp stemninguna í parýinu með því að skella sér í höfuðstöðu – vittu til, þú verður stjarna kvöldsins.

...að brosa. Bros er alþjóð-legt friðartákn og hvar sem er í heiminum skilur

fólk þig ef þú brosir. Bros kostar ekkert og bætir, hressir og kætir rétt eins og maltið góða

tomroberts101.com

ég hef á ævinni smakkað var í Finnlandi, hreindýrasteik.

Eftirlætis heimilisverkið? Baka – ekki spurning. Finnst það ótrúlega skemmti-legt, geri samt of lítið af því.

Helstu áhugamál? Elska að skrifa, er sískrifandi allskonar texta, textabrot, sögur, leikrit og jafnvel ljóð. Er svo heppin að tilheyra flottum hópi leik-skálda sem hittist reglulega. Tilheyri líka frábærum hlaupahópi sem ég þarf að fara að endurnýja kynnin við og mér finnst frábært að fara á skíði – svo nota ég öll tækifæri sem gefast til að lesa.

Það sem gefur lífinu gildi? Fólkið mitt, stórfjölskyldan og vinir. Og það að hafa tækifæri til að gera það sem mig langar til – frelsi til að njóta.

Í vetur ætla ég? Að njóta alls sem er.

Hvers vegna upplýsingafulltrúi? Sam-einar ótrúlega margt sem ég hef áhuga á og svo er það ótrúlega fjölbreytt og það hentar mér vel.

Skemmtilegast við starfið? Er svo heppin að vera í skemmtilegu og lifandi starfi, enginn dagur er eins og ég fæ

tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum, hitta skemmtilegt og áhuga-vert fólk. Svo fæ ég oft tækifæri til að tala um bæinn okkar, segja fólki frá öllu því frábæra sem hér fer fram - finnst það ekki leiðinlegt.

Erfiðast við starfið? Starfið mitt er ekki alltaf auðvelt, en það er ekki neitt sérstakt sem mér finnst erfitt.

Skondin saga úr vinnunni? Margar skemmtilegar – spurning um gefa þær út í bók einn daginn.

Síðasta sms-ið? „Luv“

Síðasti facebook status? „ Flaug úr hreiðrinu í morgun - áfangastaður dags-ins Bournemouth. Er ótrúlega stolt af þessum strák, fullur af kjarki og æðru-leysi.“

Á föstudagskvöldið var ég? Að undir-búa laugardaginn sem fól m.a. í sér fótboltaleik, boð fyrir gömul bekkjar-systkini, hitting með öllum frábæru 1968 krökkunum úr Víðistaðaskóla og toppurinn var svo tónleikar með Nýdönsk um kvöldið í Hörpu.

Fríkirkjudagurinn 20. september Laugardaginn 20. september höldum við veislu í kirkjunni og safnaðarheimilinu. Dagskráin hefst kl. 14:00 í kirkjunni og stendur til um kl. 15:00.

Þar koma fram ýmsir tónlistarmenn, allt velunnarar kirk-junnar: Friðrik Dór, félagar úr Voces Masculorum, Fríkirk-jukórinn, Fríkirkjubandið, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Ernu Blöndal og Örn Arnarson.

Að lokinni dagskrá í kirkjunni er boðið í vöfflukaffi í safnaðar-heimilinu. Allir hjartanlega velkomnir. Listafólkið gefur vinnu sína þennan dag og því er aðgangur ókeypis.

Page 9: Gaflari 17. tbl. 2014

gaflari.is - 9

VIÐ BJÓÐUM SORPTUNNUÞRIF OG SÓTTHREINSUN Á MJÖG GÓÐU VERÐI

Sími: 777 8656 - hreintunna.com - [email protected]

SORPTUNNUÞRIF

Við erum með nýja vél á markaðnum sem gera þrifin vistvæn og hreinleg

SORPTUNNUÞRIF OG SÓTTHREINSUNSORPTUNNUÞRIF

SÓTTHREINSUN

Page 10: Gaflari 17. tbl. 2014

10 - gaflari.is

„Fólki líkar svo vel við prestana okkar“Kirkjuklukkur landsins eru farnar að óma um land allt og kalla söfnuði kirkjunnar til starfa. Hefðbundið kirkjustarf í Hafnarfirði er býsna öflugt, margir vakna snemma á sunnudagsmorgnum til að fara með börnunum í sunnudagaskólann, í messu eða á kvöldvökur í miðri viku, en kirkjustarf nútímans er fjölbreyttara en svo og oft mjög ná-tengt kröftugu tónlistarlífi.

Fríkirkjan í Hafnarfirði á sér langa sögu en kirkjan fagnaði hundrað og eins árs afmæli safnaðarins fyrr í sumar. Kirkjan var stofnuð á því herr-ans ári 1913 og hefur alla tíð státað af fjölbreyttu safnaðarstarfi og ört stækkandi söfnuði. Um 7000 Hafn-firðingar tilheyra nú Fríkirkjunni og hefur fjölgað í söfnuðinum ár hvert, oft um 100-200 manns árlega og stundum enn fleiri. Jóhann Guðni Reynisson, formaður safnaðarstjórn-ar Fríkirkjunnar segir skýringarnar á þessari fjölgun fyrst og fremst vera í skemmtilegu tónlistarlífi kirkjunnar og öflugum sóknarprestum. „Því má ekki gleyma að við státum af 100 ára óslitnu og farsælu starfi en ég held að skýringin á þróun mála undanfarna áratugi sé fyrst og fremst fólgin í því hve fólki á öllum aldri líkar vel við prestana okkar, þau Einar Eyjólfs-son og Sigríði Kristínu Helgadóttur, og tónlistina í kirkjunni sem Örn Arnarson stýrir,“segir Jóhann Guðni. „Þau hafa öll verið mjög lengi í þessu starfi, þekkja það vel og fólk þekk-ir þau, treystir þeim og trúir fyrir sínum persónulegustu viðburðum. Að öðru ólöstuðu held ég að barna-starfið, sem Edda Möller hefur með fleirum haldið utan um í áratugi, og fermingarfræðslan hafi jafnframt myndað þann sterka grunn sem við byggjum á í dag.

Systur og bræður skiptast áSöfnuðurinn hefur líka byggst á mjög öflugu félagsstarfi og fyrir utan það sem kemur fram í lýsingunni á starfinu eru við Fríkirkjuna í Hafnarfirði afar

öflugt kvenfélag sem er einn af styrk-ustu máttarstólpunum okkar. Við höfum líka mikinn stuðning af bræðra-félagi safnaðarins sem sér um ýmsar verklegar framkvæmdir og fleira. Ég segi stundum að konurnar sjái um að afla peninganna fyrir efninu sem karl-arnir koma á sinn stað. Það er svolítið þannig hjá okkur,“ segir Jóhann Guðni.

Umtalsverður tekjumissir vegna lækkaðs safnaðargjaldsTalað hefur verið um flótta úr þjóð-kirkjunni og jafnvel þverrandi stöðu kirkjulegs starfs í landinu, sérstaklega eftir hrun. „Við breyttum svo sem ekki miklu en fundum fyrir því að fólki þótti jafnvel enn vænna um kirkjuna, starfið og náunga sinn við hrunið. Mestu við-brigðin hjá okkur voru hins vegar um-talsverður tekjumissir. Söfnuðurinn fær svokallað safnaðargjald gegnum skattkerfið en það fáum við af hverj-um þeim sem er skráður í söfnuðinn, 16 ára og eldri. Þetta gjald lækkaði verulega, en er nú sem betur fer að-eins að hjarna við aftur. Vegna þessa fyrirkomulags viljum við helst að allir þeir sem njóta þjónustu prestanna okkar og annars í starfinu sé skráðir í söfnuðinn. Því safnaðargjaldið er okkar langstærsti tekjustofn og við notum hann m.a. til að greiða laun prestanna og annars starfsliðs með-an þjóðkirkjusöfnuðir fá sóknargjald á sama hátt og við en að auki greiðir ríkissjóður laun presta þeirra. Flest-ir aðrir þættir í starfinu kosta líka sitt og svo viðhald og endurbætur á húsunum okkar tveimur, kirkjunni og safnaðarheimilinu, sem bæði eru stór og gömul. En safnaðarstarfið sjálft er með svipuðu sniði og fyrir hrun og við megum ekki gleyma góðu samstarfi safnaða og presta í Hafnarfirði þar sem allir vinna að sama markmiði. Starfið er líflegt nú sem fyrr og við erum bjartsýn á framtíðina.“

Fermingarfræðslan setursvip á sóknarstarfiðEn í hverju felst starf Fríkirkjunnar? „Það eru messur og kvöldvökur á

sunnudögum, sunnudagaskólinn og sérstakt starf fyrir yngstu börnin sem við köllum krílasálma á mánu-dögum og krúttakór á fimmtudögum, foreldramorgnar á miðvikudögum og tónlistarstarfið og kórinn fara á fullan skrið. Fermingarfræðslan setur mik-inn og fjörlegan svip starfið yfir vetur-inn og ég veit að prestarnir hafa mjög gaman af því að vinna með unga fólk-inu okkar allan þann tíma. Svo hittu-mst við reglulega í hádeginu á mið-vikudögum sem erum í stjórn og starfi, allir sem komast, og þar er oft glatt á hjalla. Það er um að gera fyrir fólk að fylgjast með okkur á heimasíðunni og á Facebook. Þar eru ýmsar nánari upp-lýsingar og skemmtilegheit.“

Eru einhverjar nýjungar í starfinu?Já, krúttakórinn er nýjung sem verður á mánudögum. Kórinn er fyrir börn á aldrinum 3-5 ára og æfir á mánudög-um kl. 16:30 - 17:05 í safnaðarheimil-

inu. Þar bjóðum við upp á kaffi fyrir foreldra á meðan æfingum stendur. Krúttakórinn er hugsaður sem fyrsta skref barnanna til að læra að vera í kór. Börnin læra ýmis lög úr mörgum áttum, að syngja hvert með öðru og hafa gaman af tónlist.

Einnig má nefna Minningar- og styrktarsjóð Guðjóns Magnússonar og Guðrúnar Einarsdóttur sem hefur reynst okkur dýrmætur bakhjarl í ára-tugi og við eigum fleira ómetanlegt velvildarfólk. Við búum að frábæru starfsliði á öllum póstum, safnaðar-stjórnin er samhent og einhuga og svo má ekki gleyma því að söfnuður-inn allur er mjög þéttur; sjö þúsund samtaka sálir. Hér hefur fólk valið að vera og þykir vænt um kirkjuna sína og það starf sem fram fer innan henn-ar. Og sá kærleikur er gagnkvæmur. Allt þetta og fleira til skapar eftir-sóknarverða umgjörð um starf þar sem fólki líður vel.

Jóhann Guðni Reynisson formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar

Page 11: Gaflari 17. tbl. 2014

gaflari.is - 11

VSFimmtudaginn 18. september Kl. 17:00

Fáðu frí í vinnuni og mættu tímanlegaGrillaðir Hamborgarar við innganginn

Fögnum 10 árum frá fyrsta Íslandsmeistaratitli eftir leikLeikmenn frá 2004 mæta á svæðið

EiginhandaráriatanirSögur frá Óla Jó og Leifi GarðarsPub quiz að hætti Orra og KrissaVeitingar á vægu verði eftir leik

Fyllum KrikannGeymið aðgöngumiðann - vinningar dregnir í hálfleik frá Hress og Saffran

Page 12: Gaflari 17. tbl. 2014

12 - gaflari.is

Gylfi Sigurðsson Gylfi lék frábærlega í sigri Íslands á Tyrkjum í síðustu viku. Gylfi hefur auk þess leikið ákaflega vel með liði sínu, Swansea, í ensku úrvalsdeildinni nú í byrjun tímabilsins og er m.a. tilnefnd-ur sem leikmaður ágústmánaðar.

Gylfi, litli bróðir minn, er fyrst og fremst einstakt ljúfmenni. Hann er góðhjartaður og hugsar mjög vel um

þá sem honum þykir vænt um. Alla tíð hefur hann verið metnaðarfullur og einbeittur í því sem hann tekur sér fyrir hendur . Hann tekur starfið sitt alvarlega, hugsar vel um sig og er gríðarlega vinnusamur. Ég er yfir mig stolt af honum, því fyrir utan það að vera góð manneskja þá er hann frá-bær fyrirmynd fyrir börn og unglinga.Fjóla Rún, systir Gylfa.

Gylfi er toppgaur. Hann hugsar fáran-lega vel um sína nán-ustu og það er algjör

veisla að fara í heimsókn til hans. Einu skiptin sem hann verður erfiður er þegar hann er að tapa í golfi eða FIFA. Ég tek hann nú oftast í golfinu en hann nær sér niður á mér í FIFA. Hann hefur reyndar skánað í golf-inu og er farinn að veita mér alvöru keppni enda lítið annað sem hann gerir við frítíma sinn þarna úti.Annars er ég gríðarlega ánægður með hvað hann er farinn að vinna með góða skeggrót.Garðar Ingi, vinur Gylfa.

Vaka Dagsdóttir, laganemi við HÍ: Þessa helgina ætla ég að sleppa tjúttinu

eftir hræðilega þynnku síðustu helgar. Ætla í staðinn að hvíla mig, læra og taka til svona eins og ungum stúlkum ber að gera. Fara svo að hlúa að eldri Hafnfirðing-um á Hrafnistu. Svo fer ég með fjölskyldunni í brunch á sunnudeg-

inum, borða yfir mig og kvarta yfir að ég sé feit, sem er samt alfarið samfélaginu og Módel fitness að kenna. Mamma ætlar svo að reyna að kenna mér borðsiði af því hún uppgötvaði sér til mikillar skelf-ingar um daginn að ég væri subba. Svo ætla ég að taka mánudeginum fagnandi af því ég er svona lífstíls-skvíza sem lifir í núinu.

Jónatan Garðarsson, fjölmiðlamaður: Föstudagurinn verður hefðbundinn. Vinna

fram eftir degi og síðan grill-matur og rólegheit um kvöldið. Á laugardag ætlum við hjónin að líta á nokkrar myndlistarsýningar og skoða um leið mannlífið í höfuð-staðnum. Sunnudaginn notum við til að renna austur á Þingvelli til

að athuga hvort haustlitirnir eru komnir og göngum væntanlega að Skógarkoti í Þingvallahrauni. Það eru fáir staðir á landinu jafn fal-legir í haustlitunum og Þingvellir að Skaftafelli undanskildu. Báð-ir staðirnir eru magnaðir þegar haustlitasinfónían er í fullum skrúða.

STENDUR UPP ÚR

HELGIN MÍN

Haust- og vetrarvörurnar

komnarKíktu við!

Notað og nýtt markaðsstemning verður á 2. hæð

– allt sem þú þarft

Gerðu góð kaup!