23. tbl. 2016

10
Fimmtudagurinn 9. júní 2016 Eystrahorn www.eystrahorn.is 23. tbl. 34. árgangur Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Ingólfur Ásgrímsson heiðraður á sjómannadaginn Á sjómannadaginn var venju heiðraður sjómaður og að þessu sinni varð fyrir valinu Ingólfur Ásgrímsson skipstjóri. Hann var til sjós í 44 ár á ýmsum bátum frá Hornafirði, lengst af sem skipstjóri. Ingólfur fór í land árið 2004 en hefur sinnt ýmsum störfum hjá Skinney-Þinganesi eftir það en hann er einn af stofnendum og eigendum fyrirtækisins. Skipverjar sem voru með honum til fjölda ára bera honum vel söguna. Ingólfur er giftur Siggerði Aðalsteinsdóttur frá Höfn og eiga þau fjögur börn, 15 barnabörn og eitt barnabarnabarn. Það má geta þess að börn þeirra koma mikið við sögu fyrirtækisins í dag m.a. er Ásgrímur skipstjóri á uppsjávarskipinu Ásgrími Halldórssyni SF, Aðalsteinn er forstjóri þess og Guðrún fjármálastjóri en Margrét er leikskólastjóri. Í viðtali ritstjóra við Ingólf rifjaði hann upp í stuttu máli sjómannsferilinn; „ Ég er fæddur á Vopnafirði 7. janúar 1945 en flyt með foreldrum mínum þeim Ásgrími Halldórssyni og Guðrúnu Ingólfsdóttur og systkinum til Hornafjarðar átta ára gamall árið 1953. Við sigldum með strandferðaskipinu Herðubreið sem þá var í siglingum kringum landið og man vel eftir siglingunni inn til Hornafjarðar. Þá var siglt inn Mikleyjarálinn og norður fyrir Álaugarey. Lænan milli Óslands og Álaugareyjar var ódýpkuð á þeim tíma og ófær. Við bjuggum í Kaupfélagshúsinu og stutt út á bryggju þar sem við strákarnir vorum í miklu návígi við sjómennina, vinnu þeirra í landi og fylgdumst með aflabrögðum. Byrjaði sem messagutti Eftir skyldunám í grunnskólanum réði ég mig 15 ára gamall sem messagutta á Dísarfellið sem var í Evrópusiglingum. Ég fór um borð í Reykjavík en endahöfnin áður en við lögðum í siglinguna til útlanda var Stykkishólmur. Ég skal játa að mig langaði þá að stökkva frá borði, leist ekkert á blikuna, var sjóveikur en strákarnir voru góðir við mig og þetta gekk allt vel. Eftir þetta ævintýri réði ég mig á Hvanney SF um sumarið sem hálfdrættingur á móti Ásbirni rakara en pabbi hans var vélstjóri um borð og Kristgeir Jónsson skipsstjóri. Er þar áfram næstu tvö sumur sem fullgildur sjómaður en haustið 1963 ræð ég mig á Jökulfellið sem var í Ameríkusiglingum. Sumarið eftir fæ ég pláss hjá Tryggva Sigjónssyni á Ólafi Tryggvasyni SF sem þá var nýlegur og þótti flottur stálbátur. Um haustið þ.e. 1964 liggur svo leiðin í stýrimannaskólann og ég útskrifaðist úr farmannadeild 1967. Sumrin meðan ég var í skólanum var ég með Óskari Valdimarssyni á Gissuri hvíta SF og tvö sumur á Dagnýu SF hjá Vilhjálmi Antoníussyni. Eftir stýrimannaskólann ræði ég mig um haustið á Akurey SF hjá Hauki Runólfssyni. Þessir karlar voru góðar fyrirmyndir og þarna fékk ég svo sannarlega góðan skóla og lærdómsríka reynslu hjá þessum öðlingum. Stofnuðum útgerðafélagið Skinney Kaflaskipti verða hjá mér vorið 1968 er útgerðafyrirtækið Skinney var stofnað en með mér stóðu að því Ásgrímur faðir minn og Birgir Sigurðsson sem lengi var farsæll skipstjóri hér á Hornafirði. Við keyptum Steinunni SF og var ég stýrimaður þar með Birgi þar til ég tek við sem skipstjóri 1971. Við fáum svo nýja Steinunni 1972 sem ég er skipstjóri á til ársins 1995. Við fórum með Steinunni til Noregs 1975 þar sem hún var lengd. Það tók tvo til þrjá mánuði og svona til gamans má geta þess að þegar Siggerður kom í heimsókn í um tvær vikur þurftum við að láta okkur nægja að sofa undir borðinu í matsalnum. Árið 1995 kaupum við svo uppsjávarskipið Jónu Eðvalds frá Skotlandi og er ég þar um borð sem skipstjóri þar til ég fer í land 2004. Jóna Eðvalds var fyrsta íslenska uppsjávar- skipið sem útbúið var með kælitönkum til að bæta alla meðferð aflans. Árið 1999 verður svo sameining þriggja fyrirtækjanna Skinney, Þinganess og Borgeyjar í öflugt sjávarútvegsfyrirtæki með fjölbreytta starfsemi og er sífellt að leita leiða til að auka verðmæti framleiðslunnar um leið og fyrirtækið tekur þátt í fjölmörgum samfélagslegum verkefnum í héraðinu með ýmsum stuðningi. Farsæll en reynt ýmislegt Jú, ég tel mig hafa verið heppinn og farsælan. Ósinn gat verið erfiður sérstaklega vegna þess að við höfðum engar upplýsingar t.d. um ölduhæð eins og nú er. En auðvitað kemur eitthvað fyrir á löngum ferli og ýmsir atburðir hafa haft mikil áhrif á mann. Þar er minnisstæðast Sigurfaraslysið en við vorum næsti bátur í Ósinn og urðum vitni að því hörmulega slysi. Sjálfur lenti ég í slysi 1975 en þá var ég á loðnutrolli á Steinunni og fékk bómuna í skrokkinn af töluverðu afli. Það var farið með mig í sjúkrabörum til Kjartans læknis. Þegar þangað kom sagði ég við hann; „Ég má ekkert vera að þessu ég þarf að fara á sjóinn í kvöld“. Það stóð ekki á svari hans; „Blessaður farðu ef þú getur“ en það var farið með mig í sjúkrabörum heim og ég átti í þessu í rúman mánuð. Það hafa orðið gífurlegar breytingar á þessum árum í öryggismálum, aðbúnaði sjómanna, meðferð afla og tækninýjungar í skipum og veiðafærum. Radarinn í elstu Steinunni var oft bilaður og við þurftum að notast við landmið æði oft. Sömuleiðis gátu reknetin verið erfið þegar síldin var elt alveg upp í fjörur. Maður er þakklátur fyrir velgengnina og öllu því góða fólki sem maður hefur átt samleið með þessi ár.“ Mynd tekin 1961, Ingólfur er fremst á myndinni

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 01-Aug-2016

248 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: 23. tbl. 2016

Fimmtudagurinn 9. júní 2016

Eystrahornwww.eystrahorn.is23. tbl. 34. árgangur

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Ingólfur Ásgrímsson heiðraður á sjómannadaginn

Á sjómannadaginn var að venju heiðraður sjómaður og að þessu sinni varð fyrir valinu Ingólfur Ásgrímsson skipstjóri. Hann var til sjós í 44 ár á ýmsum bátum frá Hornafirði, lengst af sem skipstjóri. Ingólfur fór í land árið 2004 en hefur sinnt ýmsum störfum hjá Skinney-Þinganesi eftir það en hann er einn af stofnendum og eigendum fyrirtækisins. Skipverjar sem voru með honum til fjölda ára bera honum vel söguna. Ingólfur er giftur Siggerði Aðalsteinsdóttur frá Höfn og eiga þau fjögur börn, 15 barnabörn og eitt barnabarnabarn. Það má geta þess að börn þeirra koma mikið við sögu fyrirtækisins í dag m.a. er Ásgrímur skipstjóri á uppsjávarskipinu Ásgrími Halldórssyni SF, Aðalsteinn er forstjóri þess og Guðrún fjármálastjóri en Margrét er leikskólastjóri.

Í viðtali ritstjóra við Ingólf rifjaði hann upp í stuttu máli sjómannsferilinn;„ Ég er fæddur á Vopnafirði 7. janúar 1945 en flyt með foreldrum mínum þeim Ásgrími Halldórssyni og Guðrúnu Ingólfsdóttur og systkinum til Hornafjarðar átta ára gamall árið 1953. Við sigldum með strandferðaskipinu Herðubreið sem þá var í siglingum kringum landið og man vel eftir siglingunni inn til Hornafjarðar. Þá var siglt inn Mikleyjarálinn og norður fyrir Álaugarey. Lænan milli Óslands og Álaugareyjar var ódýpkuð á þeim tíma og ófær. Við bjuggum í Kaupfélagshúsinu og stutt út á bryggju þar sem við strákarnir vorum í miklu návígi við sjómennina, vinnu þeirra í landi og fylgdumst með aflabrögðum.

Byrjaði sem messaguttiEftir skyldunám í grunnskólanum réði ég mig 15 ára gamall sem messagutta á Dísarfellið sem var í Evrópusiglingum. Ég fór um borð í Reykjavík en endahöfnin áður en við lögðum í siglinguna til útlanda var Stykkishólmur. Ég skal játa að mig langaði þá að stökkva frá borði, leist ekkert á blikuna, var sjóveikur en strákarnir voru góðir við mig og þetta gekk allt vel.Eftir þetta ævintýri réði ég mig á Hvanney SF um sumarið sem hálfdrættingur á móti Ásbirni rakara en pabbi hans var vélstjóri um borð og Kristgeir Jónsson skipsstjóri. Er þar áfram næstu tvö sumur sem fullgildur sjómaður en haustið 1963 ræð ég mig á Jökulfellið sem var í Ameríkusiglingum. Sumarið eftir fæ ég pláss hjá Tryggva Sigjónssyni á Ólafi Tryggvasyni SF sem þá var nýlegur og þótti flottur stálbátur. Um haustið þ.e. 1964 liggur svo leiðin í stýrimannaskólann og ég útskrifaðist úr farmannadeild 1967. Sumrin meðan ég var í skólanum var ég með Óskari Valdimarssyni á Gissuri hvíta SF og tvö sumur á Dagnýu SF hjá Vilhjálmi Antoníussyni. Eftir stýrimannaskólann ræði ég mig um haustið á Akurey SF hjá Hauki Runólfssyni. Þessir karlar voru góðar fyrirmyndir og þarna fékk ég svo sannarlega góðan skóla og lærdómsríka reynslu hjá þessum öðlingum.

Stofnuðum útgerðafélagið Skinney

Kaflaskipti verða hjá mér vorið 1968 er útgerðafyrirtækið Skinney var stofnað en með mér stóðu að því Ásgrímur faðir minn og Birgir Sigurðsson sem lengi var farsæll skipstjóri hér á Hornafirði. Við keyptum Steinunni SF og var ég stýrimaður þar með Birgi þar til ég tek við sem skipstjóri 1971. Við fáum svo nýja Steinunni 1972 sem ég er skipstjóri á til ársins 1995. Við fórum með Steinunni til Noregs 1975 þar sem hún var lengd. Það tók tvo til þrjá mánuði og svona til gamans má geta þess að þegar Siggerður kom í heimsókn í um tvær vikur þurftum við að láta okkur nægja að sofa undir borðinu í matsalnum. Árið 1995 kaupum við svo uppsjávarskipið Jónu Eðvalds frá Skotlandi og er ég þar um borð sem skipstjóri þar til ég fer í land 2004. Jóna Eðvalds var fyrsta íslenska uppsjávar-skipið sem útbúið var með kælitönkum til að bæta alla

meðferð aflans. Árið 1999 verður svo sameining þriggja fyrirtækjanna Skinney, Þinganess og Borgeyjar í öflugt sjávarútvegsfyrirtæki með fjölbreytta starfsemi og er sífellt að leita leiða til að auka verðmæti framleiðslunnar um leið og fyrirtækið tekur þátt í fjölmörgum samfélagslegum verkefnum í héraðinu með ýmsum stuðningi.

Farsæll en reynt ýmislegtJú, ég tel mig hafa verið heppinn og farsælan. Ósinn gat verið erfiður sérstaklega vegna þess að við höfðum engar upplýsingar t.d. um ölduhæð eins og nú er. En auðvitað kemur eitthvað fyrir á löngum ferli og ýmsir atburðir hafa haft mikil áhrif á mann. Þar er minnisstæðast Sigurfaraslysið en við vorum næsti bátur í Ósinn og urðum vitni að því hörmulega slysi. Sjálfur lenti ég í slysi 1975 en þá var ég á loðnutrolli á Steinunni og fékk bómuna í skrokkinn af töluverðu afli. Það var farið með mig í sjúkrabörum til Kjartans læknis. Þegar þangað kom sagði ég við hann; „Ég má ekkert vera að þessu ég þarf að fara á sjóinn í kvöld“. Það stóð ekki á svari hans; „Blessaður farðu ef þú getur“ en það var farið með mig í sjúkrabörum heim og ég átti í þessu í rúman mánuð. Það hafa orðið gífurlegar breytingar á þessum árum í öryggismálum, aðbúnaði sjómanna, meðferð afla og tækninýjungar í skipum og veiðafærum. Radarinn í elstu Steinunni var oft bilaður og við þurftum að notast við landmið æði oft. Sömuleiðis gátu reknetin verið erfið þegar síldin var elt alveg upp í fjörur. Maður er þakklátur fyrir velgengnina og öllu því góða fólki sem maður hefur átt samleið með þessi ár.“

Mynd tekin 1961, Ingólfur er fremst á myndinni

Page 2: 23. tbl. 2016

2 EystrahornFimmtudagurinn 9. júní 2016

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Tjörvi ÓskarssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

FÉLAGSSTARF FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

SUMARFERÐ Félags eldri Hornfirðinga verður farin á laugardaginn kemur frá Ekrunni kl. 9:00 og enn eru laus pláss. Hafið samband við Gróu, ef þið viljið koma með, í síma 867-8796. FERÐANEFNDIN

Stofan verður lokuð næstu viku, 13. - 17. júní og einnig 26. júní til

1. júlí vegna sumarleyfis.Baldvin rakari

Safnaðarfundur HafnarsóknarAlmennur safnaðarfundur verður í Hafnarsókn mánudaginn 20. júní kl. 17:15 í Safnaðarheimilinu.Á dagskrá er kosning kjörnefndar samkvæmt nýjum reglum um val á prestum.

Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Safnaðarfundur BjarnanessóknarAlmennur safnaðarfundur verður í Bjarnanessókn mánudaginn 20. júní kl. 20:00 í Bjarnaneskirkju.Á dagskrá er kosning kjörnefndar samkvæmt nýjum reglum um val á prestum.

Sóknarnefnd BjarnanessóknarNámsráðgjafi við grunnskólann á Höfn óskar eftir

íbúðarhúsnæði til leigu á Höfn eða í nágrenni frá miðjum ágúst fyrir þriggja manna fjölskyldu.

Skoðum allt. Aðalheiður, sími: 841-2217.

Frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu Innritun nýnema skólaárið 2015-2016 stendur yfir.

Síðasti umsóknardagur er þriðjudaginn 23. ágúst.Umsækjendur sækja um í gegnumhornafjordur.is/tonskoli Þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 470-8460, inni á heimasíðu skólans og [email protected]

Skólastjóri

H A F N A R K I R K J A1 9 6 6 2 0 1 6

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga. Helgarferð 15.-17. júlí í Nýja Holuhraun- Askja- Drekagil – Herðabreiðalyndir.Svæðið skoða að hluta með leiðsögn landvarða á hverjum stað..Nokkur pláss laus. Skrá sig þarf í þessa ferð fyrir 17 júni. Jeppa og gönguferð. Gist í Þorsteinsskála í Herðabreiðulyndum í tvær nætur.Allar upplýsingar og skráning er hjá Rögnu í síma 662-5074.

Bifreiðaskoðun á Höfn 20., 21. og 22. júní.

Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 16. júní. Næsta skoðun er 11., 12. og 13. júlí.

Félagsmót Hornfirðings og úrtaka fyrir LM að Hólum í Hjaltadal 2016,

verða haldin helgina 11.-12. júní.Keppnisgreinar:• Pollaflokkur

(skráning á staðnum)• Barna-, unglinga- og

ungmennaflokkur• A og B-flokkur gæðinga• Tölt• Unghrossaflokkur,

hross fædd 2011 og 2012 (4. og 5. vetra)

• 100m skeið og 300m stökk

Skráning á www.sportfengur.com / senda greiðslukvittun á netfang: [email protected] / Skráningu lýkur fimmtudaginn 9. júní kl. 22:00

Skráningargjald kr. 3000,-.

80 ára afmæliskaffi Hornfirðings á sunnudag í Stekkhól frá kl. 15:00. Nánari upplýsingar um dagskrá og tímasetningar birtast á www.hornfirdingur.is og Facebookarsíðu Hestamannafélagsins Hornfirðings, þegar nær dregur.

Kaþólska kirkjan

Sunnudaginn 12. júní.

Messa kl. 12:00.

Allir hjartanlega velkomnir.

Page 3: 23. tbl. 2016

3Eystrahorn Fimmtudagurinn 9. júní 2016

Um nokkurt skeið hefur verið unnið markvisst að því að bæta tölvubúnað og upplýsingatækni fyrir íbúa á Skjólgarði og í Mjallhvíti. Íbúar eiga nú kost á að fá afnot af spjaldtölvum, nettenging hefur verið bætt og fésbókarsíða hefur verið virk fyrir aðstandendur og íbúana sjálfa.Nú á dögunum færði Lionsklúbbur Hornafjarðar heimilinu veglega gjöf til að bæta enn við þessa þróun. Lionsklúbburinn gaf 55“ sjónvarp og spjaldtölvu sem gerir það kleift að miðla dagskrá heimilisins til allra íbúa með tengingu við tölvuforritið Memaxi. Forritið sýnir dagskrána sem er í gangi á heimilinu, matseðil dagsins, veður o.fl. og eykur þannig upplýsingaflæði til íbúanna svo um munar. Einnig gaf klúbburinn heimilinu nýja borðtölvu sem ætluð er til notkunar fyrir heimilisfólk og aðstandendur þeirra, tölvan er staðsett í opnu rými þar sem allir hafa aðgang að henni. Að lokum fjárfesti Lionsklúbburinn í nýju Boccia spili og taflborði fyrir íbúa. Reglulega koma börn af leikskólanum í heimsókn á heimilið til að keppa við íbúana í Boccia en það er boltaspil sem hentar öllum aldurshópum. Lionsklúbbur Hornafjarðar hefur því bætt verulega við afþreyingamöguleika íbúa á heimilinu, viljum við þakka þeim kærlega fyrir þessar dýrmætu gjafir. Það er ávallt gott að vita af velvilja líknarfélaga og íbúa í sveitarfélaginu til stofnunarinnar.

Gjafir frá Lionsklúbbi Hornafjarðar

Nýútkomin bók eftir Guðjón Inga Eiríksson þar sem er rakinn ferill hins sænska landsliðsþjálfara Íslands áður en hann tók við landsliðsþjálfarastarfi Íslands, fjallað um aðdragandann að ráðningu hans hingað til lands og um samstarf og verkaskiptingu hans og Heimis Hallgrímssonar, uppbyggingu blaðamanna- og liðsfunda þeirra og farið yfir alla landsleiki Íslands, allt frá því að þeir tóku þar við stjórn og fram að þeim síðustu. Er þá fátt upp talið, en bókin er í senn bæði skemmtileg og fræðandi.Formála að bókinni ritar Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska karla-landsliðsins í handbolta, sem varð Evrópumeistari undir hans stjórn í janúar síðastliðnum. Þar kemur hann m.a. inn á hugarfar sigurvegarans og ættu allir sem tengjast íþróttum og fyrirtækjarekstri að lesa það sem hann hefur fram að færa – vilji þeir á annað borð vera í sigurliði.Það er Bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út og er hún fáanleg m.a. í Nettó á Höfn en einnig er hægt að panta hana í netfanginu [email protected]

Sorpbrennur orsaka mikla losun díoxín sem er hættuleg mönnum.Sveitarfélagið hefur spurnir af því að sorpbrennur séu viðhafðar í dreifbýlinu, sem er mikið áhyggjuefni því eins og flestir ættu að vita er ekki leyfilegt að brenna úrgang þar sem þau efni sem myndast við brennsluna eru mengandi og hættuleg mönnum og dýrum. Sveitarfélagið vill standa sig í umhverfismálum og losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið hefur skuldbundið sig til að taka þátt í loftlagsverkefni Landverndar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið gengur út á að sveitarfélagið minnki losun gróðurhúsaloftegund sína um 3% á ári.Ljóst er að sorp er ekki að skila sér frá fyrirtækjum og liggur grunur á að ólögleg urðun eða eyðingu á sorpi, starfsmenn sveitarfélagsins munu gera úttekt á hvaða fyrirtæki eru ekki með sorptunnur og/eða flokkunartunnur. Opin brennsla á úrgangi er óheimil skv. lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, þegar brennsla á úrgangi fer fram myndast hættuleg efni og orsakar tiltölulega mikla losun díoxíns m.a.Áætlað er að ef rusl frá venjulegu heimili væri brennt í opinni tunnu á baklóðinni, þá losnar við það álíka mikið díoxín og frá fullkominni sorpbrennslustöð fyrir 60.000 manna byggð!Díoxín er þrávirkt og eitrað efni sem brotnar seint niður í náttúrunni og hefur því skaðleg áhrif á menn og aðrar lífverur, jafnvel þó styrkur þess sé afar lágur.Skaðleg áhrif á menn eru getuleysi og krabbamein.Ekki þarf nema 0,001 mg. til að drepa lítil nagdýr.

Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi

Sorpbrennur í dreifbýli

Lars Lagerback og íslenska landsliðið

Ævintýra- og leikjanámskeið Sindra Boðið verður upp á fjögur tveggja vikna námskeið fyrir 6 til 9 ára börn.Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 6. júní.Þátttökugjald er 12.000 kr. fyrir hvert námskeið og er 50%systkinaafsláttur á annað og þriðja barn.Námskeiðin standa frá kl. 9:00 – 12:00.Boðið er upp á gæslu á milli kl. 8:00 – 9:00.Skráning á námskeiðin er í íþróttahúsinu í upphafi hvers námskeiðsUmsjónarmaður er Ingvi Ingólfsson íþróttakennari

Knattspyrnuskóli SindraÍ júní verður Knattspyrnudeild Sindra með knattspyrnuskóla fyrir börn á aldrinum 9 - 12 ára.Námskeiðið verður í 3 vikur og hefst 6. júní. Æfingar verða4 sinnum í vikur frá mánudegi - fimmtudags kl. 10:00 - 12:00.Þátttökugjald er 15.000- kr.Skólastjóri er Ingvi Ingólfsson íþróttakennariSkráning á fyrsta skóladegi.

Knattspyrnudeild Sindra

Page 4: 23. tbl. 2016

4 EystrahornFimmtudagurinn 9. júní 2016

Deloitte tekur við á Höfn í HornafirðiBókhaldsstofan ehf. verður Deloitte ehf. frá og með 1. júní.

Engar breytingar verða á þjónustu við viðskiptavini og öll vinna við viðskiptavini verður unnin á Höfn.

Endilega hafið samband eða kíkið í kaffi til okkar.

Deloitte ehf, Krosseyjarvegi 17, sími 470-8800

Opið bréf til Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Austur-Skaftafellssýsla er rómuð fyrir náttúrufegurð. Auk fegurðar og umhverfisgæða hefur svæðið þá sérstöðu, að þar sést í ríkara mæli en víðast annars staðar hvernig reginöfl náttúrunnar móta landslag og setja samfélagi manna skorður. Vatnajökulsþjóðgarður er ekki síst stofnaður um þá hugmynd að segja meira en 1000 ára sögu af lífsbaráttu fólks við þessar aðstæður. Um leið er gert sýnilegt og skiljanlegt hvernig síkvik náttúran hefur enn í dag áhrif á forsendur búsetu og samfélags. Eftir harða baráttu síðustu áratuga um fólk og fyrirtæki hefur samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði fengið góða viðspyrnu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu dafna, ungt fólk flyst heim og tekur þátt í frekari uppbyggingu hennar og samfélagsins í heild. Þannig er náttúran sjálf einnig orðin tækifæri fyrir byggðina en ekki ógnvaldur eins og áður.

Þetta er skrifað til umhugsunar þegar fyrirhugað er að leggja veg um Hornafjörð og ýmsar leiðir koma til greina. Meirihluti bæjarstjórnar Hornafjarðar hefur lýst yfir þeim vilja sínum að nýr vegur verði lagður eftir línu sem nefnd er leið 3b. Rökin eru að sú leið styttir vegalengdir mest umfram aðrar leiðir, ekki síst innan sveitar. Þau rök nægja ekki til þess að réttlæta val á leið 3b. Leiðin styttir hringveginn aðeins um 800 metrum meira en aðrar ákjósanlegar línur sem skoðaðar hafa verið og vegalengdina milli Mýra og Hafnar um 3,3 km. Mælt í aksturstíma er vegarstyttingin milli Mýra og Hafnar u.þ.b. 2,5 mín. Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar á verðlagi janúar 2016, er kostnaður við gerð vegar á leið 3b kr. 5,7 milljarðar en kr. 4,5 milljarðar við gerð vegar á leið 1.

Fyrrgreindar styttingar réttlæta ekki notkun á kr. 1,2 milljörðum umfram þörf, af takmörkuðu opinberu fé. Enn alvarlegra er þó, að lagning vegar um leið 3b mun að óþörfu spilla varanlega fágætri náttúru svæðisins og ásýnd Hornafjarðar með jöklahring sinn og vatnsspegil.

Ágætu bæjarstjórnarfulltrúar, við undirrituð förum þess á leit við ykkur að þið staldrið við og skoðið málið betur áður en þið veitið framkvæmdaleyfi fyrir umræddum vegaframkvæmdum. Varanlegt rask á sérstakri náttúru Hornafjarðar er ekki verjandi fyrir lítinn ávinning. Sýnið ábyrgð í meðferð þess valds sem við íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar höfum falið ykkur.

Skilum Hornafirði og umhverfi hans, sem minnst spilltum til komandi kynslóða.

Ari Jónsson Ragnar ArasonGuðmundur JónssonGísli Páll BjörnssonGuðbjartur ÖssurarsonAgnes IngvarsdóttirÓlafía I. GísladóttirAri Þ. ÞorsteinssonMaría GísladóttirHafdís BergmannsdóttirGunnar HelgasonHelgi Þórir GunnarssonBergmann GunnarssonKristín BenediktsdóttirGuðbrandur JóhannssonKatrín HaraldsdóttirRannveig Einarsdóttir

Ljósmynd Kristján Jónsson

Page 5: 23. tbl. 2016

5Eystrahorn Fimmtudagurinn 9. júní 2016

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 25. júní 2016

Atkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum og fangelsum í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi (atkvæðagreiðsla þessi er einungis ætluð þeim sem dvelja á þessum stofnunum):

Selfoss og nágrenni:Ás, Dvalar- og hjúkrunarheimili,Hverahlíð 20, Hveragerði Föstudaginn 10. júní kl. 9:30 – 11:30

Dvalarheimilið Sólvellir,Eyrargötu 26, Eyrarbakka Miðvikudaginn 15. júní kl. 11:00 – 12:00

Hjúkrunarheimilið Kumbaravogur,Stokkseyri Miðvikudaginn 15. júní kl. 13:00 – 14:00

Fangelsið Litla HraunEyrarbakka Fimmtudaginn 16. júní kl. 9:30 - 10:30

Fangelsið Sogni Sogni, Ölfusi Fimmtudaginn 16. júní kl. 13:00 – 14:00

Heilsustofnun NLFÍGrænumörk 10, Hveragerði Þriðjudaginn 21. júní kl. 13:00 – 15:00

Sólheimar í Grímsnesi Miðvikudaginn 22. júní kl. 13:00 – 15:00

Þjónustumiðstöð aldraðra,Grænumörk 5, Selfossi Fimmtudaginn 23. júní kl. 10:00 – 11:00

Heilbrigðisstofnun Suðurlands,Selfossi, sjúkra- og hjúkrunardeildir Föstudaginn 24. júní kl. 10:00 – 12:00

Hvolsvöllur og Hella:Dvalarheimili aldraðra Lundi, Hellu Mánudaginn 13. júní kl. 13.00

Dvalarheimilið aldraðra Kirkjuhvoli, Mánudaginn 13. júní kl. 10.00Hvolsvelli

Vík og Kirkjubæjarklaustur:Dvalarheimili aldraðra Hjallatúni, Vík Þriðjudaginn 14. júní kl. 14.00

Dvalarheimili aldraðra Klausturhólum, Þriðjudaginn 14. júní kl. 16.30Kirkjubæjarklaustri

Höfn:Dvalarheimili aldraðra Skjólgarði, Þriðjudaginn 14. júní kl. 13.00Höfn

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sýsluskrifstofum:

Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, á opnunartíma sýsluskrifstofa, milli kl. 9.00-15.00. Skrifstofur embættisins eru á eftirtöldum stöðum:• Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði• Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal• Austurvegi 6, Hvolsvelli• Hörðuvöllum 1, Selfossi 9.00-16.00 ATH lengdan

opnunartíma vikuna 13.-16. júní.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á kjörstöðum í samstarfi við sveitarfélög o.fl.:• Á skrifstofu sveitastjórnar Ölfuss að Hafnarbergi 1,

Þorlákshöfn. Opnunartími kl. 13.00-16.00 alla virka daga.• Á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2,

Hveragerði, opnunartími kl. 10.00-15.00 alla virka daga.• Á skrifstofu Hrunamannahrepps að Akurgerði 6, Flúðum.

Opnunartími kl. 13.00-16.00 mánudag-fimmtudag. • Á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa

uppsveita bs. að Dalbraut 12, Laugarvatni. Opnunartími kl. 13.00-16.00 alla virka daga.

• Skrifstofu sveitastjórnar Rangárþings ytra að Suðurlandsvegi 1, Hellu. Opnunartími kl. 09.00-15.00 mánudaga til fimmtudaga, kl. 09.00-13.00 föstudaga.

• Skrifstofu sveitastjórnar Skaftárhrepps að Klausturvegi 10, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími kl. 10.00-14.00 mánudaga-fimmtudaga og kl. 10.00-13.00 föstudaga.

Í Öræfum mun verða opið fyrir utankjörfundartakvæða-greiðslu frá 10. júní nk. sem hér segir:• Á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ,

Öræfum. Opnunartími skv. samkomulagi. Sími 478-1760 og 894 1765.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í heimahúsi:Þeir sem ekki eiga heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi, til embættisins, fyrir kl. 15.00, þriðjudaginn 21. júní nk. Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá embættinu og á vefsíðunni www.kosning.is.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru.

Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Page 6: 23. tbl. 2016

6 EystrahornFimmtudagurinn 9. júní 2016

Litur Listaverð án vsk. Magn á brettiRúlluplastTenospin - 750 x 0,025 x 1500 Hvítt 10.950 kr 15

Tenospin - 750 x 0,025 x 1500 Grænt 10.950 kr 15

Tenospin - 750 x 0,025 x 1500 Svart 10.800 kr 15

Tenoplus 1900 - 750 x 0,021 x 1900 Ný vara Bleikt 12.900 kr 15

NetWestfalia - 123 x 3000 m 23.500 kr

Undirplast í stað netsTenoBale compressor - 1400 x 0,20 x 1650 m Ný vara Grænt 27.000 kr

GarnCobra Miljö rúllugarn - 600 m/kg Rautt 4.500 kr

Cobra Wire stórbaggagarn - 2665 m pr. rúllu Grænt 8.200 kr

Verð eru gefin upp með fyrirvara um prentvillur

Rúlluplastiðsem bændur treysta

Nánari upplýsingar fást hjá Bjarna Hákonar í síma 894-0666.Sláturfélag Suðurlands svf. • Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík • Sími 575 6000 • www.ss.is

Í ár hefur Sláturfélag Suðurlands tekið höndum saman með bændum til að styðja við Krabbameinsfélagið!

SS býður til sölu bleikt rúlluplast og renna 425 kr af hverri seldri rúllu til Krabbameinsfélagsins.

• Frábær nýting og frammistaða með 1900 m forstrekktu gæðaplasti.

• Passar í allar vélar, hentar bæði fyrir rúllur og bagga.• Vatnsheldur pappírskjarni.• Sömu gæði og á öðrum litum.

Frír flutningur

til bænda.

Page 7: 23. tbl. 2016

7Eystrahorn Fimmtudagurinn 9. júní 2016

Nú hafa Hornfirðingar fengið hjól til að hjóla með eldri borgara. Hornafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4x4 fór af stað með söfnun fyrir áramót með því markmiði að kaupa hjól hingað á Hornafjörð. Söfnunin gekk mjög vel og hjólið er komið. Við kunnum þessum einstaklingum og fyrirtækjum bestu þakkir fyrir frábærar viðtökur og stuðning. Án ykkar hefði ekki verið hægt að afhenda eldri borgurum þetta glæsilega hjól. Nú er bara að drífa sig af stað og hjóla með ættingja og vini.

Anna Lilja OttósdóttirAnna Margrét TómasdóttirArnbjörn SigurbergssonBirna Þrúður SigurbjörnsdóttirBrunnhóll ehf.Fallastakkur ehf.Endurvinnslan / ónafngreindir einstaklingar.Flytjandi / Eimskip.Funi ehf.Guðný SvavarsdóttirGunnar Stefánsson

Hornafjarðardeild 4x4Jóhanna V ArnbjörnsdóttirJólasamvera starfsfólks HSSAKarl Jóhann GuðmundssonKvenfélagið VakaLandsbankinn hf.Lionsklúbburinn KolgrímaMargrét TorfadóttirÓsinn ehf.Unnur Elísa JónsdóttirSigurður Ólafsson ehf.Skinney- Þinganes hf.

Hjólað óháð aldriBarnastarf Hornafjarðarsafna

Það er orðin sterk hefð fyrir því að Menningarmiðstöðin, og nú í seinni tíð Hornafjarðarsöfn, bjóði upp á barnastarf á sumrin til þess að kynna börn fyrir nærumhverfi sínu á lifandi og fræðandi hátt. Við ætlum ekki að bregða út af vananum í ár og stefnum á að fara 10 ferðir líkt og í fyrrasumar, og verður skipulagið með sama sniði, þótt áfangastaðirnir séu ekki allir þeir sömu.Dagskráin er svohljóðandi en er þó birt með fyrirvara um mögulegar breytingar ef viðurguðirnir verða okkur ekki hliðhollir.

14. júní Fugla og plöntuskoðun í Óslandi21. júní Sýnikennsla í golfi28. júní Fjöruferð að Horni5. júlí Lúruveiði12. júlí Bólsklettar – Þjófaskarð

19. júlí Gönguferð um Ægisíðuna26. júlí Veiðiferð í Þveitina2. ágúst Mikley9. ágúst Gönguferð í Álaugarey, jarðsagan skoðuð og fornleifar kannaðar16. ágúst Óvissuferðin

Lagt verður af stað í ferðirnar kl. 13:00 alla þriðjudaga í sumar frá Nýheimum nema annað sé tekið fram og komið aftur um kl. 16:00. Öll börn eru velkomin með, en þar sem ferðirnar eru sniðnar að börnum eldri en 7 ára biðjum við um að börn yngri en 7 ára komi í fylgd fullorðinna. Verð í ferðirnar verður 500 kr. líkt og síðustu ár og mikilvægt er að börn séu klædd eftir veðri og gott er að hafa nesti meðferðis.Við hlökkum til að sjá sem flesta.

Starfsfólk Hornafjarðarsafna

Ferðafélagið Gönguvikan „Ekki lúra of lengi“

Gengið fyrir Horn. 9. júní, fimmtudagur kl. 17:00 Gengið frá Papós að Horni. Farastjóri Ragna Pétursdóttir. Göngutími 4 klst. Boðið verður upp kaffi, djús og góðgæti. Hoffellsdalur. 10. júní, föstudagur kl. 17:00 Ekið inn Hoffellsdal að vestan. Stefán Helgason lóðsar yfir ána og fer með okkur í giljaskoðun. Göngutími 2-3 klst. Heinabergsdalur – Vatnsdalsheiði – Geitakinn 11. júní, laugardagur kl. 09:00 Heinabergsdalur – Vatnsdalsheiði – Geitakinn. Gengið inn Heinabergsdal, upp Vatnsdalsheiði og upp á Geitakinn. Hækkun 700 m. Ferðatími 8-10 klst. Það þarf að skrá sig í þessa ferð í síma, Ragna 662-5074 og Elsa 849-6635

Slaga við Kotá 12. júní, sunnudagur kl. 10:00 Slaga við Kotá í Öræfum frá Höfn,eða við Hofgarð í Öræfum kl. 11 farastjóri Hólmfríður Guðlaugsdóttir frá Svínafelli. Göngutími 3-4 klst. Kambsmýrarkambur 13. júní, mánudagur kl. 13:00 Frá Höfn, Kambsmýrarkambur- Vatnafjöll í Öræfum. Farastjóri Gísli Jónsson Hnappavöllum. Göngutími 4 klst. FRÍTT Í ÞESSA FERÐ.Allir velkomnir.Verð 1000kr, 1500 kr. fyrir hjón og frítt fyrir 16 ára og yngri. Munið nesti og klæðnað eftir veðri. Hundar eru ekki leyfðir í þessar ferðir. Lagt að stað frá tjaldstæði Hafnar, þeir sem búa fjærri Höfn og ætla að koma með hafi samband við Rögnu í síma 662-5074Fylgist með auglýsingu á Fésbókarsíðu félagsins og í Eystrahorni.

Litur Listaverð án vsk. Magn á brettiRúlluplastTenospin - 750 x 0,025 x 1500 Hvítt 10.950 kr 15

Tenospin - 750 x 0,025 x 1500 Grænt 10.950 kr 15

Tenospin - 750 x 0,025 x 1500 Svart 10.800 kr 15

Tenoplus 1900 - 750 x 0,021 x 1900 Ný vara Bleikt 12.900 kr 15

NetWestfalia - 123 x 3000 m 23.500 kr

Undirplast í stað netsTenoBale compressor - 1400 x 0,20 x 1650 m Ný vara Grænt 27.000 kr

GarnCobra Miljö rúllugarn - 600 m/kg Rautt 4.500 kr

Cobra Wire stórbaggagarn - 2665 m pr. rúllu Grænt 8.200 kr

Verð eru gefin upp með fyrirvara um prentvillur

Rúlluplastiðsem bændur treysta

Nánari upplýsingar fást hjá Bjarna Hákonar í síma 894-0666.Sláturfélag Suðurlands svf. • Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík • Sími 575 6000 • www.ss.is

Í ár hefur Sláturfélag Suðurlands tekið höndum saman með bændum til að styðja við Krabbameinsfélagið!

SS býður til sölu bleikt rúlluplast og renna 425 kr af hverri seldri rúllu til Krabbameinsfélagsins.

• Frábær nýting og frammistaða með 1900 m forstrekktu gæðaplasti.

• Passar í allar vélar, hentar bæði fyrir rúllur og bagga.• Vatnsheldur pappírskjarni.• Sömu gæði og á öðrum litum.

Frír flutningur

til bænda.

Page 8: 23. tbl. 2016

8 EystrahornFimmtudagurinn 9. júní 2016

r.

Laus störf sumarið 2016Óskum eftir að ráða kraftmikið og duglegt fólk til almennra hótelstarfa á Hótel Eddu Höfn.

Leitað er að fólki í almenn hótelstörf sem felast meðal annars í þrifum á húsnæði, herbergjum og vinnu í þvottahúsi.

Einnig framreiðslu á morgunverði og aðstoð í eldhúsi.

Nánari upplýsingar veitir Ósk Vífilsdóttir í tölvupósti: [email protected]

hringinn í kringum landið. Áhersla er lögð á lipra þjónustu og hagstætt verð. Fjöldi herbergja er frá 28 upp í 204. Edduhótelin eru rekin af Flugleiðahótelum ehf, sem

550 manns hjá fyrirtækinu.

Page 9: 23. tbl. 2016

9Eystrahorn Fimmtudagurinn 9. júní 2016

Söngvakeppni á Humarhátíð Þær Sigga og María í Söngvaborg ætla að sjá um söngvakeppnina okkar í ár. Allir sem eru á aldrinum 5 til 15 ára geta skráð sig. Þær ætla að aðstoða ykkur við að velja lag og þjálfa fyrir keppnina. Keppninni verður skipt á milli 5 til 10 ára og 11 til 15 ára.Það sem þarf að koma fram við umsóknina er.Nafn og aldur:Hvaða lag:Nafn, netfang og sími forráðamanns:

Skráningin sendist á netfangið hjá Sigríði Beinteins, [email protected]ú er bara að drífa sig og skrá sig í keppnina og taka þátt í skemmtilegri söngvakeppni á Humarhátíð. Athugið það kostar ekkert að taka þátt.

HumarTónleikar föstudagskvöldið 24. júní

í íþróttahúsinu. FRÍTT INN

“Af fingrum fram”

Páll Óskar, Jón Ólafs píanó og Róbert Þórhalls bassi

Þessi ógleymanlega kvöldstund er í raun uppistand með tónlist.

Samspil Páls Óskars og Jóns Ólafssonar í spjalli, spileríi og spekúlasjónum hefur slegið í gegn hvar sem þeir hafa komið við, enda á pari við uppistand í hæsta gæðaflokki. Fyrrum barnastjarnan og núverandi súperstjarnan fer yfir helstu lögin á ferli sínum í tali og tónum, og þar er af nógu að taka.Verið viðbúin að reka upp hláturrokur sem aldrei fyrr. Það verður einnig stutt í tárin þegar Páll Óskar flytur sínar hugljúfu ballöður á sinn einstaka hátt.Ekki missa af tækifærinu að upplifa Pál Óskar og Jón Ólafsson í svo miklu návígi

Humarhátíð 2016Humarhátíð hefst fimmtudaginn 23. júní með þjóðarkvöldi Kvennakórs Hornafjarðar í Mánagarði.

Föstudaginn 25. júní verður humarsúpa í heimahúsum og er upplagt fyrir bæjarbúa og gesti að ganga um bæinn og bragða á humarsúpu.

Í íþróttahúsinu verða tónleikarnir „Af fingrum fram“ með þeim Páli Óskari, Jón Ólafssyni og Róberti bassaleikara. Tónleikarnir eru fyrir alla fjölskylduna og er frítt inn á þá.

Laugardagurinn hefst á skrúðgöngu með karnivalívafi sem endar á íþróttasvæðinu með skemmtun. Kúadellulottóið verður á sínum stað, heimsmet í humarloku,

kassabílarallí, söngvakeppni og Heimsmeistaramótinu í Hornafjarðarmanna. Söngvaborg býður börnum upp á aðstoð með lagaval og æfingar fyrir söngvakeppnina, óvæntur gestur mætir með þeim Siggu Beinteins, Maríu og Páli Óskari. Sindri mun keppa í knattspyrnu og humarsúpa verður boði knattspyrnudeildar á leiknum. Hoppukastalarnir verða á sínu stað.

Á sunnudeginum mun íþróttaálfurinn koma í heimsókn, hann mun að kenna humarhátíðargestum að hreyfing og hollt mataræði er gullsígildi. Íþróttaálfurinn mun skemmta gestum með sinni fjörlegri framkomu og búa keppendur undir frjálsíþróttamótið sem hefst strax eftir að hann er búinn að hita upp.

Page 10: 23. tbl. 2016

ICELAND - BRAZILBrazilian/Icelandic Bossa-Nova Jazz around Iceland

Ife Tolentino (Brazil) - Guitar and VocalÓskar Guðjónsson (Iceland) - Tenor SaxophoneEyþór Gunnarsson (Iceland) - Piano

Songs by Ife Tolentino mixed with classic Bossa Nova songs by some of the biggest composers of Brazilian music.

"You think you know what Bossa Nova sounds like, but this album has something else. It has a fragility which hints at its inspiration – Iceland, land of ice and fire, but also of tiny alpine flowers, midnight sun, silent landscapes, which contrasts so powerfully with the fecundity of the Brazilian landscape of lush forest, beaches and exotic blooms and flamboyant carnivals." - Mary James, Only Jazz

ICELAND - BRAZILBrazilian/Icelandic Bossa-Nova Jazz around Iceland

Ife Tolentino (Brazil) - Guitar and VocalÓskar Guðjónsson (Iceland) - Tenor SaxophoneEyþór Gunnarsson (Iceland) - Piano

Songs by Ife Tolentino mixed with classic Bossa Nova songs by some of the biggest composers of Brazilian music.

"You think you know what Bossa Nova sounds like, but this album has something else. It has a fragility which hints at its inspiration – Iceland, land of ice and fire, but also of tiny alpine flowers, midnight sun, silent landscapes, which contrasts so powerfully with the fecundity of the Brazilian landscape of lush forest, beaches and exotic blooms and flamboyant carnivals." - Mary James, Only Jazz

Tónleikar í HafnarkirkjuFimmtudaginn 9. júní kl. 21:00

Í KVÖLD