eystrahorn 8. tbl. 2014

4
Fimmtudagur 27. febrúar 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 8. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is Þann 24. janúar héldu þær Dóra Björg Björnsdóttir, Siggerður Aðalsteinsdóttir og Vigdís María Borgarsdóttir nemendur í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu til London til að taka þátt fyrir hönd Íslands í lokakeppni í olíuleit. Gefum þeim orðið um ferðina og keppnina; „Auk okkar voru mætt lið frá Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Bretlandi og Kanada. Lið frá Bandaríkjunum ætlaði að taka þátt í gegnum netið en veðrið vestanhafs var svo slæmt keppnisdaginn að bæði rafmagn og netsamband var ótryggt og að auki mikil ófærð. Því varð liðið að hætta við þátttöku. Lokakeppnin fór fram í Imperial College sem er þekktur og virtur skóli í London. Keppnin öll fór mjög vel fram, allir voru komnir til þess að gera sitt besta og finna mikið af olíu. Á leiðinni á keppnisstað veltum við fyrir okkur að við hefðum ákveðna sérstöðu. Þegar aðrir keppendur töluðu saman á sínu tungumáli náðum við að skilja eitthvað hjá öllum. Að vísu ekki þegar talað var hratt. PetroChallenge er tölvuleikur þar sem huga þarf að mörgu í einu og samvinna því mikilvæg. Í byrjun þarf að skoða ýmiss konar kort og finna reiti þar sem líklegt er að sé olía. Liðunum er úthlutaður reitur en til þess að það sé mögulegt að athuga hvort það sé „raunveruleg“ olía til staðar fer í gang ferli þar sem þarf að fá önnur lið til þess að fjárfesta í sér. Þess vegna þurftum við að vera duglegar að standa upp og spjalla við krakkana í hinum liðunum. Þannig náðum við líka að kynnast hinum krökkunum. Þegar náðst hafði að mynda hlutafélag um olíuvinnslu hófst síðan borunarferli þar sem öllu máli skipti að reyna að finna olíu. Okkur gekk ágætlega framan af en þegar leið á leikinn fundu Kanadamenn gjöfular olíulindir og náðu góðu forskoti. Liðin frá Bretlandi, Noregi og Íslandi skiptust á að vera í 2. – 4. sæti. Lokamínúturnar voru mjög spennandi þar sem 2. – 4. sæti breyttist mjög ört Í lokin enduðum við í 4. sæti. Við vorum þó mjög sáttar með hversu vel gekk og bara það tækifæri að fá að taka þátt í eins stórri og flottri keppni og þetta í raun og veru er. Í gegnum keppnisferlið hér heima og úti í London höfum við lært mikið um samvinnu, því í leiknum skiptir máli að hafa manneskjur sem hægt er að treysta svo allt gangi upp. Einnig skiptir máli að vera snöggur að hugsa og geta lesið úr upplýsingum á sem gagnlegastan hátt eins og ýmiss konar jarðlagakortum og átta sig á hafdýpi. Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem gera þessa keppni mögulega fyrir okkur.” Stúlkurnar í FAS stóðu sig vel í PetroChallenge í London Dagur tónlistarskólanna Dagur Tónlistarskólanna er síðasti laugardagur í febrúar og hafa tónlistarskólar um allt land haldið þennan dag hátíðlegan, en á Íslandi starfa um 90 tónlistarskólar og um 15.000 nemendur stunda nám í þeim. Tónskóli A-Skaft. hefur nokkur undanfarin ár verið með opið hús þennan dag. Í ár ætlum við að færa okkur til um eina helgi og verður því opið hús laugardaginn 1. mars, þá geta gestir gengið um húsnæðið og skoðað námsefni með meiru. Nemendur tónskólans verða með tónleika allan tímann á sviðinu enda 85 nemendur við skólann í einkakennslu auk öflugrar forskólakennslu hjá 2. og 3. bekk. Gestir mega koma hvenær sem er milli kl. 11:00 og 15:00 og staldra við eins og hentar hverjum og einum. Hægt verður að sjá uppröðun á heimasíðu okkar hornafjordur.is/tonskoli hvenær hver nemandi leikur. Lúðrasveit Tónskólans mun selja veitingar. - Opið hús og tónleikar í Tónskóla A-Skaft. laugardaginn 1. mars kl. 11:00 - 15:00 -

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 19-Mar-2016

229 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 8. tbl. 2014

Fimmtudagur 27. febrúar 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn8. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

Þann 24. janúar héldu þær Dóra Björg Björnsdóttir, Siggerður Aðalsteinsdóttir og Vigdís María Borgarsdóttir nemendur í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu til London til að taka þátt fyrir hönd Íslands í lokakeppni í olíuleit. Gefum þeim orðið um ferðina og keppnina; „Auk okkar voru mætt lið frá Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Bretlandi og Kanada. Lið frá Bandaríkjunum ætlaði að taka þátt í gegnum netið en veðrið vestanhafs var svo slæmt keppnisdaginn að bæði rafmagn og

netsamband var ótryggt og að auki mikil ófærð. Því varð liðið að hætta við þátttöku. Lokakeppnin fór fram í Imperial College sem er þekktur og virtur skóli í London. Keppnin öll fór mjög vel fram, allir voru komnir til þess að gera sitt besta og finna mikið af olíu. Á leiðinni á keppnisstað veltum við fyrir okkur að við hefðum ákveðna sérstöðu. Þegar aðrir keppendur töluðu saman á sínu tungumáli náðum við að skilja

eitthvað hjá öllum. Að vísu ekki þegar talað var hratt. PetroChallenge er tölvuleikur þar sem huga þarf að mörgu í einu og samvinna því mikilvæg. Í byrjun þarf að skoða ýmiss konar kort og finna reiti þar sem líklegt er að sé olía. Liðunum er úthlutaður reitur en til þess að það sé mögulegt að athuga hvort það sé „raunveruleg“ olía til staðar fer í gang ferli þar sem þarf að fá önnur lið til þess að fjárfesta í sér. Þess vegna þurftum við að vera duglegar að standa upp og spjalla við krakkana í hinum liðunum. Þannig náðum við líka að kynnast hinum krökkunum. Þegar náðst hafði að mynda hlutafélag um olíuvinnslu hófst síðan borunarferli þar sem öllu máli skipti að reyna að finna olíu. Okkur

gekk ágætlega framan af en þegar leið á leikinn fundu Kanadamenn gjöfular olíulindir og náðu góðu forskoti. Liðin frá Bretlandi, Noregi og Íslandi skiptust á að vera í 2. – 4. sæti. Lokamínúturnar voru mjög spennandi þar sem 2. – 4. sæti breyttist mjög ört Í lokin enduðum við í 4. sæti. Við vorum þó mjög sáttar með hversu vel gekk og bara það tækifæri að fá að taka þátt í eins stórri og flottri keppni og þetta í raun og veru er. Í gegnum keppnisferlið hér heima og úti í London höfum við lært mikið um samvinnu, því í

leiknum skiptir máli að hafa manneskjur sem hægt er að treysta svo allt gangi upp. Einnig skiptir máli að vera snöggur að hugsa og geta lesið úr upplýsingum á sem gagnlegastan hátt eins og ýmiss konar jarðlagakortum og átta sig á hafdýpi. Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem gera þessa keppni mögulega fyrir okkur.”

Stúlkurnar í FAS stóðu sig vel í PetroChallenge í London

Dagur tónlistarskólanna

Dagur Tónlistarskólanna er síðasti laugardagur í febrúar og hafa tónlistarskólar um allt land haldið þennan dag hátíðlegan, en á Íslandi starfa um 90 tónlistarskólar og um 15.000 nemendur stunda nám í þeim. Tónskóli A-Skaft. hefur nokkur undanfarin ár verið með opið hús þennan dag. Í ár ætlum við að færa okkur til um eina helgi og verður því opið hús laugardaginn 1. mars, þá geta gestir gengið um húsnæðið og skoðað námsefni með meiru. Nemendur tónskólans verða með tónleika allan tímann á sviðinu enda 85 nemendur við skólann í einkakennslu auk öflugrar forskólakennslu hjá 2. og 3. bekk. Gestir mega koma hvenær sem er milli kl. 11:00 og 15:00 og staldra við eins og hentar hverjum og einum. Hægt verður að sjá uppröðun á heimasíðu okkar hornafjordur.is/tonskoli hvenær hver nemandi leikur.Lúðrasveit Tónskólans mun selja veitingar.

- Opið hús og tónleikar í Tónskóla A-Skaft. laugardaginn 1. mars kl. 11:00 - 15:00 -

Page 2: Eystrahorn 8. tbl. 2014

2 EystrahornFimmtudagur 27. febrúar 2014

Tónleikar í HafnarkirkjuFimmtudaginn 27. febrúar kl. 20:00

Kristín og sr. Sigurður spila saman á orgel og slagverk sálmalög úr nýja sálmabókarviðbætinum.

Aðgangur ókeypis en tekið er á móti framlögum til Hafnarkirkju.

Rafhorn ehf. stendur í flutningum þessa vikuna að Álaugarvegi 1.

Skrifstofan er flutt og mun öll starfsemin vera undir sama þaki mánudaginn 3. mars n.k.

Þarftu að láta þrífa bílinn þinn?Meistaraflokkur Sindra er að safna fyrir æfingaferð sem farin verður til Spánar í apríl. Strákarnir ætla helgina 1. - 2. mars að taka að sér að bóna og þrífa bíla gegn vægu gjaldi. Byrjað verður á laugardagsmorgun og unnið fram eftir sunnudeginum.

Að sjálfsögðu er um alþrif að ræða og verðskráin er eftirfarandi:

Fólksbíll ...................................... 8.000 kr. Jepplingur ................................. 10.000 kr. Jeppi ......................................... 12.000 kr. Stór ........................................... 14.000 kr. Ennþá stærri eftir samkomulagi

Við verðum í bröggunum, húsi Skinneyjar-Þinganess, við hliðina á Bárunni.

Pantanir hjá Einari Smára í síma 868-9880 og Jóhanni Bergi í síma 848-9117

HafnarkirkjaSunnudaginn 2. mars

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

Prestarnir

Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga kl. 18:15

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

BjarnaneskirkjaSunnudaginn 2. mars

Messa kl. 14:00

Prestarnir

Frá HafnarkirkjuNú líður að föstu. Hún hefst á öskudag 5. mars. Í sjö vikur fyrir páska íhuga kristnir menn pínu og dauða Jesú. Fastan hefur ekki lengur þann sess í hugum fólks sem hún hafði áður fyrr, þegar t.d. var ekki borðað kjöt frá öskudegi til páskadags. Fastan er tími íhugunar og iðrunar og hefur þess mátt sjá stað í kristinni kirkju um aldir. Helgihaldið í kirkjunni ber merki þeirra atburða sem urðu í lífi Jesú Krists sem leiddu til dauða hans á krossi. Í Hafnarkirkju verður helgihald á föstu með svipuðu sniði og áður. Auk hefðbundinnar guðsþjónustu annan hvern sunnudag verður kyrrðarstund hvern miðvikudag fram að páskum. Stundin hefst kl. 18:15. Þar verður lesið úr píslarsögu Jesú, sungnir sálmar og beðnar bænir. Beðið verður sérstaklega fyrir sjúkum og þeim sem minna mega sín og taka prestarnir á móti sérstökum bænarefnum sem fólk vill að borin verði fram. Kyrrðarstundinni lýkur síðan með altarisgöngu. Við hvetjum ykkur til að koma til kirkju á miðvikudögum fram að páskum og nota föstutímann til íhugunar, uppbyggingar og trúarstyrkingar. Guð láti gott á vita. Verið öll Guði falin í lengd og bráð.

Sr. Sigurður og sr. Gunnar Stígur

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

H E S T A M E N N

Vörur frá Mustad: skeifur, skaflar, hóffjaðrir o.fl.

„Furuflís“ viðurkenndur rykhreinsaður undirburður fyrir hesta – gott verð.

Ýmsar fóðurvörur, saltsteinar o.fl. frá Fóðurblöndunni og Líflandi.

KASK-Flutningar, ÁlaugareySími 470-8220

Page 3: Eystrahorn 8. tbl. 2014

3Eystrahorn Fimmtudagur 27. febrúar 2014

Framundan er umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum, matvælaframleiðendum, félögum, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í. Átakið kallast „Leyndadómar Suðurlands“ og mun standa yfir frá miðvikudeginum 26. mars til sunnudagsins 6. apríl nk. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands, sem standa fyrir verkefninu. Markmiðið er að kynna sem mest af Suðurlandi og fá sem flesta gesti til að heimsækja Suðurland. Megininntakið í átakinu er Matur – Saga – Menning. Hér er kærkomið tækifæri, til að lengja ferðamannatímabilið og koma öllum leyndardómum Suðurlands á framfæri. Markhópurinn eru allir Íslendingar. Á Suðurlandi eru mörg leyndarmál, sem eru vel þess virði að deila, en “leyndarmál” - er einmitt boðskapur ársins í herferð Íslandsstofu, “Ísland allt árið” . Með því að blása í herlúðra Sunnlendinga samtímis er mögulegt að ná samlegð milli verkefna. Dæmi um atburði þessa daga gætu verið tilboð á veitingastöðum, tveir fyrir einn í gistingu, ókeypis í sund, listsýningar, tónleikar, skemmtanir, tilboð á sunnlenskum vörum, lengdur opnunartími verslana , ókeypis í strætó, tilboð í afþreyingu, opin hús víða í fjórðungunum og fleira og fleira. Hægt er að fylgjast með framvindu verkefnisins á heimasíðu SASS, www.sudurland.is og á fésbókarsíðu þess, „Leyndardómar Suðurlands“. Hafi fólk einhverjar góðar hugmyndir um „leyndardóma“, sem hægt væri að koma á framfæri er best að setja sig í samband við kynningarfulltrúa verkefnisins, Magnús Hlyn Hreiðarsson í gegnum netfangið [email protected] eða síma 480-8200 eða Þórarinn Egil Sveinsson, verkefnisstjóra í gegnum netfangið [email protected] og í síma 480-8200.

Leyndardómar Suðurlands- Kynningarátak 26. mars til 6. apríl 2014 -

Sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk D-listansMunið súpufundinn á laugardögum kl. 11:30 í Sjálfstæðishúsinu

Stjórnir sjálfstæðisfélaganna

Hársnyrtistofan Flikk Sími 478-2110

Athugið að stofan verður lokuð frá 3. mars en verður opnað aftur 24. mars.

Tvennutilboð af URBAN sjampói og næringu nr. 2 og 3 frá TIGI.

Ný sending af skartgripum frá OXXO og SNO.Verið velkomin,

Birna Sóley hársnyrtimeisari og förðunarfræðingur

Núna um helgina verður í fyrsta sinn Knattspyrnuskóli Sindra. Mikil vinna hefur farið í undirbúning og höfum við fengið topp fólk til að hjálpa okkur í því að gera skólann þannig að þetta geti orðið árlegur viðburður þar sem fólk getur gengið út frá gæðum í kennslu og dagskrá.

Kennarar og fyrirlesarar verða:• Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands er mikill fagmaður

og drengur góður. Hann tók strax mjög vel í það að koma til okkar í heimsókn og hjálpa okkur við þetta verkefni.

• Auðun Helgason fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður sem býr nú hér á Höfn og er hafsjór af fróðleik um knattspyrnuleikinn. Hann vill miðla reynslu sinni og hjálpa ungu knattspyrnufólki að verða betri í fótbolta.

• Þrándur Sigurðsson þekktur Hornfirðingur í knattspyrnuhreyfingunni. Þrándur er mjög virtur yngriflokkaþjálfari hjá Víking Reykjavík og skólastjóri knattspyrnuskóla Víkings.

• Alex Freyr Hilmarsson er einn af sonum Hornafjarðar en spilar með Grindavík í dag. Þrátt fyrir ungan aldur er Alex einn af lykilmönnum liðsins og menn þar á bæ binda miklar vonir við hann.

• Embla Grétarsdóttir er ein af þeim stelpum frá Hornafirði sem hafa náð langt. Embla á að baki fjölmarga leiki með KR og Val í efstu deild kvenna ásamt því að hafa verið í landsliðinu.

Skólinn byrjar á föstudagskvöldið kl. 19:00 á innritun sem fer fram í Hafnarskóla og endar í hádeginu á sunnudaginn á grillveislu. Við hjá knattspyrnudeildinni viljum hvetja okkar iðkendur til að skrá sig í skólann og taka þátt í því að festa hann í sessi í okkar starfi.

Óli Stefán Flóvetnsson, yfirþjálfari Sindra

Knattspyrnuskóli Sindra

Spilavist3. flokkur drengja og stúlkna ætlar að

halda þriggja kvölda spilavist. Spilað verður:• Sunnudagskvöldið 2. mars kl. 20:00 í Heppuskóla• Sunnudagskvöldið 9. mars kl. 20:00 í Heppuskóla• Sunnudagskvöldið 16. mars kl. 20:00 í Heppuskóla

Aðgangseyrir er kr. 1.000,- pr. kvöld

Flottir vinningar!Allir velkomnir

Page 4: Eystrahorn 8. tbl. 2014

Aðalfundur Akstursíþróttafélags Austur-Skaftafellssýslu

verður haldinn á Víkinni 6. mars kl. 19:30.Fundarsetning.Kosning fundarstjóra og ritara. Dagskrá:1. Skýrsla stjórnar.2. Reikningar lagðir fram.3. Umræða um skýrslu og reikninga.4. Reikningar lagðir til samþykktar. 5. Kosning 3ja manna stjórnar.6. Kosning skoðunarmanna reikninga. 7. Mót-Sumarsins 2014.8. Skráning og reglur félagsmanna /til samþykktar.9. Klaustur 2014. 10. Aðstaða í kringum braut. 11. Önnur mál.

Boðið verður upp á léttar veitingar (börn í fylgd með fullorðnum)

Stjórnin

Unglingurinn á HornafirðiSunnudaginn 2. mars kl. 17.00 í Mánagarði

Miðar fást á midi.is og á staðnum.

Miðaverð kr. 2.500,-

Finnið okkur á Facebook - www.facebook.com/unglingurinn

Umboðsaðili

Kynningarfundur

Kynningarfundur um deiliskipulag Holt á Mýrum verður haldinn

í Holti á Mýrum mánudaginn 3. mars kl. 13:30.

Umhverfis-og skipulagsnefnd Hornafjarðar