draumurinn - leikskrá

56
Í LOFTKASTALANUM LEIKSKRÁ

Upload: nemendafelag-verzlunarskola-islands

Post on 27-Mar-2016

258 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

Leikskráin fyrir leikrit nemendamótsnefndar Verzló 2011, Drauminn

TRANSCRIPT

Page 1: Draumurinn - Leikskrá

Í LOFTKASTALANUM

LEIKSKRÁ

Page 2: Draumurinn - Leikskrá

www.ring.is / m.ring.is www.facebook.com/ringjarar

Vertu meðnetið í símanum!

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

45

111

Page 3: Draumurinn - Leikskrá

www.ring.is / m.ring.is www.facebook.com/ringjarar

Vertu meðnetið í símanum!

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

45

111

Page 4: Draumurinn - Leikskrá

Njótið vel og góða skemmtunSigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir

formaður Nemendamótsnefndar VÍ 2010-2011

KÆRU VERZLINGAR

Nú er komið að 79. Nemendamóti Verzlunarskóla Íslands árið 2011.

Nemóferlið hefur verið alveg hreint ótrúlega magnað. Öllum Nemó hópnum, sem samanstendur af 132 nemendum Verzlunarskóla Íslands, hefur tekist að skapa frábæra sýningu, undir handleiðslu stórkostlegra listrænna stjórnenda, sem allir Verzlingar geta verið stoltir af.

Í vor ákváðum við nefndin að ráða til okkar leikstjórann Orra Huginn og stakk hann upp á þeirri hugmynd að setja upp söngleik sem byggðist á leikriti Shakespeare um Draum á Jónsmessunótt. Okkur leist strax frábærlega á þessa hugmynd og fórum hið snarasta að finna tónlistarstjórnendur og danshöfund. Við réðum hina frábæru StopWaitGo til að sjá um tónlistina og hina hæfileikaríku Stellu Rósenkranz til að sjá um dansinn í sýningunni.

Það sem lýsir nemó hópnum í ár er samvinna, áhugi, metnaður og það að allir hafa gaman af því að leggja hönd á plóg. Nemóferlið er búið að vera ótrúlega gefandi og skemmtilegt og vil ég þakka öllu því yndislega fólki sem að sýningunni stendur fyrir að skapa allar þessar yndislegu minningar.

Ég vil sérstaklega þakka nefndinni minni Thelmu Smáradóttur, Bjarki Þórssyni, Jóhönnu Guðrúnu Sigurðardóttur, Antoni Egilssyni, Höskuldi Hrafni Guttormssyni og Hinriki Wöhler.

4 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM FORMANNINN

Page 5: Draumurinn - Leikskrá

90's Topplistinn ................................................................................. 10Viðtal við Guðrúnu Ingu, 90's Verzling ............................................... 12Óli lokbrá ......................................................................................... 14Draumar & draumaráðningar ........................................................... 15Nemóferlið ........................................................................................ 18Myndir frá æfingum .......................................................................... 19Viðtal við Arnar Huga & Ebbu Katrínu ................................................ 23Viðtal við Þórdísi Björk ...................................................................... 26Listrænir stjórnendur Draumsins ........................................................ 28Viðtal við Orra Hugin, leikstjóra Draumsins ....................................... 30Viðtal við Unni Eggertsdóttur, Sollu stirðu .......................................... 32William Shakespeare ......................................................................... 34Upprunalegir flytjendur laganna í Draumnum ................................... 36Myndir frá gerð tónlistarmyndbandsins ............................................. 39Persónur og leikendur ....................................................................... 43Fólkið á bakvið tjöldin ....................................................................... 48Söngtextar með lögunum úr sýningunni ............................................ 52

EFNISYFIRLIT

ÚTGEFANDI: NFVÍ� ÁBYRGÐARMAÐUR: SIGRÍ�ÐUR DAGBJÖRT ÁSGEIRSDÓTTIR RITNEFND: SNORRI BJÖRNSSON, SÓLRÚN DÍ�A FRIÐRIKSDÓTTIR, ARNÓR HREIÐARSSON, SVANHILDUR GRÉTA KRISTJÁNSDÓTTTIR, RAFN ERLINGSSON, SUNNA BJÖRG GUNNARSDÓTTIR, DAÐI ODDBERG OG BALDUR JÓN GÚSTAFSSON. HÖNNUN&UMBROT: BIRGIR ÞÓR HARÐARSON LJÓSMYNDIR: BIRGIR ÞÓR HARÐARSON, SNORRI BJÖRNSSON, RAFN ERLINGSSON OG ARNÓR HREIÐARSSON PRENTUN: PRENTMET UPPLAG: 5000

SÍÐA 10

1. Pulp Fiction2. Shawshank Redemption3. Titanic4. Philadelphia5. Forest Gump6. The Green Mile7. Notting Hill8. Braveheart9. Usual Suspects10. Edward Scissorhands11. Schindlers List12. American Beauty13. Truman Show14. Armagedon15. Dumb & Dumber

TOPP 15 BÍÓMYNDIR1. McLaren F12. Honda Civic3. Dodge Viper4. Ford Explorer5. Ferrari F3556. Nissan Skyline7. Lotus Elise8. Chevrolet Corvette9. Ferrari F5010. Lamborghini Diablo

TOPP 10 BÍLAR

1. Tom Hanks2. Johnny Depp3. Helena Bonham Carter4. Kevin Spacy5. Jim Carrey

TOPP 5 LEIKARAR

1. Alain Prost2. Ayrton Senna3. Michael Schumacher4. Mika Hakkinen5. Jacques Villeneuve

TOPP 5 KAPPAKSTURSKALLAR

1. Roberto Carlos2. Zinedine Zidane3. Ronaldo4. David Beckham5. Oliver Kahn6. Paolo Maldini7. Cafu8. Luis Figo9. Gabriel Batistuta10. Peter Scmeichel

TOPP 10 FÓTBOLTALEIKMENN1. Backstreet Boys2. Spice Girls3. NSYNC

TOPP 3 STELPU/STRÁKABÖND

1. Buffalo skór2. Mixtapes3. POGs4. Pokémon5. Napster6. Russel Athletic7. Smekkbuxur8. Nintendo 649. Friends10. Veraldarvefurinn11. Körfuboltaspil12. Nokia 321013. Game Boy14. Ljósar strípur15. Cartoon Network

TOPP 15 90's HLUTIR

90's

TOPP

LISTIN

N TOPP 90's HLUTIR SEM ÞÚ VERÐUR AÐ KYNNA ÞÉR AÐEINS BETURTEXTI BIRGIR ÞÓR HARÐARSON

Tíundi áratugurinn. Merkilegasti áratugur síðustu aldar? Kannski ekki alveg, en þó svo

merkilegur að Nemó ákveður að gera hann að þema í Nemendamótinu í ár. En hvað hafði þessi merki áratugur að geyma? Því er ekki auðveldlega svarað en hér verður stiklað á stæstu atburðunum.

Fysrst ber auðvitað að nefna að lang flestir sem ganga í Verzló eru fæddir á þessum áratug. Hin merka íslenska hip-hop sveit XXX Rottweiler var mynduð og Bill Clinton var kosinn Bandaríkjaforseti. Þetta hefur auðvitað allt haft gríðarleg áhrif á líf okkar.

Hubble sjónaukanum ógurlega var skotið út í geiminn árið 1990. Hann hefur örugglega sent okkur flestar þær myndir sem við höfum séð af stjörnum í órafjarlægðum himingeimsins. Sama ár sameinaðist Þýskaland í það sem við þekkjum það í dag.

Um miðjan áratugin framleiddi Hollywood, að því er höfundur telur, flestar bestu bíómyndir aldarinnar. Myndir á borð við Pulp Fiction og Forest Gump.

Þýskaland, Brasilía og Frakkland urðu heimsmeistarar í fótbolta. Þess má geta að sömu þjóðir ólu heimsmeistara í Formúlu 1 þennan áratuginn. Ísland hélt heimsmeistaramótið í handbolta árið 1995. Ekki gekk okkur betur en svo að rússar slógu okkur út í 16 liða úrslitum.

Úr stjórnmálum var það að frétta að Evrópusambandið var myndað árið 1992, Davíð Oddsson varð forsætisráðherra og vinstri flokkarnir reyndu að

sameinast undir einu merki.Það gaus í Grímsvötnum,

með tilheyrandi vatnavöxtum í Skeiðará. Það varð til þess að lengsta brú á Íslandi hvarf út á hafsauga.

Tvíeykið í Tvíhöfða verður til eftir misheppnaðan skemmtiþátt í Sjónvarpinu og Fóstbræður hefja göngu sína á Stöð 2.

Venjulegt fólk byrjar að

ganga með farsíma, heimilstölva verður vinsæl og fyrsti íslenski tölvuleikurinn kemur út með fyrirsjánlegri farsæld.

Kindin Dolly er klónuð og Íslensk erfðagreining byrjar að kortleggja ættir íslendinga aftur í aldir. NASA sendir róbóta til Mars og Hale-Bopp halastjarnan kemur skuggalega nálægt jörðu.

Magnaður áratugur þetta, ha?

11 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM 90’s

10 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM 90’s

SÍÐA 19

DRAUMURINN UM ÆFINGAR

21 DRAUMURINN NEMÓ 201120 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM ÆFINGAR

SÍÐA 32

31 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SOLLU STIRÐU

30 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SOLLU STIRÐU

Hvert ert hlutverk þitt í uppsetningunni? Ég er dansari

Lýstu leikferli þínum í stuttu máli: Þegar ég var 8 ára bjó ég í Californiu og þar smitaðist ég af bakteríunni. Þar komst ég í áhugamannaleikhus og fékk þar að leika, dansa, syngja og skemmta mér í 4 uppfærslum. Svo eftir að ég flutti heim

hef ég leikið í Anný í Austurbæ og Skilaboðaskjóðunni í

Þjóðleikhúsinu. Ég lék í skólaleikritunum í Garðaskóla í 9. og 10. bekk og svo kom ég í

Versló og er búinn að taka þátt í Nemó öll árin. Ég

leik líka Sollu Stirðu í Latabæ.Hefur Nemó reynslan hjálpað þér eitthvað í lífinu? Já auðvitað, maður lærir svo ótrulega margt í þessu og hver einasti hlutur sem maður gerir fer í reynslubankann og þetta er sko stór innistæða.Áttu þér eitthvað

draumahlutverk? Ekki endilega

eitthvað ákveðið hlutverk en það eru ákveðnar týpur sem mig langar að prófa að leika.Er fólk að koma

upp að þér og biðja um eiginhandaráritarnir? Já ég hef

lent í því en þá aðallega yngri kynslóðin eða fólki sem finnst

það fyndið.Finnurðu mun á því

hvernig fólk nálgast

þig eftir að þú tókst við hlutverki Sollu Stirðu? Nei alls ekki, nema hjá litlu frændfólki mínu. þeim finnst þetta svakalega spennandi. Svo er fólk reyndar duglegt að syngja Sollu lög í kringum mig og vinir mínir gera létt grín að mér.

Hvers vegna valdirðu Versló? Það var fyrst og fremst bekkjarkerfi sem heillaði og þetta var spennandi möguleiki. Það var val á milli Versló og MH, en bekkjarkerfi og Nemó heillaði mig meira á endanum. Svo er ég líka í ótrúlega góðum bekk, [t.d. er Rabbi bekkjarbróðir minn drullu nettur gæji og ég væri til í að eignast börn með honum].

Hver er þín fyrirmynd? Magnús Scheving (og hlær).Hvort er skemmtilegra að dansa í nemó eða leika

Sollu Stirðu? Bæði jafn skemmtilegt. Ótrulega ólíkir hlutir, en Solla sameinar áhuga minn á dansi, söng og leik en Nemó er bara dansinn. En það er ótrulega skemmtilegt að vera með fólki á mínum aldri, en lítil börn eru samt líka snilld. Það er svo gaman hvað krakkar verða ánægðir með Sollu, ég er að dreifa svo góðum boðskap, láta alla borða íþróttanammi og svona.

Eftir hverju leitarðu í fari karlmanna? Þeir verða að vera liðugir (hlær og segir djók).

Hvert er stefnan tekin eftir Versló? Reyna að láta DRAUMINN rætast.

SOLL

A STIR

ÐA

UNNUR EGGERTSDÓTTIR ER SOLLA STIRÐA:

„SOLLA SAMEINAR ÁHUGA MINN Á DANSI, LEIK OG SÖNG“TEXTI ARNÓR HREIÐARSSON MYND XXXXXXX

„Svo kom ég í Verzló og er búin að taka þátt í Nemó öll árin. Ég leik líka Sollu Stirðu í Latabæ“

SÍÐA 43

PERS

ÓNUR

& LE

IKEND

UR

EVA DRÖFN BENJAMÍNSDÓTTIRSkipstjóri

FANNAR INGI FRIÐÞJÓFSSONÓberonFórnarlamb

GÍSLI KARL INGVARSSONDyravörðurFálkinn

ANDREA VALDIMARSDÓTTIRNinja

ANTON JARL JÓHANNSSONBaldwinGuð

ARNAR HUGI BIRKISSONSkarphéðinnIn a dream, within a dream wrapped in bacon

GUÐRÚN HALLA PÁLSDÓTTIRSuperman

HELGI MÁR HRAFNKELSSONNæturdýr ÓberonsKonungur ljónanna

HERDÍS EINARSDÓTTIR1,68

ÁSGRÍMUR GUNNARSSONNæturdýr ÓberonsÞriðjudagur

AUÐUR FINNBOGADÓTTIRNæturdýr TítaníuMarmara drottning

BENEDIKT ARON GUÐNASONAlejandroHoppandi óhemju hátt

HILMAR STEINN GUNNARSSONHerra heimur

HÖRÐUR BJARKASONViðarStrump

INGIBJÖRG ERLA ÞÓRHALLSDÓTTIRNæturdýr TítaníuPrinsessa í risastórri höll

BIRGITTA LÍF BJÖRNSDÓTTIRPrinsessa

BRÍET ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIRDyravörðurDínamít, ég er sprenghlægjileg

EBBA KATRÍN FINNSDÓTTIRSjúkragæsluliði & ástfangin stelpaSvanur

JÓHANN SKÚLI JÓNSSONDaníel Guðmundsson ZoegaEfnilegasti hægri kantmaður Pepsideilarinnar

KATRÍN EYJÓLFSDÓTTIRSöngleikjadansari

LÍSA HAFLIÐADÓTTIRAnyaWonder Woman

FJÓLUBLÁR MERKIR AÐ VIÐKOMANDI ER LEIKARI OG SÖNGVARI BLÁR MERKIR AÐ VIÐKOMANDI ER DANSARI SKÁLETRAÐ ER ÞAÐ SEM ÞAU DREYMIR SIG VERA

45 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SVIÐSHÓPINN

44 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SVIÐSHÓPINN

DRAUMURINN UM EFNISYFIRLITIÐ

5 DRAUMURINN NEMÓ 2011

Page 6: Draumurinn - Leikskrá

TAKK KÆRLEGA FYRIR HJÁLPINA!Vinnuskóli HafnarfjarðarSigurður EinarssonGuðmundur ÞorsteinssonSöluturninn DrekinnGísli Bergur SigurðssonIllusionIngibjörg ÓskSigrún Halla

Þröstur Geir ÁrnasonBirgir Þór HarðarsonÁrni VaktmaðurKristinn KristinssonÓttar GuðmundssonHörður RagnarssonRósa BjörnsdóttirLúðvík Már Lúðsvíksson

Reynir JónassonAnna Gréta HafsteinsdóttirAnna Björk HilmarsdóttirRebekka Rún JóhannesdóttirStefán Óli JónssonEgill SigurðarssonJörundur JörundssonBjarki Ármannson

Sigvaldi Fannar JónssonMelkorka Þöll VilhjálmsdóttirFriðrik Karl KarlssonAldís Eik ArnarsdóttirMaron Þór GuerreiroPjási

NEMENDAMÓTSNEFND 2010 - 2011

ANTON EGILSSON

BJARKI ÞÓRSSON HÖSKULDUR HRAFN GUTTORMSSON

HINRIK WÖHLER

THELMA SMÁRADÓTTIR

JÓHANNA GUÐRÚN SIGURÐAR DÓTTIR

6 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM NEMENDAMÓTSNEFND

Page 7: Draumurinn - Leikskrá

Splass 2 með slagorði

Page 8: Draumurinn - Leikskrá

53%VELJA

OFFICE 1

* ÉG BJÓ TILSTÆRSTA

SKIPTIBÓKAMARKAÐ

LANDSINS!

Vissir þú að éger einhleypur?Viltu vera vinur minn á Facebook?

ÉG BERSTVIÐ HER

VERÐHÆKKANA

MEÐ ANNARI

HENDI

ÞAÐ ER MÉR AÐ

ÞAKKA AÐ

OFFICE 1 ER

VINSÆLASTI

SKÓLAMARKAÐUR

ÍSLANDS!

þEGAR ÉG

BROSI, ÞÁ

SPRETTUR

UPP TRÉ Í

EYÐIMÖRK

ÉG VAR SÁ

SEM STAKK

UPP Á ÞVÍAÐ HAFA

OPIÐ ALLAN

SÓLARHRINGINN

Í SKEIFUNNI!

ÉG ÆTLA AÐSPARA Í ÁR!

ÞETTA ER EINAR Í OFFICE 1Þú mátt kalla hann hetju eða frelsara. Hann sér til þess

að þú fáir bestu kjörin fyrir skólann.

Samkvæmt skoðunarkönnun sem framkvæmd var af Capacent Gallup Júní 2010. Spurt var: “Til hvaða verslunar myndir þú leita fyrst ef þú þyrftir að kaupa ódýr ritföng eða skrifstofuvörur? “

*

SKEIFUNNI (OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN) - SMÁRALIND - KORPUTORGI - HAFNARFIRÐI - KEFLAVÍK - AKUREYRI - EGILSSTAÐIR - SELFOSS

HITACHI sjá nánar á www.husa.is

Óska eftirfagmanni!

Page 9: Draumurinn - Leikskrá

53%VELJA

OFFICE 1

* ÉG BJÓ TILSTÆRSTA

SKIPTIBÓKAMARKAÐ

LANDSINS!

Vissir þú að éger einhleypur?Viltu vera vinur minn á Facebook?

ÉG BERSTVIÐ HER

VERÐHÆKKANA

MEÐ ANNARI

HENDI

ÞAÐ ER MÉR AÐ

ÞAKKA AÐ

OFFICE 1 ER

VINSÆLASTI

SKÓLAMARKAÐUR

ÍSLANDS!

þEGAR ÉG

BROSI, ÞÁ

SPRETTUR

UPP TRÉ Í

EYÐIMÖRK

ÉG VAR SÁ

SEM STAKK

UPP Á ÞVÍAÐ HAFA

OPIÐ ALLAN

SÓLARHRINGINN

Í SKEIFUNNI!

ÉG ÆTLA AÐSPARA Í ÁR!

ÞETTA ER EINAR Í OFFICE 1Þú mátt kalla hann hetju eða frelsara. Hann sér til þess

að þú fáir bestu kjörin fyrir skólann.

Samkvæmt skoðunarkönnun sem framkvæmd var af Capacent Gallup Júní 2010. Spurt var: “Til hvaða verslunar myndir þú leita fyrst ef þú þyrftir að kaupa ódýr ritföng eða skrifstofuvörur? “

*

SKEIFUNNI (OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN) - SMÁRALIND - KORPUTORGI - HAFNARFIRÐI - KEFLAVÍK - AKUREYRI - EGILSSTAÐIR - SELFOSS

HITACHI sjá nánar á www.husa.is

Óska eftirfagmanni!

Page 10: Draumurinn - Leikskrá

1. Pulp Fiction2. Shawshank Redemption3. Titanic4. Philadelphia5. Forest Gump6. The Green Mile7. Notting Hill8. Braveheart9. Usual Suspects10. Edward Scissorhands11. Schindlers List12. American Beauty13. Truman Show14. Armagedon15. Dumb & Dumber

TOPP 15 BÍ�ÓMYNDIR1. McLaren F12. Honda Civic3. Dodge Viper4. Ford Explorer5. Ferrari F3556. Nissan Skyline7. Lotus Elise8. Chevrolet Corvette9. Ferrari F5010. Lamborghini Diablo

TOPP 10 B�LAR

1. Tom Hanks2. Johnny Depp3. Helena Bonham Carter4. Kevin Spacy5. Jim Carrey

TOPP 5 LEIKARAR

1. Alain Prost2. Ayrton Senna3. Michael Schumacher4. Mika Hakkinen5. Jacques Villeneuve

TOPP 5 KAPPAKSTURSKALLAR

1. Roberto Carlos2. Zinedine Zidane3. Ronaldo4. David Beckham5. Oliver Kahn6. Paolo Maldini7. Cafu8. Luis Figo9. Gabriel Batistuta10. Peter Scmeichel

TOPP 10 FÓTBOLTALEIKMENN1. Backstreet Boys2. Spice Girls3. NSYNC

TOPP 3 STELPU/STRÁKABÖND

1. Buffalo skór2. Mixtapes3. POGs4. Pokémon5. Napster6. Russel Athletic7. Smekkbuxur8. Nintendo 649. Friends10. Veraldarvefurinn11. Körfuboltaspil12. Nokia 321013. Game Boy14. Ljósar strípur15. Cartoon Network

TOPP 15 90's HLUTIR

90's

TOPP

LISTIN

N TOPP 90's HLUTIR SEM ÞÚ VERÐUR AÐ KYNNA ÞÉR AÐEINS BETURTEXTI BIRGIR ÞÓR HARÐARSON

Tíundi áratugurinn. Merkilegasti áratugur síðustu aldar? Kannski ekki alveg, en þó svo merkilegur

að Nemó ákveður að gera hann að þema í Nemendamótinu í ár. En hvað hafði þessi merki áratugur að geyma? Því er ekki auðveldlega svarað en hér verður stiklað á stærstu atburðunum.

Fyrst ber auðvitað að nefna að langflestir sem ganga í Verzló eru fæddir á þessum áratug. Hin merka íslenska hip-hop sveit XXX Rottweiler var mynduð og Bill Clinton var kosinn Bandaríkjaforseti. Þetta hefur auðvitað allt haft gríðarleg áhrif á líf okkar.

Hubble sjónaukanum ógurlega var skotið út í geiminn árið 1990. Hann hefur örugglega sent okkur flestar þær myndir sem við höfum séð af stjörnum í órafjarlægðum himingeimsins. Sama ár sameinaðist Þýskaland í það sem við þekkjum það í dag.

Um miðjan áratuginn framleiddi Hollywood, að því er höfundur telur, flestar bestu bíómyndir aldarinnar. Myndir á borð við Pulp Fiction og Forest Gump.

Þýskaland, Brasilía og Frakkland urðu heimsmeistarar í fótbolta. Þess má geta að sömu þjóðir ólu heimsmeistara í Formúlu 1 þennan áratuginn. Ísland hélt heimsmeistaramótið í handbolta árið 1995. Ekki gekk okkur betur en svo að rússar slógu okkur út í 16 liða úrslitum.

Úr stjórnmálum var það að frétta að Evrópusambandið var myndað árið 1992, Davíð Oddsson varð forsætisráðherra og vinstri flokkarnir reyndu að sameinast

undir einu merki.Það gaus í Grímsvötnum,

með tilheyrandi vatnavöxtum í Skeiðará. Það varð til þess að lengsta brú á Íslandi hvarf út á hafsauga.

Tvíeykið í Tvíhöfða verður til eftir misheppnaðan skemmtiþátt í Sjónvarpinu og Fóstbræður hefja göngu sína á Stöð 2.

Venjulegt fólk byrjar að

ganga með farsíma, heimilstölva verður vinsæl og fyrsti íslenski tölvuleikurinn kemur út með fyrirsjáanlegri farsæld.

Kindin Dolly er klónuð og Íslensk erfðagreining byrjar að kortleggja ættir íslendinga aftur í aldir. NASA sendir róbóta til Mars og Hale-Bopp halastjarnan kemur skuggalega nálægt jörðu.

Magnaður áratugur þetta, ha?

10 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM 90’s

Page 11: Draumurinn - Leikskrá

11 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM 90’s

Page 12: Draumurinn - Leikskrá

Guðrún Inga Sívertsen er í dag kennari við Verlunarskólann en var á árum áður nemandi þar.Hefur Nemó ferlið breyst mikið síðan þið voruð í

skólanum? Ferlið hefur ekki mikið breyst nema kannski að nemendur skólans eru fleiri og því eru fleiri sýningar. Fyrstu árin okkar var bara ein sýning fyrir nemendur á nemendamótsdeginum en í 5 og 6 bekk var í fyrsta sinn hafðar 2 sýningar og þá vorum við í Loftkastalanum.

Það hittust allir kl.7 í morgunpartý (það klikkaði ekki) og dagurinn var þaulskipulagður.

Á nemó í 6.bekk var meira að segja flugeldasýning kl.12 á miðnætti en það var reyndar líka í tilefni af því að Sunna varð tvítug þá ;)

Nemendamótsdagarnir (allir fjórir) eru okkur eftirminnilegir enn í dag, alltaf gaman að rifja upp tímana í Verzló þegar vinahópurinn hittist.

Var Tommi Bergs byrjaður að mastera Tetris, eða kom það seinna með? Tommi Bergs kenndi okkur bókfærslu í 6. Bekk. Tommi er snillingur, þá og núna.

Það var auðvelt að díla við hann með vægum mútum, klassík var kók í gleri og súkkulaði og jafnvel fylgdi DV með ef við vorum í stuði.

Hverjar eru verstu/bestu minningar ykkar af tískustraumum 90s? Okkur fannst við vera æðislegar á þessum tíma. Buffalo skór (margir áttu bæði hvíta og svarta), russel athletic var vinsælasta íþróttamerkið, vafin pils, skræpótt föt, dökkur varablýantur og varalitur must ... þarf að segja meira.

Á nemó var allur pakkinn tekinn, förðun, hárgreiðsla og galakjólar. Við vorum eins og gamlar kellingar :-)

Hefur félagslífið í Verzló breyst frá ykkar árum? Eitthvað hefur breyst, Demó var ekki til þegar við vorum í skólanum. Vælið var haldið á marmaranum í 3.bekk. Ferðir á vegum skólans voru fleiri og án kennara en þá var líka sjálfræðisaldurinn 16 ára en umhverfi framhaldsskólann breyttist þegar aldurinn var hækkaður í 18 ára.

12.00 var startað þegar við vorum í 4.bekk. Þátturinn hefur þróast ansi mikið en hann var mikið hitt á sínum tíma. 

Einnig var sú regla að maður mátti ekki bjóða sig fram í félagsstörf þegar maður var í 5.bekk – það voru einungis 4. og 6.bekkingar sem fengu að vera í nefndum.

Böllin voru lengur og eldri nemendur úr öðrum skólum voru í gæslu. Það fyrirkomulag reyndist þó ekki farsælt og því var því hætt.

Félagslífið í Verzló var og er frábært enda Verzlingar eðal fólk sem kann að gera skemmtilega hluti.

90's

VERZ

LÓ VIÐTAL VIÐ GUÐRÚNU INGU SÍ�VERTSEN

„VIÐ VORUM EINS OG GAMLAR KELLINGAR“TEXTI BALDUR JÓN GÚSTAFSSON

12 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM 90’S

Page 13: Draumurinn - Leikskrá

á heima í Húsasmiðjunni5 ára ábyrgð

Page 14: Draumurinn - Leikskrá

Óli lokbrá kemur við sögu í mörgum barnaævintýrum og er þekktur fyrir að hjálpa krökkum að dreyma fallega. Hann er sagður læðast inn í barnaherbergin án þess að gefa fá sér hjóð þar sem hann klæðist aðeins sokkum. Hann dustar ryki á augu krakkana og blæs aftan á háls þeirra meðan hann leiðir börnin gegnum drauma sína. Hann er alltaf vel klæddur og vill engum krökkum vinna mein, en hann gengur um með 2 regnhlífar, ein með myndum og ein án mynda. Ef krakkarnir hafa verið góðir fá þau myndaskreyttu regnhlífina sem hjálpar þeim að dreyma fallega en óþekku krakkarnir fá myndalausa regnhlíf og dreyma þunga og leiðinlega drauma.

H.C. Andersen skrifaði ævintýrið Ole Lukeøje um þennan ljúfa drauma-kall.

ÓLI LOKBRÁ OG DRAUMARYKIÐ!TEXTI BALDUR JÓN GÚSTAFSSON OG DAÐI ODDBERG

14 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM ÓLA LOKBRÁ

Together. A passion for hair GET INSPIRED + GO CREATE

NEw OSiS RANGE – Get your dash of inspiration at

www.killroutine.com

Page 15: Draumurinn - Leikskrá

DRAU

MAR &

DRAU

MARÁ

ÐNIN

GARÁSTAND VITUNDARINNAR Í� SVEFNI

TEXTI ARNÓR HREIÐARSSON, BIRGIR ÞÓR HARÐARSON OG SÓLRÚN DÍ�A FRIÐRIKSDÓTTIR

Draumar eru hið furðulegasta fyrirbæri. Stundum munum við hvað við dreymdum þegar við vöknum og finnst okkur það yfirleitt vera mjög furðulegt það sem okkur

dreymir. Allt frá því að vera alltaf að detta en samt standandi með egg, hálft út úr hænu, á tánum yfir í okkar villtustu fantasíur.

Í draumi sköpum við heim, þar sem tími og rúm hafa engin takmarkandi áhrif. Fyrir þá sem sáu kvikmyndina Inception, með Leonardo Di Caprio í aðalhlutverki er þetta kunnugleg skýring. Þar ferðaðist aðalpersónan inn í drauma annarra og reyndi að hafa áhrif á þá. Í draumi féll hann í annan draum og þaðan í annan draum. Heltekinn af djúpsvefninum og heillandi draumunum sem honum fylgir hættir hann að skynja hvenær hann er vakandi eða sofandi. Svekkjandi.

En sá sem vaknar upp af svo þykkum draumi hlýtur hins vegar að velta fyrir sér hvort draumurinn hafi haft einhverja þýðingu. Og jafnvel þó draumurinn sé ekki eins flókinn og í Inception. Þá komum við að hinum undarlegu draumaráðningum, sem aldrei virðast hafa rökstutt svar - svona eins og stjörnuspárnar.

Til þess að geta ráðið drauma þína þarft þú að ná að sofa fast, vera búinn að melta fæðuna þína og farinn að slaka á í líkamanum þínum. Það er víst ekki hægt að taka mark á draumum sem þú dreymir eftir djammið eða eftir stærsta jólahlaðborð lífs þíns.

Hér hafa nokkrar furðulegar draumráðningar verið teknar saman. Hafa skal í huga að ekkert utanað komandi má hafa áhrif á drauminn þegar þú dreymir hann. Vekjaraklukkan má ekki hringja í draumnum þegar hún hringir í alvörunni og þú mátt ekki vera að detta fram úr rúminu þínu þegar þú dettur í draumnum.

Berdreymi - staðfesting, sem leggur áherslu á aðstöðu, sem dreymanda sé þegar kunn.

Innblástur- bendir á lausn eða aðferð til að leysa persónulegt vandamál, sem dreymandinn er að glíma við í vöku.

Fyrirboðar - þá má vanalega ráða sem spá um mikilvæg atvk eða ástand, sem væntanlegt er.

HUGTÖK Í� DRAUMRÁÐNINGUM

Að dreyma hengingarpall er aðvörun um alvarlega hættu í framtíðinni sem afleiðingu af óvarkárni þinni eða lausmælgi. Þú getur forðast þessa yfirvofandi hættu ef þú lætur þér þessa aðvörun að kenningu verða og hættir að freista hamingjunnar eða stenst freistinguna. Vinnupallur á byggingu eða húsum boðar bættan hag eða/og ný tækifæri.

AFTÖKUPALLUR

Ef þig dreymir að þú sért að tapa heyrninni er það fyrirboði þess að þú verðir fyrir miklu happi í fjármálunum. Ef þig dreymdi að það væri einhver annar að missa heyrnina, táknar það heillavænlega lausn á þeim vanda, sem þú ert staddur í, nema því aðeins að þú værir að reyna að tala við hinn heyrnardaufa; ef svo var, mátt þú búast við að framundan sé tímabil vonleysis, uns þú færð þó að lokum það sem hugurinn þinn stefndi að.

HEYRNARLEYSI

Ef ókvæntur maður eða ógift kona er dreymandinn boðar það að dreyma hjónaband (eða að þau séu gift), að þau séu illa launuð og að þeim sé fyrir bestu að leita annarra starfa.

HJÓNABAND

Að dreyma eldgos eða goshver og önnur slík náttúrufyrirbrigði boðar skyndilegar breytingar til hins betra.

ELDGOS

Að dreyma Jesú boðar sálarþrek og huggun í mótlæti og ef þú talaðir við hann í draumnum eða fluttir honum bæn þína, eða hann snart þig eða þú hann, munt þú hljóta blessun og sannan frið í sál þína.

JESÚ

Þetta er ranghverfur draumur, ef þér var sýnd vinátta. Gættu þín fyrir slúðri svikuls vinar. En ef það varst þú, sem sýndir vináttu þína, munt þú njóta mikillar gleði fyrir góðgerðarstarfsemi, sem þú sýndir af þér.

VINÁTTA

15 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM DRAUMA

Page 16: Draumurinn - Leikskrá

Peningar geta táknað margt eftir því hvernig þeir birtast þér í draumnum. Oftast eru þeir þó góðs viti. Að týna peningum merkir velgengi í ástarmálum, á meðan að finna pening táknar að stöðuhækkun er í vændum.

PENINGAR

Það boðar bara gott að falla í draumi ef þú stendur upp aftur, en ef ekki boðar það erfiða tíma framundan.

FALL

Það sama gildir með að drukkna og að falla, ef þér er bjargað eða þú kemst aftur upp þá boðar það velgengni, afturámóti ef þér tekst ekki að bjarga þér þá áttu ekki von á góðu.

DRUKKNUN

Dreymi þig að þú sért á blæðingum eru góðir tímar framundan. Áhyggjur og spenna heyrir sögunni til.

TÍ�ÐARBLÓÐ

Ef þig dreymir að þú sért í fangelsi eru bjartir dagar framundan og jafnvel að þú munir lenda í ástarævintýri. Að dreyma að þú sért fangi í búri bendir til þess að þú munir vekja athygli viðsjárverðra aðila sem verða þér til baga.

FANGELSI

Að borða nýru er áminning til þín um að hlynna betur að þér sjálfum og þínum málefnum.

NÝRU

Að sjá ælu er merki um að þú átt góðan vin sem mun koma þér til aðstoðar. Dreymi þig að þú ælir er það aðvörun til þín um að halda betur utan um fjárhaginn.

ÆLA

Að dreyma sjálfan sig eða aðra dauða er sagt vera fyrir langlífi. Sumir segja það boði ógiftum giftingu. Að dansa eða slást við dauðan mann er fyrir mikilli hættu. Og að kyssa látið fólk er fyrir sjúkdómum. Að dreyma látinn ættingja eða náinn ættingja og spjalla við hann getur verið tákn um að þú þurfir að takast á við vissa hluti úr einkalífinu sem gætu orðið sárir. Þó fer það nokkuð eftir orðum hins látna eða nafni hans. Draumur þar sem dauðinn er sterkasta táknið getur merkt að þú þráir og þurfir breytingu sem þú sért að velta fyrir þér í undir meðvitundinni.

DAUÐI

Að dreyma að maður sé óléttur er góðs viti. Þetta táknar upphaf á einhverju nýju og spennandi í lífi þínu, jákvæðar breytingar eru í nánd.

ÓLÉTTA

Það sama gildir með að drukkna og að falla, ef þér er bjargað eða þú kemst aftur upp þá boðar það velgengni, afturámóti ef þér tekst ekki að bjarga þér þá áttu ekki von á góðu.

DRUKKNUN

Mannasaur er ævinlega fyrir peningum, því meiri saur, því meiri peningar.

KÚKUR

Að syngja í draumi er fyrir sorg og sárum, en ef dreymandann þjáist af veikindum getur þá táknað bata.

SÖNGUR

Ef þú ætlar upp á annað borð að dansa í draumi, dansaðu þá hratt því annars er það merki um heimsku og leti. Ef þú skulir svitna í dansinum þýðir það að gæfa og auður komi ekki gefins.

DANS

Hvernig blóð er túlkað í draum er mismunandi eftir þykkt og lit blóðsins. Sjáir þú kunningja með blóðnasir getur það táknað veikindi hans eða náins ættingja hans. Sé blóðið hreint og fallega rautt getur það táknað að þú munir kaupa fasteign á næstunni. Sé blóðið er dökkt og óhreint táknar það erfiðleika og þjáningar.

BLÓÐ

Ef þú sérð karlmann kyssa stúlku sem öðrum er lofuð táknar það svik og lævísi. Að kyssa hönd einhvers er gæfutákn, en að kyssa fót táknar aftur á móti öfugt við það.Kyssir þú einhvern í draumi muntu ekki kyssa hann/hana þegar þú vaknar.

KOSS

Bílslys tákna hindranir í nánd og að verkefni sem þú hefur tekið að þér dragast á langinn.

B�LSLYS

Passaðu þig á Jarlinum. NUFF’ SAID.JARL

DRAU

MAR &

DRAU

MRÁÐ

INGA

R

16 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM DRAUMA

Page 17: Draumurinn - Leikskrá
Page 18: Draumurinn - Leikskrá

Það að taka þátt í Nemó er alveg frekar mikið challenge. Það er hins vegar alltaf þess virði þegar maður kemur á Nemódaginn sjálfan og byrjar að gíra sig upp í þetta. Þetta er

búið að vera mjög skemmtilegt ferli og í raun miklu skemmtilegra en maður þorði að vona. Orri hefur stjórnað þessu með harðri en mjög svo góðlegri hendi og þrátt fyrir það að vera alltaf að reyna að kreista einhverja danshæfileika út úr mér og Herði hefur jedi-meistarinn Stella Rósenkranz verið mjög skemmtileg. Síðan má nú ekki gleyma því að minnast á the musical masterminds. Frammistaða drengjanna í StopWaitGo hefur verið í A-klassa og ég efast um að einhverjir gætu gert þetta betur (skrifað frá gífurlega hlutlausu sjónarhorni).

Mér leist samt ekki beint á blikuna þegar ég mætti á mínar fyrstu æfingar upp í skóla. Við vorum sífellt í einhverjum listrænum leikjum sem Ási og María Nelson voru ógeðslega góð í og unnu alltaf. Þess á milli vorum við að gera einhverja bölvaða spuna og mér var hætt að standa á sama. Við vorum líka alltaf að leika inn í Bláa sal í Listóleikmyndinni á grútskítugu gólfi sem Ási bara neitaði að skúra. Hins vegar fór þetta skánandi eftir að leikhópurinn fór að þekkjast betur. Einstaklega skemmtileg gælunöfn komu upp á borð við Esi eða Esmask og Viddi Verzló eða einfaldlega Verzló svo ég tali nú ekki um þegar Gilli Ká sýndi okkur útfærslu sína á Fálkanum í fyrsta skipti, það var snilld. Við strákarnir brutum svo endanlega ísinn í Loftkastalanum þegar Rúnar og Arnar Hugi lentu í ansi skemmtilegu scenario-i sem ég mun ekki fara nánar út í. Eftir það var ekkert vandræðalegt.

Það sem hefur mikið einkennt Nemóferlið í ár er klifur. Á sirka hálfrar mínútu fresti er annað hvort einhver af strákadönsurunum, Verzló, Esi eða að sjálfsögðu Helgi Már byrjaðir að taka upphýfingar eða að reyna að finna mest framandi leið til að koma sér upp á pallinn. Það var einmitt mjög fyndið atvik og hefði klárlega gert tilkall til “móment ferlisins” ef fleiri hefðu tekið eftir því þegar Helgi Már var í einni klifurferð og slammaði á bakið.

Það væri erfitt að skrifa um Nemóferli þar sem ekki er minnst á Anton Jarl. Við reyndum snemma að koma upp kerfi sem kallaðist Hringurinn til að minnka ferðir Antons yfir “strikið”. Þegar þetta er skrifað hefur hann labbað tvo hringi, í seinna skiptið

fyrir að leggja í fatlaðrastæði. Það er hins vegar nauðsynlegt að hafa alltaf einn Jarl í hverju einasta ferli. Það er gaman að honum drengnum. Það kom reyndar upp sú pæling að miðað við fjölda brandara sem Anton segir þá hlýtur bara að koma að því að einhver sé fyndinn en það er önnur saga.

Að setja upp Drauminn hefur verið þegar öllu er á botninn hvolft mjög fínt. Það hefur verið mjög chilluð en öguð stemning í hópnum og næstum því allir eru vinir, sumir kannski aðeins meira... sæll veenur! Að lokum vil ég bara biðja ykkur um að njóta sýningarinnar til hins ýtrasta og trust me guys, ég ætla ekki að dæma ykkur þó þið takið léttan Esa á þetta á meðan sýningu stendur.

NEMÓ

FERL

IÐ &

ÆFIN

GARN

AR OKKUR ER EKKERT HEILAGT OG ÞAÐ ER EKKERT VANDRÆÐALEG LENGURTEXTI JÓHANN SKÚLI JÓNSSON MYND RAFN ERLINGSSON

18 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM NEMÓFERLIÐ

Page 19: Draumurinn - Leikskrá

ÆFINGARNARHér eru myndir frá æfingum í Loftkastalanum í janúar. Hér gerast hlutirnir og söngleikurinn verður til.

DRAUMURINN UM ÆFINGAR

19 DRAUMURINN NEMÓ 2011

Page 20: Draumurinn - Leikskrá

20 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM ÆFINGAR

Page 21: Draumurinn - Leikskrá

DRAUMURINN UM ÆFINGAR

21 DRAUMURINN NEMÓ 2011

Page 22: Draumurinn - Leikskrá

22 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM ÆFINGAR

Page 23: Draumurinn - Leikskrá

SKARPHÉÐINN

ARNAR HUGI BIRKISSON

ÁSTFANGIN STELPA OG SJÚKRALIÐI

EBBA KATRÍ�N FINNSDÓTTIR

Hvern leikurðu í sýningunni? Skarphéðinn, kallaður Skarpi.

Hver er þessi Arnar Hugi? Hálf vitlaus klaufi sem keyrir um á hálfryðguðu löduhyski og blaðrar út í eitt.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir sýningu? Með nóg af vaselíni.

Gunnar Nelson eða Frikki Dór? Gunnar Nelson, því hann er svo flottur og ég er hræddur um að hann berji mig ef ég segji Frikki Dór!

Vandræðalegasta móment í sýningunni? Þegar ég ætlaði á svið, hrasaði og feisplantaði í gólfið.

Hvað er það fyndnasta sem þig hefur dreymt? Mig dreymdi að ég væri kentár um daginn, en þurfti samt að lifa í eðlilegu samfélagi. Algjört basl að keyra bíl með hófum.

Hvað er það skemmtilegasta við Nemó? Að fá þennann hálfa fría burrito eða bara félagsskapurinn.

Hversu stór er hann? Orri?, ég veit það ekki.Er það svo aftur Nemó að ári liðnu? Guð minn

góður.Er það virkilega svarið þitt? Ef þetta er spurningin

þá er það svarið mitt.

Hvern leikurðu í sýningunni? Ástfangna stelpu og sjúkraliða.

Draumurinn, snilld? Já, algjör unaður.Tungan á Rúnari, snilld? Nei, alveg rólegur.Hvað er það skemmtilegasta við Nemó? Þegar

sýningin fer að smella saman og manni finnst maður partur af leikhúsinu.

Vandræðalegasta móment ferilsins? Þegar ég klóraði Rúnar mótleikara minn til blóðs á æfingu, það var hreint út sagt ömurlegt.

Ef þú ættir að lýsa sýningunni í 5 orðum, hver eru orðin? Hún er alveg bara ólýsanleg.

Hefurðu hugsað að leggja fyrir þig leiklistina í framtíðinni? Það verður bara að koma í ljós, ætla að sjá hvernig þetta gengur.

Er þetta besta NEMÓ sýningin frá upphafi? Alveg klárlega sko, rosa stuð.

Hver er skemmtilegasta persónan í sýningunni? Gísli Karl tekur bikarinn, hann er ógeðslega fyndinn.

Hvernig er Orri leikstjóri? Strangur ef þess þarf, en hann er alveg með’etta.

Nemó eða Pleimó? Ég veit ekki, ég er svo EMÓ.Hvernig er svo frumsýningardagurinn? Algjört strit,

rifin eldsnemma fram úr rúminu, missi af öllu með bekknum en það er allt þess virði.

Hvað tekur svo við eftir Drauminn? Ömurlegur hversdagsleikinn, þar til að ári liðnu.

ARNA

R HUG

I & EB

BA KA

TR�N

DRAUMURINN UM ARNAR OG EBBU

23 DRAUMURINN NEMÓ 2011

Page 24: Draumurinn - Leikskrá

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

45

08

6

Líka fyrir prinsessurnar

í Verzló...

Page 25: Draumurinn - Leikskrá

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

45

08

6

Page 26: Draumurinn - Leikskrá

M A Y B E S H E ’ S B O R N W I T H I T . M A Y B E I T ’ S M A Y B E L L I N E.®

BO

GIN

N BURSTI

NÝTT

BY VOLUM’EXPRESS™the FALSIES

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

45

08

5

Hvert er hlutverk þitt í sýningunni? Ég leik Títaníu, drottningu næturinnar.

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka þátt í Nemó í ár? Því mér leist svo vel á leikstjórann og tónlistin er líka svo mikil snilld.

Hver klúðrar oftast línum í sýningunni? Anton Jarl getur ekki munað stakt orð.

Áttu þér eitthvað uppáhalds lag í sýningunni? Fríkaðu mig er í algjöru uppáhaldi.

Hvað myndirðu ekki gera fyrir frægðina? Vó, ég veit það ekki. Ég myndi örugglega gera bara hvað sem er.

Hver er uppáhalds leikarinn þinn? Daniel Brühl er fáranlega svalur, ég horfi á allt með honum.

Hver er með fallegasta brosið í hópnum? Jói Skúli hirðir brosverðlaunin fyrir framistöðu sína á plaggatinu.

Hefur nemó mikil áhrif á námið? Já, námið verður að lúta fyrir leiklistinni á meðan á ferlinu stendur.

Hver er mesti töffarinn í hópnum? Stebbi töffaraflugmaður er töffaðastur, Helgi Már er líka drullusvalur.

Hvernig eru þú og mótleikari þinn, Fannar, að ná saman? Það er átakanlegt og rafmagnað ástarsamband inná sem utan sviðs.

Hver er uppáhalds nemósýning þín frá upphafi? Wake Me Up Before You Go Go, það var sko ástæðan fyrir því að ég fór í Nemó.

Hvað kom til að þú byrjaðir í MH? Ég er bara svo drullusveitt og ömurleg týpa.

Er stefnan að halda áfram í leiklist eftir Versló? Já, líklega, stefnan er tekin á leiklist og söng!

VIÐTAL VIÐ ÞÓRDÍ�SI BJÖRK

JÓI SKÚLI MEÐ FALLEGASTA BROSIÐTEXTI & MYND ARNÓR HREIÐARSSON

26 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM ÞÓRDÍSI BJÖRK

Page 27: Draumurinn - Leikskrá

M A Y B E S H E ’ S B O R N W I T H I T . M A Y B E I T ’ S M A Y B E L L I N E.®

BO

GIN

N BURSTI

NÝTT

BY VOLUM’EXPRESS™the FALSIES

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

45

08

5

Page 28: Draumurinn - Leikskrá

1#

2#

Hvenar hófst leikferill þinn? Þegar ég var 9 ára þá lék ég í Ljósi Heimsins sem var opnunarsýning Borgarleikhússins og hef verið að leika allar götur síðan þá.

Hvenær kviknaði áhugi þinn á leikstjórn? Í leiklistarskólanum. Ég ákvað að ég ætlaði fyrst að vera leikari áður en ég yrði leikstjóri en svo hringdi óvart síminn og síðan þá hef ég verið að fikta við leikstjórn og síminn stoppar ekki.

Hefur það alltaf verið DRAUMURINN að leikstýra Nemó? Já, það er búið að vera draumurinn síðan ég sá Cats.

Hvernig finnst þér Nemóhópurinn? Fáranlega góður!Hvað er skemmtilegasta atvik á æfngu? Það hafa mörg

skrautleg atvik gerst á æfingu en þau eru best geymd milli mín og leikhópsins.

Lýstu sýningunni í 3 orðum. Sjón (er) sögu ríkari.Mun sýningin slá í gegn? Klárlega!Eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Þetta er búið að vera

brjálæðislega skemmtilegt ferli og við erum öll virkilega stolt af sýningunni sem við erum með í höndunum. Við vonum að allir njóti þess að sjá hana jafn mikið og við nutum þess að gera hana. Ég hlakka til að koma aftur seinna. I’ll be back.

VIÐAL VIÐ ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON LEIKSTJÓRA DRAUMSINS

DRAUMURINN ER DRAUMURINNTEXTI SÓLRÚN DÍ�A FRIÐRIKSDÓTTIR & RAFN ERLINGSSON MYND SNORRI BJÖRNSSON

28 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM LEIKSTJÓRANN

Allt í steik!verð frá 4.990 kr.

4ra rétta sjávarrétta- seðill4.990 kr.

C100 M60 Y0 K30

Pantone Coated 281

Svart

Hvítt

Veitingahúsið Perlan · Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 · Netfang: [email protected] · Vefur: www.perlan.is

Page 29: Draumurinn - Leikskrá

1#

2#

Allt í steik!verð frá 4.990 kr.

4ra rétta sjávarrétta- seðill4.990 kr.

C100 M60 Y0 K30

Pantone Coated 281

Svart

Hvítt

Veitingahúsið Perlan · Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 · Netfang: [email protected] · Vefur: www.perlan.is

Page 30: Draumurinn - Leikskrá

30 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SOLLU STIRÐU

Hvert ert hlutverk þitt í uppsetningunni? Ég er dansari

Lýstu leikferli þínum í stuttu máli: Þegar ég var 8 ára bjó ég í Californiu og þar smitaðist ég af bakteríunni. Þar komst ég í áhugamannaleikhús og fékk þar að leika, dansa, syngja og skemmta mér í 4 uppfærslum. Svo eftir að ég flutti heim

hef ég leikið í Anný í Austurbæ og Skilaboðaskjóðunni í

Þjóðleikhúsinu. Ég lék í skólaleikritunum í Garðaskóla í 9. og 10. bekk og svo kom ég í

Versló og er búinn að taka þátt í Nemó öll árin. Ég

leik líka Sollu Stirðu í Latabæ.Hefur Nemó reynslan hjálpað þér eitthvað í lífinu? Já auðvitað, maður lærir svo ótrúlega margt í þessu og hver einasti hlutur sem maður gerir fer í reynslubankann og þetta er sko stór innistæða.Áttu þér eitthvað

draumahlutverk? Ekki endilega

eitthvað ákveðið hlutverk en það eru ákveðnar týpur sem mig langar að prófa að leika.Er fólk að koma

upp að þér og biðja um eiginhandaráritanir? Já ég hef

lent í því en þá aðallega yngri kynslóðin eða fólk sem finnst

það fyndið.

Finnurðu mun á því hvernig fólk nálgast þig eftir að þú tókst við hlutverki Sollu Stirðu? Nei alls ekki, nema hjá litlu frændfólki mínu. Þeim finnst þetta svakalega spennandi. Svo er fólk reyndar duglegt að syngja Sollu lög í kringum mig og vinir mínir gera létt grín að mér.

Hvers vegna valdirðu Versló? Það var fyrst og fremst bekkjarkerfi sem heillaði og þetta var spennandi möguleiki. Það var val á milli Versló og MH, en bekkjarkerfi og Nemó heillaði mig meira á endanum. Svo er ég líka í ótrúlega góðum bekk.

Hver er þín fyrirmynd? Magnús Scheving (og hlær).Hvort er skemmtilegra að dansa í Nemó eða leika

Sollu Stirðu? Bæði jafn skemmtilegt. Ótrúlega ólíkir hlutir, en Solla sameinar áhuga minn á dansi, söng og leik en Nemó er bara dansinn. En það er ótrúlega skemmtilegt að vera með fólki á mínum aldri, en lítil börn eru samt líka snilld. Það er svo gaman hvað krakkar verða ánægðir með Sollu, ég er að dreifa svo góðum boðskap, láta alla borða íþróttanammi og svona.

Eftir hverju leitarðu í fari karlmanna? Þeir verða að vera liðugir (hlær og segir djók).

Hvert er stefnan tekin eftir Versló? Reyna að láta DRAUMINN rætast.

SOLL

A STIR

ÐAUNNUR EGGERTSDÓTTIR ER SOLLA STIRÐA:

„SOLLA SAMEINAR ÁHUGA MINN Á DANSI, LEIK OG SÖNG“TEXTI ARNÓR HREIÐARSSON & RAFN ERLINGSSON MYND SNORRI BJÖRNSSON

„Svo kom ég í Verzló og er búin að taka þátt í Nemó öll árin. Ég leik líka Sollu Stirðu í Latabæ“

Page 31: Draumurinn - Leikskrá

31 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SOLLU STIRÐU

Page 32: Draumurinn - Leikskrá

LEIKSTJÓRI

ORRI HUGINN ÁGÚSTS SON

TÓNLISTARSTJÓRN

STOP WAIT GO

DANSHÖFUNDUR

STELLA RÓSEN-KRANZ

Orri Huginn Ágústsson hefur leikið í yfir 20 leiksýningum og hefur stigið á svið í Borgarleikhúsinu, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu, hjá Leikfélagi Akureyrar og víðar. Hann hefur komið fram í sjónvarpsþáttum, tónlistarmyndböndum, sjónvarps- og útvarpsauglýsingum, leiklestrum og fjölda annarra listauppákoma auk þess að taka þátt í spunasýningum, gjörningum, dansleikhúsverkum og öðru tilraunaleikhúsi á ýmsum vetvangi. Hann hefur talsett teiknimyndir og leikið í fjölda útvarpsleikrita, komið fram á tónleikum og sungið inn á plötur. Draumurinn er sjötta leikstjórnarverkefni Orra.

StopWaitGo sjá um tónlistarstjórn í sýningunni, en þeir hafa verið að skapa sér nafn í samstarfi með listamönnum á borð við The Charlies, Haffa Haff, Friðriki Dór, Blaz Roca, Steinda Jr., Henrik Biering, Kristmundi Axel og fleirum. Tónlistin í sýningunni er að mestu frá tíunda áratug síðustu aldar og StopWaitGo setja fingrafar sitt rækilega á músík sem verður mjög spennandi að heyra í nýjum og glæsilegum búningi.

Upptökuteymið skipa Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson. Allir gengu þeir í Verzló.

Stella Rósenkranz er danshöfundur sýningarinnar, en hún hefur komið víða við og starfað með mörgum af bestu dönsurum landsins, þó víðar væri leitað. Nú síðast hefur hún getið sér gott orð sem stjórnandi dansstúdíós World Class, auk þess sem hún er alltaf með annan fótinn í L.A.

Þetta er í annað skiptið sem Stella tekur að sér starf danshöfundar fyrir Nemó, síðast gerði hún dansana í Thriller.

Hún er einnig fyrrum Verzlingur.

LISTR

ÆNI

R STJ

ÓRNE

NDUR

World Class veitir 20% afslátt gegn framvísun

skólakorts

Opið allan sólahringinn í World Class Kringlunni

32 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM LISTRÆNA STJÓRNENDUR

Page 33: Draumurinn - Leikskrá

World Class veitir 20% afslátt gegn framvísun

skólakorts

Opið allan sólahringinn í World Class Kringlunni

Page 34: Draumurinn - Leikskrá

William Shakespeare (1564-1616) var enskt leik- og ljóðskáld sem skrifaði heimsfræg verk á borð við Makbeð, Rómeó og Júlíu, Óþelló, Lér konung, Hamlet og Draum

á Jónsmessunótt. Færri vita þó að hann starfaði einnig sem leikari og lék oftar en ekki í sínum eigin verkum. Shakespeare var virt skáld meðan hann lifði og leikrit hans voru vinsæl en það var hins vegar ekki fyrr en á 19. öld þegar mannorð hans fór að ná núverandi hæðum og í dag er hann oft kallaður mesti rithöfundur á enskri tungu fyrr og síðar.

Líf hans er enn þann dag í dag mikil ráðgáta og ekki er mikið vitað um það með vissu sökum skorts á heimildum. Sem dæmi má nefna að enginn veit nákvæmlega hvaða dag Shakespeare fæddist en hann er jafnan sagður hafa fæðst á þjóðhátíðardegi Englendinga, 23. apríl, en það er einnig sá dagur ársins sem hann er talinn hafa dáið.

Nánast engar heimildir eru til um hann frá 1585-1592, tímabilið þegar hann flutti til London og hóf ritferil sinn. Þar af leiðir að ekki er vitað hvernig ferill hans hófst né hve fljótt hann reis til frægðar.

Einnig er nánast ekkert vitað um hvenær hinar 154 sonnetur Shakespeare voru ritaðar, til hverra þær voru skrifaðar né hvort þær séu í réttri röð. Þær eru áhugaverðar meðal annars fyrir þær sakir að sumar þeirra (og reyndar nokkur leikrit hans) gefa til kynna að Shakespeare hafi verið sam- eða tvíkynhneigður, en nokkrar þeirra eru um „fallegan ungan dreng“ sem talað er um sem elskhuga. Vert er að taka fram að Shakespeare tileinkaði nokkur söguljóð sín hinum unga Henry Wriothesley, sem vitað er að var samkynhneigður, og telja sumir að hann sé

elskhuginn í þessum tilteknu sonnettum Shakespeare.Af þeim fáu undirritunum sem til eru eftir

Shakespeare er ekki ein sem stafar nafnið hans eins og við þekkjum það - Shakspeare, Shakspere, Shakespe, nefndu það... en aldrei Shakespeare!

Shakespeare bjó yfir ótrúlegum orðaforða en hann kunni yfir 29.000 orð en til samanburðar kann meðal Bandaríkjamaður í kringum 10.000 orð. Hann var ekki bara rithöfundur mikill heldur einnig merkur orðsmiður, í verkum hans birtast í fyrsta sinn yfir 2.000 ensk orð og sem dæmi bjó hann til orð eins og critical, excellent, assassination, countless, bedroom og puke. Hann bjó þó ekki einungis til orð heldur eru ótal orðtæki eftir hann, t.d. vanish into thin air, to be in a pickle, flesh and blood o.m.fl.

Shakespeare átti sérstakt samband með eiginkonu sinni sem var 8 árum eldri en hann og sést það kannski best á því að í erfðaskrá sinni skildi hann ekkert eftir handa henni nema næstbesta rúm sitt.

Allir fylgihnettir Úranusar heita í höfuðið á persónum úr verkum Shakespeare, þ. á m. Oberon og Titania úr Draumi á Jónsmessunótt, sem NEMÓ-sýningin er byggð á.

Árið 1670 lést Elísabet, dótturdóttir Shakespeare, barnlaus en hún var síðasti afkomandi hans og þannig lýkur sögu ættar William Shakespeare.

WILLIAM SHAKESPEARE

KUNNI YFIR 29.000 ORÐTEXTI JÖRUNDUR JÖRUNDSSON

„... ekki er vitað hvernig ferill hans hófst né hve fljótt hann reis til frægðar“

34 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SHAKESPEARE

Page 35: Draumurinn - Leikskrá

Splass 2 með slagorði

Merki með slagorði

Lógó:

Page 36: Draumurinn - Leikskrá

BEAUTIFUL DAY U2 (HEIM)

Með Bono í fararbroddi hefur U2 verið ein vinsælasta og áhrifamesta hljómsveit heimsins allt frá 9.áratugnum. Hún var stofnuð í Dublin árið 1976 en þá hét hún Feedback. Lagið Beautiful day sem við heyrum í sýningunni er af plötunni All That You Can’t Leave Behind frá árinu 2000 og er eitt af þeirra þekktustu lögum.

FLY AWAY LENNY KRAVITZ (HEIM)Leonard Albert Kravitz eða Lenny Kravitz fæddist árið 1964. Hann er ekki einungis söngvari heldur lagasmiður, textahöfundur, hljóðfæraleikari og fleira samofið tónlistinni. Hann er þekktur fyrir sína rokkuðu retro söngrödd og snilldar myndbönd. Lagið Fly away er klárlega eitt allra flottasta lagið hans og landaði það honum Grammy verðlaununum árið 1999.

DEEPER UNDERGROUND JAMIROQUAI (ÉG ER AÐ MISSA MIG)Jamiroquai er bresk jazz-funk hljómsveit stofnuð árið 1992. Hún hefur selt um 25 milljón plötur um allan heim. Lagið Deeper underground er af fjórðu plötu hljómsveitarinnar Synkronized og kom lagið einnig fram í myndinni Godzilla.

WONDERWALL OASIS (HVERT SEM ER)

Oasis er bresk rokkhljómsveit, stofnuð í Manchester árið 1991. Hún varð heimsfræg árið 1994 þegar hún gaf út plötuna ,,Definitely Maybe”. Forsprakkar sveitarinnar eru bræðurnir Liam, sem er söngvarinn og Noel Gallagher, sem er helsti lagasmiðurinn auk þess sem hann spilar á gítar. Lagið Wonderwall er hugljúft lag sveitarinnar sem var og er eitt af þeirra bestu lögum.

I WANT IT THAT WAY BACKSTREET BOYS (ÁST x 8)

Sykursætu strákarnir í Backstreet Boys ættu nú ekki að vera neinum ókunnugir, bandið var stofnað í Orlando 1993. Þeir urðu heimsfrægir við útgáfu plötunnar Millennium árið 1999, sú plata innihélt lagið I Want It That Way sem sést í nýjum búning í Draumnum. Fáir hafa selt jafn margar plötur og þeir og eru þeir ekki hættir ennþá því staðfest var í fyrra að strákarnir ætluðu að túra með hljómsveitinni New Kids on the Block 2011.

KEEP ON MOVIN’ 5IVE (FRÆGÐARSÓLIN)Five eða 5ive er enskt strákapoppband með fimm meðlimum. Umboðsmenn þeirra voru einnig umboðsmenn Spice Girls. Þeir náðu gríðarlegum vinsældum um allan heim og voru kosnir besta poppgrúbban í Bretlandi árið 2000 en ári seinna hættu þeir. Þeir áttu svo miður gott comeback árið 2006. Lagið sem Draumurinn fær lánað frá þeim er Keep On Movin’ af annari plötu þeirra árið 1999.

TORN NATALIE IMBRUGLIA (VON)Natalie Imbruglia er áströlsk söngkona, módel og leikkona fædd árið 1975. Hún var fyrst fræg fyrir hlutverk sitt sem Beth í áströlsku þáttunum Neighbours en þremur árum eftir að hún yfirgaf þá gaf hún út lagið Torn sem heyra má í sýningunni. Lagið var af plötunni Left of the Middle sem seldist í 6 milljón eintökum.

LIVIN’ LA VIDA LOCA RICKY MARTIN (FARIÐ ER ALLT TIL FJANDANS)

Ricky Martin er söngvari og leikari fæddur á aðfangadegi ársins 1971 í Porto Rico. Hann byrjaði ferilinn í spænska strákabandinu Menudo en fór svo sína eigin leið 1991. Slúðurblöðin sögðu að Ricky væri samkynhneigður, hann neitaði alfarið en í mars 2010 viðurkenndi hann í gegnum vefsíðu sína að hann væri stoltur hommi. Lagið Livin‘la vida loca (Livin the crazy life) er hresst danslag eftir Ricky frá 1999.

TÓNL

ISTIN

Í� SÝN

INGU

NNI RJÓMINN AF TÓNLIST

TÍ�UNDA ÁRATUGARINSTEXTI SUNNA BJÖRG GUNNARSDÓTTIR

36 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM TÓNLISTINA

Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkertog er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL.

Erlendur Eiríksson málarameistari:„Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“

Lyktarlaus

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S M

AL

533

28 0

1.20

11

Kópal GlitraÍslensk gæðamálning

www.malning.is

Page 37: Draumurinn - Leikskrá

IT’S MY LIFE BON JOVI (ÉTTU SKÍ�T)

Bon Jovi er amerískt rokkband frá New Jersey. Nafnið af hljómsveitinni kemur frá söngvaranum Jon Bon Jovi og kom það saman árið 1983. Lagið sem heyrist í sýningunni er It‘s my life sem flestir ættu að kannast við er af disknum Crush sem kom út árið 2000.

EVERY BREATH YOU TAKE THE POLICE (SAMA HVERT ÞÚ FERÐ)The Police er enskt rokk band sem samanstendur af þremur grjóthörðum náungum með Sting í fararbroddi. Þeir gerðu meðal annars lögin Roxanne, Every Little Thing She Does Is Magic og Message In A Bottle fræg. En lagið sem oftast er kennt við þá er lagið Every Breath You Take sem Sting samdi sjálfur.

UNBELIEVABLE EMF (ÉG ER AÐ MISSA MIG)“Epsom Mad Funkers” eða EMF er bresk hljómsveit sem gaf út þrjár plötur á árunum 1989-1997 þá hættu þeir en komu saman nokkrum sinnum eftir það. Í maí 2009 tilkynntu þeir að þeir myndu ekki stíga á svið aftur og var það endalok EMF. Lagið Unbelievable var á toppnum í Bretlandi árið sem það kom út 1990.

FREAK ME ANOTHER LEVEL (FRÍ�KAÐU MIG)

Another Level er breskt R&B strákaband með fjórmenningunum Mark, Dane, Bobak og Wayne stofnað árið 1997. Lagið Freak me var frægasta lagið þeirra en það var cover eftir samnefndu lagi hljómsveitarinnar Silk frá 1993. Leiðir þeirra lágu svo í sundur árið 2000 og eins og 5ive áttu þeir stutt comeback árið 2006.

37 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM TÓNLISTINA

Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkertog er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL.

Erlendur Eiríksson málarameistari:„Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“

Lyktarlaus

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S M

AL

533

28 0

1.20

11

Kópal GlitraÍslensk gæðamálning

www.malning.is

Page 38: Draumurinn - Leikskrá
Page 39: Draumurinn - Leikskrá

MYNDBANDIÐTónlistarmyndband ársins var tekið upp á Nasa 12. janúar. Illusion sáu um upptökur og vinnslu þess og hægt er að sjá verk þeirra á illusion.is. Myndbandið er hægt að sjá á draumurinn.is.

39 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM MYNDBANDIÐ

Page 40: Draumurinn - Leikskrá

40 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM MYNDBANDIÐ

Page 41: Draumurinn - Leikskrá

41 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM MYNDBANDIÐ

Page 42: Draumurinn - Leikskrá

42 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM MYNDBANDIÐ

Page 43: Draumurinn - Leikskrá
Page 44: Draumurinn - Leikskrá

PERS

ÓNUR

& LE

IKEND

UR

ANDREA VALDIMARSDÓTTIRNinja

ANTON JARL JÓHANNSSONBaldwinGuð

ARNAR HUGI BIRKISSONSkarphéðinnIn a dream, within a dream wrapped in bacon

ÁSGRÍ�MUR GUNNARSSONNæturdýr ÓberonsÞriðjudagur

AUÐUR FINNBOGADÓTTIRNæturdýr TítaníuMarmara drottning

BENEDIKT ARON GUÐNASONAlejandroHoppandi óhemju hátt

BIRGITTA LÍ�F BJÖRNSDÓTTIRPrinsessa

BRÍ�ET ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIRDyravörðurDínamít, ég er sprenghlægileg

EBBA KATRÍ�N FINNSDÓTTIRSjúkraliði & ástfangin stelpaSvanur

FJÓLUBLÁR MERKIR AÐ VIÐKOMANDI ER LEIKARI OG SÖNGVARI BLÁR MERKIR AÐ VIÐKOMANDI ER DANSARI SKÁLETRAÐ ER ÞAÐ SEM ÞAU DREYMA SIG VERA

44 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SVIÐSHÓPINN

Page 45: Draumurinn - Leikskrá

EVA DRÖFN BENJAMÍ�NSDÓTTIRSkipstjóri

FANNAR INGI FRIÐÞJÓFSSONÓberonFórnarlamb

GÍ�SLI KARL INGVARSSONDyravörðurFálkinn

GUÐRÚN HALLA PÁLSDÓTTIRSuperman

HELGI MÁR HRAFNKELSSONNæturdýr ÓberonsKonungur ljónanna

HERDÍ�S EINARSDÓTTIR1,68

HILMAR STEINN GUNNARSSONHerra heimur

HÖRÐUR BJARKASONViðarStrump

INGIBJÖRG ERLA ÞÓRHALLSDÓTTIRNæturdýr TítaníuPrinsessa í risastórri höll

JÓHANN SKÚLI JÓNSSONDaníel GuðmundssonEfnilegasti hægri kantmaður Pepsideilarinnar

KATRÍ�N EYJÓLFSDÓTTIRSöngleikjadansari

LÍ�SA HAFLIÐADÓTTIRAnyaWonder Woman

45 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SVIÐSHÓPINN

Page 46: Draumurinn - Leikskrá

MARÍ�A DÖGG NELSONLenaFljúgandi galdradrottning

MARÍ�A ÓLAFSDÓTTIRHeiðurStór

ÓLAFUR ALEXANDER ÓLAFSSONHugh Hefner

OLGA LILJA BJARNADÓTTIRNæturdýr TítaníuFylgdarkona

ÓLÖF KRISTÍ�N ÞORSTEINSDÓTTIRSkuggiAlltaf álfur

RAGNA BJÖRK BERNBURGBesti dansari í heimi

RAKEL GUÐMUNDSDÓTTIR Geimvera

RAKEL KRISTINSDÓTTIRFyndin

RAKEL MÁSDÓTTIRRisaeðla

RÚNAR STEINN RÚNARSSONSjúkraliði & ástfanginn strákurRokkstjarna

STEFÁN GEIR SIGFÚSSONNæturdýr ÓberonsFljúgandi

SVEINN BREKI HRÓBJARTSSONÚr gulli

PERS

ÓNUR

& LE

IKEND

UR

46 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SVIÐSHÓPINN

Page 47: Draumurinn - Leikskrá

UNNUR EGGERTSDÓTTIROfurhetja

VÍ�ÐIR ÞÓR RÚNARSSONLeóSaltstyttu

ÞÓRDÍ�S BIRNA BORGARSDÓTTIRHelenaStjörnustelpa

ÞÓRDÍ�S BJÖRK ÞORFINNSDÓTTIRTítaníaNafli alheimsins

ÞÓRUNN KÁRADÓTTIRHugsuður

47 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SVIÐSHÓPINN

Ræðulið Verzlunarskólans borðar aðeins KFC

Page 48: Draumurinn - Leikskrá

BAKS

VIÐSN

EFND

IRNAR

AÐSTOÐ Á SÝNINGUMAðalbjörg Kara Kristjánsdóttir, Kolbeinn Elí Pétursson, Súsanna Hrund Magnúsdóttir, Þorgeir Sveinsson og Kolbrún Heiða Kolbeinsdóttir. Á myndina vantar: Alda Snorradóttir og Arnar Sveinn Geirsson.

LJÓSA- OG HLJÓÐMENNKristinn Brynjar Pálsson, Gísli Bergur Sigurðsson og Hafþór Snær Þórsson. Á myndina vantar: Ólafur Axel Kárason.

AÐSTOÐARLEIKSTJÓRIRósa María Árnadóttir

SÝNINGARSTJÓRARKristín Dóra Ólafsdóttir og Elín Jónsdóttir.

48 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM FÓLKIÐ BAKSVIÐS

Page 49: Draumurinn - Leikskrá

BÚNINGARMarín Jónsdóttir, Unnur Ósk Úlfarsdóttir, Birna Ýr Magnúsdóttir, Hildur Sif Sigurðardóttir, Sigrún Hrafnsdóttir, Elísa Rut Hallgrímsdóttir, Margrét Lóa Ágústsdóttir, Stefanía María Kristinsdóttir, Unnur Rún Sveinsdóttir og Sigrún Hrönn Ólafsdóttir.

FÖRÐUNSteiney Snorradóttir, Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir, Jórunn Ósk Ágústsdóttir, Halla Berglind Jónsdóttir, Anna Margrét Vilhjálmsdóttir, Hildur Ester Jónsdóttir, Helena Guðjónsdóttir og Edda Ingadóttir. Á myndina vantar: Íris Katla Guðmundsdóttir.

49 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM FÓLKIÐ BAKSVIÐS

Page 50: Draumurinn - Leikskrá

HÁRSólrún Dögg Sigurðardóttir, Bergþóra Ragnarsdóttir, Elísabet, Þórunn Guðnadóttir, Kristín Klara Jóhannesdóttir, Helga Hauksdóttir og Guðný Ósk Karlsdóttir. Á myndina vantar: Fanný Ragna Gröndal, Birna Dís Ólafsdóttir, Arna Kristín Arnarsdóttir, Þórhildur Briem og Helga Diljá Gunnarsdóttir.

ANNÁLLMagnús Pétur Lýðsson, Sigurður Guðmundsson, Magnús Örn Þórsson, Lúðvík Már Lúðvíksson, Guðrún Ólöf Olsen, Daníel Freyr Guðmundsson, Baldvin Hugi Gíslason og Anna Katrín Einarsdóttir.

LEIKSKRÁSnorri Björnsson, Sólrún Día Friðriksdóttir, Arnór Hreiðarsson, Svanhildur Gréta Kristjánsdótttir, Rafn Erlingsson, Sunna Björg Gunnarsdóttir, Daði Oddberg og Baldur Jón Gústafsson.

50 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM FÓLKIÐ BAKSVIÐS

Page 51: Draumurinn - Leikskrá

PREfri röð: Andri Þór Jónsson, Gunnar Ingi Magnússon, Anna Björk Hilmarsdóttir, Hersir Aron Ólafsson og Lovísa Þorsteinsdóttir.Neðri röð: Katla Þorgeirsdóttir, Berglind Snorradóttir, Margrét Ólöf Halldórsdóttir, Ingibjörg Íris Þorvaldsdóttir, Karítas Ólafsdóttir og Bryndís Elín Halldórsdóttir. Á myndina vantar: Ásgeir Kári Ásgeirsson, Reynir Jónasson og Margrét Rajani Davíðsdóttir.

MARKAÐSNEFNDJóhanna Andrésdóttir, Birna Arnardóttir, Arndís Rós Stefánsdóttir, Guðrún Þóra Reynisdóttir, Andrea Vestmann og Áslaug Theódóra. Á myndina vantar: Sigríður María Egilsdóttir.

51 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM FÓLKIÐ BAKSVIÐS

Page 52: Draumurinn - Leikskrá

FRÆGÐAR-SÓLINÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI MARÍ�A NELSON, LÍ�SA HAFLIÐADÓTTIR, ARNAR HUGI, BENEDIKT ARON, HÖRÐUR BJARKASON, ANTON JARL LAG KEEP ON MOVIN' MEÐ 5IVE ÚTSETNING STOPWAITGO

EINHVERN AÐ ELSKAÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI VÍ�ÐIR ÞÓR OG MARÍ�A ÓLAFSDÓTTIR LAG SOMEBODY TO LOVE MEÐ QUEEN ÚTSETNING STOPWAITGOÓóóóóóóóóó Ég vild´ekki vakna á morgnana Gat varla lyft sænginni upp Og ég grét oní koddann og gól Guð, afhverj´er ég aleinn Það hamaðist stormur í huga mér Og hjarta mitt ólgað´af þrá

Ég... þarf einhvern Þarf einhvern Mig vantar bara einhvern, til að elska mig

Kom einn heim, hvern einasta dag Og hvergi var sálu að sjá Alla tíð, mér fannst ég vera svo umkomulaus Því einn gengur ekk´upp í sjálfum sér Og einasta ósk mín var sú Aaaað...

fá einhvern Fá einhvern Mig vantar bara einhvern til að elska mig

Er þú komst og líf mitt þá umbreyttist allt Það stytti upp í sálu minni Og nú sé ég til sólar Í brosi þínu fann ég aftur tilganginn Hefjum okkur til flugs Af því saman erum við frjáls

Ég fann einhvern Fann einhvern Nú á ég loksins einhvern, til að elska Nú hef ég fundið Einhvern til að elska

Ég vissi það er vaknað´ í morgun Að gæfan vildi dansa við mig Ég birtist hér með fagnaðarboðun Við lyftum ballin´ í kvöld á æðra stig

Krádið tekur fljótt sína kæti Komum öll því planið þolir ei bið Við fáum brjáluð fagnaðarlæti Þegar frábært boyband stígur á svið

Þegar vonin virðist úti og þig vantar vasaklútinn létt er samt að leysa hnútinn Aaaaaa

Hlustið nú því hérna kemur Áætlun sem kveinin kremur Teljum þráðbeint upp að þremur Aaaaaa

Treystið mér, tökum völd Teljum saman niðrí hátíðarhöld Þokkadýrð, þúsundföld Því að frægðin verður okkar í kvöld

Þúsundföld, þokkadýrð Þegar loksins okkar frægðarsól rís eignumst öll grúppíu fjöld Því við rænum þessu balli í kvöld

Þegar vonin virðist úti og þig vantar vasaklútinn

VONÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI ÞÓRDÍ�S BIRNA LAG TORN MEÐ NATALIE IMBRUGLIA ÚTSETNING STOPWAITGOÞú horfðir á mig á dansgólfið Ég sá þig þar, og roðnaði, en bar´í upphafi Og þarna hófst ævintýri

En alltof skömmu síðar breyttist allt Bros þitt hvarf, og augnaráðið varð svo ósköp kalt

Og öll þess´ár í kvöl ég dvel En ævintýri enda vel Daníel Guðmundsson Við eigum alltaf von

Sama hvar þú ert Þú býrð hjarta mér Ég get ekk´að því gert Eg hugsa um þig lon og don

Ég fæ þig aldrei snert Og alein er ég hér Í skuggann hverfur aldrei þessi sára ástarvon Þett´er búið spil, ég á enga von

létt er samt að leysa hnútinn Aaaaaa

Hlustið nú því hérna kemur Áætlun sem kveinin kremur Teljum þráðbeint upp að þremur Aaaaaa

Treystið mér, tökum völd Teljum saman niðrí hátíðarhöld Þokkadýrð, þúsundföld Því að frægðin verður okkar í kvöld

Þúsundföld, þokkadýrð Þegar loksins okkar frægðarsól rís eignumst öll grúppíu fjöld Því við rænum þessu balli í kvöld

HVERT SEM ERÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI VÍ�ÐIR ÞÓR OG MARÍ�A ÓLAFSDÓTTIR LAG WONDERWALL MEÐ OASIS ÚTSETNING STOPWAITGOÉg fer hvert á land sem er Ég mun elta þig á heimsenda

En ég er pínulítið treg Ég veit ekki hvar ég mun lenda

Ég veit bara það að hvað sem gerist Vil ég vera hér í faðmi þér

Með þér, yfir hafið, hvert sem er Segjum engum heldur förum strax

Og ég er ekki lengur treg Njótum saman þessa sólarlags

Ég veit bara það að hvað sem gerist Vil ég vera hér í faðmi þér

Því leiðir okkar liggja út í heiminn Ég leiða vil þig yfir himingeiminn Hjartað hamast ótt og títt Það berst í brjósti mér Og ég elska þig

Því Heiður, því Leó Í hjarta mér í ástarseiður Hvernig sem fer Mun ég fylgja þér

SÖNG

TEXT

AR M

EÐ LÖ

GUNU

M � S

ÝNIN

GUNN

I

52 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SÖNGTEXTANA

Page 53: Draumurinn - Leikskrá

ÉTTU SKÍ�TÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI FANNAR INGI, ÞÓRDÍ�S BJÖRK LAG IT'S MY LIFE MEÐ BON JOVI ÚTSETNING STOPWAITGO

FRÍ�KAÐU MIGÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI ANTON JARL, ÞÓRDÍ�S BJÖRK, OLGA LILJA, AUÐUR FINNBOGA, INGIBJÖRG ERLA LAG FREAK ME MEÐ ANOTHER LEVEL ÚTSETNING STOPWAITGO

Komdu þér burt héðan Títanía Ég hélt þú værir klassapía Ég á þennan stað, ég á þetta kvöld Þú þarft að hypja þig burt, annars verður styrjöld

Éttu skít Ég meika ekki Alla þína þungu hlekki Það er ekki hægt að gleðja þig (ééééttu skííít) Afbrýði þína vel ég þekki Og alla þessa öfunds-hrekki Það er ekki hægt að temja þig Éttu skít

Ég á þennan stað, ég á þetta kvöld Þú þarft að hypja þig burt, annars verður styrjöld

Éttu skít Ég meika ekki Alla þína þungu hlekki Það er ekki hægt að gleðja þig (ééééttu skííít) Afbrýði þína vel ég þekki Og alla þessa öfunds-hrekki Það er ekki hægt að temja þig Éttu skít

Éttu skít

Fríkaðu mig, Fríkaðu mig Ójá, kommon, einmitt svona, svona já

Leyfðu mér að liggja hér, þú ert svo hott Lof mér leika við þig vinur, ger´eitthvað gott Lof mér ljá þér mína hönd sem þakklætisvott Því í nótt vil ég ger’eitthvað fríkað með þér

Ég veit ekki hvað þú vilt Ég held þú farir mannavilt Ég ætlað´ ekk´að trufla þig Þú mátt ekki misskilja mig (ég reyn’að

GRJÓT-HARTÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI ÓLÖF KRISTÍ�N, OLGA LILJA, AUÐUR FINNBOGA, INGIBJÖRG ERLA LAG RED ALERT MEÐ BASEMENT JAXX ÚTSETNING STOPWAITGOGrjóthart, ljónhart, megadjamm í kvöld Allir hressir, og nettir Á dansgólfinu dillum okkur alveg köld Dúndur þéttir, vel settir

Finndu taktinn teyma þig í alla nótt Finndu taktinn teyma þig í alla nótt

ALLA NÓTT! ALLA NÓTT!

Finndu taktinn teyma þig í alla nótt

ÉG læt þig ekki Fjötra mig í fasta hlekki Færðu þig því þú ert fyrir mér (éééttu skííít) Sturlun þína vel ég þekki Og alla þessa grimmdar hrekki Ég þoli ekki andlitið á þér Éttu skít

INNVORTISÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI FANNAR INGI OG ÓLÖF KRISTÍ�N LAG MASSIVE ATTACK ÚTSETNING STOPWAITGOÁstin, einfalt orð Kyrrlátt yfirborð Gárar huga þinn Illur andvari Smýgur augun inni Mengar huga þinn

Innvortis er eldur Mengar huga þinn

Undirmeðvitund Ólgandi hvatir Menga huga þinn Ólgandi hvatir Menga huga þinn

Innvortis er eldur Mengar huga

Tár í augum þér Spegla sálardjúpin Gára huga þinn Eldur innvortis Óstjórnleg löngun Mengar huga þinn Speglar sálardjúpin Mengar huga þinn

Innvortis er eldur Mengar huga þinn

SAMA HVERT ÞÚ FERÐÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI VÍ�ÐIR ÞÓR LAG EVERY BREATH YOU TAKE MEÐ THE POLICE ÚTSETNING STOPWAITGOSama hver þú ferð Alltaf verð ég þar Ást mína þú sérð Eilíf sáttargerð

Ég mun mun elta þig

Þó þú lokir gátt Þó þú hlaupir brátt Þó þú sért ósátt Þó þú hafir hátt Ég mun elta þig

Ó skilur þú Að ég á þig nú Þó þú særir mig Þá mun elta þig

Þó þú hverfir fljótt Þó þú hafir hljótt Þó að nú sé nótt Þó þú gerir ljótt Ég mun elta þig

Í draumi sé ég aðeins andlit þitt Mér finnst ég hafi engilinn minn hitt Tíma í burtu frá þér vil ég geta stytt Þú sleppur aldrei því þú ert djásnið mitt Ég öskra til þín elsku, ástin mín

Þó þú flýjir mig Látir passa þig Lokist dyr á mig Förum við á svig Alltaf elti ég

Sérhvern andardrátt Og ef þú hefur hátt Hvað sem gera mátt Jafnvel lík´um nátt Ég mun elta þig

53 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SÖNGTEXTANA

Page 54: Draumurinn - Leikskrá

FARIÐ ER ALLT TIL FJANDANSÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI ÓLÖF KRISTÍ�N, FANNAR INGI, MARÍ�A ÓLAFSDÓTTIR, VÍ�ÐIR ÞÓR, JÓHANN SKÚLI, ÞÓRDÍ�S BIRNA LAG LIVIN' LA VIDA LOCA MEÐ RICKY MARTIN ÚTSETNING STOPWAITGO

ÁST x 8Í�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI JÓI SKÚLI, VÍ�ÐIR ÞÓR, MARÍ�A ÓLAFS OG ÞÓRDÍ�S BIRNA LAG WHAT IS LOVE MEÐ HADDAWAY, HOW AM I SUPPOSED TO LIVE WITHOUT YOU MEÐ MICHAEL BOLTON, EVERYTHING I DO MEÐ BRYAN ADAMS, I WANT IT THAT WAY MEÐ BACKSTREET BOYS, WHEN A MAN LOVES A WOMAN MEÐ MICHAEL BOLTON, I WILL ALWAYS LOVE YOU MEÐ WHITNEY HOUSTON, LOVEFOOL MEÐ CARDIGANS OG MY HEART WILL GO ON MEÐ CELINE DION ÚTSETNING STOPWAITGO

Hvað ertu bún’að gera allt er í klessu hér svon’á þett’ekk’að vera ég þarf að refsa þér

Allt er hér öfugsnúið Þau eru aveg tryllt En þetta er ekki búið nú verður gaman villt

Á andartaki allt er breytt af angist er ég föl ég koma vildi kærleiknum til bak’á réttan kjöl ég er sundurtætt af kvöl

Nú þurfum við að vakna því að veik erum og föl úr roti þessu rakna rífa burtu þetta böl allt er sundurtætt af kvöl

Allt í klessu keyrt og farið er allt til fjandans Hér er engu eirt Farið er allt til fjandans

Vit okkar er firrt og verður allt til dauðans Ást mín er hér myrt Farið er allt til fjandans Farið er allt til fjandans Farið er allt til fjandans

Daníel: Þett’er ást Ég elska þig heitar Mun heitar en hann

Leó: Þett’er ást Ég elska þig heitar Mun heitar en hann

Daníel: Ó ó Helena Helena aaa

Leó: Ó ó Helena Helena aaa

Daníel: Þú munt aldrei aftur þurfa að vera án mín Því um alla tíð ég elska mun þig heitt

Leó: Þú munt aldrei aftur þurfa að vera án mín

Daníel: Þú muna mátt að allan minn hjartslátt þú alein átt

Leó: Heeey Í mér er eldur Sem að þú veldur Því þú ert svona Ótrúleg kona

Daníel: Ég vil elska þig aftur

Leó: Þú kremur í mér hjartað Segðu mér Afhverju þú ert svona Ótrúleg kona

Daníel & Leó: Því ávallt elska ég þig Og ávallt elska ég þig

Helena & Heiður: Hættu hættu

hemja mig) Þú ert afar heillandi Nú þarf ég kvíðastillandi Ég vildi gjarnan kynnast þér Shit, hvað er í gangi hér... þett´er fríki

Leyfðu mér að liggja hér, þú ert svo hott Bara við að horfa þig þá langar mig að fleka þig Lof mér leika við þig vinur, ger´eitthvað gott Og þegar að ég snerti þig þá langar mig að fríka þig Lof mér ljá þér mína hönd sem þakklætisvott Því í nótt vil ég ger’eitthvað fríkað með þér

Lof mér liggja hjá þér, leika við þig, leyfðu þér að missa þig

Lofðu mér að vera hér og saman gerum eitthvað gott Bara við að horf´á þig þá langar mig að fríka þig Svo lofðu mér að liggja hér og veita þér þakklætisvott Lof mér liggja hjá þér, leika við þig, leyfðu þér að missa þig Því í nótt vil ég ger’eitthvað fríkað með þér

Leyfðu mér að liggja hér, þú ert svo hott Bara við að horfa þig þá langar mig að fleka þig Lof mér leika við þig vinur, ger´eitthvað gott Og þegar ég snerti þig og langar mig að fríka þig Lof mér ljá þér mína hönd sem þakklætisvott Því í nótt vil ég ger’eitthvað fríkað með þér Já í nótt vil ég ger’eitthvað fríkað með þér

Ástin mín hættu Bíddu bíddu Gerðu það bíddu Ekki ekki Gerðu það ekki Komdu komdu Ég bið þig nú komdu Ástin mín ég veit þú elskar mig

Allir/Daníel: Nær, fjær og skínandi skær Þú skalt vera hjá mér alla tíð Ég þrá’að segirðu já Því þig áfram ég elska Nú og um alla tíð

54 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SÖNGTEXTANA

Page 55: Draumurinn - Leikskrá

MmmPOPÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI ALLIR, HÓPSÖNGUR LAG MMMBOP MEÐ HANSON ÚTSETNING STOPWAITGOÞú hittir ótal mikið fólk um ævina Sem aldrei nær að kynnast þér Að finna ástvini er erfið dagvinna. Enginn getur verið án þess. Trúðu mér Já trúðu mér

ÞVí allir vilja eig’í ástarsambandi. Finn’einhvern til að eyða með ævinni. Þegar allt er að fara til fjandans Mundu að það þarf tvo í dans Mundu að það þarf tvo í dans.

Svo haltu fast í alla þá sem finnur þú. Svo að þeir fari ekki burt Því ef þér birtist maki, bráðum verðið þrjú Og segðu mér hvað gerist nú

Mmm babb, badúbbí dabba Dú-abb, dú-bí-dabba Dúú-abb, ba dubb bi dabba Dú-ú-ú, jei-jee

Mmm babb, dabba

ÉG ER AÐ MISSA MIGÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI MARÍ�A ÓLAFS, ÞÓRDÍ�S BIRNA, FANNAR INGI, ÓLÖF KRISTÍ�N LAG DEEPER UNDERGROUND MEÐ JAMIROQUAI, UNBELIEVABLE MEÐ EMF OG EVERYBODY GET UP MEÐ FIVE ÚTSETNING STOPWAITGO

Ó, nú ætla þær að taka á því þær ætl’að ger’upp mál sín

Lögin hávær heyrast, fætur hreyfast í takt brátt mjaðmir fylgja munúðarfullt með, af girnd loftið er rakt og út á gólfinu glefsar einhver í mig, dýr sem læðist að bráð á mér vald nú hefur hald, og full yfirráð

ó-já

Það er endalaust stuð í nótt ó-ó-ó-ó líkaminn fer á flug hér (Skuggi: Nóttin tekur af ykkur öll völd) Nóttin tekur öll völd því að (ó-ó-ó-ó) hérna endalaust stuð er

Hér er stanslaust stuð og beyslinu við fram af okkur sleppum Hér er stanslaust stuð og fram af okkur sleppum beyslinu

HEIMÍ�SLENSKUR TEXTI EFTIR ORRA HUGIN ÁGÚSTSSON FLYTJANDI FANNAR INGI, ÞÓRDÍ�S BJÖRK, ÓLÖF KRISTÍ�N LAG BEAUTIFUL DAY MEÐ U2 & FLY AWAY MEÐ LENNY KRAVITZ ÚTSETNING STOPWAITGOBrátt höldum við á brott Brátt fljúgum við á brott heim, heim, heim

nú rennur dagur nýr og nóttin burtu flýr heim

Í kvöld á kynjanótt við gerðum fljótt margt ansi ljótt og hart var að þér sótt

Við þarfan missum þrótt þá bregður nótt.

Nú furðu hljótt við förum burtu fljótt

Nú rennur dagur nýr Nótt gleymd og grafin dagur nýr

Brátt höldum við á brott Brátt fljúgum við á brott heim, heim, heim

Burt flýgur fylking vor í næturskugga spor heim, heim, heim

Nú rennur dagur nýr Í brjósti okkar býr Þessi dagur nýr Whoohohoho

Ástin yfirbugar eymdina Nó-ó-ó-óttin Náð’okkur að sameina

Nú rennur dagur nýr Brátt fljúgum við á brott

Eftir nóttu djarfur dagur rís Eftir bitran vetur bráðnar ís Eftir nóttu djarfur dagur rís Nýr dagur rís Nu er er dagur nýr

Dú-abb, dúí-dabba Dúú-abb, dabba Dú-ú-ú, jei-jee

Úr litlu fræi verður loks til falleg rós Við þurfum öll að fá smá hrós Í niðamyrkri kveikir lítið bros skært ljós Lítið mál sem er augljóst Alltof augljóst

Mmm bop, ba duba dop Ba du bop, ba duba dop Ba du bop, ba duba dop Ba du

Á einu mmmbop ertu einn Á auga mmmbop ekki neinn Á einu mmmbop ertu einn Á auga mmmbop ekki neinn Já erfið dagvinna, já trúðu mér

Lögin má nálgast frítt á Tónlist.is

55 DRAUMURINN NEMÓ 2011

DRAUMURINN UM SÖNGTEXTANA

Page 56: Draumurinn - Leikskrá

Hag

amel

67

gr

ensá

sveg

i 50