fÉlagsÞrÝstingur - landlaeknir.is...vertu ekki þessi aumingi við segjum engum Þú ert aumingi...

18
8. bekkur Heyrðu góði, ef þú ætlar að vera með okkur verður þú að losa þig við þessa bjöllu. FÉLAGSÞRÝSTINGUR HUGREKKI

Upload: others

Post on 25-Mar-2021

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

8. bekkur

Heyrðu góði, ef þú ætlar að vera með okkur verður þú að losa þig við þessa bjöllu.

FÉLAGSÞRÝSTINGUR

HUGREKKI

Page 2: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Klípusaga

”NÚNA” hvíslaði Gunna. ”Fljót, afgreiðslukonan er ekki að horfa”Hjartað barðist í brjóstinu á Stínu þegar hún teygði sig yfir búðarborðið

og laumaði tveimur varalitum ofaní töskuna sína. Hún leit út fyrir að vera róleg þegar hún gekk út á eftir vinkonum sínum en innra með sér leið henni ekki vel og var í stresskasti.

”Ég trúi ekki að þú hafir látið mig gera þetta” veinaði Stína þegar þær komu út.

”Slakaðu á” sagði Birna”Allir gera þetta einhverntíman og við létum þig ekkert gera þetta”Stína sagði ekkert, en hún vissi að hún

hefði aldrei gert þetta hefði hún verið ein.

Hvað er að gerast í þessar sögu?

HUGREKKI

Page 3: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

FélagsþrýstingurHvað er félagsþrýstingur og hvernig birtist hann?

– Jákvæður / neikvæður– Ytri / innri

HUGREKKI

Page 4: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Hvernig er best að bregðast við félagsþrýstingi?

Lærum að þekkja:Líkamleg einkennin Hvernig neikvæður félagsþrýstingur birtist

Höfum hugrekki til að:Taka ákvörðunForðast vandræðiStanda við ákvörðun

HUGREKKI

Page 5: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Líkamleg einkenniSumir finna fyrir :

Þurrki í munni

Roða í andliti

Svita í lófum

Máttleysi ífótum

Fiðringi í maganumÖrari hjartslætti

HUGREKKI

Page 6: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Hvernig birtist neikvæður félagsþrýstingur ?

Þetta er ekkert mál

Það fréttir þetta enginn

Það gera þetta allir

Ég mana þig

Vertu ekki þessi aumingi

Við segjum engum

Þú ert aumingi ef þú þorir ekki

HUGREKKI

Page 7: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Hvernig tekur maður góða ákvörðun?

Stoppa og hugsa• Hvaða möguleikar eru í stöðunni?• Hverjar eru afleiðingarnar fyrir mig og aðra?

• Hvað gott getur gerst?• Hvað slæmt getur gerst?

Bíddu bara þangað til pabbi þinn kemur heim

Hvað vil ég gera?• Hafa hugrekki til að taka ákvörðun sem er góð fyrir mig

Mikilvægt• Ef þið sjáið bara eina leið og hún er ekki góð, þá verðið

þið að stoppa aftur og leita eftir aðstoð.

HUGREKKI

Page 8: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Hafa hugrekki til að standa við ákvörðunina

Það er ekki erfiðast að taka ákvörðun

Það er erfiðast að standa við hana

Hvað gerið þið þegar vinirnir eru alltaf að biðja ykkur um að gera eitthvað aftur og aftur?

HUGREKKI

Page 9: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

2.

Hvaða ákvörðun er best að taka?

Góðar: Slæmar:

3.

1.

Góðar: Slæmar:

Góðar: Slæmar:

Hvaða möguleikar eru í stöðunni? Hverjar eru afleiðingarnar?

Saga....

VERKEFNI

Spurningar ....

HUGREKKI

Page 10: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Anna og NonniAnna var að labba heim úr skólanum, hún ákvað að ganga í gegnum almenningsgarðinn. Þegar hún var hálfnuð í gegnum garðinn var kallað á hana. Þetta var Nonni, sætasti strákurinn í skólanum (einu ári eldri). Hvað var hann að kalla á hana? Hún fékk hnút í magann og vonaði að hitinn sem gaus upp í kynnunum sæist ekki. Hún ákvað að reyna að vera “kúl”.

Þegar hann var búinn að ná henni spurði hann hvort hún væri á leiðinni heim. Hún jánkaði því. Hann gekk smá spöl með henni og Anna var mjög upp með sér. Þegar þau komu að bekk einum hlammaði hann sér niður og sagði “Eigum við ekki að fá okkur að reykja? Ekkert liggur á”Hann byrjaði að gramsa í vasanum og dró upp sígarettupakka. “Það reykja allir í 10. bekk og þetta er ekkert svo hættulegt” sagði hann. Anna fékk enn meiri hjartslátt og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hvað gat hún gert? Hún vissi að reykingar væru hættulegar en þetta var sætasti strákurinn ískólanum...

HUGREKKI

Page 11: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Nokkrar staðreyndir

• Unglingar sem hafa góða sjálfsmynd eru ólíklegri til að reykja en þeir sem hafa lélega sjálfsmynd.

• Reykingar skaða næstum öll líffæri líkamans og valda þess vegna margvíslegum sjúkdómum, og þar á meðal að minnsta kosti 24 banvænum sjúkdómum.

• Skaðinn sem hlýst af reykingum kemur oftast ekki í ljós fyrr en nokkrum árum eða áratugum síðar.

• Munntóbaksnotkun er mjög ávanabindandi, skaðleg og ólögleg áÍslandi.

Hvernig er hægt að beita jákvæðum félagsþrýstingi?

HUGREKKI

Page 12: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

79,2 81,486,4 88,9

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007

%

Reykja ekki í 10.bekk

Breytingar á hlutfalli nemenda í 10. bekk sem reykja ekki daglega

HUGREKKI

Page 13: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Dísa og KalliDísa (14 ára) og Kalli (15 ára) eru búin að vera saman í nokkrar vikur. Þau hafa oft kelað og knúsað en ekki gengið alla leið. Dísa hefur hugsað svolítið um það og var að spá í að fá sér einhverja getnaðarvörn en hún þorir ekki að tala um það við neinn.

Eitt kvöldið eru þau að kela heima hjáKalla og hann vill ganga alla leið. Dísa er ekki viss en vill samt ekki segja nei. Hún spyr Kalla hvort hann sé með smokk. Hann segist ekki vera með hann það séalger óþarfi. „maður tekur hann bara út áður en sæðið kemur það er engin hætta á að þú verðir ólétt”. Dísa er ekki tilbúin íþetta og reynir að malda í móinn og segist vilja nota getnaðarvarnir. „Hvað er málið, þú eyðileggur alveg stemninguna, treystir þú mér ekki?”

HUGREKKI

Page 14: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Nokkrar staðreyndir• Um 10 stúlkur yngri en 15 ára fara í fóstureyðingu á ári.• Um 160 stúlkur 15 til 19 ára fara í fóstureyðingu á ári• Um 2 stúlkur yngri en 15 ára fæða börn á ári• Um 130 stúlkur 15 til 19 ára fæða börn á ári

• í hverri viku verða 6 stúlkur yngri en 20 ára barnshafandi.

Klamydía:• Um 450 einstaklingar 14 til 19 ára greinast með klamydíu á ári.

HUGREKKI

Page 15: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Partý í 8.b.Það var komið vor og skólinn á enda. Krakkarnir í 8.b skipulögðu því hitting í dalnum. Fullt af krökkum mættu og það var mikið fjör.

Um mitt kvöld mættu eldri krakkar á svæðið. Þau voru með bjór og annað áfengi með sér. Þau buðu yngri krökkunum að kaupa af sér áfengi. Palli ákvað að gera það ekki. „Er ekki tímabært að sleppa bleyjunni og verða að manni” sagði einn eldri strákurinn við Palla og rétti honum bjór.

HUGREKKI

Page 16: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Nokkrar staðreyndir…Samkvæmt lögum er bannað að selja eða veita áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára.

Af hverju:

– Því yngra sem fólk er þegar það byrjar að neyta áfengis því líklegra er það til að misnota áfengi síðar á ævinni.

– Áfengi hefur skaðleg áhrif á þroska ýmissa líffæra meðal annars áheilann.

– Auknar líkur á vandamálum tengdum námi, skólagöngu og íþróttaiðkun Skert minni og andlegt- og líkamlegt úthald.

– Þeir sem neyta áfengis eru líklegri til að verða fyrir slysum.

HUGREKKI

Page 17: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Drekka ekki í 10. bekk

Breytingar á hlutfalli nemenda í 10. bekk sem hafa ekki orðið drukknir síðustu 30 daga.

78,772,1

64,8

44,2

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007

%

HUGREKKI

Page 18: FÉLAGSÞRÝSTINGUR - landlaeknir.is...Vertu ekki þessi aumingi Við segjum engum Þú ert aumingi ef þú þorir ekki HUGREKKI

Þú

hefur

Félagsþrýstingur getur verið jákvæður og neikvæður

Þú hefur valið

SIGRA HRASA

Stoppar og hugsar Hugsar ekki um afleiðingarnar

Illar tungur hafa engin áhrif Reynir að þóknast öðrum

Gerir það sem er gott fyrir þig og aðra Alltaf til í vandræði

Réttir hjálparhönd og hrósar Stríðir og skilur útundan

Aðili sem aðrir bera virðingu fyrir og treysta

Aðili sem ekki er borin virðing fyrir og ekki er treystandi

EÐA