grafarvogsbladid 2.tbl 2006

27
Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 2. tbl. 17. árg. 2006 - febrúar Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 Eitt númer 410 4000 $KHTGKÆCUMQÆWP )TCHCTXQIK 1RKÆ QI )[NHCHNÌV 5ÃOK Við erum alltaf í leiðinni Landsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi. Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og Höfðabakka 9. Landsbankinn Banki allra landsmanna 410 4000 landsbanki.is Aðstaða hjá Ungmenna- félaginu Fjölni í Grafar- vogi er óviðunandi og dæmi eru um að deildir innan félagsins geti með engu móti sinnt þeirri að- sókn sem fyrir hendi er. Eitt dæmi um þetta er Fimleikadeild Fjölnis. Í ítarlegri grein í blað- inu að þessu sinni fjallar Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Fjölnis, um þá aðstöðu sem félagið býr við í dag og það sem fram- undan er. Borgaryfirvöld hafa gefið út að til standi að bæta aðstöðuna hjá Fjölni verulega á næstu þremur árum en engar fjárhæðir hafa verið nefndar. Í umræddri grein kem- ur fram að iðkendafjöldi íþróttafélaga í Reykjavík er langmestur hjá Fjölni. Eru það svo sem engin ný sannindi. Þegar byggingastyrkir undanfarinna ára eru skoðaðir miðað við fjölda iðkenda kemur í ljós að upphæðin er aðeins 59 þúsund krónur á hvern ið- kanda hjá Fjölni en um 740 þúsund á hvern iðkanda hjá Val. Hjá fjórum efstu félögunum, Val, Fylki, Fram og Víkingi er hann frá 500 til 740 milljónir króna. Hér er um að ræða byggingastyrki til íþrótta- félaga frá árinu 1991 til 2005. Einnig kemur fram að alls fengu KR, Fram, Víkingur og Fylkir 400-500 milljónir króna í bygg- ingastyrki á þessu tíma- bili en Fjölnir aðeins um 150 milljónir króna. Sjá nánar á bls. 24 og 25 Byggingastyrkir til íþróttafélaga í Reykjavík: Fjölnir hefur setið eftir Framtíðaraðstaða Fjölnis við Dalhús Hér sést teikning af frumhugmyndum fyrir framtíðaraðstöðu Fjölnis við Dalhús. Þessar hugmyndir geta orðið að veruleika vegna þess að frjálsíþróttadeild félagsins hefur fallist á að flytja aðstöðu sína í Egilshöll fáist þar sambæri- leg aðstaða. Arkitektar á vegum Fjölnis unnu þessa teikningu og fleiri í sjálfboðavinnu.

Upload: skrautas-ehf

Post on 22-Mar-2016

243 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

TRANSCRIPT

Page 1: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðDreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi2. tbl. 17. árg. 2006 - febrúar

Komdu beint til okkar!- og við tjónaskoðum í hvelli þér

að kostnaðarlausu

Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Bilastjarnan_02_001.ai 18.11.2004 15:18:40

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

Eitt númer

410 4000

������������ ��������

��������������������������������������

������������� ��!�"��"��

Við erum alltaf í leiðinniLandsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustufyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi.

Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og Höfðabakka 9.

LandsbankinnBanki allra landsmanna

410 4000 landsbanki.is

Aðstaða hjá Ungmenna-félaginu Fjölni í Grafar-vogi er óviðunandi ogdæmi eru um að deildirinnan félagsins geti meðengu móti sinnt þeirri að-sókn sem fyrir hendi er.Eitt dæmi um þetta erFimleikadeild Fjölnis.

Í ítarlegri grein í blað-inu að þessu sinni fjallarGuðlaugur Þór Þórðarson,formaður Fjölnis, um þá

aðstöðu sem félagið býrvið í dag og það sem fram-undan er. Borgaryfirvöldhafa gefið út að til standiað bæta aðstöðuna hjáFjölni verulega á næstuþremur árum en engarfjárhæðir hafa veriðnefndar.

Í umræddri grein kem-ur fram að iðkendafjöldiíþróttafélaga í Reykjavíker langmestur hjá Fjölni.

Eru það svo sem engin nýsannindi.

Þegar byggingastyrkirundanfarinna ára eruskoðaðir miðað við fjöldaiðkenda kemur í ljós aðupphæðin er aðeins 59þúsund krónur á hvern ið-kanda hjá Fjölni en um 740þúsund á hvern iðkandahjá Val. Hjá fjórum efstufélögunum, Val, Fylki,Fram og Víkingi er hann

frá 500 til 740 milljónirkróna. Hér er um að ræðabyggingastyrki til íþrótta-félaga frá árinu 1991 til2005. Einnig kemur framað alls fengu KR, Fram,Víkingur og Fylkir 400-500milljónir króna í bygg-ingastyrki á þessu tíma-bili en Fjölnir aðeins um150 milljónir króna.

Sjá nánar á bls. 24 og 25

Byggingastyrkir til íþróttafélaga í Reykjavík:

Fjölnir hefur setið eftir

Framtíðaraðstaða Fjölnis við DalhúsHér sést teikning af frumhugmyndum fyrir framtíðaraðstöðu Fjölnis við Dalhús. Þessar hugmyndir geta orðið að

veruleika vegna þess að frjálsíþróttadeild félagsins hefur fallist á að flytja aðstöðu sína í Egilshöll fáist þar sambæri-leg aðstaða. Arkitektar á vegum Fjölnis unnu þessa teikningu og fleiri í sjálfboðavinnu.

Page 2: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Í janúar 2005 var opnað Meðferð-arteymi barna í Heilsugæslu Grafar-vogs. Í kjarnateyminu starfa ErlaBjörk Sveinbjörnsdóttir iðjuþjálfi,Már V. Magnússon sálfræðingur ogInga María Vilhjálmsdóttir félags-ráðgjafi auk þess sem læknir oghjúkrunarfræðingur starfa meðteyminu.

,,Tilgangurinn með stofnun teym-isins var fyrst og fremst að eflaheilsugæsluþjónustu á geð- og fé-lagssviði fyrir börn og fjölskyldurþeirra. Við vinnum í anda frumþjón-ustu sem hluti af heilsugæslustöð-inni. Starfsemin ber keim af því aðmegináherslan er lögð á að ná tilbarnanna sem yngstra með það íhuga að fyrirbyggja sem mest slæmaþróun mála hjá þeim og fjölskyldumþeirra síðar meir með tilheyrandivandamálum,’’ segir Inga María.

- En fyrir hvern er þjónustan?,,Þjónustan er ætluð börnum og

fjölskyldum þeirra sem búa í Grafar-vogi og Bryggjuhverfi.

Við vinnum í þverfaglegu sam-starfi við lækna og annað starfsfólká Heilsugæslustöðinni og til að fá

þjónustu teymisins þurfa foreldrarað byrja á að snúa sér til síns heimil-islæknis, sem fer þá yfir malin meðviðkomandi forráðamönnum ogtengir okkur síðan saman ef það erniðurstaðan að það sé heppilegastalausnin. Viðkomandi getur farið tilsíns heimilislæknis - hvort semhann er staðsettur á Heilsugæslunnií Grafarvogi eða annars staðar - ogrætt við hann um tilvísun.’’

- Hvernig vinnið þið í teyminu?,,Þrátt fyrir ólíkar nálganir þá

vinnum við með fjölskyldumiðaðameðferð að leiðarljósi, þar semtengslamyndun og samskipti innanfjölskyldu spila stóran þátt. Viðsinnum ráðgjöf, meðferð og eftir-fylgd barna og fjölskyldna þeirra.Meðal verkefna teymisins er stuðn-ingur í uppeldishlutverkinu, aðstoðvið að vinna úr áföllum t.d. erfiðurskilnaður eða óvænt dauðsfall, efl-ing félagsfærni barns og þátttöku íleik.

Við vinnum með einstaklingsmeð-ferð, fjölskyldumeðferð, og hóp-astarf. Það skal sérstaklega tekiðfram að tilvísandi heimilislæknir og

eftir atvikum einnig hjúkrunarfræð-ingur sem hafa haft með viðkomandi

fjölskyldu að gera eru hluti af með-ferðarteyminu þegar þeirra skjól-

stæðingar eiga í hlut,’’ sagði IngaMaría Vilhjálmsdóttitr.

Umfjöllun um fyrirhugaða lík-brennslu/bálstofu í hverfinu okkarsem þjóna skuli öllu landinu.

Þau vöktu furðu mína viðbrögðinsem fram komu eftir grein í síðastaGrafarvogsblaði, sem fjallaði um fyrir-hugaða líkbrennslu/bálstofu sem yrðifyrirkomið í Grafarvogi. Blásið varupp að greinin væri gerð til að hræðaíbúa og einhver ,,hysteria’’ væri í íbú-um hverfisins. Ekki veit ég hvort þaðvar vegna þess að forsvarsmönnumkirkjugarðanna þætti umræðan um aðbálstofa yrði staðsett og starfrækt íGrafarvogshverfi óþægileg, en ljóstvirtist á öllu að umræðan kæmi íbúumhreinlega ekki við. Menn virtust faraundan í flæmingi og vildu helst ekkertvið neitt kannast. Bentu á ótímabæraumræðu. En svo einkennilega vildi tilað grenndarkynning hafði farið fram.Við spyrjum þá: Af hverju er búið aðteikna bálstofuna og til hvers fórgrenndarkynning fram? Ef allt var íplati?Starfsmenn opinberra stofnannaskulu ekki láta sér detta í hug aðhefta tjáningarfrelsi íbúa Grafar-vogs!

Það var eins og mönnum dytti í hugað setja ofan í við okkur íbúa hverfis-ins fyrir að fjalla um eða hafa skoðun ámáli sem okkur er jú skylt.

Ég verð að lýsa furðu minni á þess-um viðbrögðum manna. Ég hef taliðþað vera forréttindi okkar hér í hverf-inu að eiga málgagn sem Grafarvogs-blaðið er og íbúar hafa fullan tjáning-arrétt að koma vangaveltum sínum út íumræðuna og þ.a.l. út í hverfið svo all-ir séu með og upplýstir. Það er einn afþeim lykilþáttum í góðum árangriíbúa og samtaka okkar að taka málhverfisins upp, ræða þau og standaþannig vörð um rétt og málstað íbúahverfisins. Allar kynningar og upplýs-ingar eru jákvæðar, því það sem viðþekkjum ekki hræðumst við.

Því vil ég koma á framfæri að þeiríbúar sem heyrt hafa ávinning af þvíað bálstofunni verði fyrirkomið hér íhverfinu og hafa haft samband viðokkur, eru ekki að velta sér upp úrhræðslu við dauðann sem slíkan. Þaðer öllum ljóst að hann er eðlilegurhluti lífsins. Né heldur að verið sé aðmála ,,Skrattann’’ á vegginn með aðfjalla um fyrirhugaða bálstofu. Reynsl-an hefur kennt okkur að við verðum aðvera vel á varðbergi með framkvæmd-ir í hverfinu. Við þurfum að koma aðmálum í upphafi ferilsins en ekki einsog svo oft áður að þau eru kynnt fyrirokkur allt of seint. Þannig að ekkert

verður við neitt ráðið, það höfum viðmargreynt. Og það skal vera deginumljósara að við látum okkur varða öllmálefni íbúa, af hvaða toga sem þaukunna að vera.

Því fagna ég frumkvæði þessararumræðu sem fram kom í Grafarvogs-blaðinu sem sýnir hve nauðsynleghún var, vegna þess hve illa hún komvið marga. Þegar svo er, þá er virkilegþörf á umræðu og kynningu.

Í svörum forsvarsmanna kirkju-garðanna komu fram ákveðnir hlutirsem við hjá Íbúasamtökunum viljumog ætlum að skoða, ekki til að hræðaeða valda óhug heldur til að sannfær-ast og kynna fyrir íbúum ef við kom-umst að því að jákvæðir þættir þessar-ar ákvörðunar vegi þyngra á metunumen þeir neikvæðu til framtíðar fyrirhverfið.Grenndarkynningu ábótavant og

ótímabær?Fram kom að farið hafi fram

grenndarkynning en að sama skapi,að ekki sé búið að taka endanlegaákvörðun. Þar sem við höfum ekkiorðið vör við neina grenndarkynn-ingu setjum við spurningarmerki viðaðferðir og kynningar og spyrjumhverjum var kynnt málefnið? Við velt-um fyrir okkur hvort þetta hafi fariðsem bréfsnepill til örfárra íbúa eðabirst í einhverri auglýsingu sem hefurfarið fram hjá okkur. Við vitum ekkitil þess að þetta hafi komið á borðHverfaráðsins hér.

Við skiljum ekki, til hvers fór framgrenndarkynning ef ekkert á að fram-kvæma. Þó svo að framkvæmdir séuekki fyrirhugaðar fyrr en eftir 10-20 ár.Grenndarkynningin hefur þá veriðmjög ótímabær. Er skynsamlegt aðfara yfir bæjarlækinn til að sækjavatnið og stuðla með því að óþarfa um-ferð í gegnum hverfið? Við spyrjumokkur einnig að öðru atriði. Ef valstendur um að staðsetja bálstofu ímiðju gróskumiklu íbúahverfi annarsvegar eða í útjaðri borgar hins vegar,sérstaklega þar sem búið er að hannayndislega fallegan duftkirkjugarð íhlíðum Öskjuhlíðar, þá tel ég persónu-lega, síðari kostinn skynsamlegri aðöllu leiti. Með þeirri tilhögun sjáumvið fyrir okkur þá kosti að vera með

starfsemina á staðnum, sleppa við all-an akstur upp í Grafarvogshverfið ogsíðan til baka í þennan garð. Ef umeinhverja mengun verður að ræðakemur hún ekki til með að angra íbúaþar sem bálstofan yrði staðsett í Öskju-hlíðinni langt frá íbúabyggð og í næstanágrenni við helstu sjúkrastofnannirlandsins. Allt umhverfi aðstandendahins látna væri notalegt í yndislegu ogrólegu umhverfi. Allt annað en í þeirrihringiðu umferðar og hávaða semkemur til með að verða í Grafarvogs-hverfi þegar að Hallsvegur og Sunda-brautin verða að veruleika.

Því veltum við fyrir okkur hvort aðekki eigi að fara fram opinber umræðaum þetta málefni því ef að bálstofanverður reist hér í hverfinu kemur húntil með að hafa heilmikil áhrif á um-

ferðaþunga innog út úr hverf-

inu. Hvaðokkar hverfisnertir stefn-um við á aðdregið sé úróþarfa um-ferð eins ogfrekast er

kostur.Aðgát skalhöfð í nærverusálar !!!!

Varðandimengun vitum

við, að íbúar við núverandi bálstofu ogstarfsfólk leikskólans Sólborgar höfðuá sínum tíma kvartað undan lykt semkom frá starfsemi bálstofunnar. Viðvitum að forsvarsmenn kirkjugarð-anna komu til móts við kvartanirþeirra með því að brenna á nóttunni.Varðandi áhyggjur manna af lykt hér íhverfinu vilja þeir meina að upp yrðusettar öflugar mengunarvarnir. Viðþurfum að sannfærast um það. Við er-um enn ekki sannfærð. Við teljumóþolandi að þurfa að búa við brunalyktalla daga í komandi framtíð. Einnigteljum við mjög mikilvægt að börnumog viðkvæmu fólki, sem vita af bálstof-unni og því sem þar fer fram, verðiekki misboðið af því að finna lyktina.Þessi lykt er mjög sérstök. Í því sam-bandi viljum við benda á að eittstærsta ungmennafélag landsins erstaðsett í næsta nágrenni við fyrirhug-aða bálstofu. Við hjá Íbúasamtökunumkomum til með að kynna okkur þessimál vel og af sanngirni og látum íbúafylgjast vel með framgangi þess.

Elísabet Gísladóttir formaður Íbúasamtaka Grafarvogs.

Fréttir GV2

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðÚtgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Netfang Grafarvogsblaðsins: [email protected]órn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844.Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi.Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Sundabrautin

[email protected]

Enn er ekkert nýtt að frétta af Sundabraut. Enn er óákveð-ið hvaða leið verður fyrir valinu og ljóst að nokkur tími munlíða enn þar til ákvörðun liggur fyrir.

Komið hefur fram sú hugmynd að láta kjósa um það ínæstu borgarstjórnarkosningum sérstaklega hvort fara eigiinnri eða ytri leið. Það er auðvitað mjög athyglisverð hug-mynd og sjálfsögð leið til að fá fram sjónarmið íbúanna effyrir því er einhver áhugi á annað borð. Áður hefur fólkiverið gefinn kostur á því að kjósa um hundahald samfara al-mennum kosningum og víða um landið hefur fólki boðist aðkjósa um áfengisútsölur. Hundahald og brennivín eru ekkimerkilegir hlutir bornir saman við framkvæmd á borð viðSundabraut. Það er snjöll hugmynd að gefa fólki kost á þvíað láta skoðun sína í ljós í kosningunum í maí hvað Sunda-brautina varðar.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég er ekkihlutlaus í þessari umræðu, búandi yst í Hamrahverfinu.Hitt er augljóst að það er mikið hagsmunamál Grafarvogs-búa í heildina tekið að lega Sundabrautar verði sem lengstfrá hverfinu. Borgaryfirvöld hafa lýst því yfir að þau viljisem mest samráð við íbúana varðandi þetta mál og á þaðmun reyna á næstu vikum og mánuðum. Nýstofnuð íbúa-samtök í Laugardal eru bandamenn okkar íbúasamtaka ogeru vissulega með í samráðinu. En sporin hræða. Oft hefurþví verið lýst yfir að samráð verði haft við íbúa en reyndinhefur orðið önnur. Við skulum þó ekki gefa okkur að á íbúaverði ekki hlustað í þessu mikla hagsmunamáli þeirra,beggja vegna Kleppsvíkur.

Vegagerðin vill fara innri leið. Forsætisráðherra hefurtekið af öll tvímæli og sagt að eyrnamerktir peningar tilSundabrautar séu ekki skilyrtir við innri leið. Íbúarnir viljaytri leið og ef mér skjátlast ekki borgaryfirvöld líka. Þaðverður spennandi að sjá hvað gerist. Stefán Kristjánsson

Furðuleg vinnubrögðFrá Íbúasamtökum Grafarvogs:

Elísabet Gísladóttir,formaður Íbúasamtaka Grafarvogs, skrifar:

Fjölskyldumiðuð meðferð að leiðarljósi

Kjarnateymið: Erla Björk Sveinbjörnsdóttir, Inga María Vilhjálmsdóttir og Már V. Magnússon. GV-mynd PS

Page 3: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006
Page 4: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Hjónin Sólveig Sverrisdóttir ogBenedikt Þorbjörn Ólafsson, Fanna-fold 91, eru matgoggar okkar aðþessu sinni. Uppskrfitir þeirra farahér á eftir:

Ítalskar kjötbollur

500 gr. nautahakk.1 saxaður laukur.1 stk. egg.brauðmylsna, salt, pipar.Ca. 1 tsk. hvítlauksduft og oregano.

Öllu blandað saman í skál, brauð-mylsna eftir þörfum, notað til aðþétta saman og búa til litlar bollur.Steikt á pönnu létt á allar hliðar.Ekki er þörf á olíu á pönnuna.

Sósa:3 dósir niðursoðnir tómatar, 1-2

dósir litlar tómatpurré, mixað sam-an í blandara, kryddað með salti,pipar, hvítlauksdufti, ca ½ lauksmátt skornum, oregano, parsleykrydd. Þessu er öllu blandað sam-an,og bætt út í smá vatni. Þegar búiðer að steikja bollurnar eru þær sett-ar í þessa sósu og bollurnar og sósansoðnar saman á lágum hita í ca. 1.klst.

Gott er að útbúa þetta snemma,slökkva undir og hita upp aftur.

PastaPasta soðið og sett í eldfast fat,

mixa hreina kotasælu í blandara ogsetja í skál, rífa ost og setja með kot-asælunni og setja líka hluta af sós-unni sem kjötbollurnar eru í útí kot-asælu og ostinn og hræra þessu sam-an og setja yfir pastað. Þetta er hitaðí ofni í ca 15-20 mínútur við 180°. Efsoðið er 500 gr. af pasta er gott að

nota stóra dós af kotasælu og notaeinn pakka af rifnum osti.

Með þessu er gott að hafa hvít-lauksbrauð, hrásalat og rauðvín.

Pavloa í eftirrétt

Marengsbotn:4 stk. eggjahvítur.250 gr. sykur1 tsk. edik.¼ tsk. vanilla.¼ tsk salt.

Eggjahvítur þeyttar, bætt viðsykri, ediki, salti og vanillu. Þeyttvel þangað til marengsinn er orðinnstífur, smyrja á bökunarplötu, gottað hafa bökunarpappír undir. Hiti100° í 2 klst. Slökkva á ofninum oglátið kólna í honum, þetta er hægt aðgera degi fyrir notkun.

Rjómakrem:1 ½-2 dl. rjómi.1-2 msk. flórsykur.¼ tsk. vanilla.

Rjóminn þeyttur, blanda rólegasaman flórsykrinum og vanillu.Þessu er smurt ofan á marengsinn.Geymt á köldum stað. Rétt áður eneftirrétturinn er borinn fram erusettir ferskir ávextir eftir smekk, t.d.vínber, blá og græn, jarðaber, kiwi,ferskjur, melónur, bláber og fl. alltávextir sem búið er að saxa niður ogsetjið nógu mikið af þeim ofan ábotninn og að síðustu sigta smá flór-sykur yfir ávextina. Þægilegt að veratilbúin með ávextina niðurskorna ogskella á botninn til að flýta fyrir.Þetta er ferskur og léttur réttur. Bor-ið fram með góðu kaffi.

Verði ykkur að góðu.Solla og Bessi.

Matgoggurinn GV4

Ástríður og Ólafurnæstu matgoggar

Sólveig Sveinsdóttir og Benedikt Þorbjörn Ólafsson, Fannafold91, skora á Ástríði Lindu Ingadóttur og Ólaf Ólafsson, Breiðuvík

45, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeimgirnilegar uppskriftir í næsta blaði í mars.

Ítalskar bollurog Pavloa

í eftirréttinn

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

- að hætti Sólveigar og Benedikts

Hjónin Sólveig Sverrisdóttir og Benedikt Þorbjörn Ólafsson ásamt syni sínum. GV-mynd PS

GV - 587-9500

Stelpukvöldið okkar verður 17. mars í KlúbbnumAllar að taka kvöldið frá núna!!

Febrúar tilboð:Álstrípur með 10 % afslætti með klippingu

Ný vefsíða opnar 10. febrúar - nýtt og flott pöntunarkerfiSóley, Helena, Guðrún, Lilja og Helena E

Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðarstöðum 1-5 Sími 586 1717 - panta tíma á netinu! www.stubbalubbar.is

Opnunartími mán-mið 10-18 fim 10-20 föst 10-19 laugard 10-16

Page 5: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Hugsum stórtFramtíðin er björt

Ágætu Grafarvogsbúar.Sem formaður hverfisráðs þakka ég góða samvinnu.Mér hefur hlotnast sú ánægja að vinna með ykkur að framförum. Íbúaþingið sló tóninn fyrir úttektá umferðaröryggismálum í hverfinu í samstarfihverfisráðs, íbúa og lögreglu og hefur þegar skilaðúrbótum. Ég er stoltur af uppbyggingu í skólumhverfsins. Mötuneytin eru komin, og ég þakka þannáhuga sem foreldrar sýna, enda höfum við samið við

SAMFOK um að byggja upp foreldraráðin meðokkur. Nú leggjum við í enn eitt átakið: Á næstuþremur árum verjum við meira en 300 milljónumkróna til skólalóða. Þá viljum við færa tómstundir barna framar á daginn og tengja við skólastarf. Í íþróttamálum liggja fyrir áform um frekariuppbyggingu í Grafarvogi því hér er barnafjöldinnhlutfallslega mestur. Ný þjónustu- og menningar-

miðstöð verður í Spönginni, þakka ég gott samstarf við kirkjuna um hana. Gufuneslandið verður frábærtíþrótta- og leikjasvæði. Korpúlfarnir eru alltaf meðgóð áform sem ég styð - ég á mér þann draumað slík félög eldri borgara starfi um alla borg.Eldri borgarar vilja heildstæða heimahjúkrun og-þjónustu, og eiga rétt á því að samfélagið komibetur til móts við þarfir þeirra.

Kjósum borgarstjóra!Kosningaskrifstofa Laugavegi 103

Sími 578-3390 / 824-3390www.stefanjon.is

[email protected]

Prófkjör fer fram dagana 11. og 12. febrúar.Búið er að opna fyrir utankjörstaðarkosningu á skrifstofu Samfylkingarinnar

að Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. Opið frá kl. 10 –18.Pantið ókeypis akstur á kjörstað núna eða á kjördag í síma 578-3390 eða 824-3390.

Page 6: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Frá Hverfisráði Grafarvogs:

Eins og fram hefur komið fráumfjöllun hverfisrráðs liggur fyriralmennt skipulag um að breytaGufuneslóðinni í útivistar- ogleikjasvæði á næstu árum. Eftirþví sem svokölluðum jaðaríþrótt-um fjölgar og unnendum þeirrahefur þeirri hugmynd vaxið fiskurum hrygg að gaman væri að geraeins konar jaðaríþróttasvæði áGufuneslandinu, ásamt grasvöll-um til almennra íþrótta. Þarnayrði þá fjölbreytt æfinga- ogskemmtisvæði sem myndaði val-kost við Laugardalinn þar semhúsdýra- og grasagarðurinn eru tilstaðar. Jafn aðlaðandi, en á öðrumforsendum.

Fjölnir kominn á áætlunÁ fyrsta fundi hverfisráðs á ár-

inu var fjallað um bréf frá Fjölniþar sem rakinn var ítarleguróskalisti félagsins um úrbætur ísínum málum. Ráðið ákvað aðóska eftir sérstakri umfjöllun meðfulltrúum ÍTR á næsta fundi sín-um og heimsækja félagið. Það ligg-ur fyrir að ÍTR hefur unnið ítar-lega þarfagreiningu fyrir Fjölni ogviðurkennt að félagið sé komið íforgangsröð með framkvæmdir.Þess er að vænta að hverfisráðfjalli frekar um málið á næstunni.Í þriggja ára áætlun borgarinnarsem nú er í vinnslu er gert ráð fyr-ir framkvæmdaáætlun við upp-byggingu á svæðum félagsins. Við-urkennt er að svo barnmörguhverfi sem Grafarvogurinn er séíþróttaaðstaða ekki jafn mikil oggóð og æskilegt megi teljast, því er

fyrirhugað að ráða bót á því þegarí næstu þriggja ára áætlun. Aðsögn Stefáns Jóns Hafstein, for-manns borgarráðs og formannshverfisráðs, sé einkum horft tilþriggja félaga í borginni þar semátkas sé þörf og Fjölnir komi þarefst á blaði ásamt Fylki og ÍR.

Nýjar hugmyndir um unglinga-skóla í Grafarvogi

Talvert hefur verið rætt um þaðí norðurhluta Grafarvogs að réttværi að breyta einum skólanna íhverfinu í unglingaskóla. HefurEngjaskóli verið nefndur í þvísamhengi. Þessar raddir hafa kom-ið úr foreldrasamfélaginu og stað-festir Stefán Jón Hafstein, formað-ur menntaráðs, að þetta hafi veriðfært í tal við sig. Ástæðan er eink-um sú að fjölbreyttari valmögu-leikar bjóðist í stórum unglinga-skóla en í grunnskólum þar semdeildir eru litlar, félagslíf sé öfl-ugra og á margan hátt betra aðstanda að ýmsu sem varðar ung-lingana sérstaklega. Stefán Jónsegir að það sé áhugavert að þessarhugmyndir komi úr foreldrasamfé-laginu og séu allrar athygli verðar.Sjálfsagt sé að leyfa umræðunni aðþroskast, en þetta geti verið áhuga-verður kostur sem vert sé að gefagaum.

Leikskólar sjá fram á betri tíð

Samkvæmt upplýsingum frámenntasviði borgarinnar hefurgengið mun betur að ráða starfs-

fólk til leikskólana eftir áramót enfyrir. Eins og kunnugt er hamlaðimannekla í leikskólum starfi ínokkrum þeirra í Grafarvogi ogkom til þjónustuskerðingar. Meðnýjum samningum við láglauna-hópa sem borgin gerði fyrir ára-mót kom líf í ráðningar á ný. Núeru mun fleiri rými til fyrir börn íleikskólum borgarinnar en fjöldibarna segir til um, en hins vegar

hefur mannekla hamlað því aðhægt sé að nýta öll rýmin. Sam-kvæmt spá frá menntasviði varætlað að hægt yrði að taka inn 100ný börn á fyrstu vikum ársins ogmyndi þá grynnka verulega á bið-listum og hugsanlega losna umpláss hjá dagforeldrum í fram-haldi. Námskeið fyrir verðandidagforeldra hófst í byrjun febrúar ísamstarfi við þjónustumiðstöðvar.

Samið um stækkun golfvallarins

Kylfingar í Grafarvogi geta kæstþví nú liggja fyrir áform um aðsetja rúmar 200 milljónir króna ánæstu árum í stækkun golfvallar-ins við Korpúlfsstaði.

Völlurinn verður stækkaður úr18 holum í 27.

Eftir því sem svokölluðum jaðaríþróttum fjölgar og unnendum þeirra hefur þeirri hugmynd vaxið fiskur um hrygg að gaman væri að gera eins konar jaðaríþróttasvæði áGufuneslandinu sem hér sést. GV-mynd PS

Gufuneslóðin verði vett-vangur fyrir jaðaríþróttir?

Mun betur hefur gengið að ráða starfsfólk til leikskólanna eftir áramót en fyrir. Börn og foreldrar sjáþví fram á betri tíð. GV-mynd PS

Page 7: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

... sög›um vi› stöllurnar, Ingibjörg Sólrún, Sigrún Magnúsdóttir og ég flegarvi› vorum búnar a› skrefstika út málin á fyrirhuga›ri sundlaug í Grafarvogiári› 1996, í móanum sem henni var ætla›ur og einhverjir sög›u of lítinn.Hvort sem fla› var vegna fless a› vi› vorum stuttar til hnésins e›a af hreinniflrjósku flá var flar me› sanna› a› laugin kæmist fyrir flar sem hún er í dag.

Engin okkar var hrædd vi› a› skíta út buxnaskálmarnar til a› afla réttrauppl‡singa og byggja ákvar›anatöku á fleim. fietta var andi Reykjavíkurlistans.fietta er andi Samfylkingarinnar í borginni. fiessi sama heilbrig›a skynsemisegir okkur líka a› málefnum sem snerta nærfljónustu í hverfum borgarinnarsé best komi› í návígi vi› íbúana. fijónustumi›stö›varnar eru dæmi um slíkt,en flær byggja einmitt á vel heppnu›um tilraunaverkefnum sem hófust íGrafarvogi og voru borin uppi af íbúunum flar.

En hvar í hverfi sem vi› eigum heima skiptir höfu›máli a› búa vi› trygg ogsanngjörn lífskjör, gó›a menntun í leik- og grunnskóla og öruggaheilbrig›isfljónustu flegar vi› eldumst. Fyrir flví hef ég beitt mér á sí›ustutólf árum í Reykjavík. Fyrir flví mun ég berjast í framtí›inni.

- me› kjarkinn sem flarf

Page 8: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Fréttir frá Miðgarði:

Vímuefnaneysla meðalnemenda í 9. og 10. bekk í Grafarvogi og á Kjalarnesi

Nemendur í 10. bekk í Grafarvogi

Árið 2002 sögðust um82% nemenda í 10. bekkí Grafarvogi ekki reykjaog hefur hlutfalliðhækkað jafnt og þéttsíðan þá og var komið íum 88% árið 2005. Svip-aða þróun má sjá þegarhlutfall þeirra sem ekkihafa orðið ölvaðir síð-astliðna 30 daga er skoð-að. Þannig sögðust um60% nemenda í 10. bekkí Grafarvogi ekki hafaorðið ölvaðir síðastliðna30 daga árið 2002 en 76%árið 2005. Það sama másjá þegar skoðað er hlut-fall þeirra sem aldreihafa notað hass. Árið2002 sögðust um 81%nemenda í 10. bekk íGrafarvogi aldrei hafa

notað hass en árið 2005er hlutfallið komið í um92%.

Nemendur í 9. bekk í Grafarvogi

Þegar hlutfall nem-enda í 9. bekk í Grafar-vogi sem ekki reykja erskoðað kemur svipuðþróun í ljós, þ.e.a.s. árið2002 sögðust um 88%nemenda í 9. bekk íGrafarvogi ekki reykja.

Fram til til ársins 2004jókst það hlutfall eðaallt upp í um 98%. Árið2005 snýst staðan hinsvegar við meðal nem-enda í 9. bekk í Grafar-vogi en það ár sögðustum 86% nemenda ekkireykja. Svipað er uppi áteningnum þegar hlut-fall nemenda í 9. bekk íGrafarvogi sem ekkihafa orðið ölvaðir síð-astliðna 30 daga er skoð-að. Milli áranna 2002 og2003 stendur hlutfalliðnánast í stað en þau ársögðust um 85-87% nem-enda í 9. bekk í Grafar-vogi ekki hafa orðið ölv-aðir síðastliðna 30 daga.Árið 2004 hækkaði þaðhlutfall í um 91% enlækkar hins vegarnokkuð árið 2005 eða íum 80%. Þá hefur þeim

nemendum í 9. bekk íGrafarvogi sem prófaðhafa hass fækkað. Árið2002 sögðust um 90%nemenda í 9. bekk íGrafarvogi aldrei hafanotað hass en árið 2005á slíkt við um 94%.

Nemendur í 9. og 10.bekk á Kjalarnesi

Hlutfall nemenda í 9.og 10. bekk á Kjalarnesisem ekki reykja lækk-

aði nokkuð milli áranna2002 og 2003 eða úr 92%árið 2002 í 80% árið2003 en hefur veriðóbreytt síðan þá. Þálækkaði hlutfall nem-enda í 9. og 10. bekk áKjalarnesi sem ekkihöfðu orðið ölvaðir síð-astliðna 30 daga milliáranna 2002 og 2004 eðaúr 83% árið 2002 í 36%árið 2004. Árið 2005hækkaði hlutfall þeirranemenda í 9. og 10. bekká Kjalarnesi sem sögð-ust ekki hafa orðið ölv-aðir síðastliðna 30 dagaí um 70%. Hins vegarhefur hlutfall nemenda í9. og 10. bekk á Kjalar-nesi sem aldrei hafanotað hass lækkað þó-nokkuð milli áranna2002 og 2005. Þannigsögðust um 92% nem-

enda í 9. og 10. bekk áKjalarnesi árið 2002aldrei hafa notað hassen árið 2005 hafði þaðhlutfall lækkað í um65%.

Það sem stendur uppúr þegar þessar niðu-stöður eru skoðaðar erhversu hátt hlutfallnemenda í 9. og 10. bekkí Grafarvogi og á Kjalar-nesi lætur tóbak, áfengiog hass eiga sig. Þetta

eru góð tíðindi en beturmá ef duga skal og ættuþessar niðurstöður aðvera hvatning fyrir allaþá aðila sem vinna meðbörn og unglinga um aðgera betur, svo ekki sénú talað um foreldrana.Fjöldi rannsókna hafaverið framkvæmdar tilað reyna að varpa ljósiá hvernig sporna megigegn ýmiskonar fráviks-hegðun barna og ung-linga, svo sem vímu-

efnaneyslu, ofbeldi ogafbrotum, og er sam-hljómur með flestumþessum rannsóknum.Þessar rannsóknirbenda eindregið til þessað foreldrar séu bestaforvörnin og þar vegasamverustundir fjöl-skyldunnar hvað mestu.Gæðatíminn svokallaði,sem margir foreldrarhafa í gegnum tíðinaskýlt sér á bakvið og

fólst einkum í því aðsamverustundirnarvoru ekki svo ýkjamargar en þeim munmeira gert þegar fjöl-skyldn var saman, erekki að skila sama ár-angri, a.m.k. hvað for-varnir varðar. Hefð-bundnar og jafnvel inni-haldslitlar samver-ustundir skila meiru enforeldrar halda. Einfald-ir hlutir líkt og að horfasaman á sjónvarpið

vega mun þyngra en"gæðatíminn" þegar for-varnir almennt eruskoðaðar. Í þessu sam-hengi er vert að benda ámegin innihald for-varnastefnu Reykjavík-urborgar sem nýveriðvar kynnt. Stefnan tek-ur til allra barna ogungmenna frá fæðingutil tvítugs, foreldra ogallra sem að málefnumþeirra og uppeldi koma.

Áhersla er á að forvarn-ir hefjist strax í barn-æsku, séu heildstæðar,víðtækar og sameinikrafta og störf borgar-starfsmanna. Stefnan erbyggð á traustum rann-sóknum um árangur ogmat á forvarnastarfi oghefur mælanleg mark-mið. Leiðarljós stefn-unnar er að skapa öllumbörnum og ungmennumuppeldisaðstæður ogumhverfi sem efli sjálfs-

traust þeirra og sjálfs-mynd, einkennist afsamkennd og búi yfirviðeigandi stuðningsúr-ræðum þegar þörf kref-ur. Heildstæð forvarna-stefna er mjög mikilvægí baráttunni við vímu-efnavanda og fráviks-hegðun og hvetur Mið-garður foreldra og aðratil að kynna sér inntakhennar á vefsíðunniwww.midgardur.is

Hera Hallbera Björnsdóttir,frístundaráðgjafi

Miðgarði, þjónustumiðstöðGrafarvogs og Kjalarnesshera.hallbera.bjornsdott-

[email protected]

Undanfarin ár hefur mikið og öflugt forvarnastarf verið unniðí Reykjavík og mikill árangur náðst. Í desember síðastliðnumvoru kynntar niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir nemend-ur í 9. og 10. bekk grunnskóla í mars 2005 á vegum rannsóknar-miðstöðvarinnar Rannsóknir & greining. Könnunin var lögð fyr-ir alla nemendur í 9. og 10. bekk sem mættir voru í skólann áfyrirlagningardag og var svarhlutfall í Reykjavík um 76%. Svörfengust frá 522 nemendum í Grafarvogi og 30 á Kjalarnesi. Líktog undanfarin ár er þróunin jákvæð, þ.e.a.s. hlutfallslega fleirinemendur reykja ekki, hafa ekki orðið ölvaðir síðastliðna 30daga og hafa aldrei prófað hass.

Page 9: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006
Page 10: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Fréttir GV10

Nú gefst öllum Reykvíkingum kosturá að taka þátt í opnu prófkjöri Samfylk-ingarinnar og raða upp á lista því fólkisem þeir vilja sjá standa vörð um hags-muni sína á næsta kjörtímabili.

Ég hef verið varaborgarfulltrúi und-anfarin tvö kjörtímabil, ég hef meðalannars komið að uppbyggingu í bæðigrunn og leikskólamálum. Ég var t.d. áþessu kjörtímabili formaður starfshópssem mótaði stefnu um gjaldfrjálsan leik-skóla fyrir fimm ára börn, sem verið erað hrinda í framkvæmd.

Ég er þeirrar skoðunar að Samfylk-ingin eigi að vinna á grunni þess semvið höfum verið að gera innan Reykja-víkurlistans. Reykvíkingar ákváðu ekkisjálfir að þeir treystu ekki Reykjavíkur-

listanum fyrir stjórn borgarinnar, þeirvoru ekki spurðir. Það voru félagar okk-ar í Reykjavíkurlistanum sem ákváðu aðslíta sig frá þessu samstarfi. Ég tel að viðí Samfylkingunni verðum að bjóðaReykvíkingum skýran valkost við Sjálf-stæðisflokkinn í vor. Byggja á þeim góðagrunni sem Reykjavíkurlistinn hefurlagt og halda áfram uppbyggingu ámannvænu samfélagi í Reykjavík.

Þó margt hafi áunnist eru úrlausnar-efnin enn mörg. Menn eru sammála umsum þeirra t.d. nauðsyn þess að að brúabilið milli fæðingarorlofs og leikskóla-vistar. En það eru ekki allir sammála umhvernig það skuli gert, oddviti fram-sóknarmanna í komandi kosningum villtil dæmis taka upp heimgreiðslur til for-

eldra. Ég tel að heimgreiðslur séu ekkisú lausn sem foreldrar og atvinnulífiðþurfi á aðhalda. Ég ereinnig efinsum að þaðleysi þennanvanda að efladagmæðra-kerfið. Það erekki nægt öryggi í dagmæðrakerfinuhvorki fyrir foreldra eða börn. Því metég stöðuna þannig að uppbyggingu íleikskólamálum verði ekki lokið fyrr envið tryggjum öllum börnum vistun áleikskóla við lok fæðingarorlofs. Það aðtaka börn inn á leikskóla við lok fæðing-arorlofs er líka rökrétt framhald af því

sem viðhöfum ver-

ið að vinnaað.

Við þuf-um að leita leiða til að gera grunnskól-ann að meira spennandi vinnustað fyrirbæði starfsfólk og nemendur. Auka þarsveigjanleika og fjölbreytni og virkja íenn ríkari mæli sköpunargleði og þró-

unarstarf. Ef þetta kallar á breytingar áþví hvernig kjarasamningar kennaraeru uppbygðir þá eigum við ekki aðskorast undan þeirri vinnu. Ef með þarfverðum við að taka upp sjálfstæðarsamningaviðræður við kennarasam-bandið og freista þess að losa kennara úrviðjum flókinna samninga sem bæðihalda aftur af framþróun í skólastarfiog starfsgleði kennara.

Ég þarf þinn stuðning í 2. – 4. sæti, tilað tryggja að þessi og fleiri áherslumálverði höfð að leiðarljósi í stefnu Sam-fylkingarinnar á næsta kjörtímabili.

Sigrún Elsa Smáradóttir er varaborgarfulltrúi og

sækist eftir 2.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar

Gerum grunnskólann meira spennandiSigrún Elsa Smáradóttir,þátttakandi í prófkjöriSamfylkingarinnar, skrifar:

Herrakvöld FjölnisVel á þriðja hundrað hressir karlar úr Grafarvogi stormuðu á

Herrakvöld Fjölnis sem fram fór á bóndadaginn að venju.Eggert Skúlason var veislustjóri en ræðumaður kvöldsins var

Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgar-stjórn. Jóhannes Kristjánsson eftirherma fór með gamanmál og slóí gegn að venju. Hér á síðunni fylgja nokkrar myndir frá Herra-kvöldinu og hver veit nema þær verði fleiri í næsta blaði.

Háborðið. Hér má meðal annars þekkja Snorra Hjaltason, heiðursformann Fjölnis, Vilhjálm Vilhjálmsson ogHelga Árnason, skólastjóra Rimaskóla.

Skæringur í Smíðabæ tilhægri með góðum félaga.

Birgir Gunnlaugsson, varaformaður Fjölnis, ræðir við góða félaga.

Fræknir Fjölnisfeðgar. Ólafur Páll, Snorri Hjaltason og Sigursteinn.

Þessir herramenn skemmtu sér vel. GV-myndir PS

Og þessir líka.

Björn Ingi Hrafnsson ræðir málin við áhugasama herramenn í Fjölni.

Page 11: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006
Page 12: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Fréttir GV12

Gefið blóðRauði Kross Íslands gaf Blóð-

bankanum fullkominn blóðsöfn-unarbíl árið 2002. Blóðsöfnunhefur farið fram í honum tvodaga í viku og er safnað mest-megnis í Reykjavík og nágranna-byggðum. Nú stendur til að fjölgaferðum í þrjár á viku og vera allt-af þriðja fimmtudag í mánuðivið Húsgagnahöllina Bíldshöfða20, klukkan 13-17.

Starfsfólk Blóðbankans vonasttil að Grafarvogsbúar , Árbæing-ar og þeir sem vinna á á Bílds-höfðanum geti komið og gefiðblóð á þessum dögum.

Blóðbankinn þarf dag hvern áum 70 blóðgjöfum að halda til aðanna þörf heilbrigðisstofnannaum allt land. Brettum upp ermarog gefum blóð. Nánari upplýsing-ar um Blóðbankann og ferðirbílsins má sjá á www.blodbank-inn.is

Lyklar töpuðustEftir Herrakvöld Fjölnis föstu-

daginn 20 janúar tapaði einn gest-anna lyklum. Þetta er brúnt lykl-aveski sem í eru um 8 lyklar afýmsum gerðum þar með einnstór óvenjulegur lykill. GV villkoma því á framfæri að ef ein-hver hefur fundið þetta lykl-aveski þá er hhinn smi beðinnum að skila því annað hvort tilLögreglunnar í Grafarvogi eða íSundlaugina í Grafarvog.

Passið trénÍ Grafarvogi er víða grósk-

umikið og Framkvæmdasviðborgarinnar mun á næstunnibeita sér fyrir því að gróður semvex út fyrir lóðamörk verði snyrt-ur. Lóðareigendur og umráða-menn lóða eru hvattir til aðsnyrta gróður á lóðum sínumsem liggja að götum, gangstéttumog stígum svo hann hindri ekkiumferð utan lóðamarka.

Með vísan til ákvæða í bygg-ingareglugerð Reykjavíkur nr.441/1998 (greinar 68.4 og 68.5)geta borgaryfirvöld látið fjar-lægja slíkan gróður á kostnað lóð-areigenda. Lóðareigendur hafatíma til loka mars að sinna þessuverkefni.

�������������� �������

�� �� ��������� ������������������������� ��������������������������������������������� ������������� ��!������������"#$��������% ���������&����� ���%��� ���������% �������������

'��������(�� ��% �����������)#*+,-"���� ��

�� ��������&�������������� ����.� ����%�����

/� �����01���� ��02�����

������������

���� ���

�����������

Í síðasta tölublaði GV birtist(væntanlega ritstjórnargrein) undirnafninu ,,Líkbrennslan í Grafarvog-inn’’. Ég harma að ekki skuli hafaverið leitað til undirritaðs við öflunheimilda, þar er einungis sagt:,,Samkvæmt heimildum GV’’. Þessarheimildir sem GV hefur fengið erurangar í stærstu dráttum og virðistgreinin skrifuð til að valda íbúumhugarangri og kvíða. Það kom undir-rituðum mjög á óvart að GV skyldibirta þessa grein án þess að aflaheimilda hjá KGRP um jafn við-kvæm mál.

Þess er nú óskað að GV birti leið-réttingu á þessari grein enda munekki vera farið fram á annað en stað-reyndarvillur verði leiðréttar:

1. Það er ekki búið að taka ákvörð-un um ,,að flytja alla líkbrennslu álandinu úr Fossvogi í Grafarvog’’.Gerð hefur verið áætlun um að súbálstofa sem í framtíðinni leysir bál-stofuna í Fossvogi af hólmi verðibyggð á Hallsholti og tengist þjón-ustubyggingum sem þar eiga að rísa.

Þessi áform hafa verið rædd ístjórn Kirkjugarða Reykjavíkurpróf-astsdæma (KGRP) og mun framtíðin

skera úr um hvort svo verði. Hönnunþjónustubygginga gerir ráð fyrirþessu og hefur árabilið 2015-20 veriðnefnt sem viðmiðun. Ef þessiákvörðun yrði tekin, yrði bálstofanmeð fullkomnum hreinsibúnaði semtryggði að spilliefni færu ekki út íandrúmsloftið. UmhverfissviðReykjavíkur og KGRP hafa undan-farin ár verðið í nánu sambandi umnauðsyn fyrirbyggjandi ráðstafanavarðandi mengun og Iðntæknistofn-un hefur einnig komið þar að. Þessskal getið að einnig kemur til greinaað byggja nýja bálstofu í tengslumvið þjónustubyggingar í Fossvogi,þannig að staðarval er ekki ákveðið.

2. Áður en KGRP fengu lóðinaundir þjónustubyggingar á Halls-holti fór fram grenndarkynning afhálfu skipulagssviðs Reykjavíkur-borgar á þeirri starfsemi sem þarætti að fara fram og allri hugsan-legri starfsemi sem þar gæti orðið íframtíðinni, þar með talin bálstofa.Engar athugasemdir voru gerðar afhálfu íbúanna eða annarra aðila.

3. Ekki verður séð hvaða ,,ónæðivegna líkbrennslunnar’’ gæti hugs-anlega orðið ef bálstofa verður

byggð á Hallsholti. Bálstofan yrði aðverulegum hluta niðurgrafin í holtiðog engin hljóðmengun kæmi fráhenni og loftmengun yrði engin þarsem öllum hugsanlegum spilliefnumyrði safnað saman og þeim fargað áöðrum stað samkvæmt lögum ogreglum.

Þessi starfsemi er mjög víða í ná-grannalöndum okkar og ávallt inni íborgum og í nágrenni við íbúða-byggð. Ég hef ekki heyrt af mótmæl-um íbúa vegna þessarar starfsemienda eru allar nýjar bálstofur meðfullkominn hreinsibúnað sem sam-þykktur er af viðkomandi umhverf-isyfirvöldum.

4. Fjarlægð frá fyrirhugaðri bál-stofu á Hallsholti að næstu íbúða-byggð er meiri í Gufuneskirkjugarðien í Fossvogi. Fjarlægð (loftlína) frábálstofu í Fossvogi að næstu íbúða-byggð er 103 m (Suðurhlíð) og 91 m íbarnaheimilið Sólborg við Vestur-hlíð. Fjarlægðin (loftlína) frá fyrir-hugaðri bálstofu á Hallsholti er 160m í næstu íbúðabyggð (sunnanGagnvegar). Tekið skal fram að góðsátt er milli barnaheimilisins ogKGRP eftir að vinnutími starfs-

manna í bálstofu var færður fram tilkl. 06:00.

5. Skv. áætluðum hámarksfjöldabálfara næstu 20 árin (2025) verðurmjög auðvelt að brenna yfir nóttinaen það er í raun engin þörf á því viðþær aðstæður sem verða tryggðar ínýrri bálstofu á Hallsholti, þ.e.a.s. efhún verður byggð þar.

6. Mjög mikil kynning hefur fariðfram af hálfu KGRP varðandi þjón-ustubyggingar á Hallsholti. Efnt vartil samkeppni um hönnun byggingaog í þeirri keppni tóku 16 arkitektarþátt. Sýning var haldin í Perlunni ímargar vikur á síðasta vori og varhún marg oft auglýst í Morgunblað-inu og Fréttablaðinu. Á þessari sýn-ingu kom fram hvaða starfsemi værifyrirhuguð í téðum þjónustubygg-ingum og auk þess fjallaði Morgun-blaðið um málið í sérstakri grein (3.febr. 2005).

Til ábendingar fyrir þann semskrifaði greinina vil ég að öðru leytisegja þetta. Orðið bálstofa notuð yfirhúsnæðið þar sem líkbrennslan ferfram og það er talað um fjölda bálf-ara, fremur en fjölda líkbrennsla.

Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri.

Athugasemd frá Kirkjugörðunum

Það er varla eyðandi tíma néplássi í að svara þessari grein Þór-steins Ragnarssonar.

Þórsteinn hafði samband við GVstrax eftir útkomu blaðsins í janúarog var honum strax tjáð að athuga-semdir hans yrðu birtar í næstablaði. Hann lét það ekki nægja held-ur sendi athugasemdir sínar á allafjölmiðla þrátt fyrir að þeir hefðualdrei fjallað um málið. Inntur eft-ir ástæðu þess sagði hann að for-maður Íbúasamtaka Grafarvogsværi búinn að panta viðtöl í öllumfjölmiðlum og þá væri eins gott aðþeir hefðu svar hans í höndunum.

Heimildir GV voru afar traustarog fréttin rétt að nánast öllu leyti.Gæti verið að skakkaði 60 metrum áfjarlægðinni frá brennslunni að íbú-abyggð. Ef að forstjóranum líðurbetur get ég vel beðið hann afsökun-ar á þessu smáræði.

Eftir að hafa reynt mikla mót-stöðu í Grafarvogi við fyrirhugaðalíkbrennslu í hverfinu er farið und-an í flæmingi og rætt um 2015 eða2020. Og að ekkert hafi verið ákveðiðí málinu. Ég veit betur. Eða er fariðmeð mál í grenndarkynningu ogarkitektar látnir teikna byggingar efekki er ætlunin að af framkvæmd-um verði? Er það með þessum hættisem á að fara með peninga almenn-ings?

Eitt er alveg á hreinu Þórsteinn.Það verður aldrei samþykkt í Graf-arvogi að planta niður líkbrennslu ímiðju hverfinu. Og þá gildir einuhvort hún verður ofan jarðar eðaneðan, og metranum nær eða fjæríbúabyggð í Grafarvogi en í Foss-vogi.

Einnig skalt þú vita það Þórsteinnað íbúar í Grafarvogi, ÍbúasamtökGrafarvogs, Hverfisráð Grafarvogs

og aðrir aðilar hér í hverfinu kærasig ekki um kynningu á mikilvæg-um málum er varða hverfið á ein-hverjum sýningum í Perlunni,Morgunblaðinu eða Fréttablaðinu.Nær hefði verið fyrir þig Þórsteinnað kynna málið fyrir HverfisráðiGrafarvogs, Íbúasamtökunum ogsvo auðvitað í Grafarvogsblaðinusem er mun meira lesið í Grafarvogien Fréttablaðið og Morgunblaðið oger vinsælasti fjölmiðillinn í hverf-inu. Formaður Hverfisráðs Grafar-vogs hefur staðfest í samtölum viðmig að hann hafi aldrei heyrt á þaðminnst að til stæði að færa lík-brennsluna úr Fossvogi í Grafarvogog ráðið aldrei fengið erindi umslíkt.

Forstjórinn segir í grein sinni:,,...og virðist greinin skrifuð til aðvalda íbúum hugarangri og kvíða.’’

Þetta er alvarleg aðdróttun og al-

veg í þínum stíl. Þetta sérstaka málkann að verða tekið upp á öðrumvettvangi. Það eina sem veldur íbú-um hér í Grafarvogi hugarangri ogkvíða varðandi þetta mál um þessarmundir er framganga þín og þessfyrirtækis sem þú veitir forstöðu.Þér kann að falla það illa að hafamistekist að lauma líkbrennslu inn ímiðja íbúabyggðina í Grafarvogi.

Þar eð þú skilur ekki annars auð-skilin atriði í blaðamennsku skal égupplýsa að daglega fjalla fjölmiðlarum mál án þess að leita eftir skoðun-um allra er mál varðar.

NFS fréttastofan fjallaði um mál-ið. Birti þína hlið á málinu og myndaf forsíðu Grafarvogsblaðsins. Vartekið viðtal við mig? Komst mín hliðá málinu að á NFS?

Hef ekki heyrt frá þeim enn.-ritstj.

Undarleg vinnubrögð forstjórans

Page 13: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006
Page 14: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Fréttir GV14

FréttirGV15

Stefán Jón Hafstein formaðurhverfisráðs Grafarvogs segist hafalært margt af því að starfa í hverfinu.Athafnasamir og kröftugir íbúar séulifandi sönnun þess að með því aðfæra áhrif út til fólksins sé hlutum velkomið fyrir. Að því vill Stefán Jónstuðla í ríkari mæli. Mikið er fram-undan í Grafarvogi.

,,Reynslan af því að vinna í Grafar-vogi er mjög góð. Þetta er einstakthverfi vegna þess hve fjölbreytt litróf-ið er. Menn tala um Grafarvog sembarnahverfi, og það er rétt, en hér erulíka Korpúlfar sem eru skínandidæmi um þann félagsauð sem ég vilefla í öllum hverfum borgarinnar.Þau biðja aldrei um neitt fyrir sig,bara um möguleika til að gera samfé-laginu til góða. Ég á mér þann draumað í hverju hverfi starfi félag eldriborgara eins og Korpúlfar, að alls stað-ar séu öflug íbúasamtök eins og hér,og þjónustumiðstöðvar um alla borgvinni með félögum eins og gert er hérí Grafarvogi gegnum Miðgarð. Skrít-ið að íhaldið skuli vera á móti þjón-ustumiðstöðvum í hverfum, þegar viðhöfum svona fádæma góða reynslu afMiðgarði.’’

- Hvað ber hæst í Grafarvogi?,,Ég minnist íbúaþingsins sem varð

til þess að við fórum skipulega í um-ferðaröryggismálin sem nú þegarhafa leitt af sér umbætur á mörgumstöðum. Það vinnulag er nú fyrir-

mynd fyrir önnur hverfi. Þá hefur tek-ist að koma þjónustumiðstöð í Spöng ááætlun, en verklok verða á næsta kjör-tímabili. Mér finnst samstarfið viðkirkjuna og fleiri hafa verið gott. Viðlögðum drög að því að Gufunesið yrðiskilgreint sem útivistar- og jaðar-íþróttasvæði og nú er unnið sam-kvæmt þeirri áætlun. Ég held aðþarna verði skemmtilegur valkosturvið húsdýragarðinn í Laugardal, lík-lega meira um sport og kraft, en líkanáðugir staðir á milli. Korpúlfsstaðireru komnir inn og Korpúlfarnir líkainn þar! Ég styð starf þeirra heilshug-ar og held að Korpúlfsstaðir verði lit-rík miðstöð. Skólauppbygging hefurverið mikil og ég hef stutt og lagtáherslu á foreldrasamfélagið í sam-starfi við skólana. Við gerðum þjón-ustusamning við SAMFOK um aðstýra því verki. Við kláruðum mötu-neytin og nú er komið að skólalóðum,við setjum 330 milljónir í skólalóðir ánæstu þremur árum. Og nú er komiðað því að Fjölnir fái innspýtingu. Fyr-ir liggur greinargóð úttekt á þörfFjölnis og á þriggja ára áætlun borg-arinnar er fyrirhugað að setja nokkurhundruð milljónir í nýja miðstöð.Grafarvogur á það skilið, hér er mikiðaf börnum en aðstaðan að meðaltaliekki jafn góð og í grónari hverfum.Það er því mikið framundan. Ég heldað þekking mín á Grafarvogi verðigott veganesti í stól borgarstjóra.’’

- Hverjar telurðu sigurlíkur þínarvera í prófkjörinu?

,,Ég held að félagslega sinnað fólkskynji að þetta verður erfiður slagur ívor sem þarf að takast á við af mikillifestu. Við Vilhjálmur Vilhjálmsson er-um ákaflega ólíkir stjórnmálamenn,ég hef ekkert slæmt um hann að segja,en tel hann af gamla skólanum. Égboða ný stjórnmál og er ekkert feim-inn við að tala um hugsjónir, mann-gildi, tilfinningar og sameiginlegareynslu þeirra sem byggja þessa borg.Ég finn að fólk þekkir mig af áralöngustarfi í opinberu lífi, veit hvar það hef-ur mig, og trúnaður ríkir um þágrundvallarstefnu að manngildi sé of-ar öðru. Borgin er okkar allra, við eig-um að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla.

Það er því mjög mikilvægt að stillaupp sigursælum lista í vor undir öfl-ugri forystu sem hefur breiða skír-skotun, bæði innan flokksins og útfyrir flokkinn. Annars er tómt mál aðtala um að Samfylkingin vinni sigur ívor.’’

- Hvar staðseturðu þig innan Sam-fylkingarinnar?

,,Ég sagði í blaðaviðtali að ef við lít-um á Samfylkinguna sem líkama þástæði ég í hjarta Samfylkingarinnar.Ég var í undirbúningsnefnd fyrirstofnun Samfylkingarinnar, hún varfyrsti stjórnmálaflokkur sem ég gekkí og ég gerði það á stofnfundinum ogvar síðan kosinn formaður fram-

kvæmdastjórnar. Það var draumurokkar að stofna flokk til þess að fólkeins og Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B.Eggertsson og þúsundir annarragengju til liðs við okkur. Sá draumurhefur ræst. Ég er mjög stoltur af þvíað hafa tekið þátt í þessu frá upphafi.Einhver sagði að ég væri með borgar-stjórann í maganum, það er rangt, éger með borgarstjórann í hjartanu. Éger frjálslyndur jafnaðarmaður, ég hefmjög mikinn áhuga á atvinnulífi ogsköpun góðra starfa. Menntun ogskólamálin eru mér kærust, þau erukjarninn í efnahagsstefnu nútímans.Við viljum búa til þjóðfélag sem býðurupp á jöfn tækifæri og þar er mennt-unin lykilatriði. Þá er mér annt umumhverfið og náttúruna, eins ogmenn vita. Ég er með þessar þrjárstoðir í minni pólitísku sýn: menntun-in, frjótt atvinnulíf og umhverfið.’’

- Hvað aðgreinir þig frá Degi ogSteinunni sem sækjast eftir 1. sætisem þú skipar í dag?

,,Ég hef unnið með þeim báðum oghvet alla til að kjósa þau í eitt af efstusætunum, þó ég biðji sjálfur um efstasætið sem er það sæti sem ég sit ínúna. En ég hef lagt meiri áherslu áað tengja stjórnmálin í borginni viðhugsun okkar jafnaðarmanna í lands-málunum. Ég hef unnið mikið við aðbyggja flokkinn upp og gera þennandraum um sterkan jafnaðarmann-aflokk að veruleika ásamt öðru góðufólki. Þann bakgrunn hafa Dagur ogSteinunn ekki. Dagur var náttúrlegaekki með og Steinunn í mun minnamæli en ég. Starf mitt og annarranáði blóma á síðasta landsfundi. Þaðvar stórkostlegur fundur og ég gekkstoltur út úr Egilshöll. Ég tel að borg-arstjóri þurfi að hafa mjög víða skír-skotun, sterka rót í félagslegu starfi,og hugmyndafræðilega sýn. Og talanú ekki um að vera þrautreyndur íeldlínu stjórnmálanna þar sem á reyn-ir, t.d. í sjónvarpi og víðar. Þegar kem-

ur til þess að Reykvíkingar kjósaborgarstjóra í vor tel ég mig hafa trú-verðugleika gagnvart almenningi semer nauðsynlegur fyrir oddvita Sam-fylkingarinnar í þessari miklu bar-áttu sem framundan er. Það er skrítiðað segja þetta um sjálfan sig, en vissu-lega skiptir persónufylgi máli. Ég finnað fólk metur framgöngu mína í fjöl-miðlum, það skilur hvað ég er að talaum, fólk vill einlægni og að maður sésamkvæmur sjálfum sér. Fólk veithvar það hefur mig og veit að ég hleypekki eftir hverju sem er. Lykill aðsigri í vor er breið skírskotun til borg-arbúa.’’

- Hvers vegna er stefnt að gjald-frjálsum leikskóla á næsta kjörtíma-bili. Er það ekki dýrt fyrir borgina?

,,Þetta kostar rúmlega milljarð enég held að það sé þess virði. Þetta ermikil lífskjarabót fyrir ungt barna-fólk sem ég held að sé sá hópur í dagsem eigi oft fjárhagslega erfitt upp-dráttar. Þetta er a.m.k. 200 þúsundkróna kjarabót á ári og gagnast mjögvel. Leikskólinn er fyrsta skólastigið,og við viljum að hann sé stéttlaus einsog grunnskólinn. En það er mjög mik-ilvægt að samtímis því að við innleið-um gjaldfrjálsan leikskóla verði inn-viðir leikskólans styrktir. Við viljumgjaldfrjálsan og góðan leikskóla.

Góður leikskóli er í mínum hugaekki kosningamál heldur undirstöðu-þáttur í samfélaginu. Þáttur í því er aðborga fólkinu vel sem sér um umönn-un barna okkar. Annars liðast allt ísundur fyrir augunum á okkur einsog gerðist í haust.’’

- Hvað mótar stjórnmálaskoðanirStefáns Jóns?

,,Manngildi. Þegar félagar mínir ímenntaskóla voru uppfullir af komm-únisma talaði ég um húmanisma, eðamanngildishugsjón. Svo kom hinhörmungin, frjálshyggjan. Þá var égfréttaritari og námsmaður í Bretlandi- þegar Thatcher tók við. Ég var náms-

maður í háskóla í Bandaríkjunumþegar Reagan stjórnaði. Þessi tvögerðu mig endanlega að frjálslyndumjafnaðarmanni með manngildishug-sjón. Hörð hægrimennska grefur und-an samfélaginu. Hjá mér kemur mað-urinn fyrst og markaðurinn á eftir.Núna rekur ríkisstjórnin ójafnað-astefnu sem stuðlar að sundrungusamfélagsins. Fyrstu teiknin voru íhaust þegar lágu launin í þessu alls-nægtarþjóðfélagi voru orðin óbærileg.Við getum ekki látið lítinn hóp missafótanna á þann hátt að hann geti ekkiverið fullgildur þátttakandi í samfé-laginu. Þá verður keðjuverkun semstuðlar að því að samfélagið liðast ísundur.’’

- Þú hefur reynslu af því að vera viðnám austan hafs og vestan, varst lengií útvarpi og sjónvarpi, hefur ferðast tilótal landa og verið sendifulltrúiRauða krossins í Afríku, en snýst ekkiborgarstjórastarfið um gangstéttir ogrusl?

,,Ég fékk dýrmæta reynslu og þekk-ingu á samfélaginu og stjórnmálum ífjölmiðlum. Hún nýtist mér vel í starfií dag vegna þess að í raun og veru snú-ast fjölmiðlastörfin og stjórnmálin ummannleg samskipti. Eftir því semmaður fær meiri reynslu því dýprainnsæi fær maður. Ég held að innsæiog mannleg samskipti séu eiginleikarsem maður reynir að tileinka sér.Borgarstjóri þarf að laða fólk til sam-starfs en líka vera maður til að segjanei þegar það á við. Forystumenn ístjórnmálum verða að hafa skilning áþví að aðalatriðið er að öllum líði velog séu öruggir saman í samfélagi.Hagvöxtur er er ekki tilgangur lífsinsþótt góður sé. Tilgangur lífsins er aðokkur líði öllum vel, séum örugg sam-an og að einstaklingar fái jöfn tæki-færi til að blómstra. Stjórnmálamennspyrja alltof sjaldan um tilgang þesssem við erum að gera. Hvert er hiðæðra markmið með því sem við erum

að gera? Ég er orðinn lífsreyndur einsog spurningin ber með sér. Það erekki nauðsynlegt fyrir næsta borgar-stjóra í Reykjavík að hafa sofið á mold-argólfi í fjallaþorpi í Eþíópíu, en þaðhjálpar. Alveg eins og það er reynslasem ekki hverfur að hafa staðið íþorpi í Írak sem sprengjur höfðu sentá steinaldarstig og fólkið með. Alvegeins og það byggir upp og styrkir aðhafa staðið við fótskör drengs sem varlimlestur í Sómalíu eða lítillar stúlkusem missti fót í skæruliðaárás í Nig-aragúa. Allt hjálpar, öll reynsla, líkasú að hafa fylgst með stjórnmálumaustan hafs og vestan sem fréttaritariog hér heima sem gagnrýninn spyrill ífjölmiðlum áratugum saman.

Og svo þakka ég fyrir þá reynslu aðhafa verið fulltrúi Reykvíkinga í borg-arstjórn í forystu fyrir málaflokkumsem kosta litla 22 milljarða króna ár-lega.

Vegna alls þessa veit ég að stjórn-mál snúast um mannleg samskipti ogmannleg samskipti snúast umtraust.’’

- Kvíðir þú úrslitum í prófkjöri?,,Nei, hvernig sem fer. Ég hef feng-

ið að reyna svo ótrúlega margt. Ég heffengið að njóta mín. Ég er óendanlegaþakklátur fyrir hvað ég hef fengið aðlifa skemmtilegu lífi. Mér finnststundum eins og guðirnir hafi gefiðmér verðlaun - sem er þetta líf. Ég ermjög hamingjusamur og mjög þakk-látur. Ég hef lifað góðu lífi. Það fyllirmann miklum friði. Ég hef kappkost-að að búa mig undir ferð sem ég vissialdrei hvort ég færi. Það er nú í hönd-um fólksins. En ég er reiðubúinn - ogþakka fyrir það tækifæri sem ég heffengið til þess að bjóða mig fram ogþakka fyrir dóm fólksins, hver semhann verður. Ég vil vera samkvæmursjálfum mér: Stjórnmál snúast umtraust, og ég treysti því að fólkið kjósimeð hjartanu, og kjósi rétt.’’

Góð kynni af Grafarvogi

Stefán Jón Hafstein gengur með borgarstjórann í hjartanu!

,,Og nú er komið að því að Fjölnir fái innspýtingu. Fyrir liggur greinargóð úttekt á þörf Fjölnisog á þriggja ára áætlun borgarinnar er fyrirhugað að setja nokkur hundruð milljónir í nýja mið-stöð. Grafarvogur á það skilið, hér er mikið af börnum en aðstaðan að meðaltali ekki jafn góð ogí grónari hverfum,’’ segir Stefán Jón Hafstein.

,,Samstarfið við Korpúlfana hefur verið skemmtilegt,’’ segir Stefán Jón, hér með Ingva Hjörleifssyni og Ingi-björgu í Miðgarði þegar húsnæði Korpúlfanna var formlega opnað á Korpúlfsstöðum. Hugsum stórt! Hjónin Stefán Jón og Guðrún Kristín Sigurðardóttir saman þegar boltinn fór að rúlla!

Page 15: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Grafarvogshverfið býður upp á mikla möguleika. Hverfið ervíðfeðmt og fjölbreytt, því þar eru þétt hverfi og góð útivistar-svæði á víxl. Hin fjölbreytta og samþætta þjónusta sem veitt hef-ur verið í Miðgarði hefur verið öðrum hverfum að ýmsu leytifyrirmynd. Íþróttaaðstaðan hefur farið batnandi í hverfinu oggerir Fjölni kleift að stunda öflugt starf í fjölmörgum íþrótta-greinum. Það sem einna brýnast er að bæta úr eru samgöngu-mál. Þar skiptir fyrirhuguð Sundabraut miklu máli og ég tel aðþað þurfi að vanda vel til allrar staðsetningar þar. Vitaskuldskiptir kostnaðurinn við vegagerðina máli, en ég er þó sammálaþví að best sé fyrir borgarbúa að hafa tenginguna yfir sundin ut-arlega.

PrófkjörsmálinÉg veit að Grafarvogsbúar telja það þurfi að taka til hendinni

á ýmsum stöðum. Það verður gert hér eftir sem hingað til. Miglangar að nota tækifærið hér til að greina frá nokkrum áhersl-umálum sem ég held á lofti í þessari prófkjörsbaráttu. Fyrst vilég nefna að ég hef á þessu kjörtímabili verið varaborgarfulltrúiog átt sæti í nokkrum nefndum, þar á meðal velferðarráði ogumhverfisráði, jafnréttisnefnd, í stjórn hjúkrunarheimilis(Skógarbæ) og var formaður Innkaupastofnunar og Vélamið-stöðvar. Ég er hagfræðingur og stjórnmálafræðingur að menntog starfa í Seðlabanka Íslands, ásamt því að sinna stunda-kennslu í Háskóla Íslands.

Skólaborgin ReykjavíkReykjavíkurborg þjónustar íbúana á margvíslegan hátt, en út-

gjöldin eru ríflega 40 milljarðar króna á ári. Um helmingur fer ískólamálin, og er það vel, enda er með því lagður góður grunn-ur að lífi unga fólksins. Ég tel að það sé mikilvægt að hlúa vel aðhverfisskólunum, sem eru oft mikilvægustu menningarstofnan-ir í hverju hverfi. Það þarf að tryggja góða fjölbreytni í starfinuþannig að hægt sé að koma sem mest til móts við þarfir hvers ogeins nemenda. Þá tel ég að það verði að skoða vel hvort ekki beriað niðurgreiða meir en nú er skólamatinn. Ennfremur verðurforgangsverkefni á næstu árum að endurbæta skólalóðir. Viðþurfum sífellt að huga að þróun námsins, t.d. með því að verameð góðan tölvubúnað, en við megum ekki gleyma því að fábörnin til að hreyfa sig. Leikskólastarfið þarf ennfremur að

þróa og efla, en það hefur verið athyglisvert að fræðast um til-raunastarf sem unnið hefur verið í leikskólum í samastarfi viðKennaraháskóla Íslands. Það sýnir að það er margt hægt að gerameð börnum strax í leikskóla.

Börnin eru framtíðinÍ félagsmálum er einna brýnast að bæta stöðu þeirra barna

sem búa við erfiðastar aðstæður. Það er gert með ýmsu móti áVelferðarsviði borgarinnar, en betur má ef duga skal. Það ereinkum mikilvægt að tryggja að Barnaverndin geti unnið vel ogskipulega að þeim erfiðu málum sem hún sinnir. Hún hefurfengið til þess aukinn styrk og ég hef trú á að með því að færaþjónustuna nær íbúunum, m.a. meðstofnun þjónustumiðstöðva í hverf-um,verðihægtaðeflaþessaþjón-ustu.

Ég vil auka jafnræði meðal barn-anna í borginni. Liður í því er aðdraga sem mest úr þeim gjöldum semforeldrar þurfa að greiða fyrir ýmsa tómstundaiðkun barnanna.Við vitum að gjöldin geta verið hindrun, en mér finnst að viðeigum að klára sem fyrst þá vinnu sem hafin er við að metahvernig hægt verði að koma á ókeypis íþrótta- og listiðkunbarna upp að vissum aldri.

Virðum aldraðaMálefni aldraðra þarf að taka fastari tökum. Margt hefur ver-

ið gert, en það er líka ýmislegt óklárað. Einna brýnast er aðljúka sem fyrst að byggja nýtt hjúkrunarheimili með 110 hjúkr-unarrýmum þannig að hægt verði að bjóða þeim rými sem eru íbrýnni þörf fyrir slíkt. Jafnframt þarf að halda áfram samþætt-ingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu þannig að aldraðir getihaft val um að búa lengur heima. Þá þarf í samstarfi við ríkis-valdið að fara heildstætt yfir málefni aldraðra. Við þurfum að

sýna öldruðum meiri virðingu en tilhneiging hefur verið til ásíðustu áratugum.

JafnréttiJafnréttismál eru mikilvægur málaflokkur sem vinna þarf

vel í. Það hefur ýmislegt áunnist í jafnréttisbaráttu kvenna áumliðnum áratugum, en samt er enn langt í land með að jafn-rétti náist. Einna brýnast er að vinna einarðlega að því áfram aðútrýma þeim kynbundna launamun sem enn er til staðar. Þáþarf að láta jafnréttisumræðuna í ríkari mæli ná til fleiri hópa.Við þurfum að bæta stöðu fatlaðra, samkynhneigðra og nýbúa.Þar þurfum að vinna að því að samþykkja sérstaka mannrétt-indastefnu sem unnið er að. Það þarf að tryggja fötluðum samaaðgengi og öðrum að lífsins gæðum, það þarf að styrkja stöðusamkynhneigðra og koma í veg fyrir aðgreiningu nýbúa. Eittmikilvægasta tækið til þess að koma í veg fyrir aðgreiningu ný-búa er að efla íslenskukennslu á meðal þeirra, einkum fullorð-inna nýbúa - og það þarf að fá fyrirtæki og stofnanir til liðs viðokkur í þeim efnum.

Nýtum vel land, umhverfi og féSkipulagsmál og umhverfismál eru stór og mikilvægur mála-

flokkur. Það þarf að tryggja fjölbreytta uppbyggingu sem þjón-ar borgarbúunum sem best. Það er brýnt að nýta borgarlandiðvel, en nú fer um helmingur þess undir umferðarmannvirki ogaðliggjandi svæði. Við þurfum auðvitað að komast leiðar okkará greiðan hátt, en þegar svona er komið verðum við aðeins aðstaldra við. Það þarf að þétta byggðina betur og breyta aðeinsumferðarmynstrinu. Svifryk frá umferðinni er að verða vanda-mál og við því þarf að bregðast.

Það er af mörgu að taka þegar ræða þarf um þá fjölbreyttuþjónustu sem borgin á að sinna. Það verður þó ætíð að hugsa tilframtíðar í þessum efnum. Við þurfum ekki aðeins að byggjaupp góðan grunn fyrir framtíðarkynslóðir með góðu skólastarfi,félagsstarfi, skynsamlegri nýtingu lands og umhverfis, heldurþurfum við ætíð að gæta að því að fara vel með það fé sem okk-ur er trúað fyrir og hér eftir sem hingað til að vera framsýn íþeim efnum.

Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi, býður sig framí 3. sæti hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Fréttir GV16

Stefán Jóhann Stefánsson,varaborgarfulltrúi Sam-fylkingarinnar, skrifar:

GV auglýsingasími 587-9500

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

Jeppadekk

Kæru Grafarvogsbúar! Ég sækist eftir stuðningi ykkar til

forystu í prófkjöri Samfylkingar-innar sem fram fer 11. og 12. febrúarnæst komandi. Kosið verður á fimmstöðum í borginni, þar á meðal Véla-miðstöðinni, Gylfaflöt, í Grafarvogi.Ástæða er til að hvetja Grafarvogs-búa til að nýta tækifærið til að hafaáhrif. Hin nýja Reykjavík er að mót-ast; kraftmikil og spennandi. Brýnverkefni bíða úrlausnar. Uppbygg-ing blómlegra íbúahverfa, metnað-arfull þjónusta og fjárfesting ímenntun barna og lífsgæðum borg-arbúa verður að halda áframóhindruð á komandi árum. Ég leitaeftir ykkar umboði til að vinnaáfram að þeim verkum.

Forvarnir ogfjölskylduþjónusta

Við höfum séð mikinn árangurhér í Grafarvogi sem hefur verið

nokkurs konar fyrirmyndar-hverfi. Í stað stóryrða og hryll-ingsfrétta sem voru daglegt brauðfyrir nokkrum árum er forvarn-arstefnan Gróska í Grafarvogiorðin fyrirmynd að forvarnar-stefnu fyrir alla borgina. Árang-urinn í Grafarvogi held ég þó aðsé jafnframt því að þakka aðhvergi er nánara samstarf viðhverfislöggæsluna, sem fylgistvel með. Það er hægt að deilaendalaust um skipulag lögregl-unnar en það sem skiptir öllumáli er að borgararnir séu örugg-ir og unnið sé markvisst gegninnbrotum og skemmdarfýsn. Tilþess þurfum við öfluga og sýni-lega hverfislögreglu.

Stórframkvæmdir ogbyggt yfir Miðgarð

Sundabrautin er stærsta úr-lausnarefnis sem að Grafarvogi

snýr á næstu mánuðuðum ogmisserum. Að undirbúningi aðlagningu hennar þarf að vinna ísamstarfi þannig að sem best sáttnáist um niðurstöðuna. Sunda-braut er þó engan veginn einaframkvæmdinsem fyrirhuguðer. Það er aðkoma bíó við Eg-ilshöll og gervi-grasvöllur sem áeftir að verða lyftistöng fyrir hiðmerkilega starf sem er unnið hjáFjölni. Umtalsverðir fjármunireru á þriggja ára áætlun til aðbyggja upp í þágu barna í Grafar-vogi. Golfvöllurinn er einnig aðstækka og við höfum ákveðið aðbyggja yfir Miðgarð þar sembókasafnið og kirkjustarfið færjafnframt rými til að vaxa ogdafna.

Það skiptir máli hverjirstjórna

Aukin þjónusta og fram-kvæmd-irnar í

Grafar-vogi end-urspegla að á síðustu árum hafaReykvíkingar upplifað eitt mestaframfaraskeið í sögu borgarinnar.Atvinnulíf og íþróttir, menntunog menning hafa blómstrað semaldrei fyrr. Við höfum tekið þátt íað skapa nýja Reykjavík; borgsem er kraftmikil, skemmtileg ogspennandi. Borgin okkar er full af

tækifærum og þannig á hún aðvera. Leiðarljós okkar á næstu ár-um er að tryggja íbúum örugghverfi, heilbrigð uppeldisskilyrðiog öfluga þjónustu við fjölskyld-ur. Heilsuefling, hreyfing og for-varnir eru forgangsmál í nýjuReykjavík og íbúar eiga að getagert kröfu um sýnilega löggæslu íöllum hverfum. Aldraðrir eigaþað skilið að við lyftum Grettis-taki í þeirra þágu, heilsugæslunaþarf að efla

Ég skora á alla Grafarvogsbúaað leggja leið sína á Gylfaflötinaum næstu helgi og stilla upp sig-urliði á lista Samfylkingarinnarfyrir næstu borgarstjórnarkosn-ingar.

Höfundur er í framboði til 1.sætis í prófkjöri

Samfylkingarinnarwww.dagur.is

Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarfulltrúi:

Dagur B. Eggertsson, læknirog borgarfultrúi, skrifar:

Grafarvogur á mikla möguleika

Grafarvogsbúar - til sigurs vor!

Page 16: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

• ESP stö›ugleikast‡ring• ASR spólvörn• Hra›astillir• Stillanlegur hra›atakmarkari• Fjarst‡ring helstu stjórnrofa í st‡ri• Stafrænt mælabor› me›

birtuskynjun• Loftkæling me› mó›uvörn• fiokuljós í framstu›ara• 6 Öryggispú›ar• Upphitanleg framsæti• Geislaspilari me› fjarst‡ringu í st‡ri

• 6 Hátalarar• Aksturstölva• Útihitamælir• Ilmgjafahólf• Fjölstillanlegt bílstjórasæti• ABS hemlakerfi• EBD hemlajöfnun• EBA ney›arhemlunarbúna›ur• Rafdrifnir útispeglar• Velti- og a›dráttarst‡ri• Fjarst‡r› samlæsing

Veldu a›eins fla› besta - sjá›u Citroën C4- ö›ruvísi hönnun sem á sér enga fyrirmynd a›raen hef›ir og hugmyndir Frakka um form og gæ›i.Sko›a›u búna› C4, kynntu flér eiginleika hans -notagildi› og flú sér› a› miki› af flví gó›a er best.Komdu í Brimborg. Veldu Citroën C4, franskanmuna›.

Sífellt fleiri Íslendingar kaupa Citroën. Í ljósi flesseykur Brimborg gæ›a fljónustu Citroën ennfrekar: Citroën er kominn í bjartari og glæsilegris‡ningarsal hinum megin götunnar. Einnigbyggjum vi› n‡tt fljónustuverkstæ›i og n‡janlager varahluta.

Komdu í Brimborg, Bíldshöf›a 8 í dag.Sko›a›u Citroën í n‡ju ljósi.

• Xenon beygjuljós• Bluetooth flrá›laus símabúna›ur• Bakkskynjari• Minibar/kælir• Glerflak

• Le›urinnrétting• Skygg›ar rú›ur• Sérstyrkt öryggisgler• Dráttarkrókur• Fjöldiska geislaspilari

Vi› sta›grei›um gamla bílinn veljir flú bíl frá Brimborg.

fiú veltir fyrir flér hvernig best er a› losna vi› gamla bílinn. Brimborgkaupir hann af flér sta›greitt** veljir flú bíl frá Brimborg. fiú fær›peninginn beint í vasann - e›a grei›ir upp láni› á gamla bílnum. fiúlosnar vi› allt umstang vi› a› selja og minnkar flinn kostna›. Komduog sko›a›u Citroën í dag. Komdu í Brimborg - sko›a›u n‡ja hönnunog kynntu flér hvernig flú getur fengi› flér Citroën.

Komdu í Brimborg. Upplif›u franska hönnun. Sjá›u Citroën – ekta franskan muna›.

Sko›a›u Citroën í n‡jum og glæsilegum s‡ningarsal. Bíldshöf›a 8.

Ber›u saman ver›, gæ›i og græjur. Dæmi um sta›albúna› í C4:

Miki› meira er betra. Sko›a›u aukabúna› C4 t.d.:

Vertu í öruggu formi.Veldu C4.

Citroën C4 SALOON dúxa›i örugglega á prófi hjá árekstraröryggis-stofnuninni EuroNCAP. Í sínum flokki fékk Citroën C4 SALOONhæstu einkunn. Sjá›u C4 SALOON. Veldu fallegt og kraftmiki›form og öryggi fyrir fjölskylduna. Veldu Citroën C4 SALOON.

Brimborg Reykjavík: Bíldshöf›a 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.citroen.is

Sífellt fleiri Íslendingar velja Citroën. Sérstökhönnun, framúrskarandi tækni og mikil eftir-spurn á endursölumarka›i tryggja gæ›i oghagkvæmni Citroën. Sko›a›u súlumyndinahér til vinstri og flú sér› a› fleiri og fleiriÍslendingar velja Citroën.

Í tilefni n‡rra heimkynna Citroën, Bíldshöf›a 8, b‡›ur SP fjármögnun vi›skiptavinum Brimborgar enn betrikjör á n‡jum Citroën. N‡ttu flér tilbo›in á Citroën í dag. Veldu bílasamning og a›eins 10 prósent útborgun.

Citroën flytur í n‡tt húsnæ›i

Frábær tilbo› í tilefni n‡rraheimkynna Citroën. Bíldshöf›a 8. Komdu í kaffi. Sjá›u Citroën í n‡ju ljósi.

*Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til a› breyta ver›i og búna›i án fyrirvara og a› auki er kaupver› há› gengi. Lán er bílasamningur me› 10% útborgun og mána›arlegum grei›slum í 84 mánu›i og eru há›ar breytingum á vöxtum og gengi erlendra mynta 50% isk / 50% erl.myntkarfa. Leiga er rekstrarleiga og er mi›u› vi› mána›arlegar grei›slurí 39 mánu›i sem eru há›ar gengi erlendra mynta og vöxtum fleirra. Smur- og fljónustueftirlit samkvæmt ferli framlei›anda og Brimborgar er innifali› í leigugrei›slu og allt a› 20.000 km akstur á ári. Aukabúna›ur á mynd: álfelgur og bakkskynjari. **Sta›greitt 45 dögum eftir afhendingu n‡ja bílsins. Nánari uppl‡singar veita sölurá›gjafar Brimborgar.

FRANSKT TILBO‹

1.720.000 kr.

Frábær tilbo› í tilefni n‡rraheimkynna Citroën. Bíldshöf›a 8. Komdu í kaffi. Sjá›u Citroën í n‡ju ljósi.

GC

I ALM

AN

NA

TEN

GSL

- G

REY

CO

MM

UN

ICA

TIO

NS

INTE

RN

ATI

ON

AL

Page 17: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Fréttir GV18

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

SmurstöðKæru viðskiptavinir! Allan febrúar bjóðum við lita-strípu-permanent við-

skiptavinum upp á Parafin handarmeðferð sem er frábært fyrir hendurnar á þessum árstíma.Hársnyrtistofan Höfuðlausnir

Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.isOpið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 og lau frá 10:00-14:00 Pöntunarsími: 567-6330

Sundabraut í ytri leið og fullt tillitverði tekið til sjónarmiða íbúa

Það var gaman að vera á opnumfundi Framkvæmdaráðs Reykjavík-ur þann 17. nóvember s.l. og fylgjastmeð kröftugum málflutningi íbúa-samtakanna beggja megin viðElliðaárvoginn þegar þeir mót-mæltu fyrirætlunum stjórnvaldaum að leggja Sundabrautina í innrileið. Þetta hafa stjórnvöld ætlað sérnokkuð lengi og hafa þar með skelltskollaeyrum við vel rökstuddumábendingum fólksins beggja meg-inn vogsins, um margt neikvætt,sem yrði fylgifiskur þeirrar ákvörð-unar, eins og t.d. óviðundndi um-ferðahávaði, aukinn gegnum aksturí gegnum íbúabyggð og meiri aukn-ing á umferð á hinni umferðaþunguMiklubraut, en ef Sundabrautinnyrði lögð í ytri leið.

En það gætu verið gætu veriðbjartari tímar framundan, m.a.vegna þess hve mikill þungi var ímörgum fundarmönnum á fyrr-nefndum fundi Framkvæmdaráðs-ins. En einn velheppnaður fundurer ekki nóg. Íbúarnir beggja meg-inn vogsins verða að nota öll tæki-

færi til þess að auka líkurnar á þvíað fallist verði á málflutning þeirraum að Sundabraut verði lögð í ytrileið.

Ein ágæt aðferð til þess er aðskipta sér af stefnumótun stjórn-málaflokkanna í borgarmálunumog gefst m.a. tækifæri til þess helg-ina 11.-12. febrúar n.k., þegar Sam-fylkingin heldur opið prófkjör til aðskera úr um uppröðun flokksins áframboðslista vegna borgarstjórn-arkosningana í maí n.k.

Ég sem skrifa þessa grein var átíttnefndum fundi framkæmdaráðs-ins og fórum við tveir stjórnar-menn í Samtökum um betri byggðupp í ræðustólinn og studdum sjón-armið íbúanna og hlutum fyrirdynjandi lófaklapp. Ég hef núákveðið að bjóða mig fram í fyrr-nefndu prófkjöri og stefni á 4.-5.sæti listans. Ég er verkfræðingurog hef unnið hjá Framkvæmdasviðiborgarinnar frá 1968, lengst af viðumferðaröryggismál. Ég hef starfaðmikið að félagsmálum, þ.á.m. borg-arpólitík. Ég hef verið stjórnar-

maður í Samtökum um betri byggðfrá upphafi, 1999.

Helstu stefnumál mín1.Flugvöllinn burt 2010. Þar rísi

þétt og blönduðmiðborgarbyggð.Þetta er stærstahagsmunamálborgarbúa, a.m.k.200 milljarða krvirði fyrir þjóðar-búið. Hvern mán-uð sem það dregst að fjarlægja flug-völlinn tapar þjóðarbúið 1 milljarðikr vegna vaxta af bundnu fé. Þessiaðgerð myndi efla mjög miðborginaog minnka akstursþörfina með til-heyrandi peningasparnaði, tíma-sparnaði, fækkun umferðaslysa ogminnkandi mengun.

2.Árangursríku starfi við fækkun

umferðarslysa verði haldið áfram.Borgin hefur staðið sig miklu beturen ríkið í þessum málum síðan R-listinn tók við. Umferðarslysum

fækki um 25% á næstu 5 árum ogyrði borgin þá komin í hóp bestuborga í heiminum á þessum sviði.

3.Byggða-

samlag um

stofnbraut-arkerfiðverðistofnað á höfuðborgarsvæðinu í þvískyni að bæta verulega ástand þess.Ríkið gefi þennan málaflokk frá séren útvegi a.m.k. 100% meira fé tilhans á svæðinu en verið hefur.

4.Sundabraut verði lögð í ytri leið

(leið 1).5.Íþróttastarfið verði eflt ekki síst í

þágu barna. Æfinga- og iðkenda-

gjöld barna í íþróttafélögum verðiniðurgreidd sem og gjöld vegnaannarrar tómstundaiðkunar barna.

6.Bætta öldrunarþjónustu fyrir þá

sem kjósa að búa heima, t.d. meðsamþættingu heimahjúkrunar ogfélagslegrar heimaþjónusu. Fleirihjúkrunarrými fyrir aldraða.

7.Betra strætisvagnakerfi. Göngu-

leiðir verði styttar með þéttriðnarakerfi, jafnframt verði þær gerðar ör-uggari þar sem farið er yfir miklarumferðagötur.

Ég skora á ykkur kjósendur aðfjölmenna í prófkjörið 11.-12. febr-úar og kjósa mig í 4. eða 5. sæti list-ans. Ég mun beita mér af alefli fyr-ir ykkar mikla hagsmunamáli,Sundabraut í ytri leið en þið ákveð-ið með atkvæði ykkar hversu mikiðpólítískt afl ég kem til með að hafa.

Gunnar H. Gunnarsson er verk-fræðingur og býður sig fram í 4.-5.

sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar

Gunnar Hjörtur Gunnars-son, verkfræðingur, skrifar:

Page 18: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

FréttirGV19

Þrátt fyrir stöðugt aukna þekk-ingu á meðferð hinna ýmsu sjúk-dóma nú á dögum eru allir enn sam-mála um að betra sé heilt en gróið.

Þeir faraldrar sem helst eru aðhrjá okkur vesturlandabúa og umleið aðaldánarorsakir seinustu áreru mjög tengdir neikvæðum um-hverfis og lífstílsbreytingum ognefni ég sem dæmi offitu með með-fylgjandi sykursýki fullorðinna,hækkun á blóðfitum (cholesterol) ogblóðþrýstingi með meðfylgjandiskemmdum í kransæðum og aukinnihættu á heilablóðfalli. Þetta veldurmiklu heilsutapi og kostnaði fyrirviðkomandi einstaklinga og er umleið ákaflega kostnaðarsamt fyrirallt samfélagið.

Jafnframt eru menn sammála umað aukin streita með meðfylgjandikvíða, svefntruflunum og andlegrivanlíðan er ein af algengustu far-öldrum 21. aldarinnar. Ýmislegt erþó sem betur fer með þrotlausu starfiað ávinnast einnig og má þar fremstnefna minnkandi reykingar í samfé-laginu og svo almennt aukin áhugiá heilsurækt og lífstílsbreytingum.

Margir ræða um nauðsyn al-mennrar heilsuvakningar og efling-ar en núna ætlum við á Heilsugæslu-stöðinni í Grafarvogi að reyna aðkoma orðum í athafnir.

Almenn umræða og ýmsar aðgerð-ir og vísindagreinar benda til þess aðþað geti verið skynsamlegt að komatil móts við fólk á aldrinum 25-45 áraþar sem margir af ofangreindum

sjúkdómum fara að gefa viss merkiað þeir séu í námd og með því að farayfir heilsufar og lífsstílsmunsturgera nokkrar einfaldar mælingar ogskoðun og fá svo viðbrögð á þaðhvort einhver aðvörunarljós erubyrjuð að blikka og fá þá ráðlegging-ar um framhald svo sem lífstílsbreyt-ingar eða hvort að allt sé í þessu fína.

Á heilsugæslustöðinni í Grafar-vogi hafa starfsmenn nú í 2 1/2 árrætt með sér hvernig þeir gætu bestkomið til móts við þennan hóp semalmennt kemur frekar lítið tilHeilsugæslu nema vegna skamm-tíma sýkinga enda á hraustastaaldri. Læknar stöðvarinnar hafahins vegar oft fengið ýmsar spurn-ingar frá þessum aldurshóp til dæm-is hvort hægt sé að koma í 40 þús.kílómetra tékkið (40 ára) og svoframvegis þannig að áhugi þessa ald-urshóps virðist vera til staðar á aðhalda í heilsuna og það sé fylgstreglulega með henni ekki síður enbílunum. Fjöldi fólks á þessum aldrivill reyndar einnig heilsutryggja sighjá Tryggingafélögum.

Allt ofangreint og svo framlagvísra manna hefur svo litið dagsinsljós í spurningalista sem samin hef-ur verið sérstaklega til að reyna aðkoma auga á áhættuþætti um lífs-tílssjúkdómana svokölluðu. Við er-um sum byrjuð að nota þessa spurn-ingalista þegar fólk kemur hér ástöðina sem mögulega er að fá þessasjúkdóma. Það skal sérstaklega tekiðfram að svör skjólstæðinga við þess-

um listum verða sjálfkrafa hluti afsjúkraskrá viðkomandi þegar þaueru afhent hér á stöðinni. Það semvið lögðum áherslu á að hér væriekki um eitthvað átak að ræða held-ur yrði þetta að vera hluti af dag-legri starfsemi stöðvarinnar tilframtíðar með viðeigandi breyting-um og lagfæringum eftir þörfum ogbættri þekkingu svipað og mæðraeft-irlit og barnaskoðanir.

Eftir umtalsverða skoðun og sam-ráð ákváðum við að bjóða fólki áaldrinum 25-45 ára að koma hér aðmorgni, svara fyrst spurningalista,fara í ákveðnar gagnreyndar rann-sóknir og mælingar og mæta svo aft-ur hjá sínum heimilislækninokkrum dögum seinna þar sem ersvo farið yfir niðurstöður með við-komandi og þá fá flestir ,,fulla skoð-un’’, aðrir einhverjar ábendingar ográðleggingar og einstaka þurfa hugs-anlega frekari rannsóknir og von-andi örfáir einhverja beina meðferð.Sýnt hefur verið fram á að meðbreytingum á hegðun og lífstíl másnúa ofan af og jafnvel koma í vegfyri suma af ofangreindum sjúk-dómum og nefni ég sérstaklega syk-ursýki fullorðinna þar til.

Við höfum því ákveðið það fyrir-komulag að bjóða öllum þeim semeru með lögheimili í Grafarvogi ogverða 25, 30, 35, 40 eða 45 ára á hverjuári að koma í svona skoðum með sér-stökum boðsbréfum frá stöðinni. Um1500 manns ná þessum aldursáföng-um á þessu ári og verða um 30 manns

send bréf í hverri viku. Mikilvægt erað þeir sem fá bréfin og vilja þiggjaþetta tilboð hafi sem fyrst sambandvið Heilsugæslustöðina í síma 585-7600 og ekki seinna en 3 vikum eftirað bréfið berst til að dreifing á að-sókn vegna þessa sé sem jöfnust.

Móttökuritarar stöðvarinnarmunu svo gefa tíma í báðar komur ísamvinnu við fyrirspyrjendur.

Á næsta ári fá svo þeir sem eigaþessa afmælisáfanga þá samskonartilboð og svo koll af kolli.

Þegar þessi grein er skrifuð hafaþegar verið send út 90 bréf.

Þess ber að geta að í aðdragandaþessarar vinnu höfum við m.a. áttsamráð við ýmis félagasamtök m.a.Grafarvogssamtökin, Miðgarð,kirkjuna, Fjölni og fleiri með það aðmarkmiði að reyna að auka á fram-boð fyrir venjulega íbúa hverfisins íalmennri hreyfi og heilsueflingu ogekki má gleyma hinni andleguheilsurækt. Ekki er komin nein föstniðurstaða í þau mál. Jafnframt ætl-um við okkur einnig samstarf viðaðila eins og Lýðheilsustöð.

Það er spennandi framtíðarverk-efni og ef tekst að finna langtíma-styrktaraðila til að koma til móts viðýmsan kostnað svo sem leiðbein-enda- og útgáfukostnað þá erum viðsannfærð um að almenn heilsuefl-ing til langtíma samfara almennriheilsuvakningu með okkar skoðun-artilboði mun til lengri tíma getabreytt almennu heilsufari hér í Graf-arvogi hjá miðaldra fólki. Við viljumþví hvetja þá Grafarvogsbúa sem núfá þetta tilboð til að nýta sér það semfyrst.

Starfsfólki heilsugæslustöðvar-innar finnst mjög spennandi að getaboðið upp á þennan möguleika og núer það ykkar Grafarvogsbúa að sýnaokkur með svörun ykkar hvort viðséum á réttri leið með þessa hugsunog vinnu.

Þá verður henni haldið áfram.Atli Árnason,

yfirlæknir Heilsugæslunnar í Grafarvogi

Fimleikadeild Fjölnis hélt á dögun-um Olís-Gullinbrúarmótið, en þarkepptu stúlkur frá Fjölni og Fylki í 6.,5. og 4. þrepi íslenska fimleikastig-ans. Einnig kepptu piltar frá Fjölni ogGerplu í 4. þrepi. Keppendur kepptu íaldurshópum og var mótið tvískipt,keppendur voru á aldrinum 7-13 ára.Mótið gekk vel í alla staði og stóðukeppendur sig með prýði.

,,Við erum verulegar ánægðar meðárangur okkar fólks og það er alveggreinilegt að margir eru að sýnamiklar framfarir. Í öllum þrepumvoru eru töluverðar bætingar og þaðer ekki annað hægt en að líta björtumaugum fram á veginn. Okkar fólkleggur mikla rækt við æfingar oguppskeran er í samræmi við það. Ánæstunni munu nokkrir keppendur

frá Fjölni taka þátt í mótum á vegumFimleikasambandsins og það verðurspennandi að sjá hvernig okkar fólkkemur frá þeim mótum,’’ sagði Guð-rún Sveinbjörnsdóttir, yfirþjálfari ífimleikum hjá Fjölni, í samtali viðGrafarvogsblaðið.

Þess má geta að strákar kepptu í 4.þrepi í fyrsta sinn á Olís-Gullbrúar-mótinu og stóðu sig með stakri prýði.

Sigurvegarar í einstökum flokkumurðu eftirtaldir. Í 6. þrepi 8 ára sigr-aði Alexandra Bjarkardóttir, Fjölni,með 32,15 stig. Arndís Hafþórsdóttir,Fylki, sigraði í 6. þrepi 7 ára með 32,55stig. Stefanía Eydís Björnsdóttir,Fjölni, sigraði í 6. þrepi 9 ára með32,30 stig. Í 5. þrepi 10 ára sigraði SaraKristín Þorleifsdóttir, Fjölni, með34,30 stig.

Í 5. þrepi 8-9 ára sigraði VilborgEdda Kristjánsdóttir, Fjölni, með34,80 stig. Dagmar Ýr Þorgeirsdóttir,Fjölni, sigraði í 5. þrepi 10-11 og 12 árameð 34,60 stig. Viktoría Pétursdóttir,Fylki, sigraði í 4. þrepi með 33,05 stig.Í 4. þrepi pilta sigraði Árni SteinnViggósson úr Gerplu með 43,90 stig.

Strákarnir kepptu í 4. þrepi og stóðu sig mjög vel.

Anna Júlía, Linda, Stella Þóra, Margrét Ásta, Hrönn Kristín, Birgitta Svava, Katrín Mirra, Katrín Fjóla og Vilborg Eddasem allar náðu góðum árangri á fimleikamótinu. Á myndina vantar Örnu Björg.

Miklar framfarir ífimleikum í Fjölni

Olís-Gullinbrúarmótið í fimleikum:

Verður Grafarvogur í Góðum Málum?- forvarnarvinna, einkennaleit og heilsuefling við Heilsugæslustöðina í Grafarvogi fyrir íbúa í hverfinu á aldrinum 25-45 ára

Atli Árnason.

Page 19: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Fréttir GV20

Fjölniskrakkarunnu báða titlana70% Grafarvogsbúa

lesa alltaf GafarvogsblaðiðAuglýsingarnar skila árangri

Auglýsingasímar: 587-9500 / 698-2844

Kjósum Gunnar HjörtGunnarsson í 4.-5. sætið

í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík

Helstu baráttumál Gunnars eru:

1. Flugvöllinn burt 20102. Sundabraut í

ytri leið3. Strætisvagnakerfið

verði bætt

Íslandsmót barna 10 ára og yngri ískák fór nýlega fram og mættu ríf-lega 100 krakkar úr öllum landshlut-um til leiks. Þetta er fjölmennasta Ís-landsmót sem haldið hefur verið ískák og sýnir hvað íþróttin er vinsælmeðal skólabarna. Skákdeild Fjölnissendi efnilega skákkrakka til keppniog náðu þau öll góðum árangri. Þaðánægjulega gerðist að Fjölniskrakk-ar unnu Íslandsmeistaratitlana bæðií drengja- og stúlknaflokki.

Dagur Andri Friðgeirsson Fjölnivarð ótvíræður sigurvegari mótsinsog lagði alla andstæðinga sína mjögörugglega að velli. Dagur Andri eryngstur á lista þeirra sem hafa unn-ið sér inn íslensk skákstig og vakiðverðuga athygli fyrir skáksnilli ogyfirvegaða framkomu. Þrátt fyrir aðvera aðeins 10 ára gamall þá er hannkominn með 1435 skákstig og teflirfyrir Íslands hönd á Norðurlanda-mótinu í skólaskák í Finnlandi ífebrúar. Hann hefur teflt fyrir Fjölnií 4. deild Íslandsmótsins og staðið sigeinstaklega vel.

Í stúlknaflokki vann HrundHauksdóttir Fjölni öruggan sigur.Hún er líkt og Dagur Andri þegarorðin mikil afreksmanneskja viðskákborðið og teflir með hinni sigur-sælu stúlknasveit Rimaskóla í skák.Hrund er aðeins 9 ára gömul og hef-

ur æft skák í tæp þrjú ár. Þessi glæsi-legi árangur Dags Andra og Hrundarer enn ein skrautfjöður í blómleguskáklífi Fjölnis síðustu tvö ár. Skák-deild Fjölnis, nýliðar í 3. deild, ernokkuð örugg með að vinna deildinaá Íslandsmóti félagsliða sem lýkur ímars. Fjölnisliðið í skák stekkur uppum tvær deildir á tveimur árum.

Virðingarleysi borgaryfirvaldaÞað er því afskaplega undarlegt að

á sama tíma og skákin blómstrar íGrafarvogi þá skuli Reykjavíkur-borg sýna skákdeild Fjölnis algjörtvirðingarleysi við úthlutun rekstar-styrkja fyrir árið 2006. Á sama tímaog hin skákfélögin tvö í borginnifengu úthlutað 1800 þúsund krónumí rekstarstyrk fékk skákdeild Fjölnis350 þúsund sem dugir skammt efskákdeildin ætlar að fylgja eftirþeim góða og metnaðarfulla árangrisem þegar hefur unnist. Reykjavík-urborg veitti skákdeild Fjölnis eng-an rekstrarstyrk í fyrra þar semdeildin sótti ekki nógu tímanlega umenda nýbúið að stofna deildina form-lega á þeim tíma. Það er ýmislegthægt að gera fyrir hugsjónina einaen ekki til lengri tíma ef skilninguryfirvalda á kraftmiklu skákstarfi íGrafarvogi er lítill sem enginn.

Dagur Andri Friðgeirsson og Hrund Hauksdóttir sem bæði tefla fyrirskákdeild Fjölnis, Íslandsmeistarar í flokki barna 2006.

Íslandsmót barna 10 ára og yngri í skák:

Hrund Hauksdóttir hefur veriðsigursæl á skákmótum í sínumaldursflokki og með stúlknasveitRimaskóla.

Ósigrandi. Dagur Andri Frið-geirsson einn efnilegasti skák-maður Íslands og sá yngsti meðskákstig.

Page 20: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfunEgilshöllinni

Simi: 594 9630

www.orkuverid.is

Mættu í mislitum sokkum dagana 9-14 febrúar

og þú færð að æfa þér að kostnaðarlausu!

2 fyrir 1 af mánaðarkortum í febrúar

MISLITIR SOKKAR ÆFA FRÍTT DAGANA 9-14 FEBRÚAR

Page 21: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Steinunn Valdís Óskarsdóttirborgarstjóri hefur staðið í ströngusíðustu vikur. Umræður um launa-mál starfsfólks sveitarfélaganna berþar vitaskuld hæst en einnig yfirvof-andi málsókn Reykjavíkurborgargegn olíufélögunum. Síðast en ekkisíst stendur hún í prófkjörsbaráttutil borgarstjóraefnis Samfylkingar-innar fyrir kosningarnar í vor. Þaðhefur heyrst að valdamikið fólk ístörfum hjá ríkinu hugsi SteinunniValdísi þegjandi þörfina eftir að húnhafnaði því að þiggja laun sam-kvæmt úrskurði Kjaradóms því húnhafi með því ýtt af stað þeirri skriðusem síðan varð til þess að Alþingifelldi dóminn úr gildi.

,,Auðvitað verðum við semstöndum í stafni að hafa kjark til aðfylgja sannfæringu okkar,’’ segirborgarstjórinn. Það á hvorttveggjavið um hæstu launin en miklu frek-ar hækkun til þeirra lægst laun-uðu.’’

- Þessi ráðstöfun að hækkalægstu laun hefur verið vægastsagt umdeild. Mun þetta gangaupp?

,,Þegar undirbúningur kjara-samninga hófst í haust, var á með-al þeirra markmiða sem ég lagðifyrir mína samninganefnd aðhækka laun lægst launuðu hóp-anna, þeirra sem vinna á leikskól-unum, í félagslegri heimaþjónustu,

inni í skólunum og annarsstaðar.Hins vegar að reyna að hækkalaunin til útrýmingar kynbundn-um launamun. Frá þessu greindi égí viðtali í Morgunblaðinu 24. októb-er, á Kvennafrídaginn. Ég setti líkafram það markmið að það þyrfti aðhækka laun kvennastétta almenntog þar tiltók ég laun leikskólakenn-ara. Þróun mála síðustu vikur á þvíekki að koma neinum á óvart. Þaðer vitaskuld ekki átakalaust aðhækka lægstu launin sérstaklega.Það telja víst flestir að þeir séu á oflágum launum, en ég tel að um þaðþurfi að nást þjóðarsátt, að hækkaberi laun segjum undir 150 þúsund-um og þeirra sem hugsa um börninokkar og mennta þau. Það er þjóð-arnauðsyn.’’

- En það hefur verið gagnrýnt aðþetta sé ekki mögulegt. Að meðþessu sé verið að ýta undir óðaverð-bólgu.

,,Það segir nú kannski meira umsýn þeirra, sem slíku halda fram, áþjóðfélagið en nokkuð annað aðhalda slíku fram. Það sér hver mað-ur að hækkun launa úr kannski 120þúsundum í 150 þúsund á mánuðihleypir ekki af stað einhverri óða-verðbógu. Það eru allt aðrir hlutir íþessu samfélagi sem það gera. Þaðer launaskrið hjá öðrum hópumsem skiptir meira máli í því sam-hengi.’’

- Þjónustumiðstöðvar hafa veriðáberandi í umræðunni síðustumánuði og misseri. Hvers vegnavar ráðist í það verkefni?

,,Grafarvogsbúar þekkja bestástæður þess að ráðist var í stofnunþjónustumiðstöðva um alla borg-ina. Hér var gerð tilraun með stofn-un Miðgarðs fyrir um átta árumsíðan og hún hefur tekist ákaflegavel. Það eru allir sammála um það.Af einhverjum ástæðum hafaminnihlutaflokkarnir í borgar-stjórn haft efasemdir um að aðrirborgarbúar ættu að njóta sömu af-bragðsþjónustunnar og Grafar-vogsbúar.

Ég tel að Miðgarður sé ein helstaástæðan fyrir því að svo gott sam-starf hefur tekist milli borgaryfir-valda og íbúa og íbúasamtakannahér í Grafarvogi. Í ýmsum verkefn-um sem við höfum sameignlegaverið að fást við í þessu samfélagi,allt frá útivistartíma barna og upp-byggingar skóla til snúinna skipu-lagsmála, hefur Miðgarður veriðþungamiðja þessa farsæla sam-starfs. Auðvitað viljum við notareynsluna af tilrauninni hér til aðefla samstarf innan annarrahverfa.’’

- Hver eru helstu viðfangsefninframundan í samskiptum við íbú-ana hér?

,,Stærsta hagsmunamálið ervitaskuld ákvörðun um leguSundabrautarinnar. Nú er loksinskomið fé frá ríkinu til að ráðast íþessa miklu samgöngubót, enmiklu skiptir að vel takist til umhönnun þessa mikla mannvirkis.Það er ákaflega ögrandi verkefnisem ekki verður verður leyst svovel fari nema í sem bestri sátt viðíbúa. En ögrunin felst ekki hvaðsíst í því að finna lendingu sem tek-ur tillit til vaxandi bílaeignar, auk-inna krafna um greiðar samgönguren ekki síður til vaxandi krafna umbætt umhverfi og sjónarmiðaþeirra íbúa sem búa í grennd viðvæntanleg mannvirki. Að sættaþessi sjónarmið er ómögulegtnema með mikilli og virkri þátt-töku íbúa og það samráð við íbúahér í Grafarvogi og handan Elliða-vogsins stendur nú yfir.

Annað mál sem ég veit að brenn-ur á íbúum og hefur gert lengi erstaðsetning húss við Langarimafyrir framan Miðgarð. Þar hefurverið rekin sjoppa og þar átti aðvera strætóstöð. Margir hafa bent áað þarna hafi orðið skipulagsslysog ég er þessa dagana að vinna í þvíað borgin hreinlega kaupi skúrinntil niðurrifs. Reksturinn þar hefurekki gengið og er nú lag að látahendur standa fram úr ermum ogkoma húsinu burt.’’

Mengunarskiltið á Árbæjarsafn- Finnurðu fyrir vaxandi áhuga á

umhverfismálunum?,,Svo sannarlega geri ég það.

Ágætt dæmi um það er hreinsunstrandlengjunnar. Þar gekkReykjavíkurborg á undan meðgóðu fordæmi fyrir rúmum áratugog setti af stað metnaðarfulla áætl-un að hreinsa allar strendur afskólpi á 10 árum. Þetta kostaðigríðarlega fjármuni, trúlega við-líka mikið og Sundabrautin munkosta. Það voru harðar deilur umtekjuöflunina, holræsagjaldið, eneftir því sem verkinu hefur miðaðhefur það verið lækkað tvisvar, allsum þriðjung. Nú er verkinu lokiðog nú vildu allir Lilju kveðið hafa,enda hafa borgaryfirvöld fengiðóspart lof, ekki síst hér úr Grafar-voginum fyrir framsýni sína í þess-um efnum. Mér þótti einkar væntum það, þegar ég tók í notkun síð-ustu stóru dælustöðina hér í Graf-arvoginum 16. júní í fyrra, að af-henda borgarminjaverði viðvörun-arskilti um mengun í fjörunni.

Hún er horfin, ekki bara hér held-ur úr öllum fjörum borgarinnar.’’

- Hver eru helstu verkefnin fram-undan í hverfinu?

,,Stærsta einstaka verkefnið semráðist verður í á næstu árum erMenningarmiðstöðin í Spönginni.Það verk hefur verið ákaflega velundirbúið í samstarfi borgarstofn-ana, kirkjunnar og lögreglunnar,svo dæmi séu tekin. Á þessu ári erfé varið til lokaundirbúnings oghönnunar og á næstu árum hafaverið eyrnamerktir fjármunir tilframkvæmda. Ég tel að með nýjumiðstöðinni verði skapaðar for-sendur fyrir því að Grafarvogur-inn verði áfram í forystu innanborgarinnar í hverfabundnu sam-starfi fjölmragra aðila.

Þá má nefna að við erum aðklára nýja Korpuskólann og við-bygging við Rimaskólann stendurlíka fyrir dyrum. Þá er í þriggjaára áætlun gert ráð fyrir fjármagnitil íþróttamannvirkja fyrir Fjölni.

Annars rifjast það upp fyrir mér,talandi um íþróttamannvirki íGrafarvogi, þegar ég var formaðurÍTR og sérfræðingar borgarinnarhéldu því fram statt og stöðugt aðsundlaug kæmist ekki fyrir áíþróttasvæðinu við Dalhús. Þá fór-um við Ingibjörg Sólrún, sem þávar borgarstjóri, með teikningarn-ar á staðinn og við bókstaflegastikuðum fyrir lauginni. Eins ogGrafarvogsbúar vita komst lauginalveg fyrir, en stundum virðistþurfa að taka á málum með þess-um hætti til að klára þau.’’

Fréttir GV22

Stikaði fyrirsundlauginni

- viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnaði nýja viðbyggingu viðleikskólann Hálsakot. Með stækkun leikskólans og breytingum á eldrahúsnæði verður til ný deild sem rúmar vel á þriðja tug 3-6 ára barna,auk sérkennsluherbergis. Þá fær starfsfólk í Hálsakoti til muna betrivinnuaðstöðu. Við opnunina sungu leikskólabörn og borgarstjóri,

Page 22: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Samfylkingin er sameiningarafliðSteinunn Valdís er sextándi borg-

arstjóri Reykjavíkur. Upphaf stjórn-málaþáttöku hennar má rekja tilstúdentapólitíkur en hún var fyrstiformaður Röskvu í Stúdentaráði Há-skóla Íslands árið 1991-1992 eftirsögulegar kosningar. Eftir útskrifthóf hún þáttöku í starfi Kvenna-listans, meðal annars var hún full-trúi Kvennalistans í viðræðunefndum sameiginlegt framboð vinstriflokkana til borgarstjórnar.

,,Það leiddi til þess að ég fór í fram-boð 1994 og síðan hef ég verið starf-andi í þágu borgarbúa samfleytt,’’segir Steinunn.

,,Það var mjög rökrétt og yfirveg-uð ákvörðun hjá Reykjavíkurlista-flokkunum að bjóða fram sameigin-lega fyrir tólf árum. Það var hrein-lega enginn annar möguleiki á aðsigra Sjálfstæðisflokkinn heldur enað bjóða fram saman. Þó mér sjálfrifinnist ekki langt síðan, þá eru marg-ir sem muna ekki hvernig hlutirnirvoru hér fyrir 1994. Þeir sem eru aðkjósa í fyrsta skipti í sveitarstjórnar-kosningum í vor, voru sex til tíu áraþá. Þá var staðan sú að Sjálfstæðis-flokkurinn hafði stýrt borginni nærsamfleytt í sextíu ár. Leikskólarnir íborginni voru þá bara fyrir fáa út-valda og það var kvenfjandsamlegtumhverfi sem blasti við fjölskyldum.Við settum fram kröfu um breyting-ar árið 1994 sem borgarbúar tókuhressilega undir. Góður sigur vannstog svo aftur 1998 og enn á ný 2002.

Nú er landslagið breytt. Ekki barameð því að Reykjavíkurlistinn býðurekki fram í vor, heldur ekki síður aðstaða Reykjavíkurlistaflokkanna

hefur gerbreyst. Samfylkingin erorðinn trúverðugur og raunveruleg-ur valkostur ein og sér. Við sáum þaðí síðustu þingkosningum að þegarvið bjóðum gott fólk til forystu þágetum við fengið meira fylgi en Sjálf-stæðisflokkurinn. Listinn með Öss-uri og Ingibjörgu Sólrúnu fékkmeira fylgi en Davíð Oddsson oghans listi. Það er ákaflega öflugt liðsem tekur þátt í prófkjöri Samfylk-ingarinnar og því ekkert því til fyrir-stöðu að sá árangur verði endurtek-inn í vor.’’

Þrettándu mánaðarlaunin- Eru það helst málefni leikskólans

sem Reykjavíkurlistans verðurminnst fyrir?

,,Já, hugsanlega. Leikskólagangaer ekki lengur forréttindamál. Húner almenn. Þess vegna höfum við núlagt upp í það að gera leikskólanngjaldfrjálsan. Það er búið að tala umgjaldfrjálsan leikskóla fjálglega á há-tíðarstundum, en við framkvæmum.

Miðað við gjaldið áður en lagt varupp í þennan leiðangur spara for-eldrar fimm ára barns 128.370 krónaútgjöld á ári miðað við átta og hálfstíma vistun á dag, sem er algengastidvalartíminn. Af þessum peningumþarf ekki að borga skatt þannig aðráðstöfunartekjur foreldris með al-gengar tekjur eru að aukast umþrettánda mánuðinn. Ávinningurforeldra yngri barnanna nemur 57þúsund krónum á ári, miðað viðsama dvalartíma á leikskólanum.Hefðu leikskólagjöldin á þessu tíma-bili þróast með svipuðum hætti ogáður, í takti við vísitölu, er ábatinnenn meiri eða 85 til 156 þúsund krón-ur á ári. Það ræðst svo í kosningun-

um í vor hvert framhaldið verður. Égvil halda áfram á markaðri braut enSjálfstæðisflokkurinn ekki.’’

- Á borgin að taka aukinn þátt íheilbrigðisþjónustunni?

,,Tvímælalaust. Ég hef raunar for-gangsraðað því þannig að fyrst ætt-um við að taka við heilbrigðisþjón-ustu við aldraða. Staðreyndin er aðríkið veitir öldruðum minni þjón-ustu hjúkrunarheimila á höfuðborg-arsvæðinu en annarsstaðar á land-

inu. Á móti hefur Reykjavíkurborgeflt mjög heimaþjónustu sem aðsama skapi er betri hér en í öðrumsveitarfélögum. Biðlistar aldraðraeftir hjúkrunarrýmum í borginnieru hinsvegar með þeim hætti aðekki verður við unað og ég sé satt aðsegja ekki aðra lausn en að við ger-um þetta sjálf.’’

- En kostar þetta ekki stórfé?,,Auðvitað þyrftu að nást samning-

ar um flutning málaflokksins og

tekjustofna með við ríkisvaldið, envið höfum séð t.a.m. í grunnskólun-um að það gerðist ekkert meðan rík-ið sá um málaflokkinn. Það virtistónæmt fyrir breyttum þörfum fólkshvað varðar einsetningu skólanna,þróun skólastarfsins, skólamáltíð-irnar og frístundastarf að loknumskóladegi. Í öllum þessum breyting-um hefur Reykjavíkurborg verið ífararbroddi og við viljum einnigvera það í þjónustu við aldraða.’’

FréttirGV23

Steinunn Valdís Óskarsdóttir ræsir dælustöðina í Gufunesi. Hreinsun strandlengjunnar var gríðarlega stórt verkefni, tók um áratugog kostaði álíka fjárhæð og framkvæmdir við Sundabraut.

Page 23: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Fréttir GV24

Arkitektar á vegum Fjölnis hafa í sjálfboðaliðavinnu teiknað upp frumhugmyndir af glæsilegri aðstöðu við Dalhús. Þar er gert ráð fyrir íþótta-hjarta í Grafarvogi. Á einum stað er gert ráð fyrir sundlaug, handboltahúsi, sérhönnuðu körfuboltahúsi, félagsaðstöðu Fjölnis, aðalleikvangi knatt-spyrnudeildar Fjölnis með stúkuaðstöðu sem einnig myndi nýtast til annara hluta. Auðvelt er að koma fyrir aðstöðu fyrir ÍTR á þessu svæði ogmyndi starfsemi Fjölnis og ÍTR styrkja hvor aðra og samlegðaráhrifin augljós. Ástæðan fyrir því að þetta er hægt er vegna þess að frjálsíþróttadeild-in er tilbúin að flytja aðstöðu sína yfir í Egilshöll að því gefnu að þar fáist sambærilegt aðstaða og við Dalhúsin.

Page 24: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

FréttirGV25

Af hverju er kom-ið að Fjölni?

Fjölnir er fjölmennasta íþróttafélaglandsins. Sérstaða félagsins felstmeða annars í því að í félaginu erumjög margar deildir, eða 11 talsins, ogveitir félagið því mjög fjölbreyttaþjónustu. Iðkendur eru 2707 talsins,200 koma frá öðrum hverfum en Graf-arvogi. Í hverfinu okkar eru 2412 fjöl-skyldur sem eiga börn fædd á árunum1989-1999.

Aðstöðuleysi hrjáir flestar deildirFjölnis. Til marks um það má nefnaað 40% af æfingatímum knattspyrnu-deildar á veturna fara fram á íþrótta-svæði vina okkar í Fylki. Langur bið-listi er hjá fimleikadeild eða um 100börn og ekki hægt að taka þau innvegna aðstöðuleysis. Slegist er umhvern tíma í íþróttahúsinu Dalhúsumog einnig er hver einasti tími nýttur ásumrin á grassvæði Fjölnis. Fleirisvipuð dæmi mætti tína til úr nær öll-um deildum félagsins.

Að gefnu tilefni skal hér áréttað aðvandi félagsins felst fyrst og fremst íaðstöðuleysinu, en margt gott hefurverið gert fyrir félagið af hálfu borg-aryfirvalda og þjónustan sem ÍTRveitir er alla jafna til algerrar fyrir-myndar.

Áherslur FjölnisForystumenn Fjölnis hafa talað

máli félagsins við borgaryfirvöld. Viðteljum mikilvægt að þjónusta félags-ins verði á þrem stöðum í hverfinu,Dalhúsum, Gufunessvæðinu, Spöng-inni, við og í Egilshöll. Ástæðan fyrirþví er, að hverfið er stórt og til aðsinna þörfum íbúa, og þá sérstaklegabarna og ungmenna, verður að byggjaupp aðstöðu við skólana og á svæðumsem eru í göngufæri fyrir sem flestbörn. Markmiðið er að börn og ung-menni stundi íþróttir en þær eru ímikilli samkeppni um tíma þeirra viðaðrar tómstundaiðjur, t.d. tónmennta-eða dansnám. Staðsetning skiptirmáli í því sambandi, því styttra semer í aðstöðuna því líklegri eru börnintil að taka þátt. Ástæðan fyrir því aðvið leggjum áherslu á að taka frásvæði strax er, að eftir tiltölulegaskamman tíma verður hverfið full-byggt og þá er ekki hægt að koma viðfleiri svæðum. Við þekkjum þettavandamál úr öðrum hverfum borgar-innar, t.d. í vesturbænum þar sem aðverið er að tala um uppfyllingar fyrirKR þar sem að ekki er að finna neinsvæði í hverfinu fyrir íþróttaaðstöðu.Grafarvogshverfi er enn í uppbygg-ingu og hugmyndir eru uppi umíbúðabyggð við Gufunes, Geldinganesog jafnvel við Keldur. Það er því alvegljóst að ekki veitir af fleiri íþrótta-mannvirkjum.

Til að auðvelda fjármögnun hefurstjórn Fjölnis lýst yfir vilja sínum tilað gefa eftir svæði á Gylfaflöt sem aðMarkús Örn Antonsson borgarstjórigaf félaginu fyrirheit um á sínumtíma. Einnig hefur stjórn félagsinslýst því yfir að það er tilbúið til aðselja hluta af húsnæðinu sem félagiðer búið að teikna við Dalhús undiraðra starfsemi sem gæti átt samleiðmeð íþróttasvæðinu.

Félagið hefur rekið mjög aðhalds-sama stefnu í fjármálum og eru nærallar deildir félagsins reknar réttumegin við núllið. Skuldir hafa veriðgreiddar töluvert niður og er félagiðnær því skuldlaust þegar þetta erskrifað. Það er ekki sársaukalaust aðreka aðhaldssama stefnu í fjármálumen vandi félaga sem eru í fjárhagsörð-ugleikum er þekktur og vitað er aðskuldir íþróttafélaganna í Reykjavíkeru um 800 milljónir. Fjölnir, fjöl-

mennasta félag borgarinnar, á innanvið 1% af þeim skuldum.

Íþróttahjarta Grafarvogs í Dal-húsum

Arkitektar á vegum Fjölnis hafa ísjálfboðaliðavinnu teiknað upp frum-hugmyndir að glæsilegri aðstöðu viðDalhús. Þar er gert ráð fyrir íþótta-hjarta í Grafarvogi. Á einum stað ergert ráð fyrir sundlaug, handbolt-ahúsi, sérhönnuðu körfuboltahúsi, fé-lagsaðstöðu Fjölnis og aðalleikvangiknattspyrnudeildar Fjölnis meðstúkuaðstöðu, sem einnig myndu nýt-ast til annara hluta. Einnig er hæg-lega hægt að koma fyrir fimleikahúsiog aðstöðu fyrir bardagaíþróttir efvilji er fyrir hendi. Auðvelt er aðkoma fyrir aðstöðu fyrir ÍTR á þessusvæði og myndi starfsemi Fjölnis ogÍTR styrkja hvort annað og samlegð-aráhrifin augljós. Ástæðan fyrir þvíað þetta er hægt er vegna þess aðfrjálsíþróttadeildin er tilbúin að flytjaaðstöðu sína yfir í Egilshöll að þvígefnu að þar fáist sambærilegt að-staða og við Dalhús. Þegar þetta erorðið að veruleika erum við meðíþróttaðstöðu sem á sér enga hlið-stæðu hér á landi. Sannkallaða fjöl-skylduparadís þar sem færi frammjög fjölbreytt íþrótta- og tómstunda-starfsemi. Að auki má nefna að gerthefur verið ráð fyrir opnu útivistar-svæði fyrir botni Grafarvogs og uppað íþróttasvæðinu. Slíkt svæði myndiverða lyftistöng fyrir hverfið og bætaþað enn frekar.

GufunessvæðiðUndirritaður flutti tillögu um fjöl-

nota svæði við Gufunesbæinn undirlok síðasta kjörtímabils. Þar er m.a.gert ráð fyrir íþróttaaðstöðu fyrirFjölni. Tveim gervigrasvöllum, tenn-is- og körfuknattleiksvöllum ásamtýmissi annari starfsemi sem nýtastmun hverfinu. Á þriggja ára áætluner því gert ráð fyrir gervigrasvöllumá Gufunesi og munum við setjast nið-ur með borgaryfirvöldum við fyrstatækifæri til að koma því máli í gagniðsem fyrst. Það þarf að taka tillit tilHallsvegar en íbúar í Hamrahverfihafa komið fram með sterk rök fyrirþví að hugmyndir um legu hans gangiekki upp. Sjálfsagt er að verða við þvíað mínu áliti og myndi svæðið undiríþrótta- og útivistarsvæði ekki versnavið það.

EgilshöllStofnun Egilshallar var án nokkurs

vafa mikil lyftistöng fyrir íþróttalíf íborginni og hverfið. Mjög mikilvægter að verkaskipting á milli Egils-hallar og íþróttafélaganna sé skýr.Hagsmunir fara mjög vel saman oghafa Fjölnismenn átt gott samstarfvið Egilshallarmenn og hlakka til aðeiga samstarf við þá í framtíðinni.Það ber að hafa í huga að svæðið íkringum Egilshöllina er eina svæðiðá þessum stað í hverfinu sem mögu-legt er að koma fyrir íþróttasvæði fyr-ir þennan hluta hverfisins. Nú standayfir viðræður á milli Nýsis, borgar-innar og Fjönis þar sem að þeir fyrst-nefndu hafa haft áhuga á að fá þá vellisem að félagið hefur til umráða undirbílastæði í kjölfar þess að glæsilegtkvikmyndahús verður byggt við Eg-ilshöllina. Það þýðir að Fjölnir verðurað fá sambærilega aðstöðu og er einimöguleikinn á því svæðið norð-vest-an megin við höllina. Þar er fyrir æf-ingavöllur fyrir Goflklúbb Reykjavík-ur sem hefur eins og kunnugt er starf-semi á svæðinu. Starfsemi klúbbsinser til fyrirmyndar og er mikið af ung-um Grafarvogsbúum sem eru að hasla

sér völl í golfíþróttinni á þeirra veg-um. Það liggur alveg fyrir að æfinga-völlur er golfklúbbnum nauðsyn enmöguleiki gæti opnast á að byggjahann upp annarsstaðar ef GR fengistækkun á svæðinu og gæti þar afleiðandi stækkað völlinn upp í 27 hol-ur. Formaður GR hefur lýst því yfir aðhann vilji skoða með opnum huga aðgefa örlítið eftir af landi klúbbsinsfyrir Fjölni af því gefnu að sambæri-leg aðstaða fengist fyrir félagsmennGR. Það segir okkur að í GR eru heið-ursmenn og konur og er ég þess sann-færður að í framtíðinni finnum viðlausn sem allir geti sæst á.

Spöngin

Við Spöngina er lóð fyrir íþrótta-hús, kennslu- og æfingasundlaug. Tilstendur að byggja á svæðinu þjón-ustumiðstöð og áþreifanleg vöntun erá íþróttahúsi fyrir Borgarholtsskóla.Miklir möguleikar eru á samnýtingufyrir þessa þjónustu á þessu svæði.

Bjart framundanÞað virðist sem að þverpólitísk

samstaða hafi náðst um uppbygginguaðstöðu fyrir félagið. Eins og sjá má áþeim tölum sem birtast með þessarigrein þá eru kröfur okkar um bættaaðstöðu byggðar á mjög sanngjörnumkröfum. Ég held að allir sanngjarnirmenn átti sig á að það er komið aðFjölni. Í þriggja ára áætlun Reykja-

víkurborgar sem nú liggur fyrir tilsamþykktar er gert ráð fyrir gervi-grasvelli við Gufunes og bygginguíþróttamiðstöðvarinnar í Dalhúsum.Forystumenn Fjölnis munu skunda áfund forystumanna ÍTR um leið ogtækifæri gefst til og hefjast handa viðframkvæmdir í kjölfarið. Einnigmunum við halda áfram samninga-viðræðum við eigendur Egilshallarog forystumenn GR um aðstöðu viðEgilshöll. Ekkert nema það bestahentar Fjölni og við munum vinna aðþví takmarki að félagið okkar verðimeð þeim bestu á öllum sviðum semallra fyrst. Grafarvogsbúar eiga þaðskilið.

- Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Fjölnis, skrifar um aðstöðuleysi Fjölnis sem bitnar á svo til öllum deildum félagsins

Page 25: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

Fréttir GV26

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468

hjólbarðaverkstæðið ykkar

er að

Gylfaflöt 3

Grafarvogsbúar -

Egilshöllinni Sími: 594-9630www.orkuverid.is

Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun

Brimborg flytur í nýtt húsnæði í Bíldshöfða,,Brimborg keypti húsnæðið við

Bíldshöfða og fékk endanlega af-hent 1. okt. 2005. Þá var hafisthanda við hönnun og endurgerðhúsnæðisins. Húsnæðið hafði ekkihlotið viðhald að ráði svo árumskipti og því var mikið verk fyrirhöndum. Einnig hafði aldrei veriðgengið frá lóð og bílastæðum,’’ seg-ir Egill Jóhannsson, framkvæmda-stjóri Brimborgar sem hefur núopnað glæsilega sýningasali viðBíldshöfða 8 en fyrirtækið er meðhöfuðstöðvarnar í Bíldshöfða 6.

,,Reynsla starfsmanna Brimborg-ar við rekstur bílaumboðs nýttistgríðarlega vel við endursmíði hús-næðisins og var náið samráð haft

við alla þá starfsmenn sem koma tilmeð að vinna á nýja staðnum. Þessmá geta að aðeins tók rúma 3 mán-uði að flytja Mazda í nýjan sýning-arsal, eftir 4 mánuði var Citroënkominn inn og í lok febrúar verðurverkstæði tilbúið og þá eru aðeinsliðnir 5 mánuðir frá því fram-kvæmdir hófust. Því má segja aðbílaumboð með tvö stór vörumerkihafi verið opnað á aðeins 5 mánuð-um og er það líklega heimsmet,’’segir Egill.

Um ástæður þess að Brimborgkeypti nýja húsnæðið segir Egill:

,,Meginástæður voru tvær. Ífyrsta lagi var Brimborg að taka viðumboði Mazda hér á landi. Mazda

er mjög öflugt vörumerki og því varstrax lagt upp með að byggja glæsi-lega aðstöðu fyrir Mazda, þ.e. sýn-ingarsal, verkstæði og varahluti.Önnur ástæðan er gríðarlegur vöxt-ur Brimborgar undanfarin ár. Þaðhefur gert það að verkum að fyrir-tækið hefur sprengt núverandi hús-næði utan af sér en þangað var fluttárið 1999 eða fyrir 7 árum. Þar hafaverið til húsa Ford, Volvo og Cit-roën. Mikill vöxtur í Citroën kallaðiá stærri sýningarsal fyrir það vöru-merki. Því var ákveðið að byggjasýningarsal í nýja húsnæðinu fyrirþað merki og að auki verkstæði ogvarahluti. Það þýðir að Citroën flyt-ur af Bíldshöfða 6 og um leið rýmk-

ar um Ford og Volvo og auðvitað at-vinnutækin frá Volvo líka.’’

Mikil sala í Mazda og CitroënFyrir viðskiptavini okkar hefur

þetta gjörbreytingu í för með sér.Aukið úrval verður í boði þegarMazda bætist við og einnig batnarþjónusta við kaup á nýjum Citroënbílum því nýi salurinn er munstærri og betri. Þjónusta batnar tilmuna því afköst verkstæða Brim-borgar aukast um 50% við þessabreytingu. Fjöldi bilastæða eykst tilmuna því með þessari breytingu ogviðbót á Bíldshöfða 2a þá hafa bæst200 bílastæði við hjá Brimborg ánokkrum mánuðum. Mikil aukninghefur orðið í sölunni frá því við

opnuðum og á fyrsta mánuði hafaselst yfir 80 Mazda bílar og 40 Cit-roën bílar eða yfir 120 bílar. Það erlangt umfram áætlanir og því ljóstað viðskiptavinir okkar taka breyt-ingunum vel.’’

Fjöldi nýrra bíla á leiðinni,,Á næstunni munum við halda

áfram að bæta þjónustu og komaokkur betur fyrir í nýju húsnæði.Fjöldi nýrra bíla verður kynntur áárinu. Þar má nefna Volvo C70sportbílin, Citroën C1 smábílinnsem smíðaður er í samvinnu viðToyota, Ford Focus ST sportbílinnog Ford Sportrack pallbíl. Einnigkemur Mazda 2 til landsins í vor,’’segir Egill Jóhannsson.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, fyrir utan nýja húsnæðið í Bíldshöfða. Þar verða glæsilegir sýn-ingarsalir fyrir Mazda og Citroën. GV-mynd PS

Stelpukvöld í KlúbbnumStelpukvöld verður haldið aftur á Klúbbnum, laugardaginn 17. mars,

vegna góðrar þátttöku í fyrra og eru það Hárgreiðslustofa Helenu ogKlúbburinn við Gullinbrú sem standa að kvöldinu.

Dagskráin hefst kl 21.00 en opnað verður fyrir matargesti kl 19.00 ogganga þeir þá fyrir með borð.

Page 26: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006
Page 27: Grafarvogsbladid 2.tbl 2006

MARKA‹SREIKNINGUR

KOSTABÓK

Allt a› 9,40%– stigvaxandi eftir upphæ› innstæ›u

Allt a› 9,40%– stigvaxandi eftir binditíma innstæ›u

Vextir

Fyrir háar fjárhæ›ir og skammanbinditíma

Fyrir lágar fjárhæ›ir

Hentar

KB banki b‡›ur úrval sparireikninga me› frábærum vöxtum. Veldu reikning sem flérhentar eftir upphæ› innstæ›u og lengd binditíma.

www.kbbanki.is

9,40%EN

NE

MM

/ S

ÍA

Komdu vi› í næsta útibúi KB banka, kíktu á kbbanki.is e›a hringdu í 444 7000og vi› finnum gó›a sparna›arlei› fyrir flig.