janúar 2016 stÉttarfÉlaganna - velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/sfr jan-2016...

28
STÉTTARFÉLAGANNA blað SFR – Stéttarfélag í almannaþjónustu St.Rv. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Janúar 2016 1. tbl. 6. árg. GOTT AÐ VITA NÁMSKEIÐ 90 ÁRA St.Rv. SALEK

Upload: dinhliem

Post on 17-Apr-2018

231 views

Category:

Documents


2 download

TRANSCRIPT

Page 1: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

STÉTTARFÉLAGANNAblaðSFR – Stéttarfélag í almannaþjónustu St.Rv. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Janúar2016

1. tbl.6. árg.

GOTT AÐ VITANÁMSKEIÐ

90 ÁRASt.Rv.

SALEK

Page 2: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

2 BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016

Leiðari Árið byrjar sannarlega með hvelli. Einkavæðing heilbrigðiskerfisins er í deiglunni, sala bankanna á feigðarsiglingu, umræða á fullu um jöfnun lífeyrisréttinda, ný húsnæðisfrumvörp og kjarasamningar enn á ný. Allt eru þetta stór málefni sem koma okkur öllum við. Málefni sem stéttarfélögin láta sig varða og setja sitt mark á. Hlutverk okkar er nefnilega að standa vörð um réttindi almennings í landinu. Þannig hefur það verið síðastliðin næstum 100 ár. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fagnaði nýverið 90 ára afmæli sínu, SFR verður 77 ára, BSRB verður bráðum 74 ára og ASÍ heldur upp á 100 ára afmæli sitt síðar á árinu. Stéttarfélögin hafa staðið vaktina og það hefur alla tíð verið í höndum þeirra að rísa gegn óréttlæti og spillingu. Til þess voru þau stofnuð og þannig er það enn. AuGLýST eFTiR FRAmTíÐARSTeFNu í húSNæÐiSmáLum Stéttarfélögin hafa lengi barist fyrir framtíðarfyrirkomulagi og stefnu á húsnæðismálum hér á landi. Við fögnum því framkomnum frumvörpum um húsnæðismál sem eru ágæt skref í þá átt, eins langt og þau ná. Með framkvæmd þeirra munum við vonandi fá að sjá stöðugt félagslegt húsnæðiskerfi sem nýtast mun mörgum. Það þarf samt sem áður að ganga mun lengra. Við þurfum að setja á laggirnar almennt leiguhúsnæðiskerfi, ekki bara fyrir þá sem eru verst settir heldur sem raunverulegan valkost fyrir alla. Við verðum að hætta að einblína á séreign sem eina valkostinn á framtíðarhúsnæði og byggja upp góðan leigumarkað.

TeLST þAÐ oRÐiÐ TiL mANNRÉTTiNdi AÐ GRæÐA peNiNGA? Undanfarin misseri höfum við horft með skelfingu á einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar vaxa og dafna sem aldrei fyrr. Nú stendur sem hæst umræða um einkavæðingu bankanna sem við verðum að stöðva. Ríkisstjórnin stefnir að því leynt og ljóst að einkavæða ekki bara einn eða tvo banka heldur alla þrjá, og helst alla á sama tíma. Svo verðið verði mátulega lágt til þess að væntanlegir kaupendur geti örugglega grætt vel á þeim en þjóðin ekki.

Okkar skoðun er að við þurfum að eiga að minnsta kosti einn banka, samfélagsbanka sem myndi mögulega gefa mótvægi við græðgistefnu hinna. Þá yrði það nefnilega samfélagið allt sem myndi hagnast af slíkum banka ef vel gengi en ekki einstaklingar úti í bæ. Manni heyrist stundum á umræðunni að ákveðnir aðilar telji það orðið til grundvallar­mannréttinda að „græða peninga“. Hvað með þau mannréttindi að „láta ekki græða á sér”? Eru þau gleymd?

Hér er um að ræða afar mikilvægt mál sem við skorum á fólk að fylgjast með. Við höfum því miður reynt það á eigin skinni undanfarin ár að framtíðarskipan bankakerfisins getur haft gífurleg áhrif á allan almenning hér á landi. Við ætlum ekki að taka annan skell fyrir framtíðar bankaeigendur.

Starfsmannafélag ReykjavíkurborgarGrettisgata 89 ­ 105 Reykjavík ­ Sími: 525 8330 ­ Fax: 525 8339 [email protected] ­ www.strv.is

Nýr starfsmaður SFR Margrét Einarsdóttir hóf störf hjá SFR nú í byrjun árs, en hún mun leysa Berglindi Ósk Sigurðardóttur af meðan hún er í fæðingarorlofi. Margrét er að góðu kunn og þekkir vel til starfseminnar í húsinu en hún hefur áður verið í afleysingum hjá Styrktarsjóði BSRB. Þess má einnig geta að Margrét hefur mastersgráðu í tónlist og óperusöng auk reynslu af margvíslegum störfum sem mun gagnast félaginu vel. Við bjóðum Margréti velkomna til starfa.

Efni: Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 90 ára ......4­5

Salek .......................................................................7­8

Lífeyrissjóðsmál í brennidepli .................................8

Íslenski dansflokkurinn ..................................... 10­12

Gott að vita .........................................................14­18

Orlofshús um Páska ...........................................20­21

Trúnaðarmannafræðsla .......................................... 22

Jólaball SFR og St.Rv. ........................................ 24­25

Krossgáta .......................................................... 26­27

BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA eR GeFiÐ úT AF SFR STÉTTARFÉLAGi í ALmANNAþjóNuSTu oG STARFSmANNAFÉLAGi ReykjAvíkuRBoRGAR.

áByRGÐARmeNN: Árni Stefán Jónsson, formaður SFRGarðar Hilmarsson, formaður St.Rv.

RiTNeFNd: Áslaug Finnsdóttir, St.Rv.Borghildur Hertervig, St.Rv.Einar Ólafsson, St.Rv.Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko, SFRGuðrún V. Bóasdóttir, SFRJóhanna Sóley Gunnarsdóttir, SFRMagnús Geir Sigurgeirsson, SFRSvala Norðdahl, SFRÞórdís B. Sigurgestsdóttir, St.Rv.Þorsteinn V. Einarsson, St.Rv.

RiTSTjóRi:Sólveig Sigr. Jónasdóttir

pRóFARkALeSTuR:Stefanía Helga Skúladóttir ­ Rúnin

LAuSApeNNiSAGA KJARTANSdÓTTiR

FoRSíÐA:ÁGÚSTA ÞÓRðARdÓTTiR

umBRoT: GuðjónÓ.pReNTuN: GuðjónÓ.vistvæn prentsmiðja

iSSN: 1670­8881

SkRiFSToFuR FÉLAGANNA:

Starfsmannafélag ReykjavíkurborgarGrettisgata 89105 ReykjavíkSími: 525 8330Fax: 525 8339Netfang: [email protected]

SFR stéttarfélag í almannaþjónustuGrettisgata 89105 ReykjavíkSími: 525 8340Fax: 525 8349Netfang: [email protected]

Prentgripur

Page 3: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

JANÚAR 2016 • BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA 3

AÐALFUNDUR SFR STÉTTARFÉLAGS Í ALMANNAÞJÓNUSTU

miðvikudaginn 30. mars 2016 kl. 17 að Grettisgötu 89, 1. hæð

DAGSKRÁ• Skýrsla stjórnar.• Reikningar félagsins.• Lagabreytingar.• Kosinn löggiltur endurskoðandi, 2 skoðunarmenn og 2 til vara.• Ákvörðun um iðgjald félagsmanna og skipting milli sjóða.• Fjárhagsáætlun.• Ályktanir aðalfundar afgreiddar.• Önnur mál.

Allir félagsmenn eru velkomnir, boðið verður upp á léttan kvöldverð.

AÐALFUNDUR Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

verður haldinn fimmtudaginn 31. mars 2016, kl. 17:00 að Grettisgötu 89, 1 hæð.

Öll venjubundin aðalfundarstörf verða á fundinum samkvæmt lögum félagsins.

Fundurinn er ætlaður öllum félagsmönnum.

Page 4: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

4 BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016

FoRSAGAN AÐ SToFNuN STARFSmANNAFÉLAGS ReykjAvíkuRBoRGAR Fyrsti starfsmaðurinn sem fékk föst laun hjá bænum hét Guðmundur Hannesson og var hann ráðinn til starfa þann 15. september 1836. Hlutverk hans var að hreinsa skorsteina og kamra í bænum en auk þess sinnti Guðmundur þessi starfi böðuls í þjónustu ríkisins. Lengi framan af 19. öldinni var starfslið bæjarins fáskipað. Árið 1862 tók til starfa barnaskóli í Reykjavík og bættist þá aðeins í starfsmannahópinn en árið 1892 voru bæjarstarfsmenn í fullu starfi aðeins sex talsins. þ.e. skólastjóri barnaskólans og stundakennari, bæjargjaldkeri, tveir lögregluþjónar og sótari. Í hlutastarfi voru svo einnig næturvörður, eftirlitsmaður með landareign bæjarins, fangavörður, forsöngvari og yfirsetukona. Auk þeirra sem hér eru upptaldir voru nokkrir sem voru tímabundið ráðnir í ýmis verkefni á vegum bæjarins, til dæmis hestagæslumenn, eftirlitsmenn með Laugarhúsi og vatnspósti o.fl. Bærinn óx hratt og upp úr 1920 voru fastráðnir bæjarstarfsmenn á árslaunum orðnir á annað hundrað og undirbúningur að stofnun Starfsmannafélagsins hafinn. Lengi vel var hugmyndin að stéttarfélagi fyrir starfsmenn bæjarins ekki vinsæl því það þótti mikil upphefð á þessum tíma að komast á föst árslaun hjá bæjum og það í sjálfu sér átti að vera næg uppbót fyrir starfsmenn. Launakjör þeirra voru hins vegar ákveðin tilviljanakennt og fóru oftast meira eftir tengslum þeirra við æðri embættismenn en mati á störfunum eins og við þekkjum það í dag. Þá voru lífeyrissjóðsréttindi alls ekki tryggð en sumir fengu þó einhver eftirlaun frá borginni en á því var þó engin föst regla. Í dýrtíðinni eftir 1920 var starfsmönnum hins vegar nóg boðið og hófst undirbúningur að stofnun félagsins. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar var stofnað þann 17. janúar 1926 og fagnar því 90 ára afmæli sínu í ár. Stofnfélagar voru 70 talsins og fékk félagið nafnið Starfsmannafélag Reykjavíkurbæjar og var fyrsti formaður þess Ágúst Jósefsson. Síðan þá hefur félagið stækkað og dafnað og lagað sig vel að nýjum tímum, félagsmönnum þess til hagsbóta. Í dag eru félagsmenn vel yfir 4000 og nær félagssvæði þess yfir Reykjavík, Seltjarnarnes og Akranes.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fagnaði 90 ára afmæli sínu þann 17. janúar síðastliðinn. Afmælinu var fagnað með margvíslegum hætti og var félagsmönnum boðið upp á fjöldann allan af skemmtilegum viðburðum. Meðal annars var boðið í sjósund og heita potta á ylströndinni í Nauthólsvík þar sem Ermasundsfarinn Sigrún Þuríður Geirsdóttir sagði frá reynslu sinni. Í sundlaugum borgarinnar og á Akranesi var m.a. boðið upp á sundleikfimi, Zumba, tónlistaratriði, flotjóga o.fl. og frítt var inn fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra á afmælisdaginn. Síðdegis á afmælisdaginn sjálfan var síðan velunnurum félagsins boðið til veislu í Félagamiðstöðinni Grettisgötu 89 þar sem fjölmargir komu og óskuðu félaginu til hamingju með góðum gjöfum og ræðuhöldum.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 90 ára

Fulltrúar úr stjórn St.Rv.: Þorsteinn V. Einarsson, Sigrún Helga Jónsdóttir, Jón Bergvinsson, Herdís Jóhannsdóttir, Ingunn Hafsdís Þorláksdóttir, Þórdís Björk Sigurgestsdóttir, Guðríður Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Sif Fjelsted, Garðar Hilmarsson og Jakobína Þórðardóttir framkvæmdastjóri.

Page 5: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

JANÚAR 2016 • BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA 5

Page 6: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

VAKTAVINNA OG LÝÐHEILSAÁhrif vaktavinnu á lífsgæði og heilsu eru ótvíræð og hafa margar rannsóknir sýnt fram á það. Vaktavinnustörfum hefur fjölgað og það að ganga vaktir því vinnufyrirkomulag fjölda fólks. Til að sporna gegn óæskilegum langtímaáhrifum vaktavinnu á heilsu, líðan og öryggi, hafa aðilar á vinnumarkaði sameinast um fræðslu fyrir starfsmenn sem ganga vaktir og stjórnendur sem skipuleggja þær. Vaktavinna og lýðheilsa er 30 klukkustunda heildstætt nám. Markmið þess er að miðla nýrri þekkingu á vakt-störfum og vaktskrám út frá rannsóknum á heilsu, einstaklingsmun, lífshlutverkum, vinnuumhverfi, félagslegri stöðu og þekkingu á kjarasamningsbundnum réttindum. Fjallað verður um nýjar áherslur í þróun málefna sem tengjast vaktavinnu og þjálfun veitt í skráningu og notkun vaktkerfa. Auk þess verður fjallað um forvarnir sem styðja við persónulega uppbyggingu og lýðheilsufræðileg markmið. Námið er í þremur lotum og verður kennt um land allt. Skráning fer fram á vef Starfsmenntar.

AÐ VAKA OG VINNAog vernda heilsuna

Námslota 1 LÝÐHEILSA OG VAKTIR

1.1. Vaktavinna og lífsgæði (4 klst.) 1.2. Tengsl vaktavinnu og heilsu (3 klst.) 1.3. Svefn og endurheimt (2 klst.) 1.4. Streita og bjargráð (3 klst.)

Námslota 2 UMGJÖRÐ KJARASAMNINGA

2.1. Umgjörð kjarasamninga (6 klst.)

Námslota 3 VAKTAVINNUFYRIRKOMULAG OG VINNUMENNING

3.1. Vaktkerfi og skráning (6 klst.) 3.2. Starfsbragur og kynjuð sýn (6 klst.)

Nánari upplýsingar og skráning á

www.smennt.is

Fræðslusetrið Starfsmennt / Skipholt 50b, 3. hæð, 105 Reykjavík / Sími 550 0060 / [email protected]

Page 7: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

JANÚAR 2016 • BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA 7

Það sem í daglegu tali hefur verið kallað SALEK er í raun skammstöfunin sem stendur fyrir „Samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga“. Um er að ræða rammasamkomulag sem undirritað var af nokkrum stærstu aðilum vinnumarkaðarins í október síðastliðinn en unnið hafði verið að því að ná saman um slíkt samstarf um langa hríð.

mARkmiÐ SAmkomuLAGSiNSeR TvíþæTT:• Að leggja grunn að meiri sátt á vinnumarkaði með breyttum og jafnframt bættum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga.• Að tryggja kaupmátt við efnahagslegan og félagslegan stöðugleika á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægra vaxtastigs.

Nokkur umræða hefur staðið yfi r um SALEK samkomulagið undanfarnar vikur og því lék fulltrúa Blað stéttarfélaganna forvitni á að heyra afstöðu Elínar Bjargar Jónsdóttur formanns BSRB og fá nánari skýringar á því hvað fælist í raun og veru í þessu títtnefnda samkomulagi.

FoRSAGAN LeNGRieN mARGuR heLduR„BSRB hefur haft það lengi á stefnuskrá sinni að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga þar sem það hefur allt of oft komið fyrir á síðustu árum að opinberir starfsmenn hafi verið með lausa samninga svo vikum og mánuðum skipti. Þetta er forsagan að SALEK og því hvers vegna við þyngdum kröfur okkar um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Upphafi ð að SALEK er því kannski miklu eldra en fólk heldur,“ segir Elín Björg.

Strax í kringum 2010 gerði BSRB þá kröfu að kjarasamningsviðræður yrðu settar í formlegra ferli. Meðal annars kom það fram í samkomulagi sem gert var við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem síðar fól Guðbjarti Hannessyni, þáverandi velferðarráðherra, í samráði við BSRB og fl eiri að fela ríkissáttasemjara að hefj a vinnuna við að bæta samningsmódelið. Að þeirri vinnu hafa allir aðilar vinnumarkaðarins komið og fl jótlega var ákveðið að gefa út tölfræðiupplýsingar í aðdraganda kjarasamninga, en sameiginleg sýn á þann efnahagsgrunn sem kjarasamningar hvíla á er mjög mikilvæg. Þá hefur einnig verið lögð vinna í að greina vinnubrögð við kjarasamninga á Norðurlöndunum en þangað verða m.a. sóttar fyrirmyndir að nýju íslensku samningsmódeli.

LAuNASkRiÐSákvæÐi TRyGGT„Það sem skiptir mestu máli í þessari vinnu,“ heldur Elín Björg áfram, „er aðkoma okkar að umræðunni og ákvörðunum um það efnahagssvigrúm sem til staðar er í kjarasamningsgerðinni hverju sinni. Við höfum einnig lagt áherslu á að jafna þurfi launamun milli opinbera og almenna markaðarins og tryggt sé að það launaskrið sem verður á almennum markaði umfram kjarasamningsbundnar hækkanir skili sér líka til okkar,“ segir Elín Björg.

„Það er í þessum anda sem við undirritum SALEK samkomulagið. Það er rammasáttmáli þar sem lögð er áhersla á að ná landi í þeim málum sem skipta okkur miklu máli. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir því að lífeyrisréttindi milli almenna og opinbera markaðarins verði samræmd. Þetta er mikið réttlætismál og afar mikilvægt að vel takist til. Í

samkomulaginu felst að ef sátt tekst um jöfnun lífeyrisréttinda þá verði sett inn launaskriðstrygging til handa opinberum starfsmönnum,“ segir Elín Björg og bætir við:„Samkomulagið felur því í sér að aðilar þess ætli að vinna sameiginlega að þessum markmiðum en er ekki skuldbindandi. Ef samkomulag næst ekki um að samræma og jafna lífeyrisréttindi fyrir alla landsmenn þá mun launaskriðstryggingin ekki heldur komast í gagnið. drög að skýrslu um framtíðarskipan lífeyrismála hefur nú verið til í eitt og hálft ár. Það sem er eftir að gera er að komast að niðurstöðu um hvernig við getum samræmt kerfi n án þess að gengið verið á þegar áunnin réttindi. Kerfi n eru mjög ólík og það er býsna fl ókið að ná þessu saman. Ég veit ekki hvort okkur tekst það, það á eftir að koma í ljós, en við erum að reyna að fi nna leiðir. Ef okkur tekst það fáum við launaskriðsákvæðið inn í okkar samninga. Okkur fannst mikilvægt að reyna þetta. Á endanum verður það ákvörðun hverra samtaka fyrir sig, sem aðild eiga að samkomulaginu, að ákveða hvort það sé hægt að standa að samkomulaginu eða ekki. En við erum einfaldlega ekki komin svo langt í vinnunni.“

viNNAN komiN veL AF STAÐElín Björg segir að sér fi nnist mikilvægt að það komi fram að það sé nú þegar sé heilmikil vinna hafi n í tengslum við

SALek – hvað í ósköpunum þýðir það?

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB

Page 8: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

SALEK samkomulagið. Til að stýra vinnunni hefur verið ráðinn sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum frá Noregi til þess að greina íslenskan vinnumarkað og þrír vinnuhópar skipaðir fulltrúum þeirra aðila sem aðild eiga að samkomulaginu. Vinnuhóparnir eru nú í óða önn að afl a upplýsinga fyrir hann til að vinna úr. Sérfræðingurinn heitir dr. Holden og er hann væntanlegur til landsins í lok febrúar.

Þann 7. maí næstkomandi er síðan fyrirhugað að halda eins konar þjóðfund. Þar munu fulltrúar þeirra félaga sem eru aðilar að SALEK samkomulaginu koma til

með að móta væntingar og tillögur um það hvernig hið íslenska samningamódel getur litið út. Fundurinn á að vera fj ölmennur og í anda svokallaðs þjóðfundar svo hægt sé að fá sem fl est sjónarmið að borðinu, en Elín Björg segir það afar mikilvægt að það séu fl eiri en forystan sem móti tillögurnar.

Aðspurð að því hvort hún telji að niðurstöður þessarar vinnu liggi fl jótlega fyrir segir hún vonast til þess að á þessu samningstímabili náist að móta hugmyndafræðina og að við sjáum einhvers konar beinagrind að því hvernig við viljum hafa fyrirkomulagið á Íslandi til næstu

ára. „Í sannleika sagt á ég von á því að þessi vinna taki mörg ár,“ segir hún. „Öll málin munu ekki verða kláruð með einum samningin heldur er þetta þróunarverkefni sem mun taka fj ölmörg ár og þannig hefur það líka verið á hinum Norðurlöndunum. Það verður að vanda til svona vinnu og hjá nágrönnum okkar er enn verið að slípa til og laga eins og þurfa þykir. Afraksturinn verður vonandi bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga, aukinn kaupmáttur launafólks, meiri sátt á vinnumarkaði og aukin jöfnuður á milli hins almenna og opinbera vinnumarkaðar bæði hvað varðar laun og lífeyrisréttindi.“

Á þessum fyrstu dögum ársins hefur framtíðarskipan lífeyrisjóðsmála verið í brennidepli hjá BSRB og aðildarfélögum þess. BSRB hélt m.a. sérstakan fræðslufund þar sem Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB og Árni Stefán Jónsson, formaður SFR og LSR skýrðu frá stöðinni í lífeyrismálum opinberra starfsmanna og félögin hafa einnig kynnt stöðuna fyrir fulltrúum sínum og trúnaðarmönnum.

Eins og kunnugt er þá hafa staðið yfi r viðræður á milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um jöfnun lífeyrisréttinda um nokkurt skeið. Umræður eru komnar nokkuð á veg og nú síðast skrifuðu Samtök atvinnulífsins annars vegar og aðildarfélög Alþýðusambands Íslands og VR undir samkomulag um hækkun á framlagi launagreiðanda í lífeyrissjóði á almennum markaði. Þetta er stórt skref og jákvætt, en verkefnið er enn stærra og mikilvægt að hægt sé farið til þess að tryggja sem best útkomu sem allir geta sætt sig við.

Umræður aðila hafa að undanförnu að mestu leyti snúist um hvernig leysa megi úr hinum ýmsu álitaefnum sem fylgja myndi jöfnun réttinda og hafa nokkrar tillögur komið fram. Ein þeirra er hækkun lífeyrisaldurs um tvö ár og þá um leið aukinn sveigjanleiki í töku lífeyris. Nákvæm útfærsla á þessari tillögu liggur ekki fyrir ennþá þar sem breytingarnar eru enn á umræðustigi. Þá hefur einnig verið rætt um að taka upp aldursávinnslu í stað jafnrar ávinnslu sem fl estir lífeyrissjóðir opinberra

starfsmanna hafa hingað til unnið eftir. Mikil áhersla hefur verið lögð á að allir aðilar nái sátt. Þau Elín Björg og Árni Stefán sögðu jafnframt á kynningarfundi BSRB að þær breytingar sem mögulega yrðu samþykktar myndu alltaf verða innleiddar á löngum tíma og þau réttindi sem fólk hefur þegar unnið sér inn yrðu tryggð.

jöFNuN RÉTTiNdA = jöFNuN LAuNAEf af samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda verður mun samkvæmt samningi opinberra starfsmanna og stjórnvalda verða tekin upp launaskriðstrygging, sem tryggir að launaskrið á almennum markaði skili sér einnig í launaumslag opinberra starfsmanna. Þetta hefur verið mikið

baráttumál undanfarin ár og yrði mikill ávinningur fyrir opinbera starfsmenn.

Samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda helst einnig í hendur við jöfnun launa milli atvinnumarkaða. Laun opinberra starfsmanna hafa í langan tíma verið mun lægri en laun á almennum markaði. Í launakönnunum SFR og St.Rv. hefur munurinn verið um 17% og kannanir Hagstofunnar undanfarið hafa einnig sýnt svipaðan mun.

Það er því margt sem hangir á spýtunni í umræðum aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda. Eins og staðan er í dag er enn langt í land og enn óvíst hvort af samkomulagi verður.

8 BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016

Í febrúar verður send út könnunin um Stofnun ársins til félagsmanna SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Í könnuninni verður spurt um starfsánægju, starfsanda, líðan fólks á vinnustað og launakjör.

Þátttaka í könnuninni veitir þér og okkur öllum mikilvægar upplýsingar og getur auk þess fært þér skemmtilegan vinning.

Hvernig líður þérí vinnunni?Taktu þátt í könnun umFyrirtæki og Stofnun ársins

Þín þátttaka skiptir máli -fyrir okkur og þig

6 6 6

SVEI

GJAN-

LEIK

IÍ V

INNU

GÓÐ ÍMYND

SJÁLFSTÆÐI

Í STARFI

ÁNÆGJAOG STOLT

TRÚVER

ÐUG-

LEIK

I

GÓÐ

VINNU-

SKILYRÐI

ÐU

RST

AR

FSA

ND

I

SANNGJÖRN

LAUNAKJÖR

6

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Lífeyrissjóðsmál í brennidepli

Dæmi um mismunandi ávinnslu réttinda.

Page 9: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

JANÚAR 2016 • BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA 9

ATA

RN

A

Í febrúar verður send út könnunin um Stofnun ársins til félagsmanna SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Í könnuninni verður spurt um starfsánægju, starfsanda, líðan fólks á vinnustað og launakjör.

Þátttaka í könnuninni veitir þér og okkur öllum mikilvægar upplýsingar og getur auk þess fært þér skemmtilegan vinning.

Hvernig líður þérí vinnunni?Taktu þátt í könnun umFyrirtæki og Stofnun ársins

Þín þátttaka skiptir máli -fyrir okkur og þig

6 6 6

SVEI

GJAN-

LEIK

IÍ V

INNU

GÓÐ ÍMYND

GÓÐ ÍMYND

SJÁLFSTÆÐI

Í STARFI

ÁNÆGJAOG STOLT

TRÚVER

ÐUG-

LEIK

I

GÓÐ

VINNU-

SKILYRÐI

ÐU

RST

AR

FSA

ND

I

SANNGJÖRN

LAUNAKJÖR

6

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Page 10: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

Íslenski dansflokkurinn skapandi vinnustaður

Page 11: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

Hjá Íslenska dansflokknum starfa dansarar auk annars starfs-fólks við að setja upp metnaðarfullar sýningar, bæði hérlendis og erlendis. Flokkurinn hefur á síðustu árum átt í samstarfi við marga af fremstu danshöfundum Evrópu og auk þess hefur flokknum verið boðið að sýna í mörgum af helstu leikhúsum og á hátíðum erlendis. Á milli jóla og nýárs frumsýndi flokk­urinn verkið Njálu sem er sett upp í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur. Samhliða Njálusýningum vinnur flokkurinn nú að undirbúningi fyrir barnaverkið Óður og Flexa halda afmæli sem frumsýnt verður 30. janúar næstkomandi. Blaðamaður heimsótti dansflokkinn á dögunum og fékk innsýn í hvernig vinnudagurinn er á þessum skapandi vinnustað.

ReGLuLeGuR viNNuTímiÍslenski dansflokkurinn er með aðsetur í Borgarleikhúsinu og hefur blaðamaður mælt sér mót við dansarana Aðalheiði Halldórsdóttur, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur í kjallara byggingarinnar. Þær hófu allar störf hjá dansflokknum á tímabilinu 2002-2004 og hafa því starfað hjá flokknum í rúmlega áratug. Hjördís Lilja er jafnframt trúnaðarmaður SFR á vinnustaðnum. Þessa dagana eru þær uppteknar við sýningar á Njálu sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þær ljóstra því einnig upp að þessa dagana séu þær að hefja undirbúning á atriði fyrir Listahátíð Reykjavíkur sem haldin verður í vor.

Atvinnudansarar eru undir miklu líkamlegu álagi og auðvelt er að ímynda sér að álag í kringum frumsýningar sé mikið. Aðspurðar um dæmigerðan vinnudag segja þær hann vera reglulegri en margir gætu haldið: „Við byrjum klukkan níu á þjálfunartíma í einn og hálfan tíma. Við tekur æfing og svo hádegismatur. Eftir hádegi eru svo frekari æfingar,“ segir Hjördís og bætir við: „Við hættum fyrr á daginn ef við erum að sýna um kvöldið og mætum mögulega seinna daginn eftir sýningu, eftir því hversu seint hún klárast.“

Þær segja það einkennandi fyrir starfið hversu háðir dansararnir séu hver öðrum: „Ef einn dansaranna veikist til dæmis getum við kannski ekkert æft eitt atriðið þann daginn,“ segir Aðalheiður. „Við reynum að vera skynsöm en það kemur alveg fyrir að fólk mætir lasið í vinnuna. Þannig var til dæmis ónefndur dansari sem kastaði upp á gólfið á sýningu á dögunum,“ bætir Lovísa við. Þá sé sumarfríum ákveðnar skorður settar: „Ég get ekki bara ákveðið að taka mér langa helgi hér, eða hluta úr sumarfríi. Vinnutíminn okkar er fastur og þarf að vera samræmdur á milli okkar allra,“ segir Lovísa.

dANSBAkTeRíANAllar eiga þær þrjár mikla menntun og reynslu að baki, bæði í skólum erlendis og hérlendis. Allar hafa þær dansað frá barnsaldri en var markmiðið alltaf að verða atvinnudansari? „Ég átti mér draum um að verða atvinnudansari en undirliggjandi var líka alltaf þessi hugmynd um að ég þyrfti nú að læra eitthvað praktískt,“ segir Hjördís. Lovísa tekur undir það: „Ég var svona krakki sem var alltaf dansandi og á endanum sendu foreldrar mínir mig í dansskóla, ég held til að fá smá frið.“ Þá var ekki aftur snúið en hún segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að verða atvinnudansari:

„Ég tók leiðsöguskólann líka, fannst ég þurfa einhverja praktíska menntun,“ segir hún. Aðalheiður fór í aðgerð sem unglingur vegna meiðsla og mátti ekki dansa í nokkur ár: „Ég snerist bara í kringum sjálfa mig á þessum tíma og var alveg týnd þar til ég byrjaði aftur að dansa.“

dANSARi eF þú GeTuR ekki huGSAÐ þÉR NeiTT ANNAÐEn hvaða eiginleika þarf einstaklingur að búa yfir til að geta orðið atvinnudansari? Þær eru allar sammála um að ástríða og dansbaktería á háu stigi séu forsendur þess að starfa við dansinn: „Það er ekki nóg að hafa bara smá áhuga á dansi heldur þarftu að elska þetta,“ segir Lovísa. „Kennari sagði eitt sinn við mig að ef ég gæti „hugsað“ mér að starfa við eitthvað annað, þá ætti ég að gera það,“ bætir hún við og hlær. „Það er ekki alltaf auðvelt að koma sér af stað á morgnana, maður er kannski bólginn og með verki um allan líkamann. Samt þarf maður bara að fara í gang og einhvern veginn gleymast verkirnir bara þegar maður byrjar að dansa,“ segir Aðalheiður og bætir við: „Við erum sennilega með mjög háan sársaukaþröskuld.“ Sem atvinnudansarar eru þær í gríðarlega góðu líkamlegu formi en þær segja að hvert verk reyni á líkamann á ólíkan hátt: „Að byrja að æfa nýtt verk er að vissu leyti alltaf eins og að vera á byrjunarreit,“ segir Hjördís.

SpuNi oG LiSTRæN SköpuNAuk líkamlegs álags er listræn sköpun stór hluti af starfi atvinnudansarans. Spuni er hluti af starfinu og dansarar leggja til hugmyndir og efni: „Þessi gamla hugmynd um að danshöfundur semji öll sporin, kenni dansaranum sem æfi þau og sýni svo, er langt frá raunveruleikanum. Þvert á móti höfum við mikið listrænt frelsi sem dansarar og það er vissulega krefjandi en líka gefandi,“ segir Aðalheiður. Enda er gjarnan talað um að danshöfundur vinni verk í samvinnu við dansarana. Dansflokkurinn leggur einnig áherslu á samstarf með listafólki úr öðrum listgreinum: „Í Njálu unnum við með leikurum og tónlistarfólki, auk leikstjóra. Það er allt öðruvísi að vinna með svona stórum hópi og þetta var mjög lærdómsríkt,“ segir Aðalheiður.

JANÚAR 2016 • BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA 11

Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir.

Page 12: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

12 BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016

Dansfl okkurinn hefur vakið athygli fyrir samstarf með sumum fremstu danshöfundum í Evrópu. „Þetta er lítill dansfl okkur en við fáum virkilega gott fólk hingað, fólk sem fi nnst Ísland vera spennandi staður til að vinna á,“ segir Hjördís. Kostirnir við slíka samvinnu séu ekki síst að kynnast nýjum stílum og vinnuaðferðum. Sýningarferðir erlendis er stækkandi hluti af starfi dansaranna og þær segja slíkar ferðir vera gefandi, þótt tíminn sé af skornum skammti: „Þetta eru algerar vinnuferðir og yfi rleitt er lítill sem enginn tími til að skoða sig um í nýrri borg. Við náum þó stundum að sjá aðrar sýningar og kynnast öðrum dönsurum og það er vissulega endurnærandi,“ segir Aðalheiður.

LíkAmLeG oG TiLFiNNiNGALeG úTRáSÞrátt fyrir harðsperrur og eymsli segja þær ákveðin forréttindi að hreyfa sig svona mikið í vinnunni: „Þetta er ræktin okkar og svona mikil hreyfi ng er mjög nærandi,“ segir Lovísa. Sumir fari í ræktina eftir vinnu til að fá þessa útrás sem þær fái daglega í vinnunni. „Ég þurfti ekki að berjast við að koma mér í form eftir að ég átti barn, vinnan sá til þess,“ segir Lovísa. Þá segja þær starfi nu einnig fylgja annars konar útrás, það er félagsleg og tilfi nningaleg: „Það er auðvitað mikil nánd og traust á milli dansaranna í hópnum. Eins er líka mikil snerting sem er nærandi. Oft erum við líka að kafa mjög djúpt í tilfi nningalífi ð í vinnunni svo þetta er þerapískt að einhverju leyti,“ segir Lovísa.

Um starfsandann innan fl okksins segjast þær vera mjög þakklátar fyrir hversu góður hann er. dansararnir veiti hverju öðru stuðning og þær segja það alls ekki sjálfgefi ð: „Dansarar sem við höfum hitt á sýningum erlendis hafa stundum verið hissa á því hversu góðir vinir við erum,“ segir Hjördís. Víða tíðkist mikil og grimm samkeppni á milli dansara sem vinni saman. „Okkur hefur tekist að skapa styðjandi vinnuumhverfi og það hefur haldist þrátt fyrir mannabreytingar í gegnum tíðina,“ segir Aðalheiður. Þær segja það lykilatriði að gagnrýni sé uppbyggileg og í formi ábendinga í stað þess að vera í formi niðurrifs.

NæG TiLeFNi TiL AÐ FAGNAKatrín ingvadóttir hefur starfað hjá dansfl okknum allt frá árinu 1993. Hún var dansari hjá fl okknum í 18 ár en í dag starfar hún sem æfi ngastjóri. Í því felst að hún sér um þjálfun dansaranna, skipuleggur æfi ngar og er tengiliður á milli dansaranna og annarra: „Ég passa upp á að dansararnir hafi allt sem þeir þurfa; réttu búningana, að þau fái rétt „cue“ og svo framvegis. Ég geri allt frá því að fara með búninga í viðgerð yfi r í að svara tölvupóstum og skipuleggja æfi ngaferðir erlendis,“ segir Kata. Hún lýsir stemningunni á vinnustaðnum sem fj ölskyldustemningu: „Það þarf sko

ekki að neyða þetta fólk til að eyða tíma saman utan vinnunnar. Starfsfólkið sækist í félagsskap hvers annars og oft er fólk hérna frameftir að spjalla,“ segir hún. Meðal vinnustaðaviðburða er árlegur jólafögnuður og óvissuferð á vorin. „Svo vantar auðvitað ekki tilefni til að fagna, við frumsýnum jú nokkrum sinnum á ári,“ segir Kata brosandi.

SýNiNGARFeRÐiR eRLeNdiS hLuTi AF STARFiNuUndanfarið hefur sífellt meira af tíma Kötu farið í að svara fyrirspurnum erlendis frá, enda er dansfl okkurinn mjög eftirsóttur á sýningar og hátíðir erlendis: „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með hversu mikið lof fl okkurinn hefur fengið frá erlendum gagnrýnendum síðustu ár. Flokkurinn er þekktur sem einn sá besti í Evrópu í dag,“ segir Kata. Hún segir íslensku dansarana vera á heimsmælikvarða og hljóta mikla athygli. Þá sé listrænn stjórnandi fl okksins, Erna Ómarsdóttir, gífurlega stórt nafn í dansheiminum: „Hún er svo eftirsótt, algjör rokkstjarna í þessum heimi, fólk sem við hittum erlendis heldur ekki vatni yfi r henni,“ segir hún hlæjandi. En sér hún fyrir sér að sýningaferðir verði stærri hluti af starfsemi fl okksins á komandi árum? „Já, ég held að það verði raunin. Það er gaman að sýna hérna heima en til að stækka áhorfendahópinn er eiginlega nauðsynlegt að sýna úti.“

mAÐuR veRÐuR ekki dANSARi FyRiR LAuNiNHún segir að þótt íslenskir áhorfendur kunni sannarlega að meta það sem þau séu að gera fi nnist henni stundum að Íslendingar almennt skilji ekki til fullnustu hversu mikið hæfi leikafólk við eigum í dansheiminum: „Þetta sést auðvitað á launum dansara, þau hafa um langt skeið verið allt of lág miðað við líkamlegt og andlegt álag. Þú verður sannarlega ekki dansari vegna launanna.“ Hún segir það vera kost og galla fyrir dansara að starfa hjá svo litlum dansfl okki: „Þú færð að taka þátt í nánast öllum uppsetningum, hvort sem þér líkar hún eða ekki. Þetta getur verið mjög erfi tt. Þó er þetta líka einn helsti kosturinn, að fá að dansa svona mikið á sviði. Ég man alveg hversu ákafur maður var, maður vildi bara dansa og dansa.“

SK

Skeifan 11 B • 108 Rvk. • Sími: 581 1900 • [email protected] • www.framvegis.is

Einstaklega hagnýtt námskeið fyrir foreldra og aðstandendur sem vilja ná betri tökum á stærðfræði á unglingastigi grunnskóla og öðlast öryggi og færni til að aðstoða barnið sitt við heimanámið. Þátttakendur kynnast helstu hugtökum stærðfræðinnar og aðferðum sem ýta undir jákvæða upplifun barna af heimanámi í stærðfræði. Lagt er upp með að þátttakendur öðlist öryggi og færni við að aðstoða börn sín við heimanámið. Kennslan miðast fyrst og fremst við stærðfræðinám á unglingastigi í grunnskóla. Hagnýtt námskeið og sérsniðin kennsla.

Fyrir þig?Námskeiðið er fyrir alla sem koma að heimanámi í stærðfræði sem miðast við unglingastig grunnskólans. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda. Gott er að koma með eigin vasareikni.

Áttu í erfiðleikum með að aðstoða barnið við heimanámið í stærðfræði?

Vefst heimanámið stundum fyrir þér?

Verð: 19.500 kr. Flest stéttarfélög bjóða upp á styrk til niðurgreiðslu á námskeiðum.Lengd náms: 12 kennslustundir (kennt á þremur kvöldum).

SkráningFylgstu með á framvegis.is eða hafðu samband í síma 581 1900 eða [email protected]

Myndir af „rennsli“ eða æfi ngu á verkinu Óður og Flexa halda afmæli.

Katrín Ingvadóttir starfar í dag sem æfi ngastjóri hjá dansfl okknum.

Page 13: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

JANÚAR 2016 • BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA 13

Skeifan 11 B • 108 Rvk. • Sími: 581 1900 • [email protected] • www.framvegis.is

Einstaklega hagnýtt námskeið fyrir foreldra og aðstandendur sem vilja ná betri tökum á stærðfræði á unglingastigi grunnskóla og öðlast öryggi og færni til að aðstoða barnið sitt við heimanámið. Þátttakendur kynnast helstu hugtökum stærðfræðinnar og aðferðum sem ýta undir jákvæða upplifun barna af heimanámi í stærðfræði. Lagt er upp með að þátttakendur öðlist öryggi og færni við að aðstoða börn sín við heimanámið. Kennslan miðast fyrst og fremst við stærðfræðinám á unglingastigi í grunnskóla. Hagnýtt námskeið og sérsniðin kennsla.

Fyrir þig?Námskeiðið er fyrir alla sem koma að heimanámi í stærðfræði sem miðast við unglingastig grunnskólans. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda. Gott er að koma með eigin vasareikni.

Áttu í erfiðleikum með að aðstoða barnið við heimanámið í stærðfræði?

Vefst heimanámið stundum fyrir þér?

Verð: 19.500 kr. Flest stéttarfélög bjóða upp á styrk til niðurgreiðslu á námskeiðum.Lengd náms: 12 kennslustundir (kennt á þremur kvöldum).

SkráningFylgstu með á framvegis.is eða hafðu samband í síma 581 1900 eða [email protected]

Page 14: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

GOTT AÐ VITA - Vor 2016Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.

í samstarfi við Framvegis og Fræðslusetrið Starfsmennt. Opnað verður fyrir skráningu á vefsíðum félaganna 8. febrúar 2016 kl. 10:00. Athugið að skráningin er með öðrum hætti en áður, því nú munum við nýta

okkur afar fullkomið skráningarkerfi Starfsmenntar.Hægt verður að velja um innskráningu með íslykli, rafrænum skilríkjum

eða nota kennitölu og lykilorð sem viðkomandi velur sjálfur.

Námskeiðin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu.Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofum félaganna og hjá Framvegis.

Page 15: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

JANÚAR 2016 • BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA 15

1. Ipad kennslaDagsetning: 16. og 18. feb. Kl. 17:00 - 20:00 Lengd: 6 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæðLeiðbeinandi: Ragnheiður Guðmundsdóttir Lýsing: Viltu læra meira um hvernig þú getur nýtt Ipadinn þinn? Viltu vita hvaða öpp eru góð og hvernig þú setur þau upp? Viltu vita hvað hægt er að gera sniðugt með Ipadnum? Viltu vita hvað þarf að varast og hvaða leiðir eru þér færar? Gott grunnnámskeið fyrir þá sem vilja læra á Ipadinn sinn. Hentar vel byrjendum.

2. JógaDagsetning: 17., 24. feb. 2., 9. og 16. mars Kl. 20.00-21.15 Lengd: 7,5 klst. Staður: Yogasmiðja, Smiðjuvegi 4Leiðbeinandi: Ingunn Guðbrandsdóttir yogakennari. Lýsing: Kenndar verða grunnstöður í jóga, styrktarstöður og teygjur, með ríka áherslu á öndun og líkamsvitund. Sérstök áhersla verður lögð á losun streitu úr bæði líkama og huga. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum þar sem hver og einn vinnur út frá eigin getu. Hver tími mun innihalda góða slökun. Ástundun jóga auðveldar okkur að fi nna jafnvægi í lífi og starfi . Það eykur liðleika líkamans, styrkir hann, bætir líkamsvitund, eykur gæði svefns og bætir meltingu. Jóga hentar öllum, óháð líkamsformi eða getu.

3. Djúpslökun og kyrrð hugansDagsetning: 17. og 24. febrúar Kl. 17:00-19:00 Lengd: 4 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Viðar AðalsteinssonLýsing: Aðferðir sem hjálpa til við að skerpa athygli og einbeitingu auk þess sem þær efl a eigið innsæi. Öndunartækni - Hugleiðsla - Sjálfsstyrking - Grunnþjálfun í EFT (Emotional Freedom Techniques). Grunnþjálfun í Sjálfssefjun (sjálfsdáleiðslu) - Djúpslökun.

4. SundnámskeiðDagsetning: 20., 27. feb. og 5. og 12. mars Kl. 8.15-9.45 Lengd: 6 klst. Staður: Sundhöll Reykjavíkur Leiðbeinandi: Brynjólfur BjörnssonLýsing: Hefur það blundað í þér að læra að synda og verða öruggari í vatni? Gott að vita býður upp á sundnámskeið í Sundhöll Reykjavíkur með Brynjólfi Björnssyni sem hefur margra ára reynslu í að kenna fullorðnu fólki að synda. Námskeiðið er fjóra laugardagsmorgna. Sundhöllin býður upp á rólegt og afslappað umhverfi sem er kjörið fyrir þá sem vilja koma og læra að synda og njóta þess að vera í sundi.

5. NúvitundDagsetning: 22. og 29. feb. og 7.mars Kl. 18.00-19.30 Lengd: 6 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Gunnar L. Friðriksson, heilsunuddari og sjúkraliði Lýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um núvitund (mindfulness) sem er náttúrulegur eiginleiki hugans til aðvera meðvitaður hér og nú, um það sem er að gerast, á meðan það gerist, og án þess að dæma það á nokkurn hátt. Kennt verður hvernig hægt er að þjálfa þetta á kerfi sbundinn hátt. Á námskeiðinu eru æfi ngar sem innifela stuttar hugleiðslur, líkamsskönnun (bodyscan) og gangandi hugleiðslu. Þátttakendur fá verkefni með sér heim og mælst er til að fólk æfi sig á milli tíma. Einnig verða gerðar æfi ngar ígóðvild og kærleika. Þessar æfi ngar geta aukið skilning okkar á huganum og venjum hans og hjálpað okkur að sjá þær hindranir sem mögulega geta verið í veginum.

6. Fyllum fremsta bekk! FélagsstörfDagsetning: 22. og 24. feb. Kl. 17.00-19.30 Lengd: 5 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Gunnar JónatanssonLýsing: Hvar situr þú? Öll erum við þátttakendur í félagsstarfi af einhverju tagi og með einhverju móti. Áherslur og áhugi er eins og gengur mismikill en að hafa þekkingu til að láta til sín taka þegar á reynir, er mikilvægt. Titill námskeiðsins, Fyllum fremsta bekk, vísar fyrst og fremst til þess að félagsstarf sem við tökum þátt í efl ist með öfl ugu fólki, þ.e. einstaklingum sem hafa þekkingu til að bera þannig að framgangur mála sé réttur, s.s.: Að leikreglur séu virtar og virki fyrir alla - Að fundir fari fram þannig að allar raddir fái að hljóma - Að rökræða byggi á málefnum en ekki mönnum - Að félagsmaðurinn, þú, hafi r þekkingu á félagsfundum og ræðumennsku og þor til að tjáþinn hug - Að stjórnir félaga þekki sín hlutverk, geti deilt verkefnum og þekki sín mörk. Námskeiðið fer fram í tveimur lotum, samtals 4-5 klst. og þátttakendur taka mjög virkan þátt með skemmtilegum æfi ngum.

7. „Listin að smakka“Dagsetning: 29. febrúar Kl. 18.00-21.00 Lengd: 3 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Dominique Pledel JónssonLýsing: Léttvín er ekki bara „gott eða vont“, það eru ástæður fyrir því að manni líkar eða líkar ekki ákveðnar tegundir. Er vínið kannski skemmt? Haft með mat sem eyðileggur það? Eða manni fi nnst eikað vín betra? Ferskt vín verður betra með mat en eitt og sér? Ótal spurningar vakna upp við vínsmökkun og þetta námskeið hjálpar til við að fi nna lykilinn að því að velja vín í vínbúðunum samkvæmt eigin smekk. Námskeiðið höfðar jafnt til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í vínsmökkun og þeirra sem hafa þegar farið í vínsmökkun, skemmtileg og fróðleg stund fyrir alla.

8. UkuleleDagsetning: 1., 3., 8. og 10. mars Kl. 17:00- 19:00 Lengd: 8 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Svavar Knútur, tónlistarmaður Lýsing: Áhugavert námskeið þar sem nemendur koma með sitt eigið Ukulele. Svavar Knútur kynnir þetta bráðskemmtilega hljóðfæri og fer yfi r grundvallaratriði í leik og söng með samspili og leiðsögn.

9. Er barnið/unglingurinn að hverfa í veröld InternetsinsDagsetning: 2. mars Kl. 18.00-19.30 Lengd: 1,5 klst. Staður: Grettisgata 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Friðþóra Arna SigfúsdóttirLýsing: Námskeiðið byggir á reynslu og baráttu móður við tölvuleikjafíkn sonar síns. Fyrirlesari er Friðþóra Arna Sigfúsdóttir, markþjálfi og jógakennari en fyrst og fremst móðir sem neitar að láta sína reynslu og frásögn falla í gleymsku heldur vill vera öðrum foreldrum víti til varnaðar. Fyrir alla uppalendur sem vilja fræðast um hættur og fyrirbyggja vanda tengdan tölvuleikjafíkn.

Febrúar - Mars

Mars

Page 16: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

16 BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016

10. Hönnun og listDagsetning: 7. mars Kl. 18.00-22.00 Lengd: 4 klst. Staður: StudioOs, Rangárseli 8Leiðbeinandi: Helga Unnarsdóttir leirkerasmiður. Lýsing: Áhugavert og spennandi námskeið þar sem Helga Unnarsdóttir leirkerasmiður leiðbeinir við gerð ýmiskonar leirmuna. Þátttakendur fá tækifæri til að reyna fjölbreytta tækni og aðferðir við meðferð leirs, bæði mótunog hönnun. Hver þátttakandi gerir 5-6 leirmuni. Ekki láta þetta framhjá þér fara!

11. BókagerðarnámskeiðDagsetning: 9., 14. og 16. mars Kl. 17:30-20:30 Lengd: 9 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Anna Snædís SigmarsdóttirLýsing: Í upphafi námskeiðsins verður farið stuttlega í kynningu á handgerðum bókum, efni og áhöld. Kennd verða undirstöðuatriði í bókbandstækni og broti. Útbúnar verða ýmsar bækur, bæði hefðbundnar og óhefðbundnar, s.s. einfaldar harmonikkubækur, origami brotabókin og kaðlasaumsbókin. Bækurnar geta nýst sem skissubækur, gestabækur eða minnisbækur.

12. Sáning og ræktun kryddjurtaDagsetning: 29., og 30. mars Kl. 18:00 - 20:00 Lengd: 4 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Steinn Kárason, garðyrkjufræðingur Lýsing: Vorið er tími ferskra kryddjurta og gaman er að geta notað heimaræktað krydd í matseldina. Á námskeiðinu verður farið í hvernig best er að koma sér af stað þegar rækta skal eigin krydd- og matjurtir. Steinn Kárason garðyrkjufræðingur mun leiðbeina þátttakendum og gefa góð ráð varðandi heimaræktun.

13. Heklaðir skartgripirDagsetning: 4., 11. og 18. apríl Kl. 17.00-21.00 Lengd: 12 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæðLeiðbeinandi: Helga H. Magnúsdóttir Lýsing: Vilt þú læra að hekla þína eigin skartgripi? Á þessu námskeiði er lagður grunnur að hvernig hekla á ýmsar tegundir skartgripa, t.d. hálsmen, nælur, armbönd, hringa, eyrnalokka, hárskraut o.fl . Hver og einn þátttakandi skapar sinn eigin stíl þar sem hugmyndafl ugið ræður för.

14. SkrautritunDagsetning: 7., 14. og 21. apríl Kl. 18:00-20:00 Lengd: 6 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Þorvaldur JónassonLýsing: Námskeið í skrautritun - italic. Þessi leturgerð er tiltölulega fl jótlærð og heppileg til að byrja á. Æfðir verða litlu og stóru stafi rnir og texta- og kortagerð eftir því sem tíminn leyfi r. Nemendur mæta með alm. ritföng, s.s. blýant, yddara, strokleður og reglustiku.Efnisgjald er 700 kr.

15. Töskur úr kaffi pokumDagsetning: 19.apríl Kl. 17:30-20:30 Lengd: 3 klst. Staður:. Grettisgata 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Magdalena Sirrý ÞórisdóttirLýsing: Nemendur sauma saman notaða kaffi poka og búa til úr þeim tösku sem hentar t.d. fyrir matarinnkaupin o.fl .Það sem nemendur þurfa að hafa með sér er: Saumavél og tvinni, og velja þá lit sem fer vel með litnum á pokunum.22-26 stórir kaffi pokar eða 30-36 litlir kaffi pokar. Það er líka hægt að blanda saman litlum og stórum pokum ef ekki næst í nógu marga af sömu stærð. Passa að vera búin að þrífa þá vel, þ.e. losa allt kaffi úr þeim og þurrka vel að innan.

16. Umbúðalæsi – hvað eru umbúðarmerkingar að segja okkur?Dagsetning: 20. apríl Kl. 18.00-19.30 Lengd: 1,5 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Ólöf G. Gestsdóttir, doktor í næringar fræði og næringarfræðingur á LSH. Lýsing: Innihaldslýsingar, næringarefnatöfl ur og skráargatið eru allt umbúðarmerkingar á matvælum sem eiga að hjálpa okkur að velja þá matvöru sem hentar okkur best, er besta val út frá hollustu sjónarmiði eða eiga einfaldlega að hjálpaokkur að velja það sem við viljum fá að borða. Mörgum fi nnst þetta frumskógur upplýsinga sem erfi tt er að lesa út úr eða fá þær upplýsingar sem leitað er eftir. Í fyrirlestrinum verður farið stuttlega í reglugerð um merkingu matvæla, fjallað um hvernig við getum nýtt okkur þessar upplýsingar og átt þar með betra fæðuval.

17. NeðanjarðargangaDagsetning: 26. apríl Kl. 18.00-19.30 Lengd: 1,5 klst. Staður: Borgarbókasafn Reykjavíkur, Tryggvagata 15. Leiðbeinandi: Einar ÓlafssonLýsing: Í samvinnu við Borgarbókasafn Reykjavíkur verður farið í þessa áhugaverðu og stórskemmtilegu göngu. Gangan hefst við Borgarbókasafnið, Tryggvagötu 15 og verður komið við á nokkrum stöðum í Kvosinni þar sem gripið verður niður í bókmenntir semtengjast hugtakinu „neðanjarðar“ í einhverjum skilningi.

18. Komdu minningunum á aðgengilegt formDagsetning: 12. og 19. apríl Kl. 18:00 - 20:00 Lengd: 4 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Halldór Árni SveinssonLýsing: Halldór Árni, kvikmyndagerðarmaður, kennari og myndlistarmaður kennir þátttakendum að varðveita myndefni á digital (rafrænu) formi og miðla því áfram með hjálp vefsins.

19. Golfnámskeið fyrir byrjendurGolfnámskeið fyrir þá sem vilja kynnast þessu skemmtilega sporti og læra réttu tökin. Námskeiðið er í samvinnu við Golfklúbb Mosfellsbæjar í maí og verða dagsetningar auglýstar síðar.

Apríl

Mars

Page 17: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

JANÚAR 2016 • BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA 17

ViskísmökkunLeiðbeinandi: Snorri Guðvarðsson. Fjöldi stunda 3 klst.Lýsing: Svæðin í Skotlandi. Hver er munurinn á Lowland og Highland? Speyside og Island? Hvað er svona merkilegt við Islay? Blómailmur, döðlur, súkkulaði, krydd eða reykur. Hvar liggur áhuginn? Prófaðar verða 9-10 tegundir. Slainte!!! Hvar: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverum á Norðurlandi vestra. Fyrsta námskeiðið verður haldið á Sauðárkróki 26. febrúarkl. 19:00.

GPS námskeið í samstarfi við Björgunarskólann Leiðbeinandi: Frá Björgunarskólanum. Fjöldi stunda 4 klst.Lýsing: Almennt GPS námskeið þar sem fjallað er um GPS tækið, helstu virkni og meðferð ferla, punkta og leiða. Tilvalið fyrir þá sem nota GPS til leiðsögu á göngu, í bíl eða á sleða. Á námskeiðinu geta nemendur keypt bókina Ferðamennska og rötun og GPS fyrir alla, sem gefin er út af Björgunarskólanum. Nemendur þurfa að hafa með sér GPS-tæki. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda. Hvar: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverum á Norðurlandi vestra.

Erfðaréttur Leiðbeinandi: Stefán Þórarinn Ólafsson hrl. Fjöldi stunda 2,5 klst.Lýsing: Eitt sinn verða allir menn að deyja....segir í textanum góða. En hvað svo - hver erfir hvern og hvað erfum við? • Eignirnar? • Skuldirnar? • Hvaða leiðir eru færar? • Þarftu að gera erfðaskrá? Ert þú með allt á hreinu varðandi þín erfðamál eða þarftu að gera ráðstafnir vegna þinna nánustu? Hagnýtt námskeið þar sem farið verður yfir helstu reglur erfðaréttarins á mannamáli. Hvar: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverum á Norðurlandi vestra.

Hamingjan er hér Leiðbeinandi: Anna Lóa Ólafsdóttir. Fjöldi stunda 3 klst.Lýsing: Erum við að keppast við að leita að hamingjunni þegar hún er kannski beint fyrir framan okkur? Getum við aukið hamingju okkar og hvað er það sem einkennir hamingjusamt fólk í lífi og starfi? Það skiptir máli að vera ánægður hér og nú, á sama tíma og það er mikilvægt að takast á við tímabærar breytingar til að þroskast áfram og verða betri en ekki bitur. Fjallað er um ferlið sem við förum í gegnum þegar við tökumst á við breytingar og mikilvægi þess að stíga út fyrir þægindahringinn. Á námskeiðinu skoða þátttakendur sjálfan sig, hvar þeir eru staddir varðandi hamingju í lífi og starfi og hvernig má auka líkur á að okkur takist að koma á þeim breytingum sem við sækjumst eftir í lífinu. Hvar: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverum á Norðurlandi vestra.

Námskeið fyrir félagsmenn SFR og Kjalar á Norðurlandi vestra skráning á www.farskolinn.is

Page 18: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

18 BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016

Helga Unnarsdóttir, leirkerasmiður og eigandi STUDIOos, býður þátttakendum námskeiðsins í skemmtilega kvöldstund á vinnustofunni sinni. Helga hefur unnið með keramik í 17 ár og hefur haldið fjölda námskeiða þar sem hún kynnir töfra leirsins fyrir þátttakendum. Námskeiðið er 4­5 klukkustundir. „Ég byrja á kynningu á hönnun leirmuna, hvað virkar í hönnun og af hverju, brennsluaðferðum og í raun allt sem viðkemur leirnum,“ segir Helga. „Þegar líður á kvöldið fá þátttakendur dýpri skilning á leirnum, hversu skemmtilegur hann er og hvað hann býr yfir mikilli dulúð,“ segir Helga. „Þótt leirinn virðist kannski vera fast og dautt efni er hann í raun mjög illviðráðanlegur.“ Hver og einn þátttakandi hannar svo og býr til sinn eigin bolla. „Fólk segir stundum í byrjun námskeiðsins að það hafi engar hugmyndir. Það er svo gaman að sjá hvað kemur svo fram, því allir geta skapað og það er svo persónulegur bolli sem kemur frá hverjum og einum. „Þátttakendur vinna að 5­6 leirmunum á námskeiðinu, sem þeir sækja svo síðar, eftir að Helga hefur glerjað þá. Glerungurinn sem Helga notar til að glerja munina er leir sem kom upp í Eyjafjallagosinu. „Fyrst og fremst vil ég að námskeiðið einkennist af leik. Á einhverjum tímapunkti hættir fólk gjarnan að skapa. Þetta getur verið mjög skemmtileg kvöldstund og tilbreyting frá hversdagsleiknum. Ég býð upp á kaffi og konfekt.“

Anna Snædís Sigmarsdóttir er myndlistarkona og hefur kennt bókagerð við Tækniskólann í 16 ár. Á þessu námskeiði, sem er 9 tímar samtals sem dreifast á 3 kvöld, verða kynnt undirstöðuatriði í bókbandstækni og broti og nemendur læra að búa til bækur með mismunandi aðferðum.

„Meðal þess sem ég kenni þátttakendum er að búa til origami brotabækur, sem er mjög einföld aðferð. Það verður líka einhver saumaskapur, kaðlasaumur er til dæmis mjög fallegur og ekki mjög flókinn,“ segir Anna. Hún segir það fara eftir hverjum og einum hversu margar bækur hann býr til: „Þú getur búið til margar litlar bækur eða nokkrar stórar. Að meðaltali býr hver og einn til 4­6 bækur á námskeiðinu. Þetta geta verið skissubækur, gestabækur eða bækur til gjafa, ef þú tímir því það er að segja,“ segir Anna. „Ef þátttakendur eiga til dæmis fallegan pappír sem þeir halda upp á, geta þeir komið með hann til að nota sem klæðningu á sína bók.“ Aðferðir sem þátttakendur læra á námskeiðinu geta verið til margs nýtilegar: „Þú getur notað bandtækni til að binda saman til dæmis ritgerð eða teikningar barnanna þinna sem þú vilt halda upp á. Þú kemst ansi langt með trélími, nál og spotta,“ segir Anna. Þú kemst ansi langt með trélími, nál og spotta.“

Bókagerðanámskeið

hönnun og list

GOTT AÐ VITA - Vor 2016

Page 19: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

Jafnréttislög í 40 ár

Formlegt jafnrétti næst með lögum en raunverulegt jafnrétti krefst hugarfarsbreytingar!Árið 1976 voru lög um jafnstöðu kvenna og karla samþykkt á Íslandi. Í upphafi beindust lögin fyrst og fremst að stöðu kynjanna á vinnumarkaði ekki síst launajafnrétti enda snerist

jafnréttisumræða á áttunda og níunda áratugnum einkum um réttindi útivinnandi kvenna. Frá upphafi hafa lögin einnig kveðið á um jafnréttisfræðslu í skólum og að koma eigi í veg

fyrir niðurlægjandi auglýsingar sem þykja öðru kyninu til minnkunar. Síðan þá hafa lögin verið endurskoðuð reglulega, meðal annars vegna þess að þau þóttu ekki skila nægjanlegum

árangri en einnig í ljósi nýrra samþykkta Sameinuðu þjóðanna og tilskipana Evrópusambandsins á sviði kynjajafnréttis. Enn er verk að vinna.

PrentunNegatíthvítt á dökkum grunni

PrentunSvart100 k

Prentun í einum spot lit Pantone C 144

Prentun í fjórlit CMYK 0-50-100-0

Prentun hvítt á orangePantone C 144

Logo í einum lit orange fyrir VEF RGB 221-146-34

2016

1. Nýársdagur / Sigríður Á. Snævarr tók við embætti sendiherra Íslands, fyrst íslenskra kvenna árið 1991 4. Ógiftar konur, 25 ára og eldri, urðu myndugar (sjálfráða og fjárráða) árið 186122. Bóndadagur

1. Verkalýðsdagurinn 5. Uppstigningardagur 8. Mæðradagurinn 15. Hvítasunnudagur16. Annar í Hvítasunnu 18. Jafnréttislögin 40 ára 29. Dagur barnsins

16. Dagur íslenskrar náttúru 22. Haustjafndægur

8. Bolludagur 9. Sprengidagur 10. Öskudagur 21. Konudagur 29. Hlaupársdagur

5. Sjómannadagurinn 17. Björg Caritas Þorlákson varði doktorsritgerð sína við Sorbonne háskóla í París. Björg var fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi árið 1926 / Lýðveldisdagurinn19. Kvenréttindadagurinn 20. Sumarsólstöður 24. Jónsmessa

4. Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafns Íslands, hlaut heiðursdoktorsnafnbót við heimspekideild Háskóla Íslands, fyrst íslenskra kvenna árið 198611. Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins 22. Fyrsti vetrardagur

8. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, fyrst haldið upp á hann 1911 20. Vorjafndægur/Pálmasun-nudagur 24. Skírdagur 25. Föstudagurinn langi 27. Páskadagur 28. Annar í páskum 29. Lög um launajöfnuð kvenna og karla samþykkt árið 1961

11. Lög um menntun kvenna og rétt til embætta samþykkt á alþingi árið 1911.

13. Feðradagurinn 16. Dagur íslenskrar tungu 25. Alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi

20. Síðasti vetrardagur 21. Sumardagurinn fyrsti 23. Dagur bókarinnar

17. Valgerður G. Þorsteinsdóttir tók sólópróf í flugi, fyrst íslenskra kvenna árið 194625. Rannsóknastofa í kvennafræðum tók formlega til starfa við Háskóla Íslands árið 1991

1. Fullveldisdagurinn 10. Alþjóðlegur mannréttindadagur 21. Vetrarsólstöður23. Þorláksmessa 24. Aðfangadagur jóla 25. Jóladagur 26. Annar dagur jóla31. Gamlársdagur

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

S M Þ M F F L

S M Þ M F F L

S M Þ M F F L

S M Þ M F F L

S M Þ M F F L

S M Þ M F F L

S M Þ M F F L

S M Þ M F F L

S M Þ M F F L

S M Þ M F F L

S M Þ M F F L

S M Þ M F F L

Teikn

ari Þ

órey

Mjal

lhvít

H. Ó

mar

sdót

tir -

Pren

tun:

Odd

i

Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð gefa sameiginlega út dagatal í ár sem er tileinkað 40 ára afmæli jafnréttislaga en það var árið 1976 sem lög um jafnstöðu kvenna og karla voru lögfest á Íslandi. Á dagatalinu er skemmtileg teikning sem sýnir hvernig ásýnd samfélagsins hefur breyst á þessum 40 árum sem eru liðin frá gildistöku laganna og vísar hún einnig til þess að enn er verk að vinna þegar kemur að jafnrétti kynjanna hérlendis.

Dagatalið verður sent öllum leik- , grunn, og framhalsskólum á næstu dögum þar sem það getur nýst einstaklegavel við fræðslu um jafnréttismál. Dagatalið má nálgast hjá Jafnréttisstofu í gegnum netfangið: [email protected] kostar það 1000 kr. með sendingarkostnaði.

Page 20: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

1. Hefðbundin úthlutunfrá mánudegi 21. mars – mánudagsins 28. mars

Hús í boði:Akureyri, Hamratún m/pottiReykjavík, GrandavegurReykjavík, SóltúnMunaðarnes, Bjarkarás (nr. 10 f/hreyfihamlaða)Munaðarnes, Bjarkarás (nr. 5)Munaðarnes, Stekkjarhóll (2 hús)Munaðarnes, Vörðuás (2 hús)Húsafell (nr. 6)ArnarstapiSkorradalur

Verð 26.000 (7 dagar)

Kaupmannahöfn íbúð á Amagerfrá mánudegi 21. mars – mánudagsins 28. mars

Verð: 86.000 kr. (7 dagar)

SFR STÉTTARFÉLAG Í ALMANNAÞJÓNUSTU

Páskaúthlutun hjá SFR stéttarfélagi verður með eftirfarandi hætti í ár:Páskavikunni sem áður var úthlutað sem heilli viku er nú skipt í tvennt ásamt dymbilvikunni

og verður því úthlutað oftar til þess að fleiri geti mögulega nýtt sér húsin. Með þessu móti tvöfaldast páskatímabilið og fleiri njóta sem eru ekki í fríi alla dagana.

Hægt verður að velja á milli eftirfarandi tímabila:

2. Helgin fyrir páska & dymbilvikafrá föstudegi 18. mars - miðvikudags 23. mars

Hús í boði:Munaðarnes, Bjarkarás (nr. 3)Munaðarnes, Stekkjarhóll (2 hús)Munaðarnes,Vörðuás (nr. 14)Vaðnes, Bollagarðar (3 hús)

Verð 24.000 (5 dagar)

3. Páskahátíðinfrá miðvikudegi 23. mars - þriðjudags 29. mars

Hús í boði:Munaðarnes, Bjarkarás (nr. 3)Munaðarnes, Stekkjarhóll (2 hús)Munaðarnes, Vörðuás (nr. 14)Vaðnes, Bollagarðar (3 hús)Akureyri, KjarnabyggðAkureyri, SkálatúnHúsafell (nr. 4)Hólasetur, Reykholt Biskipstungum

Verð 25.000 (6 dagar)

SÆKJA ÞARF UM Á ORLOFSVEF SFR

www.sfr.is/orlofsvefur og fara þar inn á liðinn UMSÓKNIR og velja tímabil og stað (eða hús ef það á við).Á vefnum má einnig finna nánari upplýsingar um orlofshúsin sem í boði eru.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL & MEÐ 14. FEBRÚAR NÆSTKOMANDI.

NIÐURSTAÐA ÚTHLUTUNAR LIGGUR FYRIR 16. FEBRÚAR.Svar við umsókn berst á það netfang sem valið er við innskráningu á orlofsvefinn www.sfr.is. Mjög mikilvægt er að vanda innskráningun til þess að svörin við umsókn berist hratt og vel.

Lífeyrisþegar hafa ekki rétt til þess að sækja um úthlutun þau tímabil sem hér eru tilgreind, en geta eins og aðrir bókað þau hús sem laus eru eftir að úthlutun lýkur.

ORLOFSHÚS UM PÁSKA ORLOFSHÚS UM PÁSKA

Page 21: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

JANÚAR 2016 • BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA 21

1. Hefðbundin úthlutunfrá mánudegi 21. mars – mánudagsins 28. mars

Hús í boði:Akureyri, Hamratún m/pottiReykjavík, GrandavegurReykjavík, SóltúnMunaðarnes, Bjarkarás (nr. 10 f/hreyfihamlaða)Munaðarnes, Bjarkarás (nr. 5)Munaðarnes, Stekkjarhóll (2 hús)Munaðarnes, Vörðuás (2 hús)Húsafell (nr. 6)ArnarstapiSkorradalur

Verð 26.000 (7 dagar)

Kaupmannahöfn íbúð á Amagerfrá mánudegi 21. mars – mánudagsins 28. mars

Verð: 86.000 kr. (7 dagar)

SFR STÉTTARFÉLAG Í ALMANNAÞJÓNUSTU

Páskaúthlutun hjá SFR stéttarfélagi verður með eftirfarandi hætti í ár:Páskavikunni sem áður var úthlutað sem heilli viku er nú skipt í tvennt ásamt dymbilvikunni

og verður því úthlutað oftar til þess að fleiri geti mögulega nýtt sér húsin. Með þessu móti tvöfaldast páskatímabilið og fleiri njóta sem eru ekki í fríi alla dagana.

Hægt verður að velja á milli eftirfarandi tímabila:

2. Helgin fyrir páska & dymbilvikafrá föstudegi 18. mars - miðvikudags 23. mars

Hús í boði:Munaðarnes, Bjarkarás (nr. 3)Munaðarnes, Stekkjarhóll (2 hús)Munaðarnes,Vörðuás (nr. 14)Vaðnes, Bollagarðar (3 hús)

Verð 24.000 (5 dagar)

3. Páskahátíðinfrá miðvikudegi 23. mars - þriðjudags 29. mars

Hús í boði:Munaðarnes, Bjarkarás (nr. 3)Munaðarnes, Stekkjarhóll (2 hús)Munaðarnes, Vörðuás (nr. 14)Vaðnes, Bollagarðar (3 hús)Akureyri, KjarnabyggðAkureyri, SkálatúnHúsafell (nr. 4)Hólasetur, Reykholt Biskipstungum

Verð 25.000 (6 dagar)

SÆKJA ÞARF UM Á ORLOFSVEF SFR

www.sfr.is/orlofsvefur og fara þar inn á liðinn UMSÓKNIR og velja tímabil og stað (eða hús ef það á við).Á vefnum má einnig finna nánari upplýsingar um orlofshúsin sem í boði eru.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL & MEÐ 14. FEBRÚAR NÆSTKOMANDI.

NIÐURSTAÐA ÚTHLUTUNAR LIGGUR FYRIR 16. FEBRÚAR.Svar við umsókn berst á það netfang sem valið er við innskráningu á orlofsvefinn www.sfr.is. Mjög mikilvægt er að vanda innskráningun til þess að svörin við umsókn berist hratt og vel.

Lífeyrisþegar hafa ekki rétt til þess að sækja um úthlutun þau tímabil sem hér eru tilgreind, en geta eins og aðrir bókað þau hús sem laus eru eftir að úthlutun lýkur.

ORLOFSHÚS UM PÁSKA ORLOFSHÚS UM PÁSKA

FERÐ ÞÚ REGLULEGA Í KRABBAMEINSSKOÐUN?Þetta er einfalt, bara panta tíma og mæta!

St.Rv. og SFR styrkja félagsmenn sína til þess að sinna forvörnum líkama og sálar, krabbameinsskoðun er forvörn. Kynntu þér málið á www.strv.is og www.sfr.is.

Félagsmenn sem hafa áhuga á að eignast vaktavinnubók geta haft samband við skrifstofur félaganna

og óskað eftir að fá eina slíka senda, eða komið á Grettisgötuna og sótt dagbók, ef það hentar betur.

Félagar geta einnig pantað dagbók á vef félagsins www.sfr.is

Skrifstofur St.Rv. og SFR eru á 4. hæð Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.

Opið frá kl. 9:00 - 16:00 SFR s. 525 8340 / St.Rv. s. 525 8330 eða [email protected]

VAKTAVINNUDAGBÆKUR 2016

Umsóknir um orlofshús St.Rv. um páska

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús og íbúðir félagsins um páska á orlofsvef St.Rv. www.orlof.is/strv

Leigutími um páska er 21. – 28. mars 2016.

Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi. Páskaúthlutun kostar 20 punkta. Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar 2016, úthlutun fer fram 16. febrúar 2016.

Félagsmenn sem ekki hafa aðgang að tölvu, geta snúið sér til skrifstofunnar í síma 525-8330.

PÁSKAR 2016Starfsmannafélag ReykjavíkurborgarPÁSKAR 2016Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Page 22: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

22 BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016

Trúnaðarmannafræðsla SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv.)Skráning er hafi n á námskeið fyrir trúnaðarmenn og fulltrúa á vorönn 2016.

Annars vegar er um að ræða námskeið á vegum SFR og St.Rv. og fer skráning á þau námskeið fram á vef Fræðslusetursins Starfsmenntar, www.smennt.is, með rafrænum skilríkjum, Íslykli eða eigin lykilorði.Kennsla fer fram á Grettisgötu 89.

Hins vegar eru það námskeið á vegum Félagsmálaskóla alþýðu og BSRB og fer skráning á þau námskeið fram á www.felagsmalaskoli.is

Trúnaðarmannanámskeiðin eru kennd á Grettisgötu 89, en opnu námskeið Félagsmálaskólans eru kennd í Guðrúnartúni 1.

Fræðsla á vegum SFR og St.Rv.

• Fræðslumorgnar Nýliðafræðsla fulltrúa/trúnaðarmanna St.Rv. 4. feb. kl. 10:00-12:00 Vinnutíminn minn - dagvinna, yfi rvinna, vaktavinna, 11. feb. kl. 9:00-12:15 Að byggja brýr í samskiptum 25. apríl kl. 9:00-12:30

• Grunnnám trúnaðarmanna SFR og St.Rv. 16.-18. febrúar, 1. dagur kl. 12:30-16:00, 2. og 3. dagur kl. 9:00-16:00

Kjarasamningur og túlkun helstu atriða, hlutverk trúnaðarmanna og úrlausnir mála, tjáskipti, mótun sjálfsmyndar og áhrif hennar á hegðun.

Fræðsla á vegum BSRog Félagsmálaskóla alþýðu

• Trúnaðarmannafræðsla Trm.nám I, 1. þrep, 1. – 3. feb. kl. 9:00-15:45 Þjóðfélagið, vinnumarkaðurinn, starf og staða trúnaðarmanns og samskipti á vinnustað.

Trm.nám I, 2. þrep, 29. feb. – 1. mars kl. 9:00-15:45 Lestur launaseðla og launaútreikningur, starfsemi félaga, kjarasamningar og sjóðir.

Trm.nám II, 6. þrep, 4. – 5. apríl kl. 9:00-15:45 Samtalstækni og íhlutun og skipulögð vinnubrögð.

Trúnaðarmannanám BSRB og Félagsmálaskóla alþýðuer byggt á tveimur námskrám sem viðurkenndar hafaverið af mennta –og menningarmálaráðuneytinu.Námsþættir námskrár Trúnaðarmannanámskeiðs I eru samtals 81 klst. og skiptast á fjögur þrep. Námsþættir námskrár Trúnaðarmannanámskeiðs II eru samtals61 klst. og skiptast á þrjú þrep.

Sjá nánar á www.felagsmalaskoli.is.

• Opin námskeið hjá Félagsmálaskóla alþýðu Innra eftirlit lífeyrissjóða, 28. jan. kl. 9:00-12:00 Útlendingar og íslenskur vinnumarkaður, 11. feb. kl. 9:00-12:00 Einelti, 3. mars kl. 9:00-12:00 Hluthafastefnur lífeyrissjóða – tilgangur, framkvæmd, eftirfylgni, 7. apríl kl. 9:00-12:00

Hvíldartímaákvæði, 21. apríl kl. 9:00-12:00

Nám um kjör og velferð

Einnig er vakin sérstök athygli á námi um kjör og velferðsem gæti höfðað til trúnaðarmanna og fer skráning á það fram á www.smennt.is • Jafnlaunastaðall Námskeið sem styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals. Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur 27. janúar Starfafl okkun 3. febrúar Launagreining 10. febrúar Gæðastjórnun og skjölun 17. febrúar

• Vaktavinna og lýðheilsa Ætlað starfsfólki sem gengur vaktir og stjórnendum sem skipuleggja vaktir. Lýðheilsa og vaktir, 1. og 2. febrúar Umgjörð kjarasamninga, 8. febrúar Vaktavinnufyrirkomulag og vinnumenning, 15. og 16. febrúar

Trúnaðarmenn eru hvattir til að kynna sér námsframboðiðog skrá sig sem fyrst en tengil á skráningu má fi nna á:

• SFR: www.sfr.is/trunadarmenn/trunadarmannafraedsla/ • St.Rv. : www.strv.is/um-felagid/fulltruarad-og- trunadarmenn/nam-fyrir-fulltrua-og-trunadarmenn

Page 23: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

JANÚAR 2016 • BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA 23

KRABBAMEIN ER EKKI

DAUÐADÓMURIngveldur greindist 37 ára með brjóstakrabbamein

Page 24: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

24 BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016

JólaballSFR og St.Rv. í Gullhömrum

Page 25: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

JANÚAR 2016 • BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA 25

Page 26: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

26 BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016

krossgátuvinningshafiKrossgátuvinningshafinn að þessu sinni heitir Benedikt Birkir Hauksson. Benedikt starfar í Menntaskólanum í Hamrahlíð og er stuðningsfulltrúi þar. Hann byrjaði þar síðastliðið haust og segist í raun vera að fylgja strák sem hann hafði unnið með áður en sá byrjaði í námi í MH í haust. Hann segir starfið bæði krefjandi og gefandi en dagarnir færu svolítið eftir dagsforminu hjá þeim báðum. Birkir segist tiltölulega vera nýbyrjaðir að gera krossgátur og fær til þess aðstoð kærustunnar við að leysa gáturnar.

Sudoko

4 1 2 9 5

3 5

8

4

7 9 8 3 4

3 7 6

8 1 4

2

7 8 6

9 6 1

4 9 8 2 6

6 5 9 1 2

7 3

5 2

3

1 4 8

8 7 1 4

8 2 6 3

4 5 6

5 4

1

9 1

5 3 2

7 8

2 6 9

2 1

SKÝLI BORG Æ SUNDFÆRI

SPYRJA U ÞAKHÆÐ BEIN STAUR

SPARI-BAUKUR

MJAKA S P A R I G R Í SA K A SÁLARKVÖL

SKERMUR A N G I S TTÍMABILS Á R MEN

KK NAFN N I S T IL Í K J A MERKI

TVEIR EINS H A KÓSVIKINN

GOÐSAGNA-VERA E LÉLEGT

MÓLAG F I S J A ALA

BERJAST F Æ Ð A

HEIÐUR

STÆLA

TITILL

S

L A K U R PILLAKAPPSEMI

BETRUN Á K E F Ð VÖKVA-LAUS MÁLMURLÉLEGUR

Æ T T EXEM

MYNT Ú T B R O T ÓSÆTTIPERSÓNU-FORNAFN

LJÓMI Þ ÚFRÆND-BÁLKUR

K L A K SAMTÖK A A VATNSSÝKI

MJÖG B J Ú G U RÚTUNGUN

N AHÆKKA

ALDIN-LÖGUR L Y F T A

HVERS EINASTA

FLATORMUR A L L R AÁTT

I S M I LOGA

HNUSA L I F A OFFUR

SUÐA F Ó R NS ELSKA

KVABBA U N N AHÆNGUR

META OF MIKILS A G N Ú I SPÍRUN HUGARRÓ

E N S K A GERST

GRÖM O R Ð I Ð SPIL

RUSL Á STUNGUMÁL

F A T GRAS

HLJÓÐNA S E F TIL

DÁÐ A Ð YFIRHÖFN

UMRÓT S L ÁÍLÁT

T U GARNA

TEITI Þ A R M A ALKYRRÐ

HÆTTA A L K U LÍ RÖÐ

I Ð K A ENDAFJÖL

TIL DÆMIS G A F L HLÝJA

BETL O R N ASTUNDA

R A N G T TALÍA

ANGAN T R I S S A FISKUR RVITLAUST

L SÁL

AÐGÆTA A N D I ENNÞÁ

SVELL E N N LÍK

TVEIR EINS N Á RI G L A HJÁLPAR L Í K N A R KUSK L ÓLIÐORMUR

T Á L SKILABOÐ S M S MÁNUÐUR A P R Í LBLEKKING

STEFNA

ÁLPAST

1

2

3

4

6

5

Lausn krossgátu 1. tlb. 2016 - ÁLPAST

Page 27: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

JANÚAR 2016 • BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA 27

GÓLF-KLÆÐNING

UTAN

ÞÁTT-TAKANDI

TVEIR EINS

NOT

BLAÐFYRIR TULDRA PENINGAR

HLJÓÐFÆRI

SKÍTUR

GLEÐJAST

KYRTLA

STÍGANDIFURÐA

ÖTULL

ÓHREINKA

SAMTÖK

HJARTA-ÁFALL

BÆN

ÓRÓI

ÓÐ

SKJÓTUR

FÖNN

GEIL

HÓTUN

KÖTTUR

EGNA

UNG-DÓMUR GILDRA TVEIR

EINSNÆRRI

STAKUR

FRÁSÖGN

ESPA

ÖRLÁTURÁVÖXTUR

ÞEI

STAGL

HNÝSAST

SLÆMA

STARFS-GREIN

BETLARI

SLÁTTAR-TÆKI

ÆSKJA

GLJÁHÚÐHAMINGJATVEIR

EINS

MELTINGAR-VÖKVI

ÞÖKK

HÝÐI

ÓHLJÓÐ

GARÐI

HANGA

GERA VIÐ

STUTTUR

TVÍHLJÓÐI

ANGAN

VERRI

BAKTALÁSTIRDREPSÓTT

BAR

UNDIR-STAÐA

GJALD-MIÐILL

Á FÆTI

GÆFA

SUNDFÆRI

SAM-STÆÐA

MÖRK

KASTHJÓL

SKVETTA

AUSTUR-ÁLFA

HVORT

VEIKI

MERKI

HOLA

SAMTALSSEFUN

ILLT UMTAL

SPIL

VIÐ-KVÆMUR

ELDUR

SÖGU

ARINN

SEIÐI

FÆDDI

KUSK

ÁTTHÚSNÆÐIS

MERGÐ TALASVEFN

MÆLI-EINING GAFLFÆÐA

ÓSKIPT

SKÓLI

my

nd

: B

ra

nd

izz

i (C

C B

y-S

a 3

.0)

1

2

3

4

5

6

verðlaunakrossgáta. Krossgátan er fastur liður í Blaði stéttarfélaganna, félagsmönnum vonandi til ánægju. Hægt er að senda inn réttar lausnir og dregið verður úr þeim sem berast fyrir síðasta móttökudag, sem að þessu sinni er 1. mars næstkomandi. Verðlaunin eru val á milli peningaupphæðar (12.000 kr.) eða helgardvalar í orlofshúsum félaganna frá 15. september til 1. maí að undanskildum páskum, jólum og áramótum. Nægilegt er að senda svarið ásamt nafni, kennitölu, heimilisfangi og símanúmeri til St.Rv. eða SFR, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Vinsamlegast merkið umslagið „Krossgáta“. Einnig má senda svar á netfangið [email protected]

Page 28: Janúar 2016 STÉTTARFÉLAGANNA - Velkomin á vef …eldri.sfr.is/files/SFR jan-2016 proof_1597585336.pdfBLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA • JANÚAR 2016 I

www.smennt.is

NÁM FYRIR ALLAOpin námskeið fyrir alla áhugasama

• Samskiptahæfni og sjálfsefling • Teymisvinna og hópastarf • Skrifstofustjórn • Tungumál • Samfélagsþekking • Tölvukunnátta • Verkefnastjórnun • Mannauðsstjórnun • Lærdómsmenning • Leiðtogafræðsla • Skjalavistun • Kynningar og markaðssetning • Markmiðasetning • Þjónustustjórnun • Breytingastjórnun • Stefnumótun og áætlanir • Vellíðan í starfi • Árangursrík framsögn • Jákvæð sálfræði • Vönduð íslenska • Fjármál og rekstur • Jafnlaunastaðall

Fræðslusetrið Starfsmennt / Skipholti 50b, 105 Reykjavík / Sími 550 0060 / [email protected]

Öll þjónusta Fræðslusetursins Starfsmenntar er án endurgjalds fyrir félagsmenn.Náms- og starfsráðgjöf á staðnum.

Við veitum allar upplýsingar í síma 550-0060

NÁM STARFSGREINAÆtlað fagstéttum og starfshópum

• Félagsliðar • Stuðningsfulltrúar • Viðurkenndir bókarar • Heilbrigðisritarar • Launafulltrúar • Læknaritarar • Tómstundafulltrúar • Skrifstofustörf • Framlínustörf • Starfsfólk íþróttamannvirkja • Fangaverðir • Forstöðumenn • Mannauðsstjórar • Sótthreinsitæknar • Vaktavinnustörf

NÁM STOFNANASérsniðið nám sem byggir á:

• Þarfagreiningu fræðslu • Virkum stýrihópi • Sveigjanleika í framkvæmd • Faglegri kennslu • Rafrænni umsýslu • Árangursmati • Hæfnigreiningu starfa • Starfsþróunaráætlunum • Ráðgjafa að láni • Námskrá stofnunar • Stuttum fyrirlestrum • Lengri námsleiðum • Fjölda farandfyrirlestra • Fjarkennslu

BYGGÐU UPPþekkingu og hæfni í lífi og starfiBYGGÐU UPPþekkingu og hæfni í lífi og starfi