stykkishólms-pósturinn 10. janúar 2013

10
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 1. tbl. 20. árg. 10. janúar 2013 Gleðilegt ár Það var veðurblíða á Þrettándanum í ár sem bar upp á sunnudag að þessu sinni. Tekið var upp á þeirri nýbreytni að flytja áramótabrennu til þrettándans og flytja staðsetningu hennar á bílastæðið á tjaldsvæðinu rétt við Golfskálann. Kveikt var í brennunni kl. 18 og var búið að hlaða upp brennuefni í gám á svæðinu. Brennan var ágætlega sótt og fylgdi glæsileg flugeldasýning í kjölfarið sem Berserkir stóðu að. Nokkrir höfðu klætt sig í grímubúninga og margir voru með einhversskonar handblys eða stjörnuljós. Undir öllu hljómaði áramótatónlist. Vonandi þróast þetta enn frekar og kemur til með að verða fastur liður á þrettándanum héðan í frá. am Á síðasta ári var landað í Stykkishólmshöfn um 25 tegundum af sjávarfangi. Á listanum yfir þær tegundir sem landað var mátti sjá Arnarfjarðarrækju, Beitukóng, Blálöngu, Grálúðu, Grásleppu, Gullkarfa, Hlýra, Húnaflóarrækju, Ígulker, Keilu, Krækling, Makríl, Náskötu, Rauðmaga, Sandkola, Síld, Skarkola, Skrápflúru, Skötusel, Steinbít, Tindaskötu, Ufsa, Ýsu, Þorsk og Þykkvalúru. Samtals vegur þessi afli 3.714.569 Kg. Af þessum afla er þorskurinn u.þ.b. helmingur en síldin og grásleppan koma næstar í magni. Þessum afla lönduðu 104 skip og bátar í 2214 löndunum en inni í þeirri tölu eru 9 flutningaskip sem komu með 3858 tonn af salti og 320 tonn af áburði. Farþegar sem fóru í skemmtisiglingar með Særúnu og Ocean Safari voru 13.029 manns. 42 flutningabílar fóru yfir hafnarvogina með salt fyrir vegagerðina samtals 1242 tonn. Stykkishólms seldi rafmagn til báta í höfninni fyrir 5,3 milljónir króna. Fyrir stuttu komu tveir nýir bátar í höfnina, annarsvegar hin nýja Bíldsey og hinsvegar ný Friðborg. Bíldsey, skip útgerðarinnar Sæfells hf. í Stykkishólmi kom til heimahafnar rétt fyrir jól í fyrsta sinn. Skipið hefur verið á veiðum við austurland frá því það var sjósett í haust. Nýja Friðborgin sást á siglingu í byrjun vikunnar og mun vera nýrri, stærri og öflugri en sú gamla að sögn eigenda. Ekki bara þorskur... Á myndinni sést frá vinstri Baldur, þá gamla Bíldsey og svo nýja Bíldsey við komuna í heimahöfn 21. desember s.l.

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 08-Mar-2016

227 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994. 1. tbl. 20. árg.

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 10. janúar 2013

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 1. tbl. 20. árg. 10. janúar 2013

Gleðilegt árÞað var veðurblíða á Þrettándanum í ár sem bar upp á sunnudag að þessu sinni. Tekið var upp á þeirri nýbreytni að flytja áramótabrennu til þrettándans og flytja staðsetningu hennar á bílastæðið á tjaldsvæðinu rétt við Golfskálann. Kveikt var í brennunni kl. 18 og var búið að hlaða upp brennuefni í gám á svæðinu. Brennan var ágætlega sótt og fylgdi glæsileg flugeldasýning í kjölfarið sem Berserkir stóðu að. Nokkrir höfðu klætt sig í grímubúninga og margir voru með einhversskonar handblys eða stjörnuljós. Undir öllu hljómaði áramótatónlist. Vonandi þróast þetta enn frekar og kemur til með að verða fastur liður á þrettándanum héðan í frá. am

Á síðasta ári var landað í Stykkishólmshöfn um 25 tegundum af sjávarfangi. Á listanum yfir þær tegundir sem landað var mátti sjá Arnarfjarðarrækju, Beitukóng, Blálöngu, Grálúðu, Grásleppu, Gullkarfa, Hlýra, Húnaflóarrækju, Ígulker, Keilu, Krækling, Makríl, Náskötu, Rauðmaga, Sandkola, Síld, Skarkola, Skrápflúru, Skötusel, Steinbít, Tindaskötu, Ufsa, Ýsu, Þorsk og Þykkvalúru. Samtals vegur þessi afli 3.714.569 Kg. Af þessum afla er þorskurinn u.þ.b. helmingur en síldin og grásleppan koma næstar í magni. Þessum afla lönduðu 104 skip og bátar í 2214 löndunum en inni í þeirri tölu eru 9 flutningaskip sem komu með 3858 tonn af salti og 320 tonn af áburði. Farþegar sem fóru í skemmtisiglingar með Særúnu og Ocean Safari voru 13.029 manns. 42 flutningabílar fóru yfir hafnarvogina með salt fyrir vegagerðina samtals 1242 tonn. Stykkishólms seldi rafmagn til báta í höfninni fyrir 5,3 milljónir króna.Fyrir stuttu komu tveir nýir bátar í höfnina, annarsvegar hin nýja Bíldsey og hinsvegar ný Friðborg. Bíldsey, skip útgerðarinnar Sæfells hf. í Stykkishólmi kom til heimahafnar rétt fyrir jól í fyrsta sinn. Skipið hefur verið á veiðum við austurland frá því það var sjósett í haust. Nýja Friðborgin sást á siglingu í byrjun vikunnar og mun vera nýrri, stærri og öflugri en sú gamla að sögn eigenda.

Ekki bara þorskur...

Á myndinni sést frá vinstri Baldur, þá gamla Bíldsey og svo nýja Bíldsey við komuna í heimahöfn 21. desember s.l.

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 10. janúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 1. tbl. 20. árgangur 10. janúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Ágætu bæjarbúar!Nú hefur árið 2012 kvatt og nýtt ár hafið og langar mig að líta yfir farinn veg. Í ársbyrjun var mikill spenningur vegna uppsetningar nýja orgelsins í Stykkishólmskirkju en orgelið var vígt við hátíðlega athöfn 22. janúar sl. Með samtakamætti bæjarbúa og öflugu söfnunarstarfi orgelsöfnunarnefndar rættist langþráður draumur um nýtt orgel í Stykkishólmskirkju. Með tilkomu orgelsins hefur kirkjan sannað enn frekar hlutverk sitt til tónlistarflutnings auk síns hefðbundna hlutverks.

Snæfellingar riðu á vaðið með stofnun fyrsta svæðisgarðsins á Íslandi. Svæðisgarðar (á ensku regional parks) eru þekktir í mörgum löndum Evrópu og eru víða mikilvæg stoð í atvinnuuppbyggingu. Aðferðafræði þeirra byggir á hugmyndum um byggðaþróun og styrkingu „innan frá” að frumkvæði heimamanna sjálfra. Svæðisgarður er samstarfsvettvangur fólksins á svæðinu og er markmið hans að samfélagið þekki betur þau gæði eða auðlindir sem svæðið býður og hvernig sé hægt að nýta þau með fjölbreyttum hætti, s.s. í verðmætasköpun, fjölbreyttari atvinnu og til að efla samfélögin á svæðinu. Svæðisgarðurinn er eign allra Snæfellinga, en þeir sem hafa tekið að sér að leiða verkefnið eru sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og félög innan atvinnugreina á svæðinu.Á árinu 2012 bættust við nýir rekstraraðilar í ferðaþjónustu, Ocean Safari, með skemmtisiglingar og Sjávarpakkhúsið sem leiddi til aukins framboðs í afþreyingu og matarmenningu í Stykkishólmi. Nýtt hótel tók til starfa í Egilshúsi, Hótel Egilsen. Aukið framboð varð í heimagistingu og útleigu íbúða. Frumkvöðlar okkar í ferðaþjónustu, Pétur Ágústsson og Svanborg Siggeirsdóttir voru fyrst ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi að hljóta viðurkenningu Ferðamálasamtaka Vesturlands fyrir að hafa verið í fararbroddi, verið hvetjandi fyrirmynd og styrkt ferðaþjónustu síðastliðin ár á Vesturlandi. Nýir rekstraraðilar tóku við rekstri bókaverslunarinnar í Sjávarborg en húsnæði Sjávarborgar var selt til aðila í ferðaþjónustu sem ætla að byggja upp gistirými í húsinu, auk annarrar ferðaþjónustu. Gunnar og félagar í Narfeyrarstofu tók við rekstri Fimm fiska og eru því sömu rekstraraðilar að reka báða veitingastaðina. Það er því óhætt að segja að ferðaþjónustan haldi áfram að vaxa hér í Hólminum með fjölbreyttu framboði. Í sumar var metfjöldi smábáta við Stykkishólmshöfn. Stunduðu smábátasjómenn ýmsar veiðar s.s. grásleppuveiðar, strandveiðar, einhverjir fóru á makrílveiðar og í haust var farið að stunda síldveiðar. Tvö fyrirtæki hófu frystingu á síld og makríl og lögðu því margir smábátanna upp til vinnslu hér í Stykkishólmi. Auk þess var haldið áfram að frysta grásleppu en frysting hennar hófst á árinu 2011. Síldveiðarnar hafa gengið vel og eru smábátarnir að skila verðmætum afurðum til frystingar og vinnslu í landi. Helstu

framkvæmdir hjá Stykkishólmshöfn var bygging vatnshúss við Skipavíkurhöfn. Rekstur hafnarinnar hefur gengið vel undanfarin ár og hefur skilað jákværi rekstrarniðurstöðu frá og með árinu 2010.Bláfánanum var flaggað við Stykkishólmshöfn í 10. skipti í sumar. Fáninn er sem fyrr vitnisburður um verndun umhverfisins, góða aðstöðu við Stykkishólmshöfn og að öryggi gesta hafnarinnar sé tryggt. Þriðja bensínstöðin hóf starfsemi í Stykkishólmi þegar Altantsolía opnaði sjálfsafgreiðslustöð við Aðalgötu. Olíusalar hafa greinilega trú á uppbyggingu í Stykkishólmi þar sem talið er að ein bensínsala þjónusti um 5000 manns.Í ágúst hófst undirbúningur að kvikmyndatöku vegna myndarinnar The Secret life of Walter Mitty. Tökur fóru fram í september og höfðu mikil áhrif á líf okkar bæjarbúa. Á skömmum tíma var hluti bæjarins orðinn eins og grænlenskur bær og þyrlur flugu um gamla miðbæinn. Með tökunum fylgdi stór hópur starfsmanna og auk þess tóku margir bæjarbúar þátt í að þjónusta tökulið og leikara. Fyrir starfsfólk ráðhússins var það mikil upplifun að líta útum gluggann og sjá þekkta leikara rétt við húsvegginn. Ákveðið var að fara af stað með hönnun grunnskólalóðarinnar og var langþráð aparóla sett upp í haust á grunnskólalóðinni. Hönnunarvinna er langt komin og verður hægt að vinna áfram á árinu 2013 með lagfæringar á lóðinni.Á árinu 2012 var einnig farið í vinnu vegna hönnunar göngustíga og áfangastaða í Súgandisey en Stykkishólmsbær fékk styrk til verkefnisins frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Sú vinna er langt á veg komin og vonandi verður hægt að halda áfram með þá vinnu á nýju ári.Vinnuhópur um framtíðarskipulag gönguleiða, stíga og leikvalla í Stykkishólmi skilaði af sér skýrslu með tillögum um forgangsröðun. Mun skýrslan nýtast bæjaryfirvöldum mjög vel við skipulagningu og forgangsröðun, bæði við stígagerð, lagfæringar leikvalla og gangstétta. Vil ég nota tækifærið og þakka fulltrúum vinnuhópsins fyrir vel unnin störf.Eins og kom fram í pistli Lárusar Hannessonar forseta bæjarstjórnar fyrir jól hefur mikil vinna farið fram á árinu vegna mögulegs flutnings dvalar og hjúkrunarrýma Stykkishólmsbæjar í húsnæði St. Franciskusspítala. Á fjárlögum fyrir árið 2013 var samþykkt að veita framlag úr ríkissjóði til að hefja framkvæmdir. Gert er ráð fyrir 150 milljónum í verkefnið á árinu 2013. Í ágúst tók til starfa hér í Stykkishólmi dagþjónusta fyrir fatlaða einstaklinga. Er hún staðsett í gamla skólastjórabústaðnum sem heitir Ásbyrgi. Markmið dagþjónustunnar er að aðstoða fullorðið fatlað fólk til að komast í vinnu á almennum vinnumarkaði með eða án stuðnings, hluta úr degi eða hluta úr viku. Í Ásbyrgi eru vinnutengd verkefni. Forstöðumaður Ásbyrgis er Hanna Jónsdóttir. Hvet ég bæjarbúa til að kíkja í heimsókn til þeirra í Ásbyrgi og kynna sér starfsemina þar og eða til að festa kaup á

Stiklað yfir bæjarmálin

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 10. janúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 1. tbl. 20. árgangur 10. janúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Heilsuþema í mat og drykk í næstu viku

Lifandi tónlist

laugardagskvöldið 19. janúar

Heilsubætandi hátíðarkvöldverður

laugardagskvöldið 19. janúar n.k.

Gestakokkur: Hólmfríður Gísladóttir

Takmarkaður sætafjöldi! - Borðapantanir í síma 438-1119,

á [email protected] og www.narfeyrarstofa.is

Narfeyrarstofa

Óskum eftir húsnæði til leigu í Stykkishólmi frá 1.febrúar.Bjarki Hjörleifsson og Emilía Ólöf. s:8695296

Vettlingar fundust á Skólastíg á nýársdag. Þetta eru tvíbanda vettlingar í kvenstærð. Þá má nálgast í versluninni Heimahorninu.

Gylltur hringur fannst fyrir utan Bónus 2. janúar Nánari upplýsingar á pósthúsinu.

Smáauglýsingar

Fylgist með á Facebook

einhverjum af þeim vörum sem þar eru á boðstólnum. Danskir dagar voru haldnir með hefðbundnu sniði í ágúst og fóru þeir afskaplega vel fram. Gaman var að taka þátt í þeim atburðum sem í boði voru og fannst mér mikil gleði vera meðal bæjarbúa og okkar gesta. Menningarhátíðin Norðurljósin var haldin í annað sinn í október. Samanstóð hátíðin af ýmsum viðburðum og voru listamenn tengdir Hólminum með sýningar víða um bæinn. Mikil tónlistarveisla var alla helgina og voru söfn og veitingastaðir opnir. Á opnunartónleikum hátíðarinnar voru tveir Hólmarar gerðir að heiðursborgurum. Þau Elín Sigurðardóttir og Ágúst K. Bjartmars. vorusæmd nafnbótinni enda vel að henni komin.Vil ég þakka öllum þeim sem lögðu sitt á vogarskálirnar við að gera Norðurljósahátíðina að þeim frábæra viðburði sem hún var. Einnig vil ég þakka undirbúningsnefndinni og starfsmanni hátíðarinnar fyrir vel unnin störf.

Í desember var ákveðið, eftir tillögu slökkviliðsstjóra, að halda Þrettándabrennu í stað áramótabrennu. Mæltist það mjög vel fyrir og tókst brennan vel. Bæjarbúar áttu góða stund saman og vonandi verður þetta að árvissum atburði hjá okkur. Hægt verður að bæta við dagskrána að ári og undirbúa komu álfa og trölla með söng og gleði. Ákveðið var í lok ársins að fjárfesta í nýrri slökkvibifreið. Er bifreiðin keypt frá Hollandi og er af Meredes Benz gerð, árgerð 1997. Með bifreiðinni kemur mikið af aukabúnaði sem mun nýtast slökkviliðinu mjög vel. Bifreiðin er komin til landsins og bíða menn spenntir eftir afhendingu hennar. Þegar nýja bifreiðin verður tilbúin til notkunar verður elsta bifeiðin seld en hún er frá árinu 1968.Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 voru tekjuáætlanir varfærar. Fjárhagsáætlunin var endurskoðuð í ágúst sl. og þá voru tekjur hækkaðar. Nú í árslok er útlit fyrir að tekjur sveitarfélagsins verði enn hærri. Með tilkomu nýrra sveitarstjórnarlaga hafa sveitarfélögum verið settar fastari skorður en áður var og er um nokkra fjárhagslega mælikvarða að ræða. Krafa er gerð um að skuldir sveitarfélaga fari ekki yfir 150% af reglulegum tekjum. Þegar farið var að fylgjast með þessum fjárhagslegu viðmiðum var skuldahlutfall Stykkishólmsbæjar yfir þeim mörkum. En með áherslum á niðurgreiðslu skulda á undanförnum árum hefur náðst að lækka skuldahlutfallið og munum við ná skuldaviðmiðum á árinu 2013 og jafnvel 2012. Nýjar reglur um fjármál sveitarfélaga kveða einnig á um að rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins þurfi að vera í jafnvægi innan þriggja ára tímabils. Fyrsta viðmiðunarárið er árið 2011. Í fjárhagsáætlun ársins 2013 er gert ráð fyrir að

rekstrarjafnvægi náist á þriggja ára tímabilinu 2011-2013. Nánari skil verða gerð á fjármálum sveitarfélagsins 2012 þegar ársreikningur liggur fyrir.Um miðjan desember fór fram úttekt á Umhverfisvottun Snæfellsness, Earth Check. Frá árinu 2008 hefur Snæfellsnes verið umhverfisvottað samfélag. Þær gleðifréttir bárust rétt fyrir áramót að við fengum vottun enn á ný og fáum því að flagga Earth Check fánanum á árinu 2013, fimmta árið í röð.Stykkishólmsbær hefur tekið þátt í undirbúningi að Heilsu – og forvarnarviku sem haldin verður í vikunni 14. - 20. janúar nk. Markmiðið með vikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa. Er verkefnið hugarfóstur þeirra Steinunnar Helgadóttur og Aþenu E. Kolbeinsdóttur. Ég vil að lokum þakka íbúum fyrir jákvæð og góð samskipti á síðasta ári. Starfsfólki Stykkishólmsbæjar þakka ég gott samstarf. Þrátt fyrir erfitt árferði eftir bankahrun eru Hólmarar ávallt keikir og tilbúnir að halda áfram að byggja upp sitt jákvæða og góða samfélag með fjölbreyttu menningar- og íþróttalífi.

Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri .

Bæjarmálin frh.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 10. janúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 1. tbl. 20. árgangur 10. janúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Föstudaginn 21. desember brautskráðust 26 stúdentar frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af málabraut brautskráðist Alexandra Geraimova. Af félagsfræðabraut brautskráðust þau Agnes Sif Eyþórsdóttir, Arngrímur Stefánsson, Ásbergur Ragnarsson, Birna Kristmundsdóttir, Björg Ósk Gunnarsdóttir, Guðbjörg Arna Evudóttir, Heiður Björk Óladóttir, Herdís Lína Halldórsdóttir, Jón Viðar Pálsson, Magnús Ingi Hjálmarsson, Rebekka Heimisdóttir, Sigrún Ella Magnúsdóttir, Sigurborg Knarran Ólafsdóttir, Soffía Rós Stefánsdóttir, Steinunn Brynja Óðinsdóttir, Sylvía Björgvinsdóttir og Þorsteinn Erlingur Ólafsson. Af náttúrufræðibraut brautskráðust Berglind Kjartansdóttir, Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir, Hafrún Harðardóttir, Harpa Dögg Ketilbjarnardóttir, Krystyna Stefanczyk og Marta Magnúsdóttir. Tveir nemendur brautskráðust með viðbótarnám til stúdentsprófs, þær Erla Laufey Pálsdóttir og Hafrún Elvan Vigfúsdóttir.

Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Hafrún Harðardóttir. Hafrún hlut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í raungreinum, stærðfræði, íslensku og spænsku. Herdís Lína Halldórsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í félagsgreinum og þýsku. Sigrún Ella Magnúsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sálfræði. Harpa Dögg Ketilbjarnardóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í ensku. Fyrir góðan árangur í listgreinum hlaut Ásbergur Ragnarsson verðlaun og einnig hlaut Jón Viðar Pálsson fyrrum forsetin NFSN viðurkenningu fyrir félagsstörf í þágu skólans.Stórsveit Snæfellsness flutti tónlistaratriði auk þess sem Dagfríður Gunnarsdóttir söng við undirleik Hólmfríðar Friðjónsdóttur Sólrún Guðjónsdóttir flutti síðan fallega kveðjuræðu fyrir hönd kennara og starfsfólks og strax á eftir henni talaði Sædís Alda Karlsdóttir fyrir hönd 5 ára stúdenta. Hún fór fögrum orðum um skólann og þann tíma sem hún átti hér og benti nýútskrifuðum nemendum á að þeim standa allir vegir færir og að þau þurfi alls ekki að vera búin að ákveða hvað þau ætla að verða þegar þau eru orðin stór strax.Jón Viðar Pálsson flutti að lokum kveðjuræðu fyrir hönd nýstúdenta og hvatti hann fólk óspart til að vera jákvætt og hrósa hvort öðru. Að lokinni athöfn var gestum boðið upp á veitingar í boði Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Áttunda bindi Stykkishólmsbókar er nú komið út. Bragi Jósepsson hefur nú lokið við áttunda bindi bókaflokksins um íbúa Stykkishólms á 20. öld og fram til ársloka 2008. Fyrstu þrjú bindin komu út árið 2002, næstu fjögur árið 2010 og það síðasta, það áttunda í röðinni kom út í desember s.l. Þar með er þessu viðamikla heimildarverki lokið. Í þessu lokabindi verksins er m.a. skrá yfir nöfn 15.000 einstaklinga og 400 stórfjölskyldna, sem fjallað er um í bókunum og vísað í blaðsíður og bindi þar sem þeirra er getið, að sögn höfundar. Þá eru í bókinni leiðréttingar á villum í texta fyrri binda. Í lokakaflanum er fjallað um mannanöfn í Stykkishólmi með hliðsjón af þróun mannanafna á landsvísu. Lokabindið er nú til afgreiðslu hjá höfundi í Stykkishólmi.Bragi Straumfjörð Jósepsson er fæddur í Stykkishólmi árið 1930 og bjó hér til ársins 1951. Hann er doktor í samanburðar uppeldisfræði frá uppeldisvísindadeild Vanderbilt háskóla í Nashville í Bandaríkjunum og starfaði lengst af sem háskólakennari og síðar prófessor, fyrst í Bandaríkjunum, þar sem hann bjó í tólf ár, og frá 1980 til 2000 við Kennaraháskóla Íslands. Bragi flutti aftur til Stykkishólms árið 2004 og er búsettur hér. am

Áttunda bindi Stykkishólmsbókar í höfn

Hvað fékkst þú í jólagjöf?Nafn: Jón Grétar BenjamínssonAldur: 13 áraStarf: Nemandi í Grunnskólanum í StykkishólmiSvar: Nýjustu Spiderman myndina. Nafn: Eydís Bára ÓmarsdóttirAldur: 12Starf: Nemandi í Grunnskólanum í StykkishólmiSvar: One Direction sængurföt, One Direction handklæði og inniskó.Nafn: Hrefna GarðarsdóttirAldur: 61 áraStarf: SkólaliðiSvar: Kaffivél.Nafn: Unnur Erna ÓskarsdóttirAldur: 52 áraStarf: Skólaritari hjá GrunnskólanumSvar: skemmtilegt borðspil.Nafn: Lárus Á HannessonAldur: 46 áraStarf: Kennari í GrunnskólanumSvar: Éf fékk alla 6 diskana af Landsmóti Hestamanna.

8.bekkur GSS

?

Útskrift Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Júlíanna, hátíð sögu og bóka verður haldin helgina 1. – 3. mars í Stykkishólmi. Viðfangsefni hátíðarinnar verður konan í bókmenntum og sögum. Dagskráin verður fjölbreytt og mun verða kynnt betur síðar. Einn liður dagskrár verður leshringur þar sem lesin verður bók Vilborgar Davíðsdóttur, „Auður“. Leshringurinn verður á Hótel Egilsen vikulega fram að hátíð og er öllum að kostnaðarlausu. Hann hefst mánudaginn 14. janúar kl: 20.00. Áhugasamir hafi samband við Hótel Egilsen í síma 554-7700 eða Þórunni, [email protected]. Undirbúningsnefndin

Gréta SigurðardóttirDagbjört Höskuldsdóttir

Sigríður Erla GuðmundsdóttirÞórunn Sigþórsdóttir

Júlíanna, hátíð sögu og bóka

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 10. janúar 2013

Hei

lsu- o

g fo

rvar

narv

ika

í Sty

kkish

ólm

i dag

ana

14. -

20.

janú

arD

agsk

ráw

ww

.styk

kish

olm

ur.is

Mán

udag

ur 14

.01Þr

iðjud

agur

15.01

Miðv

ikuda

gur 1

6.01

Fimmt

udag

ur 17

.01Fö

studa

gur 1

8.01

Laug

ardag

ur 19

.01Su

nnud

agur

20.01

Kl. 1

1:00

Sæfe

rðir

Ævi

ntýr

asig

ling,

kr.

2.00

0 -

sjáva

rrét

tasú

pa, k

r. 1.9

50.

Kl. 1

7:00

-19:0

0 X-

Opi

ð fy

rir 6

-7 b

ekk.

Þe

mad

agur

.

Kl. 2

0:00

-22:

00 X

-ið

Opi

ð fy

rir 8

-10 b

ekk.

Þe

mad

agur

.

Kl. 1

2:15

Plá

ssið

Af h

verju

reyk

ja?

Krist

inn

Logi

Hal

lgrím

sson

knir,

fyrir

lest

ur.

Kl. 1

9:00

Gru

nnsk

óli

Eldu

m fi

sk. S

æþó

r. N

ámsk

eið.

Eldu

n og

kvö

ldve

rður

. Pa

nta

þarf

í sím

a 84

1-200

0.

1.000

kr.

Kl. 1

6:00

Lét

tur

göng

utúr

um

gön

gule

iðir

Styk

kish

ólm

s.

Kl. 1

7:00

Met

abol

ic

Opi

nn tí

mi.

Kl. 1

0:30

Dva

larh

eim

ili

Leik

fimi.

Aþen

a Ey

dís

og

Stei

nunn

.

Kl. 2

0:00

Gru

nnsk

óli

Opi

n fu

ndur

um

12 s

por.

Hól

mfr

íður

.

Kl. 8

-10 Íþ

rótt

ahús

HVE

Bló

ðsyk

urm

ælin

g (m

æta

fast

andi

), bl

óðþr

ýstin

gsm

ælin

g og

st

öðug

leik

apró

f.

Plás

siðLi

fand

i tón

list f

ram

efti

r kv

öldi

.

Kl. 8

-10 Íþ

rótt

ahús

HVE

Bló

ðsyk

urm

ælin

g (m

æta

fast

andi

), bl

óðþr

ýstin

gsm

ælin

g og

st

öðug

leik

apró

f

Kl. 0

6:05

Met

abol

icO

pinn

tím

i.

Kl. 1

0:20

-11:10

Lei

kskó

liEl

dri d

eild

ir le

iksk

óla

- íþ

rótt

atím

i í Íþ

rótt

amið

stöð

.Kl

. 14

Íþró

ttam

iðst

öðRa

tleik

ur fy

rir a

lla

fjölsk

yldu

na í

boði

m

eist

arafl

okka

Snæ

fells

.

Að lo

knum

ratle

ik v

erðu

r bo

ðið

upp

á lé

ttar

vei

tinga

r vi

ð Íþ

rótt

amið

stöð

ina

og

valin

ver

ður

skem

mtil

egas

ta

myn

din

í Ins

tagr

amle

iknu

m.

H

vetju

m v

ið a

lla ti

l að

ta

í sun

d á

eftir

.

Kl. 2

0:00

Nar

feyr

arst

ofa

Guð

bran

dur

Gun

nar

mat

reið

slum

aður

, ráð

legg

-in

gar

varð

andi

mat

arge

rð.

Kl. 1

2:15

Sjá

varp

akkh

úsið

Bakv

erki

r; rá

ð og

órá

ð II

Jóse

p Ó

. Blö

ndal

lækn

ir,

fyrir

lest

ur.

Kl. 1

4-18

Lyfj

aG

uðrú

n Be

rgm

ann,

he

ilsuk

ynni

ng.

Kl. 1

0:30

Dva

larh

eim

ili

Slök

un. H

alla

Dís.

Kl. 1

2:00

Hót

el E

gilse

n Væ

nt

um g

rænt

. Luk

ka fr

á H

app

veiti

ngah

úsi,

fyrir

lest

ur.

Bóka

þar

f í s

. 554

-770

0.

Kl. 1

6:30

-18:0

0 Sk

ipav

ík

Kynn

ing

á bl

öndu

rum

. Kl

. 18-

20 L

indi

nO

pið

hús.

Kl. 1

9:00

Íþró

ttam

iðst

öðVa

tnsle

ikfim

i. O

pinn

tím

i.

Kl. 1

2:15

Sjá

varp

akkh

úsið

Bakv

erki

r; rá

ð og

órá

ð I

Jóse

p Ó

. Blö

ndal

lækn

ir,

fyrir

lest

ur.

Kl. 2

0:00

Plá

ssið

Hól

mfr

íður

Gísl

adót

tir

heils

umar

kþjá

lfi, f

yrirl

estu

r, sý

nike

nnsla

og

smak

k.

Pant

a þa

rf í

síma

436-

1600

- 10

00 k

r.

Kl. 1

8-19

X-ið

Su

ndla

ugap

artý

- a

llir

bekk

ir.

Kl. 2

0:00

Íþró

ttam

iðst

öðKó

sýkv

öld

í sun

dlau

ginn

(e

f veð

ur le

yfir)

.

Kl. 1

8:00

Sun

ddei

ld S

næfe

lls

Tilsö

gn í

skrið

sund

i. Fy

rir

byrje

ndur

og

leng

ra k

omna

.

Kl. 1

2:15

Plá

ssið

Bakv

erki

r og

lífs

tíls-

sjúkd

ómar

. H

refn

a Fr

íman

nsdó

ttir

sjúkr

aþjá

lfari,

fyrir

lest

ur.

Kl. 1

2:15

Plá

ssið

Stre

ita.

Hal

la D

ís H

allfr

eðsd

óttir

hj

úkru

narf

ræði

ngur

, fy

rirle

stur

.

Kl. 1

7:00

Hót

el E

gilse

n H

rein

og

heiln

æm

afu

rð.

Guð

rún

Pálsd

óttir

(Luk

ka

frá

Hap

p ve

iting

ahús

i),

fyrir

lest

ur.

Bóka

þar

f í s

. 554

-770

0.

Kl. 1

7-18

X-ið

Br

ennó

mót

6

. - 10

. bek

kur.

Kl. 1

9:00

Nar

feyr

arst

ofa

Hei

lsubæ

tand

i hát

íðar

kvöl

d-ve

rður

hætt

i H

ólm

fríð

ar G

íslad

óttu

r he

ilsum

arkþ

jálfa

. Bo

rðpa

ntan

ir s.

438-

1119.

Ve

rð 6

.900

kr.

Kl. 1

4-18

Lyfj

aIn

ga K

ristjá

nsdó

ttir

nærin

gaþe

rapi

sti.

Ráðg

jöf.

Kl. 1

7:30

Gru

nnsk

óli

Hei

lbrig

ð sá

l í h

raus

tum

lík

ama.

Hel

gi Jó

nas

Guð

finns

son

íþró

ttaf

ræði

ngur

, fyr

irles

tur.

Kl. 1

7:00

Gru

nnsk

ólin

rnám

skei

ð og

fyrir

lest

ur

um le

iðir

að re

ykle

ysi.

Pant

a þa

rf í

síma

696-

3283

.

Kl. 0

6:05

Met

abol

icO

pinn

tím

i.Kl

. 06:

05 M

etab

olic

Opi

nn tí

mi.

Kl. 0

6:05

Met

abol

icO

pinn

tím

i

Kl. 1

4:00

Lio

ns-h

ús5

Ryth

ma

dans

, Sig

urbo

rg

Han

nesd

óttir

. Pan

tani

r í s

. 69

6-32

83 fy

rir k

l. 15

fös.

Kl. 1

8:00

Íþró

ttam

iðst

öðKy

nnin

g á

star

fi kö

rfub

olta

-de

ildar

Snæ

fells

.

Kl. 1

8:00

Gru

nnsk

ólin

n O

pinn

fund

ur u

m lí

fið o

g til

veru

na.

Þorg

rímur

Þrá

ins.

Kl. 1

6:00

Gru

nnsk

óli

Hug

sun

og lí

ðan,

Em

il Ei

nars

son

sálfr

æði

ngur

, fy

rirle

stur

.

Kl. 1

6-17

Lei

r 7

Kynn

ing

á le

irpot

tinum

og

hæge

ldun

- sm

akk.

Ú

rval

s hr

áefn

i úr

héra

ði.

ATH.

Birt

með

fyrirv

ara

um b

reytinga

rUmsjón

með

útgáfu, u

ppse

tningu

og

hönn

un: Styk

kish

ólmsb

ær/K

ÖG

Kl. 1

1:00

Vatn

safn

iðPi

late

s og

teyg

jur.

Aþen

a Ey

dís.

Opi

nn tí

mi.

Kl. 1

1-12

Setr

iðG

uðrú

n Be

rgm

ann,

fyrir

lest

ur/k

ynni

ng.

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 10. janúar 2013

Vertu

með

!

Hei

lsu- o

g fo

rvar

narv

ika

í Sty

kkish

ólm

ida

gana

14. -

20. j

anúa

r

Í boð

i alla

vik

una:

Bóka

verz

lun

Brei

ðafja

rðar

ver

ður

með

úrv

al a

f hei

lsubó

kum

, jaf

nt

mat

reið

slubó

kum

sem

fræ

ðslu

efni

um b

ætta

hei

lsu á

sérle

ga

heilb

rigðu

ver

ði.

Hót

el E

gilse

n

Lífr

ænn

mor

gunm

atur

alla

virk

a da

ga

mill

i kl.

7:00

-9:0

0,

pant

a þa

rf b

orð

í sím

a 55

4-77

00.

Lyfja

- 20

% a

fslá

ttur a

f gu

la m

iðan

um o

g So

lara

y bæ

tiefn

um á

sam

t flei

ri flo

ttum

tiefn

a-til

boðu

m

Hre

ssas

ta In

stag

ram

heils

umyn

din!

Verð

laun

í bo

ði.

styk

kish

olm

spos

turin

n.is

Hei

mah

orni

ð -

15%

afs

látt

ur a

f öllu

m

íþró

ttav

örum

og

íþró

ttas

kóm

.

Nes

brau

ð -

úrva

l af h

eilsu

-br

auðu

m.

Sjáv

arpa

kkhú

sið -

Hol

lari

háde

gism

atur

og

skyr

boos

t, m

án.-f

ös.

kl. 1

2:00

-14:0

0.

Plás

siðH

eilsu

pakk

ar, þ

arf a

ð pa

nta.

Engi

fers

kot,

safa

r og

heils

u

háde

gis-

og

kvöl

dmat

ur,

mán

.-fim

. Hol

lt pi

zzah

laðb

orð

fös.

Opi

ð fr

á kl

. 11:3

0

Anka

- Hu

gað

verð

ur a

f hön

dum

og fó

tum

mán

.-fös

. Með

hve

rri

fóts

nyrt

ingu

fylg

ir 50

ml

fóta

krem

og

með

hve

rri h

and-

snyr

tingu

fylg

ir 50

ml

hand

ábur

ður.

Hár

stof

an

kynn

ing

á há

rvör

um o

g til

boð

á dj

úpnæ

ringu

.Sk

ipav

ík ve

rslu

n

tilbo

ð á

blön

duru

m

alla

viku

na.

Bónus

- ávex

tir á

tilboð

i

og ky

nning

á ný

jum

orkud

rykk.

Íþró

ttam

iðst

öð

Frítt

í su

nd

Átak

Frítt

í ræ

ktin

a

Met

abol

icFr

ítt a

lla v

ikun

aH

eilsu

daga

r í

leik

- og

grun

nskó

la a

lla

viku

na.

Göng

um í v

innu

na

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 10. janúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 1. tbl. 20. árgangur 10. janúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Hótel Stykkishólmur óskar eftir íbúð til leigu fyrir starfsfólk.

Reglusemi og góðri umgengni heitið.

Upplýsingar í síma 430 2100

Starfsmaður óskast

Starfsmaður óskast við ræstingar á skrifstofu sýslumanns og lögreglu að Borgarbraut 2, Stykkishólmi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða 40% starf sem unnið er á dagvinnutíma. Laun eru skv. kauptaxta starfsgreinasambandsins frá 1. mars 2012 skv. samningi SGS og ríkissins. Nánari upplýsingar veitir Berglind Lilja Þorbergsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 430-4100 eða sendið fyrirspurn á netfangið [email protected] Umsóknarfrestur er til 18. janúar 2012.Við áskiljum okkur rétt til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum.

Gleðilegt nýtt ár! Það er ekki amalegt að hefja nýtt ár á gleðilegum fréttum af endurnýjaðri umhverfisvottun Snæfellsness. Yfir hátíðirnar endurnýjuðu vottunarsamtök EarthCheck vottun á starfsemi sveitarfélaganna á Snæfellsnesi fimmta árið í röð. Þar sem þetta er í fimmta skiptið sem vottun hlýst státa sveitarfélögin sig nú af svokallaðri gullvottun EarthCheck.Ekki má þó gleyma sér í gleðivímu en láta skynsemina ráða og minnast þess að alltaf má gera betur. Framundan eru ýmis spennandi verkefni sem ætlað er að bæta umhverfi og samfélag í samræmi við markmið vottunarinnar. Nánar verður fjallað um þau síðar, bæði á þessum vettvangi sem og á heimasíðu verkefnisins www.nesvottun.is. Í tilefni nýs árs og endurnýjaðrar vottunar hvet ég íbúa Snæfellsness til þess að styðja við vottunarvinnu sveitarfélaganna með því að setja sér að minnsta kosti eitt umhverfistengt áramótaheit því margt smátt gerir eitt stórt.

Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness ([email protected])

Endurnýjuð umhverfisvottun Snæfellsness

Gerið góð kaup!20 - 50% afsláttur

af ýmsum fatnaði

20 - 40% afsláttur af skóm

Verið velkominHeimahornið - ykkar verslun

Í skaupinu árið 2012 var mikið gert grín af forsetanum, fótboltaliðinu, Bubba, Ölgerðinni o.fl. Ekki voru allir í 8. bekk sammála um hvað þeim fannst um skaupið en flestum þótti það „ömurlegt“ eins og þau orðuðu það. Sumum nemendum fannst það byrja vel en þeim fannst seinni hlutinn af skaupinu ekkert sérstakur. Maríu Þórsdóttur, íslenskukennaranum okkar, fannst sumt í skaupinu mjög skemmtilegt og fyndið en of mörg atriði léleg. Þóra Margrét Birgisdóttir grunnskólakennari sagði um skaupið: „Bara mjög skemmtilegt. Hló mikið!“ En Unni Ernu Óskarsdóttur skólaritara fannst það lélegt. Fyrir þá sem fannst það ekki gott þá vonum við að það verði skemmtilegra næst. Við í 8. bekk óskum ykkur farsældar á nýju ári! Megi 2013 vera gott ár!

8. bekkur

Áramótaskaupið 2012

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 10. janúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 1. tbl. 20. árgangur 10. janúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Það var örugglega djúphugsuð ákvörðun þegar félagi okkar, Sigurður Helgason skólastjóri, ákvað ásamt fleiri Snæfellingum að körfubolti yrði vetrarboltagreinin hér í Hólminum upp úr 1950. En af hverju körfubolti? Jú á þeim tíma voru 4 leikmenn inná hverju sinni, íþróttahúsin þurftu ekki að vera mjög stór og körfuboltinn var mikið stundaður í skólaíþróttum. Allt þetta ásamt ýmsu öðru hentaði Hólminum best á þeim tíma og gerir í raun enn.

Ágæta stuðningsfólk SnæfellsÞað var glæsilegt karlalið Snæfells sem spilaði á Landsmótinu að Laugarvatni árið 1965 í glansbúningunum frægu (myndina er hægt að sjá í íþróttahúsinu) og öll árin síðan þá, hafa komið upp dugmiklir leikmenn, bæði karlar og konur sem náð hafa frábærum árangri í körfunni sem eftir hefur verið tekið.Já það eru nefnilega ekki mörg rúmlega eittþúsund manna bæjarfélög sem státað geta af slíku og þori ég að fullyrða að mörg sveitarfélög af svipaðri stærð myndu sannarlega kjósa að vera í okkar sporum. Það eru forréttindi að hafa möguleika á að vera þátttakandi í slíku félagsstarfi.Þeir eru margir sem hafa tjáð sig bæði í töluðu sem og rituðu máli um hina miklu menningu er hefur verið hér í tugi ára, tónlist, leiklist, trúarstarf, skátastarf, björgunarsveit svo ekki sé talað um hverskyns íþróttir. Við eigum að gleðjast yfir öllu slíku og aðstoða hvert annað að efla alla menningu enn frekar. Þegar fólk tekur

ákvörðun að flytja á nýjan stað þá skipta einmitt þessir þættir gríðarlega miklu máli. Menning verður ekki til af sjálfu sér í þeim mæli sem hún er hér í Hólminum. Við verðum að búa hana til sjálf og hlúa að henni eins og öðru er okkur þykir vænt um og við viljum viðhalda – fyrir okkur sjálf.Um leið og ég, fyrir hönd körfuknattleiksdeildar Snæfells, óska ykkur gleðilegs nýs árs, þakka ég ykkur ómetanlegan stuðning við íþróttastarfið okkar. Við vonum að þið haldið áfram að vera með okkur í liði, því eingöngu þannig náum við að viðhalda því sem að við ákváðum í upphafi – að gera alltaf okkar besta.Sjáumst hress og kát og endalaust jákvæð á menningarviðburðum okkar á nýju ári og munið ÁFRAM SNÆFELL út um allan heim !

Gunnar Svanlaugsson, formaður kkd. SnæfellsVíkingurÓ bætti enn einni skrautfjöðrinni í hattinn á sunnudaginn síðastliðinn. Liðið tryggði sér íslandsmeistaratitil í keppni þeirra flinkustu í Futsal eftir sigur á Val 5-2 í hörku spennandi keppni þar sem úrslit urðu ekki ljós fyrr en vel var liðið á seinni hálfleik.VíkingurÓ hafði með stórsigri á Þrótti/SR 15-1 komist í úrslit og ekki kom annað til greina en að fara þá heim með bikarinn sem í tvö ár í röð hafði runnið þeim úr greipum. Svo allt var lagt í þennan leik á móti Val, en Valur ætlaði líka að vinna þennan bikar.En svo fór að VíkingurÓ hampaði bikarnum fína og stákarnir líka vel að sigringum komnir enda mun betri aðilinn í þessum leik. Þeir sem skorðuð fyrir VíkingÓ voru Alfreð Már Hjaltalín (3.mín), Eyþór Helgi (23. mín og 32,mín), Dominik Bajda (32.mín) og Brynjar Kristmundsson (36.mín) Til hamingju með þennan flotta titil VíkningurÓ, vonandi er þetta bara byrjunin á góðu ári hjá ykkur. 8. bekkur GSS

Víkingur Ólafsvík er íslandsmeistari í Futsal innanhúsfótbolta 2013.

Meistarflokkur kvenna 2012-2013

Meistarflokkur karla 2012-2013

Upp úr kassanum komu 2 miðar með eftirfarandi hugmyndum / tillögun.• Vantar handrið á bókaverslun Breiðafjarðar.

Mundi gleðja mig og eldri borgara.• Það væri snilld að hafa eins og einn bekk í andyrinu á Bónus.

Þar gætu þreyttir fengið sér sæti. (Aldraðir).Þessum miðum var komið til starfsmanna ráðhúsins.Vonandi vekur þessi hugmyndabanki okkur til umhugsunar um bætt lífsgæði. Oft eru það lítil atriði sem telja og öll getum við lagt eitthvað að mörkum. Hanna Jónsdóttir

Hugmyndabankinn losaður 3. janúar 2013

Page 9: Stykkishólms-Pósturinn 10. janúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 1. tbl. 20. árgangur 10. janúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Aldrei hafa fleiri ungir vísindamenn starfað með okkur á einu ári. Í ársbyrjun kom Hálfdán Helgi Helgason og kláraði meistararitgerð um lífslíkur lunda í Vestmannaeyjum. Um vorið varði Ellen Magnúsdóttir meistararitgerð um farhætti skúma frá frá Íslandi, Noregi og Skotlandi. Bæði hófu sitt nám undir leiðsögn Páls Hersteinssonar heitins. Var bæði ljúft og skylt að leiðbeina þeim til að ljúka sínum gráðum.Tveir nýir meistaranemar hófu störf. Valtýr Sigurðsson kannar áhrif síldardauða á lífríkið með samanburði á fjölda og stærð krabbadýra milli þriggja staða. Síld var sleppt úr netum við Lyngey og Lundaklett undanfarna vetur, og eru þessi svæði borin saman við svæði við Skoreyjar sem eru laus við síldardauða. Valtýr hefur notið góðrar aðstoðar Símonar Sturlusonar við gagnasöfnun. Verkefnið er samstarfsverkefni með Vör Sjávarannsóknasetri við Breiðafjörð. Með Valtý kom gúmmíbátur frá HÍ, sem í vetur er í öruggri geymslu Högna og félaga í Áhaldahúsinu.Helgi Guðjónsson rannsakar varpvistfræði grágæsar og safnaði gögnum á Suðurlandi og í Breiðafirði. Verkefnið er samstarfsverkefni með Rannsóknasetri HÍ á Suðurlandi og Náttúrustofu Austurlands. Grágæs mun verða í enn stærra hlutverki á komandi ári, því Árni Ásgeirsson undirbýr nú talningu á gæsahreiðrum í völdum Breiðafjarðareyjum, þar sem Þorvaldur Björnsson taldi áður fyrir rúmum tveimur áratugum. Árni sinnir sem fyrr flestum öðrum fuglarannsóknum.Rannsóknir á æðarfugli halda áfram að vera kjölfestan og birtust þrjár greinar um þær í alþjóðlegum vísindaritum. Nokkuð var um fyrirlestrahald, fyrir Æðarsetrið í Norska húsinu, íbúa Hellissands og svo ársfundi æðarræktarfélaga. Árni gerði tilraunir með lit grásleppuneta og drukknun sjófugla í netum. Æðarkollur komu aldrei í gul net né teistur í blá net, en sá fyrirvari gildir að sýnastærð var afar lítil og munurinn ekki tölfræðilega marktækur. Þórður Örn Kristjánsson birti sína fyrstu doktorsgrein um fæðu æðarfugls í Breiðafirði. Smári Lúðvíksson í Rifi er okkur drjúgur samstarfsmaður sem fyrr, við merkingar og aðrar tilraunir. Fjöldi æðarunga á Breiðafirði var metinn sjötta árið í röð og var með betra móti. Ítalskur BS nemi frá háskólanum í Bologna, Ettore Camerlenghi skoðaði sambýli æðarkollna og máfa í Landey. Ettore mun skrifa ritgerð við sinn háskóla um þetta efni. Ljóst er að norðurendi Landeyjar gæti orðið vettvangur spennandi verkefna, fái fuglarnir þar frið.Frá og með 2009 hafa talningar á dílaskarfi verið kostaðar af Setrinu, en Arnþór Garðarsson hefur sinnt þeim árlega frá 1994. Þó er sem mesti móðurinn sé runnin af skörfunum sjálfum því eftir stanslausa fjölgun fram til 2010 stóð fjöldi þeirra nokkuð í stað síðustu tvö ár. Nýir varpstaðir hafa þó fundist, s.s. í Kollafirði á Ströndum 2011 og Grautarskeri í Breiðafirði 2012. Þá komust gamlir Breiðfirskir varpstaðir á blað eftir hlé: Innra Stangarsker með 87 hreiður og Innra Hagadrápsker með 36 hreiður.Haustið 2011 fluttum við úr Egilshúsi í Ráðhúsið. Þar með erum við ásamt Náttúrustofu og samnýtum sem fyrr húsnæði, farartæki og mannskap. Með þeim höfum við vaktað ritu frá 2007. Í ár töldum við vatnafugla á Þórsnesi og á sunnanverðu Snæfellsnesi, sem er framhald nemendaverkefnis um fuglaskoðun frá 2011. Fræðimannaíbúðin var látin af hendi í skiptum fyrir minni íbúð í árslok, þrátt fyrir að nýting íbúðarinnar hafi verið með besta móti síðustu tvö ár. Starfsemin reiðir sig á samstarf við nema og aðra gestafræðimenn og slík aðstaða er því afar miklvæg. Við þökkum þeim sem hafa liðsinnt okkur kærlega fyrir okkur á nýliðnu ári og óskum bæjarbúum gleðilegs nýs árs.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi – annáll ársins 2012 Baráttan fyrir íslenskum fána var þáttur í sjálfstæðisbaráttu íslensku

þjóðarinnar.Í fánalögunum eru fyrirmæli um að út skuli gefinn forsetaúrskurður um fánadaga o.fl. Var úrskurðurinn fyrst gefinn út 17. ágúst 1944 við stofnun lýðveldisins. Eru þar fyrirmæli um að opinberar stofnanir skuli draga upp fána eftirgreinda daga: Fæðingardag forseta Íslands, nýársdag, föstudaginn langa (í hálfa stöng), páskadag, sumardaginn fyrsta, 1. maí, hvítasunnudag, 17. júní, 1. desember og jóladag. Í lögunum er heimild til að setja í reglugerð sérstök ákvæði til skýringar lögunum, ef þörf þykir. Með lögum nr. 20/1987 var sjómannadagurinn gerður að fánadegi. Gildandi úrskurður um fánadaga og fánatíma er frá 23. janúar 1991, svo og auglýsing um liti fánans.Ég ólst upp við það að bera mikla virðingu fyrir þjóðfána okkar. Í samræmi við það reyni ég að muna eftir því að draga íslenska fánan að húni við heimili mitt þegar tilefni gefst og fánalög og reglur segja fyrir um.Síðustu misseri hefur það truflað mig mikið að fylgjast með þeirri óvirðingu sem þjóðfánanum og fánalöggjöfinni er sýnd með því að fánastangir bæjarins við Ráðhúsið og í Hólmgarði hafa verið fánalausar á næstum hverjum lögbundnum fánadegi misserum saman. Við skólann er hinsvegar flaggað samkvæmt gildandi reglum. Því nefni ég þetta að ég tel það vera skyldu þeirra sem fara með stjórn bæjarins að virða þær reglur sem settar hafa verið um meðferð þjóðfánans. Þegar Kvenfélagið Hringurinn og Stykkishólmsbær stækkuðu Hólmgarð um leið og Aðalgatan var færð var komið fyrir fimm fánastöngum í garðinum. Var þá m.a. haft í huga að við gætum dregið að húni fána allra Norrænu vinabæjanna okkar þegar tilefni gæfist. Þegar fánastangirnar voru reistar var þeim góða borgara Lárusi Kristni Jónssyni þáverandi húsverði skólans falið það verkefni af hálfu bæjarins að flagga í Hólmgarði um leið og hann dró fána að húni á skólanum. Litið var svo á að Hólmgarður væri meðal þeirra opinberu staða þar sem ætti að flagga. Fáir náðu því að rísa úr rekkju áður en Lárus Kristinn flaggaði t.d. á nýársdag. Hann flaggaði einnig í Hólmgarði þegar jarðsett var, ferming var í kirkjunni eða aðrir viðburðir voru. Í dag á nýársdag 2013 var hinsvegar engan fána að sjá á stöngunum í Hólmgarði og ekki heldur við sjálft Ráðhús bæjarins. Hinsvegar blakti þar trosnaður fáni erlendrar stofnunar sem sér um umhverfisvottun Snæfellsness. Sá fáni er ekki til sóma og ætti að endurnýja hann sem fyrst svo hann geti sem best vakið athygli á þeirri merkilegu ákvörðun sem tekin var á sínum tíma um að leita eftir „umhverfisvottun“ á Snæfellsnesi en þeirri ákvörðun er vel fylgt eftir. En hitt er mikilvægara að tryggja að bæjaryfirvöld fari að lögum og sjái til þess að íslenski fáninn sé við hún við allar stofnanir bæjarins og þar á meðal í Hólmgarði hvern þann dag sem fánalög kveða á um að sé fánadagur. Góður og gildur málsháttur segir: Vinur er sá er til vamms segir. Þessar línur eru skrifaðar í þeim anda og ætlaðar til þess að ýta við þeim sem fara með stjórn bæjarmála um þessa mundir. Ég hvet til þess að fánamálum bæjarins verði skipað í forsvaranlegan farveg.

Stykkishólmi, 1. janúar 2013.Sturla Böðvarsson fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi

Þjóðfáninn og skyldur bæjaryfirvalda

#stykkisholmsposturinn #hressheilsuvikaHressasta Instagram heilsumyndin!

Nánar á www.stykkisholmsposturinn.is

Page 10: Stykkishólms-Pósturinn 10. janúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 1. tbl. 20. árgangur 10. janúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

Ferjan BaldurFrá Stykkishólmi sun-fös 15:00

Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199Netfang: [email protected] Heimasíða: fasteignsnae.is

www.saeferdir.is

RæstingastarfFélags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfskrafti til að annast ræstingu í Ásbyrgi, dagþjónustu- og hæfingarstöð fatlaðs fólks í Stykkishólmi. Vinnutími: Fimmtudagar kl. 9 - 12

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir berist Hönnu Jónsdóttur, ráðgjafa FSS, Skólastíg 11, 340 Stykkishólmi eða á netfangið [email protected]óknarfrestur er til og með 18. janúar

Forstöðumaður

Skrifstofa Stykkishólmsbæjar

Lokað 11. janúar n.k.

Föstudaginn 11. janúar nk. verður skrifstofa Stykkisólmsbæjar, Ráðhúsinu, lokuð vegna

námskeiðs starfsfólks.

Bæjarstjóri

Íþróttamiðstöðin mun í samstarfi við grunnskólann vera með

stórsýningu á óskilafatnaði á áhorfandapöllum íþróttahússins.

Sýningin stendur yfir frá fimmtudegi 10. janúar til mánudagsins 14. janúar.

Endilega kíkið við og athugið hvort þið kannist við einhverjar flíkur.

Starfsfólk íþróttahúss og grunnskóla

Stykkishólmsbær