23 janúar 2014

16
frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikHÚs, listir, íÞróttir, matUr OG allt annaÐ Morgunblaðið | mbl.is Monitorblaðið 3. tbl 5. árg. fiMMtudagur 23. janúar 2013

Upload: monitor

Post on 24-Mar-2016

236 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

Monitor kemur út alla fimmtudaga. Blaðinu er dreift frítt í verslanir, á bensínstöðvar og í skóla um allt land. Blaðið fylgir einnig með Morgunblaðinu inn á heimili allra áskrifenda.

TRANSCRIPT

Page 1: 23 janúar 2014

frítt

eintak

tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikHÚs, listir, íÞróttir, matUr OG allt annaÐ

Morgunblaðið | mbl.isMonitorblaðið 3. tbl 5. árg. fiMMtudagur 23. janúar 2013

Page 2: 23 janúar 2014

Tryggðuþérmiða!Fim 23/1 Kl. 20 UPPSELTLau 25/1 Kl. 20 örfá sætiSun 26/1 Kl. 20 UPPSELTFös 31/1 Kl. 20 UPPSELT

„Ólafur Darri sýnir margarhliðar Hamlets af snilld”

Sigurður G. Valgeirsson, -mbl.

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Sun 2/2 Kl. 20 örfá sætiSun 9/2 Kl. 20 örfá sætiFös 14/2 Kl. 20Lau 15/2 Kl. 20

Fös 21/2 Kl. 20Lau 22/2 Kl. 20Fös 28/2 Kl. 20

Page 3: 23 janúar 2014

Fyrir bændurBóndadagurinn er á föstudaginnen þá er kjörið tækifæri fyrir allahúsbændur að gera sér dagamun.Væriheldurekkivitlaustað heiðrahinagömlubónda-dagshefðsemfelst í því að hoppa á einum fætií kringum hús sitt, ber að neðan.Einnig mætti halda upp á daginnmeð hefðbundnum þorramat.

Fyrir bessevisseraÁ hverjum fimmtudegi er haldið„movie-quiz“ á Lebowski-bar áLauga-vegi. Þvíer kjöriðað kíkjaniður í bæí kvöldog kannakvik-mynda-þekkingusína. Herlegheitin byrja klukkan21 og síðan tekur húsbandið við ogspilar til klukkan 1.

Fyrir nýjungagjarnaAð Laugavegi 42 hefur nú verið opn-aður nýr tyrkneskur veitingastaðursem ber nafnið Meze. Meze býðurupp áljúffengatyrkneskarétti einsog Shish-kjúkling,BabaGhan-oush ogtyrknesk-an hummus. Staðurinn er opnaðurklukkan 17 á virkum dögum og 16um helgar en hægt verður að komaá Meze í „brunch“ og hádegisverðinnan skamms samkvæmt Facebók-arsíðu staðarins.

Meðalmanneskja notar um það bil57 blöð af klósettpappír á dag

fyrst&fremst 3fimmtudagur 23. janúar 2014 Monitorbla

ðið

ítölu

M ára gömulhitaði Cell7 uppfyrir Fugees íLaugardalshöll

17

daga var JónaKristín á spítala íPerú eftir aðgerðá mænu.

Ípistli vikunnar vil ég deila með ykkur ásleitn-um tilfinningum mínum til annarrar konu. Sú

er fædd 15. ágúst árið 1990 og er því nákvæm-lega mánuði yngri en ég (ekki tilviljun) og erfædd í Louisville Kentucky en ég kann einmittvel að meta KFC (örlögin). Ég er að sjálfsögðu aðtala um vinkonu mína Jennifer Lawrence.

Ég þekki engann sem fílar ekki JenniferLawrence. Ef J-Law hefði stolið Brad Pitt af

Jennifer Aniston hér um árið hefðu allir haldiðmeð henni. Ef J-Law hefði sleikt sleggjuna í staðMiley hefði heimsbyggðin fagnað, konan geturekki gert neitt rangt.Lawrence hefur ákveðin eiginleika sem fáarstöllur hennar í Hollywood búa yfir. Henni

tekst að vera kynþokkafull og vinaleg á samatíma. Hún er eiginlega bara venjuleg, óvenjulegaflippuð og einlæg í vitna viðurvist kannski enþar með er hún eiginlega bara eins og bestavinkona manns.

Önnur dama á svipuðum stað í lífinu ogLawrence er leikkonan Anne Hathaway.

Nýlega birti NewYork Magazine grein um

afhverju konur elska Lawrence en þola ekkiHathaway. Samkvæmt greinarhöfundinum eraðal ástæðan sú að Hathaway er of fullkomin.Það er vissulega slæm ástæða til að þola ekkieinhvern en það eru eflaust ófáar mennta-skólastúlkur þarna úti sem kannast við aðþola ekki sætu stelpuna án þess að hafaástæðu til þess. Ég hef svo sannarlegagerst sek um það í það minnsta.

Vonandi heldur JenniferLawrence áfram að vera jafn

einlægur og skemmtilegur klaufiog hún er í dag. En þó hún breytistef ég einsett mér að hætta ekki aðelska hana. Og ef ég geng einhverntímann rauða dregilinn í Hollywoodmun ég detta, gefa puttann ogverða yfir mig „starstruck“ afhverjum sem gengur fram hjáhenni til heiðurs.

ÁstarkveðjurAnna Marsý

[email protected]órar: Anna Marsibil Clausen([email protected]), Jón RagnarJónsson ([email protected]) (Í fæð-ingarorlofi) Framleiðslustjóri: HilmarGunnarsson ([email protected])blaðamenn: Rósa María Árnadóttir,Auður Albertsdóttir, Lísa Hafliðadóttir(í fæðingarorlofi)Forsíða: Golli ([email protected]) umbrot:Monitorstaðir auglýsingar: Auglýs-ingadeild Árvakurs ([email protected])Myndvinnsla: Ingólfur GuðmundssonÚtgefandi: Árvakur Prentun: Lands-prent sími: 569 1136

ga Monitor Efst í huga Monitor Efst í huga Monitor Efs

Ástarjátning til J-Law

Mælir Með...

ce en þola ekkiarhöfundinum er

ófáar mennta-annast við aðess að hafannarlegasta.

jafnaufi

á

kveðjura Marsý www.facebook.com/monitorbladid

Vikaná facebook

15

Lögreglan áhöfuðborgar-svæðinuReglulegasegjum við fráútköllum lögreglu

en þau eru æði misjöfn. Seintá síðasta ári fékk okkar fólktilkynningu um að ungur einstakl-ingur hafi verið gripinn við þaðað reyna að stela bók á einu afstærri bókasöfnum borgarinnar.Það sem gerði útkallið eilítiðsérstakt var sú staðreynd aðbókin sem viðkomandi reyndiað stela heitir “The Book Thief”sem á hinu ylhýr myndi vera þýttsem bókaþjófurinn. Stundum eruörlögin kaldhæðin.Góða helgi. 17.janúar kl. 15:51

Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót þarsem keppt er í ýmsum íþróttagreinum. Þar ámeðal er hjólreiðaeinvígið RIG:Uphill Duel.„Mér skilst að upphaflega hafi einvígið veriðætlað sem einskonar hliðarviðburður fyrir RIG,“segir David Robertson, formaður hjólreiða-nefndar ÍSÍ, en hann segir keppnina hafaheppnast vel í alla staði. „Þetta er skemmtileg-ur viðburður og við viljum gjarna stækka hanná komandi árum“.Keppnin fer þannig fram að keppendur ræsa úrkyrrstöðu neðst á Skólavörðustígnum og keppatveir og tveir í einu þar sem aðeins sigurvegar-inn kemst áfram í næstu umferð. Keppendumer skipt eftir kynjum en ekki í aldursflokka ogDavid segir engar reglur gilda um hvaða hjólkeppendur velja sér. „Í fyrra voru fjallahjól,bmx, götuhjól, það er keppendanna sjálfra aðákveða hvað hentar þeim best,“ segir hann og

bætir við að á slíkum viðburði geti margt fariðúrskeiðis og að það sé ekkert pláss fyrir klúður.Hann hefur litlar áhyggjur af veðrinu endahefur Reykjavíkurborg fallist á að hækka hitanní Skólavörðustígnum fyrir keppnina. „Og ef þaðrignir, nú það myndi bara bæta við sjónarspil-ið,“ segir David.

Ber er hver að bakinema sér bróður eigiÞað var Ingvar Ómarsson sem hlaut sigur úr

býtum í síðustu keppni en Óskar bróðir hansvar í öðru sæti. „Það væri sennilega eitthvað lít-il fjölskyldutengingin ef það væri ekki einhverrígur,“ segir Ingvar aðspurður en hann kveðurþá bræður oftar nýta tenginguna til samvinnuenda sé ómetanlegt að hafa bróður sinn meðsér í liði. Ingvar segist lítið hafa hjólað fram að16 ára aldri en að þá hafi hann kveikt á perunni

og að í dag megi segja að hann stundi allargerðir keppnishjólreiða. „Ég gat aldrei setið kyrreða verið inni lengi þegar ég var lítill og lausninvar að setja mig á hjól“ segir Óskar en hann eltiIngvar í keppnishjólreiðarnar.

„Við erum alltaf í brekkunum, þessum fáustuttu sem finnast hérna á höfuðborgarsvæð-inu,“ segir Óskar en kveðst þó vera meira fyrirflatari vegi. Ingvar segist aftur á móti veraklifrari. „Það þýðir að klifur og þar af leiðandibrekkur eru mitt sérsvið. Þetta er aðallegavegna þess að ég er léttur og get klifrað ansihratt.“Þeir bræður stefna að sjálfsögðu aftur á topp-

inn í ár en Ingvar segir lokarimmuna í fyrrahafa verið gríðarlega spennandi. „Þetta varansi tæpt, en ég hafði á endanum vinninginn.Sjáum til hvort það er hægt að endurtaka það,Óskar er orðinn aðeins betri en síðast.“

Í síðustu viku hófust reykjavíkurleikarnir og á morgun, föstudag,verður í annað sinn keppt í reiðhjólaeinvígi upp Skólavörðustíginn.

hjólreiðaeinvígiá skólavörðustíg

Myn

d/Þó

rður

aðillar standa ábakvið hönnunar-teymið Kr8

Þorsteinn Hauk-ur HarðarsonDönsk blaðakonavar að labba fyrirframan mig ogmissti einhvern

hring sem hún var með í hend-inni. Ég, verandi herramaðurinnsem ég er, beygði mig niður eftirhringnum til að rétta henni.. Þábrosti fólk í kringum okkur ogklappaði... ég er samsagt óvarttrúlofaður danskri blaðakonu..

20. janúar kl. 14.43

ingvarÓMarssOnFyrstu sex: 130489Missti hjálpardekkin:Man ekki, örugglega seintþar sem ég hjólaði ekkertvoðalega mikið þegar égvar yngri. Hjólið er svolítið„late discovery“ hjá mér.uppáhaldshjól: Specializ-ed S-Works Venge-hjóliðmitt. Besta hjól sem éghef prufað.uppáhalds lag til að hjólavið: Þau eru svo ótal mörgað ég veit ekki hvar ég áað byrja, Nightcall meðKavinsky er sennilega átoppnum þessa stundina.

ÓskarÓMarssOnFyrstu sex: 260785Missti hjálpardekkin:Hef ekki hugmynd...uppáhaldshjól:Cyclocross-hjólið mitt,Specialized CruXuppáhalds lag tilað hjóla við: Ekkert,finnst langbest aðhjóla með ekkert íeyrunum

david rOberTsOnFyrstu sex: 040873Missti hjálpardekkin: Áður en ég man eftir méruppáhaldshjól: Specialized Venge-hjólið mitt, þótt næstumþví allt með tveimur hjólum og pedölum sé gott.uppáhalds lag til að hjóla við: So You’ll Aim Towards theSky með Grandaddy, þegar ég hjóla upp fjöll og Half FullGlass of Wine með Tame Impala þegar ég hjóla niður fjöll.

4

Page 4: 23 janúar 2014

4 Monitor fimmtudagur 23. janúar 2014 stíllinn

Hvað er Krí8 Reykjavík stúdíó? Hver er ykkarstarfsemi?Krí8 Reykjavík stúdíó er hönnunarteymi

sem sérhæfir sig í innanhússarkitektúr ogútstillingum.Við bjóðum einnig upp á ráðgjöfþar sem það getur oft reynst erfitt fyrir fólk aðvelja úr öllu því sem er í boði, eins hafa ekkiallir tíma og þekkingu til þess að finna réttuhlutina og þar komum við sterk inn.

Hverjir starfa hjá Krí8, hvernig byrjaði þettasamstarf og hvaðan kom hugmyndin aðfyrirtækinu?Krí8 samanstendur af þremur innanhúss-

arkitektum, Anítu, Jóhanni og Jónínu, ogmarkaðsfræðingnum Ingu. Þrjú af okkurútskrifuðust frá sama skóla, Jóhann og Ingafrá IED í Barcelona, Jónína frá IED í Mílanó enAníta útskrifaðist frá RDI í Hong Kong.Viðvorum öll búin að ganga með þessa hugmyndí maganum að starta hönnunarfyrirtæki en þóhvert í sínu horni en svo bara gerðist það aðvið fundum hvert annað síðasta sumar.

Er hugmyndin/fyrirtækið búið að þróastmikið ?Krí8 er teymi sem er í stöðugri þróun.Við

erum enn að slípa okkur saman og byggjafyrirtækið upp. Það hefur verið að þróast áskemmtilegan hátt og framtíðin er ekkertnema spennandi.

Hvert var ykkar fyrsta verkefni?Okkar fyrsta verkefni var gluggaútstilling

fyrir ZO-ON-verslanirnar. Konseptið varnorðurljósaþema í skógi og við lékum okkurvið það að höggva tré og gramsa eftir efnivið íSorpu. Höfðum gaman af þessu.

Skemmtilegasta verkefni sem þið hafiðunnið að hingað til?Strax í upphafi fengum við þrjú mjög ólík

verkefni sem öll voru skemmtileg hvert ásinn hátt. Eitt af þessum verkefnum fólst íað hanna tyrkneskan smáréttastað í sam-vinnu við eigendur en þeir höfðu ákveðnarhugmyndir um það hvernig þeir vildu hafastaðinn. Samstarfið gekk vel og staðurinnMeze var opnaður nýverið á Laugavegi 42 oghefur vakið mikla eftirtekt.

Hvert sækið þið innblástur?Innblásturinn kemur úr öllum áttum, þá

helst frá vefnum, bloggum og blöðum. Erum

dugleg að fylgjast með stefnum og straumum.Margir góðir hönnuðir hafa einnig áhrif áokkur og svo gefur nánast allt í kringumokkur innblástur, Ísland hefur bara þannigáhrif á mann.

Hvað er framundan?Í síðustu viku vorum við að skila af okkur

tillögum varðandi breytingar innanhúss fyrirSkautahöllina í Laugardal og við vonumst tilað sjá þær verða að veruleika. Þau verkefnisem eru framundan eru af mismunandi togaog á teikniborðinu eru einnig nokkrar vörursem okkur langar til að vinna meira með ogsetja í framleiðslu.Við viljum hafa nóg að gera

þannig að það er alltaf eitthvað í gangi hjáokkur.

Hvernig er hægt að hafa samband við ykkurog hvar hefur fyrirtækið aðsetur?Við erum núna í Laugardal með tímabundið

aðsetur, vorum svo heppin að fá lánaða skrif-stofu en draumurinn er að komast í endanlegthúsnæði, helst í 101, pínu-klisja en staðreynd.Það er hægt að ná í okkur með því að senda

okkur póst á [email protected] eða bjalla í síma860 8688. Fyrir þá sem vilja kynna sér Krí8Reykjavík betur þá erum við með heimasíð-una www.kri8.is og svo erum við að sjálfsögðuá Facebook!

Stíllinn rakst á Facebooksíðu Krí8 á dögunum og hreifst af sniðugumhugmyndum og fallegri hönnum. Því heyrði Stíllinn í fólkinu í fyrirtæk-inu og fékk að heyra söguna á bakvið það, hver starfsemi þeirra ná-kvæmlega væri og hvernig hægt væri að nálgast þeirra þjónustu.

Dugleg að fylgjast meðstefnum og straumum

Myn

d/Árni

Sæbe

rg

Krí8 teymið

GluGGaútstillinG fyrir ZO-On-verslanirnar, fyrsta verKefni Krí8

meZe, tyrKnesKi smárétta-staðurinn sem Krí8 hannaðií samstarfi við eiGendur

Page 5: 23 janúar 2014
Page 6: 23 janúar 2014

@SteindiJR

Cindy Frawford, margfaldur heimsmeistari í „breik-dansi“, æfir sig fyrir heimsmeistaramótið í íþróttinni sem ásér stað núna um helgina í NewYork borg. Frawford, sem er 54 ára gömul, hefur unnið titillinn 14 sinnum.

Afhverjuþurfumvið tær?Í hvorum fæti eru 26 bein og 33liðamót. Um 20 vöðvar hreyfaþessi bein og sinar toga líkt ogteygjur í beinin þegar vöðvarnirdragast saman. Í hvorum fætieru 100 liðbönd sem tengja beinvið bein og brjósk við bein oghalda öllum hlutum fótarinssaman.Stóratá tekur þátt í að haldajafnvægi og hinar tærnar virkasem stökkbretti. Allar tærnartaka þátt í gang- og hlaupa-hreyfingum. Líkja má stórutávið fjórða borðfótinn. Ef viðmissum hana þarf líkaminnað læra upp á nýtt að haldajafnvægi.

10verstu leiðirnartil að slítasambandi

1 Það er ekki ég, það ert þú.Þessi setning er algengari og

mjög pirrandi í öfuga átt en húner mikið sárari svona.

2Á afmælisdaginnMaður mun minnast þessa

afmælis með biturð á hverju ári.

3 Á Facebook. Ekkert eins ogað opna tölvuna og sjá að

kærastan manns er „No longer ina relationship“.

4 Finna sér nýja/n. „Nei, éger byrjaður með annarri,

gleymdi ég að segja þér það?“

5 Í fjölskylduboði. Sambands-slit eru mjög persónuleg og

enginn vill vera vitni að slíku,hvað þá langamma.

6 Þykjast flytja. Hann verðurfrekar ósáttur ef hann sér þig

labba niður Hverfisgötuna daginneftir að þú fluttir til Nepal.

7 Eftir kynlíf. Ef einhver segirmanni upp beint eftir kynlíf

hlýtur það að vera bein vísun íbólfimi manns eða hvað?

8 Með Snapchat. Snapchat-sambandsslit taka í mesta

lagi 10 sekúndur en svo mikið afósvöruðum spurningum.

9 Í jarðarför. Það þarf ekkertað bæta á sorgina, auk þess

sem um jarðarfarir gildir þaðsama og fjölskylduboðin.

10Með skeyti. Formlegragerist það varla auk þess

sem það er heljarinnar vesen aðsvara skeytum. Spurning hvortpósturinn taki „Fokkaðu þér“sem gildu við skeytasendingar.

Til lukku með nauðguninaNýlega birtist frétt í myndbandsformi á

fréttaveitu Vísis sem hefur verið mikið íkastljósinu. Sat þar ein ágæt kona og lýsti

reynslu sinni á því þegar henni var byrlað sljóvgandilyf þegar hún fór út á lífið.Virtist mér flest komaheldur skakkt út úr henni, málsfarsvillur læt égnú liggja milli hluta en gagnrýni flestra sneri aðþví þegar hún hélt því fram að nauðgarar sæktustnáttúrlega mestmegnis eftir sætum stelpum, þeirsættu sig ekkert bara við einhverjar „lala-stelpur”eins og hún orðaði þetta svo pent.

Mér urðu þessi ummæli hennar hugleikin. Íhinu umdeilda viðtali hvatti hún þær fáufallegu konur sem til eru á Íslandi til þess

að standa saman og hjálpa hver annarri að koma íveg fyrir byrlanir og annað athæfi sem leitt getur tilnauðgunar. Mér fannst þetta undarlegt og ummælineinkar óheppileg og vanhugsuð. Er þetta virkilegaafstaða fólks í dag? Eiga þeir sem verða fyrirkynferðislegri áreitni að hugga sig við það að þeirhafi þá að minnsta kosti staðfestingu á því að þeirséu útlitslega aðlaðandi? Er nauðgun orðin einhverskonar fegurðarstimpill? Ekki hljómar þetta vel.Hvernig væri heimurinn ef þetta væri almennings-álitið? Ég reyndi að sjá fyrir mér hvernig hlutirnirmyndu æxlast.

Móðir, sem situr á rúmstokki vonsvikinnardóttur sinnar, strýkur henni um vangann.„Svona, svona, Gunna mín. Ég er viss um

að þér verði nauðgað einn daginn. Þú ert fallegstelpa, sannaðu til.” Stelpur sem bíða með eftir-væntingu í dimmum húsasundum eftir að einhverölvaður eða örvæntingarfullur karlmaður komi ogmisnoti þær. Pískrandi stelpuhópar í skólanumsem gjóa augunum til einnar, einmana stúlku semstendur skömmustuleg úti í horni. „Henni hefurekki einu sinni verið nauðgað”. Í stað bandarískuraunveruleikaþáttaseríunnar „The Bachelor” værumvið með „The Rapist”. Það sér það hver maður aðþetta er fáránlegur uppspuni, þessi heimur er ekkitil og hæpið að hann verði það nokkurn tímann, sembetur fer.

Nauðgun hefur oft ekkert með útlit við-komandi að gera. Hver sé hvatinn bak viðnauðgun ætla ég ekki að fullyrða um, enda

skil ég þennan verknað engan veginn eða þá semframkvæma hann, en ég get þó lofað að það eru ekkieinungis fegurðardrottningar sem lenda í þessumhroðalega verknaði heldur eru fórnarlömb á öllumaldri, af báðum kynjum og á öllum stigum lífsins.Skilaboð þessarar ágætu konu eru vissulega góðog kannski áttaði hún sig ekki á því að óheppilegaorðaðar setningar í sjónvarpi geta vakið mikla (ogstundum réttmæta) reiði landsmanna.

Einu langar mig þó við að bæta, varðandi hug-myndina hennar að hjálpar-appinu. Í stuttumáli var því ætlað að virka þannig að ef stúlku

er byrlað getur hún teygt sig í símann sinn og notaðappið til þess að virkja einhvers konar neyðarhnapp.Birtist þá mynd af henni og nákvæm staðsetninghennar í símum þeirra sem einnig hafa appið. Ennog aftur þá er ásetningurinn góður en mig langaðihelst að benda á að þeir, sem líklegast hafa mestanáhuga á því að vita hvar ósjálfbjarga og varnarlausarstelpur undir áhrifum nauðgunarlyfa eru, eru líkleg-ast akkúrat mennirnir sem þær eru hvað mest aðreyna að forðast. Ég hugsa að þetta hlyti fljótt nafnið„nauðgunarappið” en ekki „hjálparappið”.

Sífellt meira finnst mér bera á því að fólkhugsi ekki áður en það talar, og ættisú regla sérstaklega að eiga við á

opinberum vettvangi eins og sjónvarps-viðtölum, þá sérstaklega sem birt eruí fréttatímum sjónvarpsstöðvanna.Nauðganir er ekki hægt að taka tilbaka en orð ekki heldur. Margt semmaður segir hefur áhrif á þá semá mann hlýða og slíku er erfittað breyta. Persónulega langarmig ekki að lifa í heimi þarsem það þykir hrós að veranauðgað.

6 Monitor fimmtudagur 23. janúar 2014

EintóM ÞvælAí belg & biðu

ljóðAflóð

Ljóðgeymdu grátstafi mínaelskaðu öskrin.

Kyngdu sora eitri tárum.Ég misþyrmi þér.

Ég vil ríða drepa og drepast.

En svo mýkist ég öll upploka augunumsofna.

Ólafur KjaranÁrnason

Hvort sem maður sækist í brandara, visku-korn eða myndir af kleinuhringjum, SteindiJR. býður uppá þetta allt.

Eltu ÞEnnAn STeindi jr.

Hulda HvönnKristinsdóttir

Pittbull& KeshatimberIt’s going down, I’m yelling timberYou better move, you better danceLet’s make a night you won’trememberI’ll be the one you won’t forget

Wooooah (timber), wooooah (timber),wooooah (it’s going down)Wooooah (timber), wooooah (timber),wooooah (it’s going down)

The bigger they are, the harder theyfallThese big-iddy boys are dig-gidydogsI have ‘em like Miley Cyrus, clothesoffTwerking in their bras and thongs,timberFace down, booty up, timberThat’s the way we like to–what?--------------Það er að fara niður, ég æpa timburÞú betur fara, þú betur dansSkulum gera nótt þú munt ekkimunaÉg skal vera það sem þú munt ekkigleyma

Wooooah (timbur), wooooah(timbur), wooooah (það er að faraniður)Wooooah (timbur), wooooah(timbur), wooooah (það er að faraniður)

Því stærri sem þeir eru, því erfiðarasem þeir fallaÞessi stóru-iddy drengir eru Dig-gidyhundarÉg hef ‘Em eins Miley Cyrus, föt burtTwerking í Bras þeirra og thongs,timburGrúfu, hlutskipti upp, timburÞað er hvernig við viljum-hvað?

vísindAvEfurinn

ísl-EnsKur tExti

eiga við ásjónvarps-birt eruanna.ka tilt sememt

Page 7: 23 janúar 2014

599 kr.

Framleitt í dag.Selt í dag.

Grillaður kjúklingur avocado, beikon,klettasalat, tómatar, mangósósa.

— heldur í dag— heldur í dag

Samlokurnará Stöðinnieru ekkifæddar í gær

www.stodin.is

Page 8: 23 janúar 2014

Ragna Kjartansdóttir hefur komiðvíða við. Ásamt því að hafa veriðí einni af vinsælustu hip hop-sveitum landsins, lærði hún íNewYork og er núna starfandihljóðmaður. Monitor hitti Rögnuá Bast og fékk að heyra umgullaldarskeiðið, hljóðbransann

og hvernig það er að vera „rapp-mamma.“

Hefur þú alltaf haft áhuga á tónlist?Pabbi spilaði mjög mikið af vínylplötum á heimilinu,

þannig að ég ólst upp með tónlist í kringum mig. Enfyrsti áhugi minn á tónlist kom ekki fyrr en ég varsvona 9-10 ára gömul í gegnum Michael Jackson.Fljótlega eftir það leiddist ég út í hip-hop, hlustaði tildæmis mikið á rapp-dúettinn Kriss-Kross bræður, semröppuðu í öfugum buxum.

Spilar þú á einhver hljóðfæri líka eða notar þú bararöddina?Nei því miður spila ég ekki á nein hljóðfæri. Ég

prófaði samt að æfa á klassískan gítar þegar ég varlítil. Mér fannst lögin sem ég var látin spila svoleiðinleg að ég laug að ég væri að flytja svo ég gætihætt í gítartímum. Þegar kennarinn spurði hvort éggæti ekki bara tekið strætó í tíma sagði ég að ég væriað flytja svo langt í burtu að það væri bara ekki hægt.Ég sé samt núna eftir því að hafa hætt, það kemur sérsvo vel að kunna á eitthvert hljóðfæri.

Seint á 10 áratugnum varst þú ein af stofnendumhip-hop-sveitarinnar Subterranean sem var ein affyrstu íslensku hip-hop-sveitunum. Finnst þér hip-hop-senan hafa breyst síðan þá?Ég myndi segja að hip-hopið sé orðið miklu

poppaðra núna.Viðfangsefnin eru líka orðin alltöðruvísi, það sem fólk yrkir um hefur breyst. Tíundiáratugurinn, tíminn þar sem ég var að byrja í hip-hopi,er oft kallað gullaldarskeið hip-hopsins, en þá varstefnan að ryðja sér til rúms og menn voru í því aðsýna sig og sanna. Röppurum var svo annt um hip-hop-menninguna og það var meira attitude/viðhorf ítónlistinni heldur en kannski núna. Nú eru flestallirrapparar sólóartistar, en þá var mikið um það, og þóttimikilvægt, að vera hluti af stærra rapp-„crew-i“.

Subterranean vakti mikla athygli hér á landi ogvar meðal annars kosin bjartasta vonin á íslenskutónlistaverðlaununum 1997. Heldur þú að fólk hafiverið farið að þyrsta í almennilegt íslenskt hip-hop áþessum tíma?Við vorum ekkert sérstaklega að spá í hvort það væri

til markhópur fyrir tónlistina okkar, heldur vorum aðgera þá tónlist sem okkur þótti góð. Fyrsta upplagiðaf plötunni okkar Central Magnetizm seldist þó uppmjög fljótt svo ég verð víst að svara þessari spurningujátandi.

Á þessum tíma kom stundum fram í fjölmiðlumað einhverskonar deilur væru í gangi á milliSubterranean og Quarashi. Var eitthvað til í þeimsögusögnum?Nei, get ekki sagt það. Þetta var, hugsa ég, bara upp-

spuni fjölmiðla þar sem tveimur ólíkum hjómsveitumvar stillt upp þó svo þær væru báðar í rappinu. Semunglingur var maður kjáni að taka þátt í þessu, einslangt og það náði, það var samt ekkert langt. Þá voruengir gemsar, Facebook og internet svo eitthvað varðfólk að hafa fyrir stafni.

Þegar hin heimsfræga rapphljómsveit Fugees tróðupp í Laugardalshöllinni 1997 voruð þið m.a. valin tilþess að hita upp. Hvernig tilfinning var það?Það var auðvitað mjög merkilegt fyrir 17 ára ungling

að fá að hita upp fyrir átrúnaðargoð sín. Manni fannstmaður vera svo lítill á risastóru sviði í Laugardalshöll-inni. Það var rosa mikil upplifun en við fengum aldreiað hitta þau þar sem þau voru umkringd öryggisvörð-um allan tímann.

Oft kemur upp umræða um stöðu kvenna í hip-hopi.Hvernig var þetta 97? Hefur staða kvenna í hip-hopibreyst?Ef ég lít núna til baka þá hefur hip-hop sjálft breyst

meira en staða kvenna innan tónlistarinnar. Kven-menn voru í miklum minnihluta þá og eru enn, en þóekki með jafn afgerandi hætti. Skýringin á því er ef tilvill sú að mikið af hip-hop-tónlist í dag er poptónlistog því öllum aðgengilegri. En á tíunda áratugnum varhip-hop jafnvel meiri jaðartónlist.

Rappa konur öðruvísi en karlar?Hvort sem það eru rapparar, rithöfundar eða

söngvarar eru yrkisefni karla og kvenna frábrugðin aðþví leyti til að tilfinninga- og hugarheimur kynjanna

er ólíkur. Rapparar eru eins ólíkir og þeir eru margir.Ég er oft spurð út í það hver sé uppáhalds kvenrapp-arinn minn, en ég hef ekki enn rekið augun í það aðkarlrapparar séu spurðir að því sama. Konur og karlareru ólík punktur. En mat mitt á rappi er gjörsamlegaóháð kyni.

Þú hélst til NewYork til að stunda nám eftir aðSubterranean lagði upp laupana. Hvernig var það aðkomast þangað?Ég fór þangað þegar ég var tvítug, eftir útskrift í MH

og var þar í fjögur ár. Ég var þar í hljóðupptökunámií Five Towns’ College á Long Island í NewYork ogvar það ein af bestu lífsreynslu minni. Að fá að lifa í„mekka hip-hopsins“ var alveg magnað, maður fékkað velja sér þá tónleika sem maður vildi fara á í hverriviku, ég þurfti eiginlega bara að sigta út, framboðið varsvo mikið.

Þú starfaðir í eitt ár sem nemi hjá upptökuverinu„Chung King Studios“ á Manhattan. Hvernig reynslavar það?Það var rosalega mikill skóli lífsreynslulega séð og ég

lærði mjög mikið á hvernig bransi þetta er þarna úti.Ég lærði þó eflaust meira um hvernig á að umgangastviðskiptavini stúdíósins frekar en hljóðtæknina sjálfa.Ég var til dæmis alveg með á hreinu hvar hægt var aðfinna næsta McDonalds sem opinn var allan sólar-hringinn og hvert átti að hringja ef fólk vantaði ýmisvafasöm efni. Svo var ég mikið í því að þrífa ýmsargræjur með eyrnapinna.

Hvað tók við hjá þér eftir dvölina í NewYork?Þá var ég í raun og veru mjög upptekin af því að

feta mig áfram í bransanum sem hljóðmaður. Ég komheim árið 2004 og var þá að sækja um fleiri en tuttuguvinnur. Ég var harðákveðin í að vinna við hljóð aðnámi loknu ég fletti því sennilega upp öllum stúdíóumlandsins í símaskránni og mætti svo á staðinn meðstarfsumsókn og ferilskrá. En margir í þessum bransaeru með sjálfstæðan rekstur og vinnuaðstaðan íheimahúsum, svo það hefur komið fyrir mig að fólksé að mæta mér í dyrunum með stírur í augum og ínáttsloppnum einum fata.En þessi hljóðbransi er svolítið mikið þannig að

maður þarf að vera mikið sjálfmótíveraður og erumargir í þessum bransa til dæmis sjálfstætt starfandi.Ég næli mér í fyrstu vinnuna árið 2005 sem hljóð-maður í Latabæ. Með því að feta mig áfram í atvinnu-markaðinum festist ég í vinnu og tók hana umframtónlistina um árabil. Ég samdi eitt og eitt lag á hverjuári en ekkert markvisst.

Hvað kom til að þú fórst aftur út í það að gefa útþína eigin tónlist árið 2013?Ég lenti í því að missa vinnuna mína og þá fór ég

svona að endurskoða hvað hefur gert mig hamingju-sama í lífinu í gegnum árin og tónlistin var eitthvaðsem ég hef alltaf leitað til. Ég bjó í Hollandi árin2011-2012 og á meðan ég bjó úti fór ég á alveg hellingaf tónleikum. Það er fátt sem kemur eins mikið viðmann, lyftir manni jafnmikið upp og gleður og góðirtónleikar.Einnig hafði það áhrif að ég fékk styrki til

þess að gera plötuna og meðal annars frámenntamálaráðurneytinu. Er þetta reyndar fyrstaskipti sem ég veit um þar sem menntamálaráðuneytiðstyrkir gerð hip-hop-plötu. En með styrknum fékk égákveðinn tímaramma, þar sem platan átti að verða tilá árinu 2013 og var hann einmitt það sem ég þurfti tilað loksins gera þetta. En á sama tíma fékk ég líka nýjavinnu í Stúdíó Sýrlandi, þannig ég lenti í því að verabæði í fullu starf, móðir og var að taka upp plötu semég gaf síðan út sjálf þannig það var nóg að gera.

Nú átt þú fjögurra ára gamlan son. Hvernig er aðvera „rapp-mamma?“Að vera „rapp-mamma“ er klárlega besta

hlutverkið og eru það mikilforréttindi. Vonandi næ ég að hafaeinhver áhrif á tónlistarsmekkinnhans og hvernig hann þróasttónlistarlega séð.

En hvað finnst syni þínum umtónlistina þína?Hann er mjög hrifinn og kann

merkilega mikið í sumum lögunum. Uppáhaldslagiðhans er iEndorse sem hann kallar þó draugalagið.Honum finnst samt skemmtilegast að hlusta á löginmín hátt í bílnum. Hann biður mig alltaf um aðhækka þar til það heyrist út á götu, ég verð rosalegavandræðaleg. Ég er orðin pínu hrædd um að fólk sjáimig og haldi að ég sé bara keyrandi um með mínaeigin tónlist í botni.

En hver er sagan bakvið listamannsnafnið Cell7?Sagan er bara sú að ég var unglingur að leita mér að

nafni. Á þeim tíma fannst mér afa erfitt að skrifa textaog finnst það reyndar svolítið enn. Þaðan kemur Cellnafnið, maður er fastur í fangelsi hugans. Svo var églíka smá í talnaspekinni á þeim tíma og talan sjö erfæðingatalan mín. Þannig þetta nafn er svolítið barnsíns tíma í raun og veru. Er frekar hugmyndasnauðþar sem ég heiti Ragna og mér hefur ekki enn tekistað finna upp á nýju nafni sem sem mig langar aðbinda mig við.

Þannig að „Ragna rappari“ var aldrei málið?Nei það hefði aldrei virkað og mun aldrei virka.

Segðu okkur aðeins frá plötunni þinni CELLF semkom út í fyrra.Ég og Gnúsi (fyrrum meðlimur Subterranean) tókum

hana upp saman.Við erum rosalega gott teymi oghöfum reynst hvort öðru vel. Það skemmir heldur ekkiað við erum góðir félagar og vinir, í raun og veru varþetta mjög náttúrulegt samband.Við höfðum auðvitaðunnið saman, en fyrir mörgum árum. Það voru vissforréttindi að fá að vinna með vini sínum og vorumvið nánast sem einn hugur á þessari plötu. Einnig áAddi Intro tvö lög á plötunni ásamt pólska product-ion-teyminu PlanB sem á eitt lag.

Hvernig hafa viðbrögðin verið?Þau hafa verið vonum framar og fólk hefur tekið

ótrúlega vel í hana. Ég var ein af þeim sem komust áKraums-listann, sem eru árleg plötuverðlaun Kraumstónlistarsjóðs. Er ég gríðarlega stolt af því að verafyrsti rapparinn sem nær inn á þann lista. Platan ereinnig á mörgum listum yfir toppplötur ársins 2013og það gleður mig mjög mikið að fólk sem hlustarekki endilega á hip-hop sé hrifið af plötunni minni.Það var alltaf takmark mitt til að byrja með, að höfðatil breiðari hóps fólks en akkúrat þeirra sem hlustaeingöngu á hip-hop.

Hvaðan færð þú innblástur?Oftast úr hversdagsleikanum bara. Svo reynir maður

að vera frjór í hugsun og nota ímyndunaraflið. En svoer náttúrlega innblástur eitt og tækni annað þegarþað kemur að hip-hopinu og ég reyni að hlusta mjögmikið á aðra rappara þegar það kemur að stíl og flæðiog svo framvegis. En innblásturinn getur verið alltfrá myndbandi á Youtube yfir í eitthvað sem geristí manns daglega lífi. Það eru engin takmörk á þvíhvaðan hann kemur.

Hvað er framundan hjá Cell7?Við erum aðallega að undirbúa okkur fyrir Sónar

Reykjavík.Við spilum þar á föstudagskvöldið 14.febrúar klukkan 22 á SónarFlóa-sviðinu. En svo eraldrei að vita hvað gerist í millitíðinni. Ég er samtmjög spennt fyrir því að komast eitthvert út til aðspila. Subterranean fór aldrei út fyrir landsteinanaþannig mig langar rosalega mikið að komast út til aðspila tónlistina mína.

Hverju má búast við af ykkur á Sónar?Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að spila á

sviði fyrir framan áhorfendur og ég legg mikið upp úrþví að ná einhverri tengingu við áhorfendur. Það erekkert skemmtilegra en þegar maður nær að virkja þáog gera þá hluta af show-inu.Æfingar standa því yfir núna með það að markmiði

að vera með þétt og gott prógramm á sviði. Við reyn-um alltaf að endurnýja einhverja hluti prógrammsinsá milli tónleika. Ég hvet alla til að koma og sjá okkur.

Nú komst þú fram á Iceland Airwaves-hátíðinnisíðasta haust. Hvernig upplifun var það?Ég hafði spilað nokkrum sinnum áður á Iceland

Airwaves og það er alltaf ótrúlega gaman. Það varsamt öðruvísi í haust þar sem ég var núna með heilaplötu í farteskinu. Ég þurfti því að velja úr efninu

mínu varðandi hvað ég átti að spila en ekki baraspila allt efnið sem átti.

Er maður einhverntímann ofgamall fyrir rappið?Nei það held ég ekki, til dæmis

er Dr. Dre 46 ára og enn að geragóða hluti sem og Nas semvarð fertugur á síðasta ári. Ég ágreinilega nóg eftir.

8 Monitor fimmtudagur 23. janúar 2014

Texti: Auður Albertsdóttir [email protected]: Golli [email protected]

Ég er orðin pínuhrædd um að fólk

sjái mig og haldi að égsé bara keyrandi um meðmína eigin tónlist í botni.

Ragnaá 30 sekúndumFyrstu sex: 100680Versti ótti: áhorfendur sem ekki erhægt að hreyfa viðÆskuátrúnaðargoð: michael JacksonÞað sem fékk mig fram úr í morgun:VinnanDraumahæfileiki: Að geta sungiðÉg hef aldrei: Farið á Þjóðhátíð í eyjumLag á heilanum: Yoncé með Beyonce

Page 9: 23 janúar 2014

9fimmtudagur 23. janúar 2014 Monitor

ragna Kjartansdóttir er eng-inn nýgræðingur í tónlistar-heiminum en þegar hún var

aðeins 17 ára gömul stofnaðihún ásamt vinum sínum

hljómsveitina Subterraneansem var ein af fyrstu hip-hop-sveitum Íslandssög-unnar. Nú, 17 árum síðar,

er hún aftur komin ásjónarsviðið með nýjaplötu sem hefur vakið

mikla athygli og komistá flesta lista yfir bestu

plötur ársins 2013.

Hip hop endurkomafrá gullöldinni

UppáhaldsNammi: ÞristurRappari: Biggie og Masta AceVikudagur: Föstudagursjónvarpsþáttur: LutherBorg: New York og LeidenGrænmeti: Brokkólí

Page 10: 23 janúar 2014

10 Monitor fimmtudagur 23. janúar 2014

DagskráSÓNARrEYkJaVÍkFimmtudagur

SilfubeRgsónarClubgusgusryuichi sakamoto &Taylor Deupree (JP/Us)HE (Högni Egilsson)Eloq (Dk)

flÓisónarFlóiHermigervillMoses HightowerIntrobeatsTonik

KAldAlÓNsónarComplexTanya & Marlongood Morning DeerMutedFUraDada

Föstudagur

SilfubeRgsónarClubPaul kalbrenner (DE)Bonobo (Uk)gluteus MaximusDownliners sekt (Es)Viktor Birgiss (dj sett)

NoRðuRljÓSsónarHallJon Hopkins (Uk)kölsch (DE)starwalker (Is/Fr)kiasmos (Ólafur arnalds& Janus rasmussen)When saints go Machine (Dk)

flÓisónarFlóiBerndsengísli PálmiCell 7HalleluwahFuturegrapherTerrordisco (dj sett)

KAldAlÓNsónarComplexsachiko (JP)stereo HypnosisskurkenOrang VolanteJon Edvald

CAR PARKsónarLabThe Mansisters (Dk) (dj sett)DJ Yamaho (dj sett)Exos (dj sett)kid Mistikkristinn Bjarnason (dj sett)

Laugardagur

SilfubeRgsónarClubMajor Lazer (Us)Daphni (dj sett) (Ca)FM BelfastMind in Motionsteindór Jónsson (dj sett)

NoRðuRljÓSsónarHallTrentemöller (Dk)James Holden (Uk)Hjaltalínsísí EyHighlands

flÓisónarFlóiOjba rastasykursometimesteve sammplingFkHNDsM (dj sett)Housekell

KAldAlÓNsónarComplexVökLow roar (Us/Is)Einómaárni2re-Pete & The Machine

CAR PARKsónarLabDiplo (Us) (dj sett)Evian Christ (Uk) (dj sett)DJ Margeir (dj sett)kenton slash Demon (Dk)(dj sett)Frímann (dj sett)Hendrik (dj sett)

Fleiri hljómsveitirog þekktari nöfnHvað er Sónar og hverjir standa á bakvið hana?

Sónar hefur farið fram í 21 skipti í Barcelona áSpáni þar sem hún var stofnuð af þremur vinumsem eiga hana enn og reka saman. Um 30 mannsstarfa á aðalskrifstofunni í Barcelona. Sónar hefurskapað sér nafn sem ein fremsta tónlistarhátíðheims er kemur að rafrænni og óháðri tónlist ogsíðustu tíu ár hefur hún verið haldin víðsvegarum heiminn. Sónar Reykjavík er að fullu rekið fráReykjavík af íslensku félagi.

Afhverju var ákveðið að halda hátíðina hér á landi?Birkir Hólm Guðnason forstjóri Icelandair spurði

mig hvort mögulegt væri að setja upp hátíð semfæri fram yfir vetrartímann og væri nokkurskonarmótvægi við Iceland Airwaves. Á endanum náðiég í Sónar. Hugmyndin með að ná í þekkta hátíðvar einfaldlega að stytta alla ferla og komast beintá markaðinn með þekkt vörumerki með mikilsambönd við umboðsmenn og fjölmiðla. Það tókst.

Er hátíðin mikið tengd Sónar-hátíðunum erlendis,geturðu lýst tengslunum fyrir okkur?Við vinnum mikið með aðalskrifstofunni í Barce-

lona, það eru í raun dagleg samskipti. Vefsíða okkarer rekin þaðan og allt kynningarefni er framleittþar nema það staðbundna sem við gerum. Bókanirá listamönnum og hljómsveitum fer fram í nánusamstarfi við skrifstofunna í Barcelona; það þýðir aðvið eigum auðveldara með að landa stórum nöfnum

á hátíðina í Reykjavík. Í raun hefur Sónar Reykjavíkmikið bakland sem hefur hjálpað mikið.

Fyrir hverja er Sónar?Að skilgreina er ekki okkar hlutverk.Við bjóðum

upp á dagskrá sem er jú meira elektrónísk enrokkuð, en teygir sig býsna víða. Sónar er fyrir fólksem vill hlusta á góða tónlist og er opið og jákvættgagnvart nýjum listamönnum og hljómi.

Hvernig heppnaðist síðasta hátíð?Síðasta hátíð gekk að flestu leyti mjög vel.

Auðvitað komu upp vandkvæði og mál sem þurftuað leysa en við erum að vinna samkvæmt langtíma-áætlun með Sónar þar sem við þróum áfram meðþað sem vel gengur og vinnum með það sem þarfað bæta.Viðtökur fólks við hátíðinni, bæði gesta oglistamanna, hafa verið frábærar og hjálpa okkur aðbyggja upp Sónar Reykjavík til framtíðar.

Hvernig er að halda tónleika í bílakjallaranum íHörpu? Hvernig stemmning myndast þar?

Það var mín hugmynd og ég fékk hana um 18mánuðum áður en Sónar Reykjavík fór fyrst fram.Sem gamall „rave“-skipuleggjandi kveikti ég strax ábílakjallaranum og ákvað að framkvæma þessa hug-mynd þegar tækifærið gafst. Þetta verður endurtekiðog meira lagt í dagskrána í bílakjallaranum í ár.

Sónar Reykjavík er ung hátíð, er eitthvað sem þið

hafið lært sérstaklega af og gerið öðruvísi í ár?Við ákváðum eftir síðustu hátíð að vera með

stærri og fleiri hljómsveitir næst og það gekk eftir.Major Lazer, Paul Kalkbrenner, Trentemöller, JamesHolden, Bonobo og fleiri eru listamenn sem mörgfestivöl í Evrópu væru fegin að fá til sín spila á SónarReykjavík í ár.

Er erfitt að halda tónlistarhátíð í Reykjavík? Erpláss fyrir tvær stórar slíkar eða lifir Sónar í skuggaAirwaves?

Nei, við finnum ekki fyrir því. Airwaves er þekktvörumerki sem hefur fengið mikinn stuðning fráhinu opinbera og Reykjavíkurborg. Hún hefur fengiðað ganga í gegnum endurnýjun lífdaga undir stjórnGríms Atlasonar og hefur verið unnið frábært starfmeð Airwaves. Hinsvegar er kannski kominn tímitil að styðja ákveðið við Sónar Reykavík á næstuárum til að báðar hátíðarinnar verði áberandi, sækimikinn fjölda ferðamanna til landsins og skemmtiÍslendingum. Stórt skref í þá átt var stigið um daginner Sónar hlaut þriggja ára samning við borgarhá-tíðarsjóð Reykjavíkurborgar. Það er stuðningur semskiptir hátíðina mjög miklu máli. Svo er auðvitaðmunurinn á Sónar og Airwaves sá að Airwaves er„showcase“-hátíð sem á að vera miðuð á að kynnaíslenska tónlist. Sónar er hreinræktuð tónlistarhátíðþar sem listamenn spila lengri tónleika, í um 60-90mín. Einnig eru ýmsar aðrar öðruvísi áherslur ídagskránni sem öll fer fram í einu húsi: Hörpu.

Það er í ýmis horn að líta þegar kemur að því að skipuleggja tónlistarhátíð á borðvið Sónar. Monitor spjallaði við Björn Steinbekk, framkvæmdastjóra hátíðarinnar.

Page 11: 23 janúar 2014

11fimmtudagur 23. janúar 2014 Monitor

Raftónlistarhátíðin SónarReykjavík fer fram í Hörpudagana 13.-15. febrúarnæstkomandi.

í Hörpunni

Rafmagnog „rave“

FyrstatónlistarhátíðHighlandsHljómsveitin Highlands vakti

gríðarlega athygli fyrir fyrsta

lag sitt „Hearts“ sem kom

út í nóvember síðastliðnum.

Sveitin er skipuð þeim Karin

Sveinsdóttur söngkonu og Loga

Pedro Stefánssyni, sem hefur

áður gert garðinn frægan með

hljómsveitinni Retro Stefson.

„Sónar verður fyrsta hátíðin

sem við komum fram á þó þetta

verði tæknilega séð ekki fyrstu

tónleikarnir,“ segir Logi. „Við

erum mjög vel stemmd fyrir

hátíðina, Keli í Agent Fresco

verður með okkur og við tökum

nokkur lög sem eru auðvitað öll

ný þar sem við höfum bara gefið

út eitt lag,“ segir Logi og bætir

við að aðdáendur sveitarinnar

muni þó ekki þurfa að bíða lengi

eftir útgáfu næstu laga. Logi kom

fram á Sónar í fyrra með Retro

Stefson auk þess sem hann

þeytti skífum sem Pedro Pilatus

og er því ekki ókunnugur Sónar

eða hörpunni sem tónleikastað.

„Auðvitað er smá-stress í okkur

en við erum búin að vera dugleg

að æfa og skoða tæknilegu

hliðina.Við leggjum mikið í að

allt gangi upp.“

Sísí Ey í skýjunumElísabet Eyþórsdóttir kom fram ásamthljómsveit sinni Sísí Ey á Sónar Reykjavík ífyrra. „Hátíðin í fyrra heppnaðist ótrúlega velað mínu mati. Við í Sísý Ey vorum í skýjunumeftir okkar „show“ og það voru endalaust mik-ið af flottum tónleikum í gangi,“ segir Elísabet.Í kjölfarið á Sónar Reykjavík bauðst Sísí Ey aðspila á Sónar-hátíðinni í Barcelona.Elísabet segir Sónar skilja sig frá öðrumhátíðum vegna raftónlistarþemans en er ekkiviss um að Sónar Reykjavík skilji sig mikiðfrá öðrum Sónarhátíðum. „Löndin eru ólíken tónlistin svipuð. Auðvitað erSónar Barcelona miklu stærri enSónar Reykjavík þannig að það erhelsti munurinn að mínu mati,“segir hún og bætir við að báðarhátíðarnar séu frábærar.

„Hátíðargestir mega búastvið því að verða „blown

away“ held ég bara,“segir Elísabet og kveðurhátíðina fulla af flottutónlistarfólki. „Þettaverður algjör snilld.“

Sónar í tölumHátíðin er haldin í 2. skiptið í Reykjavík í ár.Hátíðin stendur í 3 daga í 5 mismunandi sölum Hörpu.Gert er ráð fyrir um 3300 gestum, þar af hafa um 850erlendir gestir keypt sér miða.Í ár verða 6 Sónar hátíðar haldnar í 6mismunandi löndum.67 hljómsveitir og tónlist-armenn koma fram áSónar Reykjavík.Um 8 manns komaað undirbúninghátíðarinnar og um200 manns starfar beintvið hátíðina á meðanhenni stendur.

Mynd/Kristinn

Page 12: 23 janúar 2014

12 Monitor fimmtudagur 23. janúar 2014

Saga Jónu KriStínarJóna Kristín hafði hugsað sér að eyða tíumánuðum sem skiptinemi í Perú en því miðururðu þeir ekki nema fjórir. Undir lok nóvembersíðastliðins fór Jóna að finna fyrir verk í bakinusem ágerðist á næstu tveimur vikum. Jóna fékklyf hjá lækni sem taldi hana vera með vírusen þegar Jóna var farin að missa allan mátt ífótleggjunum var hún drifin á sjúkrahús í snatri.Í ljós kom að Jóna var með blöðrur á mænunniog lítið æxli og læknar tilkynntu henni að þaðyrði að skera hana upp, ellegar myndi húnlamast að eilífu.Aðgerðin heppnaðist vel og eyddi Jóna 15dögum á spítalanum í Perú áður en hún varðfær um að ferðast heim til Íslands. Foreldrarhennar komu til hennar tveimur dögum eftiraðgerðina og studdu hana eftir bestu getu.Jónu hafði verið sagt að hún ætti að vera færum að hreyfa fæturna stuttu eftir aðgerðinaen svo reyndist ekki vera. Jóna dvelst nú áGrensásdeild þar sem hún er í endurhæfingu enþví miður telja læknar ekki miklar líkur á því aðhún fái fullan mátt í fæturna aftur.

Jóna KriStínFyrstu sex: 050496.Lag á heilanum: Franskt lagsem heitir Papaoutai.uppáhalds kennari: Aldís,sálfræðikennarinn minn í MH.í bragðarefinn fæ ég mér:Síðast fékk ég mér allavegakiwi, jarðarber og bounty.Æskuátrúnaðargoð: Ég veitþað ekki, ætli ég hafi ekki barahaldið upp á íþróttaálfinn.

Page 13: 23 janúar 2014

13fimmtudagur 23. janúar 2014 Monitor

Bloggið þitt var býsna hefðbundið ferðablogg í fyrstu þarsem þú varst í skiptinámi í Perú. Afhverju ákvaðst þú aðfara í skiptinám?Vinkona mín var einhvern tíma að tala um þetta. Hana

langaði svo til Japans. Mér fannst þetta sniðugt, ég hafðiekki mikið heyrt um skiptinám áður og var lengi að ákveðamig en lét loks bara slag standa. Ég hafði aldrei farið tilútlanda áður eða í flugvél einu sinni svo þetta var svolítiðsérstakt. Fólki fannst ég svolítið skrítin. Svo er ég svo mikillsauður að ég geymdi heillengi að sækja um. Loks var ekkerteftir nema Sviss og Perú, ég varð ástfangin af spænskunni íMH svo ég vildi læra meira og ákvað því að fara til Perú. Perúer líka allt öðruvísi menningarheimur og ég hugsaði meðmér að Sviss væri of líkt. Mamma hafði alveg áhyggjur, „Þúert svo mikil hæna og þú ratar ekki neitt, hvað ef þú týnist?“en ég svaraði alltaf: „Ég læri það bara úti!“ (hlær). Ég stóðfrekar föst á mínu.

Hvernig gekk skiptinámið fram að veikindunum?Rosalega vel. Ég held þetta hafi alveg verið rétta landið

fyrir mig og krakkarnir tóku mjög vel í mann. Ég held aðef maður sé skiptinemi á Íslandi sé maður svo venjuleguren þarna vorum við tvær, ég og þýsk stelpa, báðar hvítarog ljóshærðar með græn augu og öllum fannst það stór-merkilegt. Við fengum eiginlega frekar of mikla athygli enhitt, það var mjög sérstakt því á Íslandi er maður auðvitaðbara eins og allir aðrir. Ég var langmest með þessari þýskuvinkonu minni, Paulu, þetta er það ólík menning að það vargott að geta stundum talað um hvað maður fílaði við hanaog hvað fór í taugarnar á manni. Hún skildi mig því hún varað ganga í gegnum það sama. Það var samt mikið lagt uppúr því í skólanum að okkur liði vel og vel hugsað um okkur.

Þú áttir sæla fjóra mánuði í Perú en þá fórstu að finnafyrir veikindunum, hvenær gerðir þú þér fyrst grein fyriralvarleika málsins?Ég kannski áttaði mig ekki á því strax en þegar ég sagði

mömmu að mér væri illt í bakinu datt henni strax í hugað þetta gæti verið eitthvað alvarlegt eins og brjósklos eðaklemmd taug. En ég var ekki mikið að ýta á fjölskyldunasem ég bjó hjá og þau fóru ekki með mig alveg strax. Ég vildiekki vera einhver prinsessa. Ég var frekar sammála mömmuen þeim því þau héldu að þetta myndi ganga yfir. Þarnaúti er kannski ekki alveg jafn mikil vitund um heilbrigðis-þjónustu og þegar fólkið úti áttaði sig ekki á því að þettagæti verið eitthvað alvarlegt leið mér eins og ég væri aðgera of mikið úr þessu.Ætli ég hafi ekki fyrst áttað mig áþví að þetta væri eitthvað sem væri ekki að fara strax þegarmér var sagt að ég yrði að vera á spítala, mér leið alvegömurlega að þurfa að gista þarna ein. Svo þegar mér varsagt að ég þyrfti að fara í aðgerð (dregur seiminn), það varsvolítið mikið. Mig minnir að ég hafi getað heyrt í foreldrummínum fyrir aðgerðina. Ég var svolítið á Skype með mömmuog systrum mínum. Ég lét vita af því að ég þyrfti að veraá spítala í gegnum Facebook og eins og mamma segir þábjargaði það okkur svolítið hvað við gátum verið í miklusambandi í gegnum Facebook og Skype þrátt fyrir að ég værisvona langt í burtu.Ég fékk alveg helling af heimsóknum, stundum of mikið

jafnvel. Maður verður svo orkulítill og þá getur það tekiðmikið á að hitta fólk. Svo þegar mamma og pabbi vorukomin út talaði ég íslensku við þau en svo talaði ég enskuvið Paulu og spænsku við fjölskylduna mína í Perú og þegarþau voru öll í heimsókn í einu varð ég frekar rugluð.

Hvernig leið þér þegar þú vaknaðir eftir aðgerðina?Aðgerðin tók sex tíma og þegar ég vaknaði var ég frekar

rugluð en ég var samt fljót að jafna mig, ég bjóst ekki viðþví. Ég var í tvær vikur á spítalanum og svo fór ég aftur tilÍslands. Ég vildi ekkert fara, ég fattaði ekki hvað þetta varmikið mál. Eftir aðgerðina hafði ég auðvitað enga tilfinninguí fótunum, það var svolítið óþægilegt en ég var ekki búin að

átta mig á hversu alvarlegt þetta var og hugsaði að þettaværi bara svona fyrst eftir aðgerðina og bjóst við því að þaðmyndi lagast. En svo leið tíminn og ekkert breyttist og þáfór maður að átta sig á þessu. Núna er ég eiginlega farin aðsætta mig við þetta. Ég veit að ég mun ekki fá fullan styrkaftur en það á eftir að koma í ljós hversu mikill styrkurinnverður. Allt er betra en ekkert.

Hvernig var að koma heim eftir þetta allt saman?Það var eins og að létta hundrað kílóum af hjartanu

mínu. Það var svo mikill léttir að heyra íslensku allsstaðar íkringum sig. Þegar sjúkraflutningamennirnir komu og fóruað tala við mig hugsaði ég glöð: „Oh, íslenska kaldhæðnin“.Það skilur engin kaldhæðni í Perú, allir eru svo einlægir ogtrúðu manni bara ef maður fór eitthvað að bulla í þeim. Égvar líka hissa á því að mér fannst Íslendingar eitthvað svomiklu betri en mig minnti. Það voru allir svo almennilegir.Það er væntanlega líka útaf aðstæðunum og maður hefuroft heyrt að þegar eitthvað gerist standi Íslendingar saman.Það er eitt af því góða við að vera svona lítil þjóð. Ókunnugtfólk hefur sent mér ótrúlega falleg skilaboð, það breytir svomiklu að fá svona stuðning, sérstaklega frá fólki sem hefurenga skýra ástæðu til heldur gerir þetta bara til að lífga uppá daginn minn. Það er ótrúlegt að finna svoleiðis samstöðu.

Þú greindir frá því á blogginu þínu að læknarnir væru ekkibjartsýnir á bata, ert þú bjartsýn?Já, kannski ekki endilega með að ég fari að hlaupa um allt

og dansa alveg eins og áður. Ég er byrjuð að sætta mig við aðþetta verður eitthvað öðruvísi líf. En ég er samt bjartsýn áað ég muni eiga gott líf þrátt fyrir hjólastólinn. Ég er ekkertað fara að gefast upp.

Hvernig hafa vinir þínir brugðist við þessum breyttuaðstæðum?Fyrst þegar ég sagði þeim þetta voru þau auðvitað í sjokki,

kannski mismiklu en þau hafa verið alveg frábær. Þau erumjög jákvæð fyrir mína hönd og vilja allt fyrir mig gera. Þaðkom mér á óvart hvað þau voru ekki skrítin með þetta. Éghefði alveg skilið það ef þau hefðu verið eitthvað öðruvísien mér líður alveg eins og áður þegar ég er með þeim. Ég erennþá Jóna í þeirra huga og þau eru ennþá vinir mínir. Þauhorfa bara á persónuleikann greinilega og það er frekar aðvináttan styrkist en hitt.

Ég heyrði af því að nemendur í MH hefðu sett af staðsöfnun til að aðstoða þig við að komast í skólann?Já, ég veit ekki alveg afhverju en af því að ég er á Grensás,

gisti hérna og er alla virka daga, þá hef ég ekki rétt á því aðfá far fram og til baka og það kostar rosalega mikið. Það varí rauninni iðjuþjálfinn minn sem kom með þessa hugmynden hún á dóttur í MH. Sú talaði við formann nemendafé-lagsins og það tóku allir vel í þetta og vildu allir hjálpa mérsem mér fannst alveg ótrúlegt. Það safnaðist alveg mikillpeningur og það var rosalega gott að heyra þegar fólk sagðihvað þetta væri fáránlegt og að ég ætti bara að eiga rétt áþví að fara í skólann.

Ég veit ekki hversu lengi ég mun þurfa að búa hérna enég giska á að það verði allavega hálft ár. Mér finnst þettasvolítið sérstakt en ég varð samt ekkert fúl heldur urðu aðrirfúlir fyrir mína hönd. Ég veit ekki hvort þetta sé einhversparnaður eða „Þú gistir hérna og þá áttu bara að verahérna,“ kannski er ekki gert ráð fyrir því að maður fari afturí skólann strax en ég er náttúrlega bara í einum áfanga ogþað er svo gott að komast aðeins aftur út í samfélagið.

Hefur þú getað tekið þátt í einhverju félagslífi?Ég hef alveg hitt vini mína en ég hef ekki farið á nein

böll. Þau hafa kannski ekkert verið neitt mörg ennþá.Ég útiloka það ekkert en ég yrði þá að biðja einhverjavinkonu mína um að vera edrú og vera svolítið að passaupp á mig (hlær).

Bloggið þitt er mjög opinskátt, afhverju ákvaðst þú aðhella svona úr hjartanu svo allir sjái?Ég hef alltaf verið mjög opin. Sumir eiga kannski einn

trúnaðarvin sem þeir segja allt en ég á ágætlega stóranhóp af þannig fólki en svo finnst mér ekki óþægilegt aðdeila þessu. Ég vil líka koma því á framfæri að þetta er ekkiþannig að maður sitji og geti ekki hreyft lappirnar en svosé allt í góðu. Helmingurinn af líkama manns virkar ekki.Mér finnst fínt að losa aðeins um þetta og jú ég þurfti aðvera með bleyju og ég þurfti að taka hægðalyf en afhverjuætti það að vera svona mikið feimnismál? Þetta er ekkertóeðlilegt og þetta er ekkert sem maður ræður við þegarþetta gerist.Ég efast um að einhver fari að dæma mann fyrir það en

maður heldur stundum sjálfur að einhver dæmi mann.Þegar ég fór í Kringluna hafði ég miklar áhyggjur af því að égværi fyrir öllum en auðvitað hugsar enginn annar þannig.Ef vinkona mín væri í þessum aðstæðum væri ég mjögforvitin en myndi kannski ekki vilja spyrja svo ég ákvað aðdeila bara öllu svo almenningur fái að vita hvernig þetta er.Önnur ástæða er sú að það eru svo margir að spyrja hvernigallt gangi og það verður svo yfirþyrmandi að ég bara segifrekar öllum allt í einu (hlær).

Það er auðvitað gríðarleg breyting að hafa getað gengið oglamast síðan. Er margt sem hefur komið þér á óvart?Það er svo mikið sem maður þarf að læra upp á nýtt. Bara

það að fara úr rúmi og að fara yfir í stól, það er verkefni. Alltsem manni fannst svo sjálfsagt er orðið að litlum verkefn-um sem taka miklu meiri tíma en áður og eru miklu erfiðari.Það kom mér á óvart hvað maður þarf að byggja sig mikiðupp en líka hvað það kemur fljótt. Fyrst gat ég ekki setiðupprétt án þess að svima en núna get ég sest upp sjálf meðþví að nota minn eigin kraft.Á ákveðnum tímapunkti var ég hrædd um að ég yrði

neikvæðari og fyndist allt ömurlegt en ég held að það séekki raunin. Ég er farin að átta mig á styrkleikum mínum ogég er kannski sterkari en ég hélt. Áður hefði ég hugsað aðlífið væri bara búið ef ég myndi lamast en það er alls ekkiþannig. Þetta þarf ekkert að vera svo slæmt.

Á blogginu hefur þú talað um ameríska konu sem fékkbrjóstakrabbamein og hefur veitt þér innblástur.Já, ég mundi alltaf eftir henni. Þegar þetta gerðist ákvað ég

að tileinka mér hennar hugarfar algjörlega og í stað þess aðhugsa „Afhverju ég?“ að hugsa þá „Afhverju ekki ég?“ Ég býá Íslandi, það eru frábærir læknar hérna, frábær þjónustaog gott aðgengi. Ég er ung og ágætlega sterk og jákvæð. Égá alveg að geta komist í gegnum þetta með bros á vör, ekkiendilega alltaf, dagarnir eru misjafnir en að lokum held égað ég muni vera sátt.

Hverjar eru þínar framtíðaráætlanir?Maður þarf náttúrlega bara að læra á þetta allt. Svo er ég

smá „sucker for romance“, mig langar að eignast fjölskylduog svoleiðis. Ég var mjög hrædd um það fyrst að ég myndialdrei eignast börn og svona en svo segja allir að ég geti gerthvað sem ég vil og það er ekkert því til fyrirstöðu að ég eign-ist mann og barn og allt svona. Það er líka svolítið magnaðhvað maður kynnist því að það er nánast ekkert ómögulegtþó maður geti ekki notað lappirnar. Maður þarf bara að gerahlutina öðruvísi. Það er einmitt líka mjög mikilvægt fyrirmig að ná að verða sjálfstæð af því að núna er skerðingin áeinkalífinu svolítið mikil (hlær).

Jóna Kristín Erlendsdóttir hefur vakið mikla athyglifyrir opinskátt blogg sitt en Jóna fékk blöðrur á mænunaí skiptinámi í Perú og lamaðist í kjölfarið fyrir neðan mitti.

AfhvErJuEKKi ég?

Ég á alveg að getakomist í gegnum

þetta með bros á vör...

Myn

d/Kr

istinn

Page 14: 23 janúar 2014

14 Monitor fimmtudagur 23. janúar 2014

rósa María Árnadó[email protected]

stíllinn

Ingunn, hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér og þínum stíl?Stíllinn fer algjörlega eftir í hvaða skapi ég er, get farið frá

því að vera í saklausu væmnu lúkki alveg yfir í gothic lúkkmeð svartan varalit. Út frá þessu mætti segja að ég sé mjögmislynd.

Hvað ertu að bardúsa þessa dagana?Ég er í námi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og svo vinn ég

um helgar í Topshop í Kringlunni

Hefur þú alltaf haft gaman af tísku?Já, ég hef alltaf haft gaman af tísku og það má segja að ég hafi

orðið snemma fyrir áhrifum tískunnar þar sem hún móðir míner mikill tískuunnandi og fagurkeri.

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd, einhver sem veitir þérinnblástur?Móðir mín er mín stærsta tískufyrirmynd. Hún er aldrei

hrædd við að prufa nýja hluti þegar kemur að tískunni og eralltaf á undan í trendunum. Hún kannski kaupir eitthvað semmér finnst forljótt á þeim tímapunkti en svo nokkrum árumseinna er ég komin í það því þá er það komið í tísku. Nánast öllfötin sem ég klæðist eru fötin hennar. Ég er heppin að því leytiað við notum sömu stærð og hún deilir öllum fötunum sínummeð mér.

Hver er þinn uppáhalds hönnuður hérlendis? En erlendis?Uppáhalds hönnuður minn hérlendis er Hildur Yeoman. Hún

gerir einhverja fallegustu og skemmtilegustu skartgripi sem éghef séð. Ég fékk hálsmen eftir hana í jólagjöf í hittiðfyrra og égdýrka það. Einnig teiknar hún guðdómlega fallegar tískuteikn-ingar. Mig dreymir um að eignast eina af myndunum sem húnog Saga Sig ljósmyndari gerðu saman.Erlendis er það Isabel Marant. Fötin sem hún hannar henta

daglegu lífi og ég elska hvað hún leggur mikið uppúr því aðhafa notagildi í flíkunum sem hún hannar. Það er einmitt líkamikill „bohemian“ fílíngur í þeim hennar sem ég elska.

Í hvaða búðum verslar þú helst hér á Íslandi? En í útlöndum?Ég versla helst í Topshop og get viðurkennt að það er erfitt

að eyða ekki öllum laununum í föt þaðan og svo á ég það til aðfjárfesta stöku sinnum í flíkum úr Aftur. Annars eru það búðireins og Zara og Nostalgía sem ég held mikið upp á.Erlendis versla ég mikið íWeekday, Monki, & Other stories,

Urban Outfitters og bara þetta venjulega eins og flestar aðrarstelpur. Hinsvegar finnst mér skemmtilegra að fjárfesta íeinhverju “stykki” þ.e.a.s einum eða nokkrum hlutum seminnihalda gæði og notagildi heldur en að versla fyrir magn.Núna uppá síðkastið er ég komin með smá-netverslunar

dellu. Mér finnst mjög gaman að vafra á netinu og skoðaallskyns netverslanir og láta mig dreyma.

Hver er þín uppáhalds borg til að versla í?Ég elska að versla í Stokkhólmi. Allar mínar uppáhalds

búðir er að finna þar, þ.e.a.sWeekday, & Other Stories, Acne,Nordiska Kompaniet og svo nýja uppáhaldið mitt StockholmQuality Outlet þar sem hægt er að finna merkjavörur eins ogBarbour, Acne og Vagabond á mjög góðu verði. Mér finnst stíll-inn á Norðurlöndunum vera mun nær okkur á Íslandi helduren í öðrum löndum. Einn daginn mun ég flytja til Stokkhólms,það er alveg bókað.

Hver eru þín bestu kaup fyrr og síðar?Ég myndi segja að mín bestu kaup fyrr og síðar væru tveir

hlutir, dásamlegur rauður flauelskjóll frá Aftur sem ég keyptium jólin 2010 og kisuhálsmen sem mætti frekar kalla listaverkfrá Servane Gaxotte sem ég keypti fyrir aleigu mína í Kisunniárið 2008.

Hvað er algjört möst fyrir veturinn að þínu mati?Djúsí rúllukragapeya. Sjálf er ég búin að vera leita að slíkri

út um allt hér á landi. Rakst á eina um daginn í 66° Norðurí karladeildinni og finnst persónulega flottara að hafa þær íþessum oversized stíl. Hún var hinsvegar svolítið dýr en mjögvönduð og falleg og ég er enn að hugleiða hvort ég tími aðkaupa hana.

spariKjóll: topshopEyrnaloKKar: ZarasKór: topshop

KósýKápa: vintagE úr Evu frá ‘91vEsti: ZarapEysa: spútniKBuxur: topshopsKór: topshop

Stíllinn kíkti í heimsókn til ingunnar Emblu Axelsdóttur sem er 18 ára menntaskólamær oggjörsamlega með allt á hreinu hvað varðar tísku. Stíllinn varð ástfanginn af fatastíl Ingunnar oghefði getað verið allan daginn að mynda hitt og þetta. Hún sýnir okkur hér brot af því besta.

Móðir mín er stærstatískufyrirmyndin

partýKjóll: topshopBuxur: topshopsKór: topshopBrjóstahaldaraBand: aftur

hvErsdagspEysa: spEll & thE gypsy dEsignBolur: ZarahálsmEn: afturBuxur: topshopsKór: topshop

Page 15: 23 janúar 2014

15fimmtudagur 23. janúar 2014 Monitor

PelsinnPelsinn fékk ég í sumar í Stockholm QualityOutlet í Svíþjóð. Þetta var klárlega ást viðfyrstu sýn. Hann er silfurrefur og sægræniliturinn á honum er svo fallegur og minnir migá pelsana frá Gucci-tískuhúsinu. Þá var hanná mjög góðum afslætti og á viðráðanleguverði sem gerði hann algjörlega þess virði.

skórnir rauðuRauðu skórnir frá Chie Mihara eru fyrstuskórnir sem ég keypti mér. Ég var 14 ára ogvið mæðgurnar vorum nýbúnar að halda fata-markað í Kolaportinu. Þar sem markaðurinngekk svo vel fékk ég minn arð og ákvað aðfjárfesta í þessu fallega skópari í KronKron.Þetta eru kaup sem ég sé ekki eftir enda eruþeir tímalausir og verða alltaf fallegir.

TaskanTöskuna fann ég á ástr-alskri sölusíðu sem selurmerkið Spell & the Gypsy.Við fjölskyldan pöntuðumhana fyrir jól handa mömmuí jólagjöf. Ég er búin að vera„fá hana lánaða” mikið uppásíðkastið. Ég er virkilegaskotin í þessum bohemianstíl og þessi taska erfullkomin viðbót í safnið.Skottið á töskunni er punkt-urinn yfir i-ið en ég fannþað Mýrinni í Kringlunni ámjög góðu verði.

skarT-sTandurinnSkart-standurinn er algjört augnakon-fekt. Ég á það til að vera veik fyrirvæmnum og fallegum hlutum eins ogþessum silfur-hreindýrahornum.

kisiÞetta er ástin í lífi mínu, Lóra. Systirmín fann hana á facebook fyrir 3árum og við tókum þá skyndiákvörðunað taka hana að okkur. Hún er mjögfélagslynd og algjör prímadonna.Hún Lóra mín er klárlega heitastifylgihluturinn.

uPPáhalds

Léttmjólk

HVÍTAHÚSIÐ

/SÍA

–12

-193

1

DREKKTU

BETUR

Page 16: 23 janúar 2014