jöfn og frjáls - október 2013

16
MÁLGAGN UNGRA JAFNAÐARMANNA OKTÓBER 2013 LANDLAUST LJÓÐSKÁLD VIÐTAL VIÐ MAZEN MAAROUF AFHVERJU, AFHVERJU, AFHVERJU ERTU FEMÍNISTI? LÁTUM OLÍUNA LIGGJA FRELSIÐ ER YNDISLEGT UNGMENNAFJANDSAMLEG RÍKISSTJÓRN OG MARGT FLEIRA

Upload: ungir-jafnadarmenn

Post on 07-Mar-2016

239 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Jöfn og frjáls er málgagn Ungra jafnaðarmanna skrifað af félagsmönnum.

TRANSCRIPT

Page 1: Jöfn og frjáls - Október 2013

MÁLGAGN UNGRA

JAFNAÐARMANNA

OKTÓBER 2013

LANDLAUST LJÓÐSKÁLDVIÐTAL VIÐ MAZEN MAAROUF AFHVERJU, AFHVERJU, AFHVERJU ERTU FEMÍNISTI?

LÁTUM OLÍUNA LIGGJA

FRELSIÐ ER YNDISLEGT

UNGMENNAFJANDSAMLEG RÍKISSTJÓRN

OG MARGT FLEIRA

Page 2: Jöfn og frjáls - Október 2013

Málgagnið Jöfn og frjáls hefur komið út í nokkur ár með mismiklu millibili. Í fyrsta sinn kemur ritið fyrst og fremst á internetinu sem vefrit og prentað í fáum eintökum.

JÖFN &FRJÁLS

Með aukinni umferð um netið og minnkandi eftirspurn eftir prentuðu efni þótti tilfallið að láta reyna á Jöfn og frjáls í formi vefrits. Slíkt er fallið til að draga úr kostnaði við blaðið og auka dreifingu á því.

Jöfn og frjáls er málgagn félagsmanna UJ. Hvaða félagsmanni sem er gefst kostur á að skrifa fyrir ritið og skila inn greinum um sín eigin hugðarefni sem tengjast íslenskum stjórnmálum, alþjóðamálum og jafnaðarstefnunni.

Ritið á að virka sem vettvangur fyrir meðlimi UJ til að koma hugmyndum sínum, hugsjónum og áhyggjum á fram-færi í gegn um greinaskrif. Greinarnar endurspegla skoðanir þeirra sem þær rita og eru ekki endilega stefna UJ.

Vonandi getur þú, kæri lesandi, notið blaðsins, baðað þig í skoðunum greinahöfunda og verið þeim ýmist sammála eða ósammála. Von okkar í UJ er að þetta rit verið áframhaldið af fjölmörgum pólitískum ritum á vegum Ungra jafnaðarmanna um komandi ár.

JÖFN OG FRJÁLS er málgagn Ungra jafnaðarmanna

JÖFN OG FRJÁLS er gefið út af Ungum jafnaðarmönnum. Ritstjórn: Framkvæmda-

stjórn UJ. Ábyrgðaraðili: Framkvæmdastjórn UJ. Uppsetning: Stefán Rafn Sigurbjörnsson.

Forsíðumynd: Marinó Flóvent. Prófarka-lestur og sérleg vítamínsprauta ritsins: Inga

Auðbjörg Kristjánsdóttir.

WWW.POLITIK.IS

JÖFN OG FRJÁLS - 1. TBL. OKTÓBER 2013

MYNDIR ÚR STARFI UJ Í ÁR#UNGJOFN

Page 3: Jöfn og frjáls - Október 2013

JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. OKTÓBER 2013

Nú í október setjum við í Ungum jafnaðarmönnum árlegt landsþing okkar. Þá

gefst ungu jafnaðarfólki tækifæri til að koma saman og rökræða um jafnaðar-stefnuna og stjórnmál líðandi stundar. Ekki er vanþörf á, enda eru jafnaðar-menn í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í sex ár. Eftir þennan tíma við völd er brýnt að stilla saman strengi og skerpa á hugmyndafræðinni, bæði til að þróa eigin stjórnmálastefnu en einnig til að veita ríkjandi stjórnvöldum málefnalegt aðhald. Við í Ungum jafnaðarmönnum erum því ekki undanskilin og því er samkoma líkt og landsþingið 2013 mikilvægur vettvangur til að ramma inn skilaboð okkar til Samfylkingarinnar, Alþingis, ríkisstjórnarinnar og sam-félagsins alls.

Að þessu sinni höfum við kosið að krýna landsþingið með einkunnarorðunum ,,Auðjöfradekur eða ungt fólk”. Beitt og óvenjuhörð einkunnarorð sem beint er að núverandi valdhöfum, en frá því að ríkisstjórnin tók við völdum hefur hún því miður sýnt ungu fólki takmarkaðan áhuga og kosið að for-gangsraða í þágu þeirra sem þurfa ef til vill ekki á bráðaaðgerðum að halda. Ríkisfjármálin bera þar hæst, en gífurlegar skattalækkanir á arðsömustu fyrirtæki landsins eru ekki til þess fallnar að hjálpa erfiðri stöðu ríkissjóðs. Í örfáum aðgerðum á örfáum mánuðum hefur ríkisstjórninni tekist að rýra reglulegar tekjur ríkisins um fleiri milljarða. Til samanburðar eru það ekki nema um 350 milljónir sem ríkið þarf að reiða fram til að koma til móts við þarfir Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Skattalækkanir gagnlegar, en byrjað á öfugum endaVissulega var hægt að spá fyrir um þessar aðgerðir stjórnarflokkanna, en þessu var ítrekað lofað í aðdraganda kosninga. En það sem ætti að reita ungt fólk til reiði er sú takmarkaða viðleitni sem stjórnin hefur gagnvart ungu fólki. Fyrsta sönnun þess er almenn forgangs-röðun ríkisstjórnarinnar. Látum það

liggja á milli hluta að stjórnin vilji lækka skatta, en þá væri það óskandi að skattalækkanir nýttust almenningi en ekki auðjöfrum líkt og raun ber vitni. T.a.m. hefði verið óskandi að sjá Sjálfstæðisflokkinn standa við ágætis kosningaloforð um lækkun fjármagns-tekjuskatts á fyrstu íbúð í útleigu. Það ágæta mál þurfti stjórnarandstaðan að taka upp á herðar sínar, en þingflokkur Samfylkingarinnar lagði fram slíka hugmynd í þingsályktunartillögu um neyðaraðgerðir á leigumarkaði. Annað dæmi um dræmt viðhorf ríkis-stjórnarinnar gagnvart ungu fólki eru ummæli og viðleitni menntamála-ráðherra gagnvart námsmönnum. Í aðdraganda LÍN-málsins taldi hann alla námsmenn sem stunduðu ekki 30 eininga fullt nám við Háskóla ekki stunda nám af alvöru. Ekki eru allir gæddir þeim foréttindum að geta stundað fullt nám vegna fjár-hagsörðugleika, fjölskylduaðstæðna, búsetu eða veikinda. Námsmenn eru margbreytilegir og búa við mismunandi aðstæður, en flestir eru þeir að stunda nám sitt af fullri alvöru. Þá voru ummælin kórónuð eftir að dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dómsmáli Stúdentaráðs Háskóla Íslands og LÍN, ríkis-stofnuninni í óhag. Eftir dóminn kveinaði menntamálaráðherra yfir því að erfitt væri að reiða fram 350 milljónir til að standa við skuldbindingar sjóðsins. Þá eigi að ráðast á eigið fé sjóðsins og hendast í sömu sparnaðaraðgerðir 2014. Þá munu stúdentar þurfa að brýna vopnin á ný til að verjast vondri viðleitni ríkis-stjórnarinnar.

Úr skattalækkunum í skuldaniður-fellingarEkki virðist birta til hjá ungu fólki á næstunni. En meginloforð ríkis-stjórnarinnar um almennar skuldaniður-fellingar í þágu íslenskra heimila er aðgerð sem dugar ungu fólki skammt; -þ.e.a.s. yngsta, óskuldsetta aldurs-hópnum. Nýverið lýsti forsætisráðherra því yfir að aðgerðirnar sem ráðast ætti í

yrðu róttækustu aðgerðir í þágu skuldsettra heimila í veraldarsögunni. Þá hlýtur ráðherrann að vera að líta fram hjá öllum þjóðnýtingum og eigna-tilfærslum sem hafa átt sér stað undir leiðslu alvalda annarra bananalýðvelda en Íslands. Slíkar aðgerðir fela einmitt í sér stórfellda eignatilfærslu frá lífeyrisþegum, tekjulágum og ungu fólki til handa skuldsettrar yfir- og milli-stéttar. Yfirlýsingar forsætisráðherra gefa til kynna að ríkisstjórnin ætli ekki að setja hagsmuni framtíðarkynslóðar í forgrunn, heldur tryggja eignarstöðu núverandi valdakynslóðar og velta skuldunum inn í framtíðinna. Verði þetta að veruleika mun ríkisstjórnin sanna sig sem sú ungmennafjandsamlegasta frá stofnun lýðveldis.

UNGMENNAFJANDSAMLEGRÍKISSTJÓRN

frá því að ríkis-stjórnin tók við völdum hefur hún því miður sýnt ungu fólki takmarkaðan áhuga og kosið að forgangsraða í þágu þeirra sem þurfa ef til vill ekki á bráðaaðgerðum að halda.

Stefán Rafn SigurbjörnssonSkrifar um aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar og hvernig þær koma niður á ungu fólki

,,

Ávarp formanns

Page 4: Jöfn og frjáls - Október 2013

Veturinn ‘09-‘10 stundaði ég nám við Strathclyde háskóla í Glasgow. Þar komst ég í kynni

við samtök sem heita OneVoice. Samtökin voru og eru með starfandi hópa í mörgum háskólum, bæði í Evrópu og Norður Ameríku. Sá armur samtakanna sem ég tók þátt í sneri að því að kynna málstað tveggja ríkja lausnarinnar í deilum Palestínubúa og Ísraelsmanna fyrir sem breiðustum hópi fólks á alþjóðavísu. Við stóðum fyrir kynningum og fjáröflunum í skólanum og unnum að því að afla stuðnings frá verkalýðshreyfingum í Bretlandi, en þær hafa mjög sterka rödd samfélagsmálum, sem og í hefð-bundnum verkalýðsmálum, auk þess að funda með kjörnum fulltrúum. Eins og gefur að skilja var þetta ótrúlega skemmtilegt og fræðandi.

Tvær þjóðir, hlið við hliðOneVoice-samtökin afla ekki aðeins stuðnings við tveggja ríkja lausnina. Félagið, eins og kemur fram á vefsíðu þess, er hreyfing fólks sem hefur fengið sig fullsatt af ástandinu í Palestínu og Ísrael. Samtökin lýsa sig reiðubúin til að vinna af öllu afli að ferli sem leiðir til samninga sem uppfylla vonir og drauma beggja þjóða. Félagið berst fyrir tveggja ríkja lausn sem mun binda enda á stríðið og stofna til sjálfstæðrar Palestínu sem lifir í friði og öryggi við hlið Ísraelsþjóðar.

Þarfir og áhyggjur þjóðanna tveggja eru ekki þær sömu. Ísraelsmenn vilja sjá fyrir endann á utanaðkomandi árásum á Ísraelsríki, hvort sem þær eru í formi loftskeytaárása eða annarra voðaverka. Palestínumenn þrá að sjá fyrir endann á hernámi Ísraelsmanna og í framhaldi að þjóðin sé viðurkennd sem sjálfstætt ríki. Aukinn meirihluti fólks báðum megin línunnar er sammála því að þessum takmörkum verður aðeins náð með tveggja ríkja lausn. Það sem eftir stendur er að sýna kjörnum leiðtogum

fram á að almenningur vilji sjá hugmyndina um tveggja ríkja samkomulagi framfylgt. Almenningur vill einnig sjá að farið sé í þessa samninga strax. OneVoice hefur svo það hlutverk að virkja borgarlegt samfélag sem þrýstiafl til að ná þeirri niðurstöðu.

Ungt fólk til forystuVerkefni félagsins er að styrkja stöðu meirihluta almennings í báðum löndum og veita þeim tól til að ýta kjörnum fulltrúum í átt að tveggja þjóða lausn. Hreyfingin vinnur að því að mynda samstöðu fyrir lausnamiðlun sem endar hersetu Palestínu, tryggir öryggi og frið fyrir báðar þjóðir og leysir þetta mál fyrir fullt og allt.

Hreyfingin afneitar voðaverkum á báða bóga enda er það ljóst að það mun aldrei binda enda á átökin. Til að ná endanlegri lausn þarf ótrúlegan dugnað og kjark. Það mun aðeins nást með þátttöku almennings. Eins og

gefur að skilja hafa báðar þjóðir sína eigin sýn á málið. OneVoice telur að það sé vel hægt að finna sameiginlega lausn sem rúmar bæði sjónarmið. Til að hrinda þessu í framkvæmd beitir hreyfingin fyrir sig fjórþættri nálgun, þ.e. nýliðun, borgaralegri þátttöku og

menntun, stuðningi við ungmenni til forystu sem og vitundarvakningu. Starfsemin hefur aukist til muna frá stofnun samtakanna árið 2002, en fyrir utan skrifstofur sínar í Ramallah og Tel Aviv eru samtökin með höfuðstöðvar í New York og London.

Engin samræðusamtökStarfið er gírað að því að byggja upp grasrótarhreyfingu sem mun styrkja rödd hinna hófsömu afla á báðum hliðum og sýna fram á að það eru til bandamenn beggja vegna sem geta unnið saman að friði. Að sjálfsö-gðu gera allir sér grein fyrir því að til þess að ná fram ásættanlegri lausn þurfa báðar fylkingar að gangast að erfiðum málamiðlunum um mál eins og Jerúsalem, flóttamenn, landamæri og sameiginlega viðurkenningu á réttindum hvors ríkis. Gerræðisstefna, ofbeldi og stríð munu aldrei leysa átökin og mun aðeins auka þjáningu beggja þjóða.Staða OneVoice er einstök þar sem starfað er frá óháðum skrifstofum í Palestínu og Ísrael og unnið er að því að höfða til þjóðarhagsmuna hvors hóps fyrir sig. Samtökin eru ekki samræðusamtök, þó þau viðurkenni þá mikilvægu vinnu sem margir hópar hafa lagt á plóg til að stuðla að samræðu og skilningi. OneVoice eru aftur á móti aðgerðasinnuð.

Ég hvet alla jafnaðarmenn til að kynna sér starf félagsins enda hafa jafnaðar-menn löngum talað fyrir friði á þessu svæði. Ég set minn stuðning við félagasamtök sem halda fótunum á jörðinni og gera sér grein fyrir því að hluthafandi þarf ekki að líka við né elska hvort annað. Það eina sem skiptir máli er frelsi, öryggi og framtíð fyrir komandi kynslóðir.

MEÐ ANNAN FÓTINNÍ PALESTÍNU

Guðni Rúnar JónassonSkrifar um friðarumleitanir milli Ísrael og Palestínu

OG HINN Í ÍSRAELOneVoice samtökin og vinna þeirra að friði

Hreyfingin vinnur að því að mynda samstöðu fyrir lausnamiðlun sem endar hersetu Palestínu, tryggir öryggi og frið fyrir báðar þjóðir og leysir þetta mál fyrir fullt og allt.

,,

JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. OKTÓBER 2013

Page 5: Jöfn og frjáls - Október 2013

JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. OKTÓBER 2013

Page 6: Jöfn og frjáls - Október 2013

JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. OKTÓBER 2013

Nýdönsk orti „Frelsið er yndis-legt, ég geri það sem ég vil“ og það er svo sannarlega satt að

ekkert er yndislegra en frelsið. Frelsið sem felst í því að tjá sig um allt það sem maður vill, frelsið til að giftast þeim sem maður elskar eða bara frelsið sem felst í því að sitja heima og sleppa því að pæla í hvað sé að gerast í heiminum.

Hægrimenn hér á landi hafa samt sem áður alltaf eignað sér frelsið og tala um sig eins og boðbera hins eina sanna frelsis. Talað er um okkur sem ekki viljum selja allt áfengi í búðum sem ofbeldismenn eða forræðishyggjufólk sem treystir ekki fólkinu til að taka ábyrgð á sínu eigin lífi. Fólk sem vill nýta skattfé í að efla almennings-samgöngur er sagt vera í stríði við

einkabílinn og vera að þvinga fólk til að velja strætó. En frelsið sem við jafnaðarmenn boðum er frelsið til að ná árangri og frelsið til að velja. Við viljum ekki aðeins að þeir sem eigi peninga geti farið í skóla, heldur viljum við að samfélagið taki sig saman og reki hluta menntakerfisins. Ef þú vilt svo fara í einkaskóla, þá er þér velkomið að gera það á eigin kostnað. Við viljum ekki að þú þurfir að notast við einkabílinn, heldur að þú sjáir hjól-reiðar eða strætó sem raunverulegan valkost og getir valið að nota þessa möguleika án þess að það skerði getu þína til að ferðast. Við boðum frelsið til að lifa lífi þínu eins og þú vilt án þessa að óttast að þurfa festast í skuldum ef þú lendir á sjúkrahúsi.

Frelsið er því ekki bara frelsið til að eignast peninga heldur er það frelsið til að ná árangri og markmiðum sínum óháð efnahag. Þó svo hugmyndin um lága skatta og að eiga þar með sand af seðlum sé falleg, þá er hún gölluð því hún gefur sumum forskot á lífið meðan hún skilur aðra eftir með fá tækifæri til að ná þeim árangri sem þau annars gætu náð. Með frelsi er lífið svo sannarlega yndislegt en það er samt ekki þannig að frelsið til að bera vopn, kaupa vodka í stórmarkaði eða frelsið sem felst í því að sitja einn í bílnum sínum á þriðjudag-smorgni á Miklubrautinni sé hið eina rétta frelsi. Frelsið til að velja og frelsið til að ná árangri er það frelsi sem við jafnaðarmenn tölum fyrir og gerir stefnu okkar frjálslynda.

FRELSIÐ ERYNDISLEGT

Natan KolbeinssonSkrifar um frelsishugtakið og þann skilning sem við leggjum í það

Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref. Laglínur meistara

Laxness hafa sjaldan átt jafnvel við og um þessar mundir, þar sem hver stéttin á fætur annarri hefur risið upp og heimtað réttlát laun. Karpað er um kjörin og þó aðstæður hafi lagast talsvert frá hruninu, þá er atvinnu-leysi enn talsvert, sér í lagi hjá yngri vinnumarkaðs-þátttakendum.

Það má gera ráð fyrir því að margir þeirra sem eru á aldrinum 16 til 20 ára og virkir á vinnumarkaðinum

séu í hlutastarfi með skóla sem yfirleitt felst í kvöld- og helgarvinnu. Það er því miður ekki óalgengt að ungu fólki í kvöld- og helgar-vinnu sé boðið jafnaðarkaup í staðinn fyrir að greiða þeim samkvæmt kjara-samningum þar sem vaktarálag og yfirvinna eru borguð ofan á önnur laun. Hugtakið jafnaðarkaup kemur hvergi fyrir í kjarasam-ningum, sem þýðir í raun að athæfið sé ólöglegt. Það er því algengt að vinnu-veitendur séu að greiða starfsmönnum sínum laun sem eru undir lágmarks-

töxtum, undir því yfirskini að starfsmennirnir séu að fá greitt jafnaðarkaup.Jafnaðarkaup getur mögulega átt rétt á sér, vinni einstaklingurinn á blönduðum vöktum, sem sagt á dagvöktum, kvöld-vöktum og helgarvöktum. Raunin er samt sú að vinnuveitendur bjóða oft því starfsfólki upp á jafnaðar-kaup sem vinnur aðeins í kvöld- og helgarvinnu og ætti því samkvæmt kjara-samningum að fá borgað vaktaálag. Þannig er hægt að hlunnfara starfsmanninn um allt að 30% launa sinna. Á

veitinga- og kaffihúsum þar sem mikið er af fólki í hlutastafi og flestir vinna utan hefðbundins dagtíma kemur þetta sér vel fyrir vinnuveitendur því þeir greiða lægri laun en ella. Á vefsíðu stéttarfélagsins Bárunnar stendur: ,,Laun skulu greiðast í samræmi við gildandi samninga þ.e. dagvinna skal greidd á dagvinnutíma og yfirvinna fyrir alla vinnu sem unnin er utan þess tíma. Á vaktavinnu skal reikna ákveðið álag, eftir því hvenær tíma sólarhrings unnið er.”

Unnur Tryggvadóttir FlóvenzSkrifar um kjararéttindi ung-menna og hvetur ungt fólk til að vera vakandi fyrir rétti sínumMÁ ÞAÐ BARA?

Page 7: Jöfn og frjáls - Október 2013

Er ég kannski bara einhver forréttindafemmi sem allir eru löngu hættir að hlusta á? Ég

meina af hverju er ég ekki að berjast fyrir því að fjölga strákum í Háskóla-num? Af hverju eyði ég ekki bara tíma mínum í eitthvað sem skiptir „raunverulega“ máli?  Ástæðurnar eru margar, -til að mynda: Kynbundið ofbeldi, áhrif loftslags-breytinga, félagsleg mismunun, atvinnutækifæri, óútskýrður launa-munur, glerþak o.s.frv. 

-Og já, ég er á því að við þurfum að endurskoða menntakerfið til að koma í veg fyrir brottfall og ná betur til drengja. -Af því að ég er femínisti! Ég hef í rökræðum undanfarin ár þurft að réttlæta skoðanir mínar með því að benda á stöðuna í þróunarríkjunum. Þar er staðan oft það hræðileg að enginn getur um það deilt, fyrst að íslenskar nauðganir, ofbeldi, launamunur, meira atvinnuleysi og þar fram eftir götunum er bara ekki nóg til að sannfæra alla. Tökum dæmi sem styður þá skoðun mína að femínisma er þörf. 

Leikurinn jafnaðurVel á minnst: Ef þú „trúir“ ekki að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu raunverulegar skaltu bara hætta að lesa!

Í skýrslu umhverfisráðuneytisins frá 2012 kemur fram að svokölluð vistspor (e. ecological footprint) kvenna séu minni en karla, sem hlýst af því að lífsstíll kvenna er umhverfisvænni en karla. Það er því ljóst við verðum að einbeita okkur að körlum og þeirra neyslumynstri og lífsstíl til að bæði kyn leggi jafnmikið af mörkum til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. 

Nú standa varðhundar feðraveldisins upp og láta í sér heyra: „Þurfa konur ekki bara að sækja í sig veðrið, vera ákveðnari í að taka sitt pláss og nýta auðlindir jarðar?“ og bæta jafnvel við: „Konur velja að nýta frekar almennings-samgöngur og lifa því neyslumynstri sem þær lifa, -af hverju þarf það að bitna á körlum?“. Breytingar á neyslumynstri kvenna væru þó ekki jafn árangursríkar og myndu leiða til aukins mismunar milli kynjanna. Karlar þurfa að breyta neyslumynstri sínu til að jafna leikinn og draga úr loftslagsbreytingum. 

Kynin eru misveik fyrir loftslags-breytingumKonur í þróunarríkjunum eru oft háðar nálægum náttúruauðlindum til að lifa af. Það liggur oftar í þeirra verkahring að tryggja vatn, mat og nauðsynjar til eldunar og hitunar. Vegna áhrifa lofts-lagsbreytinga, s.s. þurrka ogminnkunar skóga, verður erfiðara að nálgast nauðsynleg aðföng. Þessar staðreyndir auka á ójafnvægi milli kynjanna og því meira sem bilið verður, því ólíklegra er að konur komist að í ákvarðanatöku og efnahagslegum áhrifastöðum þar sem ákvarðanir eru teknar varðandi hverjir, hvernig og hvar eigi að berjast gegn loftslags-breytingum.  Þrátt fyrir grjótharðar tölur heyrum við enn af mönnum sem segja: „Þetta er ekki vandamál. Við vinnum að þessu þegar við höfum klárað alvörumálin.“ Kannski getum við gert lífsgæði kvenna að „alvörumáli“ og þannig bjargað heiminum. Ég er femínisti því mér finnst að við þurfum öll að berjast fyrir betri heimi, –ekki bara konur!

AF HVERJU, AF HVERJUAF HVERJU ERTU

Guðrún Jóna JónsdóttirFjallar um varðhunda feðra-veldisins og áhrif loftslagsbreytinga á konur

FEMÍNISTI?

Jafnaðarkaup er yfirleitt reiknað út sem einhvert meðaltal dagvinnu- og yfirvinnutaxta og sé þér boðin vinna á jafnaðarkaupi skaltu krefjast þess að fá að vita forsendurnar á bakvið útreikningana. Forsendurnar verða að ríma við vinnu-tímann þinn, -sértu aðeins á kvöld- og helgarvöktum mega dagvinnutímar ekki draga útreikninginn niður. En hvað er til bragðs að taka? Á maður að standa á sínu og segja nei eða á maður bara

að láta þetta yfir sig ganga? Auðvitað á maður ekki að láta þetta eða nokkur önnur brot yfir sig ganga en það er ekki auðvelt að standa með sjálfum sér og fá þá jafn-vel ekki vinnuna. Svo getur verið að vinnuveitan-dinn sé kannski “frekar næs” og það sé gaman í vinnunni. Þá getur

verið erfitt að leita réttar síns. Einnig geta verið margir

um hituna og yfirmenn fljótir

að benda á að nóg sé

til af ungu fólki sem er tilbúið að vinna fyrir þessi kjör. Þú ættir

hins vegar leitað til

trúnaðarmanns eða stéttar-

félagsins þíns. Ef við

stöndum öll saman um að uppræta jafnaðarkaup með því að segja nei eigum við möguleika á að útrýma slíkum brotum á ungu fólki. Kynnum okkur réttindi okkar, stöndum vörð um þau og leitum til stéttarfélaga ef á okkur er brotið!

JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. OKTÓBER 2013

Page 8: Jöfn og frjáls - Október 2013

Þegar ég hóf greinaskrifin fór ég að fá morðhótanir. Einu sinni var ég

staddur í efna-fræðideild

háskólans þegar maður veittist að

mér og hótaði mér lífláti. Hann var

með byssu...

,,

Page 9: Jöfn og frjáls - Október 2013

Síðastliðna mánuði hef ég verið þess heiðurs aðnjótandi að

umgangast Mazen Maarouf, en hann er myndarlegur, heimspekiþenkjandi, palestínskur rithöfundur með krullóttan koll og kímið bros.  Ég hef sjálf verið mjög heilluð af Palestínu síðan að ég bjó þar í þrjá mánuði árið 2009.  Ég heillaðist af menningunni, mörkuðum með sjálflýsandi rótar-grænmeti, tungumálinu, palestínska bjórnum Taybeh og tók mjög inn á mig deiluna stóru og þau skertu lífsgæði sem henni fylgja.  Mér þótti Jenín exótísk og Ramallahborg stórkostleg.  Þegar ég fyrst hitti Mazen, á Friðarþingi í Hörpu í haust, reyndi ég að færa þessa upplifun í orð við Mazen.  Hann brosti við mér og sagði yfirvegað: „Já, það er gaman að þú viljir ræða um upplifun þína af Palestínu, en ég hef bara aldrei komið þangað.” Mazen Maarouf er nefnilega palestínskur flóttamaður, fæddur árið 1978 í Beirút í Líbanon.  Fyrir Mazen hefur fæðingarárið 1978 alveg sérstaka þýðingu, en það er inn á milli tveggja þýðingarmikilla ártala, 1976 og 1982.

Bjargað í móðurkviðiForeldrar Mazens bjuggu í Tel al-Zaatar flóttamanna-búðunum, en flúðu árið 1976 þegar stjórnmálahópurinn

Líbönsku framverðirnir hófu slátranir á palestínskum flóttamönnum í búðunum.  Ári seinna höfðu foreldrar hans komið sér fyrir annarsstaðar og það var þá sem móðir Mazen varð barnshafandi.  „Loks fann móðir mín rónna til að búa mig til.  Ég slapp því naumlega við blóðbaðið í Tel al-Zaatar.  Mér var eiginlega bjargað í móðurkviði.” Nokkrum árum sein-na, nánar tiltekið árið 1982, réðust Ísraelsmenn svo inn í Beirút undir yfirskininu „Friður í Galíleu”.  „Það er mín fyrsta minning um stríðið.  Foreldrum mínum tókst rétt svo að flýja Sabra og Shatila flóttamannabúðirnar áður en Ísraelsher réðst inn í þær.  Þess vegna lít ég alltaf á fæðingarárið mitt sem eins konar vin á milli þessarra tveggja viðburða.  Bara til að minna mig á hvernig ég vil nýta lífið og takast á við stríðið, án þess að vera í hefndarhug eða vilja beita ofbeldi.”  Mazen gagnrýnir jafnframt orðræðuna í Palestínu, gagnvart gyðingum og ísraelsku borgurum.  „Siðferði okkar er á fallanda fæti ef við hermum svona á eftir hvoru öðru.  Árið 1978 minnir mig á allt þetta.”

Ríkisfangslaus stormurNafnið Mazen þýðir óviðri og líf hans hefur svo sannarlega verið stormasamt.  Faðir

hans flutti 6 ára ásamt foreldrum sínum frá Palestínu til Líbanon árið 1948, en það ár flúði meira en hálf milljón Palestínubúa til nærliggjandi landa, sökum al-Nakba stríðsins sem þá geisaði í Ísrael og Palestínu.  Móðir hans fæddist svo í Beirút nokkrum árum seinna, en foreldrar hennar voru líka palestínskir flóttamenn. Mazen Maarouf hefur því búið mestalla sína ævi í Líbanon, líkt og foreldrar hans og eins og fyrr segir hefur hann aldrei komið til Palestínu, raunverulegs heimalands síns.  Þrátt fyrir að vera fæddur í Líbanon hefur Mazen ekki líbanonskt ríkisfang og hefur þar af leiðandi landvistarleyfi, en ekki atvinnuleyfi í Líbanon.  Hann ber heldur ekki palestínskan ríkis-borgararétt og er því með réttu ríkisfangslaus.  „Það skiptir ekki máli hvað þú hefur búið lengi í Líbanon”, segir Mazen, „-sértu palestínskur þá færðu ekki ríkisborgararétt.  Yfirvöld í Líbanon segja að með þessu séu þau að hjálpa palestínskum flótta-mönnum.  Þau halda því fram að með því að gefa palestínskum flóttamönnum full réttindi séu þau að skaða rétt þeirra til þess að snúa aftur til Palestínu.”  Mazen telur þetta ósatt og telur að þarna eigi sér stað stórfelld brot á borgararéttindum palestínskra flótta-

manna.  „Án borgara-réttinda erum við ekkert nema samansafn holds og blóðs, tauga og vefja.  Ef við öðluðumst almenn borgara-réttindi gætum við ígrundað betur á átökin og hætt að líta á líkamlega hörku sem einu lausnina á þeim vandamálum sem steðja að Mið-Austur-löndum.” Með ekkert atvin-nuleyfi var erfitt fyrir Mazen að fá vinnu í Líbanon.  Hann er með mastersgráðu í efnafræði, en palestínskum flóttamönnum er þó þrátt fyrir allt gefinn kostur á að mennta sig.  Hann vann sem kennari í skóla, en naut þó engra réttinda sem starfs-maður og tilheyrði engu stéttarfélagi.  „Ef að eftirlits-menn komu í skólann var ég beðinn um að láta mig hverfa, sem mér fannt auðmýkjandi.  Ég var bara kennari, en mér leið eins og útlaga.”   Mazen segir að hann eigi erfitt með að hugsa til þess að hafa lifað réttindalaus í meira en þrjátíu ár.  „Þegar ég kom til Íslands skyldi ég loks félagslegt kerfi til fulls.  Fólkið hérna hefur réttindi.  Það hefur heilbrigðiskerfi, dómskerfi, vegabréf og vernd.  Fyrir Íslendinga er þetta sjálf-gefið, en fyrir mér er þetta nýtt.  Þetta er mér framandi og fallegt.”

JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. OKTÓBER 2013

LANDLAUSLISTAMAÐUR

Inga Auðbjörg KristjánsdóttirTók viðtal við rithöfundinn Mazen Maarouf um líf hans og raunir

Mazen Maarouf fluttist hingað til lands árið 2011, en hann er palestínskur flótta-maður sem fékk búsetuleyfi hér á landi á vegum ICORN-verkefnissins, sem veitir rithöfundum tímabundið hæli, séu þeir í lífshættu heima fyrir. Tveggja ára land-vistarleyfi Mazens rennur út í haust og verði hann sendur heim taka við honum morðhótanir og ríkisfangsleysi. Ég settist niður á Stofunni og spjallaði við Mazen um vegabréf, flóttamannabúðir og bókaútgáfu.

,,

Page 10: Jöfn og frjáls - Október 2013

Morðhótanir undir sýaníði„Þegar fólk talar um átökin í Ísrael og Palestínu eru menn oft fljótir að dæma Ísrael.  Ég er ekki sammála því.  Getur það verið að einstök þjóð á þessari jörð eigi eingvörðu erfitt vegna Ísraels?  Palestínubúar eru í hlekkjum Arabaríkjanna.  Málstaður Palestínu er hernaðar-lega mikilvægur fyrir önnur Arabaríki, sameinar þau og gefur þeim pólitíska afsökun fyrir verkum sínum. Og Palestínubúar hafa gert mistök.  PLO (Frelsissamtök Palestínu-manna) hefur gert mistök.”  Mazen segir umræðuna erfiða og átökin yfirleitt skoðuð út frá tveimur gagnstæðum pólum.  „Ef ég gagnrýni Palestínubúa er fólk tilbúið að ýta mér algerlega yfir á hina hliðina og jafnvel kalla mig zíonista.  Við getum aðeins tekið skref fram á við ef við horfum inn á við og skoðum þau mistök sem þegar hafa verið gerð. Ofbeldi er stundum réttlætt með því að það sé nauðsynlegt til að ná fram réttindum.  Að mínu mati er ofbeldi veikasta verkfærið sem við getum notað til að réttlæta gjörðir okkar.  Ég er ekki að segja að ég virði að vettugi það sem stjórnvöld og her Ísraels er að gera.”  Mazen leggur áherslu á að hann sé eingvörðu að tala um ísraelsk stjórnvöld og her, en ekki ísraelska borgara.   Mazen segist snemma hafa þróað með sér áhuga á stjórnmálum og vildi hafa áhrif með því að skrifa greinar þar sem hann ræddi pólitískt ástand í Mið-Austurlöndum.  Greinarnar voru ekki skrifaðar út frá sjónarmiði einna stjórnmála-samtaka, heldur skoðaði Mazen málið frá mörgum hliðum, án þess að tengja sig við stjórnmálaflokk.  „Þegar ég hóf greinaskrifin fór ég að fá morðhótanir.   Einu sinni var ég staddur í efnafræðideild háskólans þegar maður veittist að mér og hótaði mér lífláti. Hann var með byssu.  Ég

man eftir andlitinu á honum, en ég man enn betur eftir vopninu.  Og ég man að ég hugsaði með mér að í herberginu, beint fyrir ofan mig, væru geymd sýaníð og önnur gös, svo þetta hefði getað farið illa.” Mazen segir þessa sögu með bros á vör, en bætir við að honum hafi síður en svo verið bros efst í huga á þessum tíma. „Ég er svo grannur að ég hefði aldrei getað varið mig gegn þessum aðilum.  Ég gæti ekki rifist við þá eða flúið á hlaupum.  Ég var skíthræddur.  Meira að segja vinir mínir treystu sér ekki til að standa við hliðina á mér.  Það var mjög sársauka-fullt.” Mazen útskrifaðist með meistara-gráðu í efnafræði árið 2005.  Það ár var honum rænt og hann yfirheyrður af stjórnmálasamtökum sem voru hliðholl voðastjórninni í Sýrlandi.  Í kjölfarið flutti hann til Sameinuðu arabís-ku furstadæmanna og hóf kennslu.  „Þetta var skrítinn tími.  Mér leið að vissu leyti betur þar, en ástandið var samt rafmagnað.  Þeir tóku alla pappírana af mér við komu mína, svo ég hafði í raun engin skilríki eða ferða-pappíra.”  Mazen fluttist aftur til Líbanon árið 2008, þar sem lögum var breytt og palestínskum flóttamönnum meinuð atvinnuþátttaka við Persaflóa. „Ég hóf að skrifa menningargreinar í blöð, þar sem ég smygglaði stundum pólitískum skoðunum mínum undir rós.  Þá fékk ég fleiri morðhótanir.  Í kjölfarið sótti ég um flóttamanna-hæli í gegnum ICORN-verkefnið.  Það tók þá eitt og hálft ár að svara og síðustu mánuðina fór ég ekki út fyrir hússins dyr af öryggisástæðum og skrifaði heiman frá mér.”

Með rokið í fangið á Keflavíkurflugvelli„Talsmenn ICORN sögðust hafa fundið mér stað í Reykjavík.  Þegar ég var efnafræðikennari kenndi

ég börnunum iðulega um hnattræna hlýnun.  Ég lagði áherslu á hnattræna hlýnun á Norðurslóðum og áhrif hennar á staði eins og Ísland, Flórída og Holland.  Þannig að í nokkrar vikur, ár hvert, var mér og nemendum mínum mjög umhugað um Ísland og krakkarnir kepptust við að finna skapandi lausnir á því hvernig væri hægt að gera við ósonlagið og bjarga íbúum þessa fjarlæga lands.  Þannig að þegar að ICORN tilkynnti mér að ég væri að fara til Íslands þá var mér strax hugsað til hnattrænnar hlýnunar.  Ætli að það sé öruggt að búa í Reykjavík?” segir Mazen kíminn og dreypir á einfalda soja-lattenum sínum. „Mér þótti það spennandi tilhugsun að flytja einhvert þar sem ég þekkti engan.  Sjón og Anna Kristjánsdóttir frá Reykjavíkurborg tóku á móti mér á flugvellinum.  Það rigndi mikið og blés harkalega og þau reyndu að afsaka sig fyrir hönd náttúrunnar; þetta væri nú ekki alltaf svona.  En mér líkaði bara vel að koma út í storminn.  Það er eins og það kvikni á öllum skilningar-vitunum.” Mazen segist líka lífið á Íslandi vel, fólkið hér sé hreinskiptið, landið herlaust og lýðræðið traust.  „Mér þykir stjórnmálaumræðan hér vera á háu plani”, segir Mazen og hlær þegar að ég gretti mig, ypti öxlum og tek gúlsopa af köldu kaf-fi.  „Miðað við Mið-Austurlöndin!  Fólkið hér kýs sér yfirvöld af einlægni, ekki vegna falskra ástæðna, eins og mútugreiðsla eða ótta.  Umgjörð stjórnmálanna hér er heilbrigð.  Í Mið-Austur-löndum er pólitíkin blóðug. Hver einasti stjórnmálamaður er með lífverði. Það er ekkert rými fyrir samræður.”  Mazen segist aldrei áður hafa upplifað heilbrigðar stjórnmálaumræður og hann reyni því að fylgjast með þeim.  

Þegar ég kom til Íslands skyldi ég

loks félagslegt kerfi til fulls. Fólkið hérna

hefur réttindi. Það hefur heilbrigðis-

kerfi, dómskerfi, vegabréf og vernd. Fyrir

Íslendinga er þetta sjálfgefið, en fyrir mér er

þetta nýtt. Þetta er mér framandi

og fallegt.

,,

Page 11: Jöfn og frjáls - Október 2013

„Ég get samt ekki sagt að ég hallist til þessa flokks eða hins.  Ég er bara að fylgjast með sem utanaðkomandi aðili.  Íslendingar eru alveg nógu greindir til að velja sjálfir réttu leiðirnar.”

Njála á arabískuMazen hefur nýtt tíma sinn á Íslandi til að kynna sér íslens-kar bókmenntir.  Hann hefur fundað með íslenskum rithöfundum og þýtt bækur og ljóð.  „Það kom mér skemmtilega á óvart við komu mína hingað að heyra að þessi litla þjóð ætti Nóbelsverðlau-nahafa.  Fegurð íslenskra ljóða er einstök, svo ég hugsaði með mér að þessu þyrfti Araba-heimurinn að kynnast.”  Mazen hefur þýtt og birt 25 ljóð í fjölmiðlum í Líbanon, Abú Dabí, Katar, Barein, Írak og Sádí Arabíu.  Ljóðin hafa einnig verið birt í breska blaðinu Al Quds al Arabi, sem er gefið út á arabísku og er með gríðarstóran lesendahóp.  „Nýverið var viðtal birt við mig þar sem ég ræddi eingvörðu um íslenskar bókmenntir.  Fólkið í Arabaheiminum

hefur áhuga á þessu.  Það vill hlusta á raddirnar frá þessu fjarlæga landi.”  Mazen hefur ekki einungis þýtt ljóð, en hann hefur þegar þýtt þrjár íslenskar skáldsögur, Skugga-Baldur eftir Sjón, Dvergastein eftir Aðalstein Ásbjörn og Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ.  Þrír ritdómar hafa þegar verið birtir um Skugga-Baldur og voru gagnrýnendur hrifnir af þýðingunni.  „Næsta verkefni verður að þýða Íslendinga-sögurnar.  Mig langar að þýða Njálssögu, því að ég trúi því að við deilum mörgum menningaratriðum.”

Rekinn úr landi 1. nóvemberDvalarleyfi Mazens lýkur fyrsta nóvember, en það var aðeins gefið út til tveggja ára.  Eftir það er honum gert að fara úr landi.  [Innskot blaðamanns: Á meðan að þetta rit var í vinnslu var dva-larleyfi Mazens lengt fram til 1. febrúar. Það er hins vegar ekki vilyrði fyrir frambúðard-valarleyfi]. Hann segist ekki geta farið aftur til Beirút, enda steðji þar að honum lífshætta.  „Staðan

þar er slæm og árásir yfirvofandi.  Ég mun gera hvað sem er til að þurfa ekki að fara þangað aftur.  Líf mitt er í hættu.  Ég hef ekkert vegabréf og er ríkisfangs-laus.  Ég telst ekki sem Líbani.  Ég telst heldur ekki sem Palestínubúi.  Ég er bara með ferðaskilríki á pappírum og það verður til þess að ég er yfirheyrður í hvert sinn sem ég fer yfir landamæri.” Mazen segist myndi meta ríkisborgararétt á Íslandi mikils.  Þannig myndi hann öðlast vegabréf í fyrsta skipti og fá langþráð borgararéttindi.  „Það myndi breyta lífi mínu.  Það er eina leiðin sem ég sé til þess að komast í burtu frá mjög ósanngjörni og óöruggri stöðu og öðlast öruggt líf.  Það myndi þýða að ég, sem er einstaklingur sem hefur aldrei haft nein borgararéttindi, myndi taka stórt framfararskref.  Það væri mér mikill heiður.” Í meira gamni en alvöru spyr ég Mazen hvort honum finnist í alvöru freistandi að búa á þessu kalda skeri til frambúðar og hann er fljótur að svara:  „Ég var einmitt oft spurður að

því hvernig mér hafi liðið að flytja til Íslands um miðjan vetur þegar það er dimmt og veðrið vont. Ég ákvað strax að halda rútínunni. En ég viðurkenni að ég þurfti að segja við sjálfan mig á hverjum morgni: „Vaknaðu Mazen, það er kominn morgun, jafnvel þó það sé dimmt!”. Þegar ég ferðast úr landi hlakka ég alltaf mikið til að koma til baka til Reykjavíkur.  Ég get ekki lýst með orðum tilfinningum mínum til þessar borgar.  Orð eins og ást dugir ekki til.  Þetta er heimili. Öruggur staður. Staður sem talar til mín og dregur mig að sér, jafnvel þegar ég er að ferðast um stórborgir í útlöndum. Ég á góða vini hérna og hér vil ég vera.”   Ekkert nema strokleður, ljóðabók Mazens Maarouf, kom út nýverið.  Hana má nálgast í helstu bóka-verslunum landsins.  Bókin inniheldur ljóð Mazens, bæði á arabísku og íslensku.

JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. OKTÓBER 2013

Page 12: Jöfn og frjáls - Október 2013

September 2012 var sögulegur mánuður á Norðurheim-

skautinu. Þann mánuð mældist minnsta útbreiðsla hafíss frá upphafi mælinga árið 1978. Hafísinn bráðnar ógnvænlega hratt og hefur í för með sér ýmsar alvarlegar afleiðingar m.a. fyrir dýra-tegundir sem lifa á ísnum, svo sem ísbirni.

Okkur að kennaVísindamenn eru sammála um að þessa bráðnun hafíss megi rekja til loftslags-breytinga af mannavöldum. Heimur hlýnandi fer, -og það er okkur að kenna! Við losum út meira af gróðurhúsa-lofttegundum en loftslagið þolir og það hefur áhrif á hitastig jarðar. Aðaldrif-krafturinn á bakvið þessa þróun er brennsla jarð-efnaeldsneyta. Síðan við byrjuðum að nota olíu, gas og kol sem orkugjafa fór magn koltvísýrings (CO2) í andrúmsloftinu hækkandi og það hefur aldrei verið hærra.

Alvarlegar afleiðingarÞessi þróun hefur í för með sér gríðarlega alvarlegar afleiðingar, -og ekki bara fyrir ísbirnina. Vísindamenn telja loftslagsbreytingar eina helstu ógn sem steðji að mannkyninu í dag. Þær ógna vatnsbirgðum og matar-framleiðslu, þær auka tíðni og styrkleika náttúruham-fara, þær gera stóra hluta jarðar óbyggilega fyrir menn og dýr og þær hafa í för með sér umfangsmestu útrýmingu dýra- og plöntu-tegunda á jörðinni síðan á tímum risaeðlanna.

Hversu margar gráður þolum við?Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni (IEA) mun meðalhitastig jarðar hækka um 3,6-5,3 °C ef við höldum áfram á þeirri braut sem við erum á nú. Nú þegar er hækkunin orðin 0,7 °C og þjóðarleiðtogar heimsins hafa sammælst um að reyna að halda hækkuninni fyrir neðan 2 °C. Vísindamenn hafa reynt að teikna upp mynd af afleiðingum þessarar hlýnunar. Einnar gráðu hækkun þýðir að færri hafi aðgang að hreinu vatni og að hætta á skógareldum, stormum, flóðum og þurrkum eykst verulega. Dæmi um þetta erum við þegar byrjuð að sjá í kvöldfréttum reglulega. Tvær gráður setja 20-30 prósent allra plöntu- og dýrategunda í heiminum í útrýmingarhættu, kóralrif, sem oft eru kölluð regn-skógar hafsins, eyðileggjast og fleiri manneskjur látast af völdum hita, flóða og þurrka. Þrjár gráður valda útbreiddum dauða kóralla, setja milljónir manna í flóðahættu og aukin út-breiðsla alvarlegra sjúkdóma auka byrðina á heilbrigðis-kerfi heimsins. Við fjórar gráður minnkar matar-framleiðsla heimsins verulega og 40 prósent plöntu- og dýrategunda verða komnar í bráða útrýmingarhættu og við 5 °C hækkun getur sjávarborð jarðar hækkað um fleiri metra.

Óbrennanlegt eldsneytiÞar sem brennsla olíu, kola og gass er stærsti áhrifa-

valdurinn í þróuninni sem hér á sér stað gefur auga leið að verulega þarf að draga úr hlutdeild þessarra eldsneyta í orkuforða heimsins. Við getum ekki ætlast til þess að vinna bug á loftslags-breytingunum án þess að minnka framleiðslu á þessum eldsneytum.

Spurning um olíuna eða jörðinaMannkynið þarf, samkvæmt IEA, að láta tvo þriðju hluta allra þekktra kola-, gas- og olíulinda heimsins liggja, ætlum við að eiga einhverja möguleika (50 prósent séns) á að ná tveggja gráðu markmiðinu. Ríki heims verða með öðrum orðum að setja olíufyrirtækjunum miklar skorður, og hleypa þeim ekki inn á sum svæði. Yrði þetta að veruleika, gæti markaðs-virði margra fyrirtækja á þessu sviði, t.d. norska olíu-félagsins Statoil, minnkað um helming. Með öðrum orðum: ætli mannkynið og jörðin að vinna, verða olíufyrirtækin að tapa.

Íslenskt bensín á bálið?Þá skýtur skökku við að íslendingar ætli, með alla þessa kunnáttu um ástand loftslagsmála og orku-markaða í heiminum, að fara í framleiðslu þessara sömu jarðefnaeldsneyta og eru að steikja hnöttinn.

Við tilheyrum nefnilega þeim hópi landa í heiminum sem bera hvað mesta ábyrgð á loftslagsbreytingunum. Það erum við sem eigum bílana, flugvélarnar, og verksmiðjurnar sem hafa fyllt andrúmsloftið af koltvíoxíði, á meðan milljarðar manna,

kvenna og barna í þriðja heiminum þurfa nú að glíma við afleiðingarnar. Að fara í framleiðslu og útflutning olíu á þessum tímapunkti væri vægast sagt móðgandi við þetta fólk.

Samfylkingin í þágu umhverfisinsFyrr á þessu ári undirritaði Steingrímur J Sigfússon atvinnuvegaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands ley-fi til leitar og vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu svokal-laða. Þetta gerði ríkisstjórn tveggja flokka sem kenna sig báðir við umhverfisvernd, þvert á stefnu þeirra um svokallað grænt hagkerfi. Það er synd – og beinlínis hættulegt – að ekki einu sinni grænu flokkarnir í íslenskum stjórnmálum geti staðist þá vanhugsuðu freistingu að gera Ísland að olíuríki. Hér er nauðsynlegt að Samfylkingin – flokkur jafnaðarmanna festi sig í sessi sem öflugt stjórnmála-afl sem horfir til framtíðar, og afneiti þeim gamaldags hugsunarhætti gróða og eiginhagsmuna sem felst í þessari afleitu orkustefnu. Samfylkingin ætti að sýna samstöðu með fórnarlöm-bum loftslagsbreytinga, og halda íslensku efnahagslífi á þeirri farsælu braut sjálf-bærrar þróunar og grænnar orkunýtingar sem það er á í dag. Loftslagsbreytingar og brennsla jarðefna-eldsneyta eru tvær hliðar af sama vandamáli. Ætli því Samfylkingin að berjast af einhverju viti gegn lofts-lagsbreytingum, verður Samfylkingin líka að nota alla sína krafta í baráttuna gegn jarðefnaeldsneytum.

LÁTUM OLÍUNA

LIGGJA

Óskar Steinn ÓmarssonVarar við hugsan-legu olíuævintýri Íslendinga

JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. OKTÓBER 2013

Page 13: Jöfn og frjáls - Október 2013

Það er synd - og beinlínis hættulegt - að ekki einu sinni grænu flokkarnir í íslenskum stjórnmálum geti staðist þá

vanhugsuðu freistingu að gera Ísland að olíuríki.

,,JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. OKTÓBER 2013

Page 14: Jöfn og frjáls - Október 2013

Ný ríkisstjórn hefur nýtt síðustu vikur svo vel við að

taka slæmar ákvarðanir að kosningarnar virðast hafa átt sér stað fyrir óralöngu. Þó við vildum eflaust helst getað gleymt síðustu kosningum er gagnlegt, jafnvel nauðsynlegt, að skoða þær nú þegar við getum séð þær úr örlítilli fjarlægð. Það er ekki gert til að rífa upp gömul sár heldur til þess að geta stefnt fram á veg.

Engum dylst að á brat-tann var að sækja eftir fjögur ár af erfiðleikum og illdeilum. Tilfinning mín var að á vor-mánuðunum í ár rækju hver vonbrigðin önnur. Sárast var að sjá eftir málunum sem höfðu blásið jafnaðarmönnum eldmóð í brjóst í upp-hafi síðasta kjörtímabils. Okkar helstu hugsjónamál: ný stjórnar-skrá, Evrópu-sambandsaðild og réttlátt fiskveiði-stjórnunarkerfi urðu ekki að veruleika. Lýðræðis-aldan sem fleytti Samfylkingunni í stjórn árið 2009 virtist vera að fjara út.

Afleiðingin var verri en ég hafði búist við. Við mættum erfiðleikunum árið 2008 af endurnýjaðri hugsjón. Með þeirri vissu að við gætum breytt og bætt íslensku samfélagi ef við fengjum tækifæri til að snúa af braut frjáls-hyggjunnar. Þegar kom til næstu kosninga, árið 2013, mættum við ekki erfiðleikum við framfylgd okkar eigin stefnu-mála með því að spyrna við fótum, heldur með

andleysi. Það getur ekki verið feimnismál í þessum flokki að þó oft hafi verið gaman í síðustu kosningabaráttu var hún ekki háð af sérstakri gleði af hálfu Sam-fylkingarinnar.

Við þurfum skýringu á þessu andleysi. Að mínu viti er hún auðfundin. Hvorki er það skegg formannsins né kostnaður auglýsinga-herferða eða önnur slík aukaatriði sem fólk leitar oft til sem hentugra skýringa á ógöngum. Ég held að okkur hafi gengið illa vegna þess að Samfylkinginn missti stöðu sína sem flokkur hugmyndanna. Sá missir má ekki vera annað en tímabundinn.

Á þeim skamma tíma sem liðinn frá stofnun flokksins hefur Sam-fylkingin aldrei hræðst stórar hugmyndir. Sameining jafnaðar-manna er stór hugmynd, sömuleiðis stórtækar lýðræðisumbætur og norrænt velferðarkerfi. Efist einhver um kjarkinn sem býr í þessum flokki þarf ekki til annars að líta en hvernig við höfum tekist á við spurninguna um Evrópusambands-aðild – skýrt JÁ! Enda er það hugsjónamál, mál sem flokkur getur sameinast um - markmið til að stefna að.

Síðasta kosningabarátta einkenndist of lengi af leit að hugsjónamáli. Björt framtíð hafði hugsjón – bætta umræðumenningu – gott mál í sjálfu sér. Framsókn hafði hugmynd – skulda-niðurfellingu – það virtist

ekki skipta máli þó að hugmyndin var vond, óréttlát og illa útfærð. Þeir fengu styrk vegna þess að kosningar-nar snérust um þeirra hugmynd. Sjálfstæðis-flokkurinn er alltaf með sömu hugmyndina – lægri skatta – við getum jafnvel lært eitthvað af þeim, því það er aldrei mikilvægara að halda uppi hugsjónum sínum en þegar öðrum þykja þær vondar. Við leituðum að hugmynd en virtumst eiga erfitt með að finna. Það má aldrei aftur verða vandi Sam-fylkingarinnar.

Leið Samfylkingarinnar úr vanda er greið. Við sjáum nú þegar hvernig Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vilja stjórna þegar þeir eru ekki í kosningabaráttu. Gegn þursastjórnmálum þar sem þráast er við að hlusta á gagnrýni, almannavilja, jafnvel hreina skynsemi er auðvelt að tefla hugmyndinni um sam-félag sem byggir á velferð, verðleikum og samhjálp. Við verðum að þora að hugsa stórt og við eigum að þora að tala fyrir hugsjónum okkar, alltaf, alls staðar.

Ég er ekki hræddur við tölurnar sem við sjáum í skoðanakönnunum þessa dagana. Þvert á móti hlakka ég til að líta til þeirra seinna, vitandi að við gátum komist af þessum stað. Til þess að komast þaðan þurfum við ekki klækjastjórnmál eða fjölmiðlabrögð. Við þurfum hugsjón. Við þurfum að vera flokkur hugmyndanna – flokkur jafnaðarhugsjónarinnar.

Hafsteinn Einarssonskrifar um stöðu Samfylkingarin-nar eftir Alþingis-kosningar 2013 og hvort hún eigi enn erindi við kjósendur.

FORYSTUFÓLK

FRAMTÍÐARINNAR

Til er heilmikið af duglegu, ungu fólki sem vílar ekki fyrir sér að leggja hönd á plóg og vinna ötult

sjálfboðaliðastarf, hugsjónum sínum til handa. Þessi ungmenni láta sér annt um samfélagið og vilja vinna því heill. Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna eru einmitt vettvangur slíkrar vinnu en þar finna mörg ungmenni sér pólitískan farveg og skoðanasystkini. Við tókum fulltrúa allra ungliðahreyfinga stjórn-málaflokkanna tali. Þau eru eins ólík og þau eru mörg, en eiga það þó sameigin-legt að hafa einlægan samfélagsáhuga, drifkraft og sum þeirra sjá meira að segja sama tilgang með lífinu, þrátt fyrir annars ólíkar skoðanir.

1. Hvað ert þú að gera í lífinu um þessar mundir?2. Af hverju ertu í þeirri ungliðahreyfingu sem þú ert í?3. Hver er heitasti þingmaðurinn? 4.Hvað er best við þessa ríkisstjórn? 5. Hvað er verst við þessa ríkisstjórn? 6. Hvaða dýr lýsir þínum stjórnmálaflokki best? 7. Hver heldurðu að sé helsti kosturinn við að vera á þingi? 8. Hver er tilgangur lífsins?

1. Nemi í viðskiptafræði við HR.

2. Ég hef alltaf fylgst vel með þjóðmálum og með tímanum sams-varaði ég mig við margt í stefnu Framsóknar. Út frá því datt ég inn í starf SUF til þess að reyna að láta gott af mér leiða.

3. Elsa Lára Arnardóttir er funheit.

4. Ég tel að hún hafi getu til þess að standa við gefin loforð.

5. Hingað til að mínu mati voru það byr-junarörðugleikar á fyrstu vikunum.

6. Íslenski hesturinn.

7. Hver einasti dagur ber eitthvað nýtt og öðruvísi í skauti sér.

8. Lifa því.

Hafþór Eide

Hafþórsson

23 ára

Samband ungra framsóknarmanna

JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. OKTÓBER 2013

FLOKKUR

HUGMYNDA

Page 15: Jöfn og frjáls - Október 2013

1. Meistaranám í sagnfræði í HÍ og sel sál mína þrisvar í viku í sölustarfi fyrir alþjóðlegt stórfyrirtæki.

2. Af alls konar pólitískum ástæðum.

3. Benedikt Sveinsson eldri (dat beard!).

4. Hún er ekkert að skafa af hlutunum.

5. Hlutirnir sem hún er ekkert að skafa af eru í hrópandi and-stöðu við allt sem sannfæring mín segir mér að sé réttlátt og gott.

1. Ég er á öðru ári í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meðfram því reyni ég að vinna eins og ég get í snyrtivörudeild Ölgerða-rinnar. Þess á milli eyði ég frítímanum uppi í hesthúsi, í ræktinni og með vinum og fjölskyldu.

2. Ég kaus að taka þátt í starfi Heimdallar vegna þess að framtíðarsýn flokksins samræmist minni framtíðarsýn að veiga-mestu leyti. Það er gríðarlega skemmti-legt að taka þátt í þessu starfi og kynnast öllu því metnaðarfulla, flotta fólki sem starfar innan hreyfingarinnar og deila með því skoðunum sínum og viðhorfum.

3. Ætli svarið við þessu sé ekki forman-nateymið Bjarni og Hanna Birna. Bæði alveg áberandi glæsi-leg. 4. Þessi ríkisstjórn hefur aðeins starfað í nokkra mánuði en hingað til þykir mér það besta við ríkisstjórnina að hún virðist ætla að forgangsraða rétt í þágu fólksins í landinu.

5. Það versta við ríkisstjórnina er að annar ríkistjórnarflokkurinn lofaði gríðarlega miklum skuldaniðurfellingum sem ég tel ekki vera sanngjarnar og tel líklegt að þær muni lenda á ungu fólki ef að þeim verður.

6. Ætli það sé ekki fálkinn, því hann er framsýnn, frjáls og vel fleygur.

7. Helsti kosturinn við að vera á þingi er tvímælalaust sá að vera í aðstöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru fyrir land og þjóð. Sérstaklega á ákveðnum umbrotatímum eins og eru nú og hafa verið undanfarinn ár, þar sem mikilvæg málefni bíða úrlausnar.

8. Tilgangur lífsins er að vera hamingju-samur og veita öðrum hamingju. Svo að leggja sitt að mörkum og vonandi skilja við heiminn sem aðeins betri stað heldur en hann var þegar maður fæddist inn í hann.

1. Leiðbeinandi á leikskólanum Huldu-heimum, nemi í leikskólakennarafræði í Háskóla Íslands, 4. varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, varamaður framkvæmdaráðs Pírata, Supreme Overlord og gjaldkeri Ungra Pírata

2. Ég tók þátt í að stofna ungliðahrey-fingu Pírata aðallega til þess að tryggja að Ungir Píratar yrðu ekki eins og hver önnur ungliðahreyfing. Við teljum það sjálfsagt mál að Ungir Píratar taki virkan þátt í starfi flokksins og séu fullgildir meðlimir móðurskipsins. Í raun mætti segja að við séum formsatriði til að gefa Pírötum aðgang að hinum ýmsu vettvöngum sem ungliðahreyfingar hafa aðgang að.

3. Hann Jón Þór er nát-túrulega algjör pretty boy.

4. Hún gerir það mjög skrautlegt að lesa fréttir-nar.

5. Hún gerir það að verkum að ég spái öðru efnahagshruni á þessu kjörtímabili.

6. Kamelljón. Því var víst haldið fram í kosningabaráttuni að við trúum á eðlufólk og kamelljón er klárlega flott-asta eðlan.

7. Aðgengi að upplýsingum.  

8. 42.

Una Hildardóttir

1. Er að læra umhverfis- og náttú-rufræði með áherslu á nýtingu auðlinda í Landbúnaðarháskóla Íslands.

2. Vegna þess að ég er umhverfis-verndarsinni, femínisti, friðasinni og trúi á jafnrétti fyrir alla!

3. Einu sinni sá ég Bjarna Ben pósa eins og Super-man. Það var alveg frekar heitt.

4. Vigdís Hauksdóttir er ekki í henni.

5. Allt annað.

7. Ugla. Mitt á milli Hedwig og HÍ-Uglunar.

8. 42

22 ára

Ung vinstri græn

Arnaldur

Sigurðarson

25 ára

Ungir Píratar

Rósa

Kristinsdóttir

20 ára

Ungir sjálfstæðismenn

Þórarinn Snorri

Sigurgeirsson

25 ára

Ungir jafnaðarmenn

6. Greifingi (ábyrgur, vinnusamur, skein-uhættur þegar hann reiðist, ekki hrifinn af bílum).

7. Mötuneytið, hef ég heyrt.

8. Ég hef rjómaís grunaðan. Annaðhvort það eða að láta gott af sér leiða. Senni-lega rjómaísinn samt.

JÖFN OG FRJÁLS - 1.TBL. OKTÓBER 2013

Page 16: Jöfn og frjáls - Október 2013