námsvísir vorönn 2012

12
Námsvísir vor 2012

Upload: fraedslunetid-simenntun-a-sudurlandi

Post on 31-Mar-2016

235 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Námsvisir vorannar 2012

TRANSCRIPT

Page 1: Námsvísir vorönn 2012

Námsvísir vor 2012

Page 2: Námsvísir vorönn 2012

2 Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2012

© FnS, janúar 2012

Umbrot og vinnsla: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Myndir: Jóna Sigþórsdóttir

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Þóra Þórarinsdóttir Árdís Óskarsdóttir

fraedslunet.is

HVAR ERU NÁMSKEIÐIN HALDIN?

Selfoss Hvolsvöllur

Íslenska I-IV Íslenska I-III

Enska I-IV Enska I-III

Norska I-II Norska I

Spænska I-II Tölvur I

Tölvur I Stafrænar myndir

Stafrænar myndir Word og Excel

Word og Excel Myndbandagerð með MM

Myndbandagerð með MM Lesið í skóginn, tálgað í tré

Að sauma barnafatnað Fylgihlutir úr leðri

Trésmíði fyrir konur Að lesa úr spáspilum

Grunnnámskeið í leirmótun Heimilisgarðurinn

Að smíða hátalarabox Fagnámskeið III

Að skera í tré með Siggu á Grund N&Þ - bóklegar greinar

Fylgihlutir úr leðri Starfsumsókn og ferilskrá

Lærið að prjóna III, kaðlar o.fl. Hveragerði

Að lesa úr spáspilum Þjónustuliðar

Útieldun Selfoss

Safnhaugagerð Silfursmíði, grunnur og víravirkið

Starfsumsókn og ferilskrá Silfursmíði, eigin hönnun

Keltnesk áhrif á Íslandi Opin smiðja, nýsköpun

Ræðum saman heima Meðferð matvæla

N&Þ - bóklegar greinar Skrifstofuskólinn

INNRITUN OG NÁMSKEIÐSGJÖLD

Innritun fer fram í síma, með tölvupósti eða í gegnum vefsíðu Fræðslunetsins.

Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er hringt í viðkomandi og hann beðinn um að staðfesta innritun.

Staðfesting er skuldbindandi og með henni samþykkir þátttakandi að greiða fyrir námskeið.

Fræðslunetið áskilur sér rétt til að innheimta námskeiðsgjald að hluta til eða öllu leyti afboði þátttakandi sig eftir að hafa

staðfest innritun.

Innritun lýkur að öllu jöfnu viku áður en námskeið hefst.

Námskeiðsgjöld eru innheimt með greiðsluseðli.

Fræðslunetið áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki fæst næg þátttaka.

Lærum allt lífið

Fræðslunet Suðurlands

Tryggvagata 25

800 Selfoss

Vallarbraut 16

860 Hvolsvöllur

Sími:

Selfoss: 480 8155

Ráðgjöf: 820 8155

Fax: 480 8156

Gsm: 852 1855

Hvolsvöllur: 483 5189

Fax: 483 5238

Gsm: 852 2155

[email protected]

Page 3: Námsvísir vorönn 2012

Innritun í síma 480 8155 3

ALDREI FLEIRI Í NÁMI HJÁ FRÆÐSLUNETINU

reynt að hafa úrvalið sem mest: at-

vinnutengd námskeið, tómstunda-

námskeið, bókleg námskeið, verkleg

námskeið og námskrárbundin

námskeið sem meta má til eininga í

framhaldsskóla.

Af nýjum námskeiðum á vorönn er

sérstök athygli vakin á Mennta-

stoðum, Þjónustuliðum, Meðferð

matvæla, Opinni smiðju og Skrif-

stofuskólanum. Auk þess eru nú í

boði ókeypis námskeið og fyrir-

lestrar sem fólk er beðið að kynna

sér. Náms- og starfsráðgjöf stendur

fullorðnum til boða eins og áður og

er þeim að kostnaðarlausu.

Fræðslunetið hefur tvö síðastliðin ár

haldið svokallað raunfærnimat í

húsasmíði í samvinnu við Fjölbrauta-

skóla Suðurlands, Iðuna fræðslu-

setur og Fræðslumiðstöð atvinnu-

lífsins. Á þessu ári verður efnt til

raunfærnimats í málmiðnaði og fyrir

Nú er

þrettánda

starfsár

Fræðslu-

netsins

hafið og er

óskandi að

það verði

jafngott ár í

fullorðins-

fræðslu fyrir Sunnlendinga eins og

síðastliðið ár. Aldrei áður í sögu

Fræðslunetsins hafa verið haldin

jafnmörg námskeið á einu ári eða

verið kenndar jafnmargar

námskeiðsstundir. Námskeiðsmat

nemenda að loknum námskeiðum

sýnir að þeir eru ánægðir með

kennsluna og hvernig staðið er að

námskeiðum. Nemendur Fræðslu-

netsins á árinu voru alls 1126.

Það er von okkar að sem flestir finni

í þessum námsvísi álitleg námskeið

fyrir sig. Eins og jafnan áður er

skrifstofufólk. Raunfærnimat er

sérstök aðferð við að meta kunnáttu

og færni sem fólk hefur öðlast í lífi

og starfi og getur það jafngilt ein-

ingum í framhaldsskóla. Raunfærni-

mat er staðfesting á þeim breyttu

viðhorfum sem orðið hafa til náms á

síðastliðnum árum til hagsbóta fyrir

fullorðið fólk sem hefur stutta

skólagöngu að baki.

Eins og kom fram í inngangi þessa

spjalls fer starfsemi Fræðslunetsins

vaxandi. Á árinu flytur Fræðslunetið

í nýtt húsnæði sem er eitt megin-

skilyrði þess að það megi vaxa og

dafna í framtíðinni.

Með nýju ári glæðast nýjar vonir.

Starfsfólk Fræðslunetsins óskar

Sunnlendingum farsældar á nýju ári

og hlakkar til samstarfs um aukna

menntun í fjórðungnum.

Ásmundur Sverrir Pálsson

Page 4: Námsvísir vorönn 2012

4 Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2012

TUNGUMÁL

ENSKA III - 24 STUNDIR

Tími

Staðir

Verð

Kennarar

Fjöldi

Þriðjudagar 24. jan. - 13. mars kl. 19.30-21.40

Iða, Selfossi og Hvolsskóli, Hvolsvelli

26.000, námsefni innifalið

Áslaug Ólafsdóttir, kennari á Selfossi, Elaine

Marie Valgarðsson, kennari á Hvolsvelli

Lágmark 10, hámark 15

Einnig fyrir félaga í Starfsmennt

Námskeiðið er ætlað fólki sem lokið hefur Ensku II eða hefur undirstöðukunnáttu í málinu. Lögð er áhersla talþjálfun, frekari uppbyggingu orðaforða, ritun málsins, notkun orða-

bóka og lestur.

ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA - 60 STUNDIR Icelandic courses will be held according to numbers of partici-

pants. Courses will start 16. January. To sign up id-number is

needed.

Íslenskunámskeið fyrir útlendinga verða haldin á þeim stöðum þar sem næg þátttaka fæst. Námskeið hefjast í vikunni 16. - 20. janúar. Til að innritast þarf þátttakandi að hafa kennitölu.

Kennt er einu sinni í viku að jafnaði.

Möguleiki er að halda námskeið þar sem óskað er eftir.

Tími

Staðir

Verð

Kennarar

Virkir dagar kl.19-21.50

Þar sem næg eftirspurn er

33.000 + námsefni 4.000

Anna Linda Sigurðardóttir

og Maria Anna Maríudóttir, kennarar

ENSKA I - 24 STUNDIR

Einnig fyrir félaga í Starfsmennt

Námskeiðið er ætlað byrjendum í ensku. Lögð er áhersla á talmál, orðaforða, ritun málsins og lestur. Talæfingar og framburður æfður, farið í grunnatriði málfræðinnar. Símat

verður á námskeiðinu.

Tími

Staðir

Verð

Kennarar

Fjöldi

Mánudagar 23. jan. - 12. mars kl. 19.30-21.40

Iða, Selfossi og Hvolsskóli Hvolsvelli

26.000, námsefni innifalið

Áslaug Ólafsdóttir, kennari Selfossi,

Gyða Björgvinsdóttir, kennari Hvolsvelli

Lágmark 10, hámark 15

ENSKA II - 24 STUNDIR

Einnig fyrir félaga í Starfsmennt

Námskeiðið er ætlað fólki sem lokið hefur Ensku I eða hefur undirstöðukunnáttu í málinu. Lögð er áhersla á talmál, frekari

uppbyggingu orðaforða, ritun málsins og lestur.

Tími

Staðir

Verð

Kennarar

Fjöldi

Miðvikudagar 25. jan. - 14. mars kl.19.30-21.40

Iða, Selfossi og Hvolsskóli Hvolsvelli

26.000, námsefni innifalið

Áslaug Ólafsdóttir, kennari á Selfossi,

Gyða Björgvinsdóttir, kennari á Hvolsvelli

Lágmark 10, hámark 15

ISLANDZKI I-IV DLA OBCOKRAJOWCÓW W

JĘZYKU POLSKIM - 60 GODZIN

Dla zainteresowanych odbędzie się kurs języka islandzkiego.

Islandzki I-IV. Miejsce i czas zależne od ilości

zainteresowanych.

Pora

Cena

Książka

Nauczyciel

Dni robocze, 19-21.50

33.000 + materialy 4.000

Íslenska fyrir alla

Maria Anna Maríudóttir og Jaroslaw Dudziak,

kennarar

SPÆNSKA I - 24 STUNDIR

Markmiðið með námskeiðinu er að byggja upp grunnorðaforða

og þjálfa framburð. Í gegnum hlutverka- og minnisleiki er lögð áhersla á að þátttakendur geti sagt og skilið algengar setn-ingar og byggi upp færni til að bjarga sér á tungumálinu. Að auki verður fjallað um matargerð og margbreytilega menningu

Spánar og Rómönsku Ameríku.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Þriðjudagar 24. jan. - 13. mars kl. 19.30-21.40

Iða, Selfossi

26.000, námsefni innifalið

Kristín Arna Bragadóttir, kennari

Lágmark 10, hámark 15

SPÆNSKA II - 24 STUNDIR

Markmiðið að þátttakendur auki við orðaforða sinn, fái aukna

þjálfun í framburði og öðlist færni í að tala spænsku. Aukin áhersla verður lögð á talæfingar og fjallað um spænska og rómansk-ameríska menningu og þjóðlíf. Ef áhugi er fyrir hendi verður farið í vettvangsferð þar sem þátttakendur spreyta sig í

samskiptum við fólk sem hefur spænsku að móðurmáli.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Mánudagar 23. janúar - 12. mars

kl. 19.30-21.40

Iða, Selfossi

26.000, námsefni innifalið

Kristín Arna Bragadóttir, kennari

Lágmark 10, hámark 15

ENSKA IV - 24 STUNDIR

Einnig fyrir félaga í Starfsmennt

Námskeiðið er framhald af Ensku III og hentar einnig fyrir þá sem hafa grunn í ensku og vilja rifja upp, eða vilja undirbúa sig undir framhaldsskólaáfanga. Farið verður í málfræði og

ritun. Mikil áhersla er lögð á talþjálfun. Unnið verður með

bókmenntatexta, ljóð og tónlist.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Þriðjudagar 24. jan. - 13. mars kl. 18.30-20.40

Iða, Selfossi

26.000, námsefni innifalið

Jóna Katrín Hilmarsdóttir, kennari

Lágmark 10, hámark 15

Page 5: Námsvísir vorönn 2012

Innritun í síma 480 8155 5

TUNGUMÁL TÖLVUR

TÖLVUR I - 15 STUNDIR

Hentar vel fyrir 50 ára og eldri

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa afar litla eða enga reynslu af tölvunotkun. Farið er í undirstöðuatriði tölvunnar og hvernig hún vinnur. Aðaláhersla er lögð á að gera

þátttakendur færa um að nota internetið og samskipavefi, s.s. tölvupóst og Facebook. Einnig farið í byrjunaratriði í rit-

vinnslu. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða kennslu.

Tími og

staðir

Verð

Kennari

Fjöldi

Iða, Selfossi, mánudagar og miðvikudagar

23. janúar - 6. febrúar kl. 19.15-21.15

Hvolsskóli, Hvolsvelli, þriðjudagar og fimmtu-

dagar 24. janúar - 7. febrúar

20.900, námsefni innifalið

Leifur Viðarsson, kennari

Lágmark 8, hámark 10

MYNDBANDAGERÐ MEÐ MOVIE MAKER -12 ST

Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg

Kennt er hvernig myndbandsefni er fært af tökuvél í tölvu og

hvernig klippa má myndefni á einfaldan hátt, setja inn hljóð, tónlist og texta og gera efnið aðgengilegt til spilunar, t.d. á

DVD formi, á Facebook eða á Youtube. Einnig verður aðeins farið í samsetningu og/eða grunnatriði í upptökutækni. Ekki þarf að eiga fullkomna myndbandsupptökuvél, nóg er að eiga litla stafræna myndavél sem býður upp á myndbandsupptöku. Æskilegt er að þátttakendur mæti með eigin fartölvur en ekki

skilyrði.

Tími og

staðir

Verð

Kennari

Fjöldi

Iða, Selfossi mánudagar og miðvikudagar

6. - 15. febrúar kl 19.15 -21.15

Hvolsskóli, Hvolsvelli mánudagar og miðviku

dagar 19. - 28. mars kl 19.15-21.15

17.900, námsefni innifalið

Leifur Viðarsson, kennari og kvikmyndagerðar-

maður

Lágmark 8, hámark 12

STAFRÆNAR MYNDIR 9 - STUNDIR

Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg

Kennd eru undirstöðuatriði varðandi myndatökur og stillingar á stafrænum myndavélum og þátttakendur læra að færa myndir af stafrænni myndavél yfir á tölvu. Kennt er á Picasa

hugbúnað sem heldur utan um myndasafnið. Kenndar eru aðferðir við ýmsar lagfæringar, stækkanir/smækkanir, útprentun, senda myndir í vefpósti o.fl. Einnig er kennt

hvernig vinna má með myndir og texta í Word ritvinnslu.

Tími og

staðir

Verð

Kennari

Fjöldi

Iða, Selfossi þriðjudagar og fimmtudagur

6. - 13. mars kl. 19.15-21.15

Hvolsskóli, Hvolsv. þriðjudagar og fimmtudagur

20. -27. mars kl. 19.15-21.15

13.900, námsefni innifalið

Leifur Viðarsson, kennari

Lágmark 8, hámark 12

NORSKA I - 24 STUNDIR

Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur í norsku. Markmiðið er að

þátttakendur geti bjargað sér á málinu, bæði munnlega og skriflega. Unnið verður með orðaforða, grunnþætti málfræð-

innar, lestur, tal, framburð og ritun.

Tími og

staðir

Verð

Kennarar

Fjöldi

Iða, Selfossi, þriðjudagar og fimmtudagar

24. janúar-16. febrúar kl. 19.30-21.40

Hvolsskóli, Hvolsvelli, þriðjudagar

24. janúar-27. mars kl. 19.30-21.40

24.900 + námsefni 3.500

Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, kennari á Selfossi

Guri Hilstad Ólason, kennari á Hvolsvelli

Lágmark 10, hámark 15

NORSKA II - 24 STUNDIR

Námskeiðið er framhald af Norsku I en hentar einnig þeim

sem hafa einhvern grunn í norsku. Lögð er áhersla á talmál, orðaforða, ritun málsins og lestur, talæfingar og framburð.

Farið verður áfram í grunnatriði málfræðinnar.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Þriðjudagar og fimmtudagar

21. febrúar -15. mars kl. 19.30-21.40

Iða, Selfossi

24.900 + námsefni 3.500

Heiður Eysteinsdóttir, kennari

Lágmark 10, hámark 15

WORD OG EXCEL - 18 STUNDIR

Einnig fyrir félaga í Iðunni, fræðslusetri

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhvern grunn í tölvu-notkun. Farið verður í undirstöðuatriði í Word 10, uppsetn-ingar, leturbreytingar o.fl. Kynnt verða undirstöðuatriði í Exc-

el 10, hvernig setja á inn formúlur, gera myndrit og útlitsmóta texta, sníða reiti o.fl. Bókin UTN103 eftir Jóhönnu Geirsdóttur

er lögð til grundvallar.

Tími og

staðir

Verð

Kennarar

Fjöldi

Iða, Selfossi mánudagar og miðvikudagar

20. febrúar - 14. mars kl. 19.15-21.15

Hvolsskóli, Hvolsvelli, mánudagar 6. febrúar -

12. mars kl. 18-20

24.900 + námsefni UTN103 kr. 3.400

Leifur Viðarsson, Selfossi og Steinunn Ósk

Kolbeinsdóttir, Hvolsvelli

Lágmark 8, hámark 12 NÝTT

Page 6: Námsvísir vorönn 2012

6 Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2012

HANDVERK, HANNYRÐIR OG LISTIR

TRÉSMÍÐI FYRIR KONUR - 15 STUNDIR Á námskeiðinu, sem sérstaklega er ætlað konum, verða kennd

rétt vinnubrögð við smíðar, notkun smíðaverkfæra og frá-

gangur smíðisgripa. Smíðað verður fuglahús.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Miðvikudagar 29. feb. - 28. mars kl. 19-21.10

Hamar, verknámshús FSu Selfossi

22.000 + efniskostnaður

Svanur Ingvarsson, smíðakennari og hönnuður

Hámark 8

AÐ SAUMA BARNAFATNAÐ - 16 STUNDIR Allir geta lært að sauma. Á námskeiðinu er lögð sérstök

áhersla á barnafatnað þar sem þátttakendur vinna við sams konar verkefni en útfæra hver á sinn hátt. Þátttakendur fá ráðleggingar um efnisval, stærðir og sniðbreytingar. Þeir koma sjálfir með efni, saumavél, skæri og annað sem til þarf. Mark-miðið er að þátttakendur læri grunnatriði í saumaskap og

verði færir um að bjarga sér með það helsta í fatasaumi.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Mánud. og miðvikud. 27. feb. -7. mars kl. 19-22

Iða, Selfossi

21.500

Edda Björk Magnúsdóttir, saumakona og

hönnuður

Hámark 7

AÐ SMÍÐA HÁTALARABOX - 12 STUNDIR Þátttakendur kynnast helstu hugtökum í hljóðfræði og ýmsum gerðum hátalara og hvernig þeir eru notaðir, m.a. uppbygg-ingu og útfærslu á innviðum hátalara. Þátttakendur smíða eigið hátalarapar sem gera má ráð fyrir að verði gæðagripir. Ef áhugi verður fyrir hendi er möguleiki að boðið verði uppá framhaldsnámskeið síðar. Allt efni verður á staðnum. Sjá

nánar á vefnum http://fraedslunet.is

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Mánudagar 12. mars - 2. apríl kl. 18-20

Hamar, verknámshús FSu, Selfossi

16.000 + efniskostnaður 35.000

Magnús Hermannsson, rafeindavirkjameistari

Lágmark 5, hámark 8

FYLGIHLUTIR ÚR LEÐRI - 8 STUNDIR Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til fylgihluti úr leðri,

s.s. belti, armbönd og fleira. Þátttakendur fá ráðleggingar um efnisval og kenndar eru aðferðir til að meðhöndla leðrið á réttan hátt og hvernig nota á kósa, sylgjur og fleira skrautefni

til að gera flotta fylgihluti.

Tími og

staðir

Verð

Kennari

Fjöldi

Mánudagur 20. febrúar kl. 17-22, Iða, Selfossi

Mánudagur 5. mars kl. 17-22 Hvolsskóli, Hvolsv.

10.900 + efniskostnaður

Kolbrún Sveinsdóttir, klæðskeri, kjólameistari

og handmenntakennari

Lágmark 6, hámark 8

LÆRIÐ AÐ PRJÓNA III - 9 STUNDIR Kenndar verða nokkrar aðferðir við útprjón, s.s. snúningar,

kaðlar, patentprjón, klukkuprjón og gataprjón. Áhersla er lögð á að kenna þátttakendum að lesa úr útprjónsmynstrum. Þátttakendur gera prufur og ef tími vinnst til verður eitt eigulegt stykki prjónað, s.s. húfa. Þátttakendur mæta með garnhnykil,t.d. kambgarn, og prjóna af þeirri stærð sem mælt

er með fyrir garntegundina.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Miðvikudagar 22. febrúar - 7. mars

kl. 20.15- 22.15

Iða, Selfossi

12.500

Þóra Þórarinsdóttir, kennari

Hámark 12

Á námskeiðinu eru kennd lokuð hnífsbrögð sem auka öryggi og

afköst við tálgun. Kennt er að tálga með hnífi og exi, ýmsar viðartegundir kynntar og eiginleikar þeirra. Kennd er þurrkun og yfirborðsmeðhöndlun viðarins og hvernig hægt er að not-færa sér form hans í ýmsa nytjahluti. Einnig er kennt að brýna og hvernig er best að meðhöndla bitverkfæri. Þátttakendur

geta keypt vandaða tálgunarhnífa á staðnum.

LESIÐ Í SKÓGINN, TÁLGAÐ Í TRÉ - 8 STUNDIR

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Miðvikudagar 7. - 14. mars kl. 18-20.50

Hvolsskóli, Hvolsvelli

9.500

Guðmundur Magnússon, smíðakennari

Lágmark 8, hámark 15

AÐ SKERA Í TRÉ MEÐ SIGGU Á GRUND -12 ST. Hin landsþekkta útskurðarkona, Sigga á Grund, kennir réttu

handtökin við útskurð í tré. Kenndur verður flatskurður og milliskurður. Þátttakendur geta keypt útskurðarhnífa hjá Siggu og efni verður líka selt á staðnum. Námskeiðið hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Vakin er athygli á að þetta

er síðasta námskeiðið sem Sigga áætlar að halda.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Þriðjudagar 6. - 27. mars kl. 17-19.10

Hamar, verknámshús FSu, Selfossi

25.000 + efniskostnaður

Sigga á Grund, útskurðarmeistari (SJK)

Hámark 5

NÝTT

NÝTT

NÝTT

LEIRMÓTUN, GRUNNAÐFERÐIR - 16 STUNDIR Kenndar verða grunnaðferðir leirmótunar og heildarvinnu-

ferlið. Farið verður í helstu aðferðir, samsetningar, meðferð

glerunga og oxíða. Þátttakendur hanna og vinna eigin muni.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Miðvikudagar 21. mars - 25. apríl,

kl. 19.30- 21.40 (síðasti tími er ein stund)

Vallaskóli, Selfossi

23.000 + efniskostnaður

Heiður Eysteinsdóttir, kennari

Hámark 10

NÝTT

Page 7: Námsvísir vorönn 2012

Innritun í síma 480 8155 7

AÞS

SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPUR

BÓKLEGAR GREINAR Á HVOLSVELLI Fyrirhugað er að halda námskeiðið Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum á Hvolsvelli á vorönn.

Námið samanstendur af íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Námið er 300 stunda langt.

Kennsla er áætluð kl. 17 - 20.30 mánudaga og fimmtudaga og kl. 17 - 19.40 þriðjudaga og miðvikudaga.

RAUNFÆRNIMAT Í SKRIFSTOFUGREINUM Fyrirhugað er að halda raunfærnimat í skrifstofugreinum í apríl á Selfossi. Raunfærnimat snýst um að meta færni einstaklinga til námseininga og stytta þannig nám þeirra. Rétt er að benda á að einnig verður haldinn Skrifstofu-skóli á vorönn og er hann tilvalinn undirbúningur fyrir þá sem hyggjast fara í raunfærnimatið. Aðal námsgreinar

eru: verslunarreikningur, bókhald, tölvur (UTN) og enska.

Hægt er að nálgast námsvísa og allar upplýsingar á skrifstofunni á Selfossi eða Hvolsvelli. Símar 480 8155 eða 852 2155. Netfang: [email protected]

SILFURSMÍÐI, GRUNNNÁMSKEIÐ - 12 STUNDIR Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur í silfursmíði. Þátttak-

endur læra grunnatriði í silfursmíði (sléttsmíði) og smíða einn ákveðinn grip. Á námskeiðinu er boðið uppá fyrsta flokks að-

stöðu til smíðinnar. Námskeiðið er þrjú kvöld.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Þriðjudagar og fimmtudagur 24. - 31. janúar

kl. 19-22

Vinnustofa á Selfossi

25.000 + efniskostnaður

Davíð Jóhannesson, gullsmiður

Lágmark 5, hámark 7

HANDVERK, HANNYRÐIR OG LISTIR

SILFURSMÍÐI, EIGIN HÖNNUN - 16 STUNDIR Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af

silfursmíði. Áhersla verður lögð á að þátttakendur vinni úr eigin hugmynd að smíðisgrip. Þátttakendur hanna gripinn og

smíða hann. Námskeiðið er fjögur kvöld.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Mánudagar og miðvikudagur 20. - 29. febrúar

kl. 19-22

Vinnustofa á Selfossi

30.000 + efniskostnaður

Davíð Jóhannesson, gullsmiður

Lágmark 5, hámark 7

ÍSLENSKA VÍRAVIRKIÐ, SILFURSMÍÐI - 12 ST. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Kennd eru grunnatriði í íslenska víravirkinu og einn gripur smíðaður. Á námskeiðinu er boðið uppá fyrsta flokks aðstöðu

til smíðinnar. Námskeiðið er þrjú kvöld.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Mánudagar og miðvikudagur 6. - 13. febrúar

kl. 19-22

Vinnustofa á Selfossi

25.000 + efniskostnaður

Davíð Jóhannesson, gullsmiður

Lágmark 5, hámark 7

Page 8: Námsvísir vorönn 2012

8 Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2012

ÝMIS NÁMSKEIÐ

ÚTIELDUN - 5 STUNDIR Kennt er hvernig hægt er að elda úti við opinn eld og kynnt

eru tæki sem henta við slíka matargerð. Einnig sýnt hvernig hægt er að búa til uppkveikjukubba úr blöðum og kertaaf-göngum. Elduð er tvírétta máltíð sem þátttakendur snæða í

lokin. Áhersla er lögð á sjálfbærni.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Fimmtudagur 10. maí kl. 18-21.30

Útieldhús við FSu, Selfossi

7.500

Guðríður Egilsdóttir, heimilisfræðikennari og

matreiðslumeistari

Hámark 12

AÐ LESA ÚR SPÁSPILUM - 9 STUNDIR Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti farið að þreifa

sig áfram í spilalögnum og spádómum. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Innifalið í námskeiðinu eru sígaunaspil sem eru frábær bæði fyrir byrjendur og lengra komna, en allir mega koma með þau spil sem þeir vilja vinna

með og þekkja.

Hrönn fer yfir hvernig hún vinnur og kynnir ýmis spil, steina og

annað sem gott er að hafa í huga áður en byrjað er. Síðan leggja þátttakendur sín eigin spil og lesið er saman í gegnum mismunandi spilalagnir og spáð fyrir reyndri og opinni mann-

eskju.

Í seinni hlutanum lesa þátttakendur hver fyrir annan.

Áhersla er lögð á að hafa námskeiðið jákvætt og að horfa á

það góða. Tekið er klukkutíma hádegishlé.

Tími og

staðir

Verð

Kennari

Fjöldi

Iða, Selfossi, laugardagur 11. feb. kl. 10-17,

Hvolsskóli, Hvolsv. laugard. 25. feb. kl. 10-17

13.900 sígaunaspil innifalin

Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill og Alma Hrönn

Hrannardóttir

Nánari upplýsingar á www.spamidill.com og í

síma 861 2505

Lágmark 8, hámark 16

HEIMILISGARÐURINN - 4 STUNDIR Fjallað verður sérstaklega um ræktun nokkurra algengustu

tegunda matjurta. Ítarlega verður fjallað um forræktun, þ.e. sáningu, pottun, vökvun og áburðargjöf svo að fáist sem bestar plöntur til útplöntunar. Einnig verður fjallað um gróðursetningu, umhirðu og uppskeru sömu tegunda ásamt

algengustu vandamálum.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Miðvikudagur 21. mars kl. 19-21.50

Hvolsskóli, Hvolsvelli

5.500

Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur

Lágmark 12

SAFNHAUGAGERÐ - 4 STUNDIR Þátttakendur læra undirstöðuatriði safnhaugagerðar. Fjallað

verður um hvaða efniviður má fara í hauginn og hvernig best er að meðhöndla hann, til að ná jöfnu og góðu niðurbroti. Moltan sem myndast er tilvalin til notkunar sem áburður í

heimilisgarðinn og við ræktun matjurta.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fjöldi

Miðvikudagur 25. apríl kl. 19-21.50

Iða, Selfossi

5.500

Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur

Lágmark 10

NÝTT

Page 9: Námsvísir vorönn 2012

Innritun í síma 480 8155 9

ÝMIS NÁMSKEIÐ FYRIRLESTRAR - ÖRNÁMSKEIÐ SJÚKRALIÐAR RÆÐUM SAMAN HEIMA - 3 STUNDIR

Uppeldisaðferðir foreldra og velferð barna og unglinga

Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Háskóla Íslands heldur fyrirlestur þar sem samskipti foreldra og barna verða í

brennidepli. Áhersla verður lögð á vænlegar leiðir foreldra við að hlúa að margvíslegum þroska barna sinna; einnig velferð þeirra og námsgengi. Sérstaklega verður hugað að því hvernig vinna megi með ágreiningsmál. Umfjöllunina byggir Sigrún

meðal annars á eigin rannsóknum.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Mánudagur 20.febrúar kl. 19.30-21.30

Iða, Selfossi

Í boði Fræðslunetsins

Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við HÍ

SVEITARFÉLAGIÐ ÖLFUS RANGÁRÞING EYSTRA RANGÁRÞING YTRA BLÁSKÓGABYGGÐ HRUNAMANNAHREPPUR

NÝTT

MÝRDALSHREPPUR

FÆÐUBÓTAREFNI OG ÖNNUR NÆRINGAREFNI

FYRIR HEILBRIGÐA OG SJÚKA - 10 STUNDIR

Haldið í samvinnu við Framvegis

Fyrri daginn verður fjallað um almennar næringarþarfir heil-brigðra og sjúkra einstaklinga. Áhersla verður lögð á hverjir eru í áhættu varðandi næringarefnaskort og hvaða aðstæður

geta kallað á aukna næringarþörf.

Seinni daginn verður farið yfir ýmis fæðubótarefni og hvort eða hvenær þau gagnast heilbrigðum eða sjúkum einstakl-ingum. Einnig verður reynt að svara því hvort einstök fæðu-

bótarefni séu skaðleg.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Mánudagur og þriðjudagur

23. og 24. apríl kl. 17-20.40

Iða, Selfossi

17.000

Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur og

doktorsnemi í næringarfræði

NÝTT KELTNESK ÁHRIF Á ÍSLANDI - 3 STUNDIR Fjallað verður um keltnesk menningaráhrif á Íslandi að fornu

og nýju. Málið verður reifað út frá fornleifum, tungumáli og örnefnum. Í ljós hefur komið að skýra má út mörg torskýrð örnefni á Íslandi með því að líta til hins keltneska menningar-arfs, þetta á við um mörg helstu fjöll, fljót og firði. Keltnesk áhrif verða skoðuð í ljósi þess að nýjustu vísindarannsóknir

sýna að 63 prósent landnámskvenna voru Keltar.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Fimmtudagur 22. mars kl. 19.30-21.30

Iða, Selfossi

Í boði Fræðslunetsins

Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifa-

fræðingur

NÝTT

Á námskeiðinu er fjallað um móttöku bráðveikra og slasaðra

og fyrstu meðferð bráðveikra. Þá er fjallað um móttöku sjúkl-inga sem eru með kviðverki eða brjóstverki. Einnig er fjallað

um fyrsta mat á sjúklingum.

MÓTTAKA BRÁÐVEIKRA OG SLASAÐRA - 10 ST.

Tími

Staður

Verð

Kennari

Miðvikudagur og fimmtudagur 22. og 23. feb.

kl. 17-20.40

Iða, Selfossi

16.000

Sigrún Sunna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur

NÝTT

GERÐ STARFSUMSÓKNAR OG FERILSKRÁR - 4

NÝTT

Fjallað verður um undirbúning fyrir starfsviðtöl og hvernig

skrifa á starfsumsóknir. Þátttakendum verður einnig leiðbeint með gerð ferilskrár (CV). Miðað er við að að loknu námskeiði

hafi þátttakendur gögn sem geti nýst þeim í leit að nýju starfi.

Tími og

staðir

Verð

Kennari

Iða, Selfossi þriðjudagur 7. febrúar kl. 17-19.50

Hvolsskóli, Hvolsvelli þriðjudagur 14. febrúar

kl. 17-19.50

Í boði Fræðslunetsins

Sólveig R. Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Page 10: Námsvísir vorönn 2012

10 Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2012

NÁMSKEIÐ FRÆÐSLUMIÐSTÖÐVAR ATVINNULÍFSINS

NÁMSKEIÐ UM STAÐBUNDIÐ VEÐURFAR Í MÝRDAL OG NÁGRENNI Þriðjudagskvöldið 24. janúar kl. 19.30 mun Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur halda námskeið í grunnskólanum í Vík um veðurfar í Mýrdalnum og nágrenni. Farið er í einkenni veðurlags, einkum í Mýr-dalnum og undir Eyjafjöllum. Rakið hver eru áhrif fjalla á hita, vind, úrkomu og snjóalög. Skoðað verður hversu ríkan þátt sjórinn og sjávarhiti hefur á veðurfar og hvaða afleiðingar hlýnandi veður hefur fyrir syðsta hluta landsins. Þá verður komið inn á áhrif Kötlu á veðurfar, möguleg áhrif sprengigosa á veðurfar

á hnattræna vísu og niðurslátt eldinga sem búast má við þegar sprengigos verða undir jökli.

Námskeiðið er í boði samstarfsaðila en innritun fer fram hjá

Fræðsluneti Suðurlands í síma 480 8155 eða á [email protected]

Námskeiðið er samstarfsverkefni Kötluseturs, Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands.

Page 11: Námsvísir vorönn 2012

Innritun í síma 480 8155 11

NÁMSKEIÐ FRÆÐSLUMIÐSTÖÐVAR ATVINNULÍFSINS Fyrirhugað er að halda neðangreind námskeið árið 2012 ef næg þátttaka fæst. Námið nýtur framlaga Fræðslusjóðs

og er þess vegna á afar hagstæðu verði fyrir þátttakendur. Námið er viðurkennt af Mennta- og menningarmála-

ráðuneytinu og má meta það til eininga á framhaldsskólastigi. Starfsmenntasjóðir greiða stóran hluta af kostnaði

þátttakenda. Námslýsingar má sjá á vef FA http://frae.is Námið er hugsað fyrir fullorðna (20 ára og eldri) sem

hafa litla grunnmenntun og er námið viðurkennt vinnumarkaðsúrræði.

Sjá nánar á vef Fræðslunetsins: http://fraedslunet.is > Námsleiðir FA.

Allar nánari upplýsingar um innihald námsins, tímasetningar o.fl. eru veittar í síma 480 8155.

Námskeið sem styrkt eru af Fræðslusjóði Stundir Verð Hvar

Menntastoðir - haust 2012 og vor 2013 - 50 eininga nám 660 116.000 Selfoss

Grunnmenntaskóli - haust 2012 300 53.000 Selfoss og Hvolsvöllur

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum - vor og haust 300 53.000 Selfoss og Hvolsvöllur

Fagnámskeið III - vor 2012 77 14.000 Hvolsvöllur

Þjónustuliðar - vor 2012 60 11.000 Hveragerði

Meðferð matvæla - vor og haust 2012 60 11.000 Selfoss og Hvolsvöllur

Skrifstofuskólinn - vor 2012 240 42.000 Selfoss

Opin smiðja - kvikmyndagerð, hljóðvinnsla, listir, vor 2012 120 21.000 Selfoss

Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk (hófst í des.) 60 11.000 Þorlákshöfn

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun haust 2012 60 11.000 Þorlákshöfn

Page 12: Námsvísir vorönn 2012

ÓKEYPIS NÁMS– OG STARFSRÁÐGJÖF

HJÁ FRÆÐSLUNETINU

Upplýsingar og ráðgjöf fyrir fullorðna

Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði?

Hefur þú áhuga á að fara í nám?

Viltu uppgötva hæfileika þína, kanna áhugasvið þitt eða færni?

Viltu fá aðstoð við gerð ferilskrár og starfsumsóknar?

Viltu breyta til í námi eða starfi eða setja þér ný markmið?

Ertu á tímamótum í leit að vegvísi?

Hjá Fræðslunetinu starfa þær Eydís Katla Guðmundsdóttir og Sólveig Ragnheiður Kristinsdóttir náms- og starfs-

ráðgjafar og annast þær ráðgjöfina og aðstoða þá sem eftir leita.

Tímapantanir í síma 480 8155 eða á [email protected]

Eydís Katla Sólveig Ragnheiður