Íslenska 4. bekkur · 2015. 11. 2. · námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 Íslenska 4. bekkur...

17
Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir sérkennarar. Tímafjöldi: 9 kennslustundir á viku. Lestur Markmið að nemendur: auki lestrarhraða sinn verði færari að lesa almennan texta og lesa fyrirmæli efli lesskilning, t.d. geti svarað beinum spurningum og dregið ályktanir út frá texta efli hlustunarskilning og orðaforða þjálfist í framsögn Leiðir: Til þjálfunar í lestri lesa nemendur heima upphátt a.m.k. 5 sinnum í viku, 15 mínútur í senn og skrifa orð eða setningar sem valdar eru úr lesnum texta. Umsjónarkennari skráir ástundun í Mentor. Einnig lesa nemendur upphátt og í hljóði í skólanum. Nemendur leysa einnig margvísleg verkefni út frá mismunandi námsefni og nota orðabækur og önnur uppflettirit. Námsefni: Lestrarbækur og annað lesefni s.s. skáldsögur, fræðibækur, dagblöð og verkefni af vef. Námsmat: Viðmið árgangs í raddlestri eru 185 atkvæði á mínútu í desember og 185-200 atkvæði á mínútu í júní. Nemendur taka raddlestrarpróf þrisvar sinnum á skólaárinu, í ágúst, desember og júní. Þeir sem lesa undir 185 atkvæðum á mínútu eru auk þess prófaðir í október og mars. Í desember og júní eru gefnar umsagnir í raddlestri. Lesskilningspróf er lagt fyrir að hausti og að vori. Nemendur taka samræmd próf íslensku í september. Ritun, lesskilningur og stafsetning Markmið að nemendur: þjálfist í að tjá skoðanir sínar og hugmyndir á rituðu máli átti sig á því að sögur hafa upphaf, miðju og endi læri að greina aðalatriði í texta læri að skrifa sögu með einfaldri atburðarás kynnist ritvinnslu og tölvusamskiptum þjálfist í að nota orðabækur og uppflettirit tileinki sér og læri að nota reglurnar : -um stóran og lítinn staf -ng og nk -einfaldan og tvöfaldan samhljóða -n og -nn í ákveðnum greini nafnorða -hv- í spurnarorðum -læri að þekkja stafrófið -læri einstaka y-orð -bæti við samtengingaorðaforðann og einföld greinamerki

Upload: others

Post on 23-Jan-2021

9 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

1

ÍSLENSKA 4. BEKKUR

Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét

Einarsdóttir sérkennarar.

Tímafjöldi: 9 kennslustundir á viku.

Lestur Markmið að nemendur:

auki lestrarhraða sinn

verði færari að lesa almennan texta og lesa fyrirmæli

efli lesskilning, t.d. geti svarað beinum spurningum og dregið ályktanir út frá

texta

efli hlustunarskilning og orðaforða

þjálfist í framsögn

Leiðir: Til þjálfunar í lestri lesa nemendur heima upphátt a.m.k. 5 sinnum í viku,

15 mínútur í senn og skrifa orð eða setningar sem valdar eru úr lesnum texta.

Umsjónarkennari skráir ástundun í Mentor. Einnig lesa nemendur upphátt og í

hljóði í skólanum. Nemendur leysa einnig margvísleg verkefni út frá

mismunandi námsefni og nota orðabækur og önnur uppflettirit.

Námsefni: Lestrarbækur og annað lesefni s.s. skáldsögur, fræðibækur,

dagblöð og verkefni af vef.

Námsmat: Viðmið árgangs í raddlestri eru 185 atkvæði á mínútu í desember

og 185-200 atkvæði á mínútu í júní.

Nemendur taka raddlestrarpróf þrisvar sinnum á skólaárinu, í ágúst, desember

og júní. Þeir sem lesa undir 185 atkvæðum á mínútu eru auk þess prófaðir í

október og mars. Í desember og júní eru gefnar umsagnir í raddlestri.

Lesskilningspróf er lagt fyrir að hausti og að vori. Nemendur taka samræmd

próf íslensku í september.

Ritun, lesskilningur og stafsetning Markmið að nemendur:

þjálfist í að tjá skoðanir sínar og hugmyndir á rituðu máli

átti sig á því að sögur hafa upphaf, miðju og endi

læri að greina aðalatriði í texta

læri að skrifa sögu með einfaldri atburðarás

kynnist ritvinnslu og tölvusamskiptum

þjálfist í að nota orðabækur og uppflettirit

tileinki sér og læri að nota reglurnar :

-um stóran og lítinn staf

-ng og nk

-einfaldan og tvöfaldan samhljóða

-n og -nn í ákveðnum greini nafnorða

-hv- í spurnarorðum

-læri að þekkja stafrófið

-læri einstaka y-orð

-bæti við samtengingaorðaforðann og einföld greinamerki

Page 2: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

2

Leiðir: Nemendur vinna fjölbreytt ritunarverkefni sem reyna á ólíka þætti s.s.

beinar frásagnir og sögugerð og oftast samþættist þessi vinna öðrum

námsgreinum. Unnin verða ýmis fjölbreytt verkefni í tengslum við „Orð af orði“.

Í stafsetningu eru reglur kenndar, skýrðar og æfðar í beinum

stafsetningaræfingum og annarri vinnu. Nemendur skrifa texta rétt eftir réttu

og eftir upplestri.

Námsefni: Skinna verkefnabók og námsbók, Sögusteinn, Sitt af hverju II, Lestur

og stafsetning, ritsmíðar nemenda, verkefni með réttritunarorðabók, fjölritað

efni og ítarefni.

Námsmat: Nemendur fá endurgjöf á texta og sögur jafnóðum.

Stafsetningarkannanir eru unnar jafnt yfir veturinn. Próf eru í desember og júní.

Námsmat birtist í námsframvindu í Mentor. Samræmd próf eru í september.

Málrækt Markmið að nemendur:

þekki að orðum er skipt í flokka eftir eiginleikum, s.s. nafnorð, sagnorð og

lýsingarorð

þekki mun samnafna og sérnafna og geti nýtt sér þá þekkingu við

stafsetningu

þekki hugtökin samheiti og andheiti

þekki mun sérhljóða og samhljóða

þjálfist í að búa til samsett orð

læri að greina kyn nafnorða, eintölu og fleirtölu

þjálfist í fallbeygingu nafnorða, bæði í eintölu og fleirtölu

þjálfist í stigbreytingu lýsingarorða

þjálfist í sagnorðum í nútíð og þátíð

vinni með algeng orðtök og málshætti

Leiðir: Nemendur vinna fjölbreytt verkefni í málrækt. Þar sem þau æfast í að

vinna með tungumálið.

Námsefni: Ritrún 3, Skinna verkefnabók, fjölritað efni og gagnvirkt efni að auki.

Námsmat: Próf eru í desember og júní og samræmd próf eru í september.

Námsmat birtist í námsframvindu í Mentor.

Skrift Markmið að nemendur:

öðlist traustan grunn að læsilegri og áferðarfallegri skrift

læri tengda skrift

geti notað skriftargerðina sem þeim hefur verið kennd í frjálsri ritun

nái góðum skriftarhraða og vandi allan frágang

Leiðir: Nemendur vinna í skriftarbækur og ýmis forskriftarverkefni. Að auki er öll

ritun þjálfun í skrift.

Námsefni: Ítalíuskrift 3A, 3B og annað ítarefni.

Námsmat: Vetrarvinna er metin ásamt skriftarprófi í desember og júní.

Námsmat birtist í námsframvindu í Mentor.

Page 3: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

3

Bókmenntir og ljóð Markmið að nemendur:

hlusti á upplestur á sögum og ljóðum, bæði hefðbundnum og

óhefðbundnum

læri vísur og ljóð

kynnist og geti lesið sögur, ævintýri, þjóðsögur og dæmisögur

kannist við verk nokkurra íslenskra rithöfunda

þekki og geti notað hugtök eins og persóna, söguhetja, söguþráður og

sögulok

taki þátt í leikrænni tjáningu á bókmenntatexta

Leiðir: Nemendur lesa sögur, ljóð og vinna með innihald texta á fjölbreyttan

hátt. Valin ljóð lærð utanbókar. Nemendur taka þátt í Litlu upplestrarkeppninni

sem þau byrja að æfa sig fyrir á Degi íslenskrar tungu.

Námsefni: Valdar sögur og ljóð tengd námsefni og ýmis önnur verkefni.

Námsmat: Vinnubækur í bókmenntum og ljóðum metnar. Kennaramat og

nemendamat. Námsmat birtist í námsframvindu í Mentor.

Page 4: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

1

STÆRÐFRÆÐI 4. BEKKUR

Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét

Einarsdóttir sérkennarar.

Tímafjöldi: Fimm kennslustundir á viku.

Markmið að nemendur:

kynnist ólíkum aðferðum við að leysa dæmi (s.s. geyma, taka til láns)

og tileinki sér þá aðferð sem best hentar

geti margfaldað saman tölur á bilinu 0-10 og leyst einföld

deilingardæmi

geti sett upp og reiknað dæmi í frádrætti, samlagningu og

margföldun

geti mælt í lengdar- og rúmmálseiningum, lítra og desílítra, metra,

sentímetra og kílómetra

þekki almennu brotin 1/2, 1/3, 1/4, og 1/8

kunni á klukku, dagatal og peninga

geti lesið úr töflum

geti skráð í töflu- og súlurit

kunni að nota einfaldar aðgerðir á vasareikni

geti samið stuttar sögur um stærðfræðileg verkefni

geti leyst einföld orðadæmi

Leiðir: Stærðfræðikennslan fer ýmist fram sem einstaklings-, para- eða

hópavinna. Nemendur auka stærðfræðiskilning sinn á marga vegu t.d.

með uppgötvunarnámi, þrautalausnum, gagnvirkum æfingum í tölvum

og Ipad ásamt hlutbundinni vinnu.

Námsefni: Sproti 4a og 4b nemendabækur og æfingahefti. Krækjur á

heimasíðu skólans. Í undirdjúpunum deiling. Fjölritað efni, kennsluforrit

og ýmiskonar kennslugögn.

Námsmat: Kannanir eru teknar eftir hverja lotu og einnig eru lokapróf í

desember og júní. Námsmat birtist í námsframvindu í Mentor.

Nemendur taka samræmd próf í september.

Page 5: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

1

SAMFÉLAGS- OG NÁTTÚRUGREINAR 4. BEKKUR

Samfélagsgreinar Kennarar: Umsjónarkennarar.

Tímafjöldi: Fjórar kennslustundir á viku.

Samfélagsgreinar skiptast í sögu, landafræði, þjóðfélagsfæði,

trúarbragðafræði, kristinfræði, lífsleikni og siðfræði.

Markmið að nemendur:

kynnist því hvernig líf á íslenskum heimilum var um aldamótin 1900

og geti borið það saman við lifnaðarhætti í dag

viti hvað fornleifar og fornminjar eru og hvernig þær veita upplýsingar

um sögu mannsins

fái tækifæri til að skynja söguna í gegnum áþreifanlega hluti og

lifað sig inn í hana í gegnum bókmenntir, ljósmyndir, kvikmyndir og

frásagnir

kynnist hlutverkum ólíkra starfa í þjóðfélaginu

læri um helstu hátíðir kristinnar trúar og sögunum þar að baki

fræðist um helstu hátíðir annarra trúarbragða

auki skilning sinn á margbreytileika mannlífsins og öðlist virðingu fyrir

menningu annarra þjóða

verði færir um að afla sér upplýsinga og draga af þeim ályktanir

þjálfist í samvinnu og geti skipt með sér verkum við lausn verkefna

þjálfist í samskiptum þ.e. að setja sig í spor annarra. Þjálfist í virkri

hlustun, tillitssemi og í því að bera virðingu bæði fyrir sjálfum sér og

öðrum

læri að meta það sem vel er gert og æfi sig í að hrósa og finna

jákvæðar lausnir í samskiptum

efli hugtakaskilning sinn á gildum eins og frumkvæði, trausti,

hugrekki, þolinmæði, umburðalyndi og víðsýni

þjálfist í að koma með tilgátur og /eða tillögur að lausnum

geri sé grein fyrir ólíkum tilfinningum, s.s. hamingju, sorg, gleði og reiði

skilji að nauðsynlegt er að fara eftir skólareglum og virða reglur

samfélagsins

læri að varast hættur í umhverfinu

Leiðir: Námsefnið verður unnið á fjölbreyttan hátt í lotum. Reynt verður

að tengja viðfangsefnin umhverfi og reynsluheimi nemenda. Unnið

verður með siðfræði og bætt samskipti. Nemendur æfa sig í að setja sig

í spor annarra og sýna skilning í verki. Frásagnir, samræður,

myndsköpun, leikræn tjáning, bekkjarfundir ásamt lestri. Unnið með

Leiðarljós Hofsstaðaskóla. Samvera og þátttaka nemenda á sal.

Page 6: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

2

Námsefni: Komdu og skoðaðu Íslenska þjóðhætti, Ísland áður fyrr,

ýmsar bækur, kennsluforrit og efni á vef. Trúarbrögðin okkar, Birta,

klípusögur, fréttir og stök verkefni sem tengjast námsefninu.

Námsmat: Vitnisburður byggist á þátttöku og virkni nemenda ásamt

mati á verkefnavinnu og birtist í Námsframvindu í Mentor.

Náttúrugreinar Kennarar: Umsjónarkennarar.

Tímafjöldi: Fjórar kennslustundir á viku. Náttúrugreinar skiptast í náttúrufræði, umhverfismennt, eðlis-, jarð- og

lífvísindi.

Markmið að nemendur:

fræðist um náttúruna og fjölbreytileika hennar

læri að afla sér þekkingar á náttúrunni

geri sér grein fyrir því hvaða breytingar í náttúrunni má tengja

árstíðaskiptum

geri sér grein fyrir forsendum lífs og læri að bera virðingu fyrir lífríkinu

læri um fugla og fiska

framkvæmi ýmsar tilraunir um hljóð og kraft og viðnám

fræðist um mikilvægi umhverfisverndar

fræðist um mikilvægi orkusparnaðar

tileinki sér að vera virkir þátttakendur í verndun umhverfis

kynnist endurvinnslu, flokkun og leið úrgangsins í kerfinu

tileinki sér umhverfisstefnu Hofsstaðaskóla (sjá heimasíðu)

Leiðir: Námsefnið er unnið á fjölbreyttan hátt t.d. unnið í hópum, farið í

vettvangsferðir, unnið í lotum. Útikennsla, tilraunavinna, þemavinna,

hópvinna, paravinna o.fl.

Nemendur vinna þemaverkefni um fiska.

Umhverfismennt er tengd ýmsum námsgreinum. Verið er að fást við

viðfangsefni hennar í öllu skólastarfi til dæmis í mötuneyti, á göngum og

á skólalóð. Í fiskaverkefninu afla nemendur sér upplýsinga um ýmsar

tegundir fiska í ólíkum miðlum.

Námsefni: Náttúran allan ársins hring, Sorpið okkar, efni sem tengist

umhverfismennt og endurvinnslu, valdar tilraunir úr ýmsum áttum og

margs konar ítarefni s.s. myndbönd, forrit og veraldarvefurinn.

Námsmat: Kannanir, vinnubók og verkefnavinna. Tekið er mið af virkni,

áhuga, vinnusemi, samvinnuhæfni og vandvirkni og birtist í

Námsframvindu í Mentor.

Page 7: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

1

ENSKA 4. BEKKUR

Kennarar: Ágústa Steinarsdóttir, Guðrún Pálsdóttir og Hrönn Kjærnested

Tímafjöldi: Ein kennslustund á viku.

Markmið að nemendur:

byggi upp einfaldan orðaforða

þjálfist í hlustun og skilningi

fái hvatningu til að tala ensku

fái áhuga á að læra ensku

þjálfist í að nota tungumálið t.d. með því að samþætta ensku þeim

viðfangsefnum sem þau vinna með hverju sinni

öðlist jákvæðni í garð tungumálsins

Leiðir: Umræður þar sem reynt er að virkja nemendur til að tjá sig á

ensku. Hópa og paravinna þar sem unnin eru margvísleg verkefni, leikir

og sjálfstæð verkefnavinna. Sungið, lesnar bækur auk vinnu í tölvum.

Námsefni: Bókin Portfolio – Work Out er til grundvallar auk hlustunarefnis

sem henni fylgir. Ítarefni er Dickory og ýmis verkefni sem kennari kemur

með. Auk þess er enskan samþætt inn í ýmsar greinar og þemu yfir

veturinn.

Námsmat: Markmiðabundið námsmat í Námsframvindu í Mentor.

Page 8: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

1

HEIMANÁM 4. BEKKUR

Áherslur í heimalestri:

nemendur lesa upphátt í a.m.k.15 mín. í senn og skrifa orð eða

setningar úr lesnum texta 5 – 7 sinnum í viku

allur lestur er skráður í Skólakompu og sá sem hlustar kvittar fyrir

ástundun er skráð í Mentor

Heimanám:

stærðfræði

íslenskuverkefni t.d. bókmenntir, ljóð eða ritun

skrift

önnur verkefni

Heimanám fer heim á miðvikudegi í hverri viku. Því skal skilað eigi síðar

en á þriðjudeginum í vikunni þar á eftir. Umsjónarkennarinn skráir

heimavinnuætlun í Mentor á þann dag sem á að skila því.

Page 9: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

1

UPPLÝSINGA- OG TÆKNIMENNT 4. BEKKUR

Með kennslu í upplýsingamennt er lögð áhersla á að kenna nemendum

aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum

við annað nám.

Tölvur , vélritun og tölvufærni Kennarar: Umsjónarkennarar og Ragna Jóhannsdóttir (tölvufærni á

námskeiði).

Tímafjöldi: Ein kennslustund á viku. Auk þess er tölvufærni kennd á

námskeiðum þar sem árganginum er skipt í sex hópa og fær hver hópur

eina kennslustund í senn í samtals 6-7 skipti.

Markmið að nemendur:

fylgist vel með í kennslustundum og fari eftir fyrirmælum

séu vinnusamir

gangi vel um og fylgi reglum sem gilda í tölvustofunni

átti sig á mikilvægi þess að halda lykilorðinu sínu leyndu

skipuleggi heimasvæðið sitt, búi til möppu og vistað

skeyti mynd í texta, stækki hana og minnki

opni vafra og þekki helstu aðgerðahnappa s.s. afturábak, áfram

og heim

leiti eftir efnisorðum á vef (noti leitarvélar)

sæki texta og myndir á netið og skeyti í skjöl

þekki helstu reglur um örugga netnotkun, netorðin fimm (SAFT)

búi til einfalda margmiðlunarkynningu með texta, mynd og hljóði

lesi skólapóst og sendi póst til kennara og samnemenda

skrái sig inn í Mentor og fylgist með upplýsingum

sitji rétt við vinnu á lyklaborð og beiti sér rétt

þekki alla heimalyklana (a,s,d,f,j,k,l,æ)

noti rétta fingrasetningu

kunni að gera kommu yfir stafi (broddstafi).

kunni og noti skiptihnappinn (shift) til að gera stóra stafi

noti rétta fingrasetningu

nái hraðaviðmiði sem er 60 slög á mínútu

Þekki og geti notað forritið Scratch

Page 10: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

2

Leiðir: Nemendur fara í tölvustofu með umsjónarkennara einu sinni í viku

allan veturinn. Í þeim tímum er lögð áhersla á að nota kennsluforrit og

vefi og flétta tölvunotkunina og verkefnin við sem flestar námsgreinar.

Nemendur vinna verkefni bæði sjálfstætt og með leiðsögn kennara.

Þá vinna nemendur verkefni í ritvinnslu, kynnast betur netnotkun og

læra um öryggi á netinu.

Nemendum eru úthlutað eigin aðgangs- og lykilorði í skólanum. Þeir

eiga sitt eigið heimasvæði og fá sitt eigið netfang og vefpóst.

Nemendur nýta sér vefina Fingrafimi og Fingraleiki til þjálfunar á

lyklaborði. Kennarar fylgjast með framvindu. Að auki eru nemendur

hvattir til að nota alltaf rétta fingrasetningu þegar þeir eru að vinna við

tölvu.

Námsefni: Upplýsingatækni fyrir yngsta stig og Word verkefni (vefur

Námsgagnastofnunar), SAFT- Örugg netnotkun (http://saft.is), Microsoft

Web Access- vefpóstur – kennsluhefti (Á vef skólans), kennsluforrit, ýmsir

vefir og netverkefni. Kennsluforritið og vefirnir Fingrafimi og Fingraleikir.

Forritið Scratch.

Námsmat: Námsmat birtist í námsframvindu í Mentor (tölvukennsla,

tölvufærni og vélritun).

Page 11: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

1

TEXTÍLMENNT 4. BEKKUR

Kennari: Ester Jónsdóttir.

Tímafjöldi: Textílmennt er kennd á námskeiðum. Árganginum er skipt í 5

hópa og fær hver hópur tvisvar sinnum tvær kennslustundir á viku, 13

skipti.

Markmið að nemendur:

vinni verkefni í prjóni

vinni verkefni í vélsaum

vinni sjálfstætt með litarval, hönnun og útfærslu

Leiðir: Nemendur vinna verkefni undir leiðsögn kennara þar sem leitast

er við að efla sköpunarhæfileika og sjálfstraust þeirra.

Námsmat: Verkefni nemenda eru lögð til grundvallar námsmati ásamt

áhuga, sjálfstæði, verklagni, hegðun og vinnusemi. Í lok námskeiðs er

markmiðabundið námsmat í Námsframvindu í Mentor.

Page 12: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

5

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

1

SMÍÐI 4. BEKKUR

Kennari: Sædís Arndal.

Tímafjöldi: Smíði er kennd á námskeiðum. Árganginum er skipt í fimm

hópa og fær hver hópur tvisvar sinnum tvær kennslustundir á viku, 13

skipti.

Markmið að nemendur:

temji sér viðeigandi umgengni og vinnureglur smíðastofunnar

nái undirstöðuatriðum í hönnun og smíði og noti við það

algengustu handverkfæri

vinni með tré, málma, plast, málningu o.fl. efni

teikni og búa til snið, vinni með verkefni út frá eigin hugmyndum

auk skylduverkefna

kynnist nýsköpun og hugmyndavinnu. Er rusl alltaf rusl, getum við

búið eitthvað til úr rusli? Fræðast um að góð hugmynd getur

orðið að miklu stærra verkefni, eins og t.d. Latibær og íslensk

húsgagnahönnun

Leiðir: Bein kennsla, verklegar aðferðir og sýnikennsla. Nemendur fást

við raunveruleg viðfangsefni. Nemendur nota flest handverkfæri og

einfaldar, hættulitlar vélar s.s. borvél.

Námsmat: Í lok námskeiðs er markmiðabundið námsmat í

Námsframvindu í Mentor.

Page 13: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

1

HEIMILISFRÆÐI 4. BEKKUR

Kennari: Guðrún Pálsdóttir.

Tímafjöldi: Heimilisfræði er kennd á námskeiðum. Árganginum er skipt í

fimm hópa og fær hver hópur tvisvar sinnum tvær kennslustundir á viku í

13 skipti eða 26 kennslustundir.

Markmið að nemendur:

þekki alla flokka fæðuhringsins

viti muninn á heimatilbúnum réttum og aðkeyptum

læri að leggja á borð og sitja til borðs

læri að matreiða einfalda rétti og baka

temji sér skipulögð vinnubrögð og góðan frágang

kunni að fara með grænmeti, ávexti og korn

læri að nota rafmagnstæki

læri að þvo upp og ganga frá

Leiðir: Heimilisfræði er verklegt og bóklegt nám. Með heimilisfræði

viljum við glæða áhuga nemenda á næringar- og hollustuháttum í

fæðuvali og samstarfi fjölskyldunnar við rekstur heimilisins. Einnig er lögð

áhersla á gildi hollustu og góðs fæðuvals svo og mikilvægi þess að

heimilisstörf séu samstarf allrar fjölskyldunnar. Leitast er við að gera

bæði drengi og stúlkur jafnvirk og jafnhæf til heimilisstarfa.

Nemendur læra að matreiða hráefni úr mismunandi fæðuflokkum og

baka kökur og brauð. Lögð er áhersla á að þeir vinni skipulega og

gangi frá eftir að matreiðslu lýkur.

Námsefni: Hollt og gott, Heimilisfræði fyrir 4. bekk. Fæðuhringurinn og

veggspjöld. Vöruumbúðir.

Námsmat: Í lok námskeiðs er markmiðabundið námsmat í

Námsframvindu í Mentor.

Page 14: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

1

MYNDMENNT 4. BEKKUR

Kennari: Sólrún Guðbjörnsdóttir.

Tímafjöldi: Myndmennt er kennd á námskeiðum. Árganginum er skipt í

fimm hópa og fær hver hópur tvær kennslustundir á viku, 13 skipti,

samtals 26 kennslustundir.

Markmið að nemendur:

auki þroska sinn, þjálfi hug og hönd, tjái hugmyndir sínar, reynslu og

þekkingu í margskonar efnivið

efli hugmyndaflug, sköpunarhæfileika, sjálfstraust og sjálfstæði

auki þekkingu á gildi sköpunar í umhverfi og menningu

skynji og skilji boðskap myndmáls í daglegu lífi

kynnist fjölbreyttum aðferðum til sköpunar

hlúi að og efli hæfileika í sjálfstæðri sköpun

auki þekkingu við meðhöndlun lita og litameðferðar

Leiðir: Helstu viðfangsefni eru ýmist tvívíð og þrívíð verkefni þar sem

formfræði, myndbygging, litafræði, mótun og kynning á list og

listmenningu verða tekin fyrir. Sérstök áhersla verður lögð á fjarvídd,

formfræði, myndbyggingu, ljós og skugga, andstæða liti og

litablöndun. Yfirfærsla tvívíddar yfir í þrívídd. Listasaga: Kristín Jónsdóttir

og kyrralífsmyndir hennar sérstaklega kynntar.

Námsmat: Verkefni nemenda eru lögð til grundvallar námsmati ásamt

áhuga, sjálfstæði, verklagni, hegðun og vinnusemi. Í lok námskeiðs er

markmiðabundið námsmat í Námsframvindu í Mentor.

Page 15: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

1

TÓNMENNT 4. BEKKUR

Kennari: Unnur Þorgeirsdóttir.

Tímafjöldi: Ein kennslustund á viku og 20 mín. á viku í samsöng.

Markmið að nemendur:

syngi í hópi fjölbreytt sönglög, íslensk og erlend

vinni með röddina

þekki og leiki á skólahljóðfæri og fá aukna færni í slagverkstækni

flytji tónlist, lög og stef eftir minni, heyrn og nótnatáknum

vinni með púls, hryn, sterkt, veikt, form, tónblæ og túlkun

læri um tónskáld (Bach og Jón Leifs)

þekki nokkra tónlistarstíla og þekki hermitónlist

semji einföld mynstur á skólahljóðfæri

skilji þýðingu tónlistarskráningar og vinna með hana

Leiðir: Sönglög verða kennd ýmist út frá texta, laglínu eða hljómfalli.

Aukin áhersla á raddþjálfun og hreinan söng. Hlustun er rauður þráður í

öllu tónlistarnámi og engin tónlistarvinna fer fram án virkrar hlustunar. Í

gegnum skólahljóðfæri verður samhæfing nemandans æfð, að koma

inn á réttum stað og hlusta á aðra. Skapandi einstaklings- og hópvinna

þar sem samin verða hljóðverk og leikverk í fyrirfram gefnu formi og þau

skráð. Áhersla verður lögð á að koma fram ýmist einn eða í hópi.

Námsgögn: Skólahljóðfæri, hljóðgjafar, geisladiskar, verkefnabókin

tónmennt 3. hefti, Það var lagið, Það er gaman að hlusta á hermitónlist.

Námsmat: Skráð í námsframvindu í Mentor í lok annar.

Page 16: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

1

ÍÞRÓTTIR OG SUND 4. BEKKUR

Íþróttir Kennarar: Hreinn Októ Karlsson 4. AH og 4. HK, Guðrún Arna

Sigurðardóttir 4. ÁS.

Tímafjöldi: Tvær kennslustundir á viku.

Markmið að nemendur:

þjálfist í grófhreyfingum, fínhreyfingum, samsettum hreyfingum

og að tengja saman ýmsar gróf- og fínhreyfingar

taki þátt í og læri nokkra leiki sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og efla

samspil skynjunar

þjálfist í leikæfingum helstu íþróttagreina

taki þátt í leikjum sem efla líkamsþol, kraft, hraða og viðbragð

taki þátt í æfingum og leikjum sem innihalda tjáningu tilfinninga og

sköpun

kynnist viðbrögðum sínum við mismunandi áreynslu

tileinki sér jákvæð samskiptaform eins og hvatningu og hrós

tileinki sér markvissa öndun við slökun og geti sagt frá upplifun sinni

við íhugun

taki þátt í umræðu um gildi hreyfingar fyrir sál og líkama

öðlist þekkingu á starfsemi líkamans í tengslum við hreyfingu og

ástundun íþrótta

læri heiti helstu líkamsæfinga og heiti yfir helstu hreyfingar

tileinki sér réttar reglur í leikjum og geti skorið úr ágreiningi ef upp

kemur

læri að bera virðingu fyrir þörfum annarra og mismunandi getu

þeirra

Leiðir: Með ýmsum leikjum með og án bolta, stöðvaþjálfun,

áhaldahringjum, hlaupi og dansi.

Námsmat: Í lok annar er markmiðabundið námsmat í Námsframvindu í

Mentor.

Sund Kennari: Hreinn Októ Karlsson 4.ÁS(drengir) 4.HK(drengir) og

Ragnheiður Þórdís Ragnarsdóttir 4.AH(stúlkur), 4.AH(drengir)og

4.HK(stúlkur) og Guðrún Arna Sigurðardóttir 4.ÁS (stúlkur)

Tímafjöldi: Kennt verður einu sinni í viku kynjaskipt allan veturinn ca. 34 –

36 tímar.

Markmið að nemendur:

þjálfi þol og þrek með langsundi í bringusundi og skriðsundi

fái frekari kennslu í sundaðferðunum fjórum: bringu-, skólabak-,

baksundi og skriðsundi.

Page 17: ÍSLENSKA 4. BEKKUR · 2015. 11. 2. · Námsvísir 2015-2016 4. bekkur 1 ÍSLENSKA 4. BEKKUR Kennarar: Umsjónarkennarar, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Einarsdóttir

Námsvísir 2015-2016

4. bekkur

2

æfi stungur og hópleiki

fái þjálfun í að fylgja öryggisatriðum sundstaða

Námsmat: IV sundstig, samræmd markmið í 4. bekk

Prófatriði og útskýringar við 4. sundstig

A. 25 fimm metra bringusund

B. 15 metra skólabaksund

C. 12 metra skriðsund með eða án hjálpartækja

D. 12 metra baksund með eða án hjálpartækja

E. Flugsundsfótatök með eða án hjálpartækja

F. Stunga úr kroppstöðu af bakka eða stiga

Í lok námskeiðs er markmiðabundið námsmat í Námsframvindu í

Mentor.