stykkishólms-pósturinn 5. júlí 2012

4
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 26. tbl. 19. árg. 5. júlí 2012 10 ár með Bláfána Þriðjudaginn 3. júlí var Bláfáninn afhentur og honum flaggað við Stykkishólmshöfn í 10 skipti. Fáninn er sem fyrr vitnisburður um að kappkostað er að vernda umhverfið, tryggja öryggi gesta og góða aðstöðu við Stykkishólmshöfn og veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd. Guðmundur Ingi Guðbrandsson fram- kvæmdastjóri Landverndar afhenti bæjarstjóra bláfánann og viðurkenningarskjal þar að lútandi og flaggaði Hrannar hafnarvörður fánanum í glampandi sól. Það eru 3946 staðir í heiminum sem flagga bláfánanum og Stykkishólmur er þar á meðal. Guðmundur vék í máli sínu að Earth Check verkefni Snæfellinga og hvatti til þess að öll sveitarfélögin á Snæfellsnesi sem taka þátt í Earth Check verkefninu að sækja um bláfánan líka. En hann taldi að það ætti að vera keppikefli íslenskra hafna að geta flaggað bláfánanum á sumrin. Landvernd mun næstu tvö árin kappkosta að fjölga bláfánahöfnum á Íslandi og mun í því samhengi leita í reynslubanka Stykkishólms til að framfylgja því ætlunarverki. am Lúpínusláttur að hefjast Nú er hafið þriðja sumarið þar sem unnið er kerfisbundið að því að slá lúpínu og kerfil. Þegar skoðuð eru tilraunasvæði ofan við Nýræktina má vel sjá árangur af mismunandi aðferðum í verkefninu. Alls eru 18 reitir þar sem borinn er saman árangur sláttar, eitrunar og engra aðgerða. Má glöggt sjá að þar sem slegið hefur verið eða eitrað þar er lúpínan lágvaxnari og þekur flötinn ekki jafnvel og þar sem ekkert hefur verið aðhafst. Á svæðunum þar sem slegið hefur verið er einnig meira um að gras og annar gróður hafi náð sér á strik. Róbert Stefánsson á Náttúrstofu Vesturlands heldur utan um verkefnið, en Áhaldahús Stykkishólmsbæjar er þessa dagana að hefja slátt á lúpínunni í bæjarlandinu og að þessu sinni verður byrjað á því svæði sem endað hefur verið á s.l. tvö ár. Svo virðist sem þau svæði sem endað hefur verið á s.l. 2 ár komi betur út - og af því má draga þá ályktun að það sé síst verra að slá eitthvað seinna en áður var haldið. Áhaldahúsið hefur slegið kerfil í sumar en hlé verður á kerfilsslætti á meðan á lúpínuslættinum stendur. am Viljayfirlýsing undirrituð Í apríl 2011 var skipuð nefnd sem skyldi endurskoða starfsemi HVE í Stykkishólmi og var ætlað að fjalla um framtíð háls- og bakdeildar og samspil við aðra starfsemi á staðnum. Nefndin var skipuð helstu hagsmunaaðilum, með fulltrúum frá velferðarráðuneyti, HVE og Stykkishólmsbæ. Nefndin skilaði velferðarráðherra tillögum sem hafa það markmið að samþætta þjónustu við eldri borgara á einum stað, bæta aðstöðu og með samrekstri allra eininga draga úr rekstrarkostnaði. Sérstökum verkefnahópi undir forystu velferðarráðuneytisins var falið að fjalla um framkvæmdir og áttu allir ofangreindir aðilar fulltrúa í hópnum. Miðvikudaginn 4. júlí urðu þau ánægjulegu tímamót að undirrituð var viljayfirlýsing af hálfu Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, Guðjóns Baldurssonar forstjóra HVE og undirritaðs, forseta bæjarstjórnar. Í viljayfirlýsingunni felst að lokið verður gerð aðalteikninga þar sem gerðar eru þær breytingar sem gera þarf á húsnæði HVE svo af ofangreindum markmiðum geti orðið. Undirritunin staðfestir sömuleiðis það góða samstarfs sem verið hefur milli aðila þessa máls um framgang þess. Gerð aðalteikninga er forsenda þess að unnt sé að leita heimildar fjármálaráðuneytis til fullnaðarhönnunar og vinnslu útboðsgagna. Einnig þurfa að liggja fyrir rekstrarfyrirkomulag og rekstrarforsendur áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Vonandi, fyrir okkur Hólmara, liggur jákvæð niðurstaða fyrir í þessu stóra máli sem fyrst. Lárus Ástmar Hannesson, forseti bæjarstjórnar Fjöldi gesta á tjaldsvæðinu Gestakomur á tjaldsvæðið í Stykkishólmi fara vel af stað því í ár eru þær fleiri en í fyrra. Án nokkurs vafa spilar veðrið þarna inn í, en júní í fyrra var frekar kaldur á móti júní nú sem var hinn þurrviðrasamasti frá upphafi mælinga í Stykkishólmi. am 2012 Mánuður Gestkomur Gistinætur Maí 95 164 Júní 1.709 2.337 Samtals 1.860 2.577 2011 Mánuður Gestkomur Gistinætur Maí 97 115 Júní 1.509 2.097 Júlí 4.725 7.336 Ágúst 3.149 4.556 Samtals 9.480 14.104 Svipmyndir úr bæjarlífinu á: www.stykkisholmsposturinn.is Við erum líka á Facebook!

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 22-Mar-2016

234 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Bæjarblað Hólmara frá 1994

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 5. júlí 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 26. tbl. 19. árg. 5. júlí 2012

10 ár með BláfánaÞriðjudaginn 3. júlí var Bláfáninn afhentur og honum flaggað við Stykkishólmshöfn í 10 skipti. Fáninn er sem fyrr vitnisburður um að kappkostað er að vernda umhverfið, tryggja öryggi gesta og góða aðstöðu við Stykkishólmshöfn og veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd. Guðmundur Ingi Guðbrandsson fram-kvæmdastjóri Landverndar afhenti bæjarstjóra bláfánann og viðurkenningarskjal þar að lútandi og flaggaði Hrannar hafnarvörður fánanum í glampandi sól. Það eru 3946 staðir í heiminum sem flagga bláfánanum og Stykkishólmur er þar á meðal. Guðmundur vék í máli sínu að Earth Check verkefni Snæfellinga og hvatti til þess að öll sveitarfélögin á Snæfellsnesi sem taka þátt í Earth Check verkefninu að sækja um bláfánan líka. En hann taldi að það ætti að vera keppikefli íslenskra hafna að geta flaggað bláfánanum á sumrin. Landvernd mun næstu tvö árin kappkosta að fjölga bláfánahöfnum á Íslandi og mun í því samhengi leita í reynslubanka Stykkishólms til að framfylgja því ætlunarverki. am

Lúpínusláttur að hefjast

Nú er hafið þriðja sumarið þar sem unnið er kerfisbundið að því að slá lúpínu og kerfil. Þegar skoðuð eru tilraunasvæði ofan við Nýræktina má vel sjá árangur af mismunandi aðferðum í verkefninu. Alls eru 18 reitir þar sem borinn er saman árangur sláttar, eitrunar og engra aðgerða. Má glöggt sjá að þar sem slegið hefur verið eða eitrað þar er lúpínan lágvaxnari og þekur flötinn ekki jafnvel og þar sem ekkert hefur verið aðhafst. Á svæðunum þar sem slegið hefur verið er einnig meira um að gras og annar gróður hafi náð sér á strik. Róbert Stefánsson á Náttúrstofu Vesturlands heldur utan um verkefnið, en Áhaldahús Stykkishólmsbæjar er þessa dagana að hefja slátt á lúpínunni í bæjarlandinu og að þessu sinni verður byrjað á því svæði sem endað hefur verið á s.l. tvö ár. Svo virðist sem þau svæði sem endað hefur verið á s.l. 2 ár komi betur út - og af því má draga þá ályktun að það sé síst verra að slá eitthvað seinna en áður var haldið. Áhaldahúsið hefur slegið kerfil í sumar en hlé verður á kerfilsslætti á meðan á lúpínuslættinum stendur. am

Viljayfirlýsing undirrituðÍ apríl 2011 var skipuð nefnd sem skyldi endurskoða starfsemi HVE í Stykkishólmi og var ætlað að fjalla um framtíð háls- og bakdeildar og samspil við aðra starfsemi á staðnum. Nefndin var skipuð helstu hagsmunaaðilum, með fulltrúum frá velferðarráðuneyti, HVE og Stykkishólmsbæ. Nefndin skilaði velferðarráðherra tillögum sem hafa það markmið að samþætta þjónustu við eldri borgara á einum stað, bæta aðstöðu og með samrekstri allra eininga draga úr rekstrarkostnaði. Sérstökum verkefnahópi undir forystu velferðarráðuneytisins var falið að fjalla um framkvæmdir og áttu allir ofangreindir aðilar fulltrúa í hópnum.Miðvikudaginn 4. júlí urðu þau ánægjulegu tímamót að undirrituð var viljayfirlýsing af hálfu Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, Guðjóns Baldurssonar forstjóra HVE og undirritaðs, forseta bæjarstjórnar. Í viljayfirlýsingunni felst að lokið verður gerð aðalteikninga þar sem gerðar eru þær breytingar sem gera þarf á húsnæði HVE svo af ofangreindum markmiðum geti orðið. Undirritunin staðfestir sömuleiðis það góða samstarfs sem verið hefur milli aðila þessa máls um framgang þess.Gerð aðalteikninga er forsenda þess að unnt sé að leita heimildar fjármálaráðuneytis til fullnaðarhönnunar og vinnslu útboðsgagna. Einnig þurfa að liggja fyrir rekstrarfyrirkomulag og rekstrarforsendur áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Vonandi, fyrir okkur Hólmara, liggur jákvæð niðurstaða fyrir í þessu stóra máli sem fyrst.

Lárus Ástmar Hannesson, forseti bæjarstjórnar

Fjöldi gesta á tjaldsvæðinuGestakomur á tjaldsvæðið í Stykkishólmi fara vel af stað því í ár eru þær fleiri en í fyrra. Án nokkurs vafa spilar veðrið þarna inn í, en júní í fyrra var frekar kaldur á móti júní nú sem var hinn þurrviðrasamasti frá upphafi mælinga í Stykkishólmi. am

2012Mánuður Gestkomur GistinæturMaí 95 164Júní 1.709 2.337Samtals 1.860 2.5772011Mánuður Gestkomur GistinæturMaí 97 115Júní 1.509 2.097Júlí 4.725 7.336Ágúst 3.149 4.556Samtals 9.480 14.104

Svipmyndir úr bæjarlífinu á:www.stykkisholmsposturinn.is

Við erum líka á Facebook!

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 5. júlí 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 26. tbl. 19. árgangur 5.júlí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Stykkishólms-sprettur, úrslit og umfjöllunSunnudaginn 1. júlí sl. fór fram fyrsta þríþrautarkeppnin í Stykkishólmi þegar Þríþrautadeild Umf.Snæfells (3SNÆ) hélt sína fyrstu keppni, Stykkishólms-sprettinn, sem samanstóð af 400m sundi, 10km hjóli og 2,7km hlaupi. Skráning í keppnina fór rólega af stað og því átti upphaflega að fara einfalda leið við tímatöku enda deildin fámenn og með lítil fjárráð. Nokkrum dögum fyrir keppni kom svo góður kippur í skráninguna og því góð ráð dýr. Með hjálp góðra aðila hér í Hólminum náðist að fjármagna tímatökukerfi tveimur dögum fyrir keppni og fá þeir aðilar miklar þakkir fyrir stuðninginn. Það fór því svo að í fyrstu keppni 3SNÆ var notaður fullkominn tímatökubúnaður frá ÞRÍKÓ í Kópavogi sem sendu að auki 3ja manna sveit til að sjá um herlegheitin. 3SNÆ félagar gátu því andað léttar og sinnt öðrum mikilvægum störfum sem sinna þurfti í kringum keppnina auk þess sem þátttakendur voru himinsælir með þessa ráðstöfun, enda alvöru keppni á ferðinni. Það voru 29 keppendur sem hófu keppni (11 konur og 18 karlar), einn þurfti frá að hverfa vegna meiðsla eftir að hafa lokið sundi og hjóli en 28 keppendur luku keppni, þar af voru þrír Hólmarar en hinir 25 komu að frá þríþrautardeildum víðs vegar af landinu.

Fyrsti karl í mark var Stefán Guðmundsson frá 3SH/Team Tri á tímanum 32.16.4 og fyrsta kona í mark var Nanna Jónsdóttir frá Ægir3 á tímanum 39.45.1. Keppt var í fjórum flokkum og

voru aldursflokkaúrslit eftirfarandi:Konur 16-39 ára: Félag: Lokatími:1. Sæti: Nanna Jónsdóttir Ægir3 39:45.12. Sæti: Stefanie Gregersen 3SH 40:11.43. Sæti: Margrét Pálsdóttir Ægir3 40:42.0Karlar 16-39 ára: Félag: Lokatími:1. Sæti: Stefán Guðmundsson 3SH/Team Tri 32:16.42. Sæti: Rúnar Örn Ágústsson Ægir3 33:49.53. Sæti: Viðar Bragi Þorsteinsson ÞRÍKÓ 34:45.2Konur 40 ára og eldri: Félag: Lokatími:1. Sæti: Sigrún Björg Ingvadóttir Ægir3 43:39.92. Sæti: Íris Huld Sigurbjörnsdóttir 3SNÆ 47:16.13. Sæti: Dóra Aðalsteinsdóttir UMFG 55:54.3Karlar 40 ára og eldri: Félag: Lokatími:1. Sæti: Steinn Jóhannsson 3SH 34:29.32. Sæti: Guðmundur Þorleifsson 3SH 37:44.83. Sæti: Rafnkell Jónsson 3N/UMFN 37:50.4Keppnin fór vel fram, aðstæður voru góðar og veður með besta móti og ekki annað að heyra en að keppendur færu héðan sáttir með sól í sinni og gleði í hjarta, enda kvöddu flestir með orðunum „Takk fyrir mig og sjáumst aftur á næta ári“ sem hlýtur að gefa góð fyrirheit um að þessi viðburður sé kominn til að vera hjá okkur Hólmurum.Ég vil fyrir hönd 3SNÆ þakka fyrirtækjum og einstaklingum í Stykkishólmi og annarsstaðar fyrir einstaklega góðar móttökur þegar við leituðum eftir stuðningi, styrk og verðlaunum. Allir sem við leituðum til tóku vel á móti okkur og létu eitthvað af hendi rakna enda voru vinningar í keppninni virkilega veglegir.Að endingu vil ég þakka keppendum fyrir komuna, áhorfendum fyrir góða hvatningu og fjölmörgu aðstoðarfólki kærlega fyrir hjálpina og vona að við sjáum alla og fleiri til að ári J

Með þríþrautarkveðju,Íris Huld Sigurbjörnsdóttir,

Formaður 3SNÆ

Danskir dagar 2012Undirbúningsnefnd Danskra daga hefur ekki setið auðum höndum síðustu vikur. Þrátt fyrir hávær hlátrasköll og mikla kátínu á fundum þá höfum við náð að setja fjölmargar hugmyndir á blað og erum við að ná að setja saman fjölbreytta dagskrá fyrir allan aldur. Þar sem veðurguðirnir munu leika við okkur þessa helgi þá ætlum við okkur að þjófstarta og bjóða upp á notalega og ljúfa tóna undir berum himni á fimmtudagskvöldinu. Yngsta kynslóðin getur tekið daginn snemma á laugardeginum og tekið þátt í Stubbahlaupi á meðan eldri hópurinn mætir í grunnskólann á töfrabragðanámskeið eða lærir eitt og annað í parkour. Keppt verður um titilinn Sterkasti Hólmarinn og þeir sem vilja rölta um bæinn geta kíkt við í markaðstjaldinu eða á skottmarkað og svo verður hægta að flatamaga í sundlauginni þar sem boðið verður upp á salsastemmningu. Þetta er þó einungis smá brot af því sem í boði verður og verða þeir allra spenntustu að taka á honum stóra sínum og bíða rólegir.Við höfum mikinn áhuga á að safna saman skemmtilegum ljósmyndum frá Dönskum dögum síðustu ára og hafa til sýnis á hátíðarhelginni. Þeir sem eiga myndir frá hinum ýmsu hátíðum geta sent þær á netfang hátíðarinnar, [email protected] eða komið þeim til okkar í undirbúningsnefndinni. Allar upplýsingar um hátíðina má finna á danskirdagar.wordpress.com

Undirbúningsnefndin

Skýrsla vinnuhóps um gönguleiðirS.l. haust samþykkti bæjarráð að skipa vinnuhóp sem fjalla skyldi um „Framtíðarskipulag gönguleiða, stíga og leikvalla í landi Stykkishólmsbæjar“ Vinnuhópurinn skilaði skýrslu sinni sem unnin var frá janúar til maí á þessu ári til bæjaryfirvalda og hefur henni nú verið komið fyrir á vef bæjarins en ætlunin er að halda kynningarfund um skýrsluna í haust. Af mörgu er að taka í skýrslunni en hún er vel unnin og nýtist bænum bæði við fjárhagsáætlunargerð og forgangsröðunar verkefna að sögn Gyðu Steinsdóttur bæjarstjóra. Lagt er til í skýrslunni að taka til við endurbætur í nokkrum áföngum og er leiksvæðum skipt í flokka eftir aldurshópum og göngustígum innan og utan þéttbýlis gerð góð skil. Vönduð vinna vinnuhópsins sem skipaður var Inga Berg Ingasyni formanni, Hrefnu Frímannsdóttur og Írisi Huld Sigurbjörnsdóttur ásamt varafulltrúunum Herði Karlssyni, Steinunni Helgadóttur og Hjörleifi K. Hjörleifsyni er aðalsmerki skýrslunnar og inniheldur hún framsæknar hugmyndir um frekari uppbyggingu umfram hina hefbundnu göngustíga og leiksvæði bæjarins. Í samantekt segir m.a.: „Við yfirferð á leikvöllum og leiksvæðum bæjarins kom berlega í ljós að virkileg þörf er á endurbótum og markvissri uppbyggingu. Varðandi gangstéttir innanbæjar þá er brýnt að fljótlega verði farið skipulega í úrbætur við fjölfarnar götur og svæði til að bæta ástand og ásýnd þeirra. Stykkishólmur er staðsettur yst á nesi og dreifist byggðin um misháar klettaborgir sem setur ákveðnar skorður við útfærslu á gönguleiðum. Núverandi slóðar og stígar liggja um klettaborgir, mýrarsvæði og móa. Engu að síður sá vinnuhópurinn marga skemmtilega möguleika fyrir góðar leiðir sem auðvelt er að tengja saman og gera þannig mislangar hringleiðir umhverfis og út frá bænum. Landslagið gerir yfirferð yfir ákveðin hverfi í bænum erfiða fyrir ákveðna hópa, s.s. eldri borgara og þá sem eiga erfitt með gang . Því leggur vinnuhópurinn til að bekkjum og/eða áningarstöðum verði fjölgað markvisst.“ Hópurinn leggur m.a. til að byggður verði upp útvistarhringur með æfingastöðvum og er það mat vinnuhópsins að æfingastöðvarnar væru góð viðbót við möguleika fólks til fjölbreytilegrar hreyfingar og þar með bættrar lýðheilsu. am

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 5. júlí 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 26. tbl. 19. árgangur 5.júlí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Leikskóli á leið í fríÞað styttist í sumarlokun í leikskólanum en undanfarið hafa börnin m.a. verið við heyskap í veðurblíðunni.Leikskólakonur hinsvegar verða með kökubasar föstudaginn 6 júlí klukkan 16:00. Þar verða einnig til sölu sturtuhandklæði og matreiðslubækurnar sívinsælu. Kökubasarinn er liður í fjáröflun vegna námsferðar til London í haust þar sem leikskólakonur ætla að fara á námsgagnasýningu og ýmsa fyrirlestra á vegum Breskrar kennarasamtaka, TES. Ferðasjóður leikskólans er með sölusíðu á www.facebook.com þar sem sjá má þann varning sem seldur er fyrir þessa ferð og einnig verður sölubás í tjaldi á dönskum dögum í ágúst. am

Óska eftir íbúð til leigu frá og með 1. september. Vinsamlegast hafið samband í síma 893-1558 eða á netfangið [email protected], Kristín Rós.

Óska eftir íbúð til leigu í Stykkishólmi, reglusemi heitið. upplýsingar í síma 8203247 (Karl)

Smáauglýsingar

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Frá Daglega. Stykkishólmi 9:00 15:45 Brjánslæk 12:15 19:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Ferjan Baldur Sumaráætlun frá 10. júní - 26. ágúst 2012

www.saeferdir.is

Hótel Egilsen Eins og vikið hefur verið að í fyrri tölublöðum þá hefur nýtt hótel opnað í hinu sögufræga Egilshúsi í Stykkishólmi. Það er Gistiver ehf sem á og rekur Hótel Egilsen og er óhætt að segja að vel hefur tekist til með breytingar á húsinu ekki síður en umhverfi þess. 10 herbergi eru í hótelinu og salur á neðstu hæð. Sérlega vönduð rúm eru á hótelinu en dýnurnar eru unnar úr kókos og þykja afar heilnæmar. Baðherbergi er í hverju herbergi og hefur húsið nánast verið endurbyggt innan frá og má merkja það hversu vel húsið er einangrað en sérlega mikið var lagt upp úr hljóðeinangrun herbergja. Fullkomið eldvarnar- og slökkvikerfi er einnig í húsinu. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum á hótelinu í framtíðinni en að sögn Grétu hótelstjóra fer reksturinn mjög vel af stað. am

Líf á Plássinu

Gestum og gangandi í „miðbæ“ Stykkishólms Plássinu undanfarið hafa ekki farið varhluta af góðri stemningu á Plássinu sjálfu ekki síður en við Hafnarsvæðið. S.l. sunnudag lék norsk stórsveit undir stjórn Arne Björhei, sem bjó hér um árabil og stýrði tónlistarskólanum, fyrir framan Norska húsið og þótti leikur þeirra sérlega góður.

Frá s.l. mánudegi hefur verið mikið líf við höfnina enda stór hópur siglara og fleya þeirra hvar sem litið er. Það er Siglingasamband Íslands og Siglingadeild Snæfells sem standa fyrir æfingabúðum hér í

Hólminum og er vel hægt að gleyma sér við að horfa á Hólmarana sem þarna eru þátttakendur á sínum Topperum og gestina leika listir sínar á alls kyns bátum af ýmsum stærðum. am

Næstu 2 útgáfudagar Stykkishólms-Póstsins: 12. júlí og 2.ágúst

Siglinganámskeið- byrjar 9. júlí og stendur til 20. júlí.

Aldur er 9 ára og eldri.Verð. 7000kr.Fyrir hádegi 9-12 eða eftir hádegi 13 - 16Hafið samband við Unni Láru í síma 869 5181 - hringja eða senda sms.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 5. júlí 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 26. tbl. 19. árgangur 5.júlí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

SumartónleikarStykkishólmskirkju

ORGELSTYKKI5.júlí kl.20 Kvikmyndatónlist & KlassíkJónas Þórir orgel & Gréta Hergils sópran

8. júlí kl. 17Kjartan Sigurjónsson

10. júlí kl.20Jón Bjarnason

Lista- og menningarsjóður Stykkishólms

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

www.stykkisholmskirkja.isFacebook: Sumartónleikar Stykkishólmskirkju

Fylgist með okkur á Facebook!

Opið alla daga frá kl. 11:00www.narfeyrarstofa.is & Facebook

Sími 438-1119 [email protected]

Hlý og rómantísk Fagleg og freistandi

FÉLAGS OG SKÓLAÞJÓNUSTA SNÆFELLINGAKlettsbúð 4, 360 Hellissandi, Sími:430-7800, Opið virka daga kl.10-15:30

Grundarfjörður - StykkishólmsbærLaus störf í heimaþjónustu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfskrafti til að annast heimilishjálp í Grundarfjarðarbæ og StykkishólmsbæÆskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Vinnutími eftir samkomulagi.Laun greidd skv. samningum SDSFrekari upplýsingar veitir Berghildur Pálmadóttir, ráðgjafi í síma 430-7800 eða í tölvupósti, [email protected]

Umsóknir beristFélags- og skólaþjónustu SnæfellingaKlettsbúð 4, Hellissandi, sími 430 7800eða á netfangið [email protected]

Forstöðumaður