stykkishólms-pósturinn 31. janúar 2013

6
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 4. tbl. 20. árg. 31. janúar 2013 Þær láta sig ýmislegt varða félagskonurnar í Kvenfélagiu Hringnum hér í Stykkishólmi. Á dögunum komu þær færandi hendi í Ásbyrgi og færðu húsráðendum samlokugrill og straujárn til afnota í starfi hússins. Á myndinni tekur Hanna Jónsdóttir forstöðukona Ásbyrgis við gjöfunum úr höndum Þórhildar Pálsdóttur, Helgu Aðalsteinsdóttur og Ölmu Diego. Kvenfélagið kemur færandi hendi Framkvæmdir í gistirýmum Það er oft á þessum tíma að heppilegast er að standa í framkvæmdum, sér í lagi þegar framkvæmdirnar tengjast ferðamannaiðnaðinum. Það er því ekki að undra að nú sé verið að vinna á Hótel Stykkishólmi við endurbætur og í Sjávarborginni. Á hótel Stykkishólmi er verið að taka eldri álmuna í gegn. sögn Maríu hótelstjóra var eldri álman nánast gerð fokheld og allar vatnslagnir endurnýjaðar. Vinnan gengur ágætlega og er stefnt að því að henni verði lokið 2. mars. Herbergin voru tekin alveg í gegn allt á baðherbergjum endurnýjað, nýtt gólfefni lagt í herbergjunum, málað og húsgögn endurnýjuð að hluta og eldri gerð upp. Að sögn Maríu verða herbergin glæsileg að þessu loknu og standa herbergjum í yngri álmunni ekki að baki. Í Sjávarborginni er áætlað að ljúka mestallri vinnu í mars. Unnið hefur verið hvað mest í kjallaranum sem er ótrúlega stór. Búið er að leggja hita í öll gólf, flota og endurnýja nánast allt vatn og rafmagn. En á neðstu hæðinni verða herbergi, votrými (sturtur o.þ.h.) eldunaraðstaða, setustofa og lítill bar fyrir gesti hússins. Á efri hæðunum verða gistirými og ferðaskrifstofa. Ferðaskrifstofuleyfi er í vinnslu en frumhugmyndin að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, sem var við störf í húsinu þegar blaðamann Stykkishólms-Póstsins bar að garði, var að opna ferðaskrifstofu á Snæfellsnesi, hugmyndin um gistiheimilið hafi svo komið í kjölfarið mið tilkomu Sjávarborgarinnar sem atvinnuhúsnæðis. Ásgeir og kona hans Unnur Steinsson ásamt hjónunum Skarphéðni Berg Steinarssyni og Sigríði Jóhannesdóttur munu saman reka gistiheimilið og ferðaskrifstofuna en eins og fram kom í blaðinu fyrir jól þá eru kjölfestufjárfestar í kaupum á húsinu eigendur útgerðarfyrirtækisins Sæfells hf. í Stykkishólmi. Mjög er litið til fyrirkomulags og hugmyndafræði Kexhostels í Reykjavík en reksturinn tengist þó ekki. Boðið verður upp á 52 rúm/kojur í samtals 11 herbergjum. Móttakan verður staðsett Hafnargötumegin þar sem áður var inngangur í íbúð en inngangur í ferðaskrifstofuna verður þar sem verslunin var. Gerðir hafa verið samningar við alþjóðlega bókunarkeðju og eru aðstandendur fullir bjartsýni um reksturinn. am Leshringur Sennilega hafa sjaldan jafnmargir verið að lesa sömu bókina hér í Stykkishólmi og nú. En fyrir nokkrum vikum var stofnaður leshringur í tengslum við Júlíönnuhátíð sem haldin verður í lok febrúar - byrjun mars. Leshringurinn, undir stjórn Dagbjartar Höskuldsdóttur les nú af miklu kappi bók Vilborgar Davíðsdóttur „Auður“ sem er skáldsaga og byggir á sögu Auðar djúpúðgu, en önnur bókin um Auði kom einmitt út fyrir síðust jól. Auður hefur í tvígang komið í Stykkishólm og kynnt bækur sínar í Amtsbókasafninu. 14 konur voru mættar í leshringinn sem hittist á mánudagskvöldum á hótel Egilsen og vantaði þá nokkrar. Stemningin var hugguleg eins og meðfylgjandi mynd sýnir og snérust umræður um efni bókarinnar og skiptust konur á að lesa upp valda kafla og sköpuðust umræður um efnið í kjölfarið. am Enn nokkur handtök eftir í kjallara Sjávarborgarinnar

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 20-Feb-2016

231 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

4. tbl. 20. árgangur. Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 31. janúar 2013

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 4. tbl. 20. árg. 31. janúar 2013

Þær láta sig ýmislegt varða félagskonurnar í Kvenfélagiu Hringnum hér í Stykkishólmi. Á dögunum komu þær færandi hendi í Ásbyrgi og færðu húsráðendum samlokugrill og straujárn til afnota í starfi hússins. Á myndinni tekur Hanna Jónsdóttir forstöðukona Ásbyrgis við gjöfunum úr höndum Þórhildar Pálsdóttur, Helgu Aðalsteinsdóttur og Ölmu Diego.

Kvenfélagið kemur færandi hendi Framkvæmdir í gistirýmumÞað er oft á þessum tíma að heppilegast er að standa í framkvæmdum, sér í lagi þegar framkvæmdirnar tengjast ferðamannaiðnaðinum. Það er því ekki að undra að nú sé verið að vinna á Hótel Stykkishólmi við endurbætur og í Sjávarborginni. Á hótel Stykkishólmi er verið að taka eldri álmuna í gegn. Að sögn Maríu hótelstjóra var eldri álman nánast gerð fokheld og allar vatnslagnir endurnýjaðar. Vinnan gengur ágætlega og er stefnt að því að henni verði lokið 2. mars. Herbergin voru tekin alveg í gegn allt á baðherbergjum endurnýjað, nýtt gólfefni lagt í herbergjunum, málað og húsgögn endurnýjuð að hluta og eldri gerð upp. Að sögn Maríu verða herbergin glæsileg að þessu loknu og standa herbergjum í yngri álmunni ekki að baki.

Í Sjávarborginni er áætlað að ljúka mestallri vinnu í mars. Unnið hefur verið hvað mest í kjallaranum sem er ótrúlega stór. Búið er að leggja hita í öll gólf, flota og endurnýja nánast allt vatn og rafmagn. En á neðstu hæðinni verða herbergi, votrými (sturtur o.þ.h.) eldunaraðstaða, setustofa og lítill bar fyrir gesti hússins. Á efri hæðunum verða gistirými og ferðaskrifstofa. Ferðaskrifstofuleyfi er í vinnslu en frumhugmyndin að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, sem var við störf í húsinu þegar blaðamann Stykkishólms-Póstsins bar að garði, var að opna ferðaskrifstofu á Snæfellsnesi, hugmyndin um gistiheimilið hafi svo komið í kjölfarið mið tilkomu Sjávarborgarinnar sem atvinnuhúsnæðis. Ásgeir og kona hans Unnur Steinsson ásamt hjónunum Skarphéðni Berg Steinarssyni og Sigríði Jóhannesdóttur munu saman reka gistiheimilið og ferðaskrifstofuna en eins og fram kom í blaðinu fyrir jól þá eru kjölfestufjárfestar í kaupum á húsinu eigendur útgerðarfyrirtækisins Sæfells hf. í Stykkishólmi. Mjög er litið til fyrirkomulags og hugmyndafræði Kexhostels í Reykjavík en reksturinn tengist þó ekki. Boðið verður upp á 52 rúm/kojur í samtals 11 herbergjum. Móttakan verður staðsett Hafnargötumegin þar sem áður var inngangur í íbúð en inngangur í ferðaskrifstofuna verður þar sem verslunin var. Gerðir hafa verið samningar við alþjóðlega bókunarkeðju og eru aðstandendur fullir bjartsýni um reksturinn. am

LeshringurSennilega hafa sjaldan jafnmargir verið að lesa sömu bókina hér í Stykkishólmi og nú. En fyrir nokkrum vikum var stofnaður leshringur í tengslum við Júlíönnuhátíð sem haldin verður í lok febrúar - byrjun mars. Leshringurinn, undir stjórn Dagbjartar Höskuldsdóttur les nú af miklu kappi bók Vilborgar Davíðsdóttur „Auður“ sem er skáldsaga og byggir á sögu Auðar djúpúðgu, en önnur bókin um Auði kom einmitt út fyrir síðust jól. Auður hefur í tvígang komið í Stykkishólm og kynnt bækur sínar í Amtsbókasafninu. 14 konur voru mættar í leshringinn sem hittist á mánudagskvöldum á hótel Egilsen og vantaði þá nokkrar. Stemningin var hugguleg eins og meðfylgjandi mynd sýnir og snérust umræður um efni bókarinnar og skiptust konur á að lesa upp valda kafla og sköpuðust umræður um efnið í kjölfarið. am

Enn nokkur handtök eftir í kjallara Sjávarborgarinnar

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 31. janúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 4. tbl. 20. árgangur 31. janúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Aftanskin 30 áraÍ tilefni af 30 ára afmæli Aftanskins, félags eldri borgara í Stykkishólmi og nágrenni var slegið upp afmælisveislu s.l. laugardag í húsnæði St. Fransiskusspítalans þar sem mæting var mjög góð. Hermann Bragason, formaður félagsins, rakti tilurð og sögu þess við þetta tilefni. Það voru hjónin Pálmi Frímannsson, formaður RKÍ-Stykkishólmi og kona hans Heiðrún Rútsdóttir sem buðu nokkurm eldri borgurum heim til sín og ræddu m.a. það að verið væri að stofna félög eldri borgara víða um lans. Ákveðið var í framhaldinu að boða til stofnfundar félags eldri borgara í Stykkishólmi þann 30. janúar 1983 í Félagsheimili Stykkishólms. Á fundinum gengu 55 manns í félagið, en stofnfélagar urðu 71 talsins. Af stofnfélögum eru í dag 13 á lífi og 11 enn í félaginu. Auður Júlíusdóttir er elst af þeim. Jakob Pétursson var fyrsti formaður félagsins. Félagið hlaut nafnið Aftanskin, félag eldriborgara í Stykkishólmi og nágrenni.

Þá kom fram hjá Hermanni að þann 9. okt. 1985 varð samkomulag um það meðal félagasamtaka í Hólminum að félögin styddu við bakið á Aftanskini og yrðu til skiptis yfir vetrarmánuðina með skemmtifundi fyrir Aftanskinsfélaga. Það fyrirkomulag gekk mjög vel. Félögin sáu um veitingar og smá skemmtun og alltaf var dansað í lokin við harmonikkuspil. Félagasamtökin buðu upp á dagsferðir um Snæfellsnes og víðar. Þá studdu m.a. eigendur Eyjaferða vel við Aftanskinsfélaga með siglingum um eyjarnar á Breiðafirði. Þetta skipulag hefur breyst í áranna rás.Haustið 1990 var fyrsta Nesballið haldið á Nesinu. Aftanskins-félagar fengu félaga í félögum eldriborgara í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og í Búðardal í heimsókn og haldin var mikil skemmtun í Félagsheimili Stykkishólms. Boðið var upp á kaffiveitingar, skemmtiatriði og dans. Þetta lukkaðist svo vel ,að ákveðið var að endurtaka það. 100 manns voru á skemmtuninni. Snæfellingurinn, Þórný Axelsdóttir, gaf skemmtuninni nafnið NESBALL, og hefur það heitið það síðan. Í apríl 1992 hófst sá siður að vera með vorskemmtun sem fékk nafið Barnaball. Félagar buðu þá börnum sínum og mökum þeirra og eldri barnabörnum og tókst það mjög vel. Þátttakan á fyrsta Barnaballinu var um 90 manns. Þetta var einskonar afkomendasýning. Þessi siður lagðist af vorið 2010 þegar ákveðið var að breyta Barnaballinu í Vorferð, dagsferð um Snæfellsnes fyrir félagsmenn. Vorferðir hafa gefist vel. Bæir í nágrenni Stykkishólms hafa verið heimsóttir. Árið 1992 gekk Aftanskin í Landsamband aldraðra. Árið 2011 var Landsþing eldriborgara haldið í Stykkishólmi í fyrsta sinn. Árið 1995 festi félagið kaup á hljómflutingstækjum og haldin voru í framhaldinu eldridansaböll í Lionshúsinu, sem voru mjög vinsæl.

Vorið 1999 var Kór eldirborgara stofnaður. Allt frá þeim tíma hefur Jóhanna Guðmundsdóttir stjórnað kórnum. Nú nefnist kórinn Söngfélagar og æfa þeir einu sinni í viku og koma nú sama í Dvalarheimilinu. Félagsvist eldri borgara hefur verið spiluð einu sinni í viku undir stjórn Guðna Friðrikssonar frá árinu 2001. Guðni hætti að stjórna félagsvistinni í nóvember s.l. eftir 11 ára farsælt starf og tóku nokkrir spilafélagar við umsjóninni. Hermann sagði að starfsemi félagsins hafi í gegnum árin verið á nokkrum stöðum, núverandi aðstöðu fékk félagið í ágúst 2009. Hún er í Kálfinum við gamla skólann. Eftir könnun meðal félagsmanna fékk aðstaðan nafnið Setrið. Hún var formlega tekin í notkun í desember 2009 eftir að krafmiklir félagar höfðu brett upp ermar, málað stofuna og aðlöguð að þörfum félagsins. Fyrsti fundurinn var haldinn 2. desember 2009.Iðkun BOCCIA hófst eitthvað fyrir aldamótin síðustu með gjöf Kaupþingsbanka (nú Arionbanka) á BOCCIA-kúlum, en árið 2006 komst iðkunin í fastari farveg þegar þeir Steinar Ragnarsson og Svavar Edilonsson tóku að sér að hafa umsjón með BOCCIA-iðkun félagsmanna. Vinsældir íþróttarinnar hafa varið vaxandi. Félagið á tvær töskur af Bocciakúlum og 3ja taskan er á leiðinni. BOCCIA er stundað af kappi og hafa Aftanskinsfélagar unnið til verðlauna í keppni við önnur Eldriborgarafélög. Fram kom í máli Hermanns að á síðustu árum hafi verið farið í 2 ferðalög á sumrin, dagsferð (VORFERÐIN) og lengri ferð (HAUSTFERÐIN) en þá er gist í tvær nætur. Þá taka félagsmenn þátt í ýmsu t.d. myndmennt, smíðum, handavinnu, sundleikfimi, söng, gönguferðum og eflaust fleiru . Á mánudögum koma félagar saman milli kl. 10:00 - 12:00 og gengur sú samvera undir nafninu SPJALLRÁSIN. Þar er alltaf vel mætt, rabbað saman yfir kaffibolla m.m. og stundum koma fyrirtæki og einstaklingar með fræðandi og skemmtilega sýnikennslu eða erindi. Í dag eru félagar 116 talsins.

Heiðursfélagar eru 6 talsins. Það eru þau:Auður Júlíusdóttir, Benedikt Lárusson, Bjarni Lárusson, Eyjólfur Ólafsson, Guðni Friðriksson og Hjálmfríður Hjálmarsdóttir. En þeir Benedikt og Guðni voru útnefndir heiðursfélagar á afmælishátíðinni þann 26.01.2013 s.l. .Núverandi stjórn (árið 2012-2013 ) skipa: Hermann Bragason, formaður, Guðrún Ákadóttir, ritari, Róbert W. Jörgenson, féhirðir, Elsa S. Valentýnusdóttir, meðstjórnandi, Guðný Jensdóttir, meðstjórnandi og Halldóra Baldursdóttir, meðstjórnandiHermann vildi koma á framfæri þakklæti til allra þeirra, sem hafa stutt við félagið, beint eða óbeint í gegnum árin. Ljósm.G.Áka/am

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 31. janúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 4. tbl. 20. árgangur 31. janúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Frúarstíg 1 - Sími 4361600

Opið virka daga 12:00 - 13:30 & 18:00 - 20:00Helgar: 18:00 - 20:00

Pizzaofninn heitur öll kvöld!

Fylgist með á Facebook

Er veisla framundan?Bjóðum upp á alhliða þjónustu fyrir

veisluhöld af öllu tagi.

Nánari upplýsingar: [email protected] & 4381119

Narfeyrarstofa

Starfsfólk óskast

Hótel Stykkishólmur óskar eftir starfsfólki

fyrir sumarið 2013.

Upplýsingar um störfin veitir

María í síma 430 2100

Starfsmaður óskast í Lyfju StykkishólmiStarfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina við val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra auk annarra tilfallandi verkefna.

Um er að ræða almenna afleysingu og sumarstarf 2013. Vinnutími er frá kl.12:00 –18:00

Hæfniskröfur: Reynsla af verslunarstörfum er æskileg og reynsla úr apóteki er kostur.

Nánari upplýsingar gefur Þórhildur, lyfsali Lyfju Borgarnesi í síma 437-1168 ([email protected]).

Sækja má um starfið á vefslóðinni www.lyfja.is eða senda umsókn á:

Lyfja BorgarnesiB/t Þórhildur Sch ThorsteinssonHyrnutorgi310 Borgarnes

Hefur þú kynnt þér hvað fæst í heimabyggð?

• Hönnun vefsíðna, auglýsinga,

bæklinga, margmiðlunarefnis og

vörumerkja í 12 ár!

• Hjá okkur færðu prentað

ýmislegt á okkar prentvélar eða

við leitum hagstæðustu tilboða í

stærri verk.

• Við plöstum upp í stærð A3

• Bindum inn í gorma, harðspjöld

eða heftum í ýmsar stærðir.

• Ljósritun & skönnun

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 31. janúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 4. tbl. 20. árgangur 31. janúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Síminn tilkynnti í byrjun vikunnar að á árinu yrði þjónusta aukin á landsbyggðinni og á það við um flestalla þéttbýlisstaði Snæfellsness þ.m.t. Stykkishólm. Þjónustan ber heitið Ljósnet og býður upp á aukna sjónvarpsþjónustu, kraftmeiri tengingar auk 80 sjónvarpsstöðva í boði, tímaflakk og háskerpusjónvarps. Nú þegar er tímaflakkið komið inn hér í Stykkishólmi a.m.k. á nokkrum sjónvarpsstöðvum.Alls eru það 53 þéttbýliskjarnar á landsbyggðinni sem fá aukna þjónustu á árinu og kemur fram í fréttatilkynningu símans að þegar breytingin verður að fullu komin til framkvæmda séu aðeins 1,4% landsmanna án fullrar sjónvarpsþjónustu hjá Símanum, nærri helmingi færri en nú.Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir fyrirtækið mjög stolt af því að geta boðið Ljósnetsþjónustuna utan höfuðborgarinnar. „Við vitum hve mikilvægt er fyrir sveitarfélög landsins að sitja ekki eftir á tækniöld, því fjarskipti skipa lykilsess í grósku samfélaga og farsæld fyrirtækja. Við gerum því okkar besta svo fjarskiptin stýri ekki byggðaþróuninni í landinu heldur skapi tækifæri fyrir landsmenn að hasla sér völl þar sem þeir vilja helst.“Á árinu tengir Síminn Ljósnetið í símstöðvar sem gefur aukinn nethraða, og hraða sem sjá má á höfuðborgarsvæðinu, í um það bil kílómetra radíus. Næsta skref verður að tengja Ljósnetið í götuskápa, svo ná megi til jaðar byggðanna, standi þær fjarri símstöðvum. am

Ljósnet í StykkishólmStykkishólms-Pósturinn og 8. bekkur í GSS hafa sett upp síðu á Facebook. Á þeirri síðu eru eingöngu greinar sem 8. bekkur skrifar. Þar setjum við inn myndbönd, myndir og aðrar greinar. Í fyrstu stóð bekkurinn sig ekki nógu vel í að auglýsa hana, vita því fáir af henni og enn færri búnir að líka við síðuna. Nú ætlum við að biðja ykkur um að kíkja á síðuna og líka við hana. Þannig getið þið fylgst betur með. Síðan heitir: Fréttir og fróðleikur frá 8. Bekk GSS í samstarfi við Stykkishólms-Póstinn 8. bekkur GSS

Facebook

Hér á eftir er viðtal við Nonna Mæju. Fyrir stuttu var hann valinn besti leikmaðurinn í deildinni.

1. Hvað ertu gamall? Ég er 31 árs.2. Hvenær ætlar þú að hætta? Eftir 2 ár og 16 klukkutíma. 3. Hvenær byrjaðir þú í Snæfell? 10 ára.4. Hverjir eru uppáhaldsskórnir þínir af þeim sem þú

hefur átt? Það eru Koby Bryant skórnir.5. Hvernig er að vera valinn besti leikmaður

deildarinnar? Mjög gaman, ákveðinn heiður.6. Grínspurning: Hefur þú alltaf verið örvhentur? Já,

alltaf nema einu sinni. Tómas,Aron og Breki 7.bekk GSS.

Hólmari vikunnar - Nonni Mæju

Fylgstu með! Við erum hér!

Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi,

Guðmundur ÁGústssonskólastíg 26 stykkishólmi,

sem lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms þriðjudaginn 8. janúar, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. janúar kl. 14.

Vigdís ÞórðardóttirHafþór smári GuðmundssonVigdís Karen HafþórsdóttirGuðmundur Óli Hafþórsson

Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður og afa,

Guðmundar Ágústssonar Skólastíg 26

Vigdís Kristjana Þórðardóttir,Hafþór Smári GuðmundssonVigdís Karen og Guðmundur Óli

Í Ásbyrgi þiggjum við dagatöl Lions manna með þökkum þegar þau hafa lokið sínu hlutverki hjá ykkur. ( 2011, 2012.) Við gefum þeim nýtt líf.

Smáauglýsingar

Mikið hefur verið að gerast hjá Skotfélaginu Skotgrund á liðnu ári. Í félaginu koma félagar úr G r u n d a r f i r ð i , Stykkishólmi og nágrenni. Mikið hefur verið um framkvæmdir en að-staða félagsins í Kolgrafarfirði hefur verið endurbætt myndarlega og er nú til mikillar fyrirmyndar. Félagsmenn hafa sjálfir staðið fyrir endurbótum á aðstöðunni með góðum styrk fyrirtækja en félögum hefur fjölgað töluvert. Afmælismót í tilefni 25. ára afmæli félagsins var haldið í leirdúfuskotfimi þar sem þátttaka var góð. Félagið hefur tekið þátt í starfi á vegum Umhverfisstofnunar og Skotvís. Allir eru velkomnir í félagið og nánari upplýsingar má fá um það á vefsíðunni: www.skotgrund.123.is am

Skotfréttir

Í annað sinn er nú blásið til söngbúða í Borgarnesi fyrir konur á Vesturlandi. Skipulag er í höndum Freyjukórsins í Borgarfirði og fara söngbúðirnar fram í Hjálmakletti 2.-3.mars n.k.Söngbúðirnar bera heitið “Syngjandi konur á Vesturlandi”. Markmiðið er að efla söng og söngþjálfun meðal kvenna á Vesturlandi, dýpka og breikka sviðið með því að fá eina færustu djasssöngkonu Íslands, Kristjönu Stefánsdóttur til að leiðbeina.Í fyrra tóku um sjötíu konur þátt í söngbúðunum. Söngbúðirnar eru opnar öllum syngjandi konum hvort sem þær starfa í kór eða ekki. Ætlunin er að syngja alla helgina og enda svo á tónleikum í Hjálmakletti. Þá er einnig hugmyndin að halda tónleika bæði í Stykkishólmskirkju 7.mars, í Vinaminni á Akranesi 8. mars og í Fríkirkjunni í Reykjavík 9.mars. Þannig mun hópurinn bæði gefa og þiggja. Gífurleg orka og gleði skapast við svona aðstæður sem verður ógleymanleg öllum sem taka þátt. Hópur tónlistarmanna fylgir konunum, s.s. Zsuzsanna Budai, kórstjóri, Sigurður Jakobsson á bassa og Sigþór Kristjánsson á trommum. Verkefnið fékk góðar viðtökur í fyrra og stefnir í enn meiri kraft þetta árið. Nú er bara að sjá hvort íbúar á Snæfellsnesi láti ekki sjá sig og njóti. Það verður enginn svikinn af að taka þátt. Söngurinn er svo lifandi og gefandi að hann nær að snerta flesta, segir Inga Stefánsdóttir formaður Freyjukórsins. Allar nánari upplýsingar er að fá á vefnum: www.vefurinn.is/freyjur am

Syngjandi konur á Vesturlandi

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 31. janúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 4. tbl. 20. árgangur 31. janúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Krakkar – foreldrar!

Munið kirkjuskólann kl. 11.00

á sunnudagsmorgnum.

Ferjan BaldurFrá Stykkishólmi sun-fös 15:00

Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

Aukaferð laugardaginn 9. febrúarFarið frá Stykkishólmi kl.09:00.Farið frá Brjánslæk kl. 12:00

Komið við í Flatey ef á þarf að halda.

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199Netfang: [email protected] Heimasíða: fasteignsnae.is

Fasteignagjöld 2013Álagningu fasteignagjalda ársins 2013 er nú lokið. Álagningarseðlarnir birtast inná vefsíðunni www.island.is. Þeir munu ekki verða sendir í pósti nema óskað verði eftir því.

Greiðsluseðlar verða ekki sendir út nema til einstaklinga 67 ára og eldri. Þeir sem óska eftir því að fá greiðsluseðlana senda áfram á pappír eru beðnir um að hafa samband við starfsfólk ráðhússins. Greiðsluseðlarnir munu framvegis birtast í heimabanka viðkomandi greiðanda.

Innheimta gjalda og útgefnir reikningar frá StykkishólmsbæÁ árinu 2013 mun Stykkishólmsbær hætta að prenta út reikninga og greiðsluseðla og senda í pósti. Þess í stað mun reikningagerð og innheimta verða rafræn. Ákveðið hefur verið að senda áfram til einstaklinga sem eru 67 ára og eldri. Aðrir sem vilja áfram fá reikninga og greiðsluseðla á pappír eru beðnir um að hafa samband við starfsfólk ráðhússins í síma 433 8100 eða í tölvupósti: [email protected]

Innleiðingarferlið mun taka einhverja mánuði og stefnt er á að allar innheimtur verði orðnar rafrænar fyrir árslok.

Bæjarbúar eru hvattir til að hafa samband við starfsfólk ráðhússins ef einhver óþægindi og óánægja verður með þessar breytingar.

Stykkishólmsbær

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 31. janúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 4. tbl. 20. árgangur 31. janúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

ÞORRABLÓTSSTEMNING Í LYFJU

Heiðar er menntaður förðunarfræðingur og Image designer kennari frá First Impressions í Bretlandi ásamt því að hafa diplómagráðu í litafræðum frá L'Oréal Paris.

Heiðar Jónsson tískuráðgjafi verður í Lyfju Stykkishólmi föstudaginn 1. febrúar kl. 13-17. Hann veitir fagleg ráð varðandi snyrtivörur frá L'Oréal og Maybelline, auk þess sem hann býður ráðgjöf um glæsilegan aðhaldsfatnað og vetrartískulínuna frá Oroblu.

25% afsláttur af vörum meðan á kynningu stendur.