bálið 2. tbl. 2010

16
2. tbl. - desember 2010

Upload: gudni-gislason

Post on 12-Mar-2016

261 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Bálið, málgagn St. Georgsskáta á Íslandi

TRANSCRIPT

Page 1: Bálið 2. tbl. 2010

2. tbl. - desember 2010

Page 2: Bálið 2. tbl. 2010

Landsgildisstjórn 2009-2011:Landsgildismeistari:

Elín Richards, Kópavogi s. 554 4653, 897 0356 [email protected]

Varalandsgildismeistari: Kjartan Jarlsson, Kópavogi

Ritari: Valgerður Jónsdóttir, Akureyri

Gjaldkeri: Hreinn Óskarsson, Keflavík

Erlendur bréfritari: Jón Bergsson, Hafnarfirði

Upplýsingafulltrúi: Claus Hermann Magnússon, Hafnarfirði

Spjaldskrárritari: Magnea Árnadóttir, Hveragerði

Alþjóðahreyfingin ISGFwww.isgf.org

Alþjóðaforseti: Mr. Brett D. Grant

Bálið 2. tbl. desember 2010Ábyrgðarmaður: Elín RicharsdóttirÚtlit og umbrot: Hönnunarhúsið ehf.Prentun: Stapaprent ehf.Forsíðumynd: Á Þingvöllum,

ljósmynd: Þorvaldur J Sigmarsson

Þekkir þú textann? Skátastúlkur þær eru nú á sveimi í öðrum heimi af fögnuði, af fögnuði. Þær hafa fengið sér fatnað alveg nýjan og furðu hlýjan að kvenlagi, að kvenlagi.Þær ganga á ská, þær ganga á ská þær ganga á ská, þær ganga á ská þær ganga á skátastuttpilsi Þær eru frá, þær eru frá, þær eru frá, þær eru frá þær eru frábær fiðrildi.

Ég lærði þennan texta fyrir margt löngu og einhvernveginn kom hann upp í hugann fyrir skömmu síðan. Ég hef ekki hugmynd um hver setti saman þennan skrítna og skemmtilega texta en ég held að hann sé býsna gamall. Kannast nokkur við þetta?

Hrefna HjálmarsdóttirSkátagildinu Kvisti, [email protected]

2

ehf.

útgáfuþjónustaauglýsingagerðinnanhússarkitektráðgjöf

www.hhus.is • sími 565 4513

Óskum öllum gildisskátum gleðiríkra jóla og gæfuríks nýs árs!

Page 3: Bálið 2. tbl. 2010

3

Sprekum skal á bálið bætt,bjartur eldur lýsir veginn.Við varðelda er reifað, rætt,að raunveruleika vel er gætt,réttur tónn og taktur sleginn.

Ennþá lifir gömul glóð,gróa blóm í hugans ranni.Gildisskáta gengin slóðgetur yljað líkt og ljóðljóðaþyrstum göngumanni.

Þegar spreki er breytt í bál,birtist minninganna saga,Hún færir okkur söng í sál,söngurinn á sitt töframál,og unaðsstundir veitir alla daga.

Bálið vekur þrótt og þrek,þúsund skátasöngvar óma,Enn ég gamall eldinn vek,ylinn gefur lífsseigt sprek,hann leggur alveg fram í fingurgóma.

Neistaflug í báli býr,bjartur neisti léttir sporið.Útilegur og ævintýrinnst í skátans huga býr.Allt er þetta í ætt við blessað vorið.

Sá er þennan auðinn á,ekki á flæðiskeri stendur.Flugið tekur hugsjón há,um himinhvolfin fagurblá,þar sem bíða okkar óskalendur.

Tifar áfram tímans hjól,tindrar fögur jólastjarna.Gefist ykkur gleðileg jól,gæfu marki nýárssól, farsæl verði framtíð okkar barna.

Bálið ennþá birtu ber,brenna sprekin glatt og loga.Hollur skáta andinn er,yngir endurminning hver,eldsins glæður lifa, laða og toga.

Megi boðskapur jólanna setja mark sitt á framtíðina og litla kæra skátaljósið lýsa komandi daga og ár.Gleðileg jól og þökk fyrir góðar samverustundir.

Hörður Zóphaníasson,fyrrum landsgildismeistari

Sprek á Báliðdesember 2010

Ljós

myn

d: G

uðni

Gísl

ason

Page 4: Bálið 2. tbl. 2010

4

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

Okkur hættir oft til að dvelja við fortíðina, gamlar endurminningar en gleymum að horfa fram á við.

Á þessu hausti standa nokkrir atburðir uppúr: Vináttudagurinn var haldinn í um­sjón Kópavogsgildisins, þátttakendur voru um 50 með heimamönnum og áttu þeir glaða stund með Birni Þorsteinssyni sem leiðsögumanni um bæinn og síðan í Skátaheimilinu að Bakka við kaffi og með því, söng, léttmeti og spjall að ógleymdum vináttuboðskapnum. BÍS og St. Georgsgildin stóðu fyrir málþingi í tilefni af 100 ára kven skáta­starfi í heiminum. Þar voru frum mæl­endur sex konur sem allar hafa einhverja tengingu í skátastarf og fjölluðu þær um það hver á sinn hátt hvernig þær

hafa getað nýtt skátastarfið og það sem góð skátun kennir fólki í sínu lífsstarfi. Málþingið tókst mjög vel og breið bros sáust á vörum allra sem það sóttu. Ekki spillti fyrir kakó og skátasöngur. Skoðið myndir og ítarlegri frásögn inni á íslenska skátavefnum www.scout.is . Árlegur fundur landsgildisstjórnar með gildis­ og varagildismeisturum tókst einnig vel. Þessir fundir eru nauð syn­legir til að styrkja böndin milli stjórn ar og grasrótarinnar, þeirra sem fjalla um málin á vettvangi og stýra starfi gildis skátanna í landinu. Því miður er það þannig að okkur fer óðum fækkandi. Eins og öllum er kunnugt var elsta gildið okkar Reykja vík ur gildið lagt niður á liðnu vori. Með al aldur hinna gildanna fer hækkandi og fátt er um nýja félaga. Reynt hefur verið að kveikja neista í skátafélögum og meðal eldri skáta víða um land en án árangurs hingað til. Okkur er ljóst að það er erfitt að gerast nýr félagi í gömlu gildi nema rætur og taugar séu því sterkari og mun vænlegra er að stofna ný gildi. Alþjóðaskrifstofa ISGF dælir í okkur ýms um upplýsingum um verkefni víða um heim. Margt er það tengt ýmsri þjónustu við þróunarlöndin og hafa Gildisskátar í Evrópu og einnig Nor rænu gildin víða lagt þar hönd á plóg. Nýlega er komin kynning á Alheimsráðstefnu ISGF sem haldin verður í borginni Como á Ítalíu næsta haust (sjá nánari upp­

Er við lítum yfir farinn veg og … ... ef til vill fram á veginnFrá landsgildismeistara – Stiklað á stóru

Page 5: Bálið 2. tbl. 2010

5

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

lýsingar í Bálinu, á heimasíðunni og hjá gildismeisturum). Annars er heilmikið upplýsingaflæði á heimasíðu ISGF www.isgf.org fyrir áhugasama. Jamboree verður haldið í Svíþjóð í lok júlí – byrjun ágúst á komandi sumri. Litlar fréttir hafa borist um að­komu St. Georgsgildanna að því móti en væntanlega verður hægt að segja frá eftir fund landsgildismeistara Norður­landanna (NBSR) sem haldinn verður í Kaupmannahöfn um miðjan janúar. Landsgildisþing verður haldið í Reykjavík 7. maí 2011.

St. Georgsgildin á Íslandi eru um það bil að opna nýja heimasíðu sem vonandi verður virk og öllum gildunum gefst kostur á að vera með sinn hlut þar inni. Hönnuður og umsjónarmaður síðunnar er Böðvar Eggertsson í Kvisti á Akureyri. Endilega skellið ykkur inn og skoðið það sem komið er, slóðin er: www.stgildi.is Ef þið viljið senda Böðvari ábendingar eða efni er netfangið [email protected] Landsgildisstjórn sendir ykkur öllum bestu jóla­ og nýárskveðjur og þakkar góða samveru á liðnum árum. Elín Richards

Frá Grænlandi í GarðHeimsókn dansks/grænlensks gildis til Íslands

Á hvítasunnunni í maí 2010 voru 10 danskir/grænlenskir gildisskátar

á ferð á Íslandi. Þetta eru danskir (einhverjir eiga grænlenska maka) einstaklingar sem búsettir eru í Nuuk höfuðborg Grænlands – eiga þar sitt gildi en eru jafnframt í tengslum við gildi í Danmörku.Beiðni barst til landsgildisstjórnar um að fá að hitta íslenska gildisskáta, brugðust þrjú gildi skjótt við og skipulögð var dagskrá. Laug ar daginn fyrir hvítasunnu bauð Kefla­víkurgildið í skoðunarferð um Reykjanes. Gestir ásamt landsgildismeistara voru sóttir í rútu á hótel Hilton í Reykjavík og ekið sem leið liggur suður á Reykjanes. Byggðirnar voru þræddar: Njarðvíkurnar,

Keflavík ásamt flugvellinum, Garðurinn þar sem byggðasafnið var skoðað, Sand­gerði þar var drukkið kaffi og skoðað sjáv­ar safnið, Hafnir og staðið var á brúnni sem tengir Evrópu og Ameríku. Deginum lauk í Bláa lóninu. Þetta var fagur dagur vorið var virkilega að banka á dyr og allir héldu sáttir heim seinni hluta dags.Á öðrum degi hvítasunnu bauð Gunnar Guðmundsson (Reykjavíkurgildið sem var

Smakkað á hverabökuðu brauði.

Page 6: Bálið 2. tbl. 2010

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

6

nýhætt) í rútuferð austur fyrir fjall. Lands­gildismeistari gerðist fararstjóri í þeirri ferð. Ekin var Nesjavallaleið og staðnæmst við útsýnispall. Þar var útskýrt fyrir ferða­löngum sitthvað um orkubúskap Íslend­inga og fannst þeim mikið til koma. Áfram var haldið til Þingvalla þar sem gengið var niður Almannagjá, staðnæmst á Lögbergi og stiklað á stóru um sögu staðarins og þings ins, gengið að Öxará, niður vellina og aftur farið í rútuna við gjárnar. Nú

hafði brostið á mikil blíða, sólin skein í heiði, hitastigið var um 20° og þorsti sótti á fólk. Grænlendingunum fannst frábært að leggjast á bakka Öxarár og svolgra í sig ferskt, íslenskt vatn, það gerist varla betra.Næst lá leiðin að Úlfljótsvatni þar sem

sól þyrstir íslendingar lágu út um öll tún. Þetta fannst gestunum frábært og ekki síð­ur öll uppbyggingin á Úlfljótsvatni, þeir spurðu mikið um hversu margir skát­ar væru á Íslandi. Deginum lauk í boði Hver gerðinga þar sem gestir voru leiddir um hverasvæðið í hjarta bæjarins, fengu að bragða nýsoðið rúgbrauð sem grafið var upp úr jörðinni og fara í fótabað í leir. Síðan var boðið til hnallþóruboðs í skátaheimilinu þar sem einnig var sungið og sprellað og skipst á gjöfum.Grænlensku gildisfélagarnir voru himin­lif andi yfir móttökunum og hafa beðið fyrir kærar kveðjur til allra sem tóku á móti þeim. Elín Richards.

Heitar laugar eru yndislegar.

Í Bláa lóninu.

Hópuinn fyrir utan skátaheimilið í Hveragerði.

Page 7: Bálið 2. tbl. 2010

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

77

ISGF AISG

International Scout and Guide Fellowship (An organization for adults)

 

Boðskapur vináttudagsins 2010

Með hlýrri kveðju,

Á Vináttudeginum gefst okkur öllum gullið tækifæri til þess að velta fyrir okkur hvernig við

höfum notað tímann ekki eingöngu til þess að eignast nýja vini heldur líka til þess að

viðhalda og og gæða nýju lífi og tilgangi vináttu, sem við höfum þegar stofnað til.

Það er einstaklega gott til þess að vita að á þessum degi hugsi allir skátasystur okkar og

bræður hlýlega til okkar, en hvað höfum við gert af okkar hálfu til þess að sýna þeim hlýjar

hugsanir okkar þeirra garð? Virkt samband milli okkar er afar mikilvægur þáttur í farsæld

félagsskapar okkar – við gefum okkur tíma til þess að hlusta hver á annan og hafa samband

hver við annan.

Sumir félaga okkar eru komnir til ára sinna og eiga æ erfiðra með að að fara úr húsi - hvað

þá heldur að sækja samkomur og fundi eins oft og auðveldlega og þeir gerðu áður fyrr.

Sumir þeirra gætu jafnvel verið komnir á dvalarheimili aldraðra. Hugsið til þessarra félaga,

okkar þeir hafa í gegnum árin unnið hörðum höndum fyrir Skáta- og gildishreyfinguna og

líka ISGF og eiga skilið stuðning okkar og umhyggju, svo þeim finnist þeir ekki vera

yfirgefnir og gleymdir.

Ég óska öllum þeim sem lifa í sönnum Skáta- og gildisanda dásamlegs Vináttudags í ár.

 

 

Brett D Grant forseti ISGF Wcom

Avenue de la Porte de Hal 38 • B-1060 Bruxelles • Belgique

Tel/Fax +32 2 511 4695 • E-mail [email protected] • http://www.isgf.org

Comptes: Banque de la Poste : 000.1829182-53 – IBAN : BE53 0001 8291 8253 – BIC : BPOTBEB1

ING : 310-0369433 46 – IBAN : BE33 3100 3694 3346 – BIC : BBRUBEBB

Amitié International scouteet Guide

(Une organisation pour adultes)

Page 8: Bálið 2. tbl. 2010

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

8

100 ára starf kvenskátaFrá málþingi 2. nóvember 2010

Það var með nokkurri eftirvæntingu sem ég gekk upp stóra stigann

í Háskólanum í Reykjavík 2. nóv. 2010 þar sem haldið var málþing í tilefni 100 ára starfs kvenskáta í heiminum. Ég reyndi að mæta tímanlega til að leggja hönd á undirbúning eins og sönnum gildisskáta sæmir. Skátabúningar, gamlir og nýjir voru hengdir upp, fánar og aug lýsingar og svo voru einhverjir að bera upp stóra kakóbrúsa. Það lá eitthvað í loftinu. Síðan fóru skátarnir að streyma að ungir og aldnir. Mér fannst gaman að hitta fyrsta skátaforingjann minn, Auði Garðarsdóttur og gamlar skátavinkonur og vini frá fyrri tíð. Frá Gildinu í Hveragerði kom fríð ur flokkur. Andrúmsloftið létt og skemmti legt.Það var auðvitað byrjað á að syngja „Ef við lítum yfir farinn veg“ og það var greinilegt að þarna var fólk sem hafði sungið saman áður. Síðan tóku frummælendur til máls.Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti var verndari íslenskra skáta í 16 ár. Hún sagði frá hve ánægjulegt það hefði verið að fá skáta í heimsókn í tengslum við Forsetamerkið. Bessastaðastofa hefði óm­að af söng, allir sátu á gólfinu, hún sjáf meðtalin en var sú eina sem sat á púða.

Margrét Tómasdóttir fyrrv. skátahöfð­ingi kynnti sögu kvenskátastarfs með skemmtilegri myndasýningu. Ræddi um tengslanet skáta og einnig um kven skátastarf í löndum þar sem

réttur kvenna er mun minni en við þekkjum. Það var gaman að sjá myndir af sér og sínum, sér­staklega af gömlu skátasveitinni minni, Uglum, þar sem flokk­arnir stóðu í þráðbeinni röðvið mótssetningu á Þing völlum

1962.Rakel Olsen útgerðarkona til margra ára sagðist hafa lært margt í skátastarfi sem komið hefði að góðum notum síðar í lífinu. Hún var skáti í Keflavík í gamla daga og sagði frá því þegar skátastelpurnar þaðan tóku

með sér straujárn á landsmótið á Þingvöllum 1962. Þeir voru ekkert sérlega hentugir, kvenskátakjólarnir

hér áður fyrr og þurfti oft að strauja þá. Rakel sýndi einnig afskaplega fallegar myndir úr skátastarfi, sem maður hennar Ágúst heitinn Sigurðsson tók.Eftir skemmtilegt kakóhlé, sem var engan veginn nógu langt til að spjalla við fólk tók Margrét Pála Ólafsdóttir, Valkyrjan frá Akureyri við. Margrét er kunn sem leik skólakennari og höfundur Hjalla­stefn unnar. Hún fór ekki leynt með að margt af því sem hún leggur áherslu á í uppeldisstarfinu er einmitt það sem heillaði hana í skátastarfi. Söngur, útivera og vinátta. Magga Pála talaði blaðalaust

Page 9: Bálið 2. tbl. 2010

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

9

og sagði sögur af því þegar gamli skátinn sem alltaf blundar í henni tók völdin og hún kveikti eld út í hrauni til að brenna nei kvæð lýsingarorð með drengjunum sínum, einn fagran vetrarmorgun.María Ellingsen, gamall Haförn, leikkona og formaður Framtíðarlandsins sagði frá hve útilífið í skátastarfinu hefði haft sterk áhrif á hana. „Allt í einu hafði ég ekki bara kojuna mína til að sofa í heldur heilan dal,“ sagði María. Þessi áhrif urðu varanleg þar sem María hefur haft brennandi áhuga á umhverfismálum um árabil. Íris Marelsdóttir var skáti í Kópum. Á unglingsárunum var hún oft í útilegum í Þristi, skátaskála Kópa. Hún heillaðist af starfi hjálparsveitanna og var virk í því starfi og tók að sér ábyrgðarstörf og telur að sú lífsreynsla sem hún fékk þar hafi

lagt grunninn að því sem hún er að vinna við um þessar mundir, sem sviðstjóri almannavarna.Dagmar Ólafsdóttir, skátaforingi flutti 5 mínútur foringjans. Hún minntist þess hve sér hefði vaxið í augum að læra skátalögin utanað og í réttri röð. Seinna hefði hún áttað sig á að aðalatriðið væri að tileinka sér skátalögin í daglega lífinu, sem skátaforingi, mamma, eiginkona og dýralæknir.Bragi Björnsson skátahöfðingi þakkaði frum mælendum og fundargestum fyrir og sleit málþinginu að skátasið.Ástæða er til að þakka þeim sem áttu hugmyndina að málþinginu kærlega fyrir. Það voru þær, Guðný Eydal, Halldóra Hinriksdóttir og Jenný Dögg Björgvinsd.Þetta var mjög vönduð dagskrá og fjölsótt. Á Íslandi er stór hópur manna og kvenna sem minnist skátaára sinna með gleði og vill veg skátastarfs þess sem mestan.Nú styttist í 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi og þá þarf nú aldeilis að bretta upp ermarnar. Hrefna Hjálmarsdóttir, Skátagildinu Kvisti, Akureyri.

Page 10: Bálið 2. tbl. 2010

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

10

Eins og gildisskátar á Íslandi vita, þá var Reykjavíkurgildið, elsta St.

Georgs gildi Íslands, lagt niður á aðalfundi þess 7. apríl 2010. Þetta var erfið ákvörðun og sorgleg en óhjákvæmileg. Meðalaldur okkar var kominn upp í 85 ár, sá elsti var vel yfir níræðu og sá yngsti um sjötugt. Sjúkdómar og annað sem háum aldri fylgir, gerði félögunum erfitt með að sækja fundi og taka þátt í stafinu.. Það var af þessu tilefni, sem mér datt í hug að skrá niður eftirfarandi frásögn um byggingu gildisskálans Fossbúðar, er ég var beðinn um smá innlegg í Bálið. Hún er gott dæmi um þann mikla skátaanda sem einkenndi Reykjavíkurgildið þegar best lét.Hugmyndin um byggingu gildisskála fyrir St. Georgsgildið í Reykjavík var fyrst lögð fram á gildisfundi 20. ágúst 1978 af Guðna Jónssyni. Hugmyndinni var vel tekið, og þann 23. ágúst fóru 8 gildisfélagar austur að Úlfljótsvatni á tveimur bílum í leit að góðri staðsetningu fyrir skálann.

Eftir nokkra leit og pælingar var ákveðið að velja skálanum stað við Úlfljótsvatn á fögrum stað í næsta nágrenni fossins í Fossá, sem rennur í Úlfljótsvatn.Haft var samband við Úlfljótsvatnsráð og Ástvaldur kom með nokkrum úr gildis­stjórn á staðinn 18. sept. sama ár, málið rætt. Í ljós kom að áður en hægt væri að sækja um byggingarleyfi þyrfti að láta teikna upp tilheyrandi kort af svæðinu og senda skipulagsnefnd Grafningshrepps. Byggingarnefnd hafði verið skipuð af gild­inu, er í sátu Frank Michelssen, Guðsteinn Sigurgeirsson, Þórir Eyjólfsson og Hjálmar Guðmundsson. Fyrsti fundur hennar var haldinn 28. okt. 1978 og undirbúningur sett ur í gang.Það var fyrst þann 5. sept. 1982 að gengið var frá endanlegri staðsetningu skálans með Sigurjóni frá Úlfljótsvatnsnefnd, og byggingarfulltrúi Grafningshrepps kom á staðinn til þess að mæla fyrir skálanum. Daginn eftir fór Guðni Jónsson austur á Hellu með mælingarnar og þar var geng ið frá tilætluðum teikningum fyrir skipulagsnefnd.Þann 12. sept. 1982 var gengið frá að grafa

Reisiflaggið dregið að hún.

Gunnsteinn annaðist skráningu.

Byggingarsaga Fossbúðar ­ gildisskála Reykjavíkurgildisins

Page 11: Bálið 2. tbl. 2010

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

11

fyrir og festa niður undirstöðustólpa fyrir skálann , en í þá voru notaðir símastaurar, sem Guðni hafði útvegað og komið austur. Gekk þetta allt að óskum og urðu mikil fagnaðarlæti, þegar því var lokið.Næstu mánuðir fóru í útvegun ýmis efnis og búnaðar. Samið var við sumar bú­staða smiði á Hellu að smíða skálann og var hann smíðaður í einingum. Heimikil vinna fór síðan í að koma öllu efni og skálaeiningum á byggingarstað og reyndi þar bæði á karl­ og kvenpeninginn. Við fengum mjög mikilvæga og góða aðstoð frá Hafnarfjarðargildinu, sem sýndi og sannaði að samhjálp og samstaða gildis­skáta er ekki bara í orði heldur líka fúslega veitt.Erfitt var að koma efninu síðasta spölinn vegna þess að viðunandi vegslóða vantaði frá kvennaskálanum við Úlfljótsvatn að bygg ingarstaðnum. Allt gekk þetta þó vel. Á hvíldarstundum var gripið til alls konar skemmti­atriða og konurnar stóðu sig með

miklum ágætum í matargerð og nestisgerð; verður þeim það seint fullþakkað.Loksins rann upp hin langþráða stund, Guðni Jónsson dró að hún reisiflaggið þann 27. sept. 1982, en ekki var að fullu lokið við að gera skálann veðurheldan fyrr en þann 4. október þetta ár.Ýmsu var þó enn ólokið, innréttingar, pallagerð, niðurgröftur rotþróar, smíði við byggingar, sem hýsti salerni o.fl. Vatnsveitu þurfti og að byggja, en vatn fyrir hana var sótt upp með Fossá ofan fossins.

Að mestu var lokið við smíði skálans, Fossbúðar, um miðjan október 1984 og hann þá formlega tekinn í notkun. Skálinn er nú í eigu Úlfljótsvatnsráðs.Undirritaður mun ekki skrá hér nöfn þeirra mörgu, bæði innan og utan Reykja­víkurgildisins; þeir eiga það svo sannarlega skilið, en ekki er pláss fyrir slíkt í þessu innleggi mínu í jólablað Bálsins 2010. Rétt er þó að geta þess að flest ef ekki öll nöfn þeirra eru skráð í sérstaka bók sem fylgir Fossbúð ásamt myndum er teknar voru á byggingartímanum. Með skátakveðjum Einar Tjörvi Elíasson

Undirstöðustólpum skálans komið fyrir.

Hafnarfjarðargildið reyndist haukur i horni.

Þaksmíði í fallegu veðri.

Page 12: Bálið 2. tbl. 2010

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

12

Kæru vinir í alþjóða samtökum St Georgsgilda og skáta, ISGF. Það er

ítalska landsgildinu ­ MASCI einstök ánægja að bjóða ykkur til hins 26. heimsþings ISGF, sem verður þessu sinni haldið í Como frá 26. sept. til 2. okt. 2011.Við viljum þannig gjarna deila með ykk ur svipuðum tilfinningum og þeim, sem við upplifðum á Heimsþingi ISGF í Monte­grotto og á Miðjarðarhafsmótinu í Acireale.Þetta Heimsþing ISGF á sér stað á merkilegum tímamótum í sögu skáta­ og gildishreyfingarinnar: Við höf um nýlega haldið upp á 100 afmæli skáta hreyfi ngar­innar og afmælishátíð 100 ára Guid ing er rétt að hefjast. Þetta geta reynst merkar dagsetningar fyrir ISGF, ef okkur tekst að túlka nútíðina og byggja upp framtíðina. Þessar dagsetningar eiga líka að verða hreyfingu skáta (Scout and Guide) til uppörvunar í að endurnýja og fjölga í hreyf­ingum skáta og St. Georgsgilda. Með þetta að markmiði verða þátt tak end­um gefin sérstök tækifæri á þinginu til náinnar samveru í því skini að beina athygl­inni að því á hvern hátt best megi færa starf skáta og gilda betur til nútímahorfs. Þingið verður haldið í Villa Olmo í næsta nágrenni Como vatnsins, einhverju mest hrífandi svæði Ítalíu. Það er staður þar sem ómenguð fegurðin kemur okkur í nánari tengsl við þema þingsins: Sameiginlegur auður: vatnið, jörðin, loftið.Nánari lýsingu á fyrirkomulagi þingsins og öðru því sem þörf er á að vita þar að lútandi,

finnur þú á vefsíðunni www.masci.it sem tengd er heimsþingi ISGF 2011.Við erum þess fullviss að fjöldi vina munu eiga eftir að taka þátt með okkur í þessu spennandi ævintýri og deila með okkur eigin reynslu; hjálpa þannig til við að hleypa nýju lífi í skáta­ og gildishreyfingarnar og tryggja betur framtíð ISGF.

Með vinarkveðjum.Riccardo Della Rocca landsgildismeistari MASCI

Boð á 26. heimsþing ISGF

Dagsferðir í boðiFerð A) - MílanóRithöfundurinn ungi, Micol Arianna Beltramini, heldur því fram að ferðamaður sem heimsækir Mílanó þurfi að fara 101 ólíkar leiðir um borgina, til þess að kynnast hinu sanna andliti borgarinnar og láta sigrast af leyndardómum hennar og töfrum.Það er auðvitað ómögulegt að fara að tillögum hennar á nokkrum klukkustundum, svo að við munum láta okkur nægja að fara eingöngu með ykkur á frægustu staðina, og geyma aðra til framtíðar heimsókna til Lombardy héraðsins. Mílanó er iðnaðar og fjarmála miðpunktur Ítalíu; núverandi íbúatala er u.þ.b. 1.300.000 manns.

SkráningargjaldTveggjamanna herb./á mann € 700 Einsmanns € 950 Innifalið: Sex nátta hóteldvöl, 11 máltíð ir, drykkir innifaldir, ráðstefnu­gjald, kaffi í hléum, ferðir til og frá flugvelli/járnbrautarstöð.Fáið nánari upplýsingar hjá Landsgildisstjórn.

Page 13: Bálið 2. tbl. 2010

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

13

Í miðju borgarinnar stendur dómkirkjan, bygging hennar hófst 1386 og lauk fjórum öldum síðar. Þetta mikla verk var hafið af vísigreifa Gian Galeazzo sem safnaði til sín arkitektum og myndhöggvurum svo sem frá Frakklandi og Þýskalandi: Þeir gáfu dómkirkjunni sinn síð­gotneska byggingarstíl. Mikilvægt er líka að heimsækja kirkjuna sjálfa og virða fyrir sér 52 miklar súlur, kirkjuskip, og mikilfenglega litríka glugga. Undir kirkjugólfinu er litskrúðug fornt fornleifasvæði þar sem er að finna kristið skírnaraltari frá 386. Hægt er að fara upp í kirkjuturninn með lyftu og sjá gífurlega fagurt útsýni og í góðu veðri útlínur Prealpa og Alpa.Önnur viðkoma verður í Sforzesco kastala, en bygging hans hófst 1450 að skipun Francesco Sforza. Sjálfur Leonardo og Bramante voru kallaðir til árið 1494 og 1450 til þess að annast skreytingu hinna mörgu sala hans. Meðan Spánverjar réðu ríkjum voru reistir miklir virkisveggir til þess að gera hann að sterku virki. Söfn kastalans innihalda mörg af þekktustu listaverkum Evrópu.Þvínæst komum við til Santa Maria delle Grazie, sem er síð­gotnesk blokk bygg inga frá endurreisnartímanum, er voru byggðar milli 1446 og 1490. Þar má sjá hið eftiminnilega freska „Síðasti Kvöldverðurinn“ eftir Leonardo da Vinci. Þetta listaverk var pantað af Ludovico Sforza og sem fyrir kraftaverk, hélst óskadd að í gegnum margar styrjaldir og sprengjuárásir síðari heimstyrjaldarinnar. Á því var gerð mikil viðgerð sem tók 22 ár svo að nú er hægt að virða fyrir sér sem nýtt þetta listaverk, sem um aldirnar hefur verið umlukið dulúð, leyndardómi og miklum pælingum.

Ferð B) –Como vatniðVið höldum af stað með bát frá miðstöðinni við Cavour torg. Fyrsti viðkomustaður er Bellagio, gimsteinn Lario, sem er vel staðsett og gnæfir yfir báðar álmur. Bellagio liggur neðst í hlíðum skógivaxinnar hæðar. Bellagio státar af byggðasafni þar sem finna má nær óskemmd forn höfðingjasetur. Villa Melzi og fagrir garðar þess eru vel heimsóknar verðir.Sé haldið í norðurátt komum við að Colico;

þaðan er stutt ganga til skátaskóla og búða AGESCI (ítalska skátasambandsins). Land ar­eignin er í eigu Osio fjölskyldunnar og er rekin af AGESCI í gegnun Baden stofnunina í Mílanó.Í júlí 1945, í lok síðari heimstyrjaldarinnar og endalok fasismans, var skátahreyfingin á Ítalíu endurvakin eftir sautján ára í leyni svo að Colico varð afbragðs þjálfunarmiðstöð þar sem skátahöfðingjar framtíðarinnar alls staðar af landinu geta notið skátaþjálfunar í ósnortnu umhverfi.Seinni hluta dagsins siglum við til baka með bátnum með viðkomu í Gravedona, þar sem Gallio höllin og 15. aldar Santa Maria delle Grazie kirkjan verða skoðuð. Síðan förum við til Como aftur með sama bátnum.

Ferð C) – ComoFyrir þá sem vilja kynnast borginni þar sem heimsþingið er haldið mælum við með sérstakri skoðunarferð um Como. Borgin varð til í forntíð en varð mikilvæg herstöð eftir að Rómverjar hertóku héraðið og gerðu að nýlendu. Nú eru íbúar borgarinnar u.þ.b. 80.000 talsins. Hún er umsvifamikil og byggir afkomu sína að mestu viðskiptum og er jafnframt helst þekkt fyrir silkivefnað. Á ferð okkar um borgina uppgötvum við Dómkirkjuna (1396/1740) sem helst státar sig af mikilfengilegum gafli frá 1455 og fjöldan allan af lismunum sem þar inni eru geymdir. Við hlið dómkirkjunnar er Broletto, hið forna ráðhús, sem er höll byggð 1215 og endurbætt árið 1477.Meðal miðaldraturna borgarinnar, er Porta Torre mest áberandi, hann var reist ur 1192. Sant’Abbondio kirkjan, helguð vernd ar­dýrlingi Como, er sérstætt dæmi um rómverkst byggingarform. Hún var byggð af Benedictine­reglunni 1013; hún hefur fimm hliðarskip og og hina einkennandi tvo klukkuturna.Höfuðkirkjan San Fedele er staðsett þar sem stóð forn kristileg kirkja frá 5./6. öldog hefur einstæða utanáliggjandi kórskansa (kórboga) og skrauthlið. San Fedele torgið þar nálægt er göngu svæði þar sem gefur að sjá nokkur hús frá endurreisnartímanum (frá 15./16. öld).

Page 14: Bálið 2. tbl. 2010

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

14

Við megum ekki láta vera að heimsækja Terragni höllina, sem áður var bygging Fascio’s, sem Terragni lét byggja milli 1932 og 1936. Hún er talin frumherji nútíma bygginga og einstætt dæmi um þjóðernis arkitektúr. Við munum koma við í Volta hofinu, það var byggt 1927 í ný­klassískum stíl: þar er að finna ýmsa muni Alessandro Volta ásamt hinu fræga „pile“.Að lokum er ferðinni heitið til Brunate sem tekur nokkrar mínútur; í 715 metra hæð. Brunate varð vin sæll ferðamannastaður á 19. og snemma á 20. öld mest fyrir sakir hins mikilfenglega útsýnis yfir vatnið og borgina Como. Þaðan er líka hægt að taka fjallaferðir upp fjöllin þar á bakvið.

Ferð D) – TurinTurin er höfuðborg Piedmont héraðs, við landamæri Frakklands. Hún var upprunalega aðal verustaður Ligurian kynkvíslarinnar, og varð seinna útvarðstöð Rómverja. Savoy­ættin, forn ítölsk­frönsk konungsætt, gerði Turin að höfuðborg sinni 1574 og mikilfengleiki hennar tók brátt að keppa við það sem þekktist í París og Vín.Turin óf sögu Piedmont héraðs og Ítalíu allrar á vissu tímabili. Á 20. öld umbreyttu stórar fyrirtækjakeðjur eins og FIAT sem stofnsett var 1899, borgina í þungamiðju velsældar og iðnvæðingar héraðsins og jafnvel Ítalíu allrar. Miðsvæði borgarinnar einkennist af barók byggingarlist, þar finnast mörg dæmi um barók, sem talin eru með því fegursta sem finnst í heiminum, og hafa þau verið endurbyggð til fyrri mikilfengleika.Síðan Vetrar­Ólympíuleikarnir voru haldn ir þar 2006, er borgin alsett nútímalegum aðstöðum til íþróttaiðkana, alls konar þjónustu, og státar sig m.a. af nýrri neðan jarðarbraut.Borgin er auðug af skemmtigörðum, stór um torgum og súlnagöngum. Turin er líka fræg fyrir söguleg kaffihús sín og konfekt­verslanir, þar má bragða einstakar kara mellur (pralines) og „gianduiotti“ (mjúkt hnetusúkkulaði). Eitt hnossgæti sem má ekki fara á mis við er hið bitur­sæta „bicerin“ með kaffi, súkkulaði og

þeyttum rjóma. Einnig er mælt með að Egypska safnið sé heimsótt, það jafnast auðveldlega á við söfnin í London og Kaíró, er varðar auðlegð og gæði safnmuna.Önnur heimsókn er skipulögð til konungs­hallarinnar Venarìa Reale, sem er 10 km frá Turin. Höllin var byggð 1660 sem veiðihöll fyrir Carlo Emanuale II. Árið 2007, voru gerðar á henni umfangsmiklar endurbætur og hún opnuð fyrir heimsóknir ásamt hinum merka garði Parco della Mandria.

Ferð E) – Courmayeur (Aosta dalur) Courmayeur er síðasta ítalska borgin áður en farið er inn í Mont Blanc jarðgöngin og yfir frönsku landamærin. Borgin er einkum þekkt sem skíðastaður; sérstakar sumarferðir um lága dalina og fyrir hina frægu toglyftuferð upp hlíðar hins einstæða Mont Blanc fjalls, hinum 4810 m himingnæfandi risa Evrópu. Þú verður tekin/n þangað upp.Síðan 1965 hefur borgin tengst Chamonix, í Frakklandi, með hinum frægu jarðgöngum. Til viðbótar skíðaiðkun og öðrum vetraríþróttum, er þarna að finna skemmtilegar uppákomur, sem tengjast sumarferðunum, en eftirsóttust er þó ferðin með toglyftunni upp Mont Blanc. Stórbrotnust er þó slóðin á fjallinu Mont Blanc sjálfu, 90 mínútna gönguferð, skipt í fimm áfanga, sem einungis er hægt að fara að sumrí til í góðu veðri. Þetta er lengsta toglyftuferð í heimi, en útsýnið er alveg einstatt og mjög spennandi. Við stingum upp á að fyrsta áfanganum upp til Pavillon du Mont Frety (mts. 2178): Hæst staðsetti Alpagrasagarðurinn Evrópu er þar.Ferðatíminn frá Como tekur u.þ.b. 2½ stundir. Mælt er með því að taka með vindheldan frakka eða úlpu.

Tilboð um heimsókn á Heimsmót skáta í Svíþjóð næsta sumar!

Sjá á www.stgildi.isNÝTT

Page 15: Bálið 2. tbl. 2010

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

15

English Summary Desember 2010The principle message of “Bálið”, mirr­oring that of the ISGF President, is the import ance of nurturing friendship through keeping in touch, be it by letter, phone calls, Christmas Cards or in today’s preferred manner, such as via electronic mail or the Facebook. Older scouts should not be forgotten, they have in the past rendered valuable service to the Scout movement and do like to keep contact, not only to relive old memories, but also to keep up with what is happening today and planned for the future. Our eminent Scout Poet, former Guild President Hördur Zophaniasson, reminds us moreover of the great wonder that being or having been a Scout brings with it, in his poem entitled “Sprek á Bálið” (Kindle wood on the Bonfire).The Icelandic Guild President, Mrs. Elín Richards, recounts the major guild events of the passing year. A well attended Fellowship Day was celebrated this year at the invitation of the Kópavogur guild. She also reported on the many aid projects instigated by ISGF in the third world with active participation of European guilds such as the NBSR.An article summarises the main features of a symposium commemorating the centen­ary of Girl Scouting in Iceland arranged by the Iceland Scout Association and the St. George’s guilds on the 2nd Nov. 2010. Speakers were six former girl scouts who shared their experiences and in particular the way in which lessons learned in scouting had proved of value to them in

their professional life. Ten Guild scouts from Nuuk, the capital of Greenland, visited Iceland during Whitsun this year. Three guilds in the capital region arranged a highly varied itinerary for the visit, such as a trip around the geothermal fields on Reykjanes peninsula, a walk across the bridge that crosses the chasm where the North American and European tectonic plates abut, etc.; the field visit ending with a visit to the famous Blue Lagoon. Other places of historical value and interest were also visited and the Greenland guild scouts a. o. t. given the opportunity to drink fresh unadulterated water straight from the historic river Öxará, which was much appreciated.The 26th ISGF Congress held in Como, Italy, 26th Sept. to 2nd Oct. 2011 is featured and so is the Jamboree held in Sweden July 2011. The Icelandic National Guild Assembly will be held 7th May 2011 in Reykjavík.Moreover featured are reminiscences from the building of the Reykjavík guild hut “Fossbúð” in the years 1982­1984. It was build by the guild scouts of the St. George guild of Reykjavík with significant assistance from other guilds, principally the Hafnarfjörður one. The hut “Fossbúð” is situated close to the Icelandic National Scout Camp at Úlfljótsvatn, and was later given as a present Icelandic to the Scout movement in commemoration of the centenary of Scouting. Einar Tjörvi

www.stgildi.isNÝTT

Page 16: Bálið 2. tbl. 2010

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

16

St. Georgsgildið á Akureyri • St. Georgsgildið í HafnarfirðiSt. Georgsgildið í Hveragerði • St. Georgsgildið í Keflavík

St. Georgsgildið í Kópavogi • St. Georgsgildið Kvistur á Akureyri St. Georgsgildið Straumur í Reykjavík

..á mörkum heimsálfa

leiðin að hjartanu..

..öflugt lið í eldhúsinu

Heimsókn frá Grænlandi

.. í gamla daga!

söngur gleður..