frumlag

8
Mars 2003 EPE ísl 202 Frumlag Fallorð í nefnifalli: Ég les Stýrir persónu sagnar: Við lesum/þið lesið Táknar geranda, þann sem aðhefst, er eða verður það sem sögnin segir: Ég les

Upload: melvin-gray

Post on 02-Jan-2016

40 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Frumlag. Fallorð í nefnifalli: Ég les Stýrir persónu sagnar: Við lesum/þið lesið Táknar geranda, þann sem aðhefst, er eða verður það sem sögnin segir: Ég les. Umsögn. Sögn er kjarni hverrar setningar, engin setning er án sagnar. - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Frumlag

Mars 2003 EPE ísl 202

Frumlag

Fallorð í nefnifalli: Ég les

Stýrir persónu sagnar: Við lesum/þið lesið

Táknar geranda, þann sem aðhefst, er eða verður það sem sögnin segir: Ég les

Page 2: Frumlag

Mars 2003 EPE ísl 202

Umsögn

Sögn er kjarni hverrar setningar, engin setning er án sagnar.

Allar sagnir sem mynda merkingarlega heild nefnast sagnliður og sagnliður nefnist líka umsögn: Ég ætla að fara að reyna að lesa bókina

Ein umsögn er í hverri setningu en umsögnin getur verið samsett úr mörgum sögnum og þá eru margar hjálparsagnir á undan aðalsögn en hún er síðust í samsettri umsögn.

Page 3: Frumlag

Mars 2003 EPE ísl 202

Andlag

Andlag (andl.) er setningarhluti sem stendur með áhrifssögn og fer á eftir henni í beinni orðaröð. Andlag er yfirleitt fallorð í aukafalli: Ég les bókina

Sumar sagnir taka með sér tvö andlög, stýra tveimur föllum. Oft er þá fyrra andlagið kallað óbeint andlag: Ég gaf öndunum brauð

Page 4: Frumlag

Mars 2003 EPE ísl 202

Sagnfylling

Áhrifslausar sagnir eins og vera, verða, heita og þykja taka með sér sagnfyllingu (sf.).

Sagnfylling er ævinlega fallorð, nafnorð eða lýsingarorð í nefnifalli.

  vera læknir þykja minnugur

heita Jón

Page 5: Frumlag

Mars 2003 EPE ísl 202

Forsetningarliður

Forsetning ásamt þeim orðum sem hún stýrir falli á nefnist forsetningarliður (fsl.). Nafnorð fylgir nær ævinlega forsetningu og fall þess stýrist af henni: um hest / frá hesti / til hests

Ýmis ákvæðisorð, einkunnir, geta einkennt nafnorðið en saman mynda nafnorð og ákvæðisorð þess forsetningarlið: um gamla góða hestinn minn

Page 6: Frumlag

Mars 2003 EPE ísl 202

Atviksliður

Atviksliður (al.) er setningarliður sem er oft eitt atviksorð. Atviksorðinu getur fylgt annað atviksorð til nánari fyllingar. syngur afar vel

Atviksorð einkenna mest sagnir: syngur vel, kemur oft, fer út, er úti.

Áhersluatviksorð herða eða draga úr merkingu lýsingarorða: afar fallegur, geysilega virðulegur.

Page 7: Frumlag

Mars 2003 EPE ísl 202

Einkunn

Einkunn (eink.) er fallorð sem stendur sem ákvæðisliður eða ákvæðisorð en ákvæðisorð nefnast þau orð sem standa með öðrum orðum og segja nánar til um einkenni þess orðs.

Einkunnir raðast kringum nafnorð í þessari röð: ófn., áfn., to., lo.+, no., efn.

allra þessara fjögurra góðu stráka minna

Page 8: Frumlag

Mars 2003 EPE ísl 202

Eignarfallseinkunn

Nafnorð í eignarfalli sem stendur með öðru nafnorði er nefnt eignarfallseinkunn: dóttir skólastjórans, sonur prestsins, eigandi bílsins

Eignarfallseinkunn stendur á eftir nafnorðinu sem hún einkennir eins og eignarfornafn.